Page 1


Eitthvað nýtt og öðruvísi Nýsland.is gefur Íslandsstofu og samstarfsaðilum mynd af nýsköpun ungra fyrirtækja. Sú mynd er mikilvæg til að meta þarfir ykkar fyrir stuðning við verðmætasköpun og útflutning auk þess sem áhugi erlendra fyrirtækja og fjárfesta á íslensku hugviti vex með ári hverju.

Við hjá Íslandsstofu viljum... ...meta þörf ykkar á að fá aðstoð

Farðu inn á Nýsland.is

eða notaðu QR-kóðann hér að ofan þar sem bíður þín spurningalisti til að senda inn upplýsingar um þitt fyrirtæki.

Þeir sem senda inn upplýsingar fyrir 1. mars eiga möguleika á aðstoð erlendis með Útlínum Íslandsstofu að verðmæti 300 þúsund kr.*

...afla vitneskju um nýjungar hjá ykkur til að geta endurspeglað möguleg tækifæri ...opna á tengingar við fjárfestaumhverfið ...skapa samráðsvettvang innan efnilegra atvinnugreina

Þessi bæklingur er sendur á félög stofnuð á síðastliðnum fimm árum í flestum atvinnugreinaflokkum Hagstofu Íslands. Ekki er gerður sérstakur greinamunur á milli félaga eftir mögulegri nýsköpun innan þessara flokka og þá er tilgangur félags ekki sérstaklega skoðaður.

*Nánari upplýsingar um Útlínur er að finna á islandsstofa.is.


Íslandsstofa er samstarfsvettvangur atvinnulífsins og stjórnvalda og hefur það hlutverk að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar með þróttmiklu starfi í þágu íslenskra útflutningsgreina. Með faglegu kynningarstarfi og samræmdum skilaboðum vekjum við áhuga á íslenskum vörum og þjónustu á erlendri grundu og kynnum Ísland sem ákjósanlegan áfangastað erlendra ferðamanna og vænlegum kosti fyrir beina erlenda fjárfestingu. Með fræðslu og ráðgjöf eflum við samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og búum þau undir sókn á erlenda markaði. Í samstarfi við miðstöðvar skapandi greina vekjum við athygli á íslenskri menningu og listum og styðjum við kynningu á þeim erlendis.

Sundagarðar 2 | 104 Reykjavík | 511 4000 | islandsstofa.is

Nýsland  
Nýsland