Page 1

SÁL 103

Tímaverkefni 1-2

Einstaklingsverkefni: 1. Ef þú ættir að velja einhverja undirgrein sálfræðinnar (sérgrein) til að starfa við, hverja myndir þú þá velja og hvers vegna(bls.40-42)? Ég myndi velja félagsálfræði. Því hún stendur svo nálægt félagsfræðinni og ég hef áhuga á henni. Viðfangsefni þessarar tegundar af sálfræðinni hefur það viðfangsefni að komast að ástæðu fordóma, hópþrýsting og staðalýmindum. Mér finnst það allt frekar forvitnilegt.

2. Lestu yfir hin 5 ólíku sjónarmið í sálfræðinni (bls. 34-40) og skrifaðu stutta lýsingu á hverju sjónarmiði fyrir sig. Líffræðilegt sjónarmið : mikil gróska í rannsóknum á því sviðu núna. Rannsóknir á þessu sviði taka meðal annars til þróunar og þroska heilans, skynjunar, áhrifa geðlyfja og heilaskaða á sálarlíf. Kemur inn á flest svið sálfræðinnar. Atferlissjónarmið : gengið er út frá því að svo gott sem öll hegðun sé lærð af umhverfinu og hlutverk sálfræðinga sé að skýra hvernig þessu námi sé háttað. Hugræna sjónarmiðið : þá er með vissum skilningi horfið aftur að uppruna sálfræðinnar, athugun á eðli og eiginleikum mannshugans.Hugfræðingar nútímans hafa mestan áhuga á að rannsaka það sem gerist innra með fólki, til dæmis vitsmunalegu ferli (hvernig við förum að því að muna, draga ályktun o.fl.). samkvæmt þessu sjónarmiði verður aldrei hægt að fá fullan skilning á atferli fólks nema ef við áttum okkur á þeim ferlum sem eiga sér stað á milli áreitis og svörunar. Sjónarmið sálgreiningar: byggist á kenningum Freuds. Sálarlífið skiptist í þrennt. Þaðið, sjálfið og sálarlífið. Sjálfið er sáttarsemjarinn á milli þaðsins og sálarlífsins. Frumhvatirnar tvær eru orkugjafi sálarlífsins og þær eru kynhvöt og árásarhvöt. Mannúðarsjónarmið : því var ætlað að vera mótvægi við atferlishyggjuna og sálgreininguna sem voru ríkjandi sjónarmið í Bandaríkjunum upp úr 1960. Mannúðarsálfræðingar ganga út frá því að maðurinn hafi frjálsan vilja og því var löghuggja hinna tveggja sjónarmiðanna þeim lítt að skapi. Að þeirra mati átti sálfræðin að snúast um mannlega eiginleika eins og ást,von, sköpunargáfu og sjálfsvirðingu.

Paravinna: 3. Veldu núna það sjónarmið sem þér líst best á og færðu rök fyrir því af hverju þú valdir það. Finndu annan í bekknum sem hefur valið annað sjónarmið en þú, sestu hjá honum/henni og reyndu að sannfæra viðkomandi um ágæti þess sjónarmiðs sem þú valdir. Leyfðu viðkomandi einnig að reyna að sannfæra þig. Skrifaðu hjá þér rök viðmælanda þíns fyrir sínu sjónarmiði.


sálfræði  

sálfræði 103 verkefni

Advertisement