Landsmót UMFÍ 50+ 2015

Page 1

Frítt eintak

Blönduósi

26.–28. júní 2015

9 Anna Bjarnadóttir, Akranesi:

Það er gaman að takast á við nýjar áskoranir

10 Samúel Örn Erlingsson, Kópavogi:

Flottar samkomur sem hafa allt með sér Frá Blönduósi. Ljósmynd: Róbert Daníel Jónsson.

5. Landsmót UMFÍ 50+ á Blönduósi 26.–28. júní Á

Landsmóti UMFÍ 50 + sem verður að þessu sinni haldið á Blönduósi, verður boðið upp á skemmtilega blöndu af íþróttagreinum fyrir 50 ára og eldri. Í ákveðnum greinum er mótið opið yngri aldurshópum. Ásamt keppni fer fram fjölbreytt dagskrá s.s. fyrirlestrar, heilsufarsmælingar, jóga, söguganga og skemmtidagskrá á kvöldin.

Mótssetning er á föstudagskvöld kl. 20:00 í stóra UMFÍ-tjaldinu. Á laugardagsmorgun verður boðið upp á morgunleikfimi og á sunnudagsmorgun sundleikfimi. Á laugardagskvöld verða söngbúðir og sameiginlegur söngur í stóra tjaldinu og endað með dansleik. Framkvæmd mótsins er í höndum Ungmennasambands Austur-Hún-

vetninga (USAH) og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ), í samstarfi við Blönduóshrepp. Þátttökugjald er 3.500 krónur og er það óháð fjölda greina sem viðkomandi keppir í. Innifalið í gjaldinu er frítt á tjaldstæði og alla viðburði sem tengjast mótinu. Keppnisgreinar á mótinu verða fjölmargar. Má þar nefna boccia, búfjár-

dóma, dráttarvélaakstur, bridds, dalahlaup, frjálsar íþróttir, hestaíþróttir, golf, júdó, línudans, lomber, pútt, pönnukökubakstur, ringó, skák, skotfimi, starfshlaup, stígvélakast og sund. Blönduóshreppur rekur íþróttamiðstöð þar sem eru nýleg sundlaug og íþróttahús, ásamt skólahúsnæði. Því má segja að öll aðstaða á Blönduósi sé til fyrirmyndar.

Eggert Skúlason, ritstjóri DV:

Eggert var spurður hvernig þessi mót hefðu komið honum fyrir sjónir. „Ég held að UMFÍ hafi brugðist mjög vel við kannski óljósu kalli. Við vitum að fólk, sem komið er yfir fimmtugt, er rétt almennilega byrjað að hafa tíma til að leika sér. Því held ég að það að taka ákvörðun um að halda þessi mót hafi verið með betri skrefum sem ungmennafélagshreyfingin hefur stigið hin síðari ár. Maður sér að þessi mót eru að festa sig í sessi og ég er sannfærður um að þau hafa hitt í mark. Þar sem þau hafa verið haldin standa mótsstaðirnir uppi með bætta aðstöðu. Ennfremur er þetta góð kynning til framtíðar litið.“

Heilræði fyrir þá sem eru að byrja að hlaupa

Landsmót UMFÍ 50+ opið öllum

Mótin skipa fastan sess í huga margra „Ég var mótstjóri í golfi og pútti á 4. Landsmóti UMFÍ 50+ í Vík og það var sannast sagna ótrúlega skemmtilegt. Stemningin, sem varð í bænum, var hrein út sagt frábær, en við í Víkinni erum vön að halda mót og búum því yfir reynslu. Þetta var vel sótt mót og ég sá, ásamt systur minni, um keppnina í golfi og pútti. Ég naut þess alveg í botn þrátt fyrir að rignt hafi talsvert þennan dag. Engu að síður sveif ungmennafélagsandinn yfir vötnum, hart var tekist á, á vellinum, en gleði og gaman þar fyrir utan,“ sagði Eggert Skúlason, ritstjóri DV, í spjalli við Skinfaxa.

15

Eggert Skúlason keppnisstjóri og Sigríður Anna Guðjónsdóttir sem keppti í golfi á Landsmóti UMFÍ 50+ í Vík í Mýrdal 2014.

Eggert sagði mótin ekki gera neitt annað en að vera hvetjandi til að fólk fari að hreyfa sig og hugsa vel um heilsuna. Þetta framtak hefur lukkast betur en menn þorðu að vona og mótin skipa orðið fastan sess í huga margra.

„Þessi mót verða að halda áfram og ég veit að margir skipuleggja sumarfríin með tilliti til þeirra. Það er hlutverk hreyfingarinnar að bjóða upp á svona hluti og ég held að vel hafi tekist til.“

Allir sem eru 50 ára og eldri geta tekið þátt í keppnisgreinum 5. Landsmóts UMFÍ 50+ sem haldið verður á Blönduósi dagana 26.-28. júní, hvort sem þeir eru í félagi eða ekki. Þátttakendur greiða eitt mótsgjald 3.500 kr. og öðlast þar með þátttökurétt í öllum keppnisgreinum. Á mótinu verður jafnframt boðið upp á fyrirlestra um heilbrigðan lífsstíl ásamt heilsufarsmælingum. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu mótsins á síðunni www.umfi.is.


2

Landsmót UMFÍ 50+ Héldum Unglingalandsmót á Blönduósi 1995

Aðalbjörg Valdimarsdóttir, formaður USAH:

Í góðum félagsskap 5. Landsmót UMFÍ 50+ sem haldið verður á Blönduósi dagana 26.–28. júní, er skemmtileg viðbót í Landsmótsflóru UMFÍ en Landsmót Ómar Bragi StefánsUMFÍ eiga langa son, framkvæmdaog merka sögu stjóri. í íþróttasögu Íslendinga. Mótið á Blönduósi verður ekki ósvipað þeim fyrri en þó verður nokkur blæbrigðamunur og ætíð er reynt að gera gott mót betra. Mótshaldari stefnir á að reisa gríðarstórt samkomutjald á mótssvæðinu sem mun veita okkur skjól og tryggir okkur fyrir veðri og vindum en eins og við vitum er alltaf óvíst um slíkt á landi okkar. Keppnisgreinar á mótinu verða fjölmargar og munu heimamenn sjá til þess að keppnissvæðin verði í góðu ástandi þegar flautað verður til leiks. Ég vona innilega að það verði fjölmenni á mótinu og að keppnisskapið og keppnisandinn verði á sínum stað. Sannarlega er það íþróttakeppnin sem þetta snýst um allt saman en ekki síður að koma saman, hitta góða vini og njóta þess að vera til og í góðum félagsskap. Þannig er sannur ungmennafélagsandi. Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Landsmóts UMFÍ 50+

Landsmótsnefnd Einar Kristján Jónsson, formaður, Rannveig Lena Gísladóttir, Lárus Ægir Guðmundsson, Pétur Pétursson, Aðalbjörg Valdimarsdóttir, Guðrún Guðbjörnsdóttir, Steindór Haraldsson, Valgarður Hilmarsson, Magnús Guðmannsson, Flemming Jessen og Hrönn Jónsdóttir. Framkvæmdastjóri: Ómar Bragi Stefánsson Verkefnastjóri: Flemming Jessen

Skinfaxi Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón K. Sigurðsson, Róbert Daníel Jónsson, Ágúst Þ. Bragason, Rafnar Orri Gunnarsson, Sigurður Guðmundsson. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Örn Guðnason, form., Gunnar Gunnarsson, Berglind Ósk Agnarsdóttir, Pétur Arason og Jóhanna Hreiðarsdóttir. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, sími 568-2929. umfi@umfi.is www.umf.is Starfsmenn: Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, (Sauðárkróki), Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi, Ragnhildur Sigurðardóttir, landsfulltrúi, og Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Haukur Valtýsson, varaformaður, Örn Guðnason, ritari, Helga Jóhannesdóttir, gjaldkeri, Hrönn Jónsdóttir, Björg Jakobsdóttir og Gunnar Gunnarsson, meðstjórnendur. Varastjórn UMFÍ: Ragnheiður Högnadóttir, Baldur Daníelsson, Kristinn Óskar Grétuson og Eyrún Harpa Hlynsdóttir.

Gaman að sjá hvað allir eru tilbúnir að leggja hönd á plóg

– Er þetta ekki með stærri verkefnum sem USAH hefur tekið að sér? „Svona með þeim stærri en við héldum Unglingalandsmót hér á Blönduósi 1995 sem var stórt og mikið verkefni. Mótið í sumar er skemmtileg og krefjandi áskorun og þjappar fólkinu hér á svæðinu vel saman. Íþróttalíf hefur alltaf verið töluvert hér á sambandssvæðinu, lengi vel voru frjálsar íþróttir mjög fyrirferðarmiklar en í dag eru júdó og knattspyrna hvað vinsælustu íþróttagreinarnar,“ sagði Aðalbjörg.

Góð aðstaða á Blönduósi

„Undirbúningur fyrir mótið hefur gengið með ágætum. Við í nefndinni höfum hist reglulega í þó nokkurn tíma, metið stöðuna og farið í hluti sem þurft hefur að bæta og laga. Þetta hefur verið skemmtilegur tími, við erum með gott fólk innan okkar raða sem er tilbúið að vinna og láta gott af sér leiða. Það getur skipt sköpum að hafa gott fólk með sér,“ sagði Aðalbjörg Valdimarsdóttir, formaður Ungmennasambands Austur-Húnvetninga, sem sér um Landsmót UMFÍ 50+ á Blönduósi.

Aðalbjörg sagði gaman að sjá hvað allir væru tilbúnir að leggja hönd á plóg, ekki bara fólk tengt sambandinu heldur líka fólk úr öllum geirum. Aðspurð hvort það væri mikil vinna og áskorun að halda svona mót sagði hún svo vera. Þetta væri þó vel framkvæmanlegt enda aðstaðan á Blönduósi mjög góð. Ekki hefði þurft að fara út í neinar framkvæmdir nema að frjálsíþróttaaðstaðan var lagfærð og bætt. Allt annað væri til taks á staðnum.

„Mótið í sumar er skemmtileg og krefjandi áskorun og þjappar fólkinu hér á svæðinu vel saman.“

Vettvangur til að hittast

Höfðum augastað á mótinu Aðalbjörg sagði að ungmennasambandið hefði haft augastað á þessu móti um tíma og sótt um að halda það 2012 þegar USAH var 100 ára. Blönduósbær hvatti okkur til að sækja um aftur en bærinn hefur stutt USAH í bak og fyrir eins og Aðalbjörg komst að orði.

Aðalbjörg Valdimarsdóttir, formaður Ungmennasambands Austur-Húnvetninga.

Aðstaðan bætt „Við vorum í skýjunum þegar í ljós kom að við höfðum fengið mótið til okkar í sumar. Mótshaldið verður ennfremur til þess að bæta og fegra ýmsa

hluti og m.a. var ráðist í að bæta aðstöðuna í frjálsum íþróttum. Bærinn fékk styrk til þess að bæta hana,“ sagði Aðalbjörg.

„Við erum full tilhlökkunar og það verður gaman að taka á móti keppendum og gestum. Við erum miðsvæðis, stutt til Reykjavíkur og stutt frá Akureyri. Þetta verður fín reynsla fyrir ungmennasambandið og fólk sem mun smám saman taka við af okkur. Landsmót UMFÍ 50+ hafa svo sannarlega sannað ágæti sitt en fólk frá okkur hefur verið verið duglegt að sækja mótin allt frá upphafi. Þeir sem hafa byrjað að fara hafa farið aftur og aftur og það segir sína sögu um ánægjuna. Við verðum að hafa í huga að mótin eru ekki eingöngu keppni heldur ekki síður vettvangur til að hittast og kynnast nýju fólki alls staðar að af landinu,“ sagði Aðalbjörg Valdimarsdóttir, formaður USAH.

Íþróttir, afþreying og lýðheilsa

F

yrsta Landsmót UMFÍ 50+ var haldið á Hvammstanga 2011, annað í Mosfellsbæ 2012, þriðja í Vík í Mýrdal 2013 og það fjórða á Húsavík 2014. Fimmta Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í ár á Blönduósi dagana 26.–28. júní. Af hverju fór Ungmennafélag Íslands af stað með Landsmót UMFÍ 50+? Meðalævi Íslendinga hefur lengst og heilsufar almennt batnað. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum hvernig skortur á hreyfingu getur haft áhrif á framgang margs konar sjúkdóma og ýtt undir færniskerðingu á efri árum. Hreyfingarleysi hefur vaxið í öllum aldurshópum og er einna algengast meðal hinna eldri. Sýnt hefur verið fram á að slíkt getur leitt til alvarlegra sjúkdóma, svo sem hjartaog æðasjúkdóma, krabbameins, sykursýki II og nú nýlega benda rannsóknir til þess að þunglyndi og misnotkun áfengis og lyfja séu orðin vandamál hjá eldra fólki. Við þessu þarf að

bregðast og þar gegnir heilsusamlegur lífsstíll, reglubundin hreyfing, hollt mataræði og þátttaka í félagsstarfi lykilhlutverki Helga Guðrún Guðjóns- í að bæta dóttir, formaður UMFÍ heilsu og lífsgæði fólks. Nefnd eldri ungmennafélaga er starfandi innan Ungmennafélags Íslands og hefur hún nána samvinnu við Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, FÁÍA. Skipulagðir hafa verið margs konar viðburðir á vegum þeirra undanfarin ár, m.a. íþróttadagur, bocciamót, ringókennsla og -mót, ráðstefnur o.fl., ásamt þátttöku í undirbúningi Landsmóts UMFÍ 50+. Markmið Ungmennafélags Íslands, með því að halda Landsmót UMFÍ

50+, var og er því fyrst og fremst að auka vitundarvakningu hjá fólki hvað varðar eflingu heilsunnar og þátttöku í fjölbreyttu félagsstarfi og þann ávinning sem af slíkri þátttöku hlýst. Við teljum okkur hafa náð árangri með því að vekja áhuga fólks á mótinu því að nú heyrast raddir sem spyrja hvort ekki sé hægt að hafa mótið fyrir 40 ára og eldri eða 30 og eldri í stað 50 ára og eldri. Nú eiga þátttökurétt allir einstaklingar 50 ára og eldri og er ekki skilyrði að vera félagsbundinn í ungmenna- eða íþróttafélagi. Keppnisgreinar mótsins eru fjölmargar og þar að auki eru sýningar og fræðsla um hollustu og heilbrigðan lífsstíl ásamt kvöldvökum, dansleikjum og fleiru skemmtilegu. Markmiðið er að allir skemmti sér vel og þátttakan er lykilatriði. Mótshaldarar eru Ungmennasamband Austur-Húnvetninga, USAH, með stuðningi Blönduóssbæjar. Í sam-

bandinu og sveitarfélaginu er mikið af kröftugu og dugmiklu fólki sem býr yfir miklum metnaði og mun taka vel á móti gestum og sjá til þess að öllum líði vel mótsdagana. Á Blönduósi og nágrenni er góð keppnisaðstaða, tjaldsvæði og önnur aðstaða og þjónusta sem þarf til að halda mót eins og Landsmót UMFÍ 50+. Auk þess er mikið framboð af alls kyns afþreyingu á svæðinu sem vert er að skoða. Mótið er mjög spennandi verkefni fyrir hreyfinguna og landsmenn alla og er góð viðbót og stuðningur við íþróttastarfið og lýðheilsu fólks. Verið hjartanlega velkomin á 5. Landsmót UMFÍ 50+ á Blönduósi og njótið þess að upplifa fjölbreytta og skemmtilega dagskrá í góðra vina hópi. Íslandi allt! Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ

Blönduósbær


Landsmรณt UMFร 50+

3


4

Landsmót UMFÍ 50+ ur á landinu þannig að vonandi á veðrið eftir að leika við okkur,“ sagði Arnar Þór.

Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi:

Mikil ánægja í samfélaginu að taka þátt í þessu móti „Það er bara frábært fyrir okkur að fá að halda þetta Landsmót. Við erum stolt yfir að fá að hýsa þetta mót sem hefur svo sannarlega rutt sér til rúms. Það má segja að Landsmót UMFÍ 50+ sé orðið stór hluti af sumri okkar Íslendinga, að taka þátt og keppa í fallegu umhverfi. Þetta mótshald gerir ekkert annað en að þjappa okkur saman þar sem allir leggjast á eitt til að gera þetta sem best úr garði. Það er mikil ánægja í samfélaginu yfir að taka þátt í þessu, að undirbúa og skipuleggja mótið,“ sagði Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi.

Ákváðum að slá til Arnar Þór sagði að það hefði blundað í þeim í svolítinn tíma að fá þetta mót á Blönduós. Þeir hefðu verið á þröskuldinum í nokkur skipti en svo hefði

Aðalmálið að vera með Arnór Þór sagði mikla stemningu vera fyrir mótinu og að honum fyndist frábært að þessi aldurhópur þjappaði sér saman og skellti sér eina helgi út á land til etja kappi saman í góðum hópi. Ungmennafélagsandinn sé þarna í fyrirrúmi, aðalmálið er að vera með og þannig á þetta að vera. Arnar Þór sagist sjálfur hafa verið í fótbolta og körfubolta. Hann fer í ræktina og reynir eftir bestu getu að hreyfa sig.

Tilhlökkunin er mikil

verið tekin ákvörðun um að slá til, að henda sér í djúpu laugina og halda mótið. „Við teljum okkur vera vel undirbúin og munum skila þessu vel af okkur, ég er sannfærður um það. Þetta á eftir að fara inn í reynslubankann og er um leið mikil auglýsing fyrir bæinn okkar. Við höfum á að skipa mögnuðu liði sem skipuleggur móthaldið af kostgæfni. Sveitarfélagið notar svo tækifærið samhliða þessu til að fara

út í framkvæmdir, laga og fegra,“ sagði Arnar Þór.

Frábær íþróttaaðstaða Arnar Þór var spurður hvernig íþróttalíf og íþróttaaðstaða væri á Blönduósi. „Margir hafa haft orð á því, sem koma inn í svona lítið samfélag, hvað íþróttaaðstaða okkar er alveg frábær. Við eigum stórt og flott íþróttahús og fína og góða sundlaug sem margir segja að sé sú besta og fallegasta á

landinu, hvorki meira né minna. Við höfum ennfremur yfir að ráða glæsilegum íþróttavelli með sætum og öllu tilheyrandi. Við teljum okkur vel í sveit sett í þessum efnum hvað alla aðstöðu snertir. Okkur er ekkert að vanbúnaði að halda svona mót og við hlökkum mikið til. Nú er bara að vona að veðurguðirnir verði með okkur en á þessu svæði ríkir oft veðursæld. Það er ótrúlegt hvað veðrið er oft gott hér en Blönduós er einn þurrasti stað-

„Ég er bara viss um að mótið á eftir að verða okkur til framdráttar til lengri tíma litið. Ég er sannfærður um að þetta verður flott mót og metnaður er mikill innan okkar raða til að gera þetta eins vel og hægt er. Við héldum hér á Blönduósi Unglingalandsmót sem við búum að þannig að það var kominn tími til að ráðast í næsta verkefni þegar kemur að íþróttum. Öll aðstaða er fyrir hendi og við horfum björtum augum fram á veginn. Tilhlökkunin er mikil og þetta verður bara gaman og spennandi,“ sagði Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi.

Einar Kristján Jónsson, formaður landsmótsnefndar:

Undirbúningur fyrir mótið skemmtilegur og gefandi „Undirbúningur fyrir mótið hefur gengið einstaklega vel enda er frábært fólk í okkar röðum sem hefur mikla reynslu í þessum efnum. Það er ekki ónýtt að hafa fólk sem kann til verka í undirbúningi móts sem þessa. Það er í mörg horn að líta en allt hefur þetta gengið vel fram að þessu og við hlökkum sannarlega til mótsins og þess að taka á móti keppendum og gestum,“ sagði Einar Kristján Jónsson, formaður landsmótsnefndar og sveitarstjóri Húnavatnshrepps. Einar Kristján er öllum hnútum kunnugur innan ungmennafélagshreyfingarinnar en hann á að baki áralangt starf á þeim vettvangi í stjórn UMFÍ og formennsku í ungmennafélagi. Einar Kristján sagði undirbúning fyrir mótið mjög skemmtilegan og gefandi. Fólk, sem komi að undirbúningnum, búi yfir margra ára reynslu sem komi að góðum notum núna. „Ég hef komið á tvö mót áður, þá sem stjórnarmaður í UMFÍ. Ég varð hrifinn og finnst þessi mót mjög sniðug. Samkeppni um tíma fólks núna er orðin mikil, í raun mun harðari en fyrir nokkrum árum. Markmið Landsmóts UMFÍ 50+ eru góð og gild, þau eru tilvalinn vettvangur fyrir fólk til að hittast og eiga góða stund saman,“ sagði Einar Kristján. – Lítur þú svo á að það sé kappsmál fyrir staði úti á landi að fá þessi mót til sín? „Já, alveg tvímælalaust og þessi mót á hvergi að halda annars staðar en úti á landsbyggðinni. Séu kröfurnar til vallaraðstæðna ekki meiri en þær eru í dag er það frábær valkostur fyrir staði úti á landi að halda þessi mót. Það hlýtur að vera ávinningur og spennandi verkefni fyrir héraðssamböndin að taka þátt í svona stóru sameiginlegu verkefni,“ sagði Einar Kristján.

Einar Kristján Jónsson, formaður landsmótsnefndar á Blönduósi.

Hann segir ekki að neinu leyti saman að jafna hvað fólk geri sér nú orðið betri grein fyrir því en áður gerðist hvað hreyfing almennt er mikilvæg. Hér áður fyrr hættu menn þegar líftímanum var lokið í þeirri íþróttagrein sem þeir stunduðu. Nú sé öldin allt önnur, nú sjáist fólk á öllum aldri vera að hreyfa sig með einhverjum hætti. Spurður um aðstæður fyrir Landsmót UMFÍ 50+ á Blönduósi segir Einar Kristján þær að öllu leyti mjög góðar til íþróttaiðkana. „Það er ekki yfir aðstæðum að kvarta. Sundlaugin er frábær, gott íþróttahús og íþróttavöllurinn alveg til fyrirmyndar. Íþróttaáhugi á svæðinu hefur alltaf verið mikill og Unglingalandsmót hefur einu sinni verið haldið á Blönduósi. Úr héraðinu hafa komið landsþekktir íþróttamenn,“ segir Einar Kristján. „Meðal almennings hér á svæðinu er smám saman að byggjast upp tilhlökkun fyrir mótinu. Það eru allir tilbúnir að rétta hjálparhönd sem skiptir miklu máli í öllum undirbúningi,“ sagði Einar Kristján Jónsson.6

Landsmót UMFÍ 50+

Keppti strax á mínu fyrsta móti þegar fimmtugsaldrinum var náð

S Freyr Bjartmarz, lengst til hægri á myndinni, hefur verið með á öllum Landsmótunum til þessa.

Freyr Bjartmarz með á öllum mótunum til þessa:

Hlakka alltaf til að keppa og hitta aðra keppendur

F

reyr Bjartmarz hefur tekið þátt í öllum Landsmótum UMFÍ 50+ til þessa. Hann segir að þátttakan á mótunum hafi gefið sér heilmikið og hann hlakki alltaf til að keppa og hitta aðra keppendur. „Þessi mót hafa að mínu mati náð markmiðum sínum. Ég tók þátt í fyrsta mótinu á Hvammstanga og hef verið með síðan ásamt konunni minni, Margréti Hjálmarsdóttur. Mér fannst heldur betur vera kominn tími til að halda svona mót og mér finnst ungmennafélagshreyfingin standa sig vel í þessu. Það skiptir máli í mínum huga að þessi aldurshópur hafi að einhverju að stefna og eins og við vitum öll skiptir hreyfingin öllu máli. Ekki má gleyma félagsskapnum, hann er líka mikilvægur. Ég hef aðallega keppt í boccia og ringó. Á síðasta móti bætti ég sund-

inu við og ætla að keppa aftur í þeirri grein á mótinu í sumar,“ sagði Freyr Bjartmarz. Freyr sagðist hafa keppt í sundi þegar hann var ungur að árum og það hefði verið óskaplega gaman að rifja upp gamla tíma og taka þátt í sundinu á Húsavík í fyrrasumar. „Ég lagði töluvert stund á íþróttir þegar ég var yngri, þá aðallega handbolta og fótbolta með Víkingi. Svo æfði ég um tíma sund sem var líka mjög gaman. Ég hef hreyft mig allt mitt líf og ég hef einfaldlega haft þörf fyrir það. Ég er enn að og ætla að hreyfa mig meðan ég stend í lappirnar. Konan hefur alltaf verið með mér í þessu í Gjábakka í Kópavoginum. Við mætum þaðan örugglega með þrjú lið í boccia og 2–3 lið frá Glóð í ringó á mótið á Blönduósi í sumar,“ sagði Freyr.

igríður Þorleifsdóttir keppti á sínu fyrsta Landsmóti UMFÍ 50+ í fyrra, þegar mótið var haldið á Húsavík. Í samtali við Skinfaxa segist Sigríður hafa verið búin að bíða eftir því í þrjú ár að geta keppt á mótinu. Hún varð fimmtug á síðasta ári og öðlaðist þannig réttinn til að taka þátt í mótinu sem var á Húsavík. „Ég er búinn að sprikla í íþróttum frá 10–12 ára aldri með smápásum inni á milli. Ég hef mest æft og keppt í frjálsum íþróttum undir merkjum USAH en skellti mér þó í knattspyrnuna á Landsmóti UMFÍ sem haldið var 1990 í Mosfellsbæ og keppti þá fyrir HSÞ. Þátttaka í íþróttum hefur gefið mér mikla lífsfyllingu og ómælda ánægju,“ sagði Sigríður sem er formaður Umf. Bólstaðarhlíðarhrepps. Sigríður segist hafa flutt aftur í Svartárdalinn í kringum 1992 og þá byrjað aftur að starfa og keppa fyrir sitt gamla félag. Upp úr 2007 fór hún á ný að taka þátt í héraðsmótum og hefur haft mikið gaman af. „Ég hef ekki tekið mikið þátt í Landsmótum en aftur á móti var ég dugleg að fylgja dóttur minni á Unglingalandsmót þegar hún hafði aldur til,“ sagði Sigríður. „Það var frábær stemning á Landsmóti UMFÍ 50+ í fyrra og þessi mót eru að mínu viti frábært framtak. Ég hvet alla til að taka þátt, hitta jafnaldra sína og njóta þess að vera í góðu umhverfi. Mér fannst samheldnin á Húsavík einstök, góður andi og

Sigríður Þorsteinsdóttir við „Landsmótssteininn“ á Húsavík.

aðstaðan mjög góð. Ég keppti í öllum greinum frjálsra íþrótta sem í boði voru. Ég stefni að því að gera það sama á Blönduósi en það verður bara að koma í ljós. Ég lenti í slysi um áramótin en er smám saman að ná fullum krafti aftur. Ég heft æft þokkalega fyrir mótið og reynt hvað ég hef getað til að ná upp góðu þoli,“ sagði Sigríður. Sigríður segir það nauðsynlegt að hreyfa sig og viðhalda þannig heilsunni. Fólk verði að rífa sig upp úr kyrrsetunni og passa það hvað það setur ofan í sig. „Ég hef alla tíð verið heilsuhraust

og borðað þennan gamla íslenska mat sem maður er alinn upp við. Hreyfingin alla tíð hefur líka haft mikið að segja,“ sagði Sigríður. Aðspurð um stemninguna fyrir mótinu á Blönduósi segir Sigríður merkja hana góða og að fólk í héraðinu sé spennt og hlakki til að taka á móti gestum. „Það er fullt af keppnisgreinum í boði og margar aðrar skemmtilegar uppákomur á meðan á mótinu stendur. Fólk á ekki að hika við að koma og taka þátt. Þetta er bara gaman og ég hlakka mikið til,“ sagði Sigríður.


ÍSLENSKA/SIA.IS/LEX 71064 10/14

STYTTRI FERÐALÖG LENGRI FAÐMLÖG

Biðin virkar endalaus ef faðmlagið þitt er lengi á leiðinni. Við hjá Flugfélagi Íslands mælum með því að stytta ferðalagið og leng ja faðmlagið. Taktu flugið. flugfelag.is


8

Landsmót UMFÍ 50+

Guðmunda Ólöf Jónasdóttir, Borgarnesi:

Þetta er fyrst og fremst gaman og ég hvet fólk til að mæta og gefa sér þessa helgi að gjöf

Flemming Jessen, verkefnastjóri Landsmóts UMFÍ 50+ á Blönduósi 2015:

Þessi mót voru fyrir löngu orðin tímabær

F

lemming Jessen þekkja flestir sem lagt hafa leið sína á Landsmót UMFÍ 50+. Flemming hefur nefnilega með einum eða öðrum hætti komið að öllum mótunum til þessa, sem verkefnastjóri, dómari og nefndarmaður, svo að eitthvað sé nefnt. Flemming býr á Hvanneyri og er mikill ungmennafélagsmaður eins og hann segir sjálfur. Hann hefur ennfremur komið mikið að starfi Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra. Flemming verður verkefnastjóri Landsmóts UMFÍ 50+ á Blönduósi. „Ég var í mikilli undirbúningsvinnu fyrir fyrsta mótið sem haldið var á Hvammstanga, ásamt Sigurði Guðmundssyni sem var þá framkvæmdastjóri mótanna. Var reyndar verkefnastjóri þá og sá um keppni í boccia ásamt fleiri greinum. Á mótunum, sem komu þar á eftir, hafði ég umsjón með boccia og sat í landsmótsnefndum,“ sagði Flemming Jessen í samtali við Skinfaxa.

Stjórn UMFÍ leist afar vel á hugmyndina – Hvernig kom mótið til í upphafi? „Þetta mót er runnið undan rifjum félagsskapar sem ég er gjaldkeri í og heitir Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Það varð síðan niðurstaðan að koma með þessa hugmynd inn á borð til stjórnar UMFÍ sem leist afar vel á. Mér finnst að þessi mót hafi gengið mjög vel og þátttakan hefur verið alveg viðunandi en langmest var hún í Mosfellsbænum. Við vonumst eftir góðri þátttöku á Blönduósi enda eru umhverfi og keppnisaðstaða mjög góð. Þessi mót voru löngu orðin tímabær en það þarf að mínu mati að kynna þau betur í félögum eldri borgara,“ sagði Flemming. – Finnst þér mótin ýta undir vakningu fólks fyrir hreyfingu almennt?

„Þetta á fyrst og fremst að vera skemmtun, fólk á að hafa gaman af því að taka þátt. Það er síðan bónus ef þú sigrar. Hreyfingin skiptir líka verulegu máli en aðalatriðið er að taka þátt og vera með. Ég hef sjálfur alltaf hreyft mig þó nokkuð mikið, syndi töluvert og geng. Svo hef ég líka tekið þátt í boccia, pútti og bridds. Ég hef keppt í sundi á landsmótunum og stundum líka í öðrum greinum,“ sagði Flemming.

Var orðinn dómari áður en ég vissi af – Hvernig kom áhugi þinn á boccia til? „Ég kynntist þessari grein hjá eldri borgurum í Borgarnesi. Áður en ég vissi af var ég búinn að taka dómarapróf, farinn að kynna íþróttina og kominn út í þjálfun. Ég hef haldið dómaranámskeið víða um land og núna keppi ég ekki lengur heldur stjórna mótunum. Ég veit að boccia er stundað töluvert við Miðjarðarhafið í sandinum með stálkúlum og víða í Evrópu. Fatlaðir hafa ennfremur verið duglegir að stunda og keppa í boccia í gegnum tíðina. Boccia er fyrir alla að mínu mati,“ sagði Flemming.

Mér finnst að mótin eigi að vera fyrir litlu staðina – Ert þú bjartsýnn á framtíð Landsmóts UMFÍ 50+? „Já, ég er það og nú er bara að vona að þátttakan verði góð á Blönduósi. Mér finnst að mótin eigi að vera á litlu stöðunum en auðvitað er það gott í bland að halda eitt og eitt mót á þéttbýlisstöðunum. Það er brýnt í mínum huga að þessi mót fari sem víðast út um land. Við stefnum alltaf á að gera þau mót sem best úr garði,“ sagði Flemming.

„Þessi mót eru frábært framtak af hálfu Ungmennafélags Íslands. Ég er búin að taka þátt í mótunum frá upphafi og hef haft óskaplega gaman af. Ég mæli með þessum mótum og hvet alla sem hafa aldur til að taka þátt. Hvaða mína parta snertir er bara ekki hægt að hætta þegar maður er á annað borð búin að taka þátt. Á þessum vettvangi kynnist maður stórum hópi fólks og hlakkar mikið til að hitta það aftur og stækka vinahópinn. Þátttaka í þessu móti eykur áhuga fólks á að taka þátt í íþróttum. Sumir koma bara til að fylgjast með en sjá hvað þetta er skemmtilegt og verða með seinna,“ sagði Guðmunda Ólöf Jónadóttir frá Borgarnesi. Hún er mikill göngugarpur og hefur tekið þátt í gönguverkefn-

um á vegum UMFÍ. Hún hefur líka látið að sér kveða í sundi á Landsmótum UMFÍ 50+ og ennfremur sundþjálfun í gegnum tíðina. Guðmunda Ólöf ítrekaði að sér fyndist þessi mót hafa gjörsamlega hitt í mark og náð tilgangi sínum. Mótin ættu svo sannarlega framtíðina fyrir sér. „Ég syndi á hverju morgni í lauginni í Borgarnesi og svo reynum við í gönguhópi að ganga saman tvisvar sinnum í viku og stundum oftar. Ég er í góðum félagsskap og finnst mikilvægt fyrir heilsuna að hreyfa mig með reglubundnum hætti. Þegar ég var að þjálfa sund í Bolungarvík sóttum við stóru Landsmótin og náðum oft góðum árangri. Sjálf fór ég ekki að taka þátt í Landsmóti fyrr en 50+-mótin

fóru af stað. Ég hef líka tekið þátt í Íslandsmóti garpa á vegum Sundsambandsins og ætla á Norðurlandamót í haust. Þetta er bara svo gaman og gefur manni mikla lífsfyllingu,“ sagði Guðmunda Ólöf. – Þú hvetur fólk líklega til þátttöku í Landsmóti UMFÍ 50+? „Svo sannarlega geri ég það. Ég hef verið að segja við fólk hér í Borgarnesi að það skuli að mæta og kynna sér hvað fer þarna fram. Þetta eru öðruvísi mót en maður er vanur að taka þátt í. Þetta er fyrst og fremst gaman og ég hvet fólk til að mæta og gefa sér þessa helgi að gjöf. Ég ætla pottþétt að vera með á þessum mótum næstu árin,“ sagði Guðmunda Ólöf.


Landsmót UMFÍ 50+

Anna Bjarnadóttir, Akranesi:

Gaman að takast á við nýjar áskoranir „Ég hef tekið þátt í tveimur Landsmótum UMFÍ 50+, fyrsta mótinu og svo í Vík í Mýrdal. Á fyrra mótinu keppti ég í pútti en á því síðara reyndi ég fyrir mér í kastgreinum. Það er gaman að takast á við nýjar áskoranir en reyndir kastmenn leiðbeindu mér eftir bestu getu og eftir það var mér ekkert að vanbúnaði. Þetta var mjög skemmtilegt í góðum hópi. Það rigndi nokkuð á mótinu í Vík en við létum það ekkert á okkur fá og mótið heppnaðist vel,“ sagði Anna Bjarnadóttir frá Akranesi en hún hefur undanfarin 10 ár verið formaður Ungmennafélagsins Skipaskaga.

fyrir vestan allt til tvítugs. Hún segir að þetta tímabil hafi verið nokkurs konar gullaldarár félagsins og félagið hefði á þessu tíma haft mjög sterku liði á að skipa. Hún keppti í nokkrum greinum en þó mest í hástökki.

Æfði og keppti fyrir HVÍ

„Auk blaksins hef ég stundað útivist síðastliðin 20 ár, geng á fjöll, um dali og firði. Í sumar ætla ég með félögunum mínum að ganga hring

Anna segist hafa stundað frjálsar íþróttir allt frá því að hún var ung að árum. Hún æfði og keppti fyrir HÍV

Spilar blak á Skaganum „Hreyfing og útivist almennt skiptir mig miklu máli. Ég spila blak allan veturinn og hef gert það í mörg ár. Núna er ég að leika með liði héðan af Skaganum og við höfum verið að keppa á mótum sem er ofsalega skemmtilegt.“

Stundar útivist og gengur fjöll á sumrin

um Mont Blanc sem er um 170 km leið. Við erum búin að undirbúa okkur vel og mikil tilhlökkun ríkir í hópnum,“ sagði Anna.

Hreyfing skiptir máli Aðspurð um Landsmót UMFÍ 50+ segir hún þau frábært framtak. „Þetta er ekki bara keppni heldur er gaman að hitta gamla félaga og kynnast nýju fólki. Auðvitað mætti útfæra þau öðruvísi, eins og t.d. með sýningum meðfram keppni og námskeiðahaldi með uppbyggilegu efni. Þegar fólk er komið á þennan aldurspunkt í lífinu skiptir hreyfingin kannski aldrei meira máli. Þá eru þessi landsmót tilvalinn valkostur, að hittast, etja kappi og eiga skemmtilega stund saman. Ég ætla alltaf þegar ég kost á að keppa á þessum mótum.“

KOMDU Í FÓTBOLTA Göngum um Ísland - 280 stuttar gönguleiðir

Fjölskyldan á fjallið - 16 fjallgönguleiðir Þú færð Göngubókina á sundstöðum, íþróttamiðstöðum, upplýsingamiðstöðvum og næstu OLÍS-stöð.

9


10

Landsmót UMFÍ 50+

Jón Karl Ólafsson, Reykjavík:

Þátttaka í svona móti er ekkert annað en gleði og uppbygging „Auðvitað var gaman að verða landsmótsmeistari í golfi. Það gerist ekki á hverjum degi,“ sagði Jón Karl.

„Ég verð bara að segja það að ég var gríðarlega stoltur þegar ég varð landsmótsmeistari í golfi á Landsmóti UMFÍ 50+ þegar mótið var haldið í Vík í Mýrdal. Ég á sérlega góðar minningar frá mótinu, þátttakan var skemmtileg og þarna hitti maður gríðarlega mikið af fólki. Veðrið var ekkert sérstakt en það skipti ekki nokkru máli því að þetta var bara gaman. Þátttaka í svona móti er ekkert annað en gleði og uppbygging,“ sagði Jón Karl Ólafsson, formaður Ungmennafélagsins Fjölnis, í samtali við Skinfaxa.

Samúel Örn Erlingsson, kennari og fyrrverandi íþróttafréttamaður:

Flottar samkomur sem hafa allt með sér til að vaxa og dafna

S

amúel Örn Erlingsson, kennari og fyrrverandi íþróttafréttamaður, hefur komið að gerð þátta um Landsmót UMFÍ 50+ undanfarin ár. Samúel Örn er því öllum hnútum kunnugur hvað þessi mót varðar en þættina hefur hann unnið með Óskari Nikulássyni, kvikmyndatökumanni hjá RÚV.

Skemmtilegt að vinna þætti um Landsmótin „Ég hef unnið þrjá þætti frá Landsmóti UMFÍ 50+ og þegar litið er yfir farinn veg var það afskaplega skemmtileg vinna. Þetta eru flottar samkomur sem eiga fullan rétt á sér og hafa allt með sér til að vaxa og dafna. Fólk á þessum aldri hefur gaman af því að koma saman. Á þessi mót koma margir keppendur sem stundað hafa hreyfingu lengi og svo þeir sem hafa farið seinna af stað. Svo eins þeir sem hafa keppnisferil að baki og líka almenningsíþróttafólk sem blandast skemmtilega saman. Það er afskaplega gaman að sjá þá sem kepptu ekki að neinu marki þegar þeir voru yngri en finna núna keppnisandann í sjálfum sér. Í þessu eins og mörgu öðru sem varðar hreyfingu þá er það stóri sigurinn að sigra sjálfan sig, koma sér af stað, standa sig og efla heilsu sína. Svo eru allir vinafundirnir, nýir vinir og þetta spilar saman sem er afar jákvætt,“ sagði Samúel Örn.

Mótunum hefur farið stórkostlega fram – Finnst þér þá ekki að mótin hafi vaxið og dafnað með árunum? „Jú, þau hafa gert það. Mótin hafa stundum verið snemma á sumrin en þá er ekki alltaf á vísan að róa hvað veðrið snertir. Mótunum hefur farið stórkostlega fram og þau hafa gengið lygilega vel miðað við það að stundum hafa keppendur tekist á við erfiðar aðstæður í veðri. Það átti sérstaklega við um Hvammstanga og Vík þar sem var kalt og blautt. Skipu-leggjendur leystu þetta vel og keppendur tóku þessu vel. Það skiptir samt mestu hvað hreyfingin er mikilvæg fyrir líkama og sál,“ sagði Samúel Örn.

Töluvert óplægður akur – Sérðu nokkuð annað í spilunum en að þessi mót eigi framtíðina fyrir sér? „Ég sé ekkert annað í stöðunni. Hvernig sem menn haga þessu, hvort aldurinn verði lækkaður eða fleiri aðferðum verði beitt til að ná til þessa aldursflokks. Ég held að akurinn sé enn töluvert óplægður í því að ná til fólks á þessum aldri en öll umfjöllun og það að tala við fólkið hefur góð áhrif. Ég býst við að menn geti fengið þessi mót ansi stór á sig, það eru eflaust til fleiri leiðir og nálganir í gegnum ýmsa aðila en þegar á allt er litið held ég að mótin vaxi í rólegheitunum. Það er alveg ljóst að sumar íþróttagreinar eru stórar í þessum aldursflokki sem verða hiklaust að vera með. Það er líka gaman að því sem er hefðbundið.“

Margir vel á sig komnir – Hvað hefur komið þér helst á óvart á mótunum? „Það hefur komið mér á óvart hvað margir eru vel á sig komnir. Það er líka gaman að fylgjast með hvernig gleðin ræður ríkjum. Það er líka fyrst og fremst slíkur andi sem svífur yfir þessum vötnum, þetta er svo ljúft og gott samfélag. Ég hvet alla, sem hafa tíma og áhuga, til að vera með, því að þetta er bara skemmtilegt. Það er fyllilega þess virði að eyða einni helgi í þetta til að styrkja sig og staðfesta. Líka til að kynnast fleiri tegundum hreyfingar því að þarna hefur fólk líka verið að kynnast ýmsu sem það hefur áður varla komið nálægt eða séð. Það er ekkert sérlega mikið framboð í æfingum og keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum fyrir þennan aldursflokk. Þetta er hins vegar allt til og þarna sér fólk hvað aðrir eru að gera, getur borið saman bækur sínar, því að þetta er ekki alveg vandalaust, að vera kominn yfir fimmtugt og stunda reglulega æfingar í einhverju sem er krefjandi. Menn geta lært af öðrum og fengið nýjar áskoranir og séð hvað hægt er að gera,“ sagði Samúel Örn.

Golfíþróttin er óskaplega skemmtileg

Frábært innlegg í flóruna Jón Karl sagðist ekki trúa öðru en að þessi mót ættu framtíðina fyrir sér. Íþróttastarfið í landinu snúist mikið um unga fólkið okkar og því hafi verið frábært innlegg í alla flóruna að koma af stað Landsmóti fyrir fólk sem var komið á miðjan aldur.

Þátttaka eldra fólks í íþróttum styrkir starfið „Íþróttafélögin þurfa svo mikið á stuðningi allra að halda. Þátttaka eldra fólks í íþróttum gerir því ekkert annað en að styrkja starfið sem er forsenda fyrir því sem við erum að vinna eftir. Fólk, sem komið er yfir fimmtugt í dag, er margt í góðu líkamlegu

formi en vakning fyrir hreyfingu sem hófst af alvöru fyrir einhverjum árum síðan er svo sannarlega farin að skila sér í bættri heilsu. Lífsgæði fólks eru að batna og ná mun lengra en áður. Tilkoma Landsmóta UMFÍ 50+ er tvímælalaust ein ástæðan fyrir því,“ sagði Jón Karl.

Mun taka þátt í þessum mótum í framtíðinni Jón Karl sagði að keppnin væri ef til ekki það sem skipti öllu máli, að hitta fólk og gleðjast saman væri líka stórt atriði í huga hans.

„Ég komst því miður ekki á mótið á Húsavík en eitt er víst: Ég mun taka þátt í þessum mótum í framtíðinni. Ég byrjaði seint í golfinu og stefndi ekki þangað af því að mér fannst golfið bara vera fyrir eldra fólk. Núna sé ég hins vegar eftir því að hafa ekki byrjað miklu fyrr. Golfíþróttin er óskaplega skemmtileg fyrir það að þetta er frábær útivera og hreyfing í alla staði. Maður sér fólk sem stundar golf að staðaldri og er margt komið á efri ár. Þetta fólk nýtur lífsins í frábæru umhverfi,“ sagði Jón Karl.

Almenn hreyfing eflir starfið í félögum – Hvaða máli skiptir almenn hreyfing í þínum huga? „Almenn hreyfing skiptir að sjálfsögðu miklu máli og er líka hluti þess að efla félagsstarfið í þeim félögum sem taka þátt. Við þurfum á öllum að halda við að byggja upp starfið í ungmenna- og íþróttafélögunum þar sem meginstarfið fer fram,“ sagði Jón Karl Ólafsson.

Sigurbjörn Valdemarsson á leiðinni á sitt fimmta Landsmót UMFÍ 50+:

Félagsskapurinn skiptir miklu máli, ekki síður en keppnin sjálf

S

igurbjörn Valdemarsson úr Garðabænum er búinn að taka þátt í mörgum Landsmótum UMFÍ hin síðari ár. Sigurbjörn, sem er 78 ára að aldri, hefur tekið þátt í öllum Landsmótum UMFÍ frá 2004 og öllum Landsmótum UMFÍ 50+ til þessa. Sigurbjörn lagði stund á knattspyrnu á sínum yngri árum og tók síðan aftur upp þráðinn þegar hann fór á eftirlaun. Hann æfði og lék með Val og Hlíðarendi var eins og heimili hans um langa hríð en foreldrar hans voru húsverðir þar.

ráðandi. Það er bara svo gaman að vera með fólki og ég er enn í dag að hitta fólk sem ég var að keppa við á Landsmótinu á Sauðárkróki 2004,“ sagði Sigurbjörn.

Keppir í boccia og pútti Þau hjónin hlakka mikið til að fara á mótið á Blönduósi. Sigurbjörn ætlar að keppa í boccia og pútti eins og hann er vanur, en eiginkona hans, Ólafía Hrönn Ólafsdóttir, keppir í boccia.

Finn fyrir tilhlökkun hjá öllum sem ætla á mótið

Kostur að hafa mótin á hverju ári „Mér fannst það frábært framtak þegar UMFÍ fór af stað með Landsmótin fyrir 50 ára og eldri. Ég var ákveðinn í að taka þátt í fyrsta mótinu á Hvammstanga og hef verið með á mótunum allar götur síðan. Það er kostur að mínu mati að vera með þessi mót á hverju ári en þá hefur maður að einhverju að stefna þótt ég taki auðvitað þátt í flestum mót-

Sigurbjörn Valdemarsson með verðlaun á 4. Landsmóti UMFí 50+ í Vík í Mýrdal.

um sem í boði eru. Þessi mót hafa tekist mjög vel og maður sér það á fólki að gleðin og ánægjan eru alls

„Það er sagt margt jákvætt um Landsmót UMFÍ 50+ og það eru margir í kringum okkur sem ætla að taka þátt í mótinu á Blönduósi. Ég finn fyrir tilhlökkun hjá öllum og ég reikna með að við förum níu héðan í Garðabænum sem ætlum að keppa í boccia. Það er bara gleði í þessu og félagsskapurinn skiptir miklu máli, ekki síður en keppnin sjálf,“ sagði Sigurbjörn.


Landsmรณt UMFร 50+

11


12

Landsmót UMFÍ 50+

Velkomin til Blönduóss Blönduósbær býður þátttakendur og gesti á 5. Landsmóti UMFÍ 50+ velkomna til Blönduóss og óskar þeim góðrar skemmtunar. Keppendum er óskað góðs gengis með von um að þeir nái sem hæst og lengst.


Landsmรณt UMFร 50+

13


14

Landsmót UMFÍ 50+

Reykjavík

Selfoss

Danica sjávarafurðir ehf., Suðurgötu 10 Ögurvík hf., Týsgötu 1 Verzlunarskóli Íslands, Ofanleiti 1 Ásbjörn Ólafsson ehf., Köllunarklettsvegi 6 Yndisauki ehf., Vatnagörðum 6 Efling stéttarfélag, Sætúni 1 Gáski ehf., Bolholti 8 Henson Sports Europe á Íslandi ehf., Brautarholti 24 Landssamband lögreglumanna, Grettisgötu 89 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs, Skógarhlíð 14 Smith og Norland hf., Nóatúni 4 Aðalvík ehf., Ármúla 15 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23 Fastus ehf., Síðumúla 16 Félag skipstjórnarmanna, Grensásvegi 13 Bílasmiðurinn hf., Bíldshöfða 16 Höfðakaffi ehf., Vagnhöfða 11 MD vélar ehf., Vagnhöfða 12 Orka ehf., Stórhöfða 37 Landsnet hf., Gylfaflöt 9 Veiðiþjónustan Strengir, Smárarima 30 Kjaran ehf., Síðumúla 12–14

Vélaverkstæði Þóris ehf., Austurvegi 69 Flóahreppur, Þingborg

Hveragerði Hveragerðiskirkja, Hverahlíð

Þorlákshöfn Fiskmark ehf., Hafnarskeiði 21 Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1

Laugarvatn Menntaskólinn að Laugarvatni

Flúðir Flúðasveppir, Garðastíg 8

Kirkjubæjarklaustur Hótel Laki, Efri-Vík Geirland ehf., Geirlandi Skaftárhreppur, Klausturvegi 15

Vestmannaeyjar Ísfélag Vestmannaeyja hf., Strandvegi 28

Drifkraftur sjálfboðaliðanna U

ngmennafélagshreyfingin er drifin áfram af kraftmiklu hugsjónastarfi sjálfboðaliðans. Sjálfboðaliðar hafa í gegnum tíðina leikið stórt hlutverk við undirbúning og störf á mótum á vegum UMFÍ. Undirbúningur fyrir Landsmót UMFÍ 50+ á Blönduósi hefur staðið undanfarna mánuði og gekk mjög vel með frábærri vinnu fjölda sjálfboðaliða.

M

argir sjálfboðaliðar komu að Unglingalandsmóti UMFÍ sem var haldið á Blönduósi 1995 og tókst með ágætum. Hjá UMFÍ hefur sjálfboðaliðastarfið verið uppistaðan í öllu

starfi hreyfingarinnar í þau 107 ár sem hún hefur verið starfandi. Hið góða og fjölbreytta félags- og mannræktarstarf, sem hreyfingin stendur fyrir, er að miklu leyti rekið af sjálfboðaliðum.

Kópavogur Einkabílar ehf., Smiðjuvegi 46e Rafmiðlun hf., Ögurhvarfi 8

Garðabær Samhentir - kassagerð ehf., Suðurhrauni 4

Hafnarfjörður Hlaðbær-Colas hf., Gullhellu 1

Vinnum saman

Græðum Ísland

Reykjanesbær

Göngum um Ísland – 280 stuttar gönguleiðir

FRÍTT EINTAK

Fjölskyldan á fjallið

Verkfræðistofa Suðurnesja hf., Víkurbraut 13 Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14

– 16 fjallgönguleiðir

Grindavík Ungmennafélag Grindavíkur, Austurvegi 1

Mosfellsbær Fagverk verktakar sf., Spóahöfða 18 Namo ehf., Áslandi 18 Nonni litli ehf., Þverholti 8

Borgarnes Hótel Borgarnes hf., Egilsgötu 16 Eyja- og Miklaholtshreppur, Hofsstöðum

Stykkishólmur Narfeyri ehf., Ásklifi 10 Stykkishólmsbær, Hafnargötu 3

Hellissandur KG Fiskverkun ehf., Melnesi 1

Ísafjörður Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12 Ísblikk ehf., Árnagötu 1

Súðavík Súðavíkurhreppur, Grundarstræti 3

Landgræðslufræ Ef þú þarft að græða mela og rofabörð eða rækta fallega grasflöt eigum við fræið handa þér. Ráðgjöf um val á fræi við mismunandi aðstæður.

2015

Patreksfjörður Oddi hf., Eyrargötu 1

Hvammstangi Kvenfélagið Freyja, Melavegi 4 Villi Valli ehf., Bakkatúni 2

Blönduós Stéttarfélagið Samstaða, Þverbraut 1

Skagaströnd Sveitarfélagið Skagaströnd, Túnbraut 1–3

Sauðárkrókur Fisk - Seafood hf., Háeyri 1 Kaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 1 K-Tak ehf., Borgartúni 1 Tannlækningastofa Páls Ragnars ehf., Sæmundargötu 3a

Siglufjörður Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar, Gránugötu 24

Akureyri Baugsbót ehf., Frostagötu 1b Eining-Iðja, Skipagötu 14 Endurhæfingarstöðin ehf., Glerárgötu 20 Hnjúkar ehf., Kaupvangi Mýrarvegi Raftákn ehf., Glerárgötu 34 Tannlæknastofa Árna Páls Halldórssonar, við Mýrarveg

Dalvík O Jakobsson ehf., Ránarbraut 4

Húsavík Skóbúð Húsavíkur ehf., Garðarsbraut 13 Jarðverk ehf., Birkimel

Laugar Þingeyjarsveit, Kjarna

Vopnafjörður Hólmi NS-56 ehf., Hafnarbyggð 23 Vopnafjarðarhreppur, Hamrahlíð 15

Egilsstaðir Bílamálun Egilsstöðum ehf., Fagradalsbraut 21–23 Fljótsdalshérað, Lyngási 12 Miðás hf., Miðási 9

Neskaupstaður Síldarvinnslan hf., Hafnarbraut 6

Fáskrúðsfjörður Loðnuvinnslan hf., Skólavegi 59

Höfn í Hornafirði Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, Nýheimum

Landgræðsla ríkisins Gunnarsholti, 851 Hellu, sími 488-3000, símbréf 488-3010, land@land.is, www.land.is

Kast Guesthouse Lýsudal - 356 Snæfellsbæ www.kastguesthouse.is kast@kastguesthouse.is 1göngub_15_kápa.indd 1

GSM: 693 4769 Sími: 421 5252

Notarlegt gistihús á Snæfellsnesi 6/6/15 6:42:33 PM


Landsmót UMFÍ 50+

15

Nokkur heilræði fyrir þá sem eru að byrja að hlaupa

Þ

egar byrjað er að hlaupa er nauðsynlegt að fara ekki of geyst af stað. Ef byrjað er á að hlaupa 5–7 sinnum í viku frá fyrsta degi eru miklar líkur á því að það endist ekki lengi. Annað hvort safnast upp þreyta eða þetta skyndilega mikla álag veldur meiðslum og endar þar með hlaupaferilinn. Fyrsta markmið þeirra sem byrja að hlaupa á að vera að ná sér í ákveðinn hlaupagrunn sem felst í því að geta hlaupið samfellt í 30 mínútur 3–4 sinnum í viku. Til að ná þessum grunni er heppilegt að blanda saman göngu og hlaupum 30 mínútur í senn 3–4 sinnum í viku og auka jafnt og þétt tímann sem hlaupinn er, en stytta jafnframt göngutímann. Hægt er að ná sér í 10 vikna hlaupa/göngu æfingaáætlun fyrir byrjendur á hlaup.is sem er byggð upp á ofangreindan hátt. Mundu bara að hlaupa alltaf það rólega að þú getir haldið uppi samræðum á meðan á hlaupinu stendur. Hraðinn kemur síðar.

Skórnir Í upphafi þarf að huga að góðum hlaupaskóm með góðri dempun. Það borgar sig ekki að taka fram gömlu íþróttaskóna, sem hafa beðið lengi í bílskúrnum og fara út að hlaupa. Mjög líklega eru þeir búnir að missa alla dempun og ef þetta eru ekki hlaupaskór, þá hafa þeir líklega ekki haft mikla dempun fyrir. Hlaup á vondum skóm getur leitt til meiðsla og því er

því að gera er að ákveða fasta tíma fyrir hlaupaæfingarnar og semja um það við aðra fjölskyldumeðlimi. Skipulag er lykillinn að árangri og það getur orðið löng bið eftir framförum ef ekki er haldið fast í æfingaplanið.

að því að hlaupa vegalengdir eins og maraþon þarf að gefa sér að minnsta kosti eitt ár í undirbúning. Öllu máli skiptir að vera kominn í nógu gott hlaupaform til að ná markmiðinu. Þá verður upplifunin ánægjuleg.

Aðhaldið

Teygjur og styrktaræfingar

Eitt af því mikilvægasta fyrir byrjendur er fá utanaðkomandi aðhald. Besta leiðin til þess er að finna skokkhóp og byrja að hlaupa með honum. Með því fæst yfirleitt aðgangur að leiðbeinanda og fastir skipulagðir tímar með stórum hópi af fólki með sama áhugamál og reynslu sem það er yfirleitt tilbúið til að miðla. Að auki eru margir skokkhóparnir með mikið og skemmtilegt félagslíf í tengslum við hópinn. Hlaup er því hópíþrótt fyrir þá sem eru meðlimir í skokkhópi.

Þolinmæði– markmiðin

skynsamlegra að fjárfesta í góðum skóm sem henta hlaupalagi þínu. Í íþróttaverslunum eða hjá aðilum sem sérhæfa sig í stoðtækjum og innleggjasmíði er hægt að fara í göngueða hlaupagreiningu og á þann hátt er hægt að fá að vita hvernig hlaupalagið er. Í kjölfarið er hægt að velja rétta skó sem passa hlaupalaginu. Mikilvægt er að vita að skór hafa ekki endalausan líftíma og algengur líf-

tími á skóm er um 600–1000 km. Það þýðir til dæmis að skór endast ekki nema í um tæpt ár ef hlaupnir eru 15–20 km á viku allt árið.

Skipulagið Það er oft erfitt að finna tíma fyrir æfingar, sérstaklega eftir vinnu, því að alltaf er nóg að gera fyrir fjölskyldufólk og auðvelt að sleppa því að fara út að hlaupa. Eitt af því fyrsta sem þarf

Einn mikilvægur eiginleiki, sem byrjendur í hlaupum verða að tileinka sér, er þolinmæði. Það er ekki hægt að koma sér í gott hlaupaform á örfáum vikum. Því er mikilvægt setja sér langtímamarkmið og gefa sér góðan tíma til að ná því markmiði. Dæmi um skynsamleg markmið byrjenda gæti verið að taka þátt í 5 km eða 10 km almenningshlaupi. Að vera hlaupari þýðir að hlaupa reglulega og hafa gaman af því og það eitt og sér er frábært markmið. Það er því ekki er nauðsynlegt að hlaupa maraþon til að teljast fullgildur hlaupari. Ef hinsvegar stefnt er

Miklu máli skiptir að teygja og gera styrktaræfingar. Með því að fylgja hverri hlaupaæfingu eftir með teygjum eykur þú sveigjanleika og hreyfanleika líkamans og minnkar þar með líkur á meiðslum. Æskilegt er að byrja hvert hlaup með léttri upphitun sem getur falist í röskri göngu í nokkrar mínútur eða hreyfiteygjum. Eftir hverja æfingu er nauðsynlegt að teygja vel með stöðuteygjum. Það eru teygjur sem felast í því teygja ýmsa vöðva líkamans og halda teygjunni í 20–30 sekúndur. Styrktaræfingar fyrir fætur, kvið og bak skipta verulegu máli fyrir hlaupara. Af skiljanlegum ástæðum þurfa fætur að vera sterkir. Kvið- og bakvöðvar tengja saman efri og neðri hluta líkamans og gegna lykilhlutverki í allri hlaupahreyfingunni. Veikir kvið- og bakvöðvar geta valdið skekkju í hlaupaferlinum sem getur orsakað meiðsli í kálfum, hné, nára eða mjöðmum. Það er því mjög mikilvægt að bæta einföldum styrktaræfingum við æfingaplanið strax í upphafi.


16

Landsmót UMFÍ 50+

Áhugaverðir staðir við austanverðan Húnaflóa H

únavatnssýslur eru eitt blómlegasta landbúnaðarhérað landsins og skiptast í fimm sveitarfélög, Blönduósbæ, Húnaþing vestra, Húnavatnshrepp, Skagabyggð og Skagaströnd. Mikið er um áhugaverða og merka sögustaði og má nefna Vatnsdalshóla, Þingeyrakirkju, Vatnsnes, Blönduvirkjun, Gunnfríðarstaði, Laxárdal og Skaga. Blönduós er stærsti þéttbýliskjarninn og er vinsæll áningarstaður ferðamanna við hringveginn.

Kirkjur Gamla kirkjan á Blönduósi var flutt þangað frá Hjaltabakka 1894 og reist sunnan ár. Hún er nú friðuð. Kirkjan er í einkaeign og er nýtt sem gallerí og aðstaða fyrir listamenn. Ný kirkja var reist norðan ár og tekin í notkun 1993 en hún var teiknuð af dr. Magga Jónssyni arkitekt og hefur vakið athygli fyrir sérstakan byggingarstíl. Sérlega góður hljómburður er í kirkjunni og er vinsælt að halda þar tónleika. Kirkjan er opin á sumrin fyrir ferðamenn. Prestssetur hefur verið á Blönduósi frá 1968. Þingeyrakirkja var reist á árunum 1865-1877, hlaðin steinkirkja sem gaman er að skoða og er margt merkra gripa í kirkjunni. Margar aðrar kirkjur í héraðinu eru áhugaverðar og eru þekktar fyrir fjölbreyttan byggingarstíl.

Blönduós

stendur við Húnaflóa og er bæjarfélag á Norðvesturlandi, við ósa Blöndu, eins og nafnið bendir til. Byggðin á Blönduósi stendur í kvos undir bröttum marbökkum, báðum megin Blöndu, og eru bakkarnir víðast um 40 m háir. Bærinn er byggður í landi jarðanna Hjaltabakka og Hnjúka, vestan ár (eða sunnan ár, eins og heimamenn segja), og Ennis austan (norðan) ár. Þjóðvegur 1 liggur gegnum Blönduós. Bærinn var upphaflega í tveimur sveitarfélögum, byggðin sunnan ár tilheyrði Torfalækjarhreppi en norðan ár Engihlíðarhreppi, en árið 1914 var Torfalækjarhreppi skipt og byggðin sunnan ár varð að sérstökum hreppi, Blönduóshreppi. Þann 1. febrúar 1936 var byggðin norðan ár svo sameinuð afganginum af kauptúninu. Kaupstaðarréttindi fékk bærinn 4. júlí 1988 og kallaðist þá Blönduósbær og hélst það nafn áfram við sameiningu við Engihlíðarhrepp 9. júní 2002.

Saga Blönduóss Blönduóss er fyrst getið sem lendingarstaðar í Landnámabók og víða í Íslendingasögum er talað um skipakomur þangað en á síðari öldum virðist ekki hafa verið siglt þangað fyrr en á 19. öld. Eini verslunarstaðurinn í Húnaþingi var þá Höfðakaupstaður (Skagaströnd). Mörgum Húnvetningum þótti þó langt að sækja verslun þangað og þann 1. janúar 1876 var Blönduós löggiltur sem verslunarstaður. Sumarið eftir voru útmældar nokkrar verslunarlóðir og tveir verslunarskúrar reistir. Hefur annar þeirra verið gerður upp og er Hafíssetur Íslands starfrækt í Hillebrandtshúsi(1877). Kaupfélag Húnvetninga fékk útmælda lóð 1896 og árið 1909 var reist steinsteypt verslunarhús sem enn stendur. Íbúðarhús risu einnig í kringum verslanirnar. Árið 1890 voru 52 íbúar á Blönduósi og um aldamótin 1900 voru þeir orðnir 106. Árið 1920 voru á Blönduósi 11 steinhús, 15 timburhús og 31 torfbær. Lögferja kom á ósa Blöndu um það bil sem byggð hófst þar og brú var svo reist á árunum 1896-1897 og var mjög mikil samgöngubót. Hún tengdi líka þorpið sem var að byggjast upp báðum megin árinnar. Núverandi brú var reist 1962–1963. Á árunum 1894-1895 var gerð bryggja utan við ána og varð Blönduós þá fast-

Atvinna og ferðamenn ur viðkomustaður strandferðaskipa. Á Blönduósi hefur verið sjálfvirk veðurathugunarstöð Veðurstofunnar síðan 1998 en áður voru mannaðar veðurstöðvar á Blönduósi og Hjaltabakka. Íbúar Blönduósbæjar voru 861 1. janúar 2015.

Söfn og menntun kvenna Kvennaskóli Húnvetninga var fluttur frá Ytri-Ey til Blönduós 1901, í nýtt húsnæði en það brann síðan 11 feb. 1911 og var núverandi skólahús reist 1912. Skólinn starfaði allt til ársins 1978 en var þá lagður niður. Textílsetur Íslands og Þekkingarsetrið á Blönduósi eru nú starfrækt í húsakynnum skólans. Á Blönduósi starfa nokkur söfn og er Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi elst þeirra en það stendur við hlið Kvennaskólans. Hafíssetrið er í Hillebrandtshúsi, elsta húsinu á Blönduósi, í elsta byggðakjarnanum við ósa Blöndu. Laxasetur Íslands stendur svo við þjóðveg 1. Minjastofa er einnig í Kvennaskólanum. Þar eru varðveittir gamlir munir skólans og fjallað um skólahald og menntun kvenna í skólanum. Á Skagaströnd fræða spákonur í Spákonufellshofi um sögu Þórdísar spákonu og segja til um framtíð þína ef þú óskar.

Veiði, gönguleiðir, útivist og fuglalíf Fuglaskoðunarhús stendur niður með Blöndu sunnan ár og er alltaf opið gestum og gangandi. Það nýtist vel til að fylgjast með fuglalífi við Blöndu en helstu fuglar sem þar sjást eru grá-

gæsir, næststærsti straumandarstofn í Evrópu, kría og himbrimi, svo að nokkrar tegundir séu nefndar. Hrútey í Blöndu friðlýstur fólksvangur og er mjög skemmtilegt að ganga um eyjuna og skoða fjölbreyttan gróður og dýralíf. Brúin út í eyjuna var sett árið 1988 en áður hafði verið notast við bráðabirgðabrú. Í eyjunni eru gönguleiðir, rjóður með bekkjum og borðum og opinn skógur. Mikil laxveiði er í Blöndu enda er áin ein af helstu laxveiðiám landsins. Eitt aðalveiðisvæðið nefnist „Breiðan“ og er rétt ofan við Hrútey. Fátt er betra en að standa við á eða vatn með veiðistöng í hendi og er hægt að komast í veiði í vötnum og ám á svæðinu. Hægt að leigja stangir og kaupa veiðileyfi á Blönduósi. Í Húnavatnsýsum eru margar af gjöfulustu laxveiðiám landsins og laða þær að sér fjölda fólks í veiði á hverju ári. Þekktustu árnar eru Vatnsdalsá og Laxá á Ásum en Blanda og ýmsar aðrar ár hafa vaxið mikið á síðustu árum. Skemmtilegt er að fara í gönguferðir um Blönduós og eru göngustígar meðfram ánni. Stórkostleg upplifun er að njóta útsýnis við ósa Blöndu á vorkvöldi þegar sólin er að ganga til viðar. Útsýnisskífa er á hæðinni sunnan við byggðina, þaðan sést vítt um svæðið og blasa Strandafjöllin við á góðum degi. Þá eru merktar gönguleiðir niður með Laxá í Refasveit og gönguleið á Spákonufell. Líka er auðveld gönguleið á Langadalsfjall upp með Ystagili. Á Skagaströnd eru merktar gönguleiðir á Spákonufellshöfða og er þar útsýnisskífa sem stutt er að ganga í. Tveir 9 holu golfvellir eru á svæðinu, annar í Vatnahverfi við Blönduós en hinn er í Hágerði norðan við Skagaströnd.

Atvinnulífið á Blönduósi byggist á margs konar matvælaiðnaði og má þar nefna Vilkó og Príma krydd auk þess sem SAH afurðir eru í úrvinnslu landbúnaðarafurða en um þriðjungur íbúa á svæðinu tengist landbúnaði. Þá eru nokkur fyrirtæki í léttum iðnaði, verslun, veitingastaðir og kaffihús. Sýslumaður hefur haft aðsetur á Blönduósi frá 1897 og sama ár varð þar læknissetur. Sjúkrahúsið, Héraðshæli Austur-Húnvetninga, var tekið í notkun 1956 og nú hluti af Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Á Skagaströnd er útgerð og þjónusta tengd sjávarútvegi. Vaxandi þjónusta er við ferðamenn og má þar nefna hestaleigu en á svæðinu eru fleiri hross en íbúar. Einnig er í boði alhliða þjónusta við veiðimenn. Afar skemmtileg sundlaug er í hjarta bæjarins á Blönduósi. Hún hefur þá sérstöðu að ekki er notaður tilbúinn klór til sótthreinsunar á vatninu en salt er notað til þess. Er hún því mjög umhverfisvæn og þykir vatnið afar gott fyrir fólk með viðkvæma húð. Við sundlaugina eru ævintýralegar vatnsrennibrautir sem eru spennandi bæði fyrir unga sem aldna. Einnig eru sundlaugar á Skagaströnd og Húnavöllum. Hitaveita er á Húnavöllum og er nýtt til húshitunar á Blönduósi og Skagaströnd ásamt bæjum í dreifbýli sem liggja næst aðveituæðinni. Blanda var virkjuð til rafmagnsframleiðslu og tók virkjunin til starfa árið 1991. Þátttaka ferðamanna í göngum og réttum á haustin hefur vaxið mikið á síðustu árum enda eru fjölmargar fjárréttir og stóðréttin í Skrapatungu löngu orðin landsþekkt. Margir gistimöguleikar eru í héraðinu og má nefna tjaldstæði, gistiheimili, sumarhús og hótel.


Landsmรณt UMFร 50+

17


18

Landsmót UMFÍ 50+

Litið yfir farinn veg L

andsmót UMFÍ 50+ sem haldið verður á Blönduósi í lok júní er það fimmta í röðinni. Fyrsta mótið var haldið á Hvammstanga 2011. Síðan fylgdu í kjölfarið mót í Mosfellsbæ 2012, í Vík í Mýrdal 2013 og á Húsavík 2014.

1. Landsmót UMFÍ 50+ Hvammstanga 24.–26. júní 2011 Mótið var í umsjón USVH og tókst afar vel. Strax var ljóst að mótið var komið til að vera. Eins og nafn móts-

ins gefur til kynna er það ætlað fólki 50 ára og eldra. Um 300 þátttakendur tóku þátt í mótinu á Hvammstanga. Þrátt fyrir stuttan fyrirvara gekk mótið í alla staði mjög vel, en keppt var í tólf greinum. Fara þurfti í ýmsar framkvæmdir fyrir mótið, t.d þurfti að útbúa púttvöll og gera aðstöðu fyrir frjálsíþróttakeppni. Þrátt fyrir slæmt tíðarfar tókst með ótrúlegum hætti að útbúa þessa fínu aðstöðu. Kvöldvökur voru á föstudags- og laugardagskvöldum sem vöktu mikla ánægju. Keppendur sem og gestir voru afar ánægðir með mótið enda var lagt upp með að hafa gaman.

2. Landsmót UMFÍ 50+ Mosfellsbæ 8.–10. júní 2012

3. Landsmót UMFÍ 50 + Vík í Mýrdal 7.–9. júní 2013

4. Landsmót UMFÍ 50+ Húsavík 20.–22. júní 2014

Undirbúningur fyrir mótið stóð yfir í nokkra mánuði, en mótshaldari var UMSK. Mótshaldið allt gekk eins og fyrirfram var áætlað og ekkert stórvægilegt kom upp sem raskaði dagskránni. Aðstaða til keppni í Mosfellsbæ var til fyrirmyndar því að var hægt að keppa í um 20 keppnisgreinum. Einnig var mikið lagt upp úr fræðslu um heilbrigði og hollustu á mótinu. Keppendur og gestir, sem voru yfir 800 talsins, skemmtu sér konunglega í blíðskaparveðri alla helgina.

Mótshald gekk mjög vel en mótshaldari var USVS. Aðstaða til keppni í Vík var góð en keppt var í sextán keppnisgreinum. Keppendur voru á fjórða hundrað. Mikið var lagt upp úr fræðslu um heilbrigði og hollustu á mótinu. Boðið var t.d. upp á heilsufarsmælingar sem alltaf eru jafnvinsælar. Keppendur og gestir skemmtu sér vel þrátt fyrir að nokkuð hafi rignt á þá, einkum á laugardeginum.

Mótshaldari var HSÞ. Nokkrar endurbætur voru gerðar á frjálsíþróttavellinum fyrir mótið sem ekki hafði verið haldið nægjanlega vel við í nokkur ár, en annars var öll aðstaða til fyrirmyndar. Undirbúningur fyrir mótið stóð yfir í nokkra mánuði og gekk vel. Mótshald gekk eins og fyrirfram var áætlað. Keppt var í átján keppnisgreinum og var þátttaka aðeins meiri en árinu áður eða rétt yfir fjögur hundruð keppendur. Mikið var lagt upp úr fræðslu um heilbrigði og hollustu á mótinu.

Ágrip af sögu UMFÍ Ungmennafélag Íslands var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst árið 1907, en fyrsta ungmennafélagið, Umf. Akureyrar, var stofnað á Akureyri í ársbyrjun 1906. Ungmennafélagshugsjónin fór sem eldur í sinu um landið. Barátta hófst strax fyrir betra landi, bættri þjóð og því varð kjörorðið Ræktun lýðs og lands. Hreyfingin hafði strax mikil þjóðfélagsleg áhrif, jók félagsþroska fólks, bjartsýni og trú á land og þjóð. Ungmennafélagar hófu strax að klæða landið skógi, byggðu sundlaugar og samkomuhús, sköpuðu aðstöðu til íþróttaiðkunar, juku samkomuhald, héldu málfundi þar sem fólk lærði að koma fram. Barátta hófst fyrir byggingu héraðsskóla, sem urðu undirstaða menntunar í dreifbýli. Það var fátt sem ungmennafélagar létu sig ekki varða ef það var landi og lýð til hagsbóta. Árið 1909 hóf Ungmennafélag

Íslands að gefa út tímaritið Skinfaxa. Blaðið hefur alla tíð haft mikið gildi, en það hefur komið út óslitið út frá 1909. Árið 1911 gaf Tryggvi Gunnarsson bankastjóri UMFÍ stórt landsvæði við Álftavatn. Þetta land fékk nafnið Þrastaskógur og er ein fegursta gróðurperla á suðvesturhorni landsins. Saga Landsmóta Ungmennafélags Íslands hófst árið 1911 og urðu mótin tvö í byrjun. Síðan voru þau endurreist árið 1940 og hafa verið haldin óslitið síðan, þriðja til fjórða hvert ár. Landsmótin eru nú orðin 27 frá upphafi. Á þeim hafa þúsundir félaga komið saman og reynt með sér í flestum íþróttagreinum. Þessi mót hafa oft verið kölluð Ólympíuleikar Íslands, enda stærstu og glæsilegustu íþróttamót sem haldin eru á landinu. Síðasta Landsmót UMFÍ var haldið á Selfossi 2013.

Árið 1992 var fyrsta Unglingalandsmót UMFÍ haldið á Dalvík, en samtals hafa 17 mót verið haldin. Frá 2002 hafa þau verið haldin árlega og síðustu ár um verslunarmannahelgina. Mótið var haldið á Sauðárkróki 2014. Næstu Unglingalandsmót verða haldin á Akureyri 2015, í Borgarnesi 2016 og á Egilsstöðum 2017. Fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ var haldið á Hvammstanga 2011. Síðan voru þau haldin í Mosfellsbæ 2012, í Vík í Mýrdal 2013 og á Húsavík 2014. Mótið í ár verður haldið á Blönduósi og 2016 á Ísafirði.

Hvítblái fáninn Í upphafi 20. aldar átti Ísland ekki eigin fána, enda ekki sjálfstætt ríki. Sjálfstæði landsins og sérstakur fáni voru frá upphafi baráttumál ungmennafélaga og beittu frumkvöðlar Ungmennafélags Akureyrar, Jóhannes Jósefsson og félagar hans, sér fyrir skoðanakönnun um land allt vorið 1907 um það hvernig fáninn ætti að vera. Blár fáni með hvítum krossi hlaut yfirgnæfandi fylgi og var hann nefndur Hvítblá-

inn. Fáninn var talinn tákna bláma himins og fjalla og hreinleika íslenskra jökla. Einar Benediktsson skáld orti kvæði til fánans og sagði þar meðal annars: „Skín þú fáni eynni yfir, eins og mjöll í fjallahlíð.“ Árið 1915 eignuðust Íslendingar sinn þrílita þjóðfána að tillögu fánanefndar sem konungur hafði skipað. Varð Hvítbláinn þá sjálfkrafa fáni UMFÍ og þar með allra ungmennafélaga sem höfðu tekið við hann ástfóstri.


Landsmót UMFÍ 50+

Hreyfivikan MoveWeek 21.–27. september

H

reyfivikan, MoveWeek, verður haldin vikuna 21.–27. september næstkomandi. Verkefnið er hluti af „The NowWeMove 2012– 2020“, herferð ISCA (International Sport and Culture Association), sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum til heilsubótar.

Þriðja Hreyfivikan Ungmennafélag Íslands hefur tvisvar staðið fyrir Hreyfivikunni, MoveWeek. Í bæði skiptin tókst vel til og hefur verið almenn ánægja með verkefnið. UMFÍ náði markmiðum sínum því viðburðir voru í fyrra um 250 á landinu öllu og yfir 15.000 manns sem tóku þátt. Til samanburðar voru um 50 viðburðir á Íslandi í Hreyfivikunni árið 2013, en markmiðið var að fjölga viðburðum um helming.

Fjörutíu Evrópulönd Hreyfivikan, MoveWeek, fór fram í nærri fjörutíu Evrópulöndum á sama tíma. Miðað við höfðatölu gaf Ísland öðrum þjóðum ekkert eftir.

Á 45 stöðum Hreyfivikan fór fram með ýmsum hætti í 45 þéttbýliskjörnum á landinu og sneið hvert samfélag sér stakk

Hressar konur á Skagaströnd sem tóku þátt í Hreyfivikunni, MoveWeek 2014.

eftir vexti. Viðburðir voru mjög fjölbreyttir og eitthvað í boði fyrir alla aldurshópa.

burði. Þá tóku veitingastaðir víða vel í verkefnið sem og fyrirtæki og einstaklingar.

Fjölbreyttir viðburðir

Markmiðið að fjölga þeim sem hreyfa sig

Ungmennafélög og sambandsaðilar voru með opnar æfingar, sveitarfélög buðu frítt í sund í vikunni, dvalarheimili voru með dagskrá fyrir íbúa sína, leikskólar brugðu á leik og grunnskólar voru með fjölbreytta við-

Markmið verkefnisins er að fjölga þeim sem hreyfa sig reglulega og hvetja alla til að finna sína uppáhaldshreyfingu og því ættu allir að geta fundið eitthvað við hæfi.

Njóttu sumarsins með Veiðikortinu 2015 og búðu til þínar minningar! 38 vatnasvæði!

1877 2012 www.veidikortid.is

Þann 16. júní 1877 var prentað fyrsta eintakið af blaðinu Ísafold og markar það upphaf Ísafoldarprentsmiðju. Í ár fögnum við 135 ára afmæli og erum stolt af því að vera elsta starfandi prentsmiðja landsins og eitt elsta starfandi fyrirtæki á Íslandi. Ísafoldarprentsmiðja býður heildarlausnir í prentþjónustu, er leiðandi í hagkvæmum lausnum, hefur vaxið og styrkst í kreppunni og stendur sterkari en nokkru sinni fyrr.

Við höfum prentað í 135 ár

M

HV

ERFISME

R

KI

U

Gildin okkar eru: ÁREIÐANLEIKI - METNAÐUR - HAGKVÆMNI

141

825

Prentgripur

Suðurhraun 1 Garðabæ Sími: 595 0300 www.isafold.is

19


20

Landsmót UMFÍ 50+

DAGSKRÁ Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.

Skráning: Mótsgjald: Mótsgjald er aðeins 3.500 krónur og greiðist við skráningu. Þeir sem greiða mótsgjaldið geta skráð sig í eina eða fleiri keppnisgreinar, eftir því sem hentar hverjum og einum. Þegar komið er á mótsstað (Blönduós) skulu keppendur mæta í stjórnstöð og tilkynna komu sína og fá afhent armbönd sem staðfesta þátttökurétt þeirra.

Skráning fer fram á heimasíðu Ungmennafélags Íslands [www.umfi.is] og hófst hún 1. júní sl. Ef vandamál eru við skráningu má hafa samband við Ingólf Sigfússon í síma 847 6287 og hann veitir aðstoð.

mun fá alla til að hreyfa sig. Einnig verða tónlistaratriði og m.a. mun Aðalsteinn Ísfjörð leika á harmonikkuna eins og honum er einum lagið. Keppni í línudansi verður á föstudagskvöldið, á eftir mótssetningunni.

Mótssetning:

Dans/ leikfimisýningar:

Mótssetning verður á föstudagskvöldið í stóra UMFÍ-tjaldinu og hefst kl. 20:00. Auk hefðbundinna dagskráratriða verður boðið upp á hressilegt Zumba, en Linda Björk Ævarsdóttir

Hópar sem áhuga hafa að sýna dansa eða leikfimi á mótinu eru beðnir að hafa samband við framkvæmdastjóra mótsins. Ef af verður þá munu þessar sýningar verða á mótssetningu.

Morgunleikfimi:

Söngbúðir:

Á laugardagsmorgun kl. 07:45 verður boðið upp á morgunleikfimi í íþróttahúsinu á Blönduósi. Allir eru velkomnir.

Skemmtilegar söngbúðir verða í stóra UMFÍ-tjaldinu á laugardag kl.17:00– 18:30. Heimamenn leiða söng og eru allir velkomnir að taka þátt.

Söguganga: Kl. 11:00 á laugardag verður boðið upp á sögugöngu um Blönduósbæ. Gangan hefst við Blönduósskóla.

Heilsufarsmælingar: Boðið verður upp á heilsufarsmælingar á laugardeginum kl. 11:00–13:00. Mælingarnar fara fram í íþróttahúsinu á Blönduósi.

Lomber: Keppt verður í hinu skemmtilega spili lomber á mótinu. Á laugardag kl. 09:30–11:30 verður kennsla í lomber á Hótel Blönduósi.

Sundleikfimi: Á sunnudagsmorgun kl. 07:45 verður boðið upp á sundleikfimi í Sundlaug Blönduóss.

Stjórnstöð: Stjórn- og upplýsingamiðstöð verður í Grunnskólanum á Blönduósi og verður hún opin sem hér segir: Föstudagur: kl. 10:00–17:00 Laugardagur: kl. 08:00–17:00 Sunnudagur: kl. 08:00–14:00

Mótsslit: Mótsslit fara fram í stóra UMFÍ-tjaldinu kl. 14:00 á sunnudag.

Keppnisgreinar og fyrirkomulag: Hestaíþróttir Sérgreinastjóri: Hjörtur Karl Einarsson. Staður/tími: Arnargerði, laugardagur 27. júní kl. 14:00. Aldursflokkar: Einn aldursflokkur 50+ óháð kyni. Fyrirkomulag: Keppt er í eftirtöldum greinum: Tölt, fjórgangur og fimmgangur. Reglur LH.

Frjálsíþróttir Sérgreinastjóri: Þórhalla Guðbjartsdóttir. Staður/tími: Íþróttavöllurinn á Blönduósi, laugardagur 27. júní kl. 15–19. Aldursflokkar: Keppt skv. reglum og flokkaskiptingu FRÍ sem hér segir: 50–54, 55–59, 60–64, 65–69, 70–74, 75–79, 80–84, 85–89, 90 ára og eldri. Fyrirkomulag: Keppt verður í eftirtöldum greinum, bæði í karlaog kvennaflokki: 100 m hlaup, 800 m hlaup, langstökk, kúluvarp, kringlukast, lóðakast og spjótkast. Allir keppendur fá 4 köst og 4 stökk. Keppt eftir reglum FRÍ.

Boccia Sérgreinastjóri: Flemming Jessen. Staður/tími: Íþróttahúsið Blönduósi föstudagur 26. júní kl. 12–17 og laugardagur 27. júní kl. 09–11. Aldursflokkar: Einn aldursflokkur óháð kyni. Fyrirkomulag: Riðlakeppni fer fram á föstudegi kl. 12–17. Úrslit verða á laugardagsmorgni kl. 09–11. Reglur: Alþjóðareglur Boccia. Þátttaka verður að liggja fyrir tveimur vikum fyrir mót. Þá verður liðunum skipað í riðla og þeim kynnt með tölvupósti klukkan hvað þau eigi að mæta á föstudegi.

Bridds Sérgreinastjóri: Stefán Þröstur Berndsen. Keppnisstjóri: Ingimundur Jónsson. Staður/tími: Hótel Blönduós laugardagur 27. júní kl. 12:00. Aldursflokkar: Einn aldursfl. óháð kyni. Fyrirkomulag: 7 umferðir/8 spil/skv. Monrad. Reglur: Bridgesamband Íslands.

Dalahlaup Sérgreinastjóri: Daníel Smári Guðmundsson. Dalahlaupið er 32,2 km fjallahlaup um eyðidali Húnaþings og hluti af Landsmóti UMFÍ 50+. Hlaupið er opið öllum sem náð hafa 16 ára aldri. Hlaupið verður ræst kl. 8:00 laugardaginn 27. júní. Afhending keppnisnúmera í Húnaveri frá kl. 7:00 á keppnisdag. Gistiaðstaða, búningsaðstaða og sturtuaðstaða er á staðnum. Leiðarlýsing: Hlaupið er ræst við hliðið fyrir ofan Húnaver. Hlaupið er að bænum Þverárdal en þar er Check-

point 1. Þaðan er hlaupið út Laxárdal að Litla Vatnsskarði sem er Checkpoint 2, eða eftir 11.5 km. Þá er hlaupið yfir Litla Vatnskarð yfir í Víðidal að Checkpoint 3, en Þar er leiðin tæplega hálfnuð, 16.1 km. Hlaupið er inn Víðidalinn að Checkpoint 4. Þá liggja að baki 25 km. Síðan er hlaupið niður þröngan árfarveg niður að Þverárdal að Checkpoint 5 og liggja þá 30 km að baki. Þá er aðeins endaspretturinn eftir niður að Húnaveri, tæpir 2,5 km. Undirlag hlaupaleiðarinnar er mjög fjölbreytt. Hlaupið er eftir gömlum malarveg, yfir móa, mýrar, mela, þúfur, eftir kindagötum, eftir grónum grasbölum, yfir ár og læki og eftir árfarvegi. Kort er af til leiðinni. Keppt er í eftirfarandi aldursflokkum: 18–29 ára, 30–39 ára, 40–49 ára, 50– 59 ára, 60–69 ára og 70 ára og eldri. Einnig er keppt í þriggja manna sveitakeppni óháð aldri og kyni. Þeir hlauparar sem ljúka hlaupinu hljóta þátttökuverðlaun. Verðlaun eru veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í hverjum aldursflokki karla og kvenna. Auk þess eru eftirfarandi viðurkenningar veittar: Þrír fyrstu karlar og þrjár fyrstu konur hljóta sérverðlaun. Fyrsta sveit í mark í hlýtur verðlaun. Verðlaunaafhending fer fram í Félagsheimilinu Húnaveri að loknu hlaupi. Reglur: Þátttakendur skuldbinda sig til að fylgja vel merktri stikaðri leið og tilkynna sig á 5 Checkpoint stöðum á leiðinni. Virðið náttúruna. Það er stranglega bannað að kasta rusli af neinu tagi af sér á leiðinni. Klæðist viðeigandi klæðnaði miðað við veðurspá. (Keppnisstjóri getur gert kröfu um klæðnað miðað við aðstæður og ekki hleypt keppendum af stað nema í viðeigandi klæðnaði) Hafið með nóg af næringu og vökva (ekki er boðið upp á vökva eða næringu í hlaupinu). Keppnisnúmerið verður að sjást vel allt hlaupið. Keppnisstjóri getur dæmt keppendur sem ekki hlýða reglum úr keppni. Keppnisstjóri getur aflýst keppni vegna ytri aðstæðna eða af öðrum ástæðum ef hann metur það svo. Keppendur hlaupa á eigin ábyrgð – hvorki keppnisstjóri né keppnishaldarar eru ábyrgir gagnvart keppendum varðandi meiðsli, veður, náttúruhamfarir eða annað. Keppnisstjóri mælir eindregið með því að keppendur taki eftirfarandi með sér í hlaupið: Plastbolla til að drekka úr vökva úr ám og lækjum á leiðinni, farsíma, 0,5 lítra af vökva, hlaupabakpoka eða belti, næringu til að innbyrða á leiðinni, vind-

og vatnsfráhrindandi jakka og húfu og hanska. Skráning: Þátttaka í hlaupinu kostar kr. 3.500. Skráning fer fram á hlaup.is og lýkur fimmtudaginn 25. júní kl. 24:00. Einnig er hægt að skrá sig á staðnum félagsheimilinu Húnaveri laugardagsmorguninn 27. júní þar til 15 mínútum fyrir hlaup eða til kl. 7:45.

Dráttarvélaakstur Sérgreinastjóri: Guðmundur Svavarsson. Staður/tími: Blönduósi, sunnudagur 28. júní kl. 10:30–12:00. Aldursflokkar: Einn aldursflokkur 50+. Keppt í einum kynjaflokki. Við stigaútreikning er eftirfarandi lagt til grundvallar: tími, ræsing hreyfils, óþörf stöðvun hreyfils, slæm gírskipting, stöðvun við gatnamót, rykkir í akstri, fella stöng, akstur um hlið, tenging vagns og að bakka með tengivagn.

Golf Sérgreinastjóri: Jóhanna Jónasdóttir Staður/tími: Golfvöllurinn Blönduósi, Vatnahverfisvöllur, laugardagur 27. júní kl. 09–17. Aldursflokkar: Konur: 50–64 ára. Leika á rauðum teigum. (Höggleikur án forgjafar og punktakeppni). Konur: 65 ára og eldri. Leika á rauðum teigum. (Punktakeppni). Karlar: 50–69 ára. Leika á gulum teigum. (Höggleikur án forgjafar og punktakeppni). Karlar: 70 ára og eldri. Leika á rauðum teigum. (Punktakeppni). Fyrirkomulag: Höggleikur og punktakeppni. Ef keppendur eru jafnir í verðlaunasæti í höggleik án forgjafar skal leika bráðabana. Ef keppendur eru jafnir í punktakeppni er talið til baka. Þannig að sá er ofar sem hefur fleiri punkta á seinni 9 holunum, ef enn er jafnt þá síðustu 6, því næst síðustu 3 og að lokum er síðasta holan borin saman. Dugi þetta ekki til sker hlutkesti úr um sæti. Hámarksforgjöf karla og kvenna 36. Mótanefnd áskilur sér rétt til að þjappa rástímum. Vinsamlega fylgist með ef breytingar verða á rástímum. Skráningu lýkur fimmtudaginn 25. júní kl. 20:00. Reglur: Leikið eftir reglum GSÍ.

Júdó Sérgreinastjóri: Bergþór Pálsson. Staður/tími: Íþróttahúsið á Blönduósi, laugardaginn 27. júní kl. 12–15. Aldursflokkar: Einn aldursflokkur 50+. Keppt bæði í karla- og kvennaflokki. Keppt eftir þyngdarflokkum JSÍ með fyrirvara um breytingar eftir fjölda keppenda. Keppt eftir reglum JSÍ.

Línudans Sérgreinastjóri: Linda Björk Ævarsdóttir. Staður/tími: Samkomutjald föstudagur 26. júní að lokinni mótssetningu sem hefst kl. 20:00. Aldursflokkar: Einn aldursflokkur 50 ára og eldri. Keppni í línudönsum er hópakeppni. Hópur telst 5 einstaklingar eða fleiri. Ekki er gert ráð fyrir að þurfa að takmarka stærð hópa en mótshaldara er heimilt að setja reglur í þessu efni. Keppt skal í tveimur dönsum sem

hóparnir velja sjálfir og þurfa dansarnir að vera skráðir á viðurkenndu formi ef þess er óskað. Dansað skal að hámarki 2 mínútur í hvorum dansi. Dómarar skulu gefa einkunn fyrir tónlist og dans. Hendur keppenda mega ekki snerta gólf. Keppendur mega ekki fara í splitt. Spörk mega ekki fara fyrir ofan mjaðmahæð. Gæta skal hófs í klæðnaði þ.e.a.s. keppnisfatnaður þarf að vera samstæður og snyrtilegur, með eða án hatta.

Keppnisdagskrá Föstudagur 26. júní Boccia Skotfimi Línudans

12:00–17:00 15:00–19:00 20:00

Íþróttahúsið Blönduósi Skotsvæði Markviss UMFÍ-tjaldið, eftir setningu.

Laugardagur 27. júní Dalahlaup 32,2 km Golf Boccia / úrslit Júdó Sund Bridds Hestaíþróttir Skák Pönnukökubakstur Kynning á lomber Frjálsíþróttir Ringó

08:00 09:00–17:00 09:00–11:00 12:00–15:00 12:00–15:00 12:00–18:30 14:00 13:00–18:00 14:00 09:30–11:30 15:00–19:00 15:00

Frá Húnaveri Golfvöllurinn á Blönduósi Íþróttahúsið á Blönduósi Íþróttahúsið á Blönduósi Sundlaugin á Blönduósi Hótel Blönduós Arnargerði við Blönduós Snorrabúð Hótel Blönduós Hótel Blönduós Blönduósvöllur Íþróttahúsið Blönduósi

Sunnudagur 28. júní Pútt einstaklings- og sveitakeppni Lomber Dráttarvélaakstur Stígvélakast Starfshlaup

09:30-12:00 09:30–13:30 10:30–12:00 12:00–12:30 12:30–13:30

Við Blönduóskirkju Hótel Blönduós Blönduós Blönduósvöllur Blönduósvöllur

Afþreyingardagskrá Föstudagur 26. júní Mótssetning

20:00

UMFÍ-tjaldið

Laugardagur 27. júní Morgunleikfimi Söguganga Heilsufarsmælingar Söngbúðir, sameiginlegur söngur Dansleikur

07:45–08:30 11:00–11:45 11:00–13:00

Íþróttahúsið á Blönduósi Lagt af stað frá Hótel Blönduósi Íþróttahúsið Blönduósi

21:00–22:00 22:00–23:30

UMFÍ-tjaldið UMFÍ-tjaldið

Sunnudagur 28. júní Sundleikfimi Mótsslit

07:45–08:30 14:00

Sundlaugin Blönduósvöllur


Glaðheimar Blönduósi Sumarhús og tjaldsvæði á bökkum Blöndu

Mitt á milli Reykjavíkur og Akureyrar

Opið allt árið Sumarhús í ýmsum stærðum Heitir pottar - Náttúrulegt umhverfi

Gönguleiðir – Mikið fuglalíf Stutt í alla þjónustu Verslun – Söfn - Veitingar Sund – Hestaleiga (www.galsi.is)

Perla norðursins Hrútey við hlið sumarhúsanna www.gladheimar.is

Símar 820 1300 & 690 3130 gladheimar@simnet.is


22

Landsmót UMFÍ 50+

Lomber Sérgreinastjóri: Magnús Ólafsson. Staður/tími: Hótel Blönduós, sunnudagur 28. júní kl. 09:30–13:30. Einn aldursflokkur óháð aldri og kyni.

Pútt Sérgreinastjóri: Ágúst Þór Bragason Staður/tími: Við Blönduóskirkju, sunnudagur 28. júní kl. 09:30–12:00. Fyrirkomulag: 2x18 holur. Aldursflokkar: Konur: 50–64 ára. Konur: 65 ára og eldri. Karlar: 50–69 ára. Karlar: 70 ára og eldri. Mótið/mótsreglur: Mótið er einstaklingskeppni og sveitakeppni. Spilarar spila 2–4 saman í holli í einstaklingskeppni og þurfa að halda uppi leikhraða þannig að mótið gangi eðlilega fyrir sig. Í sveitakeppni geta spil-

arar ekki leikið saman í holli. Spilaðar eru 2x18 holur. Skrá skal öll högg á hverri holu. Spilað er með pútter. Aðrar kylfur eru ekki samþykktar. Óheimilt er að taka upp bolta í leik nema að merkja hann áður og setja niður á sama stað. Skrá skal skor af hverri holu og skal annar keppandi skrá skor leikmanns auk hans sjálfs. Í lok leiks er farið yfir skorspjaldið til samanburðar við skrifara og skulu leikmaður og skrifari báðir kvitta fyrir skorspjaldinu. Úrslit í einstaklingskeppni og sveitarkeppni verða kynnt þegar allir leikmenn hafa lokið leik og yfirferð skorspjalda er lokið. Einn flokkur í sveitakeppni án tillits til aldurs og kyns. Lið tilkynna hverjir skipa sveit/hóp við skráningu. Fjórir skipa hverja sveit.

Pönnukökubakstur Keppnisstjóri: Guðrún Sigurjónsdóttir. Staður/tími: Kvennaskólinn, laugardagur 27. júní kl. 14:00. Aldursflokkar: Einn aldursflokkur óháð kyni.

Ringó Sérgreinastjóri: Sigrún Líndal. Staður/ tími: Íþróttahúsið Blönduósi, laugardagur 27. júní kl. 15:00. Aldursflokkar: Einn aldursflokkur óháð kyni. Fyrirkomulag: Ringó er í grunninn byggður á reglum í strandblaki. Mögulegt er að skrá sig sem einstaklingur í Ringó og verður þá búið til blandað lið. Reglur: 1. Tvö lið spila hvort á móti öðru. Fjöldi í liði eru sjö leikmenn og fjórir spila inná í einu. Spilað er á blakvelli.

2. Spilað er með 2 hringi. Gefið er merki og bæði lið gefa upp frá baklínu. Þeir tveir sem gefa upp gefa sjálfir hvor öðrum merki. 3. Hver leikmaður gefur upp þrisvar sinnum. Síðan færa leikmenn sig um eina stöðu samtímis báðum megin, réttsælis. 4. Hringnum skal kasta lárétt. Ef hringnum er kastað lóðrétt eða hann „flaskar‘‘ er hringurinn dauður. Lið getur fengið tvö stig þegar báðir hringir liggja á velli mótspilara, eitt stig þegar það er einn hringur á báðum völlum eða ekkert stig. 5. Hringinn má aðeins grípa með annarri hendi, ef báðar hendur snerta hringinn er hann dauður. 6. Það er almennt ekki leyft að spila

www.fi.is

s d n a l s Í g a l é f a Ferð yfir 86 ár

í i m e s f r a t Fjölbreytt s Upplifðu náttúru Íslands Líf og fjör í starfseminni Ferðafélag Íslands er áhugamannafélag sem hefur það markmið að hvetja landsmenn til að ferðast og fræðast um landið. Áhugi á gönguferðum, fjallgöngum og útiveru hefur aldrei verið meiri og er mikið líf og fjör í starfseminni.

Allir finna eitthvað við sitt hæfi Ferðafélagið leggur sig fram við að mæta þörfum breiðs hóps með miklu úrvali ferða. Í ferðaflóru félagsins er að finna allt frá söguferðum um grösugar sveitir til erfiðra jöklaferða. Í ferðaáætlun félagsins geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. Á 86 árum hefur Ferðafélagið efnt til meira en 8.500 ferða með yfir 200.000 þátttakendum.

Öflug útgáfustarfsemi Það eru allir velkomnir í Ferðafélagið og njóta félagsmenn sérkjara, bæði í ferðum, skálum og í fjölda verslana. Auk þess fá allir félagsmenn árbókina senda heim á hverju ári og er það hluti af árgjaldinu. Árbókin er einstæður bókaflokkur um land og náttúru. Auk árbókanna hefur Ferðafélag Íslands staðið að útgáfu handhægra fræðslu- og upplýsingarita um ferðamál, þjóðfræði og sögu landshluta.

Sjálfboðastarf í góðum félagsskap Félagsstarfið hefur í gegnum tíðina einkennst af miklu sjálfboðastarfi. Félagar hafa unnið að byggingaframkvæmdum, farið vinnuferðir í skála eða í frágangsferðir, stikað og unnið að uppbyggingu gönguleiða, unnið við brúargerð og margt fleira. Í staðinn hafa þeir fengið fríar ferðir, fæði og félagsskap.

Samgöngubætur og uppbygging svæða Félagið hefur unnið markvisst að samgöngubótum, lagt akvegi og brúað ár. Það hefur haft samstarf við sveitarfélög um landgræðslu, náttúruvernd og uppbyggingu svæða eins og t.d. í Landmannalaugum, á Þórsmörk og Emstrum.

Sæluhúsin standa öllum opin Sæluhús Ferðafélags Íslands og deilda félagsins úti um land eru þægilegir áningarstaðir á ferðalagi um óbyggðir Íslands. Þau eru á 36 stöðum víðsvegar um landið og getur allur almenningur nýtt þau óháð aðild að félaginu. Aðal samstarfsaðilar FÍ

saman. Það mega líða að hámarki 3 sek. áður en hringnum er spilað (kastað). Ekki er leyfilegt að ganga með hringinn í hendi. 7. Tveir leikir er spilaðir upp í 25 (21), með minnst tveggja stiga mismun. Ef það er jafntefli eftir þessa tvo leiki er oddaleikur upp í 15.

Skák Sérgreinastjóri: Þorleifur Ingvarsson Staður/tími: Hótel Blönduós, laugardagurinn 27. júní kl. 13:00–18:00. Aldursflokkar: Einn aldurs- og kynjaflokkur. Tefldar verða fimm umferðir. Atskákir 25 mín. eftir Monradkerfi.

Skotfimi Sérgreinastjóri: Guðmann Jónasson Staður/tími: Skotsvæði Markviss, föstudagur 26. júní kl. 15:00–19:00 Keppt er í einum aldursflokki en í kvenna- og karlaflokkum. Keppt verður í grein sem heitir ólympískt skeet (leirdúfuskotfimi). Skotið er á 8 pöllum sem mynda hálfhring, kastvélar eru við sitthvorn enda vallarins og skjóta menn ýmist stakar dúfur eða double. Skotnar verða 3 umferðir (þ.e. 3 x 25 dúfur) án final. Keppendum er raðað í riðla, fjöldi keppenda í hverjum riðli getur verið frá 4 upp í 6. Mótið er á mótaskrá Skotíþróttasambandsins og gildir til flokka og meta. Gert er ráð fyrir að keppendur séu með sínar eigin byssur en hægt verði að fá skotfæri á mótsstað (skotfæri verða Islandia og/eða Hull 24 gr, haglastærð 7 stál). Keppnisreglur STÍ og ISSF gilda þar sem við á.

Starfshlaup Sérgreinastjóri: Kári Kárason. Staður/ tími: Blönduósvöllur, sunnudagur 28. júní kl. 12:30–13:30. Einn aldursflokkur 50 ára og eldri. Einstaklingskeppni þar sem leystar eru þrautir sem settar hafa verið upp.

Sund Sérgreinastjóri: Berglind Björnsdóttir. Staður/tími: Sundlaugin á Blönduósi, laugardagur 27. júní kl. 12:00–15:00 Í öllum greinum verður synt í karlaog kvennaflokki og aldursflokkar SSÍ notaðir, en þeir eru sem hér segir: 50–54, 55–59, 60–64, 65–69, 70–74, 75–79, 80–84, 85–89, 90 ára og eldri. Keppt er í eftirtöldum greinum: 50 m flugsund, 50 m baksund, 50 m bringusund, 50 m skriðsund, 100 m bringusund, 100 m skriðsund, 100 m fjórsund, 4×50 m sund með frjálsri aðferð – blönduð lið óháð aldri (2 konur 2 karlar). Reglur SSÍ. Röð greina: 1. 100 m fjórsund 2. 50 m skriðsund 3. 100 m bringusund 4. 50 m baksund 5. 100 m skriðsund 6. 50 m bringusund 7. 25 m eða 50 m flugsund 8. 4 x 25 m boðsund

Stígvélakast

FERÐAFÉLAG ÍSLANDS

| Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is

Skráðu þig inn – drífðu þig út

Sérgreinastjóri: Valdimar Guðmannsson. Staður/tími: Blönduósvöllur, sunnudagur 28. júní kl. 12:00–12:30. Einn aldursflokkur, en keppt í kvennaog karlaflokki. Sá sigrar sem lengst kastar. Reglur: 1. Kastað er frá kastlínu og aftur fyrir sig. 2. Keppt verður í tveim flokkum, karla- og kvennaflokki. 3. Hver keppandi fær tvær tilraunir. 4. Mælt er frá kastlínu og þangað sem stígvélið lendir. 5. Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin. 6. Aukaverðlaun verða veitt fyrir broslegustu hljóðin sem keppendu gefa frá sér. (Hálfur skrokkur af lambagrillkjöti í hvorum flokki).


Landsmót UMFÍ 50+

Ungmennafélag Íslands

AKUREYRI 2015

Velkomin á Unglingalandsmót UMFÍ UM VERSLUNARMANNAHELGINA Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþróttaog fjölskylduhátíð sem haldin er á hverju ári og ætíð um verslunarmannahelgina. Á þessu ári verður mótið á Akureyri en þar er frábær íþróttaaðstaða og allt til alls. Keppnisrétt hafa allir á aldrinum 11 – 18 ára en einnig eru í boði ýmiss verkefni fyrir 10 ára og yngri. Foreldrar munu örugglega finna eitthvað við sitt hæfi á mótinu þannig að þetta verður sannkölluð fjölskylduhátíð. Mótsgjald er aðeins kr. 6.000.- og geta keppendur keppt í eins mörgum greinum og þeir vilja.

Keppnisgreinarnar eru: s Badminton s Boccia s Bogfimi s Borðtennis s Dans s Fimleikar s Frjálsíþróttir s Glíma s Golf s Handbolti s Hestaíþróttir s Hjólreiðar s Júdó s Keila s Knattspyrna s Körfubolti s Lyftingar s Motocross s Siglingar s Skák s Stafsetning s Strandblak s Sund s Taekwondo s Tölvuleikur s Upplestrarkeppni

www.maggioskars.com

Vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð tónlist og taumlaus gleði!

Hittumst á Akureyri! Allar frekari upplýsingar eru veittar hjá UMFÍ: ÊMAR "RAGI 3TEFÕNSSON S s netfang: omar@umfi.is

www.umfi.is

23Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.