Page 1

Sjónaukinn 26. tbl.

25. árg.

2010

Útg. Umf.Kormákur. Ábm. Oddur Sigurdarson

30. júní - 6. júlí Auglýsingar berist fyrir mánudagskvöld. Sími 898-2413, símbréf 451-2786, netfang: sjonaukinn@simnet.is.

HÚNAÞING vestra

Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga, kt. 540598-2829 Sími 455-2400 - Fax 455-2409

Húnasjóður. Húnasjóð stofnuðu hjónin Ásgeir Magnússon og Unnur Ásmundsdóttir til þess að minnast starfs Alþýðuskóla Húnvetninga, sem Ásgeir stofnaði og rak á Hvammstanga árin 1913-1920. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að endurmenntun og fagmenntun í Húnaþingi vestra. Samkvæmt skipulagsskrá fyrir Húnasjóð sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar þann 12. október 2000 skal sveitarsjóður leggja sjóðnum árlega til fé skv. fjárhagsáætlun hverju sinni. Árlegu framlagi Húnaþings vestra ásamt hálfum vöxtum höfuðstóls skal úthluta í styrki á ári hverju. Skriflegar umsóknir um styrk vegna ársins 2010 ásamt lýsingu á námi skulu berast skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5 á Hvammstanga á þar til gerðum eyðublöðum fyrir 14. júlí n.k. Umsóknareyðublöð má nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins eða á heimasíðunni www.hunathing.is undir liðnum eyðublöð.

Sveitarstjóri.


ÆFINGABÚÐIR Sameiginlegar æfingabúðir USVH og HSS í knattspyrnu og körfubolta fyrir ULM í Borgarnesi verða sunnudaginn 11. júlí og hefjast kl. 11:00 uppi á knattspyrnuvellinum og færast síðan niður í Íþróttamiðstöðina. Að æfingabúðunum loknum verður farið í sund.

Iðkendur takið daginn frá. Þjálfarar Umf. Kormáks Aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks

Eldur í Húnaþingi Sápubolti - Heimsmeistaramót í Kleppara Dodgeball mót - Borðtennismót Sápuboltinn verður á sínum stað á fjölskyldudeginum, nánar tiltekið laugardaginn 24. júlí. Liðsmenn verða að vera 5 talsins. Veitt verða verðlaun fyrir sigurvegara mótsins sem og bestu búningana. Heimsmeistaramótið í kleppara verður svo haldið í annað sinn á föstudeginum 23. júlí í Félagsheimilinu Hvammstanga en skráning er á staðnum. Takið eftir að þetta er Heimsmeistaramót. Dodgeball- og borðtennismót verða svo haldin í Íþróttamiðstöðinni á fimmtudeginum 22. júlí. Eðalmálmsteypan styrkir hátíðina með verðlaunabikurum fyrir þessi mót. Nánar auglýst síðar.


Snyrting Verð með snyrtiþjónustu að Árbakka 3 Laugarbakka, föstudaginn 2. og laugardaginn 3. júlí kl. 10:00-22:00 alla dagana. Upplýsingar í símum 568 0009 og 865 8161. Helen Hrólfsson snyrtifræðingur

Gönguferð Fyrirhugað er að fara í gönguferð fyrir Heggsstaðanes um næstu helgi. Áætlað er að ferðin taki um 3-4 klst. en gönguleiðin hentar flestum. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafið samband við undirritaða í síma 869 69 93.

Allir velkomnir - Bogga

Vinna á balli - Eldur í Húnaþingi Okkur vantar 6 - 7 einstaklinga til að vinna á unglistarballinu, meðal annars í dyravörslu. Gæti hentað vel sem fjáröflun fyrir félagasamtök eða einstaklinga. Áhugasamir hafi samband við Sveinbjörgu í síma 866-5390.

Lausar vikur í sumarhúsum Stéttarfélaginu Samstöðu sumarið 2010.

hjá

Illugastaðir í Fnjóskadal vikan 3.9.- 10.9 Ölfusborgir vikan: 23.7 - 30.7 Drekagil 21 Íbúð á Akureyri vikan: 2.7 - 9.7 Nánari upplýsingar á skrifstofum Stéttarfélagsins Samstöðu s. 452 49 32 og 451 27 30.

Stéttarfélagið Samstaða


Hvammstangaþríþrautin! Laugardaginn 3. júlí næst komandi þá ætlum við að halda þríþrautarmót hérna á Hvammstanga. Keppt verður bæði í einstaklingskeppni karla og kvenna sem og liðakeppni karla og kvenna. Einstaklingskeppnin fer þannig fram að hver og einn þarf að synda 400 metra, hjóla 10,4 km, og hlaupa 2,5 km. Í liðakeppninni þá eru þrír saman í liði og skipta þeir greinunum með sér. Sem sagt einn syndir, einn hjólar og einn hleypur. Skráningargjald er kr. 500 fyrir einstakling en 1000 kr á liðið (deilist á þrjá). Keppnin hefst kl. 09:00 og er mæting við Íþróttamiðstöðina Hvammstanga. Við vonumst til að sjá sem flesta koma og spreyta sig á þessari nýbreytni hér í Húnaþingi. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið hoo11@hi.is eða magnusedvalds@ismennt.is Skráningum þarf að vera lokið fyrir miðnætti föstudaginn 2. júlí. Þeir sem sjá sig fært um að aðstoða við mótið fl.e. vera tímaverðir ofl. endilega látið vita af ykkur í síma 822 38 48 (Hjördís) eða senda póst á netfangið hoo11@hi.is Hjördís Ósk og Magnús Eðvaldsson


Dansnámskeið - Show dance Dansnámskeið fyrir börn á aldrinum 8 - 12 ára og 13 - 18 ára sem hafa áhuga á því að læra show dance og hip hop dans (dans eins og í tónlistarmyndböndum). Námskeiðin verður í 3 vikur og endar með sýningu á unglistarhátíðinni. Mikilvægt er að börnin geti mætt á allar æfingarnar svo þau missi ekki úr neinu. Kennt verður í Íþróttamiðstöðinni Hvammstanga frá 5. til 20. júlí, mánudaga til fimmtudaga frá kl. 11 - 12 fyrir 8 til 12 ára og kl. 17:30 - 18:30 fyrir 13 til 18 ára. Námskeiðið kostar kr.. 6.000 á barn. Nánari upplýsingar í síma 869 90 83 eða á birgittav08@ru.is. Skráningar þurfa að hafa borist fyrir 1. júlí n.k. Kveðja Birgitta Maggý

Eldur í Húnaþingi Hverfaskreytingar - viðbót Við fengum ábendingu um að hafa sveitirnar með í litaskreytingum yfir hátíðina þar sem þetta er nú hátíðin okkar allra og finnst okkur þetta frábær hugmynd. Sveitunum hefur því verið skipt í svokölluð vinahverfi með litahverfunum á staðnum. Miðfjörðurinn og Línakradalurinn munu tilheyra gula hverfinu, Víðidalurinn og Fitjárdalurinn tilheyra græna hverfinu, Vesturhópið og Vatnsnesið munu tilheyra bláa hverfinu, og Heggstaðanesið og Hrútafjörðurinn tilheyra rauða hverfinu.


Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa.

Guðmundar Axelssonar frá Valdarási. Sérstakar þakkir til sóknarprests, tónlistarfólks og allra annarra sem aðstoðuðu okkur með einum eða öðrum hætti við kveðjustundir. Starfsfólk Heilbrigiðisstofnunar Vesturlands Hvammstanga fær einnig kærar þakkir fyrir gð›a umönnun undanfarin ár. Hulda Ragnarsdóttir Axel Rúnar Guðmundssona og fjölskylda Grétar Gústavsson og fjölskylda

Listsýningar - Eldur í Húnaþingi Auglýsum eftir listaverkum, myndum, ljósmyndum, málverkum, skúlptúr eða öðru sem þú ert að vinna að og hefðir áhuga á að setja fram og sýna. Hugsanlega gæti verið um sölusýningar að ræða sem og almennar sýningar á verkum heimamanna. Áhugasamir hafi samband á eldurihun@gmail.com og hjá Jóhannesi í síma 846 61 49.

Hundahlýðninámskeið Eldur í Húnaþingi Minnum á hundahlýðninámskeiðið sem haldið verður föstudeginum 23. júlí. Skráningar eru á heidrunklara@hotmail.com og er áhugasömum einnig bent á að hafa samband þar.


Unglingalandsmótið í Borgarnesi um verslunarmannahelgina Keppnisgreinar eru tilgreinar á eftirfarandi slóð. http://www.umfi.is/unglingalandsmot/keppni/

Skráning fer fram hjá Oddi í síma 898 2413 og einnig í netfangið kormakur@simnet.is. LJÚKIÐ SKRÁNINGU SEM ALLRA FYRST.

USVH - Umf. Kormákur Aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks

Sumartími á skrifstofum Stéttarfélagsins Samstöðu 2010 Á Blönduósi verður skrifstofan að Þverbraut 1 opin frá kl 12:00 - 16:00 frá 5. júli til 3. ágúst. Á Hvammstanga verður skrifstofa félagsins að Klapparstíg 4, opin á venjulegum tíma frá kl. 10:30 - 13:30

Stéttarfélagið Samstaða

Töfranámskeið - Eldur í Húnaþingi Skráningar standa yfir á töfranámskeiðið sem haldið verður á föstudeginum á unglist. Athugið að námskeiðið er fyrir börn 8 ára og eldri. Tekið er við skráningum á eldurihun@gmail.com og hjá Helgu í síma 894 49 31 og hjá Sveinbjörgu í síma 866 53 90.


Næstu leikir Íslandsmót í knattspyrnu 3. flokki karla Hvammstangavöllur sunnudagur 4. júlí kl. 18:30 Kormákur - Dalvík

Íslandsmót í knattspyrnu 5. flokki karla KA-völlur miðvikudagur 7. júlí kl. 17:00 KA2 - Kormákur

Íslandsmót í knattspyrnu 3. fl. kvenna Blönduósvöllur Sunnudagur 11. júlí kl. 17:30 Kormákur/Hvöt - KS/Leiftur Aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks

Boot Camp fyrirtækjakeppnin 2010 Eldur í Húnaþingi Fyrirtækjakeppnin í ár er styrkt af Boot Camp. Hvert fyrirtæki þarf að leggja til 4 liðsmenn, erfiðleikastig keppninnar verður ekki í samræmi við Boot Camp æfingar og ættu því allir að geta tekið þátt. Skorað er á öll fyrirtæki í Húnaþingi vestra til að skrá sig en veitt verða verðlaun fyrir besta liðið sem og bestu búningana. Skráningar fara fram á eldurihun@gmail.com og hjá Sveinbjörgu í síma 866 53 90.

Sjo%cc%81naukinn%2026 %20tbl %202010  

http://simnet.is/umf.kormakur/Umf._Kormakur/Sjonaukinn_files/Sjo%CC%81naukinn%2026.%20tbl.%202010.pdf

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you