Page 1

Viðhorf skjólstæðinga til Ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ


Viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ

Félagsráðgjafaskor

Efnisyfirlit Inngangur ............................................................................................................................ 2 1. Ferðaþjónusta sveitarfélaga ............................................................................................ 3 2. Aðferð og framkvæmd rannsóknar ................................................................................. 4 2.1. Undirbúningur.......................................................................................................... 5 2.2. Þátttakendur ............................................................................................................. 5 2.3. Gagnaöflun............................................................................................................... 6 2.4. Skráning og úrvinnsla gagna.................................................................................... 7 3. Niðurstöður ..................................................................................................................... 7 3.1. Viðhorf..................................................................................................................... 8 3.2. Þjónustan................................................................................................................ 14 3.3. Hvað má betur fara................................................................................................. 20 4. Umræður ....................................................................................................................... 23 5. Til umhugsunar ............................................................................................................. 25 6. Lokaorð ......................................................................................................................... 25 7. Heimildaskrá ................................................................................................................. 27 Viðauki.............................................................................................................................. 28 Viðauki I ....................................................................................................................... 28 Viðauki II ...................................................................................................................... 29

Elín M. Andrésdóttir

1


Viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ

Félagsráðgjafaskor

Gerð var rannsókn um viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ þar sem markhópurinn var allir skjólstæðingar ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ. Notuð var megindleg rannsóknaraðferð sem byggðist á spurningalistum sem skjólstæðingar ferðaþjónustunnar voru beðnir um að svara nú eða þeir sem sjá um að panta þjónustuna fyrir viðkomandi. Þátttakendur voru 50 talsins. Markmiðið var að fá fram viðhorf skjólstæðinga til þjónustunnar en auk þess að nálgast upplýsingar um hvað mætti betur fara. Unnið var úr gögnum í SPSS tölfræðiforriti. Í ljós kom að almenn ánægja virðist vera hjá skjólstæðingum ferðaþjónustu fatlaðra í Mofellsbæ en helst gætti óánægju með pöntunarfyrirkomulag þjónustunnar. Í því sambandi komu fram athugasemdir um að það mætti vera sveigjanlegra þannig að skjólstæðingar þyrftu ekki að panta sér þjónustuna með svo löngum fyrirvara sem nú er.

Inngangur Eftirfarandi skýrsla greinir frá helstu niðurstöðum rannsóknar á viðhorfi skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ. Markmið rannsóknarinnar var að sjá hvort að þjónustan væri að standa undir væntingum skjólstæðinga auk þess að fá upplýsingar um hvað þeir álitu að betur mætti fara. Lögð var áhersla á að beina rannsókninni að fötluðum skjólstæðingum sem nota ferðaþjónustuna, þeirra viðhorfi og upplifun. Þar sem hluti þátttakenda hafa ekki getu til að svara sjálfir var farin sú leið að biðja foreldra/aðstandendur eða starfsmenn sambýlanna/þjónustuíbúða að svara fyrir hönd sinna skjólstæðinga. Þá voru þeir beðnir um að svara sem almennt sjá um að panta þjónustuna fyrir viðkomandi til að tryggja að sá hin sami hafi þekkingu og skoðun á málefnum ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ. Er hér um megindlega rannsókn að ræða og var notast við spurningalista sem beindust eingöngu að skjólstæðingum ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ. Rannsóknin var unnin á tímabilinu 5. janúar 2007 og lauk henni í lok mars sama ár. Var rannsóknin liður í starfsþjálfun rannskanda sem fór fram á fjölskyldusviði Mosfellsbæjar, frá tímabilinu janúar og til apríl loka 2007. Rannsakandi er á fjórða ári í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og er leiðbeinandin Dr. Freydís Jóna Freysteinsdóttir, lektor. Eftirfarandi skýrsla skiptist í 7 kafla ásamt nokkrum undirköflum og viðauka sem inniheldur kynnisbréf sem sent var í byrjun rannsóknar til þátttakenda auk spurningalista sem notaður var við öflun gagnanna. Í fyrsta kafla verður fjallað um ferðaþjónustu og Elín M. Andrésdóttir

2


Viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ

Félagsráðgjafaskor

horft til þeirra laga sem þjónustan byggist á. Einnig verður litið til þeirra reglna sem Mosfellsbær hefur til hliðsjónar ásamt því að skoða fjölda þeirra sem nýta sér ferðaþjónustu þar í bæ. Annar kafli fjallar um framkvæmd rannsóknar þar sem megindlegri aðferð er líst í stuttu máli auk rannsóknar undirbúningi, gagnaöflun ásamt skráningu og úrvinnslu gagnanna. Niðurstöður verða svo kynntar í þriðja kafla og umræður tilheyra þeim fjórða en í fimmta kafla verður fjallað ýmsa þætti sem vert er að hafa til umhugsunar við lestur rannsóknarinnar. Í sjötta kafla má lesa stutt lokaorð rannsakenda um tiltekna rannsókn og að síðustu er heimildaskráin. Aftast í skýrslunni má finna þá viðauka sem notaðir voru við framkvæmd rannsóknarinnar.

1. Ferðaþjónusta sveitarfélaga Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991 er kveðið á um að fötluðum einstaklingum skuli tryggð sambærileg lífskjör og jafnrétti til jafns við aðra þegna samfélagsins og þeim jafnframt sköpuð skilyrði til að geta lifað sem eðlilegustu lífi. Samkvæmt lögum þessum veitir Mosfellsbær fötluðum einstaklingum í bæjarfélaginu þjónustu ásamt lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992. Með málefni félagsþjónustu fyrir fatlaða fer félagsmálanefnd Mosfellsbæjar í umboði bæjarstjórnar en starfsfólk félagsmálasviðsins annast framkvæmd þjónustunnar. Félagsmálasvið annast liðveislu og ferðaþjónustu fyrir fatlaða en önnur þjónusta, sérstaklega ætluð fötluðum er í umsjá Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra, til húsa á Fjarðargötu 13-15, 220 Hafnarfirði (Mosfellsbær, e.d.). Ferðaþjónusta fatlaðra er veitt á grundvelli 35. gr. laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992, þeim einstaklingum sem ekki geta notfært sér almenningsfarartæki til að geta stundað atvinnu, nám, þjálfun eða tómstundir. Viðmiðunarreglur Mosfellsbæjar fyrir ferðaþjónustu fatlaðra hafa verið í gildi frá 1996 og annast Gunnar Torfason daglega framkvæmd þjónustunnar sem felst í skipulagningu ferða auk aksturs (Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar, 2005; Mosfellsbær, e.d.). Þeir sem sótt geta um ferðaþjónustu eru notendur hjólastóla, þeir sem eru blindir og aðrir sem vegna fötlunar sinna hafa ekki möguleika á að nýta sér almenningsvagnaþjónustu eða hafa ekki til umráða eigin farartæki. Sótt er um ferðaþjónustu með því að útfylla umsóknareyðublað sem fáanlegt er Elín M. Andrésdóttir

3


Viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ

Félagsráðgjafaskor

bæði á heimasíðu Mosfellsbæjar sem og í afgreiðslu bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar í Kjarna, Þverholti 2, 1. hæð og skal henni einnig skilað þar. Ferðir til og frá vinnu, vegna endurhæfingar og lækninga ganga öðrum ferðum fremur. Fjöldi ferða til einkaerinda er háð takmörkunum og miðast við að vera ekki fleiri en 12 á mánuði en hámarksfjöldi ferða á mánuði eru alls 60 talsins. Opnunartími þjónustunnar er veitt alla virka daga frá 7:00-24:00, laugardaga frá 8:00-24:00 og sunnudaga frá 10:00-24:00 en á stórhátíðum er akstur almenningsvagna hafður til hliðsjónar. Pantanir ferða skulu gerðar með dags fyrirvara og eru mótteknar símleiðis alla virka daga frá 9:00-16:00. Pöntun ferða fyrir sunnudaga og mánudaga þarf þó að berast á föstudegi. Ef afpanta þarf ferðir skal það gert með að minnsta kosti 3 klst. fyrirvara (Mosfellsbær, e.d.). Mikil aukning hefur verið í þessum málaflokki undanfarin ár og hefur fjöldi ferða aukist um rúmlega helming frá árinu 2001, en þá var heildarfjöldi ferða 5.294 en árið 2005 voru ferðir alls 11.861. Þjónustuþegar greiddu fyrir hverja ferð gjald sem nam hálfu fargjaldi Strætó BS eða 110,- krónur. Árið 2005 nutu alls 53 einstaklingar ferðaþjónustu, þar af voru 33 karlar og 20 konur. Mestur fjöldi ferða var hjá aldurshópnum 26-40 ára og voru þær helst nýttar til vinnu (Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar, 2005). Af ofangreindu má sjá að hópur þeirra sem nýta sér ferðaþjónustuna fer ört vaxandi með árunum og því brýnt að gott skipulag sé í kringum slíka starfsemi. Rannsókn af þessu tagi er því mikilvæg bæði sveitarfélaginu sem og skjólstæðingum ferðaþjónustu fatlaðra til að hægt sé að meta þjónustuna, ánægju og sjá hvað má gera betur.

2. Aðferð og framkvæmd rannsóknar Undirbúningur og vinna rannsóknar hófst í byrjun janúar 2007 og lauk í lok mars sama ár. Þátttakendur rannsóknar voru 50 skjólstæðingar sem nýta sér ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ. Svöruðu ýmist þeir sjálfir, foreldrar/aðstandendur þeirra eða starfsmenn sambýlanna/þjónustuíbúða rannsóknaraðferðinni,

spurningalistanum.

undirbúningi

rannsóknar

Verður og

hér

framkvæmd,

greint

frá

þátttakendum,

gagnasöfnun, skráningu gagna og úrvinnslu. Sú aðferð sem notast var við nefnist megindleg rannsóknaraðferð og byggist hún á því að fá sem víðtækasta tölfræðilega yfirlit yfir það sem verið er að rannsaka. Eru Elín M. Andrésdóttir

4


Viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ

Félagsráðgjafaskor

gögnin slegin inn í tölfræðiforrit sem hentar vel í rannsóknaraðferð sem þessari og ákveðnar tölfræðilegar niðurstöður fást úr þeim gögnum sem slegin eru inn (Einar Guðmundsson og Árni Kristjánsson, 2005). Markmiðið með þessari aðferð var að fá eins skýra mynd af viðhorfi skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ og var notast við spurningarlista sem þátttakendur voru beðnir um að svara (sjá viðauka II). Leitast var við að tölfræðigögnin myndu skýra ákveðna afstöðu skjólstæðinga ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ til þjónustunnar.

2.1. Undirbúningur Fljótlega í byrjun janúar 2007 var farið að svipast um eftir rannsóknarefni og þegar ákvörðun hafði verið tekin um að skoða viðhorf til ferðaþjónustu fatlaðra var þegar hafist handa við að útbúa spurningar. Ekki þurfti að leita eftir samþykki Persónuverndar þar sem gögn rannsóknar innihalda einungis viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra en ekki persónulegar upplýsingar viðkomandi. Rannsakandi hafði skoðað samskonar rannsókn sem gerð var fyrir fáeinum árum um ferðaþjónustu og var hún höfð til hliðsjónar við gerð fyrirhugaðs spurningalista. Þegar spurningalistinn var fullgerður var rannsóknin kynnt á fundi fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar, þeim tjáð sem fundinn sátu hvernig rannsóknin yrði framkvæmd og einnig tekið á móti ábendingum. Á fundinum komu fram nokkrar ábendingar og ósk um spurningar og í kjölfar fundar var nokkrum spurningum bætt við. Þegar spurningalistinn var fullgerður var hafist handa við að senda út kynnisbréf í pósti til væntanlegra þátttakenda þar sem rannsóknin var kynnt fyrir þeim í stuttu máli.

2.2. Þátttakendur Markhópur rannsóknarinnar voru allir skjólstæðingar sem nota ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ. Þátttakendur voru alls 50 og var svarhlutfallið 100% þar sem allir tóku þátt, kynjahlutfall rannsóknarinnar var 23 konur á móti 27 körlum. Aldursdreifing þátttakenda

Elín M. Andrésdóttir

5


Viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ

Félagsráðgjafaskor

skiptist þannig að 18 ára og yngri voru alls 6, 19-35 ára voru 14, 36-55 ára voru 23 og 56 ára og eldri reyndust alls 7.

2.3. Gagnaöflun Útbúnar voru staðhæfingarspurningar til að mæla viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ. Hugmyndin að viðfangsefni rannsóknarinnar kom í tengslum við starfsþjálfun rannsakanda, hjá fjölskyldusviði Mosfellsbæjar en þar hafði staðið til að gera samskonar könnun á þessu viðfangsefni. Settar voru fram 12 staðhæfingarspurningar til að ná fram viðhorfi þátttakenda til málefnisins. Notast var við Lickert kvarða með svarmöguleikunum á bilinu 1-5, þar sem 1 stóð fyrir mjög ánægð(ur) og 5 stóð fyrir mjög óánægð(ur). Aðrir svarmöguleikar voru einnig notaðir á bilinu 1-5, annar þeirra innihélt svarmöguleikann 1 sem stóð fyrir mjög vel og 5 sem stóð fyrir mjög illa. Sá þriðji innihélt 1 sem stóð fyrir aldrei og 5 stóð fyrir mjög oft og tengdust tvær aðrar spurningar þessum valmöguleikum, þ.e. að ef þátttakendur svöruðu aldrei þá þurftu þeir ekki að svara þessum spurningum sem innihéldu tímaramma. Öðru gegndi ef svörunin lág á bilinu 2-5. Svarmöguleikar þessara tengispurninga sem innihélt ákveðin tímaramma var á bilinu 1-4, þar sem stóð 1 fyrir í kringum 5 mínútur, 2 fyrir 10-15 mínútur, 3 fyrir 15-30 mínútur og 4 fyrir lengri en 30 mínútur. Ekki var gerð forprófun á sambærilegum einstaklingum áður en spurningalistinn var lagður fyrir skjólstæðinga ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ. Var mat á spurningunum í höndum leiðbeinanda rannsakanda, starfsfólki fjölskyldusviðs ásamt fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar. Auk þess var sambærileg rannsókn höfð til hliðsjónar sem gerð hafði verið fyrir fáeinum árum á undan. Þar sem margir komu að gerð spurningalistans þótti því óþarfi að forkanna heldur mótteknar þær athugasemdir sem komu frá álitsaðilum og breytingar gerðar í kjölfarið. Síðasta spurningin í listanum er opin og var hún höfð með það í huga að þátttakendur gætu skrifað fáeinar línur um það sem þeir teldu að mætti betur fara varðandi ferðaþjónustuna fatlaðra. Rannsakandi fór svo yfir ummæli þátttakenda og útlistaði niður í ákveðin þemu, þ.e. þær athugasemdir sem hvað oftast komu þar fram. Bakgrunnsspurningar voru 4 og innihéldu kynferði, aldur

Elín M. Andrésdóttir

6


Viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ

Félagsráðgjafaskor

þjónustuþega, hverjir svöruðu spurningalistanum auk þess hversu lengi viðkomandi hefur nýtt sér ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ. Rannsakandi hringdi í þátttakendur sem bjuggu í heimahúsi og voru þeir beðnir um að svara spurningunum símleiðis. Þeir sem höfðu getu til að svara sjálfir gerðu það en foreldrar/aðstandendur voru beðnir um að svara spurningunum fyrir viðkomandi ef hann sjálfur hafði ekki getu til þess. Lögð var áhersla á að sá svaraði sem sæi almennt um að panta

þjónustuna

fyrir

viðkomandi

einstakling.

Rannsakandi

fór

á

þau

sambýli/þjónustuíbúðir sem til staðar eru í Mosfellsbæ og spurði þátttakendur á staðnum. Áður

en

það

ferli

hófst

sendi

rannsakandi

tölvupóst

til

forstöðumanna

sambýlanna/þjónustuíbúða og kynnti fyrir þeim væntanlega rannsókn. Auk þess var í sameiningu fundin tími sem hentaði öllum aðilum til að svara spurningunum. Sama fyrirkomulag var haft hér á því að þeir sem höfðu getu til að svara sjálfir gerðu það en ef þess var ekki kostur voru starfsmenn beðnir um að svara fyrir hönd viðkomandi, eða aðstoða þátttakanda við svörunina. Lögð var þá áhersla á að þeir starfsmenn myndu svara sem hefðu umsjón með að panta þjónustuna fyrir sína skjólstæðinga. Var rannsókninni tekið mjög vel og þátttakendur reiðubúnir að leggja sitt af mörkum og taka þátt.

2.4. Skráning og úrvinnsla gagna Þegar búið var að afla allra gagnanna var hafist handa við að slá upplýsingarnar inn í SPSS tölfræðiforritið (Statistical package for the social sciences). SPSS er öflugt tölfræðiforrit sem er mikið notað í gagnavinnslu í félagsvísindum og víðar (Einar Guðmundsson og Árni Kristjánsson, 2005). Að loknum innslætti voru prentuð út súlurit og tíðnitöflur fyrir hverja breytu fyrir sig til að auðvelda túlkun á niðurstöðum. Í kafla 3 má sjá helstu niðurstöður sem áhugaverðastar þóttu við greiningu gagnanna.

3. Niðurstöður Við greiningu gagnanna kom í ljós að dreifing þeirra sem svöruðu spurningalistanum er mikil en alls 15 skjólstæðingar svöruðu sjálfir, 7 foreldrar/aðstandendur og 28 starfsmenn

Elín M. Andrésdóttir

7


Viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ

Félagsráðgjafaskor

á sambýlum/þjónustuíbúðum svöruðu fyrir hönd þátttakenda. Langflestir þátttakenda höfðu nýtt sér þjónustuna í 1 ár eða lengur eða 48 einstaklingar en aðeins 2 skemur en ár. Hér verður greint nánar frá niðurstöðum rannsóknarinnar en þeim hefur verið kaflaskipt eftir viðhorfi, þjónustu og hvað má betur fara.

3.1. Viðhorf Svo virðist sem skjólstæðingar ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ séu almennt ánægðir eða mjög ánægðir með þjónustuna og fyrirkomulag hennar eins og umsóknarferli. Sjá má á neðangreindum myndum að þrátt fyrir mikla ánægju skjólstæðinga með viðmót starfsfólks á fjölskyldusviði Mosfellsbæjar var verulegur hluti þátttakenda hlutlausir. Einnig þrátt fyrir almenna ánægju skjólstæðinga með pöntunarfyrirkomulag þjónustunnar voru þónokkrir óánægðir með fyrirkomulagið en flestir voru ánægðir með þann fjölda ferða sem þeim var úthlutaður. En eins og sést á mynd 1. er meirihluti skjólstæðinga ánægður með ferðaþjónustu fyrir fatlaða í Mosfellsbæ.

Elín M. Andrésdóttir

8


Viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ

Félagsráðgjafaskor

40

Prósenta

30

20

10

0 Mjög ánægð(ur)

Ánægð(ur)

Hlutlaus

Óánægð(ur)

Mjög óánægð(ur)

Mynd 1. Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með ferðaþjónustu fyrir fatlaða í Mosfellsbæ?

Meirihluti svarenda voru mjög ánægðir eða ánægðir með ferðaþjónustu fyrir fatlaða í Mosfellsbæ, eða 34 einstaklingar (68%). Alls voru 11 einstaklingar (22%) óánægðir eða mjög óánægðir og 5 (10%) voru hlutlausir.

Elín M. Andrésdóttir

9


Viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ

Félagsráðgjafaskor

Samkvæmt niðurstöðum virðist ríkja almenn ánægja hjá svarendum með umsóknarferli ferðaþjónustunnar eins og sjá má á mynd 2.

40

Prósenta

30

20

10

0 Mjög ánægð(ur)

Ánægð(ur)

Hlutlaus

Óánægð(ur)

Mynd 2. Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með umsóknarferli um ferðaþjónustu?

Þegar spurt var um viðhorf skjólstæðinga til umsóknarferlis ferðaþjónustunnar sögðust 36 þeirra (72%) vera ánægðir eða mjög ánægðir. Hlutleysis gætti hjá 7 einstaklingum (14%) og sami fjöldi sagðist vera óánægður. Engin þátttakanda sagðist vera mjög óánægður.

Dreifing svara þegar spurt var um viðhorf þátttakenda til viðmóts starfsmanna á fjölskyldusviði Mosfellsbæjar var athyglisverð. Flestir töldu sig ánægða með viðmót þeirra en margir voru einnig hlutlausir eða kusu að svara ekki. Gæti dreifing hugsanlega endurspeglað að skjólstæðingar eru ekki í svo miklum tengslum við starfsfólk fjölskyldusviðsins þar sem umsóknir eru ýmist gerðar rafrænar eða með því að útfylla umsóknareyðublöð hjá bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar. Þar af leiðandi hafa þátttakendur

Elín M. Andrésdóttir

10


Viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ

Félagsráðgjafaskor

hugsanlega því ekki mikla reynslu né skoðun á þessari spurningu. Niðurstöðurnar koma fram hér á mynd 3.

50

Prósenta

40

30

20

10

0 Mjög ánægð(ur)

Ánægð(ur)

Hlutlaus

Svarar ekki

Mynd 3. Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með viðmót starfsmanna Fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar?

Þegar þátttakendur voru spurðir um viðmót starfsmanna hjá fjölskyldusviði Mosfellsbæjar sögðust 32 (64%) vera ánægðir eða mjög ánægðir með viðmót þeirra. Engin virtist óánægður né mjög óánægður, 13 (26%) voru hlutlausir og 5 (10%) kusu að svara ekki.

Elín M. Andrésdóttir

11


Viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ

Félagsráðgjafaskor

Dreifing svarenda þegar þeir voru spurðir um viðhorf til pöntunarfyrirkomulags þjónustunndar var nokkur eins og mynd 4 sýnir. Þrátt fyrir almenna ánægju var einnig talsverður fjöldi svarenda sem sögðust óánægðir með fyrirkomulagið.

30

Prósenta

20

10

0 Mjög ánægð(ur)

Ánægð(ur)

Hlutlaus

Óánægð(ur)

Mjög óánægð (ur)

Svarar ekki

Mynd 4. Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með pöntunarfyrirkomulag þjónustunnar?

Fjöldi þeirra sem voru ánægðir eða mjög ánægðir með pöntunarfyrirkomulag þjónustunnar voru alls 28 (56%). Hins vegar voru 15 óánægðir (30%) og 3 mjög óánægðir (6%). Hlutlausir voru 3 (6%) og einn þátttakenda kaus að svara ekki.

Elín M. Andrésdóttir

12


Viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ

Félagsráðgjafaskor

Meirihluti svarenda voru almennt ánægðir með þann fjölda ferða sem viðkomandi var úthlutaður eins og mynd 5 sýnir.

50

Prósenta

40

30

20

10

0 Mjög ánægð(ur)

Ánægð(ur)

Hlutlaus

Óánægð(ur)

Mjög óánægð(ur)

Mynd 5. Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með þann fjölda ferða sem þú hlýtur?

Af þeim 50 einstaklingum sem svöruðu voru 39 þeirra (78%) ánægðir eða mjög ánægðir en 4 (8%) voru óánægðir og 3 (6%) mjög óánægðir. Kusu 4 (8%) að vera hlutlausir.

Elín M. Andrésdóttir

13


Viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ

Félagsráðgjafaskor

Í lokaspurningu um viðhorf voru flestir almennt ánægðir þegar spurt var um viðmót bílstjóra sem sinna ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ. Mynd 6 sýnir dreifingu svara útfrá eftirtaldri spurningu.

50

Prósenta

40

30

20

10

0 Mjög ánægð(ur)

Ánægð(ur)

Hlutlaus

Óánægð(ur)

Mjög óánægð (ur)

Svarar ekki

Mynd 6. Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með viðmót bílstjóra?

Mikill meirihluti svarenda eða 42 (84%) voru ánægðir eða mjög ánægðir með viðmót bílstjóra en 1 (2%) var óánægður og 3 (6%) mjög óánægðir. Hlutlausir voru 3 (6%) og kaus 1 (2%) að svara ekki þessari spurningu.

3.2. Þjónustan Á heildina litið má álíta að þátttakendur séu nokkuð ánægðir með þjónustuna sem viðkemur bílunum sjálfum og aksturslagi bílstjóra. Af niðurstöðum rannsóknarinnar má sjá að svo virðist sem stundum komi fyrir að þjónustubifreiðarnar komi ýmist fyrr eða seinna en ætlast er til. Dreifing svara var misjöfn um þá hversu langan tíma væri um að Elín M. Andrésdóttir

14


Viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ

Félagsráðgjafaskor

ræða. Aðspurðir töldu langflestir að bílarnir sem notaðir væru í ferðaþjónustunni hentuðu sér nokkuð vel eða eins og mynd 7 sýnir.

60

50

Prósenta

40

30

20

10

0 Mjög vel

Vel

Sæmilega

Mjög illa

Mynd 7. Hvernig henta bílarnir sem notaðir eru í ferðaþjónustu fyrir þig?

Alls álitu 28 einstaklingar (56%) að bílarnir hentuðu sér mjög vel og 17 (34%) töldu þá henta sér vel. Sæmilega svöruðu 4 (8%) og mjög illa var mat 1 einstaklings (2%). Engin þátttakenda svaraði til að bílarnir hentuðu sér illa.

Þegar spurt var um hvort að þátttakandi hafi upplifað óöryggi vegna aksturslags bílstjóra kom í ljós að flestir hafa ýmist aldrei upplifað slíkt eða þá sjaldan eins og mynd 8 lýsir. Hafa ber þó í huga að þessi spurning gæti verið nokkuð skekkt vegna þess að ekki höfðu allir getu til að svara fyrir sig sjálfir og þurftu þá þeir sem svöruðu fyrir hönd viðkomandi að meta og svara eftir því sem þeir höfðu heyrt frá viðkomandi, séð eða upplifað fyrir þeirra hönd.

Elín M. Andrésdóttir

15


Viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ

Félagsráðgjafaskor

50

Prósenta

40

30

20

10

0 Aldrei

Sjaldan

Stundum

Oft

Mjög oft

Svarar ekki

Mynd 8. Hefur þú upplifað óöryggi vegna aksturslags bílstjóra?

Þeir sem sögðust aldrei hafa upplifað óöryggi vegna aksturslags bílstjóra voru alls 19 (38%) en 25 (50%) sögðust sjaldan hafa upplifað slíkt óöryggi. Stundum svaraði 1 einstaklingur (2%) og sama hlutfall í oft, 2 (4%) sögðust hafa upplifað slíkt mjög oft og 2 (4%) kusu að svara ekki spurningunni.

Sjaldgæft virðist vera að skjólstæðingar ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ þurfi aldrei að bíða eftir bílum ferðaþjónustunnar. Flestir sögðust sjaldan þurfa að bíða en aðrir sögðust stundum þurfa að bíða lengur en það sem um var samið. Nokkrir töldu sig þurfa að bíða oft og jafnvel mjög oft eins og mynd 9 sýnir í niðurstöðum.

Elín M. Andrésdóttir

16


Viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ

Félagsráðgjafaskor

50

Prósenta

40

30

20

10

0 Aldrei

Sjaldan

Stundum

Oft

Mjög oft

Mynd 9. Hversu oft hefur þú þurft að bíða lengur en um var samið eftir bílum ferðaþjónustunnar?

Svo virðist sem 3 (6%) svarenda hafi aldrei þurft að bíða lengur en um var samið eftir bílum ferðaþjónustunnar en hins vegar 24 (48%) sjaldan og 15 (30%) stundum. Sögðust 4 (8%) hafa þurft að bíða oft eftir bílunum og 4 (8%) mjög oft. Þegar spurt var hversu löng biðin að jafnaði hafi verið eftir bílum ferðaþjónustunnar var oftast talið að um 10-15 mínútur hafi verið um að ræða en dreifing svara var mismunandi eins og sést á mynd 10. Þeir sem svöruðu aldrei við ofangreindri spurningu (mynd 9) slepptu því að svara þessari spurningu

Elín M. Andrésdóttir

17


Viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ

Félagsráðgjafaskor

50

Prósenta

40

30

20

10

0 Í kringum 5 mínútur

10-15 mínútur

15-30 mínútur

Lengri en 30 mínútur Svaraði aldrei í sp. 9

Mynd 10. Hversu löng hefur biðin eftir bílum ferðaþjónustunnar jafnan verið?

Alls sögðu 3 (6%) að biðin væri að jafnaði í kringum 5 mínútur. Yfirleitt virtist biðin þó vera lengri en það því 24 einstaklingar (48%) sögðu biðina vera frá 10-15 mínútum, 11 (22%) sögðu hana vera frá 15-30 mínútum og 9 (18%) sögðu biðina vera lengri en 30 mínútur. 3 (6%) sem svöruðu aldrei í spurningu 9 slepptu þessari spurningu.

Spurt var hversu oft bílstjórar kæmu að jafnaði fyrr en um var samið og var dreifing svara þannig að flestir sögðu slíkt koma sjaldan fyrir eða stundum og nokkrir töldu sig aldrei hafa orðið fyrir þeirri reynslu. Engin taldi sig verða oft eða mjög oft fyrir því að bílarnir kæmu talsvert fyrr eða eins og mynd 11 sýnir.

Elín M. Andrésdóttir

18


Viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ

Félagsráðgjafaskor

60

50

Prósenta

40

30

20

10

0 Aldrei

Sjaldan

Stundum

Svarar ekki

Mynd 11. Hversu oft hafa bílstjórar komið talsvert fyrr en um var samið?

Alls sögðust 10 einstaklingar (20%) aldrei hafa orðið fyrir því að bílstjórar kæmu talsvert fyrir umsamdan tíma. Hins vegar sögðust 28 (56%) hafa upplifað slíkt sjaldan, 11 (22%) sögðu að það henti stundum en 1 (2%) kaus að svara ekki spurningunni.

Þegar þátttakendur voru spurðir að því um hve langan tíma væri þá verið að ræða svöruðu flestir innan við 30 mínútur. En þeir þátttakendur sem ýmist kusu að sleppa ofangreindri spurningu (sjá mynd 11) eða svöruðu þar aldrei sátu einnig hjá. Mynd 12 sýnir dreifingu svara.

Elín M. Andrésdóttir

19


Viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ

Félagsráðgjafaskor

40

Prósenta

30

20

10

0 Í kringum 5 mínútur

10-15 mínútur

15-30 mínútur

Lengri en 30 mínútur Svaraði aldrei í sp. 11

Mynd 12. Ef bílstjórar hafa komið fyrr, hversu langan tíma er þá um að ræða?

Alls sögðu 7 einstaklingar (14%) hafa upplifað slíkt og þá hafi verið í kringum 5 mínútur sem um var að ræða. En 18 (36%) sögðu þá hafa komið 10-15 mínútum of fljótt, 8 (16%) sögðu bílstjóra hafa komið 15-30 mínútum of fljótt og 4 (8%) sögðu að um væri að ræða tíma lengri en 30 mínútur. Alls voru 13 (26%) sem ekki svöruðu spurningunni og þar af voru 10 þátttakendur sem svöruðu aldrei þegar spurt var um hversu oft bílstjórar komi fyrr en samið var um. Svo virðist sem 3 hafi því svarað þeirri spurningu en sleppt því að svara hér til um tímalengd.

3.3. Hvað má betur fara Spurning 13 var svokölluð opin spurning þar sem þátttakendur voru spurðir um hvað mætti að þeirra mati betur fara varðandi ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ. Ýmsar athugasemdir komu fram en þegar gögnin voru dregin saman og ákveðin þemu mynduð voru helst þrír þættir sem hvað mest voru áberandi. Elín M. Andrésdóttir

20


Viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ

Félagsráðgjafaskor

Hér fyrir neðan er tafla sem sýnir athugasemdir þátttakenda en svo verður greint frá þeim meginþáttum sem dregnir voru út við greiningu gagnanna. Þættirnir eru sveigjanlegra pöntunarfyrirkomulag, ósk um að haldin sé sá tímarammi sem áætlaður er og að bílstjórar sýni skjólstæðingum sínum kurteisi, virðingu og gott viðmót.

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22

Samskipti við starfsfólk fjölsk.sviðs eru misjöfn en starfsmaðurinn sem fer með málefni fatlaðra er til fyrirmyndar Aukin sveigjanleiki í pöntunarferli, þ.e. geta pantað með styttri fyrirvara Haldið þeirri tímaáætlun sem um var samið svo viðkomandi mæti á réttum tíma Bílstjórar sýni skjólstæðingum virðingu, kurteisi og gott viðmót Aksturslengd getur tekið of langan tíma, þ.e. fer of langur tími í ferðir Reikningar séu sendir heim til viðkomandi en ekki allir í einu á eitt heimilisfang Rýmri fjöldi ferða Skjólstæðingar ættu að fá ferðir til vinnu frítt Óskipulagðar ferðir hafa farið úrskeiðis og viðkomandi gleymst og þ.a.l. misst af Öryggi í bílunum mætti vera betra Skilaboð komist áleiðis til notenda ef eitthvað þarf að ræða Hringja í viðkomandi og láta vita ef það er seinkun Meira frjálsræði í hvað ferðirnar eru notaðar Hringja og láta vita þegar þeir eru komnir Að stjórnandi líti ekki á forráðamenn sem þeir séu að fá það sem þeim ekki ber Aukin sveigjanleiki í þjónustu, t.d. sálfræðiviðtöl Að ekki þurfi að sækja svona oft um heldur t.d. kannski að vori og svo hausti Leigubílar eiga að standa þeim til boða sem ferðast geta með þeim Fá aðeins vanari menn, sumir eru óöruggir Að bílstjórar séu snyrtilegir til fara Bílarnir mættu vera í betra ásigkomulagi Betur skipulagðar ferðir

Sveigjanlegra pöntunarfyrirkomulag Áberandi var hversu margir álitu þörf fyrir sveigjanlegra pöntunarfyrirkomulagi. Rúmlega helmingur þátttakenda voru mjög ánægðir og ánægðir með pöntunarferlið en tæplega helmingur hins vegar óánægður og mjög ánægður. Hér má sjá að skiptingin er næstum jöfn. Af 28 starfsmönnum sambýla/þjónustuíbúða voru 17 þeirra mjög ánægðir eða ánægðir en 11 óánægðir. Af 15 þjónustuþegum voru 9 þeirra mjög ánægðir eða ánægðir

en

3

óánægðir

og

1

mjög

óánægður.

Mjög

ánægðir

voru

2

foreldrar/aðstandendur, 1 óánægður og 2 mjög óánægðir. Hlutleysis gætti hjá 1 foreldri og 1 svaraði ekki spurningunni.

Elín M. Andrésdóttir

21


Viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ

Félagsráðgjafaskor

Helst komu fram þau sjónarmið að erfitt væri fyrir skjólstæðinga ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ að þurfa stöðugt að skipuleggja tíma sinn langt fram í tímann. Þá voru tekin dæmi eins og um helgar þegar viðkomandi vill sækja kaffihús eða fara í bíó þá þarf hann að vera búin að ákveða það fyrir klukkan 16:00 á föstudögum. Vildu sumir að hægt væri að panta þjónustuna einnig um helgar ef vilji væri fyrir því hjá skjólstæðingi að fara eitthvað í bæinn og gera sér dagamun. Komu fram þau sjónarmið að viðkomandi ætti að hafa þann möguleika að komast ferða sinna til að sinna tómstundum ef hann kysi svo, rétt eins og aðrir í samfélaginu sem ekki eru fatlaðir.

Að tímaáætlun haldist Þátttakendur rannsóknarinnar bentu á mikilvægi þess að bílstjórar ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ héldu tímaáætlun. Eins og kom fram hér að ofan virðist sem það sé ekki alltaf raunin. Þátttakendur bentu á að ef bílstjórar koma of seint til að sækja skjólstæðinga sína þá mæta þeir einnig þar af leiðandi of seint í sína vinnu, þjálfun eða tómstundir sem þeir eru að sækja. Kom fram að skjólstæðingarnir væru stundum að fara í þjálfun eða á námskeið sem þeim væri úthlutað örsjaldan í viku og jafnvel tímabundið. Og þegar bílstjórarnir kæmu of seint þá væri í raun verið að taka af skjólstæðingunum dýrmætan tíma sem væri honum afar mikilvægur. Sumir bentu á að komið hafi fyrir að skjólstæðingarnir hafi hreinlega gleymst, það kæmi ekki oft fyrir en hafi þó gerst viðkomandi til mikilla ama. Þeir sögðust sjálfir, þ.e. þeir sem gátu svarað að þeir yrðu stundum pirraðir ef biðin yrði of löng því ekki væri gaman að bíða og bíða. Einnig kom fram að stundum hafi bílstjórar komið of snemma og var bent á í því sambandi að það hefði slæm áhrif á skjólstæðingana þegar um verulegan tíma væri að ræða. Gjarnan þegar bílstjórarnir væru að koma of snemma þá væru skjólstæðingarnir ekki tilbúnir nú eða þá að þeir sem það væru kæmu þá alltof snemma á tiltekin stað en áætlað var og þyrftu því jafnvel að bíða þar. En minna virtist vera um að bílstjórarnir væru að koma of snemma heldur frekar að þeir væru að koma og seint.

Elín M. Andrésdóttir

22


Viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ

Félagsráðgjafaskor

Bílstjórar sýni skjólstæðingum sínum kurteisi, virðingu og gott viðmót Niðurstöður sýndu að flestir voru ánægðir með viðmót bílstjóranna almennt en þó var þessi þáttur dregin fram þar sem hann koma ítrekað fram í niðurstöðum gagnanna. Kom fram hjá svarendum að bílstjórarnir væru misjafnir eins og þeir væru margir en flestir væru til fyrirmyndar. Vildu svarendur benda á að skjólstæðingarnir væru fólk með tilfinningar rétt eins og þeir sem ekki eru fatlaðir og því bæri að sýna þeim vinsemd og virðingu. Auk þessa var bent á að sýna einnig þeim sem að skjólstæðingnum standa, hvort sem það voru foreldrar/aðstandendur eða starfsmenn sambýla/þjónustuíbúða kurteisi í samskiptum. Upplifðu sumir svarendanna bílstjórana vera pirraða sem endurspeglaðist svo í samskiptum við farþega sína eða aðra.

4. Umræður Viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ er almennt gott og þeir ánægðir með þjónustuna þrátt fyrir óánægju sumra og hlutleysis. Flestir virtust einnig ánægðir með viðmót starfsmanna fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar en ástæða þess að svo margir voru hlutlausir eða svöruðu ekki spurningunni getur stafað af litlum samskiptum eða tengslum við sviðið. Flestir sem sækja um ferðaþjónustu gera slíkt á netinu eða með því að skila inn umsókn og því kannski ekki mikið samband haft við starfsfólkið þegar á heildina er litið. Vert er að benda á að langflestir sögðust helst vera í sambandi við eina manneskju hjá fjölskyldusviðinu sem hefði umsjón með ferðaþjónustu fatlaðara meðal annars og væri sá starfsmaður til fyrirmyndar í samskiptum. Helst gætti óánægju hjá svarendum varðandi pöntunarfyrirkomulag ferðaþjónustunnar þótt flestir væru ánægðir eða ríflega helmingur svarenda. Flestir voru ánægðir með þann fjölda ferða sem þeim var úthlutað. Hvað varðaði viðmót bílstjóra ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ og hentugleika bílana sem notaðir eru til þjónustunnar virtist almennt ríkja ánægja í því sambandi. Langflestir höfðu aldrei eða sjaldan upplifað óöryggi vegna aksturslags bílstjóra en sögðust flestir hafa þurft að bíða sjaldan eða stundum eftir bílunum og sumir oft og jafnvel mjög oft. Helst var þá biðin í kringum 10-15 mínútur en stundum lengri og allt að Elín M. Andrésdóttir

23


Viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ

Félagsráðgjafaskor

lengur en 30 mínútur. Flestir sögðust sjaldan hafa orðið fyrir því að bílstjórar kæmu talsvert fyrr en um var samið, sumir sögðu slíkt henda stundum en álíka fjöldi taldi sig aldrei hafa orðið fyrir slíku. Flestir þeirra sem sögðust hafa orðið fyrir þessu vildu meina að bílstjórar væru að koma í kringum 10-15 mínútum fyrr og nokkrir töldu þá hafa komið talsvert fyrr, á bilinu 15-30 mínútum. Sumir vildu meina að einungis væri um 5 mínútur að ræða og en færri sögðu þá hafa komið meira en 30 mínútum fyrr. Í lokaspurningu voru dregnir út þrír þættir sem hvað mest þóttu áberandi, sveigjanlegra pöntunarfyrirkomulag, að tímaáætlun haldist og að bílstjórar sýni skjólstæðingum kurteisi, virðingu og gott viðmót. Helst voru ábendingar varðandi pöntunarfyrirkomulag þess eðlis að meiri sveigjanleiki mætti vera til staðar, þá helst að skjólstæðingar þyrftu ekki að panta bíla með eins löngum fyrirvara og nú tíðkast. Annar þátturinn sem beindist að tímaáætlun var helst komið fram með ábendingar þess efnis að þegar bílstjórar mættu ekki á tilsettum tíma þá kæmu skjólstæðingarnir einnig of seint í það sem þeir væru að fara að gera, hvort heldur það var vinna, þjálfun eða tómstundir. Þannig væri verið að taka stundum af þeim dýrmætan tíma sem þeim jafnvel væri úthlutað í skamman tíma eða sjaldan á viku, sbr. námskeið eða þjálfun. Einnig var bent á að skjólstæðingarnir yrðu pirraðir ef þeir væru látnir bíða lengi og sumir jafnvel orðið fyrir því að þurfa bíða síendurtekið og slíkt gæti tekið á taugarnar. Síðasti þátturinn beindist að því að bílstjórar sýndu skjólstæðingum sínum kurteisi, virðingu og gott viðmót. Þrátt fyrir að niðurstöður gagnanna hafi sýnt að flestir séu ánægðir með viðmót bílstjóra þá komu athugasemdir í nokkrum mæli frá svarendum varðandi þetta. Töldu flestir að bílstjórarnir væru á heildina til fyrirmyndar en vildu þó koma á framfæri mikilvægi þess að þeir sýndu skjólstæðingum sínum virðingu og gott viðmót. Bentu sumir á að þessu væri stundum ábótavant og þyrfti að gera bætur á því hér væri um manneskju að ræða með tilfinningar rétt eins og þeir sem ekki eru fatlaðir. Einnig komu ábendingar

um

sýna

foreldrum/aðstandendum

og

starfsmönnum

sambýla/þjónustuíbúða kurteisi og virðingu, slíkt væri mikilvægt sem liður í gagnkvæmum samskiptum.

Elín M. Andrésdóttir

24


Viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ

Félagsráðgjafaskor

5. Til umhugsunar Mikilvægt er að hafa til hliðsjónar þegar niðurstöður rannsóknarinnar eru skoðaðar og metnar að hugsanlega geti það hafa haft áhrif á dreifingu svara að talsverður hópur hafði ekki getu til að svara sjálfir. Starfsfólk á sambýlum/þjónustuíbúðum auk aðstandenda svöruðu eftir sinni bestu vitneskju. Þó voru nokkrar spurningar sem þeir áttu erfitt með að svara til um, þ.e. þegar var verið að biðja þátttakendur um að svara útfrá þeirra upplifun. Þetta var eitt af þeim vandkvæðum sem rannsakandi sat uppi með við gerð rannsóknarinnar að mikið þyrfti að treysta á aðra til að svara fyrir hönd þátttakenda. Því var lögð áhersla á að fá þá til að svara sem annast pöntun þjónustunnar fyrir viðkomandi. Álitið er að vel hafi tekist til að fá réttar þær niðurstöður sem hvað helst voru lagðar áherslur á. Það má hafa það einnig í huga að þeir sem slepptu sumum spurningunum hafi ýmist ekki haft á staðhæfingunni skoðun eða að þeir hafi ekki haft vitneskju um það sem spurt var um.

6. Lokaorð Ferðaþjónusta fatlaðra er mikilvæg þjónusta sem sveitarfélögum ber skylda til að þjóna og veita eftir bestu getu. Því má segja að rannsókn þessi sé mikilvæg fjölskyldusviði Mosfellsbæjar þar sem hún varpar ákveðnu ljósi á hvert viðhorf skjólstæðinga er til þjónustunnar og hvað það er sem betur má fara. Almennt virðist sem ánægja sé í garð ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ þrátt fyrir að alltaf megi gera betur. Af tölum þessa málaflokks hjá fjölskyldusviði Mosfellsbæjar undanfarinna ára sem sýnir stöðuga aukningu ár frá ári má sjá að mikilvægt er að gera rannsóknir sem þessa til að fylgjast með þróun og viðhorfi þeirra sem eru að nota þjónustuna. Þannig má alltaf sjá á líðandi stundu hvernig staða málanna eru og jafnframt að leggja áherslu á að gera betur. Einnig er rannsókn sem þessi ekki aðeins mikilvæg sveitarfélögunum sjálfum heldur líka mikilvæg svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra og þeirra sem sjá um að skipuleggja og veita ferðaþjónustuna, sbr. bílstjórar. Því athugasemdir og ábendingar frá skjólstæðingunum geta einnig tilheyrt þeirra störfum og varpað ljósi á hvað þau geta gert betur varðandi þjónustu þeirra við fatlaða. Það má því segja að rannsókn sem þessi varpi

Elín M. Andrésdóttir

25


Viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ

Félagsráðgjafaskor

ljósi á störf og þjónustu sem kemur úr ýmsum áttum samfélagsins og með samvinnu allra sem að þjónustunni standa séu auknar líkur á betri þjónustu, í þágu hins fatlaða.

Elín M. Andrésdóttir

26


Viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ

Félagsráðgjafaskor

7. Heimildaskrá

Einar Guðmundsson og Árni Kristjánsson (2005). Gagnavinnsla í SPSS. Reykjavík: Háskólaútgáfan. Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar (2005). Fjölskyldusvið: Ársskýsla 2005. Mosfellsbær: Höfundur. Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Lög um málefni fatlaðra nr. 59/1992. Mosfellsbær.

(e.d.).

Þjónusta

við

fatlaða.

Sótt

5.

mars

2007

af

http://mos.is/?Sid_Id=1232&tId=1.

Elín M. Andrésdóttir

27


Viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ

Félagsráðgjafaskor

Viðauki Viðauki I Kynnisbréf sem sent var í pósti til skjólstæðinga ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ.

Ágæti viðtakandi. Undirrituð er að ljúka námi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og er í starfsþjálfun hjá fjölskyldusviði Mosfellsbæjar. Liður í starfsþjálfuninni er að vinna rannsókn sem tengist stofnuninni. Leiðbeinandi undirritaðrar við framkvæmd rannsóknarinnar er Dr. Freydís Jóna Freysteinsdóttir lektor. Fyrir valinu var rannsókn á viðhorfi þeirra sem nota ferðaþjónustu fatlaðra til þjónustunnar. Mosfellsbær fylgir 35. gr. ákvæði laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra í þessum efnum sem kveða á um að sveitarfélög skulu gefa fötluðum einstaklingum kost á ferðaþjónustu. Markmiðið er að gera þeim einstaklingum kleift að stunda vinnu, nám og njóta tómstunda auk þess sem fatlaðir eiga rétt á akstri á þjónustustofnanir eða vegna annarrar sértækrar þjónustu sem ætlað er fötluðum sérstaklega. Ætlunin er með rannsókninni að skoða viðhorf þeirra sem nýta sér þjónustuna. Einnig að skoða viðhorf þeirra til fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar og ferlisins sem nauðsynlegt er að fara þegar sótt er eftir þjónustunni. Markmið rannsóknarinnar er að afla upplýsinga fyrir starfsfólk fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar um hvernig þjónustan er að nýtast einstaklingum. Auk þess er vonast til að niðurstöðurnar varpi ljósi á hvað má betur fara. Slíkar upplýsingar eru mikilvægar, bæði stofnuninni og ferðaþjónustu aðila til að hægt sé að bregðast við á viðeigandi hátt eftir bestu getu. Þar sem hluti þeirra sem njóta þjónustunnar getur ekki svarað fyrir sig þá biðjum við einstaklinga sem vegna starfs síns/aðstæðna sækja um þjónustuna fyrir hönd hins fatlaða að svara fyrir þá. Notast verður við spurningalista og mun undirrituð ásamt starfsfólki fjölskyldusviðs hafa símasamband við þig innan tveggja vikna. Ef einhverjar spurningar vakna í sambandi við rannsóknina er þér velkomið að hafa samband við undirritaða í síma: 525-6700.

Elín M. Andrésdóttir

28


Viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ

Félagsráðgjafaskor

Viðauki II Spurningalisti sem notaður var við gagnöflun í rannsókninni.

Spurningarlisti Vinsamlegast merkið x í þann kassa sem við á. Aðeins má merkja einu sinni við hverja spurningu.

Bakgrunnspurningar Kyn

Karl □

Kona□

Hver svarar spurningalista;

□ □ □

Sá sem nýtir þjónustuna

Aldur þjónustuþega;

18 ára og yngri

Foreldri/aðstandandi hins fatlaða □ 19 ára – 35 ára Starfsmaður á sambýli

□ □

36 ára – 55 ára 56 ára og eldri

Hversu lengi hefur viðkomandi nýtt sér þjónustuna;

□ Skemur en ár □ 1-3 ár □ 3 ár eða lengur

1. Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með ferðaþjónustu fyrir fatlaða í Mosfellsbæ?

□ Mjög ánægð(ur) □ Ánægð(ur) Elín M. Andrésdóttir

29


Viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ

Félagsráðgjafaskor

□ Hlutlaus □ Óánægð(ur) □ Mjög óánægð(ur) 2. Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með umsóknarferli um ferðaþjónustu?

□ Mjög ánægð(ur) □ Ánægð(ur) □ Hlutlaus □ Óánægð(ur) □ Mjög óánægð(ur) 3. Hversu

ánægð(ur)

eða

óánægð(ur)

ert

þú

með

viðmót

starfsmanna

ert

þú

með

pöntunarfyrirkomulag

Fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar?

□ Mjög ánægð(ur) □ Ánægð(ur) □ Hlutlaus □ Óánægð(ur) □ Mjög óánægð(ur) 4. Hversu

ánægð(ur)

eða

óánægð(ur)

þjónustunnar?

□ Mjög ánægð(ur) □ Ánægð(ur) □ Hlutlaus □ Óánægð(ur) □ Mjög óánægð(ur) 5. Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með þann fjölda ferða sem þú hlýtur? Elín M. Andrésdóttir

30


Viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ

Félagsráðgjafaskor

□ Mjög ánægð(ur) □ Ánægð(ur) □ Hlutlaus □ Óánægð(ur) □ Mjög óánægð(ur) 6. Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með viðmót bílstjóra?

□ Mjög ánægð(ur) □ Ánægð(ur) □ Hlutlaus □ Óánægð(ur) □ Mjög óánægð(ur) 7. Hvernig henta bílarnir sem notaðir eru í ferðaþjónustu fyrir þig?

□ Mjög vel □ Vel □ Sæmilega □ Illa □ Mjög illa 8. Hefur þú upplifað óöryggi vegna aksturslags bílstjóra?

□ Aldrei □ Sjaldan □ Stundum □ Oft □ Mjög oft

Elín M. Andrésdóttir

31


Viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ

Félagsráðgjafaskor

9. Hversu oft hefur þú þurft að bíða lengur en um var samið eftir bílum ferðaþjónustunnar?

□ Aldrei □ Sjaldan □ Stundum □ Oft □ Mjög oft Ef spurningu 9 er svarað aldrei þá er spurningu 10 sleppt 10. Hversu löng hefur biðin eftir bílum ferðaþjónustunnar jafnan verið?

□ Í kringum 5 mínútur □ 10-15 mínútur □ 15-30 □ Lengri en 30 mínútur 11. Hversu oft hafa bílstjórar komið talsvert fyrr en um var samið?

□ Aldrei □ Sjaldan □ Stundum □ Oft □ Mjög oft Ef spurningu 11 er svarað aldrei þá er spurningu 12 sleppt. 12. Ef bílstjórar hafa komið fyrr, hversu langan tíma er þá um að ræða?

□ Í kringum 5 mínútum fyrr □ 10-15 mínútur fyrr □ 15-30 mínútum fyrr Elín M. Andrésdóttir

32


Viðhorf skjólstæðinga til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ

Félagsráðgjafaskor

□ 30 mínútum fyrr 13. Hvað má að þínu mati betur fara varðandi ferðaþjónustu fatlaðra. _____________________________________________________________________ _____________________________________________________________________ _____________________________________________________________________ _____________________________________________________________________

Elín M. Andrésdóttir

33

Vidhorfskonnun ferdathjonusta fatladra i Mosfellsbae  

Ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ Viðhorf skjólstæðinga til 1. Ferðaþjónusta sveitarfélaga ..................................................

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you