Page 1

Atvinnulífið Tímarit Íslandsbanka um fjármál og efnahagshorfur

› Eimskip

› Þjóðhagsspá

› Orkumál

Sóknarfærin kortlögð

Klakaböndin bresta

Verðmæt reynsla og þekking Atvinnulífið | 1 


Útgefandi: Íslandsbanki Ritstjóri: Gunnar Kristinn Sigurðsson Ábyrgðarmaður: Már Másson Ljósmyndir: Baldur Kristjáns Forsíðumynd: Ari Magg Prentun: Pixel Hönnun og umsjón: ENNEMM Atvinnulífið er gefið út í september 2012. Íslandsbanki áskilur sér allan rétt til að leiðrétta ótvíræðar villur eða prentvillur.


06

10

12

Efnisyfirlit Tækifæri í atvinnulífinu .............................. 4 Markaðir - landið tekið að rísa .................... 6 Þjóðhagsspá - klakaböndin bresta ........... 10

Markaðirnir

Þjóðhagsspá

Eimskip

Sóknarfærin kortlögð hjá Eimskip ........... 12 Starfsmaður í þjálfun ................................. 14

14

16

22

Ný sparnaðarleið Íslandsbanka ................ 16 Stór áfangi að baki hjá Ölgerðinni ............ 18 Hagsmunirnir samtvinnaðir ..................... 20 Allt snýst um fjármögnunina .................... 22 Lausafjárstýring VÍB .................................. 24

Starfsmaður í þjálfun

Orkumál - verðmæt reynsla og þekking ..... 26

Allt snýst um fjármögnunina

Ný sparnaðarleið

Gjaldeyrismál .............................................. 28 Miðstöð þekkingar í sjávarútvegi ............. 30

24

Lausafjárstýring VÍB

30

Miðstöð þekkingar í sjávarútvegi

32

Lært af reynslu annarra

Lært af reynslu annarra ............................ 32 Fræðsla á döfinni hjá VÍB .......................... 34


› Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka

Tækifæri í atvinnulífinu

Sjóður VELTUS

1200 1160 1120 1080 1040 1000 2009

2010

2011

Þó svo að nú hausti má sjá merki vors í efnahagslífinu. Fram undan eru tæki­færi og það sem meira er, þau eru fleiri og fjölbreyttari en verið hefur um nokkurt skeið. Það er hlutverk Íslandsbanka að aðstoða viðskiptavinina við að nýta þessi tækifæri.

Aukin umsvif og fjárfestingar Einn besti mælikvarði á vöxt fyrir banka eru útlán. Við hjá Íslandsbanka sjáum afgerandi aukningu á því sviði og flestir okkar mælikvarðar benda til áframhaldandi þróunar í rétta átt. Við sjáum mikla aukningu í fjármögnun atvinnutækja og það eru einmitt slík tæki sem skapa grundvöllinn fyrir fleiri störf og meiri framleiðslu. Þessi vöxtur er þó ekki óeðlilegur heldur uppsöfnuð þörf áranna á undan.

Markaður með hluta- og skuldabréf að fara af stað Við sjáum einnig að fjármálamarkaðurinn er að taka við sér og fyrir­tæki huga nú að skuldabréfaútboðum og skráningu á hluta­ bréfamarkað. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur verið leiðandi afl í þessum efnum og er í lykilhlutverki í tengsl­um við væntanlega

4 | Atvinnulífið

skráningu Eimskips og Vodafone í Kaup­höll. Þá er Íslandsbanki umsjónaraðili einnar fyrstu útgáfu á fyrirtækjaskuldabréfum hér á landi frá því haustið 2008.

Uppbygging í fullum gangi Við hjá Íslandsbanka verðum áþreifanlega vör við að mörg af þeim fyrirtækjum sem eru í viðskiptum við okkur eru í töluverðri sókn. Í þessu blaði eru viðtöl við forsvarsmenn nokkurra þeirra fjölmörgu fyrirtækja á Íslandi sem hafa áhugaverðar sögur að segja af uppbyggingu sinni. Einnig er umfjöllun um metnaðarfull verkefni á borð við Íslenska sjávarklasann sem bankinn hefur komið að og nýlega skýrslu bankans um íslenska orkumarkaðinn og þau öflugu fyrirtæki sem á honum starfa.

Call-account – sérkjarareikningur VÍB · Sérkjarareikningur fyrir viðskiptavini VÍB · Vextir í dag 4,59% · Binditími (T+3) 3 dagar · Lágmarksfjárhæð 50 milljónir · Vextir greiddir mánaðarlega

2012


Íslandsbanki leggur metnað sinn í að vera leið­ andi í vöruþróun á íslenskum fjár­mála­mark­ aði. Í blaðinu er umfjöllun um nýja tegund sparn­aðar­­reikninga sem bankinn kynnti fyrir skömmu að erlendri fyrirmynd. Þessi nýja sparnaðarleið hentar bæði fyrirtækjum sem og einstaklingum og er meðal annars þróuð eftir ábendingum frá viðskiptavinum bankans.

Bættir stjórnarhættir Íslandsbanki hefur á liðnum misserum unnið að metnaðarfullu stjórnarháttaverkefni sem snýr að því að kortleggja alla ferla við ákvarðanatöku innan bankans til þess tryggja að hún fari réttar leiðir. Allt er þetta gert til þess að stuðla að því að stjórn­arhættir Íslandsbanka séu sam­bærilegir því besta sem gerist á alþjóðlegum fjár­mála­markaði og höfum við notið liðsinni eins af stjórnar­ mönn­­um bankans, Dr. Daniel Levin, sem er sér­ fræðingur á þessu sviði. Við höfum einsett okkur að bjóða viðskiptavinum okkar bestu fjármálaþjónustu sem völ er á, hvort sem það er í fjármögnun, ávöxtun fjármuna eða ráðgjöf og miðlun á fjármálamarkaði. Við leggjum okkur fram við að aðstoða viðskiptavini okkar til að nýta þau tækifæri sem eru í íslensku atvinnulífi. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka

Atvinnulífið | 5 


Landið tekið að rísa á fjármálamarkaði Langan tíma hefur tekið fyrir fjármálamarkaðinn að rétta úr kútnum en á undanförnum mánuðum og misserum hefur margt áunnist og farið er að hilla undir bjartari tíma. Kjartan Smári Höskuldsson, forstöðumaður hjá VÍB – Eignastýringu Íslandsbanka, og Ásmundur Tryggvason, forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka, eru bjartsýnir á framhaldið og segja mikilvæga undirbúningsvinnu vera að baki sem hafi gert mönnum betur kleift að mæta stífari kröfum fjárfesta.

Ef þið ættuð að lýsa stöðunni á fjármálamörkuðum eins og hún er núna, hvernig væri sú lýsing? Kjartan: „Ég vil byrja á því að segja að það er búið að gera gríðarlega mikið á undanförnum misserum þótt öll sú vinna blasi kannski ekki alltaf við almenningi og fjárfestum. En staðreyndin er sú að menn hafa verið að vinna hörðum höndum að því að byggja alveg nýjan grunn og í því efni er skynsamlegra að fara sér hægar og gera hlutina rétt. Ég gæti kannski orðað það svo að það sé búið að leggja grunninn aftur. Og það sem hefur verið að gerast á síðustu tólf mánuðum eða svo, er að við erum að sjá burðarveggina rísa að nýjum markaði. Ný fyrirtæki hafa verið skráð á hlutabréfamarkaðinn, við höfum séð skuldabréfaútgáfur stærri fyrirtækja og sveitarfélaga og útgáfur banka á sértryggðum

6 | Atvinnulífið

skuldabréfum. Þetta hefur tekist vel og þetta eru flottar fjármálavörur sem margar hafa fengið fínar viðtökur hjá fjárfestum. Við erum því ekki lengur eingöngu í því ferli að undirbúa uppbygginguna, sem vissulega hefur tekið langan tíma, heldur er uppbyggingin komin vel af stað.“

annan stað var stað­an einfaldlega sú að mjög mörg félög voru í hönd­unum á fjármálstofnunum eða voru með þunga skuldastöðu sem þurfti að greiða úr. Þeirri vinnu er núna að mestu lokið þannig að í dag eru fyrir­tækin loks í stakk búin til þess að fara út á markaðinn og sækja sér fé.“

Hvers vegna hefur þetta tekið svona langan tíma, eins og t.d. að koma skulda­ bréfaútgáfu fyrirtækja af stað aftur?

Varðandi skuldabréfin, hvaða breytingar hafa verið gerðar til þess að mæta auknum kröfum fjárfesta?

Ásmundur: „Á því eru nokkrar skýringar en það er engin launung að ein meginskýringin á því hversu langan tíma það hefur tekið að koma skuldabréfaútgáfunni aftur af stað er þetta þriðja stigs brunasár sem hlaust af hruninu. Traustið hvarf og það tók mikinn tíma og vinnu að byggja það upp aftur auk þess sem krafan frá fjárfestum um að vel sé staðið að hlutunum er mjög rík. Í

Ásmundur: „Fyrirtækjaráðgjöf hefur lagt mikla vinnu í að greina hvaða skilmála fjárfestar vilja sjá í fyrir­tækjaskuldabréfum og hvernig finna má hinn gullna meðalveg á milli fjárfestaverndar og möguleika fyrirtækja til athafna. Þessi grunn­ vinna var mikilvæg og nú sjáum við að mörg fyrir­tæki eru farin að hugsa sér til hreyfings um útgáfu.“


„Og það sem hefur verið að gerast á síðustu tólf mánuðum eða svo, er að við erum að sjá burðarveggina rísa að nýjum markaði. Ný fyrirtæki hafa verið skráð á hlutabréfamarkaðinn, við höfum séð skuldabréfaútgáfur stærri fyrirtækja og sveitarfélaga og útgáfur banka á sértryggðum skuldabréfum. Þetta hefur tekist vel og þetta eru flottar fjármálavörur sem margar hafa fengið fínar viðtökur hjá fjárfestum.“ Kjartan Smári Höskuldsson, forstöðumaður Ráðgjafar og þjónustu VÍB

Kjartan: „Ég tek undir að þróun á skilmálum skulda­bréfa er ákaflega mikilvægt atriði sem hefur breyst mikið. Skilyrðin (e. covenants) í skulda­ bréfaútgáfum núna eru miklu strangari en áður var enda er staðreyndin sú að þau voru bæði fá og veik áður. Skuldabréfin voru þannig í reynd oft nær því að líkjast víkjandi skuldabréfum eða hluta­bréfum fremur en hefðbundnum skulda­bréfum. Mjög oft voru aðrir lánveitendur með veð í nánast öllum eignum og þar sem skilyrðin voru veik áttu skuldabréfaeigendur fá úrræði til að komast að borðinu eða grípa inn í ef allt var að fara á verri veg hjá viðkomandi félagi. Hluti vandans fólst í því að það hafði enginn það hlut­verk að tryggja að þessi fáu skilyrði væru uppfyllt. Þetta var ekki síst ástæðan fyrir því að sumir sögðust aldrei vilja kaupa skuldabréf aftur nema þau væru veðtryggð. Núna eru aftur á móti sett inn strangari skilyrði eins og t.d. um eiginfjárhlutfall, skuldir á móti hagnaði, um að ekki megi veð­ setja tilteknar eignir o.s.frv. Vafa­laust hafa margir fjárfestar spurt sig þeirrar spurn­ingar hvort veðtryggingar væru ekki nauðsynlegar í skuldabréfaútgáfum. Ég hygg að svo sé ekki en aftur á móti verða skýr skilyrði af því tagi sem ég nefndi nauðsynleg.“ Ásmundur: „Verkefnið hefur einmitt verið fólgið í því að skilja kröfur fjárfesta og reyna síðan að mæta þeim án þess þó að takmarka andrými

Atvinnulífið | 7 


fyrirtækjanna um of. Kjartan nefndi að það hefði enginn haft það hlutverk að tryggja að skilyrði skuldabréfa væru í reynd uppfyllt og þar komum við að hlutverki svokallaðra veðgæslumanna og umsjónarmanna með skuldabréfaútgáfum sem er nýtt á Íslandi. Við í Fyrirtækjaráðgjöf Íslands­banka höfum varið töluverðum tíma í að þróa hvernig við viljum sjá hlutverk veð­gæslumanns og um­sjónar­ manns með skuldabréfaútgáfum og erum afar ánægð með að sjá árangur þeirrar vinnu í skulda­ bréfaútgáfu Eikar Fasteignafélags sem við höfum umsjón með. Veðgæslumaðurinn sér um að veð séu alltaf rétt skráð en hlutverk um­sjónarmannsins er að tryggja að skilyrði skulda­bréfanna séu ávallt uppfyllt. Traust er auð­vitað lykilatriði og þetta er einn hlekkur í því að byggja það upp aftur.“

Sumir hafa talið hættu á bólumyndun á markaði vegna gjaldeyrishaftanna? Hvað segið þið um það? Kjartan: „Það er auðvitað uppsöfnuð þörf fyrir fjárfestingar hjá fjárfestum sem eiga í mörgum tilvikum mikið af lausu fé og meira en talist gæti æskilegt miðað við eðlilegt ástand á fjármálamörkuðum. Við þær aðstæður er

„Við í Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka höfum varið töluverðum tíma í að þróa hvernig við viljum sjá hlutverk veðgæslumanns og umsjónarmanns með skulda­ bréfa­útgáfum og erum afar ánægð með að sjá árangur þeirrar vinnu í skulda­bréfa­ útgáfu Eikar Fasteignafélags, sem við höfum umsjón með. Veð­gæslu­­­maður­inn sér um að veð séu alltaf rétt skráð en hlutverk umsjónarmannsins er að tryggja að skilyrði skuldabréfanna séu ávallt uppfyllt. Traust er auðvitað lykil­atriði og þetta er einn hlekkur í því að byggja það upp aftur.“ Ásmundur Tryggvason, forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka

8 | Atvinnulífið


kannski ekki óeðlilegt að menn slái aðeins af arðsemiskröfum. En auðvitað velta fjárfestar því fyrir sér hvort hætta sé á bólumyndun. Ég lít svo á að menn séu í sumum tilvikum vissulega tilbúnir til þess að slá af arðsemiskröfum en ekki gæðakröfum til þeirra vara sem fjárfest er í. Það mætti kannski orða það sem svo að það sé ekki beinlínis hættulegt að kaupa verðbréf eða aðrar fjármálaafurðir á verði sem hugsanlega gæti talist fremur hátt þegar gæðin eru í lagi og í hlut eiga fjárfestar sem horfa til fjölda ára. Aftur á móti er hættulegt að kaupa vörur sem standast ekki gæðakröfur sem getur þýtt að verðmætin tapast að stærstum hluta eða jafnvel alveg. Ég tel að það sé þessi hugsun sem stýri markaðinum.“

Hvernig sjáið þið þróunina á hlutabréfamarkaði? Ásmundur: „Ríkisskuldabréfamarkaðurinn hefur haldið uppi veltunni á skuldabréfamarkaði. Nú eru fyrirtækjaskuldabréfin smám saman að koma inn og hlutabréfamarkaðurinn hefur spyrnt sér frá botninum. Það sem hefur verið gert hefur

tekist vel. Athyglivert er að skuldsetning skráðra rekstrarfélaga í kauphöllinni er nú að meðaltali tæplega tvöfaldur hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) en þetta hlutfall var mun hærra áður fyrr. Reikna má með 3-4 nýskráningum á þessu ári og ég reikna með að við munum sjá a.m.k. 3-5 skráningar á ári að jafnaði á næstu árum. Gangi það eftir verðum við komin með hlutabréfamarkað eftir þrjú ár sem telur kannski á þriðja tug félaga. En ýmsar spurningar vakna í tengslum við hluta­bréfa­markaðinn eins og sú hvort þar verði félög úr öllum helstu atvinnugreinum. Líf­eyris­ sjóðir eiga t.d. lítið í sjávarútveginum og það má varpa fram þeirri spurningu hvort það væri ekki heillavænlegt að fleiri sjávarútvegsfélög yrðu aftur almenningshlutafélög.“

Er næg eftirspurn eftir skuldabréfum og hlutabréfum? Kjartan: „Það liggur nokkuð ljóst fyrir að stórir fjárfestar, t.d. lífeyrissjóðir, hafa verið að safna fé á innlánsreikningum eða setja það í annars konar skammtímaávöxtun. Þetta er auðvitað

ekki í takt við langtímamarkmið fagfjárfesta í fjárfestingum en það er heldur engin ástæða til að líta svo á að þessi staða sé óviðunandi. Það er ekki stórmál þótt fagfjárfestar eigi um 10% af fjármunum sínum á innlánsreikningum hjá bönkum sem eru vel staddir og vel reknir, á meðan þeir fá sína ávöxtun. Og það er líka rétt að hafa í huga í þessu sambandi að fjárfestar eru afar uppteknir af því að standa rétt og vel að fjárfestingum og slá ekki af kröf­um. Það má ekki gleyma því að það uppgjör og sú endur­upp­bygging sem átt hefur sér stað á framboðshlið fjármálamarkaðanna hefur líka átt sér stað á fjárfestahliðinni, ekki síst í lífeyrissjóðakerfinu. Það má segja að þar sé búið að velta við hverjum steini, auka verulega kröfur um áhættustýringu og snarbæta allt reglu­verk. Fjárfestar gæta mjög vel að sér og gera kröfur sem fjármálamarkaðurinn þarf að geta mætt. Við hjá VÍB erum ánægð með það sem hefur áunnist. Við teljum að við séum á réttri leið þó að hlutirnir hafi ekki alltaf verið auð­veldir eða gengið hratt. Það er mikilvægara að fara hægt og vanda vel til verka en að fara auðveldu og fljótu leiðina.“

Heimild: Nasdaq OMX Nordic

Fjöldi skráðra félaga í kauphöll 1991-2012 80 60 40

*Áætlun

2012*

2011

2010

2009

2008

2007

2006

2005

2004

2003

2002

2001

2000

1999

1998

1997

1996

1995

1994

1993

1992

0

1991

20

„Félög skráð í kauphöll eru nú 13 en þegar mest var árið 2000 voru þau 75. Búist er við að skráningum taki að fjölga en bæði Eimskip og Vodafone hafa lýst því yfir opinberlega að þau stefni að skráningu í kauphöll á þessu ári. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka veitir ráðgjöf við skráningu beggja félaga.“

Atvinnulífið | 9 


› Efnahagshorfur að hausti

Klakaböndin bresta Sá bati sem hófst í íslensku efnahagslífi árið 2010 hefur haldið áfram í ár þrátt fyrir erfiðleika í mörgum nálægum ríkjum og ýmis kerfislæg vandamál sem íslenska hagkerfið glímir enn við eftir hrunið 2008. Hefur hagvöxturinn verið á breiðum grundvelli og nægur til að draga úr slakanum í hagkerfinu. Vöxtur í neyslu, fjárfestingu og útflutningi skýrir hagvöxtinn sem hefur verið nálægt meðalhagvexti síðustu þriggja áratuga. Til grundvallar liggur aukinn kaupmáttur launa, sögulega lágir vextir, eftirgjöf á skuldum fyrirtækja og heimila, hækkun eignaverðs og lágt raungengi. Samhliða hefur dregið úr atvinnuleysi og störfum fjölgað.

vegna aukinnar almennrar eftir­spurnar í hagkerfinu. Vaxandi kaupmáttur ráðstöfunar­ tekna og hækkandi eignaverð ásamt væntingum um bætta tíð halda áfram að skapa skilyrði vaxtar einkaneyslu. Slakinn í hagkerfinu mun að okkar mati hverfa á næstu tveimur árum og mun það sjást í því að atvinnuleysi mun áfram minnka þó að það verði áfram hærra en það var fyrir hrunið

VLF, magnbreyting milli ára, rauntölur og spá Greiningar ÍSB (%)

Markverður árangur hefur náðst Markverður árangur hefur náðst við að leysa úr mörgum af þeim kerfislægu vandamálum

Atvinnuleysi, rauntölur og spá Greiningar ÍSB

Verðbólga, rauntölur og spá Greiningar ÍSB

5%

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

2007

2006

2005

2004

2003

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

2007

2006

2005

2004

2003

2002

2001

0% 2000

2014

2013

2012

2011

0% 2010

-8% 2009

2% 2008

-4% 2007

4%

2006

0%

2005

10%

2004

6%

2003

4%

2002

13%

2001

8%

2000

8%

10 | Atvinnulífið

sem sköpuðust við hrunið 2008. Bankakerfið er orðið vel starfhæft og fjárhagsstaða bæði fyrirtækja og heimila er nú allt önnur en var strax eftir hrunið. Skiptir þar miklu fjárhagsleg endurskipulagning sem ráðist hefur verið í, m.a. með niðurfellingu skulda, en einnig sá almenni efnahagsbati sem átt hefur sér stað með vaxandi ráðstöfunartekjum og hækkandi eignaverði. Er

2002

Við reiknum með því að hagvöxturinn haldi áfram á svipuðum nótum á næstunni. Spáum við því að einkaneyslan haldi áfram að vaxa, sem og fjárfesting og útflutningur. Fjárfesting atvinnuveganna fer áfram vaxandi og að hluta vegna aukinna stóriðjufjárfestinga, en einnig

2008. Í alþjóðlegum samanburði er atvinnuleysi hins vegar þegar orðið lágt hér á landi.

2001

Horfur viðunandi

2000

Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka


þetta stór þáttur í þeim vexti sem nú má greina bæði í einkaneyslu og fjár­festingum fyrirtækja og heimilanna. Þá hefur náðst umtalsverður árangur í að vinda ofan af hallarekstri ríkissjóðs og fyrirséð að þar verði hægt að fara að greiða niður skuldir á næstunni. Er þá viðbúið að niðurskurður í rekstri ríkis og sveitarfélaga sem og skattahækkanir verði ekki sú bremsa á hagvöxtinn á næstunni sem hann hefur verið frá hruni.

Krónan áfram í höftum Eftir standa hins vegar ýmis vandamál sem koma niður á vaxtar­getu hagkerfisins. Má þar nefna fjármagnshöftin, en um er að ræða eitt brýnasta og í leiðinni erfiðasta úrlausnarefni á sviði efnahagsmála og stjórnmála um þessar mundir. Höftin draga úr vexti hagkerfisins þegar litið er til lengri tíma þó að tímabundið hafi þau skapað nauðsynlegan stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. Markmið stjórnvalda er að afnema höftin, en tímamörk eru óviss sem og hverskonar gengisfyrirkomulag verður hér að því afnámi afstöðnu. Stórar fjárhæðir sem eru bundnar í krónum vegna haftanna skapa óvissu um gengisþróunina við haftaafnámið og draga úr vilja til að ráðast hratt í þetta brýna verkefni. Vegna þess hvað verkefnið er áhættusamt fyrir fjárhagslega stöðu heimila og fyrirtækja og þann bata sem hér hefur náðst frá hruni er líklegt að fjármagnshöftin verði hér í nokkur ár til viðbótar hið minnsta og að með þeim verði krónunni haldið nokkuð stöðugri á spátímabilinu. Mun gengi krónunnar þá ráðast af gjald­eyris­flæði vegna vöru- og þjónustuviðskipta ásamt því litla fjármagns­ flæði sem heimilt er innan haftanna.

Verðbólgan þrálát og mikil Verðbólgan hefur reynst þrálát, mikil og talsvert umfram verðbólgu­markmið Seðlabankans undanfarið. Sveiflast hún

með gengisþróun krónunnar en auk þess hafa ríflegar launa­hækkanir ásamt nokkurri hækkun eignaverðs haldið henni hárri. Verðbólguvæntingar til lengri tíma eru háar og gerir það peninga­stjórnun Seðlabankans erfiðari þar sem hann hefur þá minna svigrúm til að beita stjórntækjum sínum til að hjálpa hagkerfinu að losa sig við slakann. Hefur verðbólgu- og gengis­þróunin knúið Seðlabankann til að hækka vexti nokkuð frá því að uppsveiflan hófst árið 2010. Segir peningastefnunefnd bankans að eftir því sem slakinn hverfi úr þjóðarbúskapnum sé nauðsynlegt að slaki peningastefnunnar hverfi einnig. Að hve miklu leyti þessi aðlögun eigi sér stað með hærri nafnvöxtum bankans fer eftir framvindu verðbólgunnar. Reiknum við með því að verðbólgan verði áfram talsverð og umtalsvert yfir mark­miði peningastefnunnar, og að Seðlabankinn muni bregðast við því með frekari hækkun stýrivaxta á næstunni.

Þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka Magnbreytingar frá fyrra ári % Árið 2011 Spá Spá Spá í m.kr. 2012 2013 2014 Einkaneysla 844.635 3,4 3,0 2,9 Samneysla 411.230 -0,2 1,0 1,0 Fjármunamyndun 226.982 11,6 19,2 10,4 Þ.a. atvinnuvegafjárfesting 152.902 15,0 19,1 7,5 Þ.a. íbúðarhús 39.967 12,0 25,0 18,0 Þ.a. fjárfesting hins opinbera 34.113 -4,0 12,0 15,0 Birgðabreytingar 4.634 Þjóðarútgjöld, alls 1.487.481 3,3 5,1 3,8 Útflutningur vöru og þjónustu 964.398 5,0 2,5 3,4 Þ.a. útflutningur sjávarafurða 251.639 8,3 2,0 4,9 Þ.a. afurðir álvinnslu 226.552 1,9 1,2 1,8 Þ.a. annar vöruútflutningur 141.936 2,0 2,0 2,5 Þ.a. útflutningur þjónustu 344.270 6,0 4,0 3,5 Innflutningur vöru og þjónustu -825.656 5,5 5,5 4,4 Verg landsframleiðsla 1.626.335 3,2 3,4 3,2

Erfiðleikar erlendis Óvissan í efnahagsmálunum er umtalsverð um þessar mundir. Hægt hefur á hagvexti í mörgum nálægum löndum undanfarið sam­ hliða skuldavanda ríkja þar. Hefur þessi þróun dregið úr vexti alþjóðaviðskipta og kemur fram hér á landi m.a. í minni vexti gjaldeyristekna. Komi skuldakreppa þessi til með að grafa sig dýpra er viðbúið að það geti dregið talsvert úr hag­vexti hér á landi á næstunni. Sá ólíki gangur sem hefur verið í íslensku hagkerfi og margra nálægra ríkja undanfarið, þar sem efnahagsbatinn hefur haldið áfram hér á sama tíma og sam­dráttur og skuldakreppa er aftur skollin á víða meðal viðskipta­landanna, hefur undirstrikað sérstöðu íslenska hagkerfisins í erlendum samanburði. Hefur þetta dregið fram þann styrk sem felst í auðlindum lands og þjóðar, því þrátt fyrir ýmis kerfislæg vanda­mál stendur íslenska hagkerfið enn mjög framar­ lega í alþjóðlegum samanburði hvað vaxtar­ möguleika, sveigjanleika og lífskjör varðar.

Sem % af VLF Þjóðhagslegur sparnaður 7,0 8,9 9,4 12,3 Viðskiptajöfnuður -7,0 -6,2 -7,8 -6,0 Viðskiptajöfnuður án gömlu banka -1,1 -0,7 -2,2 -1,5 Viðskiptajöfn. án gömlu banka og Actavis 2,6 3,2 1,4 1,9 Breyting milli ársmeðaltala (%) Neysluverð 4,0 5,3 4,1 3,9 Laun 6,8 7,8 5,5 6,0 Íbúðaverð 3,6 7,0 7,0 7,1 Meðalgengi erlendra gjaldmiðla 0,1 1,8 -1,3 -0,6 Raungengi krónunnar m.v. verðlag 1,0 1,1 3,3 2,5 Framleiðni vinnuafls 0,0 2,0 1,7 1,5 Kaupmáttur launa 2,7 2,4 1,3 2,0 Ársmeðaltal (%) Atvinnuleysi 7,4 5,7 4,4 4,1 Gengisvísitala krónunnar 216,8 220,8 217,9 216,7 Stýrivextir Seðlabanka Íslands 4,4 5,4 6,4 6,7 Langtímanafnvextir (RIKB 25) 7,2 7,2 7,5 7,6 Langtímaraunvextir (HFF 44) 2,7 2,6 2,8 3,1

Atvinnulífið | 11 


› Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips

Sóknarfærin kortlögð Skráning Eimskips á hlutabréfamarkað er fyrirhuguð fyrir lok ársins en Íslandsbanki og Straumur eru umsjónaraðilar með undirbúningnum. Samhliða því eru stjórnendur Eimskips farnir að hugsa út fyrir rammann og skoða með skipulögðum hætti tækifæri í nágrannalöndum okkar í NorðurAtlantshafi, sem Eimskip skilgreinir sem heimamarkað sinn. Forstjóri Eimskips segir marga möguleika vera að opnast til sóknar á þessu svæði.

Það er margt að gerast í Norður-Atlantshafi og nágrannalöndum okkar. Þorskkvóti Norðmanna verður aukinn frekar, tilraunaboranir eru í gangi við Færeyjar og eru bundnar miklar vonir við að olía finnist og verið er að skoða möguleika á olíuvinnslu við austurströnd Grænlands og á Drekasvæðinu í íslenskri lögsögu. Stórt orkuverkefni er að hefjast á Nýfundnalandi og með hraðari bráðnun hafíss hefur Norðuríshafsleiðin verið að opnast fyrr en menn höfðu reiknað með. Fjöldinn allur af verk­ efnum eru í burðarliðnum hjá Eimskip á Íslandi sem tengist áli, kísil og fiskeldi svo eitthvað sé nefnt. Þessa möguleika hafa stjórnendur Eimskips verið að kortleggja og sjá í þeim tækifæri til sóknar á næstu misserum og árum.

Nýfundnaland og Nýja-England „Við höfum skilgreint Norður-Atlantshafið sem heimamarkað okkar,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips. “Þar horfum við einkum til Norður-Noregs, Færeyja, Íslands og síðast en ekki síst til möguleika sem tengjast Grænlandi, þar sem gríðarleg tækifæri er að finna í bæði olíu-

12 | Atvinnulífið

og málmvinnslu. Við horfum einnig til möguleika á Nýfundnalandi og í Nýja-Englandi, þ.e. fylkin sex nyrst á austurströnd Bandaríkjanna. Við erum eina skipafélagið sem siglir á Nýfundnaland í beinni tengingu við Bandaríkin, Skandinavíu og meginland Evrópu. Stærsta orkuverið sem verið er að reisa á Nýfundnalandi er t.d. 6-7 sinnum stærra en Kárahnjúkar. Þannig að þar liggja veruleg tækifæri.“

Norskur fiskur í vinnslu á Íslandi Eimskip opnaði Norður-Noregs siglingaleiðina í fyrrahaust og Gylfi segir að vegna góðs ástands bolfiskstofna Norðmanna sé nú verið að vinna með þá hugmynd að flytja fisk þaðan til afþíðingar og vinnslu á Íslandi. „Það er mjög gott ástand í kvótamálum í Noregi, einkum í þorski en einnig í ýsu. Við höfum verið að vinna með þá hugmynd að taka fisk í auknu magni frá Noregi í afþíðingu fyrir vinnslustöðvar hér á Íslandi sem margar hverjar hafa ekki nægilega stöðugt streymi hráefnis. Þetta hafa Bandaríkjamenn gert í stórum stíl og staðreyndin er sú að mest af þeim fiski sem við flytjum frá Norður-Noregi fer á markað í Nýja-Englandi. Við erum að vinna að

Frá Vinstri: Sigfús B. Sigfússon, framkvæmdastjóri Hendrik Berndsen, stjórnarformaður Sigurður Berndsen, fjármálastjóri


þessu verkefni með hagsmunaaðilum undir hand­ leiðslu Sjávar­klasans til að gera okkur grein fyrir því hver þörfin er.“

Aukin viðskipti við Færeyjar Eimskip rekur stærstu gámahöfnina í Færeyjum sem gæti skipt miklu máli fyrir félagið þegar olíu­vinnsla kemst þar á skrið. Gylfi segir að viðskipti Íslands við Færeyjar hafi aukist veru­ lega í kjölfar endurskipulagningar Eimskips með tengingu skipaflota þess við Færeyjar. Auk flutninga á matvöru, umbúðum fyrir fisk­ vinnslu o.fl. til Færeyja hafi félagið jafn­framt flutt um 10 þúsund tonn af ferskum laxi á ári til Bretlands með tengingu í flugi gegnum London þaðan sem laxinn fari beint á Sushi-markaðinn í New York. „Þessum fiski er slátrað á föstudegi í Færeyjum og hann er kominn til New York á

„Þetta er að allt að gerast miklu hraðar, fyrsti leiðangurinn frá Asíu til Íslands var farinn í sumar og það var gríðarlega merkilegur áfangi. Árið 2010 fóru fjögur skip þessa leið en 34 í fyrra og flutningsmagnið fór úr 111 þúsund tonnum í 820 þúsund tonn.“ Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips

mánudagsmorgni. Ég sé að þessi reynsla okkar muni nýtast Íslendingum vel þegar fiskeldi nær sér á skrið hér á landi og við bindum því miklar vonir við fyrirhugað fiskeldi á Suðurnesjum, fyrir vestan og víðar á landinu. Það er mjög ánægjulegt að erlendir fjárfestar séu að sýna íslensku fiskeldi áhuga.“

Norður-Íshafsleiðin

þ.e siglingaleiðin frá Asíu norður um og yfir í Atlantshafið, yrði raunhæfur kostur. „Þetta er að allt að gerast miklu hraðar, fyrsti leiðangurinn frá Asíu til Íslands var farinn í sumar og það var gríðarlega merkilegur áfangi. Árið 2010 fóru fjögur skip þessa leið en 34 í fyrra og flutnings­magnið fór úr 111 þúsund tonnum í 820 þúsund tonn.“ Gylfi segir að Kínverjar hafi mikinn áhuga á siglingaleiðinni enda stytti hún siglingaleiðina til Evrópu um allt að hálfan mánuð miðað við að fara hina leiðina í gegnum Súez-skurðinn. Því sé sparnaðurinn gríðarlega mikill. „Kínverjar sjá fyrir sér allt að 100 milljarða dala fjár­festingu vegna norðursiglinganna. Það eru þrjár leiðir mögulegar í þessari norður­siglingu og miðleiðin liggur beint á Ísland og er sú stysta af þeim. Þungavigtarmenn frá kínverska skipafélaginu Cosco, sem er meðal 10 stærstu gámaskipafélaga í heimi og stærsta gámskipafélag í Kína, komu hingað til Íslands og hafa sýnt mikinn áhuga á Íslandi sem umskipunarhöfn. Við höfum oft spurt okkur að því hvers vegna Kínverjar vilji ekki ein­ faldlega sigla á Múrmansk eða Rotterdam þar sem allar tengingar eru fyrir hendi. En þeir vilja greinilega koma sér upp aðstöðu óháð Rússlandi og meginlandi Evrópu þar sem þeir gætu þá haft meiri stjórn á verkefninu. Þess vegna horfa þeir til Íslands og þríhyrningsins Ísland-GrænlandAsía og vilja hjálpa okkur við að koma upp þeim innviðum sem þarf til þess að gera Ísland að um­skipunarhöfn vegna flutninga eftir norður­ leiðinni og tenginga við Norður-Evrópu og aust­ ur­­strönd Bandaríkjanna og Kanada. Þetta myndi þýða gríðarleg tækifæri fyrir Ísland enda er um að ræða 26% af öllum gámaflutningum heimsins. Þess vegna er nauðsynlegt að við stöndum vel að viðræðum og undirbúningi okkar og förum strax í þá miklu vinnu sem verkefni af þessari stærðargráðu krefst. Meðal annars þarf að skoða kosti og galla Íslands, staðsetningu hafnar­svæðis, tengingum við aðra markaði og aðra innviði sem þarf til svo umskipunarhöfn geti risið á Íslandi.“

Gylfi segir að fyrir örfáum árum hefði hann talið að ein 20 ár væru í að Norðuríshafsleiðin,

Atvinnulífið | 13 


› Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1

Starfsmaður í þjálfun Athygli vakti þegar Eggert Benedikt Guðmundsson, fyrrum forstjóri HB Granda, færði sig um set og tók við forstjórastóli í allt annarri atvinnugrein eða hjá N1. Ummæli hans á dögunum þess efnis að hann væri „starfsmaður í þjálfun“ urðu fleyg. Hann hefur varið undanförnum vikum í að kynnast fólkinu og fyrirtækinu, til dæmis með ferðalögum vítt og breitt um landið, enda N1 með mikinn fjölda starfsstöðva á landsbyggðinni.

Eggert segist hafa þekkt starfsemi N1 býsna vel sem viðskiptavinur, bæði sem einstaklingur og sem stór viðskiptavinur í útgerð. „En það sem ég þekkti ekki voru innviðir fyrirtækisins, hvernig svona fyrirtæki er rekið og svo auðvitað þetta frábæra starfsfólk um allt land. Þetta hefur verið skemmtileg byrjun og lofar góðu fyrir framhaldið.“

Mikill fjöldi viðskiptavina Eggert er enginn nýgræðingur í samkeppni en segir hana þó birtast með ólíkum hætti á nýja vinnustaðnum. „Hjá HB Granda fluttum við út um heim allt sem við framleiddum og seldum til afmarkaðs fjölda viðskiptavina sem maður þekkti persónulega, nær alla. Samkeppnin er annars eðlis hjá N1 og á vissan hátt harðari. Við seljum vörurnar okkar um allt land til tugþúsunda viðskiptavina þannig að erfiðara er að þekkja þá alla með nafni“

14 | Atvinnulífið

segir Eggert. „En þeim mun mikilvægara er að mæta viðskiptavinunum með bros á vör á hverjum degi, skilja þarfir þeirra nógu vel til að þjónustan fari helst fram úr væntingum þeirra. Þá koma þeir aftur á morgun.“ Spurður um áhrif hækkandi eldsneytisverðs á rekstur N1 segir Eggert að það sé verðugt verkefni til að fást við en eins og allir viti sé það þó heimsmarkaðsverðið, opinberar álögur og gengi krónunnar sem ráði mestu um verðið á hverjum tíma. „N1 kortið er eitt af okkar helstu vopnum í þessari baráttu og það eru 80 þúsund manns sem nota það reglulega til að fá betri kjör hjá okkur. Svo má ekki gleyma því að þótt sala á eldsneyti sé snar þáttur í rekstri N1 þá erum við með fleiri járn í eldinum. Við bjóðum upp á matvöru, veitingar og dagvöru fyrir fólk á ferðinni á þjónustustöðvum okkar um allt land. Svo eru það verslanir okkar sem selja alls kyns bílavörur, varahluti og fleira áhugavert að ógleymdum verkstæðunum, m.a. fyrir smur- og

hjólbarðaþjónustu. Loks seljum við eldsneyti og fleiri vörur beint til stórnotenda, s.s. útgerða, flugfélaga og verktaka. Þótt eldsneytið sé mjög mikilvægt hvílir rekstur N1 því á fleiri sterkum stoðum.“

Klasarnir mikilvægir Eggert segir að þegar hann hafi verið í sjávarútveginum hafi hann horft mikið til starfsemi sjávarklasans og möguleika hans til eflingar á atvinnulífinu. „Nú er ég kominn í grein sem tengist sjávarklasanum á annan hátt. En við í N1 tengjumst líka ferðamannaklasanum og hugsanlega fleiri klösum. Ástæða þess að ég nefni þetta er sú að ég tel mikil vaxtartækifæri felast í klösunum. Það tengist ekki síst því að í klösunum er lögð áhersla á að nýta menntun og þjálfun starfsfólks til þess að skapa ný atvinnutækifæri og efla atvinnuuppbyggingu. Það var haft eftir mér í einhverju viðtali að ég


væri starfsmaður í þjálfun og þau hjá Íslandsbanka gripu það á lofti og stungu upp á því að ég notaði það sem titil á erindi á Fjármálaþingi bankans. Ég ákvað að gera það og þá með það í huga að í rauninni þarf ég og stór hluti þjóðarinnar stöðugt að hugsa um sig sem starfsmann í þjálfun því einmitt þannig geta menn betur tekist á við breytingar og nýtt tækifærin. Um leið og menn telja sig útlærða er stöðnunin hafin.“

Ofgnótt tækifæra á Íslandi Eggert segir gríðarleg tækifæri að finna í atvinnulífinu á Íslandi. „Við höfum kraftmikla grunnatvinnuvegi eins og sjávarútveg, orkuna, ferðaþjónustu og klasa sem tengjast þeim. Við höfum svo mörg tækifæri til þess að sækja enn frekar fram í útflutningi og skapa meiri tekjur í ferðaþjónustunni, hvort sem það er með fjölgun ferðamanna eða með því að fá meira úr hverjum ferðamanni. Við eigum miklar auðlindir, fiskinn, jarð­ hitann, fallvötnin og það sem öllu máli skiptir þá höfum við líka öflugt fólk til þess að nýta þessi tækifæri. Loks hafa hinar skapandi greinar mjög sótt í sig veðrið undanfarið og sýnt fram á þá verðmætasköpun sem þær geta staðið fyrir. Það er beinlínis ofgnótt af tækifærum fyrir íslenskt atvinnulíf.“

„Það var haft eftir mér í einhverju viðtali að ég væri starfsmaður í þjálfun og þau hjá Íslandsbanka gripu það á lofti og stungu upp á því að ég notaði það sem titil á erindi á Fjármálaþingi bankans. Ég ákvað að gera það og þá með það í huga að í rauninni þarf ég og stór hluti þjóðarinnar stöðugt að hugsa um sig sem starfsmann í þjálfun því einmitt þannig geta menn betur tekist á við breytingar og nýtt tækifærin. Um leið og menn telja sig útlærða er stöðnunin hafin.“ Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1

Eggert segir að það sem helst skorti sé samstöðumáttur til að nýta tækifærin. „Það fer allt of mikil orka hjá okkur í þref og þjark, á milli stjórnmálanna og atvinnulífsins og svo innan stjórnmálanna og jafnvel innan atvinnulífsins einnig. Það sem best hefur gengið að undanförnu er samvinna atvinnurekenda og launþega. Það er meira að segja svo að þessir tveir hópar hafa oftar en ekki verið að takast sameiginlega á við stjórnvöld. Þannig að samvinna og samstaða er vel möguleg og það er einmitt það sem þarf til að nýta tækifærin, okkur öllum til hagsbóta.“

Skortir meira samráð Spurður um breytingar á umhverfi fyrir ­fyrirtækin á Íslandi segir Eggert ekkert við því að segja þótt gerðar séu breytingar eins og t.d. á skattkerfi, auðlindagjaldi o.s.frv. „En það sem truflar mig meira eru vinnubrögðin og það hvernig staðið er að verki. Það er nærtækt að nefna sjávarútveginn. Menn voru sammála um að gera þyrfti breytingar þar og líklega voru menn sammála um a.m.k. hluta þeirra. En það skorti samráð sem er mjög alvarlegt því það dregur úr gæðum þeirra umskipta sem ráðist er í. Stundum var farið í að gera breytingar án þess að menn hefðu allar upplýsingar við höndina en hjá því hefði auðveldlega mátt komast með því hafa samráð við þá sem vinna við viðkomandi atvinnugrein. Þetta er almenni gallinn, alveg burtséð frá því hvort menn eru sammála um breytingarnar eða þörfina á þeim. Þar sem menn hafa borið gæfu til þess hefur þetta oftast gengið mun betur.“ Eggert segist bjartsýnn fyrir hönd íslensks atvinnuog efnahagslífs. „Við höfum tækifærin en við verðum að leggja gríðarlega áherslu á menntun og þjálfun fólksins í landinu til þess að gera því kleift að nýta tækifærin. Við verðum einnig að ná að vinna betur saman og læra af þeim dæmum þar sem vel hefur tekist til. Ég bendi stundum á Íslandsstofu sem dæmi, en þar hef ég setið í stjórn frá stofnun og fengið að fylgjast með og taka þátt í því öfluga starfi sem þar er unnið. Þar mætast stjórnvöld og atvinnulífið í sameiginlegum verkefnum. Ef við náum að sameina kraftana eru okkur allir vegir færir.”

Atvinnulífið | 15 


› Nýverið kynnti Íslandsbanki nýjan innlánsreikning Sjóður VELTUS

Hærri vextir gegn 30 daga fyrirvara um úttekt

1200 1160 1120 1080 1040 1000 2009

2010

2011

Vaxtaþrep 30 dagar er nýr bundinn óverðtryggður innlánsreikningur hjá Íslandsbanka þar sem vextirnir hækka í þrepum eftir fjárhæð innistæðunnar. Una Steinsdóttir er framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka, en um 9.000 lítil og meðalstór fyrirtæki eru í viðskiptum við Íslandsbanka um land allt. Una segir þetta nýja sparnaðarform henti bæði fyrirtækjum og einstaklingum og að fyrirmyndin sé samskonar sparnaðarreikningar sem þekkjast erlendis, þar sem gefa þarf ákveðinn fyrirvara um úttekt en viðskiptavinir fái í staðinn hærri ávöxtun.

„Þetta er þekkt form í mörgum öðrum löndum í kringum okkur og gengur undir nafninu „Notice account“ á ensku segir Una. „Við höfum fengið fyrirspurnir frá viðskiptavinum hvort við ætlum ekki að gera eitthvað svipað þessu hér heima og við erum einfaldlega að svara því kalli og bæta um leið þjónustu okkar.“

segir að þessi tegund reikninga henti vel sem hluti af sparnaði ein­staklinga eða fyrirtækja. Gott sé að hafa jafnvægi á milli fjár­ muna sem hægt er að nálgast með skömmum fyrirvara og svo sparnaði sem hægt er að binda til einhvers tíma gegn því að fá hærri vexti.

Góð ávöxtun og innistæðan fljótt laus

Ein hæsta ávöxtun sem í boði er

Tilkynna þarf úttektir í gegnum Netbankann með 30 daga fyrir­ vara en á móti kemur að vextirnir eru hærri en á almennum óbundnum innlánsreikningum. Þessi nýja sparnaðarleið hentar því þeim sem vilja örugga og háa ávöxtun en jafnframt að innistæðan sé laus með tiltölulega skömmum fyrirvara. „Fólk þekkir kannski helst sparnaðarreikninga sem eru bundnir til lengri tíma, t.d. 3 - 5 ár og þessi valkostur er því góð viðbót við þá sparnaðarreikninga sem við bjóðum upp á“ segir Una. Hún

Vextir á þessum nýja sparnaðarreikningi eru þrepaskiptir eftir fjárhæð innistæðunnar og eru allt að 4,7% fyrir upphæðir yfir 75 milljónum króna. „Við erum ánægð með þá vexti sem við getum boðið en þeir eru á bilinu 3,8% - 4,7% eftir því hve há fjárhæð er á reikningnum hverju sinni“ segir Una „Vextirnir greiðast mánaðar­lega inná ráðstöfunarreikning viðskiptavinar og því getur viðskiptavinur ráðstafað þeim að vild í lok hvers mánaðar en haldið höfuðstólnum óhreyfðum.“

16 | Atvinnulífið

Call-account – sérkjarareikningur VÍB · Sérkjarareikningur fyrir viðskiptavini VÍB · Vextir í dag 4,59% · Binditími (T+3) 3 dagar · Lágmarksfjárhæð 50 milljónir · Vextir greiddir mánaðarlega

2012


„Við erum ánægð með þá vexti sem við getum boðið en þeir eru á bilinu 3,8% - 4,7% eftir því hve há fjárhæð er á reikningnum hverju sinni“ Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka

Einfalt að stofna í netbanka „Ég hvet viðskiptavini og aðra áhugasama til að kynna sér þessa nýju sparnaðarleið“ segir Una og bendir á að sérfræðingar í útibúum bankans um allt land geti farið yfir alla kosti þessarar vöru með viðskiptavinum og stofnað reikninginn. „Svo má ég líka til með að minna á að allir viðskiptavinir okkar geta stofnað alla innlánsreikninga í netbankanum á einfaldan hátt“ segir Una að lokum.

Ársvextir 5% 4% 3% 3,8%

4,1%

4,4%

4,7%

0-5 m.kr.

5-20 m.kr.

20-75 m.kr.

+75 m.kr.

2% 0%

*Ársvextir skv. vaxtatöflu 22.09.12: Vextir eru stighækkandi eftir innstæðu.

Atvinnulífið | 17 


Stór áfangi að baki hjá Ölgerðinni Ölgerðin gekk í gegnum fjárhagslega endurskipu­ lagningu haustið 2010 en henni er nú lokið. Fyrr í sumar fór fyrirtækið í útboð með öll bankaviðskipti sín og átti Íslandsbanki besta tilboðið. Skrifað var undir samninginn um miðjan þennan mánuð. Öll fjármögnun og banka­viðskipti fyrirtækisins eru nú í höndum Íslandsbanka. Rekstur Ölgerðarinnar hefur einkennst af stöðugleika og fyrirtækið hefur verið í jöfnum og öruggum vexti.

„Sala á gosdrykkjum, bjór, hvítvíni og rauðvíni er nokkru leyti háð veðri og ekki síst sól. Þegar veðrið er gott grilla menn meira, ferðast meira o.s. frv. þannig að það hefur jákvæð áhrif á sölu okkar og starfsemi. Þetta sumar fór satt best að segja fram úr öllum væntingum og salan jókst um 14% frá því fyrrasumar, sem þó var gott sumar líka.“ Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar

18 | Atvinnulífið


Við fjárhagslega endurskipulagningu Ölgerðarinnar eignaðist Arion banki 20% hlut í fyrirtækinu en eigendur Ölgerðarinnar hafa nú keypt hlut Arion.

Gott tilboð Íslandsbanka „Það liðu ekki nema um tvö ár frá því við gengum í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu þar til við höfðum eignast fyrirtækið að fullu aftur. Reksturinn hefur gengið það vel og skilað það miklu að þetta reyndist gerlegt á ekki lengri tíma,“ segir Andri Þór. Ölgerðin er stórt fyrirtæki á íslenska vísu, áætluð velta í ár er í kringum 18 milljarða króna og Andri Þór segir að við útboð á bankaviðskiptunum fyrirtækisins hafi því verið leitað til stóru bankanna þriggja sem einir hafi haft bolmagn til að taka að sér svo stórt verkefni. „Þetta eru auðvitað veruleg viðskipti, lang­tíma­fjármögnun upp á sex til sjö milljarða króna og svo öll bankaþjónusta við fyrirtækið. Niðurstaða útboðsins var sú að Íslandsbanki bauð best og við vorum reyndar ánægð með þá niður­stöðu því okkur finnst ímynd bankans, svona utan frá séð, vera fersk. Íslandsbanki er sá banki sem kominn er lengst í því að starfa af fullum styrk. Það er ekki einfalt mál að fara í svona aðgerð, það eru mörg flókin atriði, mikil pappírsvinna og í mörg horn að líta en núna er þetta allt klappað og klárt.“

„Samstarfið við Ölgerðina hefur verið afar ánægjulegt frá fyrsta fundi. Félagið, sem er eitt stærsta og umsvifamesta félag landsins á sínu sviði, hefur á að skipa mjög öflugu stjórnendateymi og hefur samvinna undanfarna mánuði verið bæði lærdómsrík og skemmtileg. Íslandsbanki fagnar því að fá Ölgerðina í viðskipti og hlakkar til samstarfsins í framtíðinni.“ Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs Íslandsbanka

fyrir vinnustaði landsins og fjórða tekjusviðið er svo sala á alls kyns hráefni og umbúðum fyrir matvælaiðnaðinn.“ Andri Þór segir rekstur Ölgerðarinnar hafa einkennst af stöðugleika. „Það eru ekki miklar sveiflur, hvorki upp né niður. En okkur hefur engu að síður tekist að vaxa jafnt og þétt og átt því láni að fagna að hafa náð að sækja sífellt aukna markaðshlutdeild á síðustu tíu árum eða svo. Við höfum því verið að styrkja stöðu okkar á markaði, sem reyndar hefur verið minnkandi. Það setur okkur í góða stöðu þegar betur tekur að ára í þjóðfélaginu. Vöxturinn hjá okkur hefur verið með tvennum hætti, annars vegar með innri vexti í gegnum vöruþróun og nýjum vörum en síðan með kaupum á umboðum, öðrum fyrirtækjum eða starfsemi. Nú síðast keyptum við 51% hlut í Mjöll-Frigg.“

Vaxandi markaðshlutdeild Andri Þór segir að kreppan hafi haft minni áhrif á rekstur Ölgerðarinnar en margra annarra fyrirtækja. „Við erum fyrst og fremst að selja neytendavörur, bæði drykk og mat, þannig að samdrátturinn varð ekki eins mikill hjá okkur og öðrum. Við erum líka með nokkuð dreifðan rekstur og því ekki með öll eggin í einni og sömu körfunni. Tekjusviðin hjá okkur eru fjögur, það er drykkjarvara og síðan matur og sérvara. Við rekum einnig fyrirtækjaþjónustu sem sérhæfir sig í heildar­lausnum í drykkjarvöru og snarli

Frábært sumar Íslendingar, að minnsta kosti á suðvesturhorninu og reyndar víðar um landið, fengu óvenju gott og sólríkt sumar og ferðamenn hafa líklega aldrei verið fleiri. Andri segir að sumarið hafi verið Ölgerðinni mjög gott. „Þessi mikli ferðmannastraumur hjálpaði okkur verulega og það er skemmtilegt að geta sagt frá því að fjöldi sólarstunda hefur mikil áhrif á söluna hjá okkur, meiri en t.d. tímabundnar sveiflur í einkaneyslu. Sala á gosdrykkjum, bjór, hvítvíni og

rauðvíni er að nokkru leyti háð veðri og ekki síst sól. Þegar veðrið er gott grilla menn meira, ferðast meira o.s. frv. þannig að það hefur jákvæð áhrif á sölu okkar og starfsemi. Þetta sumar fór satt best að segja fram úr öllum væntingum og salan jókst um 14% frá því fyrrasumar, sem þó var gott sumar líka.“

Heilsa og vellíðan Andri Þór segir mikla áherslu vera lagða á vöru­þróun hjá Ölgerðinni og fyrirtækið þurfi beinlínis alltaf að vera á tánum í þeim efnum. „Á undanförnum árum höf­um við einblínt mikið á að þróa drykki sem eru holl­ari fyrir neytendur. Við hófum framleiðslu og sölu á ávaxtasöfum um áramótin 2007-2008 og það hefur gengið mjög vel. Menn kannast við merki eins Floridana og Sól. Núna veltir þessi hluti rekstrarins um 1,5 milljarði króna. Við erum einnig mjög sterkir í vatnsdrykkjunum, bæði með sölu á Kristal og Kristal plús og erum nýkomnir með nýjan heilsu- og orkudrykk sem heitir V Sport og V brennsla. Þannig að áherslan í vöruþróuninni hjá okkur hefur verið að færast mikið yfir á heilsu og vellíðan. Það varð um 25% söluaukning í vatns­drykkjunum hjá okkur í sumar þannig að það er allt á fleygiferð á þessum markaði og hann er farinn að vigta verulega mikið í rekstri Ölgerðarinnar.“

Ljósmynd: Ozzo

Atvinnulífið | 19 


Hagsmunir bankans og viðskiptavina eru samtvinnaðir

Dr. Daniel Levin, stjórnarmaður í Íslandsbanka

Dr. Daniel Levin hefur setið í stjórn Íslandsbanka frá því í maí 2011. Hann er bandarískur og svissneskur ríkisborgari með sérþekkingu á stjórnarháttum fyrirtækja. Daniel hefur um langt skeið sinnt ráðgjafastörfum fyrir ríkisstjórnir og þróunarstofnanir um þróun fjármagnsmarkaða og fyrir eftirlitsaðila um innleiðingu siðareglna fyrir fjármálafyrirtæki. Daniel hefur unnið með starfsmönnum Íslandsbanka að gerð og innleiðingu á góðum stjórnarháttum, meðal annars með uppsetningu á svokölluðum ákvarðanatökulykli sem snýr að því að kortleggja alla ferla við ákvarðanatöku innan bankans til þess að tryggja að hún fari réttar leiðir. Í þessu viðtali ræðir Daniel um kynni sín og upplifun af Íslandi og Íslandsbanka ásamt því að útskýra miklivægi innleiðingu góðra stjórnarhátta.

Hvað hugsaðir þú þegar þú varst beðin um að vera í stjórn í íslenskum banka?

Hvernig kemur það starf þér fyrir sjónir sem unnið hefur verið innan bankans síðan þú tókst sæti í stjórn?

Kynni mín af Íslandi hófust árið 1993, þegar ég var fulltrúi íslenskra stjórnvalda í fyrstu útgáfu á svokölluðum „Yankee“ skuldabréfum á bandarískum fjármálamörkuðum. Síðan þá hef ég unnið að mörgum íslenskum verkefnum og kennt á námskeiðum við háskólana hér á landi. Það má því segja að ég hafi orðið vitni að vexti og útrás fjármálageirans - dýrðardögum hans og einnig þeim dekkri...! Fyrir mér var boðið um þátttöku í stjórn bankans óvenjuleg áskorun en um leið spennandi tækifæri til að taka þátt í enduruppbyggingu fjármálageirans og atvinnulífsins hér á landi og í raun forréttindi sem slíkt.

Sú mikla vinna sem starfsfólk bankans hefur lagt á sig frá hruni er aðdáunarverð. Fyrirtækja­andinn er mjög sterkur þar sem starfsmennirnir eru „í þessu saman“ og hafa lagt metnað sinn í því að ná fram þeim viðsnúningi sem orðið hefur á undanförnum fjórum árum.

20 | Atvinnulífið

Þessi vinna hefur farið fram við erfiðar aðstæður og á stundum í frekar óvinveittu umhverfi sem er kannski skiljanlegt í kjölfarið á alþjóðlegri fjármálakreppu, sem er jafnvel enn við lýði, og er að miklu leyti af mannavöldum. Eins og í mörgum öðrum löndum sem hafa farið í gegnum alvarlega


efnahagslega niðursveiflu, þá getur starfsheitið bankastarfsmaður á Íslandi enn kallað fram mjög neikvæð viðbrögð. Við slíkar að aðstæður getur verið erfitt að finna hvötina til þess að vakna á morgnana og takast á við erfið og oft vanþakklát störf auk þess að vera hluti af starfsgrein sem er með fremur slæma ímynd. Einmitt í þessu ljósi finnst mér merkilegt að finna þá hollustu og þann eldmóð sem ég upplifi meðal starfsmanna bankans bæði í höfuðstöðvum og í mörgum af þeim útibúum sem ég hef haft tækifæri og ánægju af að heimsækja. Ég er gríðarlega hrifinn af því hversu gott starfsfólk bankans er bæði á faglega og persónulega sviðinu og í alþjóðlegu samhengi. Árangur fyrirtækja felst aðallega í gæðum starfsfólksins, starfsfólkið er hjarta þeirra og sál.

Þú hefur unnið víða með eftirlits­ stofnunum og eftirlitsaðilum við innleiðingu á stöðlum fyrir siðferðilega og góða stjórnarhætti hjá fjármálastofnunum. Getur þú lýst stuttlega á starfi þínu á þessu sviði hjá Íslandsbanka? Það erfiða við innleiðingu á siðferðilegum og góðum stjórnarháttum er að fyrirtæki freistast oft til þess að finnast verkefninu vera lokið um leið og búið er að leggja fram ritaða stefnu og leiðbeiningar í slíkum málum. Ég ber þetta stundum saman við hina fallegu, næstum ljóðrænu stjórnarskrá og réttindaskrá þegnanna í Sovétríkjunum: Það er ekkert annað en fallega skrifað bréf. Slík skjöl vakna aðeins til lífsins þegar það er alvöru vilji til að hrinda þeim í framkvæmd, bæði bókstaflega og í anda. Í þeim skilningi er mikilvægt að greina á milli þess að skjal hafi merkingu eða hafi mikilvæga þýðingu fyrir þá sem það lesa. Að mínu mati liggur mikilvægasti þátturinn í árangri við innleiðingu góðra stjórnarhátta í því að allir starfsmenn hafi skýr hlutverk: Hver gerir hvað? Innan hvaða deildar eða teymis eru ákveðin verkefni unnin?

Hver fylgist með og stýrir nákvæmni, gæðum og áreiðanleika starfs hjá tilteknum einstaklingi? Hver samþykkir tiltekin verkefni og hver fram­ kvæmir reglubundið eða óreglulegt eftirlit með þeim til að tryggja að reglum sé fylgt? Álit hvers er nauðsynlegt eða æskilegt til að tryggja hágæða frammistöðu? Svör við slíkum spurningum og skýr viðmið eru forsenda heilbrigðs starfsumhverfis og þess að hægt sé að koma í veg fyrir slæma hegðun líkt og þá sem við urðum vitni að á árunum fyrir hrun. Tilgangur ákvarðanatökulykilsins er einmitt að skilgreina slík viðmið. Tilgangurinn er ekki að skapa aukið skrifræði, heldur að knýja fram aukna ábyrgð. Fjölmargir starfsmenn hafa komið að vinnu við ákvarðatökulykillinn yfir margra mánaða tímabil, en vinnan var leidd áfram af lögfræðisviði bankans. Það var mér mikil ánægja að fá að taka þátt í þessu ferli og bjóða fram starfskrafta mína og þekkingu sem stjórnarmaður í bankanum.

Hvert er í þínum huga mikilvægi þess að innleiða staðla um góða stjórnarhætti fyrir Íslandsbanka? Það má líkja umræðu og umfjöllun um góða stjórnarhætti við „fagnaðarerindi“ sem hefur borist víða um heim þar sem megininntakið er að fyrirtæki í heilbrigðum rekstri þurfa að setja sér og fylgja ströngum stöðlum um stjórnarhætti. Þetta á sérstaklega við um fjármálastofnanir, sem gegna svo mikilvægu hlutverki í hag­ kerf­um landa og í lífi einstaklinga. Ef hinn almenni borgari á að treysta bankanum fyrir stórum hluta ævisparnaðar síns, er nauð­syn­ legt að viðskiptahættir bankans séu eins og best verður á kosið. En bankinn þarf líka að gæta að hinu viðkvæma jafnvægi á milli hagsmuna viðskiptavina sinna, hluthafa og getu sinnar til þess að veita viðskiptavinum sínum virðisaukandi þjónustu. Á sama tíma þarf rekstrargrundvöllur bankans og rekstrar­umhverfi hans að vera traust þannig að hann geti dafnað til lengri tíma.

Smásjá eftirlitsaðila ein og sér mun ekki duga til að tryggja góða og skynsamlega hegðun. Tilgangur þess að innleiða slíka staðla um góða stjórnarhætti er einmitt til þess að ná tökum á mannlega þættinum í starfseminni sem getur aldrei verið settur beint í reglugerð eða löggjöf. Ég tel þetta einmitt vera vera „kjötið á beinunum“, eða kjarninn í góðum stjórnarháttum. Það er sama hversu miklar og flóknar reglur eru settar fjármálafyrirtækjum, þegar öllu er á botninn hvolft þá munu gæði þjónustu þeirra til viðskiptavinanna ávallt standa og falla með gæðum starfsfólksins. Stór hluti af framúr­ skarandi stjórnarháttum fyrirtækja liggur í því að tryggja að rétt fólk sé að gera réttu hlutina, að það fái stuðning, hvatningu og verkefni í samræmi við persónulega og faglega færni þeirra.

Hvernig munu viðskiptavinir bankans njóta góðs af þessari innleiðingu? Eins og fyrr sagði þá eiga vel reknir bankar að leitast við að þjóna hagsmunum viðskiptavina sinna, hluthafa og almennings allt í senn. Að sjálfsögðu geta komið upp ákveðnar aðstæður þar sem þessir hagsmunir fara ekki alltaf saman. Endurreisn fjármálastofnana á síðustu árum í erfiðu efnahagslegu umhverfi fyrir Íslendinga framkallaði slík átök. En í grunninn á vel rekinn banki, t.d. Íslandsbanki, að starfa undir þeim formerkjum að þessir hagsmunir séu samtvinnaðir. Viðskiptavinir bankans hagnast ekki á því ef bankinn er í erfiðleikum, og bankinn getur ekki þrifist í hagkerfi þar sem viðskipavinirnir eiga sífellt í erfiðleikum. Innleiðing á góðum stjórnarháttum hjá Íslandsbanka, meðal annars með innleiðingu ákvarðanatökulykilsins, er þess vegna frábært verkfæri sem getur leitt til skynsamlegri ákvarðana í rekstrinum sem aftur þjónar hags­ munum viðskiptavinanna. Bankinn gerir sér grein fyrir að hann starfar ekki í tómarúmi, hann er órjúfanlegur hluti af íslensku samfélagi hefur mikilvægu hlutverki að gegna – hlutverki sem hann getur sinnt með góðum

árangri ef hann er vel rekinn og starfshættir hans samræmast því sem best gerist þegar kemur að siðferðilegum viðmiðum og góðum stjórnarháttum.

Að síðustu, hvernig upplifir þú enduruppbyggingu íslenska hagkerfisins? Ert þú bjartsýnn á framtíðina? Að mörgu leyti mætti líkja bata íslenska hagkerfisins við söguna af Öskubusku, sér­ staklega þegar efnahagsbatinn er skoðaður í evrópsku samhengi og borinn saman við þær áskoranir og hindranir sem nú blasa við nokkrum evrópskum ríkjum. Þeim áskorunum og vandamálum fjölgar bara dag frá degi. Þrátt fyrir ágætt gengi þá er á sama tíma enn til staðar veruleg óvissa á Íslandi í tengslum við gjaldeyrishöft og framtíð gjaldmiðilsins. Einnig finna margir enn til óöryggis og hafa ekki ennþá náð að koma undir sig fótunum fjárhagslega. Það er því mjög mikilvægt í mínum huga að stjórnvöld og fjármálakerfi taki höndum saman um alhliða fjármálafræðslu til að auka þekkingu og skilning almennings á fjármálum frá grunni. Slíkt samstarf stjórnvalda og einkageirans er nauðsynlegt fyrir hagkerfið til að vaxa út úr kreppunni og til að stuðla að skynsemi í fjár­ málum og auknum sparnaði og fjárfestingu, þar sem sambandið milli áhættu og ábata er skýrt í þaula. Rétt eins og í öllum fyrri efnahagsáföllum felst stærsta áskorunin í því að endurheimta traust. Rétt eins og það getur tekið mörg ár að byggja upp orðspor sem glataðist á einni nóttu, þá krefst það einnig mikillar vinnu að endur­ vekja sjálfstraust og bjartsýni. Þú spyrð hvort ég sé bjartsýnn. William Arthur Ward sagði eins og frægt er: „Sá svartsýni kvartar undan vindinum, bjartsýnismaðurinn gerir ráð fyrir að hann breyti um átt, en raunsæismaðurinn hagar seglunum“. Í því samhengi má segja að ég sé raunsær bjartsýnismaður.

Atvinnulífið | 21 


› Sigfús B. Sigfússon, framkvæmdastjóri Hertz á Íslandi

Allt snýst um fjármögnunina Hertz á Íslandi er ein stærsta bílaleiga landsins en feðgarnir Sigfús R. og Sigfús B. Sigfússynir ásamt bræðrunum Hendrik og Sigurði Berndsen keyptu fyrirtækið af Landsbankanum árið 2010. Eigendurnir hafa langa reynslu af rekstri bílaleigu en hann er í senn ákaflega árstíðabundinn og mjög fjárfrek atvinnugrein. Í reynd ræðst afkoman að miklu leyti af fjármögnunarkjörum og afföllum á ökutækjunum sem bílaleigan á og rekur.

Bílaleiguflotinn á Íslandi telur líklega um átta þúsund bíla og fjárfestingar bílaleigna á Íslandi eru gríðarlega miklar. Sem dæmi má nefna að þær keyptu nýja bíla fyrir um tíu milljarða króna í fyrra. Þrjár bílaleigur eru leiðandi á markað­inum en markaðshlutdeild þeirra hefur þó dregist verulega saman enda hefur bílaleigunum fjölgað mjög á undanförnum árum og má ætla að þær séu nú um 140 talsins.

Leiðandi merki Bílaleiga Flugleiða ehf. er leyfishafi Hertz International á Íslandi. Hertz er eitt þekktasta vörumerki heims og er leiðandi merki á bíla­ leigumarkaðinum. Hertz á Íslandi er ein stærsta bílaleiga landsins með um 15% markaðshlutdeild. Fyrirtækið var með tæplega 1.200 bíla á liðinni

22 | Atvinnulífið

sumarvertíð, rak 14 afgreiðslustaði vítt og breitt um landið og hjá því störfuðu um 95 manns. Sigfús B. Sigfússon, framkvæmdastjóri Hertz á Íslandi, segir viðskiptavini fyrirtækisins sækja í ákveðið þjónustu- og öryggisstig sem Hertz bjóði upp á. „Þeir sem koma til okkar þekkja merkið og vita að þeir ganga að ákveðnum gæðum, öryggi og háu þjónustustigi.“

Nær öll fjármögnunin hjá Ergo Helsti fjármögnunaraðili Hertz á Íslandi er Ergo, fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka. Sigfús segir að í reynd snúist allt um fjármögnunina og afföll ökutækja. „Ég myndi ætla að við séum með um 80% af okkar fjármögnun hjá þeim og fyrir því liggja nokkrar ástæður. Ergo, sem þá var Íslandsbanki, var fyrst til að bjóða upp

á þessa tegund fjármögnunar. En þótt Ergo sé ungt fyrirtæki þá hefur það á að skipa reyndu starfsfólki. Þarna er fólk með þekkingu á þessum markaði, það veit hvað við þurfum, veitir góða þjónustu og það er gott að vinna með þeim. Auðvitað skipta kjörin miklu máli enda hlaupa upphæðirnar í fjármögnun á milljörðum króna en það sem skiptir okkur höfuðmáli er þjónustan og þekkingin sem til staðar er hjá Ergo.“

Eins og í heyskap Um 70% af tekjum Hertz á Íslandi koma í júní, júlí og ágúst og því snýst nánast allt um þessa þrjá mánuði. „Ég hef,“ segir Sigfús, „í gegnum tíðina líkt þessu við heyskap og sagt að við heyjum á sumrin og gefum á garðana á veturna. Það snýst allt um þessa þrjá mánuði eða jafnvel

„Ergo og Íslandsbanki hafa starfað náið með eigendum og stjórnendum Hertz síðan þeir komu að félaginu eftir endurskipulagningu. Samstarfið hefur gengið einstaklega vel, enda báðir aðilar haft mikið fram að færa til samstarfsins, Ergo í formi sérfræðiþekkingar á fjármögnun bifreiða og eigendur Hertz hafa mikla þekkingu á bílaleigumarkaðnum, m.a. frá fyrri tíð. Bílaleigur eru auðvitað hluti af hinum almenna ferðaiðnaði sem hefur vaxið ört síðustu misseri og ár, og hefur verið sérstaklega gaman að upplifa þann uppgang sem þar hefur verið.“

Óðinn Valdimarsson, viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Ergo


„Ég hef í gegnum tíðina líkt þessu við heyskap og sagt að við heyjum á sumrin og gefum á garðana á veturna. Það snýst allt um þessa þrjá mánuði eða jafnvel bara 50 daga. Þetta er átakatími en jafnframt mjög skemmtilegur tími.“ Sigfús Sigfússon, framkvæmdastjóri Hertz

bara 50 daga. Þetta er átakatími en jafnframt mjög skemmtilegur tími. Það er sannarlega mikið um að vera og oft kemur fyrir að við þurfum að standsetja um 250 bíla á einum degi, þegar eru stórir skiptadagar. Það er ekki fyrir hvern sem er að starfa í þessari atvinnugrein, það er margt sem getur komið upp á og sérþarfir viðskiptavina eru miklar. Við erum með gríðarlega öflugt og duglegt starfs­ fólk hjá okkur, öðruvísi gæti þetta aldrei gengið.“

Miklar blikur á lofti

Frá Vinstri: Sigurður Berndsen, fjármálastjóri Sigfús B. Sigfússon, framkvæmdastjóri Hendrik Berndsen, stjórnarformaður

Fram til þessa hafa bílaleigur notið tollaívilnana við kaup á nýjum bílum en nú eru uppi áætlanir um að afnema þær. Sigfús segir tollaívilnanir vera grundvöll þess að bílaleigur geti stækkað hratt þegar vertíð stendur yfir. Afnám tollaívilnana myndi að hans sögn gerbreyta af­­ föllum og þar með rekstrar­grun­dvelli bíla­leiganna. Gangi þessar breytingar í gegn þyrftu bíla­leigurnar að hækka verð til viðskiptavina um að minnsta kosti fjórðung til þess að geta mætt slíkri ákvörðun. Að teknu tilliti til álagn­ ingar ferðaheildsala geti þetta þýtt um 30% verð­­­hækkun. Við þetta bætist síðan fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á gist­ingu. Hún muni hafa verulega slæm áhrif á ferða­ þjónustuna í heild sinni. „Þetta veldur okkur þungum áhyggjum. Ferðamenn koma vissulega til Íslands til þess að upplifa stórbrotna náttúru. En það eru mörg önnur lönd sem bjóða upp á fallega náttúru og við þurfum að vera samkeppnishæf í verðum. Verði þessi áform um afnám tollaívilnana og hækkun virðisaukaskatts á gistingu að veru­ leika mun það hafa skelfilegar afleiðingar fyrir okkur og ferðmannaiðnaðinn á Íslandi.“

Atvinnulífið | 23 


Hver punktur í ávöxtun skiptir miklu máli

Gengisþróun Veltusafns*

› Eignastýringarþjónusta Íslandsbanka

1200 1160 1120 1080 1040 1000 2009

2010

2011

2012

Gengi sjóðs frá stofnun í september 2009 til 1. september 2012.

62%

Eignasamsetning

Hjá VÍB – Eignastýringarþjónustu Íslandsbanka er lögð áhersla á faglega eigna­ stýringu fyrir viðskiptavini. Eignasöfnum er stýrt samkvæmt fjárfestingar­ stefnu sem er mótuð í samráði við viðskiptavininn. VÍB býður einnig víðtæka fjármálaþjónustu sem sniðin er að þörfum einstaklinga sem eiga sparifé eða eru að byggja upp sparnað og vilja njóta sérfræðiaðstoðar við ávöxtun fjármuna sinna.

Innlán fjármálafyrirtækja

37% Ríkisbréf og ríkisvíxlar

1% Önnur verðbréf með ríkisábyrgð

VÍB er einn stærsti og öflugasti aðilinn á íslenskum eigna­stýr­ ingar­markaði með hundruð milljarða króna í eignastýringu og vörslu fyrir tugi þúsunda viðskiptavina, allt frá einstaklingum til fyrirtækja, sveitarfélaga, stéttarfélaga og líknarfélaga. Kolbrún Kolbeinsdóttir, viðskiptastjóri Fagfjárfesta­þjónustu VÍB, segir að við núverandi aðstæður skipti miklu máli að ráðstafa fé í ávöxt­ un sem allra best. „Ástæðan er sú að hver einasti punktur, þ.e. prósentubrot í ávöxtun, telur mikið þegar vaxtastigið er orðið jafnlágt og það er nú.“

Kostunum fjölgar Hún segir það lykilatriði að vera í nánu sambandi við við­ skipta­vini og veita þeim sem mestar upplýsingar um þróun á markaðnum. „Ákvarðanir eru teknar í samráði við viðskiptavini og í samræmi við fyrirfram ákveðna fjárfestingastefnu.“ Mögulegum fjárfestingarkostum fækkaði verulega við hrun

24 | Atvinnulífið

fjármálakerfisins og með tilkomu gjaldeyrishaftanna. Því hefur svigrúmið í ávöxtunarmöguleikum ekki verið mjög mikið síðastliðin ár. „Okkar hlutverk er að reyna ná fram því besta innan þessa ramma. Hann er vissulega nokkuð þröngur og þetta er ekki æskilegt ástand. En kostunum hefur þó samt sem áður smám saman verið að fjölga. Sveitarfélögin og nokkur stærri fyrir­ tæki eins og Landsvirkjun og Spölur hafa gefið út skuldabréf. Við höfum tekið þátt í þeim útboðum og það gefur okkur mögu­leika á að hækka ávöxtunina á söfnunum okkar því þarna fást aðeins hærri vextir en af ríkisskuldabréfum. Þá hefur hlutabréfamarkaðurinn einnig verið að lifna við og stækka og við höfum tekið þátt í útboðum fyrir viðskiptavini okkar vegna nýskráninga hjá Högum og Regin. Fleiri fyrir­tæki eiga væntanlega eftir að bætast við innan skamms eins og Eimskip, Vodafone og TM.“

Sjóðurinn var stofnaður í september 2009. Eignasamsetning m.v. 1. september 2012

Sérkjarareikningur VÍB, Call-account. · Sérkjarareikningur fyrir viðskiptavini VÍB · Vextir 24.09.2012 4,59% · Binditími (T+3) 3 dagar · Lágmarksfjárhæð 50 milljónir · Vextir greiddir mánaðarlega


„Fjölmörg fyrirtæki nýta sér lausafjárstýringu VÍB. „Þetta eru allt fyrirtæki og stofnanir sem liggja með talsvert af lausu fé á einhverjum tímapunktum í rekstrinum og því skiptir miklu að það sé ávaxtað á réttan hátt. Með því að nýta virka stýringu í fjárfestingum má ná fram betri ávöxtun auk góðrar dreifingar eigna milli verðbréfa útgefnum af ríkinu og innlána fjármálastofnana.“ Kolbrún Kolbeinsdóttir, viðskiptastjóri Fagfjárfestaþjónustu VÍB

Lausafjárstýring fyrir fyrirtæki Fjölmörg fyrirtæki nýta sér lausafjárstýringu VÍB. „Þetta eru allt fyrirtæki og stofnanir sem liggja með talsvert af lausu fé á einhverjum tíma­ punkti í rekstrinum og því skiptir miklu að það sé ávaxtað á réttan hátt. Með því að nýta virka stýr­ ingu í fjárfestingum má ná fram betri ávöxtun auk góðrar dreifingar eigna milli verðbréfa út­­gefn­­um af ríkinu og innlána fjármálastofnana. Við nýtum innlánsreikninga bankans og ríkisbréfa­sjóði sem fjárfesta í stuttum ríkisbréfum, víxlum og inn­ lánum fjármálastofnana.“

Þjónusta við einstaklinga

* Bent skal á að ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Veltusafn er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 128/2011. Fjárfestingu í verðbréfasjóðum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins sem hægt er að finna á www.vib.is

VÍB býður líka hefðbundna eignastýringu fyrir einstaklinga sem vilja fá alhliða þjónustu og ráð­ gjöf við fjárfestingar. Kolbrún ítrekar að lágt vaxta­­­­ stig á mörkuðum auki mikilvægi þess að vel sé hugað að sparnaði og fjárfestar þurfi sömu­leiðis að tryggja sér góða áhættudreifingu. „Við­skiptavinir sem nýta sér Einkabankaþjónustu fá eigin við­ skipta­­­­­stjóra sem veita viðskiptavinum alhliða fjár­ málaþjónustu, bæði almenna banka­þjónustu sem og sérhæfða ráðgjöf á sviði líf­eyris­mála og fjár­­ festinga. Viðskiptavinir fá ítar­­legar upp­lýsingar um stöðu eigna sinna með reglubundnum hætti og því hentar Einka­bankaþjónusta mjög vel þeim sem hafa ekki tíma til að fylgjast náið með eignum sínum og vilja fá aðstoð sérfræðinga í þeim efnum.“

Atvinnulífið | 25 


Verðmæt reynsla og þekking Íslandsbanki byggir alþjóðlega starfsemi sína á sér­ fræðiþekkingu á sviði orku og sjávarútvegs og hefur lagt áherslu á að varðveita sterka stöðu sína á þess­ um sviðum bæði hér heima og er­lendis. Bankinn hélt á dögunum fund þar sem Orkuteymi Íslandsbanka kynnti nýja skýrslu um íslenska orku­markaðinn en hún var byggð á grein­ingar­vinnu teymisins og viðtölum við hags­munaaðila í greininni.

„En hvar liggur þá tækifæri okkar Íslendinga nú? Við þurfum ekki að vera mjög frumleg til að svara þessari spurningu. Ísland er orkuland, og að mínu mati liggur stóra tækifærið í að móta okkur heildstæða framtíðarsýn um orkulandið Ísland. Við höfum stór­kostlegt tækifæri til að verða fyrirmynd í nýtingu umhverfisvænna orkuauðlinda á heimsvísu. Ég vil nálg­ast verkefnið út frá þeirri megin­forsendu að við stefnum að því að NÝTA að verulegu marki auð­lind­ir okkar til lengri tíma litið, en með fyllstu aðgætni gagnvart náttúruvernd, umhverfi og samfélagi. Markmiðið verði jöfn en hófleg nýting til áratuga.“ Guðmundur Þorbjörnsson, fram­kvæmda­stjóri Eflu verkfræðistofu, á fundi Íslandsbanka um íslenska orkumarkaðinn 14. september.

26 | Atvinnulífið


Það hefur orðið ákveðin áherslubreyting innan íslenska orkumarkaðarins síðustu ár. Áður ein­ blíndu orku-, verkfræði- og þjónustufyrirtækin nánast alfarið á framleiðslu, undirbúning og hönnun virkjana fyrir stóriðju, en í dag eru þessi fyrirtæki í auknum mæli að nýta sér þá þekk­ingu sem varð til innan veggja þeirra til þess að skapa meiri virðisauka fyrir fyrir­tækin. Samhliða þessari virðisaukningu hafa orkufyrirtækin einnig horft til þess að selja hluta orkunnar á hærra verði til annars konar starfsemi en álvera, t.d. gagna­vera sem er spennandi val­­mögu­leiki. Enn­fremur hafa verkfræði- og þjónustufyrirtækin nýtt sér þessa þekkingu til að sækja sér verkefni erlendis, eins og fjallað er um í skýrslunni. Þetta segir Hjörtur Þór Steindórsson, viðskiptastjóri orkumála hjá Íslandbanka.

mögnun nýrra verkefna erfiða. Hann leggur þó áherslu á að verulega hafi þokast í rétta átt á undan­förnum misserum og efnahagsreikningar íslensku orku­fyrirtækjanna hafi styrkst síðastliðin ár. Því sé líka löngu tímabært að marka skýra stefnu um nýt­ingu orkuauðlinda Íslendinga. „Það eru ónýtt verðmæti bæði í vatnsafli og jarðvarma á Íslandi. Langflestir eru auðvitað sammála um að það verði að stíga skynsamlega til jarðar við nýtingu orku­auð­lindanna. Ég tel að markmiðið hljóti að vera að við sem land og þjóð nýtum þessar auðlindir á sem skynsamlegastan hátt með hagsmuni okkar og komandi kynslóða að leiðarljósi. Ég held að fæstir séu sammála kyrrstöðunni sem ríkir á orkumarkaðnum í dag. Óvissan er slæm og það hlýtur að vera krafa okkar, sem upplýst þjóð, að svona mikilvægur mál­efna­flokkur líkt og nýting orkuauðlindanna er, fái sem faglegasta umfjöllun.“

Sókn erlendis „Íslensk fyrirtæki sem starfa í orkugeiranum virðast hafa skapað sér ákveðna sérstöðu meðal annarra sambærilegra, erlendra fyrirtækja einmitt vegna uppbyggingar íslenska orkumarkaðarins síðustu 10–15 árin. Fyrirtækin hafa byggt upp verð­mæta þekkingu, bæði við nýtingu vatnsafls og í seinni tíma nýtingu jarðhita, sem menn hafa nýtt sér til að selja þjónustu sína erlendis. Þetta er mjög jákvæð þróun. Fram til þessa hafa fyrirtækin selt þekkingu sína í formi seldra tíma en næstu skref ættu að felast í því að fyrirtækin leggðu meiri áherslu á að selja heildstæðari vörur og lausnir sem myndu skila auknum virðisauka til þeirra. Íslensku fyrirtækin eru nú þegar farin að skoða þennan möguleika. Það er vaxandi eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku erlendis og hafa Bandaríkin og Evrópusambandið sett sér langtímamarkmið um vaxandi hlutfall endurnýjanlegrar orku fyrir árið 2020. Það er því nokkuð ljóst að tækifærin eru fyrir hendi.“

Skynsamleg nýting Hjörtur Þór segir greinina vissulega hafa gengið í gegnum erfiða tíma enda hafi skuldsetning stærstu orkufyrirtækjanna verið þung sem gert hafi fjár­

Nýjar framkvæmdir á ábyrgð annarra en skattgreiðanda

Hjörtur Þór Steindórsson, viðskiptastjóri orkumála hjá Íslandbanka

Hjörtur Þór bendir á að ekki þurfi að virkja eða beisla meiri jarðvarma eða vatnsafl til þess að mæta orkuþörf heimilanna í landinu. Þegar horft er til frekari nýtingar á orku með nýjum verkefnum og framkvæmdum hljóti sú spurning að vakna hvort menn vilji fara í þær framkvæmdir með bakábyrgð skattgreiðenda, hvort heldur í tilviki Landsvirkjunar eða Orkuveitu Reykjavíkur. „Væri ekki hugsanlega skynsamlegra að gera það í sérstöku félagi og létta þannig ábyrgðinni af skattgreiðendum? Orkuveita Reykjavíkur steig skref í þessa átt með því að fá heimild stjórnar til að stofna sérstakt félag utan um fyrir­ hugaða Hverahlíðarvirkjun. Hugsanlega yrði fjármögnunin aðeins dýrari en ég tel að það gæti verið mjög áhugavert að skoða þann möguleika að fá t.d. lífeyrissjóðina sem einn af eigendum slíks verkefnis enda væru þeir þá að fjárfesta góðum langtímaeignum í einni af okkar stærstu atvinnugrein.“

Guðmundur Þorbjörnsson, fram­kvæmda­stjóri Eflu verkfræðistofu

Atvinnulífið | 27 


› Gjaldeyrismiðlun Íslandsbanka

Gjaldmiðlaáhættu má minnka með framvirkum samningum Gjaldeyrismiðlun Íslandsbanka býður upp á allar helstu vörur og þjónustu tengda gjaldeyrisvið­skipt­ um sem voru í boði fyrir tilkomu gjaldeyrishaftanna. Þar á meðal eru framvirkir gjald­miðla­samningar sem eru mikilvægir íslenskum fyrirtækjum í því skyni að minnka áhættu af gengi gjaldmiðla.

Vöruframboð og þjónusta Gjaldeyrismiðlunar Gjaldeyrismiðlun býður viðskiptavinum sínum upp á allar helstu vörur og þjónustu í tengslum við gjaldmiðla og vexti, hvort sem um ræðir stund­arviðskipti eða afleiður s.s. framvirka sam­ninga. Einnig er hún milligönguaðili í gjald­ eyrisútboðum Seðlabanka Íslands, sem áætlað er að standa munu yfir til áramóta að minnsta kosti.

Ávinningur af framvirkum samningum Með framvirkum samningum má takmarka hugsan­legan kostnað fyrirtækja af gengis­ sveiflum gjald­miðla, á svipaðan hátt og fyrirtæki tak­marka hugsanlegt tjón sitt á fastafjármunum í gegnum hefðbundnar vátryggingar.

28 | Atvinnulífið

Framvirkir samningar auðvelda einnig gerð rekstrar­áætlana og draga úr óvissu. Með fram­ virkum samningi getur viðskiptavinur fest gengi krónu gagnvart erlendri mynt en einnig er unnt að nota vaxtaskiptasamninga til þess að festa vexti. Þannig má gera nokkrar af veigamestu breytunum sem hafa bein áhrif á arðsemi viðskipta að þekktum stærðum. Í samkeppnisumhverfi er traust stýring gjald­miðla­ áhættu sérstaklega mikilvæg. Ef fyrirtækið verður fyrir tjóni af völdum gengissveiflna eða missir af hagstæðri gengisþróun getur samkeppnin við keppinautana orðið þyngri en ella.

Hverjir geta nýtt sér framvirka samninga í gjaldeyrishöftum? Þrátt fyrir gjaldeyrishöftin er öllum þeim aðilum

sem eiga í vöru- eða þjónustuviðskiptum við útlönd heimilt að gera framvirka samninga með krónuna. Þeir aðilar sem eiga erlendan gjaldeyri geta þó áfram stundað óheft viðskipti með gjald­ miðlakrossa þar sem krónan kemur ekki við sögu.

Helstu óvissuþættir í gengis­ málum í vetur · Gjaldeyrishöftin: Óvissa um aðgerðir yfirvalda · Stjórnmálaleg óvissa: Kosningar, auðlindamál, kjara­­ samningar, o.fl. · Viðkvæmt ástand á erlendum mörkuðum

Gjaldeyrismiðlun Íslandsbanka Stefán Eiríks Stefánsson, forstöðumaður Rúnar Steinn Benediktsson, sérfræðingur Þórhallur Sverrisson, sérfræðingur Guðmundur Magnús Daðason, sérfræðingur


Dæmi um hvernig nýta má framvirkan samning Fyrirtæki flytur inn sendingu af vörum sem greitt er fyrir með evrum. Innkaupin eiga sér stað um miðjan júlí en birginn gefur tveggja mánaða greiðslufrest, eða fram í miðjan september. Gefum okkur að EUR/ ISK um miðjan júlí hafi verið 151,50 og að framvirkt gengi til tveggja mánaða hafi verið 153,00. Fyrirtækið gat því fest gengi EUR/ ISK í 153,00 og þar með lá sjóðs­ streymi viðskiptanna ljóst fyrir auk þess sem áhrif gengisflökts voru úr sögunni. Við uppgjör samningsins tveimur mánuðum síðar er stundargengi EUR/ ISK komið í 159,00 en viðskiptin eru engu að síður gerð upp á genginu 153,00. Á myndinni má sjá hvernig gengisflökti hefur verið eytt út og að fjárhagslegur ávinn­ingur af samningnum er 6,00 ISK á hverja EUR.

Gengi EUR/ ISK

164 161 158 155 152 149 146 Maí

Júní

Júlí

Ágúst

Sept.

Rauða línan lýsir óvarinni stöðu (sem fylgir stundargengi EUR/ ISK) en græna línan lýsir framvirkum samningi.

Atvinnulífið | 29  Atvinnulífið  |  29 


Miðstöð þekkingar í sjávarútvegi Þessa dagana er verið að taka að fullu í notkun nýtt húsnæði Íslenska sjávarklasans í Bakkaskemmu að Grandagarði. Sam­starfs­ fyrirtæki klasans er nú orðin 34 og þegar eru komin 11 fyrirtæki í húsnæðið. Stefnt er að því að stækka það enn frekar í nánustu framtíð og markmiðið er að gera hús sjávarklasans að einni af stærstu miðstöðvunum fyrir tækni og þekkingu í sjávarútvegi á Norður-Atlantshafssvæðinu.

Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka veitti í fyrra Menntahóp Íslenska sjávarklasans styrk að fjárhæð fimm milljónir króna en markmiðið með styrknum var að fjölga nemendum í greinum sem tengjast hafinu. Þeim hafði fækkað jafn og þétt og fyrirtækin töldu brýnt að snúa þeirri þróun við. Menntahópurinn, þar sem sitja fulltrúar allra stærstu skólanna, lagði strax áherslu á að efla umræðu í fjölmiðlum um tækifæri í greininni og auka þannig áhuga ungs fólks á henni. Í þeim skólum sem upplýsingar fengust um jókst aðsókn í haftengdar greinar um 46% á milli áranna 2011-2012.

Gjaldeyrismiðlarar Íslandsbanka bjóða fyrirtækjum margvíslega þjónustu á sviði gjaldeyrisviðskipta. 30 | Atvinnulífið


Klasar um allan heim byggja á því að fyrirtæki í einni grein taki sig saman og átti sig á því að mikill ávinningur geti verið af því að stunda sam­vinnu í samkeppni. Þótt talað sé um eina grein eru þetta þó oft ólík fyrirtæki og í tilviki sjávarútvegsins eru þetta tækni- og þjónustu­ fyrirtæki, vinnslur, útgerðir, líftækni­fyrirtæki, rann­ sóknarstofnanir, flutninga­fyrirtæki og hafnir. Dr. Þór Sigfússon, stofnandi og framkvæmdastjóri Íslenska sjávar­útvegs­klasans, segir að hann eigi að virka sem segull. „Klasa­hugsunin gengur í megin­dráttum út á það að fyrirtækin hittist, efli tengslin bæði inn­byrðis en ekki síður út á við og að til verði nýjar hugmyndir og verkefni sem miða að því að auka verðmæti. Það eru einmitt þessi jákvæðu samlegðaráhrif sem við viljum skapa.“

Verðmæti úr úrgangi Íslenski sjávarklasinn er með allmörg samstarfs­verk­ efni í gangi en Þór nefnir þó eitt sérstaklega. „Allar þær hugmyndir sem við vinnum með koma í reynd frá fyrirtækjunum sjálfum. Fyrirtæki sem eiga aðild að klasanum, mörg hver í útgerð, vinnslu, þjónustu og tækni, ræddu lengi sín á milli hvaða verkefni ætti að setja á oddinn og eitt af þeim var fullvinnsla afurða. Íslenski sjávarklasinn vann í kjölfarið athugun á því hvernig nýting aflans er hjá einstökum þjóðum við Norður-Atlants­hafið. Þar kom í ljós í fyrstu athugunum okkar að verulegur munur er á milli þjóða og að Íslendingar eru greinilega í farabroddi þegar kemur að nýtingu sjávarafla. Hér eru allmörg fyrirtæki sem eru orðin mjög öflug í þróun og framleiðslu á aukaafurðum og eins eru allnokkur fyrirtæki sem hafa markað sér sérstöðu í framleiðslu á tæknibúnaði í tengslum við fullvinnslu aukaafurða.“

Villt og sjálfbært Þór tekur fram að þótt talað sé um aukaafurðir séu þær kannski allt eins verðmætar og flökin, hvort sem það er lifur, hrogn, roð, beingarður eða hausinn. „Allt þetta hráefni er bæði villt og sjálfbært og það er eitthvert albesta prótín í heiminum. Í ljósi þess

Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans

hversu mikill skortur er á prótíni og omega-fitusýrum teljum við mikil tækifæri liggja á þessu sviði, allt frá beinni hrá­efnisvinnslu og alveg yfir í framleiðslu fyrir lyfjageirann. Okkar mat er að við búum yfir þekkingu og tækni á þessu sviði sem væri án efa mjög vel þegin í löndum við Norður-Atlantshafið sem eru skemmra á veg komin. Við sjáum sem sagt mikil tækifæri þarna og erum að undirbúa fundi í Danmörku, Kanada og Grænlandi. Þetta verður fundasería Íslenska sjávarklasans sem við köllum: „Turning waste into value“. Þór segir eitt stærsta verkefnið á þessu sviði vera samstarf klasans við grindvísku útgerðar- og vinnslufyrirtækin Vísi, Þorbjörn og Haustak um uppbyggingu á Codland. „Codland er eins konar átak í fullvinnslu sem við erum að undir­búa með þeim og felst m.a í uppbyggingu nýrrar heilsuvöruverksmiðju á Reykjanesi sem stefnt er að því að opna nú í nóvember.“

Atvinnulífið | 31 


› Nýstárleg starfsþróun hjá Íslandsbanka

Lært af reynslu annarra Fyrr á árinu hóf Íslandsbanki að bjóða starfsfólki sínu að vinna með læri­meistara, eða „mentor“, til að stuðla að starfsþróun innan bankans. Ákveðið var að byrja á því að bjóða konum í bankanum að nýta sér þetta framtak en í framhaldinu munu körlum einnig bjóðast tækifæri á að taka þátt.

Verkefnið er liður í því að efla starfsþróun innan Íslandsbanka og er nýstárleg leið fyrir starfsmenn til að sækja í brunn þeirra sem eru reynslumeiri og þróa eigin getu og færni. Hefur þetta framtak mælst vel fyrir meðal þeirra starfsmanna sem hafa tekið þátt í því, en áhugasamir starfsmenn hafa komist í samband við lærimeistara í gegnum mannauðssvið bankans og er þá tekið mið af óskum og starfssviði viðkomandi.

Gott að fá annað sjónarhorn á tilveruna Í flestum tilfellum eru lærimeistararnir starfsmenn innan bankans en í sumum tilfellum er einnig leitað til aðila utan hans. Katrín Oddsdóttir, forstöðumaður Einkabankaþjónustu VÍB hefur tekið þátt í verkefninu og fær hún að leita í reynslu­ banka Hrundar Rudolfsdóttur, framkvæmdastjóra starfs­ þróunar hjá Marel. Katrín segist mjög ánægð með verkefnið og þá reynslu sem hún hefur fengið úr því hingað til. „Það sem

32 | Atvinnulífið

vakti helst áhuga minn var að fá annað sjónarhorn á tilveruna frá einhverjum í öðrum geira en bankageiranum, en ég hef unnið í bankanum síðan ég útskrifaðist úr háskóla“ segir Katrín. „Hrund er með mikla reynslu sem stjórnandi og ég get klárlega lært mikið af henni, auk þess sem hún starfar innan annars starfsumhverfis en ég“ segir hún ennfremur. Hún segir einnig að það sé gott að fá innlegg frá annarri konu um það hvernig best er að halda jafnvægi milli heimilis og einkalífs, en Katrín er tveggja barna móðir. „Ég get örugglega bætt mig á persónulega sviðinu sem og á því faglega og því er þetta gott tækifæri til að þróa sig á báðum þessum sviðum“ segir Katrín.

Mjög þroskandi ferli „Þetta er afar skemmtilegt verkefni og áhugavert að Íslandsbanki skuli taka frumkvæði í þessum málum með því að bjóða upp á þetta fyrir starfsmenn sína“ segir Hrund. „Þetta var þó nokkur

Katrín Oddsdóttir, forstöðumaður einkabankaþjónustu Íslandsbanka og Hrund Rudolfsdóttir framkvæmdastjóri starfsþróunar hjá Marel.


„Þetta er afar skemmtilegt verkefni og áhugavert að Íslandsbanki skuli taka frumkvæði í þessum málum með því að bjóða upp á þetta fyrir starfsmenn sína“ Hrund Rudolfsdóttir, framkvæmdastjóri starfsþróunar hjá Marel

áskorun fyrir mig persónulega, því að þrátt fyrir að Marel noti svona verkefni til að þjálfa stjórnendur þá hafði ég ekki farið formlega í gegnum þetta ferli sjálf sem „mentor“ eða „lærimeistari“ bætir hún við. Hún segist hafa þurft að kafa í þau fræði sem snúa að markþjálfun, eða „coaching“ á ensku, og átta sig á því hvað það þýði að vera lærimeistari og hafi það verið mjög þroskandi ferli. „Það má segja að maður þurfi að taka saman sinn eigin reynslubrunn og pakka honum inn þannig að hann nýtist einhverjum öðrum til starfsþróunar“ segir Hrund. Hún segist vona að Katrín hafi lært eitthvað af þessu ferli. „Ég veit allavega að ég hef lært heilmikið sjálf af því að fara í gegnum þetta með henni“ segir Hrund að lokum.

Atvinnulífið | 33 


Fræðslufundir VÍB Ýmis fræðsla um verðbréf, fjárfestingar og efnahagsmál er í boði hjá VÍB – Eignastýringarþjónustu Íslandsbanka.

Síðastliðin tvö og hálft ár hefur VÍB staðið fyrir mörgum vel sóttum fundum um málefni sem hafa verið í brennidepli á hverjum tíma. Má þar nefna fundi um Icesave samningana, morgunfund með Lars Christiansen aðal­h ag­ fræðingi Danske Bank um efnahagsspá bankans fyrir Íslands og fund með Martin Wolf, yfir­ hagfræðingi Financial Times. Einnig hafa smærri fundir verið haldnir í höfuðstöðvum Íslandsbanka um verðtryggingu, fjárfestingar í skuldabréfum, gjaldmiðlamál og ýmislegt fleira. VÍB mun halda áfram fræðsludagskrá sinni í vetur og bjóða upp á fjölmarga fundi og nám­ skeið fyrir viðskiptavini og aðra áhugasama aðila. Hér má sjá brot af þeim fundum sem verða á döfinni en ítarlegri upplýsingar má nálgast á vefsíðu VÍB – www.vib.is.

34 | Atvinnulífið

Fundir og námskeið VÍB á næstunni: Skuldabréfanámskeið 3. og 16. október, kl. 17.00 Kirkjusandur Hlutabréfanámskeið 4. og 18. október, kl. 18.00 Kirkjusandur Sparnaður eldri borgara 10. október, kl. 14.00 Selfoss


islandsbanki.is · islandsbanki@islandsbanki.is · Kirkjusandi 2-4, 105 Reykjavík · Sími 440 4000

Atvinnulífið 2012  

Atvinnulífið, tímarit Íslandsbanka