Page 1

Námskrá 6. bekkur Kennsluhættir Í 6. bekk eru 41 nemandi þar af 21 stúlkur og 20 drengir. Þessi hópur myndar einn bekk en umsjón hans skiptist niður á tvo umsjónarkennara. Sundtímabilið er skipt í þrennt yfir skólaárið og fara nemendur 2x í viku í sund á tímabilinu. Íþróttir eru kenndar tvisvar sinnum í viku og fer allur árgangurinn saman í íþróttir, allt skólaárið. Smiðjur Nýtt fyrirkomulag verður í vetur hjá 6. og 7. bekk. Kennsla í listgreinum, heimilisfræði og tónmennt verður í formi smiðja. Nemendur fá að velja sér smiðju og reynt verður að fara eftir óskum þeirra, eftir fremsta megni. Auk fyrrtalinna námsgreina verður hægt að velja íþróttir, leiklist, útivist og fleiri námskeið í smiðjunum. Hver smiðja er í 6 vikur og þá geta nemendur valið ný námskeið. Námsmat Námsmat fer fram með fjölbreyttum hætti í öllum námsgreinum og verður t.a.m. í formi símats, kannana og prófa. Íslenska Lestur og bókmenntir Nemendur lesa valdar sögur einstaklingslega, í hljóði eða með samlestri þar sem hópurinn les upphátt til skiptis. Ýmist eru unnin lesskilningsverkefni í kjölfar lesturs, spjallað um innihald textans munnlega eða gerðir stuttir úrdrættir. Teknar verða fyrir tvær bækur Benjamín dúfa og Lífið í Ásgarði. Unnin verða fjölbreytt heildstæð íslenskuverkefni í tengslum við þessar bækur. Nemendur æfa sig í að koma fram og segja frá eigin reynslu, endursegja og lesa upp eigin sögur og frásagnir. Markmið kennslu er fengin úr Aðalnámskrá grunnskóla: Helstu markmið eru: -

Hafa lesið fornar og nýjar íslenskar bókmenntir, þar á meðal þjóðsögur og goðsögur Vera orðinn vel læs og hafa öðlast góðan lesskilning og fjölbreyttan orðaforða Geta lesið sér til ánægju Gera sér grein fyrir aðalaatriðum í texta og helstu efnisorðum Hafa lesið leikþætti og lært nokkur valin ljóð Hafa þjálfast í mismunandi lestraraðferðum


-

Þekkja nokkur frásagnarform bókmennta, svo sem smásögu, ævintýri, goðsögu og ljóð

Málfræði Málfræði er kennd með innlögnum í hvert sinn sem nýjir áhersluþættir verða teknir fyrir. Nemendur dýpka skilning sinn með því að vinna í námsbókum auk annarra fjölbreyttra verkefna. Markmið kennslu er fengin úr Aðalnámskrá grunnskóla: Helstu markmið eru: -

Þekkja helstu einkenni orðflokka og beygingar svo sem kyn, tölu fall, stigbreytingu, nútíð, þátíð og nafnhátt Geta nýtt sér málfræðikunnáttu sína við orðmyndun og stafsetningu Átta sig á að munur er á hljóði og bókstaf og skilja hvernig orð skiptast í atkvæði Þekkja mun orðtaka og málshátta og að hafa náð nokkurri leikni í að beita þeim

Ritun Farið er í helstu áhersluþætti hvað varðar uppsetningu (inngangur, meginmál, lokaorð, málfar, stafsetningu). Einnig er farið í t.d. hvernig höfundur getur borið sig að því að lýsa persónu, atburðum, stöðum, tíð og hvernig skrifa eigi samtöl. Stafsetningarkennslan byggist á því að nemendur læri helstu stafsetningarreglur sem kennari leggur inn. Í kjölfar nýrrar reglu verða unnin fjölbreytt verkefni t.d. eftir upplestri, sóknarskrift eða stíl. Í skrift nota nemendur sérstakar skriftarbækur þar sem þeir skrifa eftir ítalskri skrift. Helstu markmið: -

Geta dregið út aðalatriði í ræðu og riti Hafa fengist við skapandi skrif Geta skrifað læsilega og af öryggi Hafa náð valdi á helstu atriðum stafsetningar og nokkurri færni í greinarmerkjasetningu

Námsgögn: Benjamín dúfa, Lífið í Ásgarði, Málrækt 2, Mál til komið, Mál í mótun, Skrift, Vandamálið – ekki málið o.fl. Stærðfræði Í vetur verður unnið í Stiku 2a og Stiku 2b. Hver efnisþáttur verður lagður inn og unnið samkvæmt kennsluáætlun. Í lok hvers kafla er lögð fyrir könnun. Leitast verður við að hafa kennsluaðferðir sem fjölbreyttastar og efnið tengt daglegu lífi nemenda.


Efnisþættir 6. bekkjar eru: tölur og reikningur, líkur, tugabrot og rúmfræði, sem og efni úr Stiku 2b. Námsgögn: Stika 2a, Stika 2b, æfingahefti. Plánetu- og Hringbækur notaðar sem ítarefni. Enska Fyrir áramót verður lokið við bókina Build Up 1 en eftir áramót verður farið í Build Up 2. Í þessum bókum eru lesskilningsverkefni með hlustun á hljóðdiskum. Málfræði verður kennd samhliða auk annarra verkefna. Helstu markmið: -

Lesið og skilið stutta texta Fylgt fyrirmælum og leiðbeiningum Leyst einföld verkefni í málfræði, hlustun og lesskilningi Geti ritað stuttan texta

Námsgögn: Build Up 1, Build Up 2, Málfræðiæfingar á ensku, vinnubækur með heildstæðum verkefnum. Þema (náttúrufræði, samfélagsfræði, trúarbragðafræði og lífsleikni) Þema er námskipulag þar sem tekið er fyrir ákveðið viðfangsefni sem unnið er með á margvíslegan hátt og samþætt með öðrum námsgreinum (t.d. stærðfræði, íslensku, ritun, samfélagfræði, náttúrufræði, listgreinum, smiðjum o.fl.). Unnið er með eitt þema í einu og þau unnin hvert af öðru. Þemu vetrarins eru: Evrópa, Kraftar og vélar, Miðaldir á Íslandi, Líkami mannsins, Auðlindir og umhverfismennt.

namskra_6bekkur_2012_2013_end  

http://dev.saemundarskoli.is/images/skjol_2012_2013/namskrar/namskra_6bekkur_2012_2013_end.pdf

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you