Page 1

Sjónaukinn 1. tbl.

27. árg.

2012

Útg. Umf.Kormákur. Ábm. Oddur Sigurdarson

4. - 10. janúar Auglýsingar berist fyrir mánudagskvöld. Sími 898 24 13, símbréf 451 27 86, netfang: sjonaukinn@simnet.is.

Félagsþjónusta Húnaþings vestra Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga, kt. 540598-2829 Sími 455-2400 - Fax 455-2409

Húsaleigubætur Um áramót þarf að endurnýja allar umsóknir um húsaleigubætur. Við endurnýjun þarf að fylgja umsókn, staðfest skattframtal 2011 og launaseðlar þriggja síðustu mánaða þeirra sem lögheimili/búsetu eiga í íbúðinni. Ef breyting hefur orðið á leigusamningi þarf nýr þinglýstur samningur að fylgja. Foreldri barns yngra en 18 ára þarf að staðfesta umsóknina. Námsmenn sem hafa framvísað skattframtali ársins 2011 þurfa eingöngu að skila nýrri umsókn og staðfestingu á skólavist vorannar 2012. Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu Húnaþings vestra, www.hunathing.is eða í Ráðhúsinu að Hvammstangabraut 5 Hvammstanga. Ath! Til að fá bætur greiddar fyrir janúarmánuð þurfa umsóknir að berast fyrir 16. janúar 2012 til félagsþjónustu Húnaþings vestra.

Þeir íbúar sem rétt eiga á húsaleigubótum og áður tilheyrðu Bæjarhreppi eiga nú einnig að senda umsóknir og tilheyrandi gögn til Húnaþings vestra Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga. Upplýsingar gefur Henrike Wappler, sími: 455-2400. Netfang: henrike@hunathing.is


Á döfinni Tími

Hvað - Hvar

tbl.

Miðvikudagur 4. janúar Æfingar yngri flokka Umf. Kormáks í Íþróttamiðstöðinni 1

Þrettándinn 6. janúar kl. 13:00 kl. 16:30

Flugeldasala í Húnabúð - Bjsv. Húnar Þrettándagleði Þyts og Grunnskóla Húnaþings vestra

52 1

Miðvikudagur 18. janúar Heyrnarækjaþjónustan á Hvammstanga

1

Fimmtudagur 19. janúar kl. 17:00

Foreldranámskeið í Heilsugæslustöðinni

1

Laugardagur 4. febrúar Þorrablót Umf. Kormáks - Félagsheimilinu Hvt.

1

Flugeldamarkaður - útsala Flugeldamarkaðurinn í Húnabúð verður opinn á þrettándanum föstudaginn 6. janúar frá kl. 13 -17 og verða vörurnar á markaðinum í boði á stórlega niðursettu útsöluverði. Björgunarsveitin Húnar


HÚNAÞING vestra

Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga, kt. 540598-2829 Sími 455-2400 - Fax 455-2409

Orðsending til hundaeigenda á Hvammstanga Á undanförnum vikum hefur talsvert borið á lausagöngu hunda á Hvammstanga. Með auglýsingu þessari eru hundaeigendur á Hvammstanga minntir á ákvæði samþykktar um hundahald þar sem m.a. er kveðið á um bann við lausagöngu hunda. Athugið að lausaganga hunda er ekki heimil í hesthúsahverfinu. Þeir hundaeigendur sem þetta á við um eru hvattir til að koma í veg fyrir lausagöngu hunda sinna og forðast þannig sviptingu leyfis til hundahalds. Skrifstofustjóri. Skrifstofa Stéttarfélagsins Samstöðu á Hvammstanga (Klapparstíg 2) verður lokuð frá 4. til 18. janúar 2012. Félagsmönnum er bent á að hafa samband við skrifstofu félagsins á Blönduósi s. 452 49 32, sem mun sinna þjónustu við félagsmenn. Einnig er hægt að hringja í formann í s. 897 43 41.

Stéttarfélagið Samstaða

Þorrablót Félagsheimilinu Hvammstanga laugardaginn 4. febr. n.k. Nánar auglýst síðar

- Umf. Kormákur


Áramótakveðja Sendum öllum íbúum Húnaþings vestra og Bæjarhrepps okkar bestu óskir um gleðilegt nýtt ár um leið og við þökkum góðan stuðning á árinu sem leið. Jafnframt þökkum við þeim sem buðu okkur upp á flugeldasýninguna á áramótabrennunni við Höfða en það voru: Húnaþing vestra Kaupfélag V-Húnvetninga Sláturhús KVH Landsbankinn Hvammstanga Tengill ehf Vélaverkstæði Hjartar Eiríkssonar Villi Valli ehf HH gámaþjónusta Bílagerði ehf. Tveir smiðir ehf. Hársnyrting Sveinu Lyfja Hvammstanga Gistiheimili Hönnu Siggu Bíla og búvélasalan Vörumiðlun - frír flutningur á flugeldum

Björgunarsveitin Húnar


Kormáksfréttir Æfingar hófust samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 3. janúar 2012

Gjaldskrá vorannar 2012 EITT GJALD FYRIR ALLAR ÆFINGAR 1. bekkur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .kr. 8.000 Að jafnaði 115 krónur æfingin ef mætt er á allar æfingar

2. - 4. bekkur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .kr. 15.500 Að jafnaði 222 krónur æfingin ef mætt er á allar æfingar

5. - 6. bekkur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .kr. 18.500 Að jafnaði 221 krónur æfingin ef mætt er á allar æfingar

7. - 10. bekkur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .kr. 20.700 Að jafnaði 223 krónur æfingin ef mætt er á allar æfingar

Einstakir tímar allt að 11 tímum . . . . . . . . . . . . . . kr. 1.340 Systkinaafsláttur - Útreikningur - Jafnað á systkini Greitt er fullt gjald fyrir fyrsta barn (það barn sem er á hæsta gjaldi), 50% afsláttur fyrir barn 2 og frítt fyrir barn 3 o.s.frv. Keppnisgjöld veturinn 2011-2012 Keppnisgjald í 7. - 10. bekk . . . . . . . . . . . . . . . . .kr. 29.900 Eingreiðsla fyrir allar mögulegar keppnisferðir iðkendans veturinn 2011-2012. Akstursuppgjörsblað kemur til afsláttar. Keppnisgjald 7. - 10. b. ein ferð allt að . . . . . . . . .kr. 14.900 Keppnisgjald 1. - 6. b. ein ferð er mótsgjald hverju sinni var síðast liðinn vetur kr. 5.000 til kr. 8.000 EITT GJALD FYRIR ALLAR ÍÞROTTAGREINAR

Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks


Umf. Korm

ÆFINGATAFLA -

Æfingar hófust þriðju Mánudagar

Þriðjudagar

Miðviku

Kl. 14:00 - 14:50 1. - 4. b. Knattspyrna

Kl. 14:00 - 15:00 1. - 4. b. Knattspyrna

Kl. 14:00 1. - 4. b. Kö

Kl. 14:30 - 15:30 5.-7. b. Knattsp. str. ÚTI

Kl. 15:00 - 16:00 5.-10. b. Knattsp. ste

Kl. 14:50 5. - 10. b.Kö

Kl. 15:40 - 16:30 5. - 10. b. Karfa ste.

Kl. 16:00 - 17:00 8.- 10. b. Knattsp. str. ÚTI

Kl. 15:30 - 16:30 8. - 10. b. Knattsp. ÚTI

Kl. 18:00 - 19:00 7. - 10. Körfubolti .

ATHUGIÐ -

Þrjár fríar kynningarvikur frá og með Þeir sem mæta eftir 25. janúar greiða fyrir Landsbankinn er a›alstyrktara›ili Umf. Kormáks


Kormákur

LA - VORÖNN 2012 þriðjudaginn 3. janúar Miðvikudagar

Fimmtudagar

Föstudagar

Kl. 14:00 - 14:50 1. - 4. b. Körfubolti

Kl. 15:00 - 16:00 5. - 10. b. Karfa ste.

Kl. 14:00 - 15:00 1. - 4. b. Körfubolti

Kl. 14:50 - 15:40 5. - 10. b.Körfubolti

Kl. 16:00 -17:00 5. - 7. b. Knattspyrna

Kl. 15:00 - 16:00 5. - 7. b. Knattspyrna

Kl. 17:00 - 18:00 5. - 10. b. Knattsp. ste.

Kl. 16:00 - 17:30 5. - 10. b. Körfubolti

Kl. 18:00 - 19:00 8. - 10. b. Knattspyrna

Kl. 17:30 - 19:00 1. - 10. b. Ýmsar íþr.

.

IÐ - NÝJUNG

á og með 3. janúar til og með 25. janúar. iða fyrir allar mætingar frá og með 3. janúar. Landsbankinn er a›alstyrktara›ili Umf. Kormák


Fyrirhugaðar keppnisferðir í körfubolta veturinn 2011-2012 Skráðir eru 3 flokkar í Íslandsmót Hver flokkur keppir 2 helgar á vorönn Minniboltamót sem við getum tekið þátt í eru: Ekki verður farið á öll mótin heldur valið úr þau sem henta best, af nógu er að taka fyrir Minniboltann (1. - 6. bekkur): Mótin eru: Nettómótið í Reykjanesbæ auk fleiri minniboltamóta. Keppnishelgar í knattspyrnu: Tekið þátt í Íslandsmótinu í knattspyrnu innanhúss og fleiri mótum Þjálfarar: Magnús V. Eðvaldsson, knattspyrna 1, - 10. bekkur. Oddur Sigurðarson, körfubolti 1.-10. b. og ýmsar íþróttir 1.-10. b.

Foreldrar/forráðamenn! Allar nánari upplýsingar gefur Oddur Sigurðarson s: 898 24 13.

ATHUGIÐ! Þrjár fríar kynningarvikur frá og með 3. janúar til og með 25. janúar. Þeir sem mæta eftir 25. janúar greiða fyrir allar mætingar frá 3. janúar.

EITT GJALD FYRIR ALLAR ÍÞROTTAGREINAR Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks


ÞRETTÁNDAGLEÐI

ÞYTS OG GRUNNSKÓLA HÚNAÞINGS VESTRA 2012 Verður haldin föstudaginn 6. janúar 2012. Farið verður frá grunnskólanum Hvammstanga kl.16:30. Álfakóngur, álfadrottning, hirðmeyjar ásamt Grýlu, Leppalúða og jólasveinum leiða gönguna frá grunnskólanum, farið verður hjá sjúkrahúsinu, Nestúni og að reiðhöllinni Þytsheimum. Í Þytsheimum munu jólasveinar, Grýla og Leppalúði syngja og tralla með okkur og börnunum boðið á hestbak. Einnig verður boðið upp á söng frá kór Grunnskólans ásamt fleirum og mun Pálína sjá um undirspil. Boðið verður upp á kaffi, kakó og meðlæti. Ágætu íbúar. Vinsamlegast ekki skjóta upp flugeldum á meðan á gleðinni stendur þar sem hross geta auðveldlega fælst og valdið slysum Vonumst til að sjá sem flesta og eigum góða stund saman.

Kveðja Æskulýðsnefnd Þyts og Grunnskóli Húnaþings vestra. Ps: ef veðurútlit verður vont gæti dagskráin breyst, það verður þá auglýst á heimasíðu félagsins sem er http://thytur.123.is/ Aðalstyrktaraðili


Þjónusta í boði-óskast Hvað

Þjónustuaðili

Fréttabréf Kormáks Söfunun jólatrjáa Húsaleigubætur Starf við grunnskólann Foreldranámskeið Orðs. til hundaeigenda Skrifstofan lokuð Húsnæði óskast Jólapappír má ekki.. Frístundakort 2011 Dráttarvél til sölu Íbúðir til leigu Starfsmaður óskast Kæru ættingjar Rúlluplast Útboð 15145 Starfsendurhæfing Hryssur óskast

Umf. Kormákur - yngri flokka starf Húnaþing vestra Húnaþing vestra Grunnskóli Húnaþings vestra Heilsugæslustöðiinni Hvammstanga Húnaþing vestra Stéttarfélagið Samstaða Hvammstanga Jóhann F. Arinbjarnarson Húnaþing vestra - Hirða Rennur úr 31.12.2011 - Húnaþing v. Valtra A 95 árgerð 2006 er til sölu Íbúðir aldraðra Húnaþingi vestra Leikskóli á Borðeyri Óli og fjölskyldan Miðhópi Pakkhús KVH Sorphirða og rekstur gáma - Ríkiskaup Starfsendurhæfing Norðurlands vestra Hrossabændur óska eftir hryssum

HÚNAÞING vestra

Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga, kt. 540598-2829 Sími 455-2400 - Fax 455-2409

tbl. 1 1 1 1 1 1 1 52 51 51 51 51 51 50 50 50 50 50

Söfnun jólatrjáa

Mánudaginn 9. janúar munu starfsmenn áhaldahúss annast hirðingu jólatrjáa á Hvammstanga og Laugarbakka. Íbúar sem vilja nýta sér þá þjónustu eru beðnir að setja jólatré út fyrir lóðarmörk og ganga þannig frá þeim að þau geti ekki fokið. Umhverfisstjóri


Heyrnartækjaþjónusta á Hvammstanga Árni Hafstað heyrnarfræðingur verður á Hvammstanga við heyrnarmælingar, ráðgjöf og sölu heyrnartækja miðvikudaginn 18. janúar Mikið úrval vandaðra heyrnartækja í ólíkum verðflokkum.

Upplýsingar og tímapantanir í síma 568 6880

Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Sími 568 6880 | www.heyrnartaekni.is taekni.is

Grunnskóli Húnaþings vestra Kirkjuvegi 1, 530 Hvammstanga, kt. 540598-2829 Sími 455-2900 - Fax 455-2908

Starf við Grunnskóla Húnaþings vestra Laust er til umsóknar tímabundið starf skólaliða við Grunnskóla Húnaþings vestra. Um er að ræða 50% starf. Vinnudagar er hálfur þriðjudagur en kl. 8 - 16 fimmtudaga og föstudaga. Við leitum að áhugasömum, jákvæðum og þolinmóðum starfsmanni sem getur unnið bæði sjálfstætt og með öðrum. Í samræmi við jafnréttisáætlun Húnaþings vestra er hvatt til að karlar jafnt sem konur sæki um starfið. Umsóknum sem innihalda upplýsingar um menntun, fyrri störf og umsagnaraðila skal skila til skólastjóra sem einnig veitir nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 8. janúar 2012 Sigurður Þór Ágústsson skólastjóri sími 862 54 66, netfang: siggitho@ismennt.is


Verður haldið á Heilsugæslustöðinni á Hvammstanga dagana 19., 23., 26. og 30. janúar 2012 kl. 17:00 - 19:00 ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið kostar kr. 8.000 á einstakling / kr. 10.000 á par. Uppeldisbókin kr. 3.000. Athugið að mörg stéttarfélög taka þátt í kostnaðinum. Skráning fyrir 10. jan á Heilsugæslustöðinni í síma 432 13 00 Leiðbeinendur: Kristín Eggertsdóttir og Helga Hreiðarsdóttir hjúkrunarfræðingar

Sjo%cc%81naukinn%2001 %20tbl %202012  

http://www.simnet.is/umf.kormakur/Umf._Kormakur/Sjonaukinn_files/Sjo%CC%81naukinn%2001.%20tbl.%202012.pdf

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you