Page 1

30 ára afmælisrit

Golfklúbbs Grindavíkur

1981-2011


Gamansaga úr bókinni Golf og gaman

Það er eitt spa á listanum yfir 25 undur veraldar

30 ÁRA AFMÆLISRIT GOLFKLÚBBS GRINDAVÍKUR

Við hjá Bláa Lóninu erum stolt af þeirri viðurkenningu sem felst í því að vera á lista National Geographic yfir 25 undur veraldar.

eftir Kristján Hreinsson

É

g veit ekkert hvenær ég sá fyrst fyrirsögnina „Birgir Leifur á pari“ en verð þó að viðurkenna að hjá sumu fólki vekja slíkar yfirlýsingar ábyggilega einkennilegar spurningar. Ég gerði eitt sinn vísu um þessa fyrirsögn: Ýmsir menn með hýrri há hjakka í sama fari og brosa ef þeim bent er á Birgi Leif á pari.

notuðum hið ágæta orð „böllur“ sem þýðir m.a. bolti eða kúla. Og ef við töluðum um bleikan böll. Konurnar hlógu mikið. Ég tók upp fimm-járnið, því þetta er löng par þrjú braut og svo setti ég boltann inn á flöt, þar sem hann stoppaði u.þ.b. einn metra frá holu. Þegar við komum svo að gríninu var ég búinn að setja saman stöku:

Ég sló minn bleika böll og send’ ann á braut með sanni og síðan strauk hann afturendann á ungum manni.

Þegar þessi vísa lá fyrir varð ég að bæta um betur:

Konunum þótti vísan góð. Enda má ekki finna í henni neitt sem flokkast undir dónaskap.

Á golfvellinum greina má er gengur fríður skari og víst þar margir vilja fá að vera undir pari.

Svo gerðist það á sjöundu holu að ég slæsaði og sendi bleika boltann útí sjó. Og á nokkrum sekúndum fæddist vísa:

Í draslinu á 4. braut fann ég bleikan bolta, ég setti hann í vasann og þegar ég kom á fimmta teig þá setti ég óvart þennan bleika bolta á tíið. Önnur konan hváði og svo flissuðu þær og sögðu það frekar pempíulegt að nota bleikan bolta. Ég svaraði og sagði að þetta væri kannski ennþá skemmtilegra ef við

Um hjarta mitt í frygð ég finn fara hlýja golu þegar bleikan böllinn minn ber við þessa holu.

Í leik á velli lukkutröll lengi hjá mér dvöldu þegar rak ég bleikan böll á bólakaf í öldu.

Svo gerðist það að ég sló upphafshögg á sjöttu með bleika boltanum og þá vildi ekki betur til en svo að boltinn fór yfir á sjöundu og strauk þar ungan

Og þá hló Alda alveg hreint óskaplega. Ég er enn að þakka Guði og góðum vættum fyrir að losa mig við þennan glataða bolta.

» Umsagnir um Húsatóftavöll: „Ég lék golfvöllinn í Grindavík í fyrsta skipti síðastliðið sumar. Ég var mjög hrifinn af honum og tel hann vera best geymda leyndarmálið á höfuðborgarsvæðinu. Skipulag vallarins (e.layout) er gríðarlega skemmtilegt og vallarstjórinn virðist vera metnaðarfullur í sínu starfi. Ég hlakka mikið til að spila oft á honum næsta sumar.“ -Jóhann Pétur Guðjónsson hjá GB Ferðum.

2

mann. Þegar ég hitti stráksa þá sagði hann að boltinn hefði nánast snert á sér bakið. Þetta sagði ég konunum og þegar við komum á flötina þá var komin vísa:

30 ÁRA AFMÆLISRIT GOLFKLÚBBS GRINDAVÍKUR

Útgefandi: Golfklúbbur Grindavíkur Ritstjóri: Jón Júlíus Karlsson Greinaskrif: Bjarni Hannesson, Björn Birgisson, Frosti Eiðsson, Halldór Jóel Ingvason, Jón Ásgeir Eyjólfsson, Jón Júlíus Karlsson, Kristín Mogensen, Páll Erlingsson og Róbert Ragnarsson. Ljósmyndir: Bjarni Hannesson, Haraldur Hjálmarsson, Jón Júlíus Karlsson, Frosti Eiðsson, Páll Erlingsson o.fl. Umbrot og hönnun: Magnús Geir Gíslason Prófarkarlestur: Halldór Einir Smárason og Jón Júlíus Karlsson. Upplag: 1.500 eintök Prentun: Oddi © Höfundar og rétthafar efnis. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndum, prentun, hljóðritun eða á sambærilegan hátt, að hluta eða heild, án leyfis höfunda, rétthafa efnis og útgefanda.

„Húsatóftavöllur er skemmtilega hannaður og hraunið kemur flott inn í völlinn. Það eru einnig nokkrar góðar links holur á vellinum. Flatirnar voru að mínu mati í topp-3 yfir bestu flatir á Íslandi á síðasta ári. Ég hlakka til að spila nýju holurnar og mæli með allir prófi völlinn.“ -Haraldur Franklín Magnús, landsliðskylfingur og margfaldur Íslandsmeistari unglinga. www.bluelagoon.is


Páll Erlingsson Formaður Golfklúbbs Grindavíkur

Kæru Grindvíkingar og félagsmenn

É

g vil byrja á að óska öllum félagsmönnum og Grindvíkingum til hamingju með afmælið, á þessum einstæðu tímamótum. Í maí 2011 náði Golfklúbburinn þeim merka áfanga að hafa verið starfræktur í 30 ár. Fyrir rúmlega 40 árum hóf Jóhann Möller, sér til gamans, að setja niður nokkrar holur við sjávarsíðuna og bauð öllum áhugasömum einstaklingum að leika þær brautir sem í dag eru hluti af núverandi velli. Nokkrum árum síðar varð það að veruleika að Golfklúbbur Grindavíkur var stofnaður. Það var fyrir mikla eljusemi og dugnað þeirra félaga að við stöndum á þessum tímamótum. Ekki ætla ég að tíunda það frekar, þar sem Halldór Jóel Ingvason, heiðursfélagi GG, hefur tekið saman pistil um uppvaxtarár klúbbsins og birtist sú samantekt hér í blaðinu. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar á þeim 30 árum sem Golfklúbbur Grindavíkur hefur starfað. Í fyrstu voru aðeins 4 holur en fljótlega var hafist handa við stækkun vallarins í 9 holur. Eftir aldamótin var síðan ráðist í enn frekar stækkun á vellinum, í 13 holur og vísir að viðbótum í fullmótaðan 18 holu golfvöll. Það var svo árið 2008 að bæjarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkti að styrkja golfklúbbinn um rúmlega 50 milljónir króna til uppbyggingar á 18 holu golfvelli. Fyrir það rausnarlega framlag erum við Grindavíkurbæ ævinlega þakklátir. Ráðist var í framkvæmdir árið 2009 með því að ryðja út brautir í áttina að Þorbirninum. Verkið var undir stjórn Hannesar Þorsteinssonar golfvallahönnuðar, en hann hafði áður séð um hönnun á Húsatóftavelli. Framkvæmdirnar gengu nokkuð vel fyrir sig þó vinnuafl og tækjakostur væri takmarkaður. Það var samt ekki fyrr en um vorið 2010 að góður gangur varð á verkinu, því nýr vallarstjóri, Bjarni Þór Hannesson, var ráðinn til klúbbsins og átti hann einnig að hafa yfirumsjón með öllum framkvæmdum. Á þessum tveimur árum sem Bjarni hefur starfað, hefur aðsókn á völlinn aukist töluvert og má það þakka góðu umtali og frábæru starfi hans. Það er ekki of vægt til orða tekið að hann hefur reynst Golfklúbbi Grindavíkur hin besta himnasending. Af miklum dugnaði og fagmennsku í samstarfi við föður sinn, hefur hann jafnt og þétt byggt upp nýjar brautir og flatir frá grunni ásamt því að gera núverandi völl enn glæsilegri. Þeir eiga mikinn heiður og þakklæti skilið. Stækkunin hefði þó ekki tekist svo vel eins og raun ber vitni án sérfræðikunnáttu og lipra handtaka Steindórs Eiðssonar, „Steina ýtu“. Honum kunnum við bestu þakkir.

4

30 ÁRA AFMÆLISRIT GOLFKLÚBBS GRINDAVÍKUR

Nú er svo komið að það hyllir undir opnun 18 holu golfvallar sem mun koma kylfingum virkilega á óvart. Það fengu félagsmenn og velunnarar að reyna í síðbúnu afmælismóti sem haldið var í byrjun september 2011. Þá var völlurinn leikinn í fyrsta sinn sem 18 holu völlur og nálægt því sem framtíðarskipulagið segir til um. Það var í einmunablíðu, sól og hita, sem kylfingar fengu loksins að reyna á hæfileikana sína og berja nýju holurnar augum. Menn héldu ekki vatni yfir því hvernig til hafði tekist og allir brostu sínu breiðasta þó árangurinn í mótinu væri ærið misjafn. Félagar kepptust við að lofa þessar breytingar og margir hverjir voru eins og lítil börn að opna jólapakkann sinn eftir langa og óþreyjufulla bið. Samhliða þessu hafa nokkrir vaskir einstaklingar unnið við að endurbyggja og stækka íbúðarhús í eigu golfklúbbsins með það að markmiði að þar verði framtíðar golfskáli okkar félagsmanna. Þeir eiga miklar þakkir skildar fyrir ómetanlegt framtak. Takmarkið er að golfskálinn verði tekinn í notkun sumarið 2012 (núna í sumar) og muni verða bylting í aðbúnaði og aðstöðu fyrir félaga og gesti golfklúbbsins. Stækkunin og endurbæturnar kosta að sjálfsögðu þó nokkurn skildinginn en kostnaði hefur verið haldið í algjöru lágmarki með sjálfboðavinnu og miklum velvilja fyrirtækja og einstaklinga. Þegar litið er yfir þau verk sem unnin hafa verið í gegnum tíðina mætti halda að golfklúbburinn væri með félagatal á við stærstu klúbba landsins. Þess vegna er það líka aðdáunarvert og eftir því tekið hversu stórhuga menn eru í öllum verkum. Það gerist þó ekki án mikils og ómetanlegs stuðnings fyrirtækja hér í bæ. Þau eiga miklar þakkir skildar fyrir tiltrú og velvilja í verki. Golfklúbbur Grindavíkur stendur í dag á miklum tímamótum og framtíðin er vægast sagt björt því það er enginn vafi á að Húsatóftavöllur mun verða mjög vinsæll meðal kylfinga og auka á gestakomur til bæjarins, svo um munar. Það er því ekki hægt annað en að vera bjartsýnn á að Golfklúbbur Grindavíkur muni vaxa og dafna á komandi árum og um leið verða sjálfbær með öllu. Það eitt og sér mun leiða til þess að nafn Grindavíkur mun endanlega festast á landakortinu sem spennandi valkostur fyrir ferðamenn og kylfinga hvar sem þeir búa. Enn og aftur til hamingju með tímamótin og afmælið. Megi framtíðin verða okkur hamingjusöm og gæfurík, klúbbnum til heilla. Með kærri félagskveðju Páll Erlingsson Formaður Golfklúbbs Grindavíkur

Draghálsi 14 - 16 110 Reykjavík

Sími 4 12 12 00 www.isleifur.is


Afmæliskveðjur

Óskum Golfklúbbi Grindavíkur til hamingju með 30 ára afmælið

Kveðja frá Golfsambandi Íslands

É

g vil senda öllum félögum í Golfklúbbi Grindavíkur árnaðaróskir í tilefni af 30 ára afmæli klúbbsins. Ekki dregur það úr að formlega er verið að taka í notkun nýjan seinni hluta og vígja nýjan 18 holu völl. Dugnaður og einurð einkenna ykkur og er ljóst að mikil sjálfboðavinna liggur þarna að baki. Annars væri þetta ekki mögulegt.

spenntir fyrir því að spila völlinn ykkar og þið í stakk búnir að taka á móti gestum til þess að leika á ykkar frábæra velli sem staðsettur er í stórbrotnu umhverfi. Enn og aftur óska ég ykkur til hamingju og óska ykkur farsældar í leik og starfi.

Framboð golfvalla er nú orðið mikið á Reykjanesi þar sem þið skartið þremur 18 holu golfvöllum ásamt einum 9 holu velli. Vissulega eru margir

Jón Ásgeir Eyjólfsson, Forseti G.S.Í.

Kæru Grindvíkingar

G

olfklúbbur Grindavíkur skipar veigamikinn sess í félags- og íþróttalífi Grindvíkinga. Félagsmenn eru mjög virkir, bæði í leik og starfi klúbbsins. Að vera meðlimur í vaxandi klúbbi í hraðri uppbyggingu er ekki bara leikur. Það er gríðarleg vinna. Vinna sem félagsmenn leggja fram sem sjálfboðaliðar. Ánægjan og stoltið eru laun erfiðisins, og að sjálfsögðu betri aðstaða fyrir leik og keppni. Golfklúbburinn náði þeim áfanga að verða þrítugur síðastliðið vor. Fertugsaldurinn tekur vel á móti klúbbnum og félögum hans. Völlurinn orðinn fullvaxinn 18 holu völlur og nýtt klúbbhús byggingu. Íbúar Grindavíkur hafa stutt dyggilega við þá uppbyggingu undanfarin ár. Í ár verður greidd út lokagreiðsla 51 milljóna króna styrks til uppbyggingarinnar sem hófst 2009. Að mínu mati skapar nýja

» Umsagnir um Húsatóftavöll:

„Flottur völlur í fjölbreyttu umhverfi þar sem haf og hraun spilar inní. Margar skemmtilegar holur þar sem er hægt að taka sénsa. Alltaf gaman að spila Húsatóftavöll þó það mætti vera miklu oftar.“ -Þórdís Geirsdóttir, fyrrum Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni. 6

30 ÁRA AFMÆLISRIT GOLFKLÚBBS GRINDAVÍKUR

aðstaðan mikil tækifæri fyrir klúbbinn og samfélagið allt. Grindavík er stærsti ferðamannabær landsins og fyrirsjáanlegt að vöxtur verði áfram í ferðamennsku. Ferðamenn munu án efa sækja í þá glæsilegu aðstöðu sem Golfklúbbur Grindavíkur býður upp á. Klúbburinn er að ljúka miklu vaxtarskeiði sem hófst snemma á 9. áratugnum með fjórum holum Jóhanns Möller. Vöxturinn hefur verið markviss og skapar grunninn að farsælum þroska klúbbsins á næstu áratugum. Bæjarstjórn Grindavíkur er stolt af því að hafa lagt sitt af mörkum og óskar Golfklúbbi Grindavíkur til hamingju með afmælið og nýju aðstöðuna. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkur.

„Húsatóftavöllur er frábær. Ég spilaði hann í fyrsta skipti í Sveitakeppninni 2011 og ég leyfi mér að fullyrða að hann er með einar bestu flatir á Íslandi. Völlurinn sem slíkur er góður og reynir mikið á góðan járnaslátt. Það var rok þegar ég spilaði en ég væri mikið til í að spila þennan völl í góðu veðri. Flottur völlur.“ -Bjarki Pétursson, tvöfaldur Íslandsmeistari unglinga 2011.


Halldór Jóel Ingvason skrifar:

Stofnun klúbbsins

Þann 14. maí 1981 var samankominn í grunnskólanum hópur áhugafólks um golfíþróttina og stofnun golfklúbbs. Því miður hefur ekki fyrsta fundagerðarbókin ekki komið í leitirnar þegar þetta er skrifað svo ekki er hægt að tilgreina þá sem mættir voru á stofnfundinn: Fyrsti formaður var kosinn Sveinn Sigurkarlsson sýslufulltrúi og varaformaður Halldór Ingvason, þá minnir mig að Sigurgeir Guðjónsson og Bjarni Andrésson hafi verið í þessari fyrstu stjórn.

Aðdragandinn að stofnun Golfklúbbs Grindavíkur og fyrstu starfsárin

Þ

að að Golfklúbbur Grindavíkur var formlega stofnaður 1981 átti sér nokkurn aðdraganda. Þegar ég kom sem kennari til Grindavíkur 1962 man ég ekki til þess að nokkur Grindvíkingur hafi sveiflað kylfu. Ég held að ég fari með rétt mál þegar ég segi að það höfum verið við Pétur Antonsson sem fyrst byrjuðum að slá kúlur á Húsatóftatúninu árið 1965, en við höfðum þá keypt okkur sitt 7-járnið hvor, og fannst okkur túnið tilvalinn staður til að prufa þessi verkfæri. Golfklúbbur Suðurnesja var stofnaður 1964 og gekk Pétur fljótlega í hann og var ánetjaður íþróttinni eftir það. Ég keypti mér fljótlega hálft sett, en notaði það lítið, enda upptekin við húsbyggingu og hafði því lítinn tíma. Ég fór þó af og til út á Húsatóftatún og sló kúlur og voru ýmsir sem komu með mér til að prufa. Vafalítið voru það Jóhann Möller og kona hans Elísabet, sem keyptu Reynistað og gerðu sumarhús úr gamla bænum, sem kveiktu áhuga hjá fyrstu golfurunum í Grindavík. Eftir að þau lagfærðu og hreinsuðu bakkana upp af Arfavíkinni, útbjuggu þau fjögurra holu völl þar. Það var svo Jóhann sem hvatti okkur sem vorum byrjaðir að slá þarna útfrá til að nota holurnar fjórar og jafnframt orðaði hann það við okkur að við ættum að huga að stofnun golfklúbbs. Á þessum árum eftir 1970 hafði þeim fjölgað sem komu í Staðarhverfið til að slá kúlur t.d Jakob Eyfjörð, Sigurgeir Guðjónsson, Bjarni Andrésson og Sveinn Sigurkarlsson svo ég nefni einhverja. Ég man að við komum saman nokkrir félagar, ég held um 1975, í sumarhúsi Jóhanns Möller að Reynistað var

8

30 ÁRA AFMÆLISRIT GOLFKLÚBBS GRINDAVÍKUR

þar rædd möguleg klúbbstofnun, en þar sem við sáum fram á að ekki væri möglegt að koma fleiri holum fyrir á bökkunum en sex og yrði að takmarka félagafjölda í væntanlegum klúbbi. Ekkert varð þó úr stofnun golfklúbbs í þetta sinn þar sem takmörkun á félaga fjölda mæltist illa fyrir og við hefðum hvorki fengið inngöngu í Golfsambandið né ÍSÍ ef um fjöldatakmörkun væri að ræða.

Það var svo á árunum fyrir 1980 sem við vorum í alvöru farnir að ræða stofnun golfklúbbs. Það voru þó ýmis ljón í veginum, bakkarnir voru allt of litlir til að rúma níu holu golvöll og Húsatóftatúnið var heyjað af rollueigendum sem notuðu gamla íbúðarhúsið sem fjárhús og hlöðu og var túnið því ekki falt. Í samvinnu við Jóhann Möller var þó tveimur holum bætt við og þá í áttina að laxeldinu. Áhugahópurinn var þó ekki tilbúinn að gefast upp og voru ýmsir staðir skoðaðir sem svæði undir framtíðargolfvöll t.d. fórum við Jón

Leósson eitt kvöldið austur undir Ísólfsskála til að skoða Leirdalinn sem hugsanlegan stað. Það var svo okkur til happs að þeir Kristinn Þórhallsson og Kristinn Gamalíelsson hættu búskap á Húsatóftum. Ekki man ég þó hvaða ár það var. Sáum við okkur þar leik á borði og stefndum á að ná túninu og rústum íbúðarhússins, því stuttu eftir að þeir félagar hættu búskap brann húsið. Húsatóftajörðin var þá í eigu Utanríkisráðuneytisins og fór Varnarmálaskrifstofan með umsjón eignarinnar. Það voru þó fleiri sem horfðu hýrum augum til túnsins, sérstaklega hestaeigendur og má því segja að kapphlaup hafi hafist um túnið. Gekk þetta svo langt að ég hringdi einn sunnudagsmorgun heim til utanríkisráðherra sem þá var Ólafur heitinn Jóhannesson og bar upp við hann ósk áhugahópsins, tók hann mér ljúflega og sagðist ætla að koma til Grindavíkur og skoða aðstæður. Að viku liðinni birtist svo ráðherrann og gekk um túnið með okkur Sveini og lét þau orð falla eftir þá göngu að ekki væri hægt að stöðva svo stóran hóp áhugafólks um góða íþrótt, enda höfðum við Sveinn tíundað fjöldann nokkuð. Áttum við að snúa okkur til Varnarmáladeildar sem mundi ganga frá samningum. Að túninu fengnu höfðum við fengið nægilegt rými undir 9 holu völl. Félagar í Golfklúbbi Suðurnesja með formanninn Hörð Guðmundsson í fararbroddi voru mjög hjálplegir okkur við stofnun Golfklúbbs Grindavíkur og voru lög Golfklúbbs Suðurnesja notuð til hliðsjónar þegar okkar lög voru samin.

Sveinn starfaði sem formaður í tvö ár og síðan tók við í eitt ár Sigurgeir Guðjónsson. Fyrstu árin fóru í að útbúa níu holu golfvöll og var það ærið verkefni því allt var unnið í sjálfboðavinnu. Félagar voru samhentir í því starfi og þótt fyrstu teigar og flatir væru nánast sem frímerki miðað við stærð þeirra í dag þá tókst á þessum fyrstu árum að forma völlinn og voru fyrstu brautirnar nánast þær sömu og notaðar eru í dag. Fyrsti vallarstarfsmaðurinn var Jakob Eyfjörð og vann hann gott starf við þessa uppbyggingu. Af Tóftarhúsinu var ekkert uppistandandi nema veggirnir einir og var kjallarinn fullur af kindaskít. Það var þó strax tekin sú ákvörðun að húsið skildi byggt upp og gert að golfskála. Gátum við rétt bjargað

húsarústunum því Varnarmáladeild hafði tekið þá ákvörðun að brjóta húsið niður. Var því hafist handa við að hreinsa út úr kjallaranum (moka kindaskítnum út) og smúla hann. Var kjallarinn fyrsta afdrep grindvískra kylfinga. Þess má geta að Kristinn Garðarsson og kona hans, Svava, sem voru mjög virkir stofnfélagar, komu með hjólhýsi sem þau áttu á vallarsvæðið og úr því voru fyrstu veitingarnar seldar. Undirritaður tók við sem formaður 1984 og gengdi því starfi í 5 ár. Bjarni Andrésson starfaði sem varaformaður öll þessi ár og vorum við mjög samhentir við uppbyggingu klúbbsins eins og reyndar allir félagar golfklúbbsins. Eins og áður var allt unnið í sjálfboðavinnu. Á þessum árum var vallaruppbyggingu haldið áfram, teigar og flatir stækkaðar og brautir lagaðar. Þó er e.t.v. það sem upp úr stendur frá þessum árum uppbygging golfskálans í núverandi mynd. Yfirsmiðir voru þeir Bragi Ingvason lærður húsasmiður og Bjarni Andrésson sem á þessum árum vann við smíðar. Öll vinna var gefin aðeins efni keypt eða sníkt og ber húsið merki um dugnað og samheldni félaga. Á þessum árum þekktust ekki styrkir frá sveitafélaginu. Einnig var gengið frá formlegum samningi

Unnið að endurbótum á golfskála klúbbsins sem brann á sínum tíma. Myndirnar eru teknar um miðjan níunda áratug. við Varnarmáladeild og hafði ég þar mest samskipti við verkfræðing að nafni Sófanías, fullorðnum manni sem var okkur sérlega velviljaður. Samið var um land sem rúmaði 18 holu golfvöll og rúmlega það til 50 ára. Einnig var gerður sérstakur lóðasamningur um land það er húsið stendur á og á að hýsa væntanlegan golfskála. Við tókum fljótlega eftir því hvað sjórinn gekk á bakkana við Arfavíkina og braut þá niður, sáum við fram á, ef ekkert yrði að gert, myndi sjórinn fljótlega brjóta sér leið í gegn um kambinn og inn á flatirnar. Var því haft samband við Flóðavarnasjóð og hann beðinn um fjárstyrk til að gera varnargarð í fjörunni. Því miður gat sjóðurinn ekki orðið við beiðninni að svo stöddu því margir voru á undan okkur í röðinni um það fjármagn sem sjóðurinn hafði til ráðstöfunar. Datt mér þá í hug að hringja í Svein Runólfsson hjá landgræðslunni og biðja hann um styrk. Hann bað mig að senda sér formlegt erindi og í framhaldi af því fengum við 500.000 kr-. styrk í grjótvarnargarð, sem voru þó nokkrir peningar á þeim árum. Það vildi svo heppilega til að á þessum tíma var Hafnarmálastofnum að byggja grjótgarða við innsiglingunna og verkstjórinn sem stjórnaði því verki var svo almennilegur við okkur að við fengum að taka grjót úr þeirra námu án endurgjalds og þeir bílstjórar sem óku grjótinu í garðinn voru mjög sanngjarnir. Þessi garður var forveri þess garðs sem nú er uppistandandi og ver bakkana. Það mannvirki var reist þegar Aðalgeir Jóhannsson var formaður klúbbsins. Ég má til með að minnast á borholuna sem boruð var eftir vatni fyrir neðan skálann. Ég

fékk Ellert Skúlason verktaka úr Njarðvíkum til að bora holuna, en hann vann mikið hér í Grindavík. Þegar Ellert hafði borað nokkra metra kom hann niður á nægilegt ferskt vatn fyrir skálann. Vatnið var reyndar ekki upp á það besta en vel nothæft. Þegar ég bauð Ellert borgun fyrir borunina, vildi hann ekkert taka og sagðist gefa þetta til Grindvíkinga vegna vinskapar við Jón Ágúst Jónsson í Ártúni, en Ellert var alla tíð í fæði hjá Jóni og konu hans Dagmar þegar hann vann í Grindavík. Ég hef hér á undan reynt að rifja upp minningabrot frá fyrstu árum golfklúbbsins og aðdraganda að stofnun hans. Vera má að eitthvað hafi skolast til þar sem ég hef ekki fyrstu fundagerðabækur klúbbsins til að styðjast við. Ég varð svo aftur formaður í tvö ár 1993 og 1994. Á þeim árum var ákveðið að láta teikna 18 holu völl og annaðist Hannes Þorsteinsson það verk, sá sami Hannes sem teiknaði völlinn sem nú er að verða að veruleika. Eftir þeim teikningum sem Hannes teiknaði 1993 var ýtt fyrir nýjum brautum og vorum við svo heppin að Aðalverktakar lánuðu okkur ýtu og mjög góðan ýtumann, sem ýtti fyrir öllum nýjum brautum og æfingasvæði. Þurftum við aðeins að greiða ýtumanninum kaup. Sem betur fer nýttist sú vinna að nokkru nú við gerð framtíðarvallar. Klúbburinn hefur verið svo heppinn að gegnum árin hafa valist til forystu stjórnir og formenn sem hafa haft mikinn metnað fyrir hönd klúbbsins og hefur hver stjórn markað sín spor í sögu hans og þokað honum uppávið. Það væri þarft verk að skrifa sögu klúbbsins alla, fyrr en síðar og vonandi verður það að veruleika þegar 18 holu golfvöllur með nýju klúbbhúsi verður fullgerður.

Nokkrir vaskir einstaklingar unnu í sjálfboðavinnu við að grafa fyrir glompu við 12. flöt sem stendur enn í dag.

30 ÁRA AFMÆLISRIT GOLFKLÚBBS GRINDAVÍKUR

9


að vera högglangur. Langar par-4 brautir eru mér ekkert erfiðari en þær stuttu. Það sem ég þarf helst að bæta er stutta spilið og fá meiri stöðugleika í það. Stóra markmiðið sumarsins er að hafa stutta spilið í lagi.“

Aldrei of seint að byrja

Ef það er eitthvað sem Þorlákur sér eftir þá er það að hafa ekki byrjað fyrr. Þetta þekkja margir þeir sem í dag stunda golfíþróttina. Það er hins vegar aldrei of seint að byrja í golfi eins og saga Þorláks sannar. Þrátt fyrir að byrja í golfi á fimmtugsaldri þá er Þorlákur meðal bestu kylfinga í Grindavík í dag. Hann hvetur alla til að prófa golfíþróttina.

„Sé svakalega eftir því að hafa ekki byrjað fyrr“ „Ég byrjaði að fikta fyrir alvöru í golfi í ágúst 2008 og fékk mína fyrstu forgjöf mánuði síðar. Ég hafði fyrir þann tíma alltaf spilað golf nokkrum sinnum á ári án þess að kunna neitt af viti. Mér þótti þetta alltaf mjög gaman. Ég var orðinn svo slæmur í bakinu að ég var hættur að geta spilað fótbolta og þá ákvað ég að prófa golfið. Ég kolféll fyrir íþróttinni um leið og ég fór að fikta í þessu og er hreinlega með golfdellu,“ segir Þorlákur Halldórsson, sem hefur náð ótrúlegum tökum á golfíþróttinni á skömmum tíma. Þorlákur er í dag með 5,2 í forgjöf eftir að hafa aðeins leikið golf í tæp fjögur ár. Það er magnaður árangur og hefur honum vaxið ásmegin á golfvellinum ár frá ári. Þorlákur segir forgjöfina hafa lækkað hratt. „Já, hún lækkaði hratt og fljótlega var ég farinn að leika stöðugt á 90 höggum. Ég hef alltaf verið keppnismaður og ef það var einhver sem var betri en ég þá fór ég að spyrja sjálfan mig hvers vegna hann væri betri en ég? Hvað er hann að gera sem verður til þess að hann spilar á lægra skori? Ég fór því strax að horfa á þá kylfinga í klúbbnum sem voru betri en ég og reyna að læra eitthvað af þeim. Þeir kunnu eitthvað sem ég gat ekki. Ég var alveg óhræddur við það að spyrja menn álits og ráða úti á

10

30 ÁRA AFMÆLISRIT GOLFKLÚBBS GRINDAVÍKUR

golfvelli. Þannig fór þetta smám saman að koma hjá mér.“

Markmiðin slegin hressilega á hverju ári

Þorlákur segir skjótan árangur sinn í íþróttinni sé fyrst og fremst miklum æfingum að þakka. Hann hefur verið duglegur að halda sveiflunni við yfir vetrartímann og hefur því komið vel undirbúinn til leiks að vori þegar golftímabilið hefst. „Ég fór strax að æfa mikið og er duglegur að slá yfir vetratímann. Í dag er ég með 5,2 í forgjöf og þegar ég hugsa tilbaka þá er það nánast lygilegt hversu hratt ég hef farið niður í forgjöf. Ég hef sett mér markmið fyrir hvert ár sem ég hef verið í golfi og alltaf náð þeim í fyrsta mánuði golfsumarsins. Líklega eru það vetraræfingarnar sem spila þar stóra rullu. Ég hef alltaf talið mig vera með raunhæf markmið fyrir hvert sumar en af einhverjum ástæðum þá hefur þetta alltaf gengið mun betur,“ segir Þorlákur en hvernig er æfingum hans háttað yfir vetrartímann? „Ég er að æfa 3-4 fjórum sinnum í viku, klukkutíma í senn. Ég er ekki bara að slá í net heldur einnig að stúdera sveifluna, hugsa um það sem ég er að gera. Ég finn fyrir framförum eftir að ég fór að gera það. Miðað

„Besta ráðið sem ég hef fengið er að flýta mér ekki of mikið. Ég reyni að spila á mínum

Það geta allir spilað með öllum

Í dag er um 220 kylfingar í Golfklúbbi Grindavíkur og svo sannarlega pláss fyrir fleiri. Í sumar opnar Húsatóftavöllur sem 18 holu golfvöllur sem margir telja að eigi eftir að verða á meðal betri valla landsins. Það er því kjörið tækifæri fyrir áhugasama Grindvíkinga að hefja golfferilinn í sumar. Það hefur verið stefna klúbbsins frá upphafi að taka vel á móti nýjum félögum og styðja vel við bakið á nýliðum. Þorlákur tekur undir það. „Þegar ég kom inn í GG sem nýr félagi þá var tekið frábærlega á móti mér. Það hjálpaði mér alveg rosalega. Ég var stressaður þegar ég kom fyrst inn í klúbbinn og var að byrja í golfi. Það tekur nokkra hringi að læra inn á íþróttina en svo hefur þetta bara verið æðislegt. Þessu fylgir líka mikill félagsskapur og það er einmitt það skemmtilega við þessa íþrótt. Það sem kom mér helst á óvart var hversu auðvelt það er að spila með öllum. Það er enginn munur á því að leika með þeim bestu í klúbbnum eins og þeim forgjafarhærri. Það geta allir spilað með öllum.“

Þorlákur Halldórsson æfir 3-4 sinnum í viku yfir vetrartímann.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 1 - 1 7 6 9

Meistaraflokkskylfingurinn Þorlákur Halldórsson ræðir ótrúlegar framfarir sínar á golfvellinum

„Ég sé alveg svakalega eftir því að hafa ekki byrjað fyrr í golfi. Þegar ég var yngri þá sá ég golf fyrir mér sem íþrótt fyrir gamalmenni, hugsunarhátturinn var þannig. Ég skammast mín í dag fyrir að hafa haft þetta álit á íþróttinni. Besta ráðið sem ég get gefið þeim sem hafa áhuga á því að byrja í golfi en telja sig ekki vera nógu góða er einfaldlega að drífa sig út á völl. Það eina sem skiptir máli er að hafa gaman af þessu, restin kemur,“ segir Þorlákur en hvert er besta ráðið sem hann hefur fengið á golfvellinum?

hraða og um leið og ég fer að flýta mér þá versnar skorið. Ég hef líka lagt það í vana minn að sjá fyrir mér höggið áður en ég slæ.“

við nýtt vallarmat þá er markmiðið að halda þeirri forgjöf sem ég er með og ég yrði mjög sáttur með að ná því markmiði.“

„Datt ekki til hugar að ég kæmist í sveitina“

Þorlákur lék í meistaraflokki karla í meistaramóti GG í fyrsta sinn síðasta sumar og náði þar fínum árangri. Hann var valinn í sveit GG fyrir Sveitakeppni GSÍ í 3. deildinni en sú keppni fór einmitt fram á Húsatóftavelli. Þar varð GG í þriðja sæti af átta sveitum og var nálægt því að komast upp um deild. „Það var gríðarlegur sigur fyrir mig þegar ég var valinn í sveit GG í sveitakeppninni. Mér datt ekki til hugar að ég kæmist í sveitina í upphafi sumars. Ég lærði rosalega mikið á því að taka þátt í þessu móti. Þó það sé töluverður getumunur á milli kylfinga þá geta nú allir unnið alla. Það þarf miklu meiri einbeitingu þegar maður keppir í svona móti, ég stóð mig að því að vera ekki nógu einbeittur.“ Einn af styrkleikum Þorláks er högglengdin. Það hefur hjálpað honum mikið á fyrstu árum golfferilsins. „Teighöggin eru sífellt að lengjast hjá mér. Ég hugsa að ég slái um 270 metra teighögg að meðaltali með drævernum í dag. Það hjálpar alveg helling

Northern Light Inn veitingastaður • hótel • restaurant • Iceland

n Ávísu

gju

á ánæ

0 20.00 fá um tofni S Árlega í ir tavin jóvá viðskip ávísun frá S iðslu re rg u d en

ÞÚ FÆRÐ MEIRA Í STOFNI · · · · · · · ·

Afsláttur af tryggingum Stofn endurgreiðsla Vegaaðstoð án endurgjalds Afsláttur af barnabílstólum Ókeypis bílaleigubíll í 7 daga vegna kaskótjóns Frí flutningstrygging innanlands Enginn iðgjaldsauki ef þú lendir í tjóni Nágrannavarsla ... og margt fleira

ÞESS VEGNA ERTU HJÁ SJÓVÁ Sjóvá er hluti af Ólympíufjölskyldu ÍSÍ

30 ÁRA AFMÆLISRIT GOLFKLÚBBS GRINDAVÍKUR

11


Klúbbmeistarar GG árið 2011, Davíð Arthur Friðriksson og Svanhvít Hammer.

„Ætla að lækka forgjöfina niður fyrir núllið“ D

Davíð og Svanhvít klúbbmeistarar GG

Þ

að var frábær þátttaka í Meistaramóti GG sumarið 2011 en alls voru 65 kylfingar sem skráðu sig til leiks eða tæplega þriðjungur félaga klúbbsins. Mótið fór fram á mjög góðum Húsatóftavelli sem skartaði sínu fegursta í júlímánuði. Það verður seint sagt að veðurguðirnir hafi verið á bandi kylfinga í mótinu því strekkingsvindur setti sitt mark á mótið. Kylfingum gekk misvel með vindinn.

Davíð Arthur Friðriksson sigraði í meistaraflokki karla í sjötta sinn á ferlinum en hann lék vel í mótinu og lék sjö höggum betur en Kristinn Sörensen sem varð annar. Svanhvít Helga Hammer sigraði örugglega í meistaraflokki kvenna. Sigurður Birgisson, Páll Þorbjörnsson, Daníel Eyjólfsson, Haraldur Jón Jóhannesson, Steinþór Þorvaldsson og Bjarni Andrésson sigruðu einnig í sínum flokkum. Alls var leikið í átta flokkum í mótinu.

Svana í sérflokki É » Helstu úrslit:

12

M.fl. karla: 1. Davíð Arthur Friðriksson 293 2. Kristinn Sörensen 300 3. Hávarður Gunnarsson 303

3. fl. karla: 1. Daníel Eyjólfsson 364 2. Steinþór Júlíusson 364 3. Björn Steinar Brynjólfsson 374

M.fl. kvenna: 1. Svanhvít Helga Hammer 402 2. Ingunn María Haraldsdóttir 433 3. Dagmar Jóna Elvarsdóttir 443

4. fl. karla: 1. Haraldur Jón Jóhannesson 407 2. Þóroddur Halldórsson 427 3. Vilhjálmur Jóhann Lárusson 443

1. fl. karla: 1. Sigurður Þór Birgisson 318 2. Jósef Kristinn Jósefsson 319 3. Guðmundur Valur Sigurðsson 321

Öldungaflokkur, 69+: 1. Steinþór Þorvaldsson 275 2. Jón J. Ragnarsson 327

2. fl. karla: 1. Páll Þorbjörnsson 354 2. Kristján Einarsson 361 3. Sigurður Daníel Halldórsson 363

Öldungaflokkur, 55+: 1. Bjarni Andrésson 341 2. Jón Halldór Gíslason 363 3. Valdimar Einarsson 369

30 ÁRA AFMÆLISRIT GOLFKLÚBBS GRINDAVÍKUR

g er mjög sátt með að hafa orðið klúbbmeistari. Spilamennskan var mjög góð og ég fór í kennslu hjá besta kennaranum,“ sagði Svanhvít Hammer, klúbbmeistari kvenna hjá GG 2011. Svana eins og hún er jafnan kölluð vann öruggan sigur í kvennaflokki en hún varð 31 höggi á undan næsta keppenda. Hún hefur verið í kennslu hjá Karen Sævarsdóttur golfkennara og það hefur greinilega skilað sér. „Ég var að spila nokkuð jafnt golf á síðasta ári og sátt með það. Er hins vegar alltaf í veseni með járnin en vonandi kemur það,“ segir Svana sem ætlar að æfa vel fyrir næsta sumar og auðvitað er stefnt að því að verja titilinn. „Ég mun gera mitt besta til að verja titilinn. Ég fer í golf þegar veður leyfir og er auk þess í kennslu hjá Karen Sævars. Ég ætla að gera hitt og þetta til að

lækka forgjöfina á næsta ári, aðallega að æfa og æfa.“ Svana væri til í að sjá fleiri konur taka upp golfkylfurnar í Grindavík. „Við höfum verið fjórar sem höfum spilað mikið saman og höfum reynt að spila einu sinni saman í viku yfir sumartímann. Aðrar hafa ekki verið að mæta en vonandi verður breyting á því.“ Svanhvít Hammer á 30 sekúndum: Forgjöf: 21,6 Uppáhalds kylfa: 3-tréð mitt. Uppáhalds golfhola á Húsatóftavelli: 4. hola. Uppáhalds kylfingur: Rory McIllroy. Lið í enska: Manchester United. Holan sem ég hræðist á Húsatóftavelli er: 9. hola Uppáhalds meðspilarinn: Á svo marga að ég vil ekki velja bara einn. Ég er sterkust í: Eins og er ég öruggust með annað höggið mitt.

avíð Arthur Friðriksson hefur verið einn besti kylfingur GG um árabil. Hann varð síðastliðið sumar klúbbmeistari GG í sjötta sinn þegar hann sigraði í meistaraflokki karla í Meistaramóti GG. Hann lék á 293 höggum eða níu höggum yfir pari. Davíð Arthur, sem er 34 ára gamall, er nokkuð ánægður með frammistöðu sína á síðustu leiktíð og ætlar sér stóra hluti í ár. „Ég var frekar sáttur með að vinna í sjötta sinn. Ég var ekki að spila eins mikið síðasta sumar og ég hafði vonast til og var svolítið smeykur um spilaform mitt fyrir mótið. Ég byrjaði Meistaramótið ekkert sérstaklega en góður hringur á þriðja degi kom mér í góða forystu og ég leit aldrei tilbaka eftir það.“ Hvernig fannst þér spilamennskan vera hjá þér síðastliðið sumar? „Spilamennskan var fín en hefði mátt vera betri. Ég lækkaði um 0,2 í forgjöf í heildina eftir sumarið sem er nokkuð gott en maður vill alltaf meira. Ég æfði lítið sem er óvenjulegt hjá mér og mun ég bæta það mikið næsta sumar. Ég spilaði ekkert í stóru mótunum á öðrum völlum sem er aldrei gott en ég var ótrúlega sáttur með spilamennskuna hjá mér í Grindavík og þá sérstaklega í sveitakeppninni. Þar var ég kominn í svakafínt form og spilaði frábærlega.“ Þú hefur lengi verið í fremstu röð innan klúbbsins. Finnst þér samkeppnin vera að aukast á meðal betri kylfinga GG? „Samkeppnin hefur aukist alveg helling. Góðir kylfingar hafa komið í klúbbinn og strákar eins og Láki, Leifur, Hávarður, Ninni

frændi og margir fleiri verða bara betri með hverju árinu sem líður.“ Hvað með þig sjálfan, hyggstu æfa meira og keppa meira árinu 2012 nú þegar völlurinn stækkar í 18 holur? „Já, í sumar verður tekið á því. Ég ætla að æfa mjög vel, keppa á mótaröðinni aftur og lækka forgjöfina niður fyrir núllið!“

seint! Einnig vallarmetið á Húsatóftavelli, 65 högg, það er líka frekar ofarlega í minningunni.“ Hvaða ráð myndir þú gefa meðalkylfingi GG sem vill lækka forgjöfina sína í sumar? „Ekki spila alltaf sama völlinn og prófaðu að slá bara með járni heilann hring. Svo er það gamla klisjan; æfingin skapar meistarann.“

Hvernig líst þér á stækkun gg:Layout 1 8.3.2012 08:48 vallarins og þær breytingar Seinni níu hjá Davíð Arthur: sem hafa verið gerðar á Forgjöf: 1,2 Húsatóftavelli? „Stækkunin heillar mig ekkert rosalega. Ég held að þessi klúbbur sé of lítill fyrir 18 holur. Breytingarnar eru aftur á móti flottar, nýr skáli, nýjar brautir; gaman, gaman. Ég sé þetta hins vegar frekar fyrir mér sem flottur níu holu völlur uppi og fínn æfingavöllur fyrir neðan veg. Ég tek það þó fram að ég er fyrsti maðurinn til að hrósa ef þetta gengur upp hjá klúbbnum.“ GG varð í þriðja sæti á heimavelli í 3. deild Sveitakeppninnar. Hvernig metur þú þann árangur? Hvað viltu sjá gert til að bæta árangur GG í keppninni? „Árangurinn var langt frá því að vera ásættanlegur! Við ætluðum upp en það klikkaði alltof margt í þessu móti og þarf að fara vel yfir þá hluti fyrir næstu sveitakeppni. Ég vil meiri þjálfun og spila meira saman yfir sumarið. Einnig vil ég að sveitin er klár a.m.k. mánuði fyrir mót. Liðstjórann á að skipa í byrjun golfsumarsins.“

Uppáhalds kylfa: PING 3-tréð mitt, 25 ára gömul kylfa. Uppáhalds golfhola á Húsatóftavelli: 2. hola. Uppáhalds kylfingur: Greg Norman. Lið í enska: Liverpool. Holan sem ég hræðist á Húsatóftavelli er: 4. hola. Uppáhalds meðspilarinn: Held að ég gefi Ninna frænda þetta sæti. Gunni Arnbjörns. kemur samt rétt á eftir Ég er sterkastur í: Púttum og Page 1 teighöggum. Fyrirmynd: Afi minn, Jakob Eyfjörð.

Til hamingju GG með 30 ára afmælið og glæsilegan 18 holu golfvöll! Grindavík er íþróttabær!

Hvert er eftirminnilegasta atvikið á golfferlinum? „Íslandsmeistari 1995 á Hellu í öðrum flokki karla aðeins 17 ára gamall. Það gleymist

30 ÁRA AFMÆLISRIT GOLFKLÚBBS GRINDAVÍKUR

13


og verður spennandi að fylgjast með þeim í komandi framtíð. Lárus Guðmundsson úr GG náði einnig góðum árangri í sumar. Hann tók þátt í tveimur mótum á Áskorendamótaröðinni á síðustu leiktíð og vann þau bæði. Lárus varð í 7. sæti stigalistans með 3000 stig.

Lárus sigraði í meistaramóti unglinga

Lárus Guðmundsson fagnaði öruggum sigri í meistaramóti unglinga GG sem fram fór í byrjun júlí á síðasta ári. Lárus lék mjög vel í mótinu en hann lék hringina þrjá í mótinu á samtals 227 höggum eða 14 höggum yfir pari. Í unglingaflokki er leikið af rauðum teigum. Lárus lék sérstaklega vel á fyrsta og þriðja hring en þá lék hann á 74 höggum eða þremur höggum yfir pari.

Unglingastarfið tekur stakkaskiptum

M

ikill uppgangur hefur verið meðal yngri kylfinga í Golfklúbbi Grindavíkur á undanförnum árum. Það hefur verið stefna stjórnar GG á undanförnum árum að efla þennan þátt í starfi klúbbsins enda hefur það sýnt sig í gegnum tíðina að fjölgun meðal yngstu kylfinganna hefur í för með sér almenna fjölgun kylfinga á öðrum aldursstigum. Jóhann Hjaltason, PGA golfkennari, hefur starfað hjá klúbbnum undanfarin tvö ár og hefur átt þátt í því að efla unglingastarf klúbbsins. Eftir nokkur mögur ár eru yngri kylfingar nú farnir streyma á Húsatóftavöll á nýjan leik yfir sumartímann. GG sendi sveit til keppni í Sveitakeppni GSÍ í aldursflokknum 15 ára og yngri sem fram fór á Flúðum í ágúst síðastliðnum. Grindvísku drengirnir stukku þar út í djúpu laugina og enda hafði enginn af okkar ungu drengjum tekið þátt í slíku móti áður. Alls tóku 22 sveitir þátt í mótinu og varð GG í 21. sæti. Okkar drengir sýndu fína frammistöðu í mótinu og voru óheppnir að enda ekki ofar. Ljóst er að drengirnir fengu talsverða reynslu í mótinu sem vafalaust mun hjálpa þeim í framtíðinni. Vonandi verður þetta til þess að GG muni senda fleiri unglingasveitir til keppni í framtíðinni. Mikill

» Umsagnir um Húsatóftavöll: „Húsatóftavöllur er passlega langur þannig að ég á oft möguleika á að hitta flötina í ‚regulation‘ sem ég elska. Holurnar eru fjölbreyttar, links og inland. Staðsetning vallarins gerir það að verkum að hann er snemma tilbúinn á vorin sem er kostur. Ég upplifi þennan klúbb sem minn klúbb þar sem ég er uppalin á Reynistað og pabbi minn og mamma hófu þarna frumkvöðlastarf í þágu golfíþróttarinnar. Mér þykir einstaklega vænt um Grindavík og golfklúbbinn og það hefur ávallt verið tekið einstaklega vel á móti mér og minni fjölskyldu.“ -Helga Möller, söngkona og kylfingur.

14

30 ÁRA AFMÆLISRIT GOLFKLÚBBS GRINDAVÍKUR

Sigurður Helgi Hallfreðsson varð annar og Aron Snær Friðriksson þriðji. Alls léku níu kylfingar í meistaramóti unglinga og standa vonir til um að sá fjöldi verði meiri næsta sumar þegar leikið meistaramót GG fer fram á 18 holu Húsatóftavelli.

» Úrslit í meistaramóti unglinga GG: 1. Lárus Guðmundsson 2. Sigurður Helgi Hallfreðsson 3. Aron Snær Friðriksson 4. Jón Axel Guðmundsson 5. Ingvi Þór Guðmundsson 7. Magnús Már Ellertsson 8. Anton Ingi Rúnarsson

74-79-74=227 82-86-79=247 89-84-88=261 81-91-90=262 84-90-89=263 103-108-102=313 116-100-101=317

efniviður er í ungum grindvískum kylfingum sem þarf að hlúa vel að á næstu árum og vonandi skilar það sér í upp í meistaraflokk þegar fram líða stundir.

Sigurður Helgi stigameistari á Áskorendamótaröðinni

Sigurður Helgi Hallfreðsson, félagi í Golfklúbbi Grindavíkur, sigraði í sínum aldursflokki á Áskorendamótaröð unglinga sem Golfsamband Íslands stendur fyrir. Mótaröðin var opin kylfingum af öllu landinu og var röð móta sem töldu til stiga sem keppendur söfnuðu. Sigurður var með mesta heildarstigafjöldann og því stigameistari í sínum aldursflokki. Sigurður lék í aldursflokki 15-16 ára og hlaut alls 6513,75 stig.

GEGGJUÐ

Í GOLFIÐ

Áskorendamótaröðin er mótaröð fyrir unga kylfinga sem eru að stíga sín fyrstu skref í keppnisgolfinu. Mótaröðin er góður undirbúningur fyrir Arion-banka mótaröðina en þar leika bestu unglingar landsins. Margir efnilegir kylfingar eru að koma fram á sjónarsviði í Grindavík

„Að spila Húsatóftavöll er alltaf skemmtileg upplifun, völlurinn skiptist eiginlega í tvo velli í dag ‚links‘ völl og ‚target‘ völl. Ég gekk um allan völlinn mörgum sinnum í sveitakeppninni á síðasta ári, læddist og skoðaði nýju holurnar og líta þær rosalega vel út. Húsatóftavöllur mun verða einn af betri völlum landsins eftir nokkur ár, sérstaklega þar sem GG er með eins góðan vallarstjóra og Bjarni Hannesson er. Lífið snýst um að safna góðum minningum og ég á góðar minningar frá Húsatóftavelli.“ -Hlynur Geir Hjartarson, fyrrum Íslandsmeistari í holukeppni og golfkennari.

www.ullmax.is Sigurður Helgi Hallfreðsson stigameistari á Áskorendamótaröðinni

Heilbrigður svefn

- hreinlega betri!

www.snooztime.is 30 ÁRA AFMÆLISRIT GOLFKLÚBBS GRINDAVÍKUR

15


-Bjarni Hannesson, vallarstjóri, fer yfir stækkunarferlið og framtíð Húsatóftavallar-

Hér sést malapúðinn í 7. flötinni. Eftir miðri flötinni er drenlögn sem rennur út í niðurgrafinn malarpúða sem er á milli 6. og 7. brautanna.

Stækkun

og framtíðin Bjarni Hannesson var ráðinn vallarstjóri Húsatóftavallar í mars 2010. Hann hefur á skömmum tíma náð frábærum árangri í starfi og verið mikill happafengur fyrir okkur í Golfklúbbi Grindavíkur. Bjarni er afar vel menntaður í grasvallatæknifræðum og hefur stjórnað stækkun á Húsatóftavelli af miklum myndugleika. Nú í sumar mun Húsatóftavöllur formlega opna sem 18 holu golfvöllur og á Bjarni stórann þátt í uppbyggingunni á vellinum þrátt fyrir að hafa aðeins verið starfandi hjá klúbbnum í tvö ár. Við fengum Bjarna til að fara yfir stækkunarferlið á Húsatóftavelli og hvernig hann sér völlinn fyrir sér til framtíðar. Bjarni Hannesson skrifar: Þegar undirritaður var ráðinn til starfa hjá Golfklúbbi Grindavíkur í marsmánuði 2010, var þá þegar hafin mótun á fjórum brautum (hola 5-8) af þeim fimm sem byggja átti til að ljúka stækkun vallarins. Brautir höfðu verið mótaðar og grínstæði verið valin. Mótun brauta var í höndum Steindórs Eiðssonar eftir fyrirmælum golfvallahönnuðarins Hannesar Þorsteinssonar. Steindór og Hannes hafa unnið mikið saman í gegnum tíðina, og var því mikill happafengur að fá Steindór til að ýta og móta völlinn.

Flatarbotninn

Fyrsta verkið sem beið mín var að byggja upp flatirnar. Finna þurfti hagstæðustu leiðina án þess að fórna gæðum. Þegar fjármagn er takmarkað er þetta afskaplega erfitt. Nútíma grasvallatæknifræði gerir okkur kleift að mæla hina ýmsu þætti við byggingu undirlagsins. Því miður gátum við ekki leyft okkur þann munað að rannsaka þessa þætti, enda er það afskaplega kostnaðarsamt. Ég þurfti því að notast við þekkingu mína og reynslu til þess að giska á rétta útkomu. Þessi ágiskun var að vísu ekki skot út í loftið, en að

16

30 ÁRA AFMÆLISRIT GOLFKLÚBBS GRINDAVÍKUR

sjálfsögðu ekki eins nákvæm eins og hægt er að hafa hana. Fyrsta vandamálið sem blasti við var: hvernig og hvert ræsist vatn undan flötunum? Lausnin á þessu vandamáli gat orðið afskaplega dýr. Örugga lausnin var að moka sig alveg niður á hraun. Sumstaðar var það stutt, en á öðrum stöðum gat það orðið afskaplega djúpt. Þar sem djúpt var niður á hraun er möguleiki á því að koma fyrir drenlögnum, en það getur líka verið kostnaðarsamt. Eftir að hafa fylgst með hversu hratt vatn flæddi í gegnum jarðveginn undir flötunum, var ljóst að svæðið myndi ræsa sig nægilega hratt fram svo að ekki þyrfti að fara út í dýr jarðvegsskipti. Ein flötin, sú sjöunda, skar sig lítið eitt út. Hún er stödd í lágum punkti þar sem meira var af jarðvegi undir. Ákveðið var að móta grunn flatarinnar, og í framhaldi flötina sjálfa, þannig að hún væri skálalaga inn að miðju og svo með rennsli út úr henni að framan. Sett var drenrör í lægsta punktinn sem ræsir sig fram í mikla holu sem grafin var á milli 6. og 7. holu. Holan var fyllt upp með einu vörubílshlassi af möl. Með þessu móti var tryggt að vatn safnaðist ekki saman á flötinni heldur ræsti sig fram (bæði með

yfirborðahalla og drenskurði) að drenholunni okkar. Seinna kom í ljós að þessi aðferð virkaði afskaplega vel og ekkert vatn sat á flötinni veturinn eftir uppbyggingu, þrátt fyrir mikinn snjó um veturinn með tilheyrandi hláku.

Malarpúðinn

Þegar ákveðið var hvernig botnar flatanna yrðu og ljóst að ekki þyrfti að moka mjög djúpt niður, var hægt að nota meiri pening til þess að kaupa betri möl í drenpúða undir flötunum. Tilgangurinn með drenpúðanum er að búa til svokallaða „gervivatnsstöðu“ (e. perched watertable). Gervivatnstaðan er nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir að flatirnar yrðu of þurrar þar sem að ljóst var að við yrðum að nota sendið efni til þess að byggja rótarlag flatanna. Gallinn við sendið efni er að sé það lagt ofan á fínna efni (sem þó ræsir sig) þá sogast vatn niður í jarðveginn afskaplega hratt. Þetta kostar aukna vökvun. Aukin vökvun kostar pening á sama tíma og að slíkt viðhald getur ýtt undir sjúkdómamyndun í grasinu. Sé hinsvegar sandurinn lagður ofan á efni sem er grófara (t.d. fín möl) þá flæðir vatn

ekki úr sandinum yfir í mölina fyrr en sandurinn mettast af vatni. Þetta er sökum hárpípukrafta sem halda í vatnið. Með því að velja réttu mölina getum við því haldið í meira raka í jarðveginum, sem sparar okkur vökvun og gerir allt viðhald mun auðveldara í framtíðinni. Botnar flatanna voru því mokaðir niður á 40 cm dýpi, miðað við endanlega yfirborð flatanna. 10 cm lag af brotinni möl sem var á bilinu 0-12 mm að þvermáli, var dreift yfir. Engin dren voru sett í botnanna (að undanskildari dren lögn í 7. flöt), þar sem talið var að efnið sem undir þeim er, ræsi sig nægilega hratt fram þannig að ekki komi til dren vandamála.

Rótarlagið

Þegar búið var að dreifa úr malarpúðunum var kominn tími á rótarlagið. Finna þurfti sendið efni sem gat hentað vel í flatirnar. Slíkt efni er venjulega afskaplega dýrt. Það þarf þó ekki að koma neinum á óvart sem spilar Húsatóftavöll að nóg er af sandi á svæðinu. Spurningin var því hvort að ekki væri hægt að finna efnið á svæðinu. Þetta myndi spara gríðarlega fjármuni, ekki bara fyrir efnið, heldur yrði flutningskostaður í algjöru lágmarki. Þegar landslagið í kringum golfskálann var skoðað, þótti afskaplega líklegt að þar undir væri að finna mjög gott efni. Farið var út með skóflur og sýni tekin. Viti menn, þarna var að finna frábært efni í rótarlagið á nýju flötunum. Á þessum bakka, sem nú verður 18 hola vallarins, hefur sandur úr fjörunni fokið og sest þarna niður. Fínna efni hefur fokið lengra, og grófara efni hefur ekki náð þangað upp. Þannig hefur safnast saman mikið magn af sendnu efni á síðustu hundruðum ára. Efnið er því sendið en algjörlega laust við alla steina; nánast eins og það hafi verið sigtað

til. Í þokkabót hefur gras og aðrar plöntur vaxið í sandinum. Þessar plöntur hafa síðan rotnað niður og grafist undir auknum sandi. Þetta gerir það að verkum að í jarðveginum er blanda af lífrænu efni sem er mjög mikilvægt. Lífræna efnið heldur betur í raka og næringarefni. Allt gerir þetta framtíðar viðhald mun auðveldara. Jarðvegurinn er því mjög „líflegur“, fullur af örverum sem hjálpa okkur við að tryggja heilbrigðan grasvöxt. Hafist var því handa við að moka upp efninu og keyra því í flatirnar. U.þ.b. 1000 rúmmetrum (m3) af jarðvegi var fjarlægt og sturtað í nýju flatirnar (flatir 5-8). Annar kostur við þessa ráðstöfun var að nú var hægt að búa til mun athyglisverðara landslag fyrir 18. holu vallarins. Bakkinn var nokkuð flatur fyrir, en nú var hægt að móta mikið landslag á svæðinu til þess að gera þessa stuttu par-3 holu mun skemmtilegri. Smurt var 30 cm lagi yfir malarpúðanna í flötunum. Einhverju auka efni var smurt í kringum flatirnar til að klára og fullmóta

heildar útlit. Efnið reyndist afskaplega auðvelt í mótun. Jarðýtan gat hreift sig auðveldlega á efninu án þess að skilja eftir sig mikil för, eins og algengt er í sendnara efni. Þetta gerði það að verkum að fínvinna við yfirborðið eftir að ýtan hafði lokið sér af, var afskaplega lítil. Eingöngu var dregin léttur slóði (búinn til úr lyftarabrettum) yfir yfirborði og síðan létt rakað. Þetta er lýsandi dæmi um frábæran frágang Steindórs ýtumanns. Sérstaklega sást þetta á frágangi hans á 6. flötinni. Það er gaman að skoða landslagið sem hann bjó þar til með ansi stóru ýtublaðinu. Engu efni var ýtt til eftir að hann lauk sér af, aðeins slétt úr beltaförum!

Vökvunarkerfi

Búið var að leggja hluta af vökvunarkerfinu í völlinn árið 2009. Mikilvægt var að klára það verk áður en sáð var í öll svæði, til að tryggja að sáningin myndi skila árangri. Lögð var 90 mm lögn frá dælunni, en síðar minnkar þessi lögn niður í 63 mm. Lögð var 63 mm lykkja frá 10. flöt (4. flöt á 18 holu vellinum)

Horft yfir 18. holuna frá flöt að teigum, þar sem 1000 m3 af jarðvegi var mokað í burtu og notað í nýju flatirnar.

30 ÁRA AFMÆLISRIT GOLFKLÚBBS GRINDAVÍKUR

17


voru opnari fyrir vindum og hafði það áhrif á sáninguna. Aftur var sáð í þær flatir og náðu þær sér þokkalega eftir þá aðgerð. Sáningin í flatir tókst afskaplega vel. Flatir voru orðnar nokkuð góðar sumarið 2011, og hefðu getað verið betri, ef meiri tími og fjármagn hefði verið til staðar til að viðhalda þeim. Ljóst var þó að það tæki lengri tíma að ná brautum og teigum í leikhæft ástand. Því þótti ekki eins mikilvægt að „ýta á eftir“ flötunum þar sem að völlurinn yrði ekki tekinn í notkun fyrr en árið 2012 óháð því hversu góðar flatirnar væru orðnar árið 2011. Steindór skoðar landslagið á 5. flötinni, og gengur í átt að jarðýtunni sinni. Gylfi ber í hann efni úr lager sem staðsettur var fyrir framan gula teiginn á 6. braut. sem notuð er til að vökva 8. brautina eins og hún leggur sig (flöt, þrír stútar á brautinni og svo teigar). Þessi lögn liggur svo niður með göngustígnum frá 7. flöt og tengist loks inn á aðallögnina sem liggur í 6. brautinni endilangri. Á 6. og 8. braut voru stútar settir á lögnina þannig að hægt væri að vökva brautirnar. Ekki var sett vökvunarkerfi utan um hverja flöt, þar sem það var talið of kostnaðarsamt og tímafrekt. Mikið lá á að ganga frá kerfinu áður en að sáningu kom. Kerfið var tilbúið á réttum tíma og nýttist afskaplega vel, þó ekki sé meira sagt.

þessum tíma var klárað að ýta yfir öll þau dekkjaför sem höfðu myndast í brautum við byggingu flatanna, og svæðið undirbúið fyrir sáningu. Sáð var í brautirnar um verslunarmannahelgina. Teigar voru svo næstir á dagskrá. Eins og búist var við, þá voru flatirnar fljótar að taka við sér. Sveppasýking gerði þó vart við sig í flötunum, en sveppalyfi var þá úðað

Gras

Þegar Steindór hafði lokið sér af við að móta flatirnar, var kominn tími á lokafrágang. Ákveðið var að sá í allt svæðið, flatir og teiga þar með talið. Ljóst var að flatirnar myndu fá mesta athygli og yrðu því fyrstar tilbúnar. Ákveðið var að sá í öll svæði þar sem að það er mun ódýrara, við fengjum þannig þær grasategundir og yrki sem við vildum og allt eftirá viðhald yrði miklu auðveldara og ódýrara. Þökulagning hefði kostað okkur mikli tappagötun til að losa þökulagið í burtu. Byrjað var að sá í flatir um miðjan júlí, og því lokið um mánaðarmótin júlí/ágúst. Á

18. flötin eftir sáningu. yfir sem stoppaði þá sýkingu. Fyrsti sláttur á flötum var þremur vikum eftir sáningu. Eftir sex vikur, eða í byrjun september var yfirborð flata 5-7 orðið nokkuð þétt. Flatir 8 og 18

Lokafrágangur

Á árinu 2011 var unnið mikið í öðrum frágangi á vellinum, svo sem stígagerð, sáningu á erfiðari svæðum utan brauta og lagfæringu á nokkrum teigum sem höfðu skemmst í miklum vindum haustið 2010. Yfirsáð var í brautir og lokafrágangur á vökvunarkerfinu átti sér stað. Vorið 2011 var hinsvegar afskaplega kalt og sumarið með því þurrasta sem þekkst hafði. Vaxtarskilyrði voru því afskaplega erfið, sem hafði neikvæð áhrif á þéttleika grassvarðarins á brautunum. Þetta þýðir því að við eigum enn eitthvað í land með að klára völlinn fyrir opnun 2012. Við vonum því að næsta sumar bjóði upp á betri vaxtarskilyrði. Í lok árs 2011 var síðan unnið að lagfæringum á þeim holum gamla vallarins sem breytast þegar 18 holurnar verða teknar í notkun. Mesta breytingin varð á holum 6 og 13 samkvæmt gamla skipulaginu (verða hola 11 og 12). Nýir teigar voru byggðir á milli gömlu 12. og 13. flata. Fjórar brautaglompur voru svo byggðar á 11. brautinni (gamla 6.). Nýr gulur teigur fyrir 12. holuna var svo lagður inn í tóftunum fyrir framan klúbbhúsið. Rauður teigur fyrir þá holu var einnig byggður fyrir framan tóftirnar. Fleiri glompur verða svo byggðar við 12. flötina (gamla 13. flöt) til að þrengja niður innkomuna að flötinni frá hægri.

7. flöt eftir fyrsta slátt í byrjun ágúst 2010.

18

30 ÁRA AFMÆLISRIT GOLFKLÚBBS GRINDAVÍKUR

Framtíðarskipulag

Eins og staðan er í dag, þá eru nokkrir hnökrar á því skipulagi sem liggur fyrir þegar 18 holu völlur verður tekinn í notkun. Að mestu tengist þetta vandamálum með „leikflæði“ vallarins. Byrjunin á vellinum verður mjög erfið fyrir meðalkylfinginn. Fyrstu fjórar holurnar geta gengið frá kylfingum séu þeir ekki að slá þeim mun betur. Betri og högglengri kylfingar finna ekki svo mikið fyrir þessu, en megin þorri kylfinga á eftir að lenda í vandræðum. Það er aldrei gott að hafa erfiðustu holurnar fyrst þegar golfvellir eru hannaðir. Það er klúbbnum og vellinum lífsnauðsynlegt að fá inn tekjur af vallargjöldum. Völlurinn þarf því að bjóða kylfinga velkomna. Lausn á þessu vandamáli væri að leika 1. holuna (gömlu 7. holu) beint áfram inn á 2. flöt (gömlu 8. flöt) og koma fyrir skemmtilegum glompum til að erfiða högglengri kylfingum lífið, án þess að meðal kylfingurinn finni um of fyrir þeim. Þar næst að búa til nýja flöt þar sem 1. hola er í dag og spila þannig par-3 holu í öfuga átt miðað við núverandi 2. holu (gömlu 8.). Byggja ætti svo teig við þessa nýju flöt fyrir 3. holuna (gömlu 9. holu) og gera hana að par-4 holu. Sú hola myndi hafa flott útsýni yfir gjánna og hægt væri að hafa teiginn á gjábakkanum. Þannig fengist sanngjarnari hola sem væri virkilega falleg fyrir augað. Einnig væri búið að fá flæði í völlinn sem býður kylfinga velkomna í stað þess að virka fráhrindandi.

6. flötin sex vikum eftir sáningu Með þessum breytingum verður auðveldara að hafa 9. holuna (gömlu 11.) sem par-5 holu. Það er mikilvægt að sú hola verði par-5 hola út frá flæði vallarins. Verði hún enn par-4, myndast rennsli af sex par-4 holum í röð, eitthvað sem meira að segja gamli völlurinn í St. Andrews getur ekki státað af, þó að par-4 holurnar þar séu fjórtán talsins. Einnig verður teighöggið af 9. holunni miklu glæsilegra, þar sem slegið er yfir mikla sprungu. Þessa sprungu er hægt að markaðasetja sem gilið á milli Evrópu og Ameríku. Þetta gæti orðið „heimsfrægt“ upphagshögg fyrir túrista og dregið menn að vellinum. Þarna er mikilvægt tækifæri sem ekki má fara á mis við. Sem par-5 hola, þá verður innáhöggið af mjög skemmtilegri vegalengd fyrir meðalkylfinginn, inn á þessa stórglæsilegu flöt.

Horft yfir 5. braut af teig. Gras var farið að koma upp úr teigum og brautum. Flöt var orðin þétt og góð á þessum tíma (snemma í september 2010). punktur í landinu. Ef maður getur ekki unnið andstæðinginn, þá er oft gott að ganga í lið með honum. Möguleg lausn á þessum vanda er að færa flötina c.a. 50 m aftar, þar sem núverandi göngustígur inn á 13. brautina er og alveg upp að hrauninu. Flötinni yrði þá lyft upp með því að móta tjörn umhverfis hana. Þannig stýrum við vatninu sem við getum ekki ræst fram, í tjörnina en höldum flötinni þurri. Þetta myndi þýða að 17. hola vallarins yrði mun erfiðari, en það er það sem við viljum frá 17. holu; smá drama sem skilur af góð skor og ágæt. Færsla á 17. flöt gengur ekki upp með núverandi 13. holu (gömlu 1./14.). Hugmyndin er því að færa þá holu í gamlar horfur, þ.e. að búa til par 5 holu og leika í átt að laxeldinu (til austurs) meðfram ströndinni. Teighöggið færi þá í átt að núverandi æfingarflöt. Gulir teigar yrðu á sama stað og teigarnir af gömlu 6. holu, sem styttir höggið yfir veginn til muna og dregur þannig úr hættu. Gönguleiðir inn á þessa braut og af 17. holu myndu þá sameinast og ganga af 17. flöt að 18. holu styttist. Eftir þessa par-5 holu, væri leikin par-3 eða 4 hola meðfram ströndinni á flöt sem væri á svipuðum stað

og 13. hola (gamla 1/14). Þaðan væri haldið áfram á 14. holu (gamla 2./15). 15. hola (gamla 3/16.) myndi þá falla út úr skipulaginu, og gengið væri beint á 16. teig (gömlu 4./17.). Þessar breytingar ættu ekki að kosta mikið og hægt væri að byggja þessar holur án þess að hafa áhrif á núverandi spil á byggingartímanum. Þessar hugmyndir og vangaveltur hér að ofan eru enn sem komið er bara vangaveltur. Verði þær að veruleika tel ég að Húsatóftavöllur verði sennilega skemmtilegasti golfvöllur landsins fyrir meðalkylfinginn. Hann er ekki mjög langur, krefjandi en þó alls ekki of krefjandi. Viðhaldskostnaður á að vera tiltölulega lítill í samanburði við marga aðra velli. Flæðið í vellinum verður stórskemmtilegt, með upphafi sem kemur manni í gott skap, miðju sem er full af frábærum holum og möguleika á mikilli dramatík í lokin. Að mínu mati er þetta lýsing á fullkomnum golfvelli. Í þokkabót er svæðið fullt af sögu sem ekki bara golfarar geta notið, heldur einnig annað útivistar fólk. Þessi völlur ætti að vera mikið prýði fyrir Grindavíkurbæ og sannkölluðu útivistar perla. Hér má sjá hina skemmtilegu 6. braut. Myndin var tekin haustið 2011 og þá var brautin orðin nokkuð rótgróin.

Bakkarnir þyrftu að ganga í gegnum nokkrar breytingar. Eitt helsta vandamálið þar er lág staða landsins þar sem 17. flötin (gamla 5./18.) liggur og lendingarsvæði margra af upphafshöggi 13. holu (gömlu 1./14). Þar safnast saman mikið vatn sem erfitt er að ræsa fram í ljósi þess að þetta er lægsti

30 ÁRA AFMÆLISRIT GOLFKLÚBBS GRINDAVÍKUR

19


Golfklúbbur Grindavíkur mun í sumar taka í notkun glæsilegan 18 holu golfvöll sem Grindavíkingar geta verið stoltir af. Markmiðið er að gera hann að einstakri náttúruperlu sem verður eftirsóknarvert að heimsækja. Við höfum ýmislegt umfram marga aðra golfklúbba; því ekki er streitunni fyrir að fara varðandi rástíma og kylfingar njóta þess að leika golf á skemmtilegum velli í einstöku umhverfi. Við hvetjum Grindvíkinga og aðra nær og fjær að kynna það sem golfklúbburinn hefur upp á að bjóða. Við bjóðum félaga og gesti hjartantlega velkomna í golfklúbb með mikinn metnað og bjarta framtíð. FÉLAGSGJÖLD 2012 Í GOLFKLÚBBI GRINDAVÍKUR • Einstaklingar 55.000 kr.• Hjónagjald 100.000 kr.• 67 ára og eldri 30.000 kr.• Námsmannagjald 30.000 kr.- (Námsmannagjöldin eru eingöngu ætluð þeim sem eru í dagskóla. Sýna þarf fram á staðfestingu frá skóla til að fá gjaldið samþykkt af stjórn GG.) • Unglingar 0 til 16 ára 0 kr.- ef þeir búa í Grindavík. - (grunnskólaaldur.) • Nýliðar 40.000 kr.- (viðkomandi hefur aldrei verið skráður í annan golfklúbb.) • Öryrkjar 75%+ 27.500 kr.• Fjaraðild 40.000 kr.- (fyrir þá sem búa utan Reykjaness - fjaraðild gildir einungis á Húsatóftavöll en ekki á aðra velli sem GG er með samstarf við.) • Fjaraðild hjóna 75.000 kr.- fyrir þá sem búa utan Reykjaness - fjaraðild gildir einungis á Húsatóftavöll en ekki á aðra velli sem GG er með samstarf við.) Vinavellir • Félagar í klúbbnum geta leikið Bakkakotsvöll, Leiruna, Sandgerði og gegn 1.000 kr.- greiðslu. Einnig hjá Golfklúbbi Selfoss gegn 1.500 kr.- greiðslu.

Nánari upplýsingar er að finna á gggolf.is

Völlurinn er þinn Við óskum Golfklúbbi Grindavíkur til hamingju með 30 ára afmælið

ENNEMM / SÍA / NM40084

Húsatóftavöllur


Möller hjónin

Elísabet ásamt Helgu Möller dóttur sinni. Hér eru þær við leik á Korpúlfsstaðavelli.

ýttu golfinu úr vör í Grindavík

Ef

til vill hefði golfíþróttin aldrei náð landi í G rindavík ef ekki hefði komið til einstakt framtak hjónanna Jóhanns og Elísabetar Möller. Þau útbjuggu sex holu völl í landi Húsatófta í Staðarhverfi um miðjan áttunda áratug síðustu aldar og sá völlur var kveikjan að því að byrjað var að leika golf á svæðinu. Í Íslensku golfbókinni sem kom út fyrir jól 2011 er skemmtileg grein þar sem fjallað er um þátt þeirra Jóhanns og Elísabetar Möller í að koma golfinu af stað í Grindavík.

„Við keyptum hús sem var í niðurníðslu á ströndinni árið 1973. Þá voru það bara við og kríurnar sem voru á þessu svæði,“ segir Elísabet sem virðist muna þennan tíma vel. „Þegar við vorum búin að lappa upp á húsið sem var að hruni komið, fórum við að hreinsa til í umhverfinu og á ströndinni. Ég held að fólk hafi haldið að við værum brjáluð, því á þessum árum datt engum í huga að hirða drasl upp eftir sig eða aðra. Mikið drasl rak í fjöruna og eitt sumarið vorum við með átta brennur um Verslunarmannahelgina,“ segir Elísabet um hreinsunarstarfið. Þau Jóhann og Elísabet voru í Golfklúbbi Reykjavíkur og Elísabet varð Íslandsmeistari kvenna árið 1969 þegar konur kepptu í fyrsta skipti á

Grafarholtsvelli. Það var hins vegar ekki mikið um golf eftir að sumarhúsið við ströndina var keypt, því mest allur frítími hjónanna fór í að gera upp húsið og hreinsa umhverfið. „Einn daginn sagði ég við Jóhann: „Nú er ég búin að gera nóg hérna.“ „Heyrðu ég er svo langt kominn að ég bý til golfvöll handa þér, svaraði hann þá og hjólin fóru að snúast,“ segir Elísabet. Hjónin fengu aðstoð frá mági Elísabetar, Gunnari Stefánssyni útgerðarmanni frá Vestmannaeyjum. Sáð var í brautir og steinar og tré af ströndinni notuð til að móta umhverfið. Útbúnar voru sex brautir og voru þær handslegnar í fyrstu, en síðar fékk Jóhann sér stóra bensínvél til að auðvelda

sláttinn. „Sérstakar reglur voru á þessum velli. Nota mátti plasttappa eða eitthvað smálegt til að setja undir kúluna og við vorum yfirleitt með eitthvað í vösunum úr fjörunni í þeim tilgangi. Við fengum okkur flögg og einhver gaf okkur stungujárn til að gera holurnar. Brautirnar voru frekar stuttar og boltinn stoppaði á punktinum þegar hann lenti,“ segir Elísabet.

Gáfu Grindvíkingum vinnu sína

Þegar völlurinn fór að gróa fóru áhugasamir Grindvíkingar að koma til þeirra hjóna til að fá að spila og einn daginn komu til þeirra menn sem sögðust vilja stofna golfklúbb. „Við sögðum við þá: „Verði ykkur að góðu.“ Við gáfum þeim það

sem við vorum búin að gera og klúbburinn var stofnaður. Bærinn Húsatóftir sem klúbburinn fékk sem félagsheimili var þá löngu yfirgefinn og búið að kveikja í honum og lítið nema steypan stóð eftir,“ segir Elísabet en þau hjónin voru gerð að fyrstu heiðursfélögum klúbbsins auk þess sem fyrirtækjamótið, „Möllerinn“, er nefnt í höfuðið á Jóhanni. Litla steinhúsið sem Jóhann og Elísabet áttu var kallað Reynistaðir og er það auðþekkt af kastalalaga þaki. Það stendur ennþá við 3. flötina sem mun verða 15. hola eftir að vellinum verður breytt í ár. Húsið er ekki lengur í eigu fjölskyldunnar. Jóhann lést vorið 2011 og Elísabet býr á höfuðborgarsvæðinu. Hún grípur ennþá í kylfurnar öðru hvoru. Reynistaðir við 3. flöt

Jóhann og Elísabet Möller Elísabet Möller

22

30 ÁRA AFMÆLISRIT GOLFKLÚBBS GRINDAVÍKUR

30 ÁRA AFMÆLISRIT GOLFKLÚBBS GRINDAVÍKUR

23


Mikil gleði á 30 ára afmæli GG

Feðgarnir Lárus og Guðmundur Pálsson voru sáttir á afmælisdegi golfklúbbsins.

Handarhafar gullmerkis GG. F.v.: Jóhann Þorgrímsson, sem tók við gullmerkinu fyrir hönd Hjálmars Hallgrímssonar, Aðalgeir Johansen, Arnar Sigurþórsson, Bragi Ingvarsson, Kristín Mogensen, Bjarni Andrésson. Með á myndinni er Páll Erlingsson, formaður. Á myndina vantar Gunnar Má Gunnarsson.

F.v.: Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ, veitti þeim Aðalgeir Johansen og Halldóri Ingvasyni gullmerki Golfsambandsins.

Á myndinni má sjá heiðursfélaga GG: Annar f.v. Halldór Ingvason, Pétur Antonsson, Sveinn Sigurkarlsson, Steinþór Þorvaldsson og Jón Guðmundsson. Á sitthvorum endanum eru þeir Friðrik Ámundason, stjórnarmaður og Páll Erlingsson, formaður.

Golfklúbbur Grindavíkur fagnaði 30 ára afmæli sínu þann 14. maí 2011 en hélt síðbúið afmælishóf þann 3. september í blíðskaparveðri. Af þessu tilefni var haldið afmælismót klúbbsins þar sem Húsatóftavöllur var leikinn í fyrsta sinn sem 18 holur. Það mæltist gríðarlega vel fyrir meðal félagsmanna en rúmlega 100 félagar og boðsgestir mættu til leiks. Hinar fimm nýju golfholur slógu í gegn meðal keppenda í mótinu og kom það mörgum á óvart hversu vel á veg þessar nýju brautir voru komnar.

S

korið var æði misjafnt en allir brostu sínu breiðasta af ánægju með að fá að leika nýja völlinn eins og hann verður að mestu í framtíðinni. Veðurguðirnir léku einnig við kylfinga þennan ánægjulega dag. Svanhvít Helga Hammer lék best allra en hún nældi sér í 44 punkta. Í öðru sæti á 42 punktum varð Andrew Jarred Wissler. Í því þriðja varð Guðmundur Bragason á 40 punktum, líkt og Sigurður Helgi Hallfreðsson, en með betra skor á seinni 9 holunum. Að mótinu loknu var haldið afmælishóf í framtíðar golfskála klúbbsins og voru margir heiðraðir fyrir framlag sitt til klúbbsins. Feðgarnir Bjarni Þór Hannesson og Hannes Þorsteinsson fengu vænt klapp í lófa fyrir þeirra störf við stækkun og umhirðu vallarins.

Jón Guðmundsson gerður að heiðursfélaga Á 30 ára afmæli klúbbsins heiðraði bæði Golfsamband Íslands og Golfklúbbur Grindavíkur nokkra grindvíska kylfinga fyrir ómetalegt framlag í þágu golfsins í Grindavík. Jón Guðmundsson (Jón Píp) var gerður að heiðursfélaga fyrir óeigingjarnt starf og fornfýsi í þágu klúbbsins. Jón hefur lagt sitt af mörkum við uppbyggingu að nýjum golfskála og er ljóst að án hans vinnu gæti klúbburinn

24 30 ÁRA AFMÆLISRIT GOLFKLÚBBS GRINDAVÍKUR

Jón er sjöundi heiðursfélagi Golfklúbbs Grindavíkur en aðrir eru; Jóhann Möller, Halldór Ingvason, Sveinn Sigurkarlsson, Jakob Eyfjörð, Pétur Antonsson og Steinþór Þorvaldsson. Jóhann var fyrsti heiðursfélagi GG en hann bjó til fyrstu fjórar holur vallarins ásamt eiginkonu sinni og gaf hann klúbbnum holurnar síðar meir. Halldór Ingvason, Sveinn Sigurkarlsson og Jakob Eyfjörð voru næst gerðir að heiðursfélögum en þeir áttu stóran þátt að stofnun klúbbsins. Þeir voru forvígismenn á fyrstu árum klúbbsins og var Sveinn fyrsti formaður klúbbsins. Halldór var einnig formaður klúbbsins í sjö ár. Jakob var fyrsti eiginlegi vallarstarfsmaðurinn á Húsatóftavelli og lagði á sig mikla vinnu í sjálfboðastarfi við umhirðu vallarins á fyrstu árunum eftir stofnun. Pétur Antonsson var sá fimmti sem gerður var að heiðursfélaga Golfklúbbs Grindavíkur. Hann var formaður á árunum 1990-92 og gaf á þeim tíma mikið byggingarefni til klúbbsins. Þökk sé hans fórnfýsi var hægt að vinna endurbætur á gamla golfskála klúbbsins. Steinþór Þorvaldsson varð sjötti heiðursfélagi klúbbsins en hann var formaður klúbbsins árin 1997-1998. Hann setti mikinn kraft í starf klúbbsins og á þátt í uppbyggingu klúbbsins í 13 holur. Þeir Aðalgeir Georg Daði Johansen og Halldór Ingvason hlutu gullmerki Golfsambands Ísland fyrir ómetanlegt starf í þágu golfsins í Grindavík. Þeir eru báðir fyrrum formenn klúbbsins og hafa þeir lagt

sitt að mörkum, þannig að golfi hefur vaxið fiskur um hrygg í Grindavík á undanförnum áratugum. Þeir aðilar sem fengu gullmerki GG voru þau: Aðalgeir Georg Daði Johansen, Arnar Sigurþórsson, Bjarni Andrésson, Bragi Ingvason, Kristín Ingeborg Mogensen, Hjálmar Hallgrímsson og Gunnar Már Gunnarsson.

Gaf skipsbjöllu úr Eldborgu GK 13

Heildarlausnir fyrir sjó-og landvinnslu

Golfklúbbur Grindavíkur fékk gamla skipsbjöllu úr bátnum Eldborg GK 13 að gjöf í tilefni af 30 ára afmæli GG en bjallan er frá árinu 1964. Á lokahófi afmælismóts

Skór, stígvél, vettlingar, vinnufatnaður, hnífar, brýni, bakkar, einnota nota vörur o.fl.

Guðveig Sigurðardóttir og Páll Erlingsson, formaður GG, sem heldur á skipsbjöllunni góðu.

Kas læsast saman Kassar við stöf lun og brettið verður stöðugra ver

GG kom Guðveig Sigurðardóttir, eftirlifandi eiginkona Þórarins heitins Ólafssonar í útgerðarfélaginu Þrótti, færandi hendi og gaf klúbbnum forláta skipsbjöllu til varðveislu. Gjöfinni fylgdi það loforð stjórnarmanna að bjöllunni verði komið fyrir á áberandi og góðum stað í nýja golfskálanum. Bjallan mun vafalaust nýtast klúbbnum vel í framtíðinni til að hringja inn viðburði og mót. Klúbbnum barst einnig vegleg peningagjöf frá Grindavíkurbæ að þessu tilefni sem gaf klúbbnum 250.000 kr.- í gjöf.

P RE N TU N . I S

Jón Guðmundsson er sjöundi heiðursfélagi GG. Hér er hann ásamt Páli Erlingssyni, formanni.

ekki tekið nýjan golfskála í notkun nú í sumar. Jón hefur jafnframt, ásamt eiginkonu sinni, verið félagi í Golfklúbbi Grindavíkur um árabil. Hann situr nú í stjórn golfklúbbsins og hefur reynst ómetanlegur hlekkur við stækkun Húsatóftavallar og uppbyggingu nýja golfskálans.

• Kassar • Pokar • Öskjur • Filmur • Arkir

Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ • Furuvellir 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 •30Fax: 8001GOLFKLÚBBS • www.samhentir.is ÁRA 575 AFMÆLISRIT GRINDAVÍKUR 25


FRÉTTIR

Fáðu þér bita!

Kristinn stigameistari 2011

Golf er líka íþrótt fyrir konur

Þ

að er löngu liðin tíð að golf sé hefðbundin karlaíþrótt og konum meinaður aðgangur. ,,Golf er fyrir alla“ er setning sem bæði sést oft á prenti og heyrist í daglegu tali. Einhverra hluta vegna er það samt svo að konur sækja ekki völlinn nema í litlum mæli hér á landi. Þetta er athyglivert. Sjónvarpið sýnir beint frá helstu stórmótum í karlaflokki og fjallar gjarnan um úrslit í öðrum mótum frá öllum heimshornum meðan vart er minnst á kvennagolf. Stundum er talað um viðhorf karlgolfara í garð kvengolfara svo sem að þær hægja á hollinu, þær spila ekki nógu vel, stemningin í karlahópnum breytist o.s.f.v. Já, vissulega getur þetta átt við á stundum, oftast þó ekki. Ef stemningin í karlahópnum breytist, þá er spurningin hvort það sé ekki í lagi? Blöndun er af hinu góða og að brjóta upp karlahópinn öðru hvoru ætti nú að vera í lagi.

Í dag eru um 35 konur og þar af um 10 stelpur undir 17 ára aldri skráðar í golfklúbbinn, sem gerir um 12% skráðra meðlima. Þetta þarf að laga og rétt er að benda á til að auðvelda fyrstu skrefin hefur klúbburinn kennara á sínum snærum sem auðvelt er að leita til og gætu t.d. vinkonur, saumaklúbbar og vinnustaðir tekið sig saman, pantað tíma og fengið leiðsögn. Öll aðstaða til golfiðkunar í Grindavík er góð, klúbburinn býður upp á æfingasvæði, átján holu völl í ægifögru og fjölbreyttu landslagi og síðast en ekki síst verður nýr skáli tekinn í notkun í sumar. Golf er ekki karlasport, golf er útivist, hreyfing, og góður félagsskapur, þar sem hver og einn keppir við sjálfan sig og ekki má gleyma því að golf er kjörið fjölskyldusport. Með þessari grein vil ég sérstaklega hvetja stelpur á öllum aldri til að koma á völlinn og gefa íþróttinni tækifæri. Góðar stundir, Kristín Mogensen.

Landsbankinn styrkir unglingastarfið Landsbankinn í Grindavík og Golfklúbbur Grindavíkur undirrituðu í lok síðasta árs nýjan samstarfssamning til þriggja ára. Markmið samningsins er að styðja við golfíþróttina í bæjarfélaginu með sérstakri áherslu á barna- og unglingastarf klúbbsins. Samhliða undirritun samstarfssamnings Landsbankans og Golfklúbbs Grindavíkur færði Landsbankinn höfðinglegt fjárframlag í tilefni af 30 ára afmæli Golfklúbbs Grindavíkur í ár. Styrkurinn er sérstaklega hugsaður til uppbyggingar unglinga- og barnastarfs hjá klúbbnum. Landsbankinn hefur undanfarin ár verið einn helsti styrktar- og stuðningsaðili golfklúbbsins og stutt sérstaklega vel við bakið á uppbyggingarstarfi GG.

» Umsagnir um Húsatóftavöll: „Húsatóftavöllur hefur á undanförnum árum fært sig upp í fullorðinsflokk golfvalla á Íslandi og mun með stækkuninni í 18 holur festa sig þar í sessi. Frá því ég lék hann fyrst fyrir tæpum þrjátíu árum síðan hefur mikið vatn runnið sjávar. Umhirða hefur alltaf verið góð en tekið stakkaskiptum í seinni tíð með meiri metnaði og dugnaði Grindvíkinga. Það má ekki líða sumar án þess að heimsækja okkar góðu granna í Grindavík.“ -Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta og Golf á Íslandi.

26 30 ÁRA AFMÆLISRIT GOLFKLÚBBS GRINDAVÍKUR

P I PAR • SÍA • 101715

Auðvitað er æskilegast að byrja ungur og vaxa upp með íþróttinni en í golfi er aldrei of seint að taka kylfu í hönd og byrja því það byrjar hver á sínum forsendum. Öflugt unglingastarf er rekið á vegum Golfklúbbs Grindavíkur og skora ég hér með á unglinganefndina að selja stúlkum þá hugmynd að golfíþróttin sé líka góð og eftirsóknarverð íþrótt t.d.

með því að koma á kynningu fyrir grunnskólanema. Golfklúbburinn gæti líka boðið upp á ókeypis byrjendanámskeið fyrir konur.

Kristinn Sörensen varð stigameistari GG sumarið 2011. Alls fóru fram tólf stigamót á síðasta ári og fékk Kristinn samtals 68,26 stig í sex mótum. Kristinn er vel að stigameistaratitlinum kominn en hann lék vel síðasta sumar og varð einnig í öðru sæti í Meistaramóti GG. Páll Axel Vilbergsson varð annar með 56,75 stig og Ellert Magnússon þriðji með 49,25 stig. Þátttaka í stigamótum GG var góð á síðasta ári og tóku um 35 kylfingar þátt að meðaltali í hverju móti.

„Húsatóftavöllur er falin perla sem reynslan kennir mér að allt of fáir nýta sér. Stórskemmtilegur völlur sem kom mér verulega á óvart er ég spilaði þar fyrst. Vel hirtur völlur í frábæru landslagi. Fjölbreyttur og krefjandi. Skálinn setur sinn sjarma á góða stemningu. Get ekki beðið eftir að spila nýju holurnar næsta sumar.“ -Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður á Fréttablaðinu.

30 ÁRA AFMÆLISRIT GOLFKLÚBBS GRINDAVÍKUR

27


Bændaglíman Hvað eiga þeir Jón Gauti Dagbjartsson, Tiger Woods og Kevin Kostner sameiginlegt? Jú, þeir koma allir við sögu í Bændaglímunni, spurningakeppni afmælisblaðsins. Þeir Gunnar Már Gunnarsson og Ingvar Guðjónsson reyndu af bestu getu að svara nokkrum laufléttum spurningum um Húsatóftavöll, Golfklúbb Grindavíkur og annan skemmtilegan fróðleik sem golfíþróttin hefur alið af sér. Félagar í GG ættu að þekkja þessu mætu menn vel; Gunnar Már er fyrrverandi formaður klúbbsins og Ingvar fyrrverandi framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Grindavíkur. Þeir eru báðir ágætir kylfingar, Ingvar leikur í meistaraflokki og Gunnar Már í 1. flokki. Eftir jafna og spennandi keppni hafði Ingvar betur en hann svaraði alls ellefu spurningum réttum af fimmtán. Gunnar Már átti sína spretti og hlaut níu stig. Spurningar: 1. Hvað heitir fyrsti formaður GG? 2. Hvað hefur Tiger Woods unnið mörg risamót? 3. Hve oft hefur Davíð Arthur Friðriksson orðið klúbbmeistari GG? 4. Hvaða dag var Golfklúbbur Grindavíkur stofnaður? 5. Hver varð Íslandsmeistari í höggleik árið 1999? 6. Hvað er Húsatóftavöllur langur af gulum teigum samkvæmt núverandi fyrirkomulagi (skekkjumörk +-25 metrar)? 7. Hver er eini grindvíski kylfingurinn, svo vitað sé, sem hefur farið bæði holu í höggi á 4./17. holu og á 8. braut? 8. Hvert er vallarmetið af gulum teigum á Húsatóftavelli og hver á það? 9. Hvað verða margar par 4 brautir á Húsatóftavelli þegar hann breytist í 18 holur? 10. Englendingurinn Luke Donald er meðal bestu kylfinga í heimi. Það vita þó ekki allir að hann tapaði fyrir íslenskum kylfingi á Evrópumóti

28 30 ÁRA AFMÆLISRIT GOLFKLÚBBS GRINDAVÍKUR

landsliða snemma á síðasta áratug. Hver er íslenski kylfingurinn sem lagði Donald af velli? 11. Leifur Guðjónsson lenti í óvenjulegu atviki í meistaramóti GG á síðasta ári. Hvert var hið óvenjulega atvik? 12. Jón Gauti Dagbjartsson framkvæmdi hið ómögulega þegar hann fór holu í höggi á 13. holunni árið 2006, þá með 36 í forgjöf. Með hvaða járni sló Gauti draumahöggið? 13. Hvaða risamót fer alltaf fram á sama golfvellinum, Augusta National? 14. Tveir leikmenn meistaraflokks Grindavíkur í knattspyrnu fóru holu í höggi síðasta sumar á Húsatóftavelli. Hverjir eru þeir? 15. Ein frægasta golfkvikmynd allra tíma er án nokkurs vafa Tin Cup með Kevin Costner í aðalhlutverki. Hvert var nafn aðalsögupersónunnar í myndinni?

Svör Ingvars:

. VS

1. Pétur Antonsson 2. Þrettán 3. Fimm sinnum 4. 14. maí 5. Björgvin Sigurbergsson 6. Ég ætla að skjóta á 5240 7. Það hlýtur að vera Björn Birgisson 8. Davíð Arthur þykist alltaf eiga eitthvað og ég held að það sé 65 högg 9. Níu stykki 10. Örn Ævar 11. Hann braut dræverinn í upphafshöggi á 6. braut 12. Held að það hafi verið 7-járn 13. Masters 14. Jósef Kristinn og Einar Helgi 15. Er þetta frægast golfmynd allra tíma? John Spicy en mig grunar að það sé ekki rétt. Samtals: Ellefu rétt svör

Svör Gunnars:

1. Ég veit að hann er Sigurkarlsson. Ég giska á Sigurjón Sigurkarlsson 2. Tólf 3. Sex sinnum 4. Mig minnir að klúbburinn sé stofnaður 13. maí, en annars þá stofna menn ekki golfklúbb þann þrettánda þannig að ég giska á 14. maí. 5. Björgvin Sigurbergsson 6. 5235 7. Björn Birgisson 8. Davíð Arthur á vallarmetið og það er 65 högg 9. Það verða ellefu par-4 brautir 10. Ég man nú aldrei hvað þessir menn heita, giska á Örn Ævar 11. Hann lendir nú vanalega í mörgum óvenjulegum atvikum hann Leifur. Hann braut dræverinn sinn í teighöggi 12. Ég veit að Gauti notaði Pinnacle bolta og ég held að hann sé númer þrjú. Ég giska á að hann hafi notað 7-járn 13. Ég veit ekki einu sinni hvar þessi völlur er og ég veit ekkert hvað þessi risamót heita. Ég hef ekki hugmynd 14. Jósef Kristinn og Óli Baldur 15. Ég er glataður í bleiku spurningum...pass Samtals: Níu rétt svör

Svör: 1. Sveinn Sigurkarlsson. 2. 14 risamót. 3. Sex sinnum. 4. 14. maí 1981. 5. Björgvin Sigurbergsson. 6. 5255 metrar. 7. Björn Birgisson. 8. 65 högg, Davíð Arthur Friðriksson. 9. Níu talsins. 10. Örn Ævar Hjartarson. 11. Skaftið á drævernum brotnaði í miðju höggi. 12. 7-járni. 13. Masters mótið. 14. Jósef Kristinn Jósefsson og Einar Helgi Helgason. 15. Roy McAvoy.

BRYGGJAN

KAFFIHÚSIÐ Í GRINDAVÍK

30 ÁRA AFMÆLISRIT GOLFKLÚBBS GRINDAVÍKUR

29


Myndir úr starfi GG

30 30 ÁRA AFMÆLISRIT GOLFKLÚBBS GRINDAVÍKUR

30 ÁRA AFMÆLISRIT GOLFKLÚBBS GRINDAVÍKUR

31


Steinþór Þorvaldsson:

Nýr golfskáli tekinn í notkun í sumar:

„Spilum yfir

300 daga á ári þegar best lætur“

Steinþór Þorvaldsson fæddist á Húsavík 28. maí 1932 og verður því áttræður í ár. Hann flutti til Grindavíkur árið 1974 og hóf að leika golf 1981 og er enn á fullu í þeirri ágætu íþrótt. Hann fór á sjóinn 16 ára gutti, fyrst frá Eyjum og sjómennskan varð hans aðalstarf. Eftir að í land var komið hóf hann störf hjá fiskeldisstöðinni Eldi og var þar með kominn í mikla nálægð við golfvöllinn á Húsatóftum, án þess að þekkja nokkuð til golfíþróttarinnar. Þar vann Steinþór í átta ár, en lauk síðan starfsferlinum hjá Hitaveitu Suðurnesja. Hætti þar sjötugur, eftir 15 ára farsælt starf. „Ég smitaðist af golfinu þegar ég var í Eldi, ég sá til stráka sem ég þekkti vel, aðallega Bjarna Andréssonar og Aðalgeirs Jóhannssonar, sem ég þekkti vel úr vinnunni í Möskva, Ég fór að laumast til að prófa þetta, sló eitt og eitt högg af öðrum teignum. Síðan kom Alli með 7-járn til mín og nokkra bolta, hvatti mig til að prófa, sagði að ég hefði bara gaman af því. Eftir það varð ekki aftur snúið, ég varð algerlega smitaður og er enn illa haldinn af þessari bakteríu! Þegar ég varð fimmtugur, gaf konan mér hálft golfsett í afmælisgjöf af sínum rausnarskap og ég gekk svo í klúbbinn árið eftir. Síðar hafði hún orð á því að sennilega væri þetta eina gjöfin sem hún sæi eftir,“ segir Steinþór sem er í dag með 16,9 í forgjöf en var best með 13,8 fyrir um áratug. Ertu víðförull kylfingur? „Ég hef spilað ansi víða um landið okkar fagra, á Englandi og víðar í Evrópu og svo í Bandaríkjunum. Best hefur mér líkað að spila norðan til í Bandaríkjunum, til dæmis í Wisconsin, þar eru mjög skemmtilegir og fallegir vellir og gott hitastig. Mest spila ég auðvitað á okkar heimavelli að Húsatóftum og líkar vel.” Helstu afrekin þín í golfinu? „Ég klúbbmeistari GG í öldungaflokknum árin 2004 og 2005 og er mjög stoltur af þeim titlum. Mitt stærsta afrek er líklega þegar

32

30 ÁRA AFMÆLISRIT GOLFKLÚBBS GRINDAVÍKUR

ég fór holu í höggi í fyrsta og eina sinn. Það gerði ég á 8. holu á Húsatóftavelli í október árið 2009. Ég fór í hjartaaðgerð um sumarið og átti ekkert að spila golf fyrr en ári síðar. Í október var ég orðinn heilsuhraustur og skellti mér í golf ásamt nokkrum góðum

Hvað færð þú aðallega út úr þinni golfiðkun? „Í dag er þetta mest fyrir líkamann, þetta er eiginlega orðið að vinnunni minni, en ég hef auðvitað mjög gaman af þessu. Félagsskapurinn er góður, við þessir elstu í klúbbnum höfum mætt á teig klukkan eitt eftir hádegi í 6-7 ár allan ársins hring og höfum spilað yfir 300 daga á ári þegar best lætur. Fyrir mig er þetta ómissandi þáttur í lífinu.“ Hvaða skoðun hefur þú á stækkun vallarins að Húsatóftum? „Hún er alveg nauðsynleg, við verðum að fara í 18 holur. Annars erum við ekki samkeppnisfær við aðra klúbba bæði hvað varðar mótahald og aðsókn kylfinga. Samkeppnin er svo mikil og fer vaxandi.“

mönnum. Höggið var frábært og fór beint í holu á flugi. Það er ótrúlega gaman að fara holu í höggi og fátt sem jafnast á við það. Ég hafði fjórum sinnum slegið í stöngina á par3 brautum þannig að það hlaut að koma að þessu.“

Þú varst formaður GG 1997 og 1998, hvernig var það? „Þetta voru átakalítil og róleg ár, en ég hafði verið í stjórninni yfir 10 ár. Skemmtilegasti tíminn var þegar unnið var stækkun vallarins úr 9 í 13 holur. Þá var ýtt fyrir enn meiri stækkun. Við vorum alltaf hræddir um að hafið legði undir sig bakkana, alveg þar til við blessunarlega fengum stóra varnargarðinn,“ sagði Steinþór Þorvaldsson, hár og fjallmyndarlegur karl sem ber árin sín 80 með sóma og dreif sig út á völl. Björn Birgisson ritaði

Kraftaverk unnið í

sjálfboðavinnu

G

olfklúbbur Grindavíkur mun eignast nýjan golfskála í sumar og flyst þá starfsemi klúbbsins í gamalt íbúðarhúsnæði á Húsatóftum sem hefur tekið gagngerum breytingum í vetur. Núverandi skáli hentar illa undir starfsemi golfklúbbs og það verður því mikil lyftistöng fyrir klúbbinn þegar loksins flutt verður í framtíðarhúsnæði í sumar. Staðsetningin er einnig frábær en úr skálanum er yfirsýn yfir fjölda flata og vafalaust mun nýtt húsnæði bæta starfsemi klúbbsins. Það hefur reynst klúbbnum ómetanlegt að við endurbætur á nýjum golfskála hefur mest öll vinna verið unnin í sjálfboðavinnu. Margir félagar klúbbsins hafa tekið að sér ýmis verkefni við endurbætur á húsnæðinu sem svo sannarlega hefur tekið stakkaskiptum. Jón Guðmundsson (Jón píp.) hefur að mestu stjórnað framkvæmdum.

„Það liggja líklega að baki milli 2000 til 3000 vinnustundir í heild hjá okkur öllum í sjálfboðavinnu við endurgerð skálans. Þetta er mikil vinna en hefur verið mjög skemmtilegt og gefandi,“ segir Jón sem reiknar með að svipaðan vinnutímafjölda þurfi tilviðbótar áður en golfskálinn verður formlega tekinn í gagnið. Í sumar verður einnig ráðist í smíði sólpalls við hann. Það hefur hjálpað klúbbnum gríðarlega hin mikla velvild smiða innan raða GG. Starf Magnúsar Guðmundssonar í Grindinni við byggingu skálans hefur reynst golfklúbbnum ómetanlegt og líklega hefði framkvæmdin reynst klúbbnum ofviða ef ekki hefði komið til hans velvilja. Margir félagar hafa lagt hönd sína á plóg við að byggja nýja skálann og þakkar stjórn GG það ómetanlega framlag.

Þeir sem hafa unnið að uppbyggingu golfskálans eru meðal annars eftirtaldir: Halldór Ingvason, Sveinn Ísaksson, Willard Ólason, Jón Ragnarsson, Steinþór Þorvaldsson, Magnús Guðmundsson, Ólafur Már Guðmundsson, Birgir Bjarnason,

Friðrik Ámundason, Guðmundur Jónsson, Tómas Guðmundsson, Jón Guðmundsson, Davíð Arthur Friðriksson, Gunnar Arnbjörnsson og Gísli Þorláksson. Listinn er ekki tæmandi því fleiri hafa einnig lagt hönd á plóg og eiga skilið hugheilar þakkir.

Óskum Golfklúbbi Grindavíkur til hamingju með 30 ára afmælið

Smiðirnir Magnús Guðmundsson og Óli Már Guðmundsson leggja parket í nýju klúbbhúsi.

30 ÁRA AFMÆLISRIT GOLFKLÚBBS GRINDAVÍKUR

33


Orðið í klúbbhúsinu Teighöggið endaði í jakkavasanum Grýtti pútternum niður í fjöru

Nafn: Hávarður Gunnarsson Aldur: 33 Forgjöf: 4,1 Besta skor á Húsatóftavelli: 67 högg Hvenær fórstu að spila golf og hvers vegna? Ég byrjaði að fikta við þetta sumarið 2000. Það var þannig að 13 ára sonur yfirmanns míns á þeim tíma var á fullu í golfinu og ég smitaðist af honum. Mitt fyrsta golfsett keypti ég til dæmis af honum. Hver er fyrsta minning þín af Húsatóftavelli? Ætli það sé ekki þegar ég var að spila til forgjafar í fyrsta sinn árið 2001. Gunnar Már spilaði með mér (að mig minnir 9 holur) og ákvað að skella á mig heilum 26! Hverjar eru þínar þrjá eftirlætis golfholur á Húsatóftavelli? 11. holan er í efsta sæti, að mínu mati eitt af flottustu flatarstæðum á landinu. Í öðru sæti er 10. holan. Þó mér gangi ekki alltaf vel á henni þá finnst mér alltaf gaman að spila þessa holu, krefjandi upphafshögg sem og erfitt innáhögg á flott

flatarstæði. Í þriðja sæti set ég 1./14. holu. Gríðarlega þægileg hola til að byrja á. Eftirminnilega saga á golfferlinum: Sú eina sem mér dettur í hug er af félaga mínum þegar ég og hann ásamt nokkrum félögum úr Grindavík ákváðum að skella okkur í mót í Vestmannaeyjum. Þetta var hans fyrsta högg á fyrsta teig. Hann hitti boltann mjög illa þannig að hann náði aldrei flugi og lenti í steini rétt fyrir framan teiginn og beint uppí loftið. Við náðum ekki að fylgja boltanum eftir þannig að við biðum bara eftir því að heyra eða sjá hann lenda í kringum okkur.Við heyrum ekki neitt nema félaginn (sá sem sló höggið) fann fyrir einhverju höggi í síðunni...og viti menn, boltinn hafði farið beint ofan í jakkavasann hans! Fyrir vikið fékk hann tvö högg í víti en að sama skapi fékk hann verðlaun frá mótshöldurum fyrir högg dagsins! Hvaða golfhola er þinn erkióvinur? Ég held að það sé eins og hjá mörgum grindvískum kylfingum 4. hola. Ríkjandi vindátt er mótvindur á þessari holu sem gerir það að verkum að maður sættir sig við skolla fyrirfram. Par er eins og fugl í mínum huga! Hvað í þínum leik ætlar þú að bæta fyrir sumarið? Stutta spilið var í molum hjá mér síðasta sumar þannig að ég þarf að bæta mig mjög mikið þar.

Munið eftir www.gggolf.is

Tannlæknastofa Guðmundar Pálssonar

Víkurbraut 62 - S: 426-7321 34 30 ÁRA AFMÆLISRIT GOLFKLÚBBS GRINDAVÍKUR

Nafn: Páll Þorbjörnsson Aldur: 32 Forgjöf: 13.2 Besta skor á Húsatóftavelli: 80 högg, 45 punktar Hvenær fórstu að spila golf og hvers vegna? Ég byrjaði ungur að spila golf. Við vinirnir í Vestmannaeyjum byggðum upp okkar eigin golfvöll, með glompum og öllu tilheyrandi. Þurftum að loka þegar formaður umhverfisnefndar mætti á staðinn og sagði okkur að við þyrftum að loka og ganga frá eins og þetta var. Þannig að við fórum að æfa hjá GV. Hætti svo að spila golf eftir sveitakeppni unglinga, þar sem allt gekk á afturfótunum. Byrjaði aftur 10 árum seinna, sem sýnir hvað barna og unglingastarf er nauðsynlegt til að byggja til framtíðar. Hverjar eru þínar þrjá eftirlætis golfholur á Húsatóftavelli? Mínar uppáhalds holur á Húsatóftavelli eru 7. hola, 11. hola og 12. hola. Tek oftast sénsa á þessum holum en það skilar sér sjaldan í lægra skori. Algengt að sjá hvíta boltann fara yfir hvítu línuna. Segðu okkur góða sögu af þínum golfferli: Í einu Jónsmessumóti var Bjarki Guðmunds. minn makker. Hann spilaði með mínu setti (bar bjórinn). Ég hafði daginn áður fundið bolta sem var brotin í tvennt en lagðist samt 100% saman, og ég stillti henni upp fyrir hann. Svo tók hann þessa nettu sveiflu 200 metra frá holu á 2. braut. Boltin breyttist auðvitað bara í tvær þyrlur, og um 200 metrar enn eftir. Ég lamaðist af hlátri. Bjarki var ekki að skilja þetta. Hvernig lýst þér á breytingu vallarins í 18 holur og nýjan skála? Breytingarnar eru frábærar og metnaðarfullar. Hins vegar vil ég sjá meira landslag á eldri holunum og gera það með glompum og börðum. Völlurinn verður núna þrískiptur, strandvöllur með erfiðu undirlagi,

hefðbundið tún með grónum svæðum og mikið af fornum tóftum, og svo nýju brautirnar sem koma beint ofan í hraun þar sem umhverfið er vægast sagt ótrúlegt. Varðandi nýja skálann þá er það eitt af því sem hefur vantað í klúbbastarfið, það verður mikil breyting á samfélagi okkar GG manna þegar þessi glæsilega framkvæmd verður að veruleika. Menn þurfa samt að vera þolinmóðir, svæðið verður að mótast næstu 10 árin. Sá gamli hefur þjónað sínu, en er orðinn óheppilegur í hlutverki klúbbhúss. Hvaða golfhola er þinn erkióvinur? Það er auðvelt að velja hana, það er 3./16. hola. Þarna get ég fengið alvöru sprengjur. 10+. Samt er þetta auðveld hola, snýst bara um rangar ákvarðanir hjá mér. Hver er stærsti sigur golfferilsins? Ég vann 2. flokk síðasta sumar en sá sigur sem situr í mér er Möllersmótið sem við Sigfinnur Jónsson heitinn unnum saman. Báðir nýlega byrjaðir hjá GG. Þetta efldi mig á þeim tíma. Finni átti samt allan heiðurinn af þessum sigri. Hvað í þínum leik ætlar þú að bæta fyrir sumarið? Upphafhöggin þurfa að vera öruggari, annars er þetta bara leikur. Missir þú stjórn á skapi þínu í golfi? Já, ég hef gert það, kylfur hafa komist í aðra tilveru. Góð saga er frá því í Eyjum 2008, þá var ég að spila við Bjarka Guðna og tvo aðra. Málið var að við vorum í spennandi keppni. Spiluðum betri bolta. Við vorum á par-3 holu, þeirri 17. þar sem slegið er yfir sjóinn. Bjarki náði athygli minni og meðspilaranum mínum þegar makkerinn hans Bjarka Guðna sló. Svo varð bara gól, hola í höggi. Mér fannst þetta skrítið. Ég vildi ekki trúa þeim. Þegar komið er að flötinni þá strunsa ég að holunni. Og mér til mikilla vonbrigða þá liggur þarna bolti í sakleysi sínu. Ég reiddist svo að ég tók pútterinn minn og grýtti honum niður í fjöru. Þá spurði Bjarki mig: „Með hverju ætlar þú að pútta,“ og hló þannig að ég fór svekktur og sár niður í fjöru og náði í blessaðan pútterinn. Hann var svo snúinn að það var nær ómögulegt að nota hann. Þegar ég kem aftur að flötinni þá flissa þeir félagar og viðurkenna fyrir mér að þeir hafi sett kúluna í holuna þegar við vorum að spila 16. holu Mér var ekki skemmt, með ónýtan pútter.

„Það getur ekki verið Biggi, ég er með 36 í forgjöf “

Nafn: Jón Gauti Dagbjartsson Aldur: 41 árs Forgjöf: 19,9 Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvers vegna? Ég byrjaði að gutla við þetta sennilega árið 2004 sem var náttúrulega allt of seint miðað við hvað þetta er gaman. Ástæðurnar eru sjálfsagt nokkrar. Það kom einhver löngun í þetta blessaða sport, maður taldi sig þá loksins hafa tíma í þetta (hann var sennilega alltaf til staðar) og vinahópurinn meira og minna allur í þessu. Þeir hvöttu mann til að byrja og nenntu að leyfa manni að dröslast með. Hver er fyrsta minning þín af Húsatóftavelli? Fyrsta minningin á Húsatóftarvelli er nú fyrir löngu síðan en í nýja skálanum bjuggu hjón að nafni Siggi og Minna og þau áttu son að nafni Matti. Ég fékk að vera þarna út frá og við lékum okkur út um allt þarna í klettunum. Þarna er ég búinn að skjóta mikið af Indíánum og hina ýmsu þrjóta sem allir áttu það skilið. Þarna var að sjálfsögðu ekki kominn golfvöllur og því er nú fyrsta minningin bara kúreka leikur á vellinum okkar.... miðað við golfið hjá manni í flestum tilvikum ætti maður kannski að vera bara meira í kúrekaleik. Hverjar eru þínar þrjá eftirlætis golfholur á Húsatóftavelli? Mínar eftirlætisholur eru 13. hola af augljósri ástæðu. 11. hola er nr. tvö hjá mér því hún er bara eitthvað svo krúttleg og svo 10. hola út af hæðinni á gríninu og landslaginu í henni. Flötin er líka oft eins og teppi að labba á, liggur við að maður dusti af skónum áður en maður labbar inná hana. Segðu okkur góða sögu af þínum golfferli: 5. október 2006 fór ég með mína 36 í forgjöf út á völl með Bigga “ljúflingi” Hermanns og Sigurbirni bróðir og planið var að taka nokkrar holur. Mér gekk svo sem bara illa eða bara eins og

forgjöfin sagði til um þangað til að við komum á 13. holu. Ég man að haustsólin var frekar sterk og gerði okkur aðeins erfitt fyrir að horfa á eftir upphafshöggunum. Nú ég var að sjálfsögðu síðastur á teig og tók mitt högg með 7-unni og ég svo sem fann strax að þetta var fínt högg. Það var hinsvegar ekki bara fínt heldur hrikalega gott, fór hátt og greinilega nógu langt því hún lenti 2 til 3 metra frá holu og rúllaði svo bara beint niður. Ég sá þetta ekki mjög vel en svona taldi mig hafa séð að hún hefði farið verulega nálægt, Biggi hinsvegar sá þetta allt og sagði „hún fór niður, þetta er hola í höggi“ ég sagði þá eins og fáviti....“það getur ekki verið Biggi, ég er með 36 í forgjöf“!!! Það skiptir víst ekki máli. Bara gaman. Eftir þetta er 13. mín uppáhalds, og ég mun sakna hennar. Hvernig lýst þér á breytingu vallarins í 18 holur og nýjan skála? Mér líst svaðalega vel á stækkunina og nýju holurnar eru frábærar. Þetta er örugglega að verða einn af flottari og betri völlum á landinu. Svo vona ég náttúrulega að þessi stækkun verði klúbbnum ekki ofviða fjárhagslega. Vonandi eykst bara aðsóknin enn meira til okkar og allt gengur vel. Ég hefði alveg verið til að í byggja við gamla skálann uppá að geta nýtt það góða hús en get alveg séð að þessi breyting með nýja skálann sé nauðsynleg og góð líka. Vonandi gengur þetta allt vel hjá okkur. Hvaða golfhola er þinn erkióvinur? Allar holurnar hafa náð að vera minn erkióvinur og ég hef einhvern tímann blótað þeim öllum, meira að segja í einum og sama hringnum. Ætli 9. holan sé ekki sú hola sem oftast hafi komið aftan að manni og leikið mann grátt. Eyðilagt hringinn, skapið, móralinn og í verstu tilvikunum kvöldmatinn. Þeim skiptum hefur samt fækkað. Hver er stærsti sigur golfferilsins til þessa? Það hefur nú verið lítið um „eiginlega“ sigra og því svara ég þessu svona. Stærsti sigurinn er að hafa byrjað þó seint hafi verið, og vera með þau forréttindi að geta spilað hér á þessum velli þegar manni dettur í hug og það líka með þessum vitleysingum sem maður spilar oftast með...snilldin ein.

Labbaði heim í myrkrinu af Húsatóftavelli

Nafn: Gunnar Oddgeir Sigurðsson Aldur: Fæddur rétt fyrir miðja síðustu öld Forgjöf: Um það bil 16-20. Gamla forgjöfin er 20 en sú nýja 16. Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvers vegna? Halli Hjálmars plataði mig vestur eftir er við vorum saman á Oddgeiri ÞH í kringum ‘84-85. Hann átti golfsett og fljótlega sá ég að þetta var eitthvað sem hentaði mér mjög vel. Hver er fyrsta minning þín af Húsatóftavelli? Fyrsta minningin af Húsatóftavelli er þegar ég fékk lánað settið hans Halla Hjálmars seinni parts dags og lét skutla mér út á golfvöll. Ég gleymdi mér þar og ætlaði að fá far með einhverjum heim en þá voru allir farnir. Ég varð að labba heim í myrkrinu. Hverjar eru þínar þrjá eftirlætis golfholur á Húsatóftavelli? 11. holan er í uppáhaldi hjá mér. Svo

koma 13. hola og 5./18. hola miðað við 13 holu fyrirkomulagið. Hvernig lýst þér á breytingu vallarins í 18 holur og nýjan skála? Mér lýst vel á stækkun vallarins enda tel ég mig eiga stóran þátt í henni. Ég var vallarstjóri þegar ýtt var fyrir vellinum 1991 og þegar hann var stækkaður í 13 holur 2001. Eins vann ég við völlinn þegar flestir teigar voru stækkaðir og eigum við Sigurgeir Guðjónsson talsvert í hönnun á nýju holunum. Ég var dálítið hræddur að þetta yrði of þungur baggi fyrir klúbbinn að færa okkur í nýjan skála af því að við vorum að stækka völlinn. Þetta er hins vegar framtíðarstaðurinn en við megum bara ekki flýta okkur of mikið því við erum svo fá. Hvaða golfhola er þinn erkióvinur? 9. holan er erkióvinurinn, skelfingin. Hver er stærsti sigur golfferilsins til þessa? Fór á Landsmót í Grafarholtið á byrjun ferilsins en var rekinn heim eftir tvo daga. Niðurbrotinn maður lét ég plata mig á Leiruna vann nánast allt sem hægt var að vinna, fékk fugl á allar par-3 holurnar var svo dreginn út og fékk golfpoka. Kannski er það meira afrek að vinna nokkra félaga í holukeppni.

Fyrsta holan í uppáhaldi

Nafn: Gerða Kristín Hammer Aldur: 38 ára Forgjöf: 24 Besta skor á Húsatóftavelli: 93 högg. Hvað var til þess að þú fórst að spila golf? Svana var búin að suða í mér í heilt ár að koma, ég ætlaði aldrei að gefa eftir en hún náði mér. Hverjar eru þínar þrjá eftirlætis golfholur á Húsatóftavelli? 1. hola, 3. hola og 6. hola.

Hvernig lýst þér á breytingu vallarins í 18 holur og nýjan skála? Alveg frábært. Eftir að hafa fengið að prófa nýju holurnar þá er mikil tilhlökkun í þá opnun og skálinn verður flottur. Hvaða golfhola er þinn erkióvinur? 10. hola. Hver er stærsti sigur golfferilsins? Tækniskólameistari Kvenna á Hellu, en uppáhalds sigurinn minn er 3. sæti með forgjöf 2004. Það er ennþá flottasti bikarinn. Hvað í þínum leik ætlar þú að bæta fyrir sumarið? Helling en kannski aðallega æfa. Það er eitthvað sem að ég nenni aldrei og skil svo ekkert í því af hverju forgjöfin er ekki orðin lægri.

30 ÁRA AFMÆLISRIT GOLFKLÚBBS GRINDAVÍKUR

35


Séð yfir 10. flöt snemma í apríl. Völlurinn hefur sjaldan komið eins vel undan vetri og í ár.

Húsatóftavöllur kemur ótrúlega vel undan vetri

H

úsatóftavöllur hefur sjaldan litið eins vel og hann gerir í vor. Völlurinn kemur geysilega vel undan vetri og þykja flatirnar vera sérstaklega góðar miðað við árstíma. Klúbburinn hefur nýtt þennan meðbyr og opnað völlinn talsvert fyrr en áður. Nokkur opin mót hafa farið fram í vor og hefur þátttaka farið fram úr vonum. Með mótahaldinu hefur klúbbnum tekist að grynnka á þeim kostnaði sem fylgir uppbygginu á nýju klúbbhúsi sem

tekið verður í gagnið í sumar. Það er mikið ánægjuefni. Völlurinn hefur vakið verðskuldaða athygli í vor og hefur verið vel sóttur af kylfingum af höfuðborgarsvæðinu, og víðar, sem eru æstir í að fá að leika golf við góðar aðstæður. Skemmst er fá því að segja að völlurinn hefur fengið frábærar undirtektir og margir þeirra sem leikið hafa völlinn í vor ætla að heimsækja Húsatóftavöll aftur í sumar. Slíkt

Óskum Golfklúbbi Grindavíkur til hamingju með 30 ára afmælið

umtal er klúbbnum mikilvægt á þessum tímapunkti þegar stutt er í að völlurinn stækki í 18 holur og jafnframt staðfesting á því frábæra starfi sem vallarstjórinn okkar, Bjarni Hannesson, hefur unnið undanfarin tvö ár. Búast má við að völlurinn verði í frábæru ásigkomulagi í sumar ef marka má stöðu hans núna á vormánuðum. Gert er ráð fyrir talsverðum framkvæmdum á vellinum næstu misseri en ráðist verður í stígagerð víða á vellinum auk þess að grafið verður fyrr nýjum glompum sem munu auka erfiðleikastig vallarins. Fleiri framkvæmdir eru einnig á döfinni og því verður nóg að gera hjá vallarstarfsmönnum í sumar. Bjarni vallarstjóri hefur náð góðri hagræðingu á tækjakosti klúbbsins og í janúar var fest kaup í nýlegri flatarsláttuvél og valtara fyrir 6,5 milljónir króna. Bjarni er hæstánægður með þessi kaup

og telur að þau skili klúbbnum mikilli hagræðingu. Vonir standa til að flatirnar verði enn betri í sumar en undanfarin ár með tilkomu þessa nýja tækjakosts. Mótahald verður öflugt hjá GG í sumar. Alls fara fram tólf stigamót í allt sumar auk tveggja bikarkeppna líkt og undanfarin ár. Í ljósi þess að völlurinn opnar sem 18 holur í sumar þá mun klúbburinn halda stórt opnunarmót þar sem þeim tímamótum verður fagnað. Einnig mun klúbburinn í fyrsta sinn taka upp rástímaskráningu á Húsatóftavöll í sumar er völlurinn stækkar í 18 holur. Með rástímaskráningu gefst klúbbnum einnig betri yfirsýn yfir leikna hringi á vellinum. Nýtt klúbbhús verður formlega tekið í gagnið er völlurinn opnar sem 18 holur. Golfsumarið 2012 verður því sögulegt hjá Golfklúbbi Grindavíkur.

Óbreytt vallarmat

á Húsatóftavelli fram að opnun 18 holu golfvallar

S

tjórn GG fundaði með forgjafarnefnd GSÍ vegna vallarmatsmála á Húsatóftavelli fyrr á þessu ári. Á fundinum viðraði stjórn GG sín sjónarmið varðandi nýtt vallarmat sem taka átti gildi þegar í stað en hún fól í sér talsverða lækkun á vallarmati Húsatóftavallar. Að fundi loknum ákvað forgjafanefnd GSÍ að taka tillit til sjónarmiða GG og hafa vallarmatið á Húsatóftavelli óbreytt þar til 18 holu golfvöllur verður tekinn í notkun í sumar. Nýtt

36 30 ÁRA AFMÆLISRIT GOLFKLÚBBS GRINDAVÍKUR

vallarmat skal þó ekki taka gildi síðar en 1. júlí 2012. Þetta felur í sér talsverða lækkun á vallarforgjöf kylfinga GG á Húsatóftavelli þegar vallarmat á vellinum sem 18 holur tekur gildi. Umræða innan GG hefur verið á þá leið að forgjöf klúbbfélaga sé einfaldlega of lág þar sem vallarmat hafi verið of hátt á undanförnum árum. Við þessar breytingar mun forgjöf kylfinga því jafnast út og vera í meiri takt við erfiðleikastig vallarins sem 18 holur.

30 ÁRA AFMÆLISRIT GOLFKLÚBBS GRINDAVÍKUR

37


Húsatóftavöllur 18 holur

Sendum Golfklúbbi Grindavíkur hamingjuóskir með 30 ára afmæli klúbbsins.

Par 70 Lengd af gulum teigum: 5015 metrar Lengd af rauðum teigum:4039 metrar Hannaður af Hannesi Þorsteinssyni Félagafjöldi GG 2011: Um 220

■ ■

Söluturninn Skeifan er opinn alla virka daga frá 08:00-23:30, laugard. frá kl. 09:00-23:30 og sunnud. frá 10:00-23:30. Alltaf heitt kaffi á könnunni í boði hússins. Við tökum brosandi á móti þér. Kveðja, Starfsfólk Skeifunnar

38 30 ÁRA AFMÆLISRIT GOLFKLÚBBS GRINDAVÍKUR

Til hamingju með 30 ára afmælið Golfklúbbur Grindavíkur

Þróttur ehf. saltfiskverkun óskar Golfklúbbi Grindavíkur til hamingju með 30 ára afmælið

Þróttur ehf. saltfiskverkun 30 ÁRA AFMÆLISRIT GOLFKLÚBBS GRINDAVÍKUR

•39


Betri þjónusta í Vörðunni Varðan er vildarþjónusta fyrir viðskiptavini Landsbankans. Markmið þjónustunnar er að veita yfirsýn yfir fjármálin, persónulega þjónustu og fríðindi fyrir heildarviðskipti. Kynntu þér Vörðuna eða pantaðu Vörðuráðgjöf á landsbankinn.is, í næsta útibúi eða í síma 410 4000.

Jónsson & Le’macks • jl.is • sÍa

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000

30 ára afmælisblað Golfklúbbs Grindavíkur  

Í tilefni af 30 ára afmæli Golfklúbbs Grindvíkur gaf klúbburinn út 30 ára afmælis

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you