Page 1

HAGSMUNAFÉLÖG:

ÓFALLIN VÍGI

Lítið virk eða óvirk félög. Eru þau dáin?.

Enginn munur á hvort félög eru hagsmunafélög S’78 eða ekki.

Baráttu hinsegin fólks á Íslandi er ekki lokið.

Bls. 5

Bls. 10 - 11

Bls. 2

HÝRAUGAÐ

hinsegin fréttabréf

FRÉTTABRÉF SAMTAKANNA ‘78 FÉLAGS HINSEGIN FÓLKS Á ÍSLANDI

// Mars 2011

02. TÖLUBLAÐ 02. ÁRGANGUR

VIÐTAL

M 8 U ’7 Ð S O MI SK SE IÐ F V AR ST

FÉLAGSSTARF:

LÖGGJAFINN TOGAÐI UMRÆÐUNA ÁFRAM

Hýraugað ræddi við Anni Haugen sem hefur tekið þátt í ráðgjafastarfi S’78 frá upphafi.

Bls. 8-9

DREIFT FRÍTT Á RAFRÆNU FORMI TIL FÉLAGSMANNA SAMTAKANNA ‘78 OG ÁHUGAFÓLKS UM HINSEGIN MÁLEFNI

UMSKIPTI Í STJÓRNUM FÉLAGA

Fjölmargir aðalfundir hafa verið haldnir undanfarið og nýjar stjórnir félaga tekið við

Á auka-endur­fundi KMK 14. febrúar sl. var kjörin ný stjórn. Í henni sitja Sig­ rún Björg Þor­geirs­dóttir, Sigur­björg Einars­dóttir og Sigur­laug Brynja Arn­ gríms­dóttir.

Einars­dóttir var kjörin í stöðu ritara og Ásta Lovísa Arnórs­dóttir er al­þjóðaog sam­skipta­full­trúi. Þar að auki var sam­þykkt að Ung­liðarnir væru aftur fyrir 20 ára og yngri.

Aðal­fundur Ung­liða­hreyfingar S’78 var haldinn 26 feb. Kosið var í þrjár stöður af fjórum. Grímur Ólafs­son var endur­kjörinn vara­for­maður, Andrea

Í­þrótta­fé­lagið Styrmir hélt sinn aðal­ fund 26. febrúar. Í nýrri stjórn sitja Al­ freð Hauks­son for­maður, Ingi Kristinn Páls­son ritari, Ólafur Þór Leifs­son

gjald­keri, Dagur Pálmar Ei­ríks­son og Kjartan Guð­munds­son.

og skoðunar­manneskja reikninga er Anna Kristjáns­dóttir.

Aðal­fundur Trans Ís­lands var einnig 26. febrúar. Elísa Hus­by var endur­ kjörin for­maður, vara­for­maður er Inga Birna Kristjáns­dóttir, gjald­keri Anna Margrét Grétars­dóttir, ritari Ugla Stefanía Jóns­dóttir, með­ stjórnandi Anna Jonna Ár­manns­dóttir

Aðal­fundur Hin­segin daga var haldinn sl. sunnu­dag. Kosið var í þrjú em­bætti. Ný fram­kvæmda­stýra er Eva María Þórarins­dóttir Lang­e, Kristín Sæ­vars­ dóttir var endur­kjörin ritari og Jón Sæ­var Bald­vins­son situr á­fram sem fjár­mála­stjóri. - ÁKB

BLÓÐGJÖF

STJÓRNSÝSLUKÆRA VEGNA REGLNA BLÓÐBANKANS

Mynd: Eva Ágústa

AÐSTANDENDUR

Mynd: Úlfar Logason Umræðan um blóðgjafir hefur nú tekið nýja stefnu því Úlfar Logason hefur ásamt lögmanni sínum, Páli Rúnari Kristjánssyni, lagt fram stjórnsýslukæru sökum þess að Blóðbankinn synjaði Úlfari um að gefa blóð. Úlfar segist hæfilega bjartsýnn og bendir á að íslenski Blóðbankinn sé í samstarfi við aðra blóðbanka og því þurfi líklega að breyta löggjöfinni á

öllum Norðurlöndunum til að breyta íslensku reglunum. Páll Rúnar vinnur hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur og hefur undanfarið staðið að baki þremur öðrum stjórnsýslukærum vegna vandamála samkynja para við skráningu barna þeirra í Þjóðskrá og eyðublaða Fæðingarorlofssjóðs. Páll kveðst glaður taka að sér fleiri mál af þessu tagi; fólk þurfi bara að hringja.

- ÁKB

STUÐNINGSHÓPUR FYRIR AÐSTANDENDUR TRANSFÓLKS Nýlega tók til starfa innan vébanda Trans Íslands hópur fyrir aðstandendur transfólks. Undanfarin ár hefur virkni og áhugi fyrir starfsemi Félags foreldra og aðstandenda samkynhneigðra (FAS) minnkað mikið en um leið hefur umræða um sams konar stuðning fyrir aðstandendur transfólks vaknað. Engin bein tengsl eru þó á

milli FAS og hins nýtilkomna stuðningshóps. Í forsvari fyrir hópinn eru Inga Dóra Jónsdóttir og Margrét Magnúsdóttir en formaður Trans Íslands, Elísa Björg Husby, tekur við öllum fyrirspurnum og spurningum varðandi starfsemina (lafdielisa@gmail. com). - ÁKB

SAMTÖKIN ‘78 // FACEBOOK /// TWITTER /// FLICKR /// YOUTUBE


RITSJÓRNARSPJALL

Upp­byggi­leg gagn­rýni er nauð­syn­leg Nýjasta tölublað Hýraugans er tileinkað Samtökunum ´78, stöðu þeirra og framtíð, en tilefnið er væntanleg stjórnarskipti og aðalfundur Samtakanna í kvöld, 10. mars.

FÉLAGSSTARF

Virkni Samtakanna byggist á því að félagar vinni sjálfboðavinnu meðfram launaðri vinnu, skóla og fjölskyldu, og því er það ekki draumurinn um nýjan flatskjá eða væn eftirlaun sem hvetur fólk til dáða. Þvert á móti er það hugsjón; að vinna í þágu málefnis sem er okkur kært og reyna um leið að gera Ísland að betri stað fyrir hinsegin fólk.

HJÓL SEM EKKI LENGUR SNÚAST

Innan Samtakanna er að ýmsu að hyggja og verkefnin eru mörg. Markmið ritstjórnar með þessu tölublaði Hýraugans var að skoða ýmsar hliðar Samtakanna og starfsemi þeirra í gagnrýnu ljósi. Við vildum ekki draga upp glansmynd af félaginu okkar, því við lítum svo á að uppbyggileg gagnrýni sé nauðsynleg. Við vonum að þetta tölublað reynist gott veganesti fyrir nýja stjórn Samtakanna sem tekur fljótlega til starfa.

Verndarvættirnar störfuðu á árunum 2007 og 2008 og voru samstarfsvettvangur Amnesty International og Samtakanna ‘78 um aðgerðir í málefnum er varða mannréttindi hinsegin fólks á alþjóðavísu. Hilmar Magnússon, sem þá sat í stjórn S’78, segir að þar sem Verndarvættirnar ályktuðu í nafni Amnesty og S’78 hafi verið lykilatriði að hópurinn væri leiddur af ábyrgðarfólki á hvorum stað. Hilmar fór fyrir hópnum ásamt Írisi Ellenberger hjá Amnesty en eftir að þau hættu að geta sinnt starfseminni lognaðist hún út af. Þörfin fyrir starfsemina er vissulega enn til staðar og ef áhugi er fyrir hendi hjá ábyrgðarfólki S’78 og Amnesty ætti að vera auðvelt að endurvekja hana.

Guðmundur Helgason hefur sagt af sér sem ritstjóri Hýraugans og kom ekki formlega að skipulagi þessa blaðs, enda hefur hann haft í öðru að snúast þar sem hann er í framboði til formanns Samtakanna. Við þökkum Guðmundi fyrir góð störf í þágu blaðsins og óskum honum alls hins besta. Atli Þór Fanndal Ásta Kristín Benediktsdóttir Eva Ágústa Aradóttir Sigurður Júlíus Guðmundsson ÚTGEFANDI OG ÁBM: Samtökin ‘78

RITSTJÓRN Atli Þór Fanndal Ásta Kristín Benediktsdóttir Eva Ágústa Aradóttir Sigurður Júlíus Guðmundsson

HÖNNUN OG UMBROT Atli Þór Fanndal

MYNDRITSTJÓRN Eva Ágústa Aradóttir

MÁLFARSRÁÐUNAUTUR Ásta Kristín Benediktsdóttir

hyraugad@samtokin78.is

2

Mynd: Flickr.com DaveKav

Allur réttur áskilinn. Allar tilvitnanir og önnur notkun efnis úr blaðinu, þar með talin afritun, birting, fjölföldun og hvers kyns dreifing, er háð leyfi ritstjóra.

Ýmsar ástæður geta verið fyrir því af hverju starfsemi félaga og samtaka lognast stundum út af. Hýraugað grennslaðist fyrir um nokkur félög og hópa sem lítið hefur borið á undanfarið og veltir fyrir sér hvort þörf sé á að ýta þeim í gang á ný.

HVER ER:

Starfsemi ÁST - áhugahóps samkynhneigðra um trúarlíf var nokkuð áberandi fyrir nokkrum árum síðan en nú liggur hún alveg niðri. Grétar Einarsson, sem starfaði með hópnum, segir að ekki hafi reynst áhugi fyrir að halda starfinu áfram. Hann telur að fyrir því geti verið margar orsakir, t.d. að samkynhneigðir finni trúarþörf sinni fullnægt innan sinna trúfélaga eða á annan hátt. Innan S’78 var starfandi AAdeild sem hittist reglulega á Laugavegi 3 en starfsemin hefur nú legið niðri í tæp tvö ár. Viðmælandi Hýraugans segir að þeir sem héldu uppi starfinu séu ekki lengur búsettir í Reykjavík eða hafi fundið sér aðrar deildir. Sumum gæti einnig hafa þótt óþægilegt að mæta á fundi á stað þar sem selt er áfengi. AAsamtökin halda vikulega „gay“ fundi í Gula húsinu í Tjarnargötu og telja má líklegt að þeir fullnægi þörf margra þeirra sem þurfa á slíkum stuðningi að halda.

Síðan á síðasta ári hefur starfsemi FAS - félags foreldra og aðstandenda samkynhneigðra í Reykjavík legið niðri að mestu leyti. Guðrún Rögnvaldardóttir, formaður FAS, segir að sökum afar dræmrar mætingar á fundi hafi verið ákveðið á aðalfundi í fyrra að takmarka starfsemina. Stjórn FAS lítur þó ekki svo á að félagið sé óþarft og ákvað að tryggja að heimasíða félagsins væri áfram opin. Þeir sem vilja geta komist í samband við aðra foreldra, aðstandendur og/eða ráðgjafa í gegnum síðuna. Ljóst er að erfitt er að halda starfsemi gangandi sem enginn tekur þátt í, jafnvel þótt enn verði sumir fyrir áfalli þegar aðstandandi þeirra kemur út úr skápnum. FAS í Reykjavík er enn til og ef fólk telur þörf á að virkja starfsemina ætti það að vera hægt. Í þessu samhengi er einnig rétt að taka fram að FAS á Norðurlandi er sjálfstætt félag sem starfar á Akureyri og heldur fundi einu sinni í mánuði á veturna. - ÁKB

Ljóst er að erfitt er að halda starfsemi gangandi sem enginn tekur þátt í.

Sigga Birna Valsdóttir

Katrín Dögg Valsdóttir

HVER ER:

HVER ER:

Sigga Birna starfar sem ráðgjafi hjá Samtökunum ‘78. Hún gerir þó margt annað, t.d. er hún leiklistarkennari í Hagaskóla og setur þar upp söngleikinn Hairspray. Einnig fræðir hún starfsfólk skóla og sinnir meðferðarvinnu með unglingum og fjölskyldum. Sigga Birna er 38 ára gömul en lætur það ekki stoppa sig í að leggja stund á nám í fjölskyldumeðferð við HÍ. - SRD

Katrín Dögg Valsdóttir (Kata) er 21 árs myndlistarnemi við Listaháskóla Í s l a n d s . Kata er ungmennafulltrúi Samtakanna ‘78 og sér um jafningjafræðsluna. Hlutverk Kötu er líka að vera til taks fyrir stjórn Ungliðahreyfingar S‘78 og aðstoða þau eftir bestu getu ef vandamál koma upp. Kata hefur áhuga á mannréttindum og fleiru. - SRD

Svavar sér um Regnbogasalinn (félagsmiðstöð S’78) annan hvern fimmtudag og sinnir því starfi af mikilli ánægju. Svavar er 57 ára, á tvo uppkomna syni og eitt afabarn, hefur áhuga á ljósmyndun og félagsstörfum. Hann hefur m.a. starfað sem lögreglumaður og prófdómari, var öryggisstjóri Gay Pride í nokkur ár og er nú varaformaður HIV Íslands. - ÁKB

Svavar G. Jónsson


SAMTÖKIN ‘78

MYND: sxc.hu/dynamix

HVAÐ ER

TRÚNAÐARRÁÐ? Á hverju ári er kjörið tíu manna trúnaðarráð Samtakanna ‘78 skv. félagslögum. Mikil óvissa hefur ríkt um tilgang og störf ráðsins en það er þó vel skráð og skilgreint á vef Samtakanna ‘78. Í félagslögum stendur: „Hlutverk trúnaðarráðs skal vera fólgið í því að vera stjórn félagsins til ráðuneytis, einkum þegar fjallað er um stærri ákvarðanir, starfshætti eða ákvarðanir sem eru stefnumótandi fyrir félagið og að virkja fleiri félaga til starfa á vettvangi félagsins.“ JAFNRÉTTISSÍÐA ÞJÓÐVILJANS 27. JÚLÍ 1979 / tímarit.is

Jafnréttissíður Þjóðviljans spurðu þessar spurningar árið 1979. Í dag tölum við sjaldan um hómósexúalista en Hýraugað veltir þó fyrir sér sömu spurningu. Hver er tilgangur Samtakanna ‘78? Ásýnd S’78 er nokkuð breytt frá því sem var nokkrum mánuðum eftir að þau voru stofnuð. Viðmælendur Þjóðviljans komu ekki fram undir nafni og aðeins var hægt að hafa samband við Samtökin í gegnum pósthólf. Efst á blaði, segja viðmælendur Þjóðviljans, er fræðslustarf, út á við sem og inn á við: „Margir eru ákaflega ófróðir um þetta hjá okkur. Það er líka eðlilegt því þeir hafa ekki komist í neinar bækur eða neitt af viti.“ „Hvers vegna þarf hómósexúalt fólk að stofna samtök?“ „Í stefnuskránni stendur að samtökin berjast fyrir réttindum út á við, en það er ekki síst til að efla sjálfsvirðingu félagsmanna inn á við, því þeir eru sjálfir svo

ákaflega fordómafullir, halda að allir séu á móti sér og eru alltaf í varnarstöðu.“ Það vekur athygli hve blaðamaðurinn sem tók viðtalið er kunnugur málefninu og innsýn hans er mikil miðað við tíð og tíma viðtalsins. Hann heldur áfram að spyrja út í einangrun hómósexúal fólks hvert frá öðru og erfiðleika þeirra við að halda stöðugu sambandi, sem viðmælendur taka undir. Viðmælendur Þjóðviljans segjast ekki hafa orðið fyrir aðkasti eða fordómum. Þeir segja helst að fólk vilji bara ekki vita af þessu en mikilvægt sé að hætta að hlæja að hommabröndurum. Þeir ræða einnig um þá staðalímynd að allir hommar séu kvenlegir. Snert er á málefnum tengdum drykkju og viðmælendur svara þeim spurningum heiðarlega með eðlilegri útskýringu. Enn fremur nefna þeir sálfræðihjálp sem fólk fær vegna vandamála sem fylgja samkynhneigð. Það verður að teljast merkilegt

hve viðtalið fjallar um mörg atriði sem enn eru viðvarandi í dag þrátt fyrir úrelt orðalag. Það vekur upp spurningu: Fyrir utan löggjöf, hversu langt höfum við í raun og veru náð? Enn reynum við að fræða fólk, bæði inn og út á við. Enn reynum við að finna fjármagn og virkja fólk til starfa fyrir félagið. Við glímum enn við staðalímyndir, einsemd og einangrun, drykkju o.s.frv. Þótt tímarnir hafi breyst virðast rætur vandamála hinsegin fólks vera að miklu leyti enn þær sömu. -SJG

„Hvers vegna þarf hómósexúalt fólk að stofna samtök?“

Út frá þessum texta er auðséð að meðlimir trúnaðarráðs eiga að vera ráðunautar stjórnar, þ.e. stjórn og trúnaðarráð geta átt samskipti oftar en tvisvar á ári, hvort sem er með símtölum eða bréfaskriftum. Meðlimir trúnaðarráðs gætu litið á sig sem eins konar félagsverur sem mæta reglulega á opin kvöld og aðra viðburði til að ræða við fólk og hvetja það til starfa fyrir félagið. Trúnaðarráð ætti einnig að ræða saman, mynda sér skoðanir og deila þeim með stjórn. Þá eru meðlimir trúnaðarráðs einnig varamenn stjórnar og hægt er að kalla þá inn í stjórn verði meðlimur stjórnar óvirkur af einhverjum ástæðum. Ljóst er að hlutverki trúnaðarráðs hefur ekki verið sinnt, hvorki af stjórn né ráðinu sjálfu. Það hlýtur þó að teljast undarlegt, þar sem í lögum félagsins kemur skýrt fram hvert það hlutverk er. - SJG

SAMTÖKIN ‘78 // FACEBOOK /// TWITTER /// FLICKR /// YOUTUBE 3


ÁHUGAVERT /// VIÐBURÐIR & ÞJÓNUSTA hyraugad@samtokin78.is

MANNRÉTTINDASKRIFSTOFA ÍSLANDS Mynd: Linnea Ornstein

Fim. 10. mars kl. 18:30 Regnbogasal Lau. 12. mars Trúnó Lau. 12. mars sun. 13. mars

Regnbogasalur S’78 Lau. 19. mars kl. 19 Hótel Borg Fim. 24 mars

Guðmundur Smári Veigarsson

Samband S’78 og Mannréttindaskrifstofu Íslands

Lau. 26. mars

Lau. 2. apríl og sun. 3. apríl frá kl. 10-17 Regnbogasal S’78

Regnbogasalur og bókasafn eru opin alla fimmtudaga frá kl. 17–23. Ungliðahreyfing S’78 hittist alla sunnudaga kl. 20 í Regnbogasal S’78. Q – félag hinsegin stúdenta hittist alla föstudaga kl. 21 í Regnbogasal S’78. LESIÐ NÁNAR UM HVERN ATBURÐ Á HEIMASÍÐUNNI

4

Mannréttindaskrifstofa Íslands (M.Í.) var stofnuð 1994 á Þingvöllum af níu óháðum félagasamtökum og stofnunum sem unnu að mannréttindum. Samtökin ‘78 bættust í þennan hóp nokkrum árum síðar og mynda nú stjórn M.Í. ásamt fjórtán öðrum félögum á borð við Þroskahjálp, Rauða kross Íslands og UNIFEM. Hvert félag á fulltrúa í stjórn M.Í. og hlutverk stjórnar er að móta og hafa eftirlit með M.Í. Guðmundur Smári Veigarsson situr fyrir hönd Samtakanna ‘78 í stjórn M.Í. Hann lýsir M.Í. sem lykli, sem geti opnað dyr og auðveldað aðgengi að áhrifafólki og styrkjum. Þetta sé formleg stofnun þar sem aktífistastarfssemi ætti sér ekki stað.

Í samtali við Hýraugað sagði framkvæmdastýra M.Í., Margrét Steinarsdóttir, að skrifstofan væri hugsuð sem regnhlífarsamtök fyrir félög sem ynnu að mannréttindamálum. Skrifstofan ætti að styrkja rannsóknir og fræðslu hjá aðildarfélögunum og hvetja til samvinnu þeirra á milli. Nýleg verkefni sem M.Í. hefði stutt við væri útgáfa á bæklingi ásamt Jafnréttisstofu fyrir konur af erlendum uppruna í ofbeldisfullum samböndum og þýðing á nýjum samningi Evrópusambandsins um réttindi fólks með fötlun í samvinnu við Þroskahjálp Íslands.

Samskipti milli Samtakanna ‘78 og M.Í hafa verið lítil á síðasta ári og segir Margrét að fulltrúi S’78 hafi verið fjarverandi á síðustu þremur stjórnarfundum M.Í.

Hýraugað spurði Svanfríði Önnu, formann Samtakanna, hví svo hefði verið. Hún sagði að því miður hafi tíð framkvæmdastjóraskipti og tímafrek innri uppbygging S’78 haft þær afleiðingar að fundarboð M.Í hafi einfaldlega týnst innan um fjölda annarra vefpósta sem berast. Frekari upplýsingar um Mannréttindaskrifstofu Íslands má finna á www.humanrights.is. -JKÁ

Samskipti milli Samtakanna ‘78 og M.Í hafa verið lítil á síðasta ári

ÁHUGAVERT: Hinsegin fréttir MBL.IS

SMUGAN.IS

MBL.IS

FERÐASKRIFSTOFAN PINK ICELAND HYGGST BJÓÐA UPP Á HÝRAR FERÐIR TIL VESTFJARÐA

SKEMMTIDAGSKRÁ Á BARBÖRU ENDAÐI ÓVÆNT Á HJÓNAVÍGSLU

HÆSTIRÉTTUR BANDARÍKJANNA KVAÐ UPP AÐ SÉRTRÚARHÓPAR MEGI MÓTMÆLA SAMKYNHNEIGÐ VIÐ JARÐARFARIR HERMANNA.


FÉLAGSMAÐURINN

HAGSMUNAFÉLÖG

AÐ VERA OG VERA EKKI

HAGSMUNAFÉLAG

Ingunn Snædal 39 ára Bý með 10 ára dóttur minni. BÚSETT Á Fljótsdalshéraði. ATVINNA: Kennari, ljóðskáld, þýðandi, en þykir almest gaman í fríum.

UPPÁHALDS: TÓMSTUNDIR : Ferðast. Og ferðast. BÓK: So the wind won´t blow it all away eftir Richard Brautigan. TÓNLISARMAÐUR: Tom Waits. BORG: New York. LAND: Nepal

Íþróttafélagið Styrmir, Ungliðahreyfing S’78, KMK, Q–félag hinsegin stúdenta, Trans Ísland, Hinsegin dagar og S’78 á Norðurlandi eru dæmi um lifandi grasrótarstarf sem á sér stað innan hinsegin samfélagsins á Íslandi. Hýraugað hitti Svanfríði Önnu Lárusdóttur, formann Samtakanna ‘78, til að fræðast um sambandið milli Samtakanna og grasrótarfélaganna. Svanfríður lagði áherslu á að þessi sjálfstæðu félög væru lífæð S’78 og einn mikilvægasti þáttur í starfi Samtakanna væri að opna aðstöðu sína fyrir þeim. Því væri, að hennar mati, framtíðarverkefni að styrkja tengsl Samtakanna við þau og festa formlega í sessi. Svanfríður segir að árið 2005 hafi verið gerð tilraun til að gera koma á formlegum tengslum með því að kynna til sögunnar lagagreinar 2.4 og 2.5. í félagslögum S’78. Þá gátu félög óskað eftir að gerast hagsmunafélög innan

Hýraugað veit til þess að umsókn a.m.k. eins félags, Q, liggi enn ófrágengin á borði Samtakanna og að fyrirspurn Norðurlandshóps S’78 um umsókn hafi ekki verið svarað í vefpósti. Slíkt hlýtur að teljast undarlegt.

MÁLFRÆÐIHUGTAK: Viðtengingarháttur :-) Á DÖFINNI ÞESSA DAGANA: Klára að skrifa brjálað barnaleikrit, æfa það og sýna, skella sér svo til New York. NÆST Á DAGSKRÁ: Eru örugglega einhverjar drepleiðinlegar fréttir af Icesave. Best að hafa slökkt.

Samtakanna með því að fylla út umsókn og fá hana samþykkta á aðalfundi S’78. Aðspurð að því hve mörg félög hafi verið skráð sem hagsmunafélag hjá Samtökunum á síðustu fimm árum sagði Svanfríður að enn sem komið er stæði talan í núlli. Þetta vekur upp spurningar um hví þessi staða sé uppi. Hýraugað veit til þess að umsókn a.m.k. eins félags, Q, liggi enn ófrágengin á borði Samtakanna og að fyrirspurn Norðurlandshóps S’78 um umsókn hafi ekki verið svarað í vefpósti. Slíkt hlýtur að teljast undarlegt. Ef til vill liggur hluti af vandamálinu í hve óljós og óskýr staða hagsmunafélaganna er samkvæmt fyrrnefndum lögum. Hagsmunafélög eiga að fá tvö sæti í trúnaðarráði en að öðru leyti tilgreina lögin ekki til hvers er ætlast af þeim eða hvers þau mega ætlast af Samtökunum ‘78. Þegar trúnaðarráðið kom til umræðu taldi Svanfríður að óskilgreint valdsvið þess hlyti að hafa áhrif á hvers vegna félögin hefðu ekki áhuga að sækja um aðild. Það sem stendur eftir er að lögum sem Samtökin samþykktu árið 2005 hefur aldrei verið beitt og umsóknir frá væntanlegum hagsmunafélögum eru ókláraðar eða hefur ekki verið svarað. Eins og staðan er í dag er enginn munur á því að vera og vera ekki hagsmunafélag innan Samtakanna ‘78. - JKÁ

HRÓSIÐ! Að þessu sinni hrósar Hýraugað Úlfari Logasyni og lögmanni hans, Páli Rúnari Kristjánssyni. Þeir hafa lagt fram stjórnsýslukæru vegna þess að Úlfari var synjað um að gefa blóð í Blóðbankanum. Með þessu framtaki hafa þeir stigið mikilvægt skref í átt til

þess að fá fram endurskoðun á reglum Blóðbankans, sem banna karlmönnum sem sofið hafa hjá öðrum karlmönnum að gefa blóð. Þetta bann er eitt af þeim vígum sem eftir eru óunnin í réttindabaráttu hinsegin fólks hér á landi og spennandi verður að sjá hvað gerist í framhaldinu.

VERÐUM AÐ HORFAST Í AUGU VIÐ BREYTTA TÍMA „Þegar ég kom út var ótvíræð þörf fyrir stað þar sem við gátum hist og ekki verið fyrir allra augum,“ segir Fríða Agnarsdóttir umsjónarkona Regnbogasals. Hún bendir á gluggana á Trúnó sem vísbendingu um hve mikið hefur breyst. „Ég hefði ekki þorað að mæta á stað þar sem allir gátu séð mig þegar ég var að koma út. Þetta er ekki mikið mál í dag.“ „Í raun er það stærra skref að koma í Regnbogasalinn heldur en að fara á kaffihús eins og Trúnó. Þú ert ekkert endilega hýr þótt þú farir á Trúnó, sama gildir um Regnbogasalinn en ef til vill dregur fólk frekar ályktanir um þá sem koma þangað,“ segir Fríða en bætir við að enn sé þörf fyrir félagsmiðstöð. „Salurinn er aðstaða fyrir starfsemi aðildarfélaganna, fundi og menningarkvöld. Það er ólíklegt að salurinn verði aftur miðja skemmtanalífsins eins og áður. Kannski höfum við ekki viljað horfast í augu við það.“ Það er alltaf verið að leita að sjálfboðaliðum til að starfa í Regnbogasal og skipuleggja viðburði. Áhugasamir geta spjallað við Fríðu þegar hún er á barnum eða haft samband við skrifstofuna með því að senda póst á netfangið skrifstofa@samtokin78.is eða í síma 5527878. - AÞF

SAMTÖKIN ‘78 // FACEBOOK /// TWITTER /// FLICKR /// YOUTUBE

5


MYND: Chotda

Bókasafn S ‘78 Bóka­safn Sam­takanna ‘78 er ein­stakt að mörgu leyti. Það er eitt af tveimur bóka­söfnum á Norður­löndum sem sér­ hæfa sig í hin­segin efni og eru opin al­menningi; hitt er bóka­ safn LGBT Dan­mark í Kaup­ manna­höfn. Kvik­myndir eru stærsti út­lána­ þáttur safnsins á Lauga­vegi 3, að sögn Þor­valdar Kristins­sonar. Bóka­safn S‘78 er einnig vandað fræði­bóka­safn sem sinnir nem­ endum í há­skólum og jafn­vel milli­safna­lánum, enda er safnið skráð á Gegni. Síðustu ár hefur fjár­skortur þó hamlað starf­seminni mjög og nú nærist safnið nær ein­göngu á gjöfum. Þor­valdur segist vissu­ lega vera ó­sáttur við þá stöðu en segir erfitt að gera kröfu um aukin fram­lög nú þegar Sam­ tökin ‘78 búa við mikla rekstrar­ erfið­leika. Hann telur að á meðan önnur stærri bóka­söfn sinni þessu sér­sviði ekki að neinu marki sé mikil­vægt að standa vörð um starf­semina. Þor­valdur er í for­svari fyrir bóka­ safnið á­samt Jóni Sæ­vari Bald­ vins­syni bóka­safns­fræðingi og alls starfa nú sjö manns í bóka­ safns­hópnum. Opnunar­tímar safnsins breyttust um síðustu ára­mót og nú er það opið á fimmtu­dögum milli kl. 17–22, svo hægt er að koma þar við á leið heim úr vinnunni. Þor­valdur segir að þegar eitt­ hvað er um að vera í Regn­boga­ salnum á opnunar­tíma safnsins aukist út­lán veru­lega. Safnið er opið þegar Ung­liðarnir halda sína fundi og Þor­valdur segir sjálf­sagt mál að koma á svipuðu fyrir­komu­lagi fyrir önnur fé­lög, en þá þurfi einn eða fleiri aðilar að ganga í bóka­safns­hópinn og taka á­byrgð á slíkri opnun. - ÁKB

6

FJÁRHAGSSTAÐA SAMTAKANNA – ERFITT AÐ FÁ SKÝR SVÖR MYND: SXC.HU

„Það þarf að hafa hæfilegar áhyggjur af fjármálum Samtakanna ‘78. Þau eru ekki farin á hausinn en við verðum að passa okkur ofboðslega vel. Eitt af verkefnum nýrrar stjórnar verður að finna nýjar tekjuleiðir og skera niður,“ segir Guðmundur Helgason ritari S’78. Hann var á endanum sá eini sem vildi koma fram undir nafni og gefa einhver svör um fjármál Samtakanna. Það er umhugsunarvert hve erfitt er fyrir félagsmenn að fá skýr svör um hversu alvarleg fjárhagsstaða félagsins er. Óstaðfestar fullyrðingar voru ekki teknar inn í þessa grein. Erfitt er að verja rangar fullyrðingar án heimilda auk þess sem það þjónar varla félagsmönnum eða stjórn að ala á slúðri og sögusögnum um fjármálin. Samkvæmt lögum S’78 skal leggja fram drög að fjárhagsáætlun á almennum félagsfundi í nóvember og var það gert. Þar kom fram mikil óvissa um opinbera styrki og

þjónustu samninga félagsins. Samtökin hafa nú fengið svör frá ríkinu og framlag á fjárlögum er óbreytt frá því sem var í fyrra. Reykjavíkurborg hefur ekki svarað til um hvort framhald verði á þjónustusamningi borgarinnar við S’78. Á vef Samtakanna má finna árskýrslu fyrir 2009 og 2010 ásamt ársreikningum 2009. Ný stjórn verður að spyrja hvort upplýsingagjöf til félagsmanna takmarkist við birtingu ársreikninga. Við vinnslu greinarinnar var óskað eftir afriti af drögum að fjárhagsáætlun frá skrifstofu í gegnum síma og tölvupóst, en svör bárust ekki frá skrifstofu. Talað var við núverandi og fyrrverandi stjórnarmenn. Margir voru tilbúnir að hjálpa en bentu á einhvern annan. Því miður náðist ekki að ganga mikið á eftir þeim sem einhverra hluta vegna náðist ekki í eftir nokkrar tilraunir. Engin tilraun var þó gerð til að ræða við bókara félagsins. Slíkt má mögulega gagnrýna en ástæðan er einföld: Það er ekki hlutverk bókara að taka við símtölum frá félagsmönnum; slíkar fyrirspurnir eiga að fara í gegnum stjórn eða skrifstofu.

Mikið er talað um að virkja þurfi almenna félaga S’78 en slíkt verður ekki gert með því að sóa tíma þeirra sem leita svara. Starfsemi félagasamtaka byggir á því að meðlimir greiði félagsgjöld og leggi sinn félagsauð í starfið, með þátttöku og sjálfboðastarfi. Það má leiða að því líkum að fáum hugnist að starfa fyrir félag sem sóar tíma fólks án þess að nokkur svör fáist við spurningum þeirra. Ný stjórn er hvött til að gera skurk í þessum málum, fara vandlega yfir fjármálin með félagsmönnum og móta stefnu um hvernig upplýsingagjöf til félagsmanna sé háttað. - AÞF

Það er umhugsunarvert hve erfitt er fyrir félagsmenn að fá skýr svör

ÁHUGAVERT: Hinsegin fréttir MBL.IS

TOWLEROAD.COM

PINKNEWS.CO.UK

RÍKISSTJÓRN BARACKS OBAMA VER EKKI LENGUR LÖG SEM SEGJA HJÓNABAND AÐEINS MILLI KARLS OG KONU

HEIMILDARMYND BRESKA ÚTVARPSMANNSINS SCOTT MILLS SEM FÓR TIL ÚGANDA

NEMENDAFÉLAG HINSEGIN OG GAGNKYNHNEIGÐRA EKKI SAMÞYKKT Í TEXAS


MANNRÉTTINDAVERÐLAUN S’78

BARÁTTUFÓLK FYRIR MANNRÉTTINDUM HEIÐRAÐ MYND: Kellie Parker Mannréttindaverðlaun S‘78 voru fyrst veitt árið 2007 og hafa verið veitt árlega síðan þá. Guðrún Ögmundsdóttir alþingiskona, Margrét Pála Ólafsdóttir, uppeldisfræðingur og fyrrverandi formaður, og Reykjavíkurborg hlutu verðlaunin fyrsta árið en auk þeirra hafa verðlaunin hlotið:

Böðvar Björnsson, fyrrverandi forvarnarfulltrúi Samtakanna ‘78 Heimir Már Pétursson, fyrrverandi formaður Þorvaldur Kristinsson, bókmenntafræðingur og fyrrverandi formaður Séra Bjarni Karlsson þjóðkirkjuprestur Birna Þórðardóttir, stjórnmálafræðingur og fyrrverandi formaður Alnæmissamtakanna á Íslandi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri Félagið Siðmennt, Fríkirkjan og hópur

presta, djákna og guðfræðinga sem starfa á vettvangi þjóðkirkjunnar og kristinna fríkirkna á Íslandi Áður hafa þeir sem sátu í fyrstu stjórn Samtakanna ‘78, þeir Guðni Baldursson, Heimir Jónsson og Þórir Björnsson, verið heiðraðir fyrir brautryðjendastarf á vettvangi Samtakanna, sem og Hörður Torfason og Sjöfn Helgadóttir. Engar fastar reglur eru til um verðlaunin en hingað til hafa verðlaunahafar verið valdir með þeim hætti að tilnefningar sem berast stjórn Samtakanna fara í leynilega kosningu innan stjórnar. Út frá þeirri kosningu ræðir stjórnin síðan málin og kemst að sameiginlegri niðurstöðu. Engar skráðar verklagsreglur eru um verðlaunaafhendingar og ekkert sem segir til um tíðni þeirra. Hingað til hafa verðlaunin verið veitt árlega en hvergi er kveðið á um að svo sé. Þá virðist vera óskráð regla að hverju sinni sé heiðraður einn félagsmaður, einn aðili utan félagsins og eitt félag

MYND: SXC.HU

eða hópur sem unnið hefur að mannréttindum í þágu hinsegin fólks. Mannréttindaverðlaun S’78 eru mikilvæg og hvetjandi fyrir fólk sem vinnur sleitulaust að málefnum hinsegin fólks. Þó hafa þau ekki verið alls kostar laus við gagnrýni. Á síðasta ári voru verðlaunin veitt í Fríkirkjunni og þá heyrðust óánægjuraddir sem voru ósáttar við að mannréttindaverðlaun sem þessi væru veitt í kirkju. Mikilvægt er að gerður verði rammi um verðlaunin til að tryggja áframhaldandi heilindi og réttmæti þeirra og að almenn sátt geti verið um störf tengd þeim. - SJG

Engar skráðar verk­lags­reglur eru um verð­ launa­af­hendingar og ekkert sem segir til um tíðni þeirra.

SKÁPURINN : FREKAR GEÐVEIK EN GAY? Þegar ég var inni í skápnum spáði ég oft í því hvort ég væri geðveik. Ég taldi það vera auðveldara að vera geðveik en samkynhneigð. Ég held að þessar hugsanir hafi að hluta til verið vegna þess sem ég vil kalla „innbyggða fordóma“. Hið „gagnkynhneigða regluveldi“ samfélagsins getur plantað fordómum í huga fólks. Ég held að í

upphafi hafi ég haft fordóma fyrir sjálfri mér sem ég gerði mér enga grein fyrir þá. Mig langaði ekki að vera hinsegin. Ég vildi helst vera „venjuleg“. Erum við frekar tilbúin að sætta okkur við að vera haldin einhvers konar geðrænum sjúkdómi en að vera hinsegin? Teljum við það að vera með geðræn vandamál nær því að vera „venjuleg“ heldur en að vera hinsegin? Kannski var það bara mín hugsun á sínum tíma. Kannski er ég einsdæmi, kannski ekki. Ég veit það ekki.

Erum við frekar tilbúin að sætta okkur við að vera haldin einhvers konar geðrænum sjúkdómi en að vera hinsegin?

Ég veit að í dag er ég mjög sátt við að vera hinsegin og hef engar áhyggjur af því að ég gæti átt við geðræn vandamál að stríða. Skápatímabil allra eru án efa mjög misjöfn og ég hef bara upplifað eitt, mitt eigið.

STARFSEMI FRÆÐSLUNNAR BREYTIST MEÐ ÞÖRFINNI Hluti af kjarnastarfsemi Samtakanna ‘78 er fræðsla um málefni hinsegin fólks. Fræðslan byggir á reynslusögum og spurningum og farið er yfir sögu Samtakanna. Fræðsla fyrir grunnskólanema spilar stórt hlutverk en þar að auki sjá Samtökin um fræðslu fyrir fagfólk, t.d. kennara. „Meginmarkmið fræðslunnar er að sýna grunnskólanemum að það er ekkert óeðlilegt við að vera hinsegin,“ segir Haukur Árni Hjartarson, en hann starfaði áður sem fræðslustjóri Samtakanna. „Samtökin ‘78 telja að með fræðslu megi draga úr fordómum og að best sé að byrja strax þegar börn komast á kynþroskaaldur. Fræðslan hjálpar líka þeim sem eru að taka skrefin út úr skápnum; þeir einstaklingar sjá að það að vera hinsegin þýðir ekki að þeir séu verri einstaklingar eða minna metnir af samfélaginu,“ segir Haukur. Jafningjafræðsluhópur S’78 sér um fræðslu til grunnskólanna, en hópurinn samanstendur af meðlimum Ungliðahreyfingarinnar og er í umsjá ungmennafulltrúa Samtakanna ‘78. Fræðsla til fagfólks er í höndum ráðgjafa S’78. Betur má ef duga skal og alltaf vantar fólk til að vera með fræðslu. Gera má ráð fyrir að hlutverk fræðslunnar breytist nokkuð á næstunni og að þörf verði fyrir fræðslu fyrir aðra hópa en áður. „Það er að aukast að börn alist upp hjá hinsegin foreldrum og þau börn upplifa sig mögulega út undan gagnvart hinu aldagamla gagnkynhneigða fjölskylduformi. Fræðslan gegnir stóru hlutverki í að kenna börnum að í dag getur fjölskyldan verið margvísleg. Það eiga ekki allir eina mömmu og einn pabba; sumir eiga tvær mömmur eða tvo pabba.“ - AÞF

SAMTÖKIN ‘78 // FACEBOOK /// TWITTER /// FLICKR /// YOUTUBE

7


VIÐTAL

ANNI HAUGEN

LÖGGJAFINN TOGAÐI UMRÆÐUNA ÁFRAM Mynd: Eva Ágústa

Anni Haugen er ein af ráðgjöfum Samtakanna ‘78 og hefur sinnt slíkri starfsemi allt frá því að ráðgjöfin var ekki mikið meira en stuðningshópur nokkurra kvenna. Hún hefur verið viðloðin Samtökin ‘78 frá því snemma á níunda áratugnum. Anni stofnaði stuðningshóp fyrir ungar konur sem voru að stíga sín fyrstu skref út úr skápnum og segja má að sá hópur sé undanfari ráðgjafaþjónustu Samtakanna. „Mig minnir að þegar ég var að byrja í Samtökinum ‘78 hafi þau verið í Skipholti, þar vorum við með tvö herbergi eða eitthvað álíka. Seinna þegar við fórum niður í Lindargötu var stofnaður sérstakur ráðgjafahópur sem starfaði einu sinni í viku að mig minnir. Þá var hægt að hringja og fá svör við spurningum. Starfsemin var öll unnin í

8

sjálfboðavinnu og snerist mikið um alnæmi. Mörgum leið gríðarlega illa og voru mjög hræddir.“

líka sögum sem samkynhneigðir gátu mátað sig við,“ segir Anni.

Anni segir baráttuna gegn alnæmi hafa breytt baráttunni og umræðu í samfélaginu. „Það varð þessi mikla vakning og allt í einu þurfti að fara að tala um kynlíf og horfa á kynlíf ólíkra hópa. Ég man að í minni vinnu, sem var hjá félagsþjónustunni í Reykjavík, var fólk að æfa sig í að segja ,smokkur’ upphátt. Áður var orðið hvíslað í apótekum en ekki sagt upphátt nokkurs staðar. Alnæmið breytti þessu og gerði um leið homma sýnilegri. Allt í einu varð þörf á að ræða um kynlíf homma og um leið varð til þörf fyrir fræðslu um kynlíf og þá sérstaklega öruggt kynlíf. Það gekk ekki lengur að hópast saman og skoða einhver klámblöð, heldur varð til þörf fyrir bókasafn. Þá á ég ekki aðeins við bókasafn með fræðiefni heldur

„Alnæmi fylgdi svakaleg stimplun fyrir samkynhneigða karlmenn sem var að mörgu leyti ólík því sem lesbíur þurftu að takast á við. Ofboðsleg hræðsla var gagnvart þeim í samfélaginu. Þeir urðu fyrir miklu hatri og voru taldir hættulegir samfélaginu. Samkynhneigðar konur urðu fyrir meiri þöggun og voru minna áberandi. Því fylgdu auðvitað ákveðin vandamál en á sama tíma fengum við ekki yfir okkur tal um að af okkur væri smithætta og að við værum hættulegar samfélaginu.“

Ofboðsleg hræðsla við homma

Baráttan var þó ekki auðveldari fyrir konur, fordómarnir birtust öðruvísi og þær voru settar til hliðar nánast alls staðar. Lesbíur voru lengi litnar hornauga af kvennahreyfingunni. Í

Samtökunum voru þær á hliðarlínunni. Við þetta bættist svo valdaójafnvægi kynjanna í samfélaginu. „Stelpurnar veltu öðru fyrir sér en strákarnir. Við vorum að tala um barneignir og sumar okkar áttu jafnvel börn. Það þurfti að skoða þá hluti

Alnæmi fylgdi svakaleg stimplun fyrir samkynhneigða karlmenn


líka og því urðu til óformlegir kvennahópar. Seinna varð til félagið Íslensk-lesbísk. Það var til þess að leggja meiri áherslu á baráttu lesbía og gera þær sýnilegri,“ segir Anni og bætir við að nafnið hljómi í dag eins og umboðssala. „Á þeim tíma var ögrandi að nefna orðið ,lesbía’, það þurfti ekki meira.“

Ég hræðist samt tal um að allt sé bara gott og að baráttunni sé lokið

Opinská umræða um kynlíf lesbía af skornum skammti

til. Ég held að enginn hafi þorað að láta sig einu sinni dreyma um jafnrétti. Hvað þá að samfélagið og umræðan yrði jafn tillitssöm og raun ber vitni,“ segir Anni. Hún segir sérstakt að hugsa til þess hve framsækinn löggjafinn hafi verið í mannréttindabaráttu hinsegin fólks. „Lengi vel var það löggjafinn sem togaði umræðuna áfram.“

Anni segir umræðu um kynlíf lesbía vera mjög litla. Verulega skorti opinskáa og fræðilega umræðu. Umræðan sé svo stutt komin að ekki sé einu sinni hægt að segja að hún sé bundin við klám. „Mjög margar lesbíur hafna klámi og því varla hægt að segja að umræðan sé föst í viðjum þess. Ég man að fyrir nokkrum árum var umræða um heilbrigði lesbía og þar var kynheilsa þeirra m.a. rædd. Þetta var algjörlega ný umræða og er í raun enn.“

Verðum að þora að líta í eigin barm

Karlremba og fordómar í Samtökunum

Spurð út í karlrembu í Samtökunum segir Anni að það ætti ef til vill ekki að koma á óvart að karlremba sé vandamál meðal margra homma líkt og hjá mörgum gagnkynhneigðum mönnum. Þó komi það spánskt fyrir sjónir að fordómar og karlremba viðgangist meðal hópa sem verða fyrir fordómunum sjálfir. „Þetta þarf samt að horfa á í sögulegu samhengi. Baráttan var svo hörð og erfið. Eðlilega horfðu hommarnir á hlutina út frá sér og lesbíur á málin frá eigin sjónarhorni. Það er eðlilegt þegar það hallar svona á fólk að það horfi þröngt á hlutina og einbeiti sér að eigin baráttu.“ Anni segir margt hinsegin fólk hafa fordóma gagnvart öðrum hópum, til dæmis fötluðum. „Ég man að fyrir einhverjum árum kom ungur maður í Samtökin. Hann hafði tekið það stóra skref að horfast í augu við að hann væri hommi og fatlaður. Ég man líka eftir því hvað hann var vonsvikinn þegar hann áttaði sig á hvað það voru miklir fordómar gagnvart fötluðum í Samtökunum.“ Hún segist ekki

Mynd: Eva Ágústa viss um að fatlaðir mæti meiri skilning í dag.

Hliðarhópar þurfa að réttlæta tilveru sína

„Það er mikilvægt að þora að horfa á það sem er ólíkt með fólki. Ég hræðist alla umræðu um að allt sé bara gott og að baráttunni sé lokið. Flestir hliðarhópar þurfa að verja tilveru sína, til dæmis innflytjendur, fatlaðir og hinsegin fólk. Það er viðkvæmt að bera saman fatlaða og hinsegin fólk en það er margt sameiginlegt með okkur. Við þurfum einhvern veginn alltaf að réttlæta tilvist okkar.“

Samkynhneigða regluverkið er sterkara en margan grunar

Í hinsegin fræðum er mikið talað um gagnkynhneigt regluverk. Hugtakið er til dæmis notað til að lýsa því hvernig samfélagið gengur út frá því að allir séu gagnkynhneigðir þar til annað

er tekið fram. Anni segir samkynhneigt regluverk einnig vera til og það sé mjög sterkt. Því sé algeng ákveðin hræðsla við að skilgreina sig sem tvíkynhneigðan. „Fólk spyr þá á móti hvort þú sért ekki bara hræddur eða lítir á þetta sem afsökun til að tilheyra báðum heimum. Kannski er þetta skiljanlegt í sögulegu samhengi. Það var svo mikilvægt að skilgreina fólk vegna þess hve baráttan var hörð. Það er ekki fyrr en á síðustu árum sem ég er almennilega að sjá hve margbreytilegur hinsegin heimurinn er. Um leið er samfélagið að átta sig á því sama. Það er til dæmis tiltölulega nýtt að fjallað sé um tvíkynhneigð í háskólanum.“

Að fá að vera til

Anni segir sig ekki hafa órað fyrir því að heimurinn myndi nokkurn tímann líta út eins og hann gerir í dag. „Við vorum svo mikið að berjast fyrir réttinum til að vera

„Baráttan er mun þyngri núna en áður. Það eru ekki sömu brennandi mál og voru þá. Við finnum ekki fordómana eins á eigin skinni og áður. Ég hræðist samt tal um að allt sé bara gott og að baráttunni sé lokið. Það er mikilvægt að halda því á lofti að svo sé ekki,“ segir Anni og bendir á að verulega skorti á rannsóknir á hinsegin fólki, samfélagi og menningu. „Hluti af því að við teljum allt vera í lagi er að verulega er þörf á þessum rannsóknum.“ Í nýlegri rannsókn á lýðheilsu íslenskra grunnskólanema kom í ljós að sjáanlegur munur er á andlegri líðan hinsegin táninga og gagnkynhneigðra jafnaldra þeirra. Þeir fyrrnefndu upplifðu sig við verri andlega og líkamlega heilsu. Anni segir rannsóknir sem þessar sýna að baráttunni sé langt frá því lokið. „Við verðum að þora að takast á við svona hluti. En ég tel að rannsóknir séu lykillinn að því. Án þeirra vitum við einfaldlega ekki hvar vandamálin liggja.“ Erum við nógu dugleg að gera upp sögu mannréttindabaráttunnar, sem er full af átökum eins og önnur barátta? „Hluti af því er einmitt að gera rannsóknir og skrifa um okkur. Ekki bara heilsu okkar heldur menningu og líf. Þörfin liggur á þessu sviði. Við berjumst ekki fyrir bótum á vanda -AÞF sem við vitum ekki af.“

SAMTÖKIN ‘78 // FACEBOOK /// TWITTER /// FLICKR /// YOUTUBE

9


Margir telja að dögum réttindabaráttu hinsegin fólks á Íslandi sé lokið. Það gæti hljómað sem eðlileg staðhæfing enda hafa stór vígi verið felld og samkynhneigðir njóta nú nánast allra sömu réttinda og gagnkynhneigðir. Þó er mikilvægt að það komi fram að „nánast“ er lykilorð í síðustu setningu, því enn eru ófallin vígi sem mikilvægt er að huga að. Hýraugað skoðaði þau baráttumál sem Samtökin ‘78 standa frammi fyrir.

Gæðablóðið afþakkað

ÓFALLIN VÍGI

BARÁTTUNNI ER LOKIÐ! EÐA NEI, EKKI ALVEG. Mynd: Pedro Moura Pinheiro.

FRAMBOÐSFUNDUR Fimmtudagskvöldið 3. mars sl. var haldinn framboðsfundur fyrir félaga í Samtökunum ‘78. Þau sem eru í framboði til stjórnar og trúnaðarráðs að þessu sinni fengu þar tækifæri til að kynna sig og sín 10 málefni.

Bann Blóðbankans á blóðgjöf samkynhneigðra karlmanna hefur stungið upp kollinum af og til undanfarin ár og ungur framhaldsskólanemi, Úlfar Logason, vakti athygli á málinu aftur fyrir skemmstu þegar honum var meinað að gefa blóð sökum kynhneigðar. Úlfar brást fljótt við og hefur lagt fram stjórnsýslukæru vegna málsins með hjálp lögfræðings síns. Verklagsreglur Blóðbankans leyfa mönnum sem hafa stundað kynlíf með sama kyni ekki undir nokkrum kringumstæðum að gefa blóð. Undanfarin ár hefur Q–félag hinsegin stúdenta, áður Félag samkynhneigðra stúdenta, lagt málefninu lið en það hefur ekki dugað til þess að Blóðbankinn hafi tekið til greina að breyta verklagsreglum sínum.

Staðgöngumæðrun ættleiðing

eða

Staðgöngumæðrun hefur verið í deiglunni hér á landi í nokkurn tíma. Málið fékk aukna athygli þegar íslensk hjón greiddu indverskri konu fyrir að ala þeim son með sæði íslenska föðurins. Hjónin mættu mótlæti þegar þau sóttust eftir að koma drengnum til Íslands eins og frægt er orðið. Málið allt er mikið og flókið og erfitt viðureignar sökum fjölda siðferðislegra spurninga. 87% landsmanna eru hlynnt staðgöngumæðrun skv. könnun MMR sem gerð var um miðjan janúar á þessu ári. Margar raddir hafa þó lagst gegn


lögleiðingu staðgöngumæðrunar af siðferðisástæðum, þ.á.m. Femínistafélag Íslands og fjöldi annara félaga. Þá hafa sumir bent á þann kost að auðvelda frekar ættleiðingaferli þar sem siðferðisleg vafamál eru mun færri og hætta á misnotkun minni. Þessi umræða er þó aðeins komin stutt á leið og langt í að niðurstaða náist í þessu eldfima máli.

Málefni transfólks

Á meðan réttindi samkynhneigðra hafa verið bætt til muna á undanförnum áratugum virðast málefni transfólks hafa fallið í skuggann eða einfaldlega gleymst. Með tilkomu félagsins Trans Íslands hefur réttindabarátta transfólks nú færst í aukana. Vert er að minnast þátttöku transfólks í réttindabaráttu samkynhneigðra. Transfólk var í fremstu víglínu í Stonewallóeirðunum, sem oftast eru taldar upphaf réttindabaráttu samkynhneigðra, en það hefur að miklu leyti gleymst. Transfólk hefur fylgt samkynhneigðum í réttindabaráttunni á Íslandi að einhverju leyti þó að baráttan hafi að mestu verið miðuð við samkynhneigða. Nú hefur Trans Ísland tekið sér stöðu í sviðsljósinu enda mikið verk fyrir höndum. Transfólk þarf t.d. enn að bíða mjög lengi frá því að leiðréttingarferli hefst þar til nafnabreyting getur formlega átt sér stað. Þá ber mikið á misskilningi og vanþekkingu í samfélaginu og því er brýn þörf á að sinna fræðslu ásamt ýmsum öðrum málum sem snúa að transfólki.

Tvíkynhneigð

Tvíkynhneigðir eru ásamt transfólki sá hluti hinsegin fólks sem hefur helst orðið undir í baráttunni um viðurkenningu og samþykki í samfélaginu. Tvíkynhneigð er af mörgum álitin vera millibilsástand fyrir fólk sem er að taka sín fyrstu skref út úr skápnum en er ekki tilbúið að segjast vera

samkynhneigt. Afleiðing þess er að tvíkynhneigðir verða oftar en ekki fyrir fordómum og þöggun frá báðum hliðum og margir þeirra finna sig knúna til að kalla sig gagn- eða samkynhneigða til einföldunar. Borið hefur á áhuga- og skilningsleysi á stöðu tvíkynhneigðra innan Samtakanna ‘78 og það hefur tvisvar sinnum leitt til klofnings innan félagsins. Margir tvíkynhneigðir upplifa sig einangraða og finnst Samtökin ‘78 sinna sér meira í orði en á borði. Greinilegt er að mikið starf er eftir óunnið í þágu tvíkynhneigðra og nauðsynlegt að þessi mál verði skoðuð nánar.

Trans­fólk var í fremstu víg­línu í Stonewalló­eirðunum, sem oftast eru taldar upp­haf réttinda­bar­ áttu sam­kyn­ hneigðra, en það hefur að miklu leyti gleymst.

Fjölmiðlar

Orðræða í fjölmiðlum er oft óvægin og niðrandi og ekki er fjarri lagi að hægt sé að tala um hinsegin fólk sem trúða hinna gagnkynhneigðu fjölmiðla. Oft er fjallað um hinsegin fólk í háðulegum fréttum sem fjalla um mál sem virðast kannski skondin út frá gagnkynhneigðum gildum. Einnig hefur orðaval fjölmiðla

verið gagnrýnt þar sem „kynskiptingur“, „faggi“ og fleiri ósmekkleg orð eru notuð. Skemmst er að minnast trega RÚV til að nota orðið „trans“ yfir transfólk og „ekki vera faggi“frasa Steinda Jr. Annað dæmi er pistill Steinunnar Stefánsdóttur í Fréttablaðinu 16. september 2010 þar sem hugtakið „andleg samkynhneigð“ er notað til að lýsa fjölda karlmanna sem voru við stjórn fyrirtækja og stofnana í aðdraganda bankahrunsins. Á hinn bóginn er afskaplega lítið fjallað um alvarlegri mál sem snúa að samkynhneigðum. T.a.m. var lítið og seint fjallað um afnám kynhneigðar úr sáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið er á um verndun allra þegna gegn drápum og aftökum byggðum er á fordómum. Þörf er á fræðslu fyrir fjölmiðla landsins og nauðsynlegt fyrir Samtökin ‘78 að beita sér á þeim vettvangi.

Fræðsla og útgáfa

Samtökin ‘78 hafa um áraraðir haldið úti öflugu fræðslu- og útgáfustarfi. Jafningjafræðslan hefur verið fastur liður og skilað sér vel inn í skóla landsins. Bókasafn Samtakanna er glæsilegt og veigamikið og hefur verið hornsteinn í starfsemi félagsins um árabil. Útgáfa bæklinga og annarra rita hefur skilað góðum árangri. Á undanförnum árum hefur þörfin fyrir fræðslu breyst og færst yfir á önnur félög eða stofnanir að einhverju leyti, t.d. HIV Ísland. Það er mikilvægt að fylgja tíðarandanum og huga að fræðslu á öllum sviðum. Til dæmis þarf að huga að stöðu eldra fólks, fjölmiðlum og samfélaginu í heild. Þá er þörf á nýrri heimildarmynd á borð við Hrein og bein, þar sem tvíkynhneigðir og transfólk er með í umfjölluninni og tekið er mið af breyttu umhverfi hinsegin fólks á Íslandi. Mikilvægt er að sofna ekki á verðinum í þessum efnum og vera vakandi fyrir breytingum.

Rannsóknir og tölfræði

Litlar eða engar rannsóknir hafa verið gerðar á hinsegin fólki á Íslandi og iðulega er vitnað í erlend fræðirit þegar þörf er á tölfræði í umræðu um hinsegin málefni. Nauðsynlegt er að rannsaka marga þætti þess að vera hinsegin og það verður að teljast óeðlilegt að í ríki þar sem réttindi og viðurkenning hinsegin fólks er eins góð og á Íslandi sé stöðugt vitnað í tölur frá löndum þar sem veruleikinn er allt annar.

Heimsmál

Við njótum þess hér á Íslandi að hafa náð langt í réttindabaráttu hinsegin fólks þótt ýmislegt sé enn eftir. Við njótum einnig þess heiðurs að eiga fyrsta lýðræðislega kjörna þjóðarleiðtoga heimsins sem er opinberlega hinsegin. Það liggur því beint við að hér sé lögð vinna í að styðja við bakið á fólki í öðrum löndum. Hvernig sem því starfi verður háttað getur það talist eðlilegt framhald á öflugu starfi Samtakanna ‘78 að leggja lóð á vogarskálar alþjóðlegrar baráttu hinsegin fólks. Listi þessi er með engu móti tæmandi og öll málin eru mun stærri og flóknari en hægt er að segja frá hér. Þá eru einnig fleiri þörf verk sem þarf að vinna. Hýraugað hefur áður fjallað um málefni eldra hinsegin fólks, fordóma í íþróttum og fjölmörg önnur mál eru inni á borði Samtakanna ‘78. Einnig er þarft að líta inn á við, gera upp drauga úr fortíðinni og virkja félagsmenn til starfa. Um leið verða Samtökin að standa vörð um það sem þegar hefur verið áorkað. Það þarf ekki að leita langt til að finna dæmi þess að réttindi hinsegin fólks hafi verið felld úr gildi eftir að þau voru lögfest. Samtökin ‘78 halda áfram að vinna að þessum verkefnum þrátt fyrir erfiða stöðu. Þótt hinsegin fólk geti andað talsvert léttar nú en árið 1978 er baráttunni langt því frá lokið. -SJG

11


á­stæðu til að fara þangað. Ég kaupi gay bíó­myndir á Amazon og Ebay eða sé þær í kvik­mynda­húsum. Ég er á­skrifandi að gay tíma­ritum eins og Atti­tu­de og fæ þau send heim. Ég tek þátt í Gay Pride há­tíðinni eins mikið og ég get – en ég þarf ekki að skreppa upp í hús­næði Sam­takanna til þess. Meira að segja veiðar­færin hafa breyst. Við veiðum í annars konar net og fáum aflann stundum sendan heim.

VERÐUM AÐ EIGA HAGSMUNASAMTÖK Árið 1987 bankaði ég fyrst upp á hjá Samtökunum ‘78 á Lindargötunni, skjálfandi á beinunum af hræðslu. Ég vissi ekki að maður gæti labbað beint inn. Þorvaldur Kristinsson opnaði og ég er honum ævinlega þakklátur fyrir það samtal sem við áttum þetta kvöld.

Tók þátt í ung­liða­ hreyfingunni og kynningar­ fundum í mennta­skólum. Sam­tökin voru allt í senn: fé­lags­mið­stöð, stökk­pallur, veiði­lendi, pólitísk bar­áttu­ sam­tök og hags­muna­fé­lag. Kyn­hvötin vaknaði líka eftir ára­langa bælingu. Allt í einu fékk ég – nördið sjálft – kyn­ ferðis­lega at­hygli frá öðrum karl­mönnum.

Þótt samkynhneigðir á Íslandi sitji nú við sama borð og streitarar, þá á síðasti hálfvitinn ennþá eftir að fæðast. Páll Óskar Hjálmtýsson Höfundur er poppstjarna.

Við verðum að eiga hags­ muna­sam­tök, þó það sé ekki nema bara fyrir til­finningu al­ mennings út á við. Enn mikil­ vægara er að taka vel á móti ný­liðum. Ég fékk miklu betri upp­lýsingar og jafn­vel að­ hlynningu í Sam­tökunum en ég hefði nokkurn tíma fengið hjá ein­hverjum giftum gaur sem ég kynntist á netinu. Við verðum að halda á­fram að vera á vakt og Sam­tökin eiga að skipu­leggja vak­ta­ planið.

Ég verð að vita af fólki sem sinnir þessari vakta­vinnu. Þau gera sitt – ég geri mitt. Þess vegna borga ég fé­lags­ gjöldin.

Einnig er hægt að fylgjast með á Facebook-síðu Hýraugans

Síðustu árin hef ég lítið sem ekkert haft að sækja til Sam­ takanna ‘78. Ég hef enga

Þau kommentera á YouTu­ be og Face­book með orðinu „gay“ þegar þau sjá eitt­hvað sem þeim finnst hall­æris­ legt eða fíla ekki. Of­beldið og ein­eltið heldur á­fram. Heimurinn heldur á­fram að vera heteró. Allt er miðað út frá þeim. Og akkúrat þegar maður heldur að hættan-séliðin-hjá og allir séu orðnir svo upp­lýstir fær maður næsta sjokk eins og pönnu í and­litið.

>>> SMELLTU HÉR!

Sam­tölin urðu fleiri, sem og allt það góða fólk sem ég kynntist. Loksins fékk ég á­byrgar upp­lýsingar frá á­byrgu fólki sem vissi um hvað það var að tala. Ég hékk á bóka­safni Sam­

takanna fyrstu árin eftir að ég kom út, las allt sem ég gat og horfði á allar bíó­myndir sem í boði voru.

>>> SMELLTU HÉR!

VIÐ

Á Youtube-rás Hýr­augans má sjá kynningar­við­töl við fram­bjóð­endur til stjórnar Sam­takanna ‘78.

AFTURENDINN

Þrátt fyrir þessa fjar­veru mína frá Sam­tökunum ‘78 hef ég alltaf greitt fé­lags­ gjöldin. Af hverju? Vegna þess að þeir sem halda því fram að bar­áttan sé búin eru að ljúga að sjálfum sér. Þótt sam­kyn­hneigðir á Ís­landi sitji nú við sama borð og streitarar, þá á síðasti hálf­ vitinn enn­þá eftir að fæðast. Ver­öldin heldur á­fram að vera full af Gillzeneg­gerum og sjón­varps­þáttum þar sem krakkar læra að segja „Ekki vera faggi“.

SAMTÖKIN ‘78 // FACEBOOK /// TWITTER /// FLICKR /// YOUTUBE

Hýraugað 2. tbl. 2. árgangur - Mars 2011  
Hýraugað 2. tbl. 2. árgangur - Mars 2011  

Nýjasta tölublað Hýraugans er að þessu sinni tileinkað Samtökunum ´78, stöðu þeirra og framtíð, en tilefnið er væntanleg stjórnarskipti og a...