Page 16

NÝR VEFUR - RMI.IS NEW WEBSITE - RMI.IS Í ár fer Reykjavíkurmaraþon fram í 35. sinn og var að því tilefni farið í smíði á nýjum vef fyrir hlaupið. Mest áhersla var lögð á að gera vefinn farsímavænan og einfaldan fyrir notendur og er mikil ánægja með hvernig til tókst. Hönnuður vefsins er Arnar Ólafsson og Finnur Sigurðsson sá um forritun. Slóðin á nýja vefinn er www.rmi.is.

Á meðan hlaupi stendur er hægt að fylgjast með úrslitum í beinni útsendingu á www.rmi.is. Eftir hlaup verður þar hægt að finna staðfest úrslit og myndir. Einnig er hægt að

Við hvetjum þátttakendur eindregið til að heimsækja vefinn fyrir hlaupið, kynna sér reglur hlaupsins og fara eftir þeim svo allir megi njóta sín sem best í hlaupinu. Þar er líka hægt að skrá sig inn á „mínar síður“ til að breyta persónu upplýsingum og nálgast kvittun fyrir skráningargjaldi. Í gegnum árin hafa margar áhugaverðar greinar birst í tímaritum sem gefin hafa verið út í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið. Öll blöðin sem gefin hafa verið út í sögu hlaupsins má finna á www.rmi.is.

HLAUPTU TIL GÓÐS - HLAUPASTYRKUR.IS RUNNING FOR CHARITY - HLAUPASTYRKUR.IS Líkt og undanfarin ár þá geta þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2018 hlaupið til styrktar góðum málefnum. Áheitasöfnunin fer fram á vefnum, hlaupastyrkur.is. Málefnin sem hægt er að styðja á hlaupastyrkur.is eru um 160 talsins og ótrúlega fjölbreytt. Það ættu því allir að geta fundið þar málefni sem stendur hjarta

að hlaupa fyrir málefnið. Hver sem er getur heitið fjárhæð að eigin vali á þá einstaklinga eða hópa sem skráðir eru á hlaupastyrkur. is. Hægt er að greiða áheit með bæði kreditog debitkortum, SMS skilaboðum og Kass appinu. Auðvelt er að leita að einstaklingi eða hópi með því að slá inn nafn eða hluta úr nafni viðkomandi í leitarstrenginn á vefnum. Ný áheitamet árið 2017 Árið 2017 var slegið nýtt met í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka þegar hlauparar söfnuðu 118.583.717 krónum til 152 góðgerðafélaga á hlaupastyrkur.is. Heildarupphæð áheita sem hafa safnast í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka frá því áheitasöfnun hófst árið 2006 er nú komin yfir 660 milljónir.

þeirra nær. Hlaupastyrkur.is er einstaklega notendavænn og aðgengilegur vefur. Allir sem skrá sig rafrænt í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka geta farið inn á hlaupastyrkur.is og skráð sig sem góðgerðahlaupara, sett inn mynd af sér og sagt frá ástæðu þess að þau völdu 16

Þau félög sem safnaðist mest fyrir árið 2017 voru Hlaupið fyrir Láru 11,8 milljónir, Ljósið 9,7 milljónir og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna 5,4 milljónir. 113 af þeim 152 félögum sem safnað var fyrir fengu meira en 100.000 krónur í sinn hlut, 28 félög fengu meira en milljón.

Leifur Grétarsson safnaði mest allra einstaklinga, 4.325.392 krónur fyrir Hlaupið fyrir Láru. Aldrei áður hefur einstaklingur safnað eins miklu en gamla metið var 3,6 milljónir frá árinu 2016. Ingibjörg Anna Ingadóttir safnaði næst mest, 1.201.000 krónur fyrir Styrktarsjóð Herdísar Maríu. Í þriðja sæti einstaklinga var Hildur Björnsdóttir sem safnaði 1.116.000 krónum fyrir Ljósið. Flest áheit fékk Camilla Rut Arnarsdóttir, 583 talsins, en hún safnaði 1.073.000 krónum fyrir Hringinn. Aldrei áður hefur einstaklingur fengið eins mörg áheit og Camilla Rut fékk í ár, gamla metið var 385 áheit frá árinu 2016.

Profile for Íþróttabandalag Reykjavíkur

2018 - Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka / Islandsbanki Reykjavik Marathon  

2018 - Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka / Islandsbanki Reykjavik Marathon  

Advertisement