BRJÓSTABYLTINGIN HELDUR ÁFRAM VIÐTAL VIÐ ÖDDU ÞÓREYJAR- SMÁRADÓTTUR
AFREK UJ Á SÍÐUSTU MISSERUM RÖKRÆTT UM SJÁLFSTÆÐI SKOTLANDS SKÓLAMÁLIN Í BRENNIDEPLI LÝÐRÆÐIÐ SIGRAR ÖFGARNAR OG MARGT FLEIRA
A N UNGR MÁLGAG ANNA ARM JAFNAÐ NÍ 2014 JÚ
JÖFN OG FRJÁLS - 1 TBL. JÚNÍ 2015
JÖFN & FRJÁLS JÖFN OG FRJÁLS er málgagn Ungra jafnaðarmanna Málgagnið Jöfn og frjáls hefur komið út í nokkur ár með mismiklu millibili. Í ár kemur ritið út fyrst og fremst á internetinu sem vefrit og prentað í fáum eintökum. Með aukinni umferð um netið og minnkandi eftirspurn eftir prentuðu efni þótti tilvalið að láta reyna á Jöfn og frjáls í formi vefrits. Slíkt er fallið til að draga úr kostnaði við blaðið og auka dreifingu á því.
MYNDIR ÚR STARFI UJ Í ÁR #UNGJOFN
Jöfn og frjáls er málgagn félagsmanna UJ. Hvaða félagsmanni sem er gefst kostur á að skrifa fyrir ritið og skila inn greinum um sín eigin hugðarefni sem tengjast íslenskum stjórnmálum, alþjóðamálum og jafnaðarstefnunni.
Ritið á að virka sem vettvangur fyrir meðlimi UJ til að koma hugmyndum sínum, hugsjónum og áhyggjum á framfæri í gegn um greinaskrif. Greinarnar endurspegla skoðanir þeirra sem þær rita og eru ekki endilega stefna UJ.
Vonandi getur þú, kæri lesandi, notið blaðsins, baðað þig í skoðunum greinahöfunda og verið þeim ýmist sammála eða ósammála.
JÖFN OG FRJÁLS er gefið út af Ungum jafnaðarmönnum. Ritstjórar: Inga Björk Bjarnadóttir & Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir Prófarkalestur: Þorbjörg Þorvaldsdóttir Forsíðumynd: Kjartan Valgarðsson WWW.POLITIK.IS
2
JÖFN OG FRJÁLS - 1.TBL. JÚNÍ 2015
LEIÐARI
BYLTINGARBÖRNIN
Í
menntaskólum landsins hefur á síðustu misserum myndast byltingarkennt andrúmsloft þar sem femínismi og mannréttindabarátta fylla hvern krók og kima. Samfélagsmiðlarnir hafa veitt þessum róttæku og fersku hugmyndum farveg og höfum við séð áhugaverðar hreyfingar skjóta upp kollinum á samfélagsmiðlinum Twitter undanfarna mánuði. Þar hafa farið hæst #freethenipple, #6dagsleikinn, #hinseginleikinn og nú síðast #konurtala. Snjóboltinn er byrjaður að rúlla og misrétti sem margir jaðarhópar búa við hafa gripið mörg ný augu. Að þessu sinni er forsíða okkar tileinkuð hinni ungu baráttukonu Öddu Þóreyjar Smáradóttur, nemanda við Verzlunarskóla Íslands sem hratt af stað brjóstabyltingunni á Íslandi. Byltingu sem þúsundir kvenna á öllum aldri og af öllum stærðum og gerðum tóku þátt í. Að þessu sinni hófst byltingin ekki í saggafylltum kjallara eða reykfylltu bakherbergi heldur á samfélagsmiðlinum Twitter. Adda setti inn mynd af sér berri að ofan í tilefni af #freethenipple deginum sem haldinn var í Versló í mars. Þannig vildi hún vekja athygli á þeirri kúgun sem stelpur
verða fyrir þegar þeim er skipað að hylja líkama sinn af samfélaginu. Það þykir ekki óeðlilegt að strákar spígspori berir að ofan en þegar stelpur geri það sama verður það kynferðislegt. Valið er hins vegar hverrar konu en ekki samfélagsins. Skilaboðin skýr: Við eigum okkur sjálfar! Það er áhugavert að velta því fyrir sér af hvaða rótum kynslóð Öddu er sprottin. Þetta er sú kynslóð sem er að komast til vits og ára í búsáhaldabyltingunni þar sem sjálfsmynd þjóðarinnar var mölbrotin og mótuð á nýjan leik. Börnin sem voru óharðnaðir unglingar í sjálfsmyndarkrísu í stíl við þjóðina. Þar sem gildi fólks færðust í átt frá hinu efnislega, þar sem krafan um lýðræðisog stjórnarfarslegarbreytingar var afar hávær og aukin áhersla var lögð á mannréttindamál. Tíminn verður að leiða í ljós hvort hið mikla áfall haustið 2008 hafi skapað kynslóð róttækra, réttsýnna og mannréttindaþenkjandi ungmenna. Kynslóð sem von bráðar erfir landið og fer vonandi í auknum mæli að taka þátt í stjórnmálum og félagastarfi. Við vitum ekki með ykkur – en við hlökkum til framtíðarinnar með byltingarbörnin í forystu!
UJ-ARAR Á TWITTER
INGA BJÖRK BJARNADÓTTIR / INGA AUÐBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR RITSTJÓRAR
#UNGJOFN
3
JÖFN OG FRJÁLS - 1.TBL. JÚNÍ 2015
BARÁTTUMÁL UNGRA JAFNAÐARMANNA Málefnastarf Ungra jafnaðarmanna hefur verið blómlegt á síðastliðnu ári. Á fjörugum landsfundi Samfylkingarinnar í mars voru svo samþykkt mörg af stærstu baráttumálum ungliðahreyfingarinnar. Að ekki verið leitað að olíu á Drekasvæðinu. Jafnrétti trúfélaga - aðskilnaður ríkis og kirkju. Lækkun kosningaaldurs í 16 ár. Gjaldfrjáls leik-, grunn- og framhaldsskóli. Að horfið verði frá refsistefnu í fíkniefnamálum. NPA verði gert að lögbundinni þjónustu. Að hluti námslána breytist í styrk.
Eva Lín Vilhjálmsdóttir á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfrði
BERJAST FYRIR HINSEGIN FRÆÐSLU
4
Þar að auki höfðu ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði, undir forystu Evu Línar Vilhjálmsdóttur, varabæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, frumkvæði að því að leggja fram tillögu um hinseginfræðslu í grunnskólum bæjarins.
JÖFN OG FRJÁLS - 1.TBL. JÚNÍ 2015
HUGLEIÐINGAR UM STYTTINGU FRAMHALDSSKÓLANS
Þ
að liggur ljóst fyrir að feiknamiklar breytingar eru að eiga sér stað í íslensku menntakerfi. Framhaldsskólar landsins hafa nú unnið hörðum höndum við að skila inn tillögum að þriggja ára námsskrá en eitt helsta baráttumál mennta- og menningarmálaráðherra hefur verið að stytta námstíma í framhaldsskólum úr fjórum árum í þrjú ár. Samkvæmt landsfundarsamþykktum síðustu landsþinga styðja Ungir jafnaðarmenn styttingu á almennri skólagöngu í grunn- og framhaldsskóla og telja að brýnt sé að námshraði Íslendinga komist á álíka stig og þekkist í öðrum OECD ríkjum. Hins vegar má deila um ágæti þess hvernig staðið er að styttingunni. Illugi Gunnarsson virðist vilja steypa alla skóla í sama form og lyktar tillagan af niðurskurði fremur en vilja til að bæta menntakerfið. Stefna stjórnvalda hvað varðar mál af þessu tagi ætti jafnan að vera að hver framhaldsskóli marki stefnu sína að mestu leyti sjálfur. Brottfall framhaldsskólanema er gríðarlega alvarlegt vandamál á Íslandi en deila má um hvaða áhrif stytting náms hefur á það. Í tveggja ára gamalli skýrslu menntamálaráðuneytisins kemur fram að einungis 44% íslenskra menntaskólanema ljúka námi á tilskildum tíma. Annars staðar á Norðurlöndunum er hlutfallið
oft yfir 70%. Í hagskýrslu OECD tala sérfræðingar á þessu sviði sérstaklega um að bregðast verði við því hversu hátt hlutfall nemenda hætti námi án þess að útskrifast og sé stytting námstíma til stúdentsprófs jákvætt skref í þá átt. Lengd námsins er þó líklega ekki höfuðástæða brottfalls. Skýringar þess felast miklu fremur í of mikilli áherslu á bóknám og peningaskorti ungmenna, en þess má geta að um þriðjungur nemenda útskýrir brotthvarf sitt frá námi með ófremdarástandi í peningamálum. Einnig má gera ráð fyrir að álag aukist að einhverju leyti á nemendur með tilkomu þessa nýja kerfis en aukið álag gæti stuðlað að enn frekari brottfalli. Ef námið er hins vegar skorið niður á réttum forsendum , forgangsröðun verður til fyrirmyndar í nýjum námsskrám framhaldsskólanna og námið gert einstaklingsmiðaðra en það er nú, gæti stytting framhaldsskólanáms haft jákvæðar afleiðingar í för með sér og ef til vill dregið úr brottfalli. Kvennaskólanum í Reykjavík tókst til að mynda ákaflega vel upp með að bjóða upp á þriggja ára framhaldsskólanám án þess álagið yrði óbærilegt eða að nemendur kæmu illa undirbúnir fyrir frekara nám. Það er staðreynd að það tekur íslenska nemendur lengri tíma að ljúka grunn- og framhaldsskóla en nemendur í samanburðarlöndum okkar innan OECD og myndi styttingin færa okkur nær
þeirri skólaskipan sem þekkist í flestum þeim löndum sem við höfum viljað bera okkur saman við. Ef við berum okkur saman við Danmörku og Finnland er ástæðan vissulega sú að íslenskir nemar eru lengur í sumarfríi og skóladagar færri yfir árið. Erfitt er þó ( þrátt fyrir að við eigum að sjálfsögðu að gera það ) að bera sig sífellt saman við þessar þjóðir en þær skipa einmitt efstu tvö sætin þegar kemur að svokallaðri menntunarvísitölu Sameinuðu þjóðanna. Skóladagar á Íslandi eru 180 en það er sami fjöldi og til dæmis í Svíþjóð. Skynsamlegra væri þó ef til vill að horfa fremur til grunnskólans þegar kemur að styttingu náms og taka upp þann sveigjanleika í námi sem nú þegar er fyrir hendi í áfangakerfi framhaldsskólanna.
INGVAR ÞÓR BJÖRNSSON FRAMHALDSSKÓLAFULLTRÚI UNGRA JAFNAÐARMANNA OG RITARI BERSANS, UNGRA JAFNAÐARMANNA Í HAFNARFIRÐI
Öflugt menntakerfi er hornsteinn samfélagsins og skal ávallt vera ofarlega í forgangsröðun ríkisins. Sveigjanleiki og fjölbreytni leiðir óneitanlega af sér menntun fyrir alla. Að ein rétt námslengd til stúdentsprófs sé ákveðin er því alröng nálgun á styttingu framhaldsskóla en nauðsynlegt er að einstaklingar fái að laga námsferilinn að eigin þörfum sem eru vitaskuld mismunandi fyrir hvern og einn.
5
JÖFN OG FRJÁLS - 1.TBL. OKTÓBER 2014
MEÐ OG Á MÓTI SJÁLFSTÆÐI SKOTLANDS LOTA 1
NATAN KOLBEINSSON - MEÐ
Í
fyrra fóru fram kosningar í Skotlandi þar sem kosið var um það hvort lýsa ætti yfir sjálfstæði frá Bretlandi. Því miður var það ekki vilji þjóðarinnar að segja skilið við Bretland og stofna nýtt ríki byggt á velferð og jafnrétti. Skotar eru öðruvísi en restin af Bretlandi í því að þeirra sýn á samfélaginu er önnur en þeirra sem búa sunnan Hadríanusarmúrsins. Skotar vilja vera í Evrópusambandinu en ný ríkisstjórn íhaldsmanna ætlar að boða til kosninga um veru
Bretlands í sambandinu þvert á vilja Skoska þingsins og 58 af 59 þingmönnum Skota á breska þinginu. Kjarnorkuvopn er annað mál sem skilur á milli Breta og Skota. Í Skotlandi eru bækistöðvar Trident sem er kjarnorkuvopnakerfi Bretlands. Skotar sem lengi hafa verið á móti því að eyða milljörðum punda í það hafa samt ekki fengið sínu fram og Skotland því ennþá miðstöð þessara gereyðingarvopna. Skotar hafa lengi talað fyrir því að nota peningana sem fara
í Trident í það að styrkja stoðir velferðarkerfisins sem eru eftir fjármálakreppuna og fimm ár af niðurskurði íhaldsmanna orðnar mjög veikar. Peningarnir sem fara í Trident koma úr sameiginlegum sjóðum breska ríkisins en í þá sjóði fara miklir peningar sem Skotar einir ættu að hafa rétt á og það eru peningarnir sem koma frá olíunni og gasinu á Norðursjó. Skoski þjóðarflokkurinn sem leitt hefur baráttu Skota fyrir sjálfstæði hefur talað fyrir því að þessir peningar hætti
að fara beint í ríkissjóð og fari þess í stað í olíusjóð líkt og Norðmenn eru með fyrir sína olíu. Þennan sjóð á svo að nota til að auðvelda þeirri kynslóð sem nú er við völd og þeim komandi að minnka höggið sem kemur með því að skipta yfir í græna orkugjafa. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er það þannig að Skotar eru með allt aðra sýn en restin af Bretum á það hvernig samfélagi þeir vilja búa í og þessvegna eiga þeir að sjálfsögðu að vera sjálfstæðir.
LOTA 2
S
kotland og England eiga sér langa sögu saman frá því að James VI af Skotlandi komst yfir ensku krúnuna 1603. Það er rétt að síðan hin James varð konungur Englands hefur saga þessara landa verið sú sama. Það mun ekki breytast þó svo Skotland verði sjálfstætt heldur verður framtíð landanna náin líkt og fortíð þeirra. Þau eru á sömu eyju
6
og þurfa þessvegna að hafa með sér gott samstarf ef báðum á að vegna vel. Síðan James I komast til valda á Englandi og sameinaði krúnurnar hefur einn og sami maðurinn verið þjóðarleiðtogi Bretlands og það breytist ekki, því þó James I hafi orðið konungur Stóra Brelands árið 1603 þá var það ekki fyrr en árið 1706 sem þessi tvö ríki urðu eitt
undir sambandslögunum. Fram að þeim tíma höfðu þessi ríki sama konung en sitt eigið þing sem setti sín eigin lög. Hvað England vill gera við sín landamæri verða þau að eiga við sig en Schengen aðildin sem kemur með veru Skota í ESB þýðir að auðveldara verður fyrir fólk hvaðan sem er úr Evrópu að flytja til Skotlands.
Samstaða alþýðu um allan heim nær þvert yfir landamæri og alþýða Skotlands styrkist við það eitt að fá sjálfstæði og þar með styrkist alþýðan um allan heim því sjálfstætt Skotland yrði sigur alþýðunnar gegn kapítalisma.
LOTA 1
ÞÓRARINN SNORRI SIGURGEIRSSON - Á MÓTI
Í
slendingar eru enn í dag aldir upp við þá söguskoðun að allra helsta böl Íslands hafi verið erlend yfirráð og fyrst hafi okkar bælda þjóð byrjað að dafna þegar við loks urðum sjálfstæð. Hægt væri að hafa um það langt mál hve gölluð þessi söguskoðun er, en því sem hún hefur skilað er að fyrstu viðbrögð Íslendinga við spurningunni „Á Skotland að lýsa yfir sjálfstæð?i“ virðast vera yfirgnæfandi jákvæð. Hugrenningartengslin eru við sjálfstæði Íslands frá Danmörku og því þykir fátt sjálfsagðara en að Skotar fái frelsi undan
breskum yfirráðum. En nær væri að bera saman sjálfstæðisspurningu Skotlands við sjálfstæðisspurningu Eyjafjarðar. Akureyringar eru enda dálítið öðruvísi, tilheyrðu áður öðru amti, tala með pínu skrítnum hreim og eru þarna norðan nokkurra heiða.
sem áður var í mesta lagi „Welcome to Scotland“ skilti.
Sönnunarbyrðin liggur hjá þeim sem vilja skilja á milli. Skotland hefur verið í nánum pólitískum tengslum við England frá því að James VI af Skotlandi komst yfir ensku krúnuna 1603 og gerðist James I af Stóra-Bretlandi. Þessi tvö lönd hafa verið eitt
og sama ríkið síðan 1707 og þó að Skotland njóti ákveðinnar sjálfstjórnar, þá eru ekki meiri viðbrigði að fara yfir ensku/skosku landamærin en að fara milli norð-austur og norð-vestur kjördæmis á Íslandi. Lýsi Skotland yfir sjálfstæði, og gangi inn í Evrópusambandið eins og meirihluti Skota hafa lýst sig fylgjandi, mun Schengen aðild að öllum líkindum fylgja. Það verða því nokkur viðbrigði, fyrir Bretann sem vann í Skotlandi og bjó í Northumberlandskíri í Englandi, að þurfa allt í einu að fara í gegnum vegabréfsskylt landamæraeftirlit þar
er munurinn á milli þessara hópa þó mun minni en skoðanamismunurinn innan hvers hóps fyrir sig, enda má vel finna kjarnorkuvopnasinnaða Skota og Evrópusinnaða Englendinga. Um áherslumun er að ræða í flestum málum en ekki grundvallarágreining. En jafnvel ef svo væri, þá hlýtur stofnun nýs þjóðríkis að vera æði drastísk lausn á því að leysa málefnaágreining
(svona eins og að stinga upp á að Reykjavík ætti að lýsa yfir sjálfstæði til að leysa málefnaágreining milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar um Reykjavíkurflugvöll og vægi atkvæða). Slíkar lausnir virðast yfirdrifnar í öllum öðrum tilfellum en þar sem ágreiningur innan þjóðar á í hættu að sjóða upp úr og verða til skaða, eins og má eflaust segja að hafi verið tilfellið við stofnun Kosovo
og Suður-Súdan. Skotar eru sem betur fer ekki komnir í vígahug gegn Englendingum ala Braveheart, heldur þvert á móti lifa í mesta friði og góðu samlífi við samborgara sína sunnan hinna ímynduðu landamæra.
Þjóðríkjafyrirkomulagið er þar að auki hið mesta böl, sem byggir á lóðréttri samstöðu mismunandi stétta innan tilbúinnar einingar sem kallað er þjóðríki, í stað láréttrar samstöðu alþýðu þvert á þjóðir. Kapitalisminn hefur fyrir löngu tileinkað sér herkænsku Rómverja til forna og deilir og drottnar í nafni þjóðlegrar samstöðu. Að kljúfa sjálfstætt Skotland frá Bretlandi er eins og Daftpunk án punk. Daft.
LOTA 2
R
éttilega má finna nokkurn blæbrigðamun á almennri tilhneigingu skoðana Skota og Englendinga í ýmsum málum. Eðlilegt og sjálfsagt er að skiptar skoðanir séu innan þjóðríkis, og að þær fari að einhverju leyti eftir búsetu fólks. Þegar kemur að skoðanamismun á Englendingum og Skotum,
Ég veit ekki betur en að beggja megin sé fólk í mestu ró og spekt að fá sér te og skonsur og hylla drottninguna – og megi hún lengi lifa!
7
JÖFN OG FRJÁLS - 1.TBL. JÚNÍ 2015
MIKILVÆGT AÐ BOLTINN HALDI ÁFRAM AÐ RÚLLA Byltingin byrjar ekki alltaf í reykfylltum bakherbergjum eins og ljóst varð í mars á þessu ári þegar Free the nipple dagurinn, eða dagur frelsunar geirvörtunnar var haldinn hátíðlegur í Verzlunarskóla Íslands. Hin 16 ára gamla Adda Þóreyjar Smáradóttir birti mynd af sér á brjóstunum á samfélagsmiðlinum Twitter til þess að benda á að geirvörtur hennar hefðu ekki sömu stöðu og geirvörtur skólabræðra hennar, og að líklegt væri að hún yrði tekin á teppið fyrir að ganga um ber á ofan á göngum skólans. Ljót ummæli féllu í kjölfarið þar sem hún var vænd um athyglissýki. Við það kveiknaði neistinn og eldurinn breiddist hratt út. Áður en leið á löngu höfðu konur á öllum aldri, frá menntaskólastelpum til þingkvenna, birt mynd af brjóstum sínum á samfélagsmiðlunum til að sýna Öddu samstöðu og sýna fram á óréttlætið.
I
nga Björk Bjarnadóttir hitti Öddu Þóreyjardóttur Smáradóttur á dögunum.
„Ég upplifi að fólk sé meðvitaðra um þessi vandamál í samfélaginu og að stelpur séu öruggari með líkama sína. Jafnvel þó þær séu ekki berbrjósta í sundi vita þær að þær hafa valið,“ segir Adda þegar hún er spurð um áhrif brjóstabyltingarinnar. Þá hafi boltinn
,,
Margar stelpur nýttu tækifærið og skiluðu skömminni eftir að hafa orðið fórnarlömb hefndarkláms farið að rúlla og fleiri Twitter hreyfingar farið af stað í kjölfarið. Hafa þar farið hæst #6dagsleikinn, þar sem fólk benti á kynbundið misrétti og ofbeldi og #hinseginleikinn þar sem fjallað var um misrétti sem hinsegin fólk verður fyrir. Það var því ljóst að brjóstabyltingin opnaði flóðgátt. Margar stelpur nýttu tækifærið og skiluðu skömminni eftir að hafa orðið fórnarlömb hefndarkláms og var gengisfellingu þess fagnað mjög á samskiptamiðlunum. Adda segist eiga þrjú uppáhalds tíst úr brjóstabyltingunni og eitt þeirra hafi verið frá stelpu sem setti inn gamla mynd af sér sem hafði áður verið lekið. Hin tvö tístin hafi verið frá Björt Ólafsdóttur, þingkonu og frá vinkonu Öddu sem hafði verið ósátt við brjóst sín eftir mikið þyngdartap og aukið sjálfstraust hafi fylgt myndbirtingunni. Margar stelpur hafi upplifað þessa tilfinningu: „Þær eru búnar að komast að því að líkamar okkar eru eins mismunandi og þeir eru margir.“
FRAMHALD Á NÆSTU OPNU
JÖFN OG FRJÁLS - 1.TBL. JÚNÍ 2015
,, Þær eru búnar að komast að því að líkamar okkar eru eins mismunandi og þeir eru margir
JÖFN OG FRJÁLS - 1.TBL. JÚNÍ 2015
Mynd: Hildur Hjörvar
Brjóstabyltingin vakti þó ekki bara jákvæð viðbrögð. Biggi lögga sagði að stelpur myndu sjá eftir þessu, Guðfinna J. Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina kallaði byltinguna „hámark plebbismans“ og margir töluðu um athyglissýki stelpnanna. Adda segir mikilvægi brjóstabyltingarinnar kristallast í þessum viðhorfum: „Það er verið að klæða stelpur í bikiní frá því að þær eru 4 ára og þannig heldur þetta áfram. Þær eru ekki einu sinni komnar á kynþroskaskeið. Það er verið að segja við okkur: „Þið þurfið að vera svona, þið þurfið að hylja þennan part af líkamanum.“ Þessar yngri stelpur eiga líkama sinn alveg jafn mikið og allir aðrir og jafnvel þó þær séu undir lögaldri.“ Aðspurð segist Adda ekki hafa búist við svo miklum viðbrögðum. „Nei, mér datt það ekki í hug. Það kom mér líka á óvart að á sama tíma og ég var að opna augu annarra voru aðrir að opna augu mín. Við erum svo mörg og við erum svo mismunandi og allir koma með sitt sjónarmið. Mismunandi reynsla tengist saman og úr verður þessi fróðleiksbolti
1 0
sem gerir það að verkum að þú getur frekar sett þig í spor annarra.“ Adda vonast til þess að vitunarvakningin haldi áfram að stuðla að umræðu um jafnréttismál. „Mér finnst mikilvægt að boltinn haldi áfram að rúlla og að þetta haldi áfram. Það eru mismunandi málefni sem fólk er að taka upp og grípa til róttækra aðgerða.“ Sjálf mun Adda leggja baráttunni lið í sumar en hún vinnur í jafningjafræðslu Hins hússins, tekur þátt í skipulagningu Druslugöngunnar og starfar sem sjálfboðaliði fyrir ungliðahreyfingu Amnesty International. Í haust heldur Adda til Spánar í skiptinám þar sem hún ætlar að skoða jafnréttismál þar: „Mig langar vera í rannsóknarvinnu á sama tíma og ég er að njóta þess að vera þar, að upplifa hvar jafnréttismálin standa þar miðað við okkur. Ég fæ góða innsýn í þetta með því að búa hjá spænskri fjölskyldu og sjá hvernig fjölskyldulífið er, en ekki bara hvernig maður horfir á þetta sem ferðamaður.“
JÖFN OG FRJÁLS - 1.TBL. JÚNÍ 2015
SAMEININGAR ERU EKKI ALLTAF LAUSNIN
I
llugi Gunnarsson sendi embættismenn sína norður til að tala um sameiningar við framhaldsskóla á Norðurlandi núna fyrir stuttu. Núna hefur ráðherra dregið þetta til baka að einhverju leyti í bili að minnsta kosti, sem er mjög jákvætt og ástæðurnar fyrir því er víst að embættismenn hafi farið fram úr sér á fundi með skólameisturum, sem haldinn var á Akureyri. En þrátt fyrir að þetta verði ekki gert núna, verðum við jafnaðarmenn að halda á lofti málstað minni skóla á öllu landinu. Þessir minni skólar sem ég er að tala um og þekki vel til sjálfur eru Framhaldsskólinn á Laugum, Framhaldsskólinn á Húsavík, Menntaskólinn á Tröllaskaga og Fjölbrautarskóli Norðurlands Vestra. Hugmyndir ráðuneytisins var að sameina þessa skóla við MA annarsvegar og hinsvegar VMA.
Gætu horfið úr skólaflórunni Rökin sem berast úr ráðuneytinu eru að með þessum aðgerðum sé hægt að bjóða upp á fjölbreyttara námsframboð, minni skólar eigi undir högg að sækja vegna fækkunar nemenda og að framhaldsskólum gangi erfiðlega að halda sér innan fjárlagarammans. Þetta eru alls ekki fáránlega rök, en lausnin í þessu er ekki að sameina að mínu mati, því sagan hefur sýnt það að sameiningar valda því mjög oft að þessar minni einingar glatast á endanum, dæmi eins og með Alþýðuskólann á Eiðum og Fiskvinnsluskólann á Dalvík. Skortur á samráði veldur kergju Ég tel það alls ekki skynsamlegt í nánustu framtíð að sameina skólana sérstakleg útfrá því sjónarmiði að skólarnir skapa ákveðna sérstöðu í námi vegna stærðar og líka út frá byggðarsjónarmiðum. Menntun er ein af
UJ-ARAR Á TWITTER
grundvallaratriðum í byggðarmálum og gerir fólki kleift að mennta sig í heimabyggð og griðarlega margir starfa við þessa skóla. Menntamálaráðuneytið verður að taka umræðuna með skólunum til að endurskoða rekstur, námsframboð og að vinna í þá átt að láta skólana vinna saman og samnýta skólana á einhvern hátt. Það verður að tala við kennara, skólastjórnendur, nemendur og alla þá sem koma að þessu. það er einmitt á þessu nauðsynlega samráði sem Illugi hefur algjörlega klikkað á, eins og sést best með styttingu framhaldsskólans í þrjú ár og síðan sameiningu Tækniskólans og Iðnskólans í Hafnafirði.
TÓMAS GUÐJÓNSSON FULLTRÚI Í MIÐSTJÓRN UNGRA JAFNAÐARMANNA
Þegar öllu er á botninn hvolft þá vona ég innilega að Illugi taki þetta endanlega útaf teikniborði ráðuneytisins og fari að efla minni skóla, því svo sannarlega er stórt verkefni fyrir höndum þar.
#UNGJOFN
1 1
JÖFN OG FRJÁLS - 1.TBL. JÚNÍ 2015
R
óttækninámskeið Ungra jafnaðarmanna var haldið þann 4. júní síðastliðinn. Þar komu saman róttækir jafnaðarmenn á öllum aldri og hlýddu á erindi frá Ragnari Aðalsteinssyni um borgaralega óhlýðni, Hjalta Hrafni Hafþórssyni um róttæka umhverfisbaráttu og andkapítalisma og frá Öddu Þóreyjar Smáradóttur og Nönnu Hermannsdóttur um netbyltingar. Að loknum kvöldverði hélt Inga Auðbjörg lýðræðisstofu sem lauk með kennslu í stensla-, slagorða og skiltagerð.
#KRATICAL 1 2
JÖFN OG FRJÁLS - 1.TBL. JÚNÍ 2015
ÞEGAR LÝÐRÆÐIÐ SIGRAR ÖFGANA: DÆMISAGA
Á
rið er 1954 í Istanbúl, Tyrklandi. Drengur að nafni Recep Tayyip Erdogan er fæddur. Það var eflaust fáa sem óraði fyrir því að þarna væri fæddur drengur sem á næstu áratugum ætti eftir að verða einn umdeildasti stjórnmálamaður sögunnar, drengurinn sem á sínum yngri árum spilaði fótbolta og seldi límonaði á götum úti til þess að safna sér pening. Erdogan hóf afskipti af stjórnmálum þegar hann lærði viðskiptafræði í háskóla og trúarlegt uppeldi hans varð til þess að hann gekk til liðs við íslamska stjórnmálahreyfingu sem á stuttum tíma tryggði honum þingsæti (sem hann gat þó ekki tekið) og síðar borgarstjórastólinn í Istanbúl, höfuðborg Tyrklands og nokkrum árum síðar forsætisráðherraembættið sem hann gegndi í 12 ár með algeran þingmeirihluta. Erdogan var þó alls ekki hættur þegar forsætisráðherratíð hans lauk en hann tók við embætti forseta Tyrklands í fyrra, fyrstur allra til þess að vera kjörinn beinni kosningu. Leið Erdogans á toppinn hefur ekki verið áfallalaus, en hann hefur margsýnt fram á að það þarf mikið til þess að slá hann út af laginu og Erdogan var ekki búinn að vera lengi við völd þegar fólk fór að velta því fyrir sér hvert hann stefndi með Tyrkland, rúmlega 77 milljón manna þjóð, í vasanum. Árið 1923, þrjátíu árum áður en Erdogan fæddist, er tyrkneska lýðveldið stofnað. Í stjórnarskrá landsins er kveðið á um að Tyrkland sé veraldlegt lýðræðisríki sem fái fullveldi sitt frá fólkinu í landinu. Alla tíð frá stofnun
ríkisins hefur áhersla verið lögð á vestræn gildi og menningu og hefur Tyrkland m.a. alla tíð sóst eftir samvinnu við ríki Evrópu og verið þátttakandi í evrópsku samstarfi. Á síðustu 20 árum hefur Tyrklandi samt sem áður verið haldið í ákveðinni gíslingu. Allan þann tíma sem Erdogan hefur verið með stjórn landsins í sínum höndum hefur fólk óttast um hversu langt hann myndi ganga í því að sölsa undir sig völdum. Ljóst er að hann hefur ekki látið hluti eins og lýðræði, mannréttindi eða frelsi einstaklinga, fjölmiðla eða valdhafa stöðva sig í baráttu sinni fyrir einræðistitlinum. Trúleysi, jafnrétti og lýðræði hafa heldur ekki verið í forgangi hjá foringjanum. Þegar Erdogan síðan nær kjöri sem forseti Tyrklands í fyrra voru margir komnir á þá skoðun að nú væri öll von úti. Tyrkneska lýðveldið yrði undir í baráttunni við hugmyndir um stórveldi, um íslam og þau öfl sem höfðu unnið gegn þeim grundvallarhugmyndum sem tyrkneska lýðveldið er byggt á höfðu sigrað. Það varð ljóst þegar Erdogan forseti hóf strax vinnu við breytingar á stjórnarskránni sem áttu að færa honum öll völdin á nýjan leik. Tilhugsunin um að Erdogan, með tvo þriðju hluta þingmanna á tyrkneska þinginu, sem myndi færa honum völdin til þess að breyta stjórnarskrá landsins eins og honum sýnist, virðist hafa skilað köldum hrolli niður bakið á flestum Tyrkjum og þegar til þingkosninga kom var ákveðið að reyna að setja punktinn við valdaníð hans í eitt skipti fyrir öll. 86% kosningabærra
Tyrkja mættu á kjörstað í þingkosningunum sem fram fóru þann 7. júní s.l. Ekki tókst þeim einungis að koma í veg fyrir að Réttlætis- og þróunarflokkur Erdogans næði tveimur þriðju hluta þingsæta heldur tókst Tyrkjum að koma í veg fyrir að þeir næðu hreinum meirihluta á tyrkneska þinginu sem þýðir að í fyrsta skiptið frá því að flokkurinn var stofnaður og komst til valda getur hann ekki stjórnað einn (nema í minnihlutastjórn). Það sem gerir þennan kosningaósigur Erdogans og félaga hans enn sætari er að 13% Tyrkja ákváðu að greiða nýjum flokki, Lýðræðisflokknum, atkvæði sitt en auk þess að leggja mikla áherslu á jöfnuð leggur flokkurinn sérstaka áherslu á friðarviðræður á milli Tyrkja og Kúrda, og er þetta í fyrsta skiptið í sögu tyrkneska lýðveldisins sem flokkur með slíkt áherslumál kemst á þing og hafa Kúrdarnir aldrei átt jafn marga fulltrúa á þingi. Þrátt fyrir að það sé varla hægt að biðja um meira í einum kosningum skilaði kosningaósigur Erdogans og gott gengi Lýðræðisflokksins einnig því að kristni minnihlutinn í Tyrklandi hefur nú sterkari rödd á þinginu auk þess sem minnihlutahópar Róma og Yazidi eiga nú í fyrsta sinn fulltrúa á tyrkneska þinginu sem aldrei í sögu tyrkneska lýðveldisins hefur verið skipað jafn mörgum konum og nú.
SEMA ERLA SERDAR FORMAÐUR FRAMKVÆMDASTJÓRNAR SAMFYLKINGARINNAR
Þann 7. júní árið 2015 sigraði lýðræðið í Tyrklandi. Friðurinn, mannréttindin og jöfnuðurinn sigruðu öfgana í Tyrklandi eftir að ríkinu hafi verið haldið í gíslingu í 20 ár af einum manni.
1 3
JÖFN OG FRJÁLS - 1.TBL. JÚNÍ 2015
HVAÐ VEIST ÞÚ UM ÞINGMENNINA?
S
umir hafa gaman að frímerkjum, aðrir torfæru og einhverjir fylgjast með tölvuleikjaspilurum spila tölvuleiki á jútúb. Svo eru sumir sem fylgjast vel með alþingi, hlusta á umræður á þingfundi og keppast um að leggja á minnið röð og kjördæmi þingmanna. Svona fólk kallast alþingisnördar. Hversu mikið alþingisnörd ert þú? 1. Hvaða þingmaður hlaut Íslandsmeistaratitil í blómaskreytingum árið 2002? A - Unnur Brá Konráðsdóttir B - Valgerður Gunnarsdóttir C - Vigdís Hauksdóttir D - Páll Valur Björnsson 2. Hvaða þingmaður er útskrifaðist með diplómapróf í tölvufræði við háskólann í Köln, 1968? A - Helgi Hrafn Gunnarsson B - Birgitta Jónsdóttir C - Ögmundur Jónasson D - Pétur H. Blöndal
3. Hver af þessum þingmönnum er ekki háskólamenntaður í lögfræði? A - Þorsteinn Sæmundsson B - Birgir Ármannsson C - Árni Páll Árnason D - Unnur Brá Konráðsdóttir 4. Hver af þessum þingmönnum á ekki tvíbura (eða von á þeim)? A - Frosti Sigurjónsson B - Gunnar Bragi Sveinsson C - Katrín Júlíusdóttir D - Björt Ólafsdóttir 5. Hvaða þingmaður starfaði um skeið sem orgelleikari í Flateyjarkirkju? A - Elsa Lára Arnardóttir B - Illugi Gunnarsson C - Einar K. Guðfinnsson D - Lilja Rafney Magnúsdóttir 6. Hvaða þingmaður á maka sem setið hefur á þingi fyrir annan flokk? A - Sigrún Magnúsdóttir B - Valgerður Gunnarsdóttir C - Helgi Hrafn Gunnarsson D - Haraldur Benediktsson
7. Hvaða þingmaður á von á barni? A - Jóhanna María Sigmundsdóttir B - Vilhjálmur Árnason C - Jón Þór Ólafsson D - Haraldur Einarsson 8. Hversu margir Helgar sitja þingflokksformannafundi? A - Enginn B-1 C-2 D-3 9. Hverjir eru sessunautar Árna Páls á þessu þingi? A - Brynjar Níelsson og Jón Gunnarsson B - Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir C - Birgitta Jónsdóttir og Guðmundur Steingrímsson D - Vigdís Hauksdóttir og Óttar Proppé 10. Hvaða þingmaður rak verslunina Siglósport? A - Sigurður Ingi Jóhannsson B - Þórunn Egilsdóttir C - Kristján Möller D - Höskuldur Þórhallsson
Svör: 1: c, 2: d, 3: a, 4: a, 5: b, 6: b, 7: d, 8: d, 9: b, 10: c. 0-1 stig Þú ert pólitískt viðrini. Þú fylgist ekkert með. Slökktu á MTV og kveiktu á alþingisrásinni. Af hverju ertu yfirleitt að lesa þetta blað?
2-4 stig Jújú, þú ert nú ekki alveg úti á þekju, en þarft greinilega að fletta aðeins í alþingismannatalinu og kynna þér þingmennina sem þú og þjóðin hafið valið til að stjórna landinu. Það er mikilvægt að vera meðvitaður um bakgrunn fólks sem maður ræður til ábyrgðastarfa og þarna ert þú með 63 undirmenn sem þú ættir að þekkja betur!
5-7 stig Þú ert greinilega áhugamennskja um stjórnmál en ert kannski meira inn í málum en mönnum. Þingmannaveltan er nú ekki svo mikil, -þetta er alltaf sama gamla liðið, þannig að þú ættir kannski að læra aðeins meira um þá, svona til að vera samræðuhæf í stjórnmálapartýum.
UJ-ARAR Á TWITTER
1 4
8-9 stig Glæsilegt! Þú ert greinilega mjög vel með á nótunum og veist flest um þingmennina okkar. Sumir kalla þetta kannski lúðaskap og nördisma, en gefðu skít í það og haltu áfram að eltihrellast í þingmönnunum á Facebook.
#UNGJOFN
10 stig Nei heyrðu mig nú, er þetta ekki aðeins of? Þú hlýtur að vera týpan sem hlustar á alþingisrásina í vinnunni og kannt utan að númer og kjördæmi hvers þingmanns. Mundu að þingmenn eiga sér einkalíf og reyndu að kunna þér hóf, alþingisnördinn þinn!
JÖFN OG FRJÁLS - 1.TBL. JÚNÍ 2015
VONDAR HUGMYNDIR RÍKISSTJÓRNARINNAR Gera Vigdísi Hauks að formanni fjárlaganefndar.
Hækkun komugjalda til sérfræðinga.
Gera Geir H. Haarde að sendiherra.
Hækkun komugjalda á slysaog bráðamótttöku.
Gera Sigurð Líndal að formanni nefndar sem á að breyta stjórnarskránni.
Hækkun gjaldskrár sjúkraþjálfara.
Kljúfa innanríkisráðuneytið upp bara til þess að bjarga Hönnu Birnu frá því að segja af sér. Gera samning við aðila vinnumarkaðarins um næstum engar launahækkanir í nafni stöðugleika og því að halda verðbólgu niðri, og hækka svo innritunargjöld á heilsugæslustöðvar um 20% samdægurs. Hleypa Sigmundi Davíð í viðtöl.
Hækkun gjalda fyrir keiluskurði og kransæða- og hjartaþræðingu. Dregið úr niðurgreiðslum á hjálpartækjum fyrir fatlaða, m.a. bleyjum og öndunargrímum. Hækkun matarskatts. Lækkun sykurskatts. Eyða 80 milljörðum úr ríkissjóði í skuldalækkun - lofuðu 300 frá hrægammasjóðum.
Borga 500 milljónir fyrir tóma meðferðarstofnun.
Kunna ekki að reikna út viðmiðunargjöld fyrir matarkaup.
Veita alls konar byggðarstyrki með sms-um.
Lækka veiðigjald á útgerðina, ítrekað.
Sigrúnu Magnúsdóttur finnst í lagi að þýða bara EES tilskipanir á aðeins mýkri máta.
Hætta með auðlegðarskatt.
Illugi Gunnars að greiða götur fyrrv. atvinnurekenda og núv. leigusala síns í opinberri heimsókn til Kína.
Opna fyrir fjórföldun bónusgreiðslna í fjármálafyrirtækjum. Skattalækkun miðþreps sem nær ekki til þeirra tekjulægstu.
Samsæriskenningar SDG um njósnir og sálgreiningar erlendra kröfuhafa, sem reyndust að einhverju leyti eiga uppruna sinn hjá aðstoðarmanni SDG, ÁED.
Veita fjármálaráðherra vald til að einkavæða Landsbankann að vild.
Þegar fjármálaráðherra sagði að of mikill jöfnuður í samfélaginu væri vandamál og kannski rót verkfallsdeilnanna.
Formaður fjárlaganefndar hótaði að skera niður framlög til RÚV ef fréttaflutningur þar breyttist ekki.
Legugjöld. Byggja ekki nýjan spítala. Hækkun komugjalda á heilsugæslustöðvar. Vigga lofaði 12 milljörðum í landspítalann. Sveik það.
Fella niður raforkuskatt á álver.
Lofa afnámi verðtryggingar, segja svo eftir á að lág verðbólga sé forsenda þess og kenna kröfum verkalýðsins um að það geti reynst ómögulegt. Deila út framseljanlegum makrílkvóta að andvirði 70 milljarða - þ.a. fá 10 einstaklingar úthlutað 35
Ríkisstjórnin óvinsæla er búin að fá mjög margar vondar hugmyndir og framkvæma þær á þeim tveimur árum sem hún hefur setið. Hér eru nokkrar þeirra.
milljarða virði af kvóta, og Páll Jóhann Pálsson þingmaður Framsóknar og eiginkona hans eru hluthafar einnar útgerðarinnar sem fær kvóta. Selja Borgun á undirverði til útvalinna ættingja Bjarna Ben. Útiloka eldri en 25 ára frá framhaldsskólanámi. Neyða menntaskóla til að stytta námið um 1 ár í trássi við skólayfirvöld, kennara. Láta málskostnað LÍN í dómsmáli sem LÍN tapaði gegn stúdentum, falla á stúdenta. Hækka framvindukröfur LÍN og skerða þannig möguleika hundruð nemenda til háskólanáms.
virkjunarkosti í nýtingarflokk án faglegs mats. Enginn umhverfisráðherra helming kjörtímabilsins, svo ekki hlustað á hana þegar loks er kominn ráðherra (sbr. Sigrún Magnúsd. vs. Jón Gunnarsson í umræðum um Rammaáætlun: ,,Hún má hafa sínar skoðanir”). Leyfa ÍAV að skófla sig í gegnum Gálgahraun á meðan lögmæti verkefnisins var fyrir dómstólum. Lækkun á kolefnisgjöldum. Svelta friðlýsingarferlið. Stytta tímabil atvinnuleysisbóta um hálft ár. Lækka barnabætur. Lækka vaxtabætur.
Skera niður til Háskóla Íslands, Háskólans á Bifröst, Háskólans á Hólum, Landbúnaðarháskóla Íslands og Listaháskóla Íslands um samtals 411 milljónir á kjörtímabilinu.
Flytja fiskistofu.
Náttúruverndarlögin.
Halda ráðstefnu fyrir karla til þess að tala um kvenréttindi.
Opna fyrir gjaldtöku á rafrænu efni í framhaldsskólum. Sameina Iðnskólann í Hafnarfirði og Tækniskólann og þ.a.l. einkavæða hann, án samráðs við Alþingi eða bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Áform um að sameina Menntaskólann að Laugarvatni og Verkmenntaskóla Akureyrar án samráðs. Leyfa Gamma eignarhaldsfélagi að opna námslánasjóð í einkaeigu. Draga náttúruverndarlög tilbaka. Sjá tækifæri í loftslagsbreytingum - áfram hnattræn hlýnun! Setja Rammaáætlun í uppnám og færa
Setja sífelld verkfallsbönn á og eyðileggja þannig tól verkalýðsins. Áburðarverksmiðja.
Gera 3 konur ráðherra, en 6 karla. Beila á ESB með einu bréfi og án samþykksi þingsins. Beila á þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Leka upplýsingum, hylma yfir með embættismönnum og ljúga um málið í heilt ár. Persónuverndarbrot með Hagstofufrumvarpinu. Svíkja samkomulag um framlög til almenningssamgangna. Hækka framlag til Þjóðkirkjunnar. Hækka trúfélagsskatt (sóknargjöld). Pólitískt valið í stjórn RÚV.
1 5
UNGIR JAFNAÐARMENN 15 ÁRA Í STRÍÐI VIÐ AUÐVALDIÐ Í 15 ÁR