Page 1

Berghólabraut • 230 Reykjanesbær • sími 421 8010 Ábm. Jón Norðfjörð,7framkvæmdastjóri netfang kalka@kalka.is • www.kalka.is

Mars 2014

Þetta er „Ekki ruslpóstur“!

Við erum á réttri leið

Stjórn SS og framkvæmdastjóri

Eins og áður hefur komið fram í fréttapistlum, hefur staðið yfir endurskipulagning á rekstri Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. á yfirstandandi kjörtímabili. Góður árangur hefur þegar skilað sér á ýmsum sviðum sem mun væntanlega koma íbúum á Suðurnesjum, eigendum fyrirtækisins til góða til framtíðar litið. Það er margt sem þegar hefur áunnist og þar er helst að telja eftirfarandi atriði: Á tímabilinu hefur lánastaða fyritækisins lækkað um nær 670 milljónir króna. Það hefur gerst með höfuðstólslækkun árið 2011 um rúmlega 162 milljónir kr. og leiðréttingar á endurútreikningi lánssamnings á árinu 2013 um rúmlega 337 milljónir kr. Auk þessa hefur nýttur yfirdráttur á bankareikningi lækkað um nær 170 milljónir króna á tímabilinu. Tekist hefur að bæta rekstur fyrirtækisins verulega með ýmsum aðgerðum eins og með útboðum þjónustusamninga, Efri röð f.v. Jón Norðfjörð, Ríkharður Ibsen, Páll Þorbjörnsson, Kristinn Halldórsson. Neðri röð f.v. Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, Oddur Ragnar meiri hagræðingu og lagfæringu á ýmsum rekstrarþáttum, Þórðarson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Brynja Kristjánsdóttir. endurkoðun og leiðréttingu á gjaldskrám o.fl. Tekið hefur verið á ýmsum viðhaldsþáttum, ekki hvað síst er varðar rekstur brennslustöðvarinnar Kölku. Ástand brennslulínunnar og tækja henni viðkomandi er nú mjög gott og lögð er meiri áhersla á fyrirbyggjandi viðhald. Vinnutæki hafa verið endurnýjuð að hluta og ýmsir umhverfisþættir og skilyrði sem eru í starfsleyfi fyrirtækisins hafa verið lagfærðir og stöðugt er unnið að úrbótum. Erfiðlega hefur reynst að finna ásættanlegan farveg fyrir förgun flugösku sem verður til í reykhreinsivirki brennslustöðvarinnar. Mikið magn hefur safnast upp frá því stöðin tók til starfa, en nú hefur náðst samkomulag við norska fyrirtækið NOAH AS um að taka við öskunni og þess er vænst að hún fari í skip í maí n.k.

Óbreytt sorpgjöld á Suðurnesjum í þrjú ár Það er ánægjulegt að geta staðfest þá stefnu Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. að hækka ekki sorphirðuog sorpeyðingargjöld á árinu 2014 frá því sem gjöldin voru árin 2013 og 2012. Þetta er liður í stefnu núverandi stjórnenda fyrirtækisins að reyna eftir fremsta megni að komast hjá því að hækka sorpgjöldin á íbúa svæðisins. Vegna mun betri rekstrarstöðu er þetta mögulegt og rétt er að ítreka það hér að hófleg notendagjöld á gámaplönum fyrirtækisins sem tekin voru upp í ársbyrjun 2012, eiga mjög stóran þátt í bættu rekstrarumhverfi. Til samanburðar höfðu sorphirðu- og sorpeyðingargjöld heimila í sveitarfélögunum á Suðurnesjum hækkað að meðaltali um 14,5% á ári frá árinu 2006 til 2012, eða samtals um 87% á tímabilinu.

Kári Húnfjörð sér um skráningar og vigtun. Kári hefur einnig hannað og sett upp nýtt tölvustýrt vigtarforrit sem nýlega hefur verið tekið í notkun.

Opnunartímar á endurvinnslustöðvum: Reykjanesbær Berghólabraut 7, Helguvík Mánud.-Laugard.: 13:00 - 18:00 Sunnudaga: Lokað

Grindavík Nesvegi 1 Alla virka daga 17:00 - 19:00 Laugardaga 12:00 - 17:00

Vogar Jónsvör 9 Þri./Fim/Fös 17:00 - 19:00 Sunnudaga: 12:00 - 16:00

Góð umgengni er virðing við landið okkar og samborgara!


ATHUGIÐ - Það þarf ekki að greiða fyrir allar tegundir úrgangs! Gjaldskrá á endurvinnslustöðvum Kölku í Vogum, Grindavík og Helguvík

Hvað eiga eftirtalin úrgangsefni sameiginlegt?

Meðfylgjandi gjaldskrá á endurvinnslustöðvum Kölku fyrir ákveðnar tilgreindar tegundir úrgangsefna frá heimilum á Suðurnesjum gildir frá og með 1. janúar 2014.

Y Allar tegundir af málmum Y Allar tegundir af raftækjum Y Allar tegundir og stærðir af hjólbörðum Y Hreinn bylgjupappi í hvaða formi sem er Y Öll dagblöð, tímarit o.þ.h. Y Allir rafgeymar og rafhlöður Y Ónýt olíumálning, viðarvörn, lím kítti o.þ.h. Y Garðagróður (gras, trjágreinar o.þ.h.)

Gjaldtaka á endurvinnslustöðvum Kölku er samkvæmt rúmmáli og er hér meðfylgjandi nánari skilgreining á hvaða úrgangsefni eru gjaldskyld og hvaða úrgangsefni eru án gjaldskyldu fyrir heimili. Einnig eru upplýsingar um gjaldskyldu og undanþágur fyrir rekstraraðila sem koma með úrgang á endurvinnslustöðvar. Fyrir rekstraraðila vísast að öðru leyti til gjaldskrár fyrir stofnanir og fyrirtæki sem birt er á heimasíðu fyrirtækisins, www.kalka.is.

Svar: Það kostar ekkert fyrir heimilin á Suðurnesjum að losa sig við þessi úrgangsefni á gámaplönum Kölku

Gjöld, kr. með vsk. fyrir einstaka farma: 0,25 m3

0,5 m3

0,75 m3

1 m3

1,25 m3

1,5 m3

1,75 m3

2 m3

875.-

1.750.-

2.625.-

3.500.-

4.375.-

5.250.-

6.125.-

7.000.-

Gjaldskylt frá heimilum

Gjaldskylt frá rekstraraðilum

Athugið, endurnýtanleg vörubretti eru gjaldfrjáls og öll stærri húsgögn bera lágmarksgjald pr. stk.

Grófur og blandaður úrgangur vegna framkvæmda, s.s. gler, steinefni, múrbrot, salerni, handlaugar, baðkör, flísar o.þ.h.

Blandaður úrgangur vegna bifreiðaviðgerða

Timbur, allar tegundir þ.m.t. trékassar, vörubretti, húsgögn, innréttingar, gólfefni, o.þ.h.

Blandaður úrgangur vegna húsdýrahalds Athugið, heyrúlluplast gjaldfrjálst Blandaður „heimilisúrgangur“ í eðlilegu magni (ca. 2-3 ruslapokar)

Nei

Garða- og gróðurúrgangur s.s. gras, trjágreinar o.þ.h.

Nei

Málmar, allar tegundir

Nei

Nei

Hjólbarðar, allar stærðir

Nei

Nei

Bylgjupappi, blöð, tímarit o.þ.h.

Nei

Nei

Raftæki af ýmsum gerðum s.s. þvottavélar, þurrkarar, eldavélar, ísskápar, örbylgjuofnar, tölvur, sjónvörp o.þ.h.

Nei

Nei

Spilliefni sem bera úrvinnslugjald (Sjá almenna spilliefnagjaldskrá)

Nei

Nei

Athugið að allur úrgangur sem móttekinn er á gámaplönum Kölku þarf að vera vel flokkaður Á endurvinnslustöðvum Kölku eru ekki notuð kassakerfi og því er aðeins hægt að greiða með greiðslukortum. Ef viðskiptamenn eru ekki með greiðslukort geta þeir undirritað móttökukvittun og fengið sendan reikning fyrir viðskiptunum.

Pétur Einarsson stendur vaktina í Vogum

Munið að umgengni sýnir innri mann!


Stefnum að því að Suðurnesin verði fyrirmyndarsamfélag í umhverfismálum! Á gjaldtaka á gámaplönum rétt á sér? Þegar gjaldtaka var tekin upp á gámaplönum í ársbyrjun 2012, fækkaði komum á plönin talsvert. Helstu skýringar voru þær að fyrirtæki og aðkomuaðilar hættu að mestu að láta sjá sig á plönunum og þess í stað fjölgaði fyrirtækjum sem létu vigta inn sinn úrgang og greiddu fyrir eins og þeim ber að gera. Ýmsir urðu til að gagnrýna gjaldtökuna og í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það að fólk hafi skiptar skoðanir um þessi mál sem önnur. Þessi breyting hafði hins vegar mjög jákvæð áhrif á rekstur Kölku og dró um leið úr verulegu óréttlæti sem viðgengist hafði um langt skeið. Óréttlætið fólst m.a. í því að sorpgjöld á alla íbúa hækkuðu stöðugt á meðan margir íbúanna notuðu aldrei þjónustuna og voru þannig látnir borga fyrir aðra. Einnig komu mörg fyrirtæki með greiðsluskyldan úrgang sinn á plönin og létu þannig íbúana greiða kostnaðinn á meðan önnur fyrirtæki komu á vigt og greiddu sinn kostnað eins og þeim ber að gera. Í framhaldi af tilmælum frá Reykjanesbæ um að afnema gjöldin á gámaplönunum voru málin tekin til endurskoðuðunar og í stað þess að afnema gjöldin, var samþykkt eftirfarandi tillaga: Að gjaldtöku verði haldið áfram á gámaplönum fyrirtækisins, en að teknu tilliti til athugasemda og umræðu sem fram hefur farið um málið, eru lagðar til eftirfarandi breytingar: 1. Að gjald fyrir öll stærri húsgögn s.s. sófasett, stóra stóla, stórar rúmdínur o.þ.h. verði lækkað þannig að hver eining beri lágmarksgjald sem er nú kr. 875.- m/vsk. 2. Að öll vörubretti sem eru sannarlega endurnýtanleg verði ekki gjaldskyld. 3. Að gjaldskrá á gámaplönum fyrirtækisins verði ekki hækkuð á árinu 2014. 4. Að tvisvar á ári, t.d. vor og haust verði í nánu samstarfi við sveitarfélögin á Suðurnesju sameiginlega, ráðist í ákveðið markaðsátak til að auka umhverfisvitund íbúanna. Hluti af því feli í sér að auglýstir verði ákveðnir gjaldfrjálsir hreinsunardagar fyrir heimili og einstaklinga á svæðinu. Tímasetningar og framkvæmd slíkra hreinsunardaga verði unnin með þeim hætti að stofnað verði til samráðsvettvangs milli aðila og lagt verði upp með að hreinsunardagar verði á sama tíma í öllum sveitarfélögunum.

Starfsmenn á plani

F.v. Axel Þórisson, Loftur Sigvaldason, Jón Már Bjarnason, Árni Óskarsson og Albert Einvarðsson

Umhverfis- og skipulagsstjórar komu á fund í Kölku

F.v. Ármann Halldórsson Grindavík, Vignir Friðbjörnsson Vogum, Jón Ben Einarsson Garði og Sandgerði, Guðlaugur H. Sigurjónsson Reykjanesbæ og Jón Norðfjörð. Fundurinn markaði upphaf samstarfs um átak til að auka umhverfisvitund á Suðurnesjum og ákveða framkvæmd og skipulag á gjaldfríum hreinsunardögum fyrir íbúa. Gert er ráð fyrir að hreinsunardagar verði síðari hluta apríl, en þeir verða nánar auglýstir síðar.

Suðurnesjafólk er almennt til fyrirmyndar í umhverfismálum Það liggur alveg ljóst fyrir að langflestir íbúar og fyrirtækjarekendur á Suðurnesjum eru sómakært fólk sem vill hafa umhverfi sitt í góðu lagi. Því miður eru svo einstaka aðilar sem er nákvæmlega sama og taka ekkert tillit til annarra. Það eru gömul sannindi en ekki ný að fólk sýni þá ósvífni að fleygja rusli á víðavangi. Það gerðist í talsverðu mæli áður en gjaldtaka var tekin upp í Kölku, en þá var það minna í umræðunni. Eftir að mjög hófleg notendagjöld voru tekin upp hjá Kölku var allt í einu kominn sökudólgur sem hægt var að kenna um sóðaskapinn. Það er auðvitað ólíðandi að einhverjir einstaklingar og fyrirtæki komist óhindrað upp með þá umhverfisfyrirlitningu að fleygja rusli hvar sem er. Það eru skýr ákvæði í lögreglusamþykktum um bann við slíku og sektarákvæði. Sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar þurfa að taka höndum saman og stöðva þennan ósóma. Stöndum umhverfisvaktina saman.

Margar heimsóknir á gámaplön Kölku Árinu 2013 komu íbúar á Suðurnesjum um 17 þúsund ferðir á gámaplön Kölku í Helguvík, Grindavík og Vogum. Nær 75% þeirra sem koma með úrgang á gámaplön eru ekki með gjaldskyldan úrgang og greiða þ.a.l. ekkert. Meira en helmingur þeirra 25% aðila sem eru með gjaldskyldan úrgang, greiða lágmarksgjad kr. 875.- m/vsk.

Sýnum umhverfinu virðingu!

Við beinum þeim tilmælum til fyrirtækja og einstaklinga að koma með sinn úrgang í Kölku í stað þess að vanvirða umhverfi sitt með því að fleygja rusli á víðavangi. Kynnið ykkur gjaldskrár Kölku og sannfærist um að hófleg gjöld eru ekki íþyngjandi og þar má einnig sjá að hægt er að losa sig við fjölmörg úrgangsefni án þess að það kosti neitt! J

Munið að umgengni sýnir innri mann!


5 12 19 26

6 13 20 27

7 14 21 28

1 8 15 22 29

2 9 16 23 30

3 10 17 24 31

4 11 18 25

6 13 20 27

7 14 21 28

1 8 15 22 29

2 9 16 23 30

3 10 17 24

4 11 18 25

5 12 19 26

6 13 20 27

7 14 21 28

1 8 15 22 29

2 9 16 23 30

3 10 17 24 31

4 11 18 25

5 12 19 26

5 12 19 26

6 13 20 27

7 14 21 28

1 8 15 22 29

2 9 16 23 30

3 10 17 24 31

4 11 18 25

2 9 16 23 30

3 10 17 24 31

4 11 18 25

5 12 19 26

6 13 20 27

7 14 21 28

1 8 15 22 29

3 10 17 24 31

1 8 15 22 29

2 9 16 23 30

3 10 17 24

4 11 18 25

5 12 19 26

6 13 20 27

7 14 21 28

1 8 15 22 29

2 9 16 23 30

7 14 21 28

1 8 15 22 29

2 9 16 23 30

3 10 17 24

4 11 18 25

5 12 19 26

6 13 20 27

7 14 21 28

1 8 15 22 29

7 14 21 28

1 8 15 22 29

2 9 16 23 30

3 10 17 24 31

4 11 18 25

5 12 19 26

6 13 20 27

2 9 16 23

3 10 17 24

4 11 18 25

5 12 19 26

6 13 20 27

7 14 21 28

4 11 18 25

5 12 19 26

6 13 20 27

7 14 21 28

1 8 15 22 29

2 9 16 23 30

3 10 17 24 31

4 11 18 25

5 12 19 26

6 13 20 27

7 14 21 28

2 9 16 23 30

3 10 17 24

4 11 18 25

5 12 19 26

6 13 20 27

1 8 15 22

Ef fólk vill fá dagatalið aðeins fyrir sitt bæjarfélag, þá er hægt að nálgast það á heimasíðu fyrirtækisins www.kalka.is

2014 ekki ruslpostur  

Þetta er ekki rustpóstur. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja. Kalka. Gámaplan. Gámaplön

2014 ekki ruslpostur  

Þetta er ekki rustpóstur. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja. Kalka. Gámaplan. Gámaplön

Advertisement