Page 60

bændaferðir

hlaupið Á FRAMANDI SLÓÐUM Bændaferðir koma hlaupurum á Kínamúrinn og Tíbethásléttuna

Á

síðustu árum hafa ófáir Íslendingar haldið austur og vestur um haf með hlaupaskó í farteskinu til að reyna sig á götum borga eins og Berlínar, Kaupmannahafnar og Boston. Bændaferðir bjóða þeim ævintýragjörnustu hins vegar upp á hlaup á slóðum sem tæplega geta talist annað en afar framandi. Bændaferðir buðu í ár upp á maraþonferð á framandi slóðir í annað skiptið. Ferðirnar falla undir flokkinn Hreyfiferðir og hafa hlotið framúrskarandi undirtektir. „Þegar við byrjuðum á þessu fyrir þremur árum buðum við upp á maraþonferð til Kína. Það var samt heldur óhefðbundið maraþon því það var hlaupið á Kínamúrnum,“ útskýrir Hugrún Hannesdóttir, sölustjóri utanlandsdeildar hjá Bændaferðum. „Þetta var mjög erfitt því að múrinn er erfiður yfirferðar og þar er mikið af tröppum sem þar að auki eru í misjafnri hæð. Hlaupið byrjaði á múrnum. Svo lá hringurinn út í sveit og síðan aftur upp á múrinn. Það var rosalega erfiður kafli því fólk var auðvitað orðið mjög þreytt,“ segir hún. Í júlí í ár lá leiðin hins vegar á Tíbethásléttuna í Indlandi þar sem keppendur spreyttu sig á maraþoni í 3.600 metra hæð.

60

Profile for Íþróttabandalag Reykjavíkur

2008 Reykjavíkurmaraþon-aukablað  

Blað Reykjavíkurmaraþons sem gefið var út í tilefni af 25 ára afmæli þess 2008.

2008 Reykjavíkurmaraþon-aukablað  

Blað Reykjavíkurmaraþons sem gefið var út í tilefni af 25 ára afmæli þess 2008.

Advertisement