Islenska leidin 2015

Page 18

EKKI BARA PÓLITÍKUSAR

Persónan að baki embættismanninum Er hugmyndin um fjórflokkinn liðin undir lok í dag? Erfitt er að segja til um það, en í dag sitja sex flokkar á Alþingi og skipta á milli sín þeim 63 þingsætum sem í boði eru. En að baki hverjum þingmanni er einstaklingur, og okkur fannst tilvalið að kynnast formönnum flokkanna betur, burtséð frá þeirra hugmyndum. Við spurðum þá eftirtalinna spurninga og reyndum að draga persónu hvers og eins fram í dagsljósið.

1. Síðasta sms sem þú fékkst: 2. Hvernig finnst þér best að slaka á? 3. Þú býður stjórnmálafræðinemum í matarboð. Hvað er á boðstólum og eigum við sem gestir að koma með rautt, hvítt eða eitthvað annað? 4. Hvað seturðu í bragðaref? 5. Ef þú mættir velja einn þingmann annars flokks til að ganga til liðs við þinn flokk, hver yrði fyrir valinu?

Katrín Jakobsdóttir 1. Það hljómar svo: „Myndarlegur

maður!“ - og barst mér frá áhorfanda þingrásarinnar sem notaði þessi orð um ónefndan karlkyns þingmann. Svona er nú starfið spennandi.

2. Stundum hlusta ég á

borgarstjórnarfundi í útvarpinu. En góð glæpasaga með þunglyndum sænskum rannsóknarlögreglumanni í aðalhlutverki er líka ágæt leið til að dreifa huganum frá hressleika þingsins.

3. Fyrst er blini með bleikjuhrognum,

rauðlauk og sýrðum rjóma og svo góður saltfiskur með spænsku ívafi í aðalrétt. Að lokum „rammíslenskur“ Royalbúðingur með rjóma. Og það má drekka bæði rautt og hvítt með saltfiski en aðalmálið er að stjórnmálafræðinemar komi með góða skapið og að sjálfsögðu að þeir séu vel lesnir í 700 blaðsíðna doðranti Thomas Piketty um ójöfnuð, Capital in the 21st Century.

4. Einn úr hverjum flokki. Nei annars, þrist og jarðarber.

5. Mig vantar nú nokkra þingmenn í

Árni Páll Árnason

hópinn og gæti hugsað mér að minnsta kosti þrjá til fjóra úr ýmsum flokkum.

1. „Til hamingju með sigurinn. Þessu spáði völvan og hún spáði líka góðu sumri. Svo nú er bara að taka fram grilltangirnar :)“

2. Með því að hreyfa mig. Hlaup, sund, jóga, reiðtúr - ólíkar leiðir en allar góðar. 3. Uppáhaldið mitt: Brimsaltur saltfiskur, nærri ekkert útvatnaður, maríneraður í

ólífuolíu og ógrynni af hvítlauk og grillaður. Fullt af kartöflum og grænu salati. Þið komið með spænskt rauðvín. Díll?

4. Toblerone og bláber. 5. Ég hef augastað á mörgum. Er alltaf að minna Willum á að félagaskiptaglug-

ginn sé opinn og sit löngum stundum á skrafi með Óttari Proppé, sem er að öðrum ólöstuðum skemmtilegasti þingmaðurinn. Gæti séð mjög marga aðra þingmenn fyrir mér í Samfylkingunni.

18

Guðmundur Steingrímsson 1. Frá Óttarri að spyrja mig hvort ég hafi séð póst frá Kötu Jak um það hvort við vildum vera með á beiðni um skýrslu niðri í þingi um málefni Þróunarsamvinnustofnunar og þær fyrirætlanir að færa starfsemi hennar inn í ráðuneytið. Við ákváðum að vera með.

2. Í pottinum upp í sveit, eða í bíó. Eða

að smíða. Eða í einhverjum skemmtilegum pælingum með konunni minni og börnum. Tek líka stundum í gítarinn og syng. Og alltaf gaman að hitta góða vini og gera eitthvað. Skokka líka stundum. Horfi líka á ógrynni af framhaldsþáttum.

3. Ég býð upp á heilgrillað lamb. Þið komið með rautt.

4. Lakkrískurl, jarðarber og snickers.

Fæ mér samt yfirleitt ekki bragðaref. Er meira fyrir sjeik.

5. Bill Clinton.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.