Page 1

Sjónaukinn 12. tbl.

26. árg.

2011

Útg. Umf.Kormákur. Ábm. Oddur Sigurdarson

23. - 29. mars Auglýsingar berist fyrir mánudagskvöld. Sími 898-2413, símbréf 451-2786, netfang: sjonaukinn@simnet.is.

Leikhópur Ungmennafélagsins Grettis

auglýsir frasann:

Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan eftir Marc Camoletti undir leikstjórn Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur Sýningar verða föstudaginn 25. mars og sunnudaginn 27. mars í félagsheimilinu Ásbyrgi. Sýningar hefjast kl. 21:00 Miðaverð kr. 2.000. Posi á staðnum. Einnig er fyrirhuguð sýning laugardag fyrir páska, 23. apríl.

Sjáumst sem flest Ungmennafélagið Grettir


Íslandsmótið í körfubolta 10. fl. karla 1. d. E, 4. umf. Íþróttamiðstöðinni Hellu 26. og 27. mars 2011 kl. 15:00 Álftanes - Kormákur kl. 16:15 Hekla - Kormákur kl. 17:30 Álftanes - Hekla

kl. 9:00 Hekla - Kormákur kl. 10:15 Hekla - Álftanes kl. 11:30 Álftanes - kormákur

Umf. Kormákur

ATHUGIÐ! Auglýsingar VERÐA AÐ HAFA BORIST fyrir kl. 21:00 á mánudagskvöld, nema um annað sé sérstaklega samið. Netfang: sjonaukinn@simnet.is,

símbréf 451 27 86, sími: 898 24 13.

Það borgar sig að auglýsa.

Sjónaukinn Dreifingarsvæði póstnúmer 500, 530 og 531 Umf. Kormákur


Utankjörfundaratkvæðagreiðsla Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi laga nr. 13/2011 um „ICESAVE“ sem fram á að fara laugardaginn 9. apríl 2011 er hafin hjá sýslumanninum á Blönduósi, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi. Opið er alla virka daga frá kl. 09:00 - 15:00 eða eftir nánara samkomulagi. Á kjördag verður opið milli kl. 16:00 - 18:00. Eftirtaldir hafa verið skipaðir til að gegna starfi hreppsstjóra vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu: Húnaþing vestra: Helena Halldórsdóttir, Grundartúni 14, Hvammstanga, skv. samkomulagi / s: 893 93 28 Sveitarfélaginu Skagaströnd: Lárus Ægir Guðmundsson, Einbúastíg 2, Skagaströnd, skv. samkomulagi / s: 864 74 44. Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal hafa borist sýslumanni eigi síðar en kl. 16:00, fjórum dögum fyrir kjördag. Kjósendum er bent á upplýsingar um kosningarnar á kosningavef innanríkisráðuneytisins á slóðinni: http://www.kosning.is Þar skal tekið sérstaklega fram að hægt er að kjósa utan kjörfundar hjá öllum sýslumannaembættum landsins.

Blönduósi, 17. mars 2011, Bjarni Stefánsson sýslumaður

Aðalfundur Þyts verður haldinn miðvikudagskvöldið 30. mars n.k. í Þytsheimum og hefst fundurinn klukkan 20:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf (þ.m.t. kosning formanns) Stjórn Þyts

Aðalfundur Fegrunarfélagsins verður haldinn í Þjónustuhúsinu Kirkjuhvammi 29. mars n.k. kl 20:30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf, önnur mál. Nýjir félagar velkomnir.


Á döfinni Tími

Hvað - Hvar

tbl.

23. mars kl. 20:00 Aðalfundur Slysavarnard. Káraborgar í Húnabúð

10

24. mars kl. 17:30 Aðalfundur Kjalar - Akureyri

11

25. mars kl. 21:00 Einn koss enn og ekki orð um það Jónatan, Ásbyrgi 10

27. mars kl. 14:00 Sögufélag Húnvetninga fundur Blönduósi 12 kl. 21:00 Einn koss enn og ekki orð um það Jónatan, Ásbyrgi 10

29. mars kl. 20:30 Aðalfundur Fegrunarfélags Þjónh. Kirkjuhvammi

12

30. mars kl. 20:30 Aðalfundur Þyts í Þytsheimum

12

1. apríl Brasilískur dagur á Vertanum

12

2. apríl Reiðhallarsýning Þytheimum

10

9. apríl Söngvarakeppni Húnaþings vestra

Sjónaukinn fyrir þig og þína til styrktar íþróttastarfi ungmenna

9


Sögufélagið Húnvetningur heldur fund kl. 14 sunnudaginn 27. mars í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Jón Torfason heldur fyrirlestur um samgöngur í Húnaþingi. Leiðsögn um Kvennaskólann að loknum kaffiveitingum.

Verið velkomin. Félagsnúmer okkar í Getraunum er

530 Umf. Kormákur - Getraunir til að vinna

Suðrænt og seiðandi framundan Meistarakokkar okkar frá Tælandi og Brasilíu sýna snilli sína í matargerð á verði fyrir alla. Næstu helgi verður boðið uppá tælenskar kræsingar ekki missa af þeim.

1. apríl EKKERT grín Þá verður hjá okkur brasilískur dagur í skemmtun og matseld á aðeins kr. 2.000. Alls ekki missa af þessum viðburði gott væri að panta borð tímalega í síma okkar 451 22 66 nánar auglýst síðar.

Nýtt pizzutilboð 16” á aðeins kr. 1.600 með 2 áleggjum

Alltaf best í tilboðunum Vertinn 451 22 66, Eyvi 696 36 67, Dalla 892 54 45.


Þjónusta í boði/óskast Hvað Þjónustuaðili tbl. Suðrænt og seiðandi Vertinn Hvammstanga 12 Bifhjólanámskeið Ökuskóli Norðurlands vestra 12 Sumarstörf 2011 Húnaþing vestra 12 Icesave kosning Sýslumaðurinn 12 Stjórnarkjör Stéttarfélaginu Samstöðu 11 Þjónustu- og viðsk.s. Kiwanisklúbburinn Drangey 11 Starfsfólk óskast Miðfjarðará - Laxahvammur 11 Góugleði Vertanum 11 Íþr. og tómstundflt. Húnaþing vestra starf í boði 10 Opnunartími Langafit 10 Refa- og minkaeyðing Húnaþing vestra 10 Íbúð óskast Selasetrið 10 Útskurðarnámskeið Farskólinn 9 Geislad. Lauf Geisladiskurinn Lauf er kominn út 9 Laus störf Hótel Edda Laugarbakka 9

Sjónaukinn í þína þágu, til styrktar íþróttastarfi ungmenna Bifhjólanámskeið Bóklegt námskeið. 4. apríl mánud.

6. apríl miðvikud.

7. arpíl fimmtud.

Skráning stendur yfir fyrir verklegt nám í sumar. Birgir 892 1790 Svavar 892 1390


Vantar þig? Klósettpappír Eldhúsrúllur Gjafapappír með kortum Við erum með ofangreindar vörur til sölu til fjáröflunar fyrir uppskeruferð okkar vorið 2011. Þeir sem vilja panta hjá okkar hafi samband við Odd í síma 898 2413 eða í netfangið kormakur@simnet.is og við mætum til þín með vöruna um hæl. Uppskeruhópur Umf. Kormáks í körfu 2011.


HÚNAÞING vestra

Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga, kt. 540598-2829 Sími 455-2400 - Fax 455-2409

Sumarstörf 2011 Leiðbeinendur við Vinnuskólann. Umsækjendur munu starfa með ungu fólki við fjölbreytt verkefni s.s. við uppbyggingu og viðhald grænna svæða í sveitarfélaginu. Hæfniskröfur: Reynsla og eða menntun í störfum tengdum ungu fólki, stundvísi, létt lund og snyrtimennska. Grassláttur og almenn garðyrkjustörf. Umsækjendur sjái um grasslátt á opnum svæðum sveitarfélagsins og sinni almennum garðyrkjustörfum einnig. Umsækjendur skulu vera fæddir árið 1994 eða fyrr. Flokkstjóri yfir sláttuhóp þarf að hafa bílpróf og æskilegur aldur er 20 ára eða eldri. Þjónustumiðstöð. Umsækjendur skulu vera fæddir 1993 eða fyrr og æskilegt er að þeir hafi bílpróf og dráttarvélapróf. Meðal starfa eru ýmis viðhaldsverkefni á vegum sveitarfélagsins, s.s veitur og fl. Daglegur vinnutími er 8 stundir Skriflegri umsókn skal skilað á skrifstofu Húnaþings vestra fyrir 15. apríl næstkomandi. Í umsókninni þarf að koma fram; Almennar upplýsingar, menntun, fyrri störf og annað sem umsækjandi telur viðeigandi. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Húnaþings vestra í síma 455 24 00.

Sjo%cc%81naukinn%2012 %20tbl %202011  

http://www.simnet.is/umf.kormakur/Umf._Kormakur/Sjonaukinn_files/Sjo%CC%81naukinn%2012.%20tbl.%202011.pdf

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you