Page 1

Sjónaukinn 8. tbl.

27. árg.

2012

Útg. Umf.Kormákur. Ábm. Oddur Sigurdarson

22. - 28. febrúar Auglýsingar berist fyrir mánudagskvöld. Sími 898 24 13, símbréf 451 27 86, netfang: sjonaukinn@simnet.is.

STYRKTARTÓNLEIKAR FYRIR ÍRISI EMMU ÞORSTEINSDÓTTUR BARNABARN SVÖVU OG SVEINS Í BAKARÍINU

VERÐA Í FÉLAGSHEIMILI HVAMMSTANGA FIMMTUDAGINN 23. FEBRÚAR KL. 20:00 Á tónleikunum koma fram Karlakórinn Lóuþrælar, Lillukórinn, Kirkjukór Hvammstanga ásamt Kirkjukór Melstaðar- og Staðarbakkasókna og barnakór 1.-4. bekkjar Grunnskóla Húnaþings vestra. Auk kóranna koma m.a. fram þau Sigrún Dögg Pétursdóttir, Hulda Signý Jóhannesdóttir, Brynja Ósk Víðisdóttir, Ingunn Elsa Rafnsdóttir, Kristín Kristjánsdóttir og Valdimar Gunnlaugsson. Píanóundirleik annast Elínborg Sigurgeirsdóttir, Vigdís Gígja Ingimundardóttir leikur á flautu, Páll Sigurður Björnsson leikur á bassa og Gunnar Ægir Björnsson leikur á gítar. Aðgangseyrir 1.500 kr. (Ath. ekki posi)

VERIÐ VELKOMIN NEFNDIN


Á döfinni Tími

Hvað - Hvar

tbl.

Miðvikudagur 22. febrúar kl. 20:00 Aðalfundur félags Sauðfjárbænda í Sláturhúsinu

7

Fimmtudagur 23. febrúar kl. 20:00 Opin danskvöld í Félagsheimilinu Hvammstanga kl. 20:00 Styrktartónleikar í Félagsheimilinu Hvammstanga

7 8

Laugardagur 25. febrúar kl. 10:00 Vetrarleikar í Tindastól

8

Sunnudagur 26. febrúar kl. 10:00 Vetrarleikar í Tindastól kl. 20:00 Kvennamessa í Hvammstangakirkju

8 8

Fimmtudagur 1. mars kl. 20:00 Opin danskvöld í Félagsheimilinu Hvammstanga

7

Föstudagur 2. mars kl. 20:30 Alþjóðlegur bænadagur kvenna Melstaðarkirkju

Sjónaukinn í þína þágu, til styrktar íþróttastarfi ungmenna Félagsnúmer okkar í Getraunum er

530 Umf. Kormákur Getraunir til að vinna

8


Hvammstangakirkja Kvennamessa Kvennamessa verður í Hvammstangakirkju nk. sunnudag 26. febrúar kl. 20 í tilefni nýbyrjaðrar góu. Karlar úr björgunarsveitinni Húnum eru messuhópur kvöldsins og afhenda öllum konum sem mæta til messu rauða rós og bjóða upp á kvöldkaffi og kruðerí að messu lokinni. Allir velkomnir Sóknarprestur

Alþjóðlegur bænadagur kvenna er árlega haldinn fyrsta föstudag í mars og bjóðum við því öllum sem áhuga hafa í Melstaðarkirkju föstudaginn 2. mars 2012 kl. 20.30. Efnið, sem samanstendur af bænum, upplýsingum um landið, tónlist og myndum, kemur að þessu sinni frá Malasía í Suðaustur-Asíu. Eftir bænastund í kirkju eigum við að venju nótalega samverustund í safnaðarheimilinu. Þau sem vilja taka þátt í undirbúningi eru beðin um að hafa samband við Henrike Wappler, s. 892 3977.


Vetrarleikar í Tindastól 25. til 26. febrúar 2012 á Skíðasvæðinu í Tindastól Þátttökugjald 1500 kr. á mann fyrir 4 ára og eldri (lyftugjald ekki innifalið)

LAUGARDAGUR 25.02 kl. 10:00 Skíðasvæðið í Tindastól opnar Vetrarleikarnir settir Fyrirkomulag leikanna kynnt kl. 11:00 Ævintýrabrautir opna – Þraut og braut Skíðakennsla verður í vetur (Snjólaug 848 2760) kl. 12:00 Hádegishlé – Fiskur í fjalli (grillaður fiskur) Arctic rafting með stóru bátana kl. 13:00 Þraut og braut Arctic rafting með stóru bátana Björgunarsveitin með björgunarbáta fyrir yngri kynslóðina kl. 14:00 Brettabrun kl. 15:30 Ævintýraferð út í óvissuna kl. 19:30 Kvöldvaka og skemmtun í Reiðhöllinni Svaðastaðir, útdráttarverðlaun og fleira skemmtilegt með hestamönnum

SUNNUDAGUR 26.02 kl. 10:00 Skíðasvæðið opnar kl. 10:30 Skíðaleikar Foreldrar og börn keppa Stiga sleða fjör í brekkunni kl. 11:00 Litboltastuð í fjallinu (ath - þarf að greiða sér) Skíðakennsla verður í vetur (Snjólaug 848 2760) kl. 12:00 Hádegishlé kl. 13:00 Skíðaleikar Samhliðasvig / Litboltastuð í fjallinu (ath - þarf að greiða sér) Skíðasvæðið verður opið frá kl: 10:00-16:00. Ásamt dagskrá Vetrarleikanna verður opin gönguskíðabraut, brettabraut, sleða og slöngubraut. Nánari upplýsingar í síma 899 9073 (Viggó Jónsson) og á www.tindastoll.is/skidi

SKEMMTUM OKKUR SAMAN ÞESSA HELGI. Sjáumst hress og kát, Skíðadeild Tindastóls

Opnun Sundlauga laugardaginn 25. feb.: Sundl. á Hofsósi kl. 10-18 Sundl. Sauðárkróki kl. 10-18 Sundl. Varmahlíð kl. 10-15


Myndir - Afmælisrit Kvennaband Vestur - Hún hefur í hyggju að gefa út afmælisrit í tilefni af 90 ára afmæli Kvennabandsins. Þess vegna leitum við eftir því íbúar góðir hvort hjá ykkur leynast myndir af til dæmis fundum, hátíðahöldum (Jósefínuhátíð) sem hægt væri að fá lánaðar til eftirtöku. Vinsamlegast hafið samband við Jónínu Jóhannesdóttur í síma 451 24 88 eða 846 76 36.

Stjórnin

ATHUGIÐ!

Auglýsingar VERÐA  AÐ HAFA BORIST fyrir kl. 21:00 á mánudagskvöld, nema um annað sé sérstaklega samið. Netfang: sjonaukinn@simnet.is,

símbréf 451 27 86, sími: 898 24 13.

Sjónaukinn


Þjónusta í boði-óskast Hvað

Þjónustuaðili

tbl.

Nettómótið 2012 Frístundakort 2012 Vantar myndir Felld niður í ár Íbúðir fyrir aldrara Aukin ökuréttindi Námskeið Vefsíðugerð Frístundakort Afgreiðsla deiliskipul.

Umf. Kormákur Umf. Kormákur Afmælisrit Kvennabandsins Söngvarakeppni Húnaþings vestra Húnaþing vestra Ökuskóli Norðurlands vestra Farskóli NLV Kristín Guðmundsdóttir Húnaþing vesrra Húnaþing vestra

8 8 8 8 7 7 6 6 6 5

Sjónaukinn fyrir þig og þína til styrktar íþróttastarfi ungmenna

Íslandsmótið í körfubolta 7. fl. drengja 1. d. D, 3. umf. Íþróttahúsi Síðuaskóla Akureyri

Úrslit 13:00 14:00 15:00 16:00 17:00 18:00

Þór Ak - Kormákur Afturelding - KFÍ Afturelding - Kormákur Þór Ak - KFÍ KFÍ - Kormákur Þór Ak. - Afturelding

83 - 11 63 - 10 89 - 16 61 - 26 45 - 31 32 - 27


Foreldrar forráðamenn

ATHUGIÐ! Frístundakort Húnaþings vestra 2012 Þeir sem ætla að nýta sér Frístundakortið til lækkunar á æfingagjöldum á vorönn 2012 hjá Umf. Kormáks eru beðnir um að hafa samband við gjaldkera félagsins, Odd Sigurðarson fyrir 24. febrúar, sími 898 24 13.

Stjórn Umf. Kormáks Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks

Söngvarakeppni Húnaþings vestra sem átti að vera 24. mars 2012 fellur niður þetta árið. - Sjáum til með næsta ár.


Umf. Kormákur fer á Nettómótið 2012 Ætlar þú með? Körfuboltamót í Reykjanesbæ helgina 3. og 4. mars Mótið er fyrir drengi og stúlkur í minnibolta fædd árið 2000 og síðar. Við viljum hvetja alla þá sem eru að æfa að fara á þetta frábæra mót. Þessu móti sleppir engin sem hefur áhuga á körfubolta. Skráning hjá Oddi í síma 898 24 13 eða netfangið kormakur@simnet.is. Vinsamlegast skráið ykkur fyrir kl. 23:00 miðvikudaginn 22. febrúar svo við komumst að með lið á mótið. Þátttökugjald er kr. 6.000 á keppanda.

Nánar um mótið - Innifalið í mótsgjaldi: Leikið verður á 13 völlum, 2 x 12 mínútur hver leikur. - 5 leikir á lið - Bíóferð √ Fyrir krakka 8 til 11 ára verður sýnd glæný ævintýramynd Journey 2, The Mysterious Island. Fyrir krakka 6 og 7 ára verður sýnd teiknimyndin Sígvélaði kötturinn (Puss in Boots) sem hæfir einkar vel þeim aldurshópi. - Frítt verður í Vatnaveröld - Sundmiðstöð - Hádegisverður á laugardag - Kvöldverður á laugardag - Kvöldvaka og glaðningur - Kvöldhressing á laugardagskvöld - Gisting - Morgunverður á sunnudag - Hádegisverður á sunnudag - Pizzuveisla frá Langbest - Verðlaunapeningur - Vegleg gjöf í mótslok - Reykjaneshöllin verður opin alla helgina en þar er boðið uppá einn lengsta hoppukastala landsins, boltasvæði o.fl á 7.840m2 leiksvæði. - Innileikjagarðurinn Ásbrú verður opinn á laugardag frá kl. 12.30-17.30 og sunnudag frá kl. 14.30-16.30 en það er leiksvæði sem hentar sérstaklega vel fyrir yngstu kynslóðina, 2-8 ára.

Sjo%cc%81naukinn%2008 %20tbl %202012  

http://www.simnet.is/umf.kormakur/Umf._Kormakur/Sjonaukinn_files/Sjo%CC%81naukinn%2008.%20tbl.%202012.pdf

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you