Page 1

DESEMBER 2018

SPORTVEIÐIBLAÐIÐ MÁLGAGN VEIÐIMANNA

3. tbl. 36. árg. Kr. 1.799.- m/vsk

ELLERT AÐALSTEINSSON

Margfaldur meistari í skotfimi

SKOTVEIÐI og stangaveiði

Landsliðsþjálfarinn í handbolta

GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON - ræðir þriggja ára planið og veiðina


KOMINN HEIM! Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálfari íslenska

landsliðsins í handbolta ræðir veiðina og handboltann við Eggert Skúlason

12

3. tbl. 2018 SPORTVEIÐIBLAÐIÐ


@golli

Guðmundur Þ. Guðmundsson er kominn heim og ræðir handboltann og veiðina við Eggert Skúlason

Ég er ástríðuþjálfari! ÍSLAND VERÐI Í TOPP ÁTTA EFTIR ÞRJÚR ÁR „Veiðin hjá mér í dag er svona nánast eins og íhugun. Ég vil ekki að neitt trufli mig. Er ekki með símann á mér og einbeiti mér algerlega að því að veiða og njóta náttúrunnar. Veiðin færir mér núvitund, eins og það er kallað. Þó að síðasta sumar hafi ekki verið hagstætt náði ég að upplifa nokkra svona daga og þeir eru mjög dýrmætir.“ Svona hófst samtal okkar Guðmundar Guðmundssonar landsliðsjálfara. Hann hefur veitt frá því að hann

14

var krakki. Þingvallavatn hefur fært honum marga góða daga. „Ég átti einn svona magnaðan dag þar í sumar. Vatnið var spegilslétt og birtan ótrúleg. Ég veiddi bara einn fisk þennan dag en upplifunin var svo mögnuð. Þetta var líklega einn eftirminnilegasti dagur sem ég hef átt í veiði. Það snerist fyrst og fremst um að ég var búinn að sjá meira en fimmtíu fiska synda stutt frá mér og ég var að kasta á þá. Síðan var ég farinn að njóta þess að horfa á bleikjuna og fylgjast með

henni. Þingvallavatn er magnaður staður og þar verður mér alltaf hugsað til birtunnar við vatnið. Hún er óviðjafnanleg. Það er ekki hægt að bera þetta saman við neitt annað sem að ég hef séð.“ Hann er farinn á flug og er að leita í huga sér að nægilega sterkum orðum til að lýsa þessari upplifun. Eftir nokkra umhugsun kemur hann með orð sem hann er sáttur við. „Kynngimagnaður staður. Já. Kynngimagnaður.“

3. tbl. 2018 SPORTVEIÐIBLAÐIÐ


Guðmundi er ánægjuefni að sjá hve urriðanum er að fjölga í Þingvallavatni. „Ég sá fullt af urriða þennan dag og þarna voru engar smáskeppnur. Nokkrum sinnum sá ég þá elta og það var svakalegt.“ Þennan dag kastaði hann hefðbundnum silungaflugum. Watson´s Fancy, Peacock, Black Zulu og ýmsum útfærslum af púpum. Eina bleikjan sem kom á land tók litla Peacock með kúluhaus. „Þetta var svo magnaður dagur að fleiri fiskar hefðu ekki gert hann betri. Hann var eiginlega fullkominn.“ Guðmundur hefur mikið dálæti á Þingvallavatni enda veitt þar í hartnær hálfa öld. „Ég byrjaði að veiða Grafningsmegin í vatninu þegar ég var sjö ára. Fór þá gjarnan í sumarbústað hjá móðursystur minni og fékk að veiða þar. Síðan hóf ég að fara í þjóðgarðinn og ég hef verið duglegur að stunda vatnið þegar tími hefur gefist. Árið 2017 var ég í Barein, sumarið þar á undan fór í ólympíuleikana með Dönum, þannig að ég hef saknað þess að komast ekki meira að veiða síðustu ár. Það stendur þó vonandi til bóta, þegar maður er kominn heim.“ Guðmundur brosir. Við lítum báðir út um stofugluggan á heimili hans og við okkur blasir Elliðavatn. Við horfum í dágóða stund. Báðir að leita að því sama. Skyldi fiskur vaka? Ríkjandi ólympíumeistari Guðmundur Guðmundsson þjálfari karlalandsliðsins í handknattleik er kominn heim eftir átta ára ferðalag um heiminn, sem farsæll þjálfari. Hann dvaldi í Þýskalandi þar sem hann þjálfaði úrvalsdeildarliðið Rhein – Neckar Löven og gerði liðið meðal annars að Evrópumeisturum. Því næst lá leið hans til Danmerkur þar sem hann tók við landsliði Dana. Hann gerði þá að ólympíumeisturum. Barein var næsti viðkomustaður Guðmundar og þar landaði hann silfri á Asíumótinu. Hann er að taka við íslenska karlaliðinu í þriðja sinn. Hann

SPORTVEIÐIBLAÐIÐ 3. tbl. 2018

Guðmundur og Fjóla Ósland Hermannsdóttir, eiginkona hans, með tvo fallega smálaxa úr Kjarrá.

var ráðinn árið 2001 og stýrði liðinu til 2004. Næsta tímabil hjá Guðmundi með íslenska landsliðið er án efa hápunktur íslensks handbolta. Hann tók við liðinu árið 2008 fyrir ólympíuleikana í Peking þá um haustið. Hann stýrði liðinu í úrslitaleik gegn Frökkum. Frakkar tryggðu sér gullið en Ísland fékk silfrið. Tveimur árum síðar hlaut Ísland brons á Evrópumótinu sem haldið var í Austurríki 2010. Guðmundur hætti svo þjálfum íslenska liðsins árið 2012. Í febrúar s.l. undirritaði hann síðan þriggja ára samning við HSÍ um þjálfun íslenska liðsins á nýjan leik. Guðmundur er ríkjandi ólympíumeistari. Guðmundur! Takk fyrir að koma heim! Hann hlær og svarar að bragði. „Mín er ánægjan. Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun en það var ekki auðvelt að taka hana. Mér hafði gengið mjög vel úti í Barein. Stjórnendur þar vildu endilega gera við mig áframhaldandi samning en mér fannst mjög ögrandi verkefni að koma heim og taka við íslenska landsliðinu á þessum tímapunkti. Ég sá fyrir mér að liðið yrði endurnýjað mjög mikið. Liðið er

mjög ungt og síðustu ár hafa verið frekar mögur. Íslenska landsliðið er ekki lengur meðal tólf bestu í heiminum. Við liggjum einhvers staðar á milli þrettán og sextán þegar horft er til bestu liða heims. Þessi er staðan í dag en við ætlum okkur að vinna okkur hægt og bítandi ofar á listann.“ Kitlaði þig ekki að verða Bareini og vera þarna í sandinum og sólinni? „Jú, jú. Þarna var mjög gott að vera og gott fólk og okkur gekk vel. Mér fannst þetta samt meira ögrandi verkefni og svo neita ég því ekki að það kom upp tilfinning um að manni langaði til að gefa af sér og gefa aðeins til baka. Mér hefur alltaf liðið vel sem landsliðsþjálfari Íslands og þótt gott að starfa hjá HSÍ. Auðvitað hefur gengið á ýmsu en síðast, mjög vel gekk árin 2008 til 2012. Ég hætti þá á eigin forsendum og það er ekki sjálfgefið í þessu starfi.“ Var að elta ólympíudrauminn En hver er munurinn á þjálfaranum sem hætti störfum hér 2012 og þeim sem kom til baka í febrúar síðastliðnum?

15


Guðmundur með stórlax. Hann hefur árum saman veitt í Hólsá og oft gert þar góða veiði.

„Fyrst og fremst er það meiri reynsla. Ég er búinn að vera að þjálfa í sterkustu deild í heimi í Þýskalandi og það er ákveðin eldskírn að vera sem þjálfari með eitt af toppliðum Þýskalands.“ Framhaldið þekkja flestir en Guðmundur tók þá við landsliði Danmerkur. „Danirnir höfðu fyrst samband við mig 2012 og ámálguðu þetta. Ég fann að þetta kitlaði mig og ég hef hugsað mikið um þetta síðan. Við vorum í Þýskalandi og leið mjög vel þar og við urðum Evrópubikarmeistarar 2013. Ég var búinn að móta liðið og það var orðið mjög gott. Ég fattaði það í raun síðar af hverju ég tók við Dönum. Ég var að elta ákveðinn draum.“ Hvaða draumur var það? „Draumurinn um ólympíugull. Draumurinn um að verða ólympíumeistari. Það var búið að vera í undirmeðvitundinni í langan tíma. Ég fór fyrst á ólympíuleika 23ja ára gamall sem leikmaður með íslenska landsliðinu og upplifði þá hversu stórkostlegur viðburður þetta er. Þá eignaðist maður draum

16

um að komast á verðlaunapall á Ólympíuleikum. Hvað það væri ofboðslega gaman. Það tók 24 ár að láta þann draum rætast með íslenska landsliðinu og það var árið 2008. Þegar maður upplifði að tapa úrslitaleik og vinna silfur þá hugsaði maður að það væri svolítill munur á því að vinna úrslitaleik eða fá silfur. Þetta sat í undirmeðvitundinni. Svo bauðst mér að þjálfa Danina.“ Það tók þó töluverðan tíma að semja við Danina, eða hvað? „Já, það má segja.“ Þeir höfðu fyrst samband við mig árið 2012 eftir ólympíuleikana það ár. Svo fara þeir að ræða þetta við mig fyrir alvöru 2013 og það leiddi til þess að ég tók við liðinu. Ég er búinn að hugsa þetta mikið eftirá. Af hverju fór ég frá Þýskalandi þar sem mér og fjölskyldunni leið vel og allt var í toppstandi. Niðurstaða mín er sú að ég var að elta þennan draum, að verða ólympíumeistari.“ Magnað. Danirnir réðu mig til að vinna titilinn „Ég held að áætlun þeirra og þar með talið Ulriks Wilbeks, fyrrum þjálfara danska landsliðsins og

nú eins konar handboltastjóra sambandsins, hafi verið að ráða mig til að gera Dani að ólympíumeisturum. Þeir töldu að ég kynni það, eftir að hafa séð til Íslands á Ólympíuleikunum 2008 og 2012. Ég held við höfum spilað betur á leikunum 2012. Því miður töpuðum við röngum leik þar. Við vorum búnir að vinna alla fimm leikina í riðlinum og þar á meðal Frakka en töpuðum svo á móti Ungverjum í átta liða úrslitum. Það er stóri leikurinn því að ef þú vinnur hann ertu farinn að spila um verðlaun. Þetta er mjög sérstök keppni að mörgu leyti og því miður töpuðum við þeim leik eftir tvöfalda framlengingu. Árið 2012 vorum við með stórkostlegt lið. Þannig að þetta var sennilega alltaf draumurinn og þess vegna enda ég með að taka við Dönum.“ Þú áttar þig kannski ekki fyrr en eftir á, þegar þú leikgreinir sjálfan þig? „Já, ég raunverulega áttaði mig ekki fyrr en eftir á. Því það var ekki endilega rökrétt að taka við danska landsliðinu, miðað við allt og allt.“ Þegar þú kemur núna heim þá langar mig að vita hvort að það kunni að leynast einhver draumur í undirmeðvitundinni með íslenska landsliðið? „Þetta er svolítið öðruvísi. Núna á ég mér draum með þetta landslið og það er að byggja upp lið í fremstu röð. Og þegar maður segir það á ég við að íslenska landsliðið verði á meðal topp átta liða í heiminum.“ Ísland verði meðal átta bestu Þú ert að tala um lið sem er að fara að keppa um verðlaun á stórmótum? „Já og ef þú ert kominn í átta liða úrslit og vinnur þar, ertu farinn að keppa um verðlaun. Við náðum þessum bæði 2008 og 2010, tvær stórkeppnir í röð. Ég er í raun að horfa til þessa en þetta tekur tíma. Við erum ekki tilbúnir í dag. Við verðum það vonandi eftir þrjú ár.“

3. tbl. 2018 SPORTVEIÐIBLAÐIÐ


„Ég ætla mér að byggja upp lið í fremstu röð og stefni á að Ísland verði eitt af átta bestu liðum heims.”

Þegar horft er til þjálfaraferils Guðmundar kemur í ljós að hann er eini þjálfarinn í heiminum sem hefur afrekað það í hópíþróttum að koma landsliðum tveggja þjóða í úrslitaleik á Ólympíuleikum. Fyrst var það Ísland 2008 og síðan Danmörk 2016. Einungis einn annar Íslendingar hefur náð að skreyta sig með ólympíugulli og það er Þórir Hergeirsson sem leiddi norska kvennalandsliðið til sigurs á Ólympíuleikunum í London 2012. Enn fremur kom hann tveimur þjóðum inn á sama heimsmeistaramótið, Barein og Íslandi. Guðmundur lenti í töluverðum mótbyr í Danmörku sem landsliðsþjálfari. Getur verið að sú staðreynd að þú ert Íslendingar hafi spillt fyrir þér? „Það getur vel verið að einhverjum hafi fundist erfitt að Íslendingur væri að þjálfa danska landsliðið. Það er alveg möguleiki að slíkt hafi verið of stór biti fyrir einhverja að kyngja. Ég fékk að heyra það alveg frá fyrsta degi að ég skyldi ekki danskan hugsunarhátt og myndi koma með einhverjar allt aðrar áherslur. Ég væri af harðari skóla og Danir vildu hafa þetta svona og hinsegin og varnarleikurinn hentaði ekki liðinu og svo framvegis. Það var ekki auðvelt. Leikmennirnir voru miklir fagmenn og tóku alltaf vel á því og ég átti við þá mjög gott samstarf. Því er hins vegar ekki að neita að Danir eru öðruvísi en við Íslendingar.“

18

Horfði á leikinn aftur einn með sjálfum mér. Hvernig var svo að landa ólympíutitlinum? „Það var frábærlega skemmtilegt.“ Þetta var miklu meira en það. Var þetta ekki geggjað? „Jú, þetta var ólýsanlegt. Þetta er ofboðsleg gleði og tilfinningar flæddu. Ekki síst þegar búið var að ganga á ýmsu. Síðan, eftir verðlaunaafhendingu og þegar við vorum komnir í íbúðirnar okkar í ólympíuþorpinu, þegar allir voru að fagna og gleðin taumlaus, fór ég upp á herbergi til að vera einn með sjálfum mér og njóta stundarinnar. Ég vildi lifa þessa nótt einn og njóta hennar. Ég horfði á úrslitaleikinn aftur og aftur og hlustaði á uppáhaldstónlist mína, tilfinningar fóru á flug og ég vakti nánast alla nóttina til að drekka þetta í mig. Í dag er ég hrikalega ánægður að hafa gert þetta svona. Ég var að taka inn augnablikið og njóta þess í botn að hafa látið drauminn rætast.“ Mér finnst þetta töff. Við hlægjum báðir. Ég er með smá samviskubit. Þetta á að vera veiðiviðtal en það er bara svo gaman að ræða handboltann. Það eru væntanlega þrír leikir sem standa upp úr. Úrslitaleikirnir tveir sem þú spilaðir á móti Frökkum og svo kannski ekki síst undanúrslitaleikuinn gegn Spáni sem kom okkur í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum 2008.

3. tbl. 2018 SPORTVEIÐIBLAÐIÐ


in n ssi!

„Sko, ég skal nú alveg játa það að sigurinn á Spánverjum var gríðarlega stór stund fyrir okkur og íslenskan handbolta. Þar með tryggðum við okkur verðlaun á Ólympíuleikum og við höfðum aldrei náð að vinna verðlaun á stórmóti. Við vorum þarna að yfirstíga þröskuld sem við höfðum aldrei komist yfir. Þess vegna var þetta ofboðsleg tilfinning. En það var á þeim tíma. Allt hefur sinn tíma.

var eitt dæmi sem lýsir þessu ágætlega. Aðstoðarmenn mínir vildu senda Kasper Söndegaard heim. Hann var meiddur og gat ekki spilað með okkur framan af. Ég neitaði því alltaf. Ég hugsaði með mér að ég yrði að hafa þennan leikmann ef ég ætlaði að verða ólympíumeistari.“ Var tilbúinn að deyja fyrir málstaðinn Gerði hann gæfumuninn?

Síðan var ólýsanlegt að fara aftur í úrslitaleik með lið á Ólympíuleikum og vinna og það toppar ekkert. Sérstaklega við þær aðstæður sem ég starfaði við. Það var stöðugt verið að reyna að hafa áhrif á störf mín á leikunum þegar ég var með danska liðið. Það sneri að einstökum leikmönnum og alls konar hlutum. Ég var bara algerlega klár á hvað ég vildi og lét ekki undan þessum þrýsingi. Án þess að ég vilji vera að fara út í smáatriði

„Já. Hann kom inn á í þremur síðustu leikjunum og ég vissi að hann væri með X-factorinn og því nauðsynlegur ef við ætluðum alla leið. Ég ætlaði alla leið og þess vegna kom ekki til greina að senda hann heim. Ég var gagnrýndur mikið fyrir þetta en stóð með sannfæringu minni. Hefði ég ekki búið að þeirri reynslu sem ég hafði myndi örugglega hafa verið hægt að toga mig út og suður og fá mig

til að breyta um stefnu. Það hefði leitt til þess að við hefðum ekki orðið ólympíumeistarar. Það er á hreinu. Ég var tilbúinn til að deyja fyrir málstaðinn. Ég er mjög stoltur af því að hafa gert þetta eins og ég lagði upp með. Þrýstingurinn var gríðarlegur. Sérfræðingar og blaðamenn voru stöðugt að gagnrýna mig en ég vissi leiðina og fór hana. En það þarf sterk bein í þetta. Þessi endurnýjun núna á landsliðinu okkar er hreint út sagt ótrúleg, er ekki svo? „Ég get ekki séð að nokkurt lið hafi gengið í gegnum svona mikla endurnýjun. Helst mætti nefna að Svíþjóð nálgaðist eftir að gullaldarliðið þeirra var endurnýjað. Það tók þá mjög langan tíma að koma til baka. Ekkert annað lið í dag er í þessari stöðu. Ekki eitt einasta. Þetta er bara það sem gerist. Margir frábærir leikmenn, sem voru búnir að vera mjög lengi

Mikið úrval af efnum og áhöldum til fluguhnýtinga Flugustangir, fluguhjól og flugulínur ásamt flugum í veiðina!

www.valdemarssonflyfishing.com

Veið


@golli Guðmundur er kominn heim og tekinn við þjálfun íslenska landsliðsins. Nú verður auðveldara fyrir hann að skjótast í veiði.

í landsliðinu, eru hættir og það einkennir íslenska landsliðið að við erum mjög unga leikmenn í mörgum stöðum. Besta dæmið er leikstjórnandastaðan. Þeir eru sautján ára, átján ára og tuttugu og eins árs eins og staðan er í dag.“ Þeir eru þó allir komnir með bílpróf. „Já, sá yngsti er nýkominn með próf. Þetta segir mjög mikið. Þetta er sóknarlega mjög mikilvæg staða. Og við erum enn fremur að endurnýja línumannsstöðuna. Við erum einnig með nýtt hjarta í vörninni og síðan eru ungir menn að banka á dyrnar í öllum stöðum. Þetta eru mjög miklar breytingar.“ Þessir strákar líta vel út. Komu þeir þér á óvart í síðasta leik, á erfiðum útivelli í Tyrklandi, þar sem þeir unnu sannfærandi sigur á heimamönnum? „Já, það má segja það. Ég er búinn að spila með þeim sjö leiki og þessir síðustu leikir gefa mjög góð fyrirheit en við erum að fara að spila við bestu landslið heims eftir nokkrar vikur. Ég ætla ekki að setja óraunhæfa pressu eða væntingar á liðið okkar. Ég horfi hins vegar til þess að við getum komist á ólympíuleikana 2024.“

20

Hvernig væri úrslitaleikur á þeim leikum Ísland – Danmörk? Hver myndi vinna? Guðmundur hlær hressilega en ég sé glampa í augum hans sem lofar góðu. Úff. Ég man aftur að þetta viðtal á að vera um veiði. Ég set mig í nýjar stellingar. Guðmundur við eigum ekki bara að tala um landsliðið. Við þurfum að fókusa á veiðina. Fyrst ein spurning. Frakkar höfðu unnið tíu úrslitaleiki í röð þegar þú og Danir mættuð þeim á ólympíuleikunum. „Já, þetta var ellefti úrslitaleikurinn þeirra á stórmóti og þeir höfðu unnið tíu eins og þú segir. Ég taldi mig vita hvernig væri hægt að vinna þá. Þeir vilja gjarnan keyra yfir andstæðinginn og vera komnir með sterka stöðu í hálfleik. Við byrjuðum af miklum krafti og ég var með sjö útispilara á móti þeim í byrjun. Skiptum út markverðinum. Þetta vorum við búnir að æfa mjög en þetta var ný regla á þessum tíma. Og við náðum að koma þeim á óvart og vorum meira að segja yfir í hálfleik.“

Hann hallar sér aftur og hugurinn hvarflar til Brasilíu þar sem ólympíuleikarnir fóru fram. Hann brosir nánast til sjálfs sín. Sporðakastaveiðin eftirminnilegust Ok, Guðmundur, aftur að veiðinni. Eftirminnilegasta atvik í veiði? „Það er sennilega veiðitúr sem við fórum í saman fyrir tæpum þrjátíu árum við upptökur á á veiðiþætti í sjónvarpsseríunni Sporðaköstum. Ég man svo vel eftir þessu fyrir margra hluta sakir. Þetta var í júní og við fórum á Norðausturland til að veiða silung í vötnum. Þetta er einhver mesta þrekraun sem ég hef lent í. Við fengum á okkur norðanáhlaup og mér er til efs að meiri norðanhvellur hafi komið í júní. Við Sigurður Valur Sveinsson stórskytta vorum þarna að veiða saman og í fyrri túrnum var engin veiði og það er ekkert skrítið. Ég get enn hugsað til baka og ryfjað upp kuldann og snjóinn, því að það snjóaði á okkur eina nóttina.“ Við veltumst báðir um af hlátri þegar við tölum um þetta. Það þurfti að fara aftur austur til að ná í myndefni með þeim félögum,

3. tbl. 2018 SPORTVEIÐIBLAÐIÐ


„Ég get ekki séð að nokkurt lið hafi gengið í gegnum svona mikla endurnýjun.”

þar sem engin veiði var í fyrri ferðinni. Þeir voru báðir búnir að leika með íslenska landsliðinu um árabil. Guðmundur í horninu og Sigurður örvhent skytta. „Annað atriði sem mér er sérstaklega minnistætt er þegar við fórum seinni ferðina að þá fórum við í Breiðdalsá að lokum og þar gekk heldur ekki neitt. Þó setti ég í einn eftirminnilegasta lax sem ég hef veitt á ævinni. Tökuliðið var búið að pakka saman og var að renna í burtu á bílnum. Ég ákvað að taka eitt kast enn og þessi líka flotti lax tók fluguna með látum. Þrettán punda hængur sem stökk

22

á Green Highlander. Ég baðaði út öllum öngum og reyndi að kalla á eftir bílnum en það tók enginn eftir mér. Ég landaði bara þessum fiski eftir mikla og skrautlega baráttu og hann reyndist vera þrettán pund, silfraður og nýgenginn.“ Það var ekkert með okkur í þessum ferðum. „Það er rétt. Þetta átti bara ekki að ganga. Við vorum þarna með svona gull móment með þessum laxi í Breiðdalsá en þá var tökuliðið farið.“ Við gersamlega springum úr hlátri.

3. tbl. 2018 SPORTVEIÐIBLAÐIÐ


@golli Flugan Hermann Á þeim tíma sem við tókum upp Sporðakastaþáttinn var Guðmundur duglegur að hnýta flugur. Hann hannaði jafnvel eigin flugur. Ein þeirra hafði fengið nafnið Hermann í höfuðið á syni hans. Þegar ég spyr Guðmund um þetta segist hann eiga hnýtingagræjurnar en hafi ekki notað þær síðustu ár. „Ég á þó enn nokkur eintök af Hermanni. Þetta er fluga sem ég hef veitt mikið á bæði lax og silung. Ég veiddi mikið á þessa flugu í Laxá í Mývatnssveit og líka í Hólsá fyrir austan. Þetta var áður en ég flutti út og þeim tíma var ég líka iðinn við að hnýta og það á eftir að koma aftur. Ég horfi spenntur til næsta sumars. Þá verður möguleiki á að skipuleggja sig og fara í nokkra veiðitúra.“ Hann sest upp og áhuginn leynir sér ekki. Hvernig var flugan Hermann aftur? „Ég hannaði hana fyrst og fremst fyrir urriða og sjóbirting. Hún er með silfraðan legg og hvítar og svartyrjóttar fjaðrir í væng. Svo var Jungle cock í henni og þessi fluga var oft að gefa mér góða veiði. Ég hnýtti hana fyrst og fremst sem straumflugu en örugglega væri hægt að hnýta hana líka sem hefðbundna flugu. Ég veiddi feykivel á þessa flugu og kasta henni enn þann dag í dag þegar aðstæður eru réttar.“

24

Hér má sjá fluguna Hermann sem Guðmundur hannaði og lét heita í höfuðið á syni sínum. Þessi fluga hefur gefið honum góða veiði í bæða lax og silung.

Þegar maður er búinn að verða ólympíumeistari getur maður þá ekki bara dáið sæll, sem þjálfari? „Nei, það er svo skrítið en ég myndi segja þetta gott ef ég finndi að ég væri orðinn saddur og hefði ekki þennan drifkraft og myndi ekki ennþá brenna fyrir það að ná árangri. Það keyrir mig áfram að ná meiri árangri, skapa eitthvað og gefa til baka. Ég er ástríðuþjálfari.“

GALLERÍ BYSSUR BYSSUSMIÐJA AGNARS Fagmennska í fyrirrúmi

Vöðluviðgerðir

Goretex - Neoprene -ekki bara byssur! Goretex - Neoprene ATH. NÝTT HEIMILISFANG! Skemmuvegur 12, blá gata 200 Kópavogur, HVERAFOLD 1-3 - 112Iceland REYKJAVÍK

Sími 891 8113 doktoraggibyssa@simnet.is

3. tbl. 2018 SPORTVEIÐIBLAÐIÐ

Profile for ibergsson

3 ÁRA PLANIÐ!! Guðmundur Guðmundson landsliðsþjálfari  

Hér gefur að líta viðtal Sportveiðiblaðsins við Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í handbolta í desember 2018. Endilega gerist áskrifen...

3 ÁRA PLANIÐ!! Guðmundur Guðmundson landsliðsþjálfari  

Hér gefur að líta viðtal Sportveiðiblaðsins við Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í handbolta í desember 2018. Endilega gerist áskrifen...

Profile for ibergsson
Advertisement