Land og saga 44. tölublað 12. árgangur

Page 13

Dr. Anton Vasiliev sendiherra Rússlands á Íslandi á skrifstofu sinni í sendiherrabústaðnum í Reykjavík.

Hann flutti aftur heim til Rússlands 1996 þar sem honum voru falin ný og gerólík verkefni frá því sem hafði fengist við í Kína. „Næsta áratuginn starfaði ég fyrir rússneska utanríkisráðuneytið og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna við vopnaeftirlit og afvopnun. Ég var formaður rússnesku sendinefndarinnar í Genf í Sviss um framkvæmd START afvopnunarsamningsins. Með honum höfðu fyrrum ríki Sovétríkjanna samið

1991 við Bandaríkin og NATO um að draga úr vígbúnaði kjarnorkuvopna í lok kalda stríðsins. Þetta var mjög krefjandi en jafnframt gefandi.“ Á árabilinu 2002–2007 starfaði Vasiliev síðan í marghliða vopnaeftirlits- og afvopnunarmálum sem fulltrúi Rússlands á afvopnunarráðstefnunni í Genf. Enn á ný söðlaði Vasilev síðan um í störfum sínum þegar hann tókst á við nýtt verkefni. Það gerðist þegar hann tók

2008 við stöðu sendiherra Rússlands í málefnum norðurslóða. „Reynsla mín úr viðræðum við alþjóðaaðila og alþjóðlegum samningaviðræðum bæði frá árunum í Kína og í vopnaeftirlitinu reyndist mér afar gagnleg á þessu sviði. Ég kann því vel að starfa á norðurslóðum. Náttúruskilyrðin og fólkið sem byggir þessi svæði heillar mig. Aðstæðurnar eru sérstakar. Svæðið er gríðarstórt og umhverfið á margan hátt harkalegt. Þetta kallar á samvinnu og aðstoð þjóða í milli. Menn verða að hjálpast að. Samvinna þjóðanna innan Heimskautaráðsins hefur þegar skilað árangri. Þjóðir hafa fallist á sameiginlegar lagaskuldbindingar varðandi málefni norðurslóða svo sem varðandi leitar-, og björgunarmál sem og á sviði mengunarmála sjávar. Umhverfismál norðurslóða eru afar mikilvæg.“ Hrósar Íslendingum Í tengslum við störf sín sem sendiherra Rússa í málefnum norðurslóða þá sótti Vasiliev Ísland iðulega heim. „Ég var staddur hér á

www.landogsaga.com | 13


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.