Issuu on Google+

Klambrar Umhverfisnefndarfundur 12. nóvember 2008 Fyrsti fundur vetrarins. Mættir: Þóra, Þorgerður, Valdís, Soffía A. Vantar Noreidýsi og Öllu. Staðan tekin eins og hún er núna. Þeir sem eru í umhverfisnefndinni þeir eru leiðtogarnir á deildinni og húsinu í umhverfismálunum. Setja það á vegg hverjir eru í nefndinni með myndum. Gera allt sýnilegra á staðnum hjá okkur. Umhverfismarkmiðin – viljum við hafa þau eins og þau eru eða breyta skoða það betur. Fernur skola – skoða hvort 10. lítra kassarnir eru eins vistvænir og hagkvæmir og við höldum. Senda fyrirspurn á Landvernd um það. Moltugerðin – gengur vel – muna að láta börnin alltaf taka þátt í ferlinu.. Nefndarmenn hvattir til að lesa Landverndarsíðuna og skrefin sjö í átt að Grænfána.

Plast – plastpokar – þeir eiga ekki að þurfa að vera í ruslafötunum ef ekki er settur matur þar. Setja upp endurvinnsludall fyrir plast. Pappír á aldrei að fara í ruslaföturnar – bara í endurvinnsludalla. Fernur látið börnin skola og fara með í gámana eða endurvinnslutunnuna. Vantar fulltrúa frá foreldrum í umhverfisnefndina og vonandi getum við farið fljótt af stað með barnaumhverfisnefnd fljótt á nýja árinu. Skipta verkefnum á okkur næst, t.d. einn ber ábyrgð á pappírnum o.s.fr. Fundur fljótt aftur t.d. 26. nóv kl, 10:00 Fundarritari Þóra


Umhverfisnf%2012_%20nov%2008