Page 1

2009 - Fréttir úr Tungumálaveri 2010

Apríl 2009 Maí 2009 - a Maí 2009 - b September 2009 Október 2009 Nóvember 2009 Desember 2009 Janúar 2010 Febrúar2010 Mars 2010 Apríl 2010 Maí 2010 Júní 2010

http://tungumalaver.reykjavik.is/


Tungumálaver, sími: 5887509, www.laugalaekjarskoli.is/tung, tungumalaver@tungumalaver.is 1. tölublað Apríl 2009

Nemendur í 8. bekk kynnast netnámi Nemendur í 8. bekk í norsku, pólsku og sænsku kynnast netnáminu sem býður þeirra næsta vetur. Þar fá nemendur fyrstu þjálfun í að stunda nám í netumhverfi, fá kynningu á viðfangsefnum og til hvers er ætlast af þeim. Nemendur hitta netnámskennarann sinn og væntanlega samnemendur.

Dagsetning

Mál

Staður

Miðvikudag 15. april

16:00

Norska

Laugalækjarskóli

Fimmtudag 16. april

17:30

Sænska

Laugalækjarskóli

Þriðjudag 21. april

16:00

Sænska

Laugalækjarskóli

Miðvikudag 22. april

17:30

Norska

Laugalækjarskóli

Þriðjudag 19. mai

16:00

Pólska

Laugalækjarskóli

Próftafla Hvenær

Hvað

Hverjir

Hvar

5. maí

Sænska

7. og 8. Staðnám

Austurbæjarskóli

7. maí

Sænska

7. og 8. Staðnám

Árbæjarskóli

11.—15. maí

Sænska, norska og pólska

Netnám

Á netinu og í síma

11.—20. maí

Danska og enska

Netnám

Á netinu og í síma

12. maí

Pólska

7. og 8. Staðnám

Laugalækjarskóli

13. maí

Pólska

7. og 8. Staðnám

Fellaskóli

13. maí

Norska

7. og 8. Staðnám

Laugalækjarskóli

14. maí

Norska

7. og 8. Staðnám

Árbæjarskóli

Fréttir úr Tungumálaveri Nemendur í pólsku kynntust Borgarbókasafni. Haldið var námskeið fyrir kennara í norsku og sænsku. Dansk rejselærer, hefur höfuðstöðvar í Tungumálaveri á meðan hún starfar í Reykjavík. Norsk—svensk filmvecka var haldin í Norræna húsinu. Foreldradagar voru haldnir í dönsku, norsku, pólsku og sænsku. Nemendur í norsku og sænsku héldu skandinavisk julefest fyrir ættingja og vini. Nemendur í pólsku héldu Nikulásarhátið með foreldrum og systkinum. Norsku- og sænskunemendur byrjuðu árið með ferð í Torgeirstaðir í Heiðmörk. Hefðbundnir kynningarfundir voru haldnir með nemendum og foreldrum að hausti. Boðið var upp á farkennaraþjónustu í tagalog. Starfsmenn tóku þátt í Hugmyndamarkaði fyrir Allar heimsins konur. Velkomin í skólann—málþingi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands Verkefninu Stærðfræðileikar. Tungumálaver fékk heimsókn frá matsteymi sérfræðinga OECD um Digital Learning Resources.

Vorverkin Æfingabúðir í netnámi fyrir 8. bekk Munnleg og skrifleg próf Svensk—norsk skoleavslutning Pólskt vorgrill Skráning nýnema


Tungumálaver, sími: 5887509, www.laugalaekjarskoli.is/tung, tungumalaver@tungumalaver.is 2. tölublað Maí 2009

Netnám fer fram í samvinnu heimaskóla og Tungumálavers. Nemandinn stundar netnám frá heimaskóla og Tungumálaver veitir aðgang að kennsluvef í viðkomandi tungumáli, samskipti við kennara og samnemendur á ráðstefnuvef, einstaklingsaðstoð, leiðbeiningar kennara og mat á framvindu náms og árangri.

Aðstaða netnámsnema í heimaskóla

Ný þjónusta

Í boði er netnám í fimm tungumálum fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla sem hafa forskot í tungumálinu; hafa búið á viðkomandi málsvæði; eiga fjölskyldu- og/eða vinatengsl á viðkomandi málsvæði; standast forkröfur sem settar eru og hafa öðlast undirstöðukunnáttu í tungumálinu sem um ræðir.

netnám og kennsluráðgjöf í pólsku

Netnám í dönsku, ensku, norsku, pólsku og sænsku

Undirstöðukunnátta

Æskilegast er að netnám sé sett á stundatöflu nemenda og/eða að þeir geti stundað námið á skólatíma. Nemendur þurfa að hafa forgang að nettengdri tölvu í með nauðsynlegustu forritum og aðgengi að síma eða Skype í þeim tímum sem þeir stunda netnámið. Sjá nánar á heimasíðu. Tölvan þarf að vera staðsett þar sem er næði og að litið sé til með nemendum á meðan þeir eru í nettímum.

Undirstöðukunnátta er skilgreind með hliðsjón af Aðalnámskrá og Evrópurammanum: Nemandi hafi góðan skilning á mæltu máli á viðkomandi tungu. Nemandi geti lesið og skilið ritaðan texta á viðkomandi máli, miðað við væntingar til þessa aldurshóps innfæddra.

Notendanafn og lykilorð eru á ábyrgð heimaskóla.

Nemandi geti óhikað haldið uppi samræðum um efni sem honum/henni er Nemendur og netkennari þurfa að hafa tengilið í heimskóla sem þeir geta leitað til eftir aðstoð við tækni og þegar hringja þarf í netkennara. kunnugt.

Kennsluráðgjöf Markmið með kennsluráðgjöf er að aðstoða þá kennara og leiðbeinendur sem hafa með höndum norsku-, pólsku- og sænskukennslu í heimaskóla við að gera kennsluna betri og markvissari. Skólar sem óska eftir kennsluráðgjöf þurfa að senda inn undirritaða umsókn (samning) í pósti, áður en námið hefst að eiga frumkvæði að sambandi við ráðgjafa og lýsa óskum sínum nánar Skólar sem kaupa kennsluráðgjöf fá sent almennar upplýsingar í upphafi skólaárs kennsluáætlun í upphafi hvers misseris jólapróf og vorpróf með úrlausnum Kennsluráðgjafi veitir upplýsingar og svarar fyrirspurnum um kennslu í viðkomandi tungumálum og veitir ráðgjöf um aðföng og kennsluhætti og gerir kennsluáætlun til viðmiðunar. velur, þróar og endurskoðar námsefni, aðstoðar við val á náms– og ítarefni. aðstoðar við námsmat, útvegar próf, úrlausnir á prófum Sjá nánar á heimasíðu.

Nemandi geti sagt óhikað frá atburðum líðandi stundar, haldið á lofti skoðunum sínum og rökstutt þær. Nemandi geti skrifað samfellda texta um ýmis efni sem tengjast áhugasviði sínu.

Gjaldskrá Netnám Árgjald: 45.500 fyrir hvern nemanda. Ráðgjöf Stofngjald: 27.500 krónur á hvern árgang. Gjald á ári: 2.750 krónur á hvern nemanda.


Tungumálaver, sími: 5887509, www.laugalaekjarskoli.is/tung, tungumalaver@tungumalaver.is 2. tölublað Maí 2009

Í boði er netnám í fjórum tungumálum fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla sem hafa forskot í tungumálinu; hafa búið á viðkomandi málsvæði; eiga fjölskyldu- og/eða vinatengsl á viðkomandi málsvæði; standast forkröfur sem settar eru og hafa öðlast undirstöðukunnáttu í tungumálinu sem um ræðir. Netnám fer fram í samvinnu heimaskóla og Tungumálavers. Nemandinn stundar netnám frá heimaskóla og Tungumálaver veitir aðgang að kennsluvef í viðkomandi tungumáli, samskipti við kennara og samnemendur á ráðstefnuvef, einstaklingsaðstoð, leiðbeiningar kennara og mat á framvindu náms og árangri.

Kennsluráðgjöf í norsku, pólsku og sænsku

Netnám í dönsku, norsku, pólsku og sænsku

Aðstaða netnámsnema í heimaskóla

Undirstöðukunnátta

Æskilegast er að netnám sé sett á stundatöflu nemenda og/eða að þeir geti stundað námið á skólatíma.

Undirstöðukunnátta er skilgreind með hliðsjón af Aðalnámskrá og Evrópurammanum:

Nemendur þurfa að hafa forgang að nettengdri tölvu í með nauðsynlegustu forritum og aðgengi að síma eða Skype í þeim tímum sem þeir stunda netnámið. Sjá nánar á heimasíðu.

Nemandi hafi góðan skilning á mæltu máli á viðkomandi tungu.

Tölvan þarf að vera staðsett þar sem er næði og að litið sé til með nemendum á meðan þeir eru í nettímum.

Nemandi geti lesið og skilið ritaðan texta á viðkomandi máli, miðað við væntingar til þessa aldurshóps innfæddra.

Notendanafn og lykilorð eru á ábyrgð heimaskóla. Nemendur og netkennari þurfa að hafa tengilið í heimskóla sem þeir geta leitað til eftir aðstoð við tækni og þegar hringja þarf í netkennara.

Staðnám - skráning stendur yfir! Boðið er upp á kennslu í norsku, pólsku og sænsku fyrir nemendur í 7. og 8. bekk sem hafa sérstök tengsl við umrædd málsvæði. Markmiðið er að stuðla að því að nemendur Tungumálavers viðhaldi tengslum við eigið mál og menningu. Nemendur þurfa að hafa ákveðna undirstöðukunnáttu til að geta nýtt sér það sem í boði er.

Nemandi geti óhikað haldið uppi samræðum um efni sem honum/henni er kunnugt. Nemandi geti sagt óhikað frá atburðum líðandi stundar, haldið á lofti skoðunum sínum og rökstutt þær. Nemandi geti skrifað samfellda texta um ýmis efni sem tengjast áhugasviði hans/ hennar.

Námið er nemendum í Reykjavík að kostnaðarlausu. Kennslustundir eru tvær á viku og kennsla fer fram í 1 – 3 skólum í borginni. Að innritun lokinni verður ákveðið hvar og hvenær kennsla fer fram. Stefnt að því að staðnám sé í skóla sem næst er búsetu nemenda. Öll kennsla er í höndum kennara sem hafa tungumálið að móðurmáli, hafa til þess lært og hafa á valdi sínu kennslufræði greinarinnar.

Mikilvægt er að skrá nýja nemendur í staðnám í 7. bekk sem fyrst. Ábm. Brynhildur Anna Ragnarsdóttir bar@laugalaekjarskoli.is

Innritun í staðnám og netnám þarf að fara fram fyrir skólalok 2009 Sjá heimasíðu www.laugalaekjarskoli.is/tung


Tungumálaver, sími: 5887509, www.laugalaekjarskoli.is/tung, tungumalaver@tungumalaver.is 3. tölublað September 2009

Kennslustaðir fyrir nemendur í 7. og 8. bekk í Reykjavík Mánudagur Norska

Þriðjudagur

Miðvikudagur Fimmtudagur

Laugalækjarskóli 15:30-16:50

Pólska

Fellaskóli 15:45-16:50

Sænska

Laugalækjarskóli 15:30-16:50

Árbæjarskóli 15:30-16:50

Laugalækjarskóli 15:30-16:50 Laugalækjarskóli 15:30-16:50

Fjölþjóðleg samskiptaverkefni E-Twinning verkefni í norsku og sænsku með þátttöku nemenda frá öllum Norðurlandaþjóðunum.

E-Twinning verkefni, Isländska tomtar och svensk Lucia, í sænsku með þátttöku nemenda frá Íslandi og Svíþjóð.

Í Tungumálaveri hafa verið haldnir kynningarfundir í norsku, pólsku og sænsku með nemendum og foreldrum þeirra. Þar var þeim kynnt dagskrá vetrarins, helstu verkefni og kröfur skólans til vinnuframlags nemenda. Kennsla fer fram í Laugalækjarskóla, Árbæjarskóla og Fellaskóla og er tvær kennslustundir einu sinni í viku.

Netnám í nýju umhverfi Netnámið er komið í nýtt umhverfi. Nokkrar tafir urðu á upphafi netnámsins á meðan verið var að uppfæra rafræna umhverfið. Miðvikudaginn 9. september voru nemendur í 9. bekk í norsku og sænsku boðaðir á upplýsingafund með foreldrum sínum. Pólsku nemendurnir voru boðaðir á fund fimmtudaginn 10. september. Nemendur í 10. bekk sem voru í netnáminu í fyrra og hafa nokkra reynslu af að stunda nám í rafrænu umhverfi fá aðstoð eftir þörfum. Netskólinn er á slóðinni http://netnam.skolahjalp.is Nemendur í Reykjavík geta notað sama aðgangs- og lykilorð og þeir nota á tölvurnar í sínum heimaskóla til að skrá sig inn í kerfið. Nemendur utan Reykjavíkur fá lykilorðið sent í tölvupósti. Skólar eru beðnir um ábendingar um hvernig bæta megi þjónustu við nemendur.

Fjöldi nemenda Í september var nemendafjöldi í norsku 63, pólsku 70 og sænsku 70. Þessar tölur munu væntanlega taka einhverjum breytingum á næstu vikum.

Kennarar Ferðir storksins um Pólland er samvinnuverkefni pólskra nemenda sem búsettir eru erlendis.

Anna Filinska, Gry Ek Gunnarsson og Erika Frodell . Á myndina vantar Arnhild Mölnvik.

“Hösttreff” nemenda í norsku og sænsku verður í Heiðmörk við skála sem Nordmannslaget á, 15. september kl. 17:30. Foreldrar og systkini eru velkomin að vera með og taka þátt í gleðinni. Hösttreff er árlegur viðburður í starfseminni. Heiðmerkurferðin kemur í stað hefðbundinnar kennslu í 38. viku og geti nemandi ekki mætt verður að boða forföll eins og um venjulegan tíma væri að ræða.

Ábm. Brynhildur Anna Ragnarsdóttir bar@laugalaekjarskoli.is


Tungumálaver, sími: 5887509, www.laugalaekjarskoli.is/tung, tungumalaver@tungumalaver.is 4. tölublað Október 2009

Stuðningur við pólskukennslu Pólska ræðismannsskrifstofan í Reykjavík veitir pólskukennslunni í Tungumálaveri styrk til kaupa á námsgögnum. Pólskukennslan nýtur einnig styrks í formi námsgagna frá kennslumiðstöðinni Centralny Ośrodek Doskonalenia Nauczycieli.

Viðfangsefni náms í Tungumálveri eru þemabundin. Hvert þema nær yfir tvær til þrjár vikur. Norska 7./8. bekk

Hópverkefni á forsendum nemenda þar sem unnið er með málið í ýmsum myndum.

Norska 9. bekk

Høsten

Valgtema

Folkeeventyr

Besøk til Norge

Jul i Norden

Selvbiografi

Valgtema

Mat og ernæring

Noveller

Jul i Norden

Sverige

Familjen

Sport och fritid

Svensk historia

Jultema Tove Jansson

Sænska 9. bekk

Kom igång (med distansundervisning)

Mitt Sverige

Ordverkstad (poesi)

Deckartema

Svenska uppfinnare (inkl. Alfred Nobel)

Sænska 10. bekk

Mitt liv - självbiografi

Sverige, ett mångkulturellt land

EU, Europeiska unionen

Vatten

Kärlek

Pólska 7./8. bekk

Zabytki mojego regionu (Frægar byggingar á mínu svæði)

Przygoda z bocianem po Polsce (Ævintýri storksins í Póllandi)

Fjölþjóðlegt verkefni: (Ferðir storksins um Pólland)

W poszukiwaniu supermenów (Fyrirmyndir)

Magia Świąt (Jólin)

Pólska 9. bekk

W poszukiwaniu porozumienia (Samskiptaþema)

Wobec życia i ludzi (Bókmenntaþema: lífið og náunginn)

Odmiany języka przez sytuacje (Tungumálaþema )

Historia Internetu (Saga internetsins)

Magia Świąt (Jólin)

Pólska 10. bekk

O komunikacji (Samskiptiaþema)

Moje marzenia (Draumar okkar)

Językowy savoir - vivre (Tungumálaþema)

Samotność w sieci (Týnd(ur) á www...)

Magia Świąt (Jólin)

Norska 10. bekk Sænska 7./8.bekk

Samtalsþjálfun Nemendur í netnámi norsku og sænsku skila ákveðnum verkefnum munnlega í gegn um síma. Þeir hringja í kennara og spjalla um bækur eða sögur sem þeir hafa lesið, kvikmyndir sem þeir hafa séð eða efni sem þeir takast á við í tengslum við þemaverkefni. Nemendur í pólsku hringja þegar þeir þurfa aðstoð og eru því í stöðugu sambandi við Önnu, kennarann sinn bæði í síma, spjalli á netinu og á pólska samskiptavefnum www.nasza-klasa.pl .

Á döfinni í október 19. og 21. október heimsækja pólskir nemendur Önnu í 7. og 8. bekk Borgarbókasafn. 20.-21. október hittir Erika nemendur og foreldra sænskunemenda í “utvecklingssamtal”. Nemandinn stýrir samtalinu og segir hvernig hafi gengið að vinna að þeim markmiðum sem hann/hún setti sér í vor. Fundir með nemendum í 7. og 8. bekk í pólsku og foreldrum 26.október kl. 15:45-17:00 í Fellaskóla 28. október kl. 15:30-17:00 í Laugalækjarskóla Fundir með netnámsnemendum í pólsku og foreldrum á staðnum eða í síma 27. október og 29. október kl. 15:00-17:00 í Tungumálaveri 28. október koma netnemar í norsku saman í Tungumálaveri Laugalækjarskóla og kynna afrakstur valþemans sem þeir hafa verið að vinna að. Ábm. Brynhildur Anna Ragnarsdóttir bar@laugalaekjarskoli.is


Tungumálaver, sími: 5887509, www.laugalaekjarskoli.is/tung, tungumalaver@tungumalaver.is 5. tölublað Nóvember 2009

Året har 16 måneder Året har 16 måneder: November december, januar, februar, marts, april, maj, juni, juli, august, september, oktober, november, november, november, november. af Marianne Bugge

Utvecklingssamtal

Í lok nóvember hafa nemendur mætt í viðtal til kennara í pólsku og sænsku ásamt foreldrum til að meta stöðu sína . Utvecklingssamtal er samtal milli kennara, nemanda og forráðamanns og snýst um hvernig hægt styðja nemandann til framfara. Í samtalinu er gengið út frá sjálfsmati nemandans á stöðu í námi, áhuga og styrkleika og beinist alltaf að jákvæðum væntingum til nemandans. Í kjölfarið setur nemandi sér markmið og velur leiðir og aðferðir til að ná þeim í samráði við kennara og forráðamenn. Nemendur mátu stöðu sína við skólalok í vor og hafa unnið eftir markmiðum sem sett voru í því samtali. Tvisvar á ári er “utvecklingssamtal”. Í viðtalinu er mikilvægt að nemandinn stýri samtalinu og fari í gegn um það hvernig honum gangi miðað við þau markið sem hann/hún setti sér. Í samtalinu eru markmiðin endurskoðuð í kjölfar reynslunnar, ný markmið sett og gerð ný áætlun. Sett eru markmið til langs og skamms tíma - og gerðar áætlanir um hvernig nemandinn ætlar að ná þessum markmiðum. Þess er gætt að samningar milli kennara, nemanda og forráðamanns séu sanngjarnir og brjóti ekki gegn virðingu nemandans .

Á döfinni í nóvember Sænska: Nemendur í 7. og 8. bekk í sænsku sækja Kura skymning (Upplestur í ljósaskiptunum) í Norræna húsinu dagana 9. og 10. nóvember. Netnemar í 9. og 10. bekk hittast 19. nóvember í Laugalækjarskóla til að lesa og hlusta saman á draugasögur. Pólska: Fimmtudaginn 5. nóvember koma nemendur í 9. og 10. bekk saman í Laugalækjarskóla til að horfa á bíómyndina KATYN eftir Anrzeja Wady, kl. 15:30-17:00. Miðvikudaginn 11. nóvember verður bíó fyrir nemendur í 7. og 8. bekk kl. 15:30-17:00. Þjóðhátíðardagur Pólverja er 11. nóvember. Af því tilefni er börnum og foreldrum þeirra boðið að kynnast Þjóðminjasafninu 8. nóvember með pólskri leiðsögn . Norska: Í 9. bekk fer fram menningarmiðlun. Nemendur lesa norsk ævintýri í nóvember. Þar lesa þeir um trolle og jetter, huldrer og gubber sem eru svolítið öðruvísi en verurnar sem þeir þekkja úr íslenskum ævintýrum. Þeir eiga að semja sitt eigið ævintýri og birta öðrum.

Í október...

Dreifing nemenda Tungumálavers

Gry Ek tók á móti tveimur hópum kennaranema frá Háskólanum í Þrándheimi 13. og 15. október. Erika Frodell sótti Skolforum, Mötesplatsen för skolan í Stokkhólmi 26—28. október og sneri heim hlaðin fróðleik og nýjum hugmyndum. Tungumálaver fékk styrk úr Samstarfssjóði Íslands og Danmerkur til að byrja á ráðgjafarvef í dönsku. Þriðjungur nemenda í pólsku notar Skype til samskipta við kennarann í náminu. Æskilegt er að skólar opni Skype í ákveðnum tölvum fyrir netnámsnemendur. Gerð hefur verið könnun meðal netnema í norsku og sænsku á netnokun þeirra. Flesta er að finna á Facebook og margir nota MSN til daglegra samskipta. Ábm. Brynhildur Anna Ragnarsdóttir bar@laugalaekjarskoli.is

Netnemar - landið

Sveitarfélög

Skólar

23

22

Netnemar-Reykjavík

22

Staðnám

3

22

Kennsluráðgjöf

12

18

Netnemar koma úr 21 skóla í 23 sveitarfélögum á landsbyggðinni og 22 skólum í Reykjavík. Kennsluráðgjöf er veitt til 17 skóla í 11 sveitarfélögum. Nemendur í staðnámi eru úr 22 skólum í Reykjavík og 3 í nágrannasveitarfélögum.


Tungumálaver, sími: 5887509, www.laugalaekjarskoli.is/tung

Tungumálaver í Laugalækjarskóla

6. tölublað Desember 2009

Evrópuráðið um samræður menningarsvæða Með stefnu Evrópuráðsins (2008): White Paper on Intercultural Dialogue “Living together as equals in dignity” er markmiðið að dýpka skilning á heimi fjölmenningar, ólíkum sjónarmiðum og starfsháttum til að efla samvinnu og þátttöku í verkefnum sem skapa rými fyrir persónulegan þroska og stuðla að umburðarlyndi og virðingu. Vert er að benda á fjölmenningarverkefni sem nemendur Tungumálavers vinna að með nemendum sem búsettir eru í öðrum heimshlutum. Hægt er að fylgjast með framvindu verkefnanna á heimasíðu Tungumálavers. Jólin eru tími hefða og hér á síðunni er fjallað um ýmislegt, líkt og ólíkt, í menningu og veruleika barnanna í Tungumálaveri. Hlekkur í Heyrumst.is verður á pólsku síðunni á vef Tungumálavers. Heyrumst.is! er vefur á vegum Barnaheilla, Save the Children, á Íslandi fyrir börn og unglinga. Vefurinn er á íslensku, pólsku og ensku. Pólskir nemendur geta fengið ráðgjöf eða stuðning með því að senda póst í gegnum "Fáðu Ráðgjöf" og fengið svar innan sjö daga frá pólskum ráðgjafa Barnaheilla.

Jóladagatal

Hvað er “pinnekjøtt”?

Sögu jóladagatalsins má rekja til Þýskalands eins og sögu aðventukransins. Upphafsmaður að þessari skemmtilegu hefð var bókaútgefandinn Gerhard Lang frá München. Upp úr aldamótunum 1900 lét hann prenta fyrsta upplagið af jóladagatali. Fyrsta jóladagatalið var á tveimur blöðum. Eitt með ljóðum og annað með myndum. Fyrst átti að lesa ljóðið og líma svo tilheyrandi mynd ofaná. Ljóðin höfðu efni úr Biblíunni en myndirnar voru af ýmsum englum. Fylgist með jóladagatali á heimasíðu Tungumálavers í desember.

Pinnekjøtt eru söltuð og þurrkuð lambarif sem síðan eru útvötnuð og gufusoðin á birkipinnum. Þaðan kemur nafnið. Kjötið fær alveg sérstaka lykt og bragð. Pinnekjøtt er borðað með kartöflum, rófustöppu og sérstökum jólapylsum. Upphaflega er pinnekjøtt jólamatur frá Vestur Noregi, en í dag hefur rétturinn breiðst út og er borðaður um allt land. Annar norskur jólamatur er lutefisk og svineribbe.

Á döfinni í desember Próf verða í norsku, pólsku og sænsku í byrjun desember. Skólar geta leitað eftir upplýsingum um stöðu nemenda til kennaranna Önnu, Erika og Gry. 11. desember verður Nikulásarhátíð í Tungumálaveri með þátttöku nemenda í pólsku og foreldra þeirra kl. 16:00 - 18:00. 14. desember halda norsku– og sænskunemar Nordisk julafslutning með piparkökum, mandarínum, óáfengu jólaglöggi og jólatrésdansi kl.15:30 - 16:50. 15. desember verða bjóða starfsmenn Tungumálavers samstarfsfólki sínu í Laugalækjarskóla til julestue með veitingum og föndri.

Święty Nikołaj 6. desember

Sankta Lucia 13. desember

Fyrsti þekkti jólasveinninn var Sankti Nikulás frá Myru sem nú er Tyrkland. Hann var eina barn ríkrar fjölskyldu en varð munarlaus á unga aldri þegar foreldrar hans dóu báðir úr plágunni. Hann ólst upp í klaustri og 17 ára var hann einn af yngstu prestum sögunnar. Hann gaf allan sinn auð til bágstaddra og þá sérstaklega barna. Sagan segir að hann hafi látið poka með gulli detta niður um reykháfa eða hent pokunum inn um glugga og ofan í sokka sem héngu til þerris á arinhillum 6. desember. Nikulásarhátíðin í Tungumálaveri verður 10. desember.

Lúsíuhátíð er 13. desember – á myrkasta tíma ársins. Dagurinn er haldinn sem ljósahátíð á Norðurlöndum. Tengingin við ljósið er vegna nafns hennar sem dregið er af latneska orðinu Lux, sem merkir ljós. Í Svíþjóð er það siður að á morgni Lúsíudagsins kemur ung stúlka klædd sem Lúsía með ljósakransinn á höfði og færir heimilisfólkinu morgunverð. Byggir það á helgisögn um að heilög Lúsía hafi borið mat til kristins fólks sem faldi sig í katakombunum fyrir ofsækjendum keisarans. „Santa Lucia“ er söngur sem Svíar syngja henni til heiðurs við sikileyskt þjóðlag, eins baka þeir sérstakt Lúsíubrauð með saffrani, sem þykir ómissandi á þessum degi.

Vissir þú að í 29 ár hefur norska og sænska verið kennd á Íslandi. Ábm. Brynhildur Anna Ragnarsdóttir bar@laugalaekjarskoli.is


Tungumálaver, sími: 5887509, www.laugalaekjarskoli.is/tung

Fréttir úr Tungumálaveri

1. tölublað Janúar 2010

Pólsku nemendurnir sem taka þátt í verkefninu Ferðir storksins um Pólland hafa staðið sig vel. Þátttakendur eru pólskir nemendur sem búsettir eru í sex löndum. Verkefninu er stýrt og það er metið jafn óðum af starfsmönnum pólska menntmálaráðuneytisins. Verkefnið er í fjórum hlutum og tveimur er lokið. Verkefninu er ætlað að tengja nemendur sem erlendis búa við upprunann. Nemendur á Íslandi völdu að vinna með borgirnar Krakow og Varsjá. Verkefnin tengjast legu borganna, sögu, þekktu fólki, þjóðsögum, matseld, siðum og venjum, bókmenntum, tónlist og menningarviðburðum. Afrakstur verkefnisins má sjá á heimasíðu Tungumálavers.

Jag är natten, mörk och varm Jag är den som håller dej medan du sover tänk att få se solen inte längre mörk men ljus men det är inte jag jag är natten som får bara ha månskenet Jag håller dej medan du sover Jag kommer alltid att tycka om dig både när du drömmer ljuva drömmar i månskenet och när du leker i solens goda värme Jag kommer alltid tillbaka efter en lång väg kommer jag tillbaka till dig och du kan sova säkert därför jag tycker om dig Nótt, klass 9

Viðburðir 20. janúar fer 9. og 10. bekkur í heimsókn í Sænska sendiráðið.

Viðfangsefni náms á vormisseri Norska 7./8. bekk

Nemendur í 7. og 8. bekk munu lesa saman bók upp á gamla mátann “Pitbull-Terje går amok” Þetta er norsk unglingabók. Í málfræði verður farið vel í beygingu sagna.

Norska 9. bekk

Godt nytt år

Tema Norden (eTwinning)

OL og vinteridrett

Skrivetema

Norska 10. bekk

Avis- og nyhetstema

Miniforskning

Vinter-OL

Ut på tur, aldri sur

Litteratur og valgbok

Sænska 7./8.bekk

Idrott

Kända svenskar

Påsk

Kläder och mode

Sevärdheter i Sverige

Sænska 9. bekk

Tiden

Norden

Valtema

Svensk natur

Hälsa

Uppsatsskrivning

Yrken

Valtema

Miljö

Prinsess-tema

W kręgu przyjaciół

O języku polskim

Życie budzi się ze snu

W krainie baśni

Milli vina

Málnotkun

Vorkoma

Sagnaheimur

Pamięć i tożsamość

Koło dziennikarskie

Media

Sænska 10. bekk Pólska 7./8. bekk

Nastolatek w skomputeryzowanym świecie

Dialekter Melodi Grand Prix og språkhistorie Norge under 2. verdenskrig

Wakacje na zakręcie

Sumarfrí sjónmáli

Unglingar og tölvur Pólska 9. bekk

Nauka i technika

W kręgu polskiej historii

Tækni og nám

Pólsk konungasaga

Pólska 10. bekk Szlakiem polskich stolic Saga höfuðborga Póllands

Ábm. Brynhildur Anna Ragnarsdóttir bar@laugalaekjarskoli.is

Þekking og sjálfsvitund

O zagrożeniach w sieci

Sławni Polacy

Hættur Internetsins

Frægir Pólverjar

Fréttastofa Fjölmiðlar Odpowiedzialnie w świat...

Rodowód języka polskiego

Við berum ábyrgð á framtíð okkar

Málsaga

Wakacje na zakręcie

Sumarfrí sjónmáli

Wakacje na zakręcie

Sumarfrí sjónmáli


Tungumálaver, sími: 5887509, www.laugalaekjarskoli.is/tung

Fréttir úr Tungumálaveri

2. tölublað Febrúar 2010

Digital resa i de nordiska länderna er eTwinning verkefni sem nemendur norsku og sænsku vinna þennan mánuðinn í samvinnu við nemendur frá Danmörku og Finnlandi. Nemendur í elstu bekkjum grunnskóla munu vinna saman í tíu 5 manna hópum. Hver hópur er skipaður nemendum frá öllum þjóðunum. Hópunum er ætlað að reyna að átta sig á hvað líkt er og ólíkt með þjóðunum fimm. Lögð er áhersla á að þeir kynnist öllum norrænu tungumálunum og vinni verkefni sem tengjast þeim. Hver hópur velur áherslur og efni og hafa þar úr miklu að moða: s.s. frægar persónur (kändisar), fréttir, áhugaverðir staðir og viðburðir í nútíð og fortíð. Vinnan fer fram í TwinSpace. Þetta er í annað sinn sem sem norsku- og sænskunemendur taka þátt í samvinnuverkefni þvert á landamæri Norðurlanda. Þá var samvinnuvettvangurinn wiki-síður. Afrakstur eTwinning verkefnisins verður kynntur á heimasíðu. eTwinning er áætlun ESB um rafrænt skólasamstarf í Evrópu. TwinSpace er einskonar rafræn kennslustofa sem auðveldar verkefnavinnuna og allt utanumhald samvinnunnar. TwinSpace er öruggt svæði þar sem einungis viðkomandi nemendur og kennarar hafa aðgang.

Fyrsta munnlega verkefni ársins hjá 10. bekk í norsku er að halda áramótaræðu. Þeir velja sér hlutverk: yfirkokkur í stóru eldhúsi, formaður Nordmannslaget sem er félagskapur Norðmanna á Íslandi, formaður unglingadeildar Fáks — eða einhvers annars félagsskapar. Nemendur hringja í kennarann og flytja ræðuna, sem þeir eru búnir að æfa heima. Áður hafa þeir hlustað á áramótaræðu Haraldar Noregskonungs og hafa því góða fyrirmynd að eigin ræðu og einnig hafa nemendur unnið fjölbreytt verkefni sem tengjast áramótaþemanu.

Viðburðir 15. og 17 febrúar verður Valentínusardagskrá hjá 7. og 8. bekk í pólsku. Fyrsti liður á dagskrá er að skrifa Valentínuskort. Síðan verður farið í leiki: Brotin hjörtu: nemendur brjóta hjörtu í tvennt. Helmingarnir eru settir í hatt. Nemendur draga einn helming úr hattinum, ganga um og finna þann sem hefur hinn helming hjartans. Funny monkeys: Einn nemandi fær það hlutverk að leika einn úr bekknum – hinir eiga að geta um hvern er að ræða. Að lokum verður sýnd stutt kvikmynd „Hamingjusamur maður“. Í myndinni rætast draumar hjá lötum dreng. 15.—19. febrúar verður að venju haldin Norsk-sænsk kvikmyndavika þar sem norsku– og sænskunemar kynnast norrænum kvikmyndum og kvikmyndahefð.

Í dagsins önn Þorbjörg Þorsteinsdóttir er komin til starfa í Tungumálaveri. Hún vinnur að Tungumálatorginu sem er þróunarverkefni sem lýtur að málefnum íslenskrar tungu fyrir innflytjendur og snúbúa. Styrkur til Tungumálatorgsins fékkst úr Sprotasjóði. Erika og Gry sóttu BETT sýninguna í London.

Ábm. Brynhildur Anna Ragnarsdóttir bar@laugalaekjarskoli.is

Lærðu ástarpólsku! Walentynki - Valentínusardagur Kocham Cię - ég elska þig Listy miłosne - ástarbréf Święty Walenty - Valentín Serce - hjarta Miłość - ást Zakochani - ástfangnir Czerwone róże - rauðar rósir


Tungumálaver, sími: 5887509, www.laugalaekjarskoli.is/tung

Fréttir úr Tungumálaveri

3. tölublað Mars 2010

Vefkönnun meðal pólskra foreldra Í febrúar var lögð vefkönnun fyrir pólska foreldra á viðhorfi þeirra til pólskukennslunnar. Slóðin var send út til 70 foreldra. Af þeim eru 3 sem ekki tóku þátt þar sem þeir hafa ekki aðgang að tölvupósti, sex foreldrar eiga fleiri en eitt barn. 50 foreldrar svöruðu könnuninni. Fram kom í svörum foreldra að þeir telja sig vita hvað börnum þeirra er kennt og hvernig kennslan og mat fer fram. Fram kemur að flest barnanna hafa búið á Íslandi í 2– 4 ár eða 33, 11 hafa verið hér lengur en fjögur ár og 6 styttra. Sjá nánar á heimasíðu.

Foreldrar telja mikilvægt eða mjög mikilvægt að nemendur haldi tengslum við eigin menningararf .

Foreldrar telja mikilvægt eða mjög mikilvægt að yfirvöld virði uppruna menningu með því að pólska bjóðist sem hluti af skyldunámi barnanna.

Foreldrar telja einnig að pólskunámið hafi mjög mikil/mikil áhrif á vitsmuna– og félagsþroska barnanna .

Mikilvægi foreldradaga til að halda tengslum við kennarann.

Tungumálatorgið er samstarfsverkefni í mótun og hefur aðstöðu í Tungumálaveri. Verkefnið er styrkt af menntamálaráðuneyti og nýtur velvilja margra aðila. Tungumálatorginu er ætlað að verða þekkingarmiðja og upplýsingavefur. Torginu er ætlað að vera stuðningur við íslenskunám, tungumálanám og fjölmenningu með upplýsingamiðlun, ráðgjöf og samskiptum um netið. Vefsíður verða opnar með efni þar sem höfundarrétthafar hafa heimilað afnot af efninu samkvæmt ákvæðum Creative Commons. Tilgangurinn með Torginu er að nýta betur fyrirliggjandi efni, koma í veg fyrir tvíverknað, spara fjármuni, auka aðgengi að hagnýtu stoðefni, efla kennara í starfi og umfram allt tryggja nemendum þann jöfnuð sem þeir eiga rétt á. Tungumálatorg skólanna byggir á hugmyndafræði sem víða er að finna í opinberri stefnumótun. Styrkur til verkefnisins fékkst úr Sprotasjóði. Þorbjörg Þorsteinsdóttir er verkefnisstjóri.

Ráðgjafarvefur í dönsku Í tengslum við Tungumálatorgið verður unnið að ráðgjafarvef í dönsku. Gengið verður út frá ákvæðum í aðalnámskrá frá 2006. Styrkur til verkefnisins fékkst úr Samstarfssjóði Íslands og Danmerkur. Í fyrsta áfanga verður áhersla á matsaðferðir í tungumálum. Matsvefurinn mun innihalda þætti eins og stöðumat við upphaf dönskunáms; aðferðir við munnlegt námsmat í 7. og 8. bekk; munnlegt námsmat í 9. og 10. bekk; heimapróf—möppupróf og mikilvægi rúbrikka– matsramma þegar nemendur eru að búa sig undir óhefðbundið námsmat. Vefurinn verður öllum opinn og treyst verður á virka þátttöku kennara í að miðla efni og aðferðum sem þeim hefur gagnast vel—og fá aðrar í staðinn ☺ Meðal annarra mun Birgitte Petersen rejselærer 2006—2007 leggja verkefninu lið.

Í dagsins önn Nemendur í norsku og sænsku eru á Digital resa i de nordiska länderna ásamt félögum frá öðrum Norðurlöndum. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjast þess að nemendur smakki á mat frá löndunum sem þeir heimsækja, hlusti á tónlist, fylgist með fréttum fleira skemmtilegt og lýsi reynslu sinni bæði í hópnum sínum og síðan fyrir öllum 65 þátttakendunum. Árlegur fundur með öllum norsku- og sænskukennurum verður 19. mars. Markmiðið með fundinum er að skiptast á reynslu, verkefnum og hugmyndum. Tungumálaverið fær mánaðarlega send frá Pólska menntamálaráðuneytinu fréttabréf um kennslu í pólskri tungu og bókmenntum, landafræði og sögu: Polonistyka, Geografia w Szkole, Wiadomości Historyczne. Ábm. Brynhildur Anna Ragnarsdóttir bar@laugalaekjarskoli.is


Fréttir úr Tungumálaveri

Tungumálaver, sími: 5887509, www.laugalaekjarskoli.is/tung 4. tölublað Apríl 2010

Vettvangur ólíkra menningarheima í íslensku skólasamfélagi .

er samvinnuverkefni Tungumálavers, Tungumálatorgs og Menntasmiðju Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Félags- og tryggingamálaráðuneyti úthlutaði verkefninu styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála. Verkefnið á rætur í starfi Tungumálavers með nemendum sem eiga bakgrunn í öðrum menningarheimum og foreldrum þeirra. Byggt er á jákvæðri reynslu af móðurmálskennslu í pólsku þar sem kennslustundirnar og netnámið eru nemendum tilhlökkunarefni; blanda af félagsmiðstöð og námi þar sem tengd er menning upprunalands og nýjar aðstæður í samstarfi við jafningja.

Der er én måde at forstå en anden kultur på. At leve den. At flytte ind i den, at bede om at blive tålt som gæst, at lære sig sproget. På et eller andet tidspunkt kommer så måske forståelsen. Den vil da altid være ordløs. Det øjeblik man begriber det fremmede, mister man trangen til at forklare det. Peter Hoeg, 1994 Smillas fornemmelse for sne

Creative Commons

“Hugverkasameign”

Creative Commons er alþjóðlegt verkefni sem heldur utan um sex tegundir leyfa sem eru samsett úr fjórum mismunandi þáttum. Höfundar sem vilja leyfa öðrum að nýta verkin sín í öðrum verkum geta merkt þau með því Creative Commons leyfi sem höfundurinn sjálfur kýs. Þannig vita aðrir að þeir mega nýta verkin svo framarlega sem þeir uppfylla skilyrðin sem höfundurinn hefur sett með Creative Commons leyfinu.

Væntingar eru að vettvangurinn muni rjúfa einangrun bæði foreldra og kennara, sér í lagi Creative Commons leyfi eru eftirfarandi: þeirra sem búa í dreifbýli; geti aukið þátttakendum sjálfstraust og sjálfstæði í samskiptum Attribution (by): Höfundar getið og þegar verk er notað verður að geta um málefni skóla, eytt misskilningi og upphaflegs höfundar. fordómum og styrkt sjálfsvitund og frumkvæði þátttakenda í fjölmenningarsamfélagi. Share Alike (sa): Sömu dreifingarskilmálar. Þegar verk er nýtt í öðru verki verður nýja verkið að hafa sömu skilmála . Vettvangurinn er hugsaður sem félagsleg umgjörð um nemendur, foreldra og kennara við Tungumálatorgið. Non-Commercial (nc): Ekki má nota verkið í viðskiptalegum tilgangi. Öðrum er óheimilt að selja verkin eða nýta þau í öðrum viðskiptalegum tilgangi.

No Derivatives (nd): Afleidd verk óheimil . Verkin geta aðeins verið nýtt í sinni upphaflegu mynd. Þáttunum er svo blandað saman í þau leyfi sem höfundar vilja og merkt oftast með viðeigandi skammstöfun eins og til dæmis: CC-BY-SA. Fyrir utan þá skilmála sem höfundur setur með Creative Commons leyfinu gildir hefðbundinn höfundaréttur.

Unnið er að uppsetningu vettvangs um samstarf kennara í norsku og sænsku þar sem áhersla er lögð á markmið og mat, lestur og ritun, orðaforðatileinkun, munnlega og skriflega þjálfun og hvernig upplýsingatækni nýtist í kennslu tungumála. Væntingar standa til að vettvangurinn nýtist kennurum til að skiptast á reynslu, verkefnum og hugmyndum og verði til þess að efla kennara í starfi og auka gæði kennslunnar um land allt.

Í dagsins önn

Haldið verður upp á 50 ára afmæli Laugalækjarskóla 21. apríl. Tungumálaverið hefur haft aðstöðu í skólanum frá árinu 2002. Framlag Tungumálavers til hátíðarhaldanna er sýning þar sem tengdir verða atburðir í Noregi, Svíþjóð og Póllandi sem einkenna hvern áratug sem skólinn hefur starfað.

Tíundu bekkingar í sænsku heimsækja Menntaskólann í Hamrahlíð 15. apríl, en hann er viðtökuskóli um sænskukennslu á framhaldsskólastigi.

Ábm. Brynhildur Anna Ragnarsdóttir bar@laugalaekjarskoli.is


Fréttir úr Tungumálaveri

Tungumálaver, sími: 5887509, www.laugalaekjarskoli.is/tung 5. tölublað Maí 2010

INNRITUN Óskað er eftir upplýsingum um alla nemendur sem verða í náminu veturinn 2010-2011

Staðnám í 7. og 8. bekk í norsku, pólsku og sænsku í Reykjavík og nágrenni. Netnám í 9. og 10. bekk í norsku, sænsku og pólsku fyrir nemendur af öllu landinu. Ráðgjöf í norsku og sænsku fyrir skóla og sveitarfélög utan Reykjavíkur Eyðublöð eru á heimasíðu undir SKRÁNING

Próftafla Tungumál

Dagur

Staður

Tími

Norska 7. og 8.

4. maí

Laugalækjarskóli

15:30—16:50

Norska 7. og 8.

6. maí

Árbæjarskóli

15:30—16:50

Norska 9. og 10.

6. og 7. maí

Rafrænt á netinu

Tveggja tíma próf

Pólska 7. og 8.

10. maí

Fellaskóli

15:45 – 17:05

Pólska 7. og 8.

12. maí

Laugalækjarskóli

15:30 – 16:50

Pólska 9. og 10.

4.- 7. maí

Rafrænt á netinu

Tveggja tíma próf

Sænska 7. og 8.

3. maí

Laugalækjarskóli

15:30—16:50

Sænska 7. og 8.

4. maí

Laugalækjarskóli

15:30—16:50

Sænska 9. og 10.

5.- 7. maí

Rafrænt á netinu

Tveggja tíma próf

Uppskera Öllum fjórum hlutum Storkverkefnisins í pólsku er lokið. Tveir hópar í staðnámi í Reykjavíkurskólunum tóku þátt. Anna Filinska fékk e-Twinning Label ásamt kennurum frá tveimur skólum í Póllandi fyrir verkefni um Ísland.

Þekkir þú þessar námsstoðir fyrir innflytjendabörn? (smelltu á hlekkina). Aðgengilegar á heimasíðu Tungumálavers.

Náttúrufræðivefurinn-hugtakabanki Stærðfræðivefurinn-hugtakabanki

Tveggja tíma próf! Efni prófsins og skil úrlausna fara fram rafrænt. Prófið er aðgengilegt þá daga sem tilteknir eru í próftöflu. Þegar nemandi opnar prófið hefur hann/hún tvo tíma til að ljúka því. Aðgangur að prófinu lokast tveimur tímum eftir að það er opnað. Ekki er hægt að opna prófið aftur.

Á döfinni Í maí birtist í Kamratposten, sænsku tímariti fyrir börn og unglinga, viðtal við Kristján Atla Adolfsson, nemanda í 7. bekk í sænsku um eldgosið í Eyjafjallajökli.

Grein um pólskukennsluna í Tungumálveri birtist í vorblaði Málfríðar, tímariti Samtaka tungumálakennara á Íslandi 2010.

Hér eru helstu hugtök náttúrufræði og stærðfræði tengd námsefni á unglingastigi á ýmsum tungumálum .

Fjölvaki Á Fjölvaka er birt á einum stað útgefið efni tengt fjölmenningu í skólastarfi.

"I do not think I have left my country. I think it has traveled with me." Chris Cleave, 2008 Little Bee, a novel

Ábm. Brynhildur Anna Ragnarsdóttir bar@laugalaekjarskoli.is


Tungumálaver, sími: 5887509, www.laugalaekjarskoli.is/tung

Fréttir úr Tungumálaveri

6. tölublað Júní 2010

Innritun í norsku, pólsku og sænsku skólaárið 2010-2011 Staðnám í norsku, pólsku og sænsku fyrir nemendur fædda 1997—1998. Netnám í norsku, pólsku og sænsku fyrir nemendur fædda 1995 og 1996. Kennsluráðgjöf fyrir skóla og sveitarfélög utan Reykjavíkur. Skráið nemendur sem allra fyrst. Skráningareyðublöð eru á heimasíðu. Danskur farkennari í Reykjavík. Menntasvið Reykjavíkur hefur ákveðið að farkennari verði í skólum í Reykjavík allan næsta vetur. Tuttugu og átta skólar lýstu yfir áhuga að fá farkennara til starfa. Farkennarinn verður u.þ.b. fjórar vikur á hverjum stað, en hefur fast aðsetur í Tungumálaveri. Upplýsingar verða birtar á heimasíðu. Fráfarandi farkennari Lone Karstensen kveður eftir að hafa starfað í 6 skólum á vormisseri. Henni eru sendar góðar kveðjur og þakkir fyrir ánægjulegt samstarf.

Pólskir nemendur og sumarið á Íslandi Í byrjun júní verður á vef Tungumálavers tengill í nýtt svæði: Vettvangur ólíkra menningarheima. Efnið sem komið er á vefinn er ætlað foreldrum og kennurum pólskra barna og tengist sumartómstundum barna á Íslandi. Bent er á námskeið í boði á vegum sveitarfélaga, skólagarða, sundstaði, bókasöfn, útivistarsvæði og vinnuskólann. Hvað er hvað, hvar á að skrá sig og hvernig? Einnig eru upplýsingar um stöðupróf í pólsku fyrir nemendur sem eru að byrja í framhaldsskóla. Allt efnið á síðunni er á pólsku!

Sitt lítið af hverju Mannréttindaráð Reykjavíkur heimsótti Tungumálaver 29. apríl. Pólskur bókaormur: Orzałki fæðist nú á vordögum og hægt er að sjá orminn með því að smella á tengilinn. Nordplus styrkir þann hluta Tungumálatorgsins sem kallast Interaktivt netmiljø omkring de nordiske sprog i Island. Prófum er lokið og niðurstöður liggja fyrir og verða sendar út til skóla.

Vi skal ikkje sova bort sumarnatta, ho er for ljos til det. Då skal vi vandra i saman ute under dei lauvtunge tre. Då skal vi vandra i saman ute, der blomar i graset står. Vi skal ikkje sova burt sumarnatta som kruser med dogg i vårt hår.

13 nemendur í 10. bekk í sænsku skiluðu inn ritgerð í samkeppni og var af því tilefni boðið í móttöku í Sveriges ambassad fimmtudaginn 20. maí .

Tekst: Aslaug L Lygre

Við skólalok Stöðupróf. Sextíu og sex nemendur ljúka 10. bekk í vor: 24 nemendur í sænsku, 24 í norsku og 18 í pólsku. Þeim sem þess óska býðst að taka stöðupróf í tungumálinu í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Skráning fyrir próf í ágúst fer fram í maí/júní. Fylgist með á heimasíðu MH. Viðburðir Netnám

Skólalok

Dagur

Staður

Tími

Pólska 8. bekkur

26. maí

Laugalækjarskóli

15:30 – 16:45

Pólska 8. bekkur

31. maí

Fellaskóli

15:45—17:00

Sænska

1. júní

Laugalækjarskóli

17:00 - 18:00

Pólska

2. júní

Grill í Húsdýragarði

15:30 – 17:00

Norska

1. júní

Laugalækjarskóli

15:30 - 16:50

Ábm. Brynhildur Anna Ragnarsdóttir bar@laugalaekjarskoli.is

frettab_2009_10  

http://tungumalaver.reykjavik.is//images/stories/pdf/frettab_2009_10.pdf

Advertisement