Page 1

GPSmap.is テ行landskort Leiテーbeiningar fyrir:

OruxMaps テュ Android


GPSmap.is Íslandskort – Leiðbeiningar fyrir OruxMaps

Efnisyfirlit Inngangur ................................................................................................................................................ 3 ZIP skráin sem þið niðurhalið frá heimasíðunni ...................................................................................... 3 Setja kortið í Android tæki með OruxMaps............................................................................................. 3 Stilla OruxMaps á að nota GPSmap.is Íslandskortið................................................................................ 4 Ræsa OruxMaps .................................................................................................................................. 4 Velja Íslandskortið ............................................................................................................................... 4 Ýmsar stillingar ........................................................................................................................................ 5 Takmarkanir............................................................................................................................................. 5 Hvað er hægt ........................................................................................................................................... 5 Skoða Íslandskortið ............................................................................................................................. 5 Raunstefna farartækis ......................................................................................................................... 6 Finna akstursleið milli tveggja punkta ................................................................................................. 6 Setja POI (Waypoints).......................................................................................................................... 6 Trackera leiðir ...................................................................................................................................... 6 Að lokum ................................................................................................................................................. 6

2


GPSmap.is Íslandskort – Leiðbeiningar fyrir OruxMaps

Inngangur Íslandskort GPSmap.is er upprunanlega hannað fyrir Garmin GPS samhæfð tæki. Það var því skemmtileg viðbót þegar kom í ljós (af notanda) að hægt væri að nota Íslandskortið í Android símum og spjaldtölvum með hugbúnaði sem kallast OruxMaps og er ókeypis í Google Play Store. Kom þó fljótt í ljós að OruxMaps teiknaði ekki kortið á sama hátt og Garmin tæki og varð því að gera sérstaka útgáfu af Íslandskortinu fyrir OruxMaps. Til að setja kortið á Android tæki þá þarf að sjálfsögðu fyrst að setja OruxMaps forritið upp og svo sækja okkar sérstöku (ókeypis) útgáfu af Íslandskortinu sem er ein IMG skrá. Setja þarf IMG skrána beint inn á tækið með símann tengdan við tölvuna. Sjá leiðbeiningar hér á eftir!

ZIP skráin sem þið niðurhalið frá heimasíðunni Kortið kemur í ZIP þjöppunarskrá og auðveldlega hægt að afþjappa í Windows t.d. með því að tvísmella á ZIP skrána, þá birtist mappa með einni IMG skrá. Það er Íslandskortið sem þarf að setja í Android tækið. Best er að draga hana fyrst úr þeirri möppu yfir á Desktop í Windows. Eftir það má loka ZIP skránni. Síðan þarf að koma IMG skránni í Android tækið.

Setja kortið í Android tæki með OruxMaps Eftir að tækið (sími eða spjaldtölva) hefur verið tengdur við tölvu með USB snúru, þá ætti tækið að koma fram í Windows Explorer undir „My Computer“.

1. Þegar þú tvísmellir á smámynd af tækinu, þá kemur oft upp svona mynd:

2. Hér skal opna „Phone“ möppuna (ef um síma er að ræða) og þar inni finna „oruxmaps“ möppuna:

3


GPSmap.is Íslandskort – Leiðbeiningar fyrir OruxMaps 3. Þar inni er önnur mappa sem heitir „mapfiles“. Þú dregur IMG skrána inn í þá möppu:

Nú er Íslandskortið komið á sinn stað og því næsta skref að aftengja tækið frá tölvunni og ræsa tækið.

Stilla OruxMaps á að nota GPSmap.is Íslandskortið Aðferðin getur verið örlítið breytileg milli tækja og útgáfu af OruxMaps en skrefin eru yfirleitt þessi:

Ræsa OruxMaps Smelltu á OruxMaps til að opna forritið.

Velja Íslandskortið Smellið á rauða „Maps“ íkonið efst til hægri og veldu „Switch map“ eða „Switch map here“.

Þá sérðu lista yfir kortin sem eru í tækinu. Þau skiptast í að vera „online“ eða „Offline“. Smellið á „Offline“ og þá ættirðu að sjá Íslandskort GPSmap.is (nafn getur verið breytilegt). Ef það kemur ekki fram þá þarf að ýta á Refresh takkann uppi.

4


GPSmap.is Íslandskort – Leiðbeiningar fyrir OruxMaps

Ýmsar stillingar Þegar þú sérð kortið í fyrsta sinn, þá blasir við mjög mikið af texta. Allar hæðarlínur, POI og fleira er sýnt í miklum hrærigraut. Ég mæli með að þú gerir eftirfarandi stillingar til að auka hraða og gera kortið betur búið fyrir OruxMaps. Byrjið á að smella á „Maps“ íkonið á rauðu stikunni og velja „Settings“ sem er neðst í listanum. Þegar þangað er komið skal skrolla alla leið niður listann í „Garmin maps settings“. Hér þarf svolítið að stilla eftir getu hvers tækis og með sérstöku tilliti til upplausn skjás og hraða tækis. En yfirleitt skal gera eftirfarandi: •

• • •

Afhakið „Use antialiasing“, sérstaklega í símum sem er með háa upplausn en það hraðar teikningu kortsins mikið. Aðeins í stærri spjaldtölvum með lága upplausn má hafa það hakað til að auka gæðin á kostnað hraða. Afhakið „Show Poi labels“ . Afhakið „Polygon labels“. Afhakið „Show Line labels“, en þetta felur allar tölur á hæðarlínum og reyndar götuheitum líka.

Þið getið prófað ykkur áfram með þessar stillingar. Athugið að breytingar koma stundum ekki inn á þá hluta kortsins sem er komið í cache tækisins. Því meira „Cache size“ sem þið hafið því meira hraðið þið kortinu eftir smá notkun þar sem tækið geymir þær skjámyndir sem koma fram í skyndiminni.

Takmarkanir Þegar þú notar kortið í OruxMaps þá er sumt hægt og annað ekki sem er hægt í Garmin GPS tækjum. Helstu takmarkanirnar eru að það er ekki hægt að leita í index skrám kortsins, þ.e. t.d. leit eftir heimilisfangi eða POI (Point og Interest) eftir nafni, þó að íkon POI staða sjáist.

Hvað er hægt Skoða Íslandskortið Þú getur að sjálfsögðu „zoomað“ á hvaða stað á landinu sem er og skoðað kortið og POI staði handvirkt. Við þá skoðun fer kortið í skyndiminni símans og verður í kjölfarið hraðar að skoða sama svæði síðar (í svipuðu zoom leveli).

5


GPSmap.is Íslandskort – Leiðbeiningar fyrir OruxMaps

Raunstefna farartækis Einnig getur OruxMaps fylgt þér eftir meðan þú keyrir með því að kveikja á GPS í tækinu, t.d með því að smella á hringlaga íkon hægra megin á skjánum. Þá er sýnd rauð píla sem sýnir staðsetningu og stefnu farartækisins.

Finna akstursleið milli tveggja punkta Hægt er að gera track milli tveggja punkta og OruxMaps finnnur bestu akstursleið milli punktana. Þetta er hægt að gera með því að velja „Routes“ (Vegaíkonið á rauðu stikunni) og velja „Search route“. Eftir það þarftu að setja byrjunarpunkt og endapunkt og velja „Fastest.

Setja POI (Waypoints) Þú getur sett inn þína eigin POI. Þau kallast Waypoints í OruxMaps. Þú hefur tvær aðferðir. 1) Ef þú ert að skrolla í kortinu handvirkt, þá er einfaldast að smella á staðinn á kortinu sem við á og halda inni þangað til að það kemur upp valmynd og velja svo „Create Waypoint“ og svo gefurðu punktinum heiti. 2) Ef þú ert hins vegar að keyra með track í gangi (rauð píla sem sýnir staðsetningu og stefnu), þá er best að smella á „Prjóninn“ á rauðu stikunni og velja „Create“.

Trackera leiðir OruxMaps getur trackað ferðir þínar og vistað ferlana. Þú smellir á bognu örina á rauðu stikunni og velur „Start Rec.“. Ekki er farið nánar í lýsingu á eiginleikum OruxMaps hér. Vinsamlega skoðið handbók forritsins á: http://www.oruxmaps.com/oruxmapsmanual.pdf

Að lokum Fyrir grúskara, þá er hægt er að fá 3D sýn á kortið með DEM skrám (eða HGT skrám) sem hægt er að finna á netinu. Að lokum...njótið vel!

6

Gpsmap is oruxmaps leiðbeiningar