Page 1

Sjónaukinn 3. tbl.

25. árg.

2010

Útg. Umf.Kormákur. Ábm. Oddur Sigurdarson

20. - 26. janúar Auglýsingar berist fyrir mánudagskvöld. Sími 898-2413, símbréf 451-2786, netfang: sjonaukinn@simnet.is.

Hvammstangakirkja

Innsetningarguðsþjónusta Innsetningarguðsþjónusta verður í

Hvammstangakirkju sunnudaginn 24. janúar nk. kl. 14. Þar mun sr. Dalla Þórðardóttir, prófastur Húnavatnsog Skagafjarðarprófastsdæmis, setja sr. Magnús Magnússon inn í embætti sóknarprests Breiðabólstaðarprestakalls. Kaffiveitingar í safnaðarheimili í boði kirkjukórs og sóknarnefndar að stundinni lokinni. Sóknarnefndin


ATHUGIÐ!

Auglýsingar verða að hafa borist fyrir kl. 21:00 á mánudagskvöld, nema um annað sé sérstaklega samið. Netfang: sjonaukinn@simnet.is, símbréf 451 2786, sími: 898 2413.

Sjónaukinn Veffang: www.simnet.is/umf.kormakur

Þorrablót í Félagsheimilinu Hvammstanga 6. febrúar n.k. - Umf. Kormákur Væntanlegir þorrablótsgestir á Hvammstanga: Gott er að þekkja söguþráðinn í „Algjör Sveppi, leitin að Villa“ Rödd skynseminnar Aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks


Þorrablót í Víðihlíð!!! Laugardagskvöldið 30. jan n.k. verður hið árlega þorrablót víðdælinga haldið í Víðihlíð. Húsið opnar kl 20:00 borðhald hefst kl 20:30. Miðaverð það sama og í fyrra kr 4.800,- (Ath. ekki tekið við kortum) Miða þarf að panta ekki síðar en þriðjudagskvöldið 26. jan. n.k. hjá eftirtöldum: 861 8610 / 451 2592 (Guðmundur), 451 2581 (Didda), 865 8177 / 451 2433 (Júlíus). Þorrablótsnefndin

LOMBER Lomberkvöldin hefjast að nýju fimmtudagskvöldið 21. jan. á Café Sirop kl. 20:30. PONTI

HÚNAÞING vestra

Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga, kt. 540598-2829 Sími 455-2400 - Fax 455-2409

VIÐTALSTÍMI SVEITARSTJÓRNARMANNA. Mánudaginn 25. janúar nk. verða sveitarstjórnarmennirnir Elín R. Líndal og Stefán Böðvarsson til viðtals í Ráðhúsinu að Hvammstangabraut 5, Hvammstanga frá kl. 20:30 til kl. 22:00. Símtölum verður einnig svarað eftir því sem kostur er. Símanúmerið er 455-2404. Sveitarstjóri.


HÚNAÞING vestra

Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga, kt. 540598-2829 Sími 455-2400 - Fax 455-2409

Íbúðir til leigu. Til leigu eru félagslegar leiguíbúðir á Hvammstanga. Forgang að félagslegum íbúðum hafa þeir sem uppfylla skilyrði sbr. 21.-25. gr. VI. kafla reglugerðar nr. 873/2001 um eigna og tekjumörk og félagslegar aðstæður. Skriflegar umsóknir, ásamt fylgigögnum þurfa að berast skrifstofu Húnaþings vestra Hvammstangabraut 5 á Hvammstanga í síðasta lagi 24. febr. n.k. Ath. greiða þarf kr. 100.000 tryggingagjald við afhendingu íbúðar. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á skrifstofu sveitarfélagsins, eða á heimasíðu sveitarfélagsins hunathing.is undir eyðublöð. Nánari upplýsingar veitir félagsmálastjóri Henrike Wappler í síma 455-2400. Ath. Endurnýja þarf eldri umsóknir. Skrifstofustjóri Húnaþings vestra.

Verslunin Hlín Klapparstíg 2, 530 Hvammstanga. Sími: 451 2515 veffang: hlin.is.

Námskeið - Námskeið - Námskeið Haldin verða eftirtalin námskeið ef næg þátttaka fæst. Gimbanámskeið, Silkimálun, Kertaskreytinámskeið, Málað og skreytt. Ath! Gimbanámskeið hefst í næstu viku og er því áríðandi að þeir sem áhuga hafa, skrái sig sem fyrst. Skráning og nánari upplýsingar í Versluninni Hlín eða í síma 451 2515. Mjög gott úrval af prjónagarni, heklugarni, útsaumsgarni, lopa, léttlopa, Álafosslopa, hosubandi, einbandi, kambgarni, ullarkembu ofl. Prjónar, prjónablöð, prjónabækur, (nýjasta bókin er Garn er gaman) lopapeysutölur og rennilásar. Föndurvara, hannyrðavara og gjafavara í miklu úrvali, alltaf eitthvað nýtt. Blóm við öll tækifæri, munið bóndadaginn n.k. föstudag. Blómafræin eru væntanleg seinnipartinn í vikunni. - Minnum á heimasíðuna hlin.is.


Matur úr héraði? Handverkssala á vefnum? Kynningarfundur á Hótel Blönduósi, fimmtudaginn 28. janúar kl. 13:00 Árni Snæbjörnsson og Guðmundur J. Guðmundsson fjalla um Beint frá býli (www.beintfrabyli.is), félag bænda sem stunda eða hyggjast stunda sölu afurða beint frá býli. Áskell Þórisson kynnir Litlu búðirnar (www.litlubudirnar.is), netverslun með íslenskt handverk og náttúruvörur. Guðrún Brynleifsdóttir ræðir um Matarkistuna Skagafjörð, þróunarverkefni í matarferðaþjónustu. Nánari upplýsingar og dagskrá á www.vnv.is Allt áhugafólk á Norðurlandi vestra velkomið.

Frá Farskólanum Ertu í háskólanámi eða stefnir á nám? Þarftu að bæta vinnubrögð þín og námstækni? Farskólinn býður upp á námskeið í vinnubrögðum í háskólanámi. Farið verður yfir skipulag og tímastjórnun, lestrartækni og glósutækni, prófundirbúning og próftækni. Námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 28. janúar n.k. frá kl. 9.0012.00 í fjarnámsstofunni að Höfðabraut 6 á Hvammstanga. Námskeiðið er nemum að kostnaðarlausu. Ertu að velta fyrir þér námi eða starfi? Viltu breyta til eða styrkja stöðu þína? Viltu fá ókeypis ráðgjöf? Náms- og starfsráðgjafi Farskólans verður til viðtals sama dag milli kl. 13 og 15.Tímapantanir í viðtöl og skráning á námskeið í síma 4556010 og 455-6013.


HÚNAÞING vestra

Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga, kt. 540598-2829 Sími 455-2400 - Fax 455-2409

Íbúð fyrir aldraða Til leigu er 2ja herbergja 43,9 m2 íbúð í Nestúni 2-6 á Hvammstanga. Athugið að jafnt íbúar í Bæjarhreppi sem og Húnaþingi vestra geta sótt um. Umsóknir þurfa að berast skrifstofu Húnaþings vestra að Hvammstangabraut 5, Hvammstanga fyrir 24. febrúar n.k. Nánari upplýsingar veita félagsmálastjóri eða sveitarstjóri í síma 455-2400. Sveitarstjóri.

Þorrablót Félags eldri borgara Þorrablót Félags eldri borgara verður haldið í Nestúni fimmtudaginn 28. janúar. Tekið er á móti miðapöntunum hjá Maggý í síma 451 2418 e›a 849 9855 og Baldri sími 451 2869 Miðapantanir þurfa að hafa borist ekki seinna en fimmtudaginn 21. janúar. Við blásum á verðbólguna og höfum miðaverðið 3000 krónur eins og á síðasta blóti. Borðhald byrjar klukkan 19.00 Þorrablótsnefnd


Leikfimi Fimmtudaginn 21. janúar hefst leikfimin að nýju. Kennt verður í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga þriðjudaga og fimmtudaga kl. 19:00 - 20:00. Þetta verður 8 tíma námskeið og er sund innifalið. Nánari upplýsingar veitir undirrituð í síma 869-6993.

Allir velkomnir Bogga

Bætt samskipti, breytt líf, betri líðan

RÁÐGJÖF Veiti ráðgjöf vegna áfengis og vímuefnavanda, samskiptavanda, vanda í vinnu og ráðgjöf til að breyta / bæta lífsstíl eða einfaldlega að ræða um ýmis konar málefni. Margrét Hrönn Björnsdóttir, nemi í sálfræði við Háskólann á Akureyri. Nánari upplýsingar og tímapantanir í síma 6910974 eða í netfang hronn1777@gmail.com

Íþróttamiðstöðin Hvammstanga við Hlíðarveg, 530 Hvammstanga, kt. 540598-2829 Sími 451-2532

Frá Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra Sigurbjörg Jónannesdóttir (Bogga) mun leiðbeina í styrkleika og þrekþjálfun í þreksal Íþróttamiðstöðvarinnar í fjórar vikur á mámudögum og miðvikudögum frá kl. 17:00-19:00 og hefst það á mánudaginn 25. jan. n.k. Íþrótta- og tómstundafulltrúi.


HÚNAÞING vestra

Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga, kt. 540598-2829 Sími 455-2400 - Fax 455-2409

SVEITARSTJÓRNARFUNDUR. 164. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 21. janúar 2010 kl. 09:30 í fundarsal Ráðhúss Húnaþings vestra. Dagskrá: 1.

Byggðarráð. Fundargerð 629. fundar. Fundargerð 630. fundar. Fundargerð 631. fundar.

2.

Félagsmálaráð. Fundargerð 101. fundar.

3.

Fræðsluráð. Fundargerð 109. fundar.

4.

Skipulags- og umhverfisráð. Fundargerð 171. fundar. Fundargerð 172. fundar.

5.

Fjárhagsáætlun 2011, 2012 og 2013 fyrir sveitarsjóð Húnaþings vestra og fyrirtæki. Fyrri umræða. Hvammstanga 18. janúar 2010 Skúli Þórðarson, sveitarstjóri.

Sjo%cc%81naukinn%2003 %20tbl %202010  

http://simnet.is/umf.kormakur/Umf._Kormakur/Sjonaukinn_files/Sjo%CC%81naukinn%2003.%20tbl.%202010.pdf