Leiðarvísir ferðaþjónustunnar

Page 56

9 Í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð er ákvæði sem kveður á um að í reglugerð megi ákveða að taka gestagjöld innan Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu. Er það til að mæta kostnaði við þjónustu og eftirlit með dvalargestum. Þá sé heimilt að innheimta sérstaklega fyrir aðgang að tjaldstæðum innan þjóðgarðsins. Gjöldin skulu renna til Vatnajökulsþjóðgarðs. Í reglugerð hafa einungis verið sett ákvæði um gjald fyrir aðgang að tjaldstæðum og annarri þjónustu líkt og sturtu o.fl. Ekki hafa verið sett ákvæði um gjald fyrir aðgang að svæðinu. Í lögum um þjóðgarðinn að Þingvöllum er einnig ákvæði um að í reglugerð megi ákveða að taka gestagjöld innan þjóðgarðsins fyrir veitta þjónustu og dvöl þar til að mæta kostnaði við þjónustuna og eftirlit með gestum. Ekki eru ákvæði um slíkt í reglugerð. Það má velta því upp hvort máli skiptir hvort um sé að ræða eignarland eða þjóðlendur þegar kemur að gjaldtöku því strangari reglur gilda um tekjuöflun hins opinbera en hins almenna landeiganda. Tekjuöflun hins opinbera verður að byggjast á heimild í lögum, hvort sem um er að ræða skatt eða þjónustugjöld. Eftir sem áður stendur eftir spurningin hvort að gjaldtakan fari í bága við almannaréttinn samkvæmt náttúruverndarlögum. Leiða má að því líkum að gjaldtaka muni takmarka för manna um landið og að einhverjir muni ekki sjá sér kleift að njóta náttúrunnar á þeim stöðum sem gjald er innheimt þurfi þeir að greiða fyrir að njóta hennar.

56

EIGNARÉTTUR


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.