Page 1

Sjónaukinn 15. tbl.

25. árg.

2010

Útg. Umf.Kormákur. Ábm. Oddur Sigurdarson

14. - 20. apríl Auglýsingar berist fyrir mánudagskvöld. Sími 898-2413, símbréf 451-2786, netfang: sjonaukinn@simnet.is.

HÚNAÞING vestra

Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga, kt. 540598-2829 Sími 455-2400 - Fax 455-2409

SVEITARSTJÓRNARFUNDUR. 168. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn miðvikudaginn 14. apríl 2010 kl: 15:00 í fundarsal Ráðhúss Húnaþings vestra. Dagskrá: 1. 2.

3. 4. 5.

Ársreikningur sveitarsjóðs Húnaþings vestra og fyrirtækja 2009. Fyrri umræða. Byggðarráð. Fundargerð 639. fundar. Fundargerð 640. fundar. Fundargerð 641. fundar. Fundargerð 642. fundar. Fundargerð 643. fundar. Félagsmálaráð. Fundargerð 103. fundar. Menningar- og tómstundaráð. Fundargerð 88. fundar. Skipulags- og umhverfisráð. Fundargerð 176. fundar. Hvammstanga 12. apríl 2010 Skúli Þórðarson, sveitarstjóri.


Ungfolasýning Ungfolasýning (stóðhestasýning) verður haldinn á vegum Hrossaræktarsamtaka V-Hún föstudaginn 30. apríl n.k. og hefst kl. 20:00 í Þytsheimum á Hvammstanga. Keppt verður í 3 flokkum: 2ja vetra hestar ( hesturinn uppstilltur fyrir byggingardóm og látinn hlaupa um reiðhöllina) 3ja vetra hestar ( hesturinn uppstilltur fyrir byggingardóm og látinn hlaupa um reiðhöllina) 4ra vetra hestar ( hesturinn uppstilltur fyrir byggingardóm og látinn hlaupa um reiðhöllina eða sýndur í reiðhöllinni) Dómari verður Eyþór Einarsson.

Skráningargjald er 1.500 kr á hest og greiðist á staðnum. Við skráningu þarf að koma fram nafn hests og númer. Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 28. apríl. Skráning hjá Loga í síma 8483257 eða Jóh. Alb. í síma 869-7992 eða senda skráningu á netfangið gauksmyri@gauksmyri.is Hrossaræktarsamtök V-Hún.

Fundarboð! Áður auglýstur aðalfundur Kvenfélagsins Freyju í Víðidal verður haldinn í Víðihlíð fimmtudagskvöldið 15. apríl kl:20:00. Venjuleg fundarstörf. Stjórnin.

Aðalfundur deildar starfsfólks í matvælavinnslu í Stéttarfélaginu Samstöðu verður haldinn á skrifstofu félagsins að Klapparstíg 4 á Hvammstanga, miðvikudaginn 21. apríl 2010 kl. 20.00.

Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.


HÚNAÞING vestra

Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga, kt. 540598-2829 Sími 455-2400 - Fax 455-2409

Almennur sveitarfundur. Sveitarstjórn Húnaþings vestra boðar til almenns fundar um málefni sveitarfélagsins í Félagsheimilinu Hvammstanga mánudaginn 26. apríl nk. kl. 20:30 Fundurinn er opinn öllum íbúum sveitarfélagsins. Sveitarstjóri.

Hvammstangi 2009 Bifreiðaskoðun verður á Vélaverkstæði Hjartar Eiríkssonar Hvammstanga eftrtalda daga: Mánudaginn 19. apríl kl. 10:00 - 18:00 og þriðjudaginn 20. apríl kl. 8:00 - 16:00

Tímapantanir í síma 451 25 14. Ath. lokað í hádeginu frá kl 12 til 13.

FRUMHERJI HF. - ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ


Aðalfundur Stéttarfélagsins Samstöðu verður haldinn 27. apríl 2010 kl. 20.00 í sal Samstöðu Þverbraut 1 Blönduósi. Dagskrá samkvæmt lögum félagsins: Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu Lýst kjöri stjórnar félagins Kosning tveggja félagslegra skoðunarmanna og eins til vara Kosning til annarra stjórna, nefnda og ráða sem lög og reglugerðir félagsins gera ráð fyrir. Kosning tveggja manna í kjörstjórn og tveggja til vara Lagabreytingar, ef fyrir liggja Ákvörðun félagsgjalda Önnur mál Orlofshúsahappdrættið verður eins og venjulega og fær heppinn aðalfundargestur fría viku í einhverju af orlofshúsum félagsins i í sumar.

Félagar mætið vel á aðalfundinn. Góðar kaffiveitingar. Stjórn Stéttarfélagsins Samstöðu


Samtök Hrossabænda A-Hún - Hrossaræktarsamband V-Hún

Stóðhestar sumarið 2010 1.

Huginn frá Haga verður á fyrra gangmáli á Gauksmýri Grár 16 v undan Sólon frá Hóli, B: 7,84; H: 9,05; A: 8,57 Verð 150 þús með öllu 2. Vilmundur frá Feti verður á fyrra gangmáli á Lækjamóti Brúnn 9 v undan Orra frá Þúfu. B: 7,96; H: 8,95; A: 8,56 Verð 168 þús með öllu 3. Galsi frá Sauðárkróki verður út júní í Syðri-Hofdölum í Skagafirði. Móálóttur 20 v undan Ófeigi frá Flugumýri; B: 7,87; H: 9,01; A: 8,44. Verð 35 þús með öllu

Verð eru m.v. félagsmenn og fengna hryssu. Félagsmenn hafa forgang að þessum hestum til 10. maí. Nánari upplýsingar hjá Magnúsi í Steinnesi (897-3486), Þóri á Lækjamóti (899-9570) og Gunnari á Þingeyrum (895-4365) en pantanir sendist á netfangið gunnar@thingeyrar.is.

Lokaútkall - Eldur í Húnaflingi Enginn hefur sýnt áhuga á að taka þátt í skipulagningu Unglistahátíðarinnar 2010 (21. -25. júlí) og útlitið er því afar svart. Það tekur tíma að skipuleggja hátíð eins og þessa og ný nefnd þarf því að taka til starfa sem allra, allra fyrst. Því fleiri sem gefa kost á sér þeim mun minni vinna lendir á hverjum og einum. Undirritaðar geta verið nýrri stjórn innan handar fyrsta mánuðinn.

Loka, loka lokafrestur er 15. apríl. Takið höndum saman og látið hátíðina lifa :) Áhugasamir hafi samband á netfangið eldurihun@gmail.com eða við Helgu Hinriks í s. 894-4931 og Gunnhildi í s. 616-7937 eftir kl. 16 á daginn.


Knattspyrnuþjálfari Umf. Kormákur auglýsir eftir knattspyrnuþjálfari fyrir yngri flokka (18 ára og yngri) í sumar. Starfið felst í umsjón með æfingum og að fara með liðin á mót. 12 ára og yngri hafa undan farin ár farið á mót á Blönduósi og Króksmót á Sauðárkróki. 11 - 18 ára hafa farið á Unglingalandsmót sem nú verður í Borgarnesi um Verslunarmannahelgina. 3. flokkur (15-16 ára) bæði stúlkna og drengja eru skráður til keppni á Íslandsmóti 7 manna liða. svo og 5. flokkur stráka(11-12 ára). Einnig vantar foreldra til að vera þjálfunum til halds og trausts. Allar nánari upplýsingar veitir Magnús E›valdsson í síma 8917865 eða magnusedvalds@ismennt.is Umsóknir skal skilað fyrir 25. apríl 2010 í netfangið kormakur@simnet.is eða bréflega til Umf. Kormáks, Pósthólf 97, 530 Hvammstanga. Stjórn Umf. Kormáks

Aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks

Sumarkaffi Sparisjóðsins Verður á sumardaginn fyrsta í Félagsheimilinu Hvammstanga Allir velkomnir Nánar auglýst í næsta Sjónauka Aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks


Senn líður að kosningum Samfylkingin og óháðir boða til opins fundar í Félagsheimilinu Hvammstanga neðri hæð, í dag (miðvikudaginn 14. apríl) klukkan 21:00. Framboðlisti vegna sveitastjórnarkosninga 29. maí kynntur og borinn upp til samþykktar.

Allir velkomnir Stjórn Samfylkingarfélags Húnaþings vestra


Aðalfundur Sundfélagsins Húna verður haldinn á Café Síróp þriðjudaginn 20. apríl kl. 20:30 Sundfélagið Húnar sér um þjálfun og keppni í sundi og frjálsum íþróttum. Venjuleg aðalfundarstörf 1. Starfsskýrsla ársins 2009 2. Rekstrareikningar ársins 2009 3. Fjárhagsáætlun 2010 4. Kosningar 5. Önnur mál Stjórn Sundfélagsins Húna

Aðalfundur deildar starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum í Stéttarfélaginu Samstöðu, verður haldinn á skrifstofu félagsins að Klapparstíg 4 á Hvammstanga, mánudaginn 19. apríl 2010, kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.

Aðalfundur deildar starfsfólks við bygginga/flutninga/mannvirkjagerð í Stéttarfélaginu Samstöðu verður haldinn á skrifstofu félagsins á Þverbraut 1, Blönduósi, föstudaginn 23. apríl 2010, kl. 17.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.


Aðalfundur Verslunarmannadeildar Stéttarfélagsins Samstöðu verður haldinn

í sal Samstöðu, Þverbraut 1 á Blönduósi, miðvikudaginn 21. apríl n.k. kl. 20:00 Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar mætið vel. Stjórnin

Vortónleikar Lóuþræla, með léttu ívafi. Lóuþrælar fagna sumri með söng og leik síðasta vetrardag í Félagsheimili Hvammstanga, miðvikudaginn 21. apríl kl. 21:00 Hljómsveit kórfélaga leikur undir. Nánar auglýst síðar. Stjórnin.

Verslunarminjasafnið - Bardúsa Leitar að sumarstarfsmanni. Viðkomandi þarf að vera orðin 18 ára og tala góða ensku. Vinsamlegast hafið samband við Unni í síma 869-6327 eða unnur@forsvar.is Tekið verður á móti söluvörum í Bardúsa fimmtudaginn 6. maí frá kl: 16-19.


HÚNAÞING vestra

Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga, kt. 540598-2829 Sími 455-2400 - Fax 455-2409

Sveitastjórnarkosningar

2010 Skil á framboðslistum. Framboðslistum vegna sveitastjórnarkosninga 29. maí n.k. í Húnaþingi vestra skal skilað til formanns kjörstjórnar Jóhanns Albertssonar Gauksmýri eigi síðar en kl 12:00 á hádegi laugardaginn 8. maí n.k.

Kjörstjórn Húnaþings vestra Jóhann Albertsson Elísabet Halldórsdóttir Jóhannes Björnsson


HÚNAÞING vestra

Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga, kt. 540598-2829 Sími 455-2400 - Fax 455-2409

Auglýsing um skipulagsmál í Húnaþingi vestra. Breyting á aðalskipulagi Húnaþings vestra 20022014 -Miðfjarðarvegur. Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 6. maí 2009 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2002-2014 samkv. 1. málsgrein 21. gr. Skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum. Breytingin felur í sér tilfærslu á Miðfjarðarvegi með það markmið að auka umferðaröryggi. Annars vegar er um að ræða nýja vegtengingu við Hringveg og hins vegar er vinkilbeygja vestan við Staðarbakka aflögð. Vegna tilfærslu á gatnamótum við Hringveg þarf að minnka opið svæði til sérstakra nota (golfvöllur) úr 79,3 ha í 72 ha. Skipulagsuppdráttur með greinargerð mun liggja frammi til sýnis á skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5 á Hvammstanga og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík frá 14. apríl 2010 til 12. maí 2010. Ennfremur verður tillagan til sýnis á heimasíðu Húnaþings vestra; www.hunathing.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdum skal skila til skrifstofu Húnaþings vestra fyrir 27. maí 2010 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests teljast samþykkir henni. Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Húnaþings vestra.


HÚNAÞING vestra

Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga, kt. 540598-2829 Sími 455-2400 - Fax 455-2409

Íbúafundur um umhverfismál í Húnaþingi vestra verður haldinn í Félagsheimili Hvammstanga fimmtudaginn 15. apríl nk. kl. 20:00. Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur hjá UMÍS ehf. heldur erindi. Síðari hluta fundarins verður varið í hópavinnu á borðum með borðstjórum. Þar gefst íbúum gullið tækifæri til að hafa áhrif og koma hugmyndum sínum á framfæri. Boðið verður upp á kaffiveitingar Íbúar Húnaþings vestra eru eindregið hvattir til að taka daginn frá og mæta á fundinn. Umhverfisnefnd

Sjo%cc%81naukinn%2015 %20tbl %202010  

http://www.simnet.is/umf.kormakur/Umf._Kormakur/Sjonaukinn_files/Sjo%CC%81naukinn%2015.%20tbl.%202010.pdf

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you