Land og saga - Skipulag - Hönnun - Byggingar 1. tbl. 1. árgangur

Page 54

54

borgarbyggð

Nýjasta byggingarsvæðið í Borgarnesi.

Á annað hundrað hús á byggingastigi í Borgarbyggð

Sveitarfélögum á Íslandi fer hraðfækkandi en flest voru þau 229 talsins árið 1950. Fækkunin eykur þjónustustigið við íbúana. Vorið 1994 sameinuðust sveitarfélögin Norðurárdalshreppur, Stafholtstungnahreppur, Borgarnesbær og Hraunhreppur og úr varð sveitarfélagið Borgarbyggð með 2.196 íbúa og þá varð fjöldi sveitarfélaganna 177. Í febrúarmánuði 1998 sameinast Þverárhlíðarhreppur, Borgarhreppur, Borgarbyggð og Áltaneshreppur í 2.399 íbúa sveitarfélag og fjöldi sveitarfélaga varð þá 127. Í júnímánuði sama ár sameinast Lundareykjardalshreppur, Reykholtsdalshreppur, Hálsahreppur og Andakílshreppur í 685 manna sveitarfélag og við það fækkaði sveitarfélögum í 124. Sveitarfélögin Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppur og Kolbeinsstaðahreppur sameinuðust í eitt sveitarfélag við sveitarstjórnarkosningarnar vorið 2006. Sveitarfélagið er um 4.850 ferkílómetrar að stærð og íbúar eru rúmlega 3700. Mörk svæðisins eru við Skarðsheiði í suðri og Haffjarðará í vestri. Innan Borgarbyggðar eru nú eftirtalin svæði: Kolbeinsstaðahreppur, Hraunhreppur, Álftaneshreppur, Borgarhreppur, Borgarnes, Norðurárdalur, Stafholtstungur, Þverárhlíð, Hvítársíða, Hálsasveit, Reykholtsdalur, Flókadalur, Lundarreykjadalur, Bæjarsveit og Andakíll. Vegna víðfeðmis sveitarfélagsins eiga 9 sveitarfélög land að því, á Vesturlandi, Suðurlandi, Norðurlandi og Ströndum. Við upp-

haf kjörtímabils 2006 - 2010 eru sveitarfélögin 79 talsins. Gott samstarf hefur verið við Skorradalshrepp að undanförnu og Borgarbyggð er að þjónusta það sveitarfélag töluvert sem og íbúa þess. Líklegt má telja að innan fárra ára sameinist þessi sveitarfélög, jafnvel á þessu kjörtímabili sem lýkur vorið 2010. Á vegum Skorradalshrepps er unnið að aðalskipulagi og líklegt að því verkefni verði lokið áður en farið verður að ræða möguleika á sameiningu. Íbúðaverð í Borgarbyggð um 70% þess sem gerist á höfuðborgarsvæðinu Unnið er samkvæmt Aðalskipulag Borgarbyggðar 19972017, en það er nú í endurskoðun og stefnt að því að þeirri skipulagsvinnu ljúki árið 2008 og gildi til næstu 12 ára. Áhugi fyrir skipulagi í dreifbýlinu fyrir frístundabyggð er gríðarlega mikill og því nauðsynlegt að til sé aðalskipulag fyrir allt sveitarfélagið. Vegna aukinna umsvifa hefur sveitarfélagið ráðið verkefnastjóra í skipulagsmálum og þar með stórbæta þjónustuna við íbúana. Nýlega var tekið fyrir í skipulags- og bygginganefnd Borgarbyggðar auglýst tillaga að deiliskipulagi búgarðabyggðar í landi Galtarholts 2. Skipulagsog byggingarnefnd hefur beint því til landeigenda að þær breytingar verði gerðar á skipulagi svæðisins að byggingarreitir verði afmarkaðir skýrar fyrir annars vegar íbúðarhús og hins vegar atvinnustarfsemi með hliðsjón af verndun votlendis og birkigróðurs. Einnig að tilgreint verði með skýrari hætti hvernig

byggingar innan hvers bygginarreits megi reisa m.t.t. stærðar, fjölda hæða og útlits. Þessi fundargerð er kannski dæmigerð fyrir mjög vaxandi verkefni sem fyrir nefndinni liggja í sveitarfélagi eins og Borgarbyggð sem nýtur vaxandi vinsælda hvað varðar búsetu og stöðugt fleiri sækja í að búa í, ekki síst fólk af höfuðborgarsvæðinu. Verð á fasteignum, nýjum sem eldri, er einnig lægra en á höfuðborgarsvæðinu, en verð íbúðar í Borgarbyggð er um 70% þess sem sambærileg íbúð kostar á höfuðborgarsvæðinu.

Fjölgun í þremur byggðakjörnum

Fyrir 12 árum síðan voru 14 sveitarfélög í Borgarfirði norðan Skarðsheiðar en eru í dag tvö, Borgarbyggð og Skorra-

dalshreppur. Íbúatalan í Borgarbyggð er í dag 3.711 íbúar og hefur farið töluvert vaxandi síðustu 3 ár og líkur eru á töluverðri fjölgun á þessu ári. Fjölgunin á sér fyrst og fremst stað í þremur byggðakjörnum, þ.e. í Borgarnesi og í háskólabyggðakjörnunum á Hvanneyri og Bifröst. Á Hvanneyri hefur fólki fjölgað mjög mikið sl. tvö ár, eða úr 230 íbúum í 305 sem er um 30% fjölgun sem er mun meira en almennt gerist á landinu. Það sem einkennir Borgarbyggð mjög er hin dulda búseta á því en reikna má með að um 500 nemendur séu á Hvanneyri og Bifröst sem ekki eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu og hins vegar er sumarhúsabyggðin mjög fjölmenn, en allt að 1.200 sum-

arhús eru í sveitarfélaginu og um 600 í nágrannasveitarfélaginu, Skorradalshreppi. Því getur á góðum degi íbúatalan a.m.k. tvöfaldast og það er fólk sem sveitarfélagið er að þjónusta án þess að hafa t.d. af því útsvarstekjur. Margir nemendur á Bifröst og Hvanneyri eru með börn á leikskólaaldri og þörfinni fyrir leikskólapláss þarf sveitarfélagið að sinna en langflestir sem þannig er ástatt um eru með búsetu í sveitarfélaginu. Nýr leikskóli var tekinn í notkun í haust, Ugluklettur. En í háskólasamfélagi er erfitt að fylgjast með hversu margir nemendur á hverjum tíma eru með börn, en með því þarf sveitarfélagið að fylgjast vilji það veita þessu fólki sem besta þjónustu.

Torfi Jóhannesson formaður skipulags- og bygginganefndar Borgarbyggðar, Sigríður Björk Jónsdóttir varaformaður nefndarinnar og Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.