Page 1

Sjónaukinn 25. tbl.

25. árg.

2010

Útg. Umf.Kormákur. Ábm. Oddur Sigurdarson

23. - 29. júní Auglýsingar berist fyrir mánudagskvöld. Sími 898-2413, símbréf 451-2786, netfang: sjonaukinn@simnet.is.

Unglingalandsmótið í Borgarnesi um verslunarmannahelgina Keppnisgreinar eru tilgreinar á eftirfarandi slóð. http://www.umfi.is/unglingalandsmot/keppni/

Afþreying fyrir unga sem aldna Skráning fer fram hjá Oddi í síma 898 2413 og einnig í netfangið kormakur@simnet.is. LJÚKIÐ SKRÁNINGU SEM ALLRA FYRST.

USVH Umf. Kormákur Aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks


Kæru Vestur-Húnvetningar Ég þakka góðar móttökur og mætingu við opnun HLÖÐUNNAR kaffihúss. Súpa

og heimabakað brauð í hádegi alla daga, heimabakaðar kökur, gott kaffi og fleira. Opnunartími: mánud. - fimmtud. kl. 9:00 - 21:00, föstud. og laugard. 9:00 - 23:00, sunnud. 10:00 - 21:00 Hlakka til að sjá ykkur sem flest og sem oftast. Upplýsingar og pantanir fyrir hópa, fundi, einkasamkvæmi og fl. í símum 451 11 10 og 863 73 39.

Kveðja María


Jónsmessa í Borgarvirki Útimessa verður haldin í Borgarvirki n.k. miðvikudagskvöld 23. júní kl. 23 þegar Jónsmessunóttin er að ganga í garð. Allir velkomnir - Sóknarprestur

Til sölu Til sölu er Leyly Optimo 205 diskasláttuvél árg. 1996 og sex hjólarakstrarvél. Upplýsingar í síma 8625466.

Vélaþjónusta Sveðjustaða. Erum með til leigu: 62 tonnmetra kranabíl með flatvagni. 25 tonna beltagröfu, D4 jarðýtu, 6 hjóla vörubíl, Man 4x4 kranabíll, Dísel rafstöðvar og loftpressa. Erum einnig með til sölu og leigu gámavinnubúðir. GSM: 868 31 94 og 896 14 16. svedjustadir1@simnet.is 531 Hvammstangi.


Eldur í Húnaþingi 2010 Í ár ætlum við að skipta staðnum í 4 hverfi eftir litum og biðlum við til bæjarbúa um að verða sér úti um hluti, klæði, blöðrur o.s.frv. til að skreyta sitt hverfi. Hverfunum verður skipt eftir ánni, og með Hvammstanga- og Norðurbrautinni. Efri hlutinn af Norðurbrautinni norðan við ána og þar fyrir ofan verður bláa hverfið, neðri hlutinn af Norðurbrautinni norðan við ána og þar fyrir neðan er græna hverfið. Efri hlutinn af Hvammstangabrautinni sunnan við ána og þar fyrir ofan er rauða hverfið og neðri hlutinn af Hvammstangabrautinni sunnan við á og þar fyrir neðan er gula hverfið.

Verðlaun verða veitt fyrir best skreytta hverfið. Á hátíðinni verður boðið upp á töfranámskeið fyrir krakka, skráning fer fram á eldurihun@gmail.com. Skráning er ekki bindandi og einungis ætluð til að áætla efniskostnað en námskeiðið er frítt. Einnig verður boðið upp á námskeið í hundahlýðni. Á námskeiðinu er farið yfir merkjamál hunda, leiðtogahlutverk eiganda, jákvæðni í æfingum, taumganga og grunnæfingar í hlýðni - sem hjálpar vel við að fá betri smala og veiðihund. Skráningar á námskeiðið er á heidrunklara@hotmail.com en mikilvægt er að skrá sig svo að þátttakendur geti nálgast þær upplýsingar er þarf fyrir námskeiðið. Námskeiðið er frítt.


Dansnámskeið - Show dance Dansnámskeið fyrir börn á aldrinum 8 - 12 ára og 13 - 18 ára sem hafa áhuga á því að læra show dance og hip hop dans (dans eins og í tónlistarmyndböndum). Námskeiðin verður í 3 vikur og endar með sýningu á unglistahátíðinni. Mikilvægt er að börnin geti mætt á allar æfingarnar svo þau missi ekki úr neinu. Kennt verður frá 5. til 20. júlí í Íþróttamiðstöðinni Hvammstanga, mánudaga til fimmtudaga frá kl. 11 - 12 fyrir 8 til 12 ára og kl. 17:30-18:30 fyrir 13 til 18 ára. Námskeiðið kostar kr. 6.000 á barn. Nánari upplýsingar í síma 869 90 83 eða á birgittav08@ru.is. Skráningar þurfa að hafa borist fyrir 1. júlí n.k. Kveðja Birgitta Maggý


Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,

Guðmundur Axelsson, Valdarási lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga, sunnudaginn 20. júní. Útför hans fer fram að Víðidalstungukirkju, laugardaginn 26. júní, kl. 14:00. Hulda Ragnarsdóttir Axel Rúnar Guðmundsson Bogey Erna Benediktsdóttir

Heiðrún Nína Axelsdóttir Anna Elísa Axelsdóttir

Grétar Gústavsson Guðný Bech

Linda Björk Grétarsdóttir Lára Björg Grétarsdóttir

Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærar móður okkar tengdamóður, ömmu langömmu og langalangömmu.

Auðbjörg Guðmundsdóttir Illugastöðum Vatnsnesi Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Vesturlands Hvammstanga fyrir einstaka alúð og umönnun. Jónína Ögn Jóhannesdóttir Birgir Jónsson Guðmundur Jóhannesson Bjarney G. Valdimarsdóttir Árni Jóhannesson Anna Olsen Jónína Auðbjörg Sigurbjörnsdóttir Jóhann Ingi Haraldsson Jóhannes Óskar Sigurbjörnsson Þorbjörg Ásbjarnardóttir Barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn


Bryndís Sigurjónsdóttir Nuddari verður í Víðigerði 23. - 27. júní Klassískt heilnudd kr. 5.000

Spölur frá Hafssteinstöðum

Haraldur Thorlasíus

undan Huga og Eldingu frá Hafssteinsstöðum verður í Bjarghúsum Vesturhópi.

tryggingaráðgjafi verður í Víðigerði 23. - 25. júní Tímapantanir í Víðigerði í síma 451 25 92 Vertinn í Víðigerði

1. verðlauna stóðhesturinn

Helstu kostir frábært geðslag og einstakt rými. Upplýsingar gefur Björn í síma 892 34 90.

ATHUGIÐ!

Auglýsingar VERÐA AÐ HAFA BORIST fyrir kl. 21:00 á mánudagskvöld, nema um annað sé sérstaklega samið. Netfang: sjonaukinn@simnet.is,

símbréf 451 27 86, sími: 898 24 13.

Sjónaukinn Aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks


Næstu leikir Íslandsmót í knattspyrnu 5. flokki karla Hvammstangavöllur miðvikudagur. 23. júní kl. 17:00 Kormákur - Þór 2

Íslandsmót í knattspyrnu 3. flokki karla Sauðárkróksvelli föstudagur. 25. júní kl. 20:00 KS/Tindast/Hvöt - Kormákur

Íslandsmót í knattspyrnu 5. flokki karla KA-völlur miðvikudagur. 7. júlí kl. 17:00 KA2 - Kormákur

Íslandsmót í knattspyrnu 3. fl. kvenna Blönduósvöllur Sunnudagur.11. júlí kl. 16:00 Kormákur/Hvöt - KS/Leiftur

Aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks

Sjo%cc%81naukinn%2025 %20tbl %202010  

http://simnet.is/umf.kormakur/Umf._Kormakur/Sjonaukinn_files/Sjo%CC%81naukinn%2025.%20tbl.%202010.pdf

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you