Page 1

2017 FERÐAÁÆTLUN


Ferðafélag Akureyrar var stofnað 1936. Félagið er sjálfstæð deild innan Ferðafélags Íslands, sem þýðir að félagsmenn njóta allra sömu réttinda og félagar í F.Í. Ferðafélag Akureyrar býður upp á góða landkynningu og skemmtilegan félagsskap. Ferðir félagsins eru fjölbreyttar, lengri og styttri gönguferðir, jeppaferðir, sjóferðir, fjölskyldu- og skemmtiferðir, náttúruskoðunarferðir og fleira. Allir geta fundið ferðir við sitt hæfi. Félagið á og rekur sjö skála í óbyggðum á Norðulandi. Gæsla er í stærstu skálunum yfir sumarmánuðina. Nauðsynlegt er að panta gistingu með góðum fyrirvara. Skrifstofa félagsins er opin í júní, júlí og ágúst milli kl. 15 og 18 virka daga. 1. sept.-31. maí er skrifstofan opin virka daga kl. 11-13. Auk þess opið milli kl. 18 og 19 á föstudögum þegar ferðir eru á dagskrá um komandi helgi. Á heimasíðu félagsins er að finna upplýsingar um félagið, skála þess og ferðaáætlun. Allir eru velkomnir í ferðir félagsins. Félagsmenn fá afslátt af fargjöldum og af gistigjöldum í skálum allra félagsdeilda F.Í. Þessara réttinda nýtur fjölskyldan öll þótt aðeins einn sé skráður félagi. Nauðsynlegt er að panta tímanlega í lengri ferðir Í sumarleyfisferðir þarf að greiða staðfestingargjald kr. 8.000 við bókun. Ef ferð er afpöntuð innan viku frá bókun og meira en 2 vikum fyrir brottför, er hún endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu. Ef 7-14 dagar eru til brottfarar fæst helmingur fargjalds endurgreitt, en eftir það er ekki um endurgreiðslu að ræða. Ferðafélagið áskilur sér rétt til að fella niður eða breyta ferðum ef nauðsyn krefur. Félagið tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra og hvetur því fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingu fyrir ferðir. 2


Léttar og stuttar ferðir: Ætlað öllum. Miðlungs erfiðar ferðir: Flestir geta tekið þátt hafi þeir réttan útbúnað og líkamlega getu til þess. Erfiðar ferðir: Einungis fyrir vana ferðamenn sem geta borið með sér allan útbúnað og eru færir um að takast á við ófyrirséðan vanda. Mjög erfiðar ferðir: Ferðir þar sem fólk ber með sér allan búnað og þarf að takast á við mikinn hæðarmun. Aðeins fyrir fólk í mjög góðri þjálfun.

Ferðafélag Akureyrar Strandgötu 23 600 Akureyri Sími: 462 2720 Heimasíða: www.ffa.is Netfang: ffa@ffa.is Opið yfir veturinn frá kl. 11-13 3


SKÁLAR FERÐAFÉLAGS AKUREYRAR DREKI VIÐ ÖSKJU Fjöldi:

55 manna

Þjónusta: Verð: GPS

4.000 / 7.500 staðsetning: 65°02.520 16°35.720

ÞORSTEINSSKÁLI HERÐUBREIÐARLINDIR Fjöldi: 25 manna Þjónusta: Verð:

3.500 / 6.500

GPS:

staðsetning 65°11.560 16°13.390

LAUGAFELL Fjöldi: 40 manna Þjónusta: Verð:

3.500 / 6.500

GPS:

staðsetning 65°01.630 18°19.950

DYNGJUFELL Í DYNGJUFJALLADAL Fjöldi: 16 manna Þjónusta: Verð:

3.000 / 5.000

GPS:

staðsetning 65°07.480 16°55.280

4


BOTNI Í SUÐURÁRBOTNUM Fjöldi: 16 manna Þjónusta: Verð:

3.000 / 5.000

GPS:

staðsetning 65°16.180 17°04.100

BRÆÐRAFELL Í ÓDÁÐAHRAUNI Fjöldi: 12 manna Þjónusta: Verð:

3.000 / 5.000

GPS:

staðsetning 65°11.310 16°32.290

LAMBI Á GLERÁRDAL Fjöldi: 16 manna Þjónusta: Verð:

3.000 / 5.000

GPS:

staðsetning 65°34.880 18°17.770

ÞJÓNUSTUMERKI Skálaverðir á sumrin

Vatnssalerni

Tjaldsvæði

Kamar

Gönguleiðir

Rennandi vatn

Eldunaraðstaða

Sturta

Neyðarsími

Sorpílát

Áætlunarbílar

Heit laug

5


6

Nafn Á Ystuvíkurfjalli á mynd

JANÚAR


Janúar

Nýársganga

1. janúar. Brottför kl. 13 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn. Verð: Frítt. Farið út í óvissuna til að fagna nýju ári.

Létt skíðaferð

7. janúar. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn. Verð: Frítt. Upplögð fjölskylduferð.

Létt skíðaferð

21. janúar. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn. Verð: Frítt. Ferð við allra hæfi.

21. janúar. Ferðakynning

Ferðir ársins kynntar í máli og myndum í Verkmenntaskólanum, gengið inn að vestan, kl. 20.00. Frímann Guðmundsson, formaður ferðanefndar kynnir. Fyrirlesari: Hjalti Jóhannesson. Sýnir og kynnir Bræðrafellsævintýrið. Kynning á því nýjasta í útivistarvörum.

Ystuvíkurfjall.

Fjall mánaðarins. 28. janúar. Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið frá bílastæði á Víkurskarði til vesturs upp hlíðina og á topp­inn, 552 m. Þaðan er gott útsýni yfir til byggðarinnar vestan fjarðarins og til Hríseyjar. 6 km. Hækkun 220 m. 7


8

Nafn á mynd Þorraferð í Fjallaborg

FEBRÚAR


Febrúar

Kjarnaskógur. Skíðaferð 4. febrúar. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn. Verð: Frítt. Ljómatún, Gamli, Hvammsskógur. Þorraferð í Fjallaborg. Skíðaferð

11.-12. febrúar. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 5.500/5.000. Innifalið: Gisting og fararstjórn. Ekið á einkabílum austur eftir þjóðvegi 1 á móts við Skógarmannafjöll. Þaðan er gengið á skíðum suður að skálanum Fjallaborg við Rauðuborgir (8,5 km) þar sem snæddur verður þjóðlegur þorramatur um kvöldið að hætti skógarmanna í friðsæld öræfanna. Dag­inn eftir er gengið til baka í bílana. Hámarksfjöldi 10 manns.

Skólavarða á Vaðlaheiði. Fjall mánaðarins. 18. febrúar. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið að uppgöngunni í Veigastaðalandi og gengið eftir merktri leið upp á heiðina að vörðunni. 2-3 klst. Létt ganga.

9


10

Galmarstrรถnd, Kaldbakur

MARS


Mars

Krafla-Mývatn. Skíðaferð 4. mars. Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið í Kröflu. Gengið þaðan að Leirhnjúki og hann skoðaður. Þaðan gengið um Sátu og norðan við Hlíðarfjall. Ferðin endar á að renna sér niður þægilega hallandi gil og að flugvellinum. Um 12 km. Lækkun 260 m. Lambi. Skíðaferð

11. mars. Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Í góðu færi er þetta frekar létt ferð. Gangan hefst við bílastæðið v. Súluveg. Vegalengd 11 km hvor leið. Hækkun 440 m.

Harðarvarða á Hlíðarfjalli. Fjall mánaðarins. 18. mars. Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið að Skíðastöðum og gengið þaðan eftir Mannshrygg upp á Hlíðarfjall og síðan vestur að vörðunni. Vegalengd alls 10 km. Hækkun: 400 m. Árskógsströnd. Skíðaferð

25. mars. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið frá Vík um sveitina og niður að Litla Árskógssandi og inn ströndina. Vegalengd um 15-20 km á sléttlendi, fer eftir færi og aðstæðum.

11


12

Á Uppsalahnjúki

APRÍL


Apríl

Kötlufjall. Gönguferð 1. apríl. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið er frá Kálfskinni og farið upp fjallshrygginn, nokkuð brattan á kafla, þar til komið er á norðurenda fjallsins. Farin er sama leið til baka. 5 km hvor leið, hækkun 820 m. Skíðastaðir – Þelamörk. Skíðaferð 8. apríl. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið frá Skíðastöðum út hlíðina á Sjónarhól. Þægilegt rennsli ­niður að Þelamerkurskóla. Farið í heita pottinn (ekki innifalið). Frekar létt ferð við flestra hæfi. Uppsalahnjúkur. Gönguferð

Fjall mánaðarins. 22. apríl. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið er að Öngulsstöðum og að sumarhúsinu Seli. Gengið upp að vörðunni nyrst á Öxlinni og áfram inn eftir fjallinu. Síðan upp norðausturhrygg fjallsins á hnjúkinn, 1100 m. 10 km alls. Hækkun 930 m.

13


14

Súlur

MAÍ


Maí

Súlur. Göngu- eða skíðaferð

Fjall mánaðarins. 1. maí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Innifalið: Fararstjórn. Þátttaka er ókeypis. Árleg ferð á bæjarfjall Akureyrar, 1143 m. Nokkuð auðveld göngu­ leið á fjallið. 11 km. Hækkun 880 m.

Gásir og Gásafjara.

6. maí. Brottför kl. 9 á einkabilum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gásir við Eyjafjörð eru einstakur staður. Þar var verslunarstaður á miðöldum og má sjá þar friðlýstar fornleifar. Gengið verður um fjöruna og umhverfið skoðað.

Fuglaskoðunarferð

13. maí. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Árleg fuglaskoðunarferð FFA.

Hjóla- og gönguferð

20. maí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Sjá mánar á ffa.is Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.

15


16

Ljósavatn

MAÍ - JÚNÍ


Reistarárskarð - Flár, 1000 m. Skíðaferð

27. maí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ferðin hefst við Freyjulund við Reistará. Stigið á skíðin í skarðinu og sveigt upp á Flár, hábungu fjallsins. Gengið suður eftir fjallinu eins og aðstæður leyfa og til baka norður í skarðið. 20 km. Hækkun 950 m.

Júní

Miðhálsstaðaháls.

Fjall mánaðarins 3. júní. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið er frá Miðhálsstaðarskógi, suður og upp með hryggnum. Siðan er gengið niður sömu leið og er leiðin mjög auðfær. Vegalengd samtals 8 km. Gönguhækkun 370 m.

Gengið kringum Ljósavatn.

10. júní. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið er að Arnstapa þar sem gangan hefst og gengið umhverfis vatnið og hugað að gróðri og fuglalífinu. Þægileg ganga fyrir alla fjölskylduna. Vegalengd 9 km.

17


18

Gönguvika 1

JÚNÍ


Gönguvika 1 – 19.-23. júní. Miðvíkurfoss.

19. júní. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 1.000/500. Innifalið: Fararstjórn.

Sumarsólstöður á Múlakollu.

20. júní. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið upp á Múlakollu, 970 m, frá gamla Múlaveginum og upp dalinn norðan Brimnesár. 8 km.

Reyká.

21. júní. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 1.000/500 Innifalið: Fararstjórn.

Miðvíkurfjall. Jónsmessunæturganga.

22. júní. Brottför kl. 21 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið frá veginum við Hrossagil efst í Víkurskarði. Af fjallinu blasir Eyjafjörðurinn við og fjöllin vestan hans. Þægileg ganga við flestra hæfi. 2 km, hækkun 270 m.

19


20

Á toppnum með FFA

JÚNÍ


Á toppnum með FFA

Sumarleikurinn vinsæli Á toppnum með Ferðafélagi Akureyrar hefst í byrjun júní. Kynnist ykkar nánasta umhverfi og gerist þaular Eyjafjarðar. Glæsilegir vinningar í boði fyrir heppa þátttakendur. Sjá nánar á heimasíðunni ffa.is þegar nær dregur.

21


22

Raðganga 1 – Þorvaldsdalur

JÚNÍ - JÚLÍ


Gilsá.

22. júní. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 1.000/500, Innifalið: Fararstjórn.

Bryðjuskál.

23. júní. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 1.000/500. Innifalið: Fararstjórn.

Júlí

Raðganga 1. Þorvaldsdalur-Hörgárdalur.

1. júlí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 6.500/6.000. Innifalið: Rúta, Fararstjórn. Ekið að Stærra-Árskógi og að Hrafnagilsá ef færð leyfir. Gengið þaðan að Fornhaga í Hörgárdal, 25 km. Mesta hæð 520 m.

Meðfram Glerá.

8. júlí. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið meðfram Glerá frá Heimari-Hlífá til ósa. Frábær og áhugaverð gönguferð í okkar nánasta umhverfi þar sem skoða má sjaldséðar jurtir. Göngutími 4-5 klst.

23


24

Almannavegur

JÚLÍ


Almannavegur – forn leið um Ódáðhraun.

15.-16. júlí. Brottför kl. 8 í fjallarútu frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 41.500/41.000. Innifalið: Fararstjórn, akstur og gisting. Ekið austur að Hrossaborg og suður Herðubreiðarslóð (F88) á móts við Ystafell sunnanvert þar sem gangan hefst. Bíll flytur svo trúss í Fjallaborg. Gengið um hraunið til vesturs í stefnu á Vörðukamb í Fjallagjá og þaðan fylgt vörðum í átt að Sveinagjá. Þegar komið er yfir gjána er tekin stefna af vörðuleiðinn norður með Nýjahrauni og í Fjallaborg þar sem gist verður. Daginn eftir er gengið um Taglabruna suður á vörðuleiðina og þá vestur um Þrengsli og að Lúdentsborgum þar sem bílinn bíður. Vegalengd alls um 47 km. Ath. Að ekkert vatn er að hafa á leiðinni.

Gönguvika 2. Sjá nánar á ffa.is Sesseljubúð – Hallgrímur – Háls.

22. júlí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ferðin hefst á Öxnadalsheiði þar sem sæluhúsið Sesseljubúð stóð. Gengið upp með Grjótá og fylgt Eystri Grjótá að Gilsárskarði. Síðan upp á Varmavatnshólafjall, þaðan sem er frábært útsýni. Þá er farið niður Vatnsdalinn meðfram Hraunsvatni og að bænum Hálsi. 17 km. Hækkun 690 m.

25


26

Þingmannavegur á Vaðlaheiði

JÚLÍ


Gönguvika 2. 24.-27. júlí. Þverárgil.

24. júlí. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 1.000/500. Innifalið: Fararstjórn.

Hrappstaðafoss.

25. júlí. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 1.000/500. Innifalið: Fararstjórn.

Haus, Staðarbyggðarfjall 420 m.

26. júlí. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 1.000/500. Innifalið: Fararstjórn.

Vaðlareitur.

27. júlí. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 1.000/500. Innifalið: Fararstjórn.

Raðganga 2. Krossastaðir - Skíðastaðir.

29. júlí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið að Krossastöðum á Þelamörk og gengið upp með Krossastaðaánni og á Hlíðarfjall, þaðan niður að Skíðastöðum. 11 km. Hækkun 1080 m. Mesta hæð 1110 m.

27


28

Herðubreið

JÚLÍ - ÁGÚST


Júlí - ágúst

Öskjuvegur 1.

28. júlí–1. ágúst. Brottför kl. 17 með rútu frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 81.000/75.000. Innifalið: Akstur, flutningur, gisting og fararstjórn. Skráningargjald kr. 10.000 greiðist við bókun. Lágmarksfjöldi: 10. Gist í skálum og gengið með lágmarksbúnað og svefnpoka, ekið er með farangur á milli skála. 1.d. E  kið í Dreka, skála FFA austan Dyngjufjalla, með viðkomu í Herðubreiðarlindum. 2.d. Gengið frá Drekagili, yfir Dyngjufjöll að Öskju og ef til vill farið í sund í Víti. Hópurinn sóttur á bílastæðið við Öskjuop og keyrður til baka að Dreka. 3.d. Ekið í Öskjuop, gengið yfir Dyngjufjöll um Jónsskarð og í Dyngjufjalladal. Gist í Dyngjufelli. 14 km. 4.d. Gengið norður Dyngjufjalladal í Suðurárbotna. Gist í Botna. 20-22 km. 5.d. Gömlum jeppaslóða fylgt niður um Suðurárbotna og meðfram Suðurá að Svartárkoti. 15-16 km. Ekið til Akureyrar.

Bræðrafell.

28.-30. júlí. Brottför kl. 8 á einkabílum (jeppum) frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 7.500/5.000. Innifalið: Gisting og fararstjórn. 1.d. Ekið frá Akureyri í Herðubreiðarlindir. Eftir hressingu er gengið í Bræðrafell 17 km um hraun fremur gott yfir­ ferðar. Gist í Bræðrafelli 2.d.  Gengið um Bræðrafellið og hinar ýmsu jarðmyndanir skoð­aðar þaðan á Kollóttudyngju og hinn stóri gígur litinn augum. 3.d. Þá er gengið meðfram Herðubreið í Herðubreiðarlindir og á leiðinni skoðaðir margir gígar, dríli og hellar og síðan er ekið heim á leið. 29


30

Giljaganga

JÚLÍ - ÁGÚST


Ystuvíkurfjall - Laufáshnjúkur.

3ja tinda ferð. Fjall mánaðarins. 29. júlí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið er að bílastæðinu á Víkurskarði, gengið á Ystuvíkurfjall og þaðan norður eftir tindunum Kræðufelli og Laufáshnjúki og endar gangan í Laufási. 13 km.

Ágúst

Bræðrafell - Kollóttadyngja - Askja.

11.–15. ágúst. Brottför kl. 8 með rútu frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 70.000/62.000. Innifalið: Akstur, gisting og fararstjórn. Skráningargjald kr. 10.000 greiðist við bókun. Lágmarksfjöldi: 10. Gist í skálum og gengið með lágmarksbúnað og svefnpoka, ekið er með farangur á milli skála. 1.d. Ekið í Herðubreiðarlindir. Gengið þaðan í Bræðrafell, nýjan skála FFA og gist þar, 17 km., 2.d. G  engið á Kollóttudyngju og Bræðrafellið skoðað. Gist í Bræðrafelli. 3.d. G  engið frá Bræðrafelli í Drekagil, 17 km.Gist í Dreka. 4.d. G  engið frá Drekagili, yfir Dyngjufjöll að Öskju og ef til vill farið í sund í Víti. Hópurinn sóttur á bílastæðið við Öskjuop og keyrður til baka að Dreka. Ekið heim um kvöldið.

31


32

Kerling

ÁGÚST


Hreppsendasúlur. Fjall mánaðarins 1052 m.

12. ágúst. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Haldið á fjallið skammt vestan við neyðarskýlið á Lágheiði, upp á súl­ urnar og til baka sömu leið. Þegar á toppinn er komið blasir við stórkostlegt útsýni til allra átta. Þetta er frekar létt ganga við hæfi flestra. Alls 6 km. Hækkun 850 m.

Kerling. Sjö tinda ferð.

19. ágúst. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 4.500/2.500. Innifalið: Fararstjórn. Gengið á Kerlingu í Eyjafirði, 1538 m, frá Finnastöðum og svo ­norður eftir tindunum Hverfanda, Þríklökkum, Bónda, Litla Krumma, Stóra Krumma, Syðrisúlu og Ytrisúlu. Endað í Glerárdal. 20 km.

Gullvegurinn.

26. ágúst. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gömul reiðleið frá Helluvaði í Mývatnssveit vestur að Arndísarstöðum í Bárðardal. Vegurinn var gerður á árunum 1879-1897. Staldrað er við hjá eyðibýlunum og sagan rifjuð upp. 20 km.

33


34

Litadýrð

ÁGÚST - SEPTEMBER


Hólabyrða.

27. ágúst. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið er frá Hólum í Hjaltadalum brattar skriður og fjallseggjar á norðurenda fjallsins og á hápunktinn í 1250 m hæð. Gengin er ö ­ nnur leið niður en gangan endar á sama stað. Komið er við í Gvendarskál. 11 km báðar leiðir, hækkun um 1000 m.

September

Hleiðargarðsfjall. Fjall mánaðarins.

2. sept. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið er á Hleiðargarðsfjall frá Saurbæ og haldið upp fjallshrygg­ inn þar til komið er á toppinn. Gott útsýni er yfir byggðina og út Eyjafjörðinn af fjallinu. Farin er sama leið til baka. 10 km hvor leið. Hækkun 960 m.

Heljardalsheiði.

9. september. Brottför kl. 8 í rútu frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 13.500/13.000. Innifalið: Fararstjórn, akstur. Gengin er forn þjóðleið frá Atlastöðum í Svarfaðardal upp að Stóruvörðu þar sem gönguskáli Svarfdæla er. Leiðin liggur eftir götuslóð niður í Heljardal þar sem þarf að vaða Heljará. Neðan við Heljar­ brekkur er Kolbeinsdalsá sem vaða þarf yfir, (verður ferjað ef mikið vatn er í ánni). Þá er gengin vegslóð að eyðibýlinu Fjalli til móts við bílinn. Ef aðstæður leyfa verður staldrað við á Hólum.

35


36

Hallok, Hraundrangi, Hraunsvatn

SEPTEMBER - OKTÓBER


Umhverfis Héðinsfjarðarvatn.

16. september. Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.

Gæsadalur-Skuggabjargaskógur.

23. september. Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið frá bílastæði á Víkurskarði upp hlíðina og norður Gæsadalinn og komið niður á vegslóða og að eyðibýlinu Skuggabjörgum, 8 km. Gengið þaðan vegslóðann um skóginn að Draflastöðum 7 km.

Október

Hallok. Fjall mánaðarins 998 m.

7. október. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið er að Hrauni í Öxnadal og er gengið þaðan á fjallið. Vegalengd: 9 km. Hækkun: 780 m.

37


38

Nýársganga

NÓVEMBER - DESEMBER


Nóvember

Þingmannahnjúkur. Fjall mánaðarins.

11. nóvember. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið að Eyrarlandi og genginn Þingmannavegurinn upp í heiðina og upp á Þingmannahnjúkinn og áfram á Leifsstaðafjall ef aðstæður leyfa. Vegalengd samtals 8 km. Gönguhækkun 530 m.

Desember

Draflastaðafjall, 734 m. Fjall mánaðarins.

12. desember. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið frá bílastæði efst á Víkurskarði og upp á fjallið, notið útsýnis og genginn góður hringur á fjallinu. Þetta er frekar létt ganga við flestra hæfi. Vegalengd 10 km. Hækkun 390 m.

Janúar

Nýársganga.

1. janúar 2018, kl. 13 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn. Þátttaka ókeypis og allir velkomnir út í óvissuna til að fagna nýju ári.

39


Þú kemst alltaf í bankann á L.is Farsímabanki Landsbankans veitir þér betri yfirsýn yfir fjármálin á svipstundu. Á L.is getur þú framkvæmt allar helstu bankaaðgerðir og skráð þig inn með einföldum og öruggum hætti.

Landsbankinn

landsbankinn.is

40

410 4000

Ferðaáætlun FFA 2017  
Ferðaáætlun FFA 2017  
Advertisement