Page 1

Sjónaukinn 8. tbl.

28. árg.

2013

Útg. Umf.Kormákur. Ábm. Oddur Sigurdarson

20. - 26. febrúar Auglýsingar berist fyrir mánudagskvöld. Sími 898 24 13, símbréf 451 27 86, netfang: sjonaukinn@simnet.is.

Tónlistarskóli Húnaþings vestra Hvammstangabraut 10, 530 Hvammstanga, kt. 540598-2829 Sími 451 - 2456

Tónlistardagurinn 2013 Fimmtudaginn 21. febrúar spila nemendur á Borðeyri kl. 12:30 í Grunnskólanum. Föstudaginn 22. febrúar spila nemendur: í Nestúni kl. 10:30, í félagsheimilinu Ásbyrgi kl. 14:30 í Tónlistarskólanum á Hvammstanga kl. 16:00 Mánudaginn 25. febrúar spila nemendur Ásgeirs Trausta og Guðmundar Hólmars í Grunnskólanum Hvammstanga kl. 17:00. Allir eru velkomnir á þessa tónleika. Ásgeir Trausti hefur óskað eftir því að hætta kennslu eftir 5. mars og mun Daníel Geir Sigurðsson koma í hans stað. Skólastjóri Tónlistarskóla Húnaþings vestra Elinborg Sigurgeirsdóttir


Á döfinni Tími

Hvað - Hvar

tbl.

Fimmtudagur 21. febrúar kl. 10:00 Bifreiðaskoðun Frumherja - Hvammstanga kl. 12:30 Tónlistardagurinn á Borðeyri kl. 23:00 Lokaskráning á Nettómótið í körfubolta

6 8 8

Föstudagur 22. febrúar kl. 8:00 kl. 10:30 kl. 14:00 kl. 14:30 kl. 16:00

Bifreiðaskoðun Frumherja - Hvammstanga Tónlistardagurinn í Nestúni Kökubasar í anddyri Fæðingarorlofssj. Tónlistardagurinn í Félagsh. Ásbyrgi Tónlistardagurinn í Tónlistarsk. Hvt.

6 8 8 8 8

Sunnudagur 24. febrúar kl. 11:00 Konudagsmess í Hvammstangakirkju kl. 13:30 Fermingarmessa í Tjarnarkirkju kl. 14:00 Æskulýðs- og fjölskyldumessa Prestsbakkakirkju

8 8 8

Mánudagur 25. febrúar kl. 17:00 Tónlistardagurinn í Grunnskólanum Hvt.

8

Þriðjudagur 26. febrúar kl. 20:00 Gömlu dansarnir í Nestúni

Laugardagur 2. mars kl. 20:30 Þorrablót á Borðeyri Nettómótið í Reykjanesbæ

8 8

Sunnudagur 3. mars Nettómótið í Reykjanesbæ

Sjónaukinn fyrir þig og þína til styrktar íþróttastarfi ungmenna

8


Hvammstangakirkja Konudagsmessa n.k. sunnudag 24. febrúar kl. 11:00. Félagar úr Lionsklúbbnum Bjarma eru messuhópur dagsins. Þeir þjóna í messunni, færa öllum konum rauða rós og bjóða upp á súpu og brauð eftir messu. Upp til handa, upp til fóta allar konur nú af stað, karlar þjóna, konur njóta komið öll í kirkjuhlað.

Allir velkomnir - Sóknarprestur

Tjarnarkirkja Fermingarmessa n.k. sunnudag 24. febrúar kl. 13:30. Fermd verður: Dagrún Irja Baldursdóttir Allir velkomnir Sóknarprestur


Hönnunarsamkeppni skilafrestur til 15. mars Minnst er á að skilafrestur tillagna um kennimerki („lógó“) fyrir „Gæði úr Húnaþingi - local quality“ rennur út 15. mars n.k. Gæði úr Húnaþingi er á facebook. Á facebook-síðu verkefnisins er að finna nánari upplýsingar um framkvæmd samkeppninnar, um kynningu tillagna, verðlaun fyrir bestu tillögurnar, o.fl. Einnig er hægt að hafa samband við Gudrunu Kloes hjá SSNV atvinnuþróun á Hvammstanga, í síma 455 25 15 eða 898 51 54.

Boccia Mætum með endurnýjuðum þrótti í BOCCÍA á nýju ári á laugardagsmorgnum klukkan 10:00 í Íþróttamiðstöðinni Hvammstanga. Allir velkomnir - Nefndin

Félagsnúmer okkar í Getraunum er

530 Umf. Kormákur Getraunir til að vinna

Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks


Þorrablóti á Borðeyri frestað Af óviðráðanlegum orsökum verður þorrablóti Hörpu og Iðunnar sem vera átti laugardaginn 23. febrúar frestað til laugardagsins 2. mars. Allt óbreytt frá fyrri auglýsingu nema dagsetningar. Pantanir í símum 451 11 04 (Kristín) og 451 00 90 (Kristín G.) fyrir miðvikudagskvöldið 27. febrúar. Þorrablótsnefndin

Prestbakkakirkja Æskulýðs- og fjölskyldumessa verður sunnudag 24. febrúar kl 14. Njótum og nærumst í helgidóminum með börnunum okkar. Samvera í safnaðarheimili á eftir. Öllum heimilt að leggja veitingar á borð með sér. Sóknarprestur og sóknarnefnd


Innilegar þakkir til allra þeirra sem lögðu hönd á plóginn við undirbúning og framkvæmd þorrablóts okkar þann 9. febrúar s.l. og gerðu það svo veglegt sem raun varð á.

Þorrablótsgestum þökkum við kærlega fyrir komuna.

Stjórn Umf. Kormáks Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks


Tónlistarskóli Húnaþings vestra Hvammstangabraut 10, 530 Hvammstanga, kt. 540598-2829 Sími 451 - 2456

Nýlega lét Ingibjörg Pálsdóttir af störfum við Tónlistarskóla Húnaþings vestra eftir margra áratuga starf. Hún var kennari við skólann frá stofnun hans, um tíma jafnframt skólastjóri hans og í mörg ár formaður skólanefndar. Allt frá fyrstu tíð vann hún af hugsjón, alúð og ósérhlífni og þegar á móti blés (sem æði oft kom fyrir) barðist hún fyrir hönd skólans yfir allar hindranir með þrotlaustri elju og dugnaði. Hún unni skólanum alla tíð og veitti honum alla sína krafta og gerði allt sem í hennar valdi stóð til að vegur hans mætti aukast. Héraðið allt stendur í þakkarskuld við hana fyrir hennar fórnfúsa ævistarf í þágu tónmenntunar sem seint verður ofmetið. Það er því í senn með miklum söknuði og ævarandi þakklæti sem skólinn kveður hana nú á þessum tímamótum og óskar henni velfarnaðar í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur í framtíðinni. Fyrir hönd skólans, nemenda hans í gegnum tíðina og allra annarra unnenda hans, Elinborg Sigurgeirsdóttir

Skólastjóri Tónlistarskóla Húnaþings vestra


Vantar þig? Klósettpappír Eldhúsrúllur Gjafapappír með kortum Við erum með ofangreindar vörur til sölu til fjáröflunar fyrir uppskeruferð okkar vorið 2013. Þeir sem vilja panta hjá okkar hafi samband við Odd í síma 898 24 13 eða í netfangið kormakur@simnet.is og við mætum til þín með vöruna um hæl. Uppskeruhópur Umf. Kormáks í körfu 2013. Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks


HÚNAÞING vestra

Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga, kt. 540598-2829 Sími 455-2400 - Fax 455-2409

Rekstarstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs Undirritaður vill vekja athygli á að Húnaþing vestra hefur auglýst nýtt starf rekstrarstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs sveitarfélagsins laust til umsóknar. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins www.hunathing.is Sveitarstjóri.

Gömlu dansarnir! Gömlu dansarnir verða í Nestúni, þriðjudaginn 26. febrúar, 2013, frá kl. 20 til kl. 23. Bjössi og Benni sjá um fjörið. Ekkert aldurs takmark. Allir velkomnir. Aðgangseyrir 500 kr. Eldri borgarar.

KÖKUBASAR Kvenfélagið Ársól verður með kökubasar föstudaginn 22. febrúar í tilefni konudagsins frá kl. 14:00 í anddyri Fæðingarorlofssjóðs. Ágóðinn rennur til styrktar góðum málefnum.


Þjónusta í boði-óskast Hvað

Þjónustuaðili

tbl.

Þorrabóti frestað Þakkir Starf ráðgjafa Rekstrarstjóri Hönnunarsamkeppni Innilegar þakkir Úrslit leikja Skrifstofa Hvammst. Frístundakort Kæru foreldrar Auglýsing um styrki Til sölu göngubretti Fræðslustyrkur Sauðfjárbeit Starfsmaður óskast Vinnuvélanámskeið Hönnunarsamkeppni Umsókn um styrki Afsláttarkort

Þorrablótið á Borðeyri Tónlistarskóli Húnaþings vestra Samstaða Húnaþing vestra SSNV atvinnuþróun Umf. Kormákur Umf. Kormákur - 8. flokkur kvenna Stéttarfélagið Samstaða Umf. Kormákur Stýrihópur um forvarnir SSNV - Málefni fatlaðra Upplýsingar í síma 896 42 98 Stéttarfélagið Samstaða Guðmundur Húnaþing vestra Ökuskóli Norðurlands vestra Gæði úr Húnaþingi Vaxtarsamningur Norðurlands vestra Alþýðusamband Norðurlands

8 8 8 8 8 8 6 6 6 5 5 5 5 5 5 4 4 4 4

Sjónaukinn fyrir þig og þína til styrktar íþróttastarfi ungmenna

Auglýsingar VERÐA AÐ HAFA BORIST fyrir kl. 21:00 á mánudagskvöld, nema um annað sé sérstaklega samið. Netfang: sjonaukinn@simnet.is, símbréf 451 27 86, sími: 898 24 13.

Sjónaukinn


Starf ráðgjafa á sviði starfsendurhæfingar hjá stéttarfélögum á Norðvesturlandi Stéttarfélög á Norðvesturlandi leita að ráðgjafa til að starfa á sviði starfsendurhæfingar. Um er að ræða samvinnuverkefni VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs og stéttarfélaga á Norðvesturlandi. Ráðgjafinn mun halda utan um starfsendurhæfingarmál einstaklinga sem eru óvinnufærir vegna slysa eða sjúkdóma, í þeim tilgangi að aðstoða þá við að auka vinnugetu sína og varðveita vinnusamband þeirra. Um er að ræða mjög krefjandi starf í umhverfi sem enn er í mótun og uppbyggingu. Helstu verkefni ráðgjafans verða: √ Stuðningur, ráðgjöf og hvatning fyrir einstaklinga √ Upplýsingaöflun og mat skv. viðurkenndum aðferðum √ Umsjón, eftirfylgni og leiðsögn varðandi endurhæfingaráætlanir einstaklinga, í samstarfi við fagaðila √ Samstarf við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir vegna verkefnanna Hæfnikröfur: Helstu hæfnikröfur vegna starfsins eru eftirfarandi: √ Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda sem nýtist í starfi (t.d. á sviði félagsráðgjafar, hjúkrunar, iðjuþjálfunar, sálfræði eða sjúkraþjálfunar) √ Víðtæk reynsla og þekking á sviði starfsendurhæfingar er æskileg √ Fagmennska, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum √ Mjög góð samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund √ Áhugi á að vinna með einstaklingum og geta til að skilja og setja sig inn í mismunandi aðstæður einstaklinga √ Sveigjanleiki, færni og vilji til að tileinka sér nýja þekkingu og vinnubrögð √ Geta til að koma frá sér efni í ræðu og riti Upplýsingar um starf ráðgjafa og starfsemi VIRK - Starfsendurhæfingarsjóðs er að finna á heimasíðu VIRK - Starfsendurhæfingarsjóðs: www.virk.is. Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2013 og umsóknum skal skilað til Þórarins eða Ásgerðar sem jafnframt gefa nánari upplýsingar um starfið. Þórarinn Sverrisson formaður Öldunnar stéttarfélags, Borgarmýri 1, 550 Sauðárkróki sími 453 5433 toti@stettarfelag.is Ásgerður Pálsdóttir formaður stéttarfélagsins Samstöðu, Þverbraut 1, 540 Blönduósi sími 452 4932 asgerdur@samstada.is


Allir með á Nettómótið í körfubolta í Reykjanesbæ Fyrir þá sem langar að æfa körfubolta svo og þá sem hafa verið að æfa í 1. - 6. bekk, stelpur og stráka. Þátttökuskráningar tilkynnist til Odds í síma 898 24 13 (best að senda SMS) eða í netfangið kormakur@simnet.is. Þátttökuskráningu þarf að vera lokið fyrir kl. 23:00 fimmtudagskvöldið 21. febrúar. Með bestu kveðju, Oddur Sigurðarson

Sjo%cc%81naukinn%2008 %20tbl %202013  

http://www.simnet.is/umf.kormakur/Umf._Kormakur/Sjonaukinn_files/Sjo%CC%81naukinn%2008.%20tbl.%202013.pdf

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you