Page 1

Sjónaukinn 9. tbl.

25. árg.

2010

Útg. Umf.Kormákur. Ábm. Oddur Sigurdarson

3. - 9. mars Auglýsingar berist fyrir mánudagskvöld. Sími 898-2413, símbréf 451-2786, netfang: sjonaukinn@simnet.is.

HÚNAÞING vestra

Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga, kt. 540598-2829 Sími 455-2400 - Fax 455-2409

Auglýsing um kjörfund. Kjörfundur í Húnaþingi vestra vegna þjóðaratkvæðagreiðslu þann 6. mars 2010 hefst kl. 09:00 í Félagsheimilinu Hvammstanga og lýkur kl. 20:00. Samkvæmt lögum ber kjósendum að framvísa persónuskilríkjum ef óskað er. Kjörstjórn Húnaþings vestra.


Vantar þig? Klósettpappír Eldhúsrúllur Gjafapappír með kortum Við erum með ofangreindar vörur til sölu til fjáröflunar fyrir uppskeruferð okkar vorið 2011. Þeir sem vilja panta hjá okkar hafi samband við Odd í síma 898 2413 eða í netfangið kormakur@simnet.is og við mætum til þín með vöruna um hæl. Uppskeruhópur Umf. Kormáks í körfu 2011. Aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks


Söngskemmtanir. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps hefur í vetur æft dagskrá í tali og tónum sem er helguð Birni Pálssyni bónda og alþingismanni á Ytri-Löngumýri. Dagskráin er sambland af gamni og alvöru. Sýningar verða í Blönduóskirkju 11. mars,

í Félagsheimilinu Hvammstanga 12. mars og í Miðgarði í Skagafirði 18. mars.

Allar sýningarnar hefjast kl. 20.30. Handritshöfundur er Jóhanna H. Halldórsdóttir. Söngstjóri Sveinn Árnason. Undirleik annast Elvar Ingi Jóhannesson og hljómsveit Skarphéðins Einarssonar.

Miðaverð kr. 2.500.Kórfélagar.


Laus störf á Hótel Eddu Laugarbakka Hótel Edda Laugarbakka óskar eftir að ráða kraftmikið og duglegt starfsfólk til almennra hótelstarfa nú í sumar. Starfsreynsla æskileg og lágmarksaldur er 18 ár. Hægt er að senda inn umsóknir á rafrænu formi á heimasíðu Hótel Eddu www.hoteledda.is Umsóknarfrestur er til 23. mars n.k. Nánari upplýsingar gefur Hildigunnur í síma 821 2636. Hótel Edda Laugarbakka

Félagsnúmer okkar í Getraunum er

530 Umf. Kormákur Getraunir til að vinna Aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks

Háseta vantar á Neista HU. Upplýsingar gefur Eðvald í síma 451 2497.


Tónleikar Kammerkórs Norðurlands! Kammerkór Norðurlands heldur tónleika í safnaðarheimili Hvammstangakirkju laugardaginn 6. mars kl. 15. Á efnisskrá eru íslensk kórverk, frumsamin og þjóðalagaútsetningar, þar af fimm samin sérstaklega fyrir kórinn. Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson Komið og njótið fallegrar tónlistar í frábærum flutningi! Miðaverð 1.500 kr., ekki er hægt að taka við greiðslukortum.

Kammerkór Norðurlands í samstarfi við Menningarráð Eyþings

Aðalfundur Félags sauðfjárbænda í V-Hún verður haldinn í matsal Sláturhúss KVH. ehf fimmtudaginn 11. mars. Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar og önnur mál. Gestir á fundinum verða Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður L.S. og Magnús Freyr Jónsson framkvæmdastjóri. Á undan fundinum verður kvöldverður í boði og hefst hann kl. 20, húsið opnað kl. 19.30. Viljum við biðja þá sem ætla að koma í matinn að skrá þátttöku á netfangið myrum2@simnet.is eða hjá Böðvari Sigvalda í síma 8989808 ekki síðar en laugardaginn 6. febr. Stjórnin


Kynbótadómar - Sköpulag hrossa Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands og Hrossaræktarsamband V-Hún bjóða upp á námskeið um byggingu hrossa. Námskeiðið verður haldið að Gauksmýri, Húnaþingi vestra, laugardaginn 13. mars og byrjar kl. 09:30. Markmið með námskeiðinu er að bjóða upp á ítarlega fræðslu um byggingu hrossa og hvaða atriði er verið að meta þegar hver eiginleiki byggingar er dæmdur. Einnig verður farið yfir reglur kynbótasýninga og það hvernig best er að stilla hrossi upp í byggingardómi. Námskeiðið byggir að hluta til á fyrirlestrum en mikil áhersla verður lögð á verklegar æfingar.

Kennarar: Þorvaldur Kristjánsson og Eyþór Einarsson, kynbótadómarar. Tími: 09:30 - 17:00 Kostnaður: 14.000 kr. Innifalin eru námsgögn, hádegismatur og kaffi.

Líkamsrækt Nýtt 8 tíma námskeið hefst næstkomandi fimmtudag þann 4. mars í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga. Tímarnir verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19:00 - 20:00 og er sund innifalið. Kennarar verða Bogga og Kathrin Schmitt.

Hlökkum til að sjá ykkur, allir velkomnir. Bogga og Kathrin


Hvammstangi 2009 Bifreiðaskoðun verður á Vélaverkstæði Hjartar Eiríkssonar Hvammstanga eftirtalda daga: Fimmtudaginn 11. mars kl. 10:00 - 18:00 og föstudaginn 12. mars kl. 8:00 - 16:00

Tímapantanir í síma 451 25 14. Ath. lokað í hádeginu frá kl 12 til 13.

FRUMHERJI HF. - ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ

Frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra Meistaranám iðnaðarmanna, almennur hluti, verður í boði á næsta skólaári, ef næg þátttaka fæst. Gert er ráð fyrir að nám fari fram síðdegis og kennt verði í gegnum fjarfundabúnað utan Skagafjarðar. Umsóknarfrestur er til 26. mars. Nánari upplýsingar og skráning í síma 455-8000. Skólameistari.


Páskaslátrun! Sauðfjárslátrun verður miðvikudaginn 24. mars Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafið samband á skrifstofu í síma 455-2330 eða Steinbjörn í síma 893-5070. Einnig er hægt að senda í vefpósti á magnus@skvh.is

Sjo%cc%81naukinn%2009 %20tbl %202010  
Sjo%cc%81naukinn%2009 %20tbl %202010  

http://simnet.is/umf.kormakur/Umf._Kormakur/Sjonaukinn_files/Sjo%CC%81naukinn%2009.%20tbl.%202010.pdf

Advertisement