Page 1

71. ÍÞRÓTTAÞING ÍSÍ HÓTEL REYKJAVÍK NATURA 19. - 20. APRÍL 2013

Þinggerð Íþróttaþings 2013 Þingið hófst föstudaginn 19. apríl kl. 16.30 með því að Ólafur Rafnsson bað alla viðstadda að rísa úr sætum og minnast látinna félaga.

1.

Setning þingsins. Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ.

Ágætu þingmenn, Heiðursfélagar ÍSÍ, Formaður Ungmennafélags Íslands, Góðir þingfulltrúar og aðrir gestir, Ég býð ykkur velkomin til Íþróttaþings. Við höldum nú Íþróttaþing í kjölfar viðburðarríks 100 ára afmælisárs. ÍSÍ hefur átt góða samfylgd með íslenskri þjóð þessa aldarvegferð, hefur axlað samfélagslega ábyrgð og vaxið í að verða stærsta fjöldahreyfing landsins með tugþúsundir sjálfboðaliða sem á hverjum degi vinna samtökunum og þjóð sinni mikið gagn. ÍSÍ leggur rækt við þessa miklu sjálfboðaliðastarfsemi og hefur á undanförnum árum þróað kerfi sem miðar að því að skrásetja sjálfboðaliðastarfið – að gera íþróttafélögum og sambandsaðilum kleyft að sjá með áþreifanlegum hætti umfang sjálfboðaliðastarfseminnar – að gera þeim kleyft að veita sínum sjálfboðaliðum viðurkenningar – og opna möguleika á að skila sérstökum reikningsskilum til meðlima sinna og samfélagsins sem við höfum kosið að nefna „efnahagsreikning mannauðs“. Munum við hleypa því átaki formlega af stokkunum á morgun. Ég hygg að þrátt fyrir að stöðugt sé hamrað á umfangi sjálfboðaliðastarfseminnar þá geri fáir sér í reynd grein fyrir því hversu umfangsmikil hún er – hversu samfélagslega verðmæt – og hversu mikil margföldunaráhrif hún hefur á hverja krónu sem til starfseminnar er veitt. Með sama hætti er mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því að þessi starfsemi er engan veginn sjálfgefin – og getur á stuttum tíma hrunið til grunna ef ekki er hlúð að þessari auðlind með viðeigandi hætti.


71. Íþróttaþing ÍSÍ Endurteknar vísindalegar rannsóknir staðfesta að skipuleg iðkun ungmenna á íþróttum er besta forvörn sem völ er á gagnvart vágestum áfengis, tóbaks og fíkniefna – og bætir jafnframt árangur þeirra í námi. Þetta þekkjum við öll – þetta viðurkennum við öll. Á fundi sem íþróttahreyfingin hélt með forystumönnum stjórnmálaflokka í tengslum við gerð fjárlaga í nóvember voru þessar niðurstöður mjög almennt viðurkenndar, en þar kom meðal annars fram – vissulega heiðarlegt – sjónarmið fulltrúa eins flokksins, þ.e. að þrátt fyrir að viðkomandi væri fullkomlega sammála þessum sjónarmiðum þá væri „dýrt að vera fátækur“. Hér vil ég taka einfalda samlíkingu af bifeiðaárekstri. Menn geta í grunnatriðum valið um þrjár leiðir til að ráðstafa fé til þess málaflokks. Í fyrsta lagi að koma í veg fyrir árekstur með fræðslu, gildismati og áhrifum á lögmæta hegðun. Í öðru lagi geta menn lagt áherslu á viðbragðsáætlun, regluverk, refsingar og eftirlit sem gilda um slysavettvanginn...eða í þriðja lagi ákveðið að ráðstafa fjármunum til læknisþjónustu, endurhæfingar og bifreiðaviðgerða. Eflaust verður aldrei hægt að draga skýrar línur þar sem einn þátturinn útilokar hina – en hinsvegar er afar mikilvægt ef sýnt er fram á að forvarnarþátturinn sé í senn sá ódýrasti og áhrifamesti þá hljóti vilji að standa til þeirrar leiðar – svo ekki sé minnst á að tekið sé tillit til þjáninga fórnarlamba og óbeins skaða samfélagsins. Íslenskt samfélag glímir við mikinn vanda í formi stóraukins kostnaðar heilbrigðiskerfis við lífsstílssjúkdóma sem best verður unnið gegn með hollri hreyfingu og heilbrigðum lífsháttum. Óumdeilt er að eitt stærsta afl í þeirri baráttu er starfsemi íþróttahreyfingarinnar. Því hlýtur sú spurning að vera áleitin hvers vegna stjórnvöld hafa ekki óskað eftir umfangsmiklum sáttmála á þessu sviði við íþróttahreyfinguna. Svarið liggur ekki í augum uppi – og hlýtur að vera dýpra en að það sé „dýrt að vera fátækur“. Eflaust má setja þetta í samhengi við þá staðreynd að áþreifanlegur árangur tekur ef til vill lengri tíma en eitt kjörtímabil Alþingis – og því ekki vel fallið til skammtímavinsælda – en önnur skýring kann einfaldlega að vera sú að íþróttahreyfingin sinnir þessu starfi hvort sem hún nýtur stuðnings eða ekki. Þessi fórnfýsi er án efa sá bakgrunnur sem kom svo berlega í ljós við efnahagshrunið fyrir tæpum fimm árum síðan – að fórnfús og þolinmóð íslensk íþróttahreyfing byggði á afar veikum fjárhagslegum grunni – sem leiddi til þess að niðurskurður og forsendur fjárlagagerðar ríkisvaldsins bitnaði margfalt verr á framlögum til íþróttamála en nokkrum sambærilegum geira samfélagsins. Menn komust að því að stoðir atvinnulífsins gátu hrunið á einni nóttu – að bakgrunnur heimila til greiðslu félagsgjalda hyrfi á skömmum tíma – að auknir skattar yrðu lagðir á starfsemina – að gengisþróun nær tvöfaldaði kostnað við afreksstarf á nokkrum mánuðum – að tímabundin framlög til Ólympískra verkefna yrðu hreinlega þurrkuð út af fjárlögum – að undirritaðir samningar um ferðakostnað innanlands og föst framlög til sérsambanda yrðu ekki efndir samkvæmt efni sínu – og að þrátt fyrir þessi áföll yrðu opinber framlög til íþróttarheyfingarinnar á fjárlögum skorin niður. Það sem kannski er alvarlegast í þessari stöðu er að sú mikla samfélagslega forvarnarstarfsemi sem íþróttahreyfingin stendur fyrir hefur orðið að tekjustofni fyrir ríkissjóð – í ljósi þeirra opinberru gjalda sem íþróttahreyfingin greiðir fer einungis hluti til baka í framlögum á fjárlögum.

2


71. Íþróttaþing ÍSÍ Getur það verið eðlilegt að ríkissjóður hagnist á slíkri starfsemi? Er ekki ljóst að eitthvað hefur farið úrskeiðis og gefa þurfi spilin upp á nýtt? Við þurfum að líta til framtíðar og marka okkur nýja stefnu frá grunni varðandi fjármál íþróttahreyfingarinnar. Við þurfum að ræða raunverulega fjárþörf – sem fjárfestingu samfélagsins í starfsemi sem skilar margfalt meiru en hún kostar – margfalt meiru – og gefur þjóðinni sem viðbót sínar stærstu gleði- og sigurstundir sem efla þjóðarstolt og sameiningu þjóðarinnar. Við höfum bent á að stjórnmálamönnum hefur ekki þótt leiðinlegt að standa í kastljósi athygli við heimkomu okkar glæsilega afreksfólks eftir góðan árangur á alþjóðavettvangi. Fyrir það erum við þakklát, en við teljum skyldu þeirra að taka þátt að skapa slíkar gleðistundir til framtíðar. Sú fjárþörf sem um ræðir er nokkrum sinnum stærri en þær fjárhæðir sem nú er að finna á fjárlögum – og þær fjárhæðir þurfa að nást á næstu árum. Hækkun heildarframlaga ríkissjóðs í milljarð á næsta kjörtímabili er út af fyrir sig ekki óeðlilegt skref. Við þurfum ennfremur að skoða upptöku skattaívilnana – svo sem endurgreiðslu virðisaukaskatts og tryggingargjalds– líkt og þekkist m.a. á Norðurlöndunum. Þetta er eðlilegt í ljósi þess sjónarmiðs að íþróttahreyfingin sé ekki tekjustofn fyrir ríkisvaldið. Það er staðreynd sem ráðuneytið hefur þegar viðurkennt að við stöndum nágrannaríkjum okkar langt að baki í opinberum framlögum. Við þurfum að fylgja eftir vilyrðum stjórnvalda – þar með talið mennta- og menningarmálaráðherra að okkar fremsta afreksfólk í íþróttum skuli njóta sambærilegra tekjukjara og til að mynda okkar ágæta listafólk eða stórmeistarar í skák – „afreksmannalaun“ – og njóti auk þess viðeigandi persónuog lýðréttinda vegna íþróttaiðkunar sínar, hvort heldur það lýtur að aðgangi að Lánasjóði námsmanna, heilbrigðiskerfi eða öðru aðgengi að samfélagsþjónustu vegna langdvalar erlendis. Við þurfum að verja hugverkaréttindi íþróttahreyfingarinnar og efla þær tekjur – raunar þvert gegn þjóðnýtingarhugmyndum stjórnvalda á grundvelli tilskipunar ESB um útsendingu íþróttaviðburða í ólæstri dagskrá. Við höfum fordæmi STEF gjalda varðandi tónlist, og hljótum að gera sambærilegar kröfur um hugverkaréttindi íþróttaviðburða – í stað þess að þróa þau mál í þveröfuga átt. Við þurfum þó ávallt að gæta þess að sjálfstæði – sjálfsforræði – og gildi íþróttahreyfingarinnar verði aldrei lögð að veði við slíkar úrbætur á hinum fjárhagslega ramma. En ríkisvaldið er einungis annar angi hins opinbera...samskipti íþróttahreyfingarinnar við sveitarfélög í landinu hafa ávallt verið umfangsmikil. Halda skal því til haga að fyrir efnahagshrun hafði uppbygging íþróttastarfs í nærumhverfi þegnanna verið vaxandi – hvort heldur í formi uppbyggingar íþróttamannvirkja eða niðurgreiðslu æfingagjalda yngstu iðkenda – sem líklega er ásamt ferðakostnaðarsjóði helsta jafnréttismál fjölskyldna í landinu á síðasta áratug. Samskipti íþróttahreyfingarinnar í heild við sveitarfélög ættu og gætu verið meiri. Breytingar sem urðu á tilflutningi grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga fyrir hálfum öðrum áratug hefðu átt að leiða til meira samstarfs – einkum á sviði mannvirkjamála og skipulagi íþrótta innan skólastarfs. Íþróttamannvirki – sem reyndar eru í mörgum tilvikum skólamannvirki sem íþróttahreyfingin tekur við að afloknum skóladegi til þess að standa fyrir endurgjaldslausri samfélagsstarfsemi – hafa verið á forræði sveitarfélaga síðan þá. 3


71. Íþróttaþing ÍSÍ Hönnun, staðsetning og fyrirkomulag þeirra íþróttamannvirkja sem tilheyra skólum hafa almennt verið reist án samráðs við íþróttahreyfinguna. Skólalóðir og vettvangur æskulýðsstarfs hafa of oft tekið mið af útlitshönnun frekar en notagildi hollrar hreyfingar, leikja og íþrótta. Úr því þarf að bæta, og þar með nýtingu og hagkvæmni þeirra kostnaðarsömu mannvirkja – öllum til hagsbóta. Jafnframt er það skylda íþróttahreyfingarinnar að gæta þess að kröfur hennar um byggingu íþróttamannvirkja séu byggðar á skynsömum hagkvæmnissjónarmiðum – og að notagildi ráði för umfram útlitshönnun og jafnvel íburð. Gæta skal að hagkvæmni með samnýtingu yfir landamæri sveitarfélaga þar sem það er skynsamlegt – og að ekki sé ráðist í óhagkvæmar framkvæmdir á grundvelli „það er komið að mér“ reglunnar einnar saman. Hér getur komið til kasta þróunar á hlutverki íþróttahéraða í okkar stjórnskipulagi. Þá er að lokum afar mikilvægt að vinna á komandi árum að því að tryggja þjóðarleikvanga fyrir okkar afreksíþróttir – og tryggja landsliðum okkar sómasamlegan aðgang að æfinga- og keppnisaðstöðu. Hér koma vissulega til vanræktar skyldur ríkisvaldsins í samstarfi við viðkomandi sveitarfélög. Íþróttaleg þróun – sú starfsemi sem fram fer innan veggja íþróttamannvirkjanna – er hinsvegar sú kjarnastarsemi íþróttahreyfingarinnar sem við þurfum að hlúa að umfram annað. Þeirri starfsemi er almennt vel gerð skil í skýrslum sambandsaðila og félaga í grasrótarstarfinu, þar sem kjarni þeirrar starfsemi fer fram – en Ólympísk verkefni – sem nú eru 10 talsins á hverri fjögurra ára Ólympíuöðu – eru á hendi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, og finna má upplýsingar um í fyrirliggjandi ársskýrslu. Almenningsíþróttir hafa fengið aukið vægi í starfsemi ÍSÍ – og má segja að með ólíkindum sé hversu mikill árlegur vöxtur hefur verið í föstum verkefnum Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ – svo sem Hjólað í vinnuna, Lífshlaupinu, Göngum í skólann, Kvennahlaupinu og öðrum verkefnum. Þjóðin hefur með afgerandi hætti tekið í útrétta hönd íþróttahreyfingarinnar og hrifist með í hollri hreyfingu. Á þessu græðum við öll. Afreksíþróttir og almenningsíþróttir hafa átt góða samleið innan vébanda ÍSÍ, og án efa liggja sóknarfæri í því að samþætta sjónarmið afreksstarfs og almenningsíþrótta betur í framtíðinni. Má þar sem dæmi nefna skólaíþróttir og samstarf við skólayfirvöld, en einnig má þar nefna vaxandi kröfur um reglulega og skipulega iðkun íþróttastarfsemi þar sem kröfur um keppni eru minni en í skilgreindum afrekspýramída sérsambanda. Við breyttum nafni Fræðslusviðs ÍSÍ í „Fræðslu- og þróunarsvið ÍSÍ“ fyrir tveimur árum síðan – og undir merkjum þess sviðs hefur verkefnið um fyrirmyndarfélög ÍSÍ verið í fararbroddi þess að þróa starfsemi íþróttafélaga að samfélagslegum kröfum og ábyrgð. Samfélagslegar kröfur á íþróttahreyfinguna hafa aukist í beinu samhengi við umfjöllun og viðfangsefni í samfélaginu. Samfélagsleg mein á borð við einelti, kynferðislegt ofbeldi, áfengis- og fíkniefnaneyslu eru allt viðfangsefni sem við getum ekki lokað augum fyrir að kunni að fyrirfinnast í nokkrum mæli innan okkar hreyfingar – sem er þverskurður samfélagsins með þriðjung þjóðarinnar sem meðlimi. Ennfremur eru vaxandi kröfur – bæði hérlendis og erlendis – um vitund gagnvart umhverfinu og að íþróttastarfsemi sé líkt og önnur starfsemi rekin í góðri sátt við umhverfið. 4


71. Íþróttaþing ÍSÍ Íþróttahreyfingin hefur – þótt stundum af litlum mætti sé – reynt að bregðast við þessum kröfum með fræðslu, með því að setja sér siðareglur, semja viðbragðsáætlanir, taka þátt í forvarnarverkefnum og vinna að því t.d. að setja sér markmið í umhverfismálum. Vandinn felst gjarnan í því að þessi viðfangsefni eru býsna fjarri hefðbundinni kjarnastarfsemi hreyfingarinnar – og enn fjær þeim veruleika sem fórnfúsir sjálfboðaliðar hreyfingarinnar hafa gefið kost á sér til að sinna. Þessa staðreynd er mikilvægt að horfast í augu við þegar raunveruleikinn er metinn. Það er því ámælisvert að stjórnvöld skuli – á sama tíma og þau gera meiri kröfur til sjálfboðaliða á þessu sviði – ekki verða við óskum um viðunand fjárframlög til að framfylgja þeim verkefnum. Þvert á móti hefur niðurskurður undanfarinna ára verið miskunnarlaus. Slík verkefni verða ekki fjármögnuð með niðurskurði – og stundum veltir maður því fyrir sér hvort sumir hafi ruglað saman debet og kredit í því samhengi. Að lokum vil ég hér nefna ný aðkallandi viðfangsefni sem kalla munu á meiri úrræði á komandi árum, en það er ógnin sem felst í hagræðingu úrslita leikja í tengslum við ólöglega veðmálastarfsemi. Getur sú ógn – með tilkomu skipulegrar glæpastarfsemi – útrýmt íþróttum eins og við þekkjum þær í dag á tiltölulega skömmum tíma. Áhorfendur munu ekki mæta á kappleiki ef úrslit eru fyrirfram ákveðin, foreldrar munu ekki senda börn sín í íþróttir, stuðningsaðilar munu leita annað og samfélagslegur ávinningur af íþróttastarfsemi mun minnka. Gegn þessu þurfum við að berjast öll í sameiningu. Ég vil þakka mennta- og menningarmálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, fyrir gott samstarf síðastliðin fjögur ár. Þótt finna megi í ávarpi þessu harða ádeilu á stjórnvöld þá hefur ekki allt verið alvont. Samskipti hafa verið mikil og góð, og við höfum fundið vilja hjá ráðherra til að öðlast skilning á starfsemi íþrótthreyfingarinnar og vilja til úrbóta. Á síðasta ári var kynnt ný Íþróttastefna ríkisins – sem á ýmsan hátt er gagnlegt og merkilegt pagg – og góður grunnur að sáttmála stjórnvalda og íþróttahreyfingarinnar samfélaginu til hagsbóta – en er sannarlega einungis innihaldslaus pappír ef ekki fylgja því viðeigandi fjárhagsleg úrræði til að ná þeim markmiðum sem þar eru sett fram. Ég vona að okkur beri gæfa til að komast lengra á þeim vegi. Ég þakka Forseta Íslands og verndara íþróttahreyfingarinnar, Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrir stöðugan og einlægan stuðning við okkar starfsemi – en fáir hafa verið jafn duglegir við að mæta á viðburði og tala máli íþrótta og æsku landsins. Fyrir það kunnum við honum og Dorritt okkar bestu þakkir. Ég vil þakka okkar góðu fyrirtækjum Ólympíufjölskyldunnar – Íslandsbanka – Valitor – Sjóvá – Icelandair – sem staðið hafa með okkur í blíðu og stríðu um langt skeið, og gerðu okkur kleyft að senda 27 manna keppnishóp með sómasamlegum hætti á Ólympíuleikana í London á síðasta ári. Þá vil ég þakka eignaraðilum og stjórnendum Íslenskrar Getspár og Íslenskra Getrauna fyrir afar gott samstarf og mikilvægan rekstrarárangur á erfiðum tímum. Þau fyrirtæki hafa sætt miklum árásum og fjölmargir sem vilja með ómaklegum hætti klifra upp á bakið á þeim árangri sem þau hafa náð, og þeirri áhættu og uppbyggingu sem eignaraðilar hafa lagt af mörkum á undanförnum áratugum. Ég þakka stjórn og starfsfólki Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands fyrir frábært samstarf á undanförnum árum. Ég hygg að flest ykkar geri sér grein fyrir hversu dugmikið fólk þar er á ferð – og að skipið er vel mannað. Samstarf okkar Líneyjar Rutar Halldórsdóttur er mikið og náið, og hlaupa netpóstar, símtöl og fundir á þúsundum á hverju ári. 5


71. Íþróttaþing ÍSÍ Að lokum færi ég ykkur þingfulltrúum mínar sérstöku persónulegu þakkir. Þið eruð það fólk sem starfar frá degi til dags í grasrót hreyfingarinnar. Við hjá ÍSÍ njótum þess að starfa með ykkur – að mæta til ársþinga ykkar og viðburða um allt land – og þess á milli að fá að koma fram fyrir ykkar hönd og taka heiðurinn af ykkar störfum. Ég segi 71. Íþróttaþing sett. Líney Rut Halldórsdóttir kom í pontu og kynnti næsta atriði á dagskrá þingsins. Það voru þau Sigríður Thorlacius söngkona og Guðmundur Óskar Guðmundsson gítarleikari sem fluttu tvö lög, “Í hjarta þér” og “Í Reykjavíkurborg” við mikið og gott klapp þingheims. Líney Rut þakkaði listamönnunum fyrir flutninginn og flutti kveðjur frá forseta Íslands Ólafi Ragnari Grimssyni, mennta- og menningarmálaráðherra Katrínu Jakobsdóttur og heiðursforseta ÍSÍ Ellert B. Schram.

2.

Ávörp gesta.

Líney kynnti formann UMFÍ í pontu.

Ávarp Helgu Guðrúnar Guðjónsdóttur formanns UMFÍ Forseti Íslands, mennta- og menningarmálaráðherra, forseti Íþrótta og Ólympíusambands Íslands, heiðursfélagar, þingfulltrúar og góðir gestir. Fyrir hönd Ungmennafélags Íslands þakka ég fyrir að fá að vera með ykkur hér í dag. Og bestu kveðjur frá stjórn og starfsmönnum UMFÍ með þökkum fyrir góð samskipti og gott og ljúft samstarf. Frá upphafi hefur ungmennafélagshreyfingin verið dugleg við að finna sér verkefni og viðfangsefni . Um það vitnar 105 ára saga hreyfingarinnar. Í dag eru aðaláherslurnar í starfsemi Ungmennafélags Íslands á fræðslu og forvarnir, landsmót og unglingalandsmót, umhverfismál, æskulýðsmál, almenningsíþróttir og íþróttir 50 plús. Í ár er stórt landsmótsár hjá Ungmennafélagi Íslands, en hreyfingin heldur þrjú landsmót. Landsmót UMFÍ 50 plús í Vík í Mýrdal 7. – 9. júní, 27. Landsmót UMFÍ á Selfossi 4. – 7. júlí og 16. Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði. Á öllum stöðunum er fyrirmyndar aðstaða sem hefur verið byggð upp í tengslum við landsmót undanfarinna ára. Mótin eru öllum opin til þátttöku og vil ég nota þetta tækifæri og hvetja fólk til að fjölmenna á mótin enda geta allir fundið eitthvað sér við hæfi. Hjá Íþrótta- og Ólympíuhreyfingunni er mikið um að vera í ár bæði á innlendum og erlendum vettvangi og allt kapp lagt á að góður árangur náist. Mikill metnaður er í starfinu og þær tillögur sem liggja hér fyrir þinginu sýna að ÍSÍ tekur hlutverk sitt alvarlega og af ábyrgð. Vel hefur verið staðið að undirbúningi og þátttöku í hinum ýmsu verkefnum á árinu og ber að þakka því góða fólki sem starfar hjá sambandinu og ekki síður grasrótinni fyrir vel unnin störf sem við hin njótum öll góðs af.

6


71. Íþróttaþing ÍSÍ Íþróttahreyfingin gæti ekki staðið fyrir því mikla og góða starfi sem hún stendur fyrir ef ekki kæmi til stuðningur frá stjórnvöldum, fyrirtækjum og öðrum sem sýnt hafa því öfluga starfi áhuga og skilning sem hreyfingin stendur fyrir og vinnur að. Hins vegar er ljóst að niðurskurður og almennur samdráttur undanfarin ár er farinn að bitna á hreyfingunum og er það áhyggjuefni eins og forseti ÍSÍ kom inn á í ræðu sinni hér áðan. Fram til þessa hefur tekist að halda úti kraftmikilli starfsemi þannig að barna- og unglingastarfið hefur ekki borið tjón af en nú höfum við nálgast þann tímapunkt að við óbreytt ástand verður ekki unað. Það er því afar mikilvægt að stjórnvöld endurskoði þær fjárveitingar sem úthlutað er til íþróttaog æskulýðsmála og láti gjörðir fylgja orðum og stefnum og meti að verðleikum hið mikla og göfuga starf sjálfboðaliðans sem þjóðfélagið getur ekki verið án. Í gegnum tíðina hafa Ungmennafélag Íslands og Íþrótta og ólympíusamband Íslands átt í góðu samstarfi og eiga enn. Má í því sambandi nefna samstarf UMFÍ og sérsambanda ÍSÍ í kringum landsmót og unglingalandsmót UMFÍ, smíði og rekstri á Felix, Getspá og getraunir sem við eigendurnir þurfum að standa vörð um, forvarnaverkefni, kannanir, nú síðast Ánægjuvogina og sameiginlegan áhuga okkar og metnað um að gera veg íþrótta sem mestan í samfélaginu. Samstarfið byggir á grunngildum íþrótta og ungmennafélagsandans sem eru samheldni, mannvirðing, friður, skilningur og umburðarlyndi. Hlustun, hugsjón, hugrekki, hógværð, hreinskilni og hvatning hafa verið okkar grundvallar gildi á langri vegferð. Við erum þess meðvituð að hvert og eitt okkar er dýrmætur hluti af því sem þarf til að skapa mannvænlegt umhverfi einmitt nú þegar íslenska þjóðin skiptist ýmist í ringlaðar, lítt bjartsýnar eða reiðar fylkingar. Við þurfum að komast upp úr hjólförunum sem við höfum verið föst í um allt of langan tíma. Horfa til framtíðar og saman þurfum við að leggja okkar af mörkum við uppbygginguna sem ein heild fyrir alla. Þar er íþróttahreyfingin sterkt afl við að móta hugarfarslega og félagslega þætti með lýðræði hinna frjálsu félagasamtaka að vopni hvort heldur um er að ræða uppeldi iðkenda eða árangur þeirra í íþróttum og félagsstarfi. Sameinumst um og verum dugleg við að tala upp starfið og hafa gleðina með í för. Við skulum laða til okkar það góða þrátt fyrir erfiðleika af og til. Verum óþreytt við að tala um og segja frá því mikilvæga starfi sem við erum að vinna. Og þó að ráðist sé að okkur úr ýmsum áttum þá skulum við ekki láta deigann síga heldur þjappa okkur saman og bera höfuðið hátt. Höfum að leiðarljósi að láta aldrei kappið bera fegurðina ofurliði, láta aldrei ófögur orð eða rifrildi skemma starfið, vinnum aldrei með röngu eða ódrengilegu bragði, munum ávallt eftir því að starfið er ekki aðeins stundargaman, heldur er það til þess að gera okkur betri, göfugri, heiðarlegri og manneskjulegri með hverju verkefni. Góðir félagar og vinir, Stundum er sagt að hópar af ýmsu tagi starfi saman sem ein stór fjölskylda. Að þannig geti hver og einn notið styrkleika sinna og kosta en um leið liðsinnis annarra sem bjóða fram sína eigin styrkleika 7


71. Íþróttaþing ÍSÍ og kosti. Þannig upphefji hvert okkar annað og við komum fram sem ein sterk og öflug liðsheild. Slíkir eiginleikar prýða allar góðar fjölskyldur, hvernig sem þær eru skipaðar. Líka íþróttafjölskylduna. Ólafi Rafnssyni þakka ég gott samstarf og góð kynni á liðnu ári, framkvæmdastjórn og starfsmönnum ÍSÍ fyrir gott samstarf og góða vinnu. Jafnframt vil ég nota þetta tækifæri og þakka Katrínu Jakobsdóttur fyrir gott samstarf og góða vináttu við ungmennafélagshreyfinguna og óska henni góðs gengis í baráttunni framundan. Ég óska ykkur ágætu þingfulltrúar góðs og málefnalegs þings. Ég er þess fullviss að íþrótta- og ungmennafélagshreyfingin nær í krafti fjölbreytileika síns markmiðum sínum og mun stuðla að mörgum og spennandi verkefnum í framtíðinni. Til hamingju með ykkar góða og mikilvæga starf og þá glæsilegu umgjörð sem hér er og gangi ykkur allt í haginn. Íslandi allt!

Heiðranir Líney bað þá Ólaf Rafnsson forseta ÍSÍ og Lárus Blöndal varaforseta um að koma á svið undir þessum lið. Lárus Blöndal las um tillögu framkvæmdastjórnar um nýja heiðursfélaga ÍSÍ. 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. – 20. apríl 2013 í Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík samþykkir að kjósa eftirfarandi einstaklinga heiðursfélaga Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands fyrir frábær störf í forystu íslenskrar íþróttahreyfingar. Þessir aðilar eru Björg S. Blöndal, Logi Kristjánsson, Ríkharður Jónsson og Stefán Runólfsson. Þingheimur lýsti samþykki sínu með lófaklappi. Lárus bað þessa nýju heiðursfélaga ÍSÍ um að koma upp á svið. Lárus fór nokkrum orðum um ágæti og störf þessara aðila í þágu íþróttahreyfingarinnar og Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ afhenti þeim jafnóðum viðurkenningarnar ásamt blómvöndum. Því næst tilkynnti Lárus að framkvæmdastjórn ÍSÍ hefði á fundi sínum 21. mars síðastliðinn samþykkt að heiðra þau Bjarna Felixson, Jensínu Magnúsdóttur og Lovísu Sigurðardóttur með heiðurskrossi ÍSÍ fyrir vel unnin og frábær störf í þágu íþróttahreyfingarinnar. Lárus fór í örfáum orðum yfir störf þeirra þriggja og bað þau um að koma upp á svið til viðtöku viðurkenninga úr hendi Ólafs Rafnssonar. Lárus þakkaði þessum aðilum fyrir vel unnin störf undangengin ár og bað þigheim um að klappa fyrir þeim.

3.

Kjörnir 1. og 2. þingforseti

Ólafur Rafnsson bar upp tillögu um þá Daníel Jakobsson og Stein Halldórsson sem 1. og 2. þingforseta og var það samþykkt með lófaklappi. Þingforsetar tóku þegar til starfa. 8


71. Íþróttaþing ÍSÍ

4.

Kjörnir 1. og 2. þingritari

Þingforseti þakkaði það traust sem honum væri sýnt hvað varðar embætti forseta þingsins. Hann fór yfir boðun þingsins og taldi að þingið hafi verið löglega boðað. Hann fór einnig yfir tímasetningar á kosningum og sagði að kynning frambjóðenda yrði í lok þingstarfa þennan daginn. Hann sagði að forsetakjör færi fram kl. 11.00 á laugardeginum og kjör í framkvæmdastjórn kl. 11.10 þann dag. Þingforseti bar upp tillögu um Viðar Sigurjónsson og Ragnhildi Skúladóttur sem 1. og 2. þingritara. Það var samþykkt með lófaklappi.

5.

Kosning ungra íþróttamanna skv. gr. 12.3

Þingforseti las upp tillögu um Þormóð Árna Jónsson judómann sem keppti á Ólympíuleikunum Í Peking og London, Árna Þorvaldsson skíðamann sem keppti á Vetrarólympíuleikunum í Vancouver, Ásgeir Sigurgeirsson skotíþróttamann sem keppti á Ólympíuleikunum í London og Stefaníu Valdimarsdóttur frjálsíþróttakonu. Þingforseti bað þessa aðila um að rísa úr sætum svo að þingheimur gæti klappað fyrir þeim.

6.

Kosning 5 manna kjörbréfanefndar

Þingforseti las upp tillögu um Hannes S. Jónsson sem formann, Gígju Gunnarsdóttir, Vigni Örn Pálsson, Málfríði Sigurhansdóttir og Þorbjörgu Gunnarsdóttir. Samþykkt með lófaklappi. Starfsmaður nefndar var Örvar Ólafsson. Þingforseti bað nefndina að taka þegar til starfa.

7.

Lögð fram skýrsla framkvæmdastjórnar

Líney Rut Halldórsdóttir. Líney fór yfir skýrslu framkvæmdastjórnar samhliða glærubirtingu.

8.

Lagðir fram endurskoðaðir reikningar

Gunnar Bragason. Gunnar fór yfir endurskoðaða reikninga og gat m.a. um hægan efnahagsbata og erfiðleika hreyfingarinnar honum tengdum. Hann fór aðallega yfir árið 2012 enda áður verið farið yfir árið 2011 á formannafundi ÍSÍ. Hann gat um lítilsháttar árangur af löngum og ströngum fundum með ríkisvaldinu hvað varðar fjárveitingar til hreyfingarinnar s.s. til afrekssjóðs. Hann nefndi lottóið og þær breytingar sem geta orðið á tekjum í gegnum það. Hann gat um að ÍSÍ væri vel vakandi gagnvart styrkjum erlendis frá og að þau mál hefðu gengið nokkuð vel. Hann sagði það nauðsynlegt fyrir ÍSÍ að vera með góða eigin fjárstöðu.

9.

Umræður og samþykkt reikninga.

Þingforseti gaf orðið laust. Umræður urðu engar. Ekki var hægt að bera reikninga upp til samþykktar af því að álit kjörbréfanefndar hafði ekki borist. Stutt hlé. Þingforseti gaf Hannesi S. Jónssyni formanni kjörbréfanefndar orðið. Hann fór yfir álit nefndarinnar. Fulltrúar frá 29 sérssamböndum af 29 mögulegum voru mættir á Íþróttaþingið. 96 fulltrúar voru mögulegir frá sérsamböndunum og voru 93 fulltrúar mættir. Héraðssambönd og íþróttabandalög innan ÍSÍ eru 25 og voru fulltrúar frá 21 mættir, samtals 92 fulltrúar af 92 mögulegum. Fulltrúar frá HSB, ÍS, UDN og USVS voru ekki mættir á þingið. Hannes fór yfir skil á kjörbréfum m.t.t. til laganna en gert er ráð fyrir að kjörbréf hafi borist eigi síðar en tveimur vikum fyrir þing. Hann sagði að líklega 9


71. Íþróttaþing ÍSÍ yrðu þingin fámenn ef farið væri bókstaflega eftir þessum lögum. Kjörbréfanefnd taldi því rétt að sambandsaðilar færu að skoða þessi mál og fara eftir lögum og reglum. Kjörbréfin voru samþykkt samhljóða. Þingforseti bar upp skýrslu framkvæmdastjórnar og ársreikninga ÍSÍ til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

10.

Kosning þingnefnda:

a) Fjárhagsnefnd 5 manna. Sigurjón Pétursson formaður, Guðrún Inga Sívertsen, Hlín Ástþórsdóttir, Þorsteinn Marinósson og Hörður Þorsteinsson. Samþykkt samhljóða. Starfsmenn, Berglind Guðmundsdóttir og Steinunn A. Í. Tómasdóttir. b) Allsherjarnefnd 5 manna. Guðríður Adnegaard formaður, Elísabet Ólafsdóttir, Laufey Jóhannsdóttir, Guðbergur Reynisson og Jón Páll Hreinsson. Samþykkt samhljóða. Starfsmenn Andri Stefánsson og Ragnhildur Skúladóttir. c) Laganefnd 5 manna. Snorri Ólsen formaður, Rúnar Birgir Gíslason, Þórður Hjaltesteð, Jón Eiríksson og Valdimar Gunnarsson. Starfsmenn Halla Kjartansdóttir og Örvar Ólafsson. d) Aðrar nefndir skv. ákvörðun þings hverju sinni. Engar.

11.

Tillögur lagðar fyrir þingið

Þingforseti lagði til að umræður um tillögur færu beint í nefndir og fengju umræðu þar. Geir Þorsteinsson kom í pontu og óskaði eftir því að breytingatillögur frá KSÍ yrðu kynntar í þingsal og einnig dreift til þingfulltrúa. Þingforseti heimilaði það en tók jafnframt fram að hann liti svo á að þar með væri búið að opna fyrir umræður í þingsal um aðrar tillögur sem lægju fyrir þinginu. Hörður Oddfríðarson kom í pontu og gat þess að á síðasta þingi hefði þetta ekki verið leyft en sagðist engu að síður styðja tillögu Geirs í þessum efnum. Þingforseti leit svo á að þessi breyting gæti orðið og taldi ekki ástæðu til að bera það sérstaklega undir þingheim.

Þingskjal 1. Tillaga um breytingar á lögum ÍSÍ. Þingforseti kynnti þingskjal 1 sem var tillaga um breytingu á lögum ÍSÍ og fékk heimild þingheims til að lesa hana ekki upp í heild sinni sem og aðrar tillögur sem liggja fyrir þinginu. Þingforseti vísaði tillögunni í laganefnd. 5.2.a. Félagið hafi iðkun íþróttar sem samþykkt hefur verið af framkvæmdastjórn ÍSÍ á stefnuskrá sinni. 10


71. Íþróttaþing ÍSÍ

Breytist og verður: 5.2.a. Félagið hafi sem meginmarkmið iðkun íþrótta sem samþykktar hafa verið af framkvæmdastjórn ÍSÍ. Félagið standi ekki fyrir iðkun íþrótta eða stundi þjálfun sem framkvæmdastjórn ÍSÍ telur að geti, vegna eðli íþróttarinnar/þjálfunarinnar, ógnað heilsu og öryggi iðkenda. Á það t.d. við ef kyrkingar eða rothögg eru notuð við keppni eða þjálfun. 5.2.b – nýr liður - Allir síðari bókstafsliðir í grein 5.2. færast af þeim sökum um einn bókstaf. Rekstur íþróttafélags sé einskorðaður við hagsmuni þess og þeirrar starfsemi sem tengist iðkun íþrótta en ekki tengdur með óeðlilegum hætti annarri starfsemi t.d. í auglýsinga- eða markaðsskyni.

Ný lagagrein Ný 10. gr. Tölusetning síðari greina færist aftur um einn tölulið. Óheimilt er að ráða einstaklinga sem hlotið hafa refsidóma vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 til starfa innan íþróttahreyfingarinnar. Þetta gildir einnig um þá einstaklinga sem starfa sem sjálfboðaliðar.

17.3. Þeir sem kjörnir eru í framkvæmdastjórn, mega ekki gegna formennsku í sérsambandi eða héraðssambandi/íþróttabandalagi. Hið sama gildir um formann Afrekssjóðs ÍSÍ. Breytist og verður þannig:

17.3. Þeir sem kjörnir eru í framkvæmdastjórn, mega ekki gegna formennsku í sérsambandi eða héraðssambandi/íþróttabandalagi nema sem fulltrúar framkvæmdastjórnar ÍSÍ við sérstakar aðstæður. Hið sama gildir um formann Afrekssjóðs ÍSÍ. Grein 18: BREYTINGAR, TÚLKUN OG GILDI 18.1. Breytingar 18.1.1 Lyfjaráð ÍSÍ ber ábyrgð á þróun og breytingum á lögum þessum, þar á meðal að framfylgja öllum breytingum á Alþjóðalyfjareglunum. 18.1.2 Verði breytingar á Alþjóðalyfjareglunum skal Framkvæmdastjórn ÍSÍ gera breytingar á lögum þessum til samræmis við þær breytingar. Einnig skal Framkvæmdastjórn ÍSÍ gera aðrar nauðsynlegar breytingar á lögunum til samræmis við kröfur Alþjóðalyfjaeftirlitsins. 18.1.3 Framkvæmdastjórn ÍSÍ skal tilkynna sérsamböndum ÍSÍ tafarlaust um allar breytingar sem gerðar eru á lögum þessum. Breytingar skulu taka gildi, nema kveðið sé á um annað í breytingunni, og framkvæmdar af landssamböndum þremur mánuðum eftir samþykki. 18.1.4 Breytingar á lögum þessum taka gildi samkvæmt ákvörðun Framkvæmdastjórnar ÍSÍ hverju sinni en skulu bornar undir næsta Íþróttaþing ÍSÍ til staðfestingar.

Breytist og verður þannig: Grein 18: BREYTINGAR, TÚLKUN OG GILDI 18.1.

Breytingar

11


71. Íþróttaþing ÍSÍ 18.1.1 Lyfjaráð ÍSÍ ber ábyrgð á þróun og breytingum á lögum þessum, þar á meðal að framfylgja öllum breytingum á Alþjóðalyfjareglunum. 18.1.2 Verði breytingar á Alþjóðalyfjareglunum ber Framkvæmdastjórn ÍSÍ að samþykkja breytingarnar. Jafnframt skal Framkvæmdastjórn ÍSÍ gera breytingar á lögum þessum til samræmis við þær breytingar. Einnig skal Framkvæmdastjórn ÍSÍ gera aðrar nauðsynlegar breytingar á lögunum til samræmis við kröfur Alþjóðalyfjaeftirlitsins. 18.1.3 Framkvæmdastjórn ÍSÍ skal tilkynna sérsamböndum ÍSÍ tafarlaust um allar breytingar sem gerðar eru á lögum þessum eða Alþjóðalyfjareglunum. Breytingar skulu taka gildi, nema kveðið sé á um annað í breytingunni, og framkvæmdar af landssamböndum þremur mánuðum eftir samþykki. 18.1.4 Breytingar á Alþjóðalyfjareglunum eða lögum þessum taka gildi samkvæmt ákvörðun Framkvæmdastjórnar ÍSÍ hverju sinni en skulu bornar undir næsta Íþróttaþing ÍSÍ til staðfestingar.

19. grein – Skipun fastanefnda 19.1. Í upphafi starfstíma síns skipar framkvæmdastjórn fastanefndir og ráð stoðsviða ÍSÍ. Stoðsvið ÍSÍ eru þrjú; Afreks-og Ólympíusvið, Þróunar- og fræðslusvið og Almenningsíþróttasvið. Kjörtímabil þeirra er til tveggja ára, hið sama og framkvæmdastjórnar, nema annað sé sérstaklega ákveðið. Stoðsvið ÍSÍ skulu m.a. hafa yfirumsjón með viðkomandi málaflokkum, vera framkvæmdastjórn til ráðuneytis og sjá um verkefni þeim tengdum. Þær fastanefndir sem skipa skal eru: Stjórn Afrekssjóðs, stjórn Styrktarsjóðs ungs og efnilegs íþróttafólks, Heilbrigðisráð, Lyfjaeftirlitsnefnd, Lyfjaráð, Fjármálaráð, Laganefnd, Heiðursráð, Íþróttamannanefnd og Alþjóðanefnd. Aðrar nefndir eru skipaðar eftir því sem tilefni gefst til að mati framkvæmdastjórnar. Breytist og verður þannig: 19.1. Í upphafi starfstíma síns skipar framkvæmdastjórn fastanefndir og ráð stoðsviða ÍSÍ. Stoðsvið ÍSÍ eru þrjú; Afreks-og Ólympíusvið, Þróunar- og fræðslusvið og Almenningsíþróttasvið. Kjörtímabil þeirra er til tveggja ára, hið sama og framkvæmdastjórnar, nema annað sé sérstaklega ákveðið. Stoðsvið ÍSÍ skulu m.a. hafa yfirumsjón með viðkomandi málaflokkum, vera framkvæmdastjórn til ráðuneytis og sjá um verkefni þeim tengdum. Þær fastanefndir sem skipa skal eru: Stjórn Afrekssjóðs, stjórn Styrktarsjóðs ungs og efnilegs íþróttafólks, Heilbrigðisráð, Lyfjaeftirlitsnefnd, Lyfjaráð, Fjármálaráð, Laganefnd, Heiðursráð, Íþróttamannanefnd, Samskiptanefnd og Alþjóðanefnd. Aðrar nefndir eru skipaðar eftir því sem tilefni gefst til að mati framkvæmdastjórnar.

20. grein Dómstigin. 20.1 Dómstólar samkvæmt lið 20.2 og 20.3 nefnast einu nafni Dómstólar ÍSÍ og skulu þeir hafa fullnaðarlögsögu yfir þeim málefnum sem koma upp innan íþróttahreyfingarinnar og sem varða lög og reglur Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), sérsambanda, héraðssambanda, íþróttabandalaga, aðildarfélaga eða einstakra iðkenda eftir því sem við á en á þessum lögum og reglum skulu Dómstólar ÍSÍ byggja niðurstöður sínar. Sérsamböndum innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands er þó heimilt að ákveða í lögum sínum að viðkomandi sérsamband hafi sérstaka dómstóla, undirdómstig og áfrýjunardómstig, innan viðkomandi sambands. Sérsamband telst heyra undir dómstóla ÍSÍ þar til lagabreyting sem tiltekur að viðkomandi sérsamband hafi tekið upp eigið dómsstólakerfi, hefur verið staðfest af ÍSÍ. Dómstólar þeirra sérsambanda sem taka upp eigið dómstólakerfi skulu lúta dómstólareglum viðkomandi sérsambands og skulu öll ágreiningsmál er varða þá íþróttagrein rekin fyrir viðkomandi sérsambandsdómstólum. Lög þessi um dómstólaskipan skulu þó vera þeim reglum til fyllingar, eftir því sem við getur átt. Breytist og verður: 20. grein Dómstigin. 12


71. Íþróttaþing ÍSÍ 20.1 Dómstólar samkvæmt lið 20.2 og 20.3 nefnast einu nafni Dómstólar ÍSÍ. Þeir skulu hafa fullnaðarlögsögu yfir þeim málefnum sem koma upp innan íþróttahreyfingarinnar og sem varða lög og reglur Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), sérsambanda, héraðssambanda, íþróttabandalaga, aðildarfélaga eða einstakra iðkenda eftir því sem við á. Dómstólar ÍSÍ skulu byggja niðurstöður sínar á lögum þessum og reglum. Sérsamböndum innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands er þó heimilt að ákveða í lögum sínum að viðkomandi sérsamband hafi sérstaka dómstóla, undirdómstig og áfrýjunardómstig, innan viðkomandi sambands. Sérsamband telst heyra undir dómstóla ÍSÍ þar til lagabreyting sem tiltekur að viðkomandi sérsamband hafi tekið upp eigið dómsstólakerfi með undirdómstigi og áfrýjunardómstigi, hefur verið staðfest af ÍSÍ. Dómstólar þeirra sérsambanda sem taka upp eigið dómstólakerfi skulu lúta dómstólareglum viðkomandi sérsambands og skulu öll ágreiningsmál er varða þá íþróttagrein rekin fyrir viðkomandi sérsambandsdómstólum. Lög þessi um dómstólaskipan skulu þó vera þeim reglum til fyllingar, eftir því sem við getur átt.

40. grein. Heilbrigðisráð 40.1. Framkvæmdastjórn ÍSÍ skipar 5 menn í Heilbrigðisráð ÍSÍ til tveggja ára í senn og skal amk. einn þeirra vera læknir. 40.2. Hlutverk Heilbrigðisráðs ÍSÍ er: a. Að vera framkvæmdastjórn og sambandsaðilum til ráðgjafar um allt er lýtur að heilbrigðismálum íþróttamanna. b. Að skipuleggja og standa fyrir fræðslu um allt er lýtur að heilbrigðismálum íþróttamanna. c. Að skipuleggja og standa fyrir heilbrigðisþjónustu við íþróttamenn og hópa sem taka þátt í alþjóðlegum mótum á vegum ÍSÍ eða njóta styrkja úr Afrekssjóði ÍSÍ. Breytist og verður þannig: 40. grein. Heilbrigðisráð 40.1. Framkvæmdastjórn ÍSÍ skipar 5 menn í Heilbrigðisráð ÍSÍ til tveggja ára í senn og skal amk. einn þeirra vera læknir. 40.2. Hlutverk Heilbrigðisráðs ÍSÍ er: a. Að vera framkvæmdastjórn og sambandsaðilum til ráðgjafar um allt er lýtur að varðandi heilbrigðismálum íþróttamanna. b. Að vera til ráðgjafar varðandi fræðslu um allt er lýtur að heilbrigðismálum íþróttamanna. c. Að vera ráðgefandi vegna skipulags á heilbrigðisþjónustu við íþróttamenn og hópa sem taka þátt í alþjóðlegum mótum á vegum ÍSÍ eða njóta styrkja úr Afrekssjóði ÍSÍ.

44. grein Lagaákvæði um lyfjamál sem eru byggð eru á Alþjóðalyfjareglunum (World Anti Doping Code), sem gefnar eru út af Alþjóðalyfjaeftirlitinu (World Anti Doping Agency, WADA) eru sett með sér lögum, Lögum ÍSÍ um lyfjamál. Breytist og verður þannig: 44. grein Lagaákvæði um lyfjamál sem byggð eru á Alþjóðalyfjareglunum (World Anti Doping Code), sem gefnar eru út af Alþjóðalyfjaeftirlitinu (World Anti Doping Agency, WADA) eru sett með sér lögum, Lögum ÍSÍ um lyfjamál.

48.3. Í lögum sérsambanda skulu vera ákvæði um eftirfarandi: b. Val fulltrúa á sérsambandsþingi miðist við fjölda iðkenda, félaga eða keppenda eða eftir annari aðferð 13


71. Íþróttaþing ÍSÍ sem viðkomandi sérsamband ákveður og framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkir. Stjórn hvers héraðssambands/íþróttabandalags, sem hefur viðkomandi íþróttagrein innan sinna vébanda, skal þó a.m.k. eiga rétt á einum fulltrúa. Breytist og verður þannig: 48.3. Í lögum sérsambanda skulu vera ákvæði um eftirfarandi: b. Val fulltrúa á sérsambandsþingi miðist við fjölda iðkenda, félaga eða keppenda eða eftir annarri aðferð sem viðkomandi sérsamband ákveður og framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkir. Stjórn hvers héraðssambands/íþróttabandalags, sem hefur viðkomandi íþróttagrein innan sinna vébanda, skal þó ætíð eiga rétt á a.m.k. einum fulltrúa á sérsambandsþing.

Þingskjal 2. Tillaga um breytingar á lögum um lyfjamál. Þingforseti kynnti næst þingskjal 2 sem var tillaga um breytingu á lögum ÍSÍ um lyfjamál. Þingforseti sagðist merkja þessa tillögu sem þingskjal 2A. Geir Þorsteinsson kom í pontu og fylgdi tillögum eftir sem komu frá KSÍ sem breytingatillögur við áður útsendum tillögum. Geir fór yfir sameiginlega tillögu KSÍ og ÍBR um skipan og kosningu í framkvæmdastjórn ÍSÍ. Tillagan hljóðaði svo eftir upplesturs Geirs: Íþróttaþing samþykkir að stofna fimm manna starfshóp sem skoði skipan og kosningu til framkvæmdastjórnar ÍSÍ. Starfshópurinn skal hafa til grundvallar núverandi fyrirkomulag sem og tillögur framkvæmdastjórnar ÍSÍ um breytingar á á greinum 17.1.b og 17.3 í lögum ÍSÍ. Jafnframt skal starfshópurinn skoða hvort rétt sé að hluti framkvæmdastjórnar verði skipaður formönnum héraðssambanda og sérsambanda. Starfshópurinn skal skipaður þannig að framkvæmdastjórn ÍSÍ skipar formann starfshópsins en hinir fjórir skuli kosnir á ÍÞróttaþingi, tveir formenn héraðssambanda og tveir formenn sérsambanda. Starfshópurinn skilar tillögu til 72. Íþróttaþings en skal gefa formannafundum ÍSÍ skýrslu um störf sín. Lárus Blöndal kom í pontu og gerði grein fyrir þeirri tillögu sem lá fyrir upphaflega. Hann taldi að í raun hefði verið rétt að vinna þessa tillögu betur á milli þinga en hann tók fram að þetta væri ekki endilega tillaga sem framkvæmdastjórn styður heldur væri verið að bregðast við samþykkt síðasta Íþróttaþings. Snorri Ólsen kom í pontu og reyndi að útskýra flókið mál. Hann taldi t.d. álitamál hvort vísa ætti síðari tillögunni til laganefndar eða allsherjarnefndar. Í raun væri ekki um lagabreytingatillögu að ræða. Þingforseti útskýrði og lagði áherslu á að ekki væri verið að leggja hér fram ný þingskjöl heldur væri verið að gera KSÍ og ÍBR kleift að gera grein fyrir sjónarmiðum sínum. Um væri að ræða útskýringar og eftirfylgni Geirs Þorsteinssonar með breytingatillögu en ekki nýtt þingskjal. Þingskjal 2A. Breytingar á lögum um lyfjamál.

14


71. Íþróttaþing ÍSÍ Þingforseti fór yfir frekari tillögur sem lágu fyrir þingingu. Hann fór yfir þingskjal 2A, breytingar á lögum um lyfjamál og vísaði því til laganefndar. Tillaga um breytinga á lögum ÍSÍ Flutningsaðili: Framkvæmdastjórn ÍSÍ

Grein 18: BREYTINGAR, TÚLKUN OG GILDI 18.1.

Breytingar

18.1.1 Lyfjaráð ÍSÍ ber ábyrgð á þróun og breytingum á lögum þessum, þar á meðal að framfylgja öllum breytingum á Alþjóðalyfjareglunum. 18.1.2 Verði breytingar á Alþjóðalyfjareglunum skal Framkvæmdastjórn ÍSÍ gera breytingar á lögum þessum til samræmis við þær breytingar. Einnig skal Framkvæmdastjórn ÍSÍ gera aðrar nauðsynlegar breytingar á lögunum til samræmis við kröfur Alþjóðalyfjaeftirlitsins. 18.1.3 Framkvæmdastjórn ÍSÍ skal tilkynna sérsamböndum ÍSÍ tafarlaust um allar breytingar sem gerðar eru á lögum þessum. Breytingar skulu taka gildi, nema kveðið sé á um annað í breytingunni, og framkvæmdar af landssamböndum þremur mánuðum eftir samþykki. 18.1.4 Breytingar á lögum þessum taka gildi samkvæmt ákvörðun Framkvæmdastjórnar ÍSÍ hverju sinni en skulu bornar undir næsta Íþróttaþing ÍSÍ til staðfestingar.

Breytist og verður þannig: Grein 18: BREYTINGAR, TÚLKUN OG GILDI 18.1. Breytingar 18.1.1 Lyfjaráð ÍSÍ ber ábyrgð á þróun og breytingum á lögum þessum, þar á meðal að framfylgja öllum breytingum á Alþjóðalyfjareglunum. 18.1.2 Verði breytingar á Alþjóðalyfjareglunum ber Framkvæmdastjórn ÍSÍ að samþykkja breytingarnar. Jafnframt skal Framkvæmdastjórn ÍSÍ gera breytingar á lögum þessum til samræmis við þær breytingar. Einnig skal Framkvæmdastjórn ÍSÍ gera aðrar nauðsynlegar breytingar á lögunum til samræmis við kröfur Alþjóðalyfjaeftirlitsins. 18.1.3 Framkvæmdastjórn ÍSÍ skal tilkynna sérsamböndum ÍSÍ tafarlaust um allar breytingar sem gerðar eru á lögum þessum eða Alþjóðalyfjareglunum. Breytingar skulu taka gildi, nema kveðið sé á um annað í breytingunni, og framkvæmdar af landssamböndum þremur mánuðum eftir samþykki. 18.1.4 Breytingar á Alþjóðalyfjareglunum eða lögum þessum taka gildi samkvæmt ákvörðun Framkvæmdastjórnar ÍSÍ hverju sinni en skulu bornar undir næsta Íþróttaþing ÍSÍ til staðfestingar.

Greinargerð: Með meðfylgjandi breytingartillögu er verið að árétta að breytingar gerðar á Alþjóðalyfjareglunum (World Anti-Doping Code) ber framkvæmdastjórn að samþykkja með þriggja mánaða fyrirvara hið minnsta svo að breytingarnar taki gildi frá og með þeim degi er þeim er ætlað.

15


71. Íþróttaþing ÍSÍ Alþjóðalyfjareglurnar eru endurskoðaðar á sex ára fresti. Nú í haust verða samþykktar endurskoðaðar Alþjóðalyfjareglur og í framhaldinu verða öll fylgiskjöl Alþjóðalyfjareglnanna endurskoðuð. Nýjar og endurbættar Alþjóðalyfjareglur munu taka gildi þann 1. janúar 2015.

Þingskjal 2B. Tillaga um breytingu á grein 17.1.b í lögum ÍSÍ. Þingforseti merkti þá tillögu 2B og vísaði henni til laganefndar. Tillaga um breytingu á grein 17.1.b í lögum ÍSÍ Flutningsaðili: Framkvæmdastjórn ÍSÍ Á 70. Íþróttaþingi ÍSÍ var samþykkt tillaga um að framkvæmdastjórn vinni að breytingum á grein 11.2 og 17.1.b og leggi fyrir næsta þing þar á eftir. Eftirfarandi tillaga um breytingu á grein 17.1.b í núgildandi lögum ÍSÍ er því sett fram en jafnframt er lagt til að breytingin taki ekki gildi fyrr en á 72. Íþróttaþingi árið 2015 og ekki verði kosið eftir nýrri aðferð fyrr en á 73. Íþróttaþingi árið 2017 eða eftir Sumarólympíuleikana í Rio de Janeiro. Framkvæmdastjórn ÍSÍ telur ekki ástæðu til að breyta grein 11.2.

17.1.b 11 menn kosnir á íþróttaþingi. Kosning fari þannig fram: 1. Forseti 2. 10 meðstjórnendur, skal hver þingfulltrúi kjósa 10 frambjóðendur til að atkvæði teljist gilt. 3. 3 varamenn, skal hver þingfulltrúi kjósa 3 frambjóðendur til að atkvæði teljist gilt.

Breytist og verður þannig: 18.1.b 11 menn kosnir á næsta íþróttaþingi eftir sumarólympíuleika, til fjögurra ára í senn, auk þeirra eru þrír varamenn kjörnir til fjögurra ára á sama þingi. 1. Forseti kjörinn til fjögurra ára. 2. 10 meðstjórnendur kjörnir til fjögurra ára, skal hver þingfulltrúi kjósa 10 frambjóðendur til að atkvæði teljist gilt. 3. 3 varamenn til fjögurra ára, skal hver þingfulltrúi kjósa 3 frambjóðendur til að atkvæði teljist gilt.

Þingskjal 3. Fjárhagsáætlun. Gunnar Bragason gerði grein fyrir fjárhagsáætlun ÍSÍ. Tillögunni var vísað til fjárhagsnefndar.

Tillaga um fjárhagsáætlun 2013-2014 16


71. Íþróttaþing ÍSÍ Flutningsaðili: framkvæmdastjórn ÍSÍ

Tekjur: 1. Framlag ríkissjóðs

Rauntölur

Áætlun

Áætlun

2012

2013

2014

-107.400.000 -115.300.000 -125.000.000

2. Framlag ríkissjóðs vegna 100 ára afmælis ÍSÍ

-30.000.000

0

0

3. Íslensk getspá

-21.034.573

-46.300.000

-18.300.000

4. Ósóttir vinningar

-5.000.000

-5.000.000

-5.000.000

5. Íslenskar getraunir

-4.900.000

-4.900.000

-4.900.000

6. Styrkir IOC/EOC

-34.276.518

-24.312.500

-24.000.000

7. Aðrar tekjur

-3.905.674

-7.500.000

-3.000.000

8. Fjármagnstekjur (nettó)

-3.927.320

-4.000.000

-4.000.000

Samtals:

-210.444.085 -207.312.500 -184.200.000 Rauntölur

Áætlun

Áætlun

Gjöld:

2012

2013

2014

8. Skrifstofukostnaður

76.015.527

79.000.000

82.000.000

9. Þing og fundir innanlands

6.117.394

6.000.000

6.000.000

10. Þing og fundir erlendis

3.444.088

5.000.000

5.500.000

11. Framlag vegna fundaraðstöðu

209.410

300.000

300.000

12.433.734

13.100.000

15.000.000

13. Smáþjóðaleikar

419.563

43.500.000

18.000.000

14. Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

940.645

10.000.000

1.500.000

15. Íþróttaleg samskipti - Ólympíufjölskyldan

-8.409.122

-8.000.000

-8.000.000

16. Annar kostnaður

10.553.729

5.000.000

5.000.000

12. Kostnaður vegna stoðsviða og nefnda

17. Verkefnasjóður

3.000.000

2.000.000

2.000.000

18. Íþróttamiðstöðin Laugardal

12.237.668

11.000.000

13.000.000

19. Lyfjaeftirlit

12.057.140

11.600.000

16.000.000

20. Tölvukerfi íþróttahreyfingarinnar - Felix

10.745.632

14.500.000

1.000.000

21. Ólympíuleikar

13.650.648

3.000.000

10.000.000

0

600.000

6.000.000

22. Ólympíuleikar ungmenna 23. Íþróttaþing og formannafundur ÍSÍ

1.912.120

6.000.000

1.000.000

24. Sjóður ungra og efnilegra íþróttamanna

12.000.000

0

0

25. Afmæli ÍSÍ - 100 ára

33.113.032

0

0

990.827

1.000.000

1.000.000

Fyrningar Samtals: Rekstrarniðurstaða: Áhrif fjárfestinga á handbært fé

201.432.035

203.600.000 175.300.000

-9.012.050

-3.712.500

-8.900.000

24.495.298

8.000.000

8.000.000

Greinagerð Vegna nýbyggingar á lyftuhúsi milli húsa 1 og 2 í Laugardal og kaupum að hæð 2 í húsi 2 þá hefur gengið talsvert á handbært fé hjá ÍSÍ og ekki æskilegt að það verði minna en það er núna. Fyrir liggur að rekstur ÍSÍ árið 2013 verður þungur og til að ganga ekki frekar á handbært fé á árinu 2013 þá leggur framkvæmdastjórn til að gengið verði til samninga við meðeigendur ÍSÍ að Íslenskri getspá um auka arðgreiðslu á árinu 2013 að upphæð 60 millj. króna. Hlutur ÍSÍ í þessari auka arðgreiðslu að upphæð 28 millj. króna renni óskiptur til uppbyggingar og reksturs ÍSÍ vegna fjölmargra verkefna sambandsins á árinu 2013. 17


71. Íþróttaþing ÍSÍ

Þingskjal 4. Tillaga um Felix skráningarkerfið. Þingforseti vakti athygli á því að þetta þingskjal væri eitt þerra sem Geir Þorsteinsson kom inn á. Vísað til fjárhagsnefndar.

Tillaga um Felix skráningarkerfi íþróttahreyfingarinnar Flutningsaðili: Framkvæmdastjórn ÍSÍ 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. - 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, leggur til að hlutur ÍSÍ vegna kostnaðar við Felix skráningarkerfi íþróttahreyfingarinnar verði greiddur af óskiptu lottóframlagi frá Íslenskri getspá frá og með árinu 2014. Greinargerð: Eigendur Felix, sem eru ÍSÍ og UMFÍ, hafa undanfarið rætt um fjármögnun á kerfinu. Fyrir árið 2008 var Felix vistaður hjá Getraunum/Getspá og kostaður þar að mestu. Frá árinu 2008 hefur kostnaður verið greiddur af rekstrarfé samtakanna, 70% af hálfu ÍSÍ og 30% af hálfu UMFÍ. Árlegur kostnaður við Felix hefur verið 10-15 milljónir króna. Framkvæmdastjórnir ÍSÍ og UMFÍ hafa samþykkt að leggja fram á þingum beggja samtaka tillögu þess efnis að kostnaður við Felix skráningarkerfið verði greiddur af óskiptu lottóframlagi frá Íslenskri getspá. Mánaðarlegt framlag til Felix verður þá dregið frá þeirri mánaðarlegu upphæð sem Getspá greiðir til ÍSÍ og UMFÍ. Felix er vistaður hjá ÍSÍ. Undanfarin ár hefur starfshlutfall við Felix verið um 80%. Lagt er til að eignaraðilar, ÍSÍ og UMFÍ, skipi nefnd til umsjónar með Felix, tveir frá hvorum aðila. Þessi umsjónarnefnd leggi ár hvert fram fjárhagsáætlun fyrir Felix til samþykktar hjá eignaraðilum. Mánaðarlegt framlag af óskiptu lottófé verður í samræmi við fjárhagsáætlun hverju sinni. Framlag til Felix verður þannig greitt beint frá Getspá til rekstraraðila kerfisins.

Gunnar Bragason kom í pontu og skýrði tillöguna nánar, umfram það sem stóð í greinargerðinni. Ingvar Garðarsson kom í pontu og útskýrði enn betur þessa tillögu frá ÍBR og KSÍ sem hann sagði að eflaust mætti deila um. Ingvar sagði hana snúast um árlegan styrk til að reka Felix svo ekki þurfi að taka það fjármagn af árlegum styrk til grasrótarstarfsins. Vísað til Fjárhagsnefndar.

Tillögur til allsherjarnefndar. þingskjal 5.

Tillaga um stofnun nýrra sérsambanda 18


71. Íþróttaþing ÍSÍ Flutningsaðili: Framkvæmdastjórn ÍSÍ

71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. – 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, samþykkir að heimila framkvæmdastjórn ÍSÍ að stofna 4 ný sérsambönd fram að næsta Íþróttaþingi, um hnefaleika, bogfimi, hjólreiðar og þríþraut. Greinargerð:

Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur stofnað séríþróttagreinanefndir um hnefaleika, bogfimi, hjólreiðar og þríþraut. Samanber 49. grein laga ÍSÍ þá ber ÍSÍ skylda til að stofna sérsamband ef íþróttagreinin er stunduð í a.m.k. 5 héraðssamböndum/íþróttabandalögum og fjöldi iðkenda er yfir 250. Ofangreindar íþróttagreinar eru mislangt á veg komnar að uppfylla þessi skilyrði en framkvæmdastjórn ÍSÍ telur eðlilegt að óska eftir heimild frá Íþróttaþingi til að stofna sérsambönd um ofangreindar íþróttir á næstu tveimur árum þar sem raunhæft er að ætla að þær nái takmarki sínu fyrir næsta þing.

Þingskjal 6.

Tillaga um stóraukið framlag ríkisvaldsins til íþróttamála Flutningsaðili: Framkvæmdastjórn ÍSÍ 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. – 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, ítrekar mikilvægi þess að Alþingi og ríkisstjórn Íslands styðji með myndarlegum hætti við starf Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands svo unnt sé að efla, samræma og skipuleggja íþróttastarfsemi sbr. Íþróttalög, svo sómi sé að.

Greinargerð: Í stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem var sett fram árið 2012 kemur eftirfarandi fram: „Íþróttastarf er veigamikill þáttur í íslensku þjóðlífi en íþróttir snerta marga þætti þjóðfélagsins. Íþróttir fléttast inn í menningarstarf, menntun, afþreyingu og ferðamennsku, þær eru atvinnuskapandi og tengjast náið hagkerfi og afkomu byggðarlaga. Þá lækkar regluleg hreyfing heilbrigðiskostnað, eykur framleiðni, ýtir undir betra skólastarf, dregur úr fráveru í starfi, getur minnkað ofbeldi, hvetur til samvinnu og samstöðu og er, sem forvörn, ein hagkvæmasta og áhrifaríkasta leiðin að bættri lýðheilsu. Regluleg hreyfing landsmanna er þar með styrkur fyrir íslenskt þjóðfélag. Íþróttir skipa veglegan sess í lífi margra Íslendinga sem taka þar með þátt í íslensku samfélagi á uppbyggilegan máta. Íþróttir eru mikilvægur liður í félagslegri og persónulegri uppbygginu og þroska einstaklingsins. Þá gegnir regluleg hreyfing lykilhlutverki í heilbrigði landsmanna þar sem hreyfing stuðlar að aukinni hreysti Íslendinga. Íþróttir auka þar með lífsgæði Íslendinga sem þjóðar en ástundum Íþrótta, sem og annarrar hreyfingar, er ómissandi þáttur í heilsusamlegum

19


71. Íþróttaþing ÍSÍ lífsstíl og forvörn sem leiðir af sér lengri og heilbrigðari lífsævi, einstaklingum og samfélaginu öllu til góða.” Með tilvísan til þessa er ljóst að til að geta fylgt þessu hlutverki eftir er nauðsynlegt að aukið fjármagn sé tryggt til starfsemi ÍSÍ. Síauknar kröfur hafa verið lagðar á íþróttahreyfinguna undanfarin ár og verkefnum fjölgað. Framlag ríkisins til reksturs ÍSÍ hefur ekki fylgt verðlagsþróun síðustu ára á meðan hefðbundinn rekstrarkostnaður hefur aukist verulega og verkefnum fjölgað.

Þingskjal 7.

Tillaga um Afrekssjóð ÍSÍ Flutningsaðili: Framkvæmdastjórn ÍSÍ

71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. – 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, skorar á Alþingi og ríkisstjórn Íslands að auka verulega framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ.

Greinargerð: Afrekssjóður styrkir fyrst og fremst sérsambönd ÍSÍ og afreksíþróttafólk í verkefnum á vegum sérsambanda ÍSÍ, sem í flestum tilfellum eiga sér stað erlendis. Kostnaður vegna afreksíþróttafólks er því meira og minna í erlendri mynt. Vegna óhagstæðs gengismunar hafa útgjöld þessra aðila stóraukist og sum sambönd og íþróttamenn hafa þurft að hætta við þátttöku í mótum og keppnum vegna þessa. Kostnaðaráætlanir sérsambanda vegna þeirra verkefna sem sótt er um fyrir árið 2013 námu rúmum 482 m.kr. Framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2012 var 34,7 m.kr. Framlagið var hækkað í 55,0 m.kr. á fjárlögum 2013. Árið 2006 var styrkurinn 30 m.kr. og hafði sú upphæð verið óbreytt árin þar á undan. Flestir kostnaðarliðir sambandsaðila sem styrktir eru með fjármagni úr sjóðnum er erlendur kostnaður. Verðgildi þess styrks hefur rýrnað mjög ef borin eru saman framlög síðustu ára. Þannig var framlag ríkisins árið 2006 í erlendum upphæðum um 480 þús. bandaríkjadalir en er árið 2013 sem nemur rúmlega 440 þúsund bandaríkjadölum, þrátt fyrir hækkun frá síðasta ári um 20,5 m.kr. Ef framlagið til sjóðsins er borið saman við þróun vísitalna og gengis er ljóst að um verulega rýrnun á virði framlaga til sjóðsins er að ræða. Afrekssjóður ÍSÍ er annars fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá samkvæmt ákvörðun Íþróttaþings eða 8% af hagnaði lottó. Íslenskt afreksíþróttafólk eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir íslenska æsku og þjóðfélagið í heild sinni. Til framtíðar er mikilvægt að hlúa vel að afreksíþróttafólki með því að gefa því tækifæri á að taka þátt í verðugum verkefnum og styðja við bakið á því með fræðslu og faglegri þekkingu svo það geti staðið jafnfætis íþróttafólki annarra þjóða.

20


71. Íþróttaþing ÍSÍ Þingskjal 8.

Tillaga um Ferðasjóð íþróttafélaga Flutningsaðili: Framkvæmdastjórn ÍSÍ 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. – 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, hvetur Alþingi og ríkisstjórn Íslands til að auka framlag sitt í Ferðasjóð íþróttafélaga. Íþróttaþing ÍSÍ felur framkvæmdastjórn ÍSÍ jafnframt að eiga viðræður við ríkisvaldið um að endurnýjaður verði samningur um sjóðinn. Greinargerð: Á fundi ríkisstjórnar Íslands í mars 2006 var samþykkt að koma á fót ferðasjóði íþróttafélaga, til að jafna aðstöðumun og efla íþrótta- og forvarnarstarf í samræmi við tillögur nefndar sem menntamálaráðherra fól að fjalla um ferðakostnað íþróttafélaga. Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands var falin umsjón og umsýsla sjóðsins. Ferðasjóðurinn skiptir íþróttafélögin í landinu gríðarlega miklu máli enda hefur framlag til hans stutt við þátttöku félaganna í Íslandsmótum. Árið 2007 var framlag ríkisins til sjóðsins 30 m.kr. Árið 2008 var sjóðurinn skertur um 1 m.kr. á fjárlögum og var því 59 m.kr. úthlutað vegna keppnisferða 2008. Árið 2009 var fyrirhugað að framlag ríkisins til sjóðsins yrði hækkað í 90 m.kr., samkvæmt samningi, en þeirri hækkun var frestað. ÍSÍ úthlutaði því 60 m.kr. vegna keppnisferða 2009. Á fjárlögum 2010 var sjóðnum úthlutað 57 m.kr. vegna keppnisferða 2010. Árið 2012 var framlagið 64,7 m.kr. Framlag á fjárlögum 2013 er 70 m.kr. Alls bárust 222 umsóknir frá 117 félögum úr 21 íþróttahéraði vegna keppnisferða á árinu 2012 á fyrirfram skilgreind styrkhæf mót innanlands. Heildarkostnaður umsókna vegna þeirra ferða var ríflega 415 m.kr. Úthlutun úr Ferðasjóði íþróttafélaga fyrir keppnisárið 2012 var 61,7 m.kr. eða tæplega 15% af heildarkostnaði umsókna. Með hliðsjón af skráðum gistikostnaði og þeim fjölda leikja og móta innanlands sem ekki er hægt að sækja um styrk til úr sjóðnum má áætla að heildarferðakostnaður íþróttahreyfingarinnar sé ca. 1,5 milljarður króna á ári. Úthlutunin fyrir árið 2012 nemur þá aðeins rúmlega 4% af þeim áætlaða heildarkostnaði. Ferðasjóður íþróttafélaga er afar mikilvægur fyrir íþróttahreyfinguna í landinu enda mikill kostnaður við að ferðast landshorna á milli til keppni. Útgjöld vegna þessa þáttar í starfsemi íþróttafélaga vaxa á hverju ári.

Þingskjal 9.

Tillaga um Slysabótasjóð íþróttahreyfingarinnar Flutningsaðili: Framkvæmdastjórn ÍSÍ

21


71. Íþróttaþing ÍSÍ 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. - 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, skorar á Alþingi og ríkisstjórn Íslands að bæta fyrir skerðingar sem orðið hafa á framlagi til sjóðsins undanfarin ár og auka við árlegt framlag til Slysabótasjóðs íþróttahreyfingarinnar. Greinargerð: Árið 2002 ákvað Tryggingaráð að hætta að nýta undanþáguheimild í 3. mgr. 27.gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar úr slysatryggingum umfram það sem sjúkratryggingar greiða þegar um er að ræða slysatryggingu íþróttafólks, nema ef slysið hefur valdið óvinnufærni í 10 daga eða meira. Forráðamenn ÍSÍ beittu sér fyrir því að þessi stuðningur við íþróttafólk yrði ekki alveg felldur niður og gerðu samkomulag við heilbrigðisráðuneytið, nú velferðarráðuneytið, um styrk til að koma til móts við kostnað íþróttafólks í kjölfar íþróttaslysa sem valda óvinnufærni í 9 daga eða minna. Hefur ÍSÍ annast umsýslu þessara mála síðan. Allir iðkendur 16 ára og eldri, innan vébanda ÍSÍ, gátu sótt um 80 % endurgreiðslu til ÍSÍ á sjúkrakostnaði, sbr. gildandi reglugerð um sjóðinn allt til ársins 2010. Í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi í október 2008 varð veruleg aukning á fjölda umsókna um endurgreiðslu úr sjóðnum. Einnig hafa orðið umtalsverðar verðhækkanir á hvers konar lækniskostnaði og kostnaði við sjúkraþjálfun. Við uppgjör og endurskoðun á rekstri sjóðsins í byrjun árs 2010 varð ljóst að ekki yrði hægt að reka sjóðinn miðað við óbreytt endurgreiðsluhlutfall. Á miðju ári 2010, aðð höfðu samráði við heilbrigðisráðuneytið, samþykkti framkvæmdastjórn ÍSÍ að skerða hlutfall endurgreiðslna úr sjóðnum um helming, eða niður í 40% er það endurgreiðsluhlutfall enn gildandi. Sjóðurinn hefur verið rekinn á föstu, árlegu framlagi frá ráðuneytinu. Framlag ráðuneytisins var 20 milljónir á ári frá árinu 2002-2009 en var skert um 1,2 m.kr. eða í 18,8 m. kr á fjárlögum 2010. Árið 2011 var framlagið 17,8 m.kr. , árið 2012 alls 17,3 m.kr. Frekari skerðing varð á framlagi á fjárlögum Alþingis fyrir árið 2013 þannig að nú stendur það í 17,0 m.kr. Slysabótasjóðurinn er mikið hagsmuna mál fyrir íþróttahreyfinguna og ekki síst fyrir heimilin í landinu en greiðslur úr sjóðnum koma til móts við útgjöld heimilanna og íþróttafélaganna vegna kostnaðar iðkenda í kjölfar íþróttaslyss.

Þingskjal 10.

Tillaga um stuðning við héraðssambönd og íþróttabandalög Flutningsaðili: Framkvæmdastjórn ÍSÍ

22


71. Íþróttaþing ÍSÍ 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. - 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, hvetur Alþingi og ríkisstjórn Íslands að styðja héraðssambönd og íþróttabandalög með fjárframlögum, líkt og gert hefur verið fyrir sérsambönd ÍSÍ. Slíkur fjárstuðningur myndi skapa grundvöll til ráðningu starfsmanna í héruðum sem án efa myndi leiða til bættrar þjónustu til aðildarfélaga og faglegra íþróttastarfs á landsvísu.

Greinargerð: Samkvæmt íþróttalögum er landinu skipt í íþróttahéruð. Í hverju íþróttahéraði skal vera eitt héraðssamband/íþróttabandalag allra íþróttafélaga í héraðinu til að vinna að hinum ýmsu hagsmunamálum þeirra. Samkvæmt grein 45.2 í lögum ÍSÍ er hlutverk héraðssambanda/íþróttabandalaga eftirfarandi: a. Að stjórna sameiginlegum íþróttamálum héraðsins og vera þar fulltrúi ÍSÍ, en sérráð, er stofnuð eru, fara með stjórn sérgreinamála innan héraðsins. b. Að annast samstarf um íþróttamál við sveitar- og bæjarstjórnir og aðra opinbera aðila innan héraðs. c. Að varðveita og skipta milli félaganna því fé, sem til þess hefur verið veitt. d. Að aðstoða við skipulag, undirbúning og framkvæmd íþróttamóta í héraði. e. Að hafa frumkvæði um eflingu íþróttastarfs innan héraðs. f. Að staðfesta lög aðildarfélaga. g. Að fylgjast með því að starfsemi aðildarfélaga fari fram skv. gildandi lögum þeirra og íþróttahreyfingarinnar í heild. Vanræki aðildarfélag að halda aðalfund á tilsettum tíma, skal stjórn héraðssambandsins/íþróttabandalagsins, ef þörf krefur, boða til fundarins og sjá um framkvæmd hans. Héraðssambönd og íþróttabandalög ÍSÍ eru 25 talsins og mörg þeirra hafa lítið sem ekkert fjármagn til reksturs skrifstofu. Starf héraðssambanda og íþróttabandalaga hvílir þá á stjórnum viðkomandi sambanda sem starfa án undantekninga sem sjálfboðaliðar. Auknar kröfur eru gerðar til íþróttaforystu á landsvísu, af hálfu sveitarfélaga, foreldra og iðkenda. Það er því nauðsynlegt að tryggja rekstrarumhverfi héraðssambanda og íþróttabandalaga til að þau geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu skv. ofangreindum lista, mætt þessum auknu kröfum, eflst og dafnað. Fjárstuðningur ríkisins til sérsambanda ÍSÍ hefur gjörbreytt rekstrarumhverfi sambandanna og fjárstuðningur til héraðssambanda og íþróttabandalaga myndi skipta sköpum í starfi íþróttahéraða á landsvísu.

Þingskjal 11.

Tillaga um ríkisstyrk sérsambanda ÍSÍ Flutningsaðili: Framkvæmdastjórn ÍSÍ 23


71. Íþróttaþing ÍSÍ

71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. – 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, skorar á Alþingi og ríkisstjórn Íslands að endurnýja samning um stuðning til sérsambanda ÍSÍ og jafnframt hækka árlegt framlag til að efla megi starfsemi þeirra. Greinargerð: Samkvæmt grein 47.4 í lögum ÍSÍ er hlutverk sérsambanda í meginatriðum eftirfarandi: a. Að vinna að stofnun nýrra sérráða og efla á annan hátt viðkomandi sérgrein í landinu. b. Að setja nauðsynlegar reglur, löggilda dómara, ráðstafa landsmótum og staðfesta met. c. Að vera fulltrúi íþróttagreinar sinnar gagnvart útlöndum og sjá um að reglur varðandi greinina séu í samræmi við alþjóðareglur. Allt frá árinu 2006 hefur verið gert ráð fyrir framlagi á fjárlögum Alþingis til sérsambanda ÍSÍ samkvæmt samningi sem ráðuneytið mennta- og menningarmálaráðuneytið gerði við ÍSÍ. Markmiðið með samningnum var að aðstoða sérsambönd ÍSÍ til að efla og útbreiða viðkomandi íþróttagreinar. Fjárframlag ríkisins skiptist á eftirfarandi hátt skv. samningi: Árið 2006 kr. 30,0 m.kr., 2007 40,0 m.kr., 2008 60,0 m.kr. og 2009 70,0 m.kr. Samningurinn rann út í árslok 2009 og hefur ekki verið endurnýjaður. Framlag til sérsambanda ÍSÍ var á fjárlögum árið 2010 63,7 m.kr., árið 2011 61,8 m.kr. og árið 2012 60,5 m.kr. Unnið verið eftir einstökum greinum samningsins sem var undirritaður árið 2006. Framlag vegna ársins 2013 var hækkað í 70 m.kr. Sérsambönd ÍSÍ eru mörg hver lítil og hafa litla möguleika á sjálfsaflafé til reksturs, ekki síst í ljósi efnahagsþrenginga. Samstarf við fyrirtæki um fjármögnun er nánast ómöguleg. Til þess að sérsambönd geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu, þarf aukið fjármagn til reksturs þeirra. Áframhaldandi rekstrarstyrkur frá ríkisvaldinu myndi renna styrkum stoðum undir starf sambandanna til framtíðar.

Þingskjal 12.

Tillaga varðandi Íslenska getspá Flutningsaðili: Framkvæmdastjórn ÍSÍ

71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. -20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, hvetur Alþingi og ríkisstjórn Íslands til að tryggja starfsemi og sjálfstæði Íslenskrar getspár til framtíðar. Standa þarf vörð um framtíð Íslenskrar getspár með tilliti til þess mikilvæga hlutverks sem Íslensk getspá gegnir með fjárframlögum til íþrótta- og ungmennafélaga og öryrkja. Greinargerð Íslensk getspá er sjálfstætt félag sem var stofnað án fjárframlaga frá öðrum en eignaraðilum.

24


71. Íþróttaþing ÍSÍ Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) er einn af eigendum Íslenskrar getspá (Getspá) en auk þess eiga Öryrkjabandalagið og Ungmennafélag Íslands hlut í félaginu. Íslensk getspá er stofnuð í samræmi við lög nr. 26/1986. Hluti af andvirði allrar sölu Getspár rennur beint til uppbyggingar og starfsemi æskulýðs- og íþróttamála og til málefna öryrkja. Með þátttöku í leikjum á vegum Getspár eru þátttakendur að styrkja nauðsynleg samfélagsleg málefni og leggja traustan grunn að áframhaldandi uppbyggingu þeirra.

Þingskjal 13.

Tillaga um Íslenska getspá og Íslenskar getraunir Flutningsaðili: Framkvæmdastjórn ÍSÍ

71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. -20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, hvetur sambandsaðila sína til að standa vörð um Íslenskar getraunir og Íslenska getspá. Þá eru sambandsaðilar hvattir til að gera ekki samstarfssamninga við fyrirtæki um talnagetraunir sem ekki hafa starfsleyfi á Íslandi.

Greinargerð Sala í leikjum Íslenskrar getspár og Íslenskra getrauna hefur skipt sköpum fyrir starfsemi íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Þýðing þessa fjárframlags til starfsemi íþróttahreyfingarinnar hefur aldrei verið mikilvægari eins og nú, þegar framlög sveitarfélaga, fyrirtækja og ríkisvalds hafa dregist saman sökum kreppunnar. Erlend samkeppni er enn til staðar, þrátt fyrir að Alþingi hafi einróma samþykkt að skerpa á lögum nr. 38/2005 sem miða að því að banna auglýsingar erlendra fyrirtækja á þessu sviði. Það vekur sérstaka athygli að enn komast erlendir aðilar upp með að auglýsa, þó í fáum fjölmiðlum, án þess að ríkisvaldið og lögregluyfirvöld hafi brugðist við. Íslenskar getraunir og Íslensk getspá eru fyrirtæki í eigu íþróttahreyfingarinnar og er afkoma þeirra afar mikilvæg fyrir íþróttastarf í landinu. Það er nauðsynlegt að sambandsaðilar standi vörð um þessi fyrirtæki og efli þau til framtíðar.

Þingskjal 14.

Tillaga um milliþinganefnd um eftirlit með hagræðingu leikja/úrslita Flutningsaðili: Framkvæmdastjórn ÍSÍ 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. - 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, samþykkir að skipa milliþinganefnd sem hefur eftirfarandi hlutverk og tilgang: -

Að skapa sérhæfðan vettvang til að fylgjast með þróun mála varðandi baráttu gegn hagræðingu úrslita. Að greina stöðuna á Íslandi og gefa framkvæmdastjórn ÍSÍ reglulega skýrslu um stöðu mála Að vera framkvæmdastjórn ÍSÍ til ráðgjafar um aðgerðir í baráttu gegn hagræðingu úrslita 25


71. Íþróttaþing ÍSÍ -

Að gera tillögur að aðgerðum fyrir Íþróttaþing 2015, eftir atvikum með setningu lagareglna

Greinargerð: Hagræðing úrslita í íþróttakeppni hefur á síðustu árum aukist að alvarleika með tilkomu hraðvirkari og opnari tækni, með afnámi landamæra viðskipta, með tilkomu aukningar ólöglegrar og óreglulegrar veðmálastarfsemi og með vöru- og markaðsþróun á alþjóðlegum veðmálamarkaði. Hagræðing úrslita i íþróttakeppni er grafalvarlegt mál sem ógnar heiðarleika í íþróttum, ímynd íþrótta, gildum um óvissu úrslita og jafnræði keppenda, og jafnframt siðferðislegu gildismati þátttakenda. Mikilvægt er að Ísland fylgist með þeirri þróun sem fram fer á alþjóðlegum vettvangi varðandi baráttu gegn hagræðingu úrslita, greini stöðuna hér á landi og geri tillögur að viðeigandi aðgerðum á grundvelli þess. Skipun milliþinganefndar feli í sér sérhæfðan vettvang til umfjöllunar um viðfangsefnið, og er æskilegt að skipun hópsins taki mið af ólíkum sjónarmiðum hvort heldur er af hálfu íþróttahreyfingarinnar / þátttakenda, löglegra veðmálafyrirtækja og stjórnvalda / lögregluyfirvalda.

Þingskjal 15.

Tillaga um milliþinganefnd um endurskoðun á barna- og unglingastefnu ÍSÍ Flutningsaðili: Framkvæmdastjórn ÍSÍ

71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. - 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, samþykkir að skipa milliþinganefnd um endurskoðun á barna- og unglingastefnu ÍSÍ. Greinargerð: Stefna ÍSÍ í barna- og unglingaíþróttum var síðast endurskoðuð árið 2006. Margt hefur breyst í umhverfi barna og unglinga á þeim tíma og því talið nauðsynlegt að endurskoða stefnuna á ný.

Þingskjal 16.

Tillaga gegn einelti og hvers kyns ofbeldi í íþróttahreyfingunni Flutningsaðili: Framkvæmdastjórn ÍSÍ 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. - 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, hvetur sambandsaðila ÍSÍ og aðildarfélög þeirra að vinna gegn hvers kyns ofbeldi og einelti í íþróttahreyfingunni og setja sér reglur og viðbragðsáætlanir þar að lútandi. Greinargerð: Einelti og hvers kyns ofbeldi getur átt sér stað nánast hvar sem er og hvenær sem er og þar af leiðandi einig innan íþróttahreyfingarinnar. 26


71. Íþróttaþing ÍSÍ Áhrifaríkasta tækið sem íþróttafélag hefur yfir að ráða gegn slíku eru iðkendurnir sjálfir. Þó að meirihluti þeirra eigi ekki beina aðild að einelti/ofbeldi veit þessi hópur oft af slíku löngu áður en hinir fullorðnu fá vitneskju um það. Mikilvægt er að íþróttafélaginu takist að virkja þennan hóp „hlutlausra áhorfenda” til að taka afstöðu gegn einelti/ofbeldi í verki og tilkynna til forráðamanna íþróttafélags eða starfsfólks íþróttamannvirkisins ef þeir verða varir við eða vitni að slíku. Mikilvægt er að trúnaður ríki milli barna og fullorðinna og að nafnleynd sé virt. Æskilegt væri að veita starfsfólki íþróttafélagsins þjálfun í að þekkja einkenni eineltis/ofbeldis. Samkvæmt „Viðbragðsáætlun ÍSÍ við óvæntum atburðum“ er lagt til að íþróttafélögin komi sér upp áætlun um hvernig skuli brugðist við ef upp kemst um einelti/ofbeldi í félaginu. Öllum aðilum þarf að vera ljóst hver hefur með slík mál innan félagsins að gera og hvernig tekið skuli á þeim málum. Umræða þarf að ná til starfsfólks íþróttafélagsins, foreldra og einnig til iðkendanna sjálfra sem oftast eru þolendur eða gerendur þegar einelti/ofbeldi er annars vegar. Því er mikilvægt að settar séu ákveðnar reglur um samskipti og hegðun í íþróttafélaginu og að viðbragðsáætlun íþróttafélagsins sé kynnt öllum aðilum, t.d. á heimasíðu íþróttafélagsins.

Þingskjal 17.

Tillaga um lyfjaeftirlit í íþróttum Flutningsaðili: Framkvæmdastjórn ÍSÍ

71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. -20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, hvetur sambandsaðila til að sýna árvekni í baráttunni gegn lyfjamisnotkun í íþróttum.

Greinargerð Sífelld þróun á sér stað í lyfjaeftirlitsmálaflokknum. Bannlisti Alþjóða lyfjaeftirlitsins er uppfærður árlega, Alþjóða lyfjareglurnar og tengdir staðlar á sex ára fresti og önnur leiðbeinandi skjöl eftir því sem þörf krefur. Allt starfið byggir á þeim grundvallarreglum sem unnið er eftir og tekur breytingum með þeim. Mikilvægt er að sambandsaðilar fylgist vel með þeim breytingum er gerðar eru á reglum. Lög og reglur þarf að uppfæra með tilliti til þeirra breytinga er verða á alþjóðlegum reglum og Lögum ÍSÍ um lyfjamál. Mikilvægt er að upplýsa íþróttamenn um réttindi þeirra og skyldur tengdar málaflokknum. Þeir íþróttamenn er nota þurfa lyf af bannlista WADA geta sótt um undanþágu fyrir notkuninni. Mikilvægt er að íþróttamenn séu varkárir hyggist þeir neyta fæðubótarefna. Íþróttamaður er alltaf ábyrgur fyrir þeim efnum er greinast í sýni hans óháð því hvernig þeir bárust í líkama hans. Fréttir undanfarinna missera af umfangsmiklum lyfjamisnotkunarmálum erlendis hafa sýnt fram á mikilvægi þess að allir er að starfinu koma standi saman að því að vinna gegn lyfjamisnotkun í íþróttum. Sérstakt áhyggjuefni er hérlendis hversu mikið magn virðist vera fáanlegt af efnum er innihalda efni af bannlista. Íþróttahreyfingin er og hefur verið í fararbroddi í baráttunni gegn lyfjamisnotkun í íþróttum og mikilvægt er að herða eftirlit með innflutningi, dreifingu og sölu slíkra efna til að reyna að sporna við að íþróttamenn innan okkar vébanda noti slík efni hvort sem er af vangá eða ekki.

Þingskjal 18.

Tillaga um fyrirkomulag eftirlits með lyfjamisnotkun í íþróttum Flutningsaðili: Framkvæmdastjórn ÍSÍ 27


71. Íþróttaþing ÍSÍ

71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. -20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, hvetur Alþingi og ríkisstjórn Íslands til tryggja nægt fjárframlag svo hægt sé að hrinda í framkvæmd þeim tillögum er starfshópur á vegum ráðuneytisins setti fram árið 2010 um fyrirkomulag lyfjaeftirlits á Íslandi.

Greinargerð Allt frá árinu 2006 hafa legið fyrir tillögur að breyttu fyrirkomulagi á skipulagi lyfjaeftirlitsmála í íþróttum. Vorið 2008 skipaði mennta- og menningarmálaráðherra starfshóp til að gera tillögur að breyttu fyrirkomulagi. Í hópnum áttu sæti fulltrúar ráðuneytisins og ÍSÍ. Hópurinn skilaði af sér skýrslu í febrúar 2010. Megin tillögur starfshópsins snúast um stofnun sjálfseignarstofnunar, með aðkomu ráðuneytisins og ÍSÍ, er væri ætlað að stjórna öllum aðgerðum varðandi ólöglega lyfjanotkun í íþróttum. Jafnframt lagði hópurinn til breytingar á íþróttalögum þar sem hugtökin íþróttamaður og íþróttakona yrðu skilgreind betur. Starfhópurinn gerði tillögur um breytingar á lögum um ávana og fíkniefni, breytingar á tollalögum sem auðvelda myndu upplýsingagjöf. Jafnframt kallaði starfshópurinn eftir að nægt fjármagn yrði tryggt til málaflokksins svo það geti sinnt skyldum sínum og þeirri þróun er á sér stað honum tengdum til framtíðar. Frá því að skýrsla vinnuhópsins kom út hefur Íþróttalögum verið breytt svo heimild liggur fyrir frá 1. mars 2013 til ráðherra sem getur samið við þar til bæran aðila um framkvæmd lyfjaeftirlits meðal íþróttamanna. Þess fyrir utan hefur lítið annað gerst en að fjárframlög til málaflokksins hafa verið skorin niður um leið og kostnaður hefur aukist sem og kröfur til lyfjaeftirlitsins og sambandsaðila tengdum málaflokknum.

Þingskjal 19.

Tillaga um skipun Samskiptanefndar ÍSÍ Flutningsaðili: Framkvæmdastjórn ÍSÍ 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. -20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, samþykkir að bæta Samskiptanefnd ÍSÍ við sem fastanefnd ÍSÍ, sbr. grein 19.1 í lögum ÍSÍ.

Greinargerð Á formannafundi ÍSÍ árið 2007 voru ímyndar- og kynningarmál íþróttahreyfingarinnar kynnt sem hluti af kjarnastarfsemi hreyfingarinnar í stað þess að vera n.k. hliðarstarfsemi af öðrum verkefnum. Í framhaldi þess var skipaður vinnuhópur um ímyndar- og kynningarmál sem kom fram með tillögur til úrbóta. Ljóst er að í nútímasamfélagi eru samskipti og fjölmiðlun lykilatriði til útbreiðslu og ímyndar aðila á borð við íþróttahreyfinguna. Nauðsynlegt er að hafa vettvang með sérþekkingu á þessum málaflokki, samhliða því að ábyrgð á reglulegri umfjöllun og stefnumótun færist á hendur þess vettvangs. Hlutverk Samskiptanefndar ÍSÍ verður eftirfarandi: 28


71. Íþróttaþing ÍSÍ

• •

• • •

Að skilgreina hagsmunaaðila sem ÍSÍ á – eða á að eiga – samskipti við, skilgreina ferla, tíðni og efnisinnihald samskipta, og markmið um árangur þeirra samskipta. Að leggja fram áætlun / stefnumótun um ímyndar- og kynningarmál íþróttahreyfingarinnar og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem skal endurskoðuð á hverju Íþróttaþingi. Að vera ÍSÍ og sambandsaðilum til ráðgjafar um mál er varða samskipti, þ.m.t. við fjölmiðla, blaðamannafundi og annað er varðar framkvæmd samskiptaáætlunar ÍSÍ. Að vinna að uppsetningu og hvatningu til samskiptaáætlana sambandsaðila niður í grasrót og ráðgjöf um nýtingu tölvutækni í því sambandi. Að kynna sér nýjustu tækni í samskiptum, þ.m.t. félagsmiðla, helstu áherslur systursamtaka í nágrannaríkjum og aðrar leiðir til að bæta ímynd og samskipti íþróttahreyfingarinnar.

Þingskjal 20.

Tillaga varðandi menntunarkerfi dómara Flutningsaðili: Landssamband hestamannafélaga 71. Íþróttaþing ÍSÍ 19. – 20.apríl 2013 Íþróttaþing ÍSÍ samþykkir að fela framkvæmdastjórn ÍSÍ að stofna nefnd með fulltrúum þeirra sérsambanda sem þess óska, að skipuleggja menntunarkerfi fyrir dómara í samstarfi við sérsamböndin. Kerfið verði byggt á sömu hugmyndafræði og þjálfaramenntun ÍSÍ. Nefndin skili frá sér tillögu sem verði til umræðu og afgreiðslu á næsta ÍSÍ þingi.

Greinargerð: Dómaramál innan íþróttahreyfingarinnar eru stöðugt til umræðu óháð greinum. Því þarf menntun dómara að byggja á eins faglegum grunni og kostur er á hverjum tíma og vera í stöðugri þróun. Geta sérsambanda ÍSÍ til að tryggja þetta ferli er misjöfn. Sum skila þessu með prýði á meðan önnur eiga í erfiðleikum með að hafa þetta eins og best verður á kosið á hverjum tíma. Því teljum við nauðsynlegt að ÍSÍ hafi forgöngu um þetta nám sem væri byggt á gildum ÍSÍ og myndi um leið styrkja innviði sambandsins. Sameiginlegur fundur dómara úr ýmsum greinum komst að því að þörf er á svona námi. Því hvetjum við ÍSÍ til að fara af stað með nám byggt á hugmyndafræði þjálfarastiga sambandsins.

Þingskjal 21.

Áskorun vegna þjóðarleikvanga Flutningsaðili: Íþróttabandalag Reykjavíkur

29


71. Íþróttaþing ÍSÍ 71. Íþróttaþing, haldið 19.-20. apríl 2013, skorar á ríkisvaldið að fjölga viðurkenndum þjóðarleikvöngum og styrkja rekstur þeirra.

Greinargerð: Í nokkrum sveitafélögum er að finna mannvirki sem flestir líta á sem þjóðarleikvanga. Dæmi um það eru Laugardalsvöllur, Laugardalslaug, Laugardalshöll, Skautahöllin í Laugardal og Hlíðarfjall þar sem fram fara stórir alþjóðlegir íþróttaviðburðir sem og stórmót og leikir á innlendum vettvangi. Þetta mótahald er nær eingöngu á vegum sérsambanda, sem eru landssamtök, og því eðlilegt að kostnaður sem af því hlýst sé styrktur af ríki í stað þess að lenda að miklu leyti á sveitarfélögunum. Mikilvægt er að ríkisvaldið skilgreini og móti stefnu um þjóðarleikvanga með íþróttahreyfingunni. Ofangreindum tillögum var öllum vísað til allsherjanefndar.

12.

Kjörnefnd kynnir framboð.

Reynir Ragnarsson kynnti framboð til forseta ÍSÍ. Eitt framboð til forseta barst, Ólafur E. Rafnsson. Frambjóðendur til framkvæmdastjórnar. Þingforseti bauð frambjóðendum að koma í pontu til að kynna sig. Frambjóðendur komu í pontu í stafrófsröð. Friðrik Einarsson Garðar Svansson Guðmundur Yngvason Gunnar Bragason Ingi Þór Ágústsson Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir Hafsteinn Pálsson Helga Steinunn Guðmundsdóttir Helga Magnúsdóttir Jón Gestur Viggósson Lárus Blöndal Sigríður Jónsdóttir Örn Andrésson Þingforseti þakkaði frambjóðendum fyrir kynningarnar og áréttaði við þingheim að 10 aðilar væru í kjöri til aðalstjórnar og þrír í varastjórn. Í varastjórn voru í framboði tveir aðilar, Gunnlaugur Júlíusson og Ingi Þór Ágústsson. Gunnlaugur kynnti framboð sitt. Þingforseti tilkynnti að þingstörfum yrði fram haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardalnum og sagði jafnframt að þingstörf hæfust aftur kl. 09.00 á laugardagsmorgninum. 30


71. Íþróttaþing ÍSÍ

Þingnefndir starfa Laugardagur 20. apríl kl. 09.07. Þingforseti bauð Snorra Ólsen að koma í pontu til að gera grein fyrir störfum laganefndar. Snorri gerði grein fyrir þeim störfum, fór yfir tillögurnar sem teknar voru til umfjöllunar hjá laganefnd og fór yfir umræðurnar. Tillaga um breytingar á Lögum ÍSÍ Flutningsaðili: Framkvæmdastjórn ÍSÍ Þingskjal 1. Ný lagagrein – 5. grein 5. gr. Starfsskilyrði í íþróttahreyfingunni Óheimilt er að velja einstaklinga sem hlotið hafa refsidóma vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 til starfa innan íþróttahreyfingarinnar. Þetta gildir bæði um þá einstaklinga sem starfa sem sjálfboðaliðar og launþegar. BREYTING – Gr. 5.2 a. Starfsskilyrði í íþróttahreyfingunni Óheimilt er að velja einstaklinga sem vitað er til að hafi hlotið refsidóma vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 til starfa innan íþróttahreyfingarinnar. Þetta gildir bæði um þá einstaklinga sem starfa sem sjálfboðaliðar og launþegar. Lagt til að tillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum. Samþykkt samhljóða.

Gr. 5.2.b - nýr liður - Allir síðari bókstafsliðir í grein 5.2. færast af þeim sökum um einn bókstaf. Félagið standi ekki fyrir iðkun íþrótta eða stundi þjálfun sem framkvæmdastjórn ÍSÍ telur að geti, vegna eðli íþróttarinnar/þjálfunarinnar, ógnað heilsu og öryggi iðkenda. Á það t.d. við ef kyrkingar eða rothögg eru notuð við keppni eða þjálfun. BREYTING – 5.2.b nýr liður - Allir síðari bókstafsliðir í grein 5.2. færast af þeim sökum um einn bókstaf. Félagið standi ekki fyrir iðkun íþrótta eða stundi þjálfun sem er ekki samþykkt af Alþjóðaólympíunefndinni eða Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra og framkvæmdastjórn telur að geti vegna eðli íþróttarinnar/þjálfunarinnar valdið líkamstjóni. Lagt er til að tillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum. Samþykkt samhljóða.

31


71. Íþróttaþing ÍSÍ

5.2.c – nýr liður - Allir síðari bókstafsliðir í grein 5.2. færast af þeim sökum um einn bókstaf. Rekstur íþróttafélags sé einskorðaður við hagsmuni þess og þeirrar starfsemi sem tengist iðkun íþrótta. Ekki er heimilt að einn megintilgangur rekstrarins sé að skila hagnaði. BREYTING – 5.2.c nýr liður - Allir síðari bókstafsliðir í grein 5.2. færast af þeim sökum um einn bókstaf. Rekstur íþróttafélags sé einskorðaður við hagsmuni þess og þeirrar starfsemi sem tengist iðkun íþrótta og sé ekki í hagnaðarskyni. Lagt til að tillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum. Samþykkt samhljóða.

5.2.d Félagsmenn hafi allir sama rétt, sbr. þó 7.gr. BREYTING - 5.2.f Félagsmenn hafi allir sama rétt, þ.m.t. atkvæðisrétt um málefni félagsins, sbr. þó 7. gr. Lagt til að tillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum. Samþykkt samhljóða.

19. grein – Skipun fastanefnda Í upphafi starfstíma síns skipar framkvæmdastjórn fastanefndir og ráð stoðsviða ÍSÍ. Stoðsvið ÍSÍ eru þrjú; Afreks-og Ólympíusvið, Þróunar- og fræðslusvið og Almenningsíþróttasvið. Kjörtímabil þeirra er til tveggja ára, hið sama og framkvæmdastjórnar, nema annað sé sérstaklega ákveðið. Stoðsvið ÍSÍ skulu m.a. hafa yfirumsjón með viðkomandi málaflokkum, vera framkvæmdastjórn til ráðuneytis og sjá um verkefni þeim tengdum. Þær fastanefndir sem skipa skal eru: Stjórn Afrekssjóðs, stjórn Styrktarsjóðs ungs og efnilegs íþróttafólks, Heilbrigðisráð, Lyfjaeftirlitsnefnd, Lyfjaráð, Fjármálaráð, Laganefnd, Heiðursráð, Íþróttamannanefnd og Alþjóðanefnd. Aðrar nefndir eru skipaðar eftir því sem tilefni gefst til að mati framkvæmdastjórnar. BREYTING - 19.1. Í upphafi starfstíma síns skipar framkvæmdastjórn fastanefndir og ráð stoðsviða ÍSÍ. Stoðsvið ÍSÍ eru þrjú; Afreks-og Ólympíusvið, Þróunar- og fræðslusvið og Almenningsíþróttasvið. Kjörtímabil þeirra er til tveggja ára, hið sama og framkvæmdastjórnar, nema annað sé sérstaklega ákveðið. Stoðsvið ÍSÍ skulu m.a. hafa yfirumsjón með viðkomandi málaflokkum, vera framkvæmdastjórn til ráðuneytis og sjá um verkefni þeim tengdum. Þær fastanefndir sem skipa skal eru: Stjórn Afrekssjóðs, stjórn Styrktarsjóðs ungs og efnilegs íþróttafólks, Heilbrigðisráð, Lyfjaeftirlitsnefnd, Lyfjaráð, Fjármálaráð, Laganefnd, Heiðursráð, Íþróttamannanefnd, Samskiptanefnd og Alþjóðanefnd. Aðrar nefndir eru skipaðar eftir því sem tilefni gefst til að mati framkvæmdastjórnar. 32


71. Íþróttaþing ÍSÍ ATH! Breyting við umræður á lau. yfir í Samkipta og fjölmiðlanefnd. Til. Jónasar. Lagt til að tillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum. Guðríður Aadnegard kom í pontu og útskýrði umræður allsherjarnefndar á þingskjali nr. 19 um skipan samskiptanefndar. (Sjá frh. hér neðar þar sem sú tillaga var tekin fyrir á þessum tíma í þingstörfunum)

20. grein Dómstigin. 20.1 Dómstólar samkvæmt lið 20.2 og 20.3 nefnast einu nafni Dómstólar ÍSÍ og skulu þeir hafa fullnaðarlögsögu yfir þeim málefnum sem koma upp innan íþróttahreyfingarinnar og sem varða lög og reglur Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), sérsambanda, héraðssambanda, íþróttabandalaga, aðildarfélaga eða einstakra iðkenda eftir því sem við á en á þessum lögum og reglum skulu Dómstólar ÍSÍ byggja niðurstöður sínar. Sérsamböndum innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands er þó heimilt að ákveða í lögum sínum að viðkomandi sérsamband hafi sérstaka dómstóla, undirdómstig og áfrýjunardómstig, innan viðkomandi sambands. Sérsamband telst heyra undir dómstóla ÍSÍ þar til lagabreyting sem tiltekur að viðkomandi sérsamband hafi tekið upp eigið dómsstólakerfi, hefur verið staðfest af ÍSÍ. Dómstólar þeirra sérsambanda sem taka upp eigið dómstólakerfi skulu lúta dómstólareglum viðkomandi sérsambands og skulu öll ágreiningsmál er varða þá íþróttagrein rekin fyrir viðkomandi sérsambandsdómstólum. Lög þessi um dómstólaskipan skulu þó vera þeim reglum til fyllingar, eftir því sem við getur átt. BREYTING - 20. grein Dómstigin. 20.1 Dómstólar samkvæmt lið 20.2 og 20.3 nefnast einu nafni Dómstólar ÍSÍ. Þeir skulu hafa fullnaðarlögsögu yfir þeim málefnum sem koma upp innan íþróttahreyfingarinnar og sem varða lög og reglur Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), sérsambanda, héraðssambanda, íþróttabandalaga, aðildarfélaga eða einstakra iðkenda eftir því sem við á. Dómstólar ÍSÍ skulu byggja niðurstöður sínar á lögum þessum og reglum. Sérsamböndum innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands er þó heimilt að ákveða í lögum sínum að viðkomandi sérsamband hafi sérstaka dómstóla, undirdómstig og áfrýjunardómstig, innan viðkomandi sambands. Sérsamband telst heyra undir dómstóla ÍSÍ þar til lagabreyting sem tiltekur að viðkomandi sérsamband hafi tekið upp eigið dómsstólakerfi með undirdómstigi og áfrýjunardómstigi, hefur verið staðfest af ÍSÍ. Dómstólar þeirra sérsambanda sem taka upp eigið dómstólakerfi skulu lúta dómstólareglum viðkomandi sérsambands og skulu öll ágreiningsmál er varða þá íþróttagrein rekin fyrir viðkomandi sérsambandsdómstólum. Lög þessi um dómstólaskipan skulu þó vera þeim reglum til fyllingar, eftir því sem við getur átt. Lagt til að tillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum. Samþykkt samhljóða.

40. grein. Heilbrigðisráð 40.1. Framkvæmdastjórn ÍSÍ skipar 5 menn í Heilbrigðisráð ÍSÍ til tveggja ára í senn og skal amk. einn þeirra vera læknir. 40.2. Hlutverk Heilbrigðisráðs ÍSÍ er: a. Að vera framkvæmdastjórn og sambandsaðilum til ráðgjafar um allt er lýtur að heilbrigðismálum íþróttamanna. 33


71. Íþróttaþing ÍSÍ b. Að skipuleggja og standa fyrir fræðslu um allt er lýtur að heilbrigðismálum íþróttamanna. c. Að skipuleggja og standa fyrir heilbrigðisþjónustu við íþróttamenn og hópa sem taka þátt í alþjóðlegum mótum á vegum ÍSÍ eða njóta styrkja úr Afrekssjóði ÍSÍ. BREYTING - 40. grein. Heilbrigðisráð 40.1. Framkvæmdastjórn ÍSÍ skipar 5 menn í Heilbrigðisráð ÍSÍ til tveggja ára í senn og skal amk. einn þeirra vera læknir. 40.2. Hlutverk Heilbrigðisráðs ÍSÍ er: a. Að vera framkvæmdastjórn og sambandsaðilum til ráðgjafar um allt er lýtur að varðandi heilbrigðismálum íþróttamanna. b. Að vera til ráðgjafar varðandi fræðslu um allt er lýtur að heilbrigðismálum íþróttamanna. c. Að vera ráðgefandi vegna skipulags á heilbrigðisþjónustu við íþróttamenn og hópa sem taka þátt í alþjóðlegum mótum á vegum ÍSÍ eða njóta styrkja úr Afrekssjóði ÍSÍ. Lagt til að tillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum. Samþykkt samhljóða.

48.3. Í lögum sérsambanda skulu vera ákvæði um eftirfarandi: b. Val fulltrúa á sérsambandsþingi miðist við fjölda iðkenda, félaga eða keppenda eða eftir annarri aðferð sem viðkomandi sérsamband ákveður og framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkir. Stjórn hvers héraðssambands/íþróttabandalags, sem hefur viðkomandi íþróttagrein innan sinna vébanda, skal þó eiga rétt á a.m.k. einum fulltrúa á sérsambandsþing til viðbótar við fulltrúa félaga innan viðkomandi héraðssambands/íþróttabandalags. BREYTING - 48.3. Í lögum sérsambanda skulu vera ákvæði um eftirfarandi: b. Val fulltrúa á sérsambandsþingi miðist við fjölda iðkenda, félaga eða keppenda eða eftir annarri aðferð sem viðkomandi sérsamband ákveður og framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkir. Stjórn hvers héraðssambands/íþróttabandalags, sem hefur viðkomandi íþróttagrein innan sinna vébanda, skal þó eiga rétt á a.m.k. einum áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt á sérsambandsþing til viðbótar við fulltrúa félaga innan viðkomandi héraðssambands/íþróttabandalags. Lagt til að tillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum. Hörður Oddfríðarson kom í pontu og sagði að með breytigum á lögum frá síðasta Íþróttaþingi hafi ákveðin tengsl rofnað. Að héraðssambönd og íþróttabandalög hafi ekki lengur sjálfsagðan möguleika á að mæta á þing sérsambanda. Hann taldi mikilvægt að hvorutveggja aðilarnir ættu fulltrúa á þingum hinna. Geir Þorsteinsson kom í pontu og gat þess að fulltrúum héraðssambanda og íþróttabandalaga væri boðið á þing KSÍ. Sammþykkt samhljóða. 34


71. Íþróttaþing ÍSÍ Lagabreytingar voru svo í heild sinni samþykktar samhljóða. Þingskjal 2A Tillaga um breytingar á Lögum ÍSÍ um lyfjamál Flutningsaðili: Framkvæmdastjórn ÍS Grein 18: BREYTINGAR, TÚLKUN OG GILDI 18.1. Breytingar 18.1.1 Lyfjaráð ÍSÍ ber ábyrgð á þróun og breytingum á lögum þessum, þar á meðal að framfylgja öllum breytingum á Alþjóðalyfjareglunum. 18.1.2 Verði breytingar á Alþjóðalyfjareglunum skal Framkvæmdastjórn ÍSÍ gera breytingar á lögum þessum til samræmis við þær breytingar. Einnig skal Framkvæmdastjórn ÍSÍ gera aðrar nauðsynlegar breytingar á lögunum til samræmis við kröfur Alþjóðalyfjaeftirlitsins. 18.1.3 Framkvæmdastjórn ÍSÍ skal tilkynna sérsamböndum ÍSÍ tafarlaust um allar breytingar sem gerðar eru á lögum þessum. Breytingar skulu taka gildi, nema kveðið sé á um annað í breytingunni, og framkvæmdar af landssamböndum þremur mánuðum eftir samþykki. 18.1.4 Breytingar á lögum þessum taka gildi samkvæmt ákvörðun Framkvæmdastjórnar ÍSÍ hverju sinni en skulu bornar undir næsta Íþróttaþing ÍSÍ til staðfestingar. Grein 18: BREYTINGAR, TÚLKUN OG GILDI 18.1. Breytingar 18.1.1 Lyfjaráð ÍSÍ ber ábyrgð á þróun og breytingum á lögum þessum, þar á meðal að framfylgja öllum breytingum á Alþjóðalyfjareglunum. 18.1.2 Verði breytingar á Alþjóðalyfjareglunum ganga þær framar lögum þessum og lögum ÍSÍ um lyfjamál. Framkvæmdastjórn ÍSÍ skal gangast fyrir breytingum á lögum þessum og lögum ÍSÍ um lyfjamál til samræmis við þær breytingar. Einnig skal Framkvæmdastjórn ÍSÍ gera aðrar nauðsynlegar breytingar á lögunum til samræmis við kröfur Alþjóðalyfjaeftirlitsins. 18.1.3 Framkvæmdastjórn ÍSÍ skal tilkynna sérsamböndum ÍSÍ tafarlaust um allar breytingar sem gerðar eru á lögum þessum eða Alþjóðalyfjareglunum. Breytingar skulu taka gildi, nema kveðið sé á um annað í breytingunni, og framkvæmdar af landssamböndum þremur mánuðum eftir samþykki. 18.1.4 Breytingar á Alþjóðalyfjareglunum eða lögum þessum taka gildi samkvæmt ákvörðun Framkvæmdastjórnar ÍSÍ hverju sinni en skulu bornar undir næsta Íþróttaþing ÍSÍ til staðfestingar. Lagt til að tillagan verði samþykkt óbreytt. Jónas Egilsson kom í pontu og sagðist fullkomlega sammála tillögunni en spurði út í alþjóðlegar skuldbindingar sérsambanda t.d. ef einhver fellur á lyfjaprófi. Snorri gat þess að þessi mál þyrfti að skoða sérstaklega. Skúli Skúlason formaður lyfjaráðs kom í pontu og gat þess að í öllum þeim málum sem varða íþróttahreyfinguna þá væri það tilkynnt samkvæmt ákveðnu kerfi og sérsambönd fengju upplýsingar

35


71. Íþróttaþing ÍSÍ um þau mál í tengslum við það. Hann sagði að öll mál er varða íþróttamenn innan hreyfingarinnar væru afgreidd af lyfjanefnd ÍSÍ hvað varðar tilkynningaskyldu. Tillagan samþykkt samhljóða. Þingskjal 2B Tillaga um breytingu á grein 17.1.b í lögum ÍSÍ Flutningsaðili: Framkvæmdastjórn ÍSÍ Á 70. Íþróttaþingi ÍSÍ var samþykkt tillaga um að framkvæmdastjórn vinni að breytingum á grein 11.2 og 17.1.b og leggi fyrir næsta þing þar á eftir. Eftirfarandi tillaga um breytingu á grein 17.1.b í núgildandi lögum ÍSÍ er því sett fram en jafnframt er lagt til að breytingin taki ekki gildi fyrr en á 72. Íþróttaþingi árið 2015 og ekki verði kosið eftir nýrri aðferð fyrr en á 73. Íþróttaþingi árið 2017 eða eftir Sumarólympíuleikana í Rio de Janeiro. Framkvæmdastjórn ÍSÍ telur ekki ástæðu til að breyta grein 11.2.

17.1.b 11 menn kosnir á íþróttaþingi. Kosning fari þannig fram: 4. Forseti 5. 10 meðstjórnendur, skal hver þingfulltrúi kjósa 10 frambjóðendur til að atkvæði teljist gilt. 6. 3 varamenn, skal hver þingfulltrúi kjósa 3 frambjóðendur til að atkvæði teljist gilt.

Breytist og verður þannig: 18.1.b 11 menn kosnir á næsta íþróttaþingi eftir sumarólympíuleika, til fjögurra ára í senn, auk þeirra eru þrír varamenn kjörnir til fjögurra ára á sama þingi. 4. Forseti kjörinn til fjögurra ára. 5. 10 meðstjórnendur kjörnir til fjögurra ára, skal hver þingfulltrúi kjósa 10 frambjóðendur til að atkvæði teljist gilt. 6. 3 varamenn til fjögurra ára, skal hver þingfulltrúi kjósa 3 frambjóðendur til að atkvæði teljist gilt.

Snorri gat þess í lokin að þingskjal sem var merkt 2b hefði verið tekið fyrir innan nefndar en ekki hefði þótt ástæða til að leggja tillöguna fyrir þing því að henni hafði ekki verið ætlað að taka gildi fyrr en árið 2017. Laganefnd samþykkti samt að beina þeim tilmælum til ÍSÍ um að skoða hvernig kosningum ætti að vera hagað, hversu langt kjörtímabilið ætti að vera, hvort rétt væri að kosið væri með tvennum hæti þannig að kjörtímabil aðila skaraðist o.s.frv. Geir Þorsteinsson kom í pontu og taldi eðlilegast að sambandsaðilar fari yfir þessi mál en ekki ÍSÍ. Að málin fari í eðlilegan lýðræðislegan farveg. Hann lagði til að tillagan yrði lögð fyrir þingið og henni yrði fylgt eftir á formannafundum ÍSÍ sem framundan væru ef tillagan fengi brautargengi. Þingforseti taldi rétt að taka þetta þingskjal til afgreiðslu á þinginu. Hann sagði að tillögunni hefði verið dreift til þingfulltrúa á fyrri degi þingsins. 36


71. Íþróttaþing ÍSÍ

Snorri Ólsen kom í pontu og sagðist ósammála þingforseta. Hann sagði að þingskjalið lægi ekki lengur fyrir þinginu þar sem það kom ekki úr nefnd auk þess sem tillagan væri ekki tillaga að lagabreytingu og ætti því heima annarsstaðar og væri ekki tæk sem breytingartillaga þó svo að hún lægi áfram fyrir þinginu. Hann taldi rétt að gæta að því að ekki væri hægt að koma með tillögur til þingsins sem þingfulltrúar hefðu ekki haft tækifæri til að kynna sér og ekki hefðu fengið efnislega umfjöllun innan félaga með góðum fyrirvara fyrir þing. Þingforseti sagðist sammála Snorra um að ekki væri um lagabreytingatillögu að ræða heldur tillögu um að stofna starfshóp. Sigurður Albert kom í pontu og gat um ákvæði í fundarsköpum um að hnekkja ákvörðun fundarstjóra. Hann vildi að leikreglur yrðu virtar. Þingforseti gat þess að hann hefði dregið ákvörðun sína til baka og því þyrfti ekki að hnekkja ákvörðun hans þessa efnis. Geir kom í pontu og sagðist alveg sammála Snorra um að virða lög og reglur en taldi það ekki sanngjarnt að halda því fram að hér væri tillaga sem fjallaði um ógilt mál. Hann sagðist vilja fylgja lögum og reglugerðum og sagðist hafa kynnt sér þingsköp ÍSÍ þessa efnis. Hörður Oddfríðarson kom í pontu og sagðist alfarið sammála því að virða leikreglur þingsins en taldi þetta mál alls ekki ókynnt innan hreyfingarinnar. Það hefði verið gert á 70. Íþróttaþingi ÍSÍ að Gullhömrum. Hann taldi að niðurstaða þess þings hefði verið sú að framkvæmdastjórn hefði verið falið að skoða þetta mál fram að yfirstandandi þingi. Hörður taldi að það hefði ekki verið gert nægilega vel, ekki hefði verið leitað nægjanlega mikið til sambandsaðila til að fá þeirra skoðun á málinu. Hann vildi að skipaður yrði starfshópur um málið á þessu þingi. Ólafur Rafnsson kom í pontu og sagði að það væri rétt að málið hafi ekki verið unnið nægilega vel milli þinga og Hörður hefði í raun rétt fyrir sér hvað það varðar. Hann taldi málið ekki ógnun við einn eða neinn og gat um það að ÍSÍ væri önnur tveggja Ólympíunefnda sem væri ekki með fjögurra ára kjörtímabil. Hann gaf það loforð um að unnið yrði að málinu ef það gæti leyst þessa stöðu sem upp var komin. Þorgerður Diðriksdóttir formaður fimleikasambandsins kom í pontu og taldi að tillagan sem kemur frá KSÍ og ÍBR væri vel til þess fallin að taka þetta mál til umfjöllunar en taldi jafnframt ótækt að aftur og aftur þyrfti að koma með tillögur um málefni sem væri svo ekki rætt nægilega vel. Hún sagðist styðja það að tillagan um stofnun starfshóps yrði lögð fyrir þingið. Ingvar Sverrisson formaður ÍBR kom í pontu og fylgdi tillögunni eftir, sagðist taka undir varðandi leikreglur og gildi þess að fara eftir þeim. Hann taldi hins vegar ljóst að eðlilegt væri að þessi tillaga yrði tekin fyrir ekki síst í ljósi þess að málið var rætt á síðasta Íþróttaþingi. Hann lagði til að tillagan um skipan nefndarinnar yrði lögð fyrir þingið.

37


71. Íþróttaþing ÍSÍ Snorri Ólsen kom í pontu og taldi ekki ástæðu til að lengja þessa umræðu mikið en gat þess að mikilvægt væri að fara að ákveðnum leikreglum. Hann taldi ákveðinn farveg um þetta mál á þinginu og rétt að málið færi í þann farveg. Hann gat þess að ef vilji hefði verið til að setja þessa tillögu til laganefndar þá hefði þurft að forma hana þannig að hún ætti þar heima. Sigurður Albert kom í pontu og sagði það sína skoðun að of mikill tími hefði farið í umfjöllun um þetta mál. Hann vísaði á bug því orðalagi sem honum hafði verið lagt í munn og taldi slíkt ekki eiga heima á þinginu. Hann sagði að sér þætti mestur mannsbragur á því að Geir drægi tillöguna til baka og myndi herma loforðið um upptöku málsins upp á forseta ÍSÍ. Þingforseti sagði að tillagan yrði tekin fyrir síðar á þinginu ef Geir drægi hana ekki til baka.

AÐRAR TILLÖGUR EFTIR NEFNDARSTÖRF Þingforseti bauð formanni allsherjarnefndar að kom í pontu til að gera grein fyrir störfum nefndarinnar. Guðríður Adnegaard gerði grein fyrir störfum nefndarinnar.

Allsherjarnefnd Þingskjal 5 Tillaga um stofnun nýrra sérsambanda 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. – 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, samþykkir að heimila framkvæmdastjórn ÍSÍ að stofna 4 ný sérsambönd fram að næsta Íþróttaþingi, um hnefaleika, bogfimi, hjólreiðar og þríþraut. Vísað til: Allsherjarnefndar Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt. Samþykkt samhljóða. Þingskjal 6 Tillaga um stóraukið framlag ríkisvaldsins til íþróttamála 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. – 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, ítrekar mikilvægi þess að Alþingi og ríkisstjórn Íslands styðji með myndarlegum hætti við starf Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands svo unnt sé að efla, samræma og skipuleggja íþróttastarfsemi sbr. Íþróttalög, svo sómi sé að. BREYTING - Tillaga um aukið framlag ríkisvaldsins til íþróttamála 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. – 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, ítrekar mikilvægi þess að Alþingi og ríkisstjórn Íslands styðji við starf Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands 38


71. Íþróttaþing ÍSÍ í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til íþróttahreyfingarinnar, sbr. Íþróttalög og Íþróttastefnu ríkisins. Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum. Þingforseti bað um að fá að fara í kosningar á þessum tímapunkti. Hörður Oddfríðarson kom í pontu og sagði að kosningar hefðu verið auglýstar kl. 14 og því væri þetta svolítið hæpið en sagðist ekki gera athugasemdir við þessa breytingu að öðru leyti. Þingforseti sagði það hafa verið tilkynnt á þinginu í gær að kosningar yrðu á dagskrá kl. 11.00 í dag. Hann bað því Reyni Ragnarsson að koma í pontu. Reynir sagði Ólaf Rafnsson einan í kjöri til forseta ÍSÍ og var hann kjörinn með lófaklappi. Reynir sagði 13 aðila vera í framboði til framkvæmdastjórnar. Reynir fór yfir reglur kosninganna, hann sagði 96 fulltrúa vera með atkvæðisrétt frá sérsamböndum og 96 frá héraðssamböndum og að hver fulltrúi ætti þrjú atkvæði. Hann bað fulltrúa sambandsaðila að koma upp að háborði þegar þeir væru taldir upp til að taka við atkvæðaseðlum. Afgreiðsla þingskjals 6. Guðríður gerði grein fyrir störfum nefndar og breytingum á tillögunni (sjá framar) Samþykkt samhljóða. Þingskjal 7 Tillaga um Afrekssjóð ÍSÍ 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. – 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, skorar á Alþingi og ríkisstjórn Íslands að auka verulega framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ. BREYTING - Tillaga um Afrekssjóð ÍSÍ 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. – 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, skorar á Alþingi og ríkisstjórn Íslands að auka verulega framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ, þannig að framlag ríkisins verði sambærilegt því sem gerist hjá nágrannalöndum. Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum. Þorgerður formaður FSÍ kom í pontu og bað um útskýringu á því hvað hugtakið nágrannalönd fæli í sér. Guðríður sagði þetta hafa fengið umfjöllun í nefndinni í gær. Hafsteinn Pálsson kom í pontu og sagði að sveitarfélagið Mosfellsbær hefði ákveðið að aðilar sem hljóta styrk hjá afrekssjóði ÍSÍ fái einnig styrk hjá sveitarfélaginu. Samþykkt samhljóða. 39


71. Íþróttaþing ÍSÍ Þingskjal 8 Tillaga um Ferðasjóð íþróttafélaga 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. – 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, hvetur Alþingi og ríkisstjórn Íslands til að auka framlag sitt í Ferðasjóð íþróttafélaga. Íþróttaþing ÍSÍ felur framkvæmdastjórn ÍSÍ jafnframt að eiga viðræður við ríkisvaldið um að endurnýjaður verði samningur um sjóðinn. Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt. Gunnar Gunnarsson form. UÍA kom í pontu og sagðist styðja tillöguna. Hann gat um atvik sem átti sér stað í tengslum við flugferð milli RVK og EGS þar sem knattspyrnumenn Fjarðabyggðar voru skildir eftir vegna þyngdar flugvélarinnar. Hann nefndi einnig að jafnræðis væri ekki gætt í sambandi við mögulegar flugferðir til baka eftir kappleiki, meira væri litið til þess að íþróttafólk af höfuðborgarsvæðinu kæmist til baka en öfugt. Samþykkt samhljóða.

Þingskjal 9 Tillaga um Slysabótasjóð íþróttahreyfingarinnar 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. - 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, skorar á Alþingi og ríkisstjórn Íslands að bæta fyrir skerðingar sem orðið hafa á framlagi til sjóðsins undanfarin ár og auka við árlegt framlag til Slysabótasjóðs íþróttahreyfingarinnar. Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt. Þorgerður formaður FSÍ kom í pontu og lagði til að það sem kemur á eftir orðinu „skerðingar“ verði fellt út að orðunum „og auka við árlegt........“. Breytingartillaga Þorgerðar: Tillaga um Slysabótasjóð íþróttahreyfingarinnar 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. - 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, skorar á Alþingi og ríkisstjórn Íslands að bæta fyrir skerðingar og auka við árlegt framlag til Slysabótasjóðs íþróttahreyfingarinnar. Breytingartillagan borin upp af þingforseta og samþykkt með þorra atkvæða.

Þingskjal 10 Tillaga um stuðning við héraðssambönd og íþróttabandalög 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. - 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, hvetur Alþingi og ríkisstjórn Íslands að styðja héraðssambönd og íþróttabandalög með fjárframlögum, líkt og gert hefur verið fyrir sérsambönd ÍSÍ. 40


71. Íþróttaþing ÍSÍ Slíkur fjárstuðningur myndi skapa grundvöll til ráðningu starfsmanna í héruðum sem án efa myndi leiða til bættrar þjónustu til aðildarfélaga og faglegra íþróttastarfs á landsvísu. BREYTING - Tillaga um stuðning við héraðssambönd og íþróttabandalög 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. - 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, hvetur Alþingi og ríkisstjórn Íslands til að styðja héraðssambönd og íþróttabandalög með fjárframlögum til ráðningar starfsmanna í héruðum. Þannig má bæta þjónustu við aðildarfélög og efla faglegt íþróttastarf á landsvísu. Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum. Samþykkt samhljóða. Þingskjal 11 Tillaga um stuðning við sérsambönd ÍSÍ 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. – 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, skorar á Alþingi og ríkisstjórn Íslands að endurnýja samning um stuðning til sérsambanda ÍSÍ og jafnframt hækka árlegt framlag til að efla megi starfsemi þeirra. Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt. Samþykkt samhljóða. Þingskjal 12 Tillaga um Íslenska getspá 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. -20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, hvetur Alþingi og ríkisstjórn Íslands til að tryggja starfsemi og sjálfstæði Íslenskrar getspár til framtíðar. Standa þarf vörð um framtíð Íslenskrar getspár með tilliti til þess mikilvæga hlutverks sem Íslensk getspá gegnir með fjárframlögum til íþrótta- og ungmennafélaga og öryrkja. Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt. Samþykkt samhljóða. Þingskjal 13 Tillaga um Íslenska getspá og Íslenskar getraunir 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. -20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, hvetur sambandsaðila sína til að standa vörð um Íslenskar getraunir og Íslenska getspá. Þá eru sambandsaðilar hvattir til að gera ekki samstarfssamninga við fyrirtæki um talnagetraunir sem ekki hafa starfsleyfi á Íslandi. Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt. Samþykkt samhljóða. Þingskjal 14 Milliþinganefnd um eftirlit með hagræðingu leikja/úrslita 41


71. Íþróttaþing ÍSÍ 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. - 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, samþykkir að skipa milliþinganefnd sem hefur eftirfarandi hlutverk og tilgang: -

Að skapa sérhæfðan vettvang til að fylgjast með þróun mála varðandi baráttu gegn hagræðingu úrslita. Að greina stöðuna á Íslandi og gefa framkvæmdastjórn ÍSÍ reglulega skýrslu um stöðu mála. Að vera framkvæmdastjórn ÍSÍ til ráðgjafar um aðgerðir í baráttu gegn hagræðingu úrslita. Að gera tillögur að aðgerðum fyrir Íþróttaþing 2015, eftir atvikum með setningu lagareglna.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt. Sigurður Albert kom í pontu og gat um mikilvægi þess að nefndin gerði það sem hægt væri til að sporna við misnotkun í þessum fræðum líkt og hann taldi hafa gerst í verkefnum ÍSÍ, Lífshlaupinu og Hjólað í vinnuna. Ólafur Rafnsson kom í pontu og útskýrði orðalag í tillögunni í tengslum við „atvik innan leiks“ og einnig um íþróttalega hagræðingu og hagræðingu úrslita. Samþykkt samhljóða. Þingskjal 15 Milliþinganefnd um endurskoðun á barna- og unglingastefnu ÍSÍ 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. - 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, samþykkir að skipa milliþinganefnd um endurskoðun á barna- og unglingastefnu ÍSÍ. Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt. Samþykkt samhljóða. Þingskjal 16 Áskorun gegn einelti og hvers kyns ofbeldi í íþróttahreyfingunni 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. - 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, hvetur sambandsaðila ÍSÍ og aðildarfélög þeirra til að vinna gegn hvers kyns ofbeldi og einelti í íþróttahreyfingunni og setja sér reglur og viðbragðsáætlanir þar að lútandi. Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt. Sigurður Albert kom í pontu og taldi það liggja ljóst fyrir að niðurstöðum í almenningsíþróttum væri hagrætt. Hann sagði spurningu um það hvernig ætti að höndla hluti er varða ofbeldi og einelti og sagði frá dæmisögu þessa efnis. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ kom í pontu og sagði að mörg dæmi kæmu inn á borð sérsambanda, en KSÍ hefði gert samning við nokkur ráðuneyti um baráttu um þjóðarsátt um einelti.

42


71. Íþróttaþing ÍSÍ Hörður Oddfríðarson formaður SSÍ kom í pontu og sagði að málefnið væri brýnt, mikilvægt að þeir sem verða fyrir einelti í hreyfingunni ættu sér málsvara. Sundhreyfinguna vantar leiðir eða ferla til að aðstoða við að greina úr vandanum. Samþykkt samhljóða. Þingskjal 17 Tillaga um lyfjaeftirlit í íþróttum 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. -20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, hvetur sambandsaðila til að sýna árvekni í baráttunni gegn lyfjamisnotkun í íþróttum. BREYTING - Tillaga um lyfjaeftirlit í íþróttum 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. -20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, hvetur sambandsaðila til að sýna árvekni og efla forvarnir og fræðslu í baráttunni gegn lyfjamisnotkun í íþróttum. Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum. Samþykkt, einn á móti. Þingskjal 18 Tillaga um fyrirkomulag eftirlits með lyfjamisnotkun í íþróttum 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. -20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, hvetur Alþingi og ríkisstjórn Íslands til að tryggja nægt fjárframlag svo hægt sé að hrinda í framkvæmd þeim tillögum er starfshópur á vegum ráðuneytisins setti fram árið 2010 um fyrirkomulag lyfjaeftirlits á Íslandi. BREYTING - Tillaga um fyrirkomulag eftirlits með lyfjamisnotkun í íþróttum 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. -20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, hvetur Alþingi og ríkisstjórn Íslands til að tryggja nægt fjárframlag svo hægt sé að hrinda í framkvæmd þeim tillögum er starfshópur á vegum ráðuneytisins setti fram árið 2010 um fyrirkomulag lyfjaeftirlits í íþróttum á Íslandi. Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum. Samþykkt samhljóða Þingskjal 19 Tillaga um skipun Samskiptanefndar ÍSÍ 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. -20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, samþykkir að bæta Samskiptanefnd ÍSÍ við sem fastanefnd ÍSÍ, sbr. grein 19.1 í lögum ÍSÍ. BREYTING - Tillaga um skipun Samskiptanefndar ÍSÍ 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19.- 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, leggur til að skipuð verði Samskiptanefnd ÍSÍ sem fastanefnd, sbr. grein 19.1 í lögum ÍSÍ. Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum (rætt með tillögum um lagabreytingar) 43


71. Íþróttaþing ÍSÍ

Jónas Egilsson framkvæmdastjóri FRÍ kom í pontu undir umræðum um lagabreytingar vegna tengingar við þessa tillögu og taldi afar nauðsynlegt að þessi nefnd tæki til starfa vegna erfiðleika í samskiptum. Hann lagði þó til að nefndin kæmi til með að heita Upplýsinga- og fjölmiðlanefnd. Sigurður Albert fulltrúi ÍBR kom í pontu og ræddi um þessa tillögu og innihald hennar. Hann taldi að hlutverk nefndarinnar þyrfti að vera það að sjá íþróttahreyfinguna utanfrá. Hann mæltist til þess að fólk í nefndinni kæmi frá íþróttafélögum. Hann gerði það að tilögu sinni að vera kosinn í nefndina. Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ kom í pontu og gat um að tillögur og greinargerðir hefðu verið settar á netið í ljósi óska þess efnis frá síðasta þingi. Hörður Oddfríðarson kom í pontu og gat þess að í sérsamböndum og héraðssamböndum væri líka fólk frá íþróttafélögum og því væri ekki rétt að stéttskipta þar. Hann var að vísa til orða Sigurðar Alberts. Þingforseti bar upp breytingatillögu Jónasar og var hún samþykkt með meginþorra atkvæða. BREYTING - Tillaga um skipun Upplýsinga- og fjölmiðlanefndar ÍSÍ 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19.- 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, leggur til að skipuð verði Upplýsinga- og fjölmiðlanefnd ÍSÍ sem fastanefnd, sbr. grein 19.1 í lögum ÍSÍ. Hann bar svo upp tillöguna í heild sinni og var hún samþykkt samhljóða. Þingskjal 20 Tillaga Landssambands hestamannafélaga varðandi menntunarkerfi dómara 71. Íþróttaþing ÍSÍ 19. – 20.apríl 2013 Íþróttaþing ÍSÍ samþykkir að fela framkvæmdarstjórn ÍSÍ að stofna nefnd með fulltrúum þeirra sérsambanda sem þess óska, að skipuleggja menntunarkerfi fyrir dómara í samstarfi við sérsamböndin. Kerfið verði byggt á sömu hugmyndafræði og þjálfaramenntun ÍSÍ. Nefndin skili frá sér tillögu sem verði til umræðu og afgreiðslu á næsta ÍSÍ þingi. BREYTING - Tillaga Landssambands hestamannafélaga varðandi menntunarkerfi dómara 71. Íþróttaþing ÍSÍ 19. – 20. apríl 2013 Íþróttaþing ÍSÍ samþykkir að fela framkvæmdastjórn ÍSÍ að stofna nefnd með fulltrúum þeirra sérsambanda sem þess óska, til að skipuleggja og efla menntunarkerfi fyrir dómara í samstarfi við sérsamböndin. Kerfið verði byggt á sömu hugmyndafræði og þjálfaramenntun ÍSÍ. Nefndin skili frá sér tillögu sem verði kynnt á formannafundum ÍSÍ og verði til umræðu og afgreiðslu á næsta Íþróttaþingi ÍSÍ. Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum. Samþykkt samhljóða Þingskjal 21 Áskorun Íþróttabandalags Reykjavíkur vegna þjóðarleikvanga

44


71. Íþróttaþing ÍSÍ 71. Íþróttaþing, haldið 19.-20. apríl 2013, skorar á ríkisvaldið að fjölga viðurkenndum þjóðarleikvöngum og styrkja rekstur þeirra. BREYTING – Áskorun Íþróttabandalags Reykjavíkur vegna þjóðarleikvanga 71. Íþróttaþing, haldið 19.-20. apríl 2013, skorar á ríkisvaldið að skilgreina í samvinnu við íþróttahreyfinguna og koma á viðurkenndum þjóðarleikvöngum, styrkja rekstur þeirra sem og tryggja afnot íþróttahreyfingarinnar m.a. vegna landsliðsverkefna. Engilbert Olgeirsson framkvæmdastjóri HSK tók til máls og gerði athugasemd um að breytingin ætti að vera þingsins en ekki ÍBR. Þá gat þess að bent hafi verið á að hestamenn á Suðurlandi hefðu bent á að þjóðarleikvangur í hestaíþróttum ætti að vera á Gaddstaðaflötum þó svo að þeir sem eru fyrir norðan séu því ekki sammála. Aðalmálið er að horfa ekki endilega til höfuðborgarinnar. Hannes Jónsson formaður KKÍ kom í pontu til að fylgja tillögunni úr hlaði með að mikilvægt væri að sérsamböndin hefðu aðgang að íþróttahúsi til æfinga fyrir landsliðin. Ef landslið æfir í íþróttahúsi þá þurfa aðrir flokkar oft að víkja jafnvel í fleiri greinum. Ingvar Sverrisson formaður ÍBR tók til máls og benti á að þetta hefði slæm áhrif á barna og unglingastarf sem oft missa æfingar vegna æfinga og leikja landsliða og benti á Þrótt sem dæmi og Laugardalshöll. Þá áréttaði hann að ekki væri fyrst og fremst verið að horfa til höfuðborgarinnar. Viðar Garðarsson formaður Íshokkísambandsins tók til máls og talaði um að þetta snérist ekki um að byggja nýjar byggingar. Íshokkí heldur úti fjórum landsliðum og þurfa oft að henda út flokkum í barna og unglingastarfi til að koma landsliðsæfingum fyrir. Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ tók til máls og talaði um mikilvægi þess að skilgreina hvað Þjóðarleikvangur fæli í sér. Sumar íþróttir hafa enga aðstöðu og tók keilu og siglingar sem dæmi. Við þurfum að hafa boðlegar aðstæður sem uppfylla alþjóðlegar kröfur til að halda alþjóðlegar keppnir eins og Smáþjóðaleika. Það er óásættanlegt að þjóðin skuli ekki geta skaffað æfingaaðstöðu fyrir landsliðsfólkið okkar. Ríkið hafi skildum að gegna gagnvart aðstöðu fyrir keppni og æfingar landsliða. Ólafur sagði að búið væri að skipa vinnuhóp hjá Mennta- og menningamálaráðuneytinu um mannvirkjamál. Jón Páll Hreinsson formaður HSV leggur áherslu á að fleiri en einn staður geti komið til greina sem æfingastaður fyrir landsliðin. Íþróttahreyfingin þarf að vinna vel með ríkisvaldinu þannig að það sé ekki í höndum stjórnmálamanna að ákveða hvar þjóðarleikvangar séu staðsettir. Þorgerður Diðriksdóttir formaður FSÍ er sammála mikilvægi þess að hafa þjóðarleikvanga. Sérsamböndin þurfa að koma sér saman um þjóðarleikvanga. Laugardalshöllin er of lítil fyrir stærstu viðburðina eins og Evrópumeistaramót í fimleikum. Hörður Oddfríðarson formaður SSÍ sagði að aðstaðan skipti máli og að æfingaaðstaðan sé boðleg fyrir keppnisfólkið okkar, þó þannig að það bitni ekki á barna og unglingastarfi. Þegar landslið sé t.d. við æfingar í sundlaug þá sé fundin önnur aðstaða fyrir æfingar barna og unglinga. Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum. Tillagan samþykkt samhljóða. 45


71. Íþróttaþing ÍSÍ

Þinghlé. Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ kom í pontu og bauð Katrínu Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra velkomna og jafnframt að koma í pontu og flytja ávarp. Ávarp Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrínar Jakobsdóttur. Ágætu þinggestir. Gaman að sjá ykkur hér í dag. Ég þakka fyrir það tækifæri að fá að ávarpa ykkur hér á Íþróttaþingi ÍSÍ. Eins og þið öll vitið að þá hafa undanfarin 4 ár sem ég hef gegnt embætti ráðherra íþróttamála verið umbrotasöm og gengið á ýmsu og íþróttalífið í landinu hefur auðvitað fundið fyrir því eins og aðrir málaflokkar. Nægir þar að nefna niðurskurð á fjárveitingum á vegum hins opinbera þá stöðu sem íþróttahreyfingin hefur þurft að fást við þar sem fjölskyldurnar í landinu hafa líka þurft að taka á honum stóra sínum, en það eru auðvitað þær sem halda starfinu að stórum hluta uppi með þátttöku og sjálfboðastarfi. Einnig má nefna efnahagsþrenginar atvinnulífsins sem leitt hafa til erfiðleika þessu tengdu. Á sama tíma er þó ástæða til bjartsýni þar sem íþróttaáhugi og –þátttaka blómstrar sem aldrei fyrr og hvert sem litið er virðist aukin þátttaka blasa við hjá börnum og ungmennum, eldri borgurum og sprenging virðist hafa orðið í þátttöku í almenningsíþróttum. Við sjáum líka góðan árangur í verkefnum á borð við heilsueflandi grunn- og framhaldsskóla en innleiðing þeirrar hugmyndafræði er í höndum landlæknisembættisins í samstarfi við skóla. Haldið verður áfram með það verkefni og farið einnig inn í leikskólana sem verður mjög spennandi verkefni því að því hefur verið haldið fram að snemma beygist krókurinn og það sé hollt fyrir börn frá fyrstu tíð að hreyfa sig reglulega og vera meðvituð um hollt mataræði. Íþróttafélögin í nærsamfélaginu hafa mjög mikil áhrif á þetta verkefni þar sem aðkoma þeirra er mikil að svokölluðum afrekssviðum í framhaldsskólum og einhverjum tilfellum sem val í grunnskólum. Fyrstu niðurstöður rannsókna varðandi það hvernig þetta verkefni er að koma út benda til þess að nemendur sem eru á afrekssviði nái betur að tileinka sér humgyndafræðina um heilsu sem býr að baki verkefninu og snertir næringu, hreyfingu, geðrækt og lífsstíl. Þetta er ekki síst mjög metnaðarfullu starfi einstakra íþróttafélaga að þakka og ég trúi því að áhrifin sem þetta mun hafa verði mjög áþreifanleg fyrir samfélagið. Það var gefin út Íþróttastefna árið 2011 sem miðar að því að efla hina ýmsu þætti íþróttalífsins. Stefnan er mjög fjölþætt og þeir aðilar sem komu að mótun hennar komu frá ríki, sveitarfélögum, íþróttahreyfingunni og fræðasamfélaginu. Í kjölfar góðs fundar sem ég átti með fulltrúum ÍSÍ og sérsambanda í fyrra setti ég af stað starfshóp sem átti að fjalla um það hvernig ætti að hrinda þessari stefnu í framkvæmd. Starfshópurinn hefur nú lokið störfum og skilað af sér ítarlegri aðgerðaáætlun sem ráðuneytið, sveitarfélögin og íþróttafélögin geta stuðst við í áframhaldinu. Hlutverk okkar ríkismegin gagnvart íþróttahreyfingunni hefur fyrst og fremst falist í fjármögnun heildarsamtakanna ÍSÍ og UMFÍ og fjárhagsstuðningi við starfsemi sérsambanda ásamt fjárframlagi í Afrekssjóð og Ferðasjóð. Ráðuneytið og ÍSÍ taka að auki sameiginlega ábyrgð á lyfjaeftirliti í íþróttum og það er næsta verkefni að koma styrkari stoðum undir þann þátt. Fyrir utan þetta koma svo 46


71. Íþróttaþing ÍSÍ fjárframlög úr lottó og getraunum. Sveitarfélögin hafa svo stutt við starfsemi íþróttafélaga á hverju svæði með aðstöðu og í mörgum tilfellum fjárhagsstuðningi. Í tengslum við þá umræðu sem átt hefur sér stað varðandi fjárframlög til íþróttahreyfingarinnar og bornar saman tölur við önnur Norðurlönd þá liggur það fyrir að þátttaka sveitarfélaga er hlutfallslega talsvert sterkari þegar kemur að stuðningi við íþróttafélög í landinu og aðkoma og hlutverk ríkisins er minna. Við höfum rætt talsvert við forystufólk Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands þar sem við höfum verið að sjá fyrir okkur aukinn stuðning af hálfu ríkisins fyrir íþróttalífið í landinu og sáum við fyrstu merki og árangur þessara viðræðna í fjárlögum 2013 þar sem fengust fram hækkanir á framlögum til sérsambanda, afrekssjóðs og ferðasjóðs. Samningar til lengri tíma sem við lögðum fram í áætlun um aukningu á fjárframlögum til næstu ára þeir gengu ekki eftir og það kemur væntanlega í hlut næstu ríkisstjórnar að fylgja þeim eftir. Ég held að það sé þverpólitísk samstaða um það að það sé mikilvægt að efla þátt ríkisins hvað varðar stuðning við íþróttir og horfa þá sérstaklega til þess sem undir ríkið heyrir þ.e. sérsamböndin, ferðasjóðurinn, afrekssjóðurinn og að sjálfsögðu stuðningur við sambandið sjálft. Mig langar að segja hér að ég hef á þessum fjórum árum fengið að kynnast starfsemi íþróttahreyfingarinnar frá ýmsum hliðum og það sem vekur kannski mesta aðdáun það er þessi mikla þátttaka sem ég kom hér að áðan og afar mikilvægur hlutur sjálfboðaliða í öllu íþróttastarfi á Íslandi. Það er auðvitað einnig aðdáunarvert hvernig tekist hefur að halda taktinum áfram í þessum efnum, það er stórt verkefni en vekur um leið þessa miklu samkennd sem íþróttahreyfingin stendur fyrir. Ég vil að lokum þakka fyrir sérstaklega ánægjuleg samskipti við alla þá sem ég hef átt samskipti við á þessum ágæta vettvangi, staða íþrótta í íslensku samfélagi er sterk þó að um leið sé rétt að huga að framtíðarskipan mála og ég held að sú vinna sem nú liggur fyrir í aðgerðamálum í kringum Íþróttastefnuna, hún muni skila miklum árangri á komandi árum. Hún snýst auðvitað ekki bara um fjárframlög heldur ekki síður styrkingu íþróttarannsókna og styrkingu ólíkra sviða íþróttanna þannig að það eru spennandi tímar framundan, og núna þegar við horfum fram á uppbyggingu í samfélaginu þá er ég viss um það að íþróttalífið á eftir að blómstra. Kærar þakkir.

Ólafur Rafnsson þakkaði ráðherra fyrir ávarpið. Hann kynnti næsta lið sem var að opna sjálfboðaliðavef ÍSÍ en hann sagði þetta verkefni hafa fengið afar góðar undirtektir í íþróttahreyfingunni og að margir væru spenntir fyrir því að fá að sjá útkomuna. Hann áréttaði hin tvíþættu markmið kerfisins, annars vegar skrásetningu á sjólfboðaliðastarfinu og hins vegar grundvöllur viðurkenninga þar sem hreyfingin er að leitast við að móta unga stjórnendur til að halda utan um hið íþróttalega starf sem hreyfingin er að sinna. Hann taldi að þessi „efnahagsreikningur mannauðs“ væri verðmætur fyrir atvinnulífið í landinu. Hann sagði verkefnið vissulega vera tilraun og að án allra sem væru á þingu sem og hreyfingarinnar allrar verði ekkert úr verkefninu. Ólafur bað því næst mennta- og menningarmálaráðherra að koma aftur í pontu og opna vefinn formlega. Hann bað einnig Jónu Hildi Bjarnadóttir sviðsstjóra almenningsíþróttasviðs að verða til aðstoðar. Jóna Hildur aðstoðaði ráðherra við að opna vefinn. 47


71. Íþróttaþing ÍSÍ Ólafur Rafnsson kom í pontu og kynnti næst Heiðurshöll ÍSÍ. Hann ræddi um tilurð hennar og næstu skref m.a. að samþykkt hefði verið að tilnefna mætti látna einstaklinga í Heiðurshöllina. Þrír einstaklingar höfðu þegar verið teknir inn í Heiðurshöllina og að þessu sinni voru næstu þrír teknir inn en þeir eru allir látnir. Þeir eru eftirtaldir og í þessari röð: 4. Sigurjón Pétursson 5. Jóhannes Jósepsson 6. Albert Sigurður Guðmundsson Aðstandendur þessara aðila tóku við viðurkenningunum. Pétur Sigurjónsson sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd föður síns Sigurjóns Péturssonar sagði nokkur orð af þessu tilefni og minntist starfa föður síns. Hann gaf ÍSÍ skjöld sem faðir hans hafði látið gera á sínum tíma og þakkaði sérstaklega fyrir að hans skyldi minnst með þessum hætti. Þinghlé.

13. Úrslit kosninga til framkvæmdastjórnar Þingforseti bað Reyni Ragnarsson formann kjörnefndar um að koma í pontu og gera grein fyrir úrslitum kosninga til framkvæmdastjórnar. Reynir sagði að 178 atkvæði hefðu verið í pottinum og þar af 177 gild. Úrslit kosninganna voru eftirfarandi: Gunnar Bragason 174 atkvæði Lárus Blöndal 172 atkvæði Sigríður Jónsdóttir 166 atkvæði Helga Steinunn Guðmundsdóttir 144 atkvæði Friðrik Einarsson 151 atkvæði Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir 141 atkvæði Garðar Svansson 130 atkvæði Hafsteinn Pálsson 124 atkvæði Örn Andrésson 124 atkvæði Jón Gestur Viggósson 121 atkvæði Helga Magnúsdóttir 116 atkvæði Guðmundur Á. Ingvarsson 112 atkvæði Ingi Þór Ágústsson 105 atkvæði Reynir tilkynnti um þrjá aðila sem kjósa ætti í varastjórn og að tveir aðilar væru þar í framboði, Gunnlaugur Júlíusson og Ingi Þór Ágústsson. Hann tilkynnti einnig að sá háttur hefði verið hafður á að þeir sem ekki næðu kjöri sem aðalmenn framkvæmdastjórnar væri boðið að gefa kost á sér til varastjórnar. Guðmundur Á. Ingvarsson tilkynnti að hann gæfi kost á sér til varastjórnar.

48


71. Íþróttaþing ÍSÍ Helga Magnúsdóttir kom í pontu og tilkynnti að hún gæfi ekki kost á sér til varastjórnar. Hún þakkaði framkvæmdastjórnarmeðlimum ÍSÍ fyrir frábært samstarf og óskaði nýkjörnum aðilum alls hins besta. Þingforseti óskaði hinum þremur, Guðmundi Ingvarsyni, Inga Þór Ágústssyni og Gunnlaugi Júlíussyni til hamingju með sæti sín í varastjórn ÍSÍ.

14.

Tillögur fjárhagsnefndar.

Þingforseti bað Sigurjón Pétursson um að koma í pontu til að fara yfir tillögur fjárhagsnefndar. Sigurjón fór yfir umræður nefndarinnar. Fjárhagsnefnd leggur til að tillagan um fjármögnun Felix verði felld. Sigurjón taldi vera kominn tíma til að spyrja grundvallarspurningar um tilgang íþróttahreyfingarinnar í tengslum við fjárhagslega stöðu.

49


71. Íþróttaþing ÍSÍ Tillaga um fjárhagsáætlun 2013-2014 eftir nefndarstörf Tekjur: 1. Framlag ríkissjóðs

2012

2013

2014

-30.000.000

0

0

3. Íslensk getspá

-21.034.573

-46.300.000

-18.300.000

-5.000.000

-5.000.000

-5.000.000

6. Styrkir IOC/EOC 7. Aðrar tekjur 8. Fjármagnstekjur (nettó) Samtals:

-4.900.000

-4.900.000

-4.900.000

-34.276.518

-24.312.500

-24.000.000

-3.905.674

-7.500.000

-6.000.000

-3.927.320

-4.000.000

-4.000.000

-210.444.085 -207.312.500 -212.200.000 Rauntölur

Áætlun

Áætlun

Gjöld:

2012

2013

2014

8. Skrifstofukostnaður

76.015.527

79.000.000

82.000.000

9. Þing og fundir innanlands

6.117.394

6.000.000

6.000.000

10. Þing og fundir erlendis

3.444.088

5.000.000

5.500.000

11. Framlag vegna fundaraðstöðu 12. Kostnaður vegna stoðsviða og nefnda 13. Smáþjóðaleikar 14. Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

209.410

300.000

300.000

12.433.734

13.100.000

15.000.000

419.563

43.500.000

43.000.000

940.645

10.000.000

1.500.000

15. Íþróttaleg samskipti - Ólympíufjölskyldan

-8.409.122

-8.000.000

-8.000.000

16. Annar kostnaður

10.553.729

5.000.000

5.000.000

17. Verkefnasjóður

3.000.000

2.000.000

2.000.000

18. Íþróttamiðstöðin Laugardal

12.237.668

11.000.000

13.000.000

19. Lyfjaeftirlit

12.057.140

11.600.000

16.000.000

20. Tölvukerfi íþróttahreyfingarinnar - Felix

10.745.632

14.500.000

10.000.000

21. Ólympíuleikar

13.650.648

3.000.000

10.000.000

0

600.000

6.000.000

22. Ólympíuleikar ungmenna 23. Íþróttaþing og formannafundur ÍSÍ

1.912.120

6.000.000

1.000.000

24. Sjóður ungra og efnilegra íþróttamanna

12.000.000

0

0

25. Afmæli ÍSÍ - 100 ára

33.113.032

0

0

990.827

1.000.000

1.000.000

Fyrningar Samtals: Rekstrarniðurstaða: Áhrif fjárfestinga á handbært fé

Áætlun

2. Framlag ríkissjóðs vegna 100 ára afmælis ÍSÍ

5. Íslenskar getraunir

 

Áætlun

-107.400.000 -115.300.000 -150.000.000

4. Ósóttir vinningar

 

Rauntölur

201.432.035

203.600.000 209.300.000

-9.012.050

-3.712.500

-2.900.000

24.495.298

8.000.000

8.000.000

Breyting: Framlag ríkisins verði hækkað um 25 m.kr. Greiðsla UMFÍ vegna Felix verði innifalin í liðnum Aðrar tekjur og hækkar því sá liður um 3,0 m.kr. eða í alls 6,0 m.kr. Liðurinn Smáþjóðaleikar hækki um 25 m.kr. Tölvukerfi íþróttahreyfingarinnar verði hækkað um 9,0 m.kr. og verði þar með 10,0 m.kr. þar sem framlögð tillaga um fjármögnun á Felix var felld Rekstrarniðurstaða þvi jákvæð um 2,9 m.kr. 50


71. Íþróttaþing ÍSÍ Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ kom í pontu og þakkaði fyrir kosningu hans í framkvæmdastjórn. Hann þakkaði jafnframt fjárhagsnefnd fyrir vel unnin störf og tók undir áhyggjuorð Sigurjóns um fjáhagslega stöðu. Valdimar Leó formaður UMSK kom í pontu og fjallaði m.a. um einelti, siðareglur, samninga við íþróttaþjálfara o.fl. Hann kom inn á umræður fjárhagsnefndar og sagðist skotinn í hugmyndinni um beiðni um meiri styrk og að koma ætti fram að íþróttahreyfingunni væri ekki unnt að taka þátt í smáþjóðaleikum ef ekki kemur til frekari styrkveitinga til hreyfingarinnar. Valdimar fór einnig yfir ákvörðun sveitarstjórnar Mosfellsbæjar um styrkveitingar til þeirra sem hljóta afreksstyrki hjá ÍSÍ. Hann kom inn á umræðuna um Felix og sagðist ekki vilja að ÍSÍ og UMFÍ væri að sækja fjármagn til sambandsaðila heldur verði það að koma frá ríkisvaldi eða öðrum aðilum ofan frá. Jónas Egilsson formaður FRÍ kom í pontu og fagnaði umræðunni um smáþjóðaleika. Hann taldi erfiðleika framundan, sérstaklega varðandi smáþjóðaleikana 2017. Hann taldi samt aukinn kraft hafa verið settan í ólympísk verkefni en bæta mætti samstarfið milli ÍSÍ og sérsambanda varðandi ólympísk verkefni. Hann minnti á ákvæði í lögum ÍSÍ um stjórnun á þátttöku til ólympískra verkefna sem gæti farið alfarið til sérsambanda. Hannes Jónsson formaður KKÍ kom í pontu og óskaði nýkjörinni stjórn til hamingju með kjörið. Hannes taldi aukin framlög frá ríkisvaldi nauðsynleg. Hann bað um að hópíþróttirnar gleymdust ekki í umræðunni. Sigurður Albert fulltrúi ÍBR kom í pontu og sagðist sakna þess að samþykktir ÍSÍ kæmu ekki fram í ársskýrslu sambandsins. Hann taldi ÍSÍ ígildi fyrirtækis og taldi því nauðsynlegt að huga að kjarnastarfseminni. Hann velti fyrir sér hvort það væru liðir í fjárhagsáætlun ÍSÍ sem hreyfa mætti við og nefndi skrifstofukostnað sem dæmi án þess að taka þó afstöðu til þess liðar. Hann taldi að hækkanir liða milli ára væru ekki endilega sjálfsagðar. Hann lýsti eftir því að framkvæmdastjórn sýni aðhald í rekstri og skoði þessa hluti vel. Ingvar Sverrisson formaður ÍBR kom í pontu og óskaði forseta ÍSÍ til hamingju sem og framkvæmdastjórn. Hann sagði að íþróttahreyfingin væri líklega sú hreyfing sem hvað best hefði tekið til hvað varðar fjármál frá hruni. Hann vildi hrósa framkvæmdastjórn ÍSÍ sem og hreyfingunni allri fyrir þá frammistöðu á erfiðum tímum. Hann sagðist treysta framkvæmdastjórn ÍSÍ fullkomlega til að finna þá leið sem best væri til að afla frekari tekna. Páll Grétarsson formaður SKÍ kom í pontu og sagðist ekki átta sig alveg á því hvers vegna aðilar eru á móti tilögunni um Felix. Hann sagði að skoða þurfi kerfið og hvort það er að virka fyrir hreyfinguna. Páll sagðist ekki sjá annað en að rekstur t.d. UMSK sé tryggður með tekjum af lottóinu. Hann kom inn á aðstöðumál hinna mismunandi greina. Að lokum kallaði hann svo eftir botni við þennan fyrripart: Nú sé ég loks í hyllingum skíðahús uppfullt af snillingum

51


71. Íþróttaþing ÍSÍ Hörður Oddfríðarson formaður SSÍ kom í pontu og óskaði kjörnum fulltrúum í framkvæmdastjórn til hamingju og þakkaði Helgu Magnúsdóttur kærlega fyrir hennar störf. Hörður sagði vel hafa verið tekið til í rekstri ÍSÍ og að starfsfólk ÍSÍ ynni vinnu sína vel og í raun betur en laun þeirra segðu til um. Gunnar Bragason kom í pontu og sagði að framkvæmdastjórn ÍSÍ vildi gjarnan gera betur en gert væri en það væri afar erfitt. Hann hrósaði hreyfingunni fyrir öflugt starf á erfiðum tímum og að framundan væru umræður við stjórnvöld. Gunnar Gunnarsson formaður UÍA kom í pontu og kom inn á Felixmálin og fleira. Hann sagðist hafa skilning á því að lítið væri til skiptanna hjá ÍSÍ. Hann nefndi 1000 krónu skatt sem FRÍ hefði sett á hvern skráðan aðila hjá sambandinu og bar það saman við hvatann til að skrá iðkendur innan félaganna. Í raun væri hann horfinn. Þorgerður L. Diðriksdóttir formaður FSÍ kom í pontu og óskaði forseta og framkvæmdastjórn ÍSÍ til hamingju með kjörið. Hún fjallaði aðeins um afrekssjóðinn og tengingu hans við úthlutun styrkja til viðkomandi íþróttamanna heima í héraði. Hún taldi forgangsröðun verkefna sem hafa kostnað í för með sér afar nauðsynlega innan hreyfingarinnar og það væri ekki síst á herðum Íþróttaþings að forgangsraða þessum verkefnum. Theódór Kristjánsson frá GLÍ óskaði nýrri stjórn til hamingju með kjörið. Hann útskýrði aukið framlag Mosfellsbæjar til afreksíþróttastarfs og tók það fram að það væri aukning við þá styrki sem fyrir eru. Ingi Þór Ágústsson SSÍ er þeirra skoðunar á afrekssjóðnum að aukið framlag í afrekssjóð ætti að nýta til framfærslu íþróttamanna. Hann ætti að vera tvískiptur. Annars vegar til framfærslu og hins vegar til að standa straum af kostnaði við þátttöku. Viðar Halldórsson ÍBH, óskaði nýkjörinni stjórn kjörið og þakkaði Helgu Magnúsdóttur fyrir vel unnin störf. Viðar telur Felix vera kominn á leiðarenda og felur framkvæmdastjórn að kanna nýja möguleika. Hann kom einnig inn á Fyrirmyndarfélagið, kostnaður er að hans mati talsverður og í hans huga finnst honum verkefnið vera óþarfi. Hann tók einnig fram að ríkissjóður fái stóran skerf til baka af því sem lagt er til íþróttamála í formi tekju- og virðisaukaskatts. Þingskjal nr. 3, tillaga um fjárhagsáætlun borin upp og samþykkt samhljóða. Þingskjal nr. 4 ekki borið upp þar sem tillagan var felld.

Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ tók til máls og lagði til breytingatillögu við tillögu ÍBR og KSÍ og var hún svohljóðandi: 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. – 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, samþykkir að skipa sjö manna starfshóp sem skoði skipan og kosningu framkvæmdastjórnar ÍSÍ. Í starfshópnum 52


71. Íþróttaþing ÍSÍ skulu sitja eftirtaldir aðilar; Geir Þorsteinsson, Þorgerður Diðriksdóttir, Ingvar Sverrisson, Jón Páll Hreinsson, Lárus Blöndal, Gunnar Bragason og Snorri Ólsen. Starfshópurinn skal skila tillögum sínum til 72. Íþróttaþings en hann skal gefa formannafundi ÍSÍ skýrslu um störf sín. Þingforseti leitaði eftir samþykki þingsins til að taka tillöguna á dagskrá og var það samþykkt samhljóða. Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

Þingforseti bað Reyni Ragnarsson um að koma í pontu og klára kjör til varastjórnar. Reynir kom í pontu og sagði frá því að það hefði átt að kjósa varamenn í stjórn, til þess að taka sæti ef einhver aðalmaður forfallast. Ákveðið var að draga úr hópi þeirra þriggja aðila sem kjörnir voru í varastjórn. Úrslit fóru þannig: Fyrsti varamaður - Ingi Þór Ágústsson Annar varamaður – Guðmundur Á. Ingvarsson Þriðji varamaður – Gunnlaugur Júlíusson Aðrar kosningar: a) Dómstóll ÍSÍ – Gunnar Guðmundsson, Halldór Frímannsson, Hilmar Gunnlaugsson, Guðmundur Jónsson, Ólafur Björnsson og Sigurður Ingi Halldórsson. b) Áfrýjunardómstóll ÍSÍ – Jón G. Zoega, Gestur Jónsson, Snorri Olsen, Helgi Sigurðsson, Björgvin Þorsteinsson og Karl Gauti Hjaltason. c) Kjörnefnd – Reynir Ragnarsson, Jón Ásgeir Eyjólfsson, Valdimar Leó Friðriksson, Guðrún Inga Sívertsen og Guðríður Adnegaard. Til vara Guðmundur Gíslason og Elísabet Ólafsdóttir. d) Tveir skoðunarmenn - Tryggvi E. Geirsson og Hallgrímur Þorsteinsson. Til vara Sigríður Ármannsdóttir og Friðjón B. Friðjónsson. Allt samþykkt með lófaklappi. Þingforseti gaf Viðari Garðarssyni formanni Íshokkísambandsins orðið. Viðar fjallaði um vinnu sem áður hafði farið í gang um möguleika þess að íþróttahreyfingin færi af stað með sína eigin sjónvarpsstöð. Hann sagðist hafa ákveðið að taka þennan kyndil aftur upp og sagðist á næstu dögum boða til fundar þar sem allir mögulegir fletir á þessu máli yrðu ræddir. Guðríður Adnegaard kom í pontu og þakkaði þeim öfluga hópi sem tók þátt í umræðum með allsherjanefnd á þinginu. Hún þakkaði einnig öflugum starfsmönnum ÍSÍ sem unnið hefðu með nefndinni og verið nefndarstarfinu afar mikilvægir. Hún taldi félagsfærni aðila mikla. Hún óskaði einnig nýkjörnum forseta og framkvæmdastjórn hjartanlega til hamingju með kjörið. 53


71. Íþróttaþing ÍSÍ

15. Þingslit Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ tók til máls og þakkaði þingforsetum og þingi fyrir vel unnin störf. Þá óskaði hann nýrri stjórn til hamingju með kjörið og þakkaði jafnframt fráfarandi stjórn fyrir vel unnin störf. Hann þakkaði stuðning þingsins til áframhaldandi forsetasetu og þann hlýhug sem slíkum stuðningi fylgir. Þá þakkaði hann Helgu Magnúsdóttur sérstaklega og voru henni afhend blóm í þakklætisskyni fyrir vel unnin störf. Ólafur hrósaði þingnefndum fyrir störf þeirra þar sem stjórnun og þátttaka var mjög góð að hans mati. Hann sagði virkjun orku ólíkra hagsmuna og sjónarmiða mikilvæga íþróttahreyfingunni. Ólafur tók fram mikilvægi þess að þingheimur gengi frá þessu þingi sem ein heild burt séð frá skoðunum þingfulltrúa á þeim samþykktum sem lægju fyrir. Hann þakkaði starfsfóli ÍSÍ fyrir frábært starf og taldi styrk þess meiri en orð hans gætu í raun lýst. Hann bað starfsfólkið um að koma fram fyrir háborð og bað svo þingheim um að klappa fyrir þessu ósérhlífna fólki. Ólafur minnti á móttöku sem fram færi í Víkingasal hótelsins strax að loknu þingi. Hann þakkaði þingforsetum fyrir góð störf og afhenti þeim Íþróttabókina að gjöf. Hann afhenti einnig þingritaranum Viðari Sigurjónssyni blómvönd fyrir góð störf. Að lokum óskaði hann svo öllum góðrar heimferðar og sagði Íþróttaþingi ÍSÍ slitið.

Viðar Sigurjónsson 1. þingritari.

54

Þinggerð 2013  
Þinggerð 2013  
Advertisement