Page 1

Sjónaukinn 1. tbl.

28. árg.

2013

Útg. Umf.Kormákur. Ábm. Oddur Sigurdarson

4. - 8. janúar Auglýsingar berist fyrir mánudagskvöld. Sími 898 24 13, símbréf 451 27 86, netfang: sjonaukinn@simnet.is.

Félagsþjónusta Húnaþings vestra Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga, kt. 540598-2829 Sími 455-2400 - Fax 455-2409

Húsaleigubætur Um áramót þarf að endurnýja allar umsóknir um húsaleigubætur. Við endurnýjun þarf að fylgja umsókn, staðfest skattframtal 2012 og launaseðlar þriggja síðustu mánaða þeirra sem lögheimili/búsetu eiga í íbúðinni. Ef breyting hefur orðið á leigusamningi þarf nýr þinglýstur samningur að fylgja. Foreldri barns yngra en 18 ára þarf að staðfesta umsóknina. Námsmenn sem hafa framvísað skattframtali ársins 2012 þurfa eingöngu að skila nýrri umsókn og staðfestingu á skólavist vorannar 2013. Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu Húnaþings vestra, www.hunathing.is eða í Ráðhúsinu að Hvammstangabraut 5 Hvammstanga. Ath! Til að fá bætur greiddar fyrir janúarmánuð þurfa umsóknir að berast fyrir 16. janúar 2013 til félagsþjónustu Húnaþings vestra. Umsóknir og tilheyrandi gögn sendist til Húnaþings vestra Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga. Upplýsingar gefur Henrike Wappler, sími: 455 24 00. Netfang: henrike@hunathing.is


Á döfinni Tími

Hvað - Hvar

tbl.

Föstudagur 4. janúar kl. 17:00

Æfingar yngri flokka Umf. Kormáks í Íþróttamiðstöðinni 1 Flugeldasala í Húnabúð 1

Laugardagur 5. janúar kl. 11:00

Flugeldasala í Húnabúð

1

Þrettándinn - Sunnudagur 6. janúar kl. 12:00 kl. 15:00

Flugeldasala í Húnabúð Þrettándagleði Hestamannafélagsins Þyts Skráning - Króksamót í körfubolta á Sauðárkrók

1 1 1

Mánudagur 7. janúar Jólatrjáasöfnun Húnaþings vestra

1

Þriðjudagur 8. janúar kl. 20:00

Gæmlu dansarnir í Nestúni Heyrnartækni á Hvammstanga Jólatrjáasöfnun Húnaþings vestra

1 1 1

Miðvikudagur 9. janúar Spilin og söngæfingar byrja hjá eldri borgurum

1

Laugardagur 12. janúar kl. 10:00

Króksamót í körfubolta á Sauðárkrók

1

Laugardagur 2. febrúar Þorrablót í Víðihlíð

51

Laugardagur 9. febrúar Þorrablót á Hvammstanga

Sjónaukinn fyrir þig og þína til styrktar íþróttastarfi ungmenna

1


HÚNAÞING vestra

Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga, kt. 540598-2829 Sími 455-2400 - Fax 455-2409

Innheimtumál Breyttar áherslur í innheimtumálum hjá Húnaþingi vestra Húnaþing vestra hefur ákveðið að taka upp samstarf við Motus um innheimtu gjalda sveitarfélagsins sem ekki greiðast á réttum tíma. Markmiðið með samstarfinu er að tryggja jafnræði meðal íbúa, halda kostnaði vegna innheimtu vanskilakrafna í lágmarki og tryggja hagkvæmni í rekstri. Framvegis mun því bætast á vanskilakröfur ítrekunargjald í samræmi við upphæð skuldarinnar til að mæta þeim kostnaði. Sveitarfélagið skorar á þá sem eiga ógreidd gjöld að ganga frá þeim fyrir 1. febrúar n.k., en að þeim tíma liðnum mun Motus annast innheimtu skuldarinnar. Sveitarstjóri.


Þorrablót Félagsheimilinu Hvammstanga laugardaginn 9. febrúar n.k.

Takið daginn frá fyrir þessa frábæru skemmtun Nánar auglýst síðar - Umf. Kormákur

Gömlu dansarnir! Gömlu dansarnir verða í Nestúni, þriðjudaginn 8. janúar, 2013, frá kl. 20 til kl. 23, Bjössi og Benni sjá um fjörið. Ekkert aldurstakmark. - Allir velkomnir. Aðgangseyrir 500 kr. Spilin og Söngæfingarnar byrja 9. janúar. Eldri borgarar.

Næsti Sjónauki kemur út á venjulegum tíma miðvikudaginn 9. janúar. Auglýsingar þurfa að hafa borist fyrir kl. 21:00 á mánudagskvöldi fyrir útgáfudag.

Sjónaukinn Æfingar yngri flokka hefjast í Íþróttamiðstöðinni Hvammstanga samkvæmt stundatöflu haustannar, föstudaginn 4. janúar Umf. Kormákur


Áramótakveðja Sendum íbúum Húnaþings vestra og velunnurum okkar bestu óskir um gleðilegt ár um leið og við þökkum fyrir stuðningin á árinu sem leið. Það er jafnframt ósk okkar að nýja árið verði ykkur slysa og áfallalaust. Einnig þökkum við þeim kærlega fyrir sem buðu upp á flugeldasýninguna við brennuna við Höfða en það voru: Sláturhús KVH Ferðir ehf. Forsvar Vörumiðlun Tveir Smiðir BBH Útgerð Kola ehf. Leirhús Grétu

Vélaverkstæði Hjartar Eiríkssonar ehf. Tengill ehf. Húnaþing vestra Bílagerði ehf. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga Villi Valli ehf. BB Bjarghús Landsbankinn Gistiheimili Hönnu Siggu Stefánsson ehf. Hársnyrting Sveinu Söluskálinn Harpa Lyfja Hvammstanga Slökkvitækjaþjónustan Urðun ehf.

Björgunarsveitin Húnar

Þrettándagleði Verður haldin sunnudaginn 6. janúar nk. kl. 15:00 Farið verður frá Pakkhúsplani KVH á Hvammstanga kl. 15:00. Álfakóngur, álfadrottning, hirðmeyjar ásamt Grýlu, Leppalúða og jólasveinum leiða gönguna með viðkomu á sjúkrahúsinu og upp í reiðhöllina Þytsheima. Í Þytsheimum munu jólasveinar, Grýla og Leppalúði syngja og tralla með okkur og börnunum boðið á hestbak og farið í leiki.

Foreldrar barna í æskulýðsstarfinu bjóða upp á kökur og brauðmeti og veitinganefnd Þyts býður upp á kaffi og kakó. Vonumst til að sjá sem flesta á hestum og gangandi og eigum góða stund saman.

Kveðja Æskulýðsnefnd Þyts. Ps: ef veðurútlit verður vont gæti dagskráin breyst, það verður þá auglýst á heimasíðu Þyts: thytur.123.is Ágætu íbúar vinsamlegast skjótið EKKI upp flugeldum á meðan gangan fer fram, Þar sem hross geta auðveldlega fælst og valdið slysum.


Þjónusta í boði-óskast Hvað

Þjónustuaðili

tbl.

Breytt innheimtumál Lagersala Húsaleigubætur Heyrnartækjaþjónusta Tvö störf verkmanna Afgreiðsla deiliskipul. Opnutími í desember Skatan kemur í hús Jólasteikin á tilboði Geymslupláss Desembertilboð Kjúlladagar Opnunartími Kjötsögun KVH

Húnaþing vestra Landsbankinn Húnaþing vestra Heyrnartækni verður á Hvammstanga Vegagerðin Húnaþing vestra Kaupfélag Vestur-Húnvetninga Kaupfélag Vestur-Húnvetninga Kaupfélag Vestur-Húnvetninga Grettisból Laugarbakka Söluskálinn Hvammstanga Söluskálinn Hvammstanga Leirhús Grétu Kaupfélag Vestur-Húnvetninga

1 1 1 1 53 53 52 51 51 50 50 50 50 50

Sjónaukinn fyrir þig og þína til styrktar íþróttastarfi ungmenna

HÚNAÞING vestra

Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga, kt. 540598-2829 Sími 455-2400 - Fax 455-2409

Söfnun jólatrjáa

Mánudaginn 7. og þriðjudaginn 8. janúar munu starfsmenn áhaldahúss annast hirðingu jólatrjáa á Hvammstanga og Laugarbakka. Íbúar sem vilja nýta sér þá þjónustu eru beðnir að setja jólatré út fyrir lóðarmörk og ganga þannig frá þeim að þau geti ekki fokið. Umhverfisstjóri


Björgunarveitin Húnar verður með flugeldamarkað sinn opinn fram á þrettándann á eftirtöldum dögum. Sölustaðurinn er í Húnabúð húsi björgunarsveitarinnar að Höfðabraut 30 Hvammstanga. Föstudaginn Laugardaginn Þrettándann

4. janúar 5. janúar 6. janúar

kl. 17 - 19. kl. 11 - 16. kl. 12 - 18.

„Góður afsláttur verður veittur þessa söludaga“ Jafnframt minnum við á reglur varðandi sölu á flugeldum en 16 ára og yngri fá ekki afgreiðslu á flugeldamörkuðum Slysavarnafélagssins Landsbjargar. „Flugeldamarkaðurinn er okkar helsta fjáröflun og ykkar stuðningur er okkar styrkur“

Lagersala Tilboð óskast í lítinn rafvörulager í heild sinni. Lagerinn verður til sýnis milli kl. 16.30 og 18, fimmtudaginn 10. janúar 2013 að Hafnarbraut 3, Hvammstanga. Tilboð skulu miðuð við staðgreiðslu auk vsk. Kaupandi sér um að pakka vörum og flytja af staðnum á eigin kostnað. Tilboð sendist rafrænt á póstfangið olafur.jonsson@landsbankinn.is fyrir kl. 12, mánudaginn 14. janúar 2013.


Bikarleikur í körfubolta Íþróttamiðstöðinni Hvammstanga í kvöld föstudaginn 4. janúar kl. 19:45 9. flokkur drengja Kormákur/Laugdælir - Fjölnir Allir á völlinn Þá er komið að Króksamótinu í körfubolta sem frestað var fyrir áramótin vegna veðurs.

Króksamótið í körfubolta fyrir ungmenni í 1. - 6. bekk verður haldið laugardaginn 12. janúar á Sauðárkróki og hefst það kl. 10:00 árdegis. Nú er um að gera að skrá sig í síðasta lagi 6. janúar, í netfangið: kormakur@simnet.is eða í síma 898 24 13. Keppt verður í aldurflokkunum: 1. - 2. bekkur, 3. - 4. bekkur og 5. - 6. bekkur. Mótið er fyrir bæði stelpur og stráka. Nú förum við öll á Sauðárkrók og skemmtum okkur eina dagsstund í körfubolta.

Sjo%cc%81naukinn%2001 %20tbl %202013  

http://www.simnet.is/umf.kormakur/Umf._Kormakur/Sjonaukinn_files/Sjo%CC%81naukinn%2001.%20tbl.%202013.pdf

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you