Page 1

Thor Helvítis Hekla Hinsta skýrsla Frá byrjun Allt á sér upphaf. Líkt og þessi skýrsla byrjar nú átti verkefnið Helvítis Hekla sinn byrjunarreit. Frá hugmynd um að gera leik, að því að safna saman liði, fá stefnu um leikjatýpu og að umsókn um starf. Frá þessu upphafi spratt leikjateymið Thor sem vann sumarið 2011 að gerð leiksins sem hafði þróunarheitið Kópavogur Apocalypse en lokaheitið Helvítis Hekla.

Framvinda verkefnisins Í grófum dráttum er hægt að skipta leikjagerðinni eins og hún fór fram hjá okkur í hluta. 1. 2. 3. 4.

Hugmyndavinnu Gerð frumgerðar Heilsteypt mynd af leik búin til Prófanir

Við hugmyndavinnu var spáð hvernig framvinda leiksins yrði, útlit hans, hverjir óvinirnir yrðu og hvernig stjórntæki spilarans yrðu. Við komumst að því að við vildum byrja í Kópavogi og fara í ævintýri sem myndi enda í kjarna Heklu. Leikurinn myndi frekar taka eigin listastefnu fremur en að líkja eftir raunveruleikanum. Óvinirnir yrðu svokölluð Heklubörn sem stjórnuð væru af valdagráðugum tónlistarmanni sem sefaði þau til sín með tónlist. Leikurinn yrði þriðju persónu bardagaleikur með þrautum. Þegar gerð teikninga af óvinum, drög að handriti og hugmyndir að listastefnu var gengið í að búa til frumgerð að leiknum og í henni gerðum við borð þar sem hægt var að eyða hlutum með hreyfanlegri frumgerð að spilanlegri persónu. Á sama tíma og frumgerð var búin til var byrjað að búa til persónu model og urðu þau sex talsins og náðist að animata og setja í leikinn tvö þeirra. Búið var til model fyrir heiminn svo sem sillur, fljótandi hraun, vopn og rúllandi steina. Bættum við einu auka borði í heilsteyptu myndinni, en hefðum þó viljað að þau væru 2-3 fleiri. Í lokamynd leiksins eftir stuttar prófanir höfðum við spilanlegt borð með spilanlegri þrívíðar persónu sem gat lamið, hoppað, meitt sig og meitt aðra. Aðeins annað borðið varð fyllt lífi, en við vildum frekar búa til færri borð með miklu að gerast frekar en fleiri þar sem minna yrði um að vera. Það borð heldur spilaranum uppteknum frá byrjun til enda, með inngangs myndavél sem flýgur yfir borðið og segir baksögu leiksins. Þar er síðan gengið upp Heklu og mætt mörgum óvinum, stokkið yfir hraun og flúið frá kúlum. Á meðan það allt saman er í gangi fara fram reiðir one-linerar sagðar af nördanum Loga Tíberíusi ( aðal persónunni ). Á eftir því borði fylgir síðan þrívíður credit listi.


Til enda Klukkan sjö á lokasýningardegi var síðasta forritunarlína fyrir leikinn skrifuð og var þá haldið með hann til sýningar þar sem hægt var að prófa leikinn á skjávarpa. Haldið var live show þar sem leikurinn var spilaður í takt við lifandi tónlist. Leikurinn var að mestu tilbúinn við lokasýningu en fínpússun vantaði þó á hljóð skrímslanna í leiknum. Þannig má segja að lokaniðurstaðan hafi verið stórglæsileg fyrir stuttan tíma og litla reynslu, en lagt var upp með litla reynslu, en nokkra þekkingu og mikinn eldmóð til að gera tölvuleiki.

Lokakrufning Það sem fór vel Gjörningar og uppákomur hópsins heppnuðust vel Útlit leiksins fór fram úr væntingum Leikur heldur spilaranum uppteknum allan tíman Skemmtileg hljóð fyrir leikinn auðguðu hann Unity var gott val á leikjavél Leikur spilanlegur í lok sumars Liðsandi hópsins var góður Allir skemmtu sér vel

Það sem hefði mátt fara betur Færsla á fötum og málningu yfir í leikjavél Of litlar prófanir Eitt borð sem var ónotað Verkefni of stórt í byrjun miðað við raunverulegar mannauðlindir sem gáfust Færsla á skrímslum inn í leikinn hefði átt að vera gefin meiri forgangur, en þau komu hættulega of seint í leikinn og var prófað þau lítið fyrir lokasýningu

Það sem við hefðum frekar átt að gera Hugsanlega gera marga minni leiki yfir sumarið í 2.5 vídd ( tvívídd með dýpt ) Skipta verkum skýrar á milli manna Haft fleiri deadlines Nota mudbox í stað Zbrush fyrir málun á modelum


Það sem verkefnið skilur eftir sig Hér var um stórt verkefnið að ræða sem sameinaði listir og tækni. Að gera leik er flókið ferli og stigmagnast hratt með gæðum og stærð leiksins. Leikurinn sem við gerðum í sumar er af miðlungs stærðargráðu. Við lærðum eða nýttum á annan veg yfir tuttugu tölvukerfi við gerð Helvítis Heklu, leikjavélarforrit, modeling forrit, myndaforrit, tónlistarkerfi, hljóðbreytingakerfi, hljóðupptöku kerfi, og mætti lengi telja áfram. Verkefnið skilur því eftir sig: Leikinn Helvítis Heklu Reynslunni ríkari listamenn Glaðari Kópavogsbúa og Íslendinga

Þakklæti fyrir tækifærið Við í Thor stöndum í mikilli þakkarskuld fyrir einstakt tækifæri sem okkur var gefið af hálfu Molans og Kópavogsbæjar. Fyrstu skrefin í leikjagerð eru án efa erfiðustu skrefin fyrir einstaklinga sem leitast við að elta drauma sína og eru lítið af tækifærum og ráðum til hefja þau. Flestir sem vilja búa til leiki taka aldrei fyrstu skrefin því erfitt er að sjá hvar á að byrja, það er nánast ekki hægt að taka þau einn og það hefst ekki án þekkingar og sjaldan á launum. Aðstaðan í Molanum var konungsleg, höfðum okkar eigið borð með tölvum, sjoppa á staðnum, nóg af afþreyingu fyrir hléin. Við erum líka sérstaklega þakklátir starfsfólkinu í Molanum sem studdi okkur vel, gaf okkur allt það skapandi rými sem við gætum óskað okkur og tókst það sem of fáum tekst, að vera skemmtilegir en í senn hæfir yfirmenn. Með vinnu hjá Skapandi sumarstörfum höfum við í Thor stigið þessi fyrstu skref sem í byrjun sýnast óyfirstíganleg. Við mynduðum teymi, kenndum hvorum öðrum og hvöttum í að öðlast frekari þekkingar og beittum henni í starfi og gerðum það sem okkur alla langaði að gera, tölvuleik!

Lokaskýrsla Thor  

Lokaskýrsla fyrir sumarið 2011

Advertisement