Page 1

Sjónaukinn 3. tbl.

28. árg.

2013

Útg. Umf.Kormákur. Ábm. Oddur Sigurdarson

16. - 22. janúar Auglýsingar berist fyrir mánudagskvöld. Sími 898 24 13, símbréf 451 27 86, netfang: sjonaukinn@simnet.is.

Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra föstudaginn 18. janúar í Félagsheimili Hvammstanga Miðaverð: 1500 kr. (ball og keppni) Húsið opnar kl. 18:30 og keppnin hefst kl. 19:00

Ball - diskótek með Dj. Óla Geir verður í beinu framhaldi af keppninni til kl 01:00 Nemendafélagið mun stýra dansleikjum fyrir yngstu nemendurna í upphafi diskóteks Sjoppa á staðnum, gos, samlokur og slikkerí, opin kl. 18:30 - 01:00 Athugið að nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra sem greiddu aðgangseyri að árshátíð þurfa ekki að greiða á söngvarakeppnina. Aðrir greiða kr. 1.500. Frítt fyrir börn á leikskólaaldri.


Á döfinni Tími

Hvað - Hvar

tbl.

Fimmtudagur 17. janúar kl. 16:15 Stærðarmátun í Íþróttamiðstöðinni - Umf. Kormákur 3

Föstudagur 18. janúar kl. 19:00 Söngvarakeppni Grunnskólans í Félagsheimilinu

3

Laugardagur 19. janúar kl. 10:00 Boccia í Íþróttamiðstöðinni Hvammstanga

2

Laugardagur 26. janúar kl. 19:00 Þorrablót eldri borgara í Nestúni

3

Laugardagur 2. febrúar Þorrablót í Víðihlíð

51

Laugardagur 9. febrúar Þorrablót í Félagsheimilinu Hvammstanga

2

Laugardagur 16. febrúar Þorrablót í Félagsheimilinu Ásbyrgi

1

Sjónaukinn fyrir þig og þína til styrktar íþróttastarfi ungmenna

Athugið! Vegna vandamála í innflutningi hjá birgja þá er Sjónaukinn ekki prentaður í svörtu þessa vikuna.

Sjónaukinn


Menningarráð auglýsir eftir umsóknum Verkefnastyrkir til menningarstarfs 2013 Menningarráð Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki á grundvelli menningarsamnings mennta- og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis við SSNV. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarf og menningartengda ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ákveðið hefur verið að hafa eina úthlutun á árinu 2013, með umsóknarfresti til og með 7. febrúar. Menningarráð hefur ákveðið að þau verkefni hafi forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða: √ Fjölga atvinnutækifærum og efla samstarf á sviði menningar og lista. √ Stuðla að nýsköpun og þróun í menningu og menningartengdri ferðaþjónustu. √ Verkefni sem stuðla að þátttöku allra þjóðfélagshópa í menningu og listum. √ Verkefni sem leiða til samstarfs við önnur lönd á sviði menningar og lista. √ Verkefni sem draga fram staðbundin eða svæðisbundin menningareinkenni eða menningararf. √ Verkefni sem stuðla að listsköpun og menningarstarfi ungra listamanna.

Stofn- og rekstrarstyrkir til menningarstarfs 2013 Menningarráð Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um stofn- og rekstrarstyrki á grundvelli menningarsamnings mennta- og menningarmálaráðuneytis við SSNV. Tilgangur styrkjanna er að efla starfsemi á sviði lista, safna og menningararfs. Styrkirnir miðast við starfsemi árið 2013. Menningarráð hefur ákveðið að þeir umsækjendur hafi forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða við úthlutun ársins 2013: √ Stuðla að því að efla menningarstarfsemi á sviði lista, safna- og menningararfs. √ Stuðla að nýsköpun í menningarstarfsemi. √ Styðja við menningarstarfsemi sem fjölgar atvinnutækifærum á svæðinu. ---------------------------------------------------------------------------------------------------------

Úthlutunarreglur og umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu SSNV, www.ssnv.is, undir liðnum Menningarráð. Umsóknir skulu sendar Menningarfulltrúa Norðurlands vestra, Einbúastíg 2, 545 Skagaströnd, eigi síðar en 7. febrúar 2013. Þær má senda rafrænt á netfangið menning@ssnv.is. Séu þær sendar í pósti skulu þær póststimplaðar eigi síðar en síðasta umsóknardag. Allar nánari upplýsingar og aðstoð veitir Ingibergur Guðmundsson, menningarfulltrúi, símar 452 2901 / 892 3080, netfang menning@ssnv.is.


Mátun - pantanir Nú er hægt að panta sér keppnisbúninga og utanyfirgalla fyrir iðkendur yngri flokka (f. 1996 og síðar)

Mátun á stærðum og pantanir á nýjum keppnisbúningum í knattspyrnu og körfubolta ásamt utanyfirgalla verður fimmtudaginn 17. janúar í Íþróttamiðstöðinni Hvammstanga að lokinni körfuboltaæfingu frá kl. 16:15 til kl. 18:30. Utanyfirgalli, körfuboltabúingur og knattspyrnubúningur ásamt knattspyrnusokkum. Fullt verð kr. 33.000

með auglýsingaafslætti kr. 22.000 Utanyfirgalli og knattspyrnubúningur ásamt knattspyrnusokkum. Fullt verð kr. 24.000

með auglýsingaafslætti kr. 16.000 Utanyfirgalli og körfuboltabúningur Fullt verð kr. 21.000

með auglýsingaafslætti kr. 14.000. Boðið verður upp á greiðsludreifingu. Ganga þarf frá greiðslu/greiðslutilhögun áður en búningur er pantaður. Munið að vera með nafn á peysu og buxur á hreinu og hvað númer er æskilegast (einnig önnur möguleg númer), það er mjög óheppilegt að allir panti sér sama númerið, því eins og þið vitið þá geta ekki tveir leikmenn verið með sama númerið í sama liðinu. Nánari upplýsingar gefur Oddur í síma 898 24 13. Umf. Kormákur


Félagsmenn, foreldrar/forráðamenn iðkenda og aðrir velunnarar

Nú er lag! Þeir sem vilja leggja hönd á plóginn við undirbúnings þorrablóts okkar 2013 láti vita þar um í tölvupósti kormakur@simnet.is, síma 898 24 13 eða beint við Odd Sigurðarson Í boði eru fjölbreytt verkefni stór og smá.

Umf. Kormákur


Bikarkeppnin í körfubolta úrslit leikja 9. flokkur kvenna 8 liða úrslit

Kormákur - Stjarnan 38 - 24 9. flokkur karla 16 liða úrslit

Kormákur/Laugdælir - Fjölnir 43 - 73 Við þökkum innilega þeim fjölmörgum áhorfendum sem mættu og studdu okkur í hvívetna á leikjunum, þið voruð sem sjötti maðurinn á vellinum, án ykkar hefði okkur ekki gengið eins vel og raun bar vitni.

Leikmenn 9. flokks kvenna og karla. Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks


Foreldrar forráðamenn

ATHUGIÐ! Frístundakort Húnaþings vestra 2013 Þeir sem ætla að nýta sér Frístundakortið til lækkunar á æfingagjöldum á vorönn 2013 hjá Umf. Kormáks eru beðnir um að koma því til gjaldkera félagsins, Odds Sigurðarsonar sem allra fyrst eða í síðasta lagi fyrir 13. febrúar fyrir vorönn 2013. Nánari upplýsingar veitir Oddur í síma 898 24 13.

Stjórn Umf. Kormáks Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks


Þorrablót Félagsheimilinu Hvammstanga laugardaginn 9. febrúar n.k.

Takið daginn frá fyrir þessa frábæru skemmtun Hljómsveit - Tandoori Johnson Nánar auglýst síðar

Umf. Kormákur

ATHUGIÐ!

Auglýsingar VERÐA AÐ HAFA BORIST fyrir kl. 21:00 á mánudagskvöld, nema um annað sé sérstaklega samið. Netfang: sjonaukinn@simnet.is,

símbréf 451 27 86, sími: 898 24 13.

Sjónaukinn Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks


Upplifun ferðamanna í Húnaþingi vestra Fundur um tækifæri svæðisins í ferðamálum og samsetningu ferðapakka verður haldinn á Gauksmýri laugardaginn 19. janúar. 13:00 13:05 13:20 13:35 14:00 15:30 16:00 16:30

Fundur settur Framtíðarsýn ferðaþjónustunnar - Pétur Jónsson og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Stefán Haraldsson: Húnaþing sem áfangastaður ferðamanna? Sævar Freyr Sigurðsson: ,,Saga Travel - Afþreying á landsbyggðinni" Ferðapakkar - Vöruþróun og hópavinna Kaffihlé Samantekt úr hópvinnu Fundarlok

Ferðamenn koma til Ísland til að upplifa eitthvað nýtt og spennandi og til að kynnast landi og þjóð. En hvað hefur Húnaþing vestra að bjóða þeim varðandi einstaka og áhugaverða upplifun og afþreyingu? Markmiðið með fundinum er að koma af stað vinnu við að skapa ferðapakka og vörur sem hægt verður að bjóða ferðamönnum til sölu á næstu misserum.

Fundurinn er haldinn á Ferðamálafélags V-Hún. og Atvinnuflróun og er öllum opinn.

vegum SSNV


Þjónusta í boði-óskast Hvað

Þjónustuaðili

tbl.

Undirbún. f. þorrablót Jöfnunarst. til náms Frístundakort Þakkir og úrslit Upplifun ferðamanna Páskaslátrun Starfsfólk óskast Auglýst e. umsóknum Reiðkennsla Tannlæknaþjórnusta Breytt innheimtumál Lagersala Húsaleigubætur Heyrnartækjaþjónusta Tvö störf verkmanna Afgreiðsla deiliskipul.

Umf. Kormákur 3 Lánasjóður íslenskra námsmanna 3 Umf. Kormákur 3 Leikmenn Umf. Kormáks 3 Ferðamálafélag V.-Hún. 3 Sláturhús KVH 3 Rækjuvinnsla Meleyrar 3 Menningarráð 3 Ísólfur Líndal 2 Erling Ingvason 2 Húnaþing vestra 1 Landsbankinn 1 Húnaþing vestra 1 Heyrnartækni verður á Hvammstanga 1 Vegagerðin 53 Húnaþing vestra 53

Sjónaukinn fyrir þig og þína til styrktar íþróttastarfi ungmenna

Starfsfólk óskast í rækjuvinnslu Meleyrar Upplýsingar í síma 894 34 59, Addi.


Páskaslátrun! Sauðfjárslátrun verður þriðjudaginn 19. mars Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafið samband á skrifstofu í síma 455 23 30 eða Sveinbjörn í síma 895 11 47. Einnig er hægt að senda í vefpósti á magnus@skvh.is.

Þorrablót eldri borgara! Þorrablót eldri borgara verður haldið í Nestúni laugardaginn 26. janúar. Panta þarf miða fyrir 22. jan. n.k. í síma 451 29 10 Jóhannes, 451 25 68, Elías, 451 22 42 Brynja. Verð kr. 4.000 á mann, enginn posi á staðnum. Borðhald hefst kl. 19:00. Þorrablótsnefndin


Jöfnunarstyrkur til náms - Umsóknarfrestur á vorönn 2013 er til 15. febrúar Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá LÍN geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem verða að stunda nám fjarri heimili sínu. √ Dvalarstyrkur (fyrir þá sem verða að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms). √ Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili og fjölskyldu fjarri skóla).

Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef LÍN (www.lin.is).

Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd

Sjo%cc%81naukinn%2003 %20tbl %202013  

http://simnet.is/umf.kormakur/Umf._Kormakur/Sjonaukinn_files/Sjo%CC%81naukinn%2003.%20tbl.%202013.pdf

Sjo%cc%81naukinn%2003 %20tbl %202013  

http://simnet.is/umf.kormakur/Umf._Kormakur/Sjonaukinn_files/Sjo%CC%81naukinn%2003.%20tbl.%202013.pdf