Page 1

Sjónaukinn 22. tbl.

25. árg.

2010

Útg. Umf.Kormákur. Ábm. Oddur Sigurdarson

2. - 8. júní Auglýsingar berist fyrir mánudagskvöld. Sími 898-2413, símbréf 451-2786, netfang: sjonaukinn@simnet.is.

Sjómannadagurinn Hvammstanga Minnum á dagskrá Sjómannadagsins á Hvammstanga n.k. sunnudag 6. júní og kaffisölu Slysavarnardeildarinnar Káraborgar. Nánari dagskrá verður send inn á öll heimili fyrir helgi. Slysavarnardeildin Káraborg

Íslandsmót í knattspyrnu 3. flokki karla Hvammstangavöllur föstudagur 4. júní kl. 19:00 Kormákur - Mývetningar Aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks


B-listinn færir kjósendum sínum og þeim fjölmörgu sem lögðu okkur lið í kosningabaráttunni bestu þakkir. Uppbyggingarstarf B-listans í meirihluta s.l. tólf ár mun standa með íbúum Húnaþings vestra á komandi árum. Við munum hér eftir sem hingað til, leggja okkur fram við að gera gott samfélag betra. Bestu kveðjur, frambjóðendur B-listans.

SAUÐBURÐARSLÚTT Í VÍÐIGERÐI Laugardagskvöldið 5. júní 2010 gerum við okkur glaðan dag af því tilefni að flestar ærnar verða bornar. Að sjálfsögðu verðum við með úrbeinað lambalæri á lágmarksverði og blaðlaukssúpu og kaffi á kr. 1.200. Sigurður Yngvi stórsöngvari og bóndi á Bálkastöðum slær á létta strengi og stjórnar fjöldasöng. Húsið opnar kl. 18:00 og borðhald hefst kl. 19:00 og við vonum að allir verði búnir að borðu uppúr níu. Vegna góðrar mætingar í fyrra verðum við að taka niður borðapantanir á númeruð borð og ekki er víst að allir komist að, pantanir í síma 451 25 92. Guðaveigar á góðu verði

Góða skemmtun - Vertinn í Víðigerði


Opinn fræðslufundur um Virki Þekkingarsetur á Hvammstanga verður haldinn mánudaginn 7. júní kl. 20:30 í Fjarkennslustofu að Höfðabraut 6. √ Hvað er Virki Þekkingarsetur og hvað getur það flýtt fyrir íbúa Húnaflings vestra? Mörg tækifæri leynast í héraðinu en það er undir okkur komið að nýta þau. Allir velkomnir.

Dansklúbburinn Hvellur úr Skagafirði. Dansleikur í Félagsheimilinu Víðihlíð laugardagskvöldið 12. júní 2010, kl. 22:00 - 02:00. Geirmundur og Jói sjá um tónlistina, fjölmennum og skemmtum okkur í syngjandi sveiflu. Aldurstakmark 16 ára Aðgangseyrir 2000.Nefndin ATH. Greiðslukort ekki tekin

LANGAFIT - LAUGARBAKKA Opnar á slaginu 10:02 á miðvikudaginn 2. júní 2010 Kaffi og kökur, spjall og knús. Framvegis verður svo opið frá 10:02 - 18:02 alla daga alveg til 14. ágúst 2010 Komið endilega og skoðið fallegar og eigulegar vörur sem eru til sölu hjá okkur, fáið ykkur kaffi og randalínu. Leitið ekki langt yfir skammt.

Framleiðendur, eigendur og aðrar endur Löngufitar.


Söngtónleikar í Félagsheimilinu Hvammstanga Laugardaginn 5. júní kl. 16. Kór Hjallakirkju í Kópavogi ásamt Kirkjukór Hvammstangakirkju Einsöngvarar: Einar Clausen tenór og Kristín R. Sigurðardóttir sópran Píanóleikari Julian Isaacs Gítarleikari: Halldór Másson Flautuleikari: Sigurborg Ragnarsdóttir Söngstjórar: Jón Ólafur Sigurðsson og Pálína Fanney Skúladóttir Flutt lög eftir Báru Grímsdóttur, Friðrik Jónsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Inga T. Lárusson, Karl O. Runólfsson, Sigfús Halldórsson, Stefán S. Stefánsson, Georg Gershwin, Edvard Grieg, Fr. Chopin, Leonard Cohen, Franz Lehár og fleiri. Aðgangseyrir kr. 1.500

Unglingalandsmótið í Borgarnesi um verslunarmannahelgina

Takið helgina frá Afþreying fyrir unga sem aldna

USVH - Umf. Kormákur Aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks


Leikjanámskeið fyrir börn fædd 2004, 2003, 2002 og 2001 verður haldið dagana 14. - 25. júní í Félagsmiðstöðinni Órion og verður frá kl. 08:00-12:00 Skráning fer fram í Ráðhúsi Húnaþings vestra sími 455 2400. Gjald er kr. 7.000, 50% systkinaafsláttur. Íþrótta- og tómstundafulltrúi.

Leikjanámskeið Starfskraft vantar við leikjanámskeið í tvær vikur í júní. 1/2 starf fyrir hádegi. Umsókn leggist í Ráðhús Húnaflings vestra f. 9. júní nk. Íþrótta- og tómstundafulltrúi.


Frambjóðendur á lista sjálfstæðismanna og óháðra vilja færa íbúum Húnaþings vestra kærar þakkir fyrir stuðninginn í sveitarstjórnarkosningunum s.l. laugardag. Sérstakar þakkir fá kosningastjórar framboðsins svo og allir þeir sjálfboðaliðar sem lögðu ómælda vinnu á sig fyrir kosningarnar hvort sem það var við bakstur, akstur, úthringingar, umsjón kosningakaffis, trommuslátt eða eitthvað annað. Starfsfólki og vertum á Café Sirop eru færðar kærar þakkir fyrir samveruna og liðlegheit. Síðast en ekki síst er meðframbjóðendum okkar af öðrum listum færðar þakkir fyrir drengilega kosningabaráttu og óskir um gott samstarf til heilla fyrir alla íbúa Húnaþings vestra næstu fjögur árin. Frambjóðendurnir


Ágætu íbúar Húnaþings vestra og Strandasýslu Þar sem ég hef nú hætt rekstri hópferðabíla minna, þá vil ég senda öllum viðskiptavinum mínum bestu þakkir fyrir skemmtilegar ferðir og ánægjuleg samskipti síðastliðin 24 ár. Ágúst Þorbjörnsson hefur nú tekið við rekstrinum og vil ég benda ykkur á að snúa ykkur til hans í síma 848 00 02, eða 451 27 46 þegar ykkur vantar rútu.

Bestu kveðjur Vilhelm V. Guðbjartsson

Styrktartónleikar til handa Júlíusi Má Baldurssyni verða haldnir næstkomandi laugardag þann 5. júní, kl. 20:30 í félagsheimilinu Ásbyrgi. Júlíus Már varð fyrir miklu tjóni í bruna sem varð á Tjörn þann 28. mars síðastliðinn þar sem hann missti allar landnámshænur sínar sem og mikð af tækjum og búnaði. Tjónið var mikið og vissulega sjá tryggingarnar um sitt en þær dekka ekki allan skaðann. Það er heimafólk sem mun skemmta á tónleikunum því við erum svo rík af tónlistarfólki. Miðaverð er kr 1500,Við minnum líka á styrktarreikning Landnámshænunnar kt. 011260-2259 í banka 1105-15-200235. Komum saman og sýnum samhug í verki.

Skipuleggjendur.


Frá Selasetri Íslands Um næstu helgi hefs sumardagskrá Selaseturs Íslands á þessu fimmta starfsári setursins, en dagskráin er einkar glæsileg í ár. Sumardagskráin verður auglýst í heild sinni síðar.

Öldur - Waves Á Sjómannadag kl. 14:00 mun Anna Gunnarsdóttir textílhönnuður (bæjarlistamaður Akureyrar 2008) opna sýningu sína Öldur - Waves í Selasetri Íslands. Verk Önnu eru unnin með aldagamalli tækni sem notuð var við körfugerð. Þráður er vafinn utan um efni hring eftir hring með miklum krafti og er verkið formað um leið. Þetta er túlkun listamannsins á þeim krafti og þeirri orku sem býr í öldum hafsins. Í tilefni dagsins verður frítt inn á setrið frá kl. 14 - 17. Allir velkomnir! Sýningin stendur yfir til 20. júní.

Áttu reiðhjól sem þú notar lítið? Okkur vantar að láni 2 reiðhjól í góðu ásigkomulagi fyrir erlendu sjálfboðaliðana sem starfa munu hjá okkur í sumar. Ef þú átt reiðhjól sem þú gætir hugsað þér að lána okkur, endilega hafðu samband við okkur sem fyrst í síma 451 2345 eða á netfangið sandra@veidimal.is

Sumaropnun Frá og með 1. júní er Selasetrið opið frá kl. 9 - 17 alla daga vikunnar í sumar.

Sjo%cc%81naukinn%2022 %20tbl %202010  

http://www.simnet.is/umf.kormakur/Umf._Kormakur/Sjonaukinn_files/Sjo%CC%81naukinn%2022.%20tbl.%202010.pdf