Page 1

Leikskólinn Klambrar Grænfánaskýrsla 2010

Umsókn til Landverndar um grænfána Reykjavík mars 2010


Leikskólinn Klambrar Háteigsveg 33 Sími: 511-1125 netfang: klambrar@klambrar.is heimasíða: www.klambrar.is

Reykjavík mars 2010

Skýrsla leikskólans Klambrar fyrir umsókn um Grænfánann 2010

Inngangur Leikskólinn Klambrar er staðsettur við Háteigsveg 33 og var opnaður í maí 2002. Klambrar er 4ra deilda leikskóli með tæplega 90 börn og rúmlega 20 starfsmenn. Allt frá opnun leikskólans hefur stefna hans verið á að geta flaggað Grænfána. Leiðin hefur verið þyrnum stráð og brösótt á köflum en eins og sagt er þá var Róm ekki byggð á einum degi. Klambrar urðu skóli á grænni grein haustið 2005. Haldin var samkeppni um slagorð Klambra og vinninginn hlaut slagorðið ,,KLAMBRAR ALLTAF Á GRÆNNI GREIN“.


Umhverfisnefnd Strax við opnun Klambra var byrjað að predika um endurvinnslu og moltugerð þó svo að formleg umhverfisnefnd hafi ekki verið stofnuð fyrr en í lok ágúst 2005. Í umhverfisnefndinni er einn fulltrúi frá hverri deild, einn úr eldhúsi, einn stjórnandi og einn frá sérkennslu. Ekki hefur tekist að lokka fulltrúa úr röðum foreldra en þar sem talsvert er um starfsmannabörn þá kemur fulltrúi foreldra einnig úr röðum starfsmanna. Umhverfisnefndarfundir eru að jafnaði einu sinni í mánuði þar sem rætt er hvernig gangi, hvað megi betur fara og það allra mikilvægasta hvernig takist að fá börnin í græna liðið og huga að náttúrunni og umhverfinu. Allt starfsfólk Klambra er virkjað í umhverfisátt, enginn getur allt en allir geta eitthvað!!! Meðlimir umhverfisnefndar eiga að vera leiðandi í umhverfisátt og boða fagnaðarerindið ásamt því að vera góðar fyrirmyndir. Nokkrar af mörgum ákvörðunum nefndarinnar eru; skola mjólkurfernur, matarleifar að undanskildum fiski og kjöti fara í moltutunnu, pappír, plast, gler er flokkað, pokar fjarlægðir úr ruslafötum að undanskilinni bleyjufötu á yngstu deildinni. Eitt það mikilvægasta sem við miðlum til barnanna er góð upplifun af umhverfinu og náttúrunni. Á starfsmannafundi haustið 2002 var haldin örlítil umhverfismessa og má segja að þar hafi fræinu verið sáð. Fundargerð frá starfsmannafundi 2002 – sjá fylgiskjal 1 Sýnishorn af fundargerð – sjá fylgiskjal 2


Mat á stöðu umhverfismála Haustið 2005 var ákveðið að taka umhverfismálin af meiri festu og skipulagi. Starfsfólk fyllti út gátlista til að hægt væri að gera sér grein fyrir því hvar við stæðum.. Gátlisti haust 2005 – sjá fylgiskjal 4 Gátlisti haust 2009 – sjá fylgiskjal 5

Áætlanir um aðgerðir og markmið Í sameiningu voru samin umhverfismarkmið Klambra sem m.a. innihéldu eflingu útikennslu, endurnýtingu, pappírssparnað og orkusparnað. Ótrúlega vel hefur gengið að ná markmiðunum kannski má þakka því að hugsunin á Klömbrum hefur alltaf verið sú að gefa sér tíma og fara rólega í verkefnin, gera umhverfismenntina að jafn sjálfsögðum hlut í daglega starfinu og að borða eða leika sér. Þegar byrjað var að molta voru tvær moltutunnur settar í garðinn og tvær innimoltutunnur keyptar. Svo vel hefur gengið að búið er að kaupa þriðju moltutunnuna og þriðja kassann. Börnin hafa tekið þátt í að velja nafn á þessi ílát t.d. eru innimoltutunnurnar kallaðir Svarti Pétur, stóru moltutunnurnar Kannika og ein pappírstunnan Jón tunna. Umhverfismarkmið Klambra – sjá fylgiskjal 3


Eftirlit og endurmat Óhætt er að segja að nánast á hverjum degi eigi sér stað mat á stöðu umhverfismála í leikskólanum, á starfsmannafundum þ.e. á meðan þeir voru haldnir, á deildarstjórafundum og deildarfundum eru alltaf teknar nokkrar mínútur til að fara yfir stöðu og þróun umhverfismála. Í okkar daglega tali erum við ófeimin við að spyrja hvert annað og leita ráða þannig liggur umhverfishugsunin alltaf í loftinu og er vakandi.

Fræðsla Í gegnum hið daglega starf eru börnin frædd um umhverfismál. Í samverustund, hópastarfi, útiveru erum við vakandi fyrir umhverfi okkar jafnt með innlögn frá kennara sem og sjálfssprottnar hugmyndir frá börnunum. Þematengd verkefni hafa verið unnin sérstaklega á elstu deildunum s.s. í tengslum við vatn. Meðvituð ákvörðun hefur verið tekin um að stofna ekki sérstaka umhverfisnefnd barna. Við höfum fundað nokkrum sinnum með börnunum en okkur finnst ekki ástæða til að kenna leikskólabörnum fundarsetur vegna þess að okkur finnst miklu nær að nota samverustundirna og þá hópastarfið og að samþætta starfið. Einnig finnst okkur ekki gaman á of formlegum fundum og hugnast ekki að kenna börnunum það. En við ræðum reglulega saman í misstórum hópum s.s. í samverustund eða hópastarfi um umhverfismál. Börnunum á Klömbrum er ekkert ómögulegt og telja sig vel geta búið til grænan fána bara ef þau fá grænt efni til þess og finnst ástæðulaust að sækja sérstaklega um slíkan fána.


Kynning á stefnunni Í tali starfsmanna og barna Klambra kemur berlega fram að okkur er umhugað um náttúru okkar og umhverfi. Fréttir berast heiman frá börnunum þar sem þau eru að boða fjölskyldu sinni fagnaðarerindið, einnig hafa starfsmenn tekið til við endurnýtingu á sínum eigin heimilum. Það að útskrifa elstu börnin með góða umhverfislega meðvitund skilar sér upp á næsta skólastig. Mikið af myndum er tekið af starfinu á Klömbrum og þar með verður starf leikskólans sýnilegra fyrir foreldrum. Einnig erum við dugleg við að biðla til foreldra með að gefa okkur endurnýtanlegan efnivið. Klambrar eru einn af fjórum Bugðuleikskólunum en Bugða er lærdómssamfélag sem lærir af og með börnum. Þessir leikskólar eru Rauðhóll, Brákarborg, Garðaborg og Klambrar. Bugða var stofnuð í október 2007. Eitt af því sem að Bugðuskólarnir eiga sameiginlegt er umhverfismennt og hafa Klambrar oftar en ekki leiðbeint hinum í umhverfismálum þó ekki séu þeir fyrstir til að fá Grænfánann. Klambrar stefna á að vera leiðandi í umhverfismennt á Holtinu…boða fagnaðarerindið til Fjöltækniskólans, Háskóla Íslands (KHÍ), Háteigsskóla, Nóaborgar, Stakkaborgar, og þó víðar væri leitað. Gott ef að kirkjurnar á holtinu fá ekki að fljóta með.


Umhverfissáttmálinn Umhverfissáttmálinn var unninn með tilliti til umhverfismarkmiða Klambra. Umhverfisnefndin samdi hann en hafði í huga hvernig gengið hefði í umhverfismennt undanfarin ár með sérstöku tilliti til þess að börnin væru virkir þátttakendur. Börnin þátttakendur í umhverfismenntinni Markviss útikennsla Endurvinnsla og nýtni Virðing fyrir umhverfinu Minni notkun á öllu

Lokaorð Eins og fram hefur komið hafa Klambrar verið á grænni grein síðan í ágúst 2005. Mörgum finnst þetta eflaust langur tími sem það reyndar er en hann hefur að okkar mati verið vel nýttur. Stefna okkar hefur alltaf verið sú að krækja í Grænfánann en sú ákvörðun að leggja inn umsókn vegna hans 5 árum síðar er meðvituð. Tíminn hefur verið nýttur til að festa endurvinnslu og umhverfisvitund í andrúmi leikskólans. Í þessari skýrslu væri eflaust hægt að skrifa meira, útskýra og kafa dýpra en sú ákvörðun var tekin að gefa ljósmyndum mikið pláss því það má til sanns vegar færa að ein mynd segir meira en þúsund orð. Við erum bjartsýn og horfum jákvæðum augum til framtíðar og ætlum okkur að gera enn betur og í sameiningu að þróa okkur í átt til betri heims.

Þóra Þorvaldsdóttir Aðstoðarleikskólastjóri

Oddný Rún Ellertsdóttir Leikskólakennari


Fylgiskjal 1 Tekið úr fundargerð frá 5. Nóv. 2002 9. Þóra með Umhverfismessu, Endurvinnsla, Fernur,Dagblöð o.fl. Taka til athugunar að allir geri sitt í endurvinnslu. Koma upp systemi með poka fyrir cheriosi o.s.fr. Einnig til að henda rusli, bleijum o.fl. Byrja smátt og halda svo áfram. Fylgiskjal 2 Leikskólinn Klambrar Umhverfisnefndarfundur 28. janúar 2009 kl. 10-10:30 Mættir: Smári frá eldhúsi, Alla frá Túni, Sturla frá Holti, Valdís frá Teig, Þóra og Hanna frá stjórninni, Anita frá Hlíð. Enn vantar foreldri til að vera með okkur eða gefa okkur ábendingar en þó eru starfsmenn líka foreldrar. Farið yfir fundargerð Þarf að setja inn á netið um hvað er gert – er verið að vinna í því. Allir passi upp á að sinna sínum hlutverkum. Bæta við tunnu á kaffistofu undir lífrænan úrgang. Umhverfisvikan gekk vel að allra mati – ætlum að bæta upplýsingum á netið tengt efninu – það er í vinnslu að fleiri læri að setja á netið og myndir líka. Framhaldið er að styrkja heimasíðuna – og halda áfram starfinu sem er verið að vinna og gera það alltaf með börnunum. Nýta pappír betur – nota meira pappakassa sem leikefni. Nota náttúruefniviðinn í leik barnanna. Þegar vorar bæta þá kryddjurtum við á sáninguna. Eldhúsið tekur þátt í að safna því sem hægt er að nýta – pokum, kössum o.s.fr. ætla að taka aðeins þátt í að molta með ávaxta og grænmetisafgöngum og kaffikorg.

Muna að molta alltaf með börnunum…

Fundarritari Hanna/Þóra


Fylgiskjal 3

Umhverfismarkmið Klambra Efla útikennslu Virðing – Góð umgengni úti sem inni Endurnýta það sem hægt er í skólanum Pappírssparnaður og endurvinnsla Plast endurnýta og minnka notkun Orka – fara sparlega með


Fylgiskjal 4

Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein Skóli: Leikskólinn Klambrar Skólaárið: 2005-2006 Gert 1/11 05


Innkaup / nýtni – til að spara auðlindir og minnka rusl 1. Lögð er áhersla á að kaupa til skólans vandaða hluti sem endast vel. 2. Pappír er sparaður; * skjöl sem eru meira en ein síða eru prentuð á báðar hliðar blaðs, * ljósritað er báðum megin á blöð, * afgangs pappír er aðgengilegur þar sem verið er við vinnu, * afgangs pappír er notaður sem risspappír eða í föndur, * umslög eru opnuð varlega, oft má nota þau aftur, * tölvupóst er notaður til samskipta eins mikið og mögulegt er, - innan skólans, - á milli heimila og skóla, * tauhandklæði eru notuð í stað pappírs þar sem mögulegt er, * tuskur eru notaðar í stað pappírs, svo sem eldhúspappírs, til að þurrka upp eða þrífa, * Systkinalisti yfir nemendur kemur í veg fyrir að

Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein

já x

nei

Athugasemd – áætlun um aðgerð Má huga betur að smáinnkaupum

x x x x x x

En má gera betur

x ?

?

Er ekki forsenda Er verið að bæta úr Heilbrigðiseftirlitið segir nei

x

x

Má gera betur

x 2


bréf frá skólanum fari í mörgum eintökum inn á sama heimili. 3. Rafhlöður eru sparaðar; * vasareiknar eru með sólarrafhlöðum, * hlaðanlegar rafhlöður eru notaðar í stað einnota. 4. Mjólk og safi er keypt í stórum umbúðum; * fyrir starfsfólk, * fyrir nemendur. 5. Þeir sem koma með nesti eru með það í boxum en ekki einnota pokum eða pappír. 6. Aðeins eru notaðir fjölnota borðbúnaður og leirtau í skólanum. 7. Allir eru með sína merktu bolla til að draga úr uppþvotti. 8. Fyllt er á tónerhylki í prenturum í stað þess að kaupa ný. 9. Gert er við það sem bilar eða skemmist frekar en að kaupa nýtt. 10. Einnota hlutir, s.s. plastpokar í ruslafötur, eru ekki notaðir eða af ýtrustu sparsemi.

Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein

Ekki mikið notað x x x Er ekki x x

Má laga

x

ath

x

Yfirleitt reynt x

Má gera betur

3


Meðhöndlun á rusli já 1. Flokkunarstöð er í skólanum aðgengileg öllum. 2. Allir sem að skólanum standa þekkja reglur skólans um flokkun á rusli; * nemendur, * kennarar, * skólastjórnendur, * húsvörður, * allt annað starfsfólk skólans, * ræstingafólk, * foreldrar. 3. Flokkað og sent til endurvinnslu er; * gæðapappír, * blandaður pappír, * fernur, * bylgjupappi, * gosílát (dósir og flöskur), * gler (krukkur o.fl.), * málmar ( niðursuðudósir, sprittkertabotnar,

málmafgangar),

Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein

nei

Athugasemd – áætlun um aðgerð

Má gera betur x x Því miður ekki til x ?? ?? Erum með tunnu – skoðist betur ?? Lítið notað x x x x

4


* rafmagnsvörur og tæki, * rafhlöður, * spilliefni (t.d. málningarafgangar), * flúrperur og sparperur (spilliefni), * föt og klæði, * kertaafgangar. 4. Lífrænir afgangar eru jarðgerðir, af nesti, úr eldhúsum og sag frá smíðastofu.

Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein

x x Nánast ekkert í gangi ?? x x

Notum nánast ekkert Ekki byrjað

5


Innkaup / rekstur – til að minnka mengun já 1. Keyptar eru vörur og efni með viðurkenndum umhverfismerkjum; * gólfhreinsiefni, * uppþvottalögur, * handsápa, * gólfbón, * pappír, * umslög, * tölvur og skrifstofutæki, * ísskápar (án KFK-efna, framleiddir eftir 1994)1, * rafhlöður, * salernispappír, * eldhúspappír, * kaffisíur, 2. Aðeins eru notaðar rafhlöður án kadmíum og kvikasilfurs t.d. alkaline eða NiMH rafhlöður. 3. Gluggatjöld, og aðrir hlutir úr taui, eru úr efni sem má þvo.

nei

Athugasemd – áætlun um aðgerð Það sem ekki er merkt við er spurning sem við vitum ekki

x

x

1

KFK eru klór-flúor-kolefni. Slík efni leita hátt upp í andrúmsloftið og skemma ósonlag Jarðar en ósonlagið verndar Jörðina fyrir hættulegum útfjólubláum geilsum sólar.

Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein

6


4. Skriffæri og skrifstofuáhöld eru keypt af yfirvegun, helst; * ólakkaðir tréblýantar eða skrúfblýantar, * vatnsleysanlegt túss á pappír og töflur, * vatnsleysanlegt lím, 5. Forðast er að kaupa plasthluti sem innihalda PVC. Lögð er áhersla á að plastvörur séu úr plasti sem hægt er að endurvinna (pólýester) eða brotnar niður í birtu (PP-plast)2; * plastpokar, * límband, bókaplast, * plasthulstur, möppur, * glærur, * leir, kennaratyggjó. 6. Öll sápa er notuð í hófi, á Íslandi er auðvelt að þvo úr heitu vatni. 7. Notaðir eru örtrefjaklútar við hreingerningu. 8. Forðast er að kaupa miklar umbúðir t.d. með því að kaupa inn í stórum einingum.

x x x

? ? ? ? ? x x x

2

Plastefni eru mjög fjölbreytt. PVC myndar díoxín þegar það brotnar niður en díoxín er eitrað. Sumt plastefni er hægt að endurvinna eins og það í gosflöskunum og annað efni er viðkvæmt fyrir höggum og brotnar niður í sólarljósi. Mjög oft vantar hráefnisheiti á umbúðir sem gerir umhverfishæf innkaup erfið.

Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein

7


Umgengni og nánasta umhverfi já 1. Enginn er á útiskóm inni. 2. Áhersla er lögð á að hafa heilsusamlegt umhverfi innan húss t.d. góða loftræstingu. 3. Öll hættuleg efni eru merkt á réttan hátt og geymd á öruggum stað (í ræstikompum, í náttúrustofu). 4. Við bílastæðin eru skilti þar sem bílstjórar eru beðnir um að drepa á bílvél á meðan að beðið er (foreldrar, rútubílstjórar og flutningabílstjórar). 5. Reglulega er farið um skólalóðina; * rusl tínt af lóðinni og því komið í viðeigandi förgun, * kannað hvort eitthvað er skemmt eða bilað og þá lagfært. 6. Á skólalóð er ekki notað skordýra- eða plöntueitur. 7. Leitast er við að hafa fjölbreytt umhverfi á skólalóð; * svæði með “landslagi” ekki síður en slétta velli, * haldið er í náttúrulegt umhverfi, grjót, gróður, vatn, * lögð er áhersla á að hafa sem fjölbreytilegastan gróður bæði tré og plöntur, * náttúrulegum plöntum úr nágrenninu er komið fyrir í viðeigandi umhverfi, þurrlendi, deiglendi, tjörn,

Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein

nei x

x

Athugasemd – áætlun um aðgerð ? viljum við breyta þessu ? Vantar viftu í miðrými

x

Má skoða betur x

x

Má gera betur

x x x x x x x

8


* grasflötum er haldið óslegnum, a.m.k. að hluta svo að plöntur fái dreift fræjum, * nemendur taka þátt í að rækta matjurtir í x skólagarði, * fuglar eru laðaðir að skólalóðinni t.d. með því að; * gefa þeim í vetrarhörkum, x * útbúa fyrir þá fuglahús, * rækta á lóðinni tré og runna ríkuleg af berjum. 8. Nemendur eigna sér uppáhaldsstað. 9. Nemendur “taka flag í fóstur”. 10. Skólinn tekur þátt í eða skipuleggur hreinsunardag hverfisins. 11. Nemendur þekkja vernduð eða friðlýst svæði í nágrenninu og taka þátt í verkefnum þar.

Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein

x x x x x x

En við notum umhverfið mjög mikið og eigum allt holtið

9


Flutningar og ferðir já 1. Fólk er hvatt til að ganga/hjóla/koma í strætó í skólann; * nemendur, * kennarar og annað starfsfólk, * foreldrar. 2. Þeir sem koma á bílum leitast við að samnýta bíla. 3. Á skólalóðinni er aðstaða til að geyma hjól undir skyggni. 4. Innkaup og vöruflutningar til skólans eru vel skipulagðir til að halda flutningum í lágmarki. 5. Keyptar eru íslenskar vörur eins og mögulegt er. 6. Forðast er að kaupa vörur/matvæli sem hafa verið fluttar inn frá fjarlægum löndum.

Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein

nei

Athugasemd – áætlun um aðgerð

x x x x

?

x x

x

Verðið skiptir mestu Verðið aftur

10


Orka og vatn já 1. Gluggatjöld eru; * dregin frá þegar bjart er til að nýta dagsbirtuna, * en dregin fyrir þegar dimmt er og um nætur til einangrunar. 2. Notaðar eru sparperur í stað glópera. 3. Dregið er úr lýsingu þar sem hægt er t.d. með að fækka perum í ljósastæðum í lofti. 4. Ljós eru slökkt þar sem enginn er. 5. Ljós eru slökkt þar sem dagsbirtan nægir. 6. Skrifstofutæki skólans (t.d. tölvur og ljósritunarvélar) fara sjálfkrafa í orkusparandi stillingu þegar þau eru ekki í notkun. 7. Slökkt er á tölvum og tækjum yfir nótt og í fríum. 8. Lækkað er á ofnum og slökkt á loftræstingu í öllum fríum. 9. Fylgst er reglulega með rafmagnsnotkun í skólanum. 10. Fylgst er reglulega með notkun á heitu vatni. 11. Fylgst er reglulega með notkun á köldu vatni. 12. Þvotta- og uppþvottavélar eru fylltar áður en þær þvo.

Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein

nei

Athugasemd – áætlun um aðgerð

x x x Vitum ekki – okkur veitir ekki af lýsingunni x x

? fólk hugsar lítið um það Ljósritunarvélin vitum ekki með tölvurnar

x stundum x x x x

Lang oftast

11


13. Vatn er ekki látið renna að óþörfu og strax gert við leka krana. 14. Ef endurnýja þarf klósett er keypt vatnssparandi klósett. 15. Leitast er við að nýta vatn af þökum t.d. til að viðhalda tjörnum og votlendi á skólalóð.

Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein

x

Má minna börnin á þetta Við höfum ekkert val en er gert x

12


Kynning og menntun Já 1. Umhverfisstefna skólans er skýr og öllum aðgengileg. 2. Nýir nemendur í skólanum eru strax fræddir um umhverfisstefnu skólans. 3. Foreldrar eru vel upplýstir um umhverfisstefnu skólans og minntir á hana við og við. 4. Nýtt starfsfólk skólans fær strax kynningu á umhverfisstefnu skólans. 5. Umhverfismennt er samþætt skólanámskrá skólans í; * 1. bekk, * 2. bekk, * 3. bekk, * 4. bekk, * 5. bekk, * 6. bekk, * 7. bekk, * 8. bekk, * 9. bekk, * 10. bekk. 6. Nemendur fá markvissa útikennslu til að læra að

Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein

nei x x

x ?

Athugasemd – áætlun um aðgerð Er í mótun Er í mótun Á foreldrafundi

?

Nokkuð misjafnt hversu tíminn er góður Já hún samþættist inn í allt okkar starf

x

Ekki nógu markvissa en þó er hún til staðar

13


þekkja og bera virðingu fyrir nánasta umhverfi skólans og hverfisins. 7. Við slökkvara og rafmangstæki er fólk minnt á að slökkva. 8. Í anddyri skólans er tafla þar sem hengdar eru upplýsingar og auglýsingar um umhverfismál. 9. Nemendur læra um pappír (og önnur efni). * hvernig pappír er framleiddur * hvernig sé hægt að spara pappír * hvernig pappír er endurunninn 10. Nemendur fá þjálfun og leiðsögn í almenningsíþróttum og útivist; * gönguferðum, * hjólreiðum, * ganga á skíðum * skauta (úti). 11. Skólinn hvetur til sérstakra þemadaga í hverfinu, göngu-, hjólreiða-, útivistar- eða hreinsunardaga.

Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein

x

Má laga

x x x x x

x x x x x

14


Skrefin sjö að Grænfánanum 1. Í skólanum starfar umhverfisnefnd. 2. Í skólanum hefur staða umhverfismála verið metin. 3. Gerð hefur verið áætlun aðgerðir og markmið. 4. Stöðugt eftirlit og endurmat er í gangi. 5. Nemendur fá fræðslu um umhverfismál. 6. Skólinn kynnir stefnu sína út á við og fær aðra með. 7. Skólinn hefur sett sér umhverfissáttmála.

Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein

já x x

nei

Athugasemd – áætlun um aðgerð Erum að því Byrjað markvisst

x x x

Má laga Það er í vinnslu

15


Fylgiskjal 5

Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein Skóli: Leikskólinn Klambrar Skólaárið: Gert í apríl og maí 2009 Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein

16


Innkaup / nýtni – til að spara auðlindir og minnka rusl 1. Lögð er áhersla á að kaupa til skólans vandaða hluti sem endast vel. 2. Pappír er sparaður; * skjöl sem eru meira en ein síða eru prentuð á báðar hliðar blaðs, * ljósritað er báðum megin á blöð, * afgangs pappír er aðgengilegur þar sem verið er við vinnu, * afgangs pappír er notaður sem risspappír eða í föndur, * umslög eru opnuð varlega, oft má nota þau aftur, * tölvupóst er notaður til samskipta eins mikið og mögulegt er, - innan skólans, - á milli heimila og skóla, * tauhandklæði eru notuð í stað pappírs þar sem mögulegt er, * tuskur eru notaðar í stað pappírs, svo sem eldhúspappírs, til að þurrka upp eða þrífa, * Systkinalisti yfir nemendur kemur í veg fyrir að

Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein

já x

nei

Athugasemd – áætlun um aðgerð Ikea kaupin hafa minnkað

x

Vandkvæðum bundið

x

Prentari bíður ekki upp á það

x x x x

Hanna gerir líka núna! Mjög mikið

x x x

Líka ? hreinlæti

x

Má klikka á þessu - lagast

x

Tölvupóstur mest notaður 17


bréf frá skólanum fari í mörgum eintökum inn á sama heimili. 3. Rafhlöður eru sparaðar; * vasareiknar eru með sólarrafhlöðum, * hlaðanlegar rafhlöður eru notaðar í stað einnota. 4. Mjólk og safi er keypt í stórum umbúðum; * fyrir starfsfólk, * fyrir nemendur. 5. Þeir sem koma með nesti eru með það í boxum en ekki einnota pokum eða pappír. 6. Aðeins eru notaðir fjölnota borðbúnaður og leirtau í skólanum. 7. Allir eru með sína merktu bolla til að draga úr uppþvotti. 8. Fyllt er á tónerhylki í prenturum í stað þess að kaupa ný. 9. Gert er við það sem bilar eða skemmist frekar en að kaupa nýtt. 10. Einnota hlutir, s.s. plastpokar í ruslafötur, eru ekki notaðir eða af ýtrustu sparsemi.

Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein

x x x x x

Notum lítið Vorum með belju – skoðað ekki hagkvæmt….

x

Oftast nema í neyðartilfellum

x

x

Sumir má bæta

x

x

Suma sem hægt er

x

Þetta þarf að laga t.d. myndlistaverk-taupokar…

18


Meðhöndlun á rusli 1. Flokkunarstöð er í skólanum aðgengileg öllum. 2. Allir sem að skólanum standa þekkja reglur skólans um flokkun á rusli; * nemendur, * kennarar, * skólastjórnendur, * húsvörður, * allt annað starfsfólk skólans, * ræstingafólk, * foreldrar. 3. Flokkað og sent til endurvinnslu er; * gæðapappír, * blandaður pappír, * fernur, * bylgjupappi, * gosílát (dósir og flöskur), * gler (krukkur o.fl.), * málmar ( niðursuðudósir, sprittkertabotnar,

málmafgangar),

Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein

já x

nei

Athugasemd – áætlun um aðgerð Aldrei-varla er hægt að fullyrða með ALLA

x x x Enn og aftur þá er hann því miður ekki til… x ?

?

Þjónustan er aðkeypt frá ISS sögð vistvæn Vitum ekki fyrir víst erfitt að segja

x x x x x x x

x

Sumt þarf að bæta frá eldhúsi

19


* rafmagnsvörur og tæki, * rafhlöður, * spilliefni (t.d. málningarafgangar), * flúrperur og sparperur (spilliefni), * föt og klæði, * kertaafgangar. 4. Lífrænir afgangar eru jarðgerðir, af nesti, úr eldhúsum og sag frá smíðastofu.

Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein

x x x

Blekhylki fara í flokkun

x

Mæðrastyrksnefnd eða Rauði kross Eru engir Moltum en ekki allt frá eldhúsi

x x x

20


Innkaup / rekstur – til að minnka mengun 1. Keyptar eru vörur og efni með viðurkenndum umhverfismerkjum; * gólfhreinsiefni, * uppþvottalögur, * handsápa, * gólfbón, * pappír, * umslög, * tölvur og skrifstofutæki, * ísskápar (án KFK-efna, framleiddir eftir 1994)3, * rafhlöður, * salernispappír, * eldhúspappír, * kaffisíur, 2. Aðeins eru notaðar rafhlöður án kadmíum og kvikasilfurs t.d. alkaline eða NiMH rafhlöður. 3. Gluggatjöld, og aðrir hlutir úr taui, eru úr efni sem má þvo.

já x x

x x x x x x x

x

nei x

Athugasemd – áætlun um aðgerð

Frá Iss ? ? vitum ekki ? aðkeypt miðlægt Ef hægt Kemur miðlægt Opnuðum 2002 Höldum það

Höldum það

Rúllu – skrín voða fínt

3

KFK eru klór-flúor-kolefni. Slík efni leita hátt upp í andrúmsloftið og skemma ósonlag Jarðar en ósonlagið verndar Jörðina fyrir hættulegum útfjólubláum geilsum sólar.

Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein

21


4. Skriffæri og skrifstofuáhöld eru keypt af yfirvegun, helst; * ólakkaðir tréblýantar eða skrúfblýantar, * vatnsleysanlegt túss á pappír og töflur, * vatnsleysanlegt lím, 5. Forðast er að kaupa plasthluti sem innihalda PVC. Lögð er áhersla á að plastvörur séu úr plasti sem hægt er að endurvinna (pólýester) eða brotnar niður í birtu (PP-plast)4; * plastpokar, * límband, bókaplast, * plasthulstur, möppur, * glærur, * leir, kennaratyggjó. 6. Öll sápa er notuð í hófi, á Íslandi er auðvelt að þvo úr heitu vatni. 7. Notaðir eru örtrefjaklútar við hreingerningu. 8. Forðast er að kaupa miklar umbúðir t.d. með því að kaupa inn í stórum einingum.

x

Verðlag skiptir alltaf máli ? ? Höfum bara ekkert vit á PVC og við förum bara vel með allt og kaupum með ce merkinu

x x x x

Reynt og notað í hófi.. Minnkandi og endurnýtt Lítið notaðar Verðlag ræður för

x

x x x x

4

Plastefni eru mjög fjölbreytt. PVC myndar díoxín þegar það brotnar niður en díoxín er eitrað. Sumt plastefni er hægt að endurvinna eins og það í gosflöskunum og annað efni er viðkvæmt fyrir höggum og brotnar niður í sólarljósi. Mjög oft vantar hráefnisheiti á umbúðir sem gerir umhverfishæf innkaup erfið.

Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein

22


Umgengni og nánasta umhverfi já 1. Enginn er á útiskóm inni. x 2. Áhersla er lögð á að hafa heilsusamlegt umhverfi innan x húss t.d. góða loftræstingu. 3. Öll hættuleg efni eru merkt á réttan hátt og geymd á x öruggum stað (í ræstikompum, í náttúrustofu). 4. Við bílastæðin eru skilti þar sem bílstjórar eru beðnir x um að drepa á bílvél á meðan að beðið er (foreldrar, rútubílstjórar og flutningabílstjórar). 5. Reglulega er farið um skólalóðina; x * rusl tínt af lóðinni og því komið í viðeigandi förgun, x * kannað hvort eitthvað er skemmt eða bilað og þá x lagfært. 6. Á skólalóð er ekki notað skordýra- eða plöntueitur. 7. Leitast er við að hafa fjölbreytt umhverfi á skólalóð; * svæði með “landslagi” ekki síður en slétta velli, x * haldið er í náttúrulegt umhverfi, grjót, gróður, vatn, x * lögð er áhersla á að hafa sem fjölbreytilegastan x gróður bæði tré og plöntur, * náttúrulegum plöntum úr nágrenninu er komið fyrir í x viðeigandi umhverfi, þurrlendi, deiglendi, tjörn,

Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein

nei

Athugasemd – áætlun um aðgerð Þurrkum vel af þeim viljum ekki táfýlu frammi Vel loftað út og viftan komin Notum mjög takmarkað Ekki mjög sýnileg

skráð

x

Höldum það oftast ekkert gert

En okkur vantar fleiri tré erum alltaf að reyna – höldum áfram Eigum ótrúlega marga frábæra staði út um allt , eldfjallið, vatnshólinn, klambratún og svo miklu meira… 23


* grasflötum er haldið óslegnum, a.m.k. að hluta svo að x plöntur fái dreift fræjum, * nemendur taka þátt í að rækta matjurtir í x skólagarði, * fuglar eru laðaðir að skólalóðinni t.d. með því að; * gefa þeim í vetrarhörkum, x * útbúa fyrir þá fuglahús, * rækta á lóðinni tré og runna ríkuleg af berjum. x 8. Nemendur eigna sér uppáhaldsstað. 9. Nemendur “taka flag í fóstur”. 10. Skólinn tekur þátt í eða skipuleggur hreinsunardag hverfisins. 11. Nemendur þekkja vernduð eða friðlýst svæði í nágrenninu og taka þátt í verkefnum þar.

Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein

Já það er nánast aldrei slegið

Eitt að markmiðum elstu barnanna Viljum fá fleiri Já staðina sem var talið upp í lok 7 Misjafnt á milli ára x x

24


Flutningar og ferðir já 1. Fólk er hvatt til að ganga/hjóla/koma í strætó í skólann; * nemendur, * kennarar og annað starfsfólk, * foreldrar. 2. Þeir sem koma á bílum leitast við að samnýta bíla. 3. Á skólalóðinni er aðstaða til að geyma hjól undir skyggni. 4. Innkaup og vöruflutningar til skólans eru vel skipulagðir til að halda flutningum í lágmarki. 5. Keyptar eru íslenskar vörur eins og mögulegt er. 6. Forðast er að kaupa vörur/matvæli sem hafa verið fluttar inn frá fjarlægum löndum.

nei

Athugasemd – áætlun um aðgerð

x x x

Erum að reyna að eignast hjól Vitum það ekki

x x x Kaupum það sem er hollt og gott og oft íslenskt en að lokum ræður verlagið

Á Að teikna hér Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein

25


eða hvað er þetta umhverfisvænt að hafa tómt blað eða athugun á hvort maður taki eftir þessu ?

Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein

26


Orka og vatn já 1. Gluggatjöld eru; * dregin frá þegar bjart er til að nýta dagsbirtuna, * en dregin fyrir þegar dimmt er og um nætur til einangrunar. 2. Notaðar eru sparperur í stað glópera. 3. Dregið er úr lýsingu þar sem hægt er t.d. með að fækka perum í ljósastæðum í lofti. 4. Ljós eru slökkt þar sem enginn er. 5. Ljós eru slökkt þar sem dagsbirtan nægir. 6. Skrifstofutæki skólans (t.d. tölvur og ljósritunarvélar) fara sjálfkrafa í orkusparandi stillingu þegar þau eru ekki í notkun. 7. Slökkt er á tölvum og tækjum yfir nótt og í fríum. 8. Lækkað er á ofnum og slökkt á loftræstingu í öllum fríum. 9. Fylgst er reglulega með rafmagnsnotkun í skólanum. 10. Fylgst er reglulega með notkun á heitu vatni. 11. Fylgst er reglulega með notkun á köldu vatni. 12. Þvotta- og uppþvottavélar eru fylltar áður en þær þvo.

Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein

nei

Athugasemd – áætlun um aðgerð

x Sumstaðar – ekki algilt x x

Slökkvum í mannlausum herbergjum

x x x

x

Þarf alltaf að minna á þetta Má ekki verða myrkrakompa

x

Þarf að bæta að allir geri

x x x x

27


13. Vatn er ekki látið renna að óþörfu og strax gert við leka krana. 14. Ef endurnýja þarf klósett er keypt vatnssparandi klósett. 15. Leitast er við að nýta vatn af þökum t.d. til að viðhalda tjörnum og votlendi á skólalóð.

Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein

x x x

Okkur hugnast þetta ekki vegna staðsetningar og mengunar inni í miðri Reykjavík

28


Kynning og menntun 1. Umhverfisstefna skólans er skýr og öllum aðgengileg. 2. Nýir nemendur í skólanum eru strax fræddir um umhverfisstefnu skólans. 3. Foreldrar eru vel upplýstir um umhverfisstefnu skólans og minntir á hana við og við. 4. Nýtt starfsfólk skólans fær strax kynningu á umhverfisstefnu skólans. 5. Umhverfismennt er samþætt skólanámskrá skólans í;

Já x x x

nei

Athugasemd – áætlun um aðgerð Á að vera það Þeir taka það inn fljótt Á að vera svo

x x

Leikskólanum og eykst með auknum aldri – skref fyrir skref hjá börnum og kennurum…

* 1. bekk, * 2. bekk, * 3. bekk, * 4. bekk, * 5. bekk, * 6. bekk, * 7. bekk, * 8. bekk, * 9. bekk, * 10. bekk.

Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein

29


6. Nemendur fá markvissa útikennslu til að læra að þekkja og bera virðingu fyrir nánasta umhverfi skólans og hverfisins. 7. Við slökkvara og rafmangstæki er fólk minnt á að slökkva. 8. Í anddyri skólans er tafla þar sem hengdar eru upplýsingar og auglýsingar um umhverfismál. 9. Nemendur læra um pappír (og önnur efni). * hvernig pappír er framleiddur * hvernig sé hægt að spara pappír * hvernig pappír er endurunninn 10. Nemendur fá þjálfun og leiðsögn í almenningsíþróttum og útivist; * gönguferðum, * hjólreiðum, * ganga á skíðum * skauta (úti). 11. Skólinn hvetur til sérstakra þemadaga í hverfinu, göngu-, hjólreiða-, útivistar- eða hreinsunardaga.

Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein

x

Mætti vera markvissari á öllum aldri allt árið. Starfsfólkið mætti fatta að það er að sinna útikennslu þegar það er með verkefni í garðinum!!!! Mætti vera á fleiri stöðum

x x

Má bæta úr því

x x x x

En þó eru hjóladagar á eldri deildunum Ekki hægt n.ei………….ulla, mallla………..

x x x x

x

30


Skrefin sjö að Grænfánanum 1. Í skólanum starfar umhverfisnefnd. 2. Í skólanum hefur staða umhverfismála verið metin. 3. Gerð hefur verið áætlun aðgerðir og markmið. 4. Stöðugt eftirlit og endurmat er í gangi. 5. Nemendur fá fræðslu um umhverfismál. 6. Skólinn kynnir stefnu sína út á við og fær aðra með. 7. Skólinn hefur sett sér umhverfissáttmála.

já x x x x x x x

nei

Athugasemd – áætlun um aðgerð

Og alltaf í endurskoðun

Er að vinna í því

Þetta er nýjasti gátlistinn okkar tæplega ársgamall – eitthvað hefur verið lagfært síðan þarna en við sjáum ekki ástæðu til að fylla út annan að svo stöddu. Góðar stundir Klambrarar

Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein

31

Grskyrsla gatlisti  

http://www.klambrar.is/images/stories/file/Umhverfismennt/grskyrsla+gatlisti.pdf

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you