Page 1

68. Íþróttaþing ÍSÍ 2006

Þinggerð

Þingið hófst kl. 16.30 föstudaginn 28. apríl með því að Stefán S. Konráðsson framkvæmdastjóri ÍSÍ bauð þingfulltrúa og gesti velkomna og kynnti tónlistaratriði. Þórunn Guðmundsdóttir söngkona flutti lagið Draumalandið eftir Sigfús Einarsson. Undirleikari var Hrefna Eggertsdóttir.

Fjármálaráðherra Forseti borgarstjórnar Heiðursforseti ÍSÍ Formaður UMFÍ Alþingismenn Þingfulltrúar Heiðursfélagar Góðir gestir

Torfi Bryngeirsson hét frjálsíþróttamaður, stangarstökkvari, langstökkvari og spretthlaupari, Evrópumeistari í langstökki og í hópi þeirra íþróttamanna sem gerðu garðinn frægan um og upp úr 1950, á gullöld frjálsra íþrótta. Til er saga af Torfa, þegar hann var spurður af því hvort hann væri ekki taugaóstyrkur fyrir keppni, þegar öll athyglin beindist að honum. Þá á hann að hafa sagt: Ég er aldrei taugaóstyrkur, það borgar sig ekki, það er mikið verra. Einfalt svar ekki satt. Torfi var ekki að flækja hlutina. Hann gekk til verks, hann gekk til móts við verkefni sitt, án þess að pæla í því hvort honum tækist að komast yfir rána eða velta því fyrir sér hvort honum tækist að sigra, enda þótt allir mændu á hann og biðu í eftirvæntingu hvort honum tækist stökkið. Hann fór ekki á taugum. Hann bara gekk óhræddur út á vígvöllinn og gerði það sem hann þurfti að gera. Enda var hann íþróttakappi, hetja á nútímavísu. Þessa sögu segi ég, vegna þess að við lifum nú á breyttum tímum og það væri auðvelt að fara á taugum vegna þeirrar óræðnu og óvissu framtíðar sem bíður okkar. Allt sem áður sýndist svo grunnmúrað og óforgengilegt er liðið hjá. Allir gömlu hornsteinarnir eru horfnir. Horfnir eru hjallarnir sem við notuðumst við til að iðka íþróttir. Horfnir eru malarvellirnir, litlu

1


68. Íþróttaþing ÍSÍ 2006

Þinggerð

laugarnar og sólbekkurinn hans Valbjarnar, sem hann lá í, þegar hann átti að vera að æfa. Gleymd er upphitunin fyrir keppni, sem fólst í því að vinda tvisvar sinnum upp á sig og bera svo á sig slóans. Týndar eru forneskjulegar græjurnar, sem menn studdust við í íþróttum sínum og hann er löngu látinn, Jón Eiríksson, íþróttalæknir, sem skrifaði upp á heilsuvottorð íþróttamanna með því að láta þá gapa framan í sig meðan hann mældi púlsinn. Þeir eru líka horfnir, kringlukastararnir, sem mættu út á Melavöll til að mæla vindhraðann, svo þeir gætu kastað við bestu aðstæður. Bestu aðstæður voru auðvitað norðanrokið og ellefu vindstig. Þá flaug kringlan lengst. Og þeir eru líka hættir knattspyrnumennirnir, landsliðið okkar, sem hlustaði á þjálfarann rausa um það í hálftíma hvaða taktik ætti að nota í leiknum, stóðu svo upp og luku þeirri umræðu, stutt og laggott: strákar við spilum eins og við erum vanir. Já þetta var einfalt líf en sjarmerandi. Þetta eru liðnir tímar sem ég man úr mínum uppvexti og íþróttaþátttöku, enda er ég lifandi forngripur í nýjum og breyttum heimi. Ekki kannske betri heimi, en þetta er fortíð sem aldrei kemur til baka. Og við göngum til móts við nútímann og framtíðina á vettvangi íþróttanna og segjum eins og Torfi: ekki fara á taugum, það borgar sig ekki, það er mikið verra. Við dveljum ekki við forna frægð, gamlar þjóðsögur, liðin afrek. Við horfum fram. Breytingin, já byltingin í íþróttunum felst í betri og fleiri mannvirkjum, fleiri iðkendum, fleiri íþróttagreinum. Hún felst sömuleiðis í hugarfarinu og þeirri almennu viðurkenningu og vitneskju að íþróttir eru menning, heilsubót og nauðsynleg afþreying. Íþróttir eru ennfremur skemmtanaiðnaður og íslenskar íþróttir eru hluti af alþjóðavæðingunni, hnattvæðingunni, sjónvarpsvæðingunni, þar sem allir keppa við alla, allir fylgjast með öllum og íslenskir íþróttamenn keppa erlendis meðan erlent íþróttafólk þyrpist til Íslands. Það eru engin landamæri lengur, samanburðurinn er hvarvetna samkeppni, metnaðurinn og takmarkið er ekki lengur í átthögunum heldur mælast afrekin á heimslistum og á alþjóðavettvangi. Og mælistika íþróttanna er ekki lengur bundin við mörk eða sekúndur eða stig eða skor. Gildi íþróttanna er ekki einasta það sem kastað er eða sparkað, hlaupið eða synt í keppninni einni, heldur í hreyfingunni, hreystinni, lífsgæðunum, leiknum og athöfninni út af fyrir sig. Íþróttir eru hluti af lífshlaupinu, í áhorfi, í áhuga, í þátttöku, í starfi og stjórnun, í þessu samfélagslega litrófi, sem gerir lífið þess virði að lifa því. Sumir keppa, aðrir æfa, enn aðrir stunda líkamsrækt, göngur, sund og margvíslega aðra leiki, sem ekki flokkast enn undir það sem kallast hefðbundnar íþróttir. Allt er þetta samt hluti og afsprengi, þess áhuga og þeirrar markaðsvæðingar, sem snýst um það að lifa heilbrigðu, jákvæðu og skemmtilegu lífi. Halda heilsunni, halda geðinu, halda starfi sínu og fjölskyldu í góðum gír. Að vera til. Það er lóðið. Það er kjarni málsins,

2


68. Íþróttaþing ÍSÍ 2006

Þinggerð

tilgangur og tilvera íþróttalífs. Því hvað eru efnisleg gæði, gróði, auður, bókvit, barnalán, löng ævi, ef heilsan er ekki fyrir hendi? Svitinn, áreynslan, já þreytan og lífsnautnin frjóa er alfa og omega þeirrar guðsgjafar að fæðast og lifa. Án heilsunnar er ekkert líf. Það uppgötvar hver sá og því miður, fyrst þá, þegar hann hefur misst heilsuna. Og þá er það of seint. Íslensk íþróttahreyfing hefur lengst af verið keppnismiðuð. Takmarkið hefur verið að sigra, verða bestur. Og ekki geri ég lítið úr því. Sjálfur þoli ég ekki að tapa. Ég segi ekki að það hafi alltaf komið sér vel en eðli hverrar iðju er að ná árangri og kapp er forsenda allra góðra hluta. Þannig þroskumst við og þróumst í átt til betri lífskjara og lífsgæða. Við getum verið stolt af afrekum íslenskra íþróttamanna, félaginu okkar og keppendum okkar og hvergi er gleðin innilegri heldur en hjá foreldrum þeirra barna, sem fram úr skara í íþrótt sinni. Við fyllumst sigurgleði og dönsum af kæti á hliðarlínunni. Við viljum öll ná árangri. Ef ekki við sjálf, þá börnin okkar, blessuð börnin sem geta ekki að því gert að sitja uppi með framadrauma foreldra sinna. En það er nú önnur saga og stundum erfið. Það hefur verið verkefni ÍSÍ að halda utan um þessa afreksstefnu. Hjálpa og styðja, styrkja og efla íþróttahreyfinguna, æskuna og afreksfólkið til ná lengra. Hitt verkefnið er ekki síður mikilvægara, að breiða út og kynda undir íþróttaiðkun alls almennings, gera iðkun íþrótta að föstum og ómissandi þætti í lífi hvers unglings, hverrar manneskju. Og síðast en ekki síst að bæta ímynd íþróttahreyfingarinnar, styrkja stoðir hennar og auka við þann skilning og stuðning, sem nauðsynlegur er hjá stjórnvöldum, atvinnulífi og almenningi um gildi forvarna, uppeldis, heilbrigðis, menningar og mennta í íþróttalífi og starfi. Þetta höfum við reyndar verið að gera á undanförnum árum. Eða að minnsta kosti viljað gera og ég leyfi mér að fullyrða að við erum að þokast í rétta átt. Fjárveitingar hafa mjakast upp á við, ráðamenn eru farnir að ljá okkur eyra, almenningur hefur vaknað til lífs síns, iðkendum fjölgar sem og íþróttagreinum. Ímynd íþróttanna er jákvæð, meðan við sýnum hófsemd og samstöðu, meðan við förum ekki fram úr okkur með óeðlilegum kröfum og væntingum. Meðan forystumenn íþróttahreyfingarinnar spilla ekki fyrir sjálfum sér og umbjóðendum sínum með drambi og dekri. Og þeir verða að muna að hlutskipti þeirra og hlutverk er að starfa í þágu íslenskra íþrótta. Í heild sinni. Í anda drengskapar. Í krafti þess málstaðar að gera drengi að mönnum og menn að drengjum. Þau einkunnarorð Benedikts G Waage lifa enn. Á þeim einum og hálfa áratug, sem liðinn er síðan ég tók við forystu ÍSÍ hefur margt gerst. Iðkendafjöldi hefur aukist, starfsemi hreyfingarinnar hefur eflst, fjármál íþróttafélaga og sambanda hafa batnað, ÍSÍ og Ólympíunefnd Íslands hafa verið sameinuð, fjögur ný sérgreinasambönd hafa verið stofnuð og fjögur ný eru í farvatninu. Íþróttafélögum hefur

3


68. Íþróttaþing ÍSÍ 2006

Þinggerð

fjölgað um tugi. Regluverk, skráning og skipulag hefur verið endurbætt og nútímavætt. Fræðslu, þekkingu og íþróttavísindum hefur fleygt fram. Íþróttahreyfingin er nú, frekar en nokkru sinni fyrr, meðvituð um hlutverk sitt í samfélaginu og það sem meira virði er: samfélagið hefur vaknað til vitundar um hlutverk íþróttahreyfingarinnar, í uppeldi, menntun, heilsufari og félagslegum þroska. Það er stóra málið. Og hver eru svo verkefni næstu ára sem framundan eru: Í fyrsta lagi að laga löggjöf um íþróttir að breyttum aðstæðum og nýta sér skilning stjórnvalda til að hækka fjárframlög til íþrótta, í öðru lagi að opna samtök sín eða eftir atvikum efla samvinnu við þá starfsemi sem fram fer á líkamsræktarstöðvum og styðja við bakið á nýstárlegum óhefðbundnum íþróttagreinum, í þriðja lagi að efla félagsþroska og félagslega forystu íþróttafélaga og samtaka þeirra, í fjórða lagi að skapa meiri umræðu um þá hlið íþróttastarfsins, sem ekki snýst eingöngu um afrek og úrslit, í fimmta lagi að reka áróður í skólum og félagsmiðstöðvum fyrir gildi íþróttaiðkunar, Í sjötta lagi hlýtur það að vera knýjandi verkefni að hagræða í skipulagi og starfsemi íþróttahreyfingarinnar og þar er samvinna ÍSÍ og UMFÍ efst á blaði. Í sjöunda lagi er brýnt að auka fræðslu og þekkingu um gildi hreyfingar fyrir allan almenning og í áttunda lagi verður jafnframt að styrkja innviði og starfsemi sérsambanda og afreksstarfið. Í níunda lagi þarf að efla samstarf skóla og íþrótta, já taka höndum saman við bindindishreyfingar, lýðheilsustöðvar, foreldrafélög og skólayfirvöld í sameiginlegri baráttu gegn vágesti óreglunnar og í tíunda og síðasta lagi skal fylgja fast eftir hugmyndum um formlega samvinnu við heilbrigðisyfirvöld um forvarnir og heilsuvörn. Þar er verk að vinna, þar liggur falin fjársjóður, að því leyti að útgjöld heilbrigðismálaflokksins í landinu, geta snarlækkað, lífsgæðin og lífsgleðin aukist við það eitt að nýta sér hið þéttriðna net íþróttafélaganna í landinu, til almennrar heilsueflingar. Ég leyfi mér að fullyrða að íslensk íþróttahreyfing hefur eflst og styrkst á undanförnum árum en betur má ef duga skal. Síðast en ekki síst er það hlutverk ÍSÍ og íþróttahreyfingarinnar allrar á komandi árum að styrkja sig í sessi, halda áfram þeirri sókn, sem hafin er og felst í því að sýna og sanna að íþróttir eru allt í senn, keppni, afþreying, heilsubót, skemmtanaiðnaður, menning og veigamikill þáttur í hinu alþjóðlega og íslensku samfélagi. Ágætu áheyrendur. Þetta er mitt síðasta ávarp, hér á þessum vettvangi. Ég þakka fyrir þá gæfu og gleði að fá að sitja hér við stjórnvölinn í nokkur ár. Ég þakka mér ekki neitt, en ég þakka þeim fjölmörgu íþróttaforystumönnum, íþróttafólki og öðru áhugafólki, sem ég hef kynnst um dagana, fyrir þeirra framlag í þágu góðra mála. Stjórnarmönnum fyrr og síðar, starfsfólki ÍSÍ og öðrum samstarfsmönnum. Sérstaklega færi ég Stefáni Konráðssyni framkvæmdastjóra ÍSÍ þakkir fyrir heilsteypt og náið samstarf í allan

4


68. Íþróttaþing ÍSÍ 2006

Þinggerð

þennan tíma, en ekki hefur liðið sá dagur á undanförnum fimmtán árum, án þess að við ættum tal saman, ég og Stefán. Þar eigið þið góðan liðsmann. Kæru þingfulltrúar, gestir og íþróttafólk allt: Megi Íþrótta– og Ólympíusambandi Íslands vegna vel um ókomna framtíð. Eða eins og Torfi Bryngeirsson sagði: ekki fara á taugum þó verkefnið sé stórt og allra augu mæna á ykkur, það borgar sig ekki, það er mikið verra. Ég leyfi mér að segja þetta 68. íþróttaþing sett.

Forseti Íslands, forseti ÍSÍ og Heiðursforseti, virðulegu þingfulltrúar og aðrir góðir gestir. Ég vil byrja á því að þakka fyrir að vera boðið á þetta glæsilega Íþróttaþing og óska Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands til hamingju með sívaxandi og farsælt starf. Ég flyt ykkur kveðjur frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra, sem gat því miður ekki verið með ykkur hér í dag. Tók ég að mér að vera staðgengill hennar við setningu 68. Íþróttaþings ÍSÍ. Eins of fram kemur í Íþróttalögum er meginmarkmið aðgerða ríkis og sveitarfélaga á sviði íþróttamála að stuðla að því að allir landsmenn eigi þess kost að iðka íþróttir við sem hagstæðust skilyrði. Ríkisvaldið reynir eftir megni að styðja íþróttastarfið með fjárframlögum og sveitarfélögin standa undir mikilli uppbyggingu íþróttamannvirkja. Á undanförnum árum hefur verið myndarlega unnið að því að styrkja íþróttastarfið veglega í sessi. Samstarf ríkis og sveitarfélaga við hina frjálsu íþróttahreyfingu tekur mið af gildi íþróttaiðkunar fyrir uppeldis- og forvarnastarf. Menntamálaráðherra skipaði í byrjun síðasta árs starfshóp um mótun íþróttastefnu. Starfshópurinn hefur nú skilað drögum að skýrslu og hafa niðurstöður verið lagðar fram til kynningar og umræðu. Á grundvelli niðurstaðna hópsins og þeim athugasemdum sem berast á næstu mánuðum verður svo mótuð íþróttastefna sem verður kynnt á haustmánuðum. Fram kemur í skýrslunni að framtíðarsýnin er að sem flestir landsmenn, óháð aldri, búsetu, fjárhag eða öðrum þáttum, geti stundað íþróttir við sitt hæfi og kröfur. Markmiðið er að fjölga hreyfistundum þjóðarinnar, jafnt þeirra sem þegar stunda reglulega hreyfingu og þeirra sem hreyfa sig nær aldrei.

5


68. Íþróttaþing ÍSÍ 2006

Þinggerð

Menntamálaráðherra hélt fund með ÍSÍ og sérsamböndunum um málefni sérsambandanna í nóvember árið 2004. Á þeim fundi kom fram sú eindregna skoðun sérsambandanna og ÍSÍ að afar mikilvægt er að veita sérsamböndunum fjárstuðning með fjárframlagi á hverju ári á fjárlögum Alþingis og þannig styrkja rekstrargrundvöll þeirra. Sérsamböndin eru jú, æðstu aðilar viðkomandi séríþróttagreinar á Íslandi. Á fjárlögum 2006 var framlag til Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hækkað um 30 m.kr. til að efla fræðslu og upplýsingagjöf á vegum sérsambanda á landsvísu og stuðla þannig að aukinni þátttöku í íþróttum. Jafnframt er því rennt enn frekari stoð undir uppbyggingu og framgang íþrótta í landinu. Unnið er að áframhaldandi stuðningi við sérsamböndin. Menntamálaráðuneytið hefur unnið að mörgum góðum málum í samstarfi við íþróttahreyfinguna og snertifletir á samstarfi íþróttahreyfingarinnar og menntamálaráðuneytisins eru margir. Nægir að nefna samstarf varðandi Vetraríþróttamiðstöð Íslands á Akureyri, Íþróttamiðstöð Íslands á Laugarvatni, sameiginlegri baráttu gegn ólögmætri lyfjamisnotkun í íþróttum, stuðning ráðuneytisins við þátttöku í Ólympíuleikum og ýmis önnur verkefni sem samstarf hefur verið um. Á undanförnum árum hafa komið fram mörg góð nýmæli í starfsemi ÍSÍ. Íþróttahreyfingin hefur samþykkt markvissar stefnur í mörgum málaflokkum sem miða að því að efla innra starf hreyfingarinnar og gera hana betur í stakk búna til að mæta síauknum kröfum samfélagsins um þjónustu og gott starf. Ég nefni í því sambandi stefnu varðandi afreksíþróttir, almenningsíþróttir, barna- og unglingaíþróttir og síðast en ekki síst gæðastefnu íþróttahreyfingarinnar varðandi fyrirmyndarfélögin. Mikilvægi íþróttahreyfingarinnar verður seint ofmetið. Þjóðfélagslegar breytingar hafa ýtt undir hreyfingarleysi og afleiðingarnar eru sífellt að koma betur í ljós, ýmsir velferðasjúkdómar herja á okkur og við þeim verður að sporna. Ágæta samkoma! Ég þarf ekki að árétta hér á þessum stað hversu mikilvæg starfsemi íþróttahreyfingarinnar er fyrir íslenskt samfélag. Ég heiti ykkur stuðningi ríkisstjórnarinnar við öll góð mál og einlægum vilja til að þoka málum til framfara, íþróttahreyfingunni til handa. Gangi ykkur vel á þessu 68. Íþróttaþingi og þakka ykkur fyrir ykkar mikilvæga framlag til íþróttanna. Stefán Konráðsson þakkaði fjármálaráðherra fyrir hlý orð í garð íþróttahreyfingarinnar. Að því loknu las hann upp skeyti frá Forseta Íslands sem hljóðaði svo: Ég færi forystusveit íþróttahreyfingarinnar og þingfulltrúum öllum árnaðaróskir og þakka hið merka framlag hreyfingarinnar til að auka

6


68. Íþróttaþing ÍSÍ 2006

Þinggerð

heilbrigði, gleði og farsæld í samfélagi okkar Íslendinga. Íþróttahreyfingin er fremst meðal almannasamtaka í landinu, kraftur hennar mestur og þátttakan víðtækust. Hún á ríkan þátt í uppeldi æskunnar, menntun og þroska. Á vettvangi félaganna er unnið merkilegt forvarnastarf því að ungmenni sem stunda íþróttir verða síður fíkniefnum að bráð. Íþróttahreyfingin er einnig í vaxandi mæli fulltrúi Íslands á alþjóðavettvangi, hefur margvísleg áhrif á orðspor okkar og heiður. Keppendur sem skara framúr eru öflugar fyrirmyndir og æskufólk um víða veröld gleðst yfir árangrinum. Aldrei fyrr hafa jafn margar milljónir verið aðdáendur íslensks íþróttafólks. Það er vandaverk að veita slíkri hreyfingu forystu og leiðsögn. En ÍSÍ hefur notið þess að hafa í sínum röðum úrvalssveit sem með fórnfúsu starfi hefur leitt samtökin inn á nýjar brautir og lagað íþróttastarfið að breyttum tímum, skilið að íþróttastarfið er ekki aðeins vettvangur keppni heldur líka vaxandi þáttur í heilbrigðiskerfi og lífsgæðum samfélagsins. Ellert B. Schram sem nú lætur af störfum sem forseti ÍSÍ hefur verið í stafni á umbrotatímum og farsæl forysta hans hefur styrkt hreyfinguna á margan hátt. Á þessum tímamótum færi ég Ellert einlægar þakkir fyrir framlag hans og góða samvinnu við embætti forseta Íslands. Hún hefur veitt mér mikla gleði og aukið skilning minn á því að sá sem kjörinn er forseti ÍSÍ gengur um leið inn í sveit fremstu og áhrifamestu forystumanna þjóðarinnar. Því hlutverki hefur Ellert B. Schram gegnt með sóma og ég óska honum og fjölskyldu hans allra heilla í framtíðinni. Vegna skylduverka á erlendri grundu get ég ekki sótt þingið í dag en ég er fullviss um að störf ykkar munu leggja grundvöll að enn öflugri íþróttahreyfingu á komandi árum. Ólafur Ragnar Grímsson.

Fjármálaráðherra, forseti ÍSÍ, góðir þinggestir. Ég flyt ykkur kveðjur borgarstjórnar Reykjavíkur. Íþróttahreyfingin í landinu er öflugasta fjöldahreyfing á Íslandi og hefur eflst með ótrúlegum hraða á undanförnum árum. Það sést best á stöðugri aukningu íþróttafólks í sífellt fleiri íþróttagreinum. Íþróttamannvirki hafa aldrei verið fleiri og glæsilegri en nú. Íþróttir njóta mikils stuðnings landsmanna og stjórnmálamenn hvar í flokki sem þeir standa eru sammála um gildi íþrótta fyrir æsku landsins og telja þær gegna öflugu forvarnastarfi í hverfulum heimi. Ég man þá að hér í Reykjavík var gamli Melavöllurinn ekki aðeins eini keppnisvöllurinn í knattspyrnu og frjálsíþróttum heldur einnig vettvangur fyrir aðrar íþróttagreinar eins og landsleiki í 7


68. Íþróttaþing ÍSÍ 2006

Þinggerð

handknattleik utanhúss enda engin íþróttahús til sem hýst gátu leiki innanhúss ef þeir áttu að teljast löglegir. En þrátt fyrir þetta aðstöðuleysi undu þeir glaðir við sitt enda þekktu þeir ekkert annað. Þegar við lítum á umhverfið í Reykjavík eins og það er í dag blasa við glæsileg íþróttamannvirki, ekki aðeins í Laugardalnum sem hýsir flóðlýstan alþjóðlegan knattspyrnuvöll, Laugardalshöll fyrir hópíþróttir innanhúss, nýja frjálsíþróttahöll, nýja alþjóðlega sundlaug og skautahöll heldur íþróttamannvirki um alla borg hvort sem það er yfirbyggður knattspyrnuvöllur eða reiðhöll fyrir hestamenn. Þannig mætti lengi telja. Eru þá ótalin íþróttamannvirki einstakra íþróttafélaga og miklar framkvæmdir sem eru framundan, þannig var ég viðstaddur fund í borgarráði í gær þar sem við vorum að samþykkja byggingarstyrki fyrir nokkur íþróttafélög á næstu árum fyrir á annan milljarð króna. Þessi gífurlega uppbygging er glæsileg en næstu skref eru ekki síður mikilvæg, þ.e. innra starfið hjá íþróttahreyfingunni. Augu stjórnvalda eru smátt og smátt að opnast fyrir nauðsyn þess að hlúa þurfi betur að uppbyggingarstarfinu með styrkjum og greiðslum til unga fólksins svo það geti sinnt íþróttaáhuga sínum. Ég spái því að á þessu sviði sé að verða bylting. Það þarf ekki annað en að skoða kosningaloforð frambjóðenda fyrir kosningarnar í lok næsta mánaðar til að sannfærast um að svo verði. Íþróttahreyfingin á Íslandi hefur átt því láni að fagna að vera heppin með forystusveit sína gegnum tíðina. Án kröftugra forystumanna hreyfast málin hægt áfram. Núverandi forseti heildarsamtaka íþróttamanna á Íslandi, Ellert B. Schram hefur tekið ákvörðun um að láta af störfum á þessu þingi. Við það tækifæri vil ég sem forseti borgarstjórnar þakka Ellert B. Schram fyrir margvísleg störf í þágu, ekki aðeins íþróttafólks í Reykjavík heldur íþróttafólks um land allt. Ég eins og svo fjölmargir aðrir á góðar minningar um knattspyrnukappann Ellert B. Schram, bæði frá Melavellinum og Laugardalsvelli. Raunar var ég svo heppinn að fá tækifæri til að fylgjast með Ellert og félögum hans í KR þegar þér léku fyrstir Íslendinga í Evórukeppni í knattspyrnu gegn Liverpool á Anfield Road fyrir liðlega 40 árum. Ferill hans sem formaður knattspyrnusambandsins var ekki síður glæsilegur en knattspyrnuferillinn og störf hans fyrir Íþrótta- og Ólympíusambandið þekkjum við öll sem hér erum inni. Hafðu þökk fyrir þitt framlag, það hefur verið ómetanlegt fyrir íþróttahreyfinguna. Að svo mæltu vænti ég þess að þingstörf eigi eftir að ganga vel á þessu 68. Íþróttaþingi og að þau megi verða íþróttahreyfingunni til blessunar. Takk fyrir.

8


68. Íþróttaþing ÍSÍ 2006

Þinggerð

Fjármálaráðherra, forseti borgarstjórnar, forseti ÍSÍ og ágætu þingfulltrúar. Ég vil óska ÍSÍ til hamingju með ekki eingöngu umgjörð þessa þings heldur hið mikla starf sem er búið að vera frá síðasta þingi. Það hefur verið mikill uppgangur eins og hefur komið fram hjá síðustu ræðumönnum og er litlu við það að bæta. Ég held að sjaldan hafi verið meiri uppgangur í íþróttum landsmanna eins og verið hefur síðustu ár. Það er með ólíkindum að keyra um landið og sjá alla þá uppbyggingu sem hefur átt sér stað, núna bara síðustu mánuði. En það er gleðilegt og það er gaman að geta tekið þátt og verið með og það er líka gaman að geta kvatt góðan foringja hér á þessu þingi, sem hefur verið dugmikill og kraftmikill. Ég hefði viljað nota þennan stutta tíma minn hér og þakka Ellert sérstaklega fyrir hans störf. Það eru nokkuð mörg ár síðan að ég man eftir honum fyrst á Djúpavogi þegar við vorum að fara á ÍSÍ þing. Það var búið að láta vita að það væri full rúta á leiðinni og að við vildum fá hamborgara. Það var búið að þíða tvo en Ellert stökk innfyrir borðið og hellti úr kassanum á pönnuna og sagði, við viljum fá allt þetta og meira til. Þarna sá maður strax að þarna var á ferðinni skemmtilegur foringi sem tók af skarið um leið og þurfti. Ég man líka eftir Ellert úr útvarpinu þegar lýsingar úr fótboltanum stóðu yfir, en hann er af þeirri kynslóð knattspyrnumanna sem vissi ekki hvað það var að fá greitt fyrir að spila knattspyrnu, heldur var eingöngu nauðsynlegt að nota heilann og hugann við það sem verið var að gera. Það hefði verið gaman að sjá Ellert í dag spila eingöngu fyrir peningana, ég hugsa að hann hefði ekkert verið betri. Það er mjög ánægjulegt að fá að standa hér og færa kveðjur frá stjórn UMFÍ og starfsfólki til Ellerts og til þingsins og fá að þakka honum fyrir samstarfið sem hefur að sjálfsögðu ekki alltaf verið dans á rósum, við höfum tekist á, en við höfum leitt málin til lykta og ég held að það séu allir sammála um það að það sem hefur komið út úr því hvort það eigi að sameina UMFÍ og ÍSÍ að sú umræða hafi verið báðum hreyfingunum til góðs og að báðar hreyfingarnar hafi orðið sterkari. Takk fyrir það Ellert. Ég held að það sé ekkert mál svo viðkvæmt að það megi ekki ræða það. Ég á líka minningar frá sólarströnd þar sem ég brann bara á annarri hliðinni í heila viku þar sem ég var að ræða við forystu ÍSÍ um einhver málefni en það var alveg sama á hverju gekk, það var alltaf hressilegt og að mörgu leyti gaman að eiga samskipti við Ellert. Það er ekki á hverjum degi og ekki í hverjum mánuði, í raun mjög sjaldan sem ég geri það sem ég ætla að fá að gera nú, en það er að veita gullmerki UMFÍ. Ég ætla að veita Ellert það merki fyrir frábær störf. ÍSÍ á að leiða afreksíþróttastarf á Íslandi og svo sannarlega hefur Ellert gert það. Ég á örugglega eftir að sakna Ellerts og vonandi á ég eftir að hitta hann annars staðar. Við getum vonandi kallað hvorn annan góðan vin. Að ávarpinu loknu sæmdi Björn Ellert gullmerki UMFÍ.

9


68. Íþróttaþing ÍSÍ 2006

Þinggerð

Ellert B. Schram afhenti Hermanni Sigtryggssyni íþróttaforystumanni frá Akureyri viðurkenningu frá Alþjóðlegu Ólympíuhreyfingunni fyrir framúrskarandi framlag hans til íþrótta- og samfélagsstarfa. Hermann þakkaði fyrir viðurkenninguna og sagðist mjög stoltur yfir henni. Hann sagðist einnig stoltur yfir því að vera með forystusveit hreyfingarinnar á þinginu því að það væri honum allt að fá að vera með.

Ellert B. Schram las upp tillögu um Alfreð Þorsteinsson sem 1. þingforseta og Stein Halldórsson sem 2. þingforseta. Tillagan samþykkt samhljóða.

Alfreð Þorsteinsson 1. þingforseti tók við stjórn þingsins, fór yfir störf þess, gat til um gögn í möppum og bar upp tillögu um 1. og 2. þingritara, Viðar Sigurjónsson og Jónu Hildi Bjarnadóttur. Tillagan samþykkt samhljóða.

Samkvæmt lögum eiga sæti á þinginu fjórir fulltrúar íþróttamanna. Að þessu sinni voru það þau Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, Jón Oddur Halldórsson, Ragna Björg Ingólfsdóttir og Sindri M. Pálsson sem sátu þingið sem ungir íþróttamenn.

Þingforseti las upp tillögu um Frímann Ara Ferdinandsson sem formann kjörbréfanefndar og lýsti hann sem réttkjörinn er engar frekari tillögur bárust. Aðrir í kjörbréfanefnd voru Alda Pálsdóttir, Birgir Ari Hilmarsson, Sigrún Ögmundsdóttir og Anna Möller. Starfsmaður nefndar var Halla Kjartansdóttir. Þingforseti bað nefndina um að taka strax til starfa.

Þingforseti leitaði afbrigða um að opnað yrði fyrir fyrirspurnir um skýrslu stjórnar og reikninga eftir að hvort tveggja hefði verið kynnt. Þingið hreyfði engum andmælum. Stefán Konráðsson fór yfir skýrslu framkvæmdastjórnar.

10


68. Íþróttaþing ÍSÍ 2006

Þinggerð

Gjaldkeri ÍSÍ, Gunnar Bragason fór yfir reikninga ÍSÍ.

Þingforseti opnaði fyrir umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. Enginn kvaddi sér hljóðs þannig að þingforseti bar upp reikninga og skýrslu stjórnar sem voru samþykkt samhljóða.

Frímann Ari Ferdinandsson gerði grein fyrir störfum kjörbréfanefndar. Öll sérsambönd skiluðu kjörbréfum, mættir voru samtals 102 fulltrúar af 121. Mættir voru fulltrúar allra sambanda nema Lyftingasambandi Íslands. Öll héraðssambönd skiluðu kjörbréfum nema HSB. Fulltrúar allra héraðssambanda voru mættir nema frá UÍÓ, USVS og UNÞ. Af 120 fulltrúum héraðssambanda voru 111 mættir. Þingforseti bar niðurstöður kjörbréfanefndar upp til samþykktar og voru þær samþykktar samhljóða.

Þingforseti gerði grein fyrir kosningu í aðrar nefndir þingsins. Hann lagði áherslu á það að öllum þingfulltrúum væri heimilt að taka þátt í störfum þeirra nefnda sem þeir vildu. a) Kjörnefnd 5 manna b) Fjárhagsnefnd 5 manna: Sigurjón Pétursson formaður, Elísabet Eyjólfsdóttir, Eggert Steingrímsson, Gunnar Kárason og Kristinn Jörundsson. Berglind Guðmundsdóttir var starfsmaður nefndar. c) Allsherjarnefnd 5 manna: Gísli Páll Pálsson formaður, Hörður Oddfríðarson, Lilja Sigurðardóttir, Jóhann Tryggvason og Hörður Þorsteinsson. Starfsmaður nefndar var Andri Stefánsson. d) Laganefnd 5 manna: Snorri Ólsen formaður, Haukur Örn Birgisson, Ólafur Eiríksson, Guðmundur B. Ólafsson og Jón Finnbogason. Starfsmaður nefndar var Halla Kjartansdóttir. 11


68. Íþróttaþing ÍSÍ 2006

Þinggerð

e) Aðrar nefndir skv. ákvörðun þings hverju sinni. Nefnd um íþróttastefnu Íslands 5 manna: Ásgerður Lilja Halldórsdóttir formaður, Reynir Ragnarsson, Valdimar Leó Friðriksson, Geir Þorsteinsson og Anna Rúna Mikaelsdóttir. Starfsmaður nefndar var Kristinn J. Reimarsson. Lagðar fram tillögur. Þingforseti lagði til að tillögurnar færu inn í nefndarstörfin án umfjöllunar, þingfulltrúar hefðu frekar tækifæri til að tjá sig um tillögurnar eftir meðferð í nefndum. Tillaga þingforseta var samþykkt samhljóða.

Þingskjal 1.

68. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 28.-29. apríl 2006 á Grand Hótel Reykjavík, samþykkir að heimila framkvæmdastjórn ÍSÍ að stofna fjögur sérsambönd á tímabilinu til næsta Íþróttaþings. Þær íþróttagreinar sem hér um ræðir eru vélhjóla- og vélsleðaíþróttir, í öðru lagi skylmingar, í þriðja lagi akstursíþróttir og í fjórða lagi hnefaleikar. Stefán Konráðsson mælti fyrir tillögu um stofnun nýrra sérsambanda. Stefán tók fram að tillagan gerði ráð fyrir því að samböndin kæmu hægt og rólega inn fram að næsta þingi og lagði til að tillögunni yrði vísað til Allsherjarnefndar. Þingforseti vísaði tillögunni til allsherjarnefndar.

Þingskjal 2.

Á 67. Íþróttaþingi ÍSÍ, sem haldið var vorið 2004, voru gerðar ýmsar endurbætur og lagfæringar á lögum ÍSÍ. Því er einungis um smávægilegar breytingatillögur að ræða að þessu sinni. Eftirfarandi breytingatillögur eru lagðar fram: 4. grein, i-liður: Inn bætist orðið kynhneigð vegna samkynhneigðra og þátttöku þeirra í íþróttum. 5. grein, 6.liður: Þetta er nýr liður sem kveður á um að héraðssambönd geti veitt félagi heimild til að taka þátt í utandeildarkeppnum eða

12


68. Íþróttaþing ÍSÍ 2006

Þinggerð

afmörkuðum eða tímabundnum verkefnum án þess að verða beinir aðilar að íþróttahreyfingunni. Réttindi og skyldur viðkomandi félags skulu þá takmörkuð við þau verkefni. 17.grein, 2. liður: Með þessari lagabreytingu er staðfest að framkvæmdaráð fari með daglegan rekstur ÍSÍ ásamt framkvæmdastjóra. 55.grein, 2. liður: Grein 55.2 falli út en þar er rætt um að heimilt sé að stofna sérsamband sé íþróttagrein iðkuð innan a.m.k. þriggja íþróttafélaga ÍSÍ. Framkvæmdastjórn vill halda sig við lið 55.1 að héraðssambönd og íþróttabandalög séu að lágmarki 5 varðandi ástundun viðkomandi íþróttagreinar. Ákvæði til bráðabirgða: Þetta ákvæði er sett inn til að aðlaga Íþróttaþing ÍSÍ við Ólympíuöðuna. Lárus Blöndal gerði grein fyrir lagabreytingum og lagði til að tillögunum yrði vísað til laganefndar. Þingforseti vísaði tillögunum til laganefndar.

Engar breytingatillögur þessa efnis lágu fyrir þinginu.

68. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið 28.–29. apríl 2006 á Grand Hótel Reykjavík, felur framkvæmdastjórn ÍSÍ að leita eftir viðræðum við menntamálaráðuneytið um breytingar á fyrirkomulagi lyfjaeftirlits með íþróttamönnum á Íslandi, með það að markmiði að eftirlitið verði framvegis í höndum sjálfstæðs og óháðs aðila utan íþróttahreyfingarinnar. Ennfremur veitir Íþróttaþing framkvæmdastjórn ÍSÍ heimild til að framselja núverandi verkefni lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ og lyfjaráðs ÍSÍ eða hluta þeirra til aðila utan íþróttahreyfingarinnar, ef til þessa kemur.

13


68. Íþróttaþing ÍSÍ 2006

Þinggerð

Sigríður Jónsdóttir gerði grein fyrir tillögunni og lagði til að henni yrði vísað til allsherjarnefndar. Samþykkt var að vísa tillögunni til allsherjarnefndar.

68. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 28.-29. apríl 2006, á Grand Hótel Reykjavík, beinir því til framkvæmdastjórnar ÍSÍ að leita eftir samstarfi við fjölmiðla og aðra samstarfsaðila um að efla og styrkja umfjöllun um íþróttir með það að markmiði að vinna þannig að auknum áhuga á iðkun íþrótta í víðtækum skilningi og hamla gegn fordómum og einhæfum staðalímyndun í tengslum við íþróttir og íþróttaiðkun. Kristrún Heimisdóttir gerði grein fyrir tillögunni og lagði til að henni yrði vísað til allsherjarnefndar. Samþykkt að vísa tillögunni til allsherjarnefndar.

68. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið 28.-29. apríl 2006 á Grand Hótel Reykjavík, felur framkvæmdastjórn ÍSÍ að skipa vinnuhóp sem fái það verkefni að endurskoða ýmsar stefnur íþróttahreyfingarinnar er varða börn og unglinga. Stefnt skal að því að vinnuhópurinn skili tillögum til framkvæmdastjórnar ÍSÍ á haustmánuðum 2006 og að áherslubreytingar verði kynntar á formannafundi ÍSÍ í nóvember/desember 2006. Sigríður Jónsdóttir gerði grein fyrir tillögunni og lagði til að henni yrði vísað til allsherjarnefndar. Samþykkt að vísa tillögunni til allsherjarnefndar.

68. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið 28.–29.apríl 2006 á Grand Hótel Reykjavík, fagnar sérstakri styrkveitingu á fjárlögum 2006 til sérsambandanna, kr. 30 millj. sem verður að skoða sem viðurkenningu á þeim rökum ÍSÍ og sérsambandanna að efla beri grundvallarrekstur þeirra íþróttagreina sem stundaðar eru hér á landi. Þingið bendir jafnframt á þá staðreynd að 14


68. Íþróttaþing ÍSÍ 2006

Þinggerð

sérsamböndin eru samtals 25 og þeim fer fjölgandi. Þingið ítrekar þá kröfu íþróttahreyfingarinnar, að þessum styrkveitingum verði haldið áfram, stighækkandi í allt kr. 100 milljónir á ári, eins og lagt var upp með. Menntamálaráðherra er hvattur til að gera langtímasamning um þetta mál við ÍSÍ sem taki gildi á árinu 2007. Ellert B. Schram gerði grein fyrir tillögunni og lagði til að henni yrði vísað til fjárhagsnefndar. Samþykkt að vísa tillögunni til fjárhagsnefndar.

68. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 28.-29. apríl 2006 á Grand Hótel Reykjavík, fagnar þeirri miklu uppbyggingu íþróttamannvirkja sem átt hefur sér stað á landsvísu. Þingið hvetur sveitarfélög á landsvísu til að halda áfram þessari góðu uppbyggingu og bendir á jákvæð samfélagsleg áhrif íþróttamannvirkja í nútímasamfélagi. Hafsteinn Pálsson gerði grein fyrir tillögunni og lagði til að henni yrði vísað til allsherjarnefndar. Samþykkt að vísa tillögunni til allsherjarnefndar.

68. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 28.-29. apríl 2006 á Grand Hótel Reykjavík, hvetur sveitarfélög á Íslandi til að styðja betur við starf íþróttahreyfingarinnar með auknum fjárframlögum til reksturs íþróttafélaga og niðurgreiðslum æfingagjalda barna og unglinga. Engilbert Olgeirsson gerði grein fyrir tillögunni og lagði til að henni yrði vísað til allsherjarnefndar. Samþykkt að vísa tillögunni til allsherjarnefndar.

68. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 28.-29. apríl 2006 á Grand Hótel Reykjavík, felur framkvæmdastjórn ÍSÍ að eiga viðræður við ríkisvaldið um 15


68. Íþróttaþing ÍSÍ 2006

Þinggerð

stofnun sjóðs sem hafi það að markmiði að jafna ferðakostnað íþróttahreyfingarinnar. Sigmundur Þórisson gerði grein fyrir tillögunni og lagði til að henni yrði vísað til allsherjarnefndar. Samþykkt að vísa tillögunni til allsherjarnefndar.

68. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 28.-29. apríl 2006 á Grand Hótel Reykjavík, fagnar þeim góða rekstrarárangri sem fyrirtæki íþróttahreyfingarinnar, Íslensk getspá og Íslenskar getraunir, hafa náð á undanförnum árum. Þingið hvetur sambandsaðila sína til að standa vörð um þessa helstu tekjulind íþróttahreyfingarinnar. Þingið hvetur stjórnir fyrirtækjanna til að vera vakandi í rekstrinum á erfiðum markaði og skoða allar leiðir til að lækka kostnað og auka tekjur. Stefán S. Konráðsson gerði grein fyrir tillögunni og lagði til að henni yrði vísað til allsherjarnefndar. Samþykkt að vísa tillögunni til allsherjarnefndar.

68. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 28.-29. apríl 2006 á Grand Hótel Reykjavík, samþykkir að leggja Ólympíusjóð ÍSÍ niður í núverandi mynd og sameina hann Afrekssjóði ÍSÍ. Gunnar Bragason gerði grein fyrir tillögunni og lagði til að henni yrði vísað til fjárhagsnefndar. Samþykkt að vísa tillögunni til fjárhagsnefndar.

68. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 28.-29. apríl 2006 á Grand Hótel Reykjavík, samþykkir að beina því til framkvæmdastjórnar ÍSÍ að stofna vinnuhóp sem skoði reglur um skráningu félagsmanna, iðkenda og 16


68. Íþróttaþing ÍSÍ 2006

Þinggerð

keppenda í íþróttahreyfingunni. Þá skal vinnuhópurinn kanna hvernig þessum málum er fyrirkomið á Norðurlöndum og leita leiða til að gera skráningarferlið skilvirkara. Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir gerði grein fyrir tilögunni og lagði til að tillögunni yrði vísað til allsherjarnefndar. Samþykkt að vísa tillögunni til allsherjarnefndar.

68. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 28.-29. apríl 2006 á Grand Hótel Reykjavík, fagnar öflugu kerfi íþróttahreyfingarinnar – Felix – og hvetur alla sambandsaðila að nýta sér þá möguleika sem kerfið býður upp á. Þingið leggur áherslu á að stöðugt verði unnið að þróun og endurbótum á kerfinu til að það nýtist sem best sem stjórntæki. Örn Andrésson gerði grein fyrir tillögunni og lagði til að henni yrði vísað til allsherjarnefndar. Samþykkt að vísa tillögunni til allsherjarnefndar.

68. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið 28. –29.apríl 2006 á Grand Hótel Reykjavík, leggur áherslu á að Íþróttanefnd ríkisins og /eða menntamálaráðuneytið taki formlega að sér og haldi utan um skráningu íþróttamannvirkja í landinu. Benedikt Geirsson gerði grein fyrir tillögunni og lagði til að henni yrði vísað til allsherjarnefndar. Samþykkt að vísa tillögunni til allsherjarnefndar.

68. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið 28.–29.apríl 2006 á Grand Hótel Reykjavík, tekur eindregið undir hugmyndir framkvæmdastjórnar ÍSÍ um náið samstarf íþróttahreyfingarinnar, heilbrigðisráðuneytisins og Lýðheilsustöðvar til að

17


68. Íþróttaþing ÍSÍ 2006

Þinggerð

sporna við offitu og hreyfingarleysi. Íþróttahreyfingin býður fram krafta sína til að skipuleggja öflugt viðnám og útrás á þeim vettvangi. Þingið bendir á þá staðreynd að útgjöld ríkisins á fjárlögum sem rekja má til sjúkdóma, lækninga og endurhæfingar og orsakast af hreyfingarleysi og offitu, nema milljörðum króna á hverju ári. Íþróttahreyfingin myndar öflugt net, stærstu félagsmálahreyfingar landsins sem hefur innan sinna raða 1000 starfseiningar um allt land og þessi félög og þeirra fólk, má nýta til áróðurs, skipulagningar og útrásar gagnvart öllum almenningi og þá ekki síst gagnvart þeim einstaklingum, sem ekki sækja alla jafna í iðkun íþrótta eða líkamsrækt. Þinginu er kunnugt um að hugmyndir ÍSÍ eru til athugunar hjá Lýðheilstöð og heilbrigðisráðuneyti og hvetur til skjótrar úrlausnar og niðurstöðu. Helga Magnúsdóttir gerði grein fyrir tillögunni og lagði til að henni yrði vísað til allsherjarnefndar. Samþykkt að vísa tillögunni til allsherjarnefndar.

68. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið 28.-29. apríl 2006 á Grand Hótel Reykjavík, samþykkir að fela framkvæmdastjórn ÍSÍ að stofna vinnuhóp sem taki út stöðu minnihlutahópa í samfélaginu varðandi starfsemi íþróttahreyfingarinnar almennt. Vinnuhópurinn skal skila hugmyndum og tillögum að úrbótum á formannafundi ÍSÍ 2006. Jón Gestur Viggósson gerði grein fyrir tillögunni sem var vísað til allsherjarnefndar. Samþykkt að vísa tillögunni til allsherjarnefndar.

68. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið 28. – 29. apríl 2006 á Grand Hótel Reykjavík, beinir því til framkvæmdastjórnar ÍSÍ og yfirstjórnar menntamála í landinu að lögð verði áhersla á aukinn hlut skóla, grunnskóla sem framhaldsskóla til eflingar ástundun íþrótta og hreyfingar. Þetta má gera í stefnumótun um íþróttastefnu Íslands, sem nú er í mótun, með auknu skyldunámi í íþróttum samkvæmt námsskrá, með niðurgreiðslum á þátttöku- og æfingagjöldum, með nánu samstarfi við íþróttafélög, með því að veita íþróttum innan skólakerfisins sama sess og listnámi, með skólamótakeppni og almennum áróðri og útbreiðslu ólíkra íþróttagreina, svo eitthvað sé nefnt. 18


68. Íþróttaþing ÍSÍ 2006

Þinggerð

Þá verði horft til þess að þróa möguleika fyrir afreksíþróttafólk til að stunda sína íþrótt innan ramma framhaldsskólans og til að njóta viðurkenningar á árangri og ástundun undir skipulagi viðkomandi sérsambands. Björg Blöndal gerði grein fyrir tillögunni og var henni vísað til allsherjarnefndar. Samþykkt að vísa tillögunni til allsherjarnefndar.

68 íþróttaþing ÍSÍ , haldið dagana 28. – 29. apríl á Grand Hótel Reykjavík þakkar það frumkvæði menntamálaráðherra að skipa nefnd um mótun íþróttastefnu Íslands og lætur í ljós ánægju með að nefndin hefur skilað frá sér áfangaskýrslu, sem nú á að fara til umræðu og kynningar. Lagt er til að þingið skipi sérstaka starfsnefnd hér á þinginu til að fara yfir skýrsluna og stöðu mála og komi á framfæri þeim áherslum sem íþróttahreyfingin leggur til varðandi áframhaldandi starf vinnuhópsins, ekki síst er varðar skipulags- og fjárhagsmál hinnar frjálsu íþróttahreyfingar. Ellert B. Schram gerði grein fyrir tillögunni og var henni vísað til nefndar um íþróttastefnu enda hreyfði enginn andmælum.

Lagt er til að Íþróttaþing ÍSÍ fái kynningu á störfum vinnuhóps um skipulagsmál íþróttahreyfingarinnar. Lárus Blöndal gerði grein fyrir tillögunni og var henni vísað til nefndar um íþróttastefnu.

Gunnar Bragason gerði grein fyrir fjárhagsáætlun ÍSÍ og lagði til að tillögunni yrði vísað til fjárhagsnefndar. Samþykkt að vísa tillögunni til fjárhagsnefndar.

19


68. Íþróttaþing ÍSÍ 2006

1.Framlag Alþingis 2. Íslensk Getspá 3. Ósóttir vinningar 4. Íslenskar Getraunir 5. Styrkir IOC/EOC 6. Aðrar tekjur

7. Skrifstofukostnaður 8. Þing og fundir innanl. 9. Þing og fundir erlendis 10. Framlag vegna fundaraðstöðu 11. Kostn. vegna stoðsviða og nefnda 12. Smáþjóðaleikar 13. Ólympíudagar Æskunnar 14. Íþróttaleg samskipti-Ólympíufjölsk. 15. Annar kostnaður 16. Verkefnasjóður 17. Íþróttamiðstöð Laugardal 18. Lyfjaeftirlit 19. Tölvukerfi íþróttahreyfingarinnar-Felix 20. Ólympíuleikar 21. Íþróttaþing 22. Sjóður ungra og efnilegra

Þinggerð

1 2 3 4 5 6

81.700.000 11.539.099 5.000.000 7.000.000 4.888.507 5.389.818

81.700.000 12.300.000 5.000.000 7.000.000 6.000.000 5.000.000

91 91.000.000 12.500.000 5.000.000 7.000.000 9.000.000 5.500.000

91.000.000 13.000.000 5.000.000 7.000.000 9.000.000 5.000.000

7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22

37.937.817 7.222.934 2.760.533 1.495.377 6.714.934 12.667.470 2.988.738 3.702.200 4.344.816 3.000.000 5.963.615 7.037.611 2.557.615 1.133.032 0 11.000.000

39.500.000 7.500.000 4.000.000 1.500.000 7.800.000 0 0 6.000.000 5.000.000 3.000.000 8.700.000 7.000.000 5.000.000 6.000.000 4.000.000 12.000.000

40.000.000 7.500.000 4.000.000 1.500.000 8.000.000 13.000.000 6.000.000 6.000.000 5.000.000 3.000.000 6.000.000 8.000.000 5.000.000 5.000.000 0 12.000.000

42.000.000 7.500.000 4.500.000 1.500.000 8.500.000 0 0 8.000.000 6.000.000 3.000.000 8.000.000 2.000.000 5.000.000 20.000.000 0 14.000.000

20


68. Íþróttaþing ÍSÍ 2006

Þinggerð

Engar frekari tillögur lágu fyrir þinginu.

Reynir Ragnarsson formaður kjörnefndar kynnti aðila í framboði til forseta ÍSÍ, framkvæmdastjórnar ÍSÍ og varastjórnar ÍSÍ. Reynir gat þess að dregið hefði verið um röð aðila til þess að koma í pontu. Tveir aðilar voru í framboði til forseta ÍSÍ, Ólafur Rafnsson formaður KKÍ og Sigríður Jónsdóttir varaforseti ÍSÍ. Ólafur Rafnsson óskaði fráfarandi stjórn hjartanlega til hamingju með frábæra skýrslu og farsælt starf. Hann sagðist hafa áhuga á því að leggja sitt af mörkum fyrir íþróttahreyfinguna og áleit að flestir þekktu hans störf fyrir hreyfinguna. Hann sagðist ekki gefa nein loforð um það hvernig hann hyggst stjórna hreyfingunni hljóti hann kosningu en lagði á það áherslu að aldrei mætti missa sjónar á kjarnastarfsemi hreyfingarinnar, grasrótarstarfsemi sem hann sagði skipta miklu máli í öllu starfi hreyfingarinnar. Hann sagði heimsóknir í grasrótina mjög mikilvægar og sagðist hafa gert slíkt sjálfur og myndi gera áfram hlyti hann kosningu. Hann sagði bjarta tíma framundan og að framtíðin bæri vöxt í för með sér, lagði á það ríka áherslu að hann yrði formaður allra í hreyfingunni. Hann þakkaði að lokum Sigríði Jónsdóttur fyrir drengilega baráttu og óskaði öllum velfarnaðar. Sigríður Jónsdóttir lagði framlag sitt til íþróttamála í dóm þingheims og gerði orð Jacques Rogge að sínum, „Ef þið konur bjóðið ykkur ekki fram þá náið þið aldrei kjöri“. Hún gat um bakgrunn sinn í handbolta og badminton, taldi sig aldrei hafa staðið framarlega í þeim greinum en sagði félagsmálin sína grein. Hún sagðist hafa komið inn í ÍSÍ 1997 og gat þess sérstaklega að Fyrirmyndarfélag ÍSÍ væri alfarið hennar hugmynd. Sigríður sagði þekkingu vera undirstöðu alls íþróttastarfs, að hreyfingin verði að nota áunna þekkingu. Hún sagðist halda áfram markvissu uppbyggingarstarfi, gat þess að ef starfið í grasrótinni væri vandað þá leiði það af sér afrek. Sigríður sagði það sér mikið kappsmál að nýta fjármagn sem best og taldi að markvisst afreksíþróttastarf sem farið er að vinna í samstarfi við framhaldsskólana sé komið til að vera. Sigríður sagði leitun að konum í forystu í íþróttastarfi en samt væri það stefna IOC að fjölga konum í stjórnunarstöðum. Hún endurtók það að 21


68. Íþróttaþing ÍSÍ 2006

Þinggerð

hún legði framlag sitt til íþróttamála í hendur þingheims og vonaði að þingheimur hefði kjark til að kjósa konu til forystu.

Framboð í framkvæmdastjórn, eftirtaldir aðilar kynntu framboð sitt: Kristrún Heimisdóttir Lárus Blöndal Örn Andrésson Helga Steinunn Guðmundsdóttir Gunnar Bragason Benedikt Geirsson Helga Magnúsdóttir Hafsteinn Pálsson Friðrik Einarsson Pálmi Matthíasson Engilbert Olgeirsson Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir Benedikt Sigurðarson Framboð í varastjórn, eftirtaldir aðilar kynntu framboð sitt: Jón Gestur Viggósson Oddný Árnadóttir Björg Blöndal Þingforseti gerði þinghlé til kl. 10.00 á laugardeginum 28. apríl.

Þingnefndir störfuðu í fundarsölum íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal. Þing hófst aftur kl. 10.00 á laugardeginum

22


68. Íþróttaþing ÍSÍ 2006

Þinggerð

Ásgerður Halldórsdóttir gerði grein fyrir störfum nefndar og umræðum um tillöguna. Tillagan kom óbreytt úr nefnd og var samþykkt samhljóða. Áfangaskýrsla vinnuhóps menntamálaráðherra um íþróttastefnu.

68. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 28. – 29. apríl á Grand Hótel Reykjavík fagnar framkominni skýrslu um íþróttastefnu Íslands og hvetur til áframhaldandi vinnu á þessum vettvangi. Hvatt er til þess að við lokagerð skýrslunnar verði lögð fram framkvæmdaáætlun til fjögurra ára þar sem m.a. verði skoðað hlutverk ríkis, sveitarfélaga og frjálsra félagasamtaka og verkaskiptingu þeirra á milli og verkefnum verði forgangsraðað. Lögð er áhersla á að haldið verði áfram stuðningi við afreksstarfið og sérsamböndin. Í skýrslunni eru margar góðar hugmyndir er munu snúna að íþrótthreyfingunni þegar kemur að framkvæmd hennar og vill hreyfingin taka þátt í því að vinna stefnunni framgang en til þess þarf fjármagn og leggur þingið til að gerður verði heildarsamningur við íþróttahreyfinguna sem tryggir að verkefnum verði komið í framkvæmd. Þingið hvetur einnig til að lögð verði meiri áhersla á skólaíþróttir og uppfyllt verði lög um lögboðinn tímafjölda í skólaíþróttum.

Lagt er til að Íþróttaþing ÍSÍ fái kynningu á störfum vinnuhóps um skipulagsmál íþróttahreyfingarinnar. Ásgerður Halldórsdóttir gerði grein fyrir umræðum um tillöguna. Gunnar Hallsson kom í pontu og taldi að til þess að hægt væri að ná árangri þá þyrfti að útvega landssvæðunum starfsmenn. Hann sagði þetta geta orðið að veruleika með því að dreifa skrifstofu UMFÍ um landið. Tillagan kom óbreytt úr nefnd og var samþykkt samhljóða.

Gísli Páll Pálsson gerði grein fyrir umræðum. nefnd og var samþykkt samhljóða.

Tillagan kom óbreytt úr

23


68. Íþróttaþing ÍSÍ 2006

Þinggerð

68. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 28.-29. apríl 2006 á Grand Hótel Reykjavík, samþykkir að heimila framkvæmdastjórn ÍSÍ að stofna fjögur sérsambönd á tímabilinu til næsta Íþróttaþings. Þær íþróttagreinar sem hér um ræðir eru vélhjóla- og vélsleðaíþróttir, í öðru lagi skylmingar, í þriðja lagi akstursíþróttir og í fjórða lagi hnefaleikar.

Snorri Ólsen gerði grein fyrir störfum laganefndar. Laganefnd gerði tillögu um að tillaga varðandi grein 5 yrði ekki samþykkt að svo stöddu, enda taldi nefndin ekki ljóst hvað breytingarnar hefðu í för með sér. Grein 4.1, tillagan samþykkt samhljóða. Grein 5, liður 5.6 tillaga nefndar um að tillagan sem lá fyrir þinginu yrði ekki samþykkt var samþykkt samhljóða. Grein 17, Þingforseti lagði til að ábending úr sal um að orðið „um“ væri látið falla út yrði tekin til greina og óskaði eftir samþykki þingheims til þess sem var fúslega veitt. Valgeir Jónasson vildi fá frekari skilgreiningu á því hvað tillagan fæli í sér, þ.e. hvort framkvæmdaráð réði þá öllu nema þegar framkvæmdastjórn fundar. Stefán Konráðsson útskýrði málin, gat um mikinn fjölda mála sem kæmu inn á borð framkvæmdastjórnar og gat þess sérstaklega að framkvæmdastjórn þyrfti að samþykkja allt sem framkvæmdaráð inni með. Tillagan samþykkt samhljóða. Grein 10. Tillagan samþykkt samhljóða, örlítið breytt í tengslum við grein 17 vegna hugtaksins framkvæmdaráð. Grein 55. Tillagan samþykkt samhljóða.

Tillögur um lagabreytingar Lagt er til að á eftir orðinu kynferðis bætist orðið:

.

Lagt er til að tillaga um nýjan lið, 5.6 verði ekki samþykkt.

24


68. Íþróttaþing ÍSÍ 2006

Þinggerð

Lagt er til að við grein 10.1 komi inn nýr liður, 10.1.c sem orðist svo: . Lagt er til að greinin orðist svo: Framkvæmdastjórnin heldur fundi eigi sjaldnar en einu sinni í mánuði. Milli funda annast

,

Forseti boðar til funda í framkvæmdastjórn. Lagt til að grein 55.2 falli niður. Lagt til að við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða er orðist svo: Samkvæmt 11. grein laga ÍSÍ skal Íþróttaþing haldið annað hvert ár. Samkvæmt því á næsta Íþróttaþing að fara fram vorið 2008. Því Íþróttaþingi er frestað um eitt ár og fer því fram vorið 2009. Eftir það skal Íþróttaþing haldið annað hvert ár í samræmi við 11. grein laga ÍSÍ.

Gísli Páll Pálsson gerði grein fyrir umræðum um tillöguna. samþykkt samhljóða.

Tillagan

68. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið 28.–29. apríl 2006 á Grand Hótel Reykjavík, felur framkvæmdastjórn ÍSÍ að leita eftir viðræðum við menntamálaráðuneytið um breytingar á fyrirkomulagi lyfjaeftirlits með íþróttamönnum á Íslandi, með það að markmiði að eftirlitið verði

25


68. Íþróttaþing ÍSÍ 2006

Þinggerð

framvegis í höndum sjálfstæðs og óháðs aðila utan íþróttahreyfingarinnar. Ennfremur veitir Íþróttaþing framkvæmdastjórn ÍSÍ heimild til að framselja núverandi verkefni lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ og lyfjaráðs ÍSÍ eða hluta þeirra til aðila utan íþróttahreyfingarinnar, ef til þessa kemur.

Gísli gerði grein fyrir umræðum um tillöguna. Tillagan samþykkt samhljóða, með tveimur smávægilegum breytingum sem komu frá nefnd.

68. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 28.- 29. apríl 2006, á Grand Hótel Reykjavík, beinir því til framkvæmdastjórnar ÍSÍ að leita eftir samstarfi við fjölmiðla og aðra aðila um að efla og styrkja umfjöllun um íþróttir. Markmiðið er að vinna þannig að auknum áhuga á iðkun íþrótta, hamla gegn fordómum og einhæfum staðalímyndum í tengslum við íþróttir og íþróttaiðkan og leggja áherslu á innlendar íþróttir.

Gísli gerði grein fyrir umræðum um tillöguna. Tillagan samþykkt samhljóða, með þremur smávægilegum breytingum sem komu frá nefnd.

68. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið 28.-29. apríl 2006 á Grand Hótel Reykjavík, felur framkvæmdastjórn ÍSÍ að skipa vinnuhóp sem fái það verkefni að endurskoða stefnu og aðgerðir íþróttahreyfingarinnar er varða börn og unglinga. Á það jafnt við stefnu er tengist íþróttaiðkun sem og forvörnum innan hreyfingarinnar. Stefnt skal að því að vinnuhópurinn skili tillögum til framkvæmdastjórnar ÍSÍ á haustmánuðum 2006 og að áherslubreytingar verði kynntar á formannafundi ÍSÍ í nóvember/desember 2006.

26


68. Íþróttaþing ÍSÍ 2006

Þinggerð

Sigurjón Pétursson gerði grein fyrir störfum fjárhagsnefndar hvað snertir þessa ályktun. Valdimar Leó Friðriksson fagnaði tillögunni og sagðist ætlast til þess að þeir sem bjóða sig fram til framkvæmdastjórnar og forseta ÍSÍ á þinginu fylgi þessu fast eftir. Hann lagði til að tillagan yrði samþykkt. Ályktunin samþykkt samhljóða með einni áherslubreytingu sem kom frá nefnd.

68. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið 28.–29.apríl 2006 á Grand Hótel Reykjavík, fagnar sérstakri styrkveitingu á fjárlögum 2006 til sérsambandanna, kr. 30 millj. sem verður að skoða sem viðurkenningu á þeim rökum ÍSÍ og sérsambandanna að efla beri grundvallarrekstur þeirra íþróttagreina sem stundaðar eru hér á landi. Þingið bendir jafnframt á þá staðreynd að sérsamböndin eru samtals 25 og þeim fer fjölgandi. Þingið ítrekar þá kröfu íþróttahreyfingarinnar, að þessum styrkveitingum verði haldið áfram, stighækkandi í að minnsta kosti kr. 100 milljónir á ári, eins og lagt var upp með. Menntamálaráðherra er hvattur til að gera langtímasamning um þetta mál við ÍSÍ sem taki gildi á árinu 2007.

Gísli Páll Pálsson gerði grein fyrir umræðum um ályktunina. samþykkt samhljóða, örlítið breytt frá nefnd.

Tillagan

68. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 28.-29. apríl 2006 á Grand Hótel Reykjavík, fagnar þeirri miklu uppbyggingu íþróttamannvirkja sem átt hefur sér stað á landsvísu. Þingið hvetur sveitarfélög til að halda áfram þessari góðu uppbyggingu og bendir á jákvæð samfélagsleg áhrif íþróttamannvirkja í nútímasamfélagi. Jafnframt hvetur Íþróttaþing sveitarfélög til að hafa samráð við íþróttahreyfinguna varðandi stefnumótun og uppbyggingu íþróttamannvirkja til æfinga og keppni. Jafnframt bendir þingið á nauðsyn þess að íþróttamannvirki séu nýtt með hagsmuni íþróttahreyfingarinnar að leiðarljósi.

27


68. Íþróttaþing ÍSÍ 2006

Gísli gerði grein fyrir umræðum um ályktunina. samhljóða.

Þinggerð

Tillagan samþykkt

68. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 28.-29. apríl 2006 á Grand Hótel Reykjavík, hvetur sveitarfélög á Íslandi til að styðja betur við starf íþróttahreyfingarinnar með auknum fjárframlögum til reksturs íþróttafélaga og niðurgreiðslna æfingagjalda barna og unglinga.

Gísli gerði grein fyrir umræðum um ályktunina. Guðjón Þorsteinsson benti á að þetta væri ekki einungis spurning um ferðakostnað heldur líka öryggi á ferðalögum og hvatti alla til að láta þetta mál fram ganga af miklum krafti. Valdimar Leó Friðriksson sagðist algjörlega ósammála þeirri skoðun að þessi ályktun hefði kannski lítið gildi eins og formaður allsherjarnefndar lét í veðri vaka. Hann taldi skýrt að ríkið ætti að setja fjármagn í þennan sjóð og að ef krafan kæmi skýrt fram frá þinginu og þessu máli fylgt fast eftir af framkvæmdastjórn þá kæmist þetta í höfn. Gísli Páll útskýrði sitt mál og sagðist mjög fylgjandi tillögunni en að með því að efast þá væri hann að brýna það fyrir framkvæmdastjórn að ná þessu í gegn. Stefán Konráðsson nefndi að Sigurður Kári Kristjánsson hefði komið hingað sérstaklega á þingið í gær af því að hann vissi af þessari tillögu. Hann sagði þessa tillögu afar mikilvæga og taldi að fyrir lægi þverpólitísk samstaða um málið á þingi. Hann lagði á það áherslu að tillagan yrði samþykkt. Þór Vilhjálmsson taldi þetta stórmál og taldi málið snúast um það hvort allir hefðu aðgang að íþróttakeppnum á Íslandi. Hann nefndi óheyrilegan kostnað í Vestmannaeyjum vegna ferðalaga í tengslum við íþróttakeppnir, hann skoraði á stjórn að fylgja þessu máli eftir. Hörður Oddfríðarson taldi málið gífurlegt hagsmunamál, ekki bara þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins því að kappleikir færu ekki fram nema lið mæti til leiks.

28


68. Íþróttaþing ÍSÍ 2006

Þinggerð

Jóhann Torfason taldi ástæðu til að knýja enn frekar á t.d. hvað snertir FÍ. Hann nefndi ferðakostnað ferða frá Ísafirði á Andrésar andarleika á Akureyri sem hefði verið kr. 1.400.000.- Hann sagði iðkendur sjálfa og foreldra þeirra þurfa að greiða þessa fjárhæð því að hana væri hvergi að finna annars staðar. Hann taldi þá sem um stjórnartauma halda fyllilega trausta til þess að leysa þetta mál farsællega. Ályktunin var samþykkt samhljóða.

68. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 28.-29. apríl 2006 á Grand Hótel Reykjavík, felur framkvæmdastjórn ÍSÍ að eiga viðræður við ríkisvaldið um stofnun sjóðs sem hafi það að markmiði að jafna ferðakostnað íþróttahreyfingarinnar.

Gísli gerði grein fyrir umræðum um ályktunina. Samþykkt samhljóða.

68. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 28.-29. apríl 2006 á Grand Hótel Reykjavík, fagnar þeim góða rekstrarárangri sem fyrirtæki íþróttahreyfingarinnar, Íslensk getspá og Íslenskar getraunir, hafa náð á undanförnum árum. Þingið hvetur sambandsaðila sína til að standa vörð um þessa helstu tekjulind íþróttahreyfingarinnar. Þingið hvetur stjórnir fyrirtækjanna til að vera vakandi í rekstrinum á erfiðum markaði og skoða allar leiðir til að lækka kostnað og auka tekjur.

Þingforseti tilkynnti næsta dagskrárlið sem var kosning til forseta ÍSÍ og gaf Stefáni Konráðssyni orðið. Stefán fór yfir málin og afhenti atkvæðaseðla til héraðssambanda/íþróttabandalaga og sérsambanda eftir fjölda þingfulltrúa.

29


68. Íþróttaþing ÍSÍ 2006

Sigurjón Pétursson gerði grein fyrir tillögunni. samhljóða.

Þinggerð

Tillagan samþykkt

68. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 28.-29. apríl 2006 á Grand Hótel Reykjavík, samþykkir að leggja Ólympíusjóð ÍSÍ niður í núverandi mynd og sameina hann Afrekssjóði ÍSÍ.

Gísli gerði grein fyrir umræðum um tillöguna. samhljóða.

Tillagan samþykkt

68. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 28.-29. apríl 2006 á Grand Hótel Reykjavík, felur framkvæmdastjórn ÍSÍ að stofna vinnuhóp sem skoði reglur um skráningu félagsmanna, iðkenda og keppenda í íþróttahreyfingunni. Þá skal vinnuhópurinn kanna hvernig þessum málum er fyrirkomið á Norðurlöndum og leita leiða til að gera skráningarferlið skilvirkara.

Gísli gerði grein fyrir umræðum um ályktunina. Ályktunin var samþykkt samhljóða.

68. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 28.-29. apríl 2006 á Grand Hótel Reykjavík, fagnar öflugu kerfi íþróttahreyfingarinnar – Felix – og hvetur alla sambandsaðila til að nýta sér þá möguleika sem kerfið býður upp á. Þingið leggur áherslu á að stöðugt verði unnið að þróun og endurbótum á kerfinu til að það nýtist sem best sem stjórntæki.

30


68. Íþróttaþing ÍSÍ 2006

Þinggerð

Gísli gerði grein fyrir umræðum um ályktunina. Ályktunin samþykkt með þorra atkvæða gegn einu.

68. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið 28. –29.apríl 2006 á Grand Hótel Reykjavík, leggur áherslu á að Íþróttanefnd ríkisins og /eða menntamálaráðuneytið taki formlega að sér og haldi utan um skráningu íþróttamannvirkja í landinu.

Gísli gerði grein fyrir umræðum um tillöguna. samhljóða.

Tillagan samþykkt

31


68. ÍÞRÓTTAÞING ÍSÍ GRAND HÓTEL, REYKJAVÍK

68. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið 28.–29.apríl 2006 á Grand Hótel Reykjavík, tekur eindregið undir hugmyndir framkvæmdastjórnar ÍSÍ um náið samstarf íþróttahreyfingarinnar, heilbrigðisráðuneytisins og Lýðheilsustöðvar til að sporna við offitu og hreyfingarleysi. Íþróttahreyfingin hefur boðið fram krafta sína til að skipuleggja öflugt viðnám og útrás á þeim vettvangi. Þinginu er kunnugt um að hugmyndir ÍSÍ eru til athugunar hjá Lýðheilsustöð og heilbrigðisráðuneyti og hvetur til skjótrar úrlausnar og niðurstöðu.

Gísli gerði grein fyrir umræðum um tillöguna. Tillagan samþykkt samhljóða.

68. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið 28.-29. apríl 2006 á Grand Hótel Reykjavík, samþykkir að fela framkvæmdastjórn ÍSÍ að stofna vinnuhóp sem taki út stöðu minnihlutahópa í samfélaginu varðandi starfsemi íþróttahreyfingarinnar almennt. Vinnuhópurinn skal skila hugmyndum og tillögum að úrbótum á formannafundi ÍSÍ 2006.

Gísli gerði grein fyrir umræðum um tillöguna. Benedikt Sigurðarson taldi um mikið verkefni að ræða en vildi benda á það að hluti af þeim vanda sem íþróttafólk ætti við að glíma væri viðhorf skólakerfisins. Guðjón Þorsteinsson þakkaði fyrir góðan fund í allsherjarnefnd. Hann sagði umhverfið því betur vera að breytast og að skóli og íþróttir ættu meiri samleið en áður en þó alls ekki næga. Hann taldi þetta mál eitt af brýnustu verkefnum nýrrar stjórnar ÍSÍ. Hann benti á það að íþróttir væru menning og að það bæri að líta á þær sem slíkt. Hann taldi líka mikilvægt að foreldrar bökkuðu börn sín upp. Tillagan samþykkt samhljóða.


Íþróttaþing ÍSÍ 2006

Þinggerð

68. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið 28.– 29. apríl 2006 á Grand Hótel Reykjavík, felur framkvæmdastjórn ÍSÍ að beina því til yfirstjórnar menntamála í landinu að lögð verði áhersla á aukinn hlut skóla, grunnskóla sem framhaldsskóla, til eflingar ástundun íþrótta og hreyfingar og að vægi íþróttakennslu verði aukið enn frekar. Mikilvægt er að öll skólastig fari eftir þeim námskrám sem gilda um íþróttaiðkun. Þetta má gera í stefnumótun um íþróttastefnu Íslands, sem nú er í mótun, með auknu skyldunámi í íþróttum samkvæmt námsskrá, með niðurgreiðslum á þátttöku- og æfingagjöldum, með nánu samstarfi við íþróttafélög, með því að veita íþróttum innan skólakerfisins sama sess og listnámi, með skólamótakeppni og almennum áróðri og útbreiðslu ólíkra íþróttagreina, svo eitthvað sé nefnt. Þá verði horft til þess að þróa möguleika fyrir afreksíþróttafólk til að stunda sína íþrótt innan ramma framhaldsskólans og til að njóta viðurkenningar á árangri og ástundun undir skipulagi viðkomandi sérsambands.

Sigurjón gerði grein fyrir störfum nefndar. Samþykkt samhljóða.

91 1. Framlag Alþingis 2. Íslensk Getspá 3. Ósóttir vinningar 4. Íslenskar Getraunir 5. Styrkir IOC/EOC 6. Aðrar tekjur

7. Skrifstofukostnaður 8. Þing og fundir innanl. og kostn. Stjórnar 9. Þing og fundir erlendis 10. Framlag vegna fundaraðstöðu

1 2

81.700.000 11.539.099

81.700.000 12.300.000

91.000.000 12.500.000

91.000.000 13.000.000

3 4

5.000.000 7.000.000

5.000.000 7.000.000

5.000.000 7.000.000

5.000.000 7.000.000

5 6

4.888.507 5.389.818

6.000.000 5.000.000

9.000.000 5.500.000

9.000.000 5.000.000

7

37.937.817

39.500.000

40.000.000

42.000.000

8 9 10

7.222.934 2.760.533 1.495.377

7.500.000 4.000.000 1.500.000

7.500.000 4.000.000 1.500.000

7.500.000 4.500.000 1.500.000

33


Íþróttaþing ÍSÍ 2006 11. Kostnaður vegna stoðsviða og nefnda 12. Smáþjóðaleikar 13. Ólympíudagar Æskunnar 14. Íþróttaleg samskiptiÓlympíufjölskyldan 15. Annar kostnaður 16. Verkefnasjóður 17. Íþróttamiðstöð Laugardal 18. Lyfjaeftirlit 19. Tölvukerfi íþróttahreyfingarinnarFelix 20. Ólympíuleikar 21. Íþróttaþing 22. Sjóður ungra og efnilegra

Þinggerð

11

6.714.934

7.800.000

8.000.000

8.500.000

12

12.667.470

0

13.000.000

0

13

2.988.738

0

6.000.000

0

14

3.702.200

6.000.000

6.000.000

8.000.000

15

4.344.816

5.000.000

5.000.000

6.000.000

16

3.000.000

3.000.000

3.000.000

3.000.000

17 18

5.963.615 7.037.611

8.700.000 7.000.000

6.000.000 8.000.000

8.000.000 2.000.000

19 20 21

2.557.615 1.133.032 0

5.000.000 6.000.000 4.000.000

5.000.000 5.000.000 0

5.000.000 20.000.000 0

22

11.000.000

12.000.000

12.000.000

14.000.000

Þingforseti gaf formanni kjörnefndar, Reyni Ragnarssyni orðið vegna niðurstöðu í kjöri til forseta ÍSÍ. Reynir sagði 233 atkvæði hafa verið greidd. Sigríður fékk 113 atkvæði og Ólafur Rafnsson 120 atkvæði. Þingforseti lýsti Ólaf Rafnsson réttkjörinn forseta ÍSÍ og bauð honum að koma í pontu. Ólafur þakkaði stuðning þingheims og þakkaði Sigríði Jónsdóttur hjartanlega fyrir heiðarlega kosningabaráttu. Hann sagðist ekki hafa gefið neinar yfirlýsingar fyrir kosningarnar. Hann sagðist þ.m. ekki skulda neinum neitt en sagðist engu að síður skulda öllum þingheimi allt og vonaðist eftir góðu samstarfi við hreyfinguna. Þingforseti sagðist því miður þurfa að hverfa af vettvangi vegna annarra starfa og þakkaði kærlega fyrir sig. Varaþingforseti tók við störfum þingforseta. Þingforseti leitaði afbrigða þingsins varðandi möguleika Sigríðar Jónsdóttur á framboði í framkvæmdastjórn. Þingheimur klappaði hátt og leit þingforseti svo á að afbrigðin væru samþykkt og gaf Sigríði orðið. Sigríður Jónsdóttir óskaði Ólafi Rafnssyni til hamingju með kosninguna, taldi hann vel að henni kominn og þakkaði spennandi kosningar. Sigríður vonaði að hún hefði brotið ákveðinn ís með framboði sínu og hvatti konur til dáða. Hún sagðist ekki túlka niðurstöður sem vantraust á sig og sagðist því telja það rangt af sér að gefa ekki kost á sér til setu í framkvæmdastjórn.

34


Íþróttaþing ÍSÍ 2006

Þinggerð

Þingforseti gaf Stefáni Konráðssyni orðið vegna kosninga til framkvæmdastjórnar. Stefán fór yfir málin og afhenti atkvæðaseðla til sérsambanda, héraðssambanda og íþróttabandalaga. Þingforseti veitti upplýsingar um hádegisverð um kl. 12.05 og sagði þingstörf hefjast aftur kl. 13.00. Ólafur Rafnsson nýkjörinn forseti ÍSÍ kom í pontu og leitaði afbrigða þingsins varðandi þá löngun sína að gera Ellert B. Schram að heiðursforseta ÍSÍ og flutti tillögu þess efnis með leyfi þingheims. Þingforseti leitaði samþykkis þingsins fyrir afbrigðinu sem var samþykkt samhljóða. Þingið samþykkti einnig tillögu Ólafs samhljóða. Ellert þakkaði fyrir sig og óskaði nýjum forseta og hreyfingunni til hamingju. Hann sagði þingið hafa verið afar gott og góður andi svifið þar yfir. Hann taldi það afar mikinn heiður að vera kosinn heiðursforseti. Þingforseti tilkynnti hádegisverðarhlé til 13.15 en ekki 13.00 eins og áður hafði verið tilkynnt. Þingforseti gaf Reyni Ragnarssyni orðið. Reynir las upp niðurstöður kosninga til framkvæmdastjórnar. Niðurstöður urðu eftirfarandi: Gunnar Bragason Lárus Blöndal Hafsteinn Pálsson Kristrún Heimisdóttir Helga Magnúsdóttir Örn Andrésson Sigríður Jónsdóttir Engilbert Olgeirsson Helga Steinunn Guðmundsdóttir Friðrik Einarsson

215 215 212 205 187 187 184 170 160 145

atkvæði atkvæði atkvæði atkvæði atkvæði atkvæði atkvæði atkvæði atkvæði atkvæði

Þingforseti gaf Stefáni Konráðssyni orðið varðandi kosningu í varastjórn ÍSÍ. Stefán afhenti héraðssamböndum/íþróttabandalögum og sérsamböndum atkvæðaseðla. Þingforseti gerði hlé á þingi á meðan beðið væri niðurstöðu talningar atkvæða til varastjórnar. Þingforseti las upp tillögu um tvo skoðunarmenn og tvo til vara. Tilnefndir voru Hallgrímur Þorsteinsson og Tryggvi Geirsson og til vara Sigríður Ármannsdóttir og Friðjón Friðjónsson. Samþykkt samhljóða. Kosning í dómstól ÍSÍ, sex aðilar og aðrir sex aðilar í áfrýunardómstól ÍSÍ. Tilnefndir í dómstól ÍSÍ voru Gunnar Guðjónsson, Halldór Frímannsson, Halldór Halldórsson, Björn 35


Íþróttaþing ÍSÍ 2006

Þinggerð

Lárusson, Ólafur Björnsson og Sigurður Ingi Halldórsson. Samþykkt samhljóða. Tilnefndir í áfrýjunardómstól ÍSÍ voru Jón G. Zoega, Gestur Jónsson, Snorri Ólsen, Helgi I. Jónsson, Björgvin Þorsteinsson og Karl Gauti Hjaltason. Samþykkt samhljóða. Tilnefndir í Kjörnefnd voru Reynir Ragnarsson, Eggert Magnússon, Ásgerður Halldórsdóttir, Jón Albjörn Sigurbjörnsson og Elísabet Eyjólfsdóttir. Til vara voru tilnefnd þau Valdimar Leó Friðriksson og Birna Bjarnadóttir. Hvort tveggja samþykkt samhljóða. Jóhann Tryggvason formaður UÍA kom í pontu og flutti nokkrar skemmtilegar vísur. Þingforseti gaf Reyni Ragnarssyni orðið varðandi niðurstöðu til kjörs í varastjórn. Niðurstöður urðu eftirfarandi: Jón Gestur Viggósson Oddný Árnadóttir Ingibjörg B. Jóhannesdóttir

204 atkvæði 160 atkvæði 154 atkvæði

Þingforseti gaf nýkjörnum forseta ÍSÍ, Ólafi Rafnssyni orðið til að slíta þingi. Ólafur taldi átakalítið þing bera merki um öflugt skilaboðaflæði. Hann taldi að stór hluti óánægju skapaðist oftast vegna skorts á upplýsingaflæði. Hann óskaði aðilum í framkvæmdastjórn og varastjórn til hamingju með kjör sitt og sagðist hlakka mikið til þess að vinna með þessu ágæta fólki. Hann sagði fjölmörg framboð bera vott um áhuga fólks á starfinu og það væri vel. Hann óskaði öllum góðrar heimferðar og velgengni hvar sem aðilar væru staddir innan hreyfingarinnar. Að þeim orðum sögðum sleit hann þingi um kl. 14.10.

Alfreð Þorsteinsson 1. þingforseti

Viðar Sigurjónsson 1. þingritari

36

Þinggerð 2006  
Þinggerð 2006  
Advertisement