__MAIN_TEXT__

Page 1

Sex stig Úrvinnslukenningar Piennemans Forsendur • Nemandinn getur aðeins notað og skilið þær formgerðir

(beygingarreglur og setningagerð) markmálsins sem meðfæddur búnaður hans hefur náð tökum á.

• Þannig þarf fyrst að byggja upp orðasafn nýja málsins áður en farið er að reyna við beygingar (merkingarfræðilegar og síðar málfræðilegar).

• Gert er ráð fyrir að reglum sem tilheyra lægra stigi sé náð áður en farið er yfir á næsta stig.

• Mikilvægt er að ná tökum á beygingu orðanna áður en farið er að mynda setningarliði.

• Tilfinning og færni þarf að vera til staðar á setningarliðum og

byggingu þeirra áður en farið er að tengja saman liði í setningar og í framhaldi af því að mynda málsgrein sem inniheldur jafnvel aukasetningu.

Fyrsta stig • Grunnorðaröð (e. “Invariant forms“). • Orðasafn er byggt upp. • Nemandinn ber kennsl á og safnar orðum í nýja málinu. • Kunnátta miðast að mestu við óbeygð stök orð og hlunka (setningar sem eru lærðar utan að: „Góðan daginn).

• Lítið er um sköpun og tilfinning fyrir setningarliðum er ekki til staðar. • Nemandinn getur ekki myndað setningu byggða á málfræði nýja

1

málsins.

http://tungumalatorg.is/ISA 2011/Anna Guðrún Júlíusdóttir


Annað stig • Grunnorðaröð er enn beitt. • Hér hefur færni í orðhlutamyndun (e. “lexical morphology“) þróast eða grundvallarflokkun málsins nafnorð, sagnorð o.s.frv.

• Þekking á formdeildum sem hafa merkingarlegt hlutverk er byggð

upp á þessu stigi s.s. kyni og tölu nafnorða en ekki þeim sem hafa málfræðilegt hlutverk.

• Slíkar upplýsingar eru geymdar í orðasafninu sem nemandinn hefur aðgang að í minninu.

• Nemandinn getur víxlað á milli einfaldra beygingaratriða nútíðar og þátíðar, formgerðin tíð er geymd í orðasafni nemandans.

• Hinsvegar ræður hann ekki við persónubeygingu sagnorða né

samræmi lýsingarorðs og nafnorðs þar sem það ræðst af stöðu orðanna innan liðarins eða tengingu við aðra hluta setningarinnar.

• Þrátt fyrir að persónubeyging sagna sé ekki komin er hann farinn að nota þátíð, sem skýrist af því að formgerðin tíð er tengd orðasafninu en ekki setningafræðilegum upplýsingum.

• Þátíð er ekki mynduð í samhengi við setningarfræðilegar upplýsingar.

Þriðja stig • Grunnorðaröð er enn beitt. • Orðhlutamyndun er forsenda uppbyggingar á myndun

orðasambanda (e. phrasal morphology) sem er einkennandi fyrir þriðja stigið.

ákvæðisorðs, sem er lýsandi fyrir uppbyggingu á myndun orðasambanda. http://tungumalatorg.is/ISA 2011/Anna Guðrún Júlíusdóttir

2

• Hér þróast færni til að víxla málfræðiupplýsingum milli aðalorðs og


• Nemandinn áttar sig á hvar liður byrjar og hvar hann endar. • Hann getur tekið lið eða orð sem stendur aftast og fært fremst í

setningu. Þetta á við um forsetningarlið eins og „í dag“ sem getur ýmist staðið fremst eða aftast í setningu; „ég fór í sund í dag“ eða „í dag ég fór í skólann“.

• Í nafnlið felur það í sér að lýsingarorð beygist með nafnorðinu sem það stendur með; fallegur maður, falleg kona.

• Sömuleiðis er komin tilfinning fyrir fallbeygingu; falli andlags og hvað það er sem stýrir því.

Fjórða stig • Þegar myndun orðasambanda hefur þróast hefst þróun á umröðun sagnar og frumlags (e. inter-phrasal morphology).

• Það er færni til að flokka og færa orð og liði innan úr setningu og

setja fremst eins og í já/nei spurningum; „heitir þú Anna“? „býrð þú í Bergen”?

• Nemandinn öðlast færni í að brjóta upp grunnorðaröðina og taka lið innan úr setningu, en ekki eingöngu eins og í þriðja stigi að taka aftasta lið og setja fremst.

Fimmta stig • Reglur um aukasetningar (e. Subordinate-clause procedure). • Hér hefur þróast tilfinning fyrir því hvað felst í setningu. • Nemandinn öðlast færni í að færa til liði innan setningar en ekki eingöngu eins og á fjórða stigi að færa lið innan úr setningu og setja fremst.

• Færni í að samræma þætti innan setningarinnar hefur einnig þróast

3

á þessu stigi.

http://tungumalatorg.is/ISA 2011/Anna Guðrún Júlíusdóttir


• Í máli eins og íslensku sem hefur sögn í öðru sæti felur

samræmingin m.a. í sér umröðun sagnar og frumlags þar sem það á við: „ég fór í búð í dag“, „í dag fór ég í búð“.

• Einnig er nemandinn farinn að persónubeygja sagnir. Sjötta stig • Hér er nemandinn kominn á lokastigið og farinn að mynda flóknar setningar sem innihalda aðal- og aukasetningar.

• Með því er hann farinn að flytja til upplýsingar á milli setninga. • Hann fæst við beygingar sem eru bundnar ákveðinni setningagerð

4

eins og viðtengingarhætti.

http://tungumalatorg.is/ISA 2011/Anna Guðrún Júlíusdóttir

Profile for Anna Guðrún  Júlíusdóttir

Úrvinnslukenning Piennemans  

Lýsing á sex stigum máltöku annars máls.

Úrvinnslukenning Piennemans  

Lýsing á sex stigum máltöku annars máls.

Profile for isfold
Advertisement