Útdráttur úr bókinni
Traustir hlekkir
60 ára sögu Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa og líknarverkefni Reglunnar á fyrri tíð. Höfundur texta er Steinar J. Lúðvíksson.
Útdráttur úr bókinni
Traustir hlekkir 60 ára sögu Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa og líknarverkefni Reglunnar á fyrri tíð. Höfundur texta er Steinar J. Lúðvíksson.
Reykjavík 2017 © Steinar J. Lúðvíksson 2017 Rétthafar mynda: Sjá myndaskrá í bókinni Traustir hlekkir 2015 Öll réttindi áskilin. Lestur prófarka: Guðlaug Björg Björnsdóttir og Ólafur Hjörtur Jónsson. Útlitshönnun: Ólafur Th. Ólafsson. Letur: Adobr Garamond Pro.
Mannfjöldi fylgdist með vígslu holdsveikraspítalans í Laugarnesi 1. ágúst 1897.
Upphafið
Upphaf starfs Oddfellowreglunnar á Íslandi má rekja til þess að árið 1898 færðu danskir Oddfellowar Íslendingum stórgjöf. Þar var um að ræða fullbúinn holdsveikraspítala sem reistur var í Laugarnesi í útjaðri Reykjavíkur. Holdsveiki hafði um langan aldur verið landlæg plága á Íslandi og þeir sem haldnir voru þessari hræðilegu veiki nánast útskúfaðir úr samfélaginu. Það var ungur danskur læknir, dr. Edvard Ehlers sem vakti fyrstur athygli á að úrræða væri þörf, bæði með rannsóknum sínum á veikinni á Íslandi og með skorinorðum blaðaskrifum um að ráðast yrði að veikinni. Ehlers var í Oddfellowreglunni í Danmörku og tók málið upp við félaga sína sem ákváðu að safna fé til þess að gefa Íslendingum holdsveikraspítala. Spítalinn reis á skömmum tíma og var þá ein stærsta bygging á Íslandi. Hún var vígð af stórsír dönsku Oddfellowreglunnar, dr. Petrus Beyer, hinn 1. ágúst 1898. Á ferðum sínum til Íslands í tengslum við bygginguna og vígslu hússins hafði dr. Beyer frumkvæðið að því að fyrsta Oddfellowstúkan, sem fékk nafn sitt af fyrsta landsnámsmanninum, Ingólfi, var stofnuð af fimm þjóðkunnum Íslendingum hinn 1. ágúst 1897. Bygging og starfræksla Holdsveikraspítalans í Laugarnesi markaði tímamót í heilbrigðismálum á Íslandi. Þangað var safnað saman holdsveikisjúklingum alls staðar að af landinu og það liðu ekki nema örfá ár þangað til að árangur fór að sjást í baráttunni og á þremur áratugum tókst að útrýma veikinni að mestu á Íslandi. Allan tímann sem spítalinn var starfræktur veittu íslenskir Oddfellowar starfsemi hans mikilsverðan stuðning með framlögum og gjöfum. Þegar Bretar hernámu Ísland vorið 1940 yfirtóku þeir spítalabygginguna fyrir starfsemi sína og voru þeir fáu holdsveikisjúklingar sem þá voru enn á spítalanum fluttir annað. Örlög þessarar merku byggingar urðu þau að hún brann til kaldra kola 7. apríl 1943.
STYRKAR- OG LÍKNARSJÓÐUR ODDFELLOWA Í byrjun sjötta áratugar síðustu aldar var Oddfellowreglan á Íslandi orðin öflugur félagsskapur. Þótt meginverkefni hennar hafi verið innri uppbygging og það stórverkefni að reisa hið myndarlega hús við Vonarstræti í Reykjavík fyrir starfsemi sína kom Reglan að mörgum framfaraog líknarmálum í landinu. Til þess að veita þeim stuðning höfðu verið stofnaðir allmargir sjóðir innan Reglunnar sem ætlað var að vinna að ákveðnum verkefnum. Enginn þessara sjóða var þó nógu öflugur til að vinna álíka stórvirki og gert var á fyrstu árum Reglunnar hérlendis. Því vaknaði sú hugmynd að sameina sjóðina fyrst og fremst í þeim tilgangi að efla samtakamátt Reglunnar í líknarverkefnum. Hugmyndin varð að veruleika 10. september 1955 er stofnaður var Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa. Stofnframlag til sjóðsins voru þeir tíu sjóðir sem til voru innan Reglunnar. Í fyrstu reglugerð sjóðsins voru ákvæði um verkefni hans og í grunninn hafa þau verið óbreytt alla tíð síðan: „Að styrkja hverskonar líknar- og mannúðarstarfsemi“. Innan Reglunnar voru sjóðnum fengnir ákveðnir tekjustofnar auk þess sem
stjórn sjóðsins var falið að finna honum tekjuöflunarleiðir. Kom fljótt til þess að sjóðurinn hóf útgáfu á jólamerkjum og síðar jólakortum sem alla tíð hafa verið honum mikilvæg tekjuöflun auk þess að hafa félagslegt gildi innan Oddfellowreglunnar. Fyrsta verkefnið sem Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa studdi fjárhagslega var kennsla þroskaheftra barna. Setti sjóðurinn á fót og kostaði rekstur skóla sem starfræktur var í tvö ár í Reykjavík, en þá lagðist starfsemin niður sökum skorts á kennurum. Meðan skólinn starfaði var algengt að félagar í Reglunni ækju börnum til og frá skólanum.
Það var risavaxið átak fyrir fámennan félagsskap að reisa hús fyrir starfsemi hans við Vonarstræti í Reykjavík. Húsið var vígt 7. desember 1932.
Um árabil var útgáfa á jólafrímerkjum mikilsverður þáttur í fjáröflun Styrktar-og líknarsjóðs. Langflest þessara merkja voru hönnuð af félögum í Reglunni. Síðan tóku jólakort við sem fjáröflunarverkefni.
Stillingar Cobalttækisins voru flóknar enda þurftu þær að vera nákvæmar. Á myndinni er unnið við að stilla tækið en til þess var m.a. notaður tölvubúnaður. Síðan var tækinu beint að meini sjúklingsins og geislun hafin.
Meðan sjóðurinn hafði eingöngu yfir að ráða stofnfé sínu og sjálfsaflafé var fjárhagsleg geta hans takmörkuð til að geta sinnt þeim fjölmörgu beiðnum sem til hans bárust. Stefna stjórnar sjóðsins var sú að reyna að veita fáum verkefnum stuðning sem um munaði fremur en að dreifa styrkveitingum til margra aðila. Á fyrstu árunum veitti sjóðurinn fé til ýmissa líknarog heilbrigðisverkefna en langstærsta verkefnið var samvinnuverkefni sjóðsins og Oddfellowreglunnar er hún minntist 150 ára afmælis Oddfellowstarfsins í heiminum árið 1969 með því að færa íslensku þjóðinni að gjöf Cobalt geislatæki til krabbameinslækninga. Var þar um að
ræða dýrasta lækningatæki sem nokkru sinni hafði verið keypt til Íslands og olli það straumhvörfum í krabbameinslækningum í landinu. Nauðsynlegt þótti að byggja sérstakt hús utan um tækið og kostaði sú húsbygging um helmingi minna en tækið sjálft. Langstærsta verkefnið sem Regludeildir og sjóðurinn hafa þannig unnið saman að er þó uppbygging Líknardeildar Landspítalans í Kópvogi en efnt var til þess í tilefni aldarafmælis Oddfellowreglunnar á Íslandi. Það verkefni var unnið í áföngum frá 1998 til 2012. Þurfti í raun að endurbyggja öll húsin sem fyrir voru en auk þess gaf Reglan og sjóðurinn nánast allan búnað
Íslenski fáninn og fáni Oddfellowreglunnar blakta við hún á vígsludegi líknardeildarinnar í Kópavogi. Styrktarog líknarsjóður lagði mikið fjármagn til uppbyggingar deildarinnar og fjölmargir Oddfellowar unnu ómetanleg sjálfboðastörf við framkvæmdirnar.
sem þurfti til rekstrar líknardeildarinnar. Samtakamáttur Oddfellowa hefur sjaldan komið skýrar fram en í þessu verkefni því auk fjármagnsins lögðu félagar í Reglunni fram gríðar mikla sjálfboðavinnu við alla verkþættina. Þegar upp var staðið var sú vinna talin um 8.000 vinnustundir og komu þó ekki öll kurl til grafar. Framganga og framlag Oddfellowa við þetta verkefni vakti mikla athygli og þakkir hjá þjóðinni
og varð Reglunni styrkur. Í lokaskýrslu þeirra sem önnuðust framkvæmdir var sagt: „Verkefnið skilaði Oddfellowreglunni stolti, styrkum félagsanda, auk virðingar og athygli.“ Annað samvinnuverkefni sem Reglan og sjóðurinn hafa unnið að hin síðari ár er endurnýjun og viðbygging við hús endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar krabbameinsgreindra, Ljóssins, í Reykjavík en aðkoma Oddfellowa að því verkefni hefur gjörbreytt aðstöðu þeirra sem þurfa á að halda meðferð og aðstoð eftir krabbameinsmeðferð. Tölvugrafísk mynd af viðbyggingu við hús Ljóssins við Langholtsveg.
Gjörbreyting varð á fjáhag og möguleikum sjóðsins þegar til komu tekjur af Urriðavatnslandi og sérstaklega eftir að bygging atvinnuhúsnæðis hófst þar og þegar Urriðaholt hf. var stofnað. Þá var land sjóðsins metið til fjár og hann varð þar með fjárhagslega langstærsti og öflugasti sjóður á Íslandi sem hefur líknarverkefni og samfélagsleg verkefni á stefnu sinni. Á árinu 2007 var samþykkt ný reglugerð fyrir sjóðinn og eigum hans og tekjum skipt í tvo hluta. Annar hlutinn starfaði líkt og verið hafði en hinn hlutinn hafði tekjur sínar beint af starfseminni í Urriðavatnslandi. Um svipað leyti var gerð sú breyting á úthlutunarreglum sjóðsins að hann veitti fjármagn til einstakra verkefna sem hlutfall af framlagi einstakra
Regludeilda eða Oddfellowreglunnar í heild, væri um slíkt að ræða. Eftir sem áður getur stjórn sjóðsins þó haft frumkvæði að einstökum styrkveitingum.
URRIÐAVATN Á sínum tíma þótti Urriðavatn, sem hét Urriðakot fram til ársins 1945, heldur rýr bújörð enda þekur hraun nokkurn hluta hennar. Hraunið rann úr Búrfelli, lágu felli skammt frá Helgafelli, í einu gosi fyrir um það bil 8.000 árum og þykir sérstakt ekki síst vegna þeirrar traðar sem myndaðist er hraunið rann frá gígnum. Tröðin nefnist Búfellsgjá, sem þykir einstætt náttúrufyrirbrigði. Hraunið sjálft kvíslaðist
Búrfell og Búrfellsgjá en niður gjána rann hraunið í stríðum straumi. Gjáin þykir einstakt náttúrufyrirbæri.
Á stíðsárunum var stór herstöð í Urriðakotsdölum og þegar Oddfellowar eignuðust jörðina blöstu við leifar braggahverfisins. Á myndinni sjást braggabotnar á svæðinu nærri golfvellinum.
í nokkra megintauma er það rann alla leið til sjávar og heitir nú mörgum nöfnum. Meginhluti Hafnarfjarðarbæjar er reistur í hrauninu sem nær einnig út á Álftanes og er Gálgahraun í Garðabæ ysti hluti þess. Nýlegur fornleifauppgröfur í landi Urriðavatns sýnir að þar hefur verið búskapur eða sel frá landnámsöld. Ekki er mikið vitað um jörðina fyrstu aldir Íslandssögunnar en um siðaskiptin er hún í eigu Garðakirkju og varð síðan konungseign fram til ársins 1837. Gekk hún síðan kaupum og sölum um hríð en árið 1846 eignaðist Jón Þorvarðarson jörðina og hann og niðjar hans bjuggu þar uns jörðin fór endanlega í eyði. Eftir að Bretar hernámu Ísland vorið 1940 var stór herstöð reist í landi Urriðavatns.
Nefndist hún Camp Russel og var um tíma aðal fjarskiptamiðstöð hernámsliðsins en varðstöðvar voru víða uppi í hlíðunum enda talið að ef Þjóðverjar gerðu árás á Ísland væri Hafnarfjörður líklegur innrásarstaður. Reis stórt braggahverfi í Urriðavatnsdölum og sáust ummerki þess lengi síðan og enn sjást minjar um hernámsárin á svæðinu. Árið 1946 keypti hópur Oddfellowa, undir forystu Gunnars Ásgeirssonar, Urriðavatn. Tilgangurinn með kaupunum var fyrst og fremst að skapa aðstöðu fyrir félagana til þess að reisa sér þar sumarhús og stunda útivist og gróðurrækt. Nefndist félag eigendanna Sumarbúðir að Urriðavatni. Minna varð þó úr framkvæmdum en vonir stóðu til ekki síst vegna þess að á tímum hafta og skömmtunar fengust ekki leyfi til kaupa á
tekna með því að leigja jörðina og með malarnámi. Jafnan voru þó hugmyndir uppi um að skipuleggja þar byggð og hugað að þeim möguleika að flytja aðalstöðvar Oddfellowreglunnar þangað. Þáttaskil urðu í sögu jarðarinnar er Styrktar- og líknarsjóður lét fram fara ítarlega rannsókn, bæði jarðfræðilega og vistfræðilega, á jörðinni og um hugsanlega nýtingu hennar til útivistar og byggðar. Var gefið út rit sem kallað var Hvítbók og með henni mótuð sú framtíðarstefna að meginhluti þeirra tekna sem sjóðurinn fengi af jörðinni yrði jafnan notaður til uppbyggingar á svæðinu. Á árinu 1986 seldi sjóðurinn Garðabæ landspildu úr jörðinni, svokallað Molduhraun, og var greiðslan sem fékkst fyrir spilduna í raun fyrstu stóru tekjurnar sem sjóðurinn hafði af Urriðavatni.
Þegar þrettánmenningarnir voru gerðir að heiðursfélöum í GOF var efnt til samkomu í Oddfellowhúsinu en síðan haldið í skálann á Urriðavatnsvelli þar sem Óskar Sigurðsson formaður GOF ávarpaði þá og færði þeim staðfestingu á útnefningunni. Myndin var tekin er Óskar flutti ávarp sitt á veröndinni við skálann. Við borðið sitja, f.v.: hjónin Unnur Runólfsdóttir og Þórður Kristjánsson, Kristján S. Aðalsteinsson, Jónas B. Jónsson, Björn G. Björnsson og Sveinn Björnsson. Standandi f.v.: Þorkell Jónsson, Einar Ólafsson, Reynir Jónasson, Hannes Þorsteinsson golfvallarhönnuður, Jón Otti Sigurðsson, Egill Snorrason og Óskar Sigurðsson. Tekið skal fram að ekki gátu allir þeir sem voru heiðraðir verið viðstaddir athöfnina.
efni til sumarhúsabygginga. Urðu kaupin á jörðinni töluverður baggi á mörgum þeirra sem upphaflega keyptu og var þá reynt að fjölga í hópnum og undir lokin voru eigendurnir orðnir 61. Eftir að Styrktar- og líknarsjóður var stofnaður varð einhugur um það í eigendahópnum að færa sjóðnum jörðina að gjöf. Reyndi sjóðurinn að afla sér
Um aldamótin 2000 var mikil gerjun í íslensku athafnalífi. Ekki síst var athyglinni beint að nýsköpun í þekkingu og hátækni. Meðal frumkvöðla á því sviði voru bræðurnir og athafnamennirnir Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir. Viðræður hófust milli fyrirtækis þeirra og Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa um leigu á um fjórðungi landsvæðis Urriðavatns fyrir hátæknigarð jafnframt því sem hugmyndir komu fram um að Háskóli Reykjavíkur, sem þá var verið að setja á fót, fengi lóð á svæðinu fyrir starfsemi sína. Gerður var samningur um leigu á landi til 50 ára og átti hann að tryggja sjóðnum verulegar tekjur þegar tímar liðu. Gert var ráð fyrir því að á svæðinu yrðu byggðir um 220 þúsund fermetrar fyrir atvinnustarfsemi og stofnanir og áformað var að byggt yrði upp íbúðahverfi fyrir allt að 1.600 manns. En áformin breyttust á skömmum tíma. Ytri aðstæður urðu til þess að áhugi á
tæknigarði minnkaði. Farið var að ræða aðra möguleika á atvinnustarfsemi á hluta svæðsins í kjölfar þess að stórfyrirtækið IKEA sýndi áhuga á að reisa þar stórverslun og fleiri fyrirtæki sóttust eftir lóðum fyrir starfsemi sína. Verslunarsvæðið hefur verið mjög eftirsótt af stórfyrirtækjum. Má nefna að þar hefur nú Toyota umboðið starfsemi sína og nýlega opnaði þar verslunarkeðjan Costco stórverslun. Er verslunarhverfið nú orðið nærri fullbyggt. Eftir að fyrir lá að Háskóli Reykjavíkur valdi annað svæði fyrir starfsemi sína var fyrirhugað svæði í landi Urriðaholts endurskipulagt og jafnframt gerður samingur milli Styrktar- og líknarsjóðs og fyrirtækis bræðranna um stofnun hlutafélags um svæðið. Fékk hlutafélagið nafnið Urriðaholt ehf. og voru 65% þess í eigu sjóðsins en 35% í eigu fyrirtækis bræðranna.
Unnið var nýtt skipulag fyrir byggðina í landi Urriðaholts undir kjörorðinu „Framtíð án takmarkana“. Sú meginlína var lögð við skipulagið að meira tillit var tekið til umhverfismála en áður hafði verið gert á Íslandi. Sem dæmi um það má nefna að áhersla var lögð á að vernda Urriðavatn en rannsóknir sýndu að vatnið er mjög viðkvæmt fyrir utanaðkomandi áhrifum. Var því ákveðið að koma fyrir kerfi sem skilar vatninu regnvatni af svæðinu og tryggja þannig að ekki yrði röskun á aðrennsli í vatnið. Skipulag Urriðavatnshverfisins var unnið af færustu sérfræðingum á mörgum sviðum skipulagsmála. Hefur það vakið mikla athygli og hlotið verðlaun m.a. frá LivCom, en umhverfisnefnd Sameinuðu þjóðanna er bakhjarl þeirra verðlauna, og frá Boston Society of Architects.
Loftmynd af Kauptúnssvæðinu frá 2008 en þá voru framkvæmdir í fullum gangi og vegagerð að svæðinu að mestu lokið.
Ein glæsilegasta byggingin í Urriðaholti, Náttúrufræðihúsið sem byggt var á árunum 2008 – 2010.
Í öllu skipulagsferlinu hafði Urriðaholt ehf. gott samstarf og samráð við bæjaryfirvöld í Garðabæ og gerður var samningur um að Garðbær tæki að sér veigamikla þætti við uppbyggingu svæðisins, svo sem gatnagerð, götulýsingu, frágang leikvalla og opinna svæða. Þá sér Garðabær um uppbyggingu skóla- og íþróttamannvirkja, gegn fjárhagslegu framlagi frá Urriðaholti ehf. Með samningnum eignaðist Garðabær svæði sem ætluð eru til almenningsþarfa og hefur bæjarfélagið þannig t.d. yfirráðarétt yfir Urriðavatni og friðlandi sem ákveðið var að hafa umhverfis vatnið. Framkvæmdir við íbúðabyggð á svæðinu voru komnar vel af stað er bankahrunið varð á Íslandi árið 2008. Afleiðingar þess urðu til að seinka framkvæmdum en Urriðaholt ehf. stóð af sér miklar þrengingar
sem flest byggingafyrirtæki lentu í og þegar tímar liðu hófust framkvæmdir af fullum krafti. Hefur reynslan orðið sú að Urriðaholtshverfið er mjög eftirsótt. Ein glæsilegasta byggingin í Urriðaholti er tvímælalaust Náttúrufræðihúsið sem byggt var á árunum 2008 – 2010. Segja má að húsið sé þegar orðið eitt af kennileitum hverfisins. Húsið, sem er 3.500 fermetrar, var hannað með skírskotun til náttúru og umhverfis Urriðaholts og Urriðavatns og hefur hlotið BREEM- vottun en það er alþjóðlegt matskerfi fyrir umhverfisviðmið fyrir byggingar og skipulag. Urriðaholt ehf. og byggingafyrirtækið Ístak hf. stofnuðu hlutafélag sem reisti og átti Náttúrufræðihúsið en leigðu ríkinu það síðan til 25 ára. Árið 2013 var tekin
sú ákvörðun að Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa yfirtæki allt hlutafé í húsinu og er sjóðurinn síðan eigandi hússins og leigusali ríkisins.
GOLFVÖLLURIN
Fyrstu hugmyndir um að gera golfvöll í Urriðavatnsdölum komu fram á árinu 1987 þegar unnið var að tillögum um framtíðarskipulag svæðsins. Margir félagar í Oddfellowreglunni voru áhugasamir kylfingar og á þessum tíma voru golfvellir á höfuðborgarsvæðinu ásetnir og erfitt að komast að til að stunda íþróttina. Á vegum Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa var ákveðið að kanna frekar möguleika á gerð golfvallar á svæðinu og var Hannes Þorsteinsson golfvallaarkitekt ráðinn til að gera tillögu um golfvöll á
svæðinu. Í framhaldi af því var stofnaður golfklúbbur innan Oddfellowreglunnar 12. maí 1990. Síðan var gerður samningur milli klúbbsins og Styrktar- og líknarsjóðs um að sjóðurinn leigði klúbbnum land undir golfvöll til 50 ára en að þeim tíma loknum eignaðist sjóðurinn golfvöllinn og þau mannvirki sem honum tilheyrðu. Framkvæmdir við golfvöllinn hófust 1991 og voru að verulegu leyti unnar í sjálfboðavinnu. Gengu þær svo vel að sumarið 1993 var völlurinn orðinn leikhæfur og þá var einnig búið að reisa golfskála á svæðinu svo og önnur mannvirki sem tilheyra rekstri golfvalla. Veitti Styrktar- og líknarsjóður mikinn stuðning við þessa uppbyggingu. Golfklúbbur Oddfellowa var lokaður klúbbur en til þess að starfsemi hans félli
Séð yfir hinn glæsilega golfvöll í Urriðavatnsdölum. Margir telja þetta fegursta golfvöll á Íslandi.
undir reglur Íþróttasambands Íslands var stofnaður annar klúbbur, Golfklúbburinn Oddur, sem síðar tók við meginhluta starfs Golfklúbbs Oddfellowa. Golfvöllurinn var í fyrstu 9 holur en á árinu 1994 var tekin ákvörðun um að stækka hann í 18 holur og gekk það verk svo vel að 18 holu völlurinn var vígður 8. ágúst 1997. Á árinu 2004 var byggt nýtt og glæsilegt klúbbhús. Félagafjöldi í Golfklúbbnum Oddi hefur vaxið jafnt og þétt og völlurinn verið mjög ásetinn. Því hafa verið uppi áform um að stækka völlinn enn frekar og gera hann að 27 holu velli.
Berklaveikin var plága á Íslandi og lagði fleiri að velli en nokkur annar sjúkdómur og var það ekki síst fólk á besta aldri sem lést úr berklum. Árið 1906 höfðu Oddfellowar forystu um stofnun félags og skipulögðu þjóðarátak til þess að reisa hæli fyrir berklasjúka. Bygging hælisins sem tók til starfa á Vífilsstöðum árið 1910 var risaátak og olli byltingu í meðferð og aðstöðu þeirra sem sjúkir voru, jafnframt því að byggingin varð í hugum Íslendinga
Einstaklega vel hefur tekist til með allar framkvæmdir við golfvöllinn og mannvirki í tengslum við hann og þykir völlurinn einn fallegasti golfvöllur á Íslandi. Frá upphafi hefur það verið markmið að fella völlinn inn í landslagið og gefur það honum mjög sérstakt yfirbragð. Frá upphafi hefur einstök snyrtimennska einkennt völlinn og umgengni á honum.
STÓRVERKEFNI FYRRI TÍÐAR Allt frá stofnun fyrstu stúkunnar á Íslandi árið 1898 voru Oddfellowar mjög virkir í baráttu fyrir líknar- og heilbrigðismálum á Íslandi og frumkvöðlar á ýmsum sviðum. Mesta stórvirkið sem þeir höfðu frumkvæði að var baráttan gegn berklaveikinni, eða „hvíta dauða“ eins og veikin var kölluð á Íslandi.
Stúlkur að leik á Silungapolli. Þær mynda hring um stúlku sem stendur með lokuð augun. Líklega er leikurinn „Ein ég sit og sauma.“ Í forgrunni myndarinnar eru skuggar þeirra er mynda hringinn.
Yfirlitsmynd yfir Vífilsstaðatorfuna þegar húsakostur var þar mestur.
tákn þess hvers þeir væru megnugir með samtakamætti sínum. Félagið sem stofnað var til að reisa hælið sá einnig um rekstur þess fyrstu árin og lögðu Oddfellowar mikið til rekstrarins. Árið 1916 yfirtók íslenska ríkið bæði byggingar og rekstur hælisins. Þótt margir fengju bót meina sinna á Vífilsstöðum gekk baráttan við berklana erfiðlega og var það ekki fyrr en um miðja tuttugustu öld að ný lyfjameðferð varð til þess að veikinni var að mestu útrýmt á tiltölulega skömmum tíma. Í tengslum við rekstur hælisins var hafinn mikill búskapur á Vífilsstöðum í þeim tilgangi að hælið gæti sem mest sjálft séð
sér fyrir landbúnaðarafurðum. Í gegnum tíðina risu margar byggingar á svæðinu við Vífilsstaði og þegar flest fólk var þar, sem sjúklingar og starfsmenn, voru íbúar þar fleiri en í mörgum þorpum á Íslandi. Annað stórvirki sem Oddfellowar réðust í var í þágu barna. Á fyrstu árum tuttugustu aldar var mikil fátækt á Íslandi og fjölmörg börn, ekki síst í Reykjavík, bjuggu við mikinn skort. Að frumkvæði Oddfellowa var komið upp sumarbúðum fyrir fátæk börn árið 1919 og árið 1921 var stofnað sérstakt félag innan Reglunnar og hafði það forgöngu um að reist var stórt sumardvalarheimili fyrir börn að Silungapolli sem er í nágrenni Reykjavíkur.
Myndarlegar byggingar barnaheimilisins að Silungapolli sem Oddfellowar byggðu. Þar ráku þeir barnaheimili um árabil. Húsið var rifið um miðjan níunda áratug síðustu aldar.
Kostaði félagið bygginguna og sá um rekstur heimilisins í áraraðir þannig að þau börn sem þar voru fengu vistina ókeypis. Ráku Oddfellowar heimilið fram til ársins 1948 og veittu því síðan stuðning fram til ársins 1965 en þá keypti Reykjavíkurborg heimilið og annaðist rekstur þess eftir það. Hjúkrunarþjónusta: Þegar á árinu 1903 höfðu Oddfellowar frumkvæði að því að komið yrði á hjúkrunarþjónustu við fátæk heimili í Reykjavík og var hún að verulegu leyti kostuð af Reglubræðrum fram til þess að aðrir aðilar tóku við þjónustunni árið 1915. Sjúkrasamlag: Oddfellowar stofnuðu og ráku fyrsta sjúkrasamlagið á Íslandi og var það undanfari almennra sjúkratrygginga í landinu. Eftir að þær komu til störfuðu þær eftir reglum sem Oddfellowar höfðu samið.
Radíumfélagið: Að frumkvæði Oddfellowa var stofnað félag árið 1918 sem gekkst fyrir því að radíumlækningar hófust á Íslandi en þær voru fyrstu skrefin sem stigin voru við krabbameinslækningar. Við þær lækningar var notað radíum sem var mjög fátítt og dýrt efni og ekki talið að til væru af því í heiminum nema 1-2 kíló en af þeim forða tókst Íslendingum að krækja sér í 142 grömm. Almenn verkefni: Oddfellowar styðja margvísleg verkefni á sviði líknar- og mannúðarmála. Er það jafnan gert með fjársöfnun félaganna og framlög afhent sem gjöf frá einstökum stúkum en ekki í nafni Reglunnar.
Traustir hlekkir
60 ára saga Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa og líknarverkefni Reglunnar á fyrri tíð eftir Steinar J. Lúðvíksson er hægt að nálgast hjá fulltrúum Styrktar- og líknarsjóðs Regludeilda I.O.O.F. á Íslandi.