Page 1

2011

Töfraveggurinn

Tölvu- og upplýsingatækni með leikskólabörnum

Styrkt af Þróunarsjóði námsgagna. MMR10010283

Höf. Rakel G. Magnúsdóttir ©Leikskólinn Bakki Ábm. Ingibjörg Jónsdóttir


Leikskólinn Bakki

Efnisyfirlit Efnisyfirlit ............................................................................................................................................... 2 Inngangur ................................................................................................................................................ 3 eTwinning ................................................................................................................................................ 4 Vatnið ................................................................................................................................................... 15 Heimurinn okkar .................................................................................................................................... 16 Google Earth .......................................................................................................................................... 17 Ljósmyndun ........................................................................................................................................... 23 Aðgangur að Flikr................................................................................................................................... 28 Image Resizer for Windows ................................................................................................................... 48 Skráninga- og töfraskjalið ...................................................................................................................... 55 Smækkun mynda í Microsoft Word, Powerpoint og Excel. ................................................................... 56 Vistun PowerPoint glæra ....................................................................................................................... 58 Dýr og tækni .......................................................................................................................................... 61 Smartskjár.............................................................................................................................................. 63 iPad ........................................................................................................................................................ 65 Sound Recorder ..................................................................................................................................... 66 Live Movie Maker .................................................................................................................................. 67 Uppsetning og notkun Vimeo................................................................................................................ 71 Dropbox ................................................................................................................................................. 78 Forrit og hugbúnaður sem við notum ................................................................................................... 85 Forrit og vefsíður með börnunum ......................................................................................................... 86 Vefsíður Bakka ....................................................................................................................................... 87 Höfundarréttur ...................................................................................................................................... 88 www.lynda.com .................................................................................................................................... 89 www.opnarlausnir.is ............................................................................................................................. 90 Lokaorð .................................................................................................................................................. 91 Heimildir ................................................................................................................................................ 93

2


Leikskólinn Bakki

Inngangur Námsgagn þetta er fyrir leikskólakennara, það á að stuðla að því að virkja og ýta undir frumkvæði þeirra í að vinna með leikskólabörnunum í tölvu- og upplýsingatækninni. Við höfum það að leiðarljósi að vera með fjölbreytta nálgun á viðfangsefnunum og leggjum áherslu á að nýta tæknina í tengslum við áhuga, styrkleika og því sem er að gerast í leik og starfi barnanna. Sjónum er sem sagt beint að leikskólabörnunum og námi þeirra. Markmiðið hér er að leggja fram námsgagn fyrir leikskólakennara um tölvu-og upplýsingatækni með leikskólabörnum. Við á Bakka höfum nýtt tölvuna mikið með börnum og þar með séð hve marga möguleika hún býður upp á. Þetta starf okkar hefur vakið mikla athygli og til að svara eftirspurn um kynningar á því sem við erum að gera og hvernig, ákváðum við að fara af stað með námsgagnagerð um þessi mál. Reynsla okkar er sú að þetta námsgagn nýtist með öllum námssviðum leikskólans, hvort heldur er með málörvun, tónlist, myndsköpun, hreyfingu, menningu og samfélagi eða náttúru og umhverfi. Hægt er að nýta þetta námsgagn með öllum leikskólabörnum, en þó mest með þeim sem eru 3 - 6 ára. Í flestum leikskólum landsins eru tölvur fyrir börnin og þær að öllu jöfnu nettengdar. Þessar tölvur hafa nær eingöngu verið nýttar til tölvuleikja, en reynsla okkar hér á Bakka er sú að það sé bara lítið brot af því skemmtilega og spennandi sem hægt er að gera með börnunum. Starfsmenn leikskóla hafa oft litla þekkingu á tölvu-og upplýsingatækninni og því teljum við það vera kærkomið að fá í hendurnar leiðbeiningar í máli og myndum um þessi mál. Við vonum að þetta námsgagn nýtist sem flestum og auðgi líf barnanna.

3


Leikskólinn Bakki

eTwinning Við á Bakka höfum tekið þátt í eTwinning síðan í desember 2007. Í stuttu máli er eTwinning rafrænt skólasamfélag í Evrópu sem þátttakendur skrá sig í. Síðan er leitað að efni og fundinn samstarfsmaður eða menn. „Samstarf skólanna getur farið fram á ýmsa vegu, allt frá því að vera einungis í formi upplýsinga eða heimilda, sameiginlegra rannsóknarverkefna eða sem fastur hluti námsskrár. Hægt er að byggja á þeirri reynslu sem margir skólar hafa þegar aflað sér með þátttöku í Sókrates- og Leonardo da Vinci áætlununum. Þátttaka í eTwinning auðveldar einnig aðgengi að öðrum þáttum Menntaáætlunar Evrópusambandsins“ (LifelongLearningProgram,LLP). „Sífellt fleiri skólar á Íslandi og í Evrópu hafa tekið þátt í samstarfsverkefnum Evrópusambandsins. Í október 2010 voru yfir 107.000 virkir þátttakendur skráðir í eTwinning“ (Heimasíða eTvinning 2011).

Mynd 1

4


Leikskólinn Bakki

Til að gerast þáttakandi í eTwinning þá skráir nýr notandi sig á www.etwinning.net og smellir á „REGISTER NOW“ takkann til að skrá sig. Á eftirfarandi slóð má finna bækling á ensku um eTwinning og hvernig nýr notandi skráir sig, nýtt verkefni og finnur samstarfsaðila: http://resources.eun.org/etwinning/80/eTwinn ing_GENERAL_GUIDELINES_2010_EN.pdf

Mynd 2

Þegar skráningunni er lokið er notandinn kominn með sér svæði. Á svæðinu sjást skilaboð sem bíða notandans, þar eru skráð ný verkefni, þar sjást verkefnin sem búið er að skrá og margt fleira.

Mynd 3

5


Leikskólinn Bakki

Við á Bakka höfum tekið þátt í nokkrum eTwinning verkefnum. eftirfarandi verðlauna:

Við höfum unnið til

Frumefnin 4: Verðlaun í Landskeppni eTwinning 2008, hvatningarverðlaun Leikskólaráðs í maí 2008, vorum í topp 70 í elearningawards og lentum í undanúrslit eTwinningawards haust 2008. Með augum barna: Fyrsta sætið í Landskeppninni haustið 2009. Einnig höfum við fengið Evrópugæðamerki fyrir Frumefnin 4, Löndin okkar, Vængjaðir vinir, Með augum barna og Töfra litana. Hér fyrir neðan má sjá verkefni sem við erum í og höfum tekið þátt í. • • • • • • • • • •

Frumefnin 4 - (The Four elements). Verkefnið byrjaði 10. október 2007. Með augum barna - (Throght the children´s eyes) Verkefnið byrjaði 28. október. Vængjaðir vinir – (Our Feathery Friends) Verkefnið byrjaði 9. september 2009. Töfrar litanna – (Magic of colors) Verkefnið byrjaði 4. september 2008. Löndin okkar - (Our countries) Verkefnið byrjaði 14.október 2007. Fjarsjóðseyja – (Treasure Island) Verkefnið opnaði 14.maí 2010. 1 2 3 4 – (1 2 3 4) Verkefnið opnaði 29.október 2008 Með bók get ég flogið – (With a Book I can Fly) Verkefnið byrjaði 6.október 2009. Jólalög – (Chismas Carols) Verkefnið byrjaði 3.október 2009 Gleðileg jól – (Merry Christmas) Verkefnið byrjaði 26.október 2008.

6


Leikskólinn Bakki

Nánari útlistun á verkefnunum: Frumefnin 4 - (The Four elements) Í þessu verkefni fer fram hugmyndavinna á milli kennara. Okkar framlag var kennsluefni á Twinspace sem er svæði fyrir kennara og nemendur. Á þetta svæði er einnig hægt að bjóða gestum. Verkefnið okkar fjallar um frumefnin fjögur, þ.e. eldinn, vatnið, loftið og jörðina. Við ákváðum að miða við að verkefnið tæki eitt skólaár. Verkefnið reyndist svo vel að við höfum nú keyrt þetta verkefni í 4 ár og erum enn að vinna í því. Við notum mikið tölvuna og netið við verkefnavinnsluna.

Mynd 4

Mynd 5

Nánari lýsing á hverjum þætti: •

Eldur – Skoðað var hvað eldurinn er nytsamur en einnig hættulegur. Börnin teiknuðu myndir sem tengdust upplifun þeirra á eldinum, skönnuðu þær síðan sjálf inn og sömdu sögur. Við fegnum Slökkviliðið í heimsókn. Þeir sögðu okkur frá eldinum og eldvörnum, leyfðu okkur að skoða slökkviliðsbílinn og síðan voru eldvarnir leikskólans kannaðar. Tvær tilraunir voru gerðar þar sem mjög varlega var farið með eldinn. Vatn – Vatnið var kannað frá ýmsum sjónarhornum og við gerðum margar tilraunir sem má sjá á heimasíðunni okkar. Einnig heimsóttum við Gvendarbrunna. Í þessari umfjöllun uppgötvuðu börnin hve vatn er mikilvægt. Þau teiknuðu mismunandi form vatns og skönnuðu síðan myndirnar. Við tókum upp skemmtilegt myndband sem allir tóku þátt í sem má sjá hér. http://vimeo.com/15627421 Loft – Loftið er allstaðar í kringum okkur og við öndum því að okkur. Þó svo loftið sé frekar óáþreifanlegt þá gerðu börnin þá uppgötvun að það er til heitt og kalt loft, vindurinn og rokið er í raun loft á hreyfingu. Nokkrar tilraunir voru gerðar sem má sjá á heimasíðunni. Eining gerðum við myndband um loftlagsmál í tilefni af Norræna loftslagsdeginum sem má sjá hér. http://vimeo.com/15174350 Jörðin – Við mótuðum jörðina úr pappamassa, merktum inn heimsálfurnar og skoðuðum hvaða lönd eru næst Íslandi. Norðurlöndin vöktu sérstaka athygli þar sem mörg börn hafa heimsótt þau með foreldrum sínum og þau ákváðu að gera fánana 7


Leikskólinn Bakki

þeirra. Við notuðum þætti frá BBC og kennsluefni sem við bjuggum til sjálfar. Við tókum nærmyndir af rusli eða því sem á ekki heima í umhverfinu og tengdum þetta verkefni þannig við ljósmyndaverkefnið. Á heimasíðu Bakka má sjá hvað við höfum gert varðandi Frumefnin 4: http://www.leikskolinnbakki.is/index.php?option=com_content&view=category&layout=blog&id=81&Itemid=195

Með augum barna - (Throght the children´s eyes) Með augum barna er ljósmyndaverkefni þar sem börnunum var kennt að taka sjálf myndir. Kennari setti þær svo inn á www.Flickr.com (börn sem eru komin á grunnskólaaldur geta gert það sjálf). Þau læra grunnhugtök ljósmyndunarinnar svo sem nærmynd, fjærmynd og ýmis tæknihugtök varðandi myndavél og tölvu. Ljósmyndasíðu Bakka: http://www.flickr.com/photos/bakkamyndir

Mynd 6

Mynd 7

Mynd 8

Mynd 9

8


Leikskólinn Bakki

Vængjaðir vinir - (Our Feathery Friends) Þetta verkefnið byggir á því að vinna með fuglana í umhverfi barnanna. Við lærum fuglasöngva á tungumálum samstarfslandanna og gerum ýmis spennandi verkefni sem hægt er að sjá á heimasíðu skólans. Einnig tókum við upp skemmtilegt myndband sem var sent sem frétt til foreldra um verkefnið sem má sjá hér: http://www.vimeo.com/15174443 . Á heimasíðu Bakka má sjá hvað við höfum gert varðandi Vængjaðir vinir:

http://www.leikskolinnbakki.is/index.php?option=com_content&view=category&layout=blog&id=96&Itemid=300025

Mynd 10 - Hér má sjá skuggaleik hús

Mynd 11- Fuglamatur

Mynd 12 - Netfundur

Mynd 13- Fugl föndraður úr steini

9


Leikskólinn Bakki

Töfrar litanna - (The Magic of colors) Kennarar skiptust á hugmyndum um myndsköpun og tóku myndir eða skönnuðu myndir barnanna og settu á Twinspace. Við á Bakka ákváðum að taka Da Vince fyrir og gerðum heimasíðu í forritinu Dreamweaver sem má sjá hér fyrir neðan.

Mynd 14 - Da Vince síðan okkar: http://www.srlausnir.is/davinci/index.html

Einnig gerðum við stuttmynd um Selinn Snorra sem við tengdum við verkefnið. Myndina má sjá hér: http://www.vimeo.com/15195055

10


Leikskólinn Bakki

Löndin okkar - (Our countries) Kennarar og nemendur skiptast á upplýsingum um menningu og sögu hvers annars með því að nota PowerPoint glærur, myndir og vídeó myndir. Við föndruðum jólakort fyrir hvert annað og sendum á milli. Einnig gerðum við tvær síður í Dreamweaver sem eru reyndar á íslensku.

Mynd 15 - Páskasíða Bakka http://www.srlausnir.is/paskar/index.htm

Mynd 16 -Jólasíða Bakka http://www.srlausnir.is/jol/jolin.html

Við sendum vinum okkar erlendis fróðleik um íslensku jólasveinana og fengum leyfi hjá Mjólkursamsölunni að nota teikningarnar þeirra af jólasveinunum. Við gerðum kynningu um okkar eigið land og skóla og fengum síðan kynningar frá samstarfslöndum okkar. Við unnum með fána hvers og eins og lærðum að þekkja þá og lita þá. Við skiptumst á dagatölum sem börnin gerðu.

Jólalög - (Christmas Carols) Í þessu verkefni skiptumst við á sönglögum og lærðum að syngja jólalög sem við þekkjum á öðrum tungumálum. Kennara lærðu að gera myndbönd og senda þau á www.vimeo.com og www.youtube.com. Einnig settum við myndböndin á Twinspace sem er læst síða.

Gleðileg jól- (Merry Christmas) Hvernig höldum við jólin? Hvernig er menning okkar og siðir sem tengjast jólunum? Börn og kennara skiptust á hugmyndum. Við notuðum jólasíðuna okkar http://www.srlausnir.is/jol/jolin.html til að leyfa erlendum samstarfsskólum að fylgjast með jóladagatalinu. Við sendum þeim kynningu um íslensku jólasveinana. 11


Leikskólinn Bakki

1234 - 1234 Einfalt og skemmtilegt verkefni með uppákomum þar sem þemað var höfuðföt. Verkefnið snerist um að búa til höfuðföt. Við bjuggum meðal annars til töluhatta og víkingahatta. Höfuðfötin voru mynduð og myndirnar settar á vefsíðurnar http://1234.classy.be/ og http://www.leikskolinnbakki.is/index.php?option=com_content&view=article&id=571&Itemid=203 þar sem samstarfsaðilar okkar gátu séð afraksturinn. Í síðasta verkefninu teiknuðum við hatta á Smartskjáinn og vistuðum myndirnar á sömu vefsíðurnar. Þetta verkefni er gott dæmi um einfalt samstarfsverkefni sem hægt er að gera í eTwinning.

Mynd 17

Sögugerð - (With a Book I canFly) Börnin gerðu sögubók og sendu rafrænt til samstarfslanda. Dæmi má sjá hér fyrir neðan. Til að skoða bækurnar smellið á myndirnar hér fyrir neðan. 2004 árgangur

2004 árgangur

2004 árgangur

Mynd 18 - Fugl var að fljúga

Mynd 19 - Krummasaga

Mynd 20 - Tjaldurinn sem týndist

12


Leikskólinn Bakki

2005 árgangur

2005 árgangur

Mynd 21 - Sagan af snjótittlingum

Mynd 22 -Lundinn sem sefur í klettunum

2006 ágangur

2006 árgangur

Mynd 23 - Lundarnir og hákarlinn

Mynd 24 - Sögur um æðarfugla

2007 árgangur

2007 árgangur

2007 árgangur

2008 árgangur

Mynd 25

Mynd 26

Mynd 27

Mynd 28

13


Leikskólinn Bakki

Fjársjóðseyjan - (Treasure Island) Nýtt verkefni sem verður unnið haustið 2011 með gömlum eTwinning vinum. Einungis eylönd taka þátt, kynnast landi og menningu hverrar eyju (hverjir eru frægir og af hverju, menning, siðir) og bera saman mismunandi lífshætti. Fyrir þá sem hafa áhuga er hægt að lesa meira um eTwinnig á heimasíðu þeirra www.etwinning.is eða www.etwinning.net. Reynsla okkar af etwinning er mjög góð. Nemendur okkar eru mun fróðari en áður og virkilega áhugasamir að læra nýja hluti. Kennararnir öfluðu sér mikils fróðleiks og reynslu. Við lærðum ýmislegt nýtt um önnur lönd. Hægt er að hafa eTwinning verkefni stór eða lítil, en einkunnarorð þeirra eru KISS – Keep it Small and Simple!

14


Leikskólinn Bakki

Vatnið Við á Bakka höfum mikið unnið með vatnið bæði sem eTwinning verkefni og utan þess. Vatnið er ekki bara nauðsynlegt fyrir lífið á jörðinni. Það er uppspretta óendanlegrar gleði og margbreytileika í leikjum og námi barna. Vatnið tekur á sig margar myndir. Í fljótandi formi myndar það sjó og stöðuvötn og skoppandi læki sem hægt er að vaða í. Það kemur rennandi þegar við skrúfum frá krananum hjá okkur. Við sullum í heitu vatni í sundlaugum og heitum pottum og vatnsrennibrautum. Rigningin er vatn sem kemur af himnum ofan og myndar drullupolla sem eru sívinsælir til að hoppa í. Vatn í föstu formi er frosið. Klakarnir í drykknum í afmælinu eru frosið vatn. Vatn frýs á yfirborði stöðuvatna og myndar ís sem hægt er að skauta á og renna sér fótskriðu. Það má dorga fisk í gegn um ísinn en þá er eins gott að vera í góðum ullarsokkum svo tærnar verði ekki ískaldar. Snjórinn sem þekur brekkur dregur unga sem aldna út úr húsi til að renna sér. Snjórinn hentar til húsbygginga yngstu kynslóðarinnar. Það er bæði gaman og gott fyrir heilsuna að renna sér á skíðum niður hvítar brekkur. Það er mjög gaman að vera dreginn af snjósleða þegar maður er á skíðum.

Mynd 29 – Þingvallavatn að sumri til.

Gufan sem stígur upp úr hverum er vatn, einnig gufan sem kemur úr pottinum þegar mamma og pabbi sjóða fisk og kartöflur. Gufan í gufubaðinu í sundlauginni er vatn.

Mynd 30 – Þingvallavatn að vetri til.

Skýin sem læðast um himininn eru vatn sem hefur gufað upp. Gufan sem alltaf er í útöndun okkar sést best í frosti. Fræðsluvefur Orkuveitu Reykjavíkur http://fraedsla.or.is/ geymir myndir og ýmsan fróðleik um vatn.

15


Leikskólinn Bakki

Heimurinn okkar Vefurinn www.heimurinn.is geymir fróðleik um margt sem viðkemur náttúrunni og landinu okkar. Þar er að finna ýmsar hugmyndir að verkefnum sem hægt er að gera með börnunum því þó þessi vefur sé ætlaður nemendum á grunnskólaaldri er margt á honum sem hentar yngri nemendum. Við á Bakka notum hann mikið í umhverfisfræðslu. Vefnum er skipt í yngsta stig, miðstig og efstastig. Við notum mest yngsta stigið. Þar er að finna skemmtilegar margmiðlunarsögur sem við notum til að fræða börnin um hin ýmsu málefni. Má þar nefna: • • • • • • • • •

Sorpflokkun Umbúðir Endurnýtingu Spilliefni Hreyfingu Orku og orkusparnað Umgengni við náttúruna Vatnið og hringrás þess Útblástur bíla

Börn á leikskólaaldri eru áhugasöm um sorpflokkun. Þau eru fljót að þekkja í sundur mismunandi umbúðir og finna leiðir til að nýta þær. Þau þekkja öll rafhlöður. Þær innihalda spilliefni sem þarf að farga á sérstakan hátt. Á unga aldri byrja þau að bera virðingu fyrir náttúrunni og ganga vel um hana ef fullorðnir eru þeim fyrirmynd í þeim efnum. Ruslatínsla á leikskólalóð getur orðið hin besta skemmtun ef rétt er að staðið. Ekki spillir fyrir ef börnin fá að ljósmynda ruslið sem þau finna. Bílar sem eru skildir eftir í gangi fyrir utan leikskóla menga andrúmsloftið. Börnin benda fullorðnum á þessa staðreynd ef þau telja þörf á þegar búið er að gera þeim þetta ljóst. Ljós logandi í herbergi þar sem enginn er að leika er dæmi um óþarfa orkueyðslu. Að keyra stutta vegalengd þegar hægt er að ganga er annað dæmi um orkueyðslu sem hægt er að skera niður. Í tilefni af Norræna loftslagsdeginum vorum við beðin um að vera með kynningu á því sem við á Bakka erum að gera í loftslagsmálum. Við fórum í Langholtskóla og kynntum myndband og ljósmyndir sem börnin tóku. Myndbandið sem við gerðum má sjá hér: http://www.vimeo.com/15174350

16


Leikskólinn Bakki

Google Earth Við höfum mikið notað Google Earth með börnunum til að sýna þeim hvar samstarfslöndin okkar í eTwinning og Comeníus verkefnunum eru. Einnig höfum við farið í „flugferð“ eins og börnin segja til að skoða önnur lönd og jafnvel lönd sem þau hafa komið til.

Niðurhal forritsins Google Earth forritið er rafrænt alheimskort þar sem finna má flesta þá staði sem notandinn vill sjá. Nauðsynlegt er að hlaða því niður á tölvuna áður en hægt er að nota það.

Mynd 31

Byrjað er á að opna Internet Explorer (eða aðra vefskoðara) og fara síðan á vefslóðina http://www.google.com/earth/index.html

Mynd 32

Síðan þarf að velja „Download Google Earth 6“ með því að ýta á bláa kassann.

17


Leikskólinn Bakki

Mynd 33

Hægt er að hlaða niður á sama tímabil Google Chrome (Include GoogleChrome, a fast newbrowser for Windows and Mac.) og einnig að gera Google Chrome að aðal leitarforritinu sem tölvan notar (Make Google Chrome my default browser). Ef ekki er óskað eftir Google Chrome þarf að taka hökin úr boxunum áður en forritinu er hlaðið niður. Þegar búið er að lesa skilmálana og ef viðkomandi sættir sig við þá er ýtt á „Agree and Download“ í gráa kassanum.

Mynd 34

Ýtt er á „Run“ til að hlaða inn forritinu. 18


Leikskólinn Bakki

Mynd 35

Ýtt er aftur á „Run“.

Mynd 36

Nú er búið að hlaða inn Google Earth forritinu, glugganum er lokað með því að smella á „Close“.

Notkun GoogleEarth

Mynd 37

Þetta tákn er nú komið á tölvuskjáinn. Til að nota Google Earth er tvísmellt á það.

19


Leikskólinn Bakki

Mynd 38

Gluggi með leiðbeiningum birtist þegar forritið er opnað. Þarna geta verið gagnlegar ábendingar fyrir nýja notendur. Ef hins vegar er ekki óskað eftir þessum upplýsingum er hægt að taka hakið úr „Show tips at start-up“. Glugganum er lokað með því að ýta á „Close“.

Mynd 39

Hægt er að breyta sjónarhorninu með því að ýta á „Click to look around“ hnappinn.

20


Leikskólinn Bakki

Mynd 40

Einnig er hægt að færa kortið til ef verið er að skoða mismunandi staðsetningar.

Mynd 41

Hægt er að minnka og stækka kortið með því að ýta á + eða – í stikunni hægra megin.

Mynd 42

21


Leikskólinn Bakki

Ef verið er að leita að ákveðnu fyrirtæki á ákveðnu svæði er hægt að setja inn nafnið á því og staðsetningu, til dæmis Best Western, NJ, ef verið er að leita að Best Western hóteli í New Jersey. Þar næst er ýtt á

.

Mynd 43

Einnig má skrifa inn nafn á tilteknu húsi eða heimilisfang. Þetta er tilvalið að nota þegar verið er að skoða staðsetningu annarra þátttakenda í eTwinning verkefnum og öðrum alþjóðlegum samvinnuverkefnum. Sjá má myndbönd um Google Earth á http://www.google.com/earth/learn/

22


Leikskólinn Bakki

Ljósmyndun Við fengum þá hugmynd að leyfa börnunum að taka ljósmyndir. Við skráðum okkur í eTwinning og stofnuðum verkefnið Throught the childrens eyes eða Með augum barna ásamt skóla frá Möltu. Fleiri skólar hafa bæst við hópinn, bæði innanlands og utan. Þetta hefur verið skemmtilegt verkefni sem við munum halda áfram með. Fyrir þetta verkefni fengum við Hvatningarverðlaun Leikskólaráðs 2009 og lentum í fyrsta sæta í landskeppni í eTwinning haust 2009. Börnin fá sjálf að taka myndirnar og í hverjum mánuði er tekið fyrir ákveðið myndaþema og börnin velja myndefni innan þess.

Mynd 44

Við gerðum verkefni með nokkur þemu tengdum árstíðunum. Hver og einn ræður í hvaða röð verkefnin eru tekin. Áður en hafist er handa við að taka myndir fá börnin fræðslu um myndavélar og meðferð þeirra. Markmið: • • •

Að börnin kynnist umhverfi sínu frá nýju sjónarhorni, það er, í gegnum myndavélina. Njóta fegurðarinnar í hinu smáa og hinu stóra. Skoða hvaða áhrif umgengni hefur á fegurð umhverfisins.

Þemaverkefnin eru: • • • • • • • • • •

Haust Vetur Vor Sumar ( í samvinnu við foreldra) Fjaran Umhverfið okkar Hvað á ekki heima í umhverfinu? Páskar (í samvinnu við foreldra ) Jól (í samvinnu við foreldra ) Fuglar

Fljótlega eftir að þetta verkefni fór í gang uppgötvuðu börnin hvað umgengni um náttúruna gæti haft mikil áhrif á myndefnið, samanber umræða um að taka ruslið frá, það er fyrir og er ljótt. Þau börn sem taka þátt í verkefninu geta valið að taka eitt eða tvö þemu. 23


Leikskólinn Bakki

Tæki og tól sem eru notuð Canon Digital IXUS 80IS. Hálsól er á myndavélinni svo börnin missi hana ekki. Vatnsheld hlíf er utan um myndavélina. Þau forrit sem eru notuð eru Flickr.com, Dreamweaver og Twinblog (eTwinning tól).

Mynd 45

Mynd 46

Fyrsti tíminn með börnunum Verkefnin eru unnin með tveimur elstu árgöngum skólans. Verkefnin eru kynnt fyrir börnunum myndrænt á skjávarpa og löndin sem taka þátt í viðkomandi verkefni eru skoðuð á landakorti. Ljósmyndir eru skoðaðar, hvað er fjarmynd og hvað er nærmynd? Til hvers eru myndir notaðar? Hvernig viljum við hafa okkar myndir? Hvernig myndir er fyrirhugað að taka í verkefninu? Farið er yfir þemun. Myndavélin sem á að nota er skoðuð • • • • • • • •

Hvernig er haldið á myndavélinni? Hvernig grípum við andartakið í gegnum gatið á myndavélinni/linsunni? Passa þarf upp á linsuna og hafa hana hreina. Batteríið er skoðað, án þess virkar vélin ekki. Minniskortið er skoðað, hér fara myndirnar inn. Kortalesari er skoðaður og snúran sem tengir hann við tölvuna. Myndavélin er prófuð til dæmis með því að taka myndir af hvort öðru og nærmynd af einhverjum hlut. Börnunum er kennt að fókusa með því að halda á myndavélinni með þeim og styðja létt við tökutakkann.

Fyrsta myndin tekin – þema: Umhverfið Gengið er um hverfið og börnin ljósmynda það sem þau hafa áhuga á í umhverfinu. Í fyrstu myndatökunni er börnunum hjálpað að taka myndirnar og spáð í með þeim hvað er í 24


Leikskólinn Bakki

myndarammanum, til dæmis, hvort himinn sjáist og hvort eitthvað sé í rammanum sem ekki á að vera á myndinni. Til að vita hver tekur hvaða mynd er blað og penni tekið með og skrifað niður hver á hvaða mynd. Miðað er við að hvert barn taki að lágmarki tvær myndir. Myndirnar settar inn á Flickr Flickr er ljósmyndasamskiptavefur sem hýsir myndir og myndbönd. Ljósmyndirnar sem börnin taka eru settar inn á Flickr. Hægt er að setja inn 100 MB á mánuði án þess að greiða fyrir. Myndirnar eru minnkaðar áður en þær eru settar á netið því hver mynd má ekki vera stærri en 2MB. Hugbúnaðurinn Image Resizer Powertoy er notaður til að smækka myndirnar. Ekki þarf að greiða fyrir hann. Hægt er að hlaða honum inn af vefsvæðinu http://imageresizer.codeplex.com. Þetta er mjög einfaldur hugbúnaður sem hentar vel til að minnka myndir.

Mynd 47

Þegar hugbúnaðurinn hefur verið settur upp þarf aðeins að hægrismella á myndina(r) og velja „Resize Pictures“.

Mynd 48

25


Leikskólinn Bakki

Hér er hægt að velja nokkrar algengar stærðir eða setja inn sína eigin í Custom. Við notum oftast nær small eða medium stærðina fyrir myndir á Flickr. Myndir settar inn á Flickr Þegar myndirnar hafa verið minnkaðar eru þær settar á Flickr. Fyrst þarf að logga sig inn á Flickr (í fyrsta sinn þarf að sækja um aðgang). Þegar við sóttum um fyrst á Flickr settum við inn upplýsingar um okkur og „buddy icon“ sem er logo skólans. Við völdum okkar eigin slóð sem er: http://www.flickr.com/bakkamyndir. Hægt er að flokka myndir í Flickr. Best er að gera það jafnóðum með því að smella á „add a description“ og velja þar „set“ eða „new set“ fyrir þemað. Þegar það er búið er hægt að tvísmella fyrir ofan myndina til að setja inn titil á hana. Við notum nafn barns og árið sem það er fætt. Einnig er hægt að setja inn lýsingu á myndinni. Hægt er að finna vini sem eru skráðir í Flickr og skrá þá hjá sér. Þá geta þeir fylgst með því sem sett er inn. Við setjum inn allt samstarfsfólk okkar sem vinnur með okkur í verkefninu. Þegar myndirnar eru komnar á Flickr er sett inn frétt á vefinn okkar: http://www.leikskolinnbakki.is/index.php?option=com_content&view=category&layout=blog&id=84&Itemid=208. Við sýnum börnunum myndirnar þeirra og eitthvað af myndunum sem samstarfsaðilar okkar hafa tekið. Einnig er sett inn á Twinbloggið tilkynning þegar ákveðið þema er búið. Til gamans má geta þess að við héldum þrjár ljósmyndasýningar sem fengu mjög jákvæðar viðtökur. Einnig höfum við gefið út eina ljósmyndabók hjá Odda og voru þeir svo hugulsamir að gefa okkur þrjú eintök. Vefsíðurnar sem tilheyra þessu verkefni eru: • •

• •

Hér setjum við myndirnar okkar: http://www.flickr.com/bakkamyndir Heimasíða Bakka þar sem við setjum inn fréttatilkynningar: http://www.leikskolinnbakki.is/index.php?option=com_content&view=category&layout=blog&id=84&Itemi d=208 Twinblog, frítt tól í eTwinning: http://twinblog.etwinning.net/8306/ Öll löndin í verkefninu eru skráð á: http://www.srlausnir.is/bakki/bakki.html

Hreyfimyndir Skemmtilegar hreyfimyndir má gera með börnum með því að nota myndavélina. Þá eru margar myndir teknar og leikmunir færðir til á milli þeirra. Þetta er sú aðferð sem var notuð þegar hreyfimyndir komu fyrst til sögunnar. Við létum börnin vinna handritið áður en við hófumst handa við að mynda. Við hentum tuskudýri á milli krakkanna og átti sá sem fékk tuskudýrið að koma með innlegg. Þannig þróaðist sagan í fullgert handrit. Síðan var gerður stór bakgrunnur. Ákveðið var að nota Fisher Price leikföng sem persónur og leikmuni í hreyfimyndinni. 26


Leikskólinn Bakki

Hreyfimyndin var tengd við eTwinning verkefnið Frumefnin 4. Þar sem eldurinn varð fyrir valinu. Söguþráðurinn var í stuttu máli sá að eldur kviknaði í bóndabæ og svo kom slökkvilið og slökkti eldinn. Myndavélin var sett á lítinn þrífót fyrir myndatökuna. Börnin mynduðu sjálf og færðu til Fisher Price leikföngin til að mynda hreyfingarnar í myndinni. Þarna var rúta full af fólki, bóndabær, dýr og slökkviliðsbíll. Myndirnar voru svo settar í Movie Maker (í dag yrði Live Movie Maker notaður). Þetta er alveg eins ferli eins og er lýst í bls. 67. Tíminn sem hver mynd tók í þessu verkefni var ein sekúnda. Lagið „Eldurinn“ var sett inn á með því að smella á add music í forritinu og velja þar lagið sem búið var að setja inn á tölvuna. Hér má sjá þessa skemmtilegu hreyfimynd: http://www.vimeo.com/15600267

27


Leikskólinn Bakki

Aðgangur að Flikr Opnun aðgangs Ef nota á Flikr til að geyma og deila ljósmyndum þarf fyrst að opna aðgang að vefsvæðinu.

Mynd 49

Byrjið á að opna Internet Explorer og velja slóðina: http://www.flickr.com/ .

Mynd 50

Þá er valið „Create Your Account“ með því að ýta á gráa kassann.

Mynd 51

Veljið „Create New Account“ með því að ýta á gula kassann.

28


Leikskólinn Bakki

Mynd 52

Fyllið inn umbeðnar upplýsingar og ýtið á „Create My Account“ í gula kassanum. Þá er búið að búa til aðgang að Yahoo. 29


Leikskólinn Bakki

Mynd 53

Mörgum finnst gott að vera lausir við óþarfa póst og auglýsingar og því er ekki úr vegi þegar hér er komið við sögu að velja „Edit Marketing Preferences“ með því að ýta á textann.

Mynd 54

Skrollið niður textann og takið hökin úr boxunum.

30


Leikskólinn Bakki

Mynd 55

Farið neðst í myndina og vistið breytingarnar með því að velja „Save Changes“.

Mynd 56

Byrjið á að velja „community guidelines“. Þar er að finna notendareglurnar hjá Flikr sem er nauðsynlegt að þekkja. Þegar búið er að kynna sér reglurnar sem gilda á Flikr er smellt á „CREATE MY ACCOUNT“ í bláa boxinu. Þá er eins líklegt að tíminn sem gafst til að klára aðganginn sé liðinn. Þá er hægt að fara á forsíðuna til að skrá sig inn. Opnið: http://www.flickr.com/ .

Mynd 57

31


Leikskólinn Bakki

Veljið „Sign In“ með því að smella á textann.

Mynd 58

Skrifið inn notendanafn og aðgangsorð og veljið svo „Sign In“ með því að ýta á gula hnappinn.

Mynd 59

32


Leikskólinn Bakki

Þá þarf að velja nafnið sem aðrir notendur Flikr sjá og ýta svo á „CREATE MY ACCOUNT“. Hugsanlega er nafnið sem óskað er eftir þegar upptekið svo stundum þarf að gera nokkrar tilraunir áður en nægt er að fá nafn sem óskað er eftir.

Mynd 60

Fyrst er valið „Personalize your profile“ til að klára að búa til notandann.

33


Leikskólinn Bakki

Mynd 61

„Create your buddy icon“ er valið fyrst með því að ýta á textann ef setja á inn einkennismynd.

34


Leikskólinn Bakki

Mynd 62

Smellið á „Find an image on my computer“.

35


Leikskólinn Bakki

Mynd 63

Ýtið á „Browse“ til að velja viðeigandi mynd. Passa þarf að myndin sé ekki stærri en 2 MB. Þegar rétta myndin hefur verið valin þá er ýtt á „UPLOAD“ í bláa kassanum.

Mynd 64

Valinn er hluti af myndinni til að búa til tákn og síðan smellt á „MAKE THE ICON“ í bleika kassanum. Þessu er hægt að breyta síðar ef þarf.

36


Leikskólinn Bakki

Mynd 65

Þá er valið „NEXT“ í bláa kassanum með því að ýta á hann eða „Choose your custom Flikr URL“. Þarna er valin staðsetningin þar sem myndirnar verða geymdar á Flikr.

37


Leikskólinn Bakki

Mynd 66

Hér þarf að vanda valið því ekki er hægt að breyta þessu seinna. Skrifið inn staðsetninguna ýtið svo á „PREVIEW“ í bláa reitnum.

38


Leikskólinn Bakki

Mynd 67

Hér hægt að hætta við fyrra val og breyta, ef þess gerist ekki þörf er smellt á „OK, LOCK IT IN AND CONTINUE“ í bláa kassanum. Eftir að þessi aðgerð hefur verið framkvæmd er ekki hægt að breyta vefsvæðinu.

39


Leikskólinn Bakki

Mynd 68

Þá er komið að því að setja inn persónuupplýsingar. Þetta er ekki nauðsynlegt og er einnig hægt að gera síðar. Upplýsingarnar eru skrifaðar inn og síðan er smellt á „NEXT“ í bláa boxinu.

40


Leikskólinn Bakki

Vistun mynda á Flikr

Mynd 69

Nú er komið að því að setja inn fyrstu myndina. Veljið „Upload your first photos“ með því að ýta á textann.

Mynd 70

Veljið „Choose Photos and videos“ með því að ýta á textann.

41


Leikskólinn Bakki

Mynd 71

Þegar búið er að velja fyrstu myndina sem á að setja inn er hægt að bæta við fleirum með því að velja “Add More“. Hér er einnig valið hverjir mega sjá myndirnar. Það er mjög mikilvægt að vera varkár þegar gefinn er aðgangur að myndum, sérstaklega þegar er um að ræða myndir af börnum. Alltaf ætti að mynda verkefni barnanna, ekki þau sjálf. Þegar allar myndirnar sem á að hlaða inn hafa verið valdar er ýtt á „Upload Photos and Videos“.

42


Leikskólinn Bakki

Mynd 72

Nú eru myndirnar komnar inn. Hægt er að setja inn lýsingu á myndunum með því að velja „add a description“. Ef myndirnar eru fyrir alþjóðlega áhorfendur er eðlilegt að hafa texta á ensku. Ef myndirnar eru fyrir takmarkaðan hóp áhorfenda er sjálfsagt að miða tungumálið við þann hóp. Einnig er hægt að hafa lýsinguna á myndunum á fleiri en einu tungumáli svo þær komi upp í leitarvélum ef þess er óskað.

Mynd 73

43


Leikskólinn Bakki

Það er tilvalið að nefna myndir strax í upphafi svo ekki verði ein hrúga af óskipulögðum myndum á netinu. Einnig er æskilegt að setja upp myndaalbúm (Set) fyrir myndirnar. Það er gert með því að ýta á textann „Create a new Set“.

Mynd 74

Sett er inn nafnið á albúminu ásamt lýsingu (má sleppa lýsingunni) og síðan smellt á „CREATE SET“ í bláa kassanum. Að lokum er ýtt á „ADD“ til að bæta inn nafni á myndirnar.

44


Leikskólinn Bakki

Mynd 75

Þegar albúmið hefur verið búið til og myndirnar merkar er ýtt á „SAVE“ í bláa kassanum.

45


Leikskólinn Bakki

Mynd 76

Þá eru fyrstu myndirnar komnar inn á Flikr.

Mynd 77

Hér er hægt að bæta inn lýsingu á myndunum og vista svo lýsinguna með því að ýta á „SAVE“ í bláa kassanum.

Mynd 78

46


Leikskólinn Bakki

Ef ýtt er á „edit“ má breyta aðgangsstillingunni ef hún hefur ekki verið rétt sett upp í upphafi.

Mynd 79

Þegar vefsvæðið er yfirgefið þarf að loka því með því að ýta á „Sign Out“.

47


Leikskólinn Bakki

Image Resizer for Windows Niðurhal forrits Image Resizer fyrir Widows er handhægt forrit til að minnka myndir sem á að setja á vef eða senda manna á milli. Til að geta notað forritið þarf að hlaða það inn á tölvuna.

Mynd 80

Byrjað er á að opna Internet http://imageresizer.codeplex.com/

Explorer

og

síðan

er

valin

Mynd 81

Þá er valið „Downloads“til að setja upp forritið með því að smella á græna kassann.

48

slóðin:


Leikskólinn Bakki

Mynd 82

Tölvur með innra minni sem er minna en 4G eru með 32 bita kerfi. Ef minnið er meira en 4G er tölvan með 64 bita kerfi. Kerfisumsjónarmenn geta gefið nánari upplýsingar ef þarf. Í þessum leiðbeiningum verður hlaðið inn forriti fyrir 32 bita kerfi. Veljið „Image Resizer (32 bit)“ með því að smella á textann.

49


Leikskólinn Bakki

Mynd 83

Notkunarskilmála þarf að samþykkja áður en hægt er að hlaða forritinu inn. Ef ekki er vilji til að samþykkja hann er smellt á „I Disagree“ og hætt við niðurhal forritsins. Ef notandi getur fellt sig við skilmálana er samningurinn samþykktur með því að ýta á „I Agree“ hnappinn

Mynd 84

Veljið „Run“ með því að smella á hnappinn.

50


Leikskólinn Bakki

Mynd 85

Veljið einnig „Run“ með því að ýta á hnappinn á þessari valmynd.

Mynd 86

Notendaleyfi eru háð skilyrðum. Ef notanda líst ekki á skilmálana er sjálfsagt að hafna þeim með því að ýta á „Cancel“ hnappinn en þá er ekki hægt að setja inn forritið. Ef samþykkja á skilmálana er hakað í boxið fyrir framan „I accept the terms in the Licence Agreement“. Síðan er ýtt á „Install“ takkann.

51


Leikskólinn Bakki

Mynd 87

Ýtt er á „Finish“ takkann til að klára að hlaða inn forritinu.

52


Leikskólinn Bakki

Notkun forrits Notkun forritsins er einföld og þægileg. Áður en stærð myndanna er breytt er opnuð mappan sem geymir þær, til dæmis „My Documents“ eða „My Pictures“.

Mynd 88

Bendillinn er settur yfir skráarnafnið og síðan smellt með hægri músartakkanum til að opna undirlista.

Mynd 89

Úr listanum er valið „Resize Pictures“.

53


Leikskólinn Bakki

Mynd 90

Ýtt er á „Advanced“ hnappinn til að sjá alla möguleika.

Mynd 91

Stærðin sem er valin helgast af fyrirhugaðri notkun á myndinni. Hafa má í huga að æ fleira fólk notar símtæki til að skoða netið. Hægt er að breyta frummyndinni í stað þess að búa til afrit af henni, það er gert með því að haka í „Resize the original pictures (don´t create copies). Hvert nýtt afrit af mynd tekur pláss í gagnageymslu og er oft óþarfi að geyma mörg eintök af sömu myndinni.

54


Leikskólinn Bakki

Skráninga- og töfraskjalið Við á Bakka erum með skráningar fyrir börnin. Við gerum þessa skráningu einu sinni í mánuði í PowerPoint, það er, eina skráningu fyrir hvert barn. Þar sem tölvuþekking á leikskólanum er mismikil þurfti að hafa skráningarferlið einfalt. Því var ákveðið að gera einskonar sniðmát (template) til að flýta fyrir starfsfólkinu. Þá þurfa þau hvorki að eyða tíma í útlitshönnun, minnkun mynda né að stilla þær rétt. Hér fyrir neðan má sjá eina glæru í PowerPoint sem er búið að setja upp. Hver starfsmaður opnar þetta skjal og vistar það undir nýju nafni (save as). Nafnið á nýja skjalinu er til dæmis nafn barns perla2011_06.ppt. Eftir það er hægt að vinna í skjalinu. Til að skipta út myndunum þarf að hægrismella á myndina og velja „change picture“. Síðan er valin ný mynd og hún kemur þá á réttum stað og í réttri stærð. Þar næst er farið í notepad textann til að skrifa skráninguna. Síðan er bætt við skráningu með því að opnað skjal barnsins og glærum er bætt við með því að afrita upphafsglæruna. Ef við ætlum að senda skjalið frá okkur er gott að þjappa (compress) myndina áður, svo skjalið taki minna pláss sjá bls. 56.

Mynd 92

55


Leikskólinn Bakki

Smækkun mynda í Microsoft Word, Powerpoint og Excel. Tölvukerfi hafa takmarkaða gagnaflutningsgetu. Flutningsgetan er þó mismikil eftir kerfum, oftast minnst hjá kerfum sem veita almenningi frían aðgang, eins og G-mail og Hotmail. Ekki er ráðlegt að senda stórar myndir manna á milli með tölvupósti eða setja þær á vefinn. Of stórar myndir hægja á vinnslu tölvukerfa og eiga það til að stífla þau. Því skyldi alltaf minnka myndir í samræmi við tilætlaða notkun þeirra.

Mynd 93

Þegar mynd er minnkuð er tvísmellt á myndina sjálfa.

Mynd 94

56


Leikskólinn Bakki

Sú aðgerð opnar „Picture Tools“ þar sem hægt er að breyta myndinni á ýmsa vegu.

Þegar ýtt er á opnast þannig upp sett að þau sleppa þessu skrefi og fara beint í það næsta).

(ath. sum forrit eru

Það er mikilvægt að gleyma ekki að smækka allar myndirnar í skjalinu sem verið er að vinna í. Því skal skilja eftir autt boxið „Apply to selected pictures only“. Þar næst er smellt á „Options“.

Mynd 95

Mikilvægt að muna að taka hakið úr „Apply only to this Picture“ svo allar myndir skjalsins verði af sömu æskilegu stærðinni. Rétt stærð myndarinnar er valin með því að smella í punktinn fyrir framan viðeigandi val. Ef hluti af myndunum hefur verið skorinn frá (Cropped) er sjaldan þörf á að geyma þann part. Í þeim tilfellum er hakað í „Delete cropped areas of picture“ til að eyða ósýnilega hluta myndanna til að hann taki ekki geymslupláss. Að því búnu er ýtt á „OK“ hnappinn.

57


Leikskólinn Bakki

Vistun PowerPoint glæra PowerPoint skjöl þarf að vista í samræmi við fyrirhugaða notkun þeirra. Mjög mikilvægt er að vista öll skjöl í PowerPoint 97-2003 formati ef nota á gögnin í alþjóðasamvinnuverkefnum, þar sem margir nota forrit sem eru ekki alveg ný af nálinni. Ef einungis á að nota gögnin innanlands er ekki ástæða til annars en að vista í nýjustu útgáfunni sem er í notkun.

Mynd 96

PowerPoint Presentation vistunin er notuð þegar notandinn stjórnar sýningunni á glærunum, til dæmis þegar verið er að halda fyrirlestra.

58


Leikskólinn Bakki

Mynd 97

PowerPoint Show er notað þegar glærur eiga að renna yfir skjáinn án þess að notandinn fletti þeim. Þetta er notað til dæmis í afmælissýningum og alls konar kynningum.

Mynd 98

59


Leikskólinn Bakki

PDF formatið er notað þegar senda á skjöl með rafrænum hætti manna á milli eða setja þau á netið. Þau taka minna pláss en PowerPoint skjöl. PDF skjölum er hægt að læsa þannig að ekki sé hægt að breyta þeim. Öllum Word, Excel og Powerpoint skjölum sem á að setja á netið ætti að breyta í PDF format áður en þau eru sett inn. PDF skjöl eru mikið notuð á netinu. PDF lesarann (Acrobat Reader) má nálgast án endurgjalds á vefsíðu http://get.adobe.com/reader/ . Kostir PDF skjala eru að þau henta mjög vel til dreifingar á vef þar sem þau taka yfirleitt minna pláss en Office skjöl. Notendur hafa aðgang að skjalinu eins og það kemur frá höfundi. Leturgerð og uppsetning helst óbreytt, óháð hugbúnaði notanda.

60


Leikskólinn Bakki

Dýr og tækni Netið má nota til að fræðast um hin ýmsu dýr, bæði íslensk húsdýr og villt dýr, sem og dýr sem lifa við aðrar aðstæður en eru hér á Íslandi. Leikskólabörn fara gjarnan í sveitaferðir á vegum leikskóla eða foreldrafélaga. Einnig er eitthvað um að farið sé í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn með þau. Tilvalið er að nota tækifærið þegar farið er í þessar ferðir og leyfa börnum sem eru að vinna ljósmyndaverkefni að mynda dýrin og jafnvel tækin sem eru notuð við umhirðu þeirra. Hægt er að ákveða fyrir ferðina hver tekur mynd af hvaða dýri eða leyfa hverjum og einum að taka mynd af uppáhaldsdýrinu sínu. Á heimasíðu Fjölskyldu- og húsdýragarðsins http://www.mu.is/ er að finna myndir af algengustu íslensku húsdýrunum. Þar eru einnig myndir af dýrum sem yfirleitt eru villt á Íslandi, svo sem hreindýrum og selum. Dýragarðurinn í Slakka geymir talsvert af http://www.facebook.com/slakki?ref=ts&v=wall.

húsdýramyndum

á

Fésbókarsíðunni

Þessa vefi má skoða til að kenna börnunum hvað dýrin heita og er tilvalið áður en haldið er í ferð að skoða dýrin til að allir hafi einhverjar hugmyndir um þau. Það er vert að skoða einnig hvernig menning okkar hefur tengst húsdýrunum í gegn um tíðina. • • • • • • • • • •

Á öldum áður var ekki til pappír heldur var skrifað á þurrkað skinn. Í dag er skinnið notað til að búa til skó og annan fatnað, rétt eins og í gamla daga, þó aðferðin við vinnsluna sé ekki sú sama og áður fyrr. Mjólkin sem drukkin var og er í kaffitímanum kemur úr kúm. Osturinn og smjörið sem var og er sett ofan á brauðið eru unnið úr mjólk, einnig skyr, jógúrt og ís. Í gamla daga voru ekki til fernur heldur var mjólkin geymd í fötu eða brúsa. Hvað eru margir í lopapeysum í leikskólanum í dag? Ullin í þeim kemur af ám. Hvað éta dýrin? Éta þau það sama og dýr gerðu í gamla daga? Eru einhver dýr í sveitinni sem éta það sama og mennirnir?

61


Leikskólinn Bakki

Það er einnig athyglinnar virði að athuga hvernig menning okkar hefur breyst varðandi sumarfrí barna. Áður fyrr fóru mörg börn í sveit á sumrin. • • •

Eru einhver börn í hópnum sem fara í sveitina á sumrin? Hvað gera þau í sveitinni? Mega þau aka dráttarvél?

Vefur NationalGeographic: http://photography.nationalgeographic.com/photography/photo-of-the-day/animals/ hýsir fjöldann allan af dýramyndum sem vert er að skoða. Vefurinn: http://www.mmedia.is/~liljao/namsverkefni/thema.htm hýsir skemmtilega lesningu um orma. Þetta er sérstaklega áhugavert verkefni fyrir leikskóla sem flagga grænfána og hentar vel sem ljósmyndaverkefni fyrir börnin. Á vef Leikskólans Bakka eru verkefni tengd dýrum sem börnin hafa gert. Slóðin er: http://www.leikskolinnbakki.is/index.php?option=com_content&view=category&layout=blog&id=104&Itemid=300 036 . Verkefnið Dýrin okkar er þróunarverkefni sem ætlað er að auka málþroska, framkomu, fínhreyfingar, samvinnu og sjálfstæð vinnubrögð ásamt því að auka tækniþekkingu leikskólabarna á fjórða ári. Við gerð þessa verkefnis var notast við Sögugrunninn, en markmið hans er málörvun. Hann er samansettur af margvíslegum myndum. Eru þær flokkaðar eftir viðfangsefnum, til dæmis eru dýr í einum flokki og byggingar í öðrum. Börnin nýta myndirnar til að semja sögur og æfa sig í framsögn ásamt sjálfstæðum vinnubrögðum og sköpun. Við tæknilega vinnu var notast við Smartskjá, iPad og myndavél. Börnin skoðuðu dýrin á Smartskjánum og iPadinum. Börnin teiknuðu útlínur dýranna á Smartskjáinn. Myndavélina notuðu þau svo til að búa til hreyfimynd eftir þeirri sögu sem samin var. Afraksturinn sést á: http://www.leikskolinnbakki.is/index.php?option=com_content&view=article&id=1327&Itemid=300035

62


Leikskólinn Bakki

Smartskjár Smartskjárinn er tæki sem hentar í kennslu allra aldurshópa. Þetta töfratæki nýtist til mynda-og glærusýninga, til að teikna á, til að reikna flókin stærðfræðidæmi og allt þar á milli, enda gengur hann undir nafninu Töfraveggurinn meðal barnanna. Kannski er hægt að segja að þetta sé glósubók, skjávarpi, myndaalbúm og teikniblokk í sama tækinu. Bæði er hægt að skrifa á skjáinn með fingrunum og einnig þar til gerðum pennum sem fylgja með honum.

Mynd 99

Allir með lágmarks tölvuþekkingu geta sest við skjáinn og notað hann. Hann kemur með Smart Notebook teikniforriti sem má nota eitt og sér ef ekki á að geyma það sem á skjáinn er sett. Þá er teiknað eða skrifað á skjáinn og strokað út jafnóðum. Skjárinn er tengdur við tölvu þegar vista á upplýsingar og teikningar eða nota hann sem skjávarpa. Gögn af skjánum eru vistuð á PowerPoint (.ppt) eða Acrobart (.pdf) formati. Þetta hefur reynst mjög vel þegar verið er að æfa börnin í framsögu. Dæmi um verkefni sem tengjast framsögu er að börnin fá að velja sér eitt dýr. Mynd af dýrinu er kallað fram á skjánum. Börnin teikna útlínur dýrsins og segja svo hinum börnunum það sem þau vita um það. Annað verkefni sem vinsælt er að leyfa börnunum að taka andlitsmyndir hvert af öðru (var gert í verkefninu 1234 í eTwinning). Myndin er síðan sett í tölvu og varpað á Smartskjáinn. Þá teikna börnin hatta á sig. Myndin er svo vistuð. Þar næst eru allar myndirnar settar saman sem ein mynd á PowerPoint síðu eða Photoshop og myndin síðan sett á netið. Börn allt niður í eins árs gömul nota Smartskjáinn. Þeim finnst mjög gaman að teikna á hann, hvort sem er með fingrum eða pennunum. Notendur skjásins á þessum aldri eru einungis tveir þar sem annar teiknar og hinn horfir á. Elstu börnin skrifa stafina sína á Smartskjáinn. Þau hafa gaman af að því. Notkun skjásins hvetur þau áfram við lestrar- og skriftarnámið. Hóparnir sem nota skjáinn á sama tíma telja einungis þrjá meðlimi þar sem einn skrifar og teiknar í einu. Hætta er á að óþolinmæði gæti ef hópurinn er stærri því biðin eftir að komast að skjánum er þá lengri. Ekki er hægt að leyfa fleirum en einum að nota skjáinn á sama tíma þar sem Smartskjárinn getur einungis numið eina snertingu í einu. 63


Leikskólinn Bakki

Námsgagnastofnum http://nams.is/ hýsir leiki sem börnin geta leikið á Smartskjánum. Tilfinningin við að nota fingurna er öðruvísi en þegar leiknum er stýrt með tölvumús. Forrit með teiknimyndum og hljóði er hægt að fá fyrir Smartskjáinn. Þá er ýtt á hnapp á myndinni sem lítur út eins og hátalari, til að framkalla hljóðið. Myndirnar má minnka og stækka með því að draga út rammana með fingrunum. Einnig er hægt að fá önnur forrit fyrir skjáinn. Það var vinsælt hjá börnunum fyrir jólin að draga jólakúlur yfir skjáinn og setja þær á jólatré. Börnunum er kennt að bera virðingu fyrir skjánum. Það hafa engin vandamál verið með notkun hans og engin skriffæri honum tengd hafa týnst. Hægt væri að nota skjáinn mun meira en gert er. Þá er hann einkar hentugur í sérkennslu. Börnin hafa óþrjótandi áhuga á tækninýjungum. Tæki sem örva málþroska og hreyfingar eru einungis af hinu góða. Hér fyrir neðan má sjá afrakstur verkefnis sem við gerðum með börnunum. Að sjálfsögðu tengdum við þetta einnig við ljósmyndaverkefnið sem við erum að vinna með. Við byrjuðum á að láta börnin taka myndir hvert af öðru. Síðan settum við myndirnar inn í Smartnotepad forritið sem fylgir Smartskjánum (einnig er hægt að vista þær í Paint forritinu sem kemur með Windows). Börnin notuðu svo ýmist pennana sem fylgja Smartskjánum eða fingurna til að teikna á sig hatta.

Mynd 100

64


Leikskólinn Bakki

iPad iPad er töfratæki frá Apple sem allir leikskólar ættu að eiga eintak af. iPad tölvan kemur með tölvupóstforriti, vefleitarforriti, dagatali, YouTube, dagbók, margmiðlunarspilara, skrifblokk og ótal fleiri atriðum sem nýtast þó í mismiklu mæli í vinnu með leikskólabörnum. Ávinningur fyrir börnin fellst m.a í mörgum þroskandi leikjum og vönduðu fræðsluefni sem nýtist í leik og starfi. Ekki skemmir skemmtiefnið fyrir sem er mjög vandað. Til viðbótar því efni sem fylgir með í kaupunum á iPad er mikið af efni hægt að fá í viðbót, ýmist án aukakostnaðar eða fyrir lítinn kostnað. Mynd 101

iPad er með forrit þar sem börnin geta lært að skrifa. Bæði er hægt að nota fingurna og einnig sérstakan penna sem kaupa má aukalega. Eins og Smartskjárinn nemur iPad einungis eina hreyfingu í einu og því getur bara einn skrifað í einu. Reikningsdæmin í iPad eru hentug fyrir ung börn. Ein önd plús ein önd eru tvær endur. Margföldunartöfluleikurinn í iPad er mjög skemmtilegur. Börnin eru mjög fljót að læra margföldun með honum. Í iPad er forritum stjórnað og myndum flett með því að nota fingurna. Slíkt þjálfar fínhreyfingar handanna. Upplausn skjásins er mjög góð og því njóta litir sín mjög vel og skjárinn gefur rétta mynd af dýrum og öðrum viðfangsefnum. iPad hentar sérstaklega vel í sérkennslu. Tækið vekur nær undantekningarlaust áhuga og leikirnir í honum henta margir hverjir börnum með sérþarfir. Verkefnið Dýrin okkar var unnið með aðstoð iPad ásamt Smartskjánum. Börnin skoðuðu hin ýmsu dýr og fengu að heyra hvernig hljóð þau gefa frá sér.

65


Leikskólinn Bakki

Sound Recorder Við á Bakka notum Sound Recorder til að taka upp hljóðið þegar börnin segja sögu við mynd sem þau hafa teiknað. Tekin eru upp lög til að senda í tölvupósti eða á eTwinning á Twinspace. Til að nálgast þetta litla forrit má fara í All Programs – Acessiories – Sound Recorder (þetta lítur svona út í Windows 7 en lítur öðruvísi t.d í windowx XP en sama aðgerð til að taka upp)

Mynd 102

Í flestum vélum er innbyggður hljóðnemi sem hægt er að nota. Við mælum samt með USB hljóðnema sem hægt er að kaupa sem aukatæki því hljóðið verður betra með honum. Helstu umhverfishljóð sem gjarnan trufla upptökur verða mun minni ef notaður er USB hljóðnemi. Eina sem þarf að gera er að smella á Start Recorder takkann til að byrja að taka upp síðan er smellt á Stop Recorder þegar upptakan er búin.

Mynd 103

Eftir að tekið hefur verið upp þá kemur upp gluggi til að vista hljóðið. Hljóðið vistast sem Windows Media Audio file og hefur endinguna .wma.

Mynd 104

66


Leikskólinn Bakki

Live Movie Maker Við notuðum mikið Movie Maker á Bakka en nú er komið Live Movie Maker sem við mælum frekar með (er aðeins fyrir Windows 7). Til stendur að allir leikskólar noti Windows 7 í framtíðinni og var því ákveðið að taka hér frekar fyrir Live Movie Maker sem er mjög líkt Movie Maker en gefur fleiri möguleika. Þetta er mjög einfalt forrit til að klippa og setja saman myndbönd og myndir. Ef þetta forrit er ekki í tölvunni þá er hægt að ná í það frítt á vefnum: http://explore.live.com/windowslive-movie-maker?os=other (aðeins fyrir Windows 7) Svona lítur forritið út þegar það er opnað.

Mynd 105

Hér fyrir neðan má sjá hvernig við gerðum sögu með börnunum, þar sem þau notuðu Smartskjáinn til að teikna eða strika eftir útlínum af dýri sem hver valdi sér. Síðan tókum við upp hljóð í Sound Recorder forritinu sjá bls. 66. Til að setja inn myndirnar eða myndbönd er smellt á „Add videos and photos“ takkann.

67


Leikskólinn Bakki

Mynd 106

Til að velja allar myndirnar þá veljum við fyrst eina og gerum svo „select all“ með því að smella á crtl takkan og a samtímis. (CTRL + a) Þá koma allar myndirnar inn í einu, í stað þess að velja eina í einu. Mikill tímasparnaður þar.

Mynd 107

Þegar allar myndirnar eru komnar inn er hljóðið sett inn með því að smella á „Add music“ takkann.

Mynd 108

68


Leikskólinn Bakki

Hér er valin ein hljóðskrá í einu svo þetta verði ekki ruglingslegt. Byrjað er á að smella á myndina (til dæmis ísbjarnamyndina) og síðan er sagan, sem barnið sagði, valin úr hljóðskránni. Stundum tekur hljóðið lengri tíma en myndin. Til að breyta því þarf að tvísmella á myndina og þá kemur þessi gluggi upp. Tíminn á myndinni er lengdur eins og þarf í „Duration“ til að hljóð og mynd passi saman. Hægt er að skrifa tímann beint í reitinn eða ýta á örina og nota valmöguleikana í flettilistanum.

Mynd 109

Ef skoðaðar eru tímalínurnar hér (myndin og hljóðskráin) fyrir neðan þá sjáum við að ljósgræna línan fyrir ofan myndina er hljóðskráin. Ef nánar er skoðað, sést að ljónamyndin nær út fyrir tímalínuna. Það var gert vegna þess að hljóðskráin var lengri en myndin til að lengja birtingartímann. Myndin af ljóninu var valin með því að tvísmella á hana og þá var tímanum breytt í „Duration“, sjá mynd fyrir neðan. Það er í lagi að hljóðskráin nái ekki alveg yfir myndina í þessu tilfelli en ekki að hún sé lengri en myndin því þá kemur autt bil á myndbandsskrána.

Mynd 110

Þegar senda á afrit af myndbandinu á samskiptamiðla er hægt að smella beint á YouTube ef notandinn hefur aðgang þar. Þar sem við á Bakka erum með Vimeo aðgang þá förum við aðra leið því ekki er enn komin bein tenging inn á Vimeo.

Mynd 111

69


Leikskólinn Bakki

Einnig er hægt að setja myndbandið á samskiptaforrit með því að fara í takkann við hliðina á „Share“ stikunni sem heitir „Save movie“. Undir henni er hægt að velja margar leiðir til að senda myndbandið. Það ræðst af því hvað við ætlum að gera við myndbandið. Í okkar tilfelli notuðum við „Recommended for this project“. Ef myndbandið er vistað „For e-mail“ verður það minna. Ef verið er að setja myndband á Vimeo myndum við velja „Recommended for this project“ því Vimeo sér um að breyta því. Öll myndbönd sem Bakki gerir eru vistuð í Vimeo. Ef við viljum hafa myndbandið annars staðar, til dæmis á heimasíðu skólans þá er ekkert mál að tengja það með því að afrita „embed“ kódann sem er á Vimeo myndbandi yfir á heimasíðu leikskólans.

Mynd 112

• • •

Live Movie Maker forritið er afskaplega hentugt fyrir smærri verkefni eins og lýst er hér fyrir ofan. Fyrir stærri verkefni er betra er að nota „Final Cut“ forritið. Má nefna sem dæmi verkefni eins og Selurinn Snorri, H2O og Loftslagsbreytingar.

Kennslumyndbönd - http://digitalinspiration.com/357/windows-live-movie-makervideo-tutorials Kennslumynbönd - http://explore.live.com/windows-live-movie-maker?os=other Lynda kennsluvefur -http://www7.lynda.com/Windows-Live-Movie-Maker-2training/learning-windows-movie-maker-2/127-2C.html

70


Leikskólinn Bakki

Uppsetning og notkun Vimeo Vimeo heldur úti síðu þar sem hægt er að setja inn myndbönd án kostnaðar. Þessi síða er svipuð Youtube síðunni en hefur þá kosti umfram hana að það er hægt að læsa myndunum þannig að ekki sé hægt að hala þeim niður. Einnig er hægt að setja upp aðgangsstýringu sem krefst notendanafns og lykilorðs. Aðgangur að Vimeo er á vefsvæðinu http://www.vimeo.com/

Mynd 113

Nýir notendur þurfa að skrá sig. Það er gert með því að smella á „Join Vimeo“ í græna kassanum.

Mynd 114

Þessar leiðbeiningar miða við að sett sé upp fría útgáfan af Vimeo.

71


Leikskólinn Bakki

Mynd 115

Að sjálfsögðu á að lesa notkunarskilmálana. Þá má finna undir „Vimeo Terms of Service“. Að þeim lestri loknum þarf að fylla út nafn, netfang og velja aðgangsorð. Að því búnu er ýtt á „Join Vimeo“ í bláa kassanum.

Mynd 116

Þessum góða kveðjuglugga er lokað með því að ýta á „X“.

72


Leikskólinn Bakki

Mynd 117

Ekki er hægt að setja inn myndbönd fyrr en búið er að fara í tölvupósthólfið og opna póst frá Vimeo til að klára skráninguna. Því er tölvupóshólfið opnað næst og valinn pósturinn sem er kominn frá Vimeo.

Mynd 118

Ýtt er á „Complete Your Registration“ í bláa kassanum í tölvuskeytinu frá Vimeo til að klára skráninguna.

73


Leikskólinn Bakki

Mynd 119

Nú er hægt að setja inn myndbönd. Byrjað er á að ýta á „Upload a video“ í bláa kassanum.

Mynd 120

Reglurnar þurfa að vera á hreinu. Því er best að opna strax „Uploading Guidelines“ og lesa vel. Að því loknu er ýtt á „Choose a file to upload“ í bláa kassanum.

74


Leikskólinn Bakki

Mynd 121

Viðeigandi skrá er valin og þar næst ýtt á „Open“.

Mynd 122

75


Leikskólinn Bakki

Nauðsynlegt er að skrá upplýsingar um myndbandið, þannig að auðvelt sé að finna það, svo ekki verði einn hrærigrautur á netinu. Að því búnu er smellt á „Save changes“ í bláa boxinu.

Mynd 123

Aðgangsstýringin þarf að vera rétt upp sett. Myndir og myndbönd af börnum eru vandmeðfarin og alltaf skal hafa í huga að þeim sé ekki hægt að dreifa eftirlitslaust. Því eru bæði hökin tekin úr „What can people do with this video?“svo ekki sé hægt að afrita skránna og senda áfram. Hægt að setja upp aðgangsorð ef þurfa þykir. Ekki er gott að takmarka aðganginn við ákveðna einstaklinga því þá er ekki hægt að setja vídeóið á heimasíðu leikskóla. Allar breytingar sem eru gerðar eru vistaðar með því að ýta á „Save changes“ í bláa boxinu.

76


Leikskólinn Bakki

Mynd 124

Notendaupplýsingum má breyta síðar ef þörf þykir undir flipanum „Me“ í svarta kassanum. Undir „Videos“ er hægt að skoða það sem búið er að setja inn. Nýjum myndum er bætt inn undir „Upload“. Útskráning er gerð undir „Me“ flipanum.

Mynd 125

Næst þegar Vimeo er opnað er valið „Log In“.

Mynd 126

Netfang og aðgangsorð er slegið inn og síðan ýtt á „Log In“ í bláa boxinu. 77


Leikskólinn Bakki

Dropbox Dropbox er handhægt forrit fyrir fólk sem er að vinna saman að verkefnum. Einnig fyrir þá sem vilja ekki fylla mismunandi pósthólf og harða diska af sömu gögnunum né vilja taka með sér upplýsingar á USB kubbum eða öðrum færanlegum geymsluformum. Dropboxið gleymist ekki heima því alltaf er hægt að nálgast upplýsingar úr því á netinu. Dropbox er hægt að setja upp á fleiri en einni tölvu, á snjallsíma og iPad. Hafa þarf í huga að það þarf að fara varlega með gögn. Í sumum tilfellum er alls ekki æskilegt að setja Dropboxið upp á tölvum sem fleiri en einn notandi hefur aðgang að, heldur skal nota vefsvæði Dropbox til að nálgast gögnin. Dropboxinu er hlaðið niður af: www.dropbox.com

Mynd 127

78


Leikskólinn Bakki

Kennslumyndbandið er mjög einfalt og þægilegt, það er um að gera að horfa á það til nánari upplýsinga. Að áhorfi loknu er valið „Download Dropbox“ í bláa kassanum. Valið er fría útgáfan nema notandinn þurfi meira geymslupláss en 2Gb strax í byrjun.

Mynd 128

Ýtt er á „Run“.

Mynd 129

Þar næst er ýtt á open.

79


Leikskólinn Bakki

Mynd 130

Fylltar eru inn umbeðnar upplýsingar og síðan valið „Create account“ í bláa kassanum.

Dropbox merkið birtist á Tækjastikunni neðst á tölvuskjánum. Einnig er kominn ný mappa á „My Documents“ geymslusvæðinu á harða disknum sem heitir „My Dropbox“.

Mynd 131

Þegar smellt er einu sinni á Dropbox-merkið opnast listi þar sem hægt er að velja aðgerðir. „Open Dropbox Folder“ opnar svæðið sem geymir þau gögn sem sett hafa verið í geymslu.

80


Leikskólinn Bakki

Þegar sækja á gögn í gegn um netið er farið á www.dropbox.com

Mynd 132

Tölvupóstfang er slegið inn, ásamt aðgangsorði og síðan smellt á „Log in“ í bláa boxinu.

Mynd 133

Þarna sjást þau gögn sem vistuð hafa verið í Dropboxið.

81


Leikskólinn Bakki

Mynd 134

Undir „Sharing“ flipanum sést hverjir hafa aðgang að viðkomandi möppum.

Mynd 135

Þegar deila á möppu með öðrum er ýtt á „Share a folder“ boxið.

Mynd 136

Hér er hægt að búa til nýja möppu sem á að deila með öðrum með því að velja “ I´d like to create and share a new folder“. Síðan er nafnið á henni sett í „New folder name“ reitinn og svo ýtt á „Next“ í bláa kassanum. 82


Leikskólinn Bakki

Ef mappan er þegar til, er valið „I´d like to share an existing folder“ og síðan smellt á „Next“ í bláa reitnum.

Mynd 137

Hér er valin mappan sem fyrirhugað er að deila, með því að smella einu sinni á nafnið og síðan á „Next“ í bláa kassanum.

Mynd 138

Tölvupóstfangið er slegið inn í „Invite collaborators to this folder“ og síðan er ýtt á „Share folder“ í bláa boxinu. Þegar viðtakandinn er búinn að opna tölvupóstinn og samþykkja

83


Leikskólinn Bakki

aðgang að möppunni geta báðir aðilar skoðað gögnin sem eru í möppunni og bætt í hana eftir þörfum. Fríi aðgangurinn í Dropbox gefur 2 Gb í byrjun. Fyrir hvern aðila sem bætt er í Dropboxið fást auka 250 Mb. Fría geymsluplássið getur mest orðið 8 GB en ef maður þarf meira pláss er hægt að fá það gegn greiðslu.

84


Leikskólinn Bakki

Forrit og hugbúnaður sem við notum • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • •

Word – Ritvinnsla og námsefnisgerðs. Excel – Bókasafn Bakka. Power Point – Myndasýningar, kennsluefni og kynningar. Publisher – Bæklingar, tilkynningar og dagatöl. Photoshop – Myndvinnsluforrit fyrir allt sem við gerum og á vefinn líka. Dreamweaver – Heimasíðuforrit sem við notum. Movie Maker – Klipping myndbanda sem við tökum upp og náum mynd úr myndbandi sem við höfum tekið upp. Final Cut – Klippiforrit fyrir myndbönd, þetta forrit er meira fyrir fagfólk en Movie Maker forritið. Encarta for kids –Alfræði fyrir börn. Smartnotepad – Forrit sem eru notuð með Smartskjánum. Með þessu foriti er hægt að búa til skemmtilegt kennsluefni. Flashmeeting – Þetta forrit er notað á netfundum okkar, hægt er að nálgast það á www.flashmeeting.com Internet explore og Firefox – Notað til netskoðunar. Joomla – Heimasíða Bakka er skrifuð með þessu forriti. Jalbum – Myndaalbúm á vefnum. Það er læst hjá okkur. Þetta forrit er hægt að nálgast á http://jalbum.net/ Filezilla – Ftp forrit (file transfer protocol) sem við notum fyrir vefina. Google Analytics – Notað til að fylgjast með umferð og virkni vefsins www.google.com/analytics/ Google Earth – Hér er hægt að nálgast þetta forrit www.google.com/earth/index.html Snagit – Til að taka skjámyndir, hægt að nálgast á http://www.techsmith.com/snagit/default.asp Sound Recorder – Tekur upp hljóð. Dropbox - Hýsir skrár á netinu www.dropbox.com Flickr – Hýsir ljósmyndir. Notum þetta fyrir myndir sem börnin hafa tekið www.flickr.com MindManger – Til að vinna með hugarkort.

85


Leikskólinn Bakki

Forrit og vefsíður með börnunum • • • • • • •

KidPix - Vinsælt teikniforrit fyrir börn á öllum aldri. Paint – Teikniforrit. Smartnotepad – Forrit sem við notum með Smartskjánum. Þar er að finna fullt af myndum, hljóðum og kennslu. Gralli gormur – Margmiðlunardiskur fyrir börn í lestrarnámi. Bogi blýantur – Stærðfræði. Doppa – Margmiðlunardiskur fyrir börn 3-5 ára. Tumi og táknin – Hér er hægt að kenna börnum tákn með tali.

Vefsíður sem við notum með börnunum • • • • • • • • • • • • • •

Heimurinn minn – www.heimurinn.is Fræðsluvefur Orkuveitunnar - http://fraedsla.or.is/ Násgagnastofnun - http://www.nams.is/krakkasidur/ Sorpa - www.sorpa.is/Um-SORPU/Leikir/ Fræðslumyndbönd Sorpu - http://www.sorpa.is/Um-SORPU/Fraedsla-ogumhverfismal/Nams--og-fraedsluefni/Fraedslumyndbond/ Loftlagsbreytingar - http://vefir.nams.is/co2/ Tákn með tali - www.tmt.is/ Bangsavefurinn - http://safn.isafjordur.is/bangsar/index.html Íslensk ævintýri - www.snerpa.is/net/thjod/aevin.htm Álfar og huldufólk - www.ismennt.is/vefir/ari/alfar/Index.html Tröll – www.snerpa.is/net/thjod/troll.htm Tannfræðsla www.lydheilsustod.is/fraedsla/fraedsluefni/tannvernd/Kennarahornid/leikskolar/ Gæludýravefur - http://servefir.ruv.is/dyr/index2.html Fuglavefurinn - http://www1.nams.is/fuglar/

86


Leikskólinn Bakki

Vefsíður Bakka • • • • • •

Leikskólinn Bakki – www.leikskolinn-bakki.is Páskasíða Bakka – www.srlausnir.is/paskar/index.htm Jólasíða Bakka – www.srlausnir.is/jol/jolin.html Da Vinci síða Bakka - www.srlausnir.is/davinci/index.html Ljósmyndasíða Bakka – http://www.flickr.com/photos/bakkamyndir/ Myndbandasíða Bakka – www.vimeo.com/bakki/videos

87


Leikskólinn Bakki

Höfundarréttur Höfundarréttur er varinn með lögum. Brot á höfundarrétti er kært til yfirvalda. Prófessor í Háskóla Íslands hefur verið dæmdur í Hæstarétti fyrir brot á höfundarréttarlögum. Sú staðreynd ætti að gera okkur ljóst að heimilda þarf ætíð að geta. Ritið Gagnfræðakver handa háskólanemum eftir Friðrik H. Jónsson og Sigurð J. Grétarsson er handhægt uppflettirit sem upphaflega var ætlað nemum í sálfræði. Það rit má nálgast í Bóksölu stúdenta. Fleiri bækur eru gagnlegar þegar kemur að upplýsingum um hvernig skal geta heimilda. Gagnfræðakverið styðst við APA tilvísunarkerfið (AmericanPsychologicalAssociation). Þar er að finna upplýsingar um hvernig ber að vitna í texta og hvernig heimildaskrá skal sett upp. Staðalinn er einnig að finna á slóðinni http://mennta.hi.is/starfsfolk/balsi/Lei%C3%B0beiningarAPA.pdf Samkvæmt APA staðlinum þarf ekki að geta munnlegra heimilda í heimildaskrá (Friðrik H. Jónsson og Sigurður J. Grétarsson, 2007) en allt annað þarf að vera þar. Ljósmyndir, vefsíður, bækur, tímarit, teikningar, dagblöð, sjónvarpsefni og þar fram eftir götunum, fellur allt undir efni sem varið er með höfundarrétti. Heimildaskrá skal vera í stafrófsröð nema númerakerfi hafi verið notað í texta, þá er skráin sett upp í númeraröð. Talsvert er um að notendur vefsvæða noti myndir sem sóttar eru á netið án sérstaks leyfis. Rétt er að benda á að slíkt er ekki einungis ólöglegt heldur er hægt að sekta umsjónarmenn heimasíða sem brjóta höfundarréttarlögin. Til eru forrit sem leita uppi myndir sem notaðar eru án leyfis á vefsvæði. Þau geta fundið myndir jafnvel þó búið sé að breyta þeim. Fyrirtæki eru til sem gefa sig út fyrir að leita slíkar myndir uppi og senda notandanum reikning. Slíkir reikningar eru í flestum tilfellum mjög háir. Mjólkursamsalan veitti Bakka leyfi til að nota jólasveinana á jólasíðuna. Latibær veitti leyfi fyrir notkun tónlistar í myndbandi sem var gert. Ef óskað er eftir að nota án endurgjalds efni sem annar hefur gert skal alltaf fá skriflegt leyfi. Myndir í myndaalbúmi Bakka eru allar merktar með höfundarréttarmerkinu og nafni Bakka (© Bakki). Smærri myndir á vefnum eru oft ekki merktar sem slíkar þar sem þær eru yfirleitt of litlar til að þær gagnist öðrum. Ekkert er þó því til fyrirstöðu að höfundarréttarmerkja allar myndir. Hér má benda á síðuna http://cutecolors.com/ . Bakki hefur keypt myndir af þessari síðu til að nota á heimasíðunni. Einnig höfum við notað myndir (clip art) sem koma með Word forritinu. Word skjalið er þá vistað fyrir vef (sem Web Page í staðin fyrir Word Document) áður en það er sett á netið.

88


Leikskólinn Bakki

www.lynda.com Vefurinn hennar Lyndu Weinman er einstaklega góður fyrir alla sem vilja læra á tölvur. Efnið sem má finna án endurgjalds á síðunni, er ekkert sérstaklega gott, þar er stiklað á stóru og er fremur leiðinlegt að leita þar. Ef hins vegar er keypt áskrift er kennsluefnið sem er í boði afar vandað. Þarna er efni handa þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í tölvunotkun. Þarna er einnig efni handa vönum tölvunotendum sem vilja afla sér meiri þekkingar eða rifja upp forrit sem ekki hafa verið notuð um tíma. Hægt er að velja um að kaupa aðgang að síðunni einn og einn mánuð í einu eða kaupa aðgang yfir lengra tímabil. Kennsluefni sem búið er að skoða er merkt svo notandinn hafi yfirlit yfir hvað er búið að fara yfir. Hlekkurinn verður ljósgrár og tékkmerkið birtist fyrir framan hann. Kennt er á öll helstu Microsoft Office forritin. Einnig á Adobee forritin eins og Photoshop og Dreamweaver. iPhone og iPad leiðbeiningar finnast á vefnum. Hægt er að læra ýmislegt um ljósmyndun og myndvinnslu. Flash og Flashplayer eru kennd, Web Design, Illustration, Open Office og margt, margt annað. Sjá tæmandi lista á http://www.lynda.com/software/all.

Mynd 139

89


Leikskólinn Bakki

www.opnarlausnir.is Vefurinn www.opnarlausnir.is er nytsamlegur vefur fyrir kennara og aðra sem hafa áhuga. Þar eru upplýsingar um hugbúnað og netbundin þjónusta sem hægt er að nýta án endurgjalds. Vefurinn er skipulagður þannig að auðvelt er að leita að efni eftir námsgrein, skólastigi eða tegund, einnig er hægt að slá inn leitarorð í leitarboxi. Þetta er sem sagt frábær vefur þar sem búið er að finna og flokka ýmislegt sem nýtist í tölvu- og upplýsingatækninni með börnum.

Mynd 140

90


Leikskólinn Bakki

Lokaorð Hér fyrir framan hefur einungis verið stiklað á stóru hvað varðar tækninotkun í leikskólanum Bakka. Þessi skrif komu til af þörf. Mikið hefur verið spurt um hvernig hitt og þetta sé gert svo við hefur legið stundum að það hafi truflað skólastarfið, sem er jú á sama tíma ánægjulegt því það sýnir að verið er að gera góða hluti sem tekið er eftir. Fólk hefur komið í heimsókn og gert ráð fyrir að geta lært allt varðandi heimasíðuna og fleiri tækniatriði á klukkustund eða þar um bil en strax komist að því að slíkt er óraunhæft. Upplýsingarnar í þessu hefti eru ekki ætlaðar sem tæmandi kennsluefni heldur sem stuðningur við þá sem eru að feta sig áfram við tækninotkun. Þetta hefti er tilvalið að skoða í rólegheitunum, sem og allt það efni á netinu sem bent er á til frekari skoðunar. Á Bakka er leitast við að tengja sem flest verkefni við tæknina og gera kennsluefni barnanna sem skemmtilegast með því að blanda saman texta, myndum, hljóði og gjörðum eins og hægt er hverju sinni. Myndir af snuddu með kanínutönnum í tengslum við tannverndarvikuna hafa vakið kátínu barnanna að ógleymdum Karíusi og Baktusi sem alltaf koma við sögu þegar tannvernd er annars vegar. Tónlist er tengd við atburði líðandi stundar og flestar glærusýningar enda á fjörugum dansi. Heimasíða Bakka er mikið skoðuð. Það er gaman að sjá hversu tíðar heimsóknirnar eru. Fylgst er með heimsóknunum í gegnum Google Analytics forritinu. Jólasíðan sem Bakki er með er sérstaklega vinsæl. Ný mynd er opnuð á hverjum degi í desembermánuði fram að jólum. Margir aðrir skólar nota dagatalið einnig, bæði íslenskir og erlendir. Heimsálfurnar eru kynntar fyrir börnunum með aðstoð tækninnar. Það er gert með því að tengja Disneysögur og Disneymyndir við hverja álfu (Mulan er frá Asíu, Hundalíf gerist í Evrópu, Pocahontas býr í Ameríku og svo framvegis). Töfraveggurinn (Smartskjárinn) er þeim gæðum gæddur að á hann er hægt að teikna og skrifa ofan í myndina á meðan Töfratjaldið (tjaldið fyrir skjávarpann) sýnir einungis myndir. Hvoru tveggja er notað þegar verið er að kynna heiminn fyrir börnunum. Nýjasta tónlistin í bland við eldri er notuð á viðburðum eins og Öskudögum. Tónlistin er valin með það fyrir augum að hægt sé að dansa við hana (Superman, Höfuð-Herðar sem dæmi) og er valin eftir áhuganum í hópnum hverju sinni. Notuð eru iPod og tölva við flutning tónlistarinnar. Við notum netið til að finna föndurhugmyndir. Úr nógu er að velja þar. Hugmyndir frá netinu eru notaðar í tilraunir. Netið hefur mikið tekið við af bókasafninu því það er alltaf við höndina og ekki þarf að fara úr húsi til að nálgast upplýsingar. Öflug heimasíða krefst tækni og góðrar tæknikunnáttu. Heimasíða Bakka er gerð í Joomla og verður ekki fjallað nánar um það hér. Umfjöllun um Joomla er efni í heilan bækling. Ef nefna 91


Leikskólinn Bakki

á eitthvað sem lykilatriði í uppsetningu góðrar heimasíðu má benda á samhæfingu leturs og útlits almennt innan síðunnar. Óteljandi stafagerðir af mismunandi stærðum og í mismunandi litum, myndir sem ekki eru á réttum stað og of langur texti þreyta lesandann og er ruglingslegt. KISS reglan sem eTwinning styðst við á alveg jafn vel við í heimasíðugerð eins og verkefnavinnu. Í lokin viljum við þakka Þróunarsjóði námsganga fyrir veittan styrk, án hans hefði lítið orðið úr þessari vinnu. Við þökkum Margréti Jóhannsdóttur fyrir textaskrif og aðra aðstoð við gerð þessa rits. Einnig þökkum við Ingibjörgu M. Gunnlaugsdóttur leikskólaráðgjafa Leikskólasviðs fyrir yfirlesturinn og góð ráð. Ingibjörg E. Jónsdóttir leikskólastjóri á Bakka er ábyrgðarmaður þessa verks með höfundi. Gangi ykkur allt í haginn.

92


Leikskólinn Bakki

Heimildir Friðrik H. Jónsson og Sigurður J. Grétarson. (2007). Gagnfræðakver handa háskólanemum. Reykjavík: Háskólaútgáfan. eTwinning. (e.d.). eTwinning. Sótt 15. apríl 2011 af vef http://www.etwinning.is/page/eTwinning. Myndir • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • •

Forsíðumyndir – Teknar úr myndasafni Bakka 30.mars 2011. Mynd 1 -3 - Tekin af vef http://www.etwinning.net skjá notanda 20. febrúar 2011. Myndir 4 - 13 - Teknar úr myndasafni Bakka 20. febrúar 2011. Mynd 14 –Tekin af vef http://www.srlausnir.is/paskar/index.htm skjá notanda 22.febrúar 2011. Mynd 15 –Tekin af vef http://www.srlausnir.is/paskar/index.htm skjá notanda 22.febrúar 2011. Mynd 16 –Tekin af vef http://www.srlausnir.is/jol/jolin.html skjá notanda 22.febrúar 2011. Myndir 17 - 28 - Teknar úr myndasafni Bakka 23. febrúar 2011. Myndir 29 -30 Teknar úr myndasafni höfundar 31.mars 2011. Myndir 31 – 43 Teknar af vef http://www.google.com/earth/index.html skjá notanda 25.febrúar 2011. Myndir 44 – 46 Teknar úr myndasafni Bakka 29. febrúar 2011. Myndir 47 - 48 –Teknar af skjáborði notanda 29.mars 2011. Myndir 49 -79 – Teknar af vef www.flickr.com 18.mars 2011. Mynd 80 – Tekin af skjáborði notandi 26.febrúar 2011. Mynd 81 – 83 – Teknar af vef http://imageresizer.codeplex.com/ 17. febrúar 2011. Mynd 84 - 91 – Tekin af skjáborði notandi 17.febrúar 2011. Mynd 92 – Tekin af skjáborði notanda 18.febrúar 2011. Mynd 93 – Tekin af einkasafni Margrétar Jóhannsdóttur 3 mars 2011. Mynd 95 – 99 – Tekin af skjáborði notanda 3.mars 2011. Myndir 99 - 101 – Teknar úr myndasafni Bakka 15. mars 2011. Myndir 102 – 111 – Teknar af skjáborði notanda 24. mars 2011. Myndir 112 – 120 – Teknar af vef www.vimeo.com 26. mars 2011. Mynd 121 – Tekin af skjáborði notanda 26.mars 2011. Mynd 122 – 123 - Teknar af vef www.vimeo.com 26. mars 2011. Mynd 124 – Tekin af skjáborði notandan 26.mars 2011. Mynd 125 – 126 - Teknar af vef www.vimeo.com 26. mars 2011. Mynd 127 – Tekin af vef www.dropbox.com 29.janúar 2011. Mynd 128 – 138 – Teknar af skjáborði notanda 29.janúar 2011. Mynd 139 – Tekin af vef www.lynda.com 30.mars 2011. Mynd 140 – Tekin af vef www.opnarlausnir.is 30.mars 2011.

93

tofraveggurinn_mmr10010283  

http://bakkaberg.is/images/bakkaberg/pdf/tofraveggurinn_mmr10010283.pdf