Land & Saga - Skipulag - Hönnun - Byggingar 4. tbl. 4. árg.

Page 8

8•

Hús Náttúrufræðistofnunnar Íslands í Urriðaholt er umlukið glerhjúp sem eykur gæði náttúrulegrar loftræsingar auk þess að vera eitt helsta sérkenni byggingarinnar. Byggingin er hönnuð af ARKÍS arkitektum og er í BREEAM vottunarferli.

Vistbyggðarráð

Vistvænn byggingariðnaður Snemma á þessu ári var hér á landi stofnað Vistbyggðarráð sem er samráðsvettvangur fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana í mannvirkjageiranum sem eiga það sameiginlegt að stefna að aukinni útbreiðslu á vistvænum byggingaðferðum og skipulagi. Megintilgangur Vistbyggðarráðs er því að vera leiðandi vettvangur á sviði sjálfbærrar þróunar við skipulag, hönnun, byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja á Íslandi. Sigríður

Björk

Jónsdóttir,

framkvæmdastýra Vistbyggðarráðs, segir að stofnun ráðsins hafi verið tímabær, enda

Sigríður Björk Jónsdóttir.

sé markaðurinn í raun kominn skrefinu lengra í vottun vistvænna bygginga. „Við höfum séð að þróunin á alþjóðavettvangi hefur verið að stefna í þessa átt og er stofnun Vistbyggðarráðs í samræmi við þá þróun. Eins og staðan er nú hafa ýmis fyrirtæki tekið að sér formlega umhverfisvottun bygginga og hafa t.d. þær fjórar byggingar sem eru nú þegar hafa fengið eða eru í formlegu vottunarferli, sótt um vottun til rekstraraðila erlendra vottunarkerfa eins og BREEAM, þótt eftirlit og umsjón með vinnunni fari að mestu fram fram á vegum innlendra eft-

irlitsaðila. Eitt af stærstu verkefnunum sem framundan eru hjá Vistbyggðarráði er einmitt að taka afstöðu til þeirra fjölmörgu vottunarkerfa sem eru í gangi í heiminum í dag,“ segir Sigríður. Vistbyggðarráð hefur það á verkefnaskránni að ræða hvort skilgreina ætti sérstakt íslenskt matskerfi og hvert hlutverk VBR væri í því sambandi. „Við erum núna að skoða hvaða lausnir kæmu best út - hvort VBR yrði þá formlegur vottunaraðili og hefði þarafleiðandi umsjón með vottunarkerfun, menntun vottunaraðila og fleira slíkt, eða þá hvort okk-


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.