Page 1

Sjónaukinn 12. tbl.

25. árg.

2010

Útg. Umf.Kormákur. Ábm. Oddur Sigurdarson

24. - 30. mars Auglýsingar berist fyrir mánudagskvöld. Sími 898-2413, símbréf 451-2786, netfang: sjonaukinn@simnet.is.

Íslandsmótið Í körfubolta 9. fl. kvenna 1. d. B, 4. umf Íþróttamiðstöðinni Hvammstanga Föstudaginn 26. mars 2010 kl. 16:30 kl. 17:45 kl. 19:00 kl. 20:15 kl. 21:30

Kormákur - Fjölnir KR - Hekla ÍR - Fjölnir Kormákur - Hekla KR - ÍR

Laugardagur 27. mars 2010 kl. 9:30 kl. 10:45 kl. 12:00 kl. 13:15 kl. 14:30

Hekla - Fjölnir Kormákur - ÍR KR - Fjölnir ÍR - Hekla KR - Kormákur

Vantar dómara og starfsmenn á ritararborð. Áhugasamir skrái sig á leiki hjá Oddi í síma 898 2413

Umf. Kormákur Aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks

NÆSTI SJÓNAUKI kemur út 31. mars 2010


PÁSKAEGGJABINGÓ Páskaeggjabingó verður haldið þann 31. mars í matsal Grunnskólans á Hvammstanga og hefst kl. 16:30. Spjaldið kostar 300 krónur og rennur allur ágóðinn til tónlistarskólans. Verðlaun eru páskaegg af ýmsum stærðum og gerðum auk annarra veglegra verðlauna. Kjörið tækifæri fyrir fjölskylduna að eiga saman skemmtilega stund í góðum félagsskap og styrkja gott málefni í leiðinni.

Gefendur verðlaunanna og styrktaraðilar eru : Kaupfélag V-Hún. Pósturinn. Sjónaukinn. Sveitasetrið Gauksmýri. Söluskálinn Harpa. Kidka. Hársnyrting Sveinu. Hársnyrtistofan Eden. Sparisjóðurinn Hvammstanga. Sláturhús K.V.H. Vélaverkstæði Hjartar Eiríkssonar. Ráðbarður. Víðigerði.

Forsvar. S.G. Verkstæði. Tveir Smiðir. Skólabúðirnar Reykjaskóla. Eðalmálmsteypan. N. 1. Kúabú Stellu og Ægis. Jörva. Staðarbakkabú Gísla og Anitu. Stórbændurnir Bessastöðum. Karl og Valgerður Mýrum. Sauðahirðarnir Söndum. Stórbúið Valdarási. Sólbakkabúið.

Hlökkum til að sjá ykkur. Foreldrafélag tónlistarskólans.


Munið vortónleika Lillukórsins

1. maí Nánar auglýst síðar Bílskúr óskast til leigu - Laugarbakka eða Hvammstanga. Upplýsingar í síma 661 8394


Sláturhúsum er óheimilt að taka við ómerktum hrossum eftir 1. apríl 2010 Reglugerð um einstaklingsmerkingar búfjár tók gildi árið 2005 þar sem m.a. er kveðið á um að skylt sé að skrá og einstaklingsmerkja öll hross eldri en 10 mánaða. Í byrjun voru hross fædd fyrir árið 2003 undanþegin merkingarskyldu en nú hefur sú undanþága verið felld úr gildi. Hross sem fædd eru árið 2008 og síðar skulu vera örmerkt en frostmerki eru viðurkennd í eldri hrossum, að því gefnu að þau séu læsileg. Á þeim 5 árum sem liðin eru frá gildistöku laganna hefur orðið afar jákvæð þróun í einstaklingsmerkingum hrossa en betur má ef duga skal. Til að tryggja rekjanleika afurða, matvælaöryggi og útflutningshagsmuni er nauðsynlegt að herða eftirfylgni með merkingum hrossa. Eigendur hrossa bera alla ábyrgð á að hross þeirra séu skráð og merkt. Ennfremur bera þeir ábyrgð á að hross sem þeir senda til slátrunar séu ekki í sláturbanni vegna lyfjameðhöndlunar. Dýralæknum er skylt að skrá allar lyfjameðhöndlanir í gagnagrunninn WF og koma þar fram upplýsingar um sláturfrest og sláturleyfishafar bera ábyrgð á að ómerkt hross (og þar af leiðandi ekki inni í lyfjaskráningakerfinu) séu ekki notuð í afurðir sem fara til manneldis. Með vísan til framangreinds og 10. gr. laga nr. 96/1997 um slátrun og sláturafurðir, en þar segir að sláturdýr megi ekki vera haldin sjúkdómi né bera leifar lyfja eða annarra aðskotaefna sem geti verið hættuleg heilsu neytenda, verður frá og með 1. apríl n.k. óheimilt að láta afurðir af ómerktum hrossum fara til manneldis.

Sláturleyfishöfum verður þá skylt að framfylgja eftirfarandi reglum: 1. Óskráð og ómerkt hross: Ekki hægt að uppfylla kröfu um rekjanleika og matvælaöryggi. Afurðir fara því ekki til manneldis en má nýta í loðdýrafóður.


2. Grunnskráð hross ómerkt/ólesanlegt eða merkt hross sem ekki er grunnskráð: Eigandi fær tækifæri til að sýna fram á eignarhald og að um réttan einstakling hafi verið að ræða (t.d. með því að einkenni svari til lýsingar í WF) enda fylgi hrossinu yfirlýsing um að svo sé og að hrossið hafi ekki fengið lyfjameðhöndlun undanfarna 6 mánuði ( 24 klst regla). Að öðrum kosti fara afurðir ekki til manneldis en má nýta í loðdýrafóður.

3. Grunnskráð hross og einstaklingsmerkt: Merking sannreynd í sláturhúsi. Ef skemmri tími en 6 mánuðir eru frá örmerkingu skal hrossinu fylgja skrifleg yfirlýsing eiganda um að það hafi ekki fengið lyfjameðhöndlun á þeim tíma. Afurðir viðurkenndar til manneldis.

4. Folöld yngri en 10 mánaða sem koma til slátrunar skulu merkt fæðingarnúmeri móður. Auðveldast er skrifa númerið á plastlímband í ljósum lit og festa tryggilega við fax. Ef um stóra hópa er að ræða má notast við hlaupandi númer enda fylgi með skrá sem tengir þau númer við fæðingarnúmer mæðra.

Aðalfundur Hestamannafélagsins Þyts verður haldinn í Þytsheimum þriðjudaginn 30. mars kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn Þyts

Aðalfundur Fræðafélags V- Hún vegna 2008 og 2009 verður haldinn í Bókasafninu Höfðabraut 6 mánudaginn 29. mars kl. 17 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin


Fundarboð. Aðalfundur Kvenfélagsins Freyju í Víðidal, verður haldinn í Víðihlíð þriðjudaginn 30. mars kl: 20:30. Venjuleg aðalfundarstörf. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin.

Frá sóknarnefnd Víðidalstungukirkju Almennur safnaðarfundur verður haldinn í Víðigerði mánudagskvöldið 29. mars kl. 20:30. Sóknarnefndin

Íþróttamiðstöðin Hvammstanga við Hlíðarveg, 530 Hvammstanga, kt. 540598-2829 Sími 451-2532

Frá Íþróttamiðstöðinni Hvammstanga Opnunartími um páskana 29 -31. mars . . . . . . . . . . . .opið kl 07:00 - 22:00 Skírdagur . . . . . . . . . . . . . .opið kl 10:00 - 14:00 Föstudagurinn langi . . . . . .opið kl 10:00 - 14:00 Laugardagur . . . . . . . . . . . .opið kl 10:00 - 14:00 Páskadagur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .lokað Annar í páskum . . . . . . . . .opið kl 10:00 - 14:00 Athugið ef fyrirhugað knattspyrnumót laugardaginn 3. apríl dregst á langinn, verður opið í sund þar til því lýkur. Íþrótta- og tómstundafulltrúi.


Viðskiptivinir athugið Nú er kominn tími á framtalsskil. Vinsamlegast komið framtalsgögnum til okkar sem fyrst. Eldri viðskiptavinir fara sjálfkrafa á frestlista og eru nýir viðskiptavinir ávallt velkomnir og hvattir til að hafa samband sem fyrst til að hægt sé að sækja um frest ef þörf er á. Starfsfólk bókhaldsdeildar Forsvars ehf

Aðalfundur Aðalfundur Búnaðarfélags Miðfirðinga verður haldinn í Ásbyrgi þriðjudagskvöldið 30. mars og hefst kl. 21.00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. - Önnur mál.

Gunnar Þorgeirsson mætir á fundinn og fjallar um helstu mál Búnaðarþings. Kaffiveitingar í boði félagsins. Stjórnin.

Fótboltamót Meistaraflokks Umf. Kormáks verður haldið laugardaginn 3. apríl í Íþróttamiðstöðinni Hvammstanga. Skráning og upplýsingar hjá Dóra Fúsa s: 891 69 30 eða dorifusa@gmail.com Aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks


HÚNAÞING vestra

Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga, kt. 540598-2829 Sími 455-2400 - Fax 455-2409

HÚNAÞING VESTRA - sumarstörf 2010 Sumarstarfsfólk óskast til eftirfarandi starfa hjá Húnaþingi vestra: √

√ √

Leiðbeinendur við Vinnuskólann. Umsækjendur munu starfa með ungu fólki við fjölbreytt verkefni s.s við uppbyggingu og viðhald grænna svæða í sveitarfélaginu. Reynsla og eða menntun í störfum tengdum ungu fólki, stundvísi, létt lund og snyrtimennska er æskileg. Í áhaldahús. Umsækjendur munu starfa við ýmis konar viðhaldsverkefni á vegum sveitarfélagsins, s.s veitur og fl. Í Íþróttamiðstöð. Umsækjendur munu sjá um afgreiðslu og eftirlit í sundlaug og íþróttasal, sjá um þrif og fl. Umsækjendur skulu vera orðnir 18. ára og þurfa að standast stöðupróf í sundi. Einnig vantar starfskraft við leikjanámskeið í tvær vikur í júní. 1/2 starf fyrir hádegi. Í félagslega heimaþjónustu í júní og fyrri hluta júlí. Starfið felst aðallega í því a sjá um almenn þrif og erindi(t.d. innkaup) fyrir notendur. þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum og almenn kunnátta við þrif eru æskileg. Um er að ræða heimaþjónustu á Hvammstanga og í dreifbýli, samtals eitt stöðugildi en möguleiki er að vinna í hlutastarfi. Einnig vantar sumarafleysingu við útkeyrslu á mat á sama tíma, daglega áætlað 2 tímar um hádegisbilið.

Skriflegri umsókn skal skilað á skrifstofu Húnaþings vestra fyrir 10. apríl n.k. Í umsókninni þarf að koma fram; almennar upplýsingar, menntun, fyrri störf og annað sem umsækjandi telur viðeigandi. Upplýsingar um launakjör eru veittar á skrifstofu Húnaþings vestra að Hvammstagabraut 5 og einnig í síma 455-2400.

Sjo%cc%81naukinn%2012 %20tbl %202010  

http://simnet.is/umf.kormakur/Umf._Kormakur/Sjonaukinn_files/Sjo%CC%81naukinn%2012.%20tbl.%202010.pdf