Page 25

Laugavegshlaupið

Laugavegur Ultra Marathon

Alls voru það 294 hlauparar sem lögðu af stað úr Landmannalaugum að morgni 13. júlí 2013. Ferðinni var heitið Laugaveginn í 17. Laugavegshlaupinu, sem haldið hefur verið árlega síðan 1997. Í mark í Þórsmörk, 55 km frá upphafsreit, skiluðu sér 272 hlauparar. Þeir 22 sem ekki skiluðu sér í mark treystu sér ekki lengra eða komu ekki á skráningarstaði í Álftavatni eða Emstrum innan tímamarka. Erlendir þátttakendur hafa aldrei verið fleiri í Laugavegshlaupinu en þeir voru 122 sem lögðu af stað úr Landmannalaugum þetta árið. Kalt var í veðri á hlaupdag, mikið rigndi auk þess sem nokkuð snjóþungt var á köflum á leiðinni og komu hlauparar vel blautir í mark. Þar tóku starfsmenn hlaupsins á móti þeim með heitum drykkjum og teppum sem var kærkomið eftir átökin. Það er mikið afrek að ljúka Laugavegshlaupi og eru allir sigurvegarar sem það gera. Það var Örvar Steingrímsson sem kom fyrstur þátttakenda í mark í sínu þriðja Laugavegshlaupi á tímanum 4:48:08 og bætti þar með tíma sinn síðan 2011 um rúmar 14 mínútur. Annar í mark var vinnu- og æfingafélagi Örvars, Guðni Páll Pálsson, á tímanum 4:52:25 í sínu fyrsta Laugavegshlaupi. Ryan Paavola var þriðji hlaupari í mark á tímanum 5:14:24 í sínu fyrsta Laugavegshlaupi. Tími Örvars er áttundi besti tími í Laugavegshlaupi frá upphafi og tími Guðna Páls sá tólfti besti. Gina Lucrezi frá Bandaríkjunum kom fyrst kvenna í mark á tímanum 5:28:05 í sínu fyrsta Laugavegshlaupi. Önnur kvenna kom í mark Elísabet Margeirsdóttir á tímanum 5:47:33 í sínu fimmta Laugavegs­h laupi. Bætti hún þar með tímann sinn síðan 2012 um eina mínútu. Það var síðan Hafdís Guðrún Hilmars­dóttir sem var þriðja kona í mark á tímanum 6:16:26 í sínu fyrsta Laugavegs­h laupi. Tími Ginu er þriðji besti tími kvenna í Laugavegshlaupi frá upphafi og tími Elísabetar sá fjórtándi besti. Að framkvæmd hlaupsins koma tæplega 100 manns. Það er hjálpar­sveitar­ fólk frá Björgunarsveitinni Árborg og hlaupa­ hópurinn Frískir Flóa­ menn frá Selfossi sem standa vaktina á hlaupaleiðinni. Ýmist er þetta fólk að færa hlaupurum mat og drykk, aðstoða þá yfir straumharðar ár eða flytja til byggða þá hlaupara sem ekki geta lokið hlaupi. Læknir og hjúkrunarfólk er til taks í Þórsmörk og í tjaldið til þeirra fara allir hlauparar sem í mark koma. Þar eru veitingar í boði og aðhlynning fyrir þá sem þess þurfa. Framkvæmd Laugavegshlaupsins 2013 gekk mjög vel enda starfsfólk vant og tilbúið til að leggja hart að sér til að allt gengi sem best.

On the morning of July 13th 2013 294 runners set off from Landmannalaugar to run the Laugavegur Ultra Marathon. This was the 17th Laugavegur Ultra Marathon which has been held annually since 1997. In Þórsmörk, 55 km from Landmannalaugar, 272 runners crossed the finish line. The 22 runners who did not make it to the finish line were either not prepared to go further or did not make it to the check points within the set time frame. The weather was cold on race day, rain poured down as well as the course was somewhat snowy. Runners were therefore wet when they reached the finish line where the race staff welcomed them with warm drinks and blankets. Running the Laugavegur Ultra Marathon is a huge achievement and everybody who finishes is a winner. The winner of the 2013 Laugavegur Ultra Marathon was Örvar Steingrímsson participating in his third Laugavegur Ultra Marathon. His time was 4:48:08 which is a 14 minutes improvement for him. Second came Örvar’s working and training partner, Guðni Páll Pálsson, in 4:52:25 participating in his first Lauga­ vegur Ultra Marathon. Ryan Paavola came third in his first Laugavegur Ultra Marathon and finished in 5:14:24. Örvar’s time is the eighth best in the Lauga­ vegur Ultra Marathon and Guðni’s time is the twelfth best. Gina Lucrezi from USA was the winner in the women’s section and her time was 5:28:05. This was the first time Gina participated in the race. Second was Elísabet Margeirsdóttir crossing the finish line in 5:47:33. Elísabet was partici­ pating in her fifth Laugavegur Ultra Marathon and this is her personal best, a one minute improvement since 2012. Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir came third in 6:16:26 in her first Laugavegur Ultra Marathon. Gina’s time is the women’s third best time in the Laugavegur Ultra Marathon and Elísabet’s time is the fourteenth best. Close to one hundred people worked on making the 2013 Laugavegur Ultra Marathon possible. Volunteers from the rescue team Björgunarsveitin Árborg and members of the running club Frískir Flóamenn from Selfoss monitored the course. These good people brought food and drink to the runners, assisted them when crossing streams and provided transportation for those who could not finish the race. When crossing the finish line all runners entered a tent where there was food and drink for them and a doctor and nurses gave nursing care to those who needed it. The organization of the 2013 Laugavegur Ultra Marathon went smoothly thanks to all the people who were willing to work hard to ensure that everything went the best way possible.

allir sem ljúka Laugavegshlaupi eru sigurvegarar!

everybody who finishes the Laugavegur Ultra Marathon is a winner!

25

Profile for Íþróttabandalag Reykjavíkur

2013 Reykjavíkurmaraþon  

Blað gefið út í tilefni af Reykjavíkurmaraþoni 2013

2013 Reykjavíkurmaraþon  

Blað gefið út í tilefni af Reykjavíkurmaraþoni 2013

Advertisement