Page 1

Sjónaukinn 11. tbl.

26. árg.

2011

Útg. Umf.Kormákur. Ábm. Oddur Sigurdarson

16. - 22. mars Auglýsingar berist fyrir mánudagskvöld. Sími 898-2413, símbréf 451-2786, netfang: sjonaukinn@simnet.is.

„Riishúsdagur“ á Borðeyri sunnudaginn 20. mars 2011 kl. 14. Markmiðið með deginum er tvíþætt: Annars vegar að vekja athygli á því menningarsögulega verkefni sem endurbygging hússins er og hins vegar fjáröflun til áframhaldandi vinnu við Riishús. Fjölbreytt dagskrá „Riishúsdags“ hefst í skólahúsinu á Borðeyri kl: 14:00. Hún samanstendur m.a. af söguupprifjun (Georg Jón Jónsson), ávörpum/sýn manna á notkun hússins (Sigríður Hjaltadóttir starfandi safnsstjóri Byggðasafnsins á Reykjum og jafnvel fleiri), tónlistarkynningu (Elínborg Sigurgeirsdóttir kynnir nýútkominn disk sinn „Lauf“ sem er til minningar um Egil Gunnlaugsson dýralækni, mann hennar). Diskurinn verður líka til sölu og áritunar á staðnum, myndasýningu úr Hrútafirði, sýnt í gegnum skjávarpa (myndir úr réttum að Hvalsá, einnig náttúrulífsmyndir teknar af Róberti Schmidt) að ógleymdum töframanninum (John). Kaffihlaðborð verður að dagskrá lokinni og að endingu býðst áhugasömun að skoða Riishús í fylgd þeirra Georgs Jóns Jónssonar á Kjörseyri og Sverris Björnssonar í Brautarholti. Á staðnum verður sala á pennum merktir Riishúsi . Aðgangseyrir er kr 2.000 f. fullorðna, kr. 1.000 f. börn á grunnskólaaldri og frítt f. börn undir grunnskólaaldri. Pennar merktir Riishúsi verða seldir á kr. 1.000. ATH. Það verður ekki posi á staðnum.

Allir áhugasamir boðnir velkomnir til Borðeyrar á „Riishúsdag“. Undirbúningsaðilar.


Framboð til stjórnar og nefnda Stéttarfélagsins Samstöðu 2011 Eftirfarandi tillaga Uppstillinganefndar var samþykkt af trúnaðarráði félagsins 9.3.2011 Stjórn félagsins: til 2ja ára: Varaform: Guðrún A. Matthíasdóttir Ritari: Vigdís Elva Þorgeirsdóttir Varam: Baldvin S. Baldvinsson Varam: Einar Ásgeirsson Stjórn sjúkrasjóðs: til 2ja ára: Aðalm: Guðrún A. Matthíasdóttir Varam: Aðalbjörg Valdimarsdóttir Aðrar stjórnir og nefndir til 1 árs Skoðunarmenn reikninga: Aðalm: Bryndís Pálmadóttir Aðalm: Péturína Jakobsdóttir Varam: Jakobína Halldórsdóttir Varam: Guðmundur Jónsson Kjörstjórn: Aðalm: Sigrún Lárusdóttir

Aðalm: Anna Jónasdóttir Varam: Jóhanna Sveinsdóttir Varam: Valdimar Guðmannsson Stjórn Fræðslusjóðs: Aðalm: Ásgerður Pálsdóttir Aðalm: Hólmfríður Bjarnadóttir Aðalm: Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir Varam: Guðbjörg Þorleifsdóttir Varam: Sigrún Lárusdóttir Varam: Guðbjörg Jónsdóttir Stjórn Vinnud.sjóðs: Aðalm: Ásgerður Pálsdóttir Aðalm: Stefanía Garðarsdóttir Aðalm: Sigríður A. Guðmundsdóttir Varam: Skúli Sigfússon Varam: Guðbjörg Þorleifsdóttir Varam: Guðmundur Finnbogason

Samkvæmt 21. gr laga Stéttarfélagsins Samstöðu ….Að lokinni tillögugerð trúnaðarráðs auglýsir kjörstjórn félagsins tillögu trúnaðarráðs og gefur félagsmönnum a.m.k. 14 sólarhringa frest til að bera fram aðrar tillögur. Er hvert það framboð gilt sem fram kemur innan þess tíma, og hefur skriflegt samþykki þess sem er í framboði og meðmæli a.m.k. 30 fullgildra félaga…

Er hér með auglýst eftir öðrum tillögum að framboði til ofangreindra embætta hjá Stéttarfélaginu Samstöðu og skulu þau berast til félagsins eigi síðar en 30.3.2011.

Kjörstjórn Stéttarfélagsins Samstöðu.


Hvammstangakirkja Messa n.k. sunnudag 20. mars kl. 11. Í þessari messu fáum við messuheimsókn úr Útskálaprestakalli. Kirkjukórar Útskálaprestakalls og Kirkjukór Hvammstanga leiða sálmasöng undir stjórn sinna organista. Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt heimapresti. Að messu lokinni býður sóknarnefnd upp á súpu og brauð í Safnaðarheimili Hvammstangakirkju.

Allir velkomnir Sóknarprestur

Deildafundir KVH 2011 Aðalfundir deilda Kaupfélags Vestur-Húnvetninga verða haldnir sem hér segir: Staðarhrepps- og Fremri- og Ytri -Torfustaðahreppsdeildir sameiginlega í Ásbyrgi, fimmtudaginn. 17. mars kl. 20:30 Hvammstangahreppsdeild og Þverár- og Kirkjuhvammsdeild sameiginlega á Vertanum, mánudaginn 21. mars kl. 20:30 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf deilda - 2. Önnur mál Magnús Freyr Jónsson framkvæmdarstjóri SKVH mun vera gestur okkar á fundunum. Hann fer yfir og svarar fyrirspurnum varðandi mál SKVH

Félagsmenn eru hvattir til að mæta.

Kaupfélag Vestur-Húnvetninga


Á döfinni Tími

Hvað - Hvar

tbl.

17. mars kl. 20:30 KVH deildarf. í Ásbyrgi Staðar og Torfust.deilda

11

20. mars kl. 11:00 kl. 14:00 kl. 16:00 kl. 20:00

Messa Hvammstangakirkju Riishúsdagur á Borðeyri Stólpar halda bingó í Nestúni Rökkurró í Hvammstangakirkju

11 11 11 11

21. mars kl. 20:30 KVH deildarf. í Vertanum,Hvt., Þverá og Kirkjuhvd.11

22. mars kl. 17:00 Félagsfundur Kjalar Blönduósi kl. 18:30 Aðalfundur Björgunarsv. Húna, Vertanum kl. 20:00 Gömlu dansarnir Nestúni

11 10 11

23. mars kl. 20:00 Aðalfundur Slysavarnard. Káraborgar í Húnabúð

10

24. mars kl. 17:30 Aðalfundur Kjalar - Akureyri

11

25. - 27. mars Leikritið Einn koss enn og ekki orð um það Jónatan, Ásbyrgi 10

2. apríl Reiðhallarsýning Þytheimum

10

9. apríl Söngvarakeppni Húnaþings vestra

Sjónaukinn fyrir þig og þína til styrktar íþróttastarfi ungmenna

9


Eldri borgarar! Gömlu dansarnir! Gömlu dansarnir verða í Nestúni, þriðjudaginn 22. mars 2011, frá kl. 20 til kl. 23, Bjössi og Benni sjá um fjörið. Ekkert aldurstakmark. Allir velkomnir. Aðgangseyrir kr. 500. Áhugahópur um gömlu dansana. Félagsnúmer okkar í Getraunum er

530 Umf. Kormákur Getraunir til að vinna

Ho, ho, ho Fallegustu hestakonur landsins halda góugleði næsta föstudag á Vertanum þær bjóða ALLAR konur á svæðinu velkomnar til að skemmta sér og öðrum og borða góðan mat. Sigríður Klingeberg heldur upp fjörinu. Endilega skráið ykkur sem allra fyrst vegna mikilla aðsóknar. Tekið við skráningum í símum 892 54 45 Dalla, 868 80 80 Alla, 848 88 04 Sóley.

Á eftir verður dansiball með Munda og co. Opnum fyrir aðra um miðnætti.

Góða skemmtun Eyvi vert


Þjónusta í boði/óskast Hvað

Þjónustuaðili

Stjórnarkjör Þjónustu- og viðskiptas Starfsfólk óskast Góugleði Íþr. og tómstundflt. Opnunartími Refa- og minkaeyðing Íbúð óskast Ökuskólinn Útskurðarnámskeið Geislad. Lauf Laus störf

Stéttarfélaginu Samstöðu Kiwanisklúbburinn Drangey Miðfjarðará - Laxahvammur Vertanum Húnaþing vestra starf í boði Langafit Húnaþing vestra Selasetrið Námskeið hefjast 18. mars Farskólinn Geisladiskurinn Lauf er kominn út Hótel Edda Laugarbakka

tbl. 11 11 11 11 10 10 10 10 9 9 10 9

Sjónaukinn í þína þágu, til styrktar íþróttastarfi ungmenna Stólpar halda bingó í Nestúni 20. mars kl. 16 ath. br. tíma Kr. 300 spjaldið og kr. 400 kaffið. Allir velkomnir.

Fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar í Húnavatnssýslum Nú hefur verið hafinn undirbúningur á útgáfu þjónustu og viðskiptaskrár fyrir Húnavatnssýslur eins og gefin var út á síðastliðnu ári af Kiwanisklúbbnum Drangey Sauðárkróki. Almenn ánægja var með síðustu útgáfu svo nú er haldið af stað að nýju. Viljum við hvetja þau fyrirtæki og einstaklinga sem vilja vera sýnileg með auglýsingaramma eða heilum eða hálfum síðum að senda tölvupóst á netföngin gardakot@simnet.is eða ahusgp@skagafjordur.is sem fyrst eða fyrir 31. mars n.k.


Innilegar þakkir til ykkar allra sem auðsýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útfarir mæðgnanna frá Bessastöðum,

Helgu S. Þorsteinsdóttur og Kristínar G. Einarsdóttur Guð blessi ykkur öll. Systkyni, börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir vandamenn hinna látnu.

Miðfjarðará - Laxahvammur Við leitum að hressum og góðum starfskrafti á líflegan vinnustað til að sinna þjónustu og almennum þrifum í veiðihúsinu við Miðfjarðará næsta sumar. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af þjónustustörfum og sé enskumælandi. Tímabil frá miðjum júní til loka september. Nánari upplýsingar veitir Hákon Már Örvarsson í síma 891 94 11 og í tölvupósti hakonorvarsson@gmail.com

Rökkurró Systkinin Albert Sölvi og Jóhanna Marín Óskarsbörn ætla að halda tónleika á Norðurlandi helgina 19. - 20. mars. Albert leikur á saxófón og Jóhanna á píanó og orgel og saman spila þau hugljúfan djazzbræðing með kirkjulegu í vafi Staðir: Glaumbæjarkirkju 19. mars kl. 17. - Blönduóskirkju 20. mars kl. 17.

Hvammstangakirkju 20. mars kl. 20. Aðgangeyrir er kr. 1.000. Tónleikarnir eru styrktir af Menningarráði Norðurlands vestra


FÉLAGSFUNDUR og AÐALFUNDUR Félagsfundur verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu á Blönduósi þann 22. mars n.k. kl. 17:00. 1. 2. 3. 4.

Dagskrá fundarins er: Málefni aðalfundar félagsins. Að kynna lífeyrisréttindi þ.e. 95 ára reglu og fl. Kjaramál Önnur mál Veitingar verða í boði á fundinum og happdrætti.

Aðalfundur KJALAR verður haldinn þann 24. mars 2011 kl. 17:30 í Menningarhúsinu Hofi Akureyri Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnarkjör Önnur mál Akureyri 7. mars 2011 Stjórn KJALAR

Sjo%cc%81naukinn%2011 %20tbl %202011  

http://simnet.is/umf.kormakur/Umf._Kormakur/Sjonaukinn_files/Sjo%CC%81naukinn%2011.%20tbl.%202011.pdf

Sjo%cc%81naukinn%2011 %20tbl %202011  

http://simnet.is/umf.kormakur/Umf._Kormakur/Sjonaukinn_files/Sjo%CC%81naukinn%2011.%20tbl.%202011.pdf

Advertisement