Page 1

CQ TF 4. tölublað, 14. ágúst 2008 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Þóroddur Jónsson TF3JA ...er málgagn íslenskra radíóamatöra. Félagið ÍRA hefur starfað í 61 ár.

Aðsetur félagsins er í þjónustuhúsi ÍTR við Skeljanes og heimasíðan er www.ira.is.

Knarrarósviti - 26 metra hár, er austan við Stokkseyri og byggður árið 1939. Myndina tók Kári Davíðsson.

Innihald blaðsins: Ritstjóraspjall – Formannspistill – Aðalfundur 2008 – Fundargerð stjórnar – Ný amatörstöð – TF6M – Sendimagnarar – Útileikarnir – Nýjir leikar – GMT-UTC-LMT – Lög félagsins – Reikningar félagsins. 1


Ritstjóraspjall Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA Sælir félagar, Útileikarnir í ár tókust vel og gaman að heyra nýja amatöra í loftinu. Margar hugmyndir um breytt fyrirkomulag og samskiptin í Útileikunum hafa heyrst gegnum tíðina og einn félagi okkar sendi frá sér tillögu að nýjum leikum sem er hér aftar í þessu blaði. Vissulega má alltaf gera betur og uppfæra það sem áður hefur verið gert og um að gera fyrir sem flesta að setja fram hugmyndir og tillögur á jákvæðum nótum um það sem betur má fara eða getur aukið gildi keppninnar en í stórum dráttum sýnir reynslan að Útileikarnir eru eitthvað sem amatörar hafa áhuga á og taka þátt í. Ýmsir hafa bent á að oft hafi tekið langan tíma að kynna niðurstöðu keppninnar og jafnvel að einhver árin hafi ekki verið unnið úr þeim dagbókum sem sendar hafa verið inn. En nú stendur þetta allt til bóta og fram hefur komið að hjá félaginu er verið að vinna að því að koma upp netsíðu þar sem þáttakendur geta skráð sín sambönd og að þar verði forrit sem reiknar út stigin. Það er gott framtak og á eftir að auka gildi leikanna ekki síst ef þáttakendur geta sett inn sín sambönd meðan á keppninni stendur og fylgst með hvernig þeir standa sig miðað við aðra. Það ætti að vera hvatning til að gera enn betur og hvetja þátttakendur til að reyna að komast framar í röðina. Eitt af því sem rætt hefur verið um varðandi útileikana eru kalltíðnir og kallaðferð. Í okkar fámenna amatörsamfélagi er betra að vera með ákveðnar kalltíðnir á hverju bandi heldur en að þurfa að leita um öll bönd að félögum okkar. Reynslan sýnir að eina fastákveðna kalltíðnin 3633 kHz er næstum því nægjanleg miðað við þann fjölda sem tekur þátt í Útileikunum en vel mætti að ósekju fjölga kalltíðnum á 80 metra bandinu og fastákveða kalltíðnir á hinum böndunum og þá jafnvel gefa margfaldara fyrir sambönd á fleiri kalltíðnum á sama bandi til að hvetja til meiri virkni. Vitahelgin er framundan og einn ágætur amatör hefur hug á að koma á loft flugdrekaloftneti. Á netinu má finna margar skemmtilegar og fræðandi frásagnir og myndir af flugdrekaloftnetum. Hér er mynd af Marconi við flugdrekann sem hélt uppi loftnetinu sem hann notaði við fyrsta radíósambandið sem náðist yfir Atlantshafið fyrir meira en 100 árum síðan. Sjá: http://www.wireservices.com/n9zrt/kite.html Jónas Bjarnason, TF2JB, skrifar nokkrar greinar í þetta blað og vil ég færa Jónasi sérstakar þakkir fyrir hans framlag og aðstoð við útgáfu blaðsins. Anna, Villi, Snorri, Sveinbjörn og ekki síst Georg, eiga líka miklar þakkir skilið fyrir sín framlög til .þessa blaðs. ÍRA er lítið félag en stöndugt eins og sjá má á reikningum félagsins en félagið líður líka fyrir fámennið ef svo má að orði komast. Félagsmenn eiga að geta verið óhræddir við að koma hreint fram með tillögur og jákvæða opna gagnrýni á það sem þeir telja að betur megi fara eða þeir telja að félagið ætti að vinna að framar öðru. Í dag er vettvangur fyrir slíka umræðu varla til. Að vísu mætti nýta nýja umsagnarvalkostinn á heimasíðu félagsins til slíks en uppsetningin hentar ekki vel fyrir hinn almenna félagsmann til þess að hefja umræðu þar um ákveðin mál að eigin vali. Hvernig væri til dæmis að hafa stjórnarfundina opna fyrir áheyrn félagsmanna og hætta að halda því fram að oft þurfi þar að ræða viðkvæm mál í stjórn sem ekki þoli áheyrn eða eitthvað í þá áttina? Félagið er ekki leynifélag og öll mál sem tekin eru fyrir á stjórnarfundum eiga að vera opin og allar upplýsingar sem þar koma fram eiga að vera aðgengilegar öllum félagsmönnum, annað á ekki heima í þessu annars ágæta áhugamannafélagi. Þegar ég bauð mig fram til að ritstýra CQTF gerði ég það vegna ánægjunnar sem ég hef af því að standa í slíku verki en ekki vegna þess að ég teldi mig hæfastan til þessa verks. Ég er viss um að meðal okkar eru margir sem mundu vinna verkið miklu betur og gott væri að þeir sem telja að 2


standa eigi á annan hátt að þessari útgáfu hafi beint samband við mig og bendi á það sem betur má fara að þeirra áliti. Best væri ef fram kæmu jákvæðar tillögur og ekki síðra að félagsmenn væru nú ögninni duglegri við að leggja blaðinu til efni. En takk fyrir allt efni sem hefur borist, það verður notað fyrr eða síðar. Fyrrum ritstjóri Billi, TF5B, hefur verið mjög hjálplegur og bent á ýmislegt sem betur mætti fara. Hann hefur mikla og dýrmæta reynslu sem verður nýtt áfram. Takk fyrir það Billi. 88 e 73 de TF3JA

Formannspistill á miðju sumri 2008 Hrafnkell Eiríksson TF3HR Sælir félagar Gleðifréttir! Hætt hefur verið við öll áform um að taka af okkur félagsaðstöðuna í Skeljanesinu. Þetta var ákveðið í byrjun júní og lyftir þungu fargi af félaginu. Nú er bara að spíta í lófana og koma sjakknum og loftnetum aftur í fyrra horf. Varahlutir í SteppIR loftnetið hafa verið pantaðir. Einnig standa vonir til að við fáum að skipta um herbergi fyrir sjakkinn og fá stærra herbergi. Það á þó eftir að koma í ljós. Ljóst er að liðsinni félagsmanna þarf til að koma aðstöðunni í gott lag fyrir haustið svo starfið í vetur megi vera sem öflugast og blómlegast. Stjórnin hefur hafið undirbúning að vetrardagskrá. Skorað er á alla sem gætu haft góðar hugmyndir að dagskrárliðum í vetur að setja sig í samband við stjórn. Senn líður að síðasta lið sumardagskrárinnar sem er hin árlega Vitahelgi. Farið verður í Knarrarósvita helgina 15.-17. ágúst. Að venju verður boðið upp á kjötsúpu á laugardagskvöldinu. Undanfarin ár hafa Menningarnótt Reykjavíkurborgar og Vitahelgin rekist á. Þannig er því ekki farið í ár. Því ættu allir að komast að Knarrarósi í ár! Þetta er skemmtileg uppákoma og gott tækifæri fyrir nýja amatöra að taka fyrstu skrefin, taka þátt í loftnetasmíðum, uppsetningu stöðva, hafa fyrstu samböndin osfr. Aðalfundur ÍRA var haldinn í upphafi sumars og var vel sóttur. Þar sköpuðust líflegar umræður, sérstaklega um umsóknir nokkurra félagsmanna um eins stafs viðskeyti á kallmerki sín svo og afgreiðslu stjórnar. Stjórn hafði gert víðtæka leit að heimildum sem gætu aðstoðað hana við að afgreiða umsóknirnar svo og leitað ráða margra. Svo fór að aðalfundur ákvað að þar sem kröfur til umsækjenda hefðu ekki verið uppfærðar með nýrri reglugerð og öðrum breytingum í umhverfi okkar skyldu kröfurnar eingöngu vera þær að hafi menn G leyfi, verið amatörar í 25 ár og geta sýnt fram á staðfest sambönd við 100 DXCC lönd skyldi mæla með umsókninni við Póst- og Fjarskiptastofnun. Það hefur stjórn því gert og óskar félögum með ný kallmerki til hamingju. Það er von mín að þessi "fjöður í hatt" þeirra verði þeim til hvatning til dáða og í amatörstarfi. Aðalfundur óskaði líka eftir því að reglurnar um meðmæli með slíkum umsóknum yrðu endurskoðaðar og var stofnuð nefnd um það. Í henni sitja TF3KB, TF3Y (áður TF3YH) og TF3DX. Þó nokkrir hafa viðrað skoðun sína á vefmálum félagsins, annaðhvort opinberlega eða sett sig í samband við stjórn. Eins og áður hefur fram komið fram vinnur stjórn að endurskipulagningu og betrumbótum á vef og vefkerfi félagsins. Þetta verk tekur tíma og ég bið menn að sýna þolinmæði á meðan. Ég vil þó benda á að forsíða vefjar okkar http://www.ira.is/ hefur tekið breytingum. Hún er nú orðin fréttasíða sem er uppfærð reglulega. Þar geta menn einnig skilið eftir athugasemdir við þær fréttir sem þar eru settar inn. Fáir hafa nýtt sér það. Ég skora á menn að skoða þetta og þá möguleika sem í því felast. Ég hlakka til vetrarstarfsins og vona að sem flestir sjái sér fært að vera virkir í því. 73 de TF3Hrafnkell 3


Aðalfundur 2008 17. maí 2008, haldinn í félagsheimili ÍRA í Skeljanesi Mættir voru: TF3HR, TF3GC, TF3AO, TF3HK, TF3GW, TF3IGN, TF2WIN, TF3HP, TF5BW, TF3SG, TF1EIN, TF3VS, TF3YH, TF3DX, TF3GD, TF8SM, TF3KB, TF3TF, TF3PPN, TF3GL. Formaður TF3HR setti fundinn kl 14:00 og bað fundarmenn að minnast Konráðs Þórissonar TF3KE með stuttri þögn. 1. Kosinn fundarstjóri. TF3HR lagði til að Kristján Benediktsson TF3KB yrði kosinn fundarstjóri. Var það samþykkt. 2. Kosinn fundarritari. TF3HR lagði til að Guðmundur Löve TF3GL yrði kosinn fundarritari. Var það samþykkt. 3. Könnuð umboð. Enginn fundarmanna hafði umboð annarra til að fara með atkvæði sitt á fundinum. 4. Athugasemdir við fundargerð síðasta aðalfundar, ef einhverjar hafa borist, ræddar og bornar undir atkvæði. Athugasemdir voru engar. Fundargerð síðasta aðalfundar var samþykkt samhljóða. 5. Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins. Skýrsla formanns, Hrafnkels Eiríkssonar TF3HR fer hér á eftir: Ég var kjörinn formaður félagsins á síðasta aðalfundi. Þakka það traust og vona að félagsmenn sjái ekki mikið eftir því. Þetta er því mín fyrsta skýrsla sem formaður á aðalfundi. Í stjórn voru kjörnir á síðasta aðalfundi Ársæll AO og Sveinn SNN en fyrir sat ég(HR) og Þór GW. Einnig var Georg LL kosinn til eins árs þar sem ég flutti mig í formannsembætti. Stjórn skipti með sér verkum þannig að, Hrformaður Gwvaraformaður Aogjaldkeri Llritari SNNmeðstjórnandi Varamenn voru kosnir Jón Gunnar PPN og Þór TON. Embættismenn félagsins voru DC skoðunarmaður reikninga. Prófanefnd DX, KB, KX, SM og VS. QSL mál í höndum GB og PPN. Félagið fékk nýjan ritstjóra félagsblaðsins okkar CQTF á því starfsári sem er að enda og tók við af Billa TF5BW. Jón Þóroddur TF3JA tók að sér verkefnið. Einnig fékk félagið nýjan vefstjóra, Jóhann TF3WX. Ég vil biðja félagsmenn að vera duglega að aðstoða þá við að útvega efni bæði í blaðið og á vefinn. Georg TF3LL hvarf til starfa erlendis eftir áramót og því hefur vantað eitt hjól undir vagninn síðan þá. Ýmislegt var á dagskrá félagsins á síðasta starfsári. Í júlí var TF3DX með fræðsluerindi um stutt loftnet m.v. bylgjulengd, sérstaklega hugsað fyrir áhugsama um bílloftnet. Um verslunarhelgina voru venju samkvæmt TF-útileikarnir sem tókust með ágætum þetta sinn. Þáttakan var bæði mjög góð svo og skilyrðin líka. Síðar í ágúst tóku félagar í ÍRA svo þátt í alþjóðlegri vitahelgi frá Knarrarósvita sem einnig er orðin fastur punktur í félagsstarfinu. Fjöldi gesta kom í vitann og annaðhvort tók þátt í að reka stöðina eða hitta félaga og gæða sér á dýrindis gúllassúpu. Í september tók Þór TF3GW á móti félögum á Rjúpnahæðina. Það var með síðustu tækifærum til að sjá starfsemina þar, þar sem hún er að flytja.

4


Í október tók félagið að sér að aðstoða skáta við að taka þátt í JOTA með því að reka stöð um borð í Sæbjörgu en þar var skátamót haldið. Í nóvember var haldin uppskeruhátið TF-útileikanna en þá kynnti Kristinn TF3KX úrvinnslu sína og niðurstöður úr þeim loggum sem bárust eftir útileikana. Kristinn TF3KX lagði ásamt fleirum mikla vinnu í þetta og á þakkir og hrós skilið. Billi TF5BW sá um að útbúa viðurkenningar handa þáttakendum og á sömuleiðis þakkir skildar. Í desember héldum við flóamarkað þar sem félagsmenn gátu komið og selt, keypt og prúttað. Greinilegt var á því að félagsmenn eiga í skápum og skúffum töluvert af búnaði og þeir sem nenntu að hafa sig eftir því gætu komist í loftið fyrir lítið. Í janúar héldum við amatörbíó, þ.e. sýndum 2 heimildarmyndir um DX leiðangra. Tvisvar á starfsárinu stóð félagið að prófi fyrir nýja amatöra, í ágúst og í apríl og alls fjölgaði leyfishöfum um 18 á starfsárinu. Fyrra prófið var haldið í kjölfar námskeiðs sem radíóklúbbur Háskóla Íslands stóð fyrir og það síðara var eftir almennt námskeið haldið nú eftir áramót. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim fjölda sjálfboðaliða sem tekur þátt í því að halda námskeið og próf og leggur til töluverða vinnu í hvert sinn. Ekki hefur stór hluti þessara nýju amatöra skilað sér í loftið. Stutt er reyndar liðið frá síðasta prófi. Þetta vekur samt aftur upp þá spurningu hvað við sem félag getum gert til að aðstoða nýliða við að taka fyrstu skrefin. Elmer fyrirkomulagið þekkja margir og sá sem hér talar hefur haft aðgang að góðri handleiðslu sem hefur skipt sköpum. Verði ég kosinn aftur sem formaður hef ég áhuga á að leggja vinnu í að bæta þá handleiðslu og stuðning sem nýliðar geta sótt til félagsins. Eins og félagsmönnum er kunnugt um þá hefur okkur verið tilkynnt að við verðum að yfirgefa félagsaðstöðu okkar í Skeljanesi. Í raun má segja að allt síðasta starfsár félagsins hafi húsnæðismál félagsins verið í óvissu. Okkur var tjáð upprunalega að til stæði að rífa húsið þar sem það væri svo mikill lýti á borginni. Ýmsar dagsetningar hafa verið nefndar í því en húsið stendur nú enn. Nú síðast virðist hafa verið hætt við að rífa það eða amk fresta því þar sem borgin sjálf þarf þetta "ljóta" hús, svo og svæðið, til afnota fyrir gatnamálastjóra í kjölfar deilna um lóð í Vatnsmýrinni þar sem starfsemi hverfismiðstöð gatnamálastjóra er nú. Illa hefur gengið að finna annað húsnæði. Orkuveita Reykjavíkur virtist á tímabili ætla að útvega okkur aðstöðu nálægt gömlu rafstöðinni í Elliðaárdal en þegar á hólminn var komið og við sýndum þeim fyrirhuguð loftnet hættu þeir við. Staðsetningin og aðstaðan sem okkur var boðin í Elliðaárdal hefði annars hentað félaginu vel. Það er Íþrótta- og tómstundaráð borgarinnar sem hefur útvegað okkur aðstöðuna hér og við höfum verið í reglulegum samskiptum við þá vegna málsins. Við höfum nú þegar tekið niður hluta af búnaði okkar hér vegna fyrirhugaðra flutninga og rifs á húsinu en í kjölfar óveðurs um áramótin skemmdist SteppIR beamið okkar og var þá ákveðið að taka það niður svo og turninn. Hefur það svo og óvissan um framtíð aðstöðu fyrir félagsins komið sér mjög illa fyrir félagið og dregið úr mönnum kraft þegar kemur að öðrum félagstörfum. Það er ljóst að verkefni þeirrar stjórnar sem tekur til starfa eftir þennan fund er að leita nýrra leiða til að koma þaki yfir okkur og reyna að eyða þessu óvissuástandi. Nú nýlega kom Guðmundur Ingi TF3IGN okkur í samband við félaga sína í björgunarsveit Mosfellsbæjar til að kanna möguleika á að fá aðstöðu í þeirra húsnæði. Það er áhugaverð tillaga sem verður skoðuð á næstunni og kostir og gallar metnir. Í lok febrúar sótti Þorvaldur TF4M um afnot af sérstöku eins stafs kallmerki í tilefni keppnisþáttöku í Russian DX contest en hann fékk af því tilefni heimsókn hóps af rússum til að taka þátt með sér. Stjórn ÍRA mælti með að þeim yrði úthlutað kallmerkinu TF4Y tímabundið í samræmi við fyrri samþykktir félagsins. Þessi gjörningur hrinti af stað umræðu um kallmerki með eins stafs viðskeyti sem leiddi m.a. til þess að 3 amatörar sóttu um breytingu á kallmerkjum sínum í kallmerki með eins stafs viðskeyti. Stjórn ÍRA ákvað að bíða með að afgreiða umsagnir um þessar umsóknir meðan málið væri kannað. Þetta var gert í ljósi þess hve málið virtist vera mikilvægt í huga félagsmanna og í ljósi þess hve margt var á huldu fyrir stjórn um hvernig bæri í raun að standa að slíkum úthlutunum. Mikil vinna innan stjórnar fór því af stað í að grafa upp heimildir og sögu eins stafs 5


kallmerkja svo og hvað hefði verið samþykkt áður. Stjórn stóð svo fyrir félagsfundi um málið 5. apríl síðastliðinn. Því miður sáu sér fáir fært að mæta á þann fund en það sýnir kannski að hinn almenni félagsmaður hafði ekki sterkar skoðanir á málinu. Þrátt fyrir þetta var fundurinn gagnlegur og fróðlegur. Fundargerð þessa fundar hefur því miður ekki birst en niðurstaða hans varí meginatriðum á þá leið að viðmiðin frá 1980 um kröfur til umsækjenda væri það sem réttast væri að horfa til svo og ályktun um að viðskeytunum X,Y og Z mætti úthluta til einstaklinga væri sérstaklega sóst eftir því. Stjórn hefur því ákveðið að ljúka málinu með þessar þrjár umsóknir á þann veg að biðja umsækjendur að gera grein fyrir því hvernig þeir uppfylla kröfurnar frá 1980. Undanfarin ár hafa verið viðræður milli Póst- og Fjarskiptastofnunar um innflutning amatöra á óCE merktum búnaði sem getur starfað utan amatörtíðnanna. Því máli er nú endanlega lokið með því að gefið hefur verið út eyðublað með nokkurs konar drengskaparheiti um að búnaðurinn verði eingöngu notaður á amatörtíðnum. Þegar hefur reynt á þetta í nokkrum tilfellum og alltaf gengið vel. Póst og Fjarskiptastofnun hefur einnig heimilað okkur áframhaldandi not af rásum á 5MHz, 60metrum til ársins 2010. Á heildina litið megum við vera ánægð með starfsárið sem er að líða þótt vissulega hafi húsnæðismál svo og að stjórnin hafi ekki verið fullskipuð sett strik í reikninginn. Hér á eftir þarf að kjósa nýja stjórn. Ég mun gefa kost á mér aftur sem formaður. Þetta fyrsta ár hefur verið lærdómsríkt en það sem uppúr stendur er að ég þarf að vera duglegri að dreifa verkefnum. Ég veit að margir eru tilbúnir að leggja hönd á plóginn vilja gjarnan taka þátt. Kjósa þarf 2 nýja stjórnarmenn. Þór TF3GW hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér aftur en hann hefur setið í stjórn síðan árið 2004. Ég vil því fyrir hönd stjórnar og allra félagsmanna þakka honum starfið í þágu félagsins. Einnig þarf að kjósa nýjan mann í stað Georgs TF3LL en hann gefur ekki kost á sér í aðalstjórn vegna þess hve mikið hann verður erlendis. Ágætu félagar, eflaust er ég að gleyma einhverju og fara rangt með annað. Ég bið ykkur þá að bæta við og leiðrétta hér á eftir. Þakka fyrir. Umræður um skýrslu formanns: TF5BW spurði um hvernig hægt væri að heimfæra reglurnar frá 1980 væru heimfæranlegar í ljósi breytts leyfisstrúktúrs (C-leyfið er ekki til lengur). Taldi að best væri að miða við efsta leyfi sem í gildi er í dag (G-leyfis). TF3YH studdi hugmyndina um að hægt væri að hægt væri að miða við Gleyfið. TF3KB léði máls á því sama. TF3HR endurtók þá túlkun stjórnar að enn sé miðað við Cleyfið því þeir sem gætu sótt um í dag voru hvort eð er með leyfi árið 1980. TF3VS tók undir orð formanns. TF3SG lýsti eftir því að þetta yrði skýrt. TF3HR skýrði hlutverk félagsins sem umsagnaraðila. Fundarstjóri lagði til að frekari umræða um kallmerkjamálið væri færð undir liðinn önnur mál. Var það samþykkt. 6. Aðrir embættismenn gefa skýrslu um starfsemi sinna embætta. TF3BM sagði QSL-málin ganga vel. TF3YH spurði hvernig TF-menn stæðu sig í að senda kort: TF3BM sagði þetta auðvitað einkamál, en sumir stæðu sig betur en aðrir. TF4M hafi t.d. sent 40 þúsund kort frá því síðan um páska, og TF3BM tók það fram að sér hefði verið heimilað að segja frá þessu. TF3BW sagði frá diploma-málum. Það væru gefin út 20-30 diplomu á ári sem er venjulegt magn. 6


TF3GW sagði frá endurvarpamálum: Truflanir hafa verið á Reykjavíkurendurvarpanum en komið í lag. Skálafellsendurvarpinn varð fyrir truflunum af öðrum búnaði í vetur og var tekinn úr sambandi; verður farið uppeftir þegar aurbleyta er farin. Bláfjöll er líka þjáður af truflunum. Búrfell hefur verið í góðu lagi. Vaðlaheiðin er enn niðri og veðrur að skoða. TF3GS mun taka við endurvarpamálum af TF3GW ásamt Sigga Harðar og fleirum. Notkun á endurvörpunum er lítil sem engin og hart að vera að berjast við að halda þeim gangandi þegar engin notkun er að sögn GW. Echolinkurinn sé hins vegar töluvert notaður. Verið sé að leita að nýrri staðsetningu fyrir 6-metra radíóvitann, helst fjarri íbúðabyggð, en TF3GW ætlar að koma honum fyrir til bráðabirgða. Spurningar: TF3VS spyr hvort til tals hefði komið að setja tónopnun á endurvarpa til að stemma stigu við truflunum. TF3HR tók undir þessa spurningu. TF3GW svaraði því til að meðan tail-ið er opið geta endurvarparnir engu að síður tekið truflun sem áframhald á merkinu, og að svo lengi sem hægt sé að forðast að setja tóna bæri að gera það. TF3GL spurði hvort til tals hefði komið að falast eftir plássi á Skarðsmýrarfjalli í Hengli. TF3GW kvaðst telja að það mætti athuga. TF5BW sagði Skálafellsendurvarpann ná vel í norðurátt og huga þyrfti að því sjónarmiði. TF3DX sagði prófastarfsemi hafa gengið vel, en 18 nýir amatörar hafa skilað sér úr prófum frá síðasta aðalfundi. TF3VS sagð frá málefnum tengdum Póst- og fjarskiptastofnun. Hann kvaðst svara erindum P&S skilmerkilega og leita til stjórnar ef þörf væri á stjórnarsamþykktum kringum fyrirspurnir. Mikið traust sé milli aðilanna og P&S afgreiði nær undantekningalaust öll mál í samræmi við álit félagsins. TF3KB sagði þetta hlutverk félagsins mikilvægt og sérstaklega mikilvægt að félagsmenn gerðu út um sín mál innan sinna raða, en færu ekki með mál til P&S sem óleyst væru innan raða félagsins. TF3KB sem IARU-tengiliður sagði að í ár væri ráðstefna IARU, sem haldin er á 3 ára fresti. Hann benti á að e.t.v. ætti að e.t.v. ætti að bjóða Ísland fram sem ráðstefnustað. TF3KB sagðist hins vegar vera hættur að fá póst frá IARU, en TF3HR vissi ekki af hverju slíkt stafaði og myndi athuga málið. Um ráðstefnuhaldið sagði TF3HR að stjórnin hefði ályktað að hún treysti sér ekki í að halda IARUeða NRU-ráðstefnu. TF3KB sagði helsta ókláraða málið vera að Ísland er ekki með í NRUfundaröðinni og benti á þá aðferð að við gætum fengið reglum breytt á þann veg að við værum með en gætum afþakkað að halda fundina. 7. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar. Reikningar félagsins eru aftast í þessu blaði. TF3AO sagði að í félaginu væru 170 félagsmenn, af þeim væru 26 á kynningaraðild og greiðandi félagar 133. All hefðu 105 félagar greitt árgjald en 28 hefðu ekki greitt. Þá gerði AO grein fyrir tækjakaupum félagsins á árinu: TenTec tuner (59 þúsund), stafrænn SWR- og aflmælir (39 þúsund), öryggisbúnaður (46 þúsund), verkfæri (15 þúsund), samkomutjald og stólar (40 þúsund). Umræður: TF5BW vill sjá frekari sundurliðun á reikningum (skýring 1, skýring 2 o.s.frv.), lýsir einnig eftir eignaskrá. TF3SG tók undir ósk um að skýringar fylgdu reikningunum, og benti á að sjóðsstreymi mætti fylgja með; ársreikningurinn væri hins vegar ekki eignaskrá. TF3AO sér ekkert til fyrirstöðu að koma þessum gögnum einhvers staðar fyrir þótt endurskoðandi félagsins hafi ekki séð ástæðu til að tíunda þetta.

7


Samþykkt að leggja reikningan fyrir þótt annar aðalskoðunarmaður hafi ekki komist til að undirrita reikningana enda hafi varamaður gert það í hans stað. Voru reikningarnir þvínæst samþykktir. Áður en haldið var til kaffihlés kvaddi formaður sér hljóðs og sæmdi fyrrverandi formann félagsins TF3HP nafnbót heiðurfélaga ÍRA og færði honum heiðursmerki félagsins. 15:30 Hlé til kl 16:00 8. Lagabreytingar Tillaga lá fyrir fundinum frá TF3YH um breytingu á 27. grein laga félagsins og um nýja grein númer 28. TF3YH gerði grein fyrir tillögu sinni og er vísað til greinargerðar um málið í CQTF 3 tbl. 2008 en ekki haft eftir í þessari fundargerð. TF3DX tók til máls um tillöguna og taldi e.t.v. gæta misskilnings um notkun orðsins "samþykktir" í núverandi félagslögum. Hann sagði að í sinni tíð tvisvar hefði verið gerð gagnger breyting á félagslögum, í annað skiptið fyrir 1970, og þá hefði orðalagi verið breytt í "samþykktir" í staðinn fyrir "lög". Hitt skiptið var uppúr 1990, og þá voru samþykkt ný "lög" sem þá hétu líka "samþykktir". TF3DX túlkar því allan núverandi lagatexta félagsins sem svo að orðið "samþykktir" eigi við um lög, en ekki aðrar samþykktir félagsfunda eða stjórnar. TF5BW leggur til þá breytingu á tillögu YH að fellt verði burt ákvæði um að lögin öðlist fyrst gildi við birtingu, heldur taki þau gildi við samþykki tillagnanna á aðalfundi. TF3YH segir það snerta grundvallaratriðið í breytingartillögu sinni að það er hætta á að breytingar á lögum fari fram hjá mönnum ef þær eru ekki birtar. Til þess sé einmitt tillagan gerð að koma í veg fyrir að lagabreytingum sé misbeitt. TF3DX tók undir sjónarmið TF3GW um að birting gæti dregist og það væri óæskilegt, og að tilkynning um lagabreytingu sem send sé félagsmönnum í fundarboði aðalfundar vegi á móti þessari hættu. TF3HR bar þvínæst fram breytingartillögu við tillögu TF3YH sem hljóðar svo: Formleg tillaga TF3HR er að bæta við breytta 27. grein orðunum "og verði dreift með aðalfundarboði" og það komi inn á eftir orðunum "fyrir 15. apríl" og að tillaga að breyttri 28. grein standi sem áður með þeirri breytingu að þar standi "öðlast gildi þegar í stað" í stað "öðlast gildi þegar birting hefur átt sér stað" og í stað orðanna "og/eða" komi orðið "og". Greinarnar hljómi því svo: 27. gr. Félagslögum verður aðeins breytt á aðalfundi, enda hafi frumvarp að nýjum eða breyttum greinum borist stjórn félagsins fyrir 15. apríl og verið dreift með aðalfundarboði. Þó getur aðalfundur samþykkt breytingar á félagslögum, sem fram koma á fundinum, séu 88% fundarmanna samþykkir. Breytingartillögur sem fram koma á aðalfundi skulu einungis varða þær tillögur er þar liggja fyrir og nauðsynlegar afleiðingar þeirra. Með tillögum að breytingum skal fylgja skrifleg greinargerð þar sem gerð er grein fyrir ástæðum tillagnanna og væntum áhrifum þeirra. Sé ætlunin að lagabreyting hafi víðtækari áhrif en eingöngu á félagslögin sjálf, svo sem ógildi sérstakar aðalfundarályktanir eða sérstakar samþykktir fyrri aðalfunda skal sérstaklega vísað til þeirra í viðkomandi breytingartillögu og greinargerð.

8


28. gr. Félagslög skal birta í blaði félagsins CQTF og á vefsvæði félagsins http://www.ira.is og öðlast gildi þegar í stað. Sérstakar samþykktir og ályktanir aðalfunda eða félagsfunda skal birta með sama hætti. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. TF5BW leggur til að 7. grein verði felld út enda segi hún það sama og 9. grein, og númer eftirfylgjandi greina flytjist upp um eitt sæti. Tillagan var samþykkt með 15 atkvæðum á móti einu, enginn sat hjá. Þetta þýðir 93,5% samþykki fyrir tillögunni, og telst hún því löglega samþykkt skv. sk. "88%-reglu" um lagabreytingar félagsins þótt þær séu ekki framkomnar skriflega fyrir aðalfund. 9. Stjórnarkjör TF3HR var samhljóða endurkjörinn formaður félagsins. Fylla þarf tvö aðalstjórnarsæti til tveggja ára, því TF3GW hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri og TF2LL er við störf erlendis. Kjörnir voru í stjórn TF3SG og TF3GL, eftir tillögu TF3HR. Var kjörið samhljóða. Áfram sitja í aðalstjórn TF3AO og TF3SNN. Kjör varamanna í stjórn fór fram með leynilegri kosningu þar sem þrír voru í framboði, en TF2LL hafði fært þau skilaboð til fundarins að hann mætti kjósa sem varamann ef þörf þætti, þrátt fyrir fjarvistir um þessar mundir. Fór atkvæðagreiðslan svo: TF3PPN (14 atkvæði), TF2LL (2 atkvæði), TF3HP (12 atkvæði). Tveir seðlar voru ógildir. TF3PPN og TF3HP voru því rétt kjörnir varamenn í stjórn. 10. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.TF3HK og TF3DC voru kjörnir aðalskoðunarmenn reikninga. TF3VS var kjörinn til vara. Allir voru þeir samhljóða kjörnir. 11. Ákvörðun árgjalds Gjaldkeri TF3AO tók til máls og sagði árgjaldið hafa verið 4000 krónur í ein 8 ár, en helmingur þeirrar fjárhæðar fyrir þá sem séu orðnir 67 ára gamlir. TF3AO lagði í kjölfarið til að félagsgjaldið væri hækkað í 5000 krónur í ljósi óvissunnar um húsnæðismál félagsins. TF3SG lagði til 4500 krónur. TF3DX lagði til 4000 krónur. TF5BW lagði til 3000 krónur. Tillaga TF3AO um 5000 króna árgjald var fyrst borin undir atkvæði, og hlaut hún 9 atkvæði á móti 5 og var því samþykkt. 12. Önnur mál TF3A sendi fundinum eintak af CQTF 1. tbl. 1. árg 1964 að gjöf, og kom TF5BW því til skila til fundarins. TF3DX hafði bæði vélritað upp blaðið og teiknað blaðhausinn. TF2WIN léði máls á tillögun námskeiðshalds og að aukin áhersla væri lögð á praktíska kynningu í upphafi. TF3DX benti á mikilvægi þess að tala um siðfræði radíósins í námskeiðshaldinu. TF3YH nefndi að það væri e.t.v. ástæða til að hafa sérstakt námskeið "í loftinu" á 3633 um kallmerkjanotkun o.fl. Ábending kom frá TF3YH að myndir í eigu safnsins yrðu skannaðar.

9


YH gerði "frjálslegt orðfærði og siði" á 3,633MHz umtalsefni. KB, DX tóku undir þetta og ræddu um gildi "self policing" meðal amatöra. DX spurði um umfjöllun um siðavenjur og reglur á námskeiði og minntist á að það hefði verið hluti af námskeiði nýlega. HR sagði heildarendurskoðun á námsefni þurfa að fara fram, bæði vegna þessa svo og atriða sem komu fram í könnun á samhæfni íslenska námsefnisins við HAREC kröfur. Almennt væru þær vel uppfylltar en einstaka smáatriði þyrfti að skerpa á. BW benti á vöntun á skjalaverði fyrir gömul gögn og myndir. AO benti á að það starf sem SNN væri að vinna núna væri hluti af skjalavörslu. WIN benti á að tækifæri væri að setja upp yfirlit yfir söguleg gögn og myndir tengdar starfinu ef flutt væri nýtt húsnæði. YH talaði um félagsfundinn um kallmerki með 1-stafs viðskeyti sem nýlega var haldinn. Hann sagði miður hve illa hann hefði verið sóttur en benti jafnframt á að sá fundur hefði í raun lélegt umboð. YH spurði fundarmenn hvort þeir litu svo á að viðmið frá 1980 ættu en við og taldi umhugsunarefni hvernig ætti að taka á því í ljósi breyttra leyfismála s.s. C vs. G. BW sagði frá pósti til hans frá stjórn um kröfur v/ umsóknar sinnar um 1-stafs viðskeyti þar sem beðið var um staðfestingu á að hann hefði tekið C próf. BW benti á að aðeins hafi 4 tekið C próf en allir aðrir sem höfðu það hefðu fengið það án prófs. Í dag væri G leyfi efsta leyfi. KB sagði það afleita reglu ef túlka ætti reglur frá 1980 um C leyfi þannig að farið væri fram á leyfi sem ekki væri til. KB lagði til að í raun ætti G-leyfið að gilda fyrst C væri ekki til. BW las þá póst frá stjórn til umsækjanda um kallmerki með 1-stafs viðskeyti. YH sagði jákvætt að póstur hefði verið sendur fyrir fund svo fundur gæti leiðbeint stjórn um áframhaldið. SG sagði sína skoðun að umsækjendur ættu að draga umsóknir til baka þar sem óvissa væri um reglur. YH/KB leggja til að krafan um C leyfi frá 1980 verði túlkuð sem krafa um G leyfi í dag. Það er borið undir atkvæði og samþykkist með 8 atkvæðum með og 1 á móti. Þá sköpuðust umræður um hvernig ætti að túlka kröfuna um að hafa verið "skikkanlega virkur í loftinu". YH spurði hvort þeir sem fengu 1 stafs viðskeyti 1980 hefðu fengið einhverja útfærslu á þessari virknikröfu. KB sagði að stjórn í hans tíð hefði litið svo á að 100 staðfest DXCC lönd væri útfærsla á virknikröfunni. DX las úr frásögn um fund frá 1980 sem rök fyrir túlkun KB. DX lagði til að "100 DXCC lönd staðfest með kortum sé nægileg virknikrafa". 11 af 15 segja já og enginn á móti. Samþykkt. DX talaði um mikilvægi þess að endurskoða þessar reglur m.t.t. breyttra aðstæðna. HR lagði til að nefnd yrði stofnuð um framtíðarreglur. BW stakk upp á GW, YH og DX í nefnd. DX stingur upp á KB. GW baðst undan. KB nefndi þörf fyrir kjölfestu félagsins sem niðurskrifaðar hefðir og reglur sbr. "constitution" og "bylaws" í erlendum félögum. KB lagði til að nefndinni yrði einnig falið að vera "kjölfestunefnd" en dró svo til baka í kjölfar gagnrýni um umfang málsins frá YH og HR. AO benti á að fundur væri orðin langur. YH spurði hvort einhver leið væri til að hraða vinnu nefndar um 1-stafs viðskeyti til að minnka líkur á að stjórn lenti í vandræðum með fleiri umsóknir á næstunni. Alm. tók fundur vel undir þessa hugmynd. HR lagði til að "stofnuð verði 3ja manna nefnd hvers hlutverk er að endurskoða reglur um hvenær stjórn getur mælt með umsóknum um kallmerki með 1-stafs viðskeyti. Að sú nefnd skili af sér fyrir október lok 2008". KB, DX og YH skipa þessa nefnd sbr áður fram komnar tillögur. 13/15 eru fylgjandi 0 á móti. Samþykkt. BW spurði um vinnu við skilgreiningu TF0. HR sagði KB, LL og GB hafa verið setta í nefnd. GB sagði sig úr nefndinni. Frá restinni kom engin niðurstaða og LL fór úr landi og því nefnd leyst upp. KB sagði frá upplifun sinni af nefndinni og sagði mjög skiptar skoðanir hafa verið innan nefndar. KB sagðist vera enn að hugsa um þetta mál með sér. BW gerir að tillögu sinni að stjórn verði falið að skipta 3ja manna nefnd sem skilgreinir TF0 sem eitt óskipt svæði á miðhálendi Íslands og skili fyrir októberlok 2008. Tillaga samþykkt með öllum greiddum atkvæðim.

10


YH benti á að uppi væru raddir um hvort viðhalda ætti kallsvæðaskiptingu sbr. umræður á félagsfundi um eins stafs viðskeyti. HR sagði stjórn ekki hafa rætt ályktun frá þeim fundi þar sem fundargerð hefði ekki borist. HR gerir að tillögu sinni að boðað verði til framhaldsaðalfundar eða fundi slitið. Fundarmenn kjósa að slíta fundi. Fundi slitið kl 19:02. Fundargerð ritaði TF3GL, en TF3HR tók við ritun fundargerðar við liðinn önnur mál.

Fundur stjórnar ÍRA, haldinn 20. maí 2008 kl 20.30 í Skeljanesi Mættir voru TF3HR, TF3AO, TF3SG, TF3GL, TF3SNN og varamaður TF3HP. Dagskrá fundarins: 1. Stjórn skipti með sér verkum Að tillögu aðalfundarkjörins formanns TF3HR skipti stjórnin formlega með sér verkum sem hér segir: TF3HR formaður, TF3SG varaformaður, TF3AO gjaldkeri, TF3GL ritari og TF3SNN meðstjórnandi. 2. Afgreiðsla kallmerkjaumsókna með eins stafs viðskeyti Stjórnin tók fyrir umsóknir þriggja amatöra um kallmerki með eins stafs viðskeyti í samræmi við reglur samþykktar á aðalfundi 2008. Tvær umsóknanna voru afgreiddar og sendar Póst- og fjarskitpastofnun með meðmælum um úthlutun eins stafs viðskeytis, en ein umsókn var send til baka til amatörsins með ósk um frekari upplýsingar. Ritara TF3GL var falið að koma áliti stjórnar ÍRA á framfæri við P&F 3. Dagskrá sumarsins Rætt var um uppákomur sumarsins, útileika og vitahelgi, og lögð drög að kynningu og undirbúningi. Sem varaformaður hefur TF3SG þann málaflokk með höndum af hálfu stjórnar en verður erlendis fram að vitahelginni. Einnig var rætt um ýmsa möguleika á minni uppákomum, allt frá jeppaloftnetamælingum eins og gerðar voru sumarið 2006 og gafst mjög vel, yfir í morsekeppni. Álitið var að efla þyrfti hópa innan ÍRA til að standa í auknum mæli fyrir uppákomum á sínu sérsviði; sem dæmi þá fjölmörgu jeppamenn úr 4x4 sem tekið hafa amatörpróf og gengið til liðs við ÍRA. Fleiri mál voru ekki á dagskrá fundarins og var honum slitið kl 22.30. Fundargerð ritaði TF3GL

11


Um kaup á nýrri amatörastöð haustið 2008 Jónas Bjarnason, TF2JB. Nokkrar sviptingar hafa orðið á markaði fyrir sendi-/móttökustöðvar í HF-tíðnisviðum radíóamatöra frá því undirritaður fjallaði um þetta efni í 3. tbl. CQ TF í nóvember 2007. Stærstu fréttirnar eru líklega kaup Motorola á 80% hlutafjár í Vertex-Standard (sem framleiðir Yaesu) skömmu fyrir síðustu áramót. Um tíma lék vafi á hvort Motorola ráðgerði að leggja niður framleiðslu á Yaesu HF-stöðvum, en þegar þetta er skrifað bendir flest þó til að svo verði ekki. Á hinn bóginn er nokkuð ljóst, að JVC hefur ekki í hyggju að bjóða Kenwood HF-stöðvar eftir að núverandi lager af 480 og 2000 stöðvunum hefur verið seldur (en JVC keypti Kenwood upp úr miðju ári í fyrra). Þá var staðfest í júlímánuði, að Hans Hilberling hefur hætt við markaðssetningu á Hilberling PT-8000 línunni. Þetta kom á óvart, m.a. í ljósi þess að Hilberling var með glæsilega kynningu á Ham Radio 2008 sýningunni í Friedrichshafen sem haldin var 27.-29. júní s.l.

Hilberling FT-8000A ásamt HN-8000 aflgjafanum á Ham Radio 2008. Ljósmynd: TF2JB. Á þessum tíma hafa sérstaklega tveir framleiðendur aukið trúverðugleika sinn á markaðnum, þ.e. Elecraft og Flex Radio Systems. Elecraft, sem hefur m.a. getið sér gott orð fyrir KX1, K1, K2 og K2/100 stöðvarnar (seldar ósamsettar) kom sterkt inn á markaðinn í vor með K3 stöðina (HF/50MHz) sem hefur hlotið mjög góðar viðtökur og umsögn, m.a. hjá Sherwood Engineering. 1 K3 er fáanleg annaðhvort sem 10W eða 100W og hvort heldur er, samsett eða ósamsett. Elecraft selur beint til radíóamatöra. Flex Radio Systems, sem framleiðir „SDR 2“ stöðvar er orðið nokkuð þekkt nafn á sínu sviði, sbr. Flex 1000 og Flex 1600 línurnar sem hafa verið þó nokkurn tíma á markaði. Þeir hafa einnig komið sterkt inn á markaðinn frá þessu vori með Flex 5000 línuna, þ.e. Flex 5000A og Flex 5000C stöðvarnar. Flex Radio Systems selja sínar stöðvar líka einvörðungu beint frá verksmiðju. Það sem af er árinu hefur Icom markaðssett IC-7700 sem er ný HF/50MHz stöð með 200W sendi (einskonar ódýrari útgáfa IC-7800) sem er m.a. búin 3. kynslóð „DSP“.3 Stöðin er mjög glæsileg og fékk Icom m.a. japönsku iðnhönnunarverðlaunin fyrir útlitshönnun hennar. Ný stöð, IC-7200, er síðan væntanleg á markað í september n.k., en IC-7200 er 100W bílstöð fyrir HF/50MHz og er 1

“Receiver test data sorted by Dynamic Range Narrow Spaced” – http://www.sherweng.com/table.html. ”Software Designed Radio“. 3 “Digital Signal Processing“. 2

12


sterklega byggð fyrir erfiðar aðstæður (s.s. mismunandi hitastig og vatnsveður). Icom hækkaði verð á öllum tækjum og búnaði um 3-8% á Bandaríkjamarkaði 1. júní s.l. 4 Yaesu hefur haldið áfram öflugri markaðssetningu á FT-950 og FT-450 stöðvunum sem komu nýjar á markað s.l. haust. FT-950 hefur hlotið mjög góðar viðtökur. Hún getur t.d. notað sömu aukahluti og FT-2000 og FT-2000D stöðvarnar sem eykur mikið notagildið. Heldur hafa verið skiptari skoðanir um FT-450, en hagstætt verð og ný hönnun hafa gert gagnrýnendur sáttari eftir því sem hún er lengur á markaði. Mikið hefur verið rætt um það á netinu undanfarið að Yaesu muni innkalla stöðvar í FT-9000 línunni til uppfærslu (þ.e. til viðgerðar á kostnað verksmiðjunnar) vegna bilana.

Yaesu FT-950 vinnur á HF/50MHz og hefur 100W sendiafl. Ten-Tec átti 40 ára afmæli í byrjun árs 2008. Meðal annars af því tilefni var Jupiter stöðin boðin með nýrri og endurbættri tíðniaflesningu („LCD“)5 og í nýjum lit6 en Jupiter (og forverar hennar) hafa verið söluhæsta HF-stöðin hjá Ten-Tec síðastliðin 30 ár. Um þessar mundir er mikið skrifað á netinu, um að Ten-Tec muni líklega kynna 3. kynslóð Orion stöðvarinnar á Dayton 2009. Sama umfjöllun hefur verið um Argonaut V (tegund 516). Á hinn bóginn hefur líka verið töluvert fjallað um að það hafi verið áfall fyrir Ten-Tec þegar John Devoldere, ON4UN, skipti út báðum Orion II stöðvunum sínum í byrjun sumars fyrir nýju K3 stöðina frá Elecraft. John fékk eina af fyrstu Orion II stöðvunum fyrir 5 árum og var (að eigin sögn) orðinn „hundleiður“ á að bíða eftir Orion III. 7 Þær sviptingar sem rætt er um hér að framan leiða hugann að markaðnum fyrir HF-stöðvar radíóamatöra. Menn velta því t.d. fyrir sér hvers vegna Kenwood hverfi nú af þessum markaði. Eftir því sem undirritaður kemst næst, eru þær ástæður fyrst og fremst viðskiptalegs eðlis út frá sjónarhóli JVC fyrirtækisins. Í því skyni að átta sig betur á stærð markaðarins aflaði undirritaður upplýsinga um fjölda leyfishafa á heimsvísu, sbr. meðfylgjandi stöplarit. Nýjustu fáanlegar upplýsingar eru þær, að alls hafi verið 2.986.772 leyfishafar í heiminum árið 2000. Miðað við varlegan framreikning má áætla að fjöldi leyfishafa á árinu 2008 geti verið alls um 3,5 milljónir. Ef gert er ráð fyrir að 60% þessa fjölda hafi áhuga á HF-sviðinu gæti markaðurinn verið í kringum 2 4

Verðhækkunin kom til hjá Icom vegna lækkaðs gengis dollars. Búist er við samsvarandi hækkun hjá Yaesu fyrir áramót a.m.k. á Bandaríkjamarkaði. 5 “Liquid Crystal Display”. 6 “New for 2008. The Jupiter now features a new easy-to-read reversible blue/grey LCD screen and black case to cosmetically match other pieces in the Ten-Tec transceiver and accessory line.” 7 John Devoldere ON4UN, er á meðal þekktustu radíóamatöra í Evrópu. Hann hefur m.a. verið mjög virkur á lægri böndunum og er með staðfest yfir 320 DXCC lönd bæði á 80m og 160m. Hann er m.a. höfundur bókarinnar Low Band DX‘ing sem fyrst kom út árið 1987 og var endurútgefin (uppfærð) a.m.k. 8 sinnum þar til ARRL tók hana yfir og er hún nú gefin út undir þeirra merkjum sem: ON4UN’s Low Band DXing (2005). Meðal annarra bóka sem John er þekktur fyrir, má nefna: Antennas and Techniques for Low-Band DXing: Your Guide to Ham Radio Dxcitement on 160, 80, and 40 Meters (1994) og 80-meter DX handbook (1977).

13


milljónir leyfishafa. Það er skoðun undirritaðs að markaður af þessari stærð geti m.a. skýrt áhuga Motorola á því að Yaesu haldi áfram að framleiða tæki og búnað fyrir radíóamatöra. Áætlaður fjöldi radíóamatöra (leyfishafa) í heiminum árin 1980, 1985, 1990, 1995 og 2000. 2.986.772 2.646.000

3.000.000 1.967.000

2.500.000 2.000.000 1.500.000

1.489.000 1.134.000

1.000.000 500.000 0 Árið 1980

Árið 1985

Árið 1990

Árið 1995

Árið 2000

Könnun á framboði á HF-stöðvum fyrir radíóamatöra haustið 2008 var gerð dagana 6.-9. ágúst s.l. Verðkönnunin var gerð á netinu hjá sömu fyrirtækjum og áður og vísast í upplýsingar um þau í 2. og 3. tbl. CQ TF 2007. Mér telst til að alls séu á markaði í dag 34 gerðir HF-stöðva frá 7 framleiðendum, þ.e. frá Alinco, Elecraft, Flex Radio Systems, Icom, Kenwood, Yaesu Musen og Ten-Tec. Yaesu er stærsti framleiðandinn og býður alls 10 stöðvar, Icom er með 9 stöðvar, Kenwood er með 5 stöðvar, Ten-Tec 4 stöðvar og Alinco, Elecraft og Flex Radio Systems hver um sig með 2 stöðvar. Í töflu 1 má sjá samantekt um flokkun stöðvanna og skiptingu samkvæmt innkaupsverði. Nýr flokkur er: „Heimastöðvar, efra milliverð“. Tafla 1 Flokkun stöðva á markaði 9. ágúst 2008 og skipting eftir innkaupsverði. #

FLOKKUR

1. 2. 3. 4. 5. 6. 7.

QRP stöðvar Bílstöðvar Heimastöðvar – ódýrar Heimastöðvar – milliverð Heimastöðvar – efra milliverð Heimastöðvar – dýrar Heimastöðvar – eðal

FJÖLDI

INNKAUPSVERÐ, KR8

4 7 4 5 7 4 3

Ca. frá 43.000 Ca. frá 54.000 Ca. frá 48.000 Ca. frá 105.000 Ca. frá 163.000 Ca. frá 335.000 Ca. frá 848.000

Í þessari umfjöllun (líkt og þeim fyrri) eru forsendur eftirfarandi: (a) Stöðvarnar þurfa almennt að vera fáanlegar á markaði9; (b) vera samsettar (ekki “kit”); (c) hafa að lágmarki sendi- og móttökugetu á 10-160m (án kröfu um tiltekið sendiafl); og (d) vera a.m.k. hæfar til notkunar á CW og SSB. Í öllum tilvikum er valin ódýrasta útgáfa (án aukahluta). Af öðrum breytingum sem ótaldar eru ber sérstaklega að geta um gengi dollars sem hefur hækkað umtalsvert. Í síðustu umfjöllun (í nóvember 2007) var viðmiðunargengi dollars 60.21 krónur en er í þessari umfjöllun 80.00 krónur; hækkun nemur 33%. Líklegt er að gengi dollars muni halda áfram

8

Nokkur atriði til fróðleiks til viðbótar við upplýsingar um innkaupsverð: (1) Til þess að átta sig á endanlegu verði, þarf a.m.k. að bæta flutningskostnaði, vátryggingu og 24,5% virðisaukaskatti við innkaupsverð; (2) gengisviðmiðun er USD=80 ISK; og (3) tæki sem ætluð eru til nota hjá radíóamatörum hér á landi þurfa ekki að vera CE-merkt. 9 Nánar til tekið þurfa stöðvarnar almennt að vera fáanlegar á markaði eða að staðfest hafi verið að þær verði markaðssettar á almanaksárinu.

14


að sveiflast, a.m.k. til skemmri tíma séð. Það getur því verið skynsamlegt að fylgjast með genginu ef fyrirhugað er kaupa nýja stöð. Í töflu 2 eru sýnt hvaða stöðvar fá meðaleinkun á bilinu 4.8 til 5.0 á eHam.net. Alls fá 8 stöðvar þetta háa einkun. Ten-Tec Omni VII fær besta vitnisburðinn af þessum 8 (í reynd af 32 stöðvum), þ.e. meðaleinkunina 5.0 sem byggir á 48 umsögnum. Flestar stöðvanna í töflu 2 eða fjórar, tilheyra flokki heimastöðva á „efra milliverði.“ Engin stöð fær þetta háa einkun í eftirtöldum flokkum: „Heimastöðvar–ódýrar“, „heimastöðvar–milliverð“ og „heimastöðvar–eðal“. Ten-Tec og Icom eru einu framleiðendurnir sem eiga fleiri en eina stöð í „8 dúxa“ hópnum. Tafla 2 Stöðvar, skráðar á eHam.net og fá meðaleinkunnina 4.8, 4.9 eða 5.0 (m.v. lágmark 17 umsagnir) EINKUNN 5.0 4.9 4.8 4.8 4.8 4.8 4.8 4.8

FJ. UMSAGNA 48 17 186 118 50 41 33 26

FRAMLEIÐANDI Ten-Tec Flex Radio Icom Kenwood Elecraft Ten-Tec Icom Yaesu

GERÐ Omni VII 5000A IC-756PROIII TS-480SAT K3/100F Orion II IC-7700 FT-817ND

MARKAÐSSETT 2002 2007 2004 2003 2007 2004 2008 2004

FLOKKUR Heimastöðvar – efra milliverð Heimastöðvar – efra milliverð Heimastöðvar – efra milliverð Bílstöðvar Heimastöðvar – efra milliverð Heimastöðvar – dýrar Heimastöðvar – dýrar QRP stöðvar

Ten-Tec Omni VII fær bestan vitnisburð á eHam.net. Í töflu 3 (sem er ný) eru allar stöðvar frá sérhverjum framleiðanda „listaðar upp“ og raðað undir nafn framleiðandans, eftir fjárhæð innkaupsverðs. Upplýsingum um stærð stöðvar og þyngd er sleppt en í staðinn eru sýndar upplýsingar um hvaða ár stöðin kom fyrst á markað. Í annan stað eru upplýsingar um meðaleinkunn á eHam.net og fjölda umsagna sem eru að baki þeirri einkunn. Líkt og áður hefur komið fram er Yaesu stærsti framleiðendinn með alls 10 HF-stöðvar. Þar á eftir kemur Icom með alls 9 HF-stöðvar.

15


Tafla 3 Sendi-/móttökustöðvar radíóamatöra sem vinna a.m.k. í 1.8–29.7 MHz tíðnisviðunum og eru á markaði í ágúst 2008 (eða eru væntanlegar á árinu); flokkaðar e. framleiðendum – auk upplýsinga um ár sem stöðin var markaðssett, meðaleinkunn á eHam.net og fjölda umsagna. Framl.

Gerð

HF-VHF-UHF-SHF 13.8VDC (230VAC)

Mesta sendiafl HF/6m/2m/70cm/23cm

Innk.v.

Innk.v. (ísl. kr.)

Ár

Alinco Alinco

DX-70TH DX-77T

HF+6m HF

Elecraft Elecraft

K3/10F K3/100F

FlexRadio FlexRadio

Einkunn (eHam)

Fjöldi umsagna (eHam) 117 32

100/100W 100W

$670 $700

54.000 56.000

1997 1996

4.4 4.5

HF+6m HF+6m

10/10W 100/100W

$1600 $2100

128.000 168.000

2007 2007

4.8 4.8

50 50

5000A 5000C

HF+6m HF+6m

100/100W 100/100W

$2800 $5300

224.000 424.000

2007 2008

4.9 n/a

17 n/a

Icom Icom Icom Icom Icom Icom Icom Icom Icom

IC-718 IC-703 plus IC-706 MK II G IC-7200 IC-7000 IC-7400/746PRO IC-756PROIII IC-7700 IC-7800

HF HF-6m HF+6m/2m/70cm HF+6m HF+6m/2m/70cm HF+6m/2m HF+6m HF+6m (230VAC) HF+6m (230VAC)

100W 10/10W 100/100/50/20W 100/100W 100/100/50/35W 100/100/100W 100/100W 200/200W 200/200W

$600 $765 $900 $1100 $1350 $1800 $2890 $7000 $11000

48.000 61.000 72.000 88.000 108.000 144.000 230.000 560.000 880.000

2000 2002 1999 2008 2005 2001 2004 2008 2003

4.7 5.0 4.5 n/a 4.4 4.1 4.8 4.8 4.6

332 7 384 n/a 213 258 186 33 80

Kenwood Kenwood Kenwood Kenwood Kenwood

TS-480SAT TS-480HX TS-B2000 TS-2000 TS-2000X

HF+6m HF+6m HF+6m/2m/70cm HF+6m/2m/70cm HF+6m/2m/70cm/23cm

100/100W 200/100W 100/100/100/50W 100/100/100/50W 100/100/100/50/10W

$960 $1070 $1370 $1580 $2040

77.000 86.000 110.000 126.000 163.000

2003 2003 2000 2000 2000

4.8 4.7 4.6 4.5 4.5

118 66 7 390 n/a

Ten-Tec Ten-Tec Ten-Tec Ten-Tec

Argonaut V Jupiter Omni VII Orion II

HF HF HF+6m HF

20W 100W 100/100W 100W

$900 $1550 $2650 $4195

72.000 124.000 212.000 335.000

2002 2000 2002 2004

4.7 4.4 5.0 4.8

75 131 48 41

Yaesu Yaesu Yaesu Yaesu Yaesu Yaesu Yaesu Yaesu Yaesu Yaesu

FT-817ND FT-450 FT-857D FT-897D FT-950 FT-2000 FT-2000D FT-dx9000C FT-dx9000D FT-dx9000MP

HF+6m/2m/70cm HF+6m HF+6m/2m/70cm HF+6m/2m/70cm HF+6m HF+6m (230VAC) HF+6m (230VAC) HF+6m (230VAC) HF+6m (230VAC) HF+6m (230VAC)

5/5/5/5W 100/100W 100/100/50/20W 100/100/50/20W 100/100W 100/100W 200/200W 200/200W 200/200W 400/400W

$540 $640 $670 $800 $1315 $2310 $2980 $5200 $10600 $11000

43.000 51.000 54.000 64.000 105.000 185.000 238.000 416.000 848.000 880.000

2004 2007 2002 2002 2007 2006 2006 2005 2005 2005

4.8 4.6 4.5 4.6 4.6 4.3 4.3 4.1 4.1 4.1

26 79 282 243 82 178 178 47 47 47

Í töflu 4 eru stöðvarnar flokkaðar nánar samkvæmt sömu yfirskrift og áður var sýnd var í töflu 1, þ.e. í 7 flokka notkunar samkvæmt innkaupsverði. Í þessari töflu eru komnar inn upplýsingarnar sem sleppt var í töflu 3, þ.e. um stærð og þyngd stöðvar. Fram kemur m.a. að það eru 2 flokkar þar sem býðst mest úrval stöðva. Það er annars vegar í bílstöðvum, en þar bjóða fjórir framleiðendur 7 mismunandi gerðir stöðva og hins vegar í heimastöðvum – efra milliverði þar sem sex framleiðendur bjóða 7 mismunandi gerðir stöðva. Helst er það í flokki eðalstöðva sem lítil samkeppni er, en í þeim flokki eru aðeins tveir framleiðendur, þ.e. Icom og Yaesu.

16


Tafla 4 Sendi-/móttökustöðvar radíóamatöra sem vinna a.m.k. í 1.8–29.7 MHz tíðnisviðunum á markaði í ágúst 2008 (eða eru væntanlegar á árinu); flokkaðar í 7 mismunandi flokka eftir notkun/innkaupsverði. Framl.

Gerð

HF-VHF-UHF-SHF 13.8VDC (230VAC)

Mesta sendiafl HF/6m/2m/70cm/23cm

Stærð (mm) Br-hæð-dýpt

Þyngd (kg)

Innk.v.

Innk.v. (ísl.kr.)

Frá árinu

Eink. (eham)

5/5/5/5W 10/10W 20W 10/10W

135x38x165 167x58x200 216x70x246 282x112x300

1,2 2,0 2,2 3,1

$540 $765 $900 $1600

43.000 61.000 72.000 128.000

2004 2002 2002 2007

4.8 5.0 4.7 4.8

100/100W 100/100/50/20W 100/100/50/20W 100/100/50/20W 100/100W 100/100W 100/100/50/35W

178x71x228 155x52x233 200x80x262 167x58x200 180x75x315 240x95x239 167x58x200

2,7 2,1 3,9 2,5 3,7 5,5 2,3

$670 $670 $800 $900 $960 $1100 $1350

54.000 54.000 64.000 72.000 77.000 88.000 108.000

1997 2002 2002 1999 2003 2008 2005

4,4 4.5 4.6 4.5 4.8 n/a 4.4

240x095x239 229x84x217 246x94x228 180x075x315

3,8 3,6 3,8 3,7

$600 $640 $700 $1070

48.000 51.000 56.000 86.000

2000 2007 1996 2003

4.7 4.6 4,5 4.7

365x115x315 270x96x317 308x127x330 270x96x317 287x120x317

9,8 7,5 5,2 7,8 9,0

$1305 $1370 $1550 $1580 $1800

105.000 110.000 125.000 126.000 144.000

2007 2000 2000 2000 2001

4.6 4.6 4.4 4.5 4.0

270x096x317 282x112x300 410x135x350 298x124x366 236x221x315 340x111x285 410x135x350

8,2 3,9 15,0 7,0 n/a 9,6 17,5

$2040 $2100 $2310 $2650 $2800 $2890 $2980

163.000 168.000 185.000 212.000 224.000 230.000 238.000

2000 2007 2006 2002 2007 2004 2006

4.5 4.8 4.3 5.0 4.9 4.8 4.3

432x133x476 518x165x439 449x221x373 424x150x420

9,2 24,0 n/a 24,0

$4195 $5200 $5300 $7000

335.000 416.000 424.000 560.000

2004 2005 2008 2008

4.8 4.1 n/a 4.8

518x165x439 424x150x420 518x165x439

30,0 23,0 29,011

$10.600 $11.000 $11.000

848.000 880.000 880.000

2005 2003 2005

4.1 4.6 4.1

QRP STÖÐVAR; innkaupsverð frá ca. 43.000 ísl. kr. Yaesu Icom Ten-Tec Elecraft

FT-817ND IC-703 plus Argonaut V K3/10F

HF+6m/2m/70cm HF-6m HF HF+6m

BÍLSTÖÐVAR; innkaupsverð frá ca. 54.000 ísl. kr. Alinco Yaesu Yaesu Icom Kenwood Icom Icom

DX-70TH FT-857D FT-897D IC-706MKIIG TS-480SAT IC-7200 IC-7000

HF+6m HF+6m/2m/70cm HF+6m/2m/70cm HF+6m/2m/70cm HF+6m HF+6m HF+6m/2m/70cm

HEIMASTÖÐVAR – ÓDÝRAR; innkaupsverð frá ca. 48.000 ísl. kr. Icom IC-718 HF 100W Yaesu FT-450 HF+6m 100/100W Alinco DX-77T HF 100W Kenwood TS-480HX HF+6m 200/100W HEIMASTÖÐVAR – MILLIVERÐ; innkaupsverð frá ca. 105.000 ísl. kr. Yaesu Kenwood Ten-Tec Kenwood Icom

FT-950 TS-B2000 Jupiter TS-2000 IC-746 PRO10

HF+6m HF+6m/2m/70cm HF HF+6m/2m/70cm HF+6m/2m

100/100W 100/100/100/50W 100W 100/100/100/50W 100/100/100W

HEIMASTÖÐVAR – EFRA MILLIVERÐ; innkaupsverð frá ca. 163.000 ísl. kr. Kenwood Elecraft Yaesu Ten-Tec Flex Radio Icom Yaesu

TS-2000X K3/100F FT-2000 Omni VII 5000A IC-756PROIII FT-2000D

HF+6m/2m/70/23cm HF+6m HF+6m (230VAC) HF+6m HF+6m HF+6m HF+6m (230VAC)

100/100/100/50/10 100/100W 100/100W 100/100W 100/100W 100/100W 200/200W

HEIMASTÖÐVAR – DÝRAR; innkaupsverð frá ca. 335.000 ísl. kr. Ten-Tec Yaesu FlexRadio Icom

Orion II FTdx9000C 5000C IC-7700

HF HF+6m HF+6m HF+6m

(230VAC) (230VAC)

100W 200/200W 100/100W 200/200W

HEIMASTÖÐVAR – EÐAL; innkaupsverð frá ca. 848.000 ísl. kr. Yaesu Icom Yaesu

FTdx9000D IC-7800 FTdx9000MP

HF+6m HF+6m HF+6m

(230VAC) (230VAC) (230VAC)

200/200W 200/200W 400/400W

Í töflu 5 (sjá næstu síðu) er sýnd flokkun eftir verði og er stöðvunum skipt niður á fjóra flokka. Miðað er við innkaupsverð: (1) Á bilinu frá 43.000 krónum til 100.000 króna; (2) frá 100.000 krónum til 200.000 króna; (3) frá 200.000 krónum til 300.000 króna; og (4) frá 300.000 krónum til 900.000 króna. Í töflunni eru einnig birtar upplýsingar um hvaða ár stöðin var fyrst markaðssett ásamt meðaleinkunn á eHam.net. Upplýsingarnar í þessari töflu gefa eilítið aðra mynd af framboðinu á markaðnum sem getur verið áhugavert að skoða.

10 11

Icom IC-746 PRO er seld í Evrópu sem Icom IC-7400. Uppgefin þyngd er fyrir stöðina sjálfa. Þyngd FPS-9000H aflgjafans er 6 kg.

17


Tafla 5 Sendi-/móttökustöðvar radíóamatöra sem vinna a.m.k. í 1.8–29.7 MHz tíðnisviðunum á markaði í ágúst 2008 (eða eru væntanlegar á árinu); flokkaðar eftir innkaupsverði í 4 mismunandi flokka. Framl.

Gerð

HF-VHF-UHF-SHF 13.8VDC (230VAC)

Mesta sendiafl HF/6m/2m/70cm/23cm

Stærð (mm) Br-hæð-dýpt

Þyngd (kg)

Innk.v.

Innk.v. (ísl.kr.)

Frá árinu

Eink. (eham)

5/5/5/5W 100W 100/100W 100/100W 100/100/50/20W 100W 10/10W 100/100/50/20W 100/100/50/20W 20W 100/100W 200/100W 100/100W

135x38x165 240x095x239 229x84x217 178x71x228 155x52x233 246x94x228 167x58x200 200x80x262 167x58x200 216x70x246 180x75x315 180x075x315 240x95x239

1,2 3,8 3,6 2,7 2,1 3,8 2,0 3,9 2,5 2,2 3,7 3,7 5,5

$540 $600 $640 $670 $670 $700 $765 $800 $900 $900 $960 $1070 $1100

43.000 48.000 51.000 54.000 54.000 56.000 61.000 64.000 72.000 72.000 77.000 86.000 88.000

2004 2000 2007 1997 2002 1996 2002 2002 1999 2002 2003 2003 2008

4.8 4.7 4.6 4.4 4.5 4.5 5.0 4.6 4.5 4.7 4.8 4.7 n/a

100/100W 100/100/50/35W 100/100/100/50W 100W 100/100/100/50W 10/10W 100/100/100W 100/100/100/50/10 100/100W 100/100W

365x115x315 167x58x200 270x96x317 308x127x330 270x96x317 282x112x300 287x120x317 270x096x317 282x112x300 410x135x350

9,8 2,3 7,5 5,2 7,8 3,1 9,0 8,2 3,9 15,0

$1305 $1350 $1370 $1550 $1580 $1600 $1800 $2040 $2100 $2310

105.000 108.000 110.000 125.000 126.000 128.000 144.000 163.000 168.000 185.000

2007 2005 2000 2000 2000 2007 2001 2000 2007 2006

4.6 4.4 4.6 4.4 4,5 4.8 4.0 4.5 4.8 4.3

100/100W 100/100W 100/100W 200/200W

298x124x366 236x221x315 340x111x285 410x135x350

7,0 n/a 9,6 17,5

$2650 $2800 $2890 $2980

212.000 224.000 230.000 238.000

2002 2007 2004 2006

5.0 4.9 4.8 4.3

100W 200/200W 100/100W 200/200W 200/200W 200/200W 400/400W

432x133x476 518x165x439 449x221x373 424x150x420 518x165x439 424x150x420 518x165x439

9,2 24,0 n/a 24,0 30,0 23,0 29,013

$4195 $5200 $5300 $7000 $10.600 $11.000 $11.000

335.000 416.000 424.000 560.000 848.000 880.000 880.000

2004 2005 2008 2008 2005 2003 2005

4.8 4.1 n/a 4.8 4.1 4.6 4.1

VERÐ: Ca. frá 43.000 til 100.000 kr. Yaesu Icom Yaesu Alinco Yaesu Alinco Icom Yaesu Icom Ten-Tec Kenwood Kenwood Icom

FT-817ND IC-718 FT-450 DX-70TH FT-857D DX-77T IC-703 plus FT-897D IC-706MKIIG Argonaut V TS-480SAT TS-480HX IC-7200

HF+6m/2m/70cm HF HF+6m HF+6m HF+6m/2m/70cm HF HF-6m HF+6m/2m/70cm HF+6m/2m/70cm HF HF+6m HF+6m HF+6m

VERÐ: Ca. frá 100.000 til 200.000 kr. Yaesu Icom Kenwood Ten-Tec Kenwood Elecraft Icom Kenwood Elecraft Yaesu

FT-950 IC-7000 TS-B2000 Jupiter TS-2000 K3/10F IC-746 PRO12 TS-2000X K3/100F FT-2000

HF+6m HF+6m/2m/70cm HF+6m/2m/70cm HF HF+6m/2m/70cm HF+6m HF+6m/2m HF+6m/2m/70/23cm HF+6m HF+6m (230VAC)

VERÐ: Ca. frá 200.000 til 300.000 kr. Ten-Tec Flex Radio Icom Yaesu

Omni VII 5000A IC-756PROIII FT-2000D

HF+6m HF+6m HF+6m HF+6m

VERÐ: Ca. frá 300.000 kr. Ten-Tec Orion II Yaesu FTdx9000C FlexRadio 5000C Icom IC-7700 Yaesu FTdx9000D Icom IC-7800 Yaesu FTdx9000MP

HF HF+6m HF+6m HF+6m HF+6m HF+6m HF+6m

(230VAC)

(230VAC) (230VAC) (230VAC) (230VAC) (230VAC)

Ég vil að lokum hvetja menn til að kynna sér sem allra best þá stöð sem þeir hafa í huga að kaupa. Til dæmis er skynsamlegt að kanna hvað er innifalið í verði nýrrar stöðvar og hvað ekki. Verði því komið við, er best að geta sest niður og prófað stöð sem maður hefur augastað á – a.m.k. í móttöku. Maður sér nefnilega nokkuð fljótt hvort manni líkar „græjan“ eða ekki. Þetta getur þó verið erfitt þar sem hérlendis eru engar sérhæfðar verslanir fyrir radíóamatöra. Þá getur það verið úrræði, að kanna hverjir eiga hvaða stöðvar og síðan hringja í viðkomandi og spyrja hvort sé í lagi að koma í stutta heimsókn og skoða stöðina. Ég er þess fullviss að það verður auðsótt mál. 73 de TF2JB.

12 13

Icom IC-746 PRO er seld í Evrópu sem Icom IC-7400. Uppgefin þyngd er fyrir stöðina sjálfa. Þyngd FPS-9000H aflgjafans er 6 kg.

18


TF6M hópurinn – 30 árum síðar... Jónas Bjarnason, TF2JB. Það var hress hópur radíóamatöra sem hittist þann 1. júní 2008 á veitingastaðnum Við Tjörnina í Reykjavík. Tilefni samkomunnar var að 30 ár voru liðin frá ferð að Kirkjubæjarklaustri sumarið 1978 til þess að stafrækja stöð undir kallmerkinu TF6M. Margt var spjallað og tíminn var fljótur að líða. Það sem upphaflega var hugsað sem ca. klukkustundar síðdegiskaffi varð að rúmlega þriggja klst. umræðum og hefði auðveldlega verið hægt að halda áfram að tala um amatör radíó fram yfir kvöldmat, ef menn hefðu ekki haft aðrar skuldbindingar. Allir í hópnum eru virkir í áhugamálinu í dag; þó líklega mest Siggi TF3CW (að öðrum ólöstuðum) og sagði hann okkur m.a. frá nokkrum af þeim fjölmörgu DX‘peditions sem hann hefur tekið þátt í undanfarin ár víða um heim. Spurningin sem borin var upp í lokin var ekki hvort, heldur hvenær við ætlum að endurtaka TF6M. Hópurinn hefur í hyggju að hittast á ný yfir kaffibolla nokkra laugardagsmorgna þegar tekur að hausta og ræða m.a. þetta spursmál.

Frá vinstri: Kistinn Andersen TF3KX, Baldvin Þórarinsson TF3-033, Sæmundur Þorsteinsson TF3UA, Sigurður Jakobsson TF3CW, Jónas Bjarnason TF2JB, Gísli Ófeigsson TF3US, Mathías Hagvaag TF3-035 og Yngvi Harðarson TF3Y. Ljósmynd: Jón Svavarsson TF3MLN.

19


Úr CQ TF, 1. tbl. 1979: TF6M Operation KLAUSTUR 1978 var “Dxpedition” sem farin var að Kirkjubæjarklaustri í júlímánuði 1978. Þeir sem tóku þátt í ferðinni voru þeir TF3CW, TF3JB, TF3KX, TF3UA, TF3US, TF3YH og TF3-035. Doddi, TF3SB, varð því miður að hætta við ferðina vegna Veikinda og TF3-033 sem var með í upphafi, þurfti að fara heim strax í 2. degi. Höfð voru tæplega 11.000 QSO við meira en 150 DXCC lönd í ágætum skilyrðum. Samanlagður tími í loftinu á þessi sambönd var um 96 klst., frá tveim stöðvum, Stúdíói „A“ & „B“, Stúdíó A á SSB og B á CW. Þriðja stöðin, Stúdíó C, átti að hýsa OSCAR “operation’ina”, sem því miður komst aldrei í gang. TF3DX, TF3MA, TF3JO og TF3PJN voru velkomnir gestir á staðinn meðan á “operation‘inni” stóð. Árangurinn í TF6M verður að teljast frábær með tæpl. 11 þúsund sambönd, samanborið við TF4F (1976) með 1068 QSO og TF7V (1975) með 970 QSO.

“TF6M gengið” - Frá vinstri: TF3KX, TF3JB, TF3UA, TF3CW, TF3-035, TF3US og TF3YH. Myndin er tekin í “sjakknum hjá TF3IRA á Vesturgötunni. Ljósmynd: TF3AC.

20


Hópurinn naut frábærrar gestrisni frá hendi bænda og búaliðs í Landbroti, þ.e. á býlunum Ásgarði (stúdíó A) og að Fossum (stúdíó B). Báðir „sjakkarnir“ voru t.d. tengdir rafmagni frá þessum bæjum allan tímann og hópurinn naut þess að vera boðið endurtekið í kaffi og mat. Við sýndum tilburði til þess að þakka fyrir okkur, m.a. með því að hjálpa til við heyskapinn.

Ljósmynd af stúdíói „A“ sem hýsti starfræksluna á SSB frá TF6M og var staðsett við býlið Ásgarð í Landbroti. Bifreiðin er af Dodge Weapon gerð og var í eigu Matta, TF3-035. Ljósmynd: TF3YH.

Að lokum: Þess má geta til fróðleiks, að líkt og sjá má á myndinni var trukkurinn vel merktur og áberandi (á báðum hliðum) og vakti hvarvetna athygli þar sem við fórum um. Á austurleið var stoppað á Selfossi til að kaupa pylsur og kók. Matti hafði vart stöðvað trukkinn við Tryggvaskála þegar þar bar að lögregluþjón sem vatt sér að okkur og spurði háalvarlega hvort hann gæti eitthvað aðstoðað...

21


Frá „operation“ TF6M í júlí 1978, ljósmyndir: TF3YH.

Stúdíó „B“ var staðsett við býlið Fossa.

Stúdíó „B“ var nærri íbúðarhúsinu...

Siggi, TF3CW.

Jónas, TF3JB

Sæmi, TF3UA.

Kiddi, TF3KX

22


Um kaup á sendimagnara fyrir HF sviðið Jónas Bjarnason, TF2JB. Undirritaður hefur í nokkurn tíma velt fyrir sér kaupum á sendimagnara til notkunar í HF sviðinu. Í því skyni að afla upplýsinga um hvað er í boði á þessum markaði og við hvaða verði, ákvað ég að gera stutta könnun á netinu og fór hún að stærstum hluta fram vikuna 14.-19. júlí 2008. Samantektin fylgir hér á eftir. Eftirfarandi forsendur voru lagðar til grundvallar: (1) Miðað er við kaup á nýjum magnara; (2) sem þarf að geta gefið út a.m.k. 500 wött á HF; (3) bæði magnarar með lampaútgang og transistorútgang koma til greina; (4) og hvort heldur þeir vinna á húsarafmagni eða 12VDC; (5) helst þarf að vera auðvelt að panta magnarann sjálfur erlendis frá og er hugmyndin að skipta við fyrirtæki sem hefur reynslu á þeim vettvangi og selur til einstaklinga og (6) loks þarf umsögn á eHam.net helst að vera jákvæð. Út frá ofangreindum forsendum komu í ljós 15 framleiðendur sem bjóða alls 42 mismunandi gerðir magnara, samanber töflu 1. Um 76% eru lampamagnarar (32) og 24% eru transistormagnarar (10). Af heildarfjöldanum eru sex magnarar sem jafnframt geta unnið á 6 metrunum. Flest tækin vinna á húsarafmagni en þrjú eru í boði fyrir 12VDC. 14 Af 15 framleiðendum eru flestir staðsettir í Bandaríkjunum eða sex talsins; annars skiptast framleiðendur á sjö mismunandi þjóðlönd í fjórum heimsálfum. Tafla 1 Yfirlit yfir framleiðendur ásamt upplýsingum um tækin og framleiðsluland Framleiðandi Acom Alpha Alpin Ameritron Command Technologies Emtron Icom Linear Amplifier UK OM Power QRO Technologies SGC SPE Ten-Tec Tokyo Hy-Power Yaesu 15

Lampar/transistorar 3/0 2/0 2/0 9/2 2/0 4/0 0/1 3/0 3/0 2/0 0/1 0/1 2/0 0/4 0/1 32 / 10

HF/6m 1 0 1 0 0 0 1 0 0 0 0 1 0 1 1 6

230VDC/12VAC 3/0 2/0 2/0 10 / 1 2/0 4/0 1/0 3/0 3/0 2/0 0/1 1/0 2/0 3/1 1/0 39 / 3

Framleiðsluland Búlgaría Bandaríkin Búlgaría Bandaríkin Bandaríkin Ástralía Japan Bretland Slóvakía Bandaríkin Bandaríkin Ítalía Bandaríkin Japan Japan 7

Í töflu 2 má sjá hvaða lampar eru notaðir í hvaða mögnurum. Í ljós kemur að 4CX800A er algengastur og er hann alls í átta mögnurum (ýmist 1, 2 eða 3 saman). Næst koma 3CX800A7 og GU84b sem eru notaður í fjórum mögnurum hvor (ýmist 1, 2 eða 3 saman). Þar á eftir koma 811A

14

Lágspennumagnararnir eru fleiri en þessir þrír eru þeir einu sem eru í boði án þess að 230VAC spennugjafi fylgi með í kaupunum.

23


og 3-500Z/(ZG) sem hvor um sig er notaður í þremur gerðum magnara (ýmist 1, 2, 3 eða 4 saman) og loks 3CX1500 og GU-78b, sem hvor um sig eru notaðir í tveimur mögnurum. Tafla 2 Tegundir útgangslampa og þeir magnarar sem nota viðkomandi lampa Lampi 572B 811A 3-500Z/ZG 3CX800A7 3CX1200A7 3CX1500 4CX800A 4CX1000 GS35 GU74b GU78b GU84b 8877 13

Fj. magnara 1 3 3 4 1 2 8 1 1 1 2 4 1 32

Tegundir magnara eftir útgangslömpum Ameritron AL-572 Ameritron 811, 811H; LinearAmpUK Ranger 811H Ameritron AL-80B, AL-82; Ten-Tec Centurion 422B, Ameritron AL-800, AL-800H; Command Technologies HF-2500-HF-2500E Ameritron AL-1200 Ameritron AL-1500; LinearAmpUK Challenger IV Acom 1000, 1010, 2000A; Alpin 100 MkII, 200; Ten-Tec Titan III; QRO HF-2500DX, HF-25000DX MKIII Alpha 8410 LinearAmpUK Challenger III Emtron DX-1d Emtron DX3; OM Power 3500HF Emtron DX-2; DX-2sp; OM Power 2500HF; OM Power 2500 Automatic Alpha 9500

Líkt og fram kemur í töflunni halda nokkrir framleiðendur sig alfarið við eina tegund lampa í framleiðslunni. Til dæmis Acom (4CX800A), Alpin (4CX800A), QRO Technologies (4CX800A) og Command Technologies (3CX800A7). Linear Amplifier UK býður aftur á móti 3 tegundir magnara sem allir eru búnir mismunandi gerðum lampa. Ameritron notar 6 mismunandi tegundir lampa í alls 9 mögnurum. 15 Í töflu 3 er veitt yfirsýn yfir markaðinn. Magnararnir eru flokkaðir eftir eftir nafni framleiðenda í stafrófsrögð. Síðan er mismunandi gerðum raðað eftir fjárhæð innkaupsverðs þar undir. Ætíð er birt ódýrasta fáanleg gerð (grunngerð) þegar svo háttar. Taflan er tvískipt og er fyrst fjallað um magnara með lampaútgang og síðan um magnara með transistorútgang. Af framleiðendum lampamagnara er Ameritron stærstur og býður 9 gerðir, þá Emtron með 4 gerðir og loks Linear Amplifier UK og OM Power hvor um sig með 3 gerðir. Af framleiðendum transistormagnara, eru Tokyo Hy-Power stærstir með 4 gerðir og síðan Ameritron með 2 gerðir. Það sem einkennir markaðinn er mikil breidd hvað varðar afl, tæknilega getu og búnað sem endurspeglast í verði tækjanna. Val á útgangslömpum/útgangstransistorum ræður þar miklu, t.d. með tilliti til notkunar á RTTY og SSTV. Aðrir eiginleikar, líkt og „full break-in“ geta jafnframt verið mikilvægir, auk þess sem sumir magnaranna geta jafnframt unnið í 50 MHz sviðinu. Sumir gerðir bjóða upp á samtengingu stöðvar og magnara, sem lýsir sér þannig að þegar skipt er um band á stöðinni fylgir magnarinn sjálfvirkt með; nokkrir eru jafnframt með innbyggða sjálfvirka loftnetsaðlögunarrás. Flestir framleiðendur veita að minnsta kosti eins árs ábyrgð á tækjum og nokkrir tveggja og jafnvel þriggja ára ábyrgð. Emtron gengur þó lengst og býður fjögurra ára ábyrgð á sínum mögnurum, þó að undanskildum útgangslömpum sem eru með árs ábyrgð líkt og er hjá [öllum] öðrum framleiðendum.

15

4CX800A og GU84b eru frá mismunandi framleiðendum en hafa sömu tæknilega eiginleika. GU84b er framleiddur hjá fyrirtækinu svetlana og er töluvert ódýrari.

24


Tafla 3 Sendimagnarar sem vinna a.m.k. í HF tíðnisviðum radíóamatöra og eru á markaði í júlí 2008; flokkaðir eftir framleiðendum og raðað eftir fjárhæð innkaupsverðs samkvæmt ódýrustu fáanlegu gerð viðkomandi magnara. Framleiðandi

Gerð

Útgangsafl (W) (SSB-CW-RTTY) 700/500/500 1300/1000/1000 1500/1500/150016

Fullt „drive“ 70W 60W 50W

Útgangur: „lampar“ 4CX800A 4CX800A 4CX800A*2

Innk.v.

1010 1000 2000A

HF / 6m AC (12VDC) HF HF/6m HF

Acom Acom Acom

€1.550 €2.200 €4.800

Innk.v. (ISK) 185.000 265.000 575.000

Þyngd (kg) 16.0 22.0 36.0

Alpha Alpha Alpin Alpin Ameritron Ameritron Ameritron Ameritron Ameritron Ameritron Ameritron Ameritron Ameritron

8410 9500 100 Mk. II 200 AL-811 AL-811H AL-80B AL-572 AL-800 AL-82 AL-800H AL-1200 AL-1500

HF HF HF/6m HF HF HF HF HF HF HF HF HF HF

1500/1500/1500 1500/1500/1500 1300/1000/1000 2000/2000/n.a. 600/500/400 800/600/n.a. 1000/850/80017 1300/1000/n.a. 1250/750/750 1500/850/850 1500/1000/1000 1500/1200/1200 1500/1500/150018

50W 65W 60W 60W 50W 50W 85W 70W 70W 100W 70W 90W 65W

Command Tech. Command Tech. Emtron Emtron Emtron Emtron LinearAmpUK LinearAmpUK LinearAmpUK OM Power OM Power OM Power QRO Tech. QRO Tech. Ten-Tec Ten-Tec

HF-2500 HF-2500E DX-1d DX-2 DX-2sp DX-3 Ranger 811H Challenger III Challenger IV OM2500 HF OM3500 HF OM2500 Auto. HF2500DX HF2500DX Mk. III Centurion (422B) Titan III (417A)

HF HF HF HF HF HF HF HF HF HF HF HF HF HF HF HF

1500/1500/1500 3500/3500/2000 1000/800/800 1500/1500/1500 2500/2000/2000 4000/3000/3000 800800/400 1500/1500/1000 1500/1500/1000 2500/2500/2500 2500/2500/2500 4000/2500/2500 2500/2200/1500 3500/2500/2000 1300/650/650 1500/1000/100019

Framleiðandi

Gerð

Ameritron Ameritron

ALS-500MX ALS-600X

HF / 6m AC (DC) HF (DC) HF

Icom SGC

IC-PW1 SG-500 SP

HF/6m HF (DC)

SPE

Expert 1K-FA

HF/6m

Tokyo Hy-Power Tokyo Hy-Power Tokyo Hy-Power Tokyo Hy-Power

HL-700B HL-1.2Kfx HL-1.5Kfx HL-2.5Kfx

Yaesu

VL-1000 Quadra

Einkunn (eHam) 4.9 5.0 4.9

4CX1000*2 8877 4CX800A 4CX800A*2 811A*3 811A*4 3-500ZG 572B*4 3CX800A7 3-500Z*2 3CX800A7*2 3CX1200A7 3CX1500

$5.395 $9.650 €2.350 €3.320 $750 $900 $1.400 $1.600 $2.000 $2.650 $3.000 $3.450 $3.500

430.000 775.000 280.000 400.000 60.000 72.000 115.000 130.000 160.000 210.000 240.000 275.000 280.000

31.8 35.0 25.0 40.0 14.5 14.5 24.5 23.0 23.0 34.5 23.0 35.0 35.0

5.0 4.2 4.6 n/a 4.6 4.6 4.8 5.0 5.0 5.0 4.3 4.8 4.7

80W 100W 60W 60W 65W 80W 100W 100W 100W 60W 60W 60W 40W 90W 100W 60W

3CX800A7*2 3CX800A7*3 GU74b GU84b*2 GU84b GU78b 811A*4 GS35 3CX1500 GU84b GU78b GU84b 4CX800A*2 4CX800A*3 3-500Z*2 4CX800A*2

$4.300 $5.000 $2.900 $4.500 $6.000 $7.300 £720 £1.525 £1.780 €2.983 €3.992 €4.410 $4.100 $5.100 $3.195 $4.300

345.000 400.000 230.000 360.000 480.000 585.000 110.000 230.000 265.000 360.000 480.000 530.000 328.000 410.000 255.000 345.000

28.0 48.0 20.0 27.0 39.0 45.0 25.0 29.0 29.0 38.0 43.0 n/a 36.0 40.0 23.6 38.2

5.0 n/a 4.3 4.4 4.2 5.0 4.7 n/a n/a 5.0 n/a n/a 4.9 n/a 4.8 4.9

Útgangsafl (W) (SSB-CW-RTTY) 500/400/n.a. 600/400/200

Fullt „drive“ 60W 75W

Útgangur: „transist.“ 2SC2879*4 PowerFET*4

Innk.v. $850 $1.300

Innk.v. (ISK) 70.000 105.000

Þyngd (kg) 3.5 2.1

1000/1000/100020 500/500/250

50W 90W

PowerFET*2 MRF454*8

$4.600 $1.300

370.000 105.000

25.0 9.5

4.6 4.2

1000/900/90021

20W

MRF150*6

€2.700

325.000

20.0

4.8

HF (DC) HF HF/6m HF

600/500/300 750/650/400 1000/850/600 1500/1200/1200

100W 90W 85W 90W

THP120*8 SD2933*4 SD2933*4 ARF1500*4

$1.400 $2.000 $3.100 $5.600

110.000 160.000 250.000 450.000

8.0 15.0 20.0 26.0

5.0 4.9 4.5 5.0

HF/6m

1000/1000/50022

80W

MRF150*8

$3.900

310.000

27.0

4.3

Eink. (eHam) 4.2 3.9

16

Bæta þarf við auka viftu fyrir „continues carrier“ notkun. “1/2 hour continuous carrier (RTTY).“ 18 „1/2 hour continuous carrier: 1500 watts.“ 19 „1000 watts RTTY/SSTV for up to 10 minutes (100% duty cycle modes).“ 20 „Max. 500W on 6 meters and 100% @ 500W for max. 1 hour.“ 21 „Max. 700W on 6 meters.“ 22 „Max. 500W on 6 meters and 100% @ 500W for max. 1 hour.“ 17

25


Í töflu 4 er sýnt hvaða magnarar fá meðaleinkunn á bilinu 4.8 til 5.0 á eHam.net. Miðað er við lágmark 10 umsagnir. 23 Alls fá 13 magnarar þetta háa einkunn, þ.e. 11 lampamagnarar og 2 transistormagnarar. Af 11 lampamögnurum nota fimm 4CX800A lampa, þrír nota 3-500Z/(ZG) lampa; síðan koma 3CX800A7, 3CX1200A7 og GU84b þar hver um sig er notaður í einn magnara. Acom 1000 fær besta vitnisburðinn, meðaleinkunina 5.0 sem byggir á 84 umsögnum. Tafla 4 Magnarar, skráðir á eHam.net sem fá meðaleinkunnina 4.8, 4.9 eða 5.0 (lágmark 10 umsagnir) Framleiðandi Acom Command Technologies Ameritron OM Power Acom QRO Technologies Acom Tokyo Hy-Power Ten-Tec Ameritron Ten-Tec Ameritron SPE

Gerð 1000 HF-2500 AL-82 OM-2500 HF 2000A HF-2500DX 1010 HL-1.2Kfx Titan III (417A) AL-80B Centurion (422B) AL-1200 Expert 1K-FA

13

13

Lampar / transistorar 4CX800A 3CX800A7*2 3-500Z*2 GU84b 4CX800A*2 4CX800A*2 4CX800A SD2933*4 4CX800A*2 3-500ZG 3-500Z*2 3CX1200A7 MRF150*6

Einkunn 5.0 5.0 5.0 5.0 4.9 4.9 4.9 4.9 4.9 4.8 4.8 4.8 4.8

Fjöldi umsagna 84 28 16 10 65 41 17 17 13 66 48 46 35

11 / 2

Í töflu 5 er mögnurum með lampaútgang skipt í 4 flokka eftir mesta útgangsafli, þ.e. (1) 600–800W (2) 1000–1300W; (3) 1500W; og (4) 2000W+. Í beinu framhaldi er mögnurum með transistorútgang skipt í 3 flokka, þ.e. (5) 500–750W; (6) 1000W; og (7) 1500W. Þeim er síðan raðað innan hvers flokks eftir innkaupsverði. Ameritron býður ódýrustu tækin í þremur af fjórum flokkum lampamagnarana og í einum af þremur flokkum transistormagnara. 24 Í 600–800W flokki lampamagnara er innkaupsverðið frá ca. 60.000 krónum og í flokki 1000– 1500W lampamagnara frá ca. 115.000 krónum. Mest úrval er í flokki lampamagnara sem geta gefið út allt að 1500 wött. Þar má velja úr 12 mismunandi gerðum sem kosta á innkaupsverði frá ca. 210.000 krónum. Þegar kemur upp í flokk magnara sem geta gefið út 2000W+ er innkaupsverðið frá 330.000 krónum. Í flokki 500–750W transistormagnara er innkaupsverðið frá ca. 70.000 krónum en frá 250.000 krónum í flokki 1000W magnara. Einn magnari er á markaði með transistorútgang sem getur gefið út 1500 wött og kostar hann um 450.000 krónur. Í töflunni er einnig sýnt hversu hátt inngangsafl þarf að vera til þess að viðkomandi magnari gefi fullt útgangsafl. Flestir magnarar þurfa á bilinu frá 50 til 80 wött. Expert 1K-FA frá SPE sker sig hins vegar úr þessum hópi, þar sem inngangsaflið á hann þarf einungis að vera 20 wött til að ná fullu afli út (1000 wöttum). Þá eru í töflunni birtar upplýsingar um nettó þyngd sem getur komið að gagni þegar kemur að því að taka ákvörðun um flutning heim til Íslands.

23

Hafa ber í huga að umsagnirnar á eHam.net geta verið annmörkum háðar. Einn þeirra annmarka er til dæmis, að magnarar líkt og Alpha 8410 og Linear Amplifier UK Challenger IV komast ekki á blað í þessari umsögn vegna þess hvað þeir eru nýir á markaði. Sama gildir um Alpin 200. 24 Allar gerðir magnara frá Ameritron miðast við pöntun og verð beint frá verksmiðju. Við nöfn allra tegundarheita bætist því „X „ eða í sumum tilvikum „XCE“. Í þessari samantekt er þessum aukastöfum sleppt til einföldunar.

26


Tafla 5 Sendimagnarar sem vinna a.m.k. í HF tíðnisviðum radíóamatöra og eru á markaði í júlí 2008, flokkaðir eftir útgangsafli samkvæmt lampa- og transistorútgangi. Röðun er eftir fjárhæð innkaupsverðs innan hvers flokks. Framleiðandi

Gerð

HF / 6m AC (12VDC)

Útgangsafl ssb/cw/rtty

(1) 600W–800W útgangsafl; innkaupsverð frá ca. 60.000 kr. Ameritron AL-811 HF 600/500/400 Ameritron AL-811H HF 800/600/n.a. LinearAmpUK Ranger 811 H HF 800/400/400 Acom 1010 HF 700/500/500 (2) 1000W–1300W útgangsafl; innkaupsverð frá ca. 115.000 kr. Ameritron AL-80B HF 1000/850/80025 Ameritron AL-572 HF 1300/1000/n.a. Ameritron AL-800 HF 1250/750/750 Emtron DX-1d HF 1000/800/800 Ten-Tec Centurion 422B HF 1300/650/650 Acom 1000 HF/6m 1300/1000/1000 Alpin 100 Mk. II HF/6m 1300/1000/1000 (3) 1500W útgangsafl; innkaupsverð frá ca. 210.000 kr. Ameritron AL-82 HF 1500/850/850 LinearAmpUK Challenger III HF 1500/1500/1000 Ameritron AL-800H HF 1500/1000/1000 LinearAmpUK Challenger IV HF 1500/1500/1000 Ameritron AL-1200 HF 1500/1500/n.a. Ameritron AL-1500 HF 1500/1500/150026 Command Tech. HF-2500 HF 1500/1500/1500 Ten-Tec Titan III 417A HF 1500/1000/100027 Emtron DX-2 HF 1500/1500/1500 Alpha 8410 HF 1500/1500/150028 Acom 2000A HF 1500/1500/1500 Alpha 9500 HF 1500/1500/1500 (4) 2000W+ útgangsafl; innkaupsverð frá ca. 330.000 kr. QRO Tech HF2500DX HF 2500/2200/1500 OM Power OM2500 HF HF 2500/2500/2500 Alpin 200 HF 2000/2000/n.a. Command Tech. HF-2500E HF 3500/3500/2000 QRO Tech HF2500DX Mk. III HF 3500/2500/2000 Emtron DX-2-sp HF 2500/2000/2000 OM Power OM3500 HF HF 3500/3500/3500 OM Power OM2500 Auto HF 2500/2500/2500 Emtron DX-3 HF 4000/3000/3000 (5) 500W–750W útgangsafl, transistorar; innkaupsverð frá ca. 70.000 kr. Ameritron ALS-500MX HF (12VDC) 500/400/n.a. Ameritron ALS-600X HF 600/400/200 SGC SG-500 SP HF (12VDC) 500/500/250 Tokyo Hy-Power HL-700B HF (12VDC) 600/500/300 Tokyo Hy-Power HL-1.2Kfx HF 750/650/400 (6) 1000W útgangsafl, transistorar; innkaupsverð frá ca. 250.000 kr. Tokyo Hy-Power HL-1.5fx HF/6m 1000/850/600 Yaesu Quadra VL-1000 HF/6m 1000/500/50029 SPE Expert 1K-FA HF/6m 1000/900/90030 Icom IC-PW1 HF/6m 1000/1000/100031 (7) 1500W útgangsafl, transistorar; innkaupsverð frá ca. 450.000 kr. Tokyo Hy-Power HL-2.5Kfx HF 1500/1200/1200

Fullt „drive“

„Lampar“/ „transistorar“

Innk.v.

Innk.v. (ISK)

Þyngd (kg)

Einkunn (eHam)

50W 50W 100W 70W

811A *3 811A *4 811A *4 4CX800A

$750 $900 £720 €1550

60.000 72.000 110.000 185.000

14.5 14.5 25.0 16.0

4.6 4.6 4.7 4.9

85W 70W 70W 60W 100W 60W 60W

3-500ZG 572B*4 3CX800A7 GU74B 3-500Z *2 4CX800A 4CX800A

$1.400 $1.600 $2.000 $2.900 $3.195 €2.200 €2.350

115.000 130.000 160.000 230.000 255.000 265.000 280.000

24.5 23.0 23.0 20.0 23.6 22.0 25.0

4.8 5.0 5.0 4.3 4.8 5.0 4.6

100W 100W 70W 100W 90W 65W 80W 60W 60W 50W 50W 65W

3-500Z*2 GS35 3CX800A7*2 3CX1500 3CX1200A7 3CX1500 3CX800A7*2 4CX800A*2 GU84b*2 4CX1000*2 4CX800A*2 8877

$2.650 £1.525 $3.000 £1.780 $3.450 $3.500 $4.300 $4.300 $4.500 $5.395 €4.800 $9.650

210.000 230.000 240.000 265.000 275.000 280.000 345.000 345.000 360.000 430.000 575.000 775.000

35.0 29.0 22.6 29.0 35.0 35.0 28.0 38.2 27.0 31.8 36.0 35.0

5.0 n/a 4.3 n/a 4.8 4.7 5.0 4.9 4.4 0.0 4.9 4.2

40W 60W 60W 100W 90W 65W 80W 60W 80W

4CX800A*2 GU84b 4CX800A*2 3CX800A7*3 4CX800A*3 GU84b GU78b GU84b GU78b

$4.100 €2.983 €3.320 $5.000 $5.100 $6.000 €3.992 €4.410 $7.300

330.000 360.000 400.000 400.000 410.000 480.000 480.000 530.000 585.000

36.0 38,0 40.0 48.0 40.0 39.0 43.0 n.a. 45.0

4.9 5.0 n/a n/a n/a 4.2 n/a n.a. 5.0

60W 75W 90W 100W 90W

2SC2879*4 Power FET*4 MRF454*8 THP120*8 SD2933*4

$850 $1.300 $1.300 $1.400 $2.000

70.000 105.000 105.000 110.000 160.000

3.5 5.7 9.5 8.0 15.0

4.2 3.9 4.2 5.0 4.9

85W 80W 20W 50W

SD2933*4 MRF150*8 MRF150*6 Power FET*2

$3.100 $3.900 €2.700 $4.600

250.000 310.000 325.000 370.000

20.0 35.6 20.0 25.0

4.5 4.3 4.8 4.6

90W

ARF1500*2

$5.600

450.000

26.0

5.0

25

“1/2 hour continuous carrier (RTTY).“ „1/2 hour continuous carrier: 1500 watts”. 27 „1000 watts RTTY/SSTV for up to 10 minutes (100% duty cycle modes).“ 26

28

Bæta þarf við auka viftu fyrir „continues carrier“ notkun.

29

“Max. 500W on 6 meters and 100% @ 500W for max. 1 hour.“ 30 „Max. 700W on 6 meters.“ 31 “Max. 500W on 6 meters and 100% @ 500W for max. 1 hour.“

27


Samantekt 32 Könnunin leiðir í ljós, að í boði eru a.m.k. 42 sendimagnar frá 15 framleiðendum fyrir HF sviðið á markaðnum í dag. Af þessum fjölda eru 6 sem jafnframt vinna á 50 MHz. 33 Um 75% framboðsins eru lampamagnarar. Langsamlega flestir eru gerðir fyrir húsarafmagn en þrír eru fyrir 12VDC. Framleiðendur lampamagnara eru 10 talsins og þeir framleiða alls 32 magnara. Ameritron er stærsti framleiðandinn og bjóða þeir 9 gerðir lampamagnara. 4CX800A lampinn er mest notaður eða í alls átta mögnurum (ýmist 1, 2 eða 3 saman). Í öðru sæti eru 3CX800A7 og GU84b sem eru notaður í fjórum mögnurum hvor (ýmist 1, 2 eða 3 saman). Framleiðendur transistormagnara eru 6 talsins og þeir framleiða alls 10 magnara. Tokyo Hy-Power er stærsti framleiðandinn og bjóða þeir 4 gerðir transistormagnara. Kannað var á eHam.net hvaða magnarar fá meðaleinkunn á bilinu 4.8 til 5.0 (miðað er við lágmark 10 umsagnir). Acom 1000 fær bestu umsögnina af lampamögnurum, þ.e. meðal-einkunina 5.0 sem byggir á 84 umsögnum. Af transistormögnurum fær SPE Expert 1K-FA bestu umsögnina, þ.e. meðaleinkunina 4.8 sem byggir á 35 umsögnum. 73 de TF2JB.

32

Nokkur atriði til hliðsjónar: (1) Til þess að átta sig á endanlegu verði, þarf a.m.k. að bæta flutningskostnaði, vátryggingu og 24,5% virðisaukaskatti við innkaupsverð; (2) gengisviðmiðun: USD=80 ISK; EUR=120 ISK; og GBP=150 ISK; og (3) tæki sem ætluð eru til nota hjá radíóamatörum hér á landi þurfa ekki að vera CE-merkt. 33 Vakin er athygli á að þótt þessa eiginleika sé getið í umfjölluninni, þá kemur hann íslenskum leyfishöfum lítt til nota eins og stendur þar sem núverandi reglugerð [nr. 348/2004] heimilar G-leyfishöfum notkun á mest 100 watta sendiafli í 50-52 MHz sviðinu.

28


Útileikarnir voru að venju um verslunarmannanhelgina TF3IK í Vaglaskógi Tók í fyrsta sinn formlega þátt í útleikunum og hafði af því hina bestu skemmtun. Var á tjaldstæðinu í Vaglaskógi, notaði IC-7000 stöð og SG230 tjúnner í bíl. Er með SG-303 bílstöng en notaði líka u.þ.b. 20 m vír sem ég strekkti upp í 10 m rápstöng sem ég batt við hjólhýsið. Á myndunum sést hvernig ég notaði bílstöngina til að bera uppi vírinn og hafði svo bananatengi til að skipta á milli. Helstu vandræði voru að mikið er af truflunum frá hleðslutækjum eða inverterum í hjólhýsum á tjaldstæðum. Flúði því mikið af tímanum út fyrir tjaldstæðið og notaði þá tré til að styðja við rápstöngina. Svo tæmdi ég fljótt af rafgeymum og þurfti að vera með hleðslutæki tengt á köflum, það skýrir hvers vegna ég var stundum á rafveitu og stundum án hennar. Bestu kveðjur, Snorri Ingimarsson TF3IK.

TF1KW í Grímsnesi TF3VB með hljóðnemann og TF3VS loggar

Það er eins gott að það er ekki fánadagur um verslunarmannahelgi!

29


Nú þegar þetta er skrifað eru útileikar í fullum gangi, þá fæddist hjá mér hugmynd um aðra leika sem gaman væri að setja á koppinn. Sveinbjörn Jónsson TF8VET

Þetta eru leikar þar sem eingöngu eru notaðar mótanir sem notast er við tölvur eins og PSK, RTTY o.s.frv. Í dag fer stór hluti fjarskipta fram með þessum mótunum, en engir leikar fara fram hjá okkur sem sérstaklega eru merktir þessum mótunum. Ég legg til að þessir leikar verði mátulega langt í tíma frá útileikunum um verslunarmannahelgina þannig að ekki verði árekstrar milli leika. Þeir geta verið að vori eða snemma sumars. Reglur í þessum leikum ættu að vera mjög auðveldar og auðskiljanlegar þannig að ekki taki langan tíma reikna út niðurstöður. Gott væri að stöðvar væru flokkaðar eftir afli og rafgjafa í 5 flokka. Grunneining í stigagjöf er fjarlægð milli tveggja QTH-loc. Þetta væri eins og í lyftingum, menn eru í mismunandi þyngdarflokkum og samanlagðar þyngdir ráða úrslitum. Menn leggja saman allar vegalengdir sem þeir hafa náð milli tveggja QTH-loc í öllum QSOum sem þeir hafa haft í leikunum. Síðan fá menn mismunandi margfaldara eftir því í hvaða flokki stöð þeirra er í. Þessir 5 flokkar eru: 1. 2. 3. 4. 5.

Stöð 20W eða minna ekki tengd rafveitu. Stöð 20W eða minna, tengd rafveitu. Stöð 100W eða minna ekki tengd rafveitu. Stöð 100W eða minna tengd rafveitu. Stöð 100W eða meira, tengd rafveitu.

Margfaldari :X 1,00 Margfaldari: X 0,85 Margfaldari: X 0,65 Margfaldari: X 0,50 Margfaldari: X 0,40

Dæmi:

1 Stöð í 4. flokki með QTH Loc HP84qb hafði QSO við stöð með QTH Loc IP15bq og síðar QSO við stöð í HP93us. Gefur: 288+119= 407 X 0,50 =203,5 Stig Fyrir þessi tvö QSO fær stöðin eftirfarandi stig: QSO 1. 288 Km. QSO 2. 119 Km.

2 Stöð í 2. flokki með QTH Loc HP84qb hafði QSO við stöð með QTH Loc IP15bq og síðar QSO við stöð í HP93us. Gefur: 288+119= 407 X 0,85 =345,95 Stig Svona stigagjöf hampar þeim sem ná sem lengst á sem minnstu afli. Það sem koma skal fram í QSOi til að það teljist fullgilt:  Kallmerki.  Nafn.  QTH Loc  Afl.  QSO númer  Loftnet  Flokkur stöðvar. [ 1 til 5 ]

30


Hvaða bönd: Öll bönd sem Radíó Amatörar hafa lyfi til að nota. HF, VHF og UHF. Halda skal R1 bandplan og reglur um staðsetningu mismunandi mótunaraðferða. Ef vilji er til er hægt að samræma hvaða tíðnir og bönd skal nota sem og hvaða mótunaraðferðir skulu leyfðar í leikunum. Hlutverk með svona leikum er margþætt. Fyrir utan skemmtunar-þáttinn, þá fást upplýsingar um hvernig mismunandi mótunaraðferðir eru að koma út miðað við mismunandi skilyrði í innanlandssamböndum. Ég legg til við þá sem áhuga hafa á að koma á svona leikum á, að láta vita um góðar hugmyndir varðandi útfærslur, tímasetningu og framkvæmd. Ég er þess fullviss að svona lyklaborðs-leikar verða vinsælir miðað við áhuga manna á útileikunum og traffíkinna á PSK, RTTY og öðrum tölvumótunum. 73 de TF8VET

Flugdrekaloftnet Sem finna má á heimasíðu G6LFT,

http://www.thinlayeranalysis.co.uk/G6LFT_kites.html

31


GMT – UTC – LMT. Sambönd, QSO, milli Radió Amatöra eru staðfest með QSL kortum. Á QSL kortum eru ýmsar upplýsingar um sambandið, reyndar mismunandi milli amatöra en ávallt dagsetning og tíminn þegar sambandið átti sér stað. Á QSL kortum sem mér hafa borist sé ég að menn eru ýmist að nota UTC , GMT og einstaka kort með LMT, jafnan prentað við reitinn þar sem tíminn er settur inn og einnig nú orðið eru margir með upplýsingarnar útprentaðar úr tölvu, en þar er yfirleitt notuð skammstöfunin UTC. En hvaða skammstafanir eru þetta og hvað þýða þær ? GMT stendur fyrir: Greenwich Mean Time, eða taðartími í bænum Greenwich á Englandi. UTC stendur fyrir : Coordinated Universal Time, sem mætti skilgreina sem sameiginlegan alheims tíma. LMT stendur fyrir: Local Mean Time, sem er einfaldlega staðartími á hverjum stað fyrir sig. Árið 1675 var arkitektinum Sir Christopher Wren falið af Karli II Englandskonungi að útbúa staðal eða töflur þannig að Enskir skipstjórnendur gætu reiknað út staðsetningu skipa sinna út frá núll gráðu lengdarbaugnum sem liggur í gegn um Greenwich. Töflurnar gengu út á það að vita nákvæmlega stöðu tunglsins gagnvart núll gráðu lengdarbaugnum. Á nítjándu öld varð svo GMT staðal tími breskra sjófarenda sem síðan breyddist út og er enn talsvert notaður. 1970 var síðan ákveðið af Alþjóða Fjarskiptastofnunni, skammstafað, ITU, ( International Telecommucation Union ), að nota skammstöfunina UTC sem alþjóðlegt tákn sem allir skyldu og gætu notað, við siglingar, flug ofl. og að sjálfsögðu í heimi Radíó Amatöra ! UTC er í raun ekkert annað en GMT ! enda byggt á GMT en að vísu er GMT miðað við hádegi en UTC miðað við miðnætti. Allt fyrir austan Greenwich ( að 180° lengdarbaug ) er fyrr í tíma eða á undan okkur og allt fyrir vestan Greenwich er seinna í tíma þe á eftir okkur. Allt miðað við núll gráðu lengdarbauginn sem liggur í gegn um Greenwich sem fyrr segir. Við Íslendingar hættum að breyta klukku vor og haust langt fyrir löngu og liggjum því allt árið á UTC ( GMT ) breskum vetrartíma. “ Dagur í austri rís “ því sólin kemur jú upp í austri ! ef svo má að orði komast. Það eru 42 tímabelti á hnettinum sem öll eru í samhengi við hvert annað. Í dag eru notaðar hátækni atómklukkur, gerfitungl og eflaust fleiri tól til þess að ákveða tímann, þennan eina og sanna UTC, fyrir siglingar, flug, vísindi ofl. Hvert tímabelti miðast við 15° sem er ein klst eða 360°/ 15 = 24 klst. 24 klst. kerfi er notað fyrir UTC þe 13:00, þrettán hundruð, 13:30, þrettán hundruð og þrjátíu osfr og síðan td 01:00 á ensku er “ zero one hundred “. Tökum dæmi um útreikning á UTC frá staðartíma: Staðartími, LMT, í Gæsaflóa Canada ( Goose Bay ) er 12:00. Hver er þá UTC tíminn ? Gæsaflói liggur á 60° vestur. 60 / 15 = 4 klst, staðartíminn 12:00 + 4 klst = 16:00, sem sagt sextán hundruð! Hafa þarf svo í huga að margar þjóðir heims breyta klukkunni vor og haust til þess að nýta dagsbirtuna betur yfir sumarið þegar verið er spá í staðar og UTC tíma. Þeir sem eru tölvuvæddir geta nýtt sér tæknina og haft á skjánum hjá sér heimskort sem sýnir klukkuna á hverjum stað fyrir sig og margt fleira sér til ánægju og spekúlasjóna! Eina tíma skammstöfun vil ég þó nefna enn : STF “ Standard Time Factor “ sem er notaður meðal þjóða sem ekki breyta tíma sínum vor og haust. Til gaman má svo geta þess að á Nýfundnalandi er halftíma mismunur frá meginlandinu og ef ég man rétt er á nokkrum stöðum, allt niður í 15 mín mismun milli staða. Að lokum vona ég að þessar línur hafi varpað ljósi á þessar skammstafanir og hvet menn eindregið til þess að nota UTC á sín QSL kort. Með félagskveðju. 73 de TF2LL Georg Magnússon.

32


Lög ÍRA samþykkt á aðalfundi 17. maí 2008 FÉLAGIÐ 1. gr. Heiti félagsins er "Íslenskir radíóamatörar", skammstafað Í.R.A. Félagið er hin íslenska deild í alþjóðasamtökum radíóamatöra, I.A.R.U. Region 1, og norrænu samtökunum N.R.A.U. 2. gr. Heimili félagsins er í Reykjavík með póstfang: Pósthólf 1058, 121 Reykjavík. 3. gr. Markmið félagsins eru að: 1. Gæta hagsmuna radíóamatöra í hvívetna. 2. Efla kynningu og samstarf meðal radíóamatöra innanlands og utan. 3. Stuðla að færni félagsmanna og góðum venjum í radíóviðskiptum. 4. Hvetja til viðbúnaðar sem mætti gagnast í neyðarfjarskiptum. 5. Efla amatörradíó sem leið til sjálfsþjálfunar á tæknisviðinu. 6. Hvetja til tæknilegra og vísindalegra rannsókna og uppgötvana á sviði radíófjarskipta. 7. Örva radíóíþróttir meðal radíóamatöra. 8. Þróa amatörradíóþjónustuna sem verðmæta þjóðarauðlind. 9. Stuðla að öflugri æskulýðsstarfsemi og kynningu á amatörradíói á meðal ungs fólks. 4. gr. Merki félagsins er tígullaga og er lengri hornalína tígulsins lóðrétt. Mynd merkisins er tákn loftnets, spólu, þéttis og grunntengingar, raðtengt, svo og stafirnir ÍRA. Grannur rammi fylgir útbrún merkisins.

FÉLAGAR 5. gr. Allir áhugamenn um radíótækni sem vilja starfa í samræmi við markmið félagsins geta gerst félagar, enda hafi umsækjandi um inngöngu kynnt sér þau og lýst sig samþykkan þeim. Inntökubeiðni í félagið skal vera skrifleg og sendist stjórninni ásamt árgjaldi. Þó greiði þeir sem sækja um inngöngu í félagið eftir 31. júlí ár hvert, aðeins hálft árgjald. Afgreiðsla inntökubeiðna liggur niðri milli fyrsta apríl og fyrsta fundar nýkjörinnar stjórnar. 6. gr. Stjórnarfundur getur kjörið heiðursfélaga með samþykki allra stjórnamanna. Honum skal afhent skjal því til staðfestingar. Heiðursaðild varir svo ævilangt. Í félagatali skal ætíð telja upp alla heiðursfélaga frá upphafi í sérstakri skrá. 7. gr. Ef brot félagsmanns á lögum eða reglum skaðar hagsmuni amatörhreyfingarinnar, eða hann á annan hátt vinnur gegn markmiðum félagsins, getur stjórnin mælst til þess með bréfi að hann segi sig úr félaginu. Bréfið skal afhenda honum sjálfum eða senda í staðfestum ábyrgðarpósti. Uni viðkomandi ekki þeim málalokum skal hann tilkynna það skriflega innan 6 vikna. Þá skal strax fela nefnd þriggja síðustu formanna félagsins, sem ekki eiga aðild að stjórn, að kynna sér málavöxtu sem best frá báðum hliðum og kveða upp úrskurð um brottvikningu eður ei. Hann skal birtur viðkomandi og öðrum félagsmönnum ásamt rökstuðningi. Sé bréfi stjórnar ekki sinnt tekur úrsögn sjálfkrafa gildi. Fáist ekki þrír fyrrverandi formenn í nefndina skal leita í hóp varaformanna, þá ritara, gjaldkera og meðstjórnanda, og telja upp í greinargerð nefndar nöfn og ástæður þeirra sem ekki fengust. Einu gildir þótt maður sé ekki félagi þá stundina, enda hafi brottför hans úr félaginu ekki borið að samkvæmt ákvæðum þessarar greinar. Hverfi maður úr félaginu samkvæmt ákvæðum þessarar greinar þarf samþykki félagsfundar til að hann fái inngöngu á ný, enda hafi tillögu þess efnis sérstaklega verið getið í skriflegu fundarboði. GJÖLD 8. gr. Félagsgjöld miðast við fjárhagsár félagsins. Makar félagsmanna, þeir sem eru 67 ára og eldri og yngra fólk en 16 ára greiði hálft árgjald. Stjórn er heimilt að bjóða nýjum félögum 1. árið án 33


félagsgjalds, þá án kjörgengis og kosningaréttar. Undanþegnir greiðslu eru heiðursfélagar. Gjalddagi er 1. júní ár hvert og eindagi 1. september. Fjárhæð félagsgjalda skal ákveðin á aðalfundi viðkomandi árs og skal gjaldið hækka um 20% sé eigi greitt fyrir 1. desember. Þegar félagsgjöld tveggja ára eru fallin ógreidd í eindaga er stjórn skylt að taka viðkomandi félagsmann af skrá að undangenginni bréfleg ri aðvörun. Skuld hans skal afskrifuð í bókhaldi félagsins. STJÓRN 9. gr. Stjórnina skipa: Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Stjórnin hefur umboð aðalfundar til að stýra félaginu og sjá um samskipti við yfirvöld og önnur samtök. Stjórnin skiptir með sér verkum og setur aðstoðarmenn með skriflegri tilskipun. Þessu skal lokið svo fljótt sem auðið er og tilkynnt félagsmönnum. Einnig skal tilkynna skipun stjórnar til Póst- og fjarskiptastofnunar, I.A.R.U. og N.R.A.U. Formaður boðar til stjórnarfunda og stýrir þeim. Hann er talsmaður félagsins. Varaformaður gegnir störfum formanns í forföllum hans. Hann sinnir starfsáætlun og framkvæmd hennar. Ritari sér til þess að bréfleg erindi fái afgreiðslu, sinnir fundargerðum og heldur gögnum til haga. Skrifi aðrir í nafni félagsins er þeim skylt að láta ritara í té eintak. Ritari sér til þess að afrit af fundargerðum og erindum sem varða marga liggi jafnóðum fyrir í félagsheimili. Gjaldkeri innheimtir félagsgjöld, varðveitir sjóði og annast greiðslur í samráði við stjórn. Gjaldkeri heldur rétt félagatal á hverjum tíma og varðveitir eldri skrár. Hann sér um útgáfu félagatals. Varamenn sitja stjórnarfundi í forföllum. Segi stjórnarmaður af sér milli aðalfunda tekur varamaður við og gengur sá fyrir sem flest atkvæði hlaut á aðalfundi, ella ræður hlutkesti. Tveir stjórnarmenn geta boðað til stjórnarfundar án atbeina formanns sjái þeir ástæðu til. KOSNINGARÉTTUR OG KJÖRGENGI 10. gr. Einungis skuldlausir félagar hafa kosningarétt og kjörgengi. Skylt er að veita árgjöldum viðtöku við upphaf fundar sé þess óskað. Erlendir ríkisborgarar öðlast kosningarétt og kjörgengi eftir 3 ár í félaginu. 11. gr. Frambjóðendur til formanns skulu hafa G leyfi. Aðrir frambjóðendur til stjórnar skulu vera leyfishafar eða eiga minnst þrjú ár að baki í félaginu. 12. gr. Í málum sem varða lagabreytingar, leyfisveitingar og próf hafa einungis leyfishafar atkvæðisrétt. 13. gr. Félagi sem á óhægt um vik að sækja fund vegna búsetu eða af öðrum ástæðum sem fundurinn tekur gildar, getur falið öðrum félaga með jafnmikinn eða meiri kosningarétt, að fara með atkvæði sitt í tilteknu máli, þó ekki stjórnarkjöri. Þá skal skriflegt umboð þar að lútandi lagt fyrir til samþykktar í upphafi fundar. Enginn getur farið með fleiri umboð en eitt. FÉLAGSFUNDIR 14. gr. Stjórn boðar til almennra félagsfunda. Henni er skylt að gera það ef 12 leyfishafar hið minnsta æska þess. Félagsfundi skal ætíð halda seinnipart laugardags sé þess nokkur kostur. Boða skal til félagsfunda með a.m.k. viku fyrirvara nema í algerum neyðartilfellum. Rita skal fundargerð félagsfundar og birta með sama hætti og fundargerð aðalfundar. 15. gr. Félagsfundur getur ályktað um mál en ákvörðun er á valdi stjórnar eða aðalfundar. AÐALFUNDUR 16. gr. Aðalfund skal halda seinnihluta maímánaðar ár hvert. Aðalfundur er löglegur ef til hans er boðað bréflega eða með auglýsingu í CQ TF. Fundarboð skal póstleggja eigi síðar en þrem vikum fyrir fundar dag.

34


17. gr. Ef liðnir eru 18 mánuðir frá síðasta aðalfundi geta 12 leyfishafar sem þá höfðu kosningarétt, boðað til aðalfundar, enda riti allir undir fundarboðið með fullu nafni og kallmerki. 18. gr. Á aðalfundi skulu eftirfarandi mál tekin fyrir: 1. 2. 3. 4.

Kosinn fundarstjóri. Kosinn fundarritari. Könnuð umboð. Athugasemdir við fundargerð síðasta aðalfundar, ef einhverjar hafa borist, ræddar og bornar undir atkvæði. 5. Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins. 6. Aðrir embættismenn gefa skýrslu um starfsemi sinna embætta. 7. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar. 8. Lagabreytingar. 9. Stjórnarkjör. 10. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara. 11. Ákvörðun árgjalds. 12. Önnur mál. 19. gr. Fjárhagsár félagsins skal vera frá 1. apríl til 31. mars ár hvert. Skoðunarmenn reikninga skulu hafa rannsakað bókhald félagsins og kannað eignir áður en gjaldkeri leggur fram reikninga. Að rannsókn lokinni undirrita þeir reikningana og láta þess getið að þeir undirriti sem skoðunarmenn reikninga. Komist þeir að raun um að bókhaldið sé ekki rétt, skulu þeir láta þess getið og rita stutta greinargerð til skýringar. 20. gr. Stjórnarkosningar skulu vera leynilegar og ræður einfaldur meirihluti. 21. gr. Fyrst skal kjósa formann til eins árs í senn. Næst skal kjósa tvo stjórnarmenn til tveggja ára. Þá skal kjósa til eins árs í stað aðalmanna sem forfallast. Loks skal kjósa tvo varamenn. 22. gr. Fundargerð aðalfundar skal birta í fyrstra CQ-TF eftir aðalfund. Berist ekki athugasemdir við hana frá neinum er sat fundinn innan 6 mánaða frá birtingu telst fundargerðin rétt, annars skulu athugasemdir kynntar með fundarboði næsta aðalfundar og úrskurðar sá aðalfundur með einfaldri atkvæðagreiðslu um það hvort fundargerð skuli breytt. PRÓFNEFND 23. gr. Hlutverk prófnefndar félagsins er að: 1. Halda próf sem Í.R.A. er falin umsjón með. 2. Veita upplýsingar um prófkröfur og námsefni. Í prófnefnd sitja 5 menn, G-leyfishafar að meirihluta, skipaðir af stjórn. Til að stuðla að festu í störfum nefndarinnar skal skipta út einum manni á ári hið mesta. Nefndin velur sér formann. QSL-ÞJÓNUSTA 24. gr. Reka skal QSL-þjónustu fyrir félagsmenn. QSL stjóri er skipaður af stjórn og fer með fjármál þjónustunnar. Reksturinn skal kostaður af hóflegu gjaldi á útsend kort. CQ TF 25. gr. Félagið skal halda úti blaði með heitinu CQ TF. Minniháttar útgáfu blaðsins má auðkenna sem fréttabréf. Stjórn skipar ritstjóra. Hann sér til þess að haldið sé saman tveimur söfnum blaðanna, annað aðgengilegt félagsmönnum en hitt í vörslu ritstjóra á hverjum tíma.

35


GILDISTAKA OG BREYTINGAR 26. gr. Félagslögum verður aðeins breytt á aðalfundi, enda hafi frumvarp að nýjum eða breyttum greinum borist stjórn félagsins fyrir 15. apríl og verið dreift með aðalfundarboði. Þó getur aðalfundur samþykkt breytingar á félagslögum, sem fram koma á fundinum, séu 88% fundarmanna samþykkir. Breytingartillögur sem fram koma á aðalfundi skulu einungis varða þær tillögur er þar liggja fyrir og nauðsynlegar afleiðingar þeirra. Með tillögum að breytingum skal fylgja skrifleg greinargerð þar sem gerð er grein fyrir ástæðum tillagnanna og væntum áhrifum þeirra. Sé ætlunin að lagabreyting hafi víðtækari áhrif en eingöngu á félagslögin sjálf, svo sem ógildi sérstakar aðalfundarályktanir eða sérstakar samþykktir fyrri aðalfunda skal sérstaklega vísað til þeirra í viðkomandi breytingartillögu og greinargerð. 27. gr. Félagslög skal birta í blaði félagsins CQTF og á vefsvæði félagsins http://www.ira.is og öðlast gildi þegar í stað. Sérstakar samþykktir og ályktanir aðalfunda eða félagsfunda skal birta með sama hætti. Breytingar samþykktar á aðalfundi 2008:

(a) Fellt úr gildi: 7. gr. Stjórn er skylt að taka af félagaskrá þá sem ekki greiða skilvíslega árgjald samkvæmt nánari ákvæðum í viðeigandi grein þessara samþykkta. (b) Fellt úr gildi: 27. gr. Félagslög þessi taka gildi á aðalfundi 2006 og leysa af hólmi öll eldri lög og samþykktir félagsins. Þeim verður aðeins breytt á aðalfundi, enda hafi tillögur að nýjum eða breyttum greinum borist stjórn félagsins fyrir 15. apríl. Þó getur aðalfundur samþykkt breytingar á félagssamþykktum, sem fram koma á fundinum, séu 88% fundarmanna samþykkir. Breytingartillögur sem fram koma á aðalfundi skulu einungis varða þær tillögur er þar liggja fyrir og nauðsynlegrar afleiðingar þeirra. (c) Samþykkt að lagagreinar frá og með 8. gr. og afturúr skyldu flytjast upp um eitt númer. (d) Samþykkt: 26. gr. Félagslögum verður aðeins breytt á aðalfundi, enda hafi frumvarp að nýjum eða breyttum greinum borist stjórn félagsins fyrir 15. apríl og verið dreift með aðalfundarboði. Þó getur aðalfundur samþykkt breytingar á félagslögum, sem fram koma á fundinum, séu 88% fundarmanna samþykkir. Breytingartillögur sem fram koma á aðalfundi skulu einungis varða þær tillögur er þar liggja fyrir og nauðsynlegar afleiðingar þeirra. Með tillögum að breytingum skal fylgja skrifleg greinargerð þar sem gerð er grein fyrir ástæðum tillagnanna og væntum áhrifum þeirra. Sé ætlunin að lagabreyting hafi víðtækari áhrif en eingöngu á félagslögin sjálf, svo sem ógildi sérstakar aðalfundarályktanir eða sérstakar samþykktir fyrri aðalfunda skal sérstaklega vísað til þeirra í viðkomandi breytingartillögu og greinargerð. (e) Samþykkt: 27. gr. Félagslög skal birta í blaði félagsins CQTF og á vefsvæði félagsins http://www.ira.is og öðlast gildi þegar í stað. Sérstakar samþykktir og ályktanir aðalfunda eða félagsfunda skal birta með sama hætti.

36


37


38

CQTF september 2008  
CQTF september 2008  

blað radíóamatöra á Íslandi

Advertisement