Page 1

Samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs

www.asbru.is

I

I

I

FRÉTTABRÉF 1. TBL. 1. ÁRG. APRÍL 2009


Nýsköpun

hefur

eignast sitt eigið svæði Nýsköpun á alls staðar heima. Líka í örnefnum. Líka í lífsskilyrðum og búsetuþróun. Ásbrú er

Ásbrú er heilt samfélag, þróað fyrir þig – þar er að finna allt til alls. Ásbrú snýst um hreina orku,

nýtt örnefni og ný sköpun sem byggir á gömlum grunni.

þekkingu og nýsköpun, alþjóðlega samkeppnishæfni, nálægð við alþjóðasamgöngur, mannauð, húsnæðiskost, æðri menntun, rannsóknir og heilsu.

Ásbrú er svar við nýjum tímum. Við höfum reist spennandi samfélag á gamla varnarsvæðinu í Reykjanesbæ og þar bíða ótal tækifæri á sviðum sköpunar, sjálfbærrar þróunar, menntunar,

Nýsköpun á alls staðar heima. En Ásbrú er hennar eigið svæði. Ásbrú er heimavöllur nýsköpunar.

heilsu og rannsókna.

Ekki leita lengra ef þú leitar að framtíðinni. Ásbrú er svarið – þar býr framtíðin.

www.asbru.is

MENNTUN | NÝSKÖPUN | HEILSA | ORKA | LÍFSGÆÐI | SAMGÖNGUR


Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar

Úr varnarstöð í vísindasamfélag Um Ásbrú

Uppruni nafnsins

Ásbrú er nýtt nafn á uppbyggingu þeirri sem hefur átt sér stað á fyrrum varnarsvæði Nató á Keflavíkurflugvelli. Þegar banda­ríski herinn yfirgaf svæðið eftir 60 ára veru var sérstakt félag, Þróunar­ félag Keflavíkurflugvallar ehf., eða Kadeco, stofnað til að koma varnarsvæðinu í borgaraleg not og er það í eigu forsætis­ráðu­ neytisins.

Ásbrú er brúin sem goðin byggðu milli Miðgarðs og Ásgarðs og sést frá jörðu sem regnbogi. Annar endi Ásbrúar er á himni, hjá Himinbjörgum þar sem Heimdallur býr.

Markmið og tilgangur Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar er að leiða þróun og umbreytingu á fyrrum varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli til borgaralegra nota. Í því felst meðal annars nauðsynleg undirbúningsvinna, svo sem úttekt á svæði og mannvirkjum ásamt þróunar- og vaxtarmöguleikum þess í samráði við þá aðila sem hafa hagsmuna að gæta. Þá annast félagið, á grundvelli þjónustusamnings við ríkið, rekstur, umsjón og umsýslu tiltekinna eigna íslenska ríkisins á svæðinu, þar með talið umsjón með sölu og útleigu eigna, hreinsun svæða, niðurrif mannvirkja og önnur skyld verkefni. Félagið vinnur einnig verkefni sem tengjast úttektum, þróun og umbreytingu á svæðinu. Eftir brottför Bandaríkjahers var farið að nota mörg mismunandi nöfn til þess að lýsa svæðinu, þar á meðal Gamla varnarsvæðið, Völlurinn, Keilissvæðið og Miðnesheiði. Nafnið Ásbrú mun hjálpa aðilum á svæðinu til að hafa skýrt auðkenni til að kenna sig við.

Ásbrú rís

Á hverjum degi ríða æsir eftir Ásbrú til Urðarbrunns þar sem er dómsstaður goðanna. Urðarbrunnur stendur undir rót asks Yggdrasils. Við Urðarbrunn eru örlaganornirnar Urður, Verðandi og Skuld. Þór getur hins vegar ekki farið eftir Ásbrú til að komast á dómsstað. Hann þarf að vaða miklar ár til að komast á leiðarenda.

Í október árið 2006 yfirgaf bandaríski herinn varnarstöðina við Keflavíkurflugvöll fyrir fullt og allt eftir tæplega 60 ára dvöl á Reykjanesi. Þegar mest var bjuggu 6.000 manns í stöðinni og taldist hún eitt stærsta byggðarlag landsins.

Í Gylfaginningu segir um þetta: 21. Körmt ok Örmt ok Kerlaugar tvær, þær skal Þórr vaða hvern dag er hann dœma ferr at aski Yggdrasils, þvíat Ásbrú brennr öll loga, en heilug vötn flóa.

Munið handverks- og frístundahátíð Reykjanesbæjar og opinn dag á Ásbrú laugardaginn 25. apríl. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Varnarstöðin var langstærsti vinnuveitandinn á Reykjanesi áratugum saman og hafði gríðarleg áhrif á alla menningu þar. Stöðin var lengi vel framvörður bandarískrar menningar á Íslandi og bárust straumar og stefnur af ýmsu tagi hingað til lands í gegnum hana. Þannig nam rokkið land á Íslandi í Officeraklúbbnum og körfuboltinn kom inn í landið gegnum stöðina. Þegar herinn fór var strax lögð fram áætlun um að nýta svæði varnarstöðvarinnar til að skapa virði sem fyrst. Fyrsta skrefið í átt að þessu markmiði var stofnun Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs. Að stofnun Keilis kom Háskóli Íslands auk fjölda öflugra fyrirtækja. Vöxtur Keilis hefur verið magnaður og nú, þegar tæp tvö ár eru liðin frá stofnun skólans, eru um fimm hundruð nemendur í honum. Fyrirtækið Háskólavellir keypti árið 2008 stóran hluta íbúðarhúsnæðis á svæðinu til að byggja upp Kampus fyrir námsfólk. Í dag búa tæplega 2.000 manns á Kampus.

Sú stefna hefur verið mörkuð að gera Ásbrú að einu fremsta frumkvöðlasvæði landsins. Fyrsta skref í þá átt var tekið þegar frumkvöðlasetrið Eldey var opnað í september síðastliðnum. Framtíðarstefnumótun Ásbrúar leggur áherslu á að byggja upp klasa á tveimur sviðum. Annars vegar á tækifærum byggðum á grænni orku en hér á Reykjanesi eru mörg áhugaverðustu orkufyrirtæki landsins. Hins vegar á heilsusviði þar sem fjölmargir aðilar hafa sýnt áhuga á því að koma af stað heilsutengdri starfsemi á svæðinu. Framtíð Ásbrúar er í raun í höndum þeirra frumherja og athafnaskálda sem hana byggja. Ásbrú er í dag ómálaður strigi og munu íbúar hennar mála framtíðina á hann.

Mikil fjölgun íbúa Íbúafjölgun hefur hvergi verið meiri en í Reykjanesbæ undan­­farin ár en þar hefur íbúum fjölgað um 26% á fjórum árum. Suðurnesin hafa tekið við forskoti sem höfuð­borgar­ svæðið hafði áður hvað varðar innanlands­flutninga. Til Suðurn­esja fluttust samanlagt árin 2007 og 2008 1.485 manns úr öðrum landshlutum. Íbúafjöldi var í byrjun árs 2009 orðinn 14.100.

5

4

Útgefandi: Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Ritstjóri og ábm.: Óli Örn Eiríksson Útlit og umbrot: Skissa / Gott fólk Textahöfundar: Sævar Hreiðarsson o.fl. Ljósmyndir: Jóhann Páll Kristbjörnsson o.fl. Prófarkalestur: Helgi Magnússon Fréttabréfið Ásbrú er gefið út í 6500 eintökum og er dreift frítt á öll heimili í Reykjanesbæ.

Ásbrú er mjög sterklega byggð, hún mun þó brotna í ragnarökum þegar Múspellssynir ganga yfir hana. Samkvæmt norrænni goðafræði er rauði liturinn í regnboganum (Ásbrú) eldur sem brennur á himni. Eldurinn varnar því að hrímþursar og bergrisar gangi upp brúna.


Framtíðarskipulag Ásbrúar 2009 – 2024

Árni heldur á íbúa nr. 13.000 í Reykjanesbæ sem fæddist á Ásbrú árið 2007.

Hamingja og heilbrigði bæjarbúa Reykjanesbær, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar og Háskólavellir hafa að undanförnu unnið að því að móta framtíðarskipulag Ásbrúar. Helsta markmið með skipulaginu er að búa til vistvænt samfélag sem fellur vel að öðrum hverfum Reykjanesbæjar.

Í framtíðarskipulagi Ásbrúar eru m.a. eftirfarandi þættir hafðir að leiðarljósi: •

Vistvænt fjölskyldusamfélag

Mennta- og þekkingarsamfélag

Nýsköpun og efling sköpunarkraftsins

Sjálfbærni – stutt í alla þjónustu

Útivistarsvæði – góðir göngu- og hjólastígar

Skjólmyndun – með gróðri og byggingum

Góðar og öruggar tengingar – t.d. „græn brú“ og undirgöng

Í framtíðinni er gert ráð fyrir 6.000 manna byggð á Ásbrú og 1.100 nýjum íbúðum til viðbótar þeim 1.250 íbúðum sem fyrir eru. Jafnframt er gert ráð fyrir nægu rými fyrir þróun mennta- og þekkingarsamfélags, nýsköpun og aðra þjónustu og atvinnustarfsemi.

Við trúum því að það sé sameiginlegt hlutverk okkar, sem hér búum, að stuðla að hamingju og heilbrigði einstaklinganna, að þeir nái að þroska hæfileika sína, hafi sterka sjálfsmynd og láti drauma sína rætast.

Það er ánægjulegt að finna að nafn Reykjanesbæjar heyrist æ oftar nefnt þegar nýjungar í fjölskyldu- og skólamálum ber á góma. Umhverfisbætur og fjölbreytt menningarlíf njóta einnig jákvæðrar athygli.

Í hamingjuhugtakinu er fólgið að sérhver einstaklingur skynji framtíð sína opna, bjarta og áhugaverða. Þetta vill bærinn gera með því að skapa einstaklingum umhverfi sem styður við andlega, líkamlega og félagslega velferð sem og að skapa einstaklingum og fyrirtækjum jákvæðar aðstæður til vaxtar og velgengni.

Áfram verður haldið með öfluga uppbyggingu með það að markmiði að skapa íbúum betri aðstæður og tíma til að lifa vel og njóta þess að búa í Reykjanesbæ.

Við setjum markið á að fjölbreytni og gæði þjónustu sé á við það besta sem býðst í nútímasamfélagi og að verkefni okkar, sem miða að þessu, séu unnin á hagkvæman hátt. Á grunni framtíðarsýnar er lögð áhersla á að endurmeta verkefnin á sérhverju ári, með aðstoð stjórnenda Reykjanesbæjar og á samráðsog upplýsingafundum með íbúum. Við höfum lagt áherslu á að hitta bæjarbúa á íbúafundum, á ráðstefnum um fjölskylduna, skólann, íþróttir, skipulagsmál, verkframkvæmdir og menningu.

Með góðum óskum, Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ

Íbúafundir með bæjarstjóra Íbúafundir með bæjarstjóra eru haldnir árlega í öllum hverfum bæjarins. Á fundunum gefst íbúum kostur á að kynna sér það helsta sem er á döfinni í Reykjanesbæ og koma með fyrirspurnir eða ábendingar um það sem betur má fara. Bæjarstjóri mun funda með íbúum á Ásbrú 28. september. Fundirnir eru sendir beint út á netinu og hægt er að koma ábendingum áleiðis með tölvupósti á ibuafundir@reykjanesbaer.is

7

6

reykjanesbaer.is


Paradís fyrir barnafólk

Slysahættu afstýrt Guðlaugur H. Sigurjónsson er framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar sem hefur tekið við umsjón og viðhaldi á gatnakerfinu á Ásbrú. Eitt brýnasta verkefnið við endurskipulagningu á Ásbrú er gatnamót Grænásbrautar og Reykjanesbrautar og tenging svæðisins við Reykjanesbæ fyrir gangandi vegfarendur. „Á gatnamótum Grænásbrautar og Reykjanesbrautar getur verið mikil slysahætta og Reykjanesbær hefur unnið að úrbótum í samvinnu við Vegagerðina. Það er verið að vinna að því að gera hringtorg á þessum hættulegu gatnamótum og verkið verður boðið út í sumar. Samhliða því verða gerð undirgöng fyrir gangandi og ríðandi vegfarendur. Farið hefur verið fram á að Vegagerðin komi með betri merkingar við þessi gatnamót og hefur verið orðið við því. Öll hönnun miðast að því að verklok verði í haust,“ segir Guðlaugur.

Gott gatnakerfi

„Gatnakerfið sem slíkt er mjög gott. Það er gott ástand á öllum vegum og lítið um viðgerðir í malbikinu. Varnarliðið sá til þess að það væri hugað að öllu sem þurfti áður en göturnar voru malbikaðar þannig að það hefur ekki þurft að grafa skurði í göturnar. Þeir notuðu einnig fyrsta flokks hráefni í göturnar og það er ekki mikið um holur sem þarf að lagfæra,“ segir Guðlaugur.

Framkvæmdir hafnar Framkvæmdir eru nú að fara í fullan gang og ýmislegt sem þarf að fínpússa fyrir sumarið. „HS veitur eru að vinna í því að umbreyta rafdreifikerfinu og við munum samhliða því fara á fullt í okkar framkvæmdir. Í því felst að steypa kantsteina, tyrfa, setja upp skilti, gera hraðahindranir og mála götur og gangbrautir. Við munum færa þetta hverfi í sama stand og önnur hverfi í Reykjanesbæ. Jafnvel halda áfram með gróðursetningu sem varnarliðið var byrjað á. Gróður getur vel þrifist hér. Í framhaldinu förum við í göngustíga innan hverfis, í samræmi við það rammaskipulag sem verið er að vinna með,“ segir Guðlaugur og bætir við að hugmyndir séu uppi um að gera Keilisbrautina að miðkjarna á svæðinu og leggja mikið í hana.

Lárus Ingi Magnússon er fertugur viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands. Hann hefur búið með fjölskyldu sinni á Ásbrú í eitt og hálft ár og segir þar vera sannkallaða paradís fyrir barnafólk.

Lárus og eiginkona hans, Sigþrúður Sigurðardóttir, fluttu á Ásbrú í október 2007 ásamt tveimur sonum sínum, 10 og 3 ára. Lárus var þá nýbyrjaður á Háskólabrú Keilis en Sigþrúður starfar sem ráðgjafi hjá hugbúnaðarfyrirtæki í Reykjavík. „Við vorum í heimsókn hjá vinafólki sem bjó hérna og hrifumst af aðstæðunum. Við fórum því að kanna málið og gátum strax fengið íbúð og það var líka hægt að fá strax pláss á leikskóla fyrir yngri strákinn. Það var kveikjan að því að við fluttum hingað.“ Fjölskyldan var með stórt hús í byggingu í Kópavogi sem núna er í útleigu og Lárus segir flutningana hafa verið vel þess virði. „Okkur hefur liðið mjög vel. Íbúðin er mjög góð og strákarnir okkar una sér mjög vel hérna. Það er verið að gera mikið fyrir krakkana á svæðinu. Hér eru innanhússleiksvæði og mikið við að vera þannig að þetta er algjör paradís fyrir barnafólk,“ segir Lárus.

9

8

Guðlaugur segir að Reykjanesbær hafi skrifað undir samning við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar núna í byrjun árs og felur hann í sér

að Reykjanesbær tekur við gatnakerfinu í rekstri og viðhaldi. Auk þess mun verða farið í einhverjar nýframkvæmdir.


Lárus segir að Háskólabrúin hafi undirbúið hann vel fyrir háskólanámið. „Þetta hefur veitt mér tækifæri til að komast aftur í skóla og námið var mjög skemmtilegt. Þarna voru líka margir á sama reki og ég og það myndaðist skemmtileg stemmning í hópnum. Ég vissi alltaf að ég gæti lært en þetta var bara spurning um að hafa þroska til þess. Núna er ég í þessu af miklum áhuga, enda er ég að mennta mig á öðrum forsendum en á unglingsárunum.“

Í Reykjanesbæ eru reknir sex grunnskólar, þar af einn á Ásbrú, Háaleitisskóli, sem býður upp á grunnskóladeild og er rekinn sem útibú frá Njarðvíkurskóla. Nemendur á unglingastigi sækja nám í Njarðvíkurskóla og gengur skólabíll þangað alla morgna. Í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar er boðið upp á heitar skólamáltíðir sem eru með þeim ódýrustu á landinu. Boðið er upp á hollan og góðan mat í samræmi við stranga næringar- og gæðastaðla.

Á Ásbrú er öflug daggæsla fyrir börn, nokkrar dagmæður eru starfandi á svæðinu og tveir leikskólar, leikskólinn Völlur sem starfar eftir Hjallastefnunni og heilsuleikskólinn Háaleiti. Upplýsingar um dagmæður fást hjá Reykjanesbæ.

Frístundaskóli er starfræktur í öllum grunnskólum bæjarins, frá því að skóla lýkur og til kl. 17. Hver skóli hefur til umráða miðstöð sem nefnd er Skjól en jafnframt er skólahúsnæði, sem er ekki í notkun hverju sinni, nýtt. Í frístundaskólanum er boðið upp á reglulegar hreyfistundir og aðstoð við heimanám.

Reykjanesbær er íþróttabær og hægt er að velja um fjölbreyttar íþróttagreinar fyrir börn og fullorðna, þ.á m. körfubolta, knattspyrnu, sund, fimleika, badminton, taekwondo, lyftingar og skotfimi. Aðstæður til íþróttaiðkunar eru eins og best verður á kosið og nýtast hvatagreiðslur Reykjanesbæjar til niðurgreiðslu á æfingagjöldum.

Öll börn í 1. og 2. bekk eru í forskóla Tónlistarskólans og er hann þeim að kostnaðarlausu. Kennsla í forskóla og hljóðfæranám fer fram innan skólans á skólatíma sem felur í sér mikla hagræðingu bæði fyrir nemendur og kennara.

Öll börn á grunnskólaaldri fá frítt í sund og geta því nýtt sér Vatnaveröld – yfirbyggðan vatnsleikjagarð fyrir alla fjölskylduna í Sundmiðstöðinni.

Duushús eru menningar- og listamiðstöð Reykjanes­ bæjar sem býður upp á fjölbreytta listviðburði og sýningar, m.a. Völlinn sem er ný sýning Byggðasafns Reykjanesbæjar. Þar er lýst áhrifum varnarliðsins sem vinnuveitanda á byggðina í kring.

www.reykjanesbaer.is

Þægilegt að ferðast með rútunni Íbúum á Ásbrú bjóðast fríar rútuferðir til og frá Reykjavík og Lárus segir að fjölskyldan nýti sér það. „Við notum rútuna eins mikið og við getum. Ég fer nánast eingöngu með rútunni og það er undantekning ef konan gerir það ekki líka. Þetta er mjög þægilegur ferðamáti og það er gott að geta slakað á og þurfa ekki að hafa áhyggjur af umferðinni. Fyrstu vikurnar notaði ég einkabílinn til að ferðast á milli en síðan vandi ég mig á að nota rútuna og núna finnst mér leiðinlegra að keyra sjálfur.“ Farþegum býðst frítt netsamband í rútunni og Lárus segir það töluvert notað þó svo að hann geri það ekki sjálfur.

Áhyggjulaus vegna krakkanna „Ég er landsbyggðarmaður og ólst upp í litlu bæjarfélagi. Núna finnst mér eins og ég sé kominn heim. Hér er ég áhyggjulaus vegna krakkanna og það er ekki sama umferðin og stressið eins og á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Lárus sem bjó lengst af á Hvolsvelli á uppvaxtarárunum. „Við erum nokkurs konar frumbyggjar hérna og ég vonast til þess að þetta samfélag haldi áfram að byggjast upp. Fjölskyldum er alltaf að fjölga hérna og það er ekki spurning fyrir barnafólk sem er í námi í Reykjavík að það á að koma hingað. Hér fá börnin að njóta sín.“

Nýtt tækifæri til náms

Körfubolti spilar stórt hlutverk í lífi Lárusar en undanfarin ár hefur hann verið í fremstu röð körfuboltadómara á Íslandi. Hann er vel meðvitaður um tengsl vallarsvæðisins við íslenskan körfubolta. „Það má segja að þetta sé vagga körfuboltans á Íslandi. Hérna voru fyrstu alvöru landsleikirnir spilaðir og hér var alltaf eftir miklu að slægjast fyrir körfuboltamenn.“

Umönnunargreiðslur að loknu fæðingarorlofi Í Reykjanesbæ fá foreldrar 25 þúsund króna umönnunar­ greiðslu á mánuði eftir að fæðingarorlofi lýkur, þar til barn fer í leikskóla en þannig eru foreldrum gefnir meiri möguleikar á samvistum við barnið á mikilvægu þroskaskeiði þess. Sótt er um greiðsluna á íbúavefnum mittreykjanes.is og er hún háð því að fólk sæki kynningu á vegum bæjarins þar sem fjallað er um grundvallaratriði í uppeldi barna. Markmið kynningarinnar er að foreldrar þekki skyldur sínar í uppeldishlutverkinu, grundvallaratriði í þroska barna sinna og þá þjónustu sem býðst í bænum.

Lárus hefur dæmt í efstu deild síðan 2003 og verið formaður félags körfuknattleiksdómara (KKDÍ) síðan 2007 en hann hefur lítið getað dæmt í vetur vegna brjóskloss í baki. „Þessi vetur hefur verið aðeins öðruvísi en undanfarin ár og ég hef fylgst með úr stúkunni. Það hefur verið mjög lærdómsríkt að sitja meðal áhorfenda og fylgjast með leiknum þaðan.“

Efnilegur söngvari Lárusi er margt til lista lagt. Hann sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna þegar sú keppni var haldin í fyrsta sinn árið 1990, þá sem nemandi Fjölbrautaskóla Suðurlands. Hann söng þá lagið Eltu mig uppi sem Sálin hans Jóns míns gerði vinsælt. Þess má geta að í næstu sætum á eftir komu Móeiður Júníusdóttir (MR) og Páll Óskar Hjálmtýsson (MH) sem áttu eftir að láta meira að sér kveða í tónlistarheiminum. Lárus segir að lítið hafi reynt á sönghæfileikana undanfarin ár. „Ég hef ekki komið nærri söng af neinu viti síðan 1992. Ég sé ekkert eftir því að hafa ekki haldið áfram og er mjög sáttur við þá leið sem ég valdi.“ Hann er þó ekki alveg búinn að segja skilið við sönginn og er á leiðinni í upptökustúdíó ásamt félaga sínum til að taka upp nokkur lög.

11

10

Lárus hóf nám á Háskólabrú Keilis haustið 2007 og síðan lá leiðin í viðskiptafræðinám í Háskóla Íslands. Á unglingsárunum hafði hann lokið við þrjú ár á íþróttabraut í Fjölbrautaskóla Suðurlands en kláraði ekki stúdentsprófið og hefur undanfarna tvo áratugi starfað við sölumennsku af ýmsum toga. „Ég var búinn að stefna að því að klára stúdentinn í hartnær 20 ár. Ég hafði þó aldrei stigið skrefið til fulls en sá þá sjónvarpsauglýsingu frá Keili sumarið 2007 og ákvað að slá til. Það var af hálfgerðri rælni sem ég skilaði inn umsókn en ég sé ekki eftir því.“

Vagga körfuboltans


Kampusinn, góðar íbúðir á hagstæðu leiguverði fyrir námsmenn Á Ásbrú í Reykjanesbæ hefur nú myndast öflugt samfélag námsmanna og fjölskyldna þeirra en uppbygging og umgjörð svæðisins miðar að því að þar sé gott að búa, bæði fyrir einstaklinga og fjölskyldur, meðan á námi stendur.

Tómstundatorg

Þriggja til sex herbergja íbúðirnar eru allar mjög rúmgóðar, bjartar og skemmtilegar, með þvottaherbergjum, góðu geymslurými og skápum, einu til tveimur baðherbergjum, geymslu og hjólageymslu í sameign. Stúdíó og tveggja herbergja íbúðir eru með eldhúsaðstöðu í íbúð og í sameign. Í sameign eru einnig líkamsræktartæki, sameiginleg þvottaaðstaða og samveruherbergi. Innifalið í húsaleigu er nettenging og rútuferðir með Reykjanes Express milli Ásbrúar og Reykjavíkur. Öllum íbúðum fylgir ísskápur en sumum íbúðum fylgja öll helstu heimilistæki, s.s. þvottavél, þurrkari og uppþvottavél.

Góð aðstaða er til útivistar, leiktæki fyrir börnin, opin grillsvæði og stutt í alla helstu þjónustu í Reykjanesbæ þar sem hægt er að nálgast góðar verslanir og þjónustu og íþróttir og tómstundir fyrir börn og fullorðna.

Íþrótta- og tómstundasvið Reykjanes­bæjar hefur í samvinnu við Háskólavelli opnað sérútbúinn innileikvöll við Keilis­braut 778 og skautahöll 770.

Fjörheimar er félagsmiðstöð fyrir unglinga á grunnskólaaldri er starfar í glæsilegu húsnæði að Víkingabraut 749 sem er sérhannað fyrir slíka starfsemi.

Opnunin er tilraunaverkefni sem standa mun yfir til 1. júní 2009. Opið er alla daga 14:00–17:00 og er aðgangur ókeypis.

Innra starf félagsmiðstöðvarinnar byggir fyrst og fremst á unglingalýðræði og frumkvæði unglinganna sjálfra. Félagsmiðstöðin stendur fyrir margs konar fræðslu og forvarnavinnu og má þar nefna markvisst eftirlit með sölu verslana á tóbaki til ungmenna og útivistareftirliti í samvinnu við ýmsa aðila. Þar fer einnig fram leitarstarf sem felst meðal annars í því að fylgjast með ungmennum sem virðast ekki finna sig í hefðbundnu tómstunda- eða íþróttastarfi innan íþróttafélaga eða skóla.

Leiguverð er mjög hagstætt og hægt er að sækja um húsaleigubætur vegna leiguíbúða á Ásbrú.

Viltu leigja íbúð? Farðu á keilir.net, þar er hægt að leggja inn umsókn um íbúð og nálgast frekari upplýsingar um verð, aðbúnað og staðsetningu.

Opið er í Fjörheimum þrjá daga vikunnar og þrjú kvöld. Nánari upplýsingar eru á fjorheimar.is.

Listasmiðja

Listasmiðjan í byggingu Hobby Center var formlega opnuð á frístundahátíð í Reykjanesbæ sl. vor. Listasmiðjan er til afnota fyrir menningar- og tómstundahópa í Reykjanesbæ og þar hafa m.a. komið sér fyrir Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ, Ljósop, félag áhugamanna um ljósmyndun, Einstakir, félag tréskurðarmanna, sem og kórar sem hafa æfingaaðstöðu þar.

Frítt í strætó Í Reykjanesbæ er ókeypis fyrir alla í strætó. Vagnarnir ganga frá kl. 7:30 á morgnana til kl. 23:00 á kvöldin. Með því að gefa frítt í strætó aukum við umferðaröryggi, sköpum möguleika á fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi ungmenna og minnkum mengun. Strætó keyrir líka um helgar. Nánari upplýsingar um áætlunina eru á sbk.is.

13

12

Ýmsa þjónustu er hægt að nálgast á Ásbrú. Má þar nefna bensínstöð N1, matvöruverslun Samkaupa, hárgreiðslustofuna Fima fingur, veitinga- og kaffihúsið Langbest, skemmtistaðina Officeraklúbbinn og Top of the Rock og íþrótta- og líkamsræktaraðstöðu í íþróttahúsinu. Í boði eru margar stærðir og gerðir af íbúðum, allt frá stúdíó upp í sex herbergja íbúðir, 36m2 upp í 180m2.

Innileikvöllur og skautahöll

Fjörheimar


ÍAK einkaþjálfaranám

Hjá Keili stunda nú um 90 nemendur ÍAK einkaþjálfaranám og skiptast þeir í þrjá jafnstóra hópa. Tveir hópanna hófu nám síðastliðið haust og útskrifast í vor. Þriðji hópurinn hóf nám um áramót og útskrifast um næstu jól.

Ásbrú heilsuþorp Gríðarleg tækifæri liggja í uppbyggingu miðstöðvar heilsu og vellíðunar á Reykjanesi. Flestir ferðamenn, sem koma til Íslands, fara um Keflavíkurflugvöll og koma við í Bláa lóninu. Miklir möguleikar til að bjóða þeim frekari þjónustu eru enn ónýttir.

Mikil tækifæri eru fyrir höndum að selja þá heilsufarslegu þætti sem einkenna íslensku þjóðina. Lífslíkur á Íslandi eru samkvæmt nýjustu tölum þær bestu í heimi og það sem meira er, á Íslandi lifir fólk við góða heilsu lengst af (Healthy life expectancy). Aðstaða á Ásbrú og menntaframboð hjá heilsu- og uppeldisskóla Keilis styrkja svo hugmyndafræði heilsuþorpsins enn frekar. Hér mun rísa alþjóðleg miðstöð heilsu og vellíðunar sem mun laða að sér sérfræðimenntað starfsfólk og verða þekkt á heimsvísu á nokkrum vel völdum sérsviðum.

Á Íþróttavöllum, íþróttahúsinu á Ásbrú, hefur verið mikið fjör í allan vetur en sífellt fleiri bætast í hóp þeirra sem vilja rækta líkamann í næsta nágrenni við heimili sitt. Íþróttafélög og vinnustaðir hafa nýtt húsið í vaxandi mæli auk þess sem þar hafa verið haldin ýmis mót svo sem í taikwondo, kraftlyftingum og fyrirtækjamótið í brennibolta. Skemmtileg viðbót við íþróttabæinn Reykjanesbæ kom með Bryn ballett, ballettskóla Bryndísar Einarsdóttur. Hún þjálfar stelpur og stráka frá 3 ára og allt upp í 60 ára í ballett og djassballett. Eftir glæsilegan árangur íslenska landsliðsins í handbolta fylltist húsið af kappsömum handboltaáhugamönnum á aldrinum 10 – 40 ára sem stunda nú íþróttina af kappi en nokkuð hlé hafði verið á reglubundnum æfingum í handboltanum í Reykjanesbæ. Helgi Rafn Guðmundsson, silfurhafi í taikwondo á síðasta Norðurlandamóti, kennir brasilískt ju jitsu, þessa mögnuðu sjálfsvarnaríþrótt sem hentar bæði konum og körlum og byggist nær eingöngu á tækni.

Nemendur koma alls staðar að og misjafnt er hvað drífur þá í tveggja anna ítarlegt einkaþjálfaranám. Flestir eiga það sameiginlegt að hafa mikla reynslu af íþróttum og líkamsrækt og vilja ná sér í aukna þekkingu til að geta unnið markvisst með eigið líkamsform eða farið að einkaþjálfa á líkamsræktarstöðvum. Ákveðinn hópur nemenda ætlar sér ekki að fara að starfa við einkaþjálfun heldur fer í námið til að sækja sér einstaka þekkingu á heilbrigðum lífsstíl sem þeir hyggjast tileinka sér fyrir sig sjálfa og sína nánustu. Þá hefur aukin samkeppni á einkaþjálfaramarkaði leitt til þess að töluvert fleiri starfandi þjálfarar sækja nú um að komast í ÍAK einkaþjálfaranámið til að skapa sér forskot á markaði. Það er því engin tilviljun að fólk leiti sérstaklega eftir að komast í þjálfun til ÍAK einkaþjálfara. Þeir eru framúrskarandi þjálfarar sem hafa yfirgripsmikla þekkingu á heilbrigði einstaklinga, meiðslaforvörnum og uppbyggingu eftir meiðsl. Þeir kunna að greina stoðkerfi einstaklinga út frá líkamsstöðu og hreyfingum og hanna einstaklingsmiðaðar þjálfunaráætlanir á sviði styrktar- og þolþjálfunar byggða á greiningunum og markmiðum skjólstæðinga. Þú finnur ÍAK einkaþjálfara í nágrenni þínu á heimasíðu Keilis, www.keilir.net.

Í húsinu eru tveir góðir skvasssalir, þreksalir með góðum tækjum, handlóðum, hlaupabrettum og brennslutækjum, stór íþróttasalur og danssalur. Í húsinu starfa góðir einkaþjálfarar og í sumar er á döfinni að vera með öflugan körfuboltaskóla fyrir krakka á öllum aldri þar sem bestu þjálfarar landsins munu leiðbeina og góðir gestir koma í heimsókn.

15

14

Nýverið var stofnað Heilsufélag Reykjaness á grunni þeirra tækifæra sem Reykjanes býr yfir á sviði heilsu og vellíðunar. Markmið félagsins eru fólgin í markaðssetningu Íslands sem lands hreysti, fegurðar og heilsu. Heilsutengd ferðaþjónusta mun leiða til aukinnar fjölbreytni atvinnulífs á Reykjanesi, skapa ný störf og auka gjaldeyristekjur.

Íþróttavellir


Fjörugt skemmtanalíf Marteinn Jón Ingason er þrítugur nemi á Háskólabrú Keilis. Hann býr í einstaklingsíbúð á Ásbrú og er hæstánægður með lífið á gamla varnarsvæðinu. „Ég flutti inn í ágúst og þetta er búið að vera mjög fínt. Það er mikil uppbygging á svæðinu og þjónustan við íbúana er alltaf að batna,“ segir Marteinn. Á Ásbrú er að myndast skemmtilegt samfélag og þar býr ungt og kraftmikið fólk. „Flestir, sem eru í námi hjá Keili, búa á svæðinu þannig að fólk kynnist vel í skólanum og það er góð stemmning á svæðinu.“ Marteinn segir nóg um að vera fyrir ungt fólk sem vill skemmta sér. „Það er alltaf fjörugt, skemmtanalífið í Reykjanesbæ, og síðan er að færast mikið líf í þetta á Ásbrú. Núna er Einar Bárðar búinn að opna Officeraklúbbinn og síðan var annar gamall skemmtistaður, Top of the Rock, að opna um páskana. Það er því nóg við að vera.“

Gamall draumur að rætast Marteinn stundar nám við félagsvísinda- og lagadeildina sem Háskólabrú Keilis býður upp á en það nám er tvær annir. „Ég ákvað sl. sumar að skella mér í skóla og þar sem ég var ekki búinn að klára stúdentspróf þá var Háskólabrú Keilis kjörið tækifæri. Ég er upprunalega úr Keflavík og fannst alveg tilvalið að snúa aftur í minn gamla heimabæ. Ég var líka í leiguhúsnæði og leiguverðið á vallarsvæðinu er mjög hagstætt,“ segir Marteinn sem sér ekki eftir því að hafa skellt sér í nám. „Ég hefði ekki getað kosið betri tíma miðað við hvernig þjóðfélagið er í dag.“ Marteinn segir námið vera krefjandi en skemmtilegt. Að því loknu ætlar hann í sálfræðinám við Háskóla Íslands. „Ég stefni á að sérmennta mig í barna- og unglingasálfræði í framtíðinni. Þetta er gamall draumur sem er að rætast,“ segir Marteinn.

Offinn hertekinn Athafnamaðurinn Einar Bárðarson hefur hertekið gamla Officeraklúbbinn og opnað stærsta skemmtistað landsins á Ásbrú. Offinn var opnaður á ný með pompi og prakt í mars og um páskana var haldið risaball með Sálinni hans Jóns míns. Einar segir að viðtökurnar hafi verið frábærar. „Ég er ekki frá því að Sálarballið um páskana sé eitt stærsta ball sem haldið hefur verið á Suðurnesjum. Húsið var troðfullt og frábær stemmning,“ segir Einar sem er búinn að standa í ströngu við að standsetja þennan fornfræga klúbb að nýju. „Eftir að herinn fór þá var þetta náttúrulega bara eins og hvert annað hús. Við settum það í nýjan búning en höldum jafnframt í ýmislegt sem minnir á sögu klúbbsins. Við myndskreyttum staðinn hressilega og settum upp ýmsar minningar um að þetta hefði verið klúbbur hershöfðingjanna.“

Í góðærinu á undanförnum árum hafa íslensk fyrirtæki gjarnan farið með starfsmenn sína í árshátíðarferðir til útlanda en nú er breytt ástand og efnahagurinn annar,“ segir Einar og hann er með ýmsar hugmyndir um hvernig megi bregða á leik með fyrirtækjum sem vilja halda starfsmannapartí í Officeraklúbbnum. „Við getum til dæmis haft hermenn hérna sem taka á móti hópnum og látið leita í rútunni. Gestirnir gætu átt á hættu að vera sakaðir um að vera kommúnistar og þeim neitað um inngöngu eins og þetta var allt í gamla daga. Að sjálfsögðu væri þetta allt gert í gamni og gríni til þess að setja réttu stemmninguna í starfsmannapartíin.“

Einar gjörþekkir alla helstu skemmtistaði landsins og segir að Officeraklúbburinn sé engum líkur. „Þetta er stærsti skemmtistaður landsins og einn örfárra staða á Íslandi sem er sérhannaður fyrir veitinga- og skemmtanahald. Flest hús sem hafa endað sem veitingaog skemmtistaðir hafa verið hönnuð sem eitthvað allt annað.“

Tilvalið fyrir fyrirtæki

Ljósmyndir: Víkurfréttir / Hilmar Bragi

17

16

Einar sér spennandi sóknarfæri fyrir Officeraklúbbinn. „Við erum markvisst að vinna að því að finna fleiri tækifæri til að nýta klúbbinn og horfum sérstaklega til fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu.


Flugfreyjur útskrifast með réttindi

Flugið ofar öllu

Hér er gott að búa

Sögulegur atburður átti sér stað hjá Keili föstudaginn 17. apríl. Þá voru 33 flugfreyjur útskrifaðar með full réttindi sem flugfreyjur. Þær hófu nám s.l. haust. Um er að ræða svonefnt grunnnám en einnig verklega þjálfun og tegundaþjálfun. Þetta er fyrsti hópurinn sem lýkur slíku námi innan íslenska skólakerfisins. Námið allt var skipulagt í samráði við helstu flugfélög á Íslandi og hefur verið m.a. viðurkennt af Icelandair. Þar með má segja að nám flugfreyja/þjóna sé orðið hluti af íslensku skólakerfi.

Í Flugakademíu Keilis eru spennandi hlutir að verða til og þróast og hefur fjölgun námsleiða gengið mjög hratt fyrir sig. Í dag er boðið upp á nám til réttinda einkaflugmanns, atvinnuflugmanns, flugþjónustu (flugfreyjur og -þjónar), flugumferðarstjóra og margt fleira er í undirbúningi. Flugakademían hefur einnig séð um flugverndarnámskeið fyrir flugmálastjórn. Splunkunýjar Diamond DA20-C1 Eclipse-vélar þjóta um loftin blá með nemendur á leið að markmiðinu, sem er að verða einka- eða atvinnuflugmenn. Fyrstu tveimur einkaflugmannsnámskeiðunum er lokið og hið þriðja er þegar hafið. Það er kennt í fjarnámi sem gerir nemendum kleift að vinna með náminu og læra að mestu á eigin hraða. Flugið sjálft hjá nemendunum gengur vel og nú þegar hafa nokkrir lokið einliðaflugsprófinu (sóló) sem er einn merkasti áfangi hvers flugnema. Atvinnuflugmannsnámið hófst í byrjun apríl 2009 og er einnig kennt í fjarnámi. Fyrsta flugfreyjunámskeiðinu lauk nú í apríl. Fyrsti hópurinn í flugumferðarstjórnarnámi útskrifast í júní 2009. Góðir atvinnumöguleikar eru fyrir flugumferðarstjóra því að um 3.000 flugumferðarstjóra vantar til starfa víðs vegar um heiminn í dag!

Sköpunar- og starfskrafturinn í Eldey, þar sem Flugakademían er til húsa, er áþreifanlegur og sífellt er verið að leita nýrra námsleiða í flugtengdu námi. Hjálmar Árnason er framkvæmdastjóri Samgönguog öryggisskólans og Kári Kárason er skólastjóri Flugakademíunnar og eru þeir sífellt að vinna að því að auka við námsframboðið og bæta þjónustu við nemendur. Í haust verður t.d. boðið upp á diplomanám í flugrekstrarstjórn og síðast en ekki síst verður brotið blað í flugsögu Íslands þegar nám í flugvirkjun hefst í haust í samvinnu við Icelandair Technical Services. Það verður í fyrsta skipti í langan tíma sem flugvirkjun er kennd á Íslandi. Einnig er stefnt að því að bjóða á næstu mánuðum upp á námskeið til flugkennararéttinda. Í flugtengdu námi eru margar námsleiðir sem styðja hver við aðra og eftir því sem þeim fjölgar gefst nemendum kostur á að bæta við sig eða læra til fleiri réttinda samhliða. Það eru því spennandi tímar fram undan í Flugakademíu Keilis. Í Eldey er alltaf heitt á könnunni fyrir gesti og gangandi. Verið velkomin að líta inn og kynna ykkur aðstöðuna og það sem er í boði.

Þó að staða heimsmála sé ekki björt um þessar mundir má segja að ferðabransinn sé alltaf sá fyrsti til að rétta úr kútnum. Á samdráttarskeiði er einmitt góður tími til að afla sér menntunar og vera því tilbúinn þegar úr rætist. Margt bendir til að nokkrar úr hinum nýja hópi flugfreyja muni strax í sumar fá vinnu. Við athöfnina, sem haldin var í Top of the Rock, fengu flugfreyjurnar nýju prófskírteini sín afhent, verðlaun voru veitt fyrir góðan námsárangur og ávörp haldin.

„Ég hef verið búsett hérna síðan í september og hér er mjög gott að vera. Leiguverð er mjög hagstætt, þetta er rólegt og þægilegt umhverfi og skemmtilegt fólk sem býr hérna. Það er líka stutt í alla þjónustu og verslanir,“ segir Katla sem var áður við nám í Íþróttaakademíunni í Keflavík. „Ég útskrifaðist þaðan sem einkaþjálfari fyrir tveimur árum.“ Á myndinni má sjá hóp nýrra flugfreyja ásamt Arndísi Hreiðarsdóttur, deildarstjóra, og Hjálmari Árnasyni, framkvæmdastjóra Flugakademíu Keilis. Ljósmynd: Víkurfréttir / Hilmar Bragi

Katla segir flugþjónustunámið hafa gefið sér mikið. „Þetta er fyrsta sinn sem þetta nám er í boði á Íslandi. Veturinn er búinn að vera skemmtilegur og námið mjög fjölbreytilegt, bæði verklegt og bóklegt. Það er líka gott að vera alveg við flugvöllinn og það nýtist vel í náminu. Við höfum m.a. fengið æfingu í að slökkva elda, farið í æfingaflug og fengið að skoða flugvélarnar,“ segir Katla sem stefnir á að vinna sem flugfreyja í framtíðinni.

19

18

Katla Vilmundardóttir er tvítug og hefur lagt stund á flugþjónustunám í Flugakademíu Keilis. Hún býr í einstaklingsíbúð við Keilisbraut og kann vel við lífið á Ásbrú.


Áhugaverð fyrirtæki á Ásbrú

Ingólfur Karlsson ásamt Pétri Karli syni sínum sem starfar við hlið foreldra sinna á Langbest.

Veitingastaðurinn Langbest var stofnaður í Keflavík árið 1985. Staðurinn hefur alla tíð verið við Hafnargötuna og vaxið jafnt og þétt í gegnum tíðina. Þegar hjónin Ingólfur Karlsson og Helena Guðjónsdóttir festu kaup á honum árið 1997 hafði Langbest fest sig í sessi sem skyndibitastaðurinn í Keflavík. Og í höndum þeirra hjóna hefur Langbest tekið stakkaskiptum. Afköst hafa aukist með tilkomu nýrra tækja og fjölgun starfsfólks enda var svo komið að erfiðlega gekk að afgreiða viðskiptavinina á skikkanlegum tíma vegna smæðar fyrirtækisins.

„Það hafði lengi blundað í okkur að gera breytingar á staðnum, allt frá því að stækka staðinn við Hafnargötu og jafnvel að flytja hann í nýtt húsnæði á nýjum stað. Við vissum að oft kom sú staða upp á háanna­ tíma að langtum færri viðskiptavinir komust að en vildu. Þegar nýtt háskólasamfélag fór að rísa í gömlu herstöðinni á Ásbrú var ég fyrir tilviljun að ræða þessar ákveðnu hugmyndir um stækkun Langbest við aðila hjá nýstofnuðu Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar. Þeir bentu mér á þann möguleika að koma með nýjan veitingastað á þetta svæði þar sem mögulega væri aðstaða fyrir hendi sem hægt væri að nýta,“ segir Ingólfur Karlsson, annar eigenda Langbest. 3. júní 2008 opnaði Langbest2 á Ásbrú með pompi og prakt. Reksturinn hefur farið vel af stað og með tilkomu nýja staðarins hefur þjónustan verið aukin við íbúa Reykjanesbæjar því að nú dreifist álagið á báða staðina og auðveldara er að gera öllum til hæfis.

Samkaup Strax Langbest Fimir Fingur Detox Jónínu Ben EAV ÍAV þjónusta Atafl Brunavarnaskólinn Hjálpræðisherinn Virkjun Verne gagnaver Varnarmálastofnun Keflavíkurflugvöllur N1 þjónustuverkstæði BASE Geysir bílaleiga Gistihús Keflavíkur Bergraf ehf. Vélsmiðjan Völlur Head bílapartasala Idex – álgluggaverksmiðja Gagnavarslan Hydro Boost Technologies, HBT hf. Enerwaste Europe ltd. GasMixer Sólhús Thermice Táknsmiðjan Genís ehf. Íþróttavellir Háskólavellir Keilir – Miðstöð Vísinda Fræða og Atvinnulífs Eldey – Frumkvöðlasetur Heilsufélag Reykjanes Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Turnkey Hjallastefnan Skólar ehf. Icelandic Silicon Corporation

Á Ásbrú er lögð mikil áhersla á nýsköpun. Það má segja að Ásbrú sé skissubók fyrir athafnaskáld. Hér eru til staðar aðstaða og tæki en skáldin sjá um að skrifa meistarastykkin. Segja má að þrjár leiðir séu fyrir frumkvöðla til að komast til Ásbrúar Sú fyrsta felst í að kaupa aðstöðu eða taka á leigu. Önnur leið er um frumkvöðlasetrið Eldey þar sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands veitir frumkvöðlum aðstöðu og stuðning. Þriðja leiðin er í gegnum „Skóla skapandi greina“ hjá Keili en hann tengir saman listgreinar og nýsköpun í suðupotti skapandi greina (creative industries). Markmið skólans er að mennta og útskrifa nemendur sem nýta sköpunaraflið til framþróunar samfélagsins. Hjá Skóla skapandi greina er boðið upp á frumkvöðlanám í samstarfi við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Nú þegar hafa fjöldamargir frumkvöðlar sest að á Ásbrú. Fyrsta græna gagnaverið á Íslandi, á vegum Verne Global, mun brátt rísa á Ásbrú. Einar Bárðarson framkvæmdamaður hefur staðið fyrir glæsilegum skemmtunum í Officeraklúbbnum á svæðinu og svo hefur Jónína Benediktsdóttir hafið rekstur á heilsumeðferðarstöð. Allt eru þetta dæmi um frumkvöðla sem skapa á Ásbrú.

Virkjun mannauðs Virkjun mannauðs á Reykjanesi hóf starfsemi sína 15. janúar sl. í byggingu 740 á Vallarheiði. Hugmyndin að baki Virkjunar er að byggja upp starfsemi fyrir íbúa á Reykjanesi sem leita nýrra tækifæra í atvinnu eða námi. Þá er Virkjun ekki síður staður þar sem einstaklingar geta komið saman, hitt aðra og kynnst því starfi sem er í gangi hverju sinni. Markmiðið er að þar finni sem flestir eitthvað við sitt hæfi, hvort sem um er að ræða ráðgjöf, aðstoð við stofnun sprotafyrirtækja, aðstöðu fyrir námstengd verkefni, fyrirlestra, námskeið, kynningar eða tómstundaverkefni. Í Virkjun er námsmönnum á Ásbrú boðið upp á lesaðstöðu.

21

20

„Við erum stolt af því að hafa skellt okkur út í þetta ævintýri og erum sannfærð um að þessi ákvörðun hafi verið rétt,“ segja þau Ingólfur og Helena að lokum.

• • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • •

Ásbrú nýsköpun


Eldey – uppspretta hugmynda Kraftmikið og metnaðarfullt fólk með góðar hugmyndir og þor til að láta þær verða að veruleika starfar í Eldey sem er 3.300m2 frumkvöðla- og orkusetur að Grænásbraut 506. Á þessum vaxandi vinnustað er einstaklingum og fyrirtækjum sköpuð aðstaða og umgjörð til að vinna að nýsköpun, athugunum, áætlunum, frumgerðasmíð og rannsóknum. Í húsinu er bæði skrifstofuaðstaða og aðstaða í smiðjum, hvort heldur er fyrir einyrkja eða fyrirtæki sem vinna að nýsköpun. Í húsinu er einnig skrifstofuaðstaða Keilis og kennslustofur en þar fer fram kennsla í frumkvöðlanámi Keilis, einka- og atvinnuflugnámi, flugumferðarstjórn og flugþjónustu. Eldey er samstarfsverkefni Keilis, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Háskóla Íslands og Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Á opnum degi verður mikið fjör í Eldey. Þar kynna nemendur í frumkvöðlanámi Keilis hugmyndir sínar. Flugakademía Keilis verður með námskynningu, þyrluflug, svifflugvélar o.fl. Orku- og tækniskólinn kynnir orkutæknifræði og mekatróník, nýtt nám sem þróað er í samstarfi við Háskóla Íslands. Rannsóknasetur í orkuvísindum sett á stofn á Ásbrú Fimmtudaginn 16. apríl undirrituðu Háskóli Íslands, Keilir, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, HS Veitur og HS Orka hf. samstarfssamning um uppbyggingu rannsóknaseturs í orkuvísindum. Samstarfið felur í sér að byggja upp á Ásbrú aðstöðu til þess að stunda rannsóknir á sviði orkuvísinda, sérstaklega á sviði jarðvarma og annarrar endurnýjanlegrar orku og innlendrar orkuframleiðslu. Rannsóknasetrið verður nýtt sem kennsluaðstaða

Háskólabrú, nám með jafningjum Ég var búinn að ganga með það í maganum lengi að setjast aftur á skólabekk og læra eitthvað gagnlegt. Þar sem ég er búinn að vera á vinnumarkaði í 15 ár og er ekki með stúdentspróf hafði ég ekki möguleika á að fara í háskólanám. Þetta bil þurfti ég að brúa til þess að geta hafið háskólanám en gat ekki farið í dagskóla í fjölbraut eða menntaskóla þar sem nám í framhaldsskóla er ekki lánshæft.

í orkuvísindum við Keili, Háskóla Íslands og aðra innlenda skóla og kennslustofnanir en einnig við rannsóknir á vegum stofnaðila sem og annarra aðila. Rannsóknasetrið í orkuvísindum mun stórbæta alla aðstöðu til verklegrar kennslu og rannsókna í orkuvísindum á Íslandi. Markmið samningsins er fjórþætt. Í fyrsta lagi að stórefla aðstöðu á Íslandi til verklegrar kennslu og þjálfunar í verk– og tæknigreinum. Í öðru lagi að koma upp öflugri aðstöðu fyrir verklegar rannsóknir í orkuvísindum. Í þriðja lagi að efla samstarf akademíunnar og atvinnulífsins. Í fjórða lagi að ná fram sparnaði vegna samlegðar sem fæst með því að færa ákveðnar rannsóknir samningsaðila undir eitt þak. Starfssvið rannsóknasetursins verða rannsóknir á beislun og nýtingu orku sem hægt er að virkja á Íslandi. Megináhersla verður lögð á þróun á búnaði og aðferðum til nýtingar jarðvarma (háhita- og lághitavarma). Rannsóknasetrinu verður skipt í fjórar sérhæfðar rannsóknastofur sem munu vinna náið saman. Starfssvið stofanna er: varma- og straumfræði, efnisfræði, mekatróník og efnafræði. Rannsóknasetrið verður staðsett í húsnæði Keilis, Grænásbraut 910, en þar mun einnig fara fram kennsla Orku- og tækniskóla Keilis.

Á Háskólabrú Keilis fann ég nákvæmlega það sem mig vantaði. Krefjandi nám, með jafningjum mínum í aldri og lífsreynslu og lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Lítið, persónulegt og heimilislegt umhverfi sem veitir mér rétt á að sækja um háskólanám að loknu námi á Háskólabrú. Þá hafði ég líka búsetuúrræði í ört vaxandi háskólasamfélagi sem er gott að búa í. Erfiðast reyndist að taka ákvörðunina. Ég get alveg viðurkennt að þegar ég las yfir námsskeiðslýsingarnar í sumum áföngum, þá voru óskaplega mörg orð sem ég bara skildi ekki. En það var óþarfi að örvænta. Það kom í ljós að kennarar og starfsfólk við skólann reyndust mjög liprir við okkur nemendur, stundum vorum við að spyrja spurninga, sem síðar reyndust vera hálfkjánalegar, furðulegu orðin, sem ég hafði lesið í námsskeiðslýsingunum, reyndust einföld hugarleikfimi og ég fann sjálfan mig í stórum hópi fólks sem var í svipuðum sporum og ég. Þar gat ég leitað stuðnings og veitt stuðning á jafningjagrundvelli. Það er eitt það mikilvægasta sem ég hef fundið í þessu námi, hvað það er til margt fólk eins og ég sjálfur sem maður getur leitað til með stuðning og hjálp við að leysa þetta krefjandi en skemmtilega verkefni sem námið er. Þannig hef ég nú eignast nýja félaga og vini. Um miðjan vetur var okkur sagt frá nýju háskólanámi Keilis, Orkutæknifræði, og þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um. Ég er ákveðinn í að hérna verð ég áfram á meðan Keilir getur kennt mér eitthvað!

Orkusóun minnkuð Nemendur í orkutæknifræði hjá Orku- og tækniskóla Keilis hafa smíðað búnað sem býr til rafmagn úr heitum vökva sem er við 65°C hita eða hærri. Nemendurnir notuðu 65°C heitt hitaveituvatn beint úr krana til að sýna virkni búnaðarins. Þessi búnaður er einstakur því að hann gerir mögulegt að nýta hitaorku lofts og vökva frá orkuverum, verksmiðjum og hefðbundnum skipa- og bílvélum. Þessi orka fer í dag að mestu ónýtt út í andrúmsloftið. Þessi frétt er tilbúningur en mikill áhugi er fyrir því að þróa tækni til nýtingu afgangsvarma. Í framtíðinni munu fréttir sem þessi koma frá Orku- og tækniskóla Keilis. Hefur þú áhuga á að taka þátt? Ef svo er þá er orkutæknifræði hjá Orku- og tækniskólanum fyrir þig. Kennsla hefst í ágúst 2009.

23

22

Júlíus Sigurþórsson, formaður nemendafélagsins Tinds Höfundur er 35 ára gamall nemi á Háskólabrú Keilis.


ÉLAG FRUMKVÖÐLA, FRÆÐA OG SAMFÉLAG FRUMKVÖÐLA, FRÆÐA OGATVINNULÍFS ATVINNULÍFS SAMFÉLAG FRUMKVÖÐLA, FRÆÐA OG ATVINNULÍFS

Í REYKJANESBÆ Í REYKJANESB Í REYKJANESBÆ

N NN 20 YK T AU BR ES UT UT RA RA B SB ES NE AN JA K J YK Y RE RE

N JA

20

RE

20 AUSTURBRAUT

AUSTURBRAUT

AUST VALHALLAR URBRAUT BRAUT VALHALLARBRAUT

U RA

T

U RA

T

T

VALL

ARBR

AUT

ÖÐ ET

UT RÖ Ð

Ð

ÖÐ TAT R ET KL

ÖÐ TR28 TA ET KL30

E

R AT TT

ÖÐ KL

FE

2

ÖÐ

UT

KL

Ð

R IFT

FE

ÖÐ

27

TR

LL

27

2

AR IÐ

KL

ÖÐ

SM

HE

KL

ÖÐ Ð

KL

HE

ÖÐ

TR NA

28 30

Ð

UT

TR

32 FU

Ð

ÖÐ

ÖÐ

UT

TR

JU

R RT

UT

RJ

JU

LL

A KT

HE

LL

27

FE

EY

ÖÐ

HE

ÖÐ

ÖÐ

SM

TR NA

T NA

Ð RÖ

TR

FU

SM

TR GA

Ð

BO

32 FU

ÖÐ

32 GAT

ÖÐ

TR

EY

ÖÐ

ÖÐ

AR IÐ

TR

TR

TR

HE

AR

AR KT

AR KT

AR IÐ

AX

EY

ÖÐ

ÖÐ

IFT

Ð RÖ

28 30

IÐ JU TR ÖÐ KL

ET

TR TA

ÖÐ

FE

2

IF KL

T

Ð RÖ

RJ

U

TR

Ö

Ð

RJ

U

TR

Ö

Ð

25

Bed and Breakfast 30 Bergraf ehf. 31 N1 þjónustuverkstæði Gas Station 32 Idex álgluggaverksmiðja 33 Gagnavarslan

AUT

HE

B

TR GA

AUT

ÍAV þjónusta 32 Idex28 álgluggaverksmiðja 29 Gistiheimili Keflavíkur 33 Gagnavarslan

RJ

BO

R AT OG

ÖÐ

ARBR

FE

TR

TAT R

VALL

ET

FLUG

UT

AR

AV EG HA UR FN AV

HA ARBR

TAT R

Ð RÖ

RJ

AX

HA

R FLUG

FE

BO

T GA

FN

SB

RA U SB IR V VALL

T BO

25

KI

T AU

U RA

FLUG

ÖÐ

GU

BR

13

AV E

ILIS

T

KE

U RA

25

FN

RB

V

A

SKÓGARBRAUT

24 26

T

LL

14

31

TR GA

22

IR

T

VA

26

EG

T AU BR IS

RA U VIR T K

22

26

ÖÐ

SKÓGARBRAUT

KI

U RA

G

UT RA

A

R RT

22

SKÓGARBRAUT

23

UR

RB

U RA

ÐU

RB

RB

T AU

A

U

UB

RB

BRAUT

BO

T

A

SU

RG

T

T AU

LL

BR

VA

FL

LJ

A

AX

03 GRÆNÁS

13

13

12

31

AUT

01

22

23 22 22

21

24

UT RA

ARBR LIND

02

SKÓGARBRAUT

23

22

22

03

UB

BRAUT

33

24

12

10

LJ

GRÆNÁS

33

12

10

LL

BRAUT

10

31

03

UT SE RBRA

GRÆNÁS

AT AU RV UBG LJ LU SE F

LINDA

01

UT RBRA

01 02

04

09

LINDA

02

22

21

21

BR

G

ILIS

U

15

SE

04

14

14

KE

FL

09

09

08

22

22

33

U RA

16 17

ILIS

18

SKÓGARBRAUT

22

RB

15

07

04

15

17

KE

08

06

16

ÐU

19

17

SU

08

06 11 07

05

18

07

16

B

19

06

18

T U AU RABR RB R ÐU GA SU OR

19

11

SKÓGARBRAUT

RB

BO

11

22

05

05

GRÆNÁSBRAUT

A

FJ Ö

RG

RU

BR

22

BO

22

GRÆNÁSBRAUT

AU T

22

22

FJ Ö

RU

BR

22

GRÆNÁSBRAUT

AU FJ T ÖR U

22

29

29

22

BR

29

AU T

22

VALHALLARBRAUT

01 Officeraklúbburinn Officer’s Club 01 Officeraklúbburinn 01 Officeraklúbburinn 02Officer’s Detox Jónínu Club Ben Officer’s Club EldeyJónínu frumkvöðlasetur 0203Detox Ben 02 Detox Jónínu Ben Incubator Center 03 Eldey frumkvöðlasetur 03 Eldey frumkvöðlasetur 04Incubator Háaleitisskóli og leikskólinn Háaleiti Center Hjálpræðisherinn Incubator Center Háaleiti 0405Háaleitisskóli og leikskólinn Salvation Army 04 Háaleitisskóli og leikskólinn Há 05 Hjálpræðisherinn 06Salvation Virkjun Army 05 Hjálpræðisherinn 07 Eldvörp fyrirtækjahótel 06 Virkjun Salvation Army Office Hotel 07 Eldvörp fyrirtækjahótel 06 Virkjun 08 Brunamálastofnun Office Hotel 09 Sjúkrahús 07 Eldvörp fyrirtækjahótel 08 Brunamálastofnun 10 Andrews leikhúsið Office Hotel 09 Sjúkrahús 11 Fjörheimar félagsmiðstöð 08 Brunamálastofnun 10 Andrews leikhúsið 12 Íþróttavellir 11 Fjörheimar félagsmiðstöð 09 Sjúkrahús Gymnasium 1213Íþróttavellir 10 Andrews leikhúsið Keilir aðalbygging 11 Fjörheimar 14Gymnasium Leikskólinn Völlur félagsmiðstöð 1315Keilir aðalbygging Listasmiðjan 12 Íþróttavellir 1416Leikskólinn Völlur Tómstundatorg Gymnasium 1517Listasmiðjan Samkaup Strax 13 Keilir aðalbygging 16 Tómstundatorg Grocery Store 14 fingur Leikskólinn Völlur 1718Samkaup Strax Fimir hársnyrtistofa Grocery Store 15 Listasmiðjan Hairsaloon 2 veitingastaður 1819Fimir hársnyrtistofa Langbest 16fingur Tómstundatorg Hairsaloon Restaurant 17 Samkaup Strax 2 veitingastaður 1920Langbest Verne Gagnaver Grocery Store Restaurant Verne Global Datacenter 18 Fimir fingur hársnyrtistofa 2021Verne Gagnaver KADECO Hairsaloon 22Verne Háskólagarðar Global Datacenter Campus 21 KADECO 19 Langbest2 veitingastaður Háskólavellir skrifstofur 2223Háskólagarðar Restaurant 24Campus Top of the Rock skemmtistaður 20 Verne Gagnaver 25 Turnkey 23 Háskólavellir skrifstofur Verne Global Datacenter Keilir Orkurannsóknarsetur 2426Top of the Rock skemmtistaður 21 KADECO Atafl 2527Turnkey Háskólagarðar ÍAV22 þjónusta 2628Keilir Orkurannsóknarsetur Gistiheimili Keflavíkur Campus 2729Atafl Bed and Breakfast 28 ÍAV þjónusta 23 Háskólavellir skrifstofur 30 Bergraf ehf. 29 Gistiheimili Keflavíkur 24 Top of the Rock skemmtistaðu 31Bed N1 and þjónustuverkstæði Breakfast 25Station Turnkey Gas 30 Bergraf ehf. 26álgluggaverksmiðja Keilir Orkurannsóknarsetur Idex 3132N1 þjónustuverkstæði 33Gas Gagnavarslan 27 Atafl Station

RJ

U

TR

Ö

Ð

Fréttabréf vor 2009  

Ásbrú Fréttabréf vor 2009

Fréttabréf vor 2009  

Ásbrú Fréttabréf vor 2009

Advertisement