Page 1

Íþróttaþing 2004 - þinggerð

67. þing Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands haldið á Grand Hótel í Reykjavík 24. apríl 2004.

Þingið hófst kl. 09.30 með því að forseti ÍSÍ Ellert B. Schram o.fl. tóku á móti forseta Íslands, herra Ólafi Ragnari Grímssyni og fylgdu honum í þingsal. Framkvæmdastjóri ÍSÍ, Stefán S. Konráðsson bauð gesti og þingfulltrúa velkomna og kynnti í pontu forseta ÍSÍ Ellert B. Schram.

1. Setning þingsins , forseti ÍSÍ, Ellert B. Schram. Herra forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Umhverfisráðherra Siv Friðleifsdóttir Varaformaður UMFÍ Helga Guðjónsdóttir Heiðursforseti ÍSÍ Gísli Halldórsson, Heiðursfélagar ÍSÍ Þingfulltrúar Aðrir góðir gestir Ég held að ég geti sagt fyrir munn margra, sem hér eru mættir á íþróttaþing að þegar litið er yfir farinn veg og langa ævi, þá er fátt sem jafnast á við það að taka þátt í íþróttum og keppni. Sjálfur á ég mína sögu og mín augnablik á þeim vettvangi og minnist þess alls með ánægju og eftirsjá. Andrúmsloftið í búningsklefanum, hjátrúin sem gekk stundum út í öfgar, gleðin yfir sigrunum, nautnin af áreynslunni og þessir harðsnúnu keppinautar, sem urðu þess stundum valdandi, að heimurinn hrundi og næturnar urðu að andvökum og martröðum. Og nú á seinni árum, þegar ég er ekki lengur samkeppnisfær á íþróttavellinum, hef ég notið þeirra forréttinda að fá að fylgjast með og vera viðstaddur samskonar lífsreynslu yngri kynslóðanna, í blíðu sem stríðu. Íþróttirnar endurspegla lífið sjálft. Gleði og grát, aga og einbeitingu, markmið og metnað, þroska og þrautseigju. Gildi íþróttanna er ekki síður fólgið í ósigrunum en sigrunum, þar lærir maður lexíu sem nýtist á öðrum sviðum og líkamlegur styrkur dugir skammt ef ekki fylgir hugur máli. Og athöfnum. Þetta er samspil tauga og sálar, átaka og einbeitingar, hugar og handa. Við lærum að leika með okkar eigin kraft og getu, okkar eigin mátt og megin, en við lærum einnig samskipti við aðra, félagsanda og virðingu fyrir andstæðingum. Fyrir dómurum og reglum, leik og lífi og við lærum þá gullnu reglu, að æfingin skapar meistarann. Já, allt þetta hef ég lært og meira til vegna þátttöku minnar í íþróttum og afskipta af íþróttamálum. Og svo er um flest ykkar, ef ekki öll, sem hér eruð samankomin á íþróttaþingi og eruð hér mætt, vegna framlags ykkar til

1


Íþróttaþing 2004 - þinggerð íþróttanna og þeirrar sannfæringar að íþróttir leika stórt hlutverk í þroskaferli hverrar manneskju og hafa mikla þýðingu fyrir uppeldi og aðlögun að þeirri lífsbaráttu, sem allir þurfa að takast á við. Afrek og verðlaunasæti eru auðvitað stór hluti af okkar metnaði og meðvitund, en hitt er þó mikilvægara, þegar upp er staðið, að eiga hlutdeild í því verkefni, þeirri markaðssókn, svo notuð sé nútímaskilgreining, sem háð er undir merkjum íþróttanna. Þar leggjumst við öll á eitt, þótt stundum sé ekki á vísan að róa, fjárskortur til trafala, aðbúnaður og aðstaða vanbúin, getan takmörkuð, skilningsleysi hjá öðrum, margvíslegar torfærur og ljón á veginum. Það geta ekki allir orðið afreksfólk í íþróttum. Það vitum við öll. En mikilsvert er það, engu að síður, að leyfa öllum að njóta ilmsins af þeim rétti og finna sem flestum viðfangsefni við sitt hæfi, enda er það lykilatriði og grundvallartilgangur íþróttasamtakanna og íþróttafélaganna, að ala sem flesta upp í anda drengskapar og manndóms, að leggja sitt af mörkum til hvers einstaklings í þjóðfélaginu, að hann megi finna smjörþefinn af gildi íþróttaiðkunar, sjálfum sér og öðrum til þroska og þjálfunar. Ég held að augu samfélagsins séu að opnast fyrir þessum sjónarmiðum og skilningi. Okkar sjálfra einnig. Það sem í rauninni hefur verið að gerast á allra síðustu árum, er einmitt þetta að bæði við sjálf og aðrir í kringum okkur, samfélagið í heild sinni, er að átta sig á að íþróttir eru ekki einasta keppni um verðlaunasæti og sigurlaun, ekki aðeins vettvangur hinna bestu og fræknustu, ekki eyland í umhverfinu, heldur samfélagslegur þáttur, sem teygir anga sína inn á hvert heimili, sem varðar líf og heilsu og hamingju. Foreldrar skynja betur en áður, að það sé börnum þeirra hollt að kynnast íþróttunum, félögin eru meðvitaðri um að þau þurfi að skapa aðstöðu, verkefni og umönnun alls fjöldans; miðaldra fólk gerir sér ljóst að hreyfing er forsenda góðrar heilsu; heilbrigðisyfirvöld sjá og skilja að hér er á ferðinni mikilvæg forvörn og bæjaryfirvöld, sveitarfélög, viðurkenna gildi íþróttastarfsins sem einn af mikilvægustu hornsteinum mannlífsins á hverjum stað. Þannig og í þessu ljósi eru íþróttir almenningseign, viðfangsefni, tómstundagaman og lífsfylling ungra sem gamalla, karla sem kvenna, menntun, menning, heilsubót og skemmtan allra aldurshópa, án tillits til stétta eða stöðu einstaklinganna. Íþróttir eru hluti af menntun og íþróttir eru menning í þeirri einföldu en augljósu mynd, að menning er það sem mennirnir hafast að. Flóknara er það ekki. Íþróttahreyfingin í landinu er með öðrum orðum, ekki lengur hornreka, þegar kemur að atburðum, aðstöðu eða athygli. Hún er ekki og á ekki að vera ein og aðskilin. Íþróttir eru fyrir alla. Strákar og stelpur að sinna áhugamáli sínu, hlaupa, sparka, kasta eða synda sér til ánægju og útrásar. Já, talandi um sundið, þá er einn skemmtilegasti atburður hvers árs, sem mér er heiður að vera viðstaddur, þegar Íþróttasamband fatlaðra efnir til nýjársmóts í sundi fyrir fatlaða og þroskahefta unglinga og börn. Hvílík gleði hjá krökkunum,

2


Íþróttaþing 2004 - þinggerð hvílík uppörvun og hvílíkt stolt sem skín úr augum foreldranna, þegar börn þeirra ná takmarkinu og snerta bakkann að loknu sundi. Og það sama á við um hina krakkana, sem ganga heil til skógar, í bikarkeppni Sundsambandsins, þar sem félagsandi og samheldni svífur yfir vötnunum og hreysti og leikgleði skín úr hverju andliti. Og það sama má segja um allar íþróttir og íþróttamót, þar sem blessuð börnin og óharðnaðir unglingar etja kappi við hvert annað og hverju marki, hverju spori, hverju höggi er fagnað eins og heimsmeistaratitill sé í húfi. Ég þarf ekki að fara fleiri orðum um slík augnablik og atvik. Þið þekkið það öll. Og lengi býr að fyrstu gerð. Þetta er uppeldið, þetta er leikgleðin, þetta er menningarlegt og félagslegt gildi íþróttanna, sem er á við margar kennslustundir og uppeldisfræðslu og skólastefnur. Og hér er ábyrgð okkar mikil: forystumannanna, sem standa fyrir uppákomunum; þjálfaranna, sem leiða sína liðsmenn, og aðstandendanna, sem verða að skilja tilganginn með þessu öllu. Forðast lítilsvirðingu gagnvart keppinautunum, forðast einelti gagnvart þeim sem lakari eru, forðast sigurhroka og vanstillingu, vegna þess að á þessum vettvangi eru börnin og skjólstæðingar okkar í rauninni að stíga sín fyrstu spor á þeirri vegferð lífsins, þar sem hættur og freistingar af slíkum toga, eru brunnar, sem börn og fullorðnir hafa tilhneigingu til að falla í. Við erum að byrgja þessa brunna og ganga á undan með góðu fordæmi. Það er að minnsta kosti ætlunin. Til þess erum við. Starf og umsvif Íþrótta –og Ólympíusambands Íslands hefur á undanförnum misserum og mánuðum dregið dám af þessari þróun, þar sem skilningur og ábyrgð okkar gagnvart menningu, uppeldi og samfélagslegu hlutverki íþróttanna hefur skýrst. Við höfum lagt aukna rækt við hreyfingu og líkamsrækt almennings, við höfum eflt fræðslu og menntun þjálfara og stjórnenda, við höfum gefið heilbrigðisþættinum meiri gaum, við höfum lagt aukna áherslu á forvarnagildið og ímynd fyrirmyndarfélaganna í hreyfingunni. Skýrsla framkvæmdastjórnar ber þess glöggan vott. Framkvæmdastjórn ÍSÍ og skrifstofa sambandsins er og á að vera bakhjarl og stuðpúði íþróttafélaganna og íþróttalífsins í landinu. Þar úti er grasrótin, þar stíga börnin sín fyrstu spor og lengi býr að fyrstu gerð. Þar fer þjálfunin fram og keppnin. Þaðan eru þið komin, ágætu fulltrúar á íþróttaþingi og berið uppi undirstöðustörfin í sjálfum hita leiksins. Íþróttasambandið eru regnhlífarsamtök ykkar, ÍSÍ er talsmaður heildarinnar, andlit hreyfingarinnar allrar og ber skyldur og ábyrgð á að lögum og reglum sé fylgt. Og starfið sé samræmt og skili árangri. Þannig hefur ÍSÍ sett ykkur og okkur öllum markmið um ímynd og fyrirmynd og fjölmörg félög hafa brugðist vel við, af metnaði og ábyrgð, og fengið viðurkenningu fyrir gott starf og góða reglu. Ég óska öllum þeim félögum, sem hafa verið útnefnd fyrirmyndarfélög ÍSÍ, til hamingju. Og þau eiga eftir að verða fleiri. Þannig holum við steininn hægt og bítandi og styrkjum grundvöllinn, sjálfa grasrótina. Þetta er hlutverk ÍSÍ, að vera leiðarvísir á þeirri vegferð, að gera íþróttaumhverfið aðlaðandi og eftirsóknarvert og á þessu þingi munu verða

3


Íþróttaþing 2004 - þinggerð kynntar niðurstöður rannsókna sem sanna gildi íþróttanna og þeirrar nauðsynjar að hver og einn einstaklingur hreyfi sig og spreyti sig og fái að vera með. Þetta er undirstaðan. Svo kemur hitt, sem er ánægjulegur ávöxtur og árangur af góðu starfi, þegar okkar fólk vinnur til verðlauna með afrekum sínum og skarar fram úr. Það eru laun erfiðisins og við þekkjum væntanlega flest hver þá sigurtilfinningu, þá sælu, sem er samfara því, þegar börnin okkar, félagar okkar eða íþróttafólk okkar, fagnar að leikslokum. Eða þegar vel er gert. Íþróttasambandið hefur getað aukið verulega styrki og stuðning við íþróttafólkið á síðustu árum. Það er gleðileg þróun og meðal annars að þakka nánu samstarfi og góðum skilningi hjá stjórnvöldum og stjórnmálamönnum. Fyrir það erum við þakklát. Fjölmörg íþróttamannvirki hafa verið reist þessi tvö síðustu ár, síðan íþróttaþing var haldið í Hafnafirði 2002. Fjárveitingar frá Alþingi og ríkisstjórn til íþróttamála og eru þá fjárveitingar til UMFÍ meðtaldar, nema á þessu ári samtals kr 295 millj. kr.sem er aukning um 80 millj. kr. frá 2002. Nokkur sveitarfélög hafa ákveðið að greiða niður æfinga- og þátttökugjöld barna í íþróttum. Heilbrigðisyfirvöld hafa hafist handa um markvissa útrás gegn offitu og hreyfingarleysi, nýr menntamálaráðherra hefur heitið fullu og nánu samstarfi um eflingu íþróttastarfsins, skipulega og fjárhagslega. Og við þurfum sjálf að taka til í okkar eigin ranni. Hér á þinginu liggur fyrir tillaga frá stjórn ÍSÍ um markvissar afreksstefnur af hálfu sérsambanda og áskorun um auknar fjárveitingar frá alþingi þeim til handa. Ennfremur liggur fyrir að framkvæmdastjórn hefur breytt reglum um úthlutanir úr afrekssjóði sem fela í sér meiri sveigjanleika í styrkveitingum afrekssjóðs og þá um leið fleiri möguleika til að styðja við bakið á þeim landsliðsverkefnum og sérsamböndum, sem á stundum hafa orðið útundan. Hvorutveggja, stuðningur að ofan og stuðningur niður í grasrótina, er háð því fjármagni, sem ÍSÍ hefur yfir að ráða. Hver króna er dýrmæt og skiptir máli. Vonandi halda fjárveitingar hins opinbera áfram að hækka og vonandi tekst okkur í íþróttahreyfingunni að ná betri sátt um úthlutun takmarkaðra tekna okkar. Þar á ég fyrst og fremst við arðinn af lottóinu í gegnum Íslenska Getspá. Á síðustu tveim árum fengu ÍSÍ og UMFÍ samtals kr. 637 milljónir króna arð af rekstri Lóttósins, til úthlutunar til hins frjálsa íþróttastarfs. Þetta er mikið fé og ekki sama hvernig með það er farið. Eins og þið flest munið, var samþykkt á síðasta íþróttaþingi að stefna að því að líta á þennan arð ÍSÍ og UMFÍ sem einn sameiginlegan pott, sem skipt væri út eftir einni samræmdri stefnu. Sú yfirlýsing er sprottin af þeirri staðreynd, að margir telja að þessu fé sé misskipt. Miðað við þær reglur sem farið er eftir í dag, miðað við íbúa, 18 ára og yngri, er mismunur á arðgreiðslum pr. höfuð, frá 1100 krónum á einum stað, upp í 6500 krónum á öðrum stað. Ef litið er til síðustu tveggja ára hafa nær 40 milljónir króna verið teknar frá einum og færðar öðrum. Við búum við kerfi sem í rauninni slær skjaldborg um misrétti og misskiptingu.

4


Íþróttaþing 2004 - þinggerð Niðurstaða hefur enn ekki fengist um leiðréttingu, en auðvitað má það ekki dragast öllu lengur, þannig að allir sitji við sama borð. Eða amk meiri jöfnuður náist en nú er. Jafnframt vil ég sömuleiðis ítreka, ekki síst í ljósi þess sem ég hef gert hér að umtalsefni, að íþróttirnar eru fjölbreyttar og margvíslegar, sumar stórar og vinsælar, aðrar fámennar og afmarkaðar. Það sama gildir um íþróttahéruðin. Þau eru misstór og mismunandi fjölmenn. En samstaða og skilningur, milli okkar, frá einum til annars, er nauðsynleg forsenda og ÍSÍ hefur skyldur og ábyrgð gagnvart öllum þeim, sem standa fyrir skipulögðu íþróttastarfi, smáum sem stórum, vegna þess að þetta er ein órofa heild, þar sem tilvistarréttur og samstaða, skal virt og viðurkennt í þessum heildarsamtökum. Það kostar sitt að vera til. Ágætu þingfulltrúar Hér á eftir verður gerð grein fyrir störfum og reikningum ÍSÍ. Óþarfi er að tíunda það fyrirfram í setningarræðu. En við þetta tækifæri hef ég hinsvegar leitast við að sýna fram á, að okkur hefur miðað fram á veg á undanförnum misserum og íþróttalífið nýtur vaxandi virðingar og skilnings í þjóðfélaginu. Ég hef haft þann heiður og notið þeirrar ánægju að fara í fararbroddi þessarar fylkingar á undanförnum árum. Mér þykir ástæða til að láta ykkur vita af því, að ég mun gefa kost á mér sem forseti ÍSÍ til næstu tveggja ára, en að því búnu, og ef ég verð endurkjörinn, þá verður það í síðasta sinn. Þá verður þetta orðið ágætt. Maður verður að skilja sinn vitjunartíma, ekki satt, hversu góður og hraustur og ómissandi sem maður kann annars að halda að maður sé. Engin má sköpun renna. Ég eldist víst eins og aðrir. Ég býð ykkur öll velkomin til þessa íþróttaþings og sérstakar kveðjur flyt ég gestum okkar, sem hafa sýnt okkur þann sóma að mæta hér við þessa setningu og heiðra okkar með nærveru sinni. Ég vona að þingstörf verði málefnaleg og ánægjuleg. 67. Íþróttaþing er sett.

2. Ávarp forseta Íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar, verndara íþróttahreyfingarinnar.

Ráðherrar Þingmenn Forysta Reykjavíkurborgar Og sú vaska sveit úr forystuliði íþróttahreyfingarinnar sem hér er saman komin. Þegar heiðursmaðurinn Gísli Halldórsson, einn mikilhæfasti forystumaður íþróttahreyfingarinnar á liðinni öld og reyndar einnig á hinni nýju eins og við þekkjum öll, áhrifamaður í íslensku samfélagi, færði hreyfingunni að gjöf fyrir nokkrum dögum, merkt safn viðurkenninga, verðlauna og minjagripa þá varð

5


Íþróttaþing 2004 - þinggerð mér hugsað til þess, hve stórbrotna framfarasögu þeir forystumenn í íslensku íþróttalífi sem nú eru á háum aldri, hafa í raun og veru lifað en einnig skapað. Þegar Gísli hlaut fyrsta gripinn sem í gjöfinni er þá var Ísland enn sannarlega eitt fátækasta land í álfunni, fábrotið samfélag sjómanna og bænda, hafði ekki enn náð því sjálfstæði sem þjóðin keppti að, og íþróttahreyfingin var fyrst og fremst bundin við heimaslóð. Þátttaka í leikjum á erlendri grund var sjaldgæf og ætíð talin stórfrétt, jafnvel frægðarför ef ekki heimsviðburður, en nú er alþjóðleg framganga íslensks íþróttafólks daglegt brauð. Við eigum keppendur í öðrum álfum og í fjölda greina, dagblöð og íþróttaþættir flytja reglulega fréttir um úrslit og um leiki á erlendum grundum og framganga Íslendinganna sem þar eru á velli er jafnan fréttnæm og fær ekki síður rúm heldur en það sem að gerist hér á heimavelli. Þegar við horfum á Eið Smára eiga stóran þátt í sigri Chelsea á Arsenal þó ekki hafi nú gengið jafn vel gegn Mónakó þá gleðjumst við yfir því að fylgjast með leiknum í beinni útsendingu en það er vert að hugleiða að þennan stórleik horfðu á áhugamenn í u.þ.b. 150 löndum. Honum var sjónvarpað beint nánast um alla veröldina. Slíkur er orðin sá heimur sem íslenskt íþróttafólk býr nú að og þáttaskilin svo risavaxin á ævi einnar kynslóðar að heiðursmaðurinn Gísli Halldórsson getur enn í fullu fjöri horft með okkur hinum og hudruðum milljóna manna um heim allan á Eið Smára geisast fram völlinn. Ólympíuleikarnir voru á árum áður nánast eina alþjóða hátíðin sem íþróttahreyfingin átti. Vissulega stór viðburður fjóra hvert ár sem dró að sér athygli en hann var líka hápunktur á ferli afreksfólks og tími sem gaf óþekktum hetjum tækifæri til þess að öðlast á augnabliki heimsfrægð. Og nýfrjálsar þjóðir fögnuðu svo sannarlega sigurstundum þegar fulltrúar þeirra gengu á verðlaunapall og það þekkjum við Íslendingar vel enda stundin stór þegar Vilhjálmur hlaut fyrir u.þ.b. 50 árum silfrið á Ólympíuleikum. Og vissulega tilefni til þess eftir tvö ár að halda myndarlega upp á hálfrar aldar afmæli þess viðburðar. Og vissulega eru Ólympíuleikarnir enn einstæður viðburður og eftirvæntingin sem tengist leikunum sem verða í Aþenu eftir fáeina mánuði er svo sannarlega mikil og við þetta tækifæri að þá vil ég flytja keppendum okkar öllum árnaðaróskir og heita þeim stuðningi allra Íslendinga. En íþróttalífið á okkar tímum er hins vegar orðið með þeim hætti að við njótum nú nánast samfellt alþjóðaleika árið um kring. Við fáum á hverjum degi fréttir af úrslitum einhvers staðar í veröldinni, úrslitum sem vekja áhuga okkar og margir biðu með eftirvæntingu. Æskufólk okkar á sér stjörnur og fyrirmyndir í öðrum löndum og okkar litla þjóð mælir árangur afreksfólksins hér heima við það besta sem þekkist í veröldinni og ætlum okkur ekki mini hlut. Íþróttahreyfingin er við upphaf nýrrar aldar orðin umfangsmikill og öflugur burðarás í alþjóða starfi íslensku þjóðarinnar. Framlag okkar til fjölþættrar samvinnu sem tengir þjóðir heims saman, mælikvarði á stöðu okkar sem sjálfstæðrar þjóðar og þetta hlutverk hefur svo sannarlega vaxið mjög á umliðnum árum og á efalaust eftir að verða æ ríkara á komandi tímum. Íþróttahreyfingin er því ekki aðeins vettvangur fyrir uppeldi og þjálfun æskufólks, keppni og leika þar sem þúsundir taka þátt eða vettvangur iðju

6


Íþróttaþing 2004 - þinggerð sem stuðlar að heilbrigði og hollu líferni. Hún er í vaxandi mæli fulltrúi Íslands í samfélagi milljónanna um veröld víða. Íþróttahreyfingin nú er því í eðli sínu mun meira en vettvangur þjálfunar og keppni. Hún er öflug hreyfing friðar og samstarfs sem stuðlar að sátt og samlyndi milli þjóða. Því kynntist ég vel þegar ég fór í fyrsta sinn fyrir fjórum árum á heimsleika Special Olympics. Heimsleika þar sem seinfærir og þroskaheftir keppendur koma saman. Og fátt sem ég hef kynnst og orðið vitni að í starfi mínu á síðustu árum hefur haft meiri áhrif á mig en að sjá með eigin augum árangurinn sem Special Olympics voru að skapa. Ungmenni sem áður fyrr fyrir einum tveimur áratugum og jafnvel enn væru vistuð á stofnunum og væru ekki talin hæf til þátttöku í daglegu lífi hvað þá heldur keppni á alþjóðavelli voru þarna saman komin, þúsundir frá öllum álfum heims og nær öllum löndum veraldar. Og gleðin og stoltið, einbeitingin og sigurviljinn voru slík að það gleymist aldrei þeim sem urðu vitni að þessum stundum. Sannarlega var mikil kæti þegar íslenska liðið í fótbolta sigraði heimamenn frá Norður-Karolínu en þar voru þessir heimsleikar haldnir, með mesta markamun sem íslenskt landslið hefur nokkru sinni náð. Segi ég það hér með fullri virðingu fyrir forseta ÍSÍ og framgöngu hans og annarra á fótboltavellinum. Íþróttasamband fatlaðra hefur skipulagt þátttöku Íslendinga í Special Olympics með þeim árangri að á heimsleikunum í Bandaríkjunum og einnig þeim sem haldnir voru á Írlandi á síðastliðnu sumri voru fleiri þátttakendur frá Íslandi en flestum öðrum Norðurlöndum. Og alúð og ræktarsemi Íslendinga við þennan þátt í íþróttastarfi hefur verið slík að það hefur vakið athygli víða um heim. Það var m.a. í krafti þessa árangurs Íslendinga að stjórn Special Olympics bauð mér nýlega að taka þátt í heimsstjórn samtakanna og ákvað ég að verða við þeirri ósk. Ég vil við þetta tækifæri lýsa þeirri von minni að seta mín í stjórn Special Olympics verði íslensku íþróttastarfi til framdráttar og alþjóðlegri samvinnu á þessu sviði einnig til styrktar. Það hefur verið mér mikill lærdómur að kynnast af eigin raun því fórnfúsa starfi sem margir í Kennedy fjölskyldunni hafa lagt af mörkum innan Special Olympics. Það sýnir okkur enn á ný hve sjálfboðastarfið getur skilað miklu því allt það starf þeirrar ágætu fjölskyldu á þessum vettvangi er sjálfboðastarf. En við Íslendingar höfum líka kynnst því hve ríkan þátt sjálfboðastarfið á í að efla og styrkja íþróttirnar. Og íþróttahreyfingin sem hér kemur saman til þings hefur fyrst og fremst orðið öflug og sterk í krafti sjálfboðastarfsins sem þúsundir Íslendinga hafa unnið í áratugi. Á tímum vaxandi áherslu á atvinnumennsku, hagnað og arðsemi á öllum sviðum þá skulum við ekki missa sjónar af mikilvægi sjálfboðastarfsins á þessum vettvangi, ekki glata þeim sanna íþróttaanda sem það vekur, því ég er sannfærður um það að íþróttahreyfing án öflugs sjálfboðastarfs verður aldrei svipur hjá sjón. Dofni það þá munu lindir endurnýjunar og aukins þroska senn þorna upp. Með þeim orðum þá óska ég Íþrótta- og Ólympíusambandinu allra heilla og þakka einnig fyrir hönd þjóðarinnar það frábæra starf sem þið og félagar ykkar eruð að vinna árið um kring á þessum vettvangi, ég þakka líka þá ágætu samvinnu sem við höfum átt og fjölmargar gleðistundir við að njóta keppni og leiks á mörgum völlum. Óska ykkur alls hins besta bæði á þessu þingi og á komandi tímum, þakka ykkur fyrir.

7


Íþróttaþing 2004 - þinggerð

3. Ávarp menntamálaráðherra Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur.

Forseti Íslands Ráðherra Þingmenn Forseti ÍSÍ Heiðursforseti ÍSÍ Ágætu þingfulltrúar og aðrir góðir gestir.

Ég vil byrja á því að þakka fyrir að vera boðið á þetta glæsilega íþróttaþing og óska einnig Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands til hamingju með sívaxandi og afar farsælt starf. Ríkisvaldið og íþróttahreyfingin hafa sameiginlega unnið að því á undanförnum árum að styrkja íþróttastarfið í sessi. Það er ekki hlutverk ríkisins að hlutast til um innri málefni íþróttahreyfingarinnar eða skipta sér beint að því sem er að gerast innan vébanda hennar. Að hálfu ríkisins og sveitarfélaga á hins vegar að búa þannig um hnútana að íþróttastarfið og allar ytri aðstæður því tengdu séu sem bestar hverju sinni. Ríkisvaldið reynir eftir megni að styðja íþróttastarfið með fjárframlögum og sveitarfélögin standa undir mikilli uppbyggingu íþróttamannvirkja. Á undanförnum árum hafa komið fram mörg góð nýmæli í starfsemi ÍSÍ. Íþróttahreyfingin hefur samþykkt markvissar stefnur í mörgum málaflokkum sem miða að því að efla starf hreyfingarinnar og gera hana betur í stakk búna til að mæta síauknum kröfum samfélagsins um þjónustu og gott starf. Ég nefni í því sambandi stefnu ykkur um afreksíþróttir, barna- og unglingaíþróttir og síðast en ekki síst gæðastefnu íþróttahreyfingarinnar varðandi fyrirmyndarfélögin. Það hefur verið ánægjulegt að taka þátt í því að auka fjárframlög til íþrótta á undanförnum árum, t.d. með auknum framlögum til afrekssjóðs ÍSÍ. Í desember sl. undirritaði þáverandi menntamálaráðherra Tómas Ingi Olrich samkomulag við forystu ÍSÍ um fjármögnun afrekssjóðs til næstu fimm ára. Ég veit að það aukna fé sem í afrekssjóð rennur mun koma ykkur til góða í uppbyggingu afreksíþrótta hér á Íslandi. Ríkisstjórnin hefur á undanförnum árum einnig aukið fjárframlög til rekstrar ÍSÍ. Þá má ekki heldur gleyma að Alþingi hefur samþykkt starfsleyfi til handa Íslenskri Getspá þar sem ÍSÍ á 46,67% hlut til ársins 2019. Með því er rennt enn frekari stoðum til fjármögnunar íþróttanna í landinu. Undir handarjaðri menntamálaráðuneytisins hefur verið unnið að mörgum góðum málum í samstarfi við íþróttahreyfinguna og eru snertifletir á samstarfi hreyfingarinnar og ráðuneytisins, ráðuneyti íþróttamála margir. Nægir að nefna samstarf um Vetraríþróttamiðstöð Íslands á Akureyri, Íþróttamiðstöð á Laugarvatni, sameiginlega baráttu okkar gegn lyfjamisnotkun í íþróttum, stuðning ráðuneytisins við þátttöku í Ólympíuleikum og ýmis önnur verkefni sem gott samstarf hefur verið um. Vil ég þar einkum nefna samstarf við ÍSÍ um þátttöku Íslands á Evrópuári menntunar með iðkun íþrótta sem Evrópusambandið stendur nú fyrir. Einkunnarorð ársins eru; Hreyfing eflir

8


Íþróttaþing 2004 - þinggerð hugann eða eins og við þekkjum, heilbrigð sál í hraustum líkama, sem eru lýsandi fyrir markmið ársins en þau eru m.a. að minna okkur öll á gildi íþrótta fyrir þroska einstaklingsins, félagslega hæfni hans og mikilvægi góðs líkamsástands. Árið í ár er eins og þið vitið ár Ólympíuleika og er við hæfi að óska ÍSÍ og fulltrúum Íslands, þessum frábæru íþróttamönnum góðs gengis á þeim vettvangi. Ég hef einnig ákveðið að þiggja boð ykkar um að mæta á leikana þar sem íslenskt íþróttafólk mun án efa verða landi og þjóð til sóma. Ánægjulegt er að sjá hversu mikil uppbygging hefur átt sér stað hjá sérsamböndum ÍSÍ, en þau eru æðstu aðilar um viðkomandi séríþróttagreinar á Íslandi. Mér er vel kunnugt um þessa miklu þróun og hef ákveðið í samstarfi við ÍSÍ að halda sérstakan samráðsfund með sérsamböndum ÍSÍ á haustmánuðum til að kynnast áherslum sérsambandanna og þeirra framtíðarsýn um íþróttamál. Góðir áheyrendur, ég þarf ekki að árétta það hér á þessum stað, hversu mikilvæg starfsemi íþróttahreyfingarinnar er fyrir okkar íslenska samfélag. Ég heiti ykkur stuðningi ríkisstjórnarinnar við öll góð mál og einlægum vilja til að þoka málum til framfara íþróttahreyfingunni og okkur öllum almenningi til handa. Gangi ykkur vel á þessu 67. íþróttaþingi og þakka ykkur fyrir ykkar mikilvæga framlag til íþróttanna, unga fólksins, fjölskyldnanna og samfélagsins í heild. Þakka ykkur kærlega fyrir.

4. Ávarp formanns borgarráðs, Alfreðs Þorsteinssonar.

Forseti Íslands Virðulega íþróttaforysta Og aðrir góðir gestir.

Það rifjaðist upp fyrir mér þegar ég hlustaði á orð forseta ÍSÍ hér áðan að ég sat í stjórn framkvæmdastjórnar ÍSÍ um 10 ára skeið, frá 1976 til 1986 og mitt síðasta verk í framkvæmdastjórninni var að undirbúa stofnun Íslenskrar Getspár sem tók til starfa árið 1986, en ég var formaður undirbúningsnefndar að stofnun þess fyrirtækis. Það er gaman að segja frá því núna að það urðu töluverð átök um þetta verkefni og ég stóð á íþróttaþingi í hálfgerðri varnarstöðu því að það var sagt við mig að ég væri að setja íþróttahreyfinguna á hausinn með því að stofna lottó, hvorki meira né minna. Ég var hins vegar alveg sannfærður um það að við værum að vinna að góðu og merku máli íþróttahreyfingunni til heilla en ég hafði kynnst því sem framkvæmdastjórnarmaður hjá íþróttahreyfingunni hversu erfitt það var að fara á hverju ári á fund fjárlaganefndar og biðja um fjárframlög til íþróttahreyfingarinnar því að það var ekki alltaf á vísan að róa í þeim efnum og mjög nauðsynlegt fyrir íþróttahreyfinguna að hafa fastan tekjustofn eins og lottóið. Ég vona að mér fyrirgefist að hafa staðið að þessu merka máli en auðvitað stóð ég ekki einn í brúnni með það, það voru fjölmargir félagar mínir í íþróttahreyfingunni sem unnu að þessu máli. Ég flyt ykkur bestu kveðjur frá

9


Íþróttaþing 2004 - þinggerð borgarstjórn Reykjavíkur. Það er gaman og fróðlegt að rifja það upp að fyrir 100 árum, þá var fátæklegt um að litast hér í Reykjavík, það var skútuöld og Reykjavík nánast eins og stórt þorp þar sem engin steinlögð stræti voru, það var hvorki rafmagn né rennandi vatn í húsum, engar hafnarbryggjur og hestvagnavegir lágu um Reykjavík og þorri fólksins bjó enn í torfbæjum. Þegar íþróttir bar á góma á þessum árum þá voru flestir enn að hugsa um Íslendingasögurnar og þá garpa sem þar var getið um, mestir íþróttamenn voru þeir sem þreyttu langsund hér í sjó og íslenska glíman var í hávegum höfð enda hluti af sjálfstæðisbaráttunni. Skammt var þó í það að knattspyrnuíþróttin festi rætur hér og þá voru melarnir sunnan við gamla kirkjugarðinn ruddir þannig að þar gætu menn stundað knattspyrnu. Hálfri öld síðar þá hafði kannski ekki mikið þokast í áttina með uppbyggingu íþróttamannvirkja hér í borginni og það er ekki fyrr en á 6. og 7. áratugnum að íþróttamannvirkin í Laugardal líta dagsins ljós og það er gaman að geta þess að hér á meðal okkar í dag er sá maður sem kannski helst ruddi brautina á því sviði en það var Gísli Halldórsson heiðursforseti ÍSÍ sem nam merkilegt brautryðjendastarf hér í borginni við uppbyggingu íþróttamannvirkja. Á síðustu árum hefur Reykjavíkurborg varið 8 milljörðum króna til uppbyggingar íþróttamannvirkja ýmiss konar hér í borginni, annað hvort á eigin vegum eða í samvinnu við aðra aðila. Íþróttahús hafa risið í öllum hverfum borgarinnar, skautahallir og yfirbyggt knattspyrnuhús á heimsmælikvarða vil ég segja er risið hér í borginni, sömuleiðis golfvellir og nú er í smíðum 50 metra keppnislaug í Laugardalnum og yfirbyggt frjálsíþróttahús. Allt ber þetta merki um framfarahug og í raun og veru hug borgaryfirvalda til íþróttastarfsins. Reykjavíkurborg metur íþróttastarfið mikils og gerir sér grein fyrir þýðingu þess fyrir mannlífið hér í borginni, fyrir æskuna en við gerum okkur grein fyrir því að það er ekki nóg að byggja íþróttamannvirki, það verður einnig að vera kleift fyrir íþróttafélögin að reka sína starfsemi. Þess vegna hafa borgaryfirvöld gert tilraun með ráðningu launaðra íþróttafulltrúa hjá nokkrum íþróttafélögum í borginni. Ég get upplýst það hér og nú að það er stefnt að því að öll íþróttafélög í borginni fái í fyllingu tímans, vonandi fyrr en síðar, starfsmenn á sínum vegum sem eru launaðir af Reykjavíkurborg. Þetta telja borgaryfirvöld að sé nauðsynlegt til þess að aðstoða íþróttafélögin í því mikilvæga starfi sem þau gangast fyrir frá degi til dags. Ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri en ég endurtek og ber kveðjur frá borgarstjórn Reykjavíkur til ykkar. Í borgarstjórn Reykjavíkur sitja margir borgarfulltrúar sem hafa af eigin reynslu kynnst íþróttastarfinu og bera mikinn hlýhug í garð íþróttahreyfingarinnar. Ég óska íþróttaþingi alls hins besta og veit það að íþróttahreyfingin á eftir að eflast og stykjast á komandi árum. Þakka ykkur fyrir.

5. Ávarp varaformanns UMFÍ Helgu Guðjónsdóttur.

Forseti Íslands Menntamálaráðherra Forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands

10


Íþróttaþing 2004 - þinggerð Þingfulltrúar Og góðir gestir. Gleðilegt sumar öll. Ég vil fyrir hönd Ungmennafélags Íslands þakka fyrir það ágæta boð að vera með ykkur hér í dag. Ég flyt ykkur kveðjur frá Birni Jónssyni formanni sem er erlendis, hann biður fyrir hlýja kveðju. Sömuleiðis flyt ég ykkur kveðju frá framkvæmdastjóra UMFÍ og stjórn. Það verður sannkallað landsmótssumar hjá ungmennafélagshreyfingunni í ár. Í fyrsta skipti í sögu hreyfingarinnar verða nú haldin tvö landsmót sama árið og bæði verða haldin á Sauðárkróki. 24. landsmót Ungmennafélags Íslands verður 8.-11. júlí. Menning, afþreying og skemmtun, mun nú setja svip sinn á mótið sem aldrei fyrr enda eru Skagfirðingar þekktir af menningu sinni, tónlist og hestarækt. Á þingi UMFÍ í október sl. var samþykkt að veita íþróttabandalögunum þátttökurétt í mótunum og er það mjög ánægjulegt. Er það von okkar að þátttaka þeirra verði góð og að þeir fái að upplifa þann anda sem mótunum fylgir sem okkur finnst öllum einstakur. Til gamans má geta þess að framkvæmdastjóri ÍSÍ, Stefán Konráðsson er núverandi landsmótsmeistari í borðtennis. Ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að hann ætli að verja titilinn á Sauðárkróki. Ég veit að þannig er með fleiri hér inni samanber ónefndan snilling í pönnukökubakstri. Unglingalandsmót verður um Verslunarmannahelgina, íþrótta- og fjölskylduhátíð þar sem börnum og unglingum á aldrinum 11 til 18 ára stendur til boða að keppa í 7 íþróttagreinum. Unglingalandsmótin hafa hlotið afar góðar viðtökur landsmanna ekki síst á meðal fjölskyldufólks sem sækist eftir heilbrigðum og skemmtilegum viðburði þessa mestu ferðahelgi landsins. Ungmennafélagshreyfingin sagði sukki og svínaríi stríð á hendur þessa mestu sukkhelgi landsmanna og góðir sigrar í forvörnum hafa þegar unnist á þeim þremur árum sem unglingalandsmótin hafa verið haldin um Verslunarmannahelgi. En það er líka stórt ár hjá Íþrótta- og Ólympíuhreyfingunni þar sem Ólympíuleikarnir verða haldnir í Aþenu í sumar og óskum við þátttakendum fyrir Íslands hönd góðs árangurs. Vel hefur verið staðið að undirbúningi Íslands fyrir undangengna Ólympíuleika sem og í öðru því starfi sem ÍSÍ hefur staðið fyrir. Af mörgu sem hreyfingin hefur unnið að undanfarin ár vil ég sérstaklega nefna útgáfu á ýmsu forvarna- og fræðsluefni sem er bæði mjög áhugavert og metnaðarfullt. Það ber því að þakka því góða fólki sem starfar hjá ÍSÍ fyrir vel unnin störf sem við hin njótum síðan góðs af. En hreyfingarnar gætu ekki staðið fyrir því mikla og góða starfi sem þær standa fyrir ef ekki kæmi til góður stuðningur. Erum við þakklát fyrir þann mikla og góða stuðning sem ríkisvaldið og menntamálaráðherra ásamt fjölda fyrirtækja hafa sýnt því góða og mikla starfi sem hreyfingarnar standa fyrir og vinna að. Í gegnum tíðina hafa UMFÍ og ÍSÍ haft skiptar skoðanir á málefnum sem varða hreyfingarnar en óhætt er að fullyrða að samstarf þessara hreyfinga er mikið og hefur vel tekist til á mörgum sviðum. Sömuleiðis vil ég nefna kannski það nýjasta sem hefur verið unnið að en það er hið nýja tölvukerfi sem hlotið hefur nafnið Felix og er til kynningar hér á þinginu. Góðir félagar. Ég óska ykkur málefnalegs og góðs þings. Það er

11


Íþróttaþing 2004 - þinggerð von mín að íþróttahreyfingin og ungmennafélagshreyfingin geti unnið saman að sameiginlegum verkefnum á komandi árum. Að við náum í ljósi fjölbreytileika í starfi, ólíkra sjónarmiða og markmiða, að stuðla að mörgum spennandi verkefnum og viðburðum á þeim sviðum sem við störfum á. Til hamingju með góða stöðu íþróttahreyfingarinnar, þá glæsilegu umgjörð sem hér er og ágætu félagar, gangi ykkur vel í störfum ykkar hér í dag.

6. Viðurkenning til Bjarna Felixsonar

Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ: Alþjóða Ólympíunefndin, IOC hefur beint þeim tilmælum til Ólympíunefnda í hinum ýmsu löndum að þær heiðri eftir atvikum og þegar tilefni er til blaðamenn, íþróttafréttamenn eða fólk sem tengist fjölmiðlum og hefur með því framlagi sínu stutt og eflt íþróttir og íþróttastarf. Alþjóða Ólympíunefndin veitir sérstakan grip, viðkomandi einstaklingi til eignar og varðveislu af þessu tilefni. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur á fundi framkvæmdastjórnar fyrr í þessum mánuði ákveðið að taka þessum tilmælum og mæla með Bjarna Felixsyni sem verðlaunahafa og sú tillaga ÍSÍ hefur verið einróma samþykkt ytra. Bjarni Felixson hefur starfað um árabil sem íþróttafréttamaður ríkisútvarps og sjónvarps og er löngu þjóðkunnur sem slíkur. Hann var sjálfur íþróttamaður á sínum yngri árum og hefur ríkan skilning á gildi og leikreglum íþróttanna. Hann hefur staðið í fylkingarbrjósti þess góða og ómetanlega hóps íþróttafréttamanna sem hafa kynnt og auglýst íþróttir, lýst viðburðum og verið okkur öllum til halds og trausts þegar íþróttir eru annars vegar. Bjarni Fel hefur skapað sér sess sem þjóðsagnapersóna í þessu umhverfi og hann er vel að viðurkenningunni kominn og ég bið hann um að koma hingað upp og veita þessum glæsilega grip móttöku. Bjarni Felixson: Það er stundum sem mann vantar orð. Ég vil fyrst og fremst þakka íþróttahreyfingunni fyrir þennan heiður og Alþjóða Ólympíunefndinni, ég hef nú ekki verið mikið henni til trafala þannig að henni hefur kannski þótt einhver ástæða til að heiðra mig fyrir það. Ég hélt hér á árum áður að toppurinn á verðlaunaafhendingum í íþróttahreyfingunni væri gullmerki KR. En svo er greinilega ekki, ég er afskaplega þakklátur fyrir þessa viðurkenningu, þegar maður er kominn á þennan aldur þá hlýjar manni um hjartarætur svona allskyns glingur og það verður gaman að hafa þetta uppi við, en ég veit ekki hvort ég er þess verður að hljóta þessa viðurkenningu, fyrst og fremst vegna þess að ég hef alla ævi verið að leika mér. Ég álpaðist inn í íþróttahreyfinguna kornungur, ætlaði að verða hlaupari eins og Nurmi, það varð nú ekki, það var skipt í tvö lið og síðasti maðurinn var valinn sem vinstri bakvörður og þar var ég allan minn knattspyrnuferil og er mjög stoltur af því, ég held að það séu engir aðrir knattspyrnumenn á landinu sem hafa orðið oftar bikarmeistarar en ég, síðan hélt ég áfram að leika mér innan stjórnar KR og síðan í stjórn KSÍ, þegar það var búið þá hélt ég áfram að leika mér í ríkisútvarpinu og ég sé enga ástæðu til þess að heiðra mig sérstaklega fyrir það. En ég þakka þann hlýhug sem fylgir þessari viðurkenningu og það er

12


Íþróttaþing 2004 - þinggerð fyrst og fremst frá félögum mínum innan íþróttahreyfingarinnar, ég er ósköp stoltur af því að hafa verið alinn upp hjá þessari hreyfingu og í gegnum hana hef ég kynnst mínum bestu vinum og þjóðum og öllu því góða fólki sem hreyfingin er byggð upp af. Ég segi aftur takk fyrir og þessi gripur fer á heiðursstað heima hjá mér, sennilega verð ég að færa til gamla rauða ljónið.

7. Gert var stutt hlé á þingstörfum. 8. Kjörnir 1. og 2. þingforseti

Tillaga var gerð um Alfreð Þorsteinsson og Stein Halldórsson sem 1. og 2. þingforseta og var það samþykkt samhljóða og tóku þingforsetar þegar til starfa.

9. Kjörnir 1. og 2. þingritari.

Tillaga var gerð um Viðar Sigurjónsson og Gígju Gunnarsdóttur sem 1. og 2. þingritara og var það samþykkt samhljóða og tóku þingritarar þegar til starfa. Þingforseti minnti á ákvæði laga vegna framboðs sem skila þarf til kjörnefndar. Hann sagði að framboð yrðu kynnt kl. 15.00. Hann minnti á eyðublöð sem skrifstofa ÍSÍ sendi út til sambandsaðila og ítrekaði að til að framboð teljist löglegt skulu í.þ.m. eitt ólympískt sérsamband og eitt héraðssamband/íþróttabandalag hafa lýst yfir stuðningi við það. Á það við hvort sem aðili er borinn fram af kjörnefnd eða gefur sjálfur kost á sér. Einnig vakti þingforseti athygli á hvítum og svörtum spjöldum sem voru í þinggögnum og gerði grein fyrir gildi þeirra.

10.

Kosning ungra íþróttamanna.

11.

Kosning 5 manna kjörbréfanefndar.

12.

Lögð fram ársskýrsla ÍSÍ og reikningar.

Þingforseti gerði grein fyrir tillögum um Örn Arnarson, Jón Arnar Magnússon, Kolbrúnu Ýr Kristjánsdóttur og Kristínu Rós Hákonardóttur sem fulltrúa ungra íþróttamanna. Tillögur voru samþykktar samhljóða.

Þingforseti gerði grein fyrir tillögum um eftirtalda aðila í 5 manna kjörbréfanefnd: Birgi Ara Hilmarsson, Geir Þorsteinsson, Frímann Ara Ferdinandsson, Pétur Hrafn Sigurðsson og Sigrúnu Ögmundsdóttur. Tillaga lá fyrir um um að Birgir Ari Hilmarsson yrði formaður nefndarinnar. Tillögur voru samþykktar samhljóða.

Þingforseti óskaði eftir því að ársskýrsla og reikningar ÍSÍ yrðu lögð fram sameiginlega. Það var samþykkt samhljóða. Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri ÍSÍ fór yfir skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2002-2004 ásamt reikningum sambandsins.

13


Íþróttaþing 2004 - þinggerð

13.

Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.

Hörður Oddfríðarspurn spurði úr sæti sínu út í ábyrgðarskuldbindingar ÍSÍ til sérsambanda og vildi fá skýringar á þeim. Gunnar Einarsson kallaði eftir stefnumótun frá framkvæmdastjórn ÍSÍ varðandi þá styrki sem ÍSÍ fær. Skoðun Gunnars er sú að sérsamböndin eigi að fá mun stærri upphæð en nú er. Um 50 milljónir kr. af 103 milljónum fara til ÍSÍ sem regnhlífarsamtaka og honum finnst eðlilegt að sérsamböndin fái þar stærri hlut. Hann fagnaði sérstaklega orðum menntamálaráðherra varðandi tilætlaðan fund hans með sérsamböndum um þeirra verkefni. Hann gat þess að á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hafi verið samþykkt ályktun um að styrkja sérsamböndin innan íþróttahreyfingarinnar. Gunnar sagðist vilja sjá ÍSÍ veita meiru af sínum styrkjum til sérsambandanna og kallaði eftir svörum frá framkvæmdastjórn um hvort breytinga væri þar að vænta. Valdimar Leó Friðriksson spurði út í samstöðureikning og hvort hann ætti ekki að vera til staðar í framtíðinni þannig að hægt væri að sjá á einfaldan hátt hvað öll heila hreyfingin kostar. Hann tók undir orð Gunnars varðandi samráðsfund með sérsamböndunum og sagðist álíta að ekki væri rétt að fikta í öðrum styrkjum á meðan þessi fundur væri framundan. Hann sagðist telja góðan undirbúning forsystumanna sérsambandanna vera mikilvægan og að þeir ættu að sækja 80 milljónir á ári beint frá ríkinu. Stefán Konráðsson svaraði fyrirspurn Harðar Oddfríðarsonar og útskýrði að ÍSÍ hefði á undanförnum árum hlaupið undir bagga með að skrifa undir lántökur sérsambanda hjá bankastofnunum þegar illa hefði árað hjá sérsamböndum. ÍSÍ sér um að greiða af lánunum og dregur síðan af lottógreiðslum til viðkomandi aðila. Stefán vakti athygli á því að fyrir fáum árum eða árið 2000 hefðu þessar upphæðir verið miklu hærri þannig að ÍSÍ væri smátt og smátt að minnka þetta auk þess sem sérsamböndin væri einnig að taka betur á sínum málum og því væru einungis tvö sérsambönd eftir sem ÍSÍ væri ábyrgðaraðili fyrir. Stefán svaraði fyrirspurn Gunnars á þann hátt að af þeim 74,7 millóna króna styrk sem alþingi er að veita ÍSÍ að þá væri langstærsti hluti þeirrar upphæðar að renna til sérsambanda. Hann vakti athygli á 15 milljónum sem færu í Smáþjóðaleika, 10 milljónum til ungra og efnilegra, peningum í Ólympíuleika, peningum til útbreiðslu- og fræðslustarfs svo eitthvað væri nefnt. Hann vakti líka athygli á því að skrifstofurekstur ÍSÍ og stjórnun væri langt því frá að vera dýrt í rekstri. Stefán tók undir það sem Valdimar sagði og álítur að rétt sé að horfa björtum og jákvæðum augum til framtíðar og hvetur hreyfinguna til að veita

14


Íþróttaþing 2004 - þinggerð menntamálaráðherra jákvæðan og góðan stuðning við öflun aukins fjár fyrir íþróttahreyfinguna.

14.

Reikningar bornir upp til samþykktar.

15.

Álit kjörbréfanefndar.

16.

Kosning þingnefnda.

Þingforseti bar upp reikninga ÍSÍ til samþykktar og voru þeir samþykktir samhljóða.

Birgir Ari Hilmarsson formaður kjörbréfanefndar upplýsti að kjörbréf hefðu borist frá 23 sérsamböndum af 24 og 25 héraðssamböndum af 27. Alls sendu 20 sérsambönd fulltrúa til þingsins og voru 89 fulltrúar mættir frá þeim. Þessir 89 fulltrúar gátu farið með 118 atkvæði af þeim 130 sem sérsambönd áttu kost á. 23 héraðssambönd sendu fulltrúa, alls 119 og gátu þeir farið með 125 atkvæði. Óskað var eftir samþykkt þingsins á framangreindum upplýsingum. Samþykkt samhljóða.

Þingforseti las upp tillögur að aðilum í eftirtaldar nefndir: Fimm manna kjörnefnd: Reynir Ragnarsson ÍBR Ágerður Halldórsdóttir HSÍ Birna Bjarnadóttir DSÍ Jón Albert Sigurbjörnsson LH Valdimar Leo Friðriksson UMSK Samþykkt samhljóða. Starfsmaður nefndarinnar: Stefán Konráðsson. Fimm manna fjárhagsnefnd: Snorri Olsen UMSK Eggert Steingrímsson KSÍ Jón Gunnar Grétarsson ÍBH Sigurjón Pétursson HSÍ Anna Rúna Mikhaelsdóttir HSÞ Samþykkt samhljóða Satrfsmaður nefndarinnar: Andri Stefánsson. Fimm manna allsherjarnefnd: Kári Jónsson FRÍ Jóhann Magnússon ÍRB Gunnar Einarsson FSÍ Elísabet Eyjólfsdóttir ÍSS Jóhann Tryggvason UÍA Samþykkt samhljóða. Starfsmaður nefndarinnar: Kristinn Reimarsson.

15


Íþróttaþing 2004 - þinggerð Fimm manna laganefnd: Ólafur Rafnsson KKÍ Örn Sigurðsson FSÍ Guðmundur B. Ólafsson ÍBR Rúnar Gíslaon GSÍ Guðrún B. Árnadóttir ÍBS Samþykkt samhljóða. Starfsmaður nefndarinnar: Halla Kjartansdóttir. Þingforseti innti eftir óskum um að aðrar nefndir tækju til starfa á þinginu og reyndist svo ekki vera. Þingforseti lagði áherslu á það að vegna þess að þinginu væri ætlaður þröngur tímarammi að þá yrðu umræður um tillögur sem lagðar voru fram á þinginu ekki leyfðir fyrr en eftir umfjöllun nefnda. Hann innti eftir athugasemdum við þetta vinnulag og komu engar fram.

17.

Kosning heiðursfélaga.

Ellert B. Schram kynnti tillögur framkvæmdastjórnar um að eftirtaldir aðilar yrðu kjörnir Heiðursfélagar ÍSÍ á þinginu: Friðjón B. Friðjónsson Karl Guðmundsson Reynir Karlsson Sigurgeir Guðmarsson Vilhjálmur Einarsson Þingforseti bar þessa tillögu undir þingheim sem samþykkti með lófaklappi.

18.

Stofnun nýrra sérsambanda.

Ellert B. Schram gerði grein fyrir því að stofnun nýrra sérsambanda verði að bera undir Íþróttaþing til samþykktar. Hann gat um grósku í skautaíþróttum og almenna viðurkenningu á því tvö sérsambönd færu með málefni skautaíþrótta, þ.e. annars vegar íshokkí og hinsvegar listskauta. Hann skýrði frá eftirfarandi tillögu framkvæmdastjórnar ÍSÍ um stofnun Íshokkísamband Íslands, skammstafað ÍHÍ. Ellert lagði til að þessari tillögu yrði vísað til allsherjarnefndar. Stofnun sérsambands

67. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið á Grand Hótel Reykjavík 24.apríl 2004, samþykkir að fela framkvæmdastjórn ÍSÍ að stofna sérsamband um íshokkýíþróttina – Íshokkýsamband Íslands, skammstafað ÍHÍ. Þingforseti leitaði eftir samþykki þingsins sem samþykkti að tillögunni yrði vísað til allsherjarnefndar. Samþykkt.

16


Íþróttaþing 2004 - þinggerð

19.

Lagabreytingartillögur.

Lárus Blöndal gerði grein fyrir lagabreytingatillögum sem lagðar eru fram af framkvæmdastjórn ÍSÍ. Lárus gat þess að hann ætlaði sér ekki að fara nákvæmlega í allar þær breytingar sem lagðar væru til enda væru þær settar fram með skilmerkilegum hætti í þingskjali sem þingfulltrúar hefðu fyrir framan sig. Hann vakti þó athygli á nokkrum breytingum, s.s. á 11. grein laganna þar sem gert er ráð fyrir því að tilboð um framboð berist kjörnefnd þremur vikum fyrir íþróttaþing, til samræmis við það sem víðast tíðkast hjá öðrum íþróttahreyfingum í kringum okkur. Þetta kallar á þær breytingar líka að kjörnefnd starfar á milli þinga og getur tekið við framboðum áður en þing hefst og hefur jafnframt þá heimild að framlengja framboðsfresti ef ekki berast nægilega mörg framboð. Hann nefndi einnig 19. grein þar sem fjallað er um stoðsvið ÍSÍ þó svo að ekki yrði um neinar meiriháttar breytingar að ræða. Hann nefndi breytingar á dómstólakaflanum þar sem yrði heimilað að ef ekki kæmu fram varnir af hálfu kærða þegar um er að ræða notkun ólöglegra efna samkv. 64. grein að þá sé ekki skylda að kalla til sérfróða meðdómara. Að lokum gat hann þess að heilbrigðis- og lyfjakaflinn væri í raun algjörlega endurskrifaður og taldi ekki rétt að nota tíma þingsins til að fara í allt sem þar kemur fram en vettnagur fyrir þær umræður væri frekar inn í nefndinni sem hefði málið til umfjöllunar. Þingforseti óskaði eftir heimild þingsins til að vísa tillögum um lagabreytingar til laganefndar sem samþykkti samhljóða. Yfrirlit yfir tillögurnar: 11.grein Um kjörnefnd sem starfi milli þinga og 3 vikna framboðsfrest til framkvæmdastjórnar. 12.grein Leiðréttingar - íþróttafulltrúi ríkisins og ÍFA 13.grein Dagskrá íþróttaþings 15.grein Formannafundur og ÍFA 19.grein Skipun starfsnefnda-nafnabreytingar svið einföldunskilgreining á starfi sviða 23.grein Varðandi fjölskipaða dóma 28.grein Samræming vegna breytinga á 5.kafla um lyfjaeftirlit 30.grein Samræming vegna breytinga á 5.kafla um lyfjaeftirlit 33.grein Samræming vegna breytinga á 5.kafla um lyfjaeftirlit 36.grein Samræming vegna breytinga á 5.kafla um lyfjaeftirlit 40.-50.grein Nýr kafli vegna lyfjaeftirlit og WADA 59.grein Vegna breytingar á ÍFA

21. Móta- og refsiákvæði ÍSÍ.

keppendareglur.

Dóms-

og

Þingforseti tilkynnti að engar breytingatillögur hefðu borist.

17


Íþróttaþing 2004 - þinggerð

22.

Aðrar tillögur sem kynntar voru í fundarboði.

Fjárhagsáætlun ÍSÍ Stefán Konráðsson gerði grein fyrir fjárhagsáætlun. Hann baðst afsökunar á því að reksturinn fyrir árið 2003 skyldi ekki vera sýndur til samanburðar við 2004, það hefði verið eðlilegt. Hann gat um að árið 2004 yrði sérstaklega dýrt ár vegna Ólympíuleika og breytinga sem væru í gangi í Laugardal. Hann tók fram að á árinu 2005 væru þung verkefni svo sem Smáþjóðaleikar og Ólympíudagar æskunnar. Hann sagði fjárhagsáætlunina að öðru leyti mjög svipaða og verið hefur. Tekjur: skýr 1. Framlag Alþingis 2. Íslensk getspá 3. Ósóttir vinningar 4. Íslenskar getraunir 5. Styrkir IOC/EOC 6. Aðrar tekjur Samtals

2004

2005

93.700.000 kr. 85.000.000 kr. 10.200.000 kr. 10.500.000 kr. 5.000.000 kr. 5.000.000 kr. 7.000.000 kr. 8.000.000 kr. 5.000.000 kr. 8.000.000 kr. 4.600.000 kr. 6.000.000 kr. 125.500.000 kr. 122.500.000 kr.

Gjöld: skýr 7. Skrifstofukostnaður 8. Þing og fundir innanlands og kostnaður stjórnar 9. Þing og fundir erl. 10. Framlag vegna fundaraðstöðu 11. Kostnaður vegna stoðsvið og nefndir 12. Smáþjóðaleikar Andorra 13. Ólympíuleikar æskurnnar í Monthey/Lignano 14. Íþróttaleg samskipti-Ólympíufjölskyldan 15. Annar kostnaður 16. Verkefnasjóður 17. Íþróttamiðstöð Laugardal 18. Lyfjaeftirlit 19. Tölvukerfi íþróttahreyfingarinnar 20. Aþena 2004/Tórínó 2006 21. Íþróttaþing 2004 22. Sjóður ungra og efnilegra Samtals:

2004 36.000.000 kr. 8.500.000 kr. 4.000.000 kr.

2005 36.500.000 kr. 8.500.000 kr. 4.000.000 kr.

1.000.000 kr. 1.000.000 kr. 8.000.000 kr. 8.000.000 kr. - kr. 13.000.000 kr. - kr. 6.000.000 kr. 6.000.000 kr. 8.000.000 kr. 5.000.000 kr. 5.000.000 kr. 3.000.000 kr. 3.000.000 kr. 8.000.000 kr. 5.500.000 kr. 4.000.000 kr. 5.000.000 kr. 7.500.000 kr. 6.500.000 kr. 20.000.000 kr. 1.500.000 kr. 3.500.000 kr. 11.000.000 kr. 11.000.000 kr. 125.500.000 kr. 122.500.000 kr.

18


Íþróttaþing 2004 - þinggerð Þingforseti óskaði eftir heimild til þess að fjárhagsnefndar og var það samþykkt samhljóða.

vísa

fjárhagsáætlun

til

Áskorun til sveitarfélaga um Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Sigríður Jónsdóttir gerði grein fyrir þeirri tillögu og las hana yfir. Hún lagði til að tillögunni yrði vísað til allsherjarnefndar sem var samþykkt. Tillagan hljóðar svo: Áskorun til sveitarfélaga um Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

67. íþróttaþing ÍSÍ, haldið á Grand Hótel í Reykjavík 24.apríl 2004, hvetur sveitarfélög til að kynna sér verkefnið “Fyrirmyndarfélag/deild ÍSÍ”. Sveitarfélög eru hvött til þess að styðja enn frekar þau félög/deildir sem hljóta þessa viðurkenningu og aðstoða og hvetja þá aðila sem stefna að því að ná því marki. Tillaga um áróður gegn tóbaksnotkun. Björg Blöndal talaði fyrir tillögunni. Hún lagði til að tillögunni yrði vísað til allsherjarnefndar sem þingið samþykkti. Tillagan hljóðar svo: Tillaga um áróður gegn tóbaksnotkun

67. íþróttaþing ÍSÍ, haldið á Grand Hótel í Reykjavík 24.apríl 2004, hvetur alla sambandsaðila ÍSÍ til að herða enn frekar áróður gegn allri tóbaksnotkun i tengslum við íþróttastarf. Íþróttafélög sem gera sérstaka samninga við íþróttafólk eru hvött til að hafa ákvæði inn í samningi þar sem tekið er á tóbaksnotkun þegar viðkomandi kemur fram opinberlega fyrir hönd félagsins. Þingið telur ástæðu að vara sérstaklega við notkun munntóbaks. Tillaga um áskorun til íþróttahreyfingarinnar um þjálfaramenntun. Engilbert Olgeirsson gerði grein fyrir tillögunni og lagði til að henni yrði vísað til allsherjarnefndar sem þingið samþykkti. Tillagan hljóðar svo: Áskorun til íþróttahreyfingarinnar um þjálfaramenntun

67. íþróttaþing ÍSÍ, haldið á Grand Hótel í Reykjavík 24.apríl 2004, hvetur sambandsaðila til að auka enn frekar framboð á menntun fyrir þjálfara hreyfingarinnar. Sambandsaðilar eru hvattir til að sjá til þess að menntaðir þjálfarar og aðrir sem vinna að þjálfun sækji þau námskeið sem í boði eru. Þingið telur ástæðu til að árétta að nauðsynlegt sé að þeir aðilar sem starfi að þjálfun hafi tilskylda menntun. Tillaga um öruggt og heilbrigt umhverfi æskufólks. Ellert B. Schram gerði grein fyrir tillögunni og lagði til að henni yrði vísað til allsherjarnefndar sem þingið samþykkti.

19


Íþróttaþing 2004 - þinggerð Tillagan hljóðar svo: Öruggt og heilbrigt umhverfi æskufólks

67. Íþróttaþing haldið 24. apríl 2004 hvetur sambandsaðila til að setja sér strangar kröfur um gott eftirlit, varðandi samskipti þjálfara, leiðbeinanda og umsjónarmanna barna og unglinga, til að koma í veg fyrir áreiti, einelti eða afbrigðilega hegðan og tryggja með þeim hætti öryggi og heilbrigt umhverfi æskufólks á vettvangi íþróttanna. Framkvæmdastjórn ÍSÍ er jafnframt falið að hafa forystu um leiðbeiningar og fræðslu hér að lútandi. Tillaga um sérsambönd og fjárlög alþingis. Ellert B. Schram gerði grein fyrir tillögunni og lagði til að henni yrði vísað til allsherjarnefndar sem þingið samþykkti. Tillagan hljóðar svo: Sérsamböndin og fjárlög Alþingis

67. Íþróttaþing ÍSÍ haldið 24. apríl 2004, skorar á hið háa Alþingi að verða við erindi ÍSÍ um áttatíu milljón króna viðbótarfjárveitingu til sérsambanda ÍSÍ, með vísan til þeirrar staðreyndar að sérsambönd standa vörð um uppbyggingu og eflingu sinna íþrótta á landsvísu, halda úti landsliðum, efna til Íslandsmóta og eru forsendur fyrir viðgangi og vexti skipulegrar starfsemi í íþrótta- og ungmennafélögum. Tillaga um sveitarfélögin og íþróttirnar Gunnar Bragason gerði grein fyrir tillögunni og lagði til að tillögunni yrði vísað til allsherjarnefndar sem þingið samþykkti. Tillagan hljóðar svo: Sveitarfélögin og íþróttirnar

67. Íþróttaþing ÍSÍ haldið 24. apríl 2004 fagnar þeim skilningi sem nú sér stað hjá mörgum sveitarfélögum í byggingu íþróttamannvirkja og niðurgreiðslum á æfinga- og þátttökugjöldum barna í íþróttum. Þingið hvetur önnur sveitarfélög að fara að þessu fordæmi og efla um leið framlög sín til almenns reksturs íþrótta- og ungmennafélaga. Félögin gegna æ stærra hlutverki í þjónustu við börn og fjölskyldur og stuðla að heilbriðgum lífsstíl. Ekki er hægt að ætlast til að því hlutverki sé sinnt hið óendanlega af sjálfboðaliðum. Ályktun um afreksstefnu sérsambanda. Benedikt Geirsson gerði grein fyrir tillögunni og lagði til að henni yrði vísað til allsherjarnefndar sem þingið samþykkti. Tillagan hljóðar svo: Ályktun um afreksstefnu sérsambanda

20


Íþróttaþing 2004 - þinggerð

67. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið á Grand Hótel Reykjavík 24. apríl 2004, samþykkir að beina þeim tilmælum til sérsambanda ÍSÍ að endurskoða reglulega afreksstefnur sínar.

Tillaga um eflingu náms í íþróttafræðum á háskólastigi. Sigríður Jónsdóttir gerði grein fyrir tillögunni og lagði til að henni yrði vísað til allsherjarnefndar. Tillagan hljóðar svo: Tillaga um eflingu náms í íþróttafræðum á háskólastigi

67. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið á Grand Hótel Reykjavík 24. apríl 2004 hvetur stjórnvöld til að efla nám í íþróttafræðum á háskólastigi. Menntun í íþróttafræðum og íþróttastjórnun er afar mikilvæg til að styðja við vöxt og viðgang íþróttanna í landinu. Þingið fagnar þeirri góðu þróun sem átt hefur sér stað í uppbyggingu íþróttaskorar Kennaraháskólans á Laugarvatni. Jafnframt fagnar þingið hugmyndum um stofnun íþróttaháskóla í Reykjanesbæ. Með samkeppni á þessu sviði eflist íþróttastarf til framtíðar. Ályktun um almenningsíþróttir. Hafsteinn Pálsson gerði grein fyrir tillögunni og lagði til að henni yrði vísað til allsherjarnefndar sem þingið samþykkti. Tillagan hljóðar svo: Ályktun um almenningsíþróttir

67. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið á Grand Hótel í Reykjavík, 24. apríl 2004 lýsir ánægju sinni með fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ "Ísland á iði". Þingið undirstrikar mikilvægi þess að ÍSÍ verði áfram í forystu um að efla almenningsíþróttir og hvetur sambandsaðila til að stuðla að aukinni heilsueflingu almennings á sínu svæði í samstarfi við sveitarfélög, stofnanir og aðra sem vinna að sama marki. Áherslan verði á að hvetja og styðja landsmenn á öllum aldri til að hreyfa sig reglulega, sér til ánægju og heilsubótar. Tillaga um skiptingu lottótekna ÍSÍ og UMFÍ. Gunnar Bragason gerði grein fyrir tillögunni og fylgdi henni eftir með umfjöllun um málið. Hann sagði að vinnuhópur sem unnið hefði um hríð að þessu máli gerði sér vonir um að þessi tillaga yrði lausn á þessu ágreiningsmáli. Hann lagði til að henni yrði vísað til fjárhagsnefndar sem þingið samþykkti. Tillagan hljóðar svo: Tillaga um skiptingu lottótekna ÍSÍ og UMFÍ

67.Íþróttaþing ÍSÍ haldið á Grand Hótel Reykjavík 24.apríl 2004 samþykkir að hvetja ÍSÍ og UMFÍ að vinna að sameiginlegri lottóúthlutun samtakanna á grundvelli skýrslu

21


Íþróttaþing 2004 - þinggerð

sem vinnuhópur á vegum samtakanna vann. Lagt er til að jöfn skipting á lottóarði verði 12% og öðrum arðtekjum, 88%, verði skipt miðað við íbúafjölda 18 ára og yngri. Ályktun um tölvu- og upplýsingakerfi íþróttahreyfingarinnar. Örn Andrésson gerði grein fyrir tillögunni og lagði til að henni yrði vísað til allsherjarnefndar sem þingið samþykkti. Tillagan hljóðar svo: Ályktun um tölvu- og upplýsingakerfi íþróttahreyfingarinnar

67. Íþróttaþing ÍSÍ haldið 24. apríl 2004 fagnar hinu nýja tölvukerfi íþróttahreyfingarinnar og hvetur alla sambandsaðila til þess að nýta sér þá möguleika sem kerfið býður upp á. Með sterku sameiginlegu tölvukerfi getur íþróttahreyfingin samræmt marga þá þætti sem unnið er við og létt undir störfum þeirra fjölmörgu aðila sem vinna fórnfúst starf fyrir hreyfinguna. Aðrar tillögur Þingforseti leitaði eftir öðrum tillögum. Valdimar Leó Friðriksson óskaði eftir því að fá að leggja fram tillögu um ályktun til sveitarstjórna. Þingforseti upplýsti að beita þyrfti afbrigðum ef leggja ætti fram nýja tillögu á Íþróttaþingi og óskaði eftir því að þingheimur tæki afstöðu til þess hvort taka ætti tillögu Valdimars til afgreiðslu í þinginu. Það var samþykkt. Valdimar fylgdi tillögunni eftir og lagði til að henni yrði vísað til allsherjarnefndar. Tillagan var svohljóðandi: Ályktun til sveitastjórna

67. Íþróttaþing Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands haldið á Grand Hótel, Reykjavík, laugardaginn 24. apríl hvetur sveitastjórnir til að kosta ráðningu starfsmanns fyrir íþróttafélög. Þingforseti lagði til að tillögunni yrði vísað til allsherjarnefndar sem þingið samþykkti. Þingforseti gerði hlé á þingstörfum til kl. 15.15. Hann minnti á málþing undir heitinu “Llífsstíll 9 og 15 ára Íslendinga” sem haldið var í þinghléi. Þingstörf hófust aftur um kl. 15.30 og gaf þingforseti Ellert B. Schram orðið. Heiðursviðurkenningar Ellert B. Schram kallaði til sín Jóhann Torfason frá Ísafirði og sæmdi hann Gullmerki ÍSÍ. Ellert skýrði frá því að Jóhann væri búinn að vera tengdur

22


Íþróttaþing 2004 - þinggerð íþróttahreyfingunni um árabil, bæði sem íþróttamaður og íþróttaforystmaður og gat um hið góða starf sem hann hefði unnið í þágu allra íþróttanna á Ísafirði og þá ekki síður í tengslum við skíðaíþróttina. Hann gat þess einnig að Jóhann hefði ekki aðeins verið drifkraftur sem starfsmaður og stjórnandi heldur hefði hann lifandi áhuga og hefði hann hvenær sem er tekið að sér hvaða starf sem er í þágu íþróttanna, hvort heldur vestur á Ísafirði eða vestur í bæ. Ellert kallaði því næst til sín Hörð Gunnarsson og sæmdi hann Heiðurskrossi ÍSÍ. Ellert sagði Hörð hafa starfað að glímumálum í 56 ár og að henn hefði bæði verið mikill glímumaður og síðar glímudómari og væri enn.

Heiðursfélagar ÍSÍ

Ellert útnefndi þar næst með með formlegum hætti fimm Heiðursfélaga ÍSÍ, þá Friðjón B. Friðjónsson, Karl Guðmundsson, Reyni Karlsson, Sigurgeir Guðmannsson og Vilhjálm Einarsson. Þegar allir fimm höfðu fengið sína viðurkenningu, stóð þingheimur upp úr sætum sínum og hyllti fimmmenningana. Reynir Karlsson tók til máls og þakkaði af heilum hug þá viðurkenningu sem honum var sýnd með þessu.

23.

Kjörnefnd kynnir framboð.

Reynir Ragnarsson kynnti eitt framboð til forseta ÍSÍ, Ellert B. Schram. Ekkert mótframboð kom fram og var Ellert kjörinn forseti ÍSÍ til næstu tveggja ára með lófataki. Reynir kynnti tíu frambjóðendur til framkvæmdastjórnar. Í framboði voru: Sigríður Jónsdóttir, Lárus Blöndal, Benedikt Geirsson, Kristrún Heimisdóttir, Örn Andrésson, Hafsteinn Pálsson, Helga H. Magnúsdóttir, Sigmundur Þórisson og Gunnar Bragason. Engin önnur framboð bárust og voru þessir tíu kjörnir með lófaklappi þingheims til staðfestingar. Fjögur framboð bárust í varastjórn, Björg Blöndal, Jón G. Viggósson, Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir og Jóhannes Benediktsson. Kjósa þurfti um þrjú sæti í varastjórn. Stefán Konráðsson kallaði til sín fulltrúa til að sækja kjörseðla, fyrst sérsambönd og síðan héraðssambönd og íþróttabandalög. Þingforseti bað Reyni Ragnarsson að koma aftur í pontu og klára kosningarnar. Reynir kynnti tilnefningar í dómstól ÍSÍ, Gunnar Guðmundsson, Halldór Frímannsson, Halldór Halldórsson, Björn Lárusson, Ólafur Björnsson og Sigurður Ingi Halldórsson. Ekki höfðu berist fleiri tillögur. Þingheimur staðfesti með lófaklappi.

23


Íþróttaþing 2004 - þinggerð Reynir kynnti tilnefningar í áfrýjunardómstól ÍSÍ, Gestur Jónsson, Jón Gunnar Zoega, Snorri Olsen, Helgi I. Jónsson, Björgvin Þorsteinsson og Karl Gauti Hjaltason. Ekki höfðu borist fleiri tilnefningar og staðfesti þingheimur með lófaklappi. Reynir kynnti þar næst tilnefningar til skoðunarmanna reikninga, Hallgrímur Þorsteinsson og Tryggvi Geirsson og til vara þeir Þórður Þorkellsson og Sigurgeir Bóasson. Fleiri tilnefningar bárust ekki og staðfesti þingheimur með lófaklappi.

24. Þingnefndir gera grein fyrir störfum sínum. Laganefnd.

Ólafur Rafnsson gerði grein fyrir störfum nefndarinnar og kynnti áorðnar breytingar á tillögum til laganefndar. Yfrirlit yfir breytingar á áður kynntum tillögum: 11. grein Um kjörnefnd sem starfi milli þinga og 3 vikna framboðsfrest til framkvæmdastjórnar. Samþykkt með breytingum: Á Íþróttaþingi skal kjósa 5 manna kjörnefnd og tvo til vara, sem starfar til loka næsta þings. Tilkynningar um framboð skulu berast kjörnefnd eigi síðar en 3 vikum fyrir íþróttaþing. Hafi ekki nægilegur fjöldi gefið kost á sér á þeim tíma, er kjörnefnd heimilt að framlengja framboðsfrestinn enda sé það tryggilega tilkynnt sambandsaðilum. Hafi, þrátt fyrir það, eigi borist næg framboð skal kjörnefnd hlutast til um að afla nauðsynlegs fjölda framboða. Til að tilkynning um að framboð teljist löglegt skal eitt ólympískt sérsamband og eitt héraðssamband eða íþróttabandalag hafa lýst yfir stuðningi við það. Kjörnefnd er eftirlitsaðili með kosningum. 13. grein Dagskrá íþróttaþings Samþykkt með breytingum: d) kjörnefnd 5 manna og tveir til vara, sem starfi til loka næsta þings sbr. grein 11.5. 33. grein Samræming vegna breytinga á 5. kafla um lyfjaeftirlit f) Alþjóða Ólympíunefndin eða eftir atvikum Alþjóða Ólympíunefnd fatlaðra. g) liður falli út. 36. grein Samræming vegna breytinga á 5.kafla um lyfjaeftirlit

24


Íþróttaþing 2004 - þinggerð 36.2 Samþykkt með breytingum: c)ii bætist við: tímabundið eða ævilangt í lok setningar. d) vantar eitt a (félaga) 36.3 ...undir, með sannanlegum hætti. Fella út: Íþróttamaðurinn ... með undirritun sinni. 40.-50. grein Nýr kafli vegna lyfjaeftirlit og WADA 43.2 Fella út : ...án frekari aðgerða ÍSÍ. Setja punkt á eftir “á áorðnum breytingum”. Fella út það sem á eftir kemur. 44.1 bls. 26 a) eða annað efni sem gefa til kynna tilvist bannaðst efnis finnst... i) ...starfsmönnum þeirra vísvítandi ekki réttar... 44.3 ...refsiverðu ástandi lýkur, hafi brotið ekki verið kært fyrir þann tíma til viðeigandi dómstóls. Fella niður það sem á eftir kemur. 46,1 ... skal vera samkvæmt gr. 36.2. c) i og/eða ii. 47.1 Brotið skal þá heldur ekki teljast með til ítrekunaráhrifa. Afgangur greinarinnar fellur niður. 48.1 Boðun til lyfjaeftirlits skal vera skrifleg, og birt með sannanlegum hætti. Afgangur greinarinnar fellur niður. Þingforseti gaf orðið laust um tillögur laganefndar, enginn kvaddi sér hljóðs og bar þingforseti tillögurnar upp til samþykktar. Allar tillögurnar voru samþykktar samhljóða nema tillaga 46.1 sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu.

Allsherjarnefnd.

Kári Jónsson gerði grein fyrir störfum allsherjarnefndar og fór yfir tillögur nefndarinnar. Þingforseti þakkaði Kára greinargerðina og gaf orðið laust um tillögur allsherjarnefndar. Hörður Oddfríðarson kvaddi sér hljóðs og taldi eðlilegt að nota áfram orðið „fíkniefni“ í tillögunni um tóbakið, að öðru leyti studdi hann tillöguna.

25


Íþróttaþing 2004 - þinggerð Benedikt Sigurðarson beindi athyglinni að tillögunni einnig og taldi óæskilegt orðalag þar sem sagt var „tryggir að“ þar sem slíkt væri aldrei hægt fremur en koma alfarið í veg fyrir þjófnaði og umferðarlagabrot. Þingforseti bar tillögur allsherjarnefndar upp til samþykktar og voru þær allar samþykktar samhljóða eða með miklum meirihluta atkvæða. Samþykktar tillögur frá allsherjarnefnd: Áskorun til sveitarfélaga um Fyrirmyndarfélag ÍSÍ 67. íþróttaþing ÍSÍ, haldið á Grand Hótel í Reykjavík 24.apríl 2004, hvetur sveitarfélög til að kynna sér verkefnið “Fyrirmyndarfélag/deild ÍSÍ”. Sveitarfélög eru hvött til þess að styðja enn frekar þau félög/deildir sem hljóta þessa viðurkenningu og aðstoða og hvetja þá aðila sem stefna að því að ná því marki. Tillaga um áróður gegn tóbaksnotkun 67. íþróttaþing ÍSÍ, haldið á Grand Hótel í Reykjavík 24.apríl 2004, hvetur alla sambandsaðila ÍSÍ til að herða enn frekar áróður gegn allri tóbaksnotkun i tengslum við íþróttastarf. Íþróttafélög sem gera sérstaka samninga við íþróttafólk eru hvött til að hafa ákvæði inn í samningi þar sem tekið er á tóbaksnotkun þegar viðkomandi kemur fram opinberlega fyrir hönd félagsins. Þingið telur ástæðu að vara sérstaklega við notkun munntóbaks. Áskorun til íþróttahreyfingarinnar um þjálfaramenntun 67. íþróttaþing ÍSÍ, haldið á Grand Hótel í Reykjavík 24.apríl 2004, hvetur sambandsaðila til að auka enn frekar framboð á menntun fyrir þjálfara hreyfingarinnar. Þingið telur ástæðu til að árétta að nauðsynlegt sé að þeir aðilar sem starfi að þjálfun hafi tilskylda menntun. Sambandsaðilar eru hvattir til að sjá til þess að menntaðir þjálfarar og aðrir sem vinna að þjálfun sæki þau námskeið sem í boði eru. Öruggt og heilbrigt umhverfi æskufólks 67. Íþróttaþing haldið 24. apríl 2004 felur Framkvæmdastjórn ÍSÍ að setja fram leiðbeinandi viðmiðunarreglur, varðandi samskipti þjálfara, leiðbeinanda og umsjónarmanna barna og unglinga. Slíkt vinnur gegn áreiti, einelti og afbrigðilegri hegðan og tryggir með þeim hætti aukið öryggi og heilbrigt umhverfi æskufólks á vettvangi íþróttanna. Íþróttaþing leggst eindregið gegn því að áfengi verði selt í íþróttamannvirkjum í tengslum við íþróttaiðkun og keppni barna og unglinga. Sérsamböndin og fjárlög Alþingis 67. Íþróttaþing ÍSÍ haldið 24. apríl 2004, skorar á Alþingi að verða við erindi ÍSÍ um áttatíu milljón króna sérstaka árlega fjárveitingu vegna sérsambanda ÍSÍ. Sérsambönd standa vörð um uppbyggingu og eflingu sinna íþrótta á landsvísu, halda úti landsliðum, efna til Íslandsmóta. Þetta eru forsendur fyrir viðgangi og vexti skipulegrar starfsemi í íþrótta- og ungmennafélögum.

26


Íþróttaþing 2004 - þinggerð Sveitarfélögin og íþróttirnar 67. Íþróttaþing ÍSÍ haldið 24. apríl 2004 fagnar þeim skilningi sem nú á sér stað hjá mörgum sveitarfélögum í byggingu íþróttamannvirkja og niðurgreiðslum á æfinga- og þátttökugjöldum barna í íþróttum. Þingið hvetur önnur sveitarfélög að fara að þessu fordæmi. Ályktun um afreksstefnu sérsambanda 67. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið á Grand Hótel Reykjavík 24. apríl 2004, samþykkir að beina þeim tilmælum til sérsambanda ÍSÍ að endurskoða reglulega afreksstefnur sínar. Tillaga um eflingu náms í íþróttafræðum á háskólastigi 67. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið á Grand Hótel Reykjavík 24. apríl 2004 hvetur stjórnvöld til að efla nám og auka framboð í íþróttafræðum á háskólastigi. Ályktun um almenningsíþróttir 67. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið á Grand Hótel í Reykjavík, 24. apríl 2004 lýsir ánægju sinni með fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ "Ísland á iði". Þingið undirstrikar mikilvægi þess að ÍSÍ verði áfram í forystu um að efla almenningsíþróttir og hvetur sambandsaðila til að stuðla að aukinni heilsueflingu almennings á sínu svæði í samstarfi við sveitarfélög, stofnanir og aðra sem vinna að sama marki. Áherslan verði á að hvetja og styðja landsmenn á öllum aldri til að hreyfa sig reglulega, sér til ánægju og heilsubótar. Ályktun um tölvu- og upplýsingakerfi íþróttahreyfingarinnar 67. Íþróttaþing ÍSÍ haldið 24. apríl 2004 fagnar hinu nýja tölvukerfi íþróttahreyfingarinnar og hvetur alla sambandsaðila til þess að nýta sér þá möguleika sem kerfið býður upp á. Ályktun til sveitastjórna 67. Íþróttaþing Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands haldið á Grand Hótel, Reykjavík, laugardaginn 24. apríl hvetur sveitastjórnir til að auka framlög til reksturs íþrótta- og ungmennafélaga m.a. með því að fjármagna ráðningu starfsmanns. Fjárhagsnefnd. Snorri Ólsen gerði grein fyrir störfum fjárhagsnefndar, fjárhagsáætlun og skiptingu lottótekna. Engar breytingar urðu á fjárhagsáætlun í meðferð nefndarinnar en nefndin gerir tillögur um skiptingu lottótekna. Þingforseti opnaði umræður um fjárhagsáætlun. Enginn kvaddi sér hljóðs og var áætlunin samþykkt samhljóða. Þingforseti gaf orðið laust um lottóúthlutun.

27


Íþróttaþing 2004 - þinggerð Arngrímur Viðar Ásgeirsson kom í pontu og fagnaði tillögunni en fannst tímasetningar í a og b útgáfu tillögunnar ekki góðar. Hann taldi eðlilegra að að framkvæmdastjórn fengi frest til 1. janúar 2006 í stað 2005 í b tillögunni. Lárus Blöndal tók til máls og taldi tímasetningar passlegar, óþarfi væri að tala í árum í þessu sambandi. Hann lagði því til að tillögu Arngríms yrði vísað frá. Jóhann Tryggvason kvaddi sér hljóðs og spurði út í 6 prósentin í b-lið tillögunnar, í hvað þau ættu að fara. Snorri Ólsen útskýrði málið fyrir þingheimi. Hann tók undir orð Lárusar Blöndal um að fresta ekki gildistöku þessara reglna. Lárus Blöndal kom aftur í pontu og og gerði grein fyrir því að 6 prósentin hverfi ekki heldur verði áfram til enda um verulega fjármuni að ræða. Jóhann Tryggvason kom aftur í pontu og ítrekaði það að nauðsynlegt væri að nánari útskýring á 6 prósentunum kæmi fram í tillögunni. Snorri kom aftur í pontu og lagði til að tilagan yrði gerð skýrari og gerði tillögu að lítilsháttar breytingu á tillögunni þess efnis. Þingforseti bar upp tillögu Arngríms Viðars sem þingheimur felldi með miklum meirihluta atkvæða. Þingforseti bar upp tillöguna sem Snorri Ólsen bætti frekari útskýringu við og var hún samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum. Samþykktar tillögur frá fjárhagsnefnd: Fjárhagsáætlun ÍSÍ Tekjur: skýr 1. Framlag Alþingis 2. Íslensk getspá 3. Ósóttir vinningar 4. Íslenskar getraunir 5. Styrkir IOC/EOC 6. Aðrar tekjur Samtals

2004

2005

93.700.000 kr. 85.000.000 kr. 10.200.000 kr. 10.500.000 kr. 5.000.000 kr. 5.000.000 kr. 7.000.000 kr. 8.000.000 kr. 5.000.000 kr. 8.000.000 kr. 4.600.000 kr. 6.000.000 kr. 125.500.000 kr. 122.500.000 kr.

Gjöld: skýr 7. Skrifstofukostnaður 8. Þing og fundir innanlands og kostnaður stjórnar 9. Þing og fundir erl. 10. Framlag vegna fundaraðstöðu 11. Kostnaður vegna stoðsvið og nefndir 12. Smáþjóðaleikar Andorra

2004 36.000.000 kr. 8.500.000 kr. 4.000.000 kr. 1.000.000 kr. 8.000.000 kr. - kr.

2005 36.500.000 kr. 8.500.000 kr. 4.000.000 kr. 1.000.000 kr. 8.000.000 kr. 13.000.000 kr.

28


Íþróttaþing 2004 - þinggerð 13. Ólympíuleikar æskurnnar í Monthey/Lignano 14. Íþróttaleg samskipti-Ólympíufjölskyldan 15. Annar kostnaður 16. Verkefnasjóður 17. Íþróttamiðstöð Laugardal 18. Lyfjaeftirlit 19. Tölvukerfi íþróttahreyfingarinnar 20. Aþena 2004/Tórínó 2006 21. Íþróttaþing 2004 22. Sjóður ungra og efnilegra Samtals:

- kr. 6.000.000 kr. 6.000.000 kr. 8.000.000 kr. 5.000.000 kr. 5.000.000 kr. 3.000.000 kr. 3.000.000 kr. 8.000.000 kr. 5.500.000 kr. 4.000.000 kr. 5.000.000 kr. 7.500.000 kr. 6.500.000 kr. 20.000.000 kr. 1.500.000 kr. 3.500.000 kr. 11.000.000 kr. 11.000.000 kr. 125.500.000 kr. 122.500.000 kr.

Tillaga um skiptingu lottótekna ÍSÍ og UMFÍ: 67. Íþróttaþing haldið 24. apríl 2004 á Grand Hótel Reykjavík samþykkir að veita framkvæmdastjórn ÍSÍ heimild til breytingar á úthlutunarreglum lottóarðs sem hér segir: A

Sameiginleg úthlutun UMFÍ og ÍSÍ 1. Sameiginlegur lottópottur héraðssambanda og íþróttasambanda Sá hluti lottóarðs ÍSÍ sem úthlutað er í dag, til héraðssambanda og íþróttabandalaga, samkvæmt lið 3 í reglum um skiptingu lottóhagnaðar og hlutdeild héraðssambanda og íþróttabandalaga í útbreiðslustyrk skv. lið 1 í sömu reglum, skal settur í pott með þeim arði UMFÍ sem í dag er úthlutað til sambandsaðila UMFÍ og úthlutað úr þeim potti, sem hér segir: 12-18% skal úthlutað jafnt til allra héraðssambanda og íþróttabandalaga en 8882% samkvæmt íbúatölu, 18 ára og yngri. Núverandi skerðing ÍSÍ gagnvart héraðssamböndum skal jafnhliða felld niður. 2. Íþróttahéruð Lagt er til að ÍSÍ og UMFÍ hefji undirbúning að verulegri stækkun og eflingu íþróttahéraða. Vinnuhópur skal skipaður af hálfu beggja samtaka og skal að því stefnt að ákvörðun ÍSÍ og UMFÍ um nýja skipan íþróttahéraða í landinu liggi fyrir 1. júní 2005. 3. Tímasetningar Framkvæmdastjórn ÍSÍ er veitt heimild til að breyta núverandi úthlutunarreglum í samræmi við lið 1, hvenær sem er á kjörtímabilinu. 4. Fyrirvari Falli UMFÍ frá þeirri sameiginlegu aðferð við úthlutun sem lýst er í lið 1 hér að framan skulu úthlutunarreglur þær sem nú eru í gildi hjá ÍSÍ taka gildi á ný þegar eftir að UMFÍ hefur tekið slíka ákvörðun.

29


Íþróttaþing 2004 - þinggerð B

Breyting á Lottóreglum ÍSÍ Hafi framkvæmdastjórn ÍSÍ ekki tekið ákvörðun um breytingu á úthlutunarreglum samkvæmt A lið hér að framan fyrir 1 janúar 2005 taka eftirfarandi breytingar á lottóreglum ÍSÍ gildi þann dag. 1. Samkvæmt reglum um skiptingu lottóhagnaðar lið 3 er 12% af hluta héraðssambanda og íþróttabandalaga skipt jafnt óháð stærð þeirra. Gerð er tillaga um að þessi hluti verð 6% í stað 12% og 94% skipt eftir íbúafjölda 2. Samkvæmt reglum um skiptingu lottóhagnaðar lið 1 um skiptingu 17% útbreiðslustyrks, hluta héraðssambanda og íþróttabandalaga skal 25% útbreiðslustyrksins skipt jafnt sem grunngjaldi en 75% skal skipt í hlutfalli við iðkendafjölda en þó aldrei hærri en 60% af íbúafjölda viðkomandi sambandssvæðis. Gerð er tillaga um að þessi regla falli niður og í stað hennar komi eftirfarandi: Framkvæmdastjórn ÍSÍ skal úthluta útbreiðslustyrk til héraðssambanda og íþróttabandalaga með það að markmiði að auka jöfnuð milli þeirra pr. íbúa 18 ára og yngri þ.e. miðað við hlutdeild þeirra í heildargreiðslum ÍSÍ og UMFÍ af ágóða af rekstri Íslenskrar Getspár til eflingar íþrótta í landinu. C Sérsambönd ÍSÍ Engin breyting er gerð á reglum um úthlutun til sérsambanda ÍSÍ

25.

Kjör í varastjórn

Reynir Ragnarsson gerði grein fyrir því hvernig atkvæði féllu. Björg Blöndal 206 Jóhannes Benediktsson 101 Jón Gestur Viggósson 194 Ingibjörg Bergrós 168 Réttkjörnir fulltrúar í varastjórn ÍSÍ eru því Björg Blöndal, Jón Gestur Viggósson og Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir.

26.

Kjörnefnd til að starfa á milli þinga.

Þingforseti gerði grein fyrir tilnefningum í kjörnefnd sem starfar á milli þinga Reynir Ragnarsson Eggert Magnússon Birna Bjarnadóttir 30


Íþróttaþing 2004 - þinggerð Ásgerður Halldórsdóttir Jón Albert Sigurbjörnsson Ekki komu fram fleiri tilögur og klappaði þingheimur til staðfestingar. Tillaga að varamönnum: Magnús Finnsson Valdimar Leó Friðriksson Ekki komu fram fleiri tilögur og klappaði þingheimur til staðfestingar. Þingforseti tilkynnti að komið væri að þingslitum og þakkaði fyrir sína hönd og annarra starfsmanna þingsins gott þing og taldi það hafa gengið mjög rösklega fyrir sig. Hann taldi þingið sýna töluverða samstöðu meðal þingfulltrúa um framgang íþróttamála í landinu og minnti sérstaklega á það að íþróttahreyfingin væri öflugasta fjöldahreyfing í landinu. Hann sagði mikla ábyrgð hvíla á hreyfingunni, starf hennar skipti miklu máli fyrir mannlífið í landinu og framtíðina. Að þessu loknu bað hann forseta ÍSÍ Ellert B. Schram að koma í pontu og slíta þinginu.

27.

Þingslit.

Ellert gat um ákvörðun framkvæmdastjórnar að láta þingið fara fram á einum degi, og sagði ákvörðunina hafa orkað tvímælis. Hann benti á að eins og þingið hefði gengið fyrir sig þá bæri það vott um mikla eindrægni, menn gætu haft mismunandi skoðanir á ýmsum málum eins og gengur en menn væru ekki að rífast. Hann lýsti yfir ánægju sinni með afgreiðslu tillögunnar um lottóúthlutunina vegna þess að þau mál hefðu verið torleyst. Hann sagðist bjartsýnn á að samkomulag við UMFÍ væri í augsýn. Hann óskaði meðstjórnendum sínum til hamingju með sína kosningu og bauð Kristrúnu Heimisdóttur sérstaklega velkomna í stjórn, gat um mikla ábyrgð í starfi sem þessu og sagðist vita að Kristrúnu væri vel treystandi í þetta starf. Hann þakkaði framkvæmdastjóra og starfsliði ÍSÍ kærlega fyrir frábærlega vel skipulagt þing og bað Stefán og hans fólk að standa upp og á fá lófaklapp frá þingheimi. Ellert þakkaði fyrir ánægjulegan dag, samstarfið undanfarin ár og sagðist hafa mikla ánægju af starfi sínu í hreyfingunni . Að þeim orðum sögðum sleit Ellert þinginu.

_____________________________ Alfreð Þorsteinsson þingforseti

___________________________ Viðar Sigurjónsson 1. þingritari

31

Þinggerð 2004  
Þinggerð 2004  
Advertisement