Page 1

Seljaskóli, 3. febrúar 2010 Ágætu foreldrar/forráðamenn nemenda í 8. og 9. bekk! Forvarnarfræðslan „Hættu áður en þú byrjar“ verður í skólanum fyrir börnin ykkar þar sem þau fá fræðslu um skaðsemi áfengis og fíkniefna. Fræðslan verður í 8. bekk þriðjudaginn 9. feb. kl. 08:20 9. bekk miðvikudaginn 10. feb. kl. 8:20 Fræðslan fer þannig fram að Magnús Stefánsson forvarnafulltrúi frá HÁB, „Hættu áður en þú byrjar“, talar við nemendur. Foreldrar fá sams konar fræðslu og verða því betur í stakk búnir til að ræða við börnin sín um áfengi og önnur vímuefni. Markmiðið með fræðslunni er að fá nemendur til að taka afstöðu gegn fíkniefnum og notkun þeirra. Það er nauðsynlegt að foreldrar unglinga séu vakandi gagnvart þeirri vá sem áfengi og fíkniefni eru í samfélaginu og geti rætt við börn sín um þessi mál.

Fræðsla um skaðsemi áfengis og fíkniefna og hvað við getum gert til að sporna við neyslu unglinga Fundur fyrir foreldra og umsjónarkennara nemenda í 8. og 9. bekk verður haldinn í hátíðarsal/matsal Seljaskóla miðvikudaginn 10. febrúar kl. 18.00-20.00 Sýnd verður ný íslensk mynd þar sem veruleikanum í fíkniefna-heiminum er brugðið upp og viðtöl tekin við fólk sem misst hefur tök á lífi sínu

Er barnið þitt öruggt? Mætum öll í fræðsluna! Jóhanna Gestsdóttir, aðstoðarskólastjóri Guðný Pálsdóttir, náms- og starfsráðgjafi

Marita_foreldrabref_8._og_9.b.2010  

http://seljaskoli.is/images/stories/skjol/Marita_foreldrabref_8._og_9.b.2010.doc