Page 1


Klambrar 2013-2014 Hér er lögð fram starfsáætlun Klambra 2013-2014. Henni er m.a. ætlað að gera skólaþróun leikskólans markvissa með árangursmiðuðum markmiðum og umbótamiðuðu innra mati. Í stefnukorti Klambra er stuðst við fjögur stefnumið. Stefnumiðin eru þau sömu og í stefnukorti skóla- og frístundasviðs (SFS), barnið, verklag, mannauður og auðlindir. Nokkrir stefnuþættir eru settir fyrir hvert stefnumið. Undir stefnuþáttunum eru markmið og tilgreindar þær leiðir sem farnar verða til að ná markmiðunum. Í Klömbrum vinnur starfsfólk út frá þeirri forsendu að börn geti verið hamingjusöm, tekið ákvarðanir og unnið út frá eigin styrkleikum. Það er okkar hlutverk að skapa þannig aðstæður í leikskólanum að þessir eiginleikar fái notið sín. Klambraandinn byggist á því að í leikskólanum ríki öryggi og traust, þar ríki starfsgleði og jákvæðni og þar eflist gagnrýnin og skapandi hugsun barna. Klambrar er fjögurra deilda leikskóli þar sem eru 84 börn frá 1 árs til 6 ára. Leikskólinn er til húsa á jarðhæð stúdentagarða BN (Byggingafélags námsmanna) að Háteigsvegi 33 í Reykjavík. Leikskólinn var opnaður í maí 2002. Deildir leikskólans eru fjórar og heita Hlíð, Holt, Tún og Teigur. Hlutverk leikskóla er að veita leikskólabörnum umönnun, uppeldi og menntun í samvinnu við foreldra. Hugmyndafræði Klambra byggist á uppeldiskenningum bandaríska heimspekingsins og menntafrömuðarins Johns Dewey (1859-1952). Starfsaðferðir leikskólans eru m.a. sóttar til uppeldisfræðingsins Caroline Pratt (1867-1954) en hún er höfundur einingakubbanna sem eru eitt helsta náms- og kennsluefni leikskólans.

Leikskólastjóri í Klömbrum er Jónína Lárusdóttir. Ábyrgðarmaður starfsáætlunar er leikskólastjóri. Forsíða: Jóna Karen Wedholm Björnsdóttir. Textavinnsla: Aðalheiður Þorsteinsdóttir Myndvinnsla: Aðalheiður Þorsteinsdóttir Júní 2013.

Leikskólinn er rekinn af Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg rekur alls 64 leikskóla. 1. október 2012 voru 5.920 börn í leikskólum borgarinnar. Skóla- og frístundasvið tók til starfa 12. september 2011 því er ætlað að veita börnum og fjölskyldum í borginni heildstæða þjónustu og stuðla að samfellu í öllu starfi sem hefur velferð barna að leiðarljósi. Ragnar Þorsteinsson stýrir skóla- og frístundasviði. Þegar vísað er til rekstraraðila í þessari skýrslu verður notuð styttingin SFS (Skóla-og frístundasvið). 2


Klambrar 2013-2014 Efnisyfirlit Inngangur ......................................................................................................................................................4 Starfsáætlun leikskóla (SFS) ..........................................................................................................................5 Mat á leikskólastarfi (SFS).............................................................................................................................. 6 Klambraandinn og markmið.............................................................................................................................7 Mat á leikskólastarfi og umbótaáætlun............................................................................................................8 Innra mat leikskólans árið 2012 – 2013 - Barnið………………........................................................................9 Innra mat leikskólans árið 2012 – 2013- Verklag………................................................................................10 Innra mat leikskólans árið 2012 – 2013 - Mannauður………….....................................................................11 Innra mat leikskólans árið 2012 – 2013 - Auðlindir………………………………………..................................12 Innra mat leikskólans árið 2012 – 2013 - Helstu niðurstöður..………………...........................................13-20 Ytra mat.........................................................................................................................................................21 Umbóta- og matsáætlun samkvæmt niðurstöðum innra- og ytra mats .........................................................22 Lokaorð um niðurstöður innra og ytra mats. .................................................................................................23 Áherslur í starfi leikskólans næsta starfsár….……………………………………………………...…….……….24 Stefnukort……………………………………………………………………………………………………….……..25 Stefnuþættir, markmið og leiðir…………………………………………………………………..………….…..26-29 Skorkort……………………………………………………………………………………...……………….…....30-33 Áherslur leikskólans vegna Starfsáætlunar skóla- og frístundasviðs.............................................................34 Lokaorð..........................................................................................................................................................35 Fylgirit: Umsögn foreldraráðs Leikskóladagatal

3


Klambrar 2013-2014 Inngangur Samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008 vinna leikskólar eftir aðalnámskrá fyrir leikskóla. Samkvæmt henni vinnur hver og einn leikskóli upp sína skólanámskrá þar sem fram kemur á hvern hátt leikskólinn uppfyllir þau viðmið sem þar eru sett fram. Skólanámskráin á að vera aðgengileg á heimasíðu leikskólans (SFS). Kennarar í Klömbrum hófu vinnu við nýja skólanámskrá haustið 2011 en ráðherra staðfesti nýja aðalnámskrá fyrir leikskóla 16. maí 2011. Skólanámskrá Klambra er birt á heimasíðu Klambra en auk hennar verður þar sameiginleg skólanámskrá Bugðuleikskólanna en þeir hafa hlotið styrk frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til að útfæra myndræna skólanámskrá leikskólanna Klambra, Brákaborgar, Garðaborgar og Rauðhóls. Í formála aðalnámskrár leikskóla 2011 segir m.a.: „Miklu skiptir að rækta með markvissum hætti þá þekkingu, leikni og viðhorf sem styrkir getu einstaklinga í framtíðinni til að vera gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi.“

„Í leikskólanum njóta börnin bernsku sinnar, læra og þroskast í leik og samveru.”

4


Klambrar 2013-2014 Starfsáætlun leikskóla (SFS) SFS hefur þá stefnu að ár hvert skulu leikskólar borgarinnar skila starfsáætlun fyrir komandi leikskólaár, eins og kveðið er á um í lögum um leikskóla nr. 90/2008. Þar er jafnframt kveðið á um að starfsáætlun skuli lögð fyrir foreldraráð leikskólans til umsagnar. Tilgangur starfsáætlunar er að gera skólaþróun leikskólans markvissa með árangursmiðuðum markmiðum og umbótamiðuðu innra mati. Hún á að sýna starfsfólki, foreldrum og rekstraraðilum hvernig starf leikskólans gekk á síðasta leikskólaári og hvernig unnið verði að umbótum og nýjum verkefnum á því næsta. Starfsáætlun leikskólans tekur gildi 1. september ár hvert og skal skilað rafrænt til leikskólasviðs fyrir 1. júlí. Starfsáætlanir eru lagðar fyrir leikskólaráð til samþykktar. Í starfsáætlun leikskólans skulu koma fram: Matsaðferðir leikskólans og umbótamiðuð áætlun sem unnin er út frá niðurstöðum innra og ytra mats. Áherslur í leikskólastarfinu sem ætlunin er að vinna að, markmið, leiðir að markmiðunum áætlun um hvernig þau verða metin. Áherslur í starfsáætlun leikskólasviðs sem leikskólinn vinnur að. Starfþróunaráætlun leikskólans og upplýsingar um starfsmannamál. Fjöldi barna, kynjahlutfall, dvalarstundir, fjöldi barna sem njóta sérkennslu og fjöldi barna af erlendum uppruna. Upplýsingar um foreldraráð, foreldrafundi og foreldraviðtöl.

Almenn menntun stuðlar á hverjum tíma að aukinni hæfni einstaklingsins til að takast á við áskoranir daglegs lífs. Almenn menntun miðar að því að efla skilning einstaklingsins á eiginleikum sínum og hæfileikum og þar með hæfni til að leysa hlutverk sín í flóknu samfélagi. Hún er hvort tveggja í senn einstaklingsmiðuð og samfélagsmiðuð (Aðalnámskrá leikskóla 2011, bls. 13).

5


Klambrar 2013-2014 Mat á leikskólastarfi (SFS) Tilgangur innra mats er að leggja faglegan grundvöll að endurbótum í leikskólastarfi og vinna kerfisbundið að því að auka gæði þess og gera það skilvirkara. Markmið innra mats samkvæmt lögum um leikskóla er að:  Veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks leikskóla, viðtökuskóla og foreldra. 

Tryggja að starfsemi leikskóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár leikskóla.

Auka gæði náms og leikskólastarfs og stuðla að umbótum.

Tryggja að réttindi barna séu virt og að þau fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum.

Skólanámskrá leikskólans er skrifleg lýsing á því sem gert er í leikskólanum og á því sem á að gera. Þar koma fram bæði markmið og leiðir leikskólans. Skólanámskrá leikskólans setur því viðmið fyrir matið. Tilgangur ytra mats er að safna upplýsingum um viðhorf foreldra leikskólabarna og starfsmanna til að nota við innra mat leikskólans. Að auki er það liður í ytra mati SFS og/eða menntamálaráðuneytis.

6


Klambrar 2013-2014 Klambraandinn Öryggi og traust Umhverfi leikskólans er skapað þannig að börnin finni til öryggis. Einstaklingurinn fær að njóta sín innan hópsins og kennarinn fylgist grannt með þörfum og líðan hvers einasta barns. Traust ríkir á milli heimilis og skóla og foreldrar og kennarar leggja allt kapp á að svo sé með gagnkvæmri virðingu og kurteisi í samskiptum sín á milli. Starfsgleði og jákvæðni Við sköpum börnunum gleðiríkt umhverfi þar sem þau finna starfsgleði sína í leiknum. Kennarar skuldbinda sig til þess að vinna að því af öllu hjarta og heilum hug að björtu hliðarnar ráði ríkjum til þess að nám barnanna verði þroskandi, gefandi og skemmtilegt. Gagnrýnin og skapandi hugsun Við bjóðum börnunum upp á leikefni sem gefur þeim tækifæri til þess að njóta meðfæddra hæfileika sinna til þess að skapa leikinn sjálf. Því er lítið um hefðbundin leikföng sem fela í sér fyrirframgefnar lausnir. Markmið, sameiginleg með Bugðuskólum Að börn og fullorðnir þroski með sér sjálfstæða, gagnrýna og skapandi hugsun. Að börn og fullorðnir tileinki sér jákvæða forvitni sem gerir umhverfið að spennandi lærdómssamfélagi fyrir alla. Að börn og fullorðnir þroski með sér hugrekki til að upplifa og rannsaka nýjar leiðir og finna gleðina af því að sjá árangurinn. Að samstarf allra sem nema og starfa innan leikskólans einkennist af lýðræðislegum hugmyndum og vinnubrögðum. Að börn og fullorðnir temji sér að sýna öðrum virðingu og taka tillit til þess að allir eru einstakir. Að börn og fullorðnir beri virðingu fyrir umhverfi sínu og menningu. Að börn og fullorðnir upplifi ánægjuna og styrkleikann sem fylgir því að vinna saman.

7


Klambrar 2013-2014 Mat á leikskólastarfi og umbótaáætlun Í starfsáætlun Klambra á síðasta leikskólaári var sett fram umbóta- og matsáætlun. Markmið voru mæld með viðhorfskönnunum meðal starfsfólks í nóvember 2012 og júní 2013 og könnun SFS meðal foreldra í febrúar og mars 2013. Auk þess voru markmiðin metin í samtölum við börn allt árið og sérstaklega í júní 2013. Niðurstöður viðhorfskannana eru birtar í skorkorti. Önnur matsgögn sem notuð eru við mat á árangri í Klömbrum eru: Samtöl dagsdaglega um aðbúnað og uppeldisaðferðir þar sem úrbætur eru gerðar jafnóðum. Áhættumat sem er formleg skráning á mati starfsfólks, úttekt heilbrigðiseftirlits, úttekt eftirlitsaðila lóðar, úttekt á skráningu slysa, frávikagreining vegna reksturs, menntastefna er metin í samtölum á vikulegum fundum starfsfólks. Foreldrafundir eru mikilvæg auðlind í mati á starfi leikskólans, svo og starfsmannasamtöl en þetta eru trúnaðarsamtöl og gögn því ekki opinber. Við segjum þess vegna að innra mat fari fram í daglegu starfi í leikskólanum. Slíkt mat er ekki formlegt en það nær til allra þátta bæði stjórnunar, samskipta og líðan barna og hefur þess vegna mikið vægi. Mat barna á leikskólastarfinu fáum við í daglegum samtölum við börn, með samtölum við foreldra og með því að greina líðan barna og ræða við þau. Hvert barn á sína persónulega möppu, með þeim nýta kennarar reynslu barnanna til að byggja ofan á fyrra nám. Lögð er áhersla á að hlusta á það sem börnin hafa að segja um leikskólastarf sitt og nýta það í áframhaldandi þróun á leikskólastarfinu.

8


Klambrar 2013-2014 Innra mat leikskólans, helstu niðurstöður Barnið Í leikskólanum Klömbrum er lögð áhersla á að börn og starfsmenn læri saman. Til þess að meta árangur ræddum við um atriði sem þurfa að vera til staðar svo við getum sinnt hlutverki okkar. Við skoðuðum dagskipulagið með það fyrir augum að greina lýðræði í því. Við skoðuðum hvar reynir á lýðræðishugsunina og reyndum að finna hvort eitthvað í dagskipulaginu hindraði lýðræði. Við ræddum sérstaklega um hvað felst í leik barna og hver og einn starfsmaður í leikskólanum gerði grein fyrir því hvernig hann vinnur með leikinn. Í könnun meðal foreldra kom fram að 97,5% þeirra telja barnið sitt ánægt og að því líði vel í leikskólanum og 93% foreldra eru ánægð með leikskólann þegar á heildina er litið. Í könnuninni kom jafnframt fram að 93% foreldra telja starfsfólk koma til móts við þarfir barnsins og segjast hafa gott aðgengi að deildarstjóra þess. Í samfélaginu hefur töluvert verið rætt um einstaklingsmiðað nám. Í spurningakönnun til starfsfólks var kannað hvort það teldi sig geta uppfyllt kröfur um einstaklingsmiðað nám án þess að búið væri að skilgreina frekar hvað í því fælist. Þrír þættir starfsins, matartími, útivist og hópastarf, voru metnir sérstaklega og almennt þótti starfsfólki þessir þættir starfsins ganga vel. Hvað stefnuþáttinn virðingu og víðsýni varðar telja 85% foreldra að markvisst sé unnið með félagsfærni í barnahópnum. Í raun og veru þá snýst þó allt starf í leikskólanum um félagsfærni og er markvisst unnið með það í starfinu. Í því felst að taka á því sem kemur upp í félagslegum samskiptum barnanna, t.d. ef kemur upp stríðni eða einelti. Í viðhorfskönnun meðal starfsfólks beindust 6 spurningar að þessum þætti og telur allt starfsfólk að börnin njóti virðingar í leikskólanum, að samvinna einkenni starfshætti og að börnin finni fyrir vináttu. Í samtölum við börnin kemur fram að það mikilvægasta í leikskólanum sé að leika sér, vera saman, vera vinir, meiða ekki og segja falleg orð við alla.

9


Klambrar 2013-2014 Innra mat leikskólans, helstu niðurstöður Verklag Líðan barns í leikskóla er samtvinnuð velferð fjölskyldu þess og heimilis. Sjónarmið foreldra og framlag þeirra til leikskólastarfs er mikilvægur liður í því að hafa heildarsýn á velferð og vellíðan barna. Þegar barn byrjar í Klömbrum er foreldrum barnsins boðið í samtal við deildarstjóra þar sem hugmyndafræði og starfshættir leikskólans eru kynntir og rætt um aðlögunartíma. Kennarar leggja sig fram um að byggja upp traust foreldra svo þeir geti unnið saman og tekið sameiginlegar ákvarðanir sem varða barnið. Dagleg samskipti eru þegar foreldrar koma með börn sín og sækja þau en einnig eru foreldrasamtöl í næði þar sem rætt er um líðan barnsins og þroska. Í Klömbrum er starfandi foreldrafélag og foreldraráð. Í viðhorfskönnun sem lögð var fyrir foreldra kemur fram að 90% þeirra þekkja skóladagatal leikskólans, telja að markvisst sé unnið eftir skólanámskrá hans og telja viðfangsefni í leikskólanum og áherslur í starfi hans áhugaverðar. Þegar spurt er um síðasta foreldrasamtal eru 86% foreldra ánægð með það. Það er lægra hlutfall en meðaltal allra leikskóla í Reykjavík þar sem 92% foreldra eru ánægð með síðasta foreldrasamtal og því ljóst að þarna viljum við bæta okkur. 89% foreldra telja sig hafa tækifæri til að ræða við starfsfólk leikskólans um hvernig sé hægt að vinna saman að uppeldi barnsins. Þegar starfsmenn eru spurðir kemur í ljós að aðeins 60% þeirra telja sig fá fullnægjandi upplýsingar um barn frá foreldrum og er stjórnendum ljóst að brúa þarf þetta bil. Ein spurning sker sig úr en það er kynning á nýju starfsfólki sem aðeins 47% foreldra eru ánægð með og því er tækifæri til að taka á þessum þætti. Allt starfsfólk leikskólans telur skapandi starf einkenna nám í Klömbrum. Börnin eru talin fá nægjanleg tækifæri til sjálfshjálpar og flestir telja að börnin ákveði viðfangsefni sín í leikskólanum. Í viðhorfskönnun meðal starfsfólks voru valdir 5 mælikvarðar til að meta endurskoðun og þróun starfsins og umhverfisins og telur 81% starfsfólks okkur standa vel hvað þetta varðar. Gott væri að sjá það hlutfall hækka.

10


Klambrar 2013-2014 Innra mat leikskólans, helstu niðurstöður Mannauður Mikilvægur þáttur í starfi Klambra er starfsgleði. Miklu máli skiptir að starfsfólk sé jákvætt og leggi sig fram um að börnin í leikskólanum séu hamingjusöm. Í því felst að starfsfólk sé opið fyrir nýjum hugmyndum, endurmeti starf sitt, miðli þekkingu sín á milli eða með öðrum orðum rýni í eigin rann. Tæp 90% telja samstarfsfólk sitt opið fyrir nýjum hugmyndum og 94% telja starfsfólk miðla þekkingu sín á milli. Í könnuninni kemur fram að 61% starfsmanna er mjög eða frekar sammála því að hæfni þeirra nýtist í starfi, enginn telur hins vegar hæfni sína ekki nýtast í starfi. Í sjálfu sér er þetta alveg eðlilegt þar sem aðeins 33% svarenda eru leikskólakennarar. Mat stjórnenda er hins vegar að hæfni starfsfólks nýtist betur en þetta og að þetta bendi því til þess að endurgjöf til starfsfólks þurfi að vera meiri. Í mikilli starfsmannaveltu nýtir vanur leikskólakennari heldur ekki alla hæfni sína þar sem mikill hluti tímans fer í þjálfun nýs starfsfólks.

Kennarinn sýnir umhyggju, eflir sjálfstæði og öryggi, hvetur til samræðna og ígrundunar. Hann spyr opinna spurninga, þekkir getu hvers barns og hvetur það til dáða. Hann býður uppá hvetjandi umræður og efnivið og setur skýr mörk í umgengni við náttúruna. Viðhorfið í leikskólanum er að ekkert veður sé vont og að allt sé mikilvægt og dýrmætt, s.s. ský, gras og pöddur. Kennarinn er fyrst og fremst fyrirmynd og sýnir sjálfsaga, virðingu, jákvæðni og lífsgleði. Kennarinn ber virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífsins og vinnur verk sín af öllu hjarta og heilum hug.

11


Klambrar 2012-2013 Innra mat leikskólans, helstu niðurstöður Auðlindir Leikskólinn nýtti vel það fjármagn sem úthlutað var. Ein og hálf milljón var nýtt til endurnýjunar og viðhalds á búnaði, aðallega til endurbóta á Holti og kaupa á ljósritunarvél og búnaði fyrir innra net leikskólans. Kennslugögn voru keypt fyrir tæpa milljón. Fram kom í könnun meðal foreldra að 73% þeirra eru ánægð með almennt ástand húsnæðis leikskólans og heldur færri, eða 63%, eru ánægð með aðstöðu á lóð leikskólans. Fram kemur jafnframt að 88% telja að leikskólanum sé vel stjórnað.

12


Klambrar 2013-2014 Innra mat leikskólans, helstu niðurðstöður Verkefnin í leikskólanum eru margþætt og of langt mál að telja upp hér. Það sem er sameiginlegt á öllum deildum er að börnin eru efld í því að finna svarið. Þau leika sér með liti og blanda þeim. Raða kubbum og flokka, sækja sér viðbótarefni í kubbaleikinn sem örvar leikinn og lætur hann halda áfram. Þau leika sér með form og læra að þekkja ólík form í umhverfinu. Þau fara í gönguferðir og eftir því sem þau eflast ákveða þau leiðina. Í útivist læra þau ný hugtök og læra að taka eftir nýjum hlutum. Þau sjá döggina á trjánum og tala saman um það sem fyrir augu ber. Þau uppgötva að snjór er ekki bara snjór og þurfa að takast á við vonbrigði tengd náttúrunni eins og þegar snjókarlinn bráðnar. Það er hægt að telja ótal hluti upp sem sannfæra okkur um að í leikskólanum eru börnin að læra og þau njóta þess. Við sjáum gleðina og heyrum börnin lýsa ánægju sinni. Oftar en ekki heyrist: „Þetta er besti dagur lífs míns.“ Í útvarpsþættinum Leynifélaginu þann 10. júní 2013 þar sem rætt var við elstu börnin kom þetta vel fram. Hlusta má á þáttinn í sarpinum á vefnum á slóðinni http://www.ruv.is/sarpurinn/leynifelagid/10062013-0 en samtalið við börnin hefst á fjórtándu mínútu.

Hlutverk kennara í öllum námsþáttum leikskólans, er að auðga reynsluheim barna, spyrja opinna spurninga og leyfa börnum að njóta þess að svörin eru ekki endilega augljós. Kennarinn hvetur börnin til að prófa, komast að niðurstöðu, efast og prófa aftur. Börn eru virk og skapandi í eðli sínu. Þau læra af reynslunni að þekkja getu sína og takmörk.

Menntun felst í ferlinu en ekki afurðinni. Markmiðið er lýðræði þar sem allir geta verið virkir þátttakendur.

13


Klambrar 2013-2014 Innra mat leikskólans, helstu niðurstöður Í síðustu starfsáætlun kom fram að ætlunin var að vinna með nýtni og sparsemi, flokkun og moltugerð og er þetta innbyggt í starfshætti Klambra. Í starfsmannahópnum ræddum við um mikilvægi þess að vanda okkur við litlu hlutina, fara vel með hluti og efnivið og ekki síst í okkar eigin fjármálum og leikskólans. Breki Karlsson kom til okkar á starfsdegi og hélt erindi um fjármál. Börn eiga rétt á að taka þátt í að móta framtíðina og þau geta komið með hugmyndir sem fullorðnum hugkvæmast ekki. Við ræðum við börnin um hugmyndir þeirra um framtíðina og umhverfismenntin snýst um þær hugmyndir og það að njóta náttúrunnar. Sjá má í leik og sögum barnanna og lokaverkefni elstu barnanna að þetta hefur tekist og umhverfissáttmáli sem börnin sömdu er sýnilegur í leik þeirra og starfi. Hjalti Hrafn Hafþórsson kom til okkar á skipulagsdegi og hélt erindi um lýðræði í leikskólastarfi.

Umhverfissáttmáli Klambra Allir eru vinir, Jörðin líka Passa náttúruna úti og inni Allt í kringum okkur er náttúran Læra að nota aftur og aftur, gera úr gömlu og notuðu nýtt Nota minna, passa allt

Samræður og samvera eru hluti af lífinu í leikskólanum, þar er hugtakaskilningur og orðaforði efldur. 14


Klambrar 2013-2014 Innra mat leikskólans, helstu niðurstöður Í síðustu starfsáætlun kom fram að ætlunin var að vinna sérstaklega með málumhverfi barna á tveimur yngri deildunum með tilliti til orðaforða, hlustunarskilnings og frásagnarhæfni og hefur sú vinna gengið vel. Málörvun fólst m.a. í að vinna með myndir þar sem orðaforði var efldur ásamt frásagnarhæfni, bæði í leik og málörvunarstundum. Önnur verkefni sem örva málþroska eru t.d. myndrænt dagskipulag, tákn með tali og efniviður í leik sem örvar samræður og samskipti en öll samvinna milli barnahópa er til þess fallin að örva mál barna. Kennarar eru sammála um að málörvun sé meiri eftir því sem börnin þekkjast betur, hafa leikið sér meira saman og eru öruggari. Þar sem kvíðið barn tjáir sig ekki græðir það ekki eins mikið og því er sérhverju barni sinnt og komið til móts við sérstakar þarfir þess. Á eldri deildum var ætlunin að vinna að verkefni sem samþætti útinám, málrækt og vísindi. Verkefnið átti að vera framhald af Grænfánaverkefninu sem unnið var í Klömbrum 2011-2012. Af öllum þeim fjölbreyttu verkefnum sem unnin voru á elstu deildunum var ekkert sem skilgreint var nákvæmlega svona en þetta verður skoðað með tilliti til næsta Grænfánaverkefnis.

„Leikskólakennari á að vera leiðandi í mótun uppeldis- og menntastarfsins, fylgjast með nýjungum og miðla þekkingu. Hann á að vera góð fyrirmynd í starfi með börnum og leitast við að styrkja faglegt hlutverk leikskólans. Litið er á leikskólakennara sem leiðandi samverkamann barna, foreldra og annars starfsfólks leikskóla. Honum ber að sjá til þess að hvert barn sé virt að verðleikum og að námsumhverfið sé skipulagt á þann veg að börn fái notið bernsku sinnar.“ (Aðalnámskrá leikskóla 2011) 15


Klambrar 2013-2014 Innra mat leikskólans, helstu niðurstöður Mat á leikskólastarfi fer fram alla daga í samtölum kennara við börnin um starfið í leikskólanum en ekki síst með því að lesa í annars konar tjáningu barnanna. Börnin láta í ljós hvað þau vilja gera í leikskólanum og kennarar átta sig á þörfum og vilja þeirra með því að veita þeim athygli og lesa í óyrt skilaboð. Við sjáum hvort barni líður vel með því að fylgjast með hvort það er ánægt, hvernig það leikur sér, hvernig það borðar í matartímum og almennt hvað það gerir í leikskólanum. Rauði þráðurinn í starfinu í vetur hefur verið að skoða lýðræðishugsunina, hvar hana er að finna í leikskólastarfinu og hvar reynir á hana. Í samtali starfsfólks um starfið í vetur hefur komið fram að það reynir á lýðræðishugsunina í athöfnum daglegs lífs eins og að klæða sig út, á matmálstímum, í hópastarfi og vali, leiktíma og frjálsum leik. Í umræðu um hvað gæti hindrað lýðræði kom m.a. fram að það gerðist ef við ákvæðum að eitthvað væri gefið og leyfðum ekki umræður um það. Starfsfólk segir að í daglegu starfi taki börnin ábyrgð og að þau hafi frelsi til að gera það sem þau ráða við. Frelsi krefst ábyrgðar og það er sífellt verið að æfa. Við höfum rætt um siðferði og hvað við gerum í leikskólanum til að efla siðferðisþroska. Börnin hlusta hvert á annað og kennarann, þau ræða sín á milli í leik og daglegu starfi og prófa þannig siðferðisviðmið sín. Þetta þjálfa börnin í hópnum og hlutverk kennarans er að vera til staðar, hlusta og taka upp umræðuefni sem er mikilvægt að ræða nánar.

Umhverfismenntin, leikur og vinna með kubba, sköpun úr ýmiss konar efnivið er kveikja að fjölbreyttum leik og listviðburðum í Klömbrum. Í þessum leik reynir á siðferðisþroska barnanna, félagsþroska, hreyfiþroska og vitsmunaþroska. Á hverjum degi verðum við vitni að sannri vináttu, hjálpsemi og dugnaði barnanna. 16


Klambrar 2013-2014 Innra mat leikskólans, helstu niðurstöður Menntastefna leikskólans hefur staðist tímans tönn og ný aðalnámskrá fellur vel að starfinu í Klömbrum. Við erum að vinna myndræna skólanámskrá með Bugðuleikskólunum og ætlum að gera skólanámskrá Klambra myndræna. Samstarf við Bugðuleikskólana Garðaborg, Rauðhól og Brákarborg, er gefandi og hafa stjórnendur hist reglulega. Bugðuleikskólarnir vinna með leikefni sem byggir á opnum efnivið og byggist hugmyndafræðin á því að barnið á að finna gleði og hvatningu við það að ákveða sjálft niðurstöðu viðfangsefnisins. Umhverfi leikskólans býður upp á að barnið fái tækifæri til að prófa aftur og aftur og barnið fær tíma og rými til að sinna viðfangsefni sem er hvetjandi og áhugavert.

17


Klambrar 2013-2014 Innra mat á leikskólanum, helstu niðurstöður Fundir starfsfólks hafa nýst vel til að meta starfið og til að bregðast við verkefnum sem við höfum staðið frammi fyrir. Leiðir til að miðla upplýsingum milli starfsfólks er verkefni sem við erum sífellt að takast á við. Mælikvarðar út frá stefnumiðum (velgengnisþáttum) voru skilgreindir í skorkorti í fyrsta skipti þetta leikskólaár. Viðhorf starfsfólks til verkefna í leikskólanum og samstarfs eru metnir í skorkorti. Starfið með börnunum er í stöðugri þróun, fyrirkomulag efnis og aðgengi barnanna að skapandi efnivið er styrkleiki leikskólans. Helsti veikleikinn samkvæmt niðurstöðu úr mati starfsfólks tengist því að of mörg börn eru á hvern starfsmann þar sem starfsfólk vill gera betur í að mæta þörfum hvers barns og um leið og veikindi valda fjarveru starfsfólks er minna svigrúm til þess að vinna eftir starfsáætlun. Það er munur á upplifun starfsfólks að hausti og vori að því leyti að því finnst það geta betur komið til móts við þarfir hvers barns eftir því sem líður á veturinn. Nokkur undirmönnun var í haust vegna leyfa og veikinda. Ráðningar gengu hægt fyrir sig, alls prófuðu fjórir umsækjendur að vinna í Klömbrum en entust stutt. Aukin starfsmannaþörf varð um áramót vegna meiri sérkennslu. Leikskólinn hefur verið fullnýttur frá því í nóvember 2012 en var það ekki fyrr vegna þess hversu illa gekk að fullmanna leikskólann.

18


Klambrar 2013-2014 Innra mat á leikskólanum, helstu niðurstöður Foreldrasamtöl fóru í fyrsta sinn í vetur fram á starfsdegi og var mikil ánægja með það meðal starfsfólks en þar ræða foreldri og sá starfsmaður sem mest er með barninu um barnið í leikskólanum. Eins og fram hefur komið eru 86% foreldra ánægð með síðasta foreldrasamtal og flestir segjast fá upplýsingar um daglegt starf á deild barnsins í samtölum við starfsfólk deildarinnar. Í samtölum við deildarstjóra kemur fram að þeir vilja fá meiri upplýsingar frá foreldrum um líðan barnsins og breytingar á högum þess og það sama kom fram í könnun meðal starfsfólks en breytingar á högum barnsins skýra oft breytta hegðun þess. Hugmyndin er að í haustsamtölum fái kennari upplýsingar frá foreldrum um barnið en í foreldrasamtali að vori sé meira rætt um stöðu barnsins og þroska. Nýta þarf betur þau tækifæri sem gefast til samskipta og minna á að því betri upplýsingar sem leikskólakennari hefur um líðan og hagi barnsins því betur er hægt að koma til móts við þarfir þess. Tölvupóstsamskipti hafa nýst ágætlega þar sem foreldrar senda tölvupóst til að spyrja og láta í ljós álit sitt á leikskólastarfinu og einstökum atvikum.

19


Klambrar 2013-2014 Innra mat á leikskólanum, helstu niðurstöður Fjárhagsáætlun stóðst og við gátum endurbætt aðstöðu innanhúss að hluta. Enn höfum við ekki getað endurnýjað milliveggi eða skilrúm í sal en mjög brýnt er að fá ný skilrúm þar sem þær hillur sem eru þar fyrir eru orðnar mjög illa farnar. Eins og kom fram í síðustu starfsáætlun óskaði leikskólastjóri eftir aukafjárveitingu vegna þessa þann 30. janúar 2012. Hljóðvist í sal leikskólans hefur verið endurbætt, sett var hljóðeinangrandi efni á 25 fermetra veggflöt í salnum. Ekki hefur tekist að fá loftræstikerfi í salinn en unnið er að því að finna lausn á þeim vanda. Aðstaða fyrir myndlist á Hlíð og Holti hefur verið bætt. Námsumhverfi barna á Holti hefur verið bætt og unnið er að nýjum hugmyndum um aðbúnað á Hlíð þar sem gert er ráð fyrir að fá skilrúm til að gera stórt rými að þremur minni. Námsgögn fyrir málörvun voru keypt, aðstaða til lesturs bóka og stunda í næði fyrir börnin lagfærð. Reynt var að bæta salernisaðstæður á Teigi. Leikskólastjóri flutti skrifstofu sína nær fataherbergi barnanna og inngangi í leikskólann. Tilgangurinn var að bæta aðgengi foreldra að leikskólastjóra og gefa leikskólastjóra tækifæri til að vera nær börnunum. Inngangur í leikskólann er núna inn um leikskólagarðinn og er ánægjulegt að sjá að foreldrar staldra oft við í garðinum með börnum sínum í lok dags en áður var garðurinn oftast lokaður. Búið er að setja fallvarnarmöl í leikskólagarðinn og fjarlægja kantsteina. Garðyrkjustjóri kom til að fara yfir hugmyndir okkar um trjárækt í garðinum og náttúrulegt útisvæði og valdar voru 20 plöntur sem börnin gróðursettu í garðinum. Börnin kalla það svæði skóginn og veitir það þeim mikla ánægju. Við stefnum að því að fá stórt birkitré og a.m.k. 20 plöntur í garðinn í haust. Unnið verður áfram í því að endurbæta lóðina með það fyrir augum að börnin geti skapað sín ævintýri í trjám, grjóti, mold og grasi.

20


Klambrar 2013-2014 Ytra mat Heilbrigðiseftirlit tók út húsnæði og leikvöll til að meta öryggi. Í kjölfar þeirrar úttektar var fallvarnarmöl bætt á leikvelli. Fulltrúi frá heilbrigðiseftirlitinu fór yfir niðurstöður starfsfólks í mati á öryggi og niðurstaðan var að starfsfólk ofmæti hættur. Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar framkvæmdi rekstrarskoðun á lóð og leiktækjum á þriggja mánaða fresti. Úrbætur voru gerðar jafnóðum og fólust oftast í að laga lausar spýtur eða negla nagla. Verkfræðistofa gerði mat á hljóðvist og kom með tillögur að úrbótum sem búið er að vinna eftir. Enn og aftur barst leikskólastjóra ítrekun frá vinnueftirlitinu vegna athugasemda frá 19. janúar 2010. Athugasemd vinnueftirlitsins var brot á reglum um húsnæði vinnustaða en samkvæmt þeim reglum eiga að vera tvö starfsmannasalerni. Leikskólastjóri óskaði eftir fresti á framkvæmdinni og vinnur að því að finna lausn með framkvæmdasviði. Starfsáætlun var tekin út hjá SFS og beðið um að starfsáætlun Klambra væri skilaði á því formi sem sviðið sendir út í alla leikskóla. Það var gert og er sú starfsáætlun sem birt er á heimasíðu leikskólans, og þið eruð að lesa, samhljóða þó útlitið sé annað. Niðurstöður úr ytra mati fléttast saman við innra mat þar sem brugðist er við öllum athugasemdum jafnóðum. Skýrslur og gögn sem liggja til grundvallar mati á skólastarfi liggja fyrir í leikskólanum og eru aðgengilegar ef á þarf að halda.

21


Klambrar 2013-2014 Umbóta- og matsáætlun samkvæmt niðurstöðum innra og ytra mats Starfsfólk Klambra hefur skilgreint stefnumið (velgengnisþætti), markmið og mælikvarða sem gerð er grein fyrir í skorkorti. Könnun verður gerð tvisvar á ári meðal starfsfólks og niðurstöður þeirra kannana verða kynntar í næstu starfsáætlun. Eins og áður verða eftirtaldir þættir metnir: Húsnæði og búnaður, leikskólagarðurinn, nýting fjármagns, fæði, starfsmannastaða, nýting leikskólans, menntastefna, fundir og þróun starfsins. Þessir þættir verða bæði metnir með aðstoð utanaðkomandi aðila og með því að tala saman og rýna í eigin rann. Við bregðumst við athugasemdum frá foreldrum, börnum og starfsfólki. Við höldum skráningar um slys á börnum sem við notum til að meta aðstæður í leikskólanum. Næsta ár skilar leikskólinn skýrslu vegna Grænfánaverkefnisins og Landvernd metur hvort umhverfisstefna leikskólans sé virk og hvort lýðræðislegar ákvarðanir móti umhverfismennt í leikskólanum. Skilaboðaskjóðan er samstarfsverkefni Klambra, Stakkaborgar, Nóaborgar og Háteigsskóla og byggist á að efla tengsl skólanna í hverfinu og auðvelda börnunum skólaskilin. Leikskólinn Klambrar er fullnýttur með 84 börnum. Frá því í nóvember 2012 voru 85 börn í leikskólanum og 1. júní 2013 eru 87 börn í leikskólanum samtímis þar sem nokkur ný voru byrjuð og önnur ekki hætt. Af þeim eru 47 drengir og 40 stúlkur. Dvalarstundir barna í leikskólanum eru að meðaltali rúmlega 8 tímar á dag. 22 börn hafa annað móðurmál en íslensku. Í leikskólanum er þrír foreldrar í foreldraráði, fundir foreldraráðs voru tveir fyrir ármót og tveir eftir áramót. Viðfangsefni fundanna voru starfsáætlun, fjárhagsáætlun, öryggismál og fleira. Foreldrafundur var haldinn 4. október 2012. Foreldrasamtöl voru í október og apríl. Foreldrafélagið stóð stóð fyrir jólaföndri, jólaballi, sveitaferð og leiksýningu. Leikskóladagatal er gefið út í júní þar kemur fram hvenær skipulagsdagar eru. Leitast er við að hafa þá á sama tíma og Háteigsskóli er ekki með kennslu. Prentað eintak er sett í hólf barna og eintak sent með tölvupósti á netföng foreldra auk þess sem það er birt á heimasíðu leikskólans. Heimasíðan er í stöðugri þróun og tölvudeildin setur inn áætlanir sem eiga að vera aðgengilegar öllum.

22


Klambrar 2013-2014 Lokaorð um niðurstöður innra og ytra mats Hér hefur verið greint frá helstu niðurstöðum innra og ytra mats í skólastarfinu og hvernig þær nýtast til þess að gera umbætur. Fram hefur komið hvað hefur verið fest í sessi og í hverju við ætlum að taka okkur á. Allar umbætur á lóð leikskólans miða að því að nota náttúrulegan efnivið og gera lóðina að skemmtilegu útivistarsvæði fyrir börnin og íbúa hverfisins. Við höldum áfram að skoða sérstaklega hvernig börnin hafa áhrif á leikskólastarfið, t.d. skoða þátttöku þeirra í ákvarðanatöku og starfsaðferðir kennara með tilliti til lýðræðis. Við ætlum að vinna að því að auka samskipti við foreldra með það fyrir augum að bæta upplýsingar um líðan og breytingar á högum barnanna. Jafnframt er ljóst af könnun meðal foreldra að við þurfum líka að bæta okkur í því að kynna nýtt starfsfólk fyrir foreldrum. Enn sem fyrr viljum við leitast við að tryggja að börnin hafi alltaf tækifæri til að taka frumkvæði í skólastarfinu.

23


Klambrar 2013-2014 Áherslur í starfi leikskólans næsta starfsár Í Klömbrum er unnið eftir skólastefnu sem kennd er við Bugðuleikskólana þar sem lögð er áhersla á lærdómssamfélagið þar sem við lærum hvert af öðru og enginn einn veit eina rétta svarið. Hlutverk kennarans er að gefa börnunum tækifæri til þess að læra á eigin forsendum. Menntun í Klömbrum á sér stað í samspili umhverfis og einstaklings þar sem börnin taka frumkvæði í leikskólastarfinu. Hvert haust byrjar á ævintýri sem við vitum ekki hvert leiðir okkur og því eru verkefnin ekki fyrirfram mótuð. Lýðræðið í Klömbrum felst í trú á einstaklinginn þar sem börn, foreldrar og kennarar taka sameiginlega þátt í því að móta leikskólastarfið. Börnum er ímyndunaraflið eðlislægt, það sprettur fram vegna áhuga og forvitni þeirra. Til þess að börnin geti þróað með sér gagnrýna hugsun þarf umhverfið að hvetja þau til samræðu þar sem skipst er á skoðunum og viðfangsefnið skoðað út frá mörgum hliðum.

24


Klambrar 2013-2014 Stefnukort leikskólans Klambra

Barnið

Verklag

Mannauður

Auðlindir

Ánægð börn

Ánægðir foreldrar

Einstaklingsmiðað nám

Virðing og víðsýni

Skilvirkt og gott upplýsingaflæði og samstarf milli heimilis og skóla

Samstarf byggt á lýðræði

Endurskoðun og þróun starfsins og umhverfisins

Öruggt og skapandi umhverfi fyrir börnin

Fagleg forysta og skólabragur sem stuðlar að vellíðan í starfi

Ánægt og hæft starfsfólk

Markviss endurmenntun

Lærdómssamfélag sem byggir á samstarfi

Hagkvæm nýting fjármuna

Góður aðbúnaður

25


Klambrar 2013-2014 Stefnuþættir, markmið og leiðir Barnið STEFNUÞÁTTUR

Ánægð börn

Ánægðir foreldrar

Einstaklingsmiðað nám

Virðing og víðsýni

MARKMIÐ

LEIÐIR

Að börnunum líði vel í leikskólanum

Bjóða upp á fjölbreytt viðfangsefni sem gleðja og örva. Að börnin finni fyrir umhyggju og vináttu. Starfsfólk sýni börnunum umhyggju og virðingu. Unnið með vináttuna í starfinu.

Fá hugmyndir barnanna um lóðina

Safna upplýsingum um hvernig börnin vilja hafa leikskólagarðinn. Skoða hvar börnin leika sér mest .

Góð samskipti við foreldra Fá hugmyndir foreldra um lóðina

Gott viðmót alls starfsfólks í samskiptum við foreldra .

Kynna stefnu Klambra um náttúrulega lóð. Leita eftir hugmyndum foreldra um lóðina.

Að sérhvert barn fái að njóta þess að vera á sínum forsendum í leik og starfi

Bjóða upp á verkefni sem hæfa þroska og áhuga hvers og eins.

Skilgreina Hugtakið einstaklingsmiðað nám

Skapa umræðu á skipulagsdegi fyrir kennara og starfsfólk til að miðla þekkingu og reynslu á einstaklingsmiðuðu námi.

Að öll börn njóti virðingar í leikskólanum

Að börnin öðlist víðsýni í leikskólastarfinu

Á deildarfundum sé skapaður vettvangur til umræðu um virðingu fyrir börnunum og farið sérstaklega yfir það varðandi hvert og eitt barn.

Bjóða upp á fjölbreytt verkefni og umræður miðað við aldur og þroska.

26


Klambrar 2013-2014 Stefnuþættir, markmið og leiðir VERKLAG STEFNUÞÁTTUR

Skilvirkt og gott upplýsinga-flæði og samstarf heimilis og leikskóla

MARKMIÐ

Auka ánægju foreldra með foreldrasamtöl Fá góðar upplýsingar frá foreldrum um hagi og líðan barnanna

Upplýsa foreldra vel um leikskólastarfið

Samstarf byggt á lýðræði

Endurskoðun og þróun starfsins og umhverfisins

Öruggt og skapandi umhverfi fyrir börnin

LEIÐIR Skilgreina betur markmið og þýðingu foreldrasamtala. Halda foreldrasamtöl reglulega tvisvar á vetri.

Útskýra nauðsyn þess að kennari fái góðar upplýsingar um líðan og hagi barnsins.

Kynna nýtt starfsfólk fyrir foreldrum. Uppfæra upplýsingar á heimasíðu. Hvetja foreldra til þátttöku í leikskólastarfinu.

Vinna markvisst með lýðræði í leikskólastarfinu

Gefa börnunum tækifæri til að ákveða viðfangsefni sín sjálf. Skoða betur hvar hægt er að veita börnunum meira val. Efniviðnum komið þannig fyrir að börnin nái að skapa umhverfi leiksins sjálf. Skoða lýðræðissjónarmiðið í fleiri þáttum í starfinu, t.d. matartíma og fataherbergi. Gæta að því að börnin fái nægileg tækifæri til sjálfshjálpar og sjálfstæðis.

Endurmeta starfið og þróa það áfram

Endurmeta starfið markvisst á föstudagsfundum. Gæta þess að allt starfsfólk komi að því að endurmeta starfið sem unnið er á deildinni og þróa það áfram, t.d. á deildarfundum og starfsdögum. Skilgreina það sem við gerum, ræða saman um ólíkar leiðir og þróa skólastarfið.

Efla gagnrýna og skapandi hugsun Meta öryggi í leikskólanum

Nota opinn efnivið í leik. Gæta þess að börnin fái tækifæri til að uppgötva á eigin forsendum.

Allt starfsfólk komi að því að meta öryggi í leikskólanum.

27


Klambrar 2013-2014 Stefnuþættir, markmið og leiðir MANNAUÐUR STEFNUÞÁTTUR

Fagleg forysta og skólabragur sem stuðlar að vellíðan í starfi

MARKMIÐ

Klambraandinn virkur í raun

Bugðumarkmiðum fylgt eftir

Skólanámskrá sýnileg Nýta hæfni hvers og eins starfsmanns

Ánægt og hæft starfsfólk

LEIÐIR Deildarstjórar gæta þess að Klambraandinn endurspeglist í starfi deildarinnar.

Deildarstjórar tryggja að Bugðumarkmiðin séu sýnileg í deildarstarfinu.

Deildarstjóri ber ábyrgð á að allt starfsfólk sé virkt í innleiðingu skólanámskrár, viti að það hafi áhrif og að skoðun þess skipti máli.

Auka endurgjöf um starfið til starfsmanna og þeirra á milli. Allt starfsfólk fer í starfsþróunarsamtal sem er markvisst nýtt í starfinu.

Ráðningaferli byggist á faglegum forsendum mannauðsstjórnunar

Leikskólastjóri kynnir starfslýsingar fyrir starfsfólk. Þriggja mánaða reynslutími notaður markvisst við ráðningar.

Deildarstjórar faglegir leiðtogar

Móta sameiginlega sýn á deildinni. Skilgreina markmið deildarinnar. Deildarstjórar sækja stjórnunarnámskeið.

Starfsfólk metur starfið á deildinni og nýtir sér leiðir til að bæta það

Á deildarfundum er farið yfir árangursþætti starfsins með tilliti til skólanámskrár og aldurs barnanna. Starfsfólk afli sér þekkingar með því að ræða við samstarfsfólk.

Markviss endurmenntun

Allt starfsfólk taki þátt í símenntun við hæfi

Fylgjast með því sem er í boði af námskeiðum, málstofum og ráðstefnum. Öllu starfsfólki standi til boða símenntun og fái svigrúm til að geta sótt sér hana. Bjóða upp á símenntun fyrir allt starfsfólk á starfsdögum.

Lærdómssamfélag sem byggist á samstarfi

Markvisst samstarf og virkt þekkingarflæði er á starfsstaðnum og á milli starfsstaða

Starfsfólk miðli þekkingu sín á milli. Bugðusamstarf nýtt til að miðla þekkingu á milli leikskóla. Huga að samstarfi við skólana í hverfinu með Skilaboðaskjóðu, hugsanlega flétta Grænfánaverkefnið inn í það samstarf. Stuðla að þekkingarheimsóknum starfsfólk á milli deilda í Klömbrum.

28


Klambrar 2013-2014 Stefnuþættir, markmið og leiðir AUÐLINDIR MARKMIÐ

LEIÐIR

Hagkvæm nýting fjármuna

Að frávik frá fjárhagsáætlun sé sem minnst

Gera frávikagreiningu mánaðarlega. Gera áætlun um endurbætur á búnaði og sækja um aukafjárveitingu.

Góður aðbúnaður

Aðstaða, tæki og búnaður sem hæfa fjölbreyttu starfi.

Leita leiða til þess að bæta vinnuaðstöðu deildarstjóra.

STEFNUÞÁTTUR

29


Klambrar 2013-2014 Skorkort Barnið Velgengnisþættir

Einstaklingsmiðað nám

Ánægð börn

Ánægðir foreldrar

Virðing og víðsýni

Mælikvarðar

Raun 2013

Markmið 2014

88,9%

98%

72,2%

80%

77,8%

90%

83,3%

100%

77,8%

90%

83,3%

100%

92%

100%

100%

100%

96%

100%

96%

100%

98%

100%

92%

100%

94%

100%

94%

100%

100%

100%

Hlutfall starfsfólks sem telur að börnin finni fyrir vináttu annarra barna

100%

100%

Hlutfall starfsfólks sem telur að sérhvert barn fái að njóta þess að vera á sínum forsendum í leik og starfi

90,9%

100%

Hlutfall starfsfólks sem telur að börnin hafi öðlast aukna víðsýni í leikskólastarfinu

100%

100%

94%

100%

85%

100%

Hlutfall starfsfólks sem telur verkefnin í leikskólanum miðast við þroska sérhvers barns Hlutfall starfsfólks sem telur einstaklingsmiðað nám í stöðugri þróun í leikskólanum Hlutfall starfsfólks sem telur foreldrasamtöl styðja við einstaklingsmiðað nám Hlutfall starfsfólks sem telur sig geta sinnt hverjum einstaklingi í matartíma Hlutfall starfsfólks sem telur sig geta sinnt hverjum einstaklingi í hópastarfi Hlutfall starfsfólks sem telur sig geta sinnt hverjum einstaklingi í útivist Hlutfall foreldra sem telur leikskólann koma til móts við þarfir barnsins síns Hlutfall foreldra sem telur að barnið sitt aðlagist vel í barnahópnum Hlutfall foreldra sem telur þegar á heildina er litið barnið sitt ánægt í leikskólanum Hlutfall foreldra sem telur þegar á heildina er litið að barninu sínu líði vel í leikskólanum Hlutfall foreldra sem telur starfsfólk sýna barninu umhyggju Hlutfall foreldra sem telur leikskólann sinna líkamlegri umönnun barnsins vel Hlutfall foreldra sem er ánægt með viðmót deildarstjórans í samskiptum við sig Hlutfall foreldra sem er almennt ánægt með viðmót annars starfsfólks Hlutfall starfsfólks sem telur að öll börn njóti virðingar í leikskólanum

Hlutfall foreldra sem telur að vel sé tekið á móti barninu og það kvatt í lok dags Hlutfall foreldra sem telur markvisst unnið með félagsfærni í barnahópnum

30


Klambrar 2013-2014 Skorkort Verklag Velgengnisþættir

Skilvirkt og gott upplýsingaflæði og samstarf heimilis og leikskóla

Samstarf byggt á lýðræði Endurskoðun og þróun starfsins og umhverfisins Öruggt og skapandi umhverfi fyrir börnin

Mælikvarðar

Raun 2013

Markmið 2014

83,3%

95%

72,2% 88,9%

100% 100%

100%

100%

77,8%

90%

61,1%

90%

83,3%

90%

94%

99%

89%

100%

47%

90%

Hlutfall foreldra sem er ánægt með síðasta foreldrasamtal

86%

100%

Hlutfall foreldra sem fær nægar upplýsingar um daglegt starf í leikskólanum

84%

95%

Hlutfall foreldra sem er ánægt með heimasíðu leikskólans

63%

80%

75%

95%

88,9%

95%

88,9%

100%

94,4%

100%

83,3%

95%

72,2%

95%

88,9%

95%

93,7%

95%

100%

100%

98%

100%

Hlutfall starfsfólks sem telur sig fá næg tækifæri til upplýsingamiðlunar um börnin í leikskólanum Hlutfall starfsfólks sem telur deildarfundi nægjanlega oft Hlutfall starfsfólks sem telur samvinnu milli deilda hæfilega Hlutfall starfsfólks sem telur upplýsingamiðlun til foreldra fullnægjandi Hlutfall starfsfólks sem telur skipulögð foreldrasamtöl hafa verið gagnleg Hlutfall starfsfólks sem telur sig fá fullnægjandi upplýsingar um barn frá foreldrum Hlutfall starfsfólks sem telur leikskólann hvetja foreldra til þátttöku í leikskólastarfinu Hlutfall foreldra sem gengur vel að ná sambandi við deildarstjóra barns síns ef þarf Hlutfall foreldra sem segist hafa tækifæri til að ræða við starfsfólk um hvernig foreldri og starfsfólk vinnur saman að uppeldi barnsins Hlutfall foreldra sem er ánægt með kynningu á nýju starfsfólki í leikskólanum

Hlutfall foreldra sem þegar á heildina er litið er ánægt með upplýsingagjöf leikskólans Hlutfall starfsfólks sem telur samstarfsfólk sitt opið fyrir nýjum hugmyndum Hlutfall starfsfólks sem telur að dagskipulagið mótist af þörfum og vilja barnanna Hlutfall starfsfólks sem telur að börnin fái nægjanleg tækifæri til sjálfshjálpar og sjálfstæðis í leikskólanum Hlutfall starfsfólks sem telur að börnin ákveði viðfangsefni sín í leikskólanum Hlutfall starfsfólks sem hefur tekið þátt í að endurmeta starfið á sinni deild Hlutfall starfsfólks sem telur deildarfundi hafa verið gagnlega við endurskoðun á starfinu Hlutfall starfsfólks sem hefur tekið þátt í mati á öryggi barna í leikskólanum Hlutfall starfsfólks sem telur að skapandi starf einkenni nám í leikskólanum Hlutfall foreldra sem telur að barnið sé öruggt í leikskólastarfinu

31


Klambrar 2013-2014 Skorkort Mannauður Velgengnisþættir

Fagleg forysta og skólabragur sem stuðlar að vellíðan í starfi Ánægt og hæft starfsfólk Markviss endurmenntun Lærdómssamfélag sem byggist á samstarfi

Raun 2013

Mælikvarðar Hlutfall foreldra sem telur að leikskólanum sé vel stjórnað

Markmið 2014

88%

95%

Hlutfall starfsfólks sem telur sig hafa fengið ábendingu og/eða hrós fyrir starf sitt

88,9%

100%

Hlutfall starfsfólks sem telur hæfni sína vel nýtta í starfinu í leikskólanum

61,1%

90%

Hlutfall starfsfólks sem sótti málþing, námskeið eða fag- og réttindanámskeið

100%

100%

Hlutfall starfsfólks sem telur starfsfólk miðla þekkingu sín á milli

94,4%

95%

Hlutfall starfsfólks sem telur að samvinna einkenni starfshætti í leikskólanum

100%

100%

32


Klambrar 2013-2014 Skorkort Auðlindir Velgengnisþættir

Hagkvæm nýting fjármuna og góður aðbúnaður

Raun 2013

Mælikvarðar

Frávik frá fjárhagsáætlun

0,4%

33

Markmið 2014 0-2%


Klambrar 2013-2014 Áherslur leikskólans vegna Starfsáætlunar skóla- og frístundasviðs Leiðarljós SFS, að börnum og ungmennum í borginni líði vel, þeim fari stöðugt fram og þau öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf, er að sjálfsögðu keppikefli okkar í Klömbrum. Hlutverk skóla- og frístundasviðs er að veita börnum og ungmennum bestu mögulegu tækifæri til leiks, menntunar og frístundastarfs í samvinnu við fjölskyldur og nærsamfélagið og vera framsækið forystuafl í skóla- og frístundastarfi. Eins og fram hefur komið hér að framan miðar allt starf í Klömbrum að því að rækja þetta hlutverk. Í Klömbrum er skilgreind leið að markmiði SFS: Sterk sjálfsmynd, samkennd og samskiptafærni. SFS segir að við endurskoðun á námskrá leikskóla komi fram hvernig unnið er með lífsleikni, virðingu, umhyggju, tillitsemi og samkennd. Efla samstarf leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva um þekkingu og reynslu í lífsleikni, félagsfærni, samskiptum, hópefli og leikjum.

34


Klambrar 2013-2014 Lokaorð. Eftir að hafa skoðað leikskólastarfið með tilliti til nýrrar aðalnámskrár undanfarin tvö ár er nú komið að því að birta nýja skólanámskrá Klambra. Það er ánægjulegt að taka þátt í að samræma inntak náms á öllum skólastigum á Íslandi (þ.e. leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólastigi). Starfshættir allra skólastiganna skulu nú mótast af umburðarlyndi og jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi og ábyrgð þar sem kennarar gegna lykilhlutverki. Meginmarkmið uppeldis og kennslu í leikskóla er að rækta hæfileika barna til tjáningar og sköpunar, m.a. til að styrkja sjálfsmynd þeirra og hæfni til mannlegra samskipta. Tilgangur okkar með því að gera nákvæma starfsáætlun og skólanámskrá er að stuðla að því að foreldrar hafi sem bestar upplýsingar um leikskólastarfið en mikilvægt er að milli foreldra og leikskóla ríki gagnkvæmur skilningur, traust og virðing fyrir viðhorfum og þekkingu hverra annarra. Við hlökkum til næsta leikskólaárs.

35


Klambrar 2013-2014 Fylgirit: Umsögn foreldraráðs Leikskóladagatal

Allt starf í Klömbrum á að leiða til þess að börnin öðlist hamingju, að þau efli færni sína við að taka ákvarðanir og að þau byggi á sínum eigin styrkleikum. 36


Klambrar 2013-2014 Umsögn foreldraráðs Umsögn foreldraráðs: Foreldraráð telur starfsáætlunina vera metnaðarfulla og bera vott um mikið og faglegt starf. Barnið er í forgrunni og áætlanir miðast við þarfir þess, námslega og félagslega stöðu og hvernig má efla styrkleika hvers og eins. Öll börn eru jöfn og þeirra sjónarmið eru höfð að leiðarljósi, hvort sem það er um verkefnaval, samræður eða skipulag daglegs starfs. Foreldraráð fagnar því að sjónarmið barnanna voru höfð að leiðarljósi við mat á skólastarfinu til jafns á við sjónarmið foreldra og starfsmanna. Í starfsáætlun er að finna marga umbótarþætti og foreldraráð vill koma því á framfæri við stjórnendur að þeir forgangsraði og vinni ákveðna þætti en ekki leggja af stað með að fara í vinnu með alla umbótaþætti. Þeir þættir sem foreldraráð vill setja í forgang er að: 

skilgreina með starfsmönnum einstaklingsmiðað nám með það að leiðarljósi að þeir vinni markvisst eftir þeirri hugmyndafræði.

efla vægi foreldraviðtala og gera þau skilvirkari. Atli Freyr Magnússon Hafdís Hrund Gísladóttir Valdimar Víðisson

37


Leikskóladagatal er einnig birt á heimasíðu leikskólans klambrar.is

starfsaaetlun_2013_2014  

http://klambrar.is/images/stories/Skjol/starfsaaetlun/starfsaaetlun_2013_2014.pdf

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you