Jólablað Skapandi Greina

Page 1

JÓLIN 2021


EFNISYFIRLIT 3 4 5-6 7 8 9-11 12 13-15 16-20 21 22-25 26

Inngangur Jólasaga Sjálfbærni Bjarteyjarsandur Mýranaut Uppskriftir Jóla Sirrý Jólalög J-Óla Palla Föndur Vinnudvöl listamanna Listagallerí á Bifröst Jóla-ljóð


Velkominn í jólablað nemenda í skapandi greinum við Háskólann á Bifröst. Skapandi greinar er tiltölulega ný námsbraut við Háskólann á Bifröst, en hún veitir nemendum góða þjálfun til að starfa í þessum vaxandi atvinnuvegi. Námið miðar að því að miðla þekkingu um þau störf sem eru í boði í atvinnugreininni og þjálfa hæfni til að vinna innan skapandi geirans.

Vegna heimsfaraldursins þurfti að afbóka alla viðburðina svo að allir nemendurnir tóku sig saman og fóru á flug með hugmyndir hvernig við gætum komið okkar vinnu og öllum þeim fallegu afurðum sem hefðu orðið til í aðra útfærslu. Út frá því fæddist þetta tímarit Skapandi Greina.

Markmið námsins er að veita nemendum grunn sem nýtist þeim í fjölbreyttum verkefnum sem í boði eru og um leið dýpka skilning þeirra í gegnum eigin verkefnavinnu en mikil áhersla er lögð á að læra að koma hugmyndum og verkefnum í framkvæmd.

Okkar von er því sú að þið getið ennþá notið þessa viðburða sem skipulagðir voru, bara í öðru formi en búist var við. Það fór mikill vinna í að færa viðburðina yfir á stafrænt form, að finna lausn þannig hægt væri að koma því efni og afþreyingu sem skipulögð var í jólablaðið, en það tókst að lokum og erum við ánægð með það hversu vel tókst til. Við vonum því að þið njótið þess að skoða jólablaðið okkar og að það veiti ykkur gleði, hlýju og þá eftirvæntingu sem jólin hafa í för með sér.

Eitt af þeim verkefnum sem nemendur á fyrsta ári í skapandi greinum við Háskólann á Bifröst áttu að vinna að veturinn 2021 var að setja saman hugmynd að viðburðum, skapa verkáætlun og síðan yfirfæra það í raunverulegt verkefni. Boðið var upp á að velja um allskonar viðburði eins og desemberhátíð á Bifröst, skipuleggja bændamarkað á Bifröst, listasýningu á Bifröst eða útfæra listamanna residensíu fyrir listamenn til að koma að og huga að list sinni.

Vonandi verður þetta fyrsta jólablaðið af mörgum á vegum Skapandi Greina og upplýsir og hvetur flesta þá sem eru hikandi að taka skrefið í námið að láta slag standa.

Takk fyrir okkur og njótið lestursins!

Jólakveðja, Nemendur skapandi greina við Háskólann á Bifröst.


Einu sinni, rétt fyrir jól, voru bræðurnir 13 staddir í Grýluhelli. Stekkjastaur var að klæða sig í ullarföt því hann var á leið til byggða. Grýla var að elda kvöldmatinn, dýrindis kjötsúpu með rófum og kartöflum. Bjúgnakrækir, Ketkrókur og Stúfur voru inni í stofu að spila „jólasveinninn í miðjunni“. Bjúgnakrækir og Ketkrókur voru að kasta lifrapylsu á milli sín en Stúfur var í miðjunni og átti að reyna að ná lifrapylsunni af bræðrum sínum. En eins og þið vitið þá er Stúfur ekki hár í loftinu, sama hvernig Stúfur hoppaði á gólfinu, á sófanum eða af stofuborðinu þá gat hann ekki náð lifrapylsunni. Bjúgnakrækir og Ketkrókur hlógu hástöfum í hvert sinn sem Stúfur rétt missti af lifrapylsunni. „Það er kominn MATUR“ kallar Grýla og um leið þeytast inn í eldhúsið 12 jólasveinar, einn jólaköttur og einn Leppalúði. Aumingja Stúfur hafði kastast í sófann þegar Skyrgámur kom hlaupandi, Stúfur hafði lent á milli sessanna í sófanum og spriklaði þar í dágóða stund áður en Grýla aðstoðaði hann á fætur. Þegar Stúfur settist við matarborðið var bara ein skál af kjötsúpu eftir. Stúfur borðaði kjötsúpuna meðan bræður hans kvöddu Stekkjastaur og óskuðu honum góðrar ferðar til byggða. Svona hafði þetta alltaf verið, Stúfur var alltaf síðastur, fékk minnst að borða og tapaði í öllum leikjum við bræður sína. En þetta örlagaríka kvöld fóru bræðurnir í sleða keppni fyrir utan Grýluhelli. Grýla notaði stafinn sinn til að teikna upphafslínu í snjóinn, bræðurnir stilltu sér upp og biðu eftir merki frá Leppalúða. Leppalúði hafði sofnað eftir kvöldmatinn svo Grýla skellti jólakettinum í fangið á honum. Leppalúði hrökk upp með löngu góli og jólasveinarnir þeyttust af stað niður brekkuna. Gáttaþefur var fremstur en fast á hæla hans komu Hurðaskellir og Þvörusleikir. Stúfur var aftastur en bara rétt fyrir aftan Giljagaur „Hey, Stúfur“ kallar Giljagaur „sá síðasti er Grýluprump“. Giljagaur hló hátt að brandaranum sínum, svo hátt að hann tók ekki eftir stóra snjóskaflinum beint framundan. Sleðinn festist í miðjum skaflinum og Giljagaur hentist af honum og festist svo með rassinn djúpt í skaflinum.

Stúfur trúði varla heppni sinni, í fyrsta sinn var hann ekki síðastur í sleðakeppninni. Stúfur renndi sér áfram, einbeittari en nokkru sinni fyrr, hann var alveg að ná Pottaskefli þegar skyndilega kom öflug vindhviða. Stúfur, sem var svo léttur, fauk með vindinum hátt upp í loft, langt frá bræðrum sínum og langt frá Grýluhelli. Stúfur ríghélt í húfuna sína og lokaði augunum, hann var mjög lofthræddur. Kannski var þetta bara martröð, Stúfur vonaði það en innst inni vissi hann að hann var ekki sofandi. Stúfur opnaði annað augað og sá að hann nálgaðist jörðina, hann lenti ómeiddur ofan á litlu fjalli en hvar hann var vissi hann ekki. Stúfi var kalt, hann sá ljós fyrir neðan fjallið og ákvað því að stefna þangað. Þegar hann var kominn niður af fjallinu sá hann að ljósin komu frá húsum mannfólksins. Stúfur var pínu hræddur við mannfólkið, hann hafði aldrei hitt það vakandi, hann fór bara til byggða þegar allir voru sofandi og fór aldrei inn í hús nema til að laumast í notaða pönnu og sleikja agnirnar af henni. Stúfur kíkti inn um einn gluggan og sá að þar inni var bæði stórt mannfólk og lítið mannfólk, hann ákvað að leita sér skjóls og bíða eftir nóttinni. Nóttin kom og ljósin í húsunum slokknuðu, Stúfur laumaði sér inn í hlýjunna, hann var dauðhræddur, þreyttur og rataði ekki heim. Hann faldi sig undir stóru, skreyttu jólatréi og sofnaði þar. Á sama tíma var fjölskylda Stúfs í björgunarleiðangri að leita að Stúfi. Grýla, Leppalúði og jólakötturinn voru einn leitarhópur. Stekkjastaur var að deila gjöfum en hafði þó augun opin fyrir Stúfi. Skyrgámur, Þvörusleikir og Askasleikir fóru á sleðum um Grýlufjall ef ske kynni að Stúfur hefði ekki fokið langt. Ketkrókur, Bjúgnakrækir og Hurðaskellir fylgdu Gáttaþef sem reyndi að þefa upp stúf með sínu stóra nefi. Að lokum voru það Kertasníkir, Pottaskefill og Gluggagæir sem þurftu að losa Giljagaur úr skaflinum áður en þeir fóru að leita. Giljagaur hafði séð í hvaða átt Stúfur fauk svo þangað héldu þeir. Fjórmenningarnir örkuðu alla nóttina í leit að Stúf.

Um morguninn vaknaði Stúfur við raddir frá litla mannfólkinu „Sjáiði, það er einhver undir tréinu“ sagði eitt. „Þetta er jólasveinn!“ kallaði annað. „Ó nei, þau hafa fundið mig, hvað á ég að gera núna?“ hugsaði Stúfur. Eitt þeirra rétti Stúfi höndina og hjálpaði honum á fætur. Stúfur var fljótur að átta sig á að litla mannfólkið var alls ekki hræðilegt, þau dönsuðu með honum kringum jólatréð, sungu jólalög með hreyfingum og fóru í leiki. Þennan dag lærði Stúfur nýjan leik sem hann var strax góður í, leikurinn hét Limbó. Tvö héldu kústi á milli sín og hin fóru öll undir kústinn sem lækkaði hægt og rólega. Litla mannfólkið sem datt á rassinn þurfti að stíga til hliðar og að lokum var Stúfur einn eftir, ef hann kæmist undir kústskaftið núna myndi hann vinna. Litla mannfólkið hrópaði nafnið hans aftur og aftur „Stúfur, Stúfur, Stúfur…“ Ekki langt frá voru Kertasníkir, Giljagaur, Pottaskefill og Gluggagægir við það að gefast upp en þá heyrður þeir nafn bróður síns kallað frá húsunum. Þeir hlupu þangað, Gluggagægir gægðist inn um gluggan og sá hvar Stúfur gekk undir kústskaft og lítið mannfólk fagnaði honum ákaft. Bræðurnir gengu inn í húsið, föðmuðu Stúf innilega og dönsuðu nokkra hringi kringum jólatréð. Litla mannfólkið hafði aldrei séð svona marga jólasveina á einum degi. Bræðurnir flýttu sér heim því Giljagaur þurfti að fara með gjafir til byggða um nóttina. Grýla, Leppalúði og bræður Stúfs fögnuðu honum þegar hann kom heim. Grýla eldaði hátíðarskötu fyrir litla sveininn sinn og eftir kvöldmat kenndi Stúfur öllum Limbó .Upp frá þessu var reglulega haldin limbó keppni í Grýluhelli og hver haldið þið að hafi unnið í hvert einasta skipti? Jú, það var Stúfur.

ENDIR


Við heyrum þetta orð alls staðar í kringum okkur en hvað þýðir það í raun og veru og hvernig get ég verið meðvitaðari um kauphætti okkar sérstaklega um jólin, stærstu neysluhátíð ársins?

Sjálfbærni þýðir að nýta ekki auðlindir jarðar upp til agna. Að lifa lífi með sjálfbærni að leiðarljósi krefst breytinga á daglegum venjum okkar og hvernig við hugsum um umhverfi okkar. Við þurfum að læra að lifa á þann hátt sem skaðar jörðina minna og hvetur vonandi aðra til að taka skrefið í sömu átt. Nú er sá tími sem jólin ganga í garð. Þá er um að gera að endurhugsa neysluhætti sína og hvaðan fæðan og keyptar gjafir koma frá. Eitt besta ráðið er að styðja við íslenska framleiðslu í vörukaupum og skoða hve raunveruleg þörf er á.

Flest erum við vön því að fara út í stórmarkað og kaupa vörur – án þess að vita hvaðan hún kemur.

Kannski þveraði hún hálfan hnöttinn áður en hún lenti í innkaupakörfunni þinni. Íslendingar eru flestir ekki vanir því að vörur séu árstíðabundnar. Við erum vön því að verslanir bjóði upp á allt grænmeti og ávexti allan ársins hring – sem þýðir að þessar vörur eru fluttar til Íslands frá öllum heimshornum.

HÉR VÍSUM VIÐ Í GÓÐ SKREF TIL AÐ AUKA SJÁLFBÆRNI Í SÍNU DAGLEGA LÍFI:

BEINT FRÁ BÝLI Verslaðu vörur beint frá bónda eða styddu við íslenska framleiðslu. Það gæti kostað örlítið meiri pening en oftar eru gæðin betri þar sem uppskeran er árstíðarbundin og í flestum tilvikum lífrænt ræktuð. Þegar við styðjum við íslenska framleiðslu drögum við úr kolefnisfótspori fæðunnar okkar sem þýðir að við drögum úr þeirri mengun sem á sér stað þegar maturinn okkar ferðast frá uppskerustað á diskinn okkar.

SKIPULAG Skipulagðu eldamennsku komandi viku helgina áður. Þegar við vitum hvað verður í matinn eigum við auðveldara með innkaup og förgum minni mat. Rannsóknir sýna okkur að á vesturlöndum förgum við 1/3 af því sem framleitt er.

MEIRA GRÆNMETI Bættu inn fleiri grænkeradögum í vikuna, eða einfaldlega minnkaðu skammtana af kjöti og auktu grænmetismeðlætið. Óhófleg neysla á kjöti er bæði heilsuskemmandi og umhverfismengandi.

INNKAUPAHÆTTIR Gerðu breytingar á innkaupaháttum þínum. Reyndu að skipuleggja tíma vikunnar þar sem þú getur verslað í matinn í rólegheitum. Rannsóknir sýna að meðalfjölskyldan er líklegust til að versla á háannatímanum eftir vinnu, flýta sér í gegnum búðina og kaupa þannig meira en minna.

FRYSTU MATINN! Frystu grænmeti og ávexti sem eru á sínum síðustu neysludögum. Ef frystirinn fyllist hratt getur þú kannski séð betur hve mikið þú kaupir fram yfir þörf heimilisins.


Epli:

Tómatar:

- Á eldhúsborði: 5-7 daga

- Á eldhúsborði:

- Í ísskáp: 3-4 vikur - Í frysti: 6-9 mánuði

3 dagar - Í ísskáp: 5-7 dagar - Í frysti: 2-3 mánuði

Bananar:

Laukur:

- Á eldhúsborði: 5-7 daga

- Í ísskáp: 2-3 mánuði

- Í ísskáp: 1-2 vikur (í hýði)

(7-10 daga ef skorinn)

- Í frysti: 2-3 mánuði

- Í frysti: 6-8 mánuði

Brokkolí:

Sveppir:

- Í ísskáp: 1 vika

- Í ísskáp: 1 vika

- Í frysti: 3-5 mánuði

- Í frysti: 3 mánuði


Bjarteyjarsandur er fjölskyldubú, sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldu síðan 1887. Starfsemin á bænum er fjölbreytt; sauðfjárbúskapur, verktakavinna, fræðslustarfsemi, matvælavinnsla, ferðaþjónusta, veitingarekstur og margt fleira.

Þá höfum við mikinn áhuga á því að nýta það sem finnst í nærumhverfinu og héldum frábært námskeið í samstarfi við Crisscross matarferðir í fyrravor, þar sem við lærðum að tína og pikla sjávarkapers, sem eru klóþangsbelgir og finnast hér í fjörunni okkar í talsverðu magni.

Hlutu verðlaun í norrænni matarhandverkskeppni Þegar kemur að matvælaframleiðslu og sölu ,,beint frá býli" erum við fyrst og fremst með lambakjöt, bæði ferskt, reykt og grafið. Vinsælasta varan okkar í nokkur ár, hefur verið birkireyktur ærvöðvi, sem við höfum nostrað við og lagt í bláberjasýróp áður en við svo setjum hann í reyk. Fyrir þessa vöruþróun hlutum við verðlaun í norrænni matarhandverkskeppni og síðan hefur einmitt þessi vara verið afar vinsæl. Við höfum einnig unnið með frábæru matreiðslufólki, sem hefur hannað með okkur rétti úr þessu frábær hráefni hér á veitingastaðnum okkar í Hlöðunni, heima á Bjarteyjarsandi.

Okkur finnst mikilvægt að þekkja hráefnið okkar og fullvinna það að minnsta kosti að hluta. Þannig kom það eiginlega til að við fórum að sækja okkur fræðslu á sviði matarhandverks. Í dag hefur það svo þróast í einhvers konar "from farm to table" þar sem við erum með okkar hráefni og berum að fram í litlu veitingahúsi í gamalli hlöðu hér heima á bæ. Þá er fræðsla og matur hluti af upplifun gesta sem hingað koma, þetta hefur bara gengið mjög vel.

Tvíreykta hangikjötið hans Guðmundar bónda er vinsælt og það koma ekki jól hjá sumum ef það er ekki hluti af aðventunni. Kofareyktu bjúgu ömmu Kollu eru vinsæl hjá fjölskyldunni, enda engin venjuleg búgu. Við höfum einnig verið að fikra okkur áfram með annað hráefni, kryddblöndur sem við ræktum sjálf, súrkál og pikklað grænmeti - og við hlutum einmitt Íslandsmeistaratitil fyrir pikklaðar radísur árið 2019.

Hvað þykir þér vera ómissandi um jólin? Jólamaturinn er alltaf heimafenginn hjá okkur, en við borðum ekki endilega það sama ár eftir ár. Það er haldinn fjölskyldufundur í desember, þar sem matseðillinn er ákveðinn. Í aðalrétt höfum við t.d. verið með rjúpur, hangikjöt, grísakjöt af útigrísum, kalkún, fylltan lambahrygg, lambalæri, lambafillet, innbakaðar lambalundir, gæs og önd. Okkur finnst gaman að prófa eitthvað nýtt, þó sumt sé ófrávíkjanleg regla, eins og súkkulaðimús í eftirrétt og grafin lambalund í forrétt, en það er nú fyrst og fremst heimasætan sem stjórnar því.

Guðmundur, Arnheiður og Guðbjörg Bjartey


Mýranaut er fjölskyldu fyrirtæki sem framleiðir gæða nautakjöt. „Við erum með ca. 120 holdakýr og kvígur. Við kaupum nautkálfa frá mjólkurbændum og sendum gripi í hverri viku í sláturhúsið á Hellu. Við búum sjálf til grafna ungnautavöðva sem eru tilvaldir á jólahlaðborðið." Jólaglögg og æbleskiver á aðventunni Við höfum búið til þá hefð, 19. desember, að bjóða upp á jólaglögg og „æbleskiver“ fyrir ættingja og vini. Annars er ekki mikið um jólahefðir já okkur.

„Það er ekki alveg búið að ákveða hvað verður í jólamatinn í ár. Við höfum venjulega haft hamborgarahrygg. Hrygginn kaupum við af grísabændum í sveitinni okkar. Síðan söltum við og látum reykja hann fyrir okkur". Hvar er hægt að nálgast vörurnar ykkar? Vörurnar okkar er hægt að kaupa í Ljómalind sveitamarkaði í Borgarnesi. Eða einfaldlega að tala bara beint við okkur.

Gunna, Bjössi, Hanna og Anders


Snyrtar lambalundir, um það bil 50 gr á mann. 1. Hjúpið lundirnar með grófu salti (við notum okkar eigin saltblöndu með þurrkaðri purpurahimnu, til að fá þetta himneska umami bragð). Látið þær bíða í um 2 tíma (ekki í ísskáp).

Berið fram á uppáhaldsbrauðinu ykkar, smyrjið það með rjómaosti og setjið klettasalat þar ofan á. Raðið lundunum fallega ofan á klettasalatið og skreytið með þunnri bláberjasultu eða bláberjasósu.

2. Skolið lundirnar og þurrkið (saltjafnið). Klístrið með smá hunangi og hjúpið með uppáhaldskryddblöndunni ykkar. Við notum okkar eigin sem inniheldur m.a. myntu, melissu, steinselju, blóðberg og salvíu. 3. Geymið í kæli undir fargi í sólarhring. Okkur finnst gott að frysta lundirnar fyrir notkun, þá er auðveldara að skera þær í þunnar og fallegar sneiðar.

Nautalund að landnáms sið (Sirrý Landnámssetrinu) 500 gr nautalaund 50 gr hrásykur 50 gr Maldon-salt Nýmalaður pipar Ferskar íslenskar jurtir t.d. hvönn, hundasúra, blóðberg og graslaukur U.þ.b. 4 tappar af írsku brandí Blandið saman sykri, salti og pipar og gerið að fínlegum salla í mortélli. Þekið kjötið með blöndinni, hafið lagið þunnt. Saxið kryddjurtir fínt og leggið blönduna yfir saltog sykurlagið.

Leggið lundina á plastfilmu áður en brandíi er hellt varlega yfir. Pakkið lundinni þétt í filmuna svo öruggt sé að ekkert leki í burtu. Geymið í ísskáp í tvo sólarhringa. Skerið kjötið í þunnar sneiðar og berið fram með sætu og sterku sinnepi. Skreytið með hundasúrublöðum og klettasalati. Réttinn má bera fram á marga vegu. Með honum er gott að borða íslensk ber: bláber, krækiber, rifsber eða bara þau ber sem hendi eru næst. Feitur ostur skemmir sjálfsagt ekki fyrir.


Lakkrístoppar Hráefni: 3 eggjahvítur 200 g púðursykur 150 g rjómasúkkulaði 150 g súkkulaðihjúpað lakkrískurl

Aðferð: 1. Kveikið á ofninum, stillið á 150°C og undir-yfir hita. 2. Þeytið eggjahvíturar og þegar mjúkir toppar hafa myndast bætið þá sykrinum hægt og rólega út í og þeytið þar til eggjahvíturnar eru stífþeyttar. 1. Bætið súkkulaðinu og lakkrískurlinu út í, blandið varlega saman við með sleikju. 2. Notið tvær teskeiðar til þess að móta toppana, passið að hafa ágætis pláss á milli þar sem topparnir stækka í ofninum. 3. Bakið í 16-17 mín.

Royal Súkkulaðibitakökur

Döðlugott

Hráefni: 150 g smjör 200 g púðursykur 50 g sykur 1 pakki royal karamellubúðingur 1 tsk vanillusykur 2 egg 1 tsk matarsódi 270 g hveiti 150 g súkkulaðidropar

Hráefni: ⦁ 380 g döðlur, smátt saxaðar ⦁ 250 g smjör ⦁ 125 g púðursykur ⦁ 80 g Rice Krispies ⦁ 150 g súkkulaði, rjómasúkkulaði eða suðusúkkulaði

Aðferð: Kveikið á ofninum, stillið á 180°C og undir-yfir hita. Hrærið saman smjörinu, púðursykrinum, sykrinum, royal karamellubúðings duftinu og vanillusykrinum. Bætið síðan eggjunum út í blönduna, einu í einu og hrærið vel á milli. Síðan skal sigta hveitið og matarsódan í aðra skál og blanda það síðan varlega saman við blönduna. Bætið súkkulaðidropunum út í og hrærið vel saman þar til deigið verður samfellt. Gott er að nota tvær matskeiðar til þess að móta smákökurnar. Setjið síðan á plötu og passa skal að hafa ágætis pláss á milli. Bakið í 12-14 mín.

Aðferð: ⦁ Saxið steinlausar döðlur smátt, (einnig hægt að kaupa þær saxaðar). ⦁ Setjið döðlurnar, smjörið og púðursykurinn í pott og blandið vel saman við vægan hita þar til blandan verður að mauki. ⦁ Hrærið vel í blöndunni og leggið til hliðar. Blandið Rice Krispies út í. ⦁ Dreifið úr blöndunni í pappírsklæddu formi og þrýstið blöndunni vel í formið. ⦁ Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið yfir döðlukökuna. ⦁ Setjið kökuna í kæli í 1-2 klukkustundir þar til kakan er hörð í gegn. ⦁ Skerið kökuna í litla bita og berið fram.


Piparkökuát og piparkökuskreytingar eiga sér stóran stað í aðventunni, en hjá mörgum mætir piparkökubaksturinn afgangi eða jafnvel sleppt. Í aðdraganda jóla er oft á tíðum stíf dagskrá; einfaldleikinn sigrar og piparkökurnar fengnar úr búðinni.

Aðferð Öll hráefnin eru sett saman í hrærivélina, nota skal hnoðkrókinn og hrært vel saman þar til degið er orðið eitt. Því næst er kveikt á ofninum og stillt á 180°c með undir-yfir hita. Hægt að byrja að fletja út, gott er að hafa smá hveiti undir og ekki fletja allt deigið í einu heldur skipta því í tvennt eða jafnvel þrennt. Þannig er hægt að passa það að allar kökurnar verði jafn þykkar eða um 0,5 cm á þykkt.

Með þessari ljúffengu og sáraeinföldu uppskrift verður piparkökubaksturinn enginn vandi og auðvelt að koma honum fyrir í jólakraðakinu, þar sem ekki þarf að kæla deigið yfir nóttu og uppskriftin er mátulega stór. (Um 4050 kökur, fer eftir stærðum á formunum)

Að því loknu er deigið skorið út með piparkökuformum og kökurnar svo færðar yfir á bökunarplötu með smjörpappír undir. Ekki er gott að raða þeim of nálægt hvor annarri því eins og myndirnar sýnast stækka þær töluvert.

Lyktin sem ilmar um allt hús við baksturinn ekki á verri endanum.

Uppskrift · 90 gr Smjör (mjúkt

· 250gr Hveiti · 125gr Sykur · 4 msk Lyle‘s Golden síróp · 2 tsk Kanill · 1 tsk Engifer · 1 tsk Negull · ¼ tsk pipar · 1 tsk matarsódi · 4 msk mjólk

Baka skal í u.þ.b. 10 mínútur eða þar til brúnirnar á kökunum eru byrjaðar að brúna.


1

RAUÐA AÐVENTUKÁPAN Fara í rauðu aðventukápuna mína (sjá mynd). Íslensk ull og íslensk hönnun GAGA. Kápan lífgar upp á skammdegið.

2

GRENI & KERTI Fylla heimilið af grenigreinum, jólablómum og kertum.

3

4

5

JÓMFRÚIN Borða einu sinni á Jómfrúnni danskt smurbrauð leverposteij og kaupa konfekt í Vínberinu á Laugavegi. Aðventan er veisla fyrir bragðlaukana.

LESA BÆKUR Lesa sem flestar bækurnar í jólabókaflóðinu bæði fyrir og um jólin. T.d. núna Klettur – ljóð úr sprungum eftir Ólaf Svein Jóhannsson.

JÓLAGLÖGG Á ÞORLÁK Drekka jólaglögg í miðborginni á Þorláksmessu (orðið erfitt að finna þetta enda drykkurinn algjör klisja en jólahefð samt).

6

7

8

FJÖLSKYLDUHITTINGAR Hitta stórfjölskylduna í jólaboðum og halda jólaboð fyrir fjölskyldu mína og tengdafjölskyldu bæði á aðfangadag og gamlársdag.

VINKONUHITTINGAR Hitta vinkonur það er alltaf eins og þetta sé síðasti séns og við VERÐUM að hittast fyrir jól.

9

JÓLAKVEÐJUR Á RÁS 1 Hlusta á jólakveðjurnar á Rás 1 meðan stússað er í eldhúsinu. (Líf mitt er hvort sem er mest í eldhúsinu um jólin og útvarpið góður félagi).

HREYFA SIG Fara í sund, göngutúr um borgina og á kaffihús – hefur ekkert með jólin að gera en ég bara VERÐ að gera þetta hvort sem það er aðventa eða ekki.

Það sem er öðruvísi nú en áður: Gaman að lesa barnabókina mína upp fyrir börn á aldrinum 4-9 ára í skólum ,, Saga finnur fjársjóð – og bætir heiminn í leiðinni” EF Covid leyfir. Baka ekki lengur enda er það bara fitandi. Ég mun taka aftur upp á því að baka þegar ég fæ barnabörn. Er ekki lengur stressuð að þrífa allt fyrir jólin. Algjör óþarfi að stressa sig á þessu. Sé ekki lengur ástæðu til að gera mikið úr jólunum nema fyrir börn. Eftir að hafa prufað að vera í sól og sumri erlendis á jólum finnst mér jólastress furðulegt fyrirbæri.


Ólafur Páll Gunnarsson nemandi í skapandi greinum á Bifröst. Ég starfa sem útvarpsmaður á Rás 2 og hef í gegnum það starf öðlast mikinn áhuga á jólamúsík og á gríðarlega margar jólaplötur. Ég hef gaman af því að gramsa eftir jólaplötum og lögum sem ekki heyrast oft og leitast við að spila í mínum þáttum eitthvað sem hljómar ekki allan nóvember og desember á jólaBylgjunni.

Ólíklegastu listamenn hafa gefið út jólaplötu eða amk. eitt og eitt jólalag. Ég hef í mörg undanfarin ár gert einn Rokklandsþátt í kringum jólin þar sem ég spila mis jólaleg jólalög, en jólalög eru allskonar. Jólalag getur verið sálmur, en sálmur er ekki endilega jólalag. Jólalag getur líka verið blús, en blús er ekki endilega jólalag. Það eru til kristin jólalög og heiðin, gleðileg jólalög, súr og sorgleg. Sum jólalög eru alls ekki

„jólaleg“ á neinn hátt. Textinn getur fjallað um hvað jólin séu ömurleg á meðan önnur fjalla um jólaást.

Svo eru það bernskujólin, heiðin jól, jólin í fangelsinu, jólin þegar pabbi var fullur og dó undir jólatrénu á aðfangadagskvöld, eða jólin þegar hún María mín fór.

Um allt þetta tilfinningagallerí hafa verið samin jólalög. Hér hef ég valið 11 lög á lagalista á Spotify sem þið getið hlustað á og athugað hvort ykkur finnst þessi lög jafn skemmtileg og mér. Sum hafið þið eflaust heyrt oftar en einu sinni en kannski hefur eitthvað af þessu farið framhjá ykkur til þessa.

Hó hó hó og gleðileg jól.

WILLIE NELSON & NORAH JONES - BABY IT’S COLD OUTSIDE (LOESSER) Þetta lag var upphaflega hugsað sem jólalag, en í seinni tíð hefur það verið spilað allt árið um kring, sem er auðvitað í góðu lagi! Lagið er samtal ungrar stúlku og manns, og: veðrið er herfilegt; hann biður hana um að fara ekki alveg strax, enda sé veðrið svo galið að ekki sé hundi út sigandi. Hún segir honum að kvöldið sé búið að vera indælt en mamma hennar bíði hennar heima og pabbi gangi um gólf...nágrannarnir gætu sagt eitthvað...svarið sé nei, hún bara verði að fara! Þetta er pínulítið eins og samtal músarinnar og úlfsins eða refsins. Hann virðist vera talsvert eldri en hún og vill halda henni hjá sér og helst fá hana með sér í rúmið. Tekst það? Hvað gerist? Hlustið! Þetta lag hafa fjölmargir sungið inn á plötur síðan það kom fyrst út í kvikmyndinni Neptune´s Daughter árið 1949. Þessi útgáfa lagsins kom upphaflega út árið 2009 á plötu með Willie Nelson sem heitir American Classics. Árið eftir kom þetta svo út á annarri plötu sem heitir: ...Featuring Norah Jones, en þar er safnað saman lögum með hinum og þessum

listamönnum

þar

sem

Norah

Jones

er

gestur

eða

meðflytjandi.

Andrea

Gylfadóttir

og

Sigurður

Guðmundsson sungu þetta inn á plötuna Oft spurði ég mömmu, árið 2008.

KATE BUSH – SNOWFLAKE (KATE BUSH) Snowflake er upphafslag plötunnar 50 Words For Snow, sem Kate Bush sendi frá sér 2011, en þá hafði hún ekki sent frá sér plötu í sex ár, og þar á undan höfðu liðið 12 ár frá síðustu plötu þar á undan. Þrátt fyrir það var fólk ekki búið að gleyma þessari merku tónlistarskonu sem er einstök og t.d. ein af helstu fyrirmyndum ungrar Bjarkar Guðmundsdóttur. 50 Words For Snow er 7 laga plata, 65 mínútur að lengd, og Snowflake er langt í frá lengsta lagið á plötunni, þó svo að það sé 9,48 mínútur. (Þá) 13 ára gamall sonur Kate, Bertie, syngur á móti henni í laginu. Hann túlkar þarna snjókorn sem fellur til jarðar ásamt billjónum systra sinna og bræðra. Heimurinn, sem er svo fullur af hávaða og látum, kyrrist og hljóðnar smátt og smátt, þegar snjókornin raða sér upp á götum og í görðum fólks. Steve Gadd, sem spilaði með James Taylor í Hörpu fyrir nokkrum árum, spilar á þessari plötu Kate og líka í þessu lagi. Þarna er hvergi minnst á jól, Jesúm eða engla, bara snjó, en sagan segir að í Grænlandi séu til 50 orð yfir snjó.


BOGOMIL FONT & STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR - HINSEGIN JÓLATRÉ (LYNN, CATHY/SIGTRYGGUR BALDURSSON) Þetta bráðskemmtilega og ylhýra jólalag kom fyrst út í þessari frábæru útgáfu á jólaplötunni Majones jól, sem Stórsveit Reykjavíkur gaf út fyrir 2006, en þar er Bogomil Font sérstakur gestur og gleðigjafi. Lagið undirstrikar að jólatré þurfa ekki öll að vera eins! Á meðan sum eru þráðbein og últragræn mega önnur alveg vera bleik og með diskókúlu á toppnum, ef þau kjósa það.

SARAH MCLACHLAN – RIVER (JONI MITCHELL) Þetta lag er eins og mörg önnur “jólalög”, það var aldrei hugsað sem slíkt heldur VARÐ bara að jólalagi á löngum tíma. Þarna er verið að syngja um ástina og lífið og jólin nálgast. Það er samt allt grænt þar sem söguhetjan er og hún óskar sér að hún hefði frosna á til að skauta í burtu á. Lagið er eftir snillinginn Joni Mitchell og það kom upphaflega út með henni á fimm stjörnu plötunni Blue árið 1971. Hún gaf River aldrei út á smáskífu en þrátt fyrir það er þetta eitt af hennar þekktustu lögum. Á meðal þeirra sem hafa flutt lagið eru: Tori Amos, Rosanne Cash, Shawn Colvin, Heart, Indigo Girls, K.D. Lang, Barry Manilow, Aimee Mann, Beth Orton, Madeleine Peyroux, Linda Ronstadt, James Taylor og Travis. Sarah McLachlan sem er fædd 1968 í Kanada (eins og Joni) gaf út jólaplötuna Wintersong í október 2006 og þar syngur hún River.

COLDPLAY - CHRISTMAS LIGHTS (GUY BERRYMAN, JONNY BUCKLAND, WILL CHAMPION, CHRIS MARTIN) Coldplay sendi Christmas Lights frá sér á netinu 1. desember 2010 og það er eina lagið sem hljómsveitin sendi frá sér það árið. Coldplay var á þessum tíma í miðjum upptökum á plötunni Mylo Xyloto sem er fimmta platan sveitarinnar. Í texta lagsins eru jólin á næsta leiti, en hann og hún hafa verið að rífast enn einu sinni og nú er hún farin frá honum. Honum líður ekki eins og það séu að koma jól, en kannski að jólaljósin sem lýsa upp strætin í London færi honum ástina aftur... Lagið fór hæst í 13. sæti breska vinsældalistans og í það 25. í Ameríku.

LOW - JUST LIKE CHRISTMAS (LOW)

Low er

„indí“-hljómsveit frá Duluth í Minnesota (fæðingarbæ Bobs Dylan), stofnuð árið 1993.

Sveitina skipa Sparhawk hjónin Mimi (trommur og söngur) og Alan (gítar og söngur), og ýmsir bassaleikarar gegnum tíðina. Low hefur a.m.k. tvisvar spilað í Reykjavík. Fyrst 1999 með Sigur Rós í Háskólabíói og svo á Nasa 4. apríl 2008, en Rás 2 hljóðritaði þá tónleika. Í þessu skemmtilega lagi segir: Á leiðinni frá Stokkhólmi byrjaði að snjóa, og þú sagðir að þetta væri eins og á jólunum. En þegar við komum til Oslóar var hætt að snjóa, og við villtumst. Rúmin voru lítil, en í anda við vorum ung, og það var alveg eins og það væru jól. Just Like Christmas kom út á jólaplötu Low, Christmas, árið 1999!

SIGURÐUR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN – JÓL (LEIFUR JÓNSSON/STEINN STEINARR) Þetta lag við texta Steins Steinarrs var sent inn í jólalagakeppni Rásar 2 fyrir nokkuð mörgum árum. Það komst í úrslit en bar ekki sigur úr býtum. Þetta var áður en Sigurður Guðmundsson stimplaði sig inn sem einn fremsti dægurlagasöngvari þjóðarinnar. En þegar hann svo tók upp sína skemmtilegu jólaplötu fyrir jólin 2010 dustaði hann rykið af þessu lagi eftir Skagamanninn Leif

„djazz“ Jónsson, og tók það upp aftur.

Ljóð Steins ber ekki með sér að hann hafi verið mikið jólabarn.

TEINAR - JÓLIN KOMU OG HÚN MARÍA MÍN FÓR (JÓN HALLUR STEFÁNSSON) Söngvari og höfundur lags og texta er Jón Hallur Stefánsson, útvarpsmaður, rithöfundur og margt fleira. Lagið er af jólaplötunni Svarthvít jól sem var laumað út árið 2009, nokkrum dögum fyrir jól, en stóð þó öllum ókeypis til boða á netinu og gerir enn, nú á Soundcloud. Eins og nafnið bendir til fjalla flest lögin um dimmari hliðar jólanna, þetta eru litlar sögur um allt það þunga og erfiða sem fylgir jólunum: jólastress, jólaþunglyndi, jól á heimilum alkóhólista, jólahald fráskilinna, og svo framvegis. Til allrar hamingju er tekið á þessu með smá skammti af húmor, en ærslalaust þó.


STING - CHRISTMAS AT SEA (STING) Þetta lag er tekið af vetrar-plötunni If On A Winters Night sem kom út 2. nóvember 2009. Í texta sem Sting skrifar í bækling plötunnar segist hann lengi hafa hrifist, eins og margir aðrir, af þessum tíma þegar allt byrjar upp á nýtt, tímanum í kringum jólahátíðina þegar daginn tekur að lengja á ný og sólin hækkar á lofti. Hann segist líka hrífast af sögunum um fæðingu Jesú Krists, vitringunum þrem, Maríu og Jósef og öllu því, en fyrst og fremst líti hann á þetta sem fallegar sögur, sem hafi veitt listamönnum innblástur til stórkostlegra verka í gegnum aldirnar. Á plötunni blandar hann saman sálmum eins og Lo, How A Rose E´er Bloomin og

„heiðnum“

og veraldlegum

söngvum, þar sem náttúran og staða sólarinnar í tilverunni er aðalmálið frekar en það sem menn hafa úr hinni helgu bók. Þetta lag er eftir Sting en textinn eftir skotann Robert Louis Stevenson, þann hinn sama og skrifaði t.d. söguna um Gulleyjuna, og Dr. Jekyll og Mr. Hyde. Ljóðið sem er skrifað um 1880 fjallar um unga sjómanninn sem kemst ekki heim til sín til að halda jól. Jóladagur er runninn upp og veðrið er brjálað. Hann og félagar hans um borð í skipinu berjast við náttúruöflin, öskrandi vindinn og ógnandi hafið, rétt utan við bæinn sinn. Þeir eru bara rétt fyrir utan, uppi í klettum næstum því. Þeir heyra í kirkjuklukkunum og sjá snjóhvít þökin á húsunum, ljósin í gluggunum og reykinn sem liðast upp úr skorsteinunum, en beljandi stormurinn kemur í veg fyrir að þeir komist í höfn. Í lok ljóðsins segir söguhetjan: þvílíkt fífl get ég nú verið, að fara á sjóinn og þurfa svo að hanga hér með frosið reipi í hönd, á blessaðan jóladag.

BLIND BOYS OF ALABAMA & MICHAEL FRANTI - THE LITTLE DRUMMER BOY (KATHERINE K. DAVIS, HENRY ONORATI, HARRY SIMEONE) Fyrir

jólin

2003

kom

út

platan

Go

Tell

It

On

The

Mountain

með

The

Blind

Boys

Of

Alabama,

sem

er

sönghópur/hljómsveit og hefur verið starfandi síðan 1939. Jimmy Carter, einn af stofnendunum, er enn syngjandi með Blind Boys Of Alabama, en rætur hópsins má rekja til skóla fyrir blinda blökkumenn í Talladega í Alabama. Á Go Tell It On The Mountain eru margir góðir gestir með Blind Boys Of Alabama: Aron Neville, Solomon Burke, Chrissie Hynde úr Pretenders, George Clinton, Mavis Staples, Tom Waits og svo Michael Franti, forsprakki hljómsveitarinnar Spearhead, sem syngur, eða réttara sagt, fer með texta í Little Drummer Boy. Lagið var samið árið 1941 en fyrst gefið út 1955. Textinn fjallar um litla fátæka drenginn sem, einhverra hluta vegna, stendur fyrir framan nýfætt Jesúbarnið og á ekkert til að gefa því. En hann deyr ekki ráðalaus og trommar örlítið fyrir frelsara mannkyns að fengnu samþykki Maríu guðsmóður. Hann trommar eins vel og hann getur og Jesús litli brosir. Vá! Sönn saga? Lagið er a.m.k. alltaf skemmtilegt og þessi útgáfa er það líka. Þess má til gamans geta að The Blind Boys Of Alabama komu fram á G!-festivalinu í Götu í Færeyjum sumarið 2011, á aðalsviðinu, sem er í fjörunni. Þá var háflæði, og mannfjöldinn dansaði fyrir framan sviðið í kvöldsólinni í sjó uppá ökkla, þar á meðal hin eina sanna Eivör. Ógleymanleg sjón fyrir þá sem sáu.

SHANE MACGOWAN & THE POPES - A CHRISTMAS LULLABY (SHANE MACGOWAN) Shane MacGowan samdi eitt vinsælasta jólalag síðari tíma og gaf það út árið 1988, þegar hann var í hljómsveitinni The Pogues. Þetta er lagið Fairytale Of New York og Shane fékk ensku söngkonan Kirsty MacColl, sem lést árið 2000, til að syngja það með sér. Shane er búinn að eyða megninu af þeim 63 árum sem hann hefur lifað á flöskubotni og segir að af tvennu illu sé þó betra að vera fullur en edrú. Drykkjan hefur komið honum í koll oftar en tölu er á komandi, og þegar félögum hans í Pogues (sem kalla ekki allt ömmu sína) fannst drykkjan vera komin útyfir öll þekkt velsæmismörk, ráku þeir hann úr hljómsveitinni. Þetta var árið 1991. En Shane dó ekki ráðalaus og setti á laggirnar aðra hljómsveit sem hann gaf nafnið The Popes! Christmas Lullaby kom út með Shane McGowan and The Popes árið 1996 og það er ekki hægt að segja að það sé hátíðarstemming í textanum frekar en í Fairytale Of New York. Páfarnir gerðu tvær stórar plötur með Shane, The Snake (1994) og The Crock Of Gold (1997). Þar að auki sendu þeir frá sér EP-plöturnar Are You Looking At Me (1998) og Christmas Party, þar sem Christmas Lullaby er að finna (1996). Shane er fæddur í Pembury í Kent í Englandi á jóladag 1957, en foreldrarnir eru báðir Írar. Hann ólst upp fyrstu árin í Tipperary á Írlandi hjá ættingjum sínum og segir frá því í ævisögu sinni, A Drink with Shane MacGowan (2001), að 5 ára gamall hafi hann alltaf fengið tvo bjóra (stout) á kvöldin, og líka nokkrar sígarettur. Lengi lifi Shane MacGowan!


Það sem þarf er málning, hrísgrjón, hárteygjur, sokkur, skæri, lím, garn og skraut

1

3

Setjið hrísgrjón í sokk, bindið hárteygjur eins og þið viljið að snjókarlinn sé og klippið toppinn af.

Hægt er að nota garn fyrir hnappa og hár.

2

4

Skreytið eins og þið viljið, til dæmis er hægt að nota borða fyrir trefil.

Málaðu augu, nef og munn og þá er snjókarlinn klár. Hægt er að skreyta snjókarlinn mismunandi og gaman að prófa sig áfram.


Lærðu að gera aðventukrans frá grunni!

Það sem þarf er málning, skæri, blýantur, pappadiskur, blöð, lím og band.

2

1

Teiknið 15-20 hendur.

Klippið hring inn í disknum.

Klippið hendurnar út.

Málið diskinn og hendurnar í lit sem þið viljið.

5

4

Og límið á diskinn.

3

6

Límið band til að hengja kransinn upp.


Prentaðu blaðsíðuna út, klipptu út formin og búðu til snjókall eða jólakort

Prenta út, lita, brjóta saman og svo klippa.


Prenta út, mála formin og klippa út

REISE | PAGE 4


Prenta út, mála formin og klippa út

REISE | PAGE 4


GINNUNGAGAP Vinnudvöl listamanna og frumkvöðla í Háskólanum á Bifröst Við bjóðum upp á einstakt tækifæri fyrir listamenn og frumkvöðla á að dvelja og vinna á Bifröst og nýta þá þekkingu sem nemendur á Bifröst eru að sérhæfa sig í. Á Bifröst sérhæfa nemendur sig í viðskiptum, markaðsfræði, menningarstjórnun, verkefnastjórnun, miðlun og mörgu fleira. Þann 7. Mars 2022 mun listamaður eða frumkvöðull dvelja hér á Bifröst í þrjár vikur og vinna að verkefni sínu. Dvölin nær yfir vinnuhelgar grunn- og meistaranema þar sem einstaklingurinn verður með fyrirlestur fyrir nemendur um sína vinnu. Nemendur geta því nýtt sér hans vinnu í sinni eigin og allir aðilar myndað tengslanet og unnið með samstarf starfsgreina. Vinnuhelgi grunnnema: 17.03 til 20.03 Vinnuhelgi meistaranema: 24.03 til 26.03

Þessi dvöl verður prufukeyrsla á verkefni sem nemendur í Skapandi greinum hafa unnið að á fyrstu önn sinni á Bifröst. Von þeirra er að opna hér almennilega listamanna og frumkvöðla dvöl sem myndi spanna heilu annirnar; 6 vikur í senn. Hægt og rólega myndi vinnuaðstaða rísa fyrir tónlistarfólk, myndlistarfólk, leiklistarhópa og vinnustofa fyrir frumkvöðla og rannsakendur í hinum ýmsu greinum. Stefnt verður að því að móta samband með öðrum háskólum eins og Listaháskóla Íslands. Þá gætu nemendur þaðan komið og unnið í lokaverkefni sínu í Ginnungagapi, tekið þátt á vinnuhelgum og jafnvel tekið áfanga með öðrum nemendum á Bifröst. Þannig gætu starfsgreinar lista og þverfaglegra greina sameinast og nauðsynleg og jafnframt skemmtileg tengslanet myndast fyrir framtíðar störf.


Hópur nemenda við Háskólann á Bifröst hefur unnið hörðum höndum að því að koma á laggirnar lisagallerí á Bifröst. Vígja átti galleríið þann 27.nóv með listasýningu frá nemendum innan Skapandi Greina við Háskólann á Bifröst en þá hefur Kóvíð sett strik í reikninginn. Ný dagsetning - Ákveðið hefur að láta ekki deigan síga og hafa skipuleggjendur fundið nýja dagsetningu fyrir opnun gallerísins, sem verður í samstarfi við Hótel Bifröst. Hótel Bifröst er frábær vettvangur fyrir listagallerí en nemendur skólans hafa fundið þar rými sem á að gera upp sem sýningarsal. Markmið verkefnisins er að Bifröst bjóði upp á menningarlega viðburði í viðeigandi rými með það að leiðarljósi að auka fjölbreytafþreyingu fyrir nemendur skólans, íbúa svæðisins í kring og ferðamanna sem eiga leið hjá og þar með auðga menningarlífið á svæðinu. Háskólinn hefur til margra ára boðið upp á ýmsa menningartengda viðburði, en hefur alltaf verið vöntun á föstu rými fyrir slíka listaviðburði. Teljum við að listagallerí á Bifröst sé afar mikilvægur partur af því að nemendur öðlist reynslu og þekkingu á öllu sem við kemur viðburðarhaldi. Einnig mun listagallerí tengja saman skólann, nemendur og fólkið á svæðinu öllu í kring.


Menningarlegt gildi Bifröst er staður þar sem fólk kemur til að læra nýja hluti, kynnast nýju fólki og fara út fyrir þægindarammann. Þar er unnið mikilvægt og virkilega gott starf sem útskrifar fjöldann allan af glæsilegum nemendum árlega. Samfélagið á Bifröst er sterkt og í því er mjög uppbyggileg stemning þar sem fólk myndar tengsl í gegnum nám og sterkt félagslíf skólans. Bifröst, eins og öll önnur samfélög, er samfélag menningar. Menning er eitt af því mikilvægasta sem við mannfólkið eigum og ber okkur að vernda og rækta hana. Þar sem Bifröst er samfélag menntafólks og menningarsinna er vel við hæfi að þar skuli rísa listagallerí. Listagallerí er eitt æðsta form vegna þess að það er vettvangur þar sem listin fær að njóta sín hvað best. Að fá listagallerí á Bifröst mun bylta því hvernig fólk hugsar um staðinn og hvernig menning samfélagsins þróast. Listamenn sem munu koma til með að vinna sína vinnu í listamannaíbúðunum á Bifröst munu fá tækifæri til að sýna list sína á listagalleríi skólans sem er ómetanleg gjöf til nemenda sem geta þá kíkt á galleríið og fengið að njóta fjölbreytta listasýninga sem þar verða settar á svið. Listagallerí er í raun það sem Bifröst hefur vantað síðustu ár og mun þetta styrkja ímynd og menningarlegt gildi skólans hjá þjóðfélaginu.


Opnunarsýning gallerísins Tilgangur gallerísins er sá að nemendur innan skapandi greina hafi varanlega aðstöðu til þess að öðlast færni og þjálfun í því sem viðkemur skipulagningu og kynningu á slíkum viðburðum. Með opnun listagallerís á Bifröst verður mikið lagt upp úr því að auglýsa viðburði gallerísins vel á hinum ýmsu miðlum, sem kæmi sér vel fyrir markaðssetningu og kynninu á Háskólanum á Bifröst. Með þessum hætti munum við vekja athygli á starfi skólans og umhverfi . Við trúum því þetta muni einungis hafa jákvæð áhrif á starfsemi skólans og lífið á Bifröst. Klara Nótt er meðal nemenda í Skapandi greinum og ætlar hún að vígja galleríið með sýningu á verkum sínum sem hún hefur unnið hörðum hönum að síðastliðið ár. Fengum við að taka smá viðtal við Klöru og forvitnast um listrænan bakrunn henna og verkin sem hún mun koma til með að sýna á opnun galleríssins.


Hvað leiddi þig í námið Skapandi Greinar?   Elska á öllu sem fagurt er. Skapandi greinar er hagnýt og framsækin námslína sem spannar í raun og veru allt sem mig hefur alltaf langað að vita um framleiðsluferli, útgáfurekstur, umboðsmennsku, stoðkerfi skapandi greina og ólíkar leiðir til miðlunar. Ég er heilluð af náminu og því meira sem ég læri, því meira þyrstir mig að kafa enn dýpra. Að komast í námið var svolítil svona „loksins“ tilfinning. Mér líður eins og ég hafi dottið ofan í konfektskál og sé að raða í mig bestu molunum – ég hef aldrei farið brosandi í kennslustundir áður!

Hvaða skapandi bakrunn hefur þú?  Ég er borin og barnfædd til listsköpunar og hef tekist á við myndlist, gluggaútstillingar, ljóðlist og leiklist en orðin og íslenskan urðu fyrir valinu þegar ég valdi mér starfsgrein sem ung manneskja. Þegar ég var að stíga mín fyrstu skref út á vinnumarkaðinn fyrir „óteljandi“ árum síðan, varð ég að velja mér eina listgrein. Rithöfundar og ljóðskáld eru ekki hátekjufólk, því valdi ég blaðamennsku og sinnti ritstörfum í nær þrjátíu ár áður en ég ákvað að söðla um, elta ástríðuna og kasta mér með útbreiddan faðminn í háskólanámið. Skemmtilegt sem það nú er, hef ég vaxið og dafnað í eigin listsköpun meðan á fyrstu önn í námi hefur staðið, öfugt við það sem ég trúði í fyrstu, þar sem námið er að mestu bóklegt. Þar má hæst nefna tónsmíðar, textílhönnun og það veit almættið eitt hvað mér dettur næst í hug að gera! Ég er upplýstari nú en áður um hagnýtingu eigin hugverka og nútímaleiðir til miðlunar og útgáfu.

Konungur Úlfa KONUNGUR ÚLFA er tilbrigði við stef og byggir á handrituðum ljóðum sem ég ritaði sem ung kona og geymdi vandlega í lúinni stílabók í ríflega þrjá áratugi. Bókina gaf ég út á síðasta ári þar sem ég vildi vernda eigin höfundarétt áður óútgefinna ljóða í stílabókinni og tryggja mér sjálfri, samtímis, útgáfurétt eigin verka. Nafn ljóðabókarinnar er dregið af merkingu nafns móðurafa míns, sem hét Ingólfur Sveinsson og reyndist mér einstaklega vel meðan hann enn lifði. Það var draumur móðurafa míns að sjá mig innritast í háskóla en sá gamli átti sér þann draum að sjá stúlkuna sitja fyrirlestra í bókmenntafræði. Skapandi greinar urðu hins vegar fyrir valinu og ljóðabókin ásamt bandrúnum þeim sem fylgja með bókinni, eru meðal þeirra fylgigagna sem ég sendi með umsókn um nám nú í vor, en nú fjalla ég um útgáfuna í námi.


Eftir Unni Guðrúnu

Jóla hlýja Hlýju í hjörtu, heit jólin veita, öll brosin björtu, í gleði breyta. - Unnur Guðrún

Biðin Stjörnur hátt á himni, hlátur, gleði og spil, föst faðmlög undir bláhimni, fjölskyldan veitir mér yl. Kuldinn bítur rauðar kinnar, snjórinn kærleik veitir, í heitum faðmi hennar, fjölskyldan kulda í hita breytir. Börn ég bið góða nótt, biðin lengist eftir gjöfum, stund jóla sem kemur fljótt GLEÐILEG JÓL með stórum stöfum. - Unnur Guðrún.


Þ etta er mitt allra uppáhalds jólalag/vísa vegna þess að hún er vel yrt og falleg.

Hún er eftir Magnús Eiríksson og heitir „Gleði og friðar jól“. Lagið vekur athygli á því að það eru því miður ekki allir jafn lánsamir og við að lifa við góðar og öruggar aðstöður. Ég finn því fyrir miklu þakklæti og hlýju þegar ég heyri lagið. - Unnur Guðrún Þórarinsdóttir

Gleði og friðar jól. Út með illsku’ og hatur, inn með gleði’ og frið, taktu’ á móti jólunum með Drottinn þér við hlið. Víða’ er hart í heimi, horfin friðar sól. Það geta ekki allir haldið gleði’ og friðarjól.   Mundu að þakka Guði gjafir, frelsi’ og frið. Þrautir, raunir náungans víst koma okkur við. Bráðum klukkur klingja, kalla heims um ból, vonandi þær hringja flestum gleði’ og friðarjól.   Biðjum fyrir öllum þeim sem eiga bágt og þjást. Víða mætti vera meira’ um kærleika og ást.   Bráðum koma jólin, bíða gjafirnar. Út um allar byggðir verða boðnar kræsingar, en gleymum ekki Guði, hann son sinn okkur fól. Gleymum ekki’ að þakka  fyrir gleði’ og friðarjól.

Einnig þykir mig síðasta versið í „Hljóða nótt“ virkilega fallegt. Hljóða nótt Hljóða nótt, heilaga nótt. Sonur guðs signir jörð. Myrkrið það hopar við hækkandi dag hvarvetna sungið er gleðinnar lag: